Lambafellsklofi

Gengið var að Lambafelli frá Eldborg ofan við Höskuldarvelli.

Lambafellsklofi.

Lambafellsklofi.

Fylgt var gömlu stíg í gegnum hraunið sunnan fellsins. Hann liggur síðan áfram inn í hraunið til austurs austan þess. Lambafellsklofi er alltaf jafn áhrifamikill heimsóknar. Klofinn er misgengi í gegnum fellið, stundum nefndur Lambagjá. Þjófagjáin í Þorbjarnarfelli er af sama meiði. Glögglega má sjá heila bólstra í berginu þegar farið er í gegnum og upp úr gjánni um mitt fellið. Einstaklega fallegur brólstri er í gjárbarminum þegar upp er komið. Annars er Lambafellið þrjú fell, sem hraunið hefur runnið umhverfis. Austasti hlutinn er skilinn frá hinum með Dyngnahrauni, sem runnið hefur úr nokkrum gígum austan Grænudyngju. Sjá má misgengið ganga áfram í gegnum það. Norðvestan við Lambafell er Snókafell, samskonar jarðfræðifyrirbæri, líkt og Oddafellið vestar. Vestan og norðan þess liðast Afstapahraunið áleiðis niður í Kúagerði.
Frá Lambafelli sést vel yfir að Mávahlíðum í suðaustri, dyngjunum; Grænudyngju og Trölladyngju í suðri og Keili í vestri.
Frábært veður. Gangan tók klukkustund og eina mínútu.

Lambafellsklofi.

Lambafellsklofi.