Blikastaðanes – Þerneyjarsund

Blikastaðakró

Ætlunin var að ganga um Blikastaðanes milli Leiruvogar og Blikastaðakróar. Blikastaða er getið í tengslum við friðlýsingu fornra minja í Mosfellssveit. Á nesinu eru „fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði frá 14.-15. öld, niðri á sjávarbakkanum yst í svonefndu Gerði. (Skjal undirritað af ÞM 08.11.1978. Þinglýst 20.11.1978.).

Kort

Þá átti að skoða búðarústir fá 16. öld við Þerneyjarsund á Álfsnesi. Mönnum, þ.á.m. Kristjáni Eldjárn, hefur greint á á um staðsetningu búðanna. Ummerkin segja þó sína sögu.
„Helstu minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á Blikastaðanesi. Rústirnar eru grjóthlaðnar af smáhýsum og görðum. Engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna á fyrri öldum en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði. Björn Bjarnason í Grafarholti var ekki í neinum vafa um það og segir að vegur liggi til norðurs „niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin)…“
GerðinÁ sínum tíma gerði Kristján Eldjárn (1916-1982) staðfræðilega athugun í Blikastaðanesi. Rústirnar voru ekki grafnar upp en Kristján leiddi að því líkur að hér væri um sjóbúð og fiskbyrgi að ræða og gerðin hafi verið hlaðin á síðmiðöldum í tengslum við fiskverkun. Hann útilokaði þó ekki að þarna hafi verið kaupstefnustaður, rústirnar gætu verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka, enda var stutt á milli skreiðarverkunar og verslunar á miðöldum. Þá hafa skip legið við stjóra við mynni Úlfarsár og vörur ferjaðar að og frá landi. Skammt vestan við Blikastaðanes er Korpúlfstaðahólmi en hann hefur einni verið nefndur sem hugsanlegur verslunarstaður á miðöldum.
Sjórinn hefur í aldanna rás nagað grassvörðinn fremst á Blikastaðanesi þar sem áður risu tjöld kaupmanna. Kannski hafa fiskbyrgin verið birgðaskemmur Viðeyjarklausturs sem safnaði fiski frá jörðum sínum og verstöðvum á Suðurnesjum og geymdi hann í nesinu þar til kaupskipin komu og sóttu varninginn. Blikastaðir voru ein fyrsta jörðin sem klaustrið eignaðist í Mosfellssveit og meðal hlunninda þar var æðarvarp eins og nafnið gefur til kynna. Annars vera dúntekja á flestum jörðum sveitarinnar sem áttu land að sjó.
Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá 1994 „skal stefnt að því að kanna möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir stærri báta (seglbáta og minni vélbáta) í Blikastaðanesi.“
Gerði á BlikastaðanesiÁ 14. -15. öld færðist verslun á nýjar slóðir sem lágu betur við sjósókn. Þá færðist höfnin úr Leiruvogi að Gufunesi og í Þerneyjarsund sem liggur milli Þerneyjar og Gunnuness á Kjalarnesi.
Árni Magnússon getur um vallgrónar búðir við Þerneyjarsund snemma á 18. öld: „Fyrir austan Þerney milli eyjar og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðastæðin eru vallgróin.“
Kristján Eldjárn taldi líklegt að rústirnar austan við Þerneyjarsund bentu til þess að þar hefðu verið fiskbyrgi (skreiðarbyrgi) og búðastæði [Kristján BrunnurEldjárn. Leiruvogur og Þerneyjarsund. Staðfræðileg athugun. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1980.]
. Ætla má að þar hafi verið útgerð og verslunarstaður og má nærri geta að Mosfellingar hafa komið á þessar slóðir þegar kaupskip komu af hafi. Hinar vallgrónu rústir, sem Árni Magnússon nefndi, hafa ekki verið rannsakaðar ítarlega en nafni hans Hjartarson f: 1949) jarðfræðingur var á ferð í Þerney fyrir nokkrum árum og fann í fjörunni stóran granítstein sem hæglega gæti hafa verið kjölfesta úr erlendu kaupfari.
Fornleifarannsóknir við Þerneyjarsund gætu sagt okkur meira um merka verslunarsögu á fyrri öldum en nú eru uppi hugmyndir um að leggja svonefnda Sundabraut um þessar slóðir.
Þessi, einn helsti verslunarstaðurinn í þessum landshluta, fluttizt upp í Hvalfjörð. Þerney var í ábúð fram á 20. öld og fyrrum var þar líka kirkja. Árið 1933 voru fjórir tarfar af Galloway holdakyni og kálffull kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi.

Gerði

Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var öllum lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta.
Helstu sjávarjarðirnar í Mosfellssveit voru Viðey, Gufunes, Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir og Lágafell.
Kristján Eldjárn fjallar um búðirnar á Blikastaðanesi og við Þerneyjarsund í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1980. Greinin heitir „Leiruvogur og Þerneyjarsund, staðfræðileg athugun“.
Merki„Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalarnesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að hann fór grynnkandi.“ Þá getur Kristján  þess að breytingin hafi og getað stafað að breyttri skipagerð „sem aðstæður allar á síðari staðnum hentuðu betur“.
Leiruvogs er nokkrum sinnumgetið í fornritum en ekki í annálum og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga sögu) en hins vegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að segja sína sögu.
Fornritin eru frá 13. öld. Engar heimildir eru til um Blikastaðaminjarnar í staðfræðiritum, hvorki í bók Kålunds né í annarri heimild. „Nefndir hann þó Leiruvog“.  Ummerki má þó sjá þar eftir aðsetur kaupmanna. „Það er þar sem Gerði í Blikastaðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leruvogs sveigir til suðurs inn með Blikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar Blikastaðagerði í Árbók 1914.
Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarbakkanum – af þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi þann stein klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi mikið gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína.“

Minjasvæðið

Stórgrýttur grandi er nú framan við nesið. „Raunar er ekki ólíklegt og þá hefði verið grassvörður vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. Ef þetta er rétt – sem ekkert mælir gegn – hefði þarna verið einstaklega geðugur kaupstefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar Eða allar?) komnar í sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað semþær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu:
A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann. Sjávarbakkinn hefur sjálfur komið í veggjar stað. Slíkt má vera að hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerðinu sjást hellulagnir. Dyr eru á nyrðri veggstúfnum.
Grjótþúst nokkur (byrgi) er austan við syðra gerðið og lílega svolítil girðing en þetta er óskýrt.
B. Búðartóft. Rétt norðan við vestra gerðið er grasi gróin tóft, sem enginn kunnugur íslenskum Vallgrónartóftum mundi hika viðað tekja mjög líklega búðartóft. Þetta er mjög snyrtileg tóft (9×4.5m að utanmáli).
C. Nyrðra gerðið. Um 30 m fyrir norðan búðina er annað gerði úr grjóti eins og hitt, en ekki að öllu leyti líkt því. Í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þesslegir að talsvert gamlir séu.
D. Byrgi. Rétt norðan við nyrða gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að nokkur grafin í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur verið fiskbyrgi.
Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir (skoðað 1978). Vitanlega mætti fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minjafræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun.

Fiskbyrgi

Það virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minjar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög skemmtilega á að horfa eins og þær eru.“
Nú lýsir Kristján minjum við Þerneyjarsund. Vitnar hann m.a. í lýsingu Skúla Magnússonar um Gullbringu- og Kjósarsýslu (Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37) og bætir við: „Þerneyjarsunds er aðeins einu sinni getið í fornsögum, nefnilega í Kjalnesinga sögu, sem er skrifuð snemma á 14. öld og talin með öllu ósöguleg en eigi að síður góð staðfræðileg heimild. Um Örlyg segir söguhöfundur: Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. (Ísl. fornrit XIV, 4), og ætti þett að vera fullgild heimild þess að Þerneyjasund hafi verið vel þekkt sem skipalægi þegar sagan er rituð, og er elsta dæmið um að þess sé getið í ritum.

Þúfukollar

En að sjálfsögðu hefur höfundur einnig kunnað góð skil á Leiruvogi sem höfn, ef til vill bæði í veruleikanum og úr sögum. Hann segir: „Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn (Ísl. fornrit XIV,5).“ Fleiri dæmi tekur Kristján þessu til staðfestingar.
Árni Magnússon ritar eftirfarandi í Chorographica Islandica (útg. 1955): „Fyrir austan Þerney milli lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðarstæðin vallgróin.“
Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda líklega teljast sennilegra. Hvort heldur sem er er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar til vallgróinna búðastæða.

Búðartóft

Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og ekki er um langan spotta að ræða. Fyrst við lága hamrahöfðann (sem víst heitir einfaldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru í (Álfsnes og Glóra), byrjar hið eiginlega Þerneyjarsund og nær þangað suður sem Gunnunes sveigir til austurs og verður þar næstum rétthyrnt nef á. Þessi vegalengd – hið eiginlega Þerneyjarsund – er ekki nema tæpur hálfur annar kílómetri.“
Þá reyndir Kristján að staðsetja búðastaðinn nánar. „Þessi lýsing á einkum og sér í lagi við einn stað við Þerneyjarsund og þar tel ég yfirgnæfandi líkur til að lendingarstaðurinn hafi verið og þar með aðsetur kaupmanna meðan kauptíð stóð.
NiðurkotÞetta er hvammurinn sem kotið Niðurkot stóð í, það sem áður hét Sundakot og hefur verið í eyði síðan 1886. Rústir þessar láta talsvert á sér bera, bæjarhús, útihús, hjallur? niður við sjóinn og túngarður í kringum allt saman. Á þessum stað er skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir innan hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið mjög þýft og grýtt.
Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Í fyrsta lagi af því að enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. Í öðru lagi af því að þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malarkambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafnasemi á staðnum.

Fiskbyrgi

En þá vaknar spurningin: Hvað eru vallgrónu búðastæðin, sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann sá ef til vill sjálfur?
Í íslenskum staðfræðiritum hefur enginn getið um neinar rústir við Þerneyjarsund síðan Árni leið. Innan við malarkambinn [neðan við Niðurkot] eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrulegir þúfnaklasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kallaðar „rústir“ manna á meðal. Þess vegna verðu fljótfærnislegt að fullyrða að þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir.
Munu sennilega á þykja að Bátaréttþúfnaklasar þessir séu þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera.
Niðurkot allt og þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar oghægurinn hjá að rannsaka þetta þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu.
En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé um náttúrulegar þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mila notkun tjalda í fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.“
Rúst„Greinarauki – Framanskráðar athuganir gerði ég í júli 1978 og gekk frá greininni strax á eftir. Í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri sem Helgi Þorlákssom sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifafræðingafundi á Gotlandi og kallast „Havner på Island í middelalderen“. Um Þerneyjarsund vitnar hann til Árna Magnússonar og segir síðan: „Foruten svake spor boder kan man finna levninger av mange smaåskur, og de leder tanken hen på opbevaring av törrfisk.“
Þessar litlu byggingar sem Helgi talar um eru áreiðanlega grjótbyrgin á Höfðanum (nefnd hér að framan) suðvestan við Álfsnesvíkina. Mér taldist til að þau væru 8 eða 9, nokkuð dreifð, en þó ekki um stórt svæði. Þrjú þeirra eru alveg frammi á sjávarbakkanum en hin lengra frá sjó. Þau eru misstór, en öll lítil, gerð úr eintómu grjóti, sum nokkurn veginn kringlótt, frumstæð að gerð. Eins og Helgi tel ég fullvíst að þetta séu fiskbyrgi, og það telur Björn Þorsteinsson einnig, en hann nefnir byrgi þessi í „Reykjavík miðstöð þjóðlífs“, Rvík 1977, bls. 14, og í „Á fornum slóðum og nýjum“, Rvík 1978, bls. 28, og birtir ljósmynd af einu þeirra.

Valllendi

En að þau séu forn er alls óvíst, Slík byrgi voru notuð langt á aldir fram. Og þau koma ekki kaupstöðunum við heldur útgerðinni og fiskverkuninni. Byrgin á Höfðanum eru líka það langt frá kaupstaðnum (?) hjá Niðurkoti að þar er ekkert samband á milli.“
Eins og máltækið segir: „Oft verður stysta ferðin sú fróðlegasta“. Við skoðun á rústunum á Blikastaðanesi (2009) kom í ljós að svo virtist sem einungis hefði verið tekinn hluti þeirra inn í framangreinda vettvangsúttekt. Gerðin tvö, búð á millum og rúst norðar eru allt greinilegar minjar eins og sjá má á uppdrættinum í Árbókinni 1980. Hins vegar má, ef vel er greint, sjá móta fyrir rúst norðaustan við nyrðra gerðið. Skammt norðar á nesinu eru leifar byrgis og búðar skammt austar. Á milli og ofan þeirra er hlaðinn brunnur. Enn ofar (sunnar) er stórt gerði og tvær rústir austan þess. Af þessu má sjá að mun meiri umsvif hafa verið þarna er ætlað hefur verið, auk þess sem ætla má að sjórinn hafi brotið af ströndinni og tekið til sín allmikil mannvirki í tengslum við athafnasemina þarna fyrri á öldum. Bætt var við fyrrnefndan uppdrátt sem nam framangreindum minjum. Þá mátti sjá fornleifar á tveimur stöðum á sunnanverðu nesinu austan Gerðisins.

Fiskbyrgi

Sunnarlega á Blikastaðanesi er hallandi holt með klöppum. Ekki er ólíklegt að þarna kunni að vera sögulegur staður. Eftir er að skoða örnefnaskrá fyrir Blikastaði. Ef eitthvað forvitnilegt finnst þar verður bætt hér við textann sem því nemur.
Rétt er að koma því að hér að merkingar, eða réttara sagt merkingaleysi (upplýsingaskortur) á vettvangi er hlutaðeigandi stjórnvöldum til vansa. Í friðlýstum fornleifum á Blikastaðanesi er tréstaur, sem einhvern tímann hefur borið skilti „friðlýstra fornleifa“. Það er löngu horfið. Ekkert er á vettvangi er upplýst getur áhugasamt fólk hvað þarna kann að LEYNAST.
BlikiÞá var haldið yfir á Álfsnesið. Við athugun á nesinu sunnan Álfsnestjarnar ofan Álfsnesvíkur mátti vel greina vallgrónar búðartóftir undir Höfðanum. Búðarleifar eru á tveimur stöðum. Ofan þeirra er tóft og enn sunnar a.m.k. 10 fiskbyrgi, nokkuð dreifð um holtið ofanvert. Enn sunnar eru tóftir Niðurkots. Neðan þess eru þúfukollar þeir er Kristján nefnir í grein sinni í Árbókinni 1980.
Svo er að sjá, þrátt fyrir að Kristján og Helgi hafi ekki verið sammála um staðsetningu kaupvagnsins við Þerneyjarsund, sem báðir hafi haft rétt fyrir sér. Þeir eru í sínum skrifum ekki að fjalla um sama staðinn, en það ætti ekki að skipta máli því svo er að sjá sem kaupvangir við Þerneyjarsund hafi verið á fleiri en einum stað og jafnvel fleiri en tveimur.
Svæðið skiptist í tvennt; annars vegar Tóftkaupvangana og hins vegar fiskbyrgin. Þau eru mun dreifðari en sjá má á Blikastaðanesi. Það gæti gefið til kynna dreifaðri eignaraðild við Þerneyjarsund. Líklega hefur einn aðili, Viðeyjarklaustur, haft aðstöðu á Blikastaðanesi og því haldið sig á tiltölulega afmörkuðu svæði. Við Þerneyjarsund eru byrgin mun dreifaðri, sem fyrr sagði. Það bendir til þess að verslunarstaðurinn hafi verið færður vegna breytinga á verslunarhaldinu (Viðeyjarklaustur leggst af) en ekki vegna breytinga í Leiruvogi vegna framburðar Leiruvogsár eins og áður hefur verið haldið fram (t.d. í „Sögu Mosfellsbæjar“).
FERLIR á eftir að skoða fornleifaskráningarskýrslur af báðum fyrrnefndum svæðum og bera niðurstöðurnar saman við framangeinda athugun. Ef að líkum lætur á margt forvitnilegt eftir að koma í ljós við nánari skoðun. Telja verður misráðið að hafnar hafi verið framkvæmdir við stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum á Blikastaðanesi því greinilegt er að þær hafa að nokkru þegar spillt hinu heilstæða minjasvæði er lítur að verslun og fiskverkum á svæðinu.

Skel

Er það mikil synd því fáir slíkir minjastaðir óraskaðir eru enn til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ekki þarf að fjölyrða um verðmæti slíkra minja, jafnvel inni á miðjum golfvelli, því ætla má að á meðal iðkenda leynist áhugasamt fólk um sögu og land.
Sömu sögu verður að segja um Álfsnesið því þar á fyrirhuguð Sundabraut að liggja. Mun hún fara yfir fyrrnefnt minjasvæði að hluta.
Eftir að skoðaðar höfðu verið rústir á Höfðanum milli Niðurkots og Álfsnesstjarnar (hún heitir Tjörnin skv. örnefnalýsingu) var gengið til baka um Dýratorfur og eiðið milli Tjarnar og Álfsnesvíkur. Á henni er hlaðin skiparétt. Neðan hennar má sjá leifar að fortímanlegri bryggju. Margt forvitnilegt annað bar og fyrir augu.
Á Álfsnesi eru hlaðnir garðar og tóftir húsa, sem ekki verður lýst hér.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 141.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1980, Leiruvogur og Þerneyjarsund, Kristján Eldjárn, bls. 25-35.

Álfsnesvík