Breiðagerðisslakki – flugvélaflak

Breiðagerðisslakki

Sveinn Þór Sigurjónsson, bjó í Traðarkoti í Brunnastaðahverfi, nú í Grindavík (73 ára). Þann 24. apríl 1943 var hann níu ára. Skömmu eftir hádegi þennan dag var hann skammt frá bænum er hann heyrði skyndilega hávaða og Brak í Breiðagerðisslakkamarga skýhnoðra á lofti yfir og nálægt Meeks-velli ofan við Keflavík. Loftvarnarbyssum Ameríkana hafði verið beint að þýskri flugvél, sem nálgast hafði völlinn. Síðan sá hann hvar þýskri flugvél var flogið lágt til austurs nokkru sunnar í Strandarheiðinni, nokkurn veginn í línu þar sem Reykjanesbrautin er nú. Eftir fylgdu tvær amerískar orrustuvélar. Frá þeim var skotið látlaust á þýsku vélina, sem beygt var til suðurs. Þá mun hún hafa lent í heiðinni, á stað sem Breiðagerðisslakki nefnist.
Hafsteinn Davíðsson og bróðir hans frá Ásláksstöðum fóru þá áleiðis upp í heiðina. Þar mættu þeir einum flugmanninum úr vélinni og aðstoðuðu hann niður að bæjum.
Þegar farið var á vettvangi í Breiðagerðisslakkanum var gengið svo til beint á brakið úr hinni þýsku flugvél. Um er að ræða Junkers 88 könnunarherflugvél. Samkvæmt skýrslum sást þýska flugvélin nálgast Keflavík um 13:52 þann 24.04.1943. Tvær bandarískar vélar voru sendar á móti henni, en flugmaðurinn reyndi að dyljast í skýjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að vélin væri skotin niður. Þrír áhafnameðlimir létust, en einn komst lífs af, fjarskiptamaðurinn, Sgt. Anton Mynarek. Hann komst úr vélinni í fallhlíf áður en hún brotlenti í Gjáhrauni, en var tekinn til fanga af landgönguliðum.
Anton MynarekBræðurnir Hafsteinn og Þórir gengu fram á þýska flugmanninn við Arnarbæli og fylgdu honum niður á gamla Keflavíkurveginn þar sem landgönguliðar tóku hann til fanga. Sveinn sagðist hafa frétt að því að aðfarirnar hafi ekki beinlínis verið til fyrirmyndar. Ameríkanarnir hefðu öskað á þennan hættulega óvin sinn, miðað á hann byssum og skipað honum að leggjast í jörðina þrátt fyrir að hann hafi greinilega verið nokkuð meiddur.
Báðir hinir bandarísku flugmenn, sem eltu þá þýsku, voru sæmdir Silfurstjörnunni þann 30. apríl 1943 fyrir vikið. Þessi Þjóðverji var fyrsti flugliðinn sem Bandaríkjamenn handtóku í Seinni heimstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin að Brautarholti á Kjalarnesi, en eftir stríð voru þau flutt í Fossvogskirkjugarðinn.
Sá, sem bjargaðist, stg. Anton Mynarek, kom hingað til lands mörgum árum seinna. Lýsti hann fangavistinni í bragga við Elliðaár, en þar átti hann slæma vist fyrstu dagana í kulda og einangrun, en síðan rættist úr vistinni.
Talsvert er af braki úr vélinni við hraunhól í slakkanum, m.a. hluti af hjólastellinu, annað dekkið, vélarhlutar, slöngur og tannhjól. Álhlutar eru úr vélinni í slakkanum skammt norðvestar.

Brak