Byggð í Aðalstræti á 10. öld – skilti

Landnámssýning

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Byggð í Aðalstræti á 10. öld„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – skilti; Byggð í Aðalstræti á 10. öld.

„Skálinn í Aðalstræti var svipaður því sem tíðkaðist almennt í Norður-Evrópu á víkingatíma. Hann var aflangur með tveimur stoðarröðum eftir endilöngu og vönduðu eldstæði á miðju gólfi. Á skálanum vorutveir inngangar, aðaldyr á framhlið (austurhlið) og bakdyr á vesturhlið. Í Norðurnda skálans voru básar fyrir uxa eða hesta. Annar minni skáli fannst við suðurhlið skálans og hafði verið byggður við nokkrum áratugum seinna.
Stóri skálinn var 86.5 m2 að flatarmáli og í stærra meðallagi miðað við aðra íslenska skála frá sama tíma. Talið er að 5-10 mann hafi búið í skálanum.“

Auk skiltisins eru fimm önnur í Fógetagarðinum. Þau innihalda m.a. fróðleik um Víkurgarð, Víkurkirkju, Skrúðgarðinn, landám í vestanverðri Kvosinni og Föður Reykjavíkur, Skúla Magnússon.

Landnám

Reykjavík – útsýni frá landnámsbænum í Kvosinni yfir Tjörnina. Lönguhlíð og Sveifluháls fjær.