Skálafell

Eftirfarandi viðtal var tekið við einn FERLIRsfélaga og birtist í hinu virta dagblaði Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum:

Hvað er FERLIR?

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinninn við Stóru-Vatnsleysu – á hvolfi.

FERLIR er FErðahópur Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík. Í hópnum eru auk starfsmanna deildarinnar fleira fólk, s.s. úr sektardeild embættisins, almennu deild, útlendingaeftirliti og fleiri deildum, allt eftir áhuga hvers og eins sem og á hollri og nauðsynlegri hreyfingu og vilja til að skoða áhugaverða staði eða minjar, sem virðast leynast víða. Þá hafa allir aðrir, áhugasamir, jafnan verið boðnir velkomnir í hópinn. Morgunblaðið ræddi á dögunum við einn forkólfa FERLIRs, Ómar smára Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjón í Reykjavík.

Hvar og hvað hafðið þið verið að skoða að undanförnu?

Almannavegur

Gengið um Almannaveg.

“Við höfum einbeitt okkur að Reykjanesinu. Ætlum okkur að klára það áður en við snúum okkur að öðrum svæðum. Á þessu svæði átti norrænt elsti hluti norræns landsnáms sér stað. Það eru elstu minjarnar – ef vel er að gáð. Það er svo til öll atvinnusaga landans – í landinu. Minjar eru svo til við hvert fótmál. Það eina sem þarft til er að fara út og skoða. Stundum þarf að leggja svolítið á sig og að leita, en það er allt þarna við fætur fólks, sem hefur áhuga. Þarna eru t.d. gömlu tóttir bæjanna, sem fólkið, er lagði drög að nútíðinni, húkti í öld fram af öld. Þarna eru sjóbúðirnar, naustin, varirnar, siglingamerkin, sundvörðurnar, brunnarnir, selin, selstígarnir, vatnsstæðin, stekkirnir, kvíarnar, fjárhellarnir, vatnsstæðin og vörðurnar.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Jafnvel réttirnar, útilegumannahellarnir, aftökustaðirnir, dómhringirnir og lögrétturnar eða hvaðanaæva er tengdist lifnaði eða lifnaðarháttum fólks liðins tíma. Það er allt þarna úti – ef einhver hefur áhuga.
Refabyrgin, refagildurnar eða grenin – bara nefndu það. Eða hinir fjölmörgu hellar og skútar, sem tengjast einstökum sögum, s.s. Arngrímshellir, og Sængukonuhelli.
Eða drykkjasteinarnir, eða letursteinarnir eða…. Að ekki sé minnst á náttúruna sjálfa og allt sem hún hefur upp á að bjóða. Bara nefndu það. Það er engin afsökun til að skoða þetta ekki. Lítið sem ekkert af þessu hefur verið haldið að fólki”.

Hvað er verið að skoða?

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

“Allt, sem kann að vera áhugavert frá liðinni tíð. Leitað er í bókum, ritum, sögnum, lýsingum, minningarbrotum og örnefnaskrám og höfð viðtöl við eldra fólk, sem kann frá einhverju merkilegu að segja. Svo virðist sem þjóðsögurnar, sem gerast reyndar hlutfallslega fáar á Reykjanesi, eigi sér svo til allar tilvísun í staði eða staðhætti. Þannig má sannanlega sjá merki þeirra á Selatöngum, í Ögmundarhrauni, í Draughelli í Valahnjúk, í Arngrímshelli (Gvendarhelli) og í Bálkahelli í Krýsuvíkurhrauni, í Kerlingadal austan við Eldborg eða á Vörðufelli ofan við Selvog.

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Á þessu landsvæði m.a. sjá ein elstu mannvirki landsins, s.s. Skagagarðinn mikla, Fornagarð Í Selvogi, skálann og tóttirnar í Húshólma og Óbrennishólma, minjarnar fyrir ofan Stórubót í Grindavík, kapelluna í Kapellulág við Hraun, dysjarnar við Hraun og víðar, grafirnar við Hafurbjarnastaði eða á Draughól við Garðskaga og svona mætti lengi telja. Þá eru ekki upptaldir letursteinar, sem víða má sjá og hafa skýrskoutun til gamalla heimilda, s.s. letursteinninn við Prestsvörðuna er sr. Sigurður Sívertssen lét höggva í eftir að hafa lifað að harðviðri, rúnasteininn í Kistugerði, áletranir í Másbúðarhóla, leturstein neðan við Kálfatjörn frá 1674, skósteininn í brúnni vestan kirkjunnar, vörðuáletranir, s.s. í Stúlknavörðunni (1777) ofan við Stapann, letur- og ártalssteinana á Vatnselysuströnd, t.d. við Knarrarnes og svona mætti lengi telja.

Þá er ekki talað um allar þær fornu leiðir, sem farnar voru og enn má merkja ef ve er að gáð”.

Hafið þið skráð eitthvað af þessu?

Lambafellsklofi

Lambafellsklofi.

“Við höfum fram að þessu notað upplýsingarnar sem ákveðið tilefni til útivsitar. Stundum höfðum við þurft að fara nokkrum sinnum á sama stað til að finna það sem lýst var. Stundum finnum við annað en það sem lýst var og merkilegt kann að þykja. En við höfum fram að þessu ekki skráð það sérstaklega. Teljum það hlutverk annarra, einkum þeirra sem fram að þessu hafa einungis fengið tækifæri til að skrá og varðveita minjar, sem sögulegar kunna að teljast. Annars er það okkar mat að minjar eigi að varðveitast á staðnum Þær á ekki að færa í eitthvert miðlægt munsteri – víðs fjarri – jafnvel þótt fjöldinn kunni að vera þar. Enginn hefur gott að því – síst sagan eða munirnir. Þeir halda einungis gildi sínu á þeim stað er sagan skóp þeim tilvist – eða öfugt. Aðalatriðið fyrir okkur er hreyfingin. Allt annað bætir um betur. Við þolum hins vegar enga linkennd. Annað hvort er fólk tilbúið til að takast á við það sem bíður þess eða ekki. Ekki er hlustað á kvartanir. Ef einhver gefst upp er leitað að því sem kann að nýtast öðrum til framtíðar, t.d. göngustafnum”.

Hversu margir hafa ílengst frá upphafi og ekki gefist upp?
“A.m.k. tveir”.

Er ætlunin að halda áfram?

Ferlir

Ferlir á ferð um Húshólma.

“Já, svo lengi sem eitthvað er eftir óskoðað. Við höfum þegar farið 317 ferðir á Reykjanesið, en sýnt er að við höfum einungis skoðað það að hluta. Við eigum eftir að skoða selin norðan og austan Búfells og sandana ofan Selvogs svo eitthvað sé nefnt. Og margir hellar eru enn óskoðaðir. Þetta svæði er geysilega víðfeðmt og hefur upp á ótrúlega margt og mikið að bjóða. Jarðfræði landsins er t.d hvergi eins opin og áberandi og þar. Lesa má svo til alla landsmótunina frá vitsmunalegu upphafi á svæðinu og mörg hraunanna hafa runnið eftir að norrænt landnám hófst. Líklega þarf hver og einn að þekkja a.m.k. svolítið til um fortíðina til að geta skilið betur framtíðina. Nútíðin, þ.e. dagurinn í dag, var framtíðin í gær, en verður fortíðin á morgun. Með því má sjá hversu fortíðin getur verið, ekki bara okkur, heldur og öðrum, sem á eftir koma, dýrmæt. Sá veldur, sem á heldur. Þeir sem ekkert gera, vanrækja framtíðina. Viljum við það”.

Hvað er framundan?

Sveifluháls

Gengið um Sveifluháls.

“Meiri hreyfing – í fallegu mhverfi innan um minjar forfeðra og –mæðra og sögu þeirra, sögu liðins tíma – okkar tíma í fortíð, nútíð og framtíð”.

Ljóst má vera að framangreint er einungis svör við framkomnum spurningum, en ef spurt hefði verið nánar um eigindlega möguleika fyrirliggjandi upplýsinga, hugsanlega greiningu eða túlkun þeirra, aðferðir eða aðferðafræðileg hugtök, mögulegra kenninga eða væntanlegar niðurstöður hefðu svörin án efa orðið önnur. Þannig mótast svörin jafnan af spurningunum.

Túlkun niðurstaðna út frá fyrirliggjandi upplýsingum er jafnan talin gild – þá og þegar hún er lögð fram – en hún er líka fljót að breytast þegar til lengri tíma er litið. Svo virðist sem jafnvægi aukist með fjarlægðum – því lengra sem líður frá túlkun gagna því líklegra er að hún nálgist áreiðanleikann fyrrum.

Arngrímshellir (gvendarhellir)

Í Arngrímshelli (Gvendarhelli).

Jafnan er leitað til FERLIRs um leiðsögn um hin og þessi svæði Reykjanesskagans, bæði í styttri og lengri gönguferðir – enda óvíða um meiri uppsafnaðan fróðleik og reynslu að finna um svæðið.
Prestastigur-911Reykjanesskagann má njóta til útivistar allan ársins hring, hvort sem áhugi er á fornminjum eða náttúruminjum. Segja má að hann endurspegli bæði sögu búsetu- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi landnáms, auk þess sem náttúran með öllum sínum tilbrigðum hefur upp á nánast allt að bjóða, sem aðrir landshlutar hafa. Á svæðinu má t.d. finna leifar u.m.b. 400 selstöðva, 130 rétta, 80 fjárborga, 67 refagildra, auk allra annarra minja sem og fornra þjóðleiða. Hellar og skjól eru yfir 300 talsins, auk námusvæða og tilkomumikilla hverasvæða.
Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja, Grindavíkur og Þorlákshafnar er hvergi styttra að fara á kyngimögnuð útivistarsvæði. Í stað þess að verja tímanum í akstur að göngusvæðinu er hægt að nota hann til ánægjulegrar útivistar svo til allan daginn – og njóta síðan eigin rúms um kvöldið í stað þess að kaupa gistingu.
Hægt er að sníða gönguferðir að óskum og getu hvers og eins, hvort sem hann er einn á ferð eða í hóp…

Hafið samband við ferlir@ferlir.is – og við skoðum málið.

thorbjorn-221

FERLIR hefur nú farið 2000 vettvangsferðir um Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs). Það eitt verður a.m.k. að teljast til virðingarverðrar þrautseigju – ef ekki umtalsverðs árangurs.

Táknrænasta FERLIRsmyndin - frá árinu 2000Ef sérhver ferð hefur krafist að meðaltali 5 km þá er vegarlengdin, sem lögð hefur verið að baki um 20.000 km, eða sem nemur rúmlega 9 hringferðum um landið. Margfalda má þá tölu með fjölda þátttakenda. Fyrir liggur þó að margar ferðir eru enn ófarnar (mikið magn uppsafnaðra upplýsinga bíða úrvinnslu). Allar fyrri ferðalýsingar hafa þó verið skráðar og má lesa fjölmargar þeirra á vefsíðunni – og færðar til varanlegrar varðveislu. Í upphafi voru ljósmyndir t.a.m. framkallaðar á pappír. Þær fylltu tugi albúma. Nú er búið að skanna myndirnar og er upprifjunin einstaklega ánægjuleg og skemmtileg. Eftir að stafræn tækni ruddi þeirri staðbundu úr vegi hefur um 50.000 ljósmyndum af svæðinu, náttúru, minjum og óvæntum afbrigðum, verið komið fyrir á minnislyklum. Þær áhugaverðustu fá væntanlega að birtast í prenttækri Reykjanesskinnu.
FERLIRshúfa - viðurkenning fyrir þátttöku Í heild munu nú vera um 6.000 síður um ýmsan áhugaverðan fróðleik um Reykjanesskagann á vefsíðunni. Fá, ef nokkur, landssvæði getað státað af slíkum margþættum tölvutækum fróðleik á einum stað. FERLIhefur jafnan haft það að leiðarsljósi að birta það sem hefur boðist og upplýst hefur verið um. Tæknin hefur þó sín takmörk. Ekki hefur t.a.m. enn fundist leið til að gera aðgengilega á vefsíðunni 220 síðna ritgerð um „Sel vestan Esju“ – með ljósmyndum, uppdráttum, staðsetningum, exeltöflum og tilheyrandi, en unnið er að úrlausn þess. Ef  áætlunin gengur eftir mun verða hægt að upplýsa bæði um öll þekkt „Sel í landnámi Ingólfs“ sem og um allar aðrar minjar, hvort sem þær lúta að búsetu- eða atvinnusögu svæðisins frá upphafi.
Minjar um búsetu- og atvinnusögu ReykjanesskagansFERLIR  hefur ekki tíundað sérstaklega þátttöku á kynningarfundum og ráðstefnum um málefni Reykjanesskagans, sem tekið hafa drjúgan tíma. Ákveðið hefur verið að hætta öllu slíku – vegna tímaleysis. FERLIR hefur ekki krafist greiðslu vegna þátttöku sinnar í einstökum viðburðum. Vefsíðan hefur verið fjármögnuð af þeim aðilum er auglýst hafa af velvilja á forsíðunni. Hverjum og einum eru færðar sérstakar þakkir.
Á síðasta ári (2009) voru um 2 milljónir heimsókna á vefsíðuna. Segir það nokkuð til um áhugann á viðfangsefninu. Ótal margir lesendur hafa haft samband, bæði í gegnum tölvupóstfangið ferlir@ferlir.is og hringt. Reynt hefur verið að upplýsa og greiða úr fyrirspurnum og umleitunum svo sem nokkur kostur hefur verið.

Ferlir

Ýmislegt óvænt hefur komið upp á í FERLIRsferðum.

 

FERLIR fær margar póstsendingar; ábendingar og fyrirspurnir, bæði frá áhugafólki um minjar og sögu sem og öðrum er einfaldlega vilja njóta alls fróðleiksins (texta og ljósmynda) á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.

Hér er ein ágæt ábending er lítur að tæknihliðinni: „Reynir heiti ég og hef nú nokkrum sinnum sent þér póst í leit að upplýsingum. Ég les nú flest allar færslurnar og langar að koma með smá innskot. Myndirnar sem að fylgja textunum eru oft ansi áhugaverðar og langar manni að skoða þær nánar. Það væri gaman að geta smellt á myndirnar til að geta stækkað þær svolítið til að geta séð þær nánar. Bara svona smá vinsamleg ábending….“
FERLIR sendi vefþjónustufulltrúanum ábendinguna með eftirfarandi fyrirspurn: „Spurning hvort þetta er eitthvað, sem hægt er að framkvæma?“
Svar kom um hæl: „Þetta er ekkert mál, tekur okkur um 1 tíma í vinnu að gera þetta.“
Niðurstaðan: Ef smellt er á myndina hér að ofan má sjá árangurinn. Einnig eru myndasíður (Myndir) búnar þessum möguleika.

Rebbi

Myndanir í Rebba.

Búri

FERLIR fer jafnan fyrirfram ákveðnar leiðir, að vísu vandlega undirbúnar. Gamlar frásagnir, lýsingar, mögulegar uppgötvanir eða annað eru jafnan hvatinn að ferðunum. Áður hefur undantekningarlaust verið samið um hið ágætasta veður á göngusvæðinu. Stundum hefur óálitlegt “gluggaveðrið” heima villt fólki sýn, en á göngustaðnum undrast það iðurlega umskiptin.
Reynt við ókleifan hamarinnÞá var komið að FERLIRsferð nr. 1111. Af því tilefni var ákveðið að fara í óhefðbundna göngu. Fólk, sem tekið hefur þátt í rúmlega ellefu hundruð gönguferðum við allar aðstæður öll árin – og lifað þær af – hlaut að geta nánast allt. Hafa ber í huga að FERLIR hefur aldrei tapað manni og enginn hefur slasast (a.m.k. ekki varanlega) í göngunum, en hins vegar hafa sumir fengið bata einhverra meina sinna og allir þátttakendur hafa notið hins undirliggjandi “mottós” félagsskaparins; “að vita meira, og meira, meira í dag en í gær”. Og hvað er meira virði í lífinu en heilsutengd þekking? Til útskýringar er rétt að minna á að tilgangurinn með ferðunum, auk heilsusamlegrar  hreyfingar í fögru landslagi, er að afla fróðleiks um liðna tíð, helst þannig að eitthvað nýtt (gamalt) og áður óþekkt uppgötvist hverju sinni.
Það var sem sagt í ferð 1111. ferðinni, sem láta átti reyna á þolgæðið – og þjálfunina. Áætlunin var þessi: “Klífa á ókleifan hamar himnabjarganna í hæstu hæðir, hverfa síðan niður undir yfirborð jarðar og skríða þar niður í svelginn djúpa”. Um framhaldið var ekkert getið, enda virtist uppskrift dagsins nánast fyrirfram óframkvæmanleg.
En FERLIRsfélagar hafa aldrei áður beygt út af áætlun. Þær hafa a.m.k.hingað til sannað sig að hafa verið raunhæfar – og framkvæmanlegar. Á staðnum var búnaður er hæfði áætluninni; bæði klifur- og sigbúnaður.
Fyrst var tekist á við ókleifan hamarinn. Vetur konungur gerði ferðina mögulega. Hann hafði myndað mjóan ísfoss niður um hömrumgirtar suðurhlíðar Einskismannsdals. Upp þennan skammtímafoss fetuðu FERLIRsfélagar hamarinn, skef fyrir skref – uns efstu brún var náð. Að vori væri veðrunin horfin. Uppáferðin tók ekki nema tvær klst, og hefði a.m.k. einhver einhvern tímann orðið ánægð/ur með þann árangur.
Efst á brún Einskisdalshlíðar var takinu sleppt af klifbúnaðinum. Niðurgangan að handan virtist auðveld – þangað til komið var að hamraveggnum. Sú leið var ekki árennilegri en afturbakaleiðin. En með sigbúnaðinum tókst þó að komast niður að handan. Og áfram verður haldið… í ferð nr. 1112…

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

FERLIR

FERLIRstóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir í Selvogi.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu í tilbreytingu frá hversdagslegum önnum, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig utan starfstöðvanna – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta úthverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast) þrátt fyrir fjölbreytileikann.

Ferlir

Ferlir á Sveifluhálsi.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða; allt frá fornum minjum um búsetu frá því fyrir upphaf norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfögur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Til að gera langa sögu stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 4000 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa. Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks á einstökum afmörkuðum svæðum. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferlir

Ferlir við Markastein.

Árangurinn má sjá á vefsíðunni. Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð merkilegar upplýsingar á einstökum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn og fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið. Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins (Björn Hróarsson), Ferðamálafélags Grindavíkur (Erling Einarsson), kirkjuverði, skólastjórnendur, staðkunnugt heimafólk, innfædda leiðsögumenn og marga fleiri á ferðum sínum.

Ferlir

Ferlir í Bálkahelli.

Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, hefur verið áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar hafa verið innan umdæmisins. Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel, sögulega staði, flugvélaflög, vörður, fornar þjóðleiðir og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Básendar, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregnir upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum. Viðtöl hafa og verið tekin við þekkingarfólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar, af hvaða tilefni og hvað var gert á hverjum stað á hverjum tíma.

Áhugasömu fólki um Reykjanesskagann hefur jafnan verið boðið velkomið í hópinn.

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.