Arnarvatn

Reykjanesið hefur margar fallegar gönguleiðir upp á að bjóða. Reykjanes Geopark í samstarfi við Þráinn Kolbeinsson hefur tekið saman 13 gönguleiðir af Reykjanesinu og nefnist verkefnið „Tindar Reykjaness„. Verkefnið var styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

Norðan við Grindavík og rétt hjá Bláa lóninu liggur fellið Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Fellið myndaðist á síðasta kuldaskeiði ísaldar, við gos undir jökli, og er að mestu úr bólstrabergi. Þrátt fyrir að vera aðeins 243 metra hátt býður það upp á skemmtilegar og nokkuð fjölbreyttar göngur sem ættu að henta flestum. Hægt að byrja gönguna á nokkrum stöðum, en einfaldast er að byrja við bílastæði við Grindavíkurveg. Þar liggur gamall vegur upp eftir mesta brattanum og tvístrast svo þegar upp er komið. Fjallið stendur á misgengissprungum sem hafa myndað grunnan sigdal.

Þorbjörn

Camp Vail á Þorbirni – uppdráttur ÓSÁ.

Þar má sjá ummerki og leifar frá seinni heimsstyrjöld en setulið Bandaríkjamanna setti upp bækistöð í skjóli dalsins. Við sprunguhreyfingar hefur orðið til mikil hamragjá á toppi fjallsins sem kölluð er Þjófagjá. Sagan segir að þar hafi falið sig 15 þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Það var ekki fyrr en bóndasyni frá Hópi tókst að svíkja þá er þeir böðuðu sig á Baðsvöllum, norðan við Þorbjörn, sem þeir náðust loksins. Meira má lesa um þjófana og afdrif þeirra hér. Þegar upp er komið er möguleiki á nokkrum mismunandi leiðum. Upp á topp, í gegnum Þjófagjá og umhverfis toppinn. Hvert sem farið er má búast við frábæru útsýni í allar áttir. Það tekur ekki langan tíma að skoða hina ýmsu kima Þorbjarnar og fyrir þá sem vilja síður ganga upp á fjallið.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Vestan við Kleifarvatn liggur hinn fallegi Sveifluháls en á honum eru margir tindar sem bjóða upp á skemmtilegar göngur. Einn þeirra er Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur). Til að byrja gönguna er keyrt um Krýsuvíkurveg með fram Kleifarvatni og svo er þægilegt að leggja bílnum á litlum malar afleggjara. Þaðan er svo hægt að ganga beint upp. Þegar upp brattann er komið tekur við flatlendi umkringt stórbrotnum klettum. Haldið er áfram til norðausturs og eftir um 500 metra blasir tindurinn við. Þarna getur verið auðvelt að ruglast á tindum, en taka skal fram að til að komast upp á topp Miðdegishnúks þarf ekkert tæknilegt klifur.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Á leiðinni upp síðasta kaflann tekur á móti manni skemmtilegur hellir þar sem tilvalið er að borða nesti og njóta útsýnisins yfir Vigdísarvelli í vestri. Þegar toppnum er náð blasir við frábært útsýni í allar áttir, eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig yfir Kleifarvatn og Vigdísarvelli. Til vesturs má svo sjá Trölladyngju, Grænudyngju, Keili og fleiri fallega tinda. Hægt að fara sömu leið til baka, en fyrir þá sem vilja aðeins meira brölt er hægt að beygja í átt að Kleifarvatni þegar komið er niður fyrir hellinn. Þar þarf að klöngrast aðeins meira.

Stapatindar

Stapatindar

Stapatindar.

Sveifluháls liggur vestan við Kleifarvatn og þar tróna Stapatindar hæst. Nokkrar leiðir liggja að toppnum og er hægt að leggja á ýmsum stöðum við Krýsuvíkurveg og fara þaðan upp á Sveifluháls og í átt að Stapatindum. Einfaldast er að leggja bílnum á bílastæði við Kleifarvatn og ganga beinustu leið upp á hálsinn. Á leiðinni eru flottir klettar og bergmyndanir sem gaman er skoða áður en mesti brattinn tekur við. Þegar upp á hrygginn er komið tekur við frábært útsýni eftir hryggnum til suðurs og norðurs og einnig er gaman að sjá Kleifarvatn úr þessari hæð. Í vestri blasa svo við Trölladyngja, Grænadyngja, Keilir og fleiri fallegir tindar umhverfis Sogin. Til að komast niður er eðlilega hægt að fara sömu leið og komið var upp, en einnig getur verið gaman að halda áfram eftir Sveifluhálsinum í suðvestur og vinna sig þaðan niður.

Grænadyngja

Grænadyngja

Grænadyngja.

Eitt ævintýralegasta göngusvæði Reykjaness felur sig við Grænudyngju og Trölladyngju. Grænadyngja er eldfjall sem myndaðist við gos undir jökli fyrir lok ísaldar og rétt við hana er Trölladyngja, en oft er talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Til að komast að Grænudyngju er ekið eftir Reykjanesbraut og þegar komið er að gatnamótum Vatnsleysustrandar er sveigt út af brautinni og inn á malarveg sem merktur er Keili. Malarvegurinn er nokkuð grófur, en þó fær flestum bílum á sumrin en minni bíla þarf að keyra hægt. Þegar komið er að bílastæði fyrir Keili er haldið áfram til vinstri.

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Eftir um 1 km er aftur beygt til vinstri þar til komið er að gígnum Eldborg þar sem hægt er að leggja bílnum. Beint suður frá Eldborg er lítið gil sem markar upphaf göngunnar. Gilið krefst ekki tæknilegs klifurs en ef einhver treystir sér ekki þar upp er einnig hægt að ganga upp hlíðarnar austan við það. Haldið er áfram niður í grunnan dal og loks upp eftir suðurhlíðum fjallsins. Þar uppi tekur á móti manni einstakt svæði, grasi gróið og yfirleitt skjólsælt. Gengið er aðeins lengra, þar til nokkuð brött skriða blasir við. Gengið er upp eftir henni þangað til toppi Grænudyngju er náð.

Sog

Sogin og Grænadyngja.

Aðeins sunnar er að finna eitt besta mögulega útsýni yfir háhitasvæðið Sogin og vötnin þar í kring. Ef tími og aðstæður leyfa er tilvalið að bæta við gönguna ferð niður í Sogin og Trölladyngju svo úr verði skemmtileg hringferð. Ef ætlunin er að fara niður í Sogin er haldið áfram eins og leið liggur niður suðurhlíðar Grænudyngju þar til Sogunum er náð. Ef ætlunin er að fara einnig upp á Trölladyngju aftur að bílastæðinu, er best að halda í vestur og ganga niður eftir grasi grónum hlíðum Grænudyngju og niður í dalinn sem liggur á milli fjallanna. Ef ætlunin er einfaldlega að komast ofan af Grænudyngju aftur á bílastæðið, er tilvalið að halda niður vesturhlíðar fjallsins, ofan í dalinn þangað til komið er aftur að gilinu sem farið var upp í upphafi göngu.

Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Trölladyngja er tilkomumikið fjall sem gaman er að ganga upp og frábært útsýni sem bíður manns á toppnum. Gangan hentar flestum og engan sérstakan búnað þarf nema ef um ræðir vetrarferð í hálku og/eða snjó. Rétt hjá Eldborg er lítil malarbílastæði og við upphaf göngu er lítið gil sem er skemmtilegt að fara upp en einnig er hægt að ganga upp auðvelda brekku norð-austan megin við það. Það eru nokkrar útfærslur af heildargöngunni en þær taka flestar um 1-2 klst. og eru um 2-4 km með 260m hækkun. Það er tilvalið að tengja göngu upp Trölladyngju við Grænudyngju og Sogin. Á toppnum er einstakt útsýni yfir Reykjanesskagann (Keili, Grænudyngju, Sogin o.fl.) og alla leið til Reykjavíkur og Snæfellsness.

Selsvallafjall

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Selsvallafjall er staðsett á skemmtilegu svæði sem ekki margir fara um, en tindurinn liggur vestan hinna fögru Vigdísarvalla. Í vesturhlíðum fjallsins fá finna leifar af breskri stríðsflugvél sem fórst þar árið 1943 eftir að hafa verið í eftirlitsflugi vegna kafbáta suðvestan Íslands. Á leiðinni gerði svartaþoku sem varð til þess að flugmaðurinn brotlenti vélinni í hlíðum fallsins en hægt er að lesa meira um slysið hér. Enn má finna leifar af flugvélinni en við biðjum alla þá sem heimsækja staðinn að taka enga muni með sér heim.

Selsvallafjall

Selsvallafjall.

Gönguna upp Selsvallafjall er bæði hægt að hefja við Suðurstrandarveg (nr. 247), þar sem Vigdísarvallarvegur byrjar eða með því að keyra inn Vigdísarvelli. Ef byrjað er við Suðurstrandarveg er gengið norður í átt að Núpshlíðarhálsi og honum fylgt, þangað til Selsvallafjalli er náð. Stuttu eftir að lagt er af stað frá Suðurstrandarvegi má sjá nokkra gíga sem skemmtilegt getur verið að staldra við og skoða. Síðan er haldið áfram þar til við tekur gamall malarvegur sem liggur ofan á hluta hryggjarins. Um 700 metra frá toppnum eru svo leifarnar af flugvélarbrakinu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Af toppi Selsvallafjalls er frábært útsýni í allar áttir og í góðu skyggni má m.a. sjá alla leið til Vestmannaeyja, Snæfellsjökuls og Eldeyjar.

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur

Stóri-Hrútur.

Austan við gosstöðvarnar í Geldingadal stendur Stóri-Hrútur, 352 metra hátt keilulaga fjall. Ígegnum tíðina hafa örnefni svæða sem þykja sérlega torfarin stundum verið kennd við hrúta. Með núverandi slóða sem liggur upp eftir suðurhlíð hans er Stóri-Hrútur ekki sérlega torfarin en hann er þó brattur og grýttur svo áður fyrr hefur uppferðin verið mun erfiðari. Samkvæmt sögubókum ber Stóri-Hrútur víst fleiri en eitt nafn en Grindvíkingar hafa oft kallað hann Litla-Hrút og aðrir Syðri-Keilisbróður. Bæði nöfnin verða að teljast nokkuð viðeigandi þar sem hann er hvorki mjög hár í loftinu og er alveg í laginu eins og Keilir.

Stóri-hrútur

Stóri-Hrútur; útsýni yfir að gíg ofan Meradala.

Til að komast að Stóra-Hrút eru þrjár leiðir í boði og tilvalið að gera einhvers konar hringferð úr leiðinni. Þægilegaster að leggja bílnum hér og ganga þaðan. Ýmist er hægt að halda upp Langahrygg og ganga eftir honum eða öðru hvoru megin við hann, eftir Merardölum eða norður Nátthaga. Leiðirnar eru mislangar en heildar vegalengd getur verið um 7-10 km báðar leiðir. Nátthagi liggur vestan við Langahrygg en hann er meira og minna fullur af hrauni sem gaman getur verið að skoða. Þar hafa myndast magnaðir litir og getur gufa legið uppúr hrauninu í langan tíma eftir að gosi lýkur og því tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í því. Langihryggur býður svo uppá skemmtilega útsýnisferð en gosstöðvarnar sjást vel þegar gengið er eftir hryggnum. Rúsínaní pylsuendanum er síðan uppi á Stóra-Hrúti sjálfum en þaðan sést einn stærsti gíganna hvað best.

Langihryggur

Langihryggur

Langihryggur og nágrenni.

Áður en gosið í Geldingadölum vatt upp á sig gat fólk nokkurn veginn farið hvaða leið sem er að gosstöðvunum og staðið hvar sem er til að upplifa eldgosið. Nokkrum mánuðum síðar var það ekki alveg jafn aðgengilegt og í kjölfarið varð Langihryggur óvart ein vinsælasta gönguleið landsins. Langihryggur er tæplega 300 metra hár hryggur sem liggur með fram Nátthaga, en það er einmitt dalurinn þar sem gosið náði sem næst sjónum. Leiðin er mjög aðgengileg og hægt að velja nokkra mismunandi upphafspunkta en við mælum með því að bílnum sé lagt á bílastæði 2 fyrir gosið eða bílastæði B.

Langihryggur

Langihryggur.

Frá báðum bílastæðum er auðvelt að fylgja stígum og stikum þar til Langihryggur blasir við, en hann ber nafn með rentu og er einmitt langur hryggur. Gangan er um 5-7 km báðar leiðir með nokkuð þægilegri hækkun. Áður en haldið er upp á hrygginn sjálfan getur verið gaman að ganga niður að hrauninu og skoða það. Þegar gengið er eftir hryggnum er stórbrotið útsýni yfir gosstöðvarnar þar sem einn af síðustu virku gígunum trónir vígalegur á toppnum í fjarska. Reykur og gufur geta sést löngu eftir að gosi lýkur og því er tilvalið að sjá svæðið á meðan enn er hiti í hrauninu. Ef tími og orka leyfa þá getur verið gaman að lengja gönguna aðeins og bæta við hana ferð upp á Stóra-Hrút, en hann tekur við í beinu framhaldi af hryggnum. Þar er einnig frábært útsýni yfir gosstöðvarnar og víðar.

Geitahlíð

Geitahlíð

Geitahlíð.

Geitahlíð er falleg grágrýtisdyngja rétt austan við Krýsuvík sem býður upp á skemmtilega og nokkuð greiðfarna göngu. Auðvelt er að komast að henni, annaðhvort um Krýsuvíkurveg (nr. 42) eða Suðurstrandarveg (nr. 247) og bílastæði er við upphaf göngu. Á láglendinu sunnan við Geitahlíð er gígurinn Stóra-Eldborg sem er tilvalið að kíkja á áður en haldið er upp Geitahlíð. Hægt er að ganga alveg upp á gígbrúnina og sjá ofan í gíginn sjálfan. Við hlið hans er Litla-Eldborg, en slóðinn upp Geitahlíð hverfur fljótlega eftir hana og ekki endilega augljóst hvert skal fara.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Tiltölulega einfalt er þó að vinna sig upp grýtta hlíðina. Þegar upp mesta hallann er komið liggur beint við að halda í átt að hæsta punkti Geitahlíðar, svokölluðum Æsubúðum. Æsubúðir eru nokkuð stór gígur á toppi fjallsins, en sagan segir að þar hafi eitt sinn verið verslunarstaður jötna. Á tímum þegar sjórinn náði upp að Geitahlíð hafi svo verið hægt var að leggja skipum við Hvítskeggshvamm (norðaustan við Eldborgirnar). Þegar upp er komið er skemmtilegt að ganga eftir brúnum Æsubúða og bæta þannig stuttri lykkju við ferðina. Af toppi Geitahlíðar er frábært útsýni til allra átta, sérstaklega yfir Kleifarvatn, Sveifluháls og Stapatinda.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar. Grænavatn fremst, Djúpavatn t.h. og Spákonuvatn t.v.

Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu með frábæru útsýni yfir Djúpavatn, Sogin, Grænavatn o.fl. Eitt fallegasta göngusvæði Reykjaness er án efa í kringum Sogin, austan Vigdísarvalla, en þar má sjá einstakt háhitasvæði með tilheyrandi litbrigðum innan um fjölbreytta tinda og vötn. Grænavatnseggjar bjóða upp á skemmtilega og þægilega göngu um þetta svæði með skemmtilegu útsýni. Til að byrja gönguna er hægt að leggja bílum á þremur mismunandi stöðum: Við gamla borholu við Sogin og svo við sitthvorn enda Djúpavatns.

Grænavatnseggjar

Grænavatnseggjar.

Leiðin er ekki stikuð, en fólki ráðlagt að finna sér sem þægilegustu leið upp á hrygginn og ganga svo eftir honum. Auðveldast er að komast upp á hann norðan við Djúpavatn. Á toppi Grænavatnseggja blasir við frábært útsýni til allra átta; yfir Djúpavatn og Vigdísarvelli, í átt að Grænavatni og svo í átt að Trölla- og Grænudyngju. Óháð því hvar byrjað er, þá er auðvelt að lengja gönguna með því að tengja við aðrar leiðir (Sogin, Grænudyngju o.fl.) og tilvalið að halda leiðinni áfram í kringum Grænavatn og aftur til baka í átt að Spákonuvatni með Keili í vestri.

Hverafjall

Hverafjall

Hverafjall.

Einn vinsælasti ferðamannastaður Reykjaness er Seltún við Kleifarvatn. Fjöldinn allur af hverum á litríku háhitasvæði gera staðinn að fullkomnum áfangastað fyrir þá sem hafa áhuga á einstakri og lifandi náttúru. Til að komast þangað er keyrt með fram Kleifarvatni um Krýsuvíkurveg (nr. 42) þar til skilti bendir manni á gott bílastæði. Rétt fyrir ofan Seltún er þó falin perla sem á það til að fara fram hjá þeim sem heimsækja svæðið, Hverafjall. Hverafjall er aðeins um 300 metra hátt og er gangan upp stutt og laggóð.

Hverafjall

Hverafjall.

Umhverfis fjallið er töluverður jarðhiti sem leiðir af sér mikla litadýrð og tilheyrandi gufustróka. Útsýnið á leiðinni og ofan af toppnum er mjög tilkomumikið en þaðan sjást m.a. Grænavatn og Kleifarvatn ásamt fleiri fallegum stöðum. Gangan þarf ekki að taka meira en klukkutíma, en skemmtilegt getur verið að halda áfram á næsta topp sem stendur beint fyrir ofan Seltún (norðan við Hverafjall). Þaðan er svo annaðhvort hægt að fara sömu leið til baka eða halda ferðinni áfram og koma niður að bílastæðinu hinum megin frá.

Keilir

Keilir

Keilir.

Keilir er frábær ganga fyrir fólk á öllum aldri en krefst þess þó að geta gengið upp þokkalega brattan kafla þar sem eitthvað um laust grjót er og laus sandur. Það tekur um 2-3 klst. að ganga frá bílastæði, upp á topp og aftur til baka en vegalengdin er 7-8 km með 280m hækkun. Á toppi Keilis er útsýnisskífa og frábært útsýni í allar áttir – ganga sem allir ættu að prófa.
Flestir hafa séð Keili þegar keyrt er eftir Reykjanesbrautinni, en ekki jafn margir hafa klifið hann. Gönguleiðin er skemmtileg og nokkuð greiðfarin og af toppnum er frábært útsýni í allar áttir. Keilir er móbergsfjall sem myndaðist á ísöld við gos undir jökli, án þess að gosið næði að brjótast upp úr jöklinum.

Keilir

Keilir – gestabókastandur á toppnum.

Leiðin að Keili er nokkuð einföld en keyrt er eftir Reykjanesbraut (nr. 41) og loks beygt af veginum á sama stað og ef ætlunin væriað fara Vatnsleysustrandarveg (nr. 420), en vegurinn að Keili er við sömu gatnamót en fer í gagnstæða átt. Áberandi skilti við veginn vísar á Keili. Þar tekur við malarvegur sem er í grófari kantinum, en þó fær flestum bílum á sumrin en á minni bílum er best að fara sér hægt. Eftir um 8 km blasir við bílastæði og upplýsingaskilti um gönguna á Keili. Gangan sjálf er skemmtileg og á flestra færi, en tvær leiðir að fjallinu eru í boði. Annars vegar eftir stikaðri leið í gegnum hraunið og hins vegar eftir hrygg Oddafells. Skemmtilegt getur verið að gera úr leiðinni hringferð. Upp eftir Keili liggur svo slóði sem á endanum leiðir mann að dýrindis útsýni yfir stóran hluta Reykjaness.

Fagradalsfjall – Langhóll

Langhóll

Á Langhól.

Það þarf eflaust ekki að minna marga á eldgosið sem hófst 19. mars 2021, kennt við Fagradalsfjall. Hæsti tindur þess svæðis heitir Langhóll og er um 390 metra hár. Þótt gangan hafi boðið upp á fallegt útsýni áður en gosið átti sér stað, þá varð útsýnið alls ekki síðra eftir það. Á leiðinni er gott útsýni yfir gosstöðvarnar og magnað að sjá hvernig hraunið hefur fyllt upp í botn Geldingadals. Til að komast að Langhóli er ýmist hægt að keyra Suðurstrandarveginn (nr. 427) um Krýsuvík eða Þorlákshöfn eða með því að fara í gegnum Grindavík. Gott er að byrja gönguna við bílastæði 1 fyrir gosstöðvarnar. Þaðan er gengið eftir merktum stíg í gegnum hraunið og í átt að gossvæðinu.

Langhóll

Langhóll – merkjastöpull.

Eftir rúman kílómeter skiptist stígurinn í tvennt, önnur leiðin liggur í átt að gosinu, en til að komast að Langhóli skal beygja til vinstri. Leiðin er stikuð og leiðir mann í átt að smá brekku brölti, en þar er þessi fíni kaðall sem gerir ferðina upp auðveldari. Þegar upp er komið halda stikurnar áfram og leiða mann stystu leið að útsýni yfir gosstöðvarnar. Þar sem engar stikur beina manni í átt að Langhóli getur verið þægilegt elta stikurnar þar til gígurinn og hinn nýlega hraunfyllti Geldingadalur blasir við og halda svo áfram með fram brúninni. Frá kaðlinum eru um 2,5-3 km að toppi Langhóls og þar sem hann er hæsti punktur svæðisins liggur beinast við að fara brattann og vinna sig hægt og rólega upp í móti. Þegar nær dregur toppnum ætti að glitta í útsýnisskífu. Á toppnum er svo frábært útsýni yfir Þráinsskjaldarhraun, Keili og til Grindavíkur. Skemmtileg ganga sem hentar flestum.

Heimild:
-https://reykjanesgeopark.is/is/tindar-reykjaness/

Arnarnýpa

Arnarnýpa. Hæsti tindur Sveifluhálsins.

Þingvellir

Í Fálkanum, Alþingishátíðarútgáfunni, árið 1930 er m.a. fjallað um „Bústaði Alþingis„:

Þingvellir

Konungshúsið á Þingvöllum.

„Það liggur nær að halda að þinghald hafi lagst niður hjer á landi fyrir húsnæðisleysi. Framan af öldum hefir þingið jafnan verið haldið undir beru lofti, og þó er þess aldrei getið, að þinghald hafi farist fyrir vegna óveðurs, þó að hlífðarföt hafi vitanlega verið ófullkomin í þá daga. En þegar kemur fram á 17. öld hafa þingmenn verið orðnir svo kulvísir að þeir fundu þörf til að halda fundi undir þaki, enda hefir móðurinn ekki verið mikill í þeim í þá daga. Var þá bygð tóft á vesturbakka Öxarár, sem en sjest móta fyrir, og tjaldað yfir hana dúki meðan á þingi stóð. Var það sama tilhögunin og menn áður höfðu haft á búðum sínum. En árið 1691 var hús bygt á sama stað til þinghalda.

Þetta alþingishús hefir líklega aldrei verið sjerlega vandað og auk þess hefir því verið haldið illa við. Svo mikið er víst, að þegar kemur fram undir lok átjándu aldar er húsið orðið svo hrörlegt, að ýmsir þingmenn telja heilsu sinni hættu búna af að sitja þar á fundum og auk þess svo að falli komið, að giska má á, af ummælum sumra manna, að búast hafi mátt við, að húsið hryndi þá og þegar yfir þá, sem í því voru. Þing var síðast haldið þarna sumarið 1798.

Menntaskólinn í Reykjavík.

Menntaskólinn (Latínuskólinn) í Reykjavík.

Þegar Alþingi var endurreist var Latínuskólinn í smíðum. Var hún langstærsta og fullkomnasta bygging landsins í þá daga og enda lengur, og ein af tilkomumestu byggingum Reykjavíkur enn í dag. Skólinn var smíðaður í Noregi úr gildum viðum, sem settir voru svo saman þegar hingað kom og stofur allar múrfóðraðar að innan. Þótti skólinn sjálfkjörið samkomuhús þingsins og þar var það haldið frá 1845 til 1881, í salnum á annari hæð í vesturenda skólans, þeim, sem nú eru hátíðasalur hans. Geymir Latínuskólinn þannig minninguna um þau þing sem háð voru um daga Jóns Sigurðssonar, og segja þeir menn, sem til ára eru komnir, að vel hafi mátt heyra til hans neðan af Lækjargötu, er gluggarnir voru opnir, er hann hjelt ræður sínar. Þjóðfundurinn 1851 var líka haldinn í skólanum, hin merkilega samkoma, þar, sem úr skar um það hvort Íslendingar ættu að vægja í sjálfstæðismálinu eða leggja út í hina löngu baráttu fyrir sjálfstæði sínu.

Alþingishúsið

Alþingishúsið 1930. Alþingishúsið var reist á árunum 1880-1881 á Kirkjustíg við sunnanverðan Austurvöll. Húsið var teiknað af Ferdinand Meldahl en byggingastjóri hússins var F. Bald, sá sami og byggði húsið við Pósthússtræti 3. Grjótið í húsið var tekið úr Þingholtunum þar sem Óðinsgata er nú. Húsið hefur hýst löggjafarsamkomu Íslendinga frá árinu 1881 en einnig var Háskóli Íslands hýstur í húsinu á árunum 1911-1940.

Árið 1881 var lokið við að byggja Alþingishúsið. Var það fyrsta stórbyggingin, sem landsmenn rjeðust í að reisa, eftir að þeir fengu sjálfræði i fjármálum. Húsið var bygt úr grásteini og vel til þess vandað; er hjer hergjaskipun þess í aðalatriðum hin sama nú og var í fyrstu. Á fyrstu hæð eru stofur, sem Háskólinn hefir notað síðan hann var stofnaður, en áður var þar Landsbókasafnið. Á annari hæð eru deildarsalirnir báðir og er hæð þeirra tvöföld, svo að þeir ná líka um þriðju hæð. Á annari hæð er ennfremur skrifstofa Alþingis, lestrarsalur þingmanna, herbergi forseta og stofur til nefndastarfa og blaðamannaherbergi og á þriðju hæð íbúð skrifstofustjóra Alþingis.

Húsið bygði danskur steinsmiður og byggingameistari, Bald að nafni.“

Heimild:
-Fálkinn, 25.-26. tbl. 21.06.1930, Bústaðir Alþingis, bls. 33.

Konungshús

„Konungshúsið“ á Selfossi er endurgerð af Konungshúsinu, en upprunalega húsið var reist um vorið 1907 á Þingvöllum sem ætlað var Friðriki konungi VIII til bústaðar í heimsókn hans til Íslands um sumarið. Húsið var reist ofan við eða við Vellina, rétt fyrir neðan Öxarárfoss, og var í eigu Landsjóðs. Var það kallað Konungshúsið.
Húsið var leigt út til kaffisölu og gistingar næstu sumur og í því voru haldin réttarböll á haustin. Fyrir alþingishátíðina 1930 var ákveðið að flytja húsið og gera það upp og var það staðsett um 200 metrum utan við Valhöll. Var húsið haft sem bústaður Kristjáns konungs og Alexandrínu drottningar á Alþingishátíðinni.
Upp frá þessu mun það hafa farið að tíðkast að ráðherrar dveldu í Konungshúsinu að sumarlagi, einkum forsætisráðherra. Var það oft nefnt forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Árið 1946 er talað um hann sem „sumarhús ráðherra hins íslenska lýðveldis“.
Konungshúsið brann í eldsvoða 10. júlí 1970 og fórust þar þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir kona hans og ungur dóttursonur. Þar er nú minnisvarði um þau.

 

Jón Sigurðsson

Í Fálkanum 1930 er rit er tileinkað var Alþingishátíðinni það ár. Í því er m.a. „Ávarp“ tileinkað Jóni Sigurðssyni:

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson – ávarpið í Fálkanum 1930. Jón fæddist 17. júní 1811. Hann lést á
heimili sínu í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. 

„Þegar Íslendingar halda hátíðlega þúsund ára minningu elsta löggjafarþings heimsins, Alþingis, hlýtur hugurinn að hvarfla til liðinna tíma. Saga Alþingis er saga þjóðarinnar. Á Þingvelli var miðdepill þjóðlífsins og í gerðum Alþingis, góðum og vondum, endurspeglaðist ástand þjóðarinnar á hverjum tíma.
Mönnum er tamast að minnast hins fyrsta frœgðarskeiðs Alþingis, á söguöldinni. Þaðan eru glæslar minningar i hugum núlímamanna; þær minningar, sem sagan hefir varðveitt um liðnar aldir.
Menn tala síður um það tímabil, sem þá tók við — eftir að æðsta valdið var komið í hendur erlendum konungum. Og menn tala enn síður um hnignun Alþingis eftir að einveldi komst á, og þó allra síst um nótt Alþingis, fyrstu fjóra áratugi síðustu aldar, þegar „Alþing var horfið á braut“.
Af öllu því, sem vert er að minnast á þúsund ára hátíð Alþingis, er fyrst og fremst að minnasl þeirra manna, sem vjer eigum það að þakka, að við getum haldið þessa hátíð. Mannanna, sem endurvöklu Alþingi og mannanna, sem börðust fyrir því, að Alþingi Íslendinga yrði meira en nafn eða endurminning.

Jón Sigurðsson

Um aldamótin 1800 virðast sumir ráðandi Íslendingar vera því fegnir, að Alþingi skuli vera liðið undir lok í þeirri mynd er það síðast var þá, og orðið að dómstóli í Reykjavík. En sá skilningur ráðandi manna varð ekki nema stundarfyrirbrigði og hjá allri alþýðu manna mun, þrátt fyrir almenna örbyrgð og vesaldóm, Alþingi hafa lifað í meðvitundinni eins og áður. Benda til þessa líkur af því, sem fljótt skeði. Tæpum þrjátíu árum síðar koma Fjölnismenn til sögunnar og þeim tekst að sannfæra þjóðina um, að Alþingi verði að endurreisast. Jónas Hallgrímsson yrkir ljóðin, sem enn eru vinsælust allra, á tungu þjóðarinnar og Tómas Sæmundsson eggjar menn lögeggjan til þess að fá þá til að þora að hugsa.
Ingibjörg EinarsdóttirOg svo kemur Jón Sigurðsson, stjórnmálamaðurinn og sáir í þann akur, sem skáldið og hugsjónamennirnir höfðu plægt. Sá akur varð seinsprottinn — en hann spratt. Hinni óþreytandi elju Jóns Sigurðssonar eigum við komandi hátíðisdaga mest að þakka og hans minning verður að halda hæst á lofti á hinni miklu þjóðhátíð.
En lika minningu þeirra, sem hjeldu áfram verki hans fram á þennan dag, bæði lifandi manna og liðinna. Benedikts Sveinssonar, Hannesar Hafstein, Björns Jónssonar, Jóns Magnsonar, Bjarna frá Vogi og margra fleiri. Liðin saga Alþingis segir þjóðinni þann sannleika mestan, að ófriður í landi hefir jafnan verið fyrirboði hnignunar, en sameining til stórræða undanfari blómgunar i þjóðlífinu.

Reykjavík 1930

Oft hefir róstusamt verið í stjórnmálalífi þjóðarinnar og svo er nú. Alþingishátíðin ætti að gefa ráðandi mönnum þjóðarinnar tilefni til þess að minnast reynslunnar, og strengja þess heit, að berjast með göfugmensku og fyrir heill alþjóðar, svo að komandi áratugir bæru þess menjar, að íslensk þjóð gæti lært af regnslu.
Ef Alþingishátíðin gæti orðið friðarhátíð mundi þjóðin búa að því tugi ára eða jafnvel aldir. Ef allir Íslendingar koma á Alþingishátíðina með þann þögla eið í minni, að þeir skuli jafnan láta hag fósturjarðarinnar sitja fyrir sínum hag og sinna vina, að þeir skuli jafnan reka erindi sín í sama anda og þeir menn á liðnum öldum, er þjóðin telur nú bestu mennina og að þeir skuli umfram alt elska sannleikann.

Alþingishátíðin 1930

Alþingishátíðin 1930.

Öll við, sem nú lifum, höfum þá von um framtíð Íslands, að niðjar okkar halda síðar meir hátíðlegt 2000 ára afmæli elstu þingsins í heimi. — Árið 2.930.
—Það er á valdi okkar, sem lifum fyrir og eftir afmælið, sem nú fer í hönd, hvort minningarnar frá fyrri hluta 20. aldar verða jafndýmætar eftir þúsund ár, og okkur eru minningarnar frá því fyrir þúsund árum.
Þegar við komum á Þingvöll í lok næstu viku, verður flestum okkar reikað um þær hellur hraunbreiðunnar, sem talinn er sögulegasti staður Íslands, og heitir Lögberg. Þá ættu allir að minnast þeirra viðburða, sem eru að skapast. Því þeir verða lengsti kaflinn í sögu Alþingis 2.930.
Gleðilega hátíð!“

Heimild:
-Fálkinn, 25.26. tbl. Alþingishátíðin 21.06.12930 – Ávarp; Jón Sigurðsson, bls. 5.

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson og Þjóðfundurinn 1851.

Reykjanesviti

Í Wikipedia.org má lesa eftirfarandi um Reykjanesið:

Reykjanes

Reykjanes – skilgreiningar á viðurkenndum hugtökum.

„Reykjanes er hællinn, suðvestasta táin, á Reykjanesskaga. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram. Á Reykjanesi ber mest á Skálafelli, sem er hæsta fellið, og Valahnúkum, sem eru ystir. Mikið brotnar úr Valahnúk á hverju ári, enda brýtur hafaldan úr honum nánast í hverju roki. Yst á tánni eru svokallaðar Skemmur. Þar hefur sjór brotið hella undir efsta hraunlagið og hafa hellisþökin sums staðar brotnað niður. Þetta veldur því að þegar hvasst er og álandsvindur (suðvestan) þá brotnar hafaldan með miklum dyn inn í hellana og standa svo gosstrókar upp um götin. Er þetta oft mikið sjónarspil.

Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1910.

Sunnan og austan við Valahnúk er gjá nokkur, sem nefnd er Valborgargjá. Í henni er hraungjóta nokkur eða sprunga með vatni, sem áður var volgt. Yfir hana var byggt hús eða skúr snemma á 20. öld og þar kennt sund áður en sundlaugar komu til sögu í byggðarlögunum á utanverðum Reykjanesskaga og man enn margt eldra fólk eftir því er það var að læra að synda þar. Á ströndinni utan við Valbjargargjá er Valahnúkamöl, stórgrýtt fjara þar sem allir steinarnir eru lábarðir og núnir. Margir telja að nafnið Valbjargargjá sé afbökun, því að Valahnúkur heitir líka Valabjörg, og gæti gjáin þá augljóslega heitið Valabjargagjá, sem hefði afbakast í Valbjargargjá og Valborgargjá.

Á Reykjanesi var fyrsti viti á Íslandi reistur árið 1878. Hann var uppi á Valahnúk. Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Hann var reistur á Bæjarfelli, 1908, um 400 m frá Valahnúk. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli, að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri. Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann. Frá Reykjanesi er óslitið haf allt til Suðurskautslandsins.“
Nýrri vitinn á Reykjanesi var reyndar reistur á Vatnsfelli.

Heimild:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Reykjanes

Valbjargargjá

Valbjargargjá.

Reykjanesviti

Í Vísi 1967 er fjallað um „Eldgos í vændum“ á Reykjanesi:

Sigurjón Ólafsson

Sigurjón Ólafsson; 29. ágúst 1909 – 12. október 1997.
Sigurjón var aðstoðarmaður á Reykjanesvita þjá Jóni Guðmundssyni 1931-1933, og var síðan sjómaður í
Reykjavík og Höfnum. Hann
vann við hafnarmál í Hafnarfirði, en var vitavörður á Reykjanesi, 1947-1976. 

„Á hverasvæðinu á Reykjanesi hafa orðið það miklar breytingar, að þær benda tvímælalaust til að eldgos geti verið í aðsigi. Öll einkenni benda til þess að gos geti hafizt með stuttum fyrirvara. — „Ef breytingarnar halda áfram og hverirnir verða öflugri á svæðinu á næstu dögum má telja fullvíst að gos hefjist“, sagði Jón Jónsson jarðfræðingur, sem mest hefur rannsakað jarðfræði Reykjanessins. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, sagði í viðtali við Vísi, að óneitanlega væri breytingar mjög líkar undanfari seinasta Öskjugoss, og það staðfesti Jón Jónsson. Jón benti þó á þann grundvallarmismun á breytingunum á hverasvæðinu og undanfara Öskjugossins, að á hverasvæðinu hafa ekki myndazt nýjar sprungur, heldur hefur öll hreyfingin orðið eftir gömlum sprungum. Öllu alvarlegra væri, ef nýjar sprungur hefðu myndazt eins og gerðist í Öskju, þar sem landsig varð og nýir hverir komu upp fjarri þeim, sem fyrir voru. —

Tveir nýir hverir, sem hafa myndazt á hverasvæðinu á Reykjanesi, komu upp þar sem áður var svokallaður Reykjanesgeysir, en hann varð óvirkur árið 1918, þegar nýr leirhver myndaðist, sem var kallaður „1918“. – Hverinn „1918” hefur hins vegar orðið að mestu óvirkur eftir að breytingarnar hófust aðfaranótt laugardagsins og er nú aðeins gufuhver.

ReykjanesÞegar tíðindamenn Vísis gengu um hverasvæðið í gær í fylgd með Sigurjóni Ólafssyni vitaverði í Reykjanesvita, var greinilegt, að mikil breyting hafði orðið á hverasvæðinu. —

Sigurjón, sem hefur verið með annan fótinn á þessum slóðum síðan 1931, sagðist aldrei hafa séð aðrar eins breytingar, þó að allmiklir jarðskjálftar hafi oft orðið á þessum slóðum.

ReykjanesSprungur höfðu myndazt í jörðina víða og rauk upp úr þeim víða um svæðið. — Hverirnir tveir, sem höfðu myndazt sunnanvert við veginn, sem liggur í gegnum – hverasvæðið, voru mjög virkir og Gunnuhver svo kallaður hafði sótt sig mikið í veðrið, en að því er vitavörðurinn sagði, hefur sá hver sífellt verið að minnka hin seinni ár.

Jón Jónsson jarðfræðingur sagði hins vegar, að hann hefði búizt við breytingum á þeim hver, þar sem jarðhitinn hefði í sífellu verið að aukast þar í sumar og verið í nokkurri sókn. —

Jarðskjálftarnir nú fyrir helgina hafi líklega rekið smiðshöggið á breytinguna og mætti því búast við að „Gunna“ yrði enn sterkari á næstunni. Hverinn ber nafn ódæls og erfiðs draugs, sem séra Eiríkur í Vogsósum kvað niður, en nú virðast jarðskjálftarnir hafa vakið drauginn upp aftur og óvíst að klerkar samtímans séu jafnhæfir til slíkra vandaverka sem að kveða draug niður og „kollegar“ þeirra frá fyrri öldum.
ReykjanesSéra Eiríkur hafði þann háttinn á, þegar hann kvað Gunnu niður, að hann fékk hana til að elta hnoðra, sem valt niður í hver einn og hefur hún fram á þennan dag ekki getað unnið mönnum mein, fyrir utan það, að einstaka menn hafa brennt sig á fæti, þegar þeir hafa stigið niður úr hveraskorpunni.

Einkenni þess, að gos geti verið í aðsigi þarna á Reykjanesinu vom auk þess, sem að ofan er talið, miklir jarðskjálftar, sem jafnan koma á undan eldgosum, landsig, sem hefur orðið norðvestan megin við veginn. Jarðskjálftamir hófust um 10-leytið á föstudagsmorguninn og hafa staðið yfir síðan. Mestir urðu jarðskjálftamir aðfaranótt laugardagsins og var þá ekki svefnsamt i húsi vitavarðarins, sem er í aðeins nokkur hundmð metra frá hverasvæðinu. Þá um nóttina komu sprungur í vitann. Sprungunnar mynduðust allan hringinn rétt fyrir neðan miðjan vita, bæði að utan og innan. En þessar sprungur til marks um styrkleika jarðskjálftanna, því nokkuð þarf á að ganga, áður en slík smíð sem Reykjanesviti fer að haggast. Veggirnir neðst eru 3-4 metri á þykkt.

Gunnuhver

Við Gunnuhverá Reykjanesi.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvaða framvindu málin taka á Reykjanesinu næstu daga. Haldi breytingarnar áfram af sama krafti, má telja fullvíst, að gos hefjist, en það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða vikum.“

Heimild:
-Vísir 02.10.1967, Eldgos í vændum?, bls. 18.

Reykjanes

Á Reykjanesi.

Reykjanesviti

Í Lögréttu 1928 er m.a. fjallað um upphaf sögu „Íslenskra vita„:

Thorvald Haraldsen Krabbe

Thorvald Haraldsen Krabbe (21. júní 1876 – 16. maí 1953). Hann var danskur landsverkfræðingur fæddur í Frederiksberg. Faðir hans var Harald Krabbe læknir og dýrafræðingur.
Krabbe lauk námi í byggingarverkfræði 1900 og vann hjá dönsku járnbrautunum til 1902, þegar hann hóf vinnu hjá gasverki Valby og sá um byggingu götulýsingarkerfa. Árið 1906 var hann skipaður landsverkfræðingur á Íslandi. Í upphafi árs 1918 var embætti landsverkfræðings skipt í tvo hluta, embætti vegamálastjóra (Geir G. Zoega) og vitamálastjóra (Thorvald Krabbe) en frá þeim þróuðust stofnanirnar Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálaskrifstofan.

„Nú um áramótin er liðin hálf öld síðan farið var að starfrækja fyrsta vitann hjer á landi. En það var Reykjanesvitinn, sem fyrst var kveikt á 1. desember 1878. Í öll þau rösk þúsund ár, sem siglingar höfðu þá verið stundaðar hjer við land og milli landa var við engin leiðarljós að styðjast hjeðan úr landi, svo að sögur fari af. Annars staðar er vita snemma getið í sögum og sögnum, s.s. í Dionskviðu. En einhver fyrsta áreiðanleg vitneskja um vita, sem menn hafa, er um Pharoseyjarvitann egyptska, sem reistur var árið 331 fyrir Krists burð og stóð fram á 13. öld.

Á Norðurlöndum var fyrsti vitinn reistur um 1202 á Skáni. Annars er miklu fyr getið vita í gömlum sögum og lögum og er þá átt við bál, sem kynt vora til þess að gefa til kynna hernaðarhættu og liðsöfnun. Nú er orðið viti eingöngu látið tákna ljósmerki til siglingaleiðbeininga. Og saga vitanna er nú sem sagt orðin hjer hálfrar aldar saga og hefur þess verið minnst með því, að gefið var út vandað rit um vitana, samið af Th. Krabba, vitamálastjóra.

Vitarnir hafa haft mikið gildi fyrir siglingar og sjómennsku og bjargað mörgum mannslífum og mörgum skipum og gert siglingar allar öruggari og áhættuminni en þær vora áður. Enn vantar að vísu nokkuð á það, að vitakerfið nái umhverfis alt landið og sumar eyðurnar eru bagalegar og á hættulegum stöðum og margt stendur enn til bóta. En samt er það mikið verk og merkilegt, sem unnið hefur verið með því að koma upp á 50 árum, eða öllu heldur síðan um aldamót, öllu vita- og sjómerkjakerfi landsins.

En frá því um aldamót, eða síðan heimastjórnin komst á, hafa flestir vitarnir verið reistir, því eftir að Reykjanesvitanum var komið upp var lítið aðhafst í tuttugu ár. Það gekk ekki umyrðalaust að koma Reykjanesvitanum upp. Málinu var hreyft undir eins á fyrsta árinu eftir að fjárveitingavaldið var flutt heim hingað. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson þingm. Reykvíkinga og Snorri Pálsson þingm. Akureyringa, sem fyrstir hófu máls á vitabyggingu.

ReykjanesvitiGekk síðan í alllöngu þjarki milli þingsins og stjórnarvaldanna í Kaupmannahöfn. Í einu brjefi sínu sagði flotamálastjórnin danska m. a. að vitabygging á Íslandi væri lítt nauðsynleg, því næturnar sjeu nægilega bjartar þann tíma ársins, sem siglingum sje haldið uppi, eða frá miðjum mars til 1. sept. en frá 1. desember til miðs mars sjeu venjulega engar siglingar við Ísland vegna óveðurs! Að lokum komst þó vitinn upp fyrir sameiginleg framlög danska ríkissjóðsins og landssjóðs Íslands. Hann var reistur undir stóm Rothe verkfræðings, en fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson. Síðan var vitanum breytt og nýr viti reistur síðar.

Reykjanesviti.Seint gengu frekari framkvæmdir í vitamálunum, þótt lítils háttar fjárveiting til þeirra stæði á fjárl. En einstakir menn höfðu áhuga á málunum og einn þeirra, Otto Wathne brautst í því að koma sjálfur upp vita á Dalatanga og fjekk einnig til þess styrk frá vitamálastjórn Dana. Í Engey var einnig allsnemma komið upp ljósvörðu, sem tendruð var, þegar póstskipa var von. Næstu vitarnir, sem komu sunnanlands, voru á Garðskaga og á Gróttu og var leifturviti, 12 metra hár, sá fyrsti hjer á landi, reistur á fyrri staðnum 1897. Það ár var einnig reistur viti í Skuggahverfinu í Reykjavík. Um aldamótin fóru sjómenn og útgerðarmenn að leggja aukna áherslu á kröfunar um fjölgun vita og fór nú vitunum að smáfjölga. Í Arnanesi og í Elliðaey voru vitar reistir 1902 fyrir forgöngu Hannesar Hafstein og L. H. Bjarmason. 1904 var fyrir tilmæli Hannesar Hafstein, skipuð nefnd fjögurra danskra sjóliðsforingja, til að gera tillögur um vitamálin og gerði hún ráð fyrir vitabyggingum fyrir 315 þús. kr. Árið 1906 var svo reistur Stórhöfðavitinn í Vestmannaeyjum, sem endurbættur var 1910.

LauranesvitiUpp úr þessu fer áhuginn á vitamálum að verða æ meiri og betra skipulag að komast á. Sýnir það nokkuð hvern hug menn höfðu á þessum málum, að á þingi 1907 hjelt Þórhallur biskup og fleiri því fram, að ekki mætti minna vera, en að 100 þúsund krónur færu árlega til vitanna. Nú fer líka hver vitabyggingin að reka aðra, fyrst meðan Páll Halldórsson var umsjónarmaður Faxaflóavitanna, en einkum eftir að Th. Krabbe varð umsjónarmaður 1909 og síðan vitamálastjóri 1918. Árið 1908 kom Dalatangavitinn og Siglunesvitinn, 1910 stór gasviti í Dyrhólaey, 1911 Rifstangavitinn, nyrsti viti landsins, 1912 Vattarnesvitinn, 1913 vitar á Bjargtöngum, Kálfhamarsnesi, Skagatá og Flatey á Skjálfanda, 1915 í Grímsey, Malarhorni og á Hólmavík, 1916 á Ingólfshöfða, 1917 á Malarrifi og í Bjarnarey, 1918 á Gerðatanga og á Akranesi og var notað í hann nýtísku gasljós.

Albert Þorvarðarson

Albert Þorvarðarson – síðasti vitavörðurinn í Gróttu; 17. ágúst 1896 – 12. júní 1970. Albert fæddist í Gróttu, og
voru foreldrar hans Guðrún
Jónsdóttir frá Morastöðum í
Kjós og Þorvarður Einarsson,
ættaður austan úr Skaftafellssýslu. Þorvarður var fyrsti vitavörður í Gróttu, og erfði Albert
embættið og gegndi því til dauðadags.

1919 voru reistir vitar á Straumnesi (þar sem Goðafoss hafði strandað) og í Selvogi. 1920 voru reistir vitar í Súgandafirði, Arnarfirði og 3 vitar í Eyjafirði og 1921 var reistur Gjögurvitinn við Reykjarfjörð og Sandgerðisvitinn og árið eftir voru reistir 9 vitar, en næstu 3 ár var ekkert fje veitt til vitabygginga, en þó vom reistir tveir vitar, Stafnesviti og Urðarviti 1925, en komu ekki í reikning fyr en 1926, en það ár vom aftur veittar 50 þús. kr. til vitabygginga og reistir 3 vitar við Breiðafjörð. Loks var svo í fyrra reistur Dyrhólavitinn og höfðu verið veittar til hans 160 þús. kr. og í sambandi við hann var á þessu ári settur nýr radíóviti. Í ár hefir einnig verið lögð út fyrsta ljósbaujan, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð.

Það er þakkarvert og merkilegt verk, sem unnið hefur verið með stofnun allra þessara vita og viðhaldi þeirra, af stjórn og þingi, vitamálastjóra og vitavörðum.

Elsti vitavörður landsins er nú Þorvarður Einarsson á Gróttu, hefur verið þar síðan 1897. Sjerstakt skip er haft í ferðum milli vitanna til þess að flytja þeim nauðsynleg tæki og efni frá aðalstöðinni í Reykjavík.

Vitamálastjóri telur, að enn sje þörf mikilla bóta og nefnir t.d. að þörf sje landtökuvita með þokulúðri og radíóvita fyrir Austurland og einnig 10—12 radíóvita á útnesjum og 8—10 góða siglingavita á útnesjum norðan- og austanlands og marga þokulúðra, vita og ljós- og hljóðmerki innfjarða.

Væntanlega tekst enn að auka og bæta vitakerfið, landinu til gagns og sóma.“

Fálkinn

Í Fálkanum, Alþingsafmælisútgáfunni 1930 er einnig fjallað um sama efni undir fyrirsögninni „Vitarnir á Íslandi„:

„Sje litið á uppdrátt af Íslandi, þar sem sýnt er ljósmál helstu vita með ströndum fram, rekur maður augun í, að ljósmál vitanna nær víðast hvar saman, svo að ekki eru nema stuttar eyður á milli á einstöku stað. En samskonar uppdráttur frá 1898 sýnir, að þá var landið allt vitalaust, nema Reykjanes og með fram sjóleiðinni þaðan inn til Reykjavíkur. Og fyrir 52 árum var enginn viti til á landinu, þangað til Reykjanesvitinn var kveiktur, hinn 1. desember það ár. Þessi fyrsti viti landsins þótti hið mesta furðuverk á þeim tíma.

Reykjanesviti

Gamli Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Þegar vitabyggingunni var fyrst hreyft á þingi voru sumir þingmenn á þeirri skoðun, að vitamálin væri eitt af sameiginlegu málunum við Dani og að flotamálastjórnin danska ætti að kosta hjer vitabyggingar. En því neituðu Danir, þó að flotamálastjórnin hins vegar væri landsjóði hjálpleg við framkvæmd vitabygginga fram eftir árunum og ljeti ljóstækin í Reykjanesvitann af hendi ókeypis. Vitinn var byggður úr höggnu grjóti, sem lagt var í kalk úr Esjunámunni.

Reykjanesviti

Reykjanesvitinn á Valahnúk.

Stóð hann á Valahnúk, alveg fram á hamarbrún, áttstrend bygging rúmlega 6 metra há en hnúkurinn er 43 metra hár þar sem vitinn stóð. En þegar frá leið molnaði bergið svo mikið, að vitanum þótti hætta búin þar sem hann var. Því var ráðist í að byggja nýjan vita á Bæjarfelli, skammt frá gamla vitanum, árið 1907 og 20. mars árið eftir var kveikt á þessum vita í fyrsta sinn. Kostaði þessi viti nær 100.000 kr. og ljósmagn hans 23 sjómílur eða 4 sm. meira en hins eldri.

Eftir þetta verður langt hlje á vitabyggingum, nema hvað ljósmerki voru sett á stöku stað, en 1897 eru reistir vitar á Garðskaga og Grótíu og innsiglingarviti í Reykjavík. Sumarið 1902 eru svo reistir vitarnir á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp og Elliðaey á Breiðafirði. Á Stórhöfða var viti reistur 1906 en á Dalatanga og Siglunesi 1908. Við fyrrnefnda vitann var sett upp þokulúðursstöð 1918, hin eina fullkomna, sem til er á landinu.
VitarSíðan hefir vitum fjölgað svo á landinu að þeir eru nú 54 og er landtökuvitinn á Dyrhólaey þeirra stærstur og fullkomnastur. Var hann byggður 1927 og samsvarar ljósmagn hans 330.000 kertaljósum og sjást mundi hann úr 35 sjómílna fjarlægð, ef hæð hans yfir sjávarmál væri nægileg til þess. Kostaði hann rúm 160.000 kr. Árið eftir var hin fyrsti radíóviti settur upp á sama stað og er hann skipum að ómetanlegu gagni. — Ein ljósbauja hefir verið sett upp, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð, en hafnar- og leiðarljós eru á 35 stöðum á landinu.

Reykjanes - viti

Yngri Reykjanesvitinn á Vatnsfelli.

Til þess að vitakerfið komist í gott horf er enn talið, að byggja þurfi landtökuvita og radíóvita á Austurlandi, 8—10 útnesjavita á Norður- og Austurlandi og fjölda vita á fjörðum inni.

Framan af var umsjón vitanna í höndum manna, sem gegndu öðru aðalstarfi, eða frá 1897, að Markús Bjarnason var skipaður umsjónarmaður og eftir hans dag Páll Halldórsson. En 1. jan. 1910 var Th. Krabbe landsverkfræðingur skipaður umsjónarmaður vitamála og fjórum árum siðar var vitamálaskrifstofan stofnuð og vitamálastjóraemhættið stofnað og tók Krabbe við því. Kemur hann manna mest við hafnar og vitamálasögu landsins og á því árabili, sem hann hefir haft stjórn vitamálanna lifir orðið gerbreyting á þeim.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – skjaldarmerki.

Samtímis því, að fyrst var kveikt á Reykjanesvitanum var farið að leggja vitagjald á þau skip, sem sigla við Ísland, að undanskildum skemmtiskipum, herskipum og íslenskum fiskiskipum, og var gjald þetta 40 aurar og 20 aurar á hverja smálest flutnings. Gjald þetta var lækkað árið eftir; náði það eingöngu til skipa, sem kæmi að vesturlandi og greiddu hærra gjaldið þau skip, sem komu að landi milli Reykjaness og Snæfellsness en lægra þau er komu milli Snæfellsness og Horns.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – uppdráttur ÓSÁ.

Frá ársbyrjun 1909 voru skip skylduð til þess að greiða vitagjald hvar sem þau kæmi að landinu, 20 aura á smál. og skemmtiskip ekki undanskilin, og var gjaldið hækkað í 25 aura og íslensk fiskiskip látin greiða það, er þau komu frá útlöndum. Árið 1917 var gjaldið hækkað upp í 40 aura en skemmtiskip greiddu 15 aura á smálest. Og 1920 var gjaldið hækkað upp í 1 krónu, fyrir almenn skip og 40 aura fyrir skemmtiskip. Loks bættist gengisviðaukinn við þetta gjald 1924.

Tilgangurinn með vitagjaldinu var auðvitað sá, að gera landinu kleyft að standa straum af viðhaldi vita þeirra, sem á hverjum tíma hafa verið starfræktir í landinu. Hefir það jafnan nægt til þessa, og jafnvel stundum líka til byggingar þeirra nýju vita, sem reistir voru á sama ári.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli og Valahnúkar fjær.

Stundum hafa komið fram aðfinnslur um, að vitagjaldið væri of hátt, einkum í þeim árum, sem litið hefir verið byggt af vitum og skatturinn talinn einskonar gróðabragð ríkissjóðs. En þegar að er gáð hefir kostnaðurinn við vitana í sumum árum farið svo langt fram úr tekjunum, að eigi er að vita á hvorn bóginn hallast.

Hins vegar hefir vitakerfið orðið til þess, að gera færar hingað siglingar á þeim tíma árs, sem áður þótti ekki viðlit að sigla á strendur landsins. Og landsmenn fá beinlínis peninga í aðra hönd vegna vitabygginganna. Vátryggingargjöld skipanna hafa lækkað, ströndin fækkað, og í vátryggingargjaldinu sem sparast, safnast fljótt fúlga, sem um munar.“

Heimildir:
-Lögrétta, 54. tbl. 12.12.1928, Íslenskir vitar, bls. 2-3.
-Fálkinn, 25.-26. tbl., 21.06.1930, Vitarnir á Íslandi, bls. 30.
-https://timarit.is/files/57502337

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1908.

Þingvellir

Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, skrifaði um „Sköpun Þingvalla“ í Alþingishátíðarrit Fálkans árið 1930:

Pálmi Hannesson

Pálmi Hannesson; 3. janúar 1898 – 22. nóvember 1956.

„Alt er breytingum háð. Vísindin kenna oss, að enginn hlutur sje að öllu hinn sami i dag og hann var í gœr. Og árin sem líða láta eftir sig drjúg ummerki á öllu, sem er, löndum og liföndum. Sumt þroskast, annað hrörnar, en alt hreytist, skapast og glatast. Þannig fer mannanna sonum. Þannig fer og um jörðina: fjöll og dali, stein og stál.

Á hverju vori velta árnar fram kolmórauðar af sandi og leir, sem þœr bera úr fjöllum fram og alt út á sæ. Skriður falla. Vindur gnýr fjöll, og hafið sverfur strendur. Römm öfl orka á jörðina og leitast við að rífa hana niður, og ef þau væru ein í leik, mundu þau um síðir jafna hin hæstu fjöll við sæ, því að þó að fjöllin sjeu mikil og traustleg eru þeim þó takmörk sett, en tímanum engin. En jarðeldar hlaða upp eldfjöll og veita hrauni á hraun ofan. Löndin lyftast og síga, hrukkast beyglast og brotna fyrir hinum duldu öflum í djúpi jarðarinnar. Þannig orka tvenn öfl á jörðina og eiga í sífelldu stríði. Önnur rifa niður. Hin hlaða upp. Önnur „vega upp tindana“. Hin jafna þá við sæ. Landslag og staðhættir, fjöll og dalir, lönd og álfur, alt er þetta til orðið fyrir starf og stríð þessara afla, og alt er þetta að breytast sífeldlega.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

Jörðin er ekki fullsköpuð og verður það aldrei. Jörðin er að skapast. Í hverju einasta landi jarðarinnar berjast þessi öfl, en hvergi sækjast þau fastar en hjer á landi. Hjer er jörðin að skapast fyrir augum vorum.

— Þingvellir og landið umhverfis þá sýnir glögglega þetta mikilfenglega sköpunarstarf náttúrunnar. Náttúrunnar, sem reisir og rífur, elur og tortímir. Hvernig hefir þetta listaverk náttúrunnar orðið til? Lítið á Þingvallavatn og Þingvallahraun, Súlurnar, Skjaldbreið, Hrafnabjörg, Tindaskaga, Kálfstinda og Henglafjöllin. Hvernig og hvenær hefir alt þetta skapast? —

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

Jeg skal nú í örstuttum dráttum segja sögu Þingvalla, eins og fræðimenn ætla að hún sje, eftir þeim meginrúnum, sem náttúran sjálf hefir reist á hinum fornhelga stað, en rjett er þess að geta, að margar þeirra rúna eru enn óráðnar og bíða komandi fræðimanna og komandi kynslóða, þeirra sem meira girnast að vita um sögu lands síns en sú sem nú lifir eða lifað hafa frá því að Snorri goði spurði á Alþingi forðum. „Hvat reidduzt goðin þá, er hjer hrann hraunit, er nú stöndu vér á?“

Og saga mín hefst fyrir tugum þúsunda ára, á hinni miklu jökulöld.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

Yfir öllu landinu liggur bláhvít jökulbreiða, svo að hvergi sjer á dökkvan díl, nema í svartar hamrahyrnur út til stranda. Á þessum tíma eru eldgos tíð, einkum inni í landinu. Aska, gjall og hraunslettur berast út á jökulbreiðuna, sökkva til botns og hlaðast saman undir jökulfarginu. Þannig ætla menn, að hin mikla móbergsbreiða um mitt landið hafi skapast. Svo líða þúsundir ára. Eldur og ís skapa landið og móta, en enginn kann frá þeim undrum að greina, sem verða í þeirri viðureign. Seint á þessum tíma taka mikil eldfjöll að stinga kollunum upp úr jökulbreiðunni. Þau hlaðast upp og hækka og spúa eldi og eimyrju yfir hinn hvíta jökul. Þannig skapast Henglafjöllin, Súlur og Ármannsfell, Hrafnabjörg, Kálfstindar og Tindaskagi. — Og enn líða ár og aldir. — Jökulbreiðan tekur að þverra.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

Hægt og hægt víkur jökullinn til baka, og geysimikill skriðjökull liggur fram um Þingvalladalinn, milli eldfjallanna, sem gnæfa við himinn á báðar hendur. Og loks er landið örísa, og Þingvalladalurinn breiðir faðminn móti hinum fyrstu frjóum, sem sunnanblærinn ber inn yfir hið frumvaxta, örlöglausa land.

Og þannig líða þúsundir ára. Gróðurinn grær í hinum þöglu, ónumdu dölum, og eldgos eru tíð. Á þessum tíma hlaðast upp hinar miklu grágrýtisdyngjur: Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

Þingvellir

Fyrsti vísirinn að Þingvallavatni kom fram fyrir 12.000 árum. Þá lá jökultunga í Þingvallalægðinni og jökullón myndaðist syðst í henni, upp við Grafningsfjöllin. Þingvallavatn varð síðan til þegar jökullinn hopaði enn lengra norður og vatn frá honum safnaðist í lægðina. 
Fyrir um 10.000 árum er jökullinn hafði nálgast núverandi stöðu, hófust mikil dyngjugos. Þá myndaðist Skjaldbreiður ein fallegasta dyngja landsins.
Um svipað leyti gaus í dyngju sunnan við Hrafnabjörg sem Þingvallahraun rann frá og myndaði eldborgagígaröð.

Svo tekur loftslagið að kólna að nýju. Jöklarnir vaxa inni í landinu ár frá ári og öld eftir öld. Þungur jökulstraumur sígur fram um Þingvalladalinn og stökkvir burt öllum lifanda. Loks er Ísland jökli hulið að nýju, og skriðjöklar ná á alla vegu út á sjó. Það er hin síðari jökulöld.

Á þeim tíma mótast Þingvalladalurinn að nýju undir hinum þunga, sverfandi ísstraumi. Og eldfjöllin á báðar hendur dalsins eru hulin fönnum og skriðjöklum, sem gnaga þau og móta.

Þannig líða langar aldir. — En eftir þennan fimbulvetur kemur vor, eins og eftir hinn fyrri. Jökullinn verður að hopa fyrir hinum hlýnandi þey.

Og aftur verður Ísland örísa upp að hæstu hálendum. Nú er landið umhverfis Þingvelli tekið að líkjast því sem nú er, en þar er enginn Skjaldbreiður, ekkert hraun, ekkert vatn. Dalurinn er hulinn bláum jökulsöndum, og um hann liðast mógráar jökulsár. Þá er Suðurland alt sævi hulið og Ingólfsfjall er höfði, sem öldur úthafsins næða á, en norðan við það liggur fjörður langt upp í Grafning.

Og aftur tekur gróðurinn að nema landið. Hægt og hægt lokast hann inn yfir auðnirnar, sem jökulinn ljet eftir sig. —

Þá hefjast eldgos langt inn í Þingvalladalnum. Hraunið brýst upp á jafnsljettu og hvert gosið rekur annað, uns ávöl hæð tekur að hefjast fyrir miðjum dalnum. Hún hækkar og gýs, gýs eintómu hrauni. Og hraunflóðin renna lengra og lengra inn til jökla og út um hinn „breiða heiðardal“. Þannig skapast Skjaldbreiður.

Síðan, þegar Skjaldbreiður er hættur að gjósa, opnast geysimikil eldsprunga uppi á bak við Hrafnabjörg og Tindaskaga. Þaðan falla þungir hraunstraumar niður með Hrafnabjörgum beggja vegna og út yfir dalinn, yfir hraunin frá Skjaldbreið. Þaðan eru hraunin komin, sem þekja Þingvöll.

Þingvellir

Úr Eldborgum sunnan Hrafnabjargar rann hraun vítt um Þingvallasvæðið.
Talið er að gosin sem mynduðu dyngjurnar hafi staðið í áratugi. Hraunin tóku fyrir yfirborðsrennsli jökulvatns suður Þingvallalægðina. Allt vatn norðan frá hvarf í hraunið og kom undan því sem tært lindarvatn.
Hraun úr dyngjunni sunnan við Hrafnabjörg rann langt út í Þingvallavatn og lokaði fyrir afrennsli þess við Sogshorn svo vatnsborðið hækkaði um 15 metra en jafnframt minnkaði vatnið mikið því hraunið fyllti það að stórum hluta.
Hraunið sléttaði í svip yfir Þingvallalægðina en landsig og sprunguhreyfingar héldu áfram og gjárnar endurnýjuðust og má nú virða fyrir sér innri gerð hraunsins í gjáveggjunum.

Nú líður og bíður. Gráðurinn breiðist yfir landið, og skógurinn lekur að nema hið nýja hraun. Svo byrjar landsigið. Undirstaðan undir Þingvalladalnum bilar, og hún sígur og sigur, uns hlíðar dalsins bresta og botninn allur fellur niður. Þannig skapast Þingvallavatn. Vera má raunar, að vatn hafi áður verið nyrst í dalnum, en við þessar hyllingar hefir það dýpkað og stækkað geysilega. Þá skapast Almannagjá, Hrafnagjá og aðrar gjár á Þingvöllum. Þá skapast og Jórukleif og aðrir brotbarmar beggja vegna við vatnið. Enginn veit með neinni vissu um það, hversu þessar byltingar hafa gerst nje ástæður þeirra. Leiða menn að því ýmsar getur, sem ekki verða greindar hjer. Líklegt má þó telja, að þetta mikla landsig hafi gerst á löngum tíma, og má vera, að því sje ekki lokið enn. Víst er, að árið 1789 seig Þingvallasljettan um eina alin, og getur verið, að svo hafi oftar orðið.

Þegar hjer er komið sögu, eru Þingvellir að mestu orðnir eins og þeir eru nú. Skógurinn breiðist jafnt og þjett yfir hraunið og hlíðarnar, blágrænn að lit.

Eitt hið síðasta eldgos, sem orðið hefir á þessum slóðum, hefir veitt miklum hraunstraumi suðvestur af Hrafnabjargahálsi suður með Miðfelli og alt suðvestur að Dráttarhlíð, sem liggur neðan við Þingvallavatn. Þetta hraun hefir stíflað Þingvallavatn og hækkað það um nokkra metra, og má sjá þess merki viða. Siðan hefir Sogið grafið sjer nýjan farveg með fram hraunröndinni og lækkað vatnsborðið að sama skapi sem farvegurinn dýpkaði. Þessu starfi heldur það áfram enn í dag, og er trúlegt, að það hafi grynnkað vatnið um 1 metra eða meira á síðustu þúsund árum.

Þingvellir

Þjófahraun rann fyrir um 3000 árum úr gígum norðar Hrafnabjarga
Fyrir rúmum 3000 árum opnaðist 8 km löng gossprunga norðaustan við Hrafnabjörg og myndaði Þjófahraun. Hraunið breiddist út austan við Tindaskaga en álma úr því rann vestur af norðan við Hrafnabjörg
Seinast gaus í Þingvallalægðinni fyrir 2000 árum. Gossprungan sem þá opnaðist er norðaustan við Hengil. Þá rann Nesjahraun í Grafningi og öskugígurinn Sandey reis upp af botni Þingvallavatns.
Eldvirkni hefur nú legið niðri á Þingvallasvæðinu í meir en 2000 ár, en ljóst er að einhverntímann í framtíðinni munu hraun aftur renna.

Þannig er sköpunarsaga Þingvalla i stuttum dráttum alt til þessa tíma, að landið bygðist. Þegar hinir fyrstu landnámsmenn litu yfir Þingvalladalinn, blasti við augum þeirra fögur sýn og svipmikil. Hraunin öll og hlíðarnar voru skógi vaxnar, og yfir blágrænan skóginn og hið mikla vatn gnæfðu fjöllin við himin. Þeir nefndu hjeraðið Bláskóga og vatnið Ölfusvatn Engan þeirra hefir grunað, að þetta svæði yrði hið örlögríkasta í sögu þjóðarinnar, að þessi friðsami fjalladalur yrði sjónarsvið hinna mestu, hinna bestu og hinna verstu atburða i lífi niðja þeirra.

Síðan á Landnámsöld hafa ýmsar breytingar orðið á Þingvöllum. Skógurinn er að mestu horfinn. Þar sem forfeðurnir reistu búðir sinar er nú mýri, og sumt af þingstaðnum er horfið í vatn. Þúsund ár eru sem augnablik í æfi landsins, en enn leitast landsigið við að sökkva Þingvöllum og Sogið að veita af þeim vatni.

Hvað verða muni, veit enginn. Ef til vill sökkva Þingvellir í vatn. Ef til vill á jökullinn eftir að síga yfir landið að nýju. En eitt er víst. Alt breytist.“ – Pálmi Hannesson.

Meðfylgjandi myndir frá Þingvöllum fylgdu skrifum Pálma.

Pálmi lauk gagnfræðapróf á Akureyri 1915, stúdentsprófi frá MR 1918. M.Sc.-prófi í dýrafræði Hafnarháskóla 1926, en las auk þess grasafræði, jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1926–1929. Rektor Menntaskólans í Reykjavík frá 1929 til æviloka. Hann hafði því aflað sér víðtæka þekkingu á viðfangsefninu. (Nauðsynlegt var að bæta hinu síðastnefnda við til fróðleiks svo myndir og skýringartextar pössuðu við umfjöllunina.)

Heimild:
-Fálkinn, 25.-26. tbl. 26.06.1930, Sköpun Þingvalla, Pálmi Hannesson, bls. 14.
-https://www.thingvellir.is/fraedsla/nattura/jardsagan/

Þingvellir

Þingvellir – jarðfræðikort ISOR 2022.

Brunntorfuhellir

Kristbjörg Ágústsdóttir skrifaði um skógræktina í Brunntorfum (Brundtorfum/Brunatorfum) í Skógræktarritið árið 2012 undir fyrirsögninni „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar„:

Brunntorfur

Í Brunntorfum.

„Um miðbik síðustu aldar hófu fjórir menn að gróðursetja tré í hrjóstrugu hrauni suður af Hafnarfirði. Skógrækt ríkisins átti landið en taldi ekki miklar líkur á því að þar gæti risið skógur. Í dag er þarna stór og mikill sjálfbær skógur, sambland náttúrulegs gróðurs og gróðursettra trjáa. Þetta svæði kallar fjölskylda höfundar „Hraunið“ og þangað hafa þrjár kynslóðir lagt reglulega leið sína til að gróðursetja, bera á, hlúa að, njóta og upplifa. Í þessari yfirlitsgrein er ætlunin að segja frá tilurð svæðisins og landnámsmönnunum fjórum og kynna svæði sem fleiri og fleiri eru að uppgötva. Greinin er byggð á BS ritgerð minni úr Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2006.
Í upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason, skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni, sem gaf landið. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára. Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt og kallaði það á friðun og gróðursetningu. Svæðið, sem kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði, var það fyrsta sem Skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni og var hafist handa við að girða af um 200 ha árið 1953.
Með nýjum skógræktarlögum, sem tóku gildi 1955, var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson í Brunntorfum.

Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau. Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.
Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918–1986), Broddi Jóhannesson (1916–1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917–1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. En hverjir voru þessir menn?

Upphafsmenn skógræktar í „Hrauninu“

Brunntorfuhellir

Brunntorfuhellir (Brundtorfuskjól).

Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar liggja eftir hann, meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

Fornasel

Fornasel.

Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í München 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann, en þar tók hann við skólastjórastöðu árið 1962.

Broddi Jóhannesson

Broddi Jóhannesson.

Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og var Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúruunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingafélaginu meðal annars en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur.

Þorbjörn Sigurgeirsson

Þorbjörn Sigurgeirsson.

Lengst af starfaði Marteinn sem byggingafulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958–83). Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“.

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Það var í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera allt of þurrt. Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori og dró þá aðeins úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður.

Gróðursetning og trjátegundir í „Hrauninu“

Fornaselsvarða

Fornaselsvarða.

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá Skógrækt ríkisins, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett, enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna, en einnig voru gerðar tilraunir með margar aðrar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá Skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við. Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið.

Hellishólsskjól

Hellishólsskjól.

Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst með var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980.
Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir.

Hellishólshellir

Hellishólsskúti.

Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Það var ekki fyrr en upp úr 1980, þegar girðingin varð loks fjárheld, að náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór og eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum.
Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Mörk svæðisins

Fornasel

Vatnsból í Fornaseli.

„Hraunið“ afmarkast af landamerkjum sem gerð voru fyrst á korti 1955 og svo endurgerð á korti 1989 og þá hnitsett. Alls er svæðið um 55 hektarar og er innan vatnsverndarsvæðis Hafnarfj arðar, að hluta til innan grannsvæðis (vatnsvernd II) og að hinum hluta innan fjarsvæðis (vatnsvernd III).
Frá Krýsuvíkurvegi liggur slóði inn á svæðið sem greinist í tvennt. Þetta er einbreiður, grófur malarslóði og er á köflum aðeins jeppafær. Ekki eru nein bílastæði en við enda slóðanna er breikkun þar sem hægt er að snúa við bíl. Girðing er umhverfis hluta svæðisins sem er orðin mjög léleg og liggur niðri á köflum. Með því að fjarlægja girðinguna og opna svæðið væri auðveldara fyrir fólk að fara þar um og njóta þessarar leyndu náttúruperlu. Stigi er yfir girðingu á einum stað en hann er orðinn fúinn og hættulegur.

Gjásel

Gjásel.

Tvær þekktar minjar eru í „Hrauninu“. Fyrst skal nefna fallega hlaðna fjárborg sem er heilleg, en hún varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum 1968 sem átti upptök sín í Krýsuvík. Fjárborgin nefnist Þorbjarnarstaðarborg og var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjóna um aldamótin 1900. Tóftir eru af seli sem talið er að hafi tilheyrt Þorbjarnarstöðum, nefnt Fornasel. Við Fornasel er stórt vatnsból nánast í miðju tóftanna en þær eru af húsi og eldhúsi nokkru fjær. Sumarið 2002 gróf Bjarni Einarsson fornleifafræðingur í tóftirnar og kom í ljós að þær virtust vera frá því um 1400–1500. Það var Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar sem stóð að þessari rannsókn.

Marteinn Björnsson

Marteinn Björnsson.

Rétt utan við skógræktarsvæðið eru tóftir af Gjáseli. Töluvert er af vörðum á svæðinu og eru þær ýmist leiðarvörður eða landamerkjavörður.

Nokkuð er um gönguleiðir á svæðinu og hafa Loftmyndir ehf. gefið út göngukorti af Reykjanesi. Hluti gönguleiðanna eru gamlar þjóðleiðir til Hafnarfjarðar, til dæmis Hrauntungustígur. Aðrar gönguleiðir eru til að mynda Gerðarstígur sem liggur frá Straumsvík upp í Gjásel og Straumselsstígur samsíða en vestar, frá Straumsvík að Straumsseli.
Á síðustu árum hefur Sigurgeir Þorbjörnsson, sonur Þorbjörns Sigurgeirssonar, verið duglegur við að marka stíga innan svæðisins ásamt fjölskyldu sinni. Einnig er byrjað að hnitsetja stígana og er vilji til að útbúa skilti sem sýna gönguleiðir og segja frá sögu svæðisins, tilurð þess og minjum.

Gránuskúti

Gránuskúti við Gjásel.

Framsýni landnámsmannanna var mikil og ber að þakka þeim öllum fyrir dugnað þeirra og þrautseigju. „Hraunið“ er arfleið þeirra til komandi kynslóða.“

Sjá meira um skógrækt í Brunntorfum HÉR.

Heimild:
-Skógræktarritið 2012, 2. tbl., Skógræktarfélag Íslands; Kristbjörg Ágústsdóttir, „Hraunið“ – falin skógræktarperla í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, bls. 8-13.
http://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/03/Rit2012-2-lr.pdf

Brunntorfuhellir

Í Brunntorfuhelli. Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði: „Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stóð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur. Þá er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða Gránuhellir.“ [Hér ruglað saman Fornaseli annars vegar og Gjáseli hins vegar, þ.e. hið síðarnefnda er nefnt „Fornasel“. Við það er nefndur Gránuskúti. – ÓSÁ]

Brunntorfur

Í Þjóðviljanum helgina 23.-24. ágúst 1980 var viðtal við Björn Þorsteinsson undir fyrirsögninni „Landvinningar á Reykjanesi“ um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap:

Fornasel

Hér reyndar um Fornasel ofan við Brunntorfur að ræða.

„Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. Björn Þorsteinsson prófessor hefur um áratugaskeið stundað skógrækt í Straumsheiðinni ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum um landgræðslu. Þar heitir í Straumsseli. Björn telur Reykjanesskagann vera hið mesta gósenland vegna margvíslegra landkosta og vill friða hann fyrir sauðfé og láta úthluta fólki þar ræktunarlöndum. Við áttum samtal við Björn fyrir skemmstu og þar útlistaði hann sjónarmið sín.
— Já, Reykjanesskaginn hefur jafnan búið yfir mestu aðdráttarafli allra héraða á Íslandi. — Eftir rækilega rannsókn á landkostum sló fyrsti landnámsmaðurinn tjöldum til frambúðar í Reykjavík. Þar var mikið undirlendi, varp- og akureyjar, þar var hægt að rækta bygg og brugga, góð fiskimið, laxár, veiðivötn, selalátur, hvalreki og geirfuglabyggðir skammt undan og fuglabjörg, góðar hafnir, heitar laugar og talsverður reki. Auk þess var beitiland sem aldrei brást á Reykjanesskaga.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson í Brunntorfum.

Skaginn var skógi vaxinn og þar gekk sauðfé sjálfala frá upphafi vega uns Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum árið 1952 að mig minnir, sællar minningar. Hvergi var öllum þessum gæðum hlaðið jafn ríkulega á eitt hérað og af því býr þar nú nálega helmingur þjóðarinnar. Skaginn var síðar nefndur Gullbringusýsla, en það mun afbökun. Dönsku umboðsmennirnir hafa kallað Bessastaðaumboðið: Den guld indbringende syssel.
Menn sóttu hingað á Inn- og Suðurnes frá upphafi vega, keyptu sér land eða hótuðu hernaði fengju þeir ekki jarðnæði. Eyvindur í Kvíguvogum hrökklaðist t.d. til Heiðarbæjar undan Hrolleifi Einarssyni Ölvissonar barnakarls. Hér urðu menn að bindast samtökum, stofna til þinghalds og stjórngæslu til þess að verjast hvers konar ágangi. Upphafs allsherjarríkis mun að leita á Þingnesi við Elliðavatn.

Fornasel

Þetta er vatnsstæðið í Fornaseli.

Blm.: Voru ekki útvegsbændur á Reykjanesskaga einhverjir ríkustu menn landsins hér fyrrum?
— Jú, fiskimiðin hafa verið svo stórgjöful við Reykjanes að þar hafa jafnan verið einhverjar bestu verstöðvar landsins. Allt frá því á 15. öld hafa stórveldi glímt um Reykjanesskaga. Ég vil einnig bæta því við að jarðhitinn á Reykjanesskaga er ómældur og lítið nýttur enn. Garðbæingar ættu að vita að laug var í Hliðstúni, en hefur aðeins komið upp síðustu aldir á blásandi fjöru. Volgra var norðan til við Arnarnesi undan Gvendarbrunni, en á Reykjanesskaga heitir fersk uppspretta Gvendarbrunnur. Um skagann liggja mörk skaparans milli austurs og vesturs. Þar skiptir hann veröldinni með eldsprungu sem er nú einna virkust norður í Gjástykki.
Brunntorfur—Skaginn er í rauninni ein af tilraunastöðvum skaparans í landasmíð. Þar æfir hann tilvonandi arkitekta sköpunarverksins áður en hann felur þeim stærri verkefni annars staðar í geimnum.
Þar er hvert náttúruundur öðru meira. Eitt er Kleifarvatn, ævintýravatn, sem menn nýta ekki til neinnar hlítar af því að í því er flóð og fjara, en láðst hefur að binda vatnsborðið. Það er auðgert með um 4 km skurði, en að honum gerðum opnast ómældir möguleikar til fiskræktar og annarrar ræktunar, búsetu og siglinga.
Blm.: Nú er Reykjanesskagi í vitund margra heldur hrjóstrugur. Ert þú á annarri skoðun?
— Já, skaginn er í raun mjög frjósamur, en gróðri var eytt þar gegndarlaust á 19. öld. Eftir 1820 hefur engin stórplága geisað hér landi og sveitirnar yfirfylltust af fólki. Þá flýði það hrönnum til verstöðva og á Vatnsleysuströnd komst fólksfjöldinn upp í um 650 manns árið 1870. Þá var gróðri skagans eytt svo að hann hefur staðið rúinn og eyddur eftir. Ég tel að mikill orkusparnaður yrði að því að veita ræktunarfúsu fólki landspildur á skaganum gegn ræktunarskyldu. Á þann hátt væri hægt að breyta skaganum í sígrænan gróðurreit á 10-15 árum. Fólk við Faxaflóa þarf ekki að æða norður í Aðaldal til þess að tjalda á hrauni. Skaginn er mjög fagur og fjölbreyttur og sökum orkukreppu er brýnt að Faxaflóaþjóðin kynnist því að þar eru dásemdir tilverunnar engu minni enn annars staðar á landinu.

Blm.: — Og því vilt sem sagt friða Reykjanesskaga fyrir sauðfé?
— Já, með því og að úthluta fólki þar ræktunarlöndum vinnst þrennt: Fólki hættir að leiðast, orkuvandinn leysist því að menn losna við að flýja austur á Hérað eða til sólarlanda sér til afþreyingar og nytjaskógar og unaðsreitir munu prýða Reykjanesskagann. Síðast en ekki síst er óhemjukostnaði við girðingar létt af ræktunarmönnum.

Hraunin

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Blm.: Hafið þið Straumsheiðingjar orðið fyrir tjóni af völdum sauðfjár í landi ykkar?
— Við erum líklega búnir að planta um hundrað þúsund trjáplöntum síðan við byrjuðum og þó að girðingin sé tvöföld, bæði gaddavír og vírnet, er tjónið ómælt. Það þarf ekki nema eina kind að brjótast inn til að valda miklum skaða. Ísland var og er eignarréttarins land. Hingað komu menn til þess að eignast land og hér voru engir frumbyggjar fyrir, —landið var numið til séreignar, en með því er ekki sagt að eignarrétturinn sé svo heilagur að leggja þurfi í auðn hans vegna heil héröð. Ég tel að eigendur sauðfjár eigi að gæta eigna sinna í heldum girðingum. Þeir eiga að vera ábyrgir fyrir tjóni sem rollurnar valda hjá öðrum. — Það þættu skrýtin lög í landi ef innbrotsþjófar gætu afsakað gerðir sínar með því að læsingar væru ekki nægilega traustar. Hér hafa hirðingjasjónarmið ríkt um aldir og sauðfé verið friðheilagt enda hefur gróðurlendi eyðst  jafnt og þétt eins og hjá öðrum hirðingjum. Mál er að linni og gróðurinn verði friðhelgur.

Hraunin

Hraunin ofan Straumsvíkur.

Blm.: Hvað er til ráða? Hvernig á að breyta alda gamalli hefð?
— Í lögum er og hefur verið um aldir ákvæði um ítölu, ítölu búfjár í haga. — Ítala er ákvörðun eða öllu heldur áætlun um það hve margt búfé hver og einn megi hafa í sameiginlegu beitilandi. Ítala er leyfður fjöldi búfjár frá hverjum nytjanda beitar í sameiginlegt land. Nú mun um þriðjungi fullorðins sauðfjár ofaukið í haga hér á landi. Þennan bústofn verður að skera niður. Enginn, hvorki stétt manna né einstaklingur á minnsta rétt á því að eyða lífríki landsins, leggja gróðurlendi í auðn. Ítöluákvæðinu var framfylgt allstrangt oft á tíðum fram á öld véltækni og fóðurbætis, en eftir það hefur allt gengið úr skorðum. Vistfræðingar okkar eiga að vita nú orðið nákvæmlega hvað hektari gróðurlendis ber af búfé, og auðvitað þolir landið misjafnlega mikið eftir aðstæðum og gróðurfari. Þeir eiga að stjórna ítölu í landið undir forystu landgræðslustjóra með aðstoð stjórnvalda. Allt annað er stjórnleysi eða anarkismi. Útgerðarmenn verða að leggja skipum sínum af því að vernda þarf fiskistofna. Á sama hátt verða bændur að takmarka búsmala sinn af því að vernda þarf gróðurlendi. Landeyðing er höfuðglæpur og íslenskur sauðfjárbúskapur er víða vélvædd rányrkja.

Brunntorfur

Fjárskjólið í Brunntorfum.

Líttu á Grafninginn og uppsveitir Rangárvalla- og Árnessýslu, svo að dæmi séu tekin. Ég veit að núverandi landgræðslustjóri, Sveinn Runólfsson, hefur beitt ítöluákvæðum til þess að draga úr ofbeit á einstökum svæðum en gróðurlendur eru samt á undanhaldi og því má alls ekki una. Menn hafa verið að amast við sumarbústöðum borgarbúa á ýmsum forsendum en þeim fylgir gróður, sauðfjárbúskap og auðn.
Ingvi Þorsteinsson sagði í Þjóðviljanum fyrir hálfum mánuði að Grænland væri ekki ofbeitt enda fallþungi dilka þar meiri en hér. Þetta stafar ekki af framsýni bænda þar í sveitum, heldur af því að þeir setja enn á guð og gaddinn og horfalla árlega, gjörfelldu 1968 og rollubúskapurinn hangir þar á horriminni. Þeir eru litlir ræktunarmenn, en hér er heyöflunin vélvædd og þar með er haldið lífi í hundruðum þúsunda sauðfjár á vetrum og þeim sleppt á úthagann þessa fáu mánuði, sem hér er þíð jörð.
Ef náttúran fær að vera í friði ríkir oftast einhvers konar jafnvægi innan hennar. Nútímabúskapur hefur rofið þetta jafnvægi hjá okkur. Hér eru milljarðar greiddir í verðbætur til bænda til þess að þeir geti eytt landinu, en aðrir milljarðar eru greiddir í landgræðslusjóð. — Þessi háttur skipulagsmála var eitt sinn kenndur við Bakkabræður.
Stórsektir þarf að leggja við landeyðingu — í stað þess að nú er hún verðlaunuð.

Fornasel

Í Fornaseli (Brunnseli?).

Blm.: Þú minntist eitt sinn á það við mig að stofna þyrfti landvinningafélag til þess að herja á auðnirnar, endurheimta þær í ríki gróðursins. Hefurðu gert eitthvað í þeim málum.
— Ég er orðinn ónýtur í öllu félagsstarfi. Hins vegar þykir mér tímabært að gera menningarbyltingu á Íslandi. Hér verða menn að hverfa frá hirðingjamenningu og taka upp ræktunarmenningu. Þeir verða að hætta að trúa á heilaga sauði, og hver maður verður að vera ábyrgur fyrir eigum sínum og þar með sauðkindum, sem valda mér og öðrum óbætanlegu tjóni. Hirðingjar hafa ávallt skilið eftir sig sviðið land, hvort sem þeir búa austur í Mongólíu, suður í Arabíu eða norður á Íslandi.
Blm.: Eiga þá sauðfjáreigendur að girða af sauði sína?
Björn: Í ræktunarlöndum í grennd við þéttbýli á sauðfé ekki að líðast. Það er ómannlegt að leggja þá byrði á ræktunarmenn að girða af hvern skika vegna þess að nokkrir sauðfjárdýrkendur hafa það sér til dundurs að halda skemmdarvörgum til beitar í löndum þeirra. Allir sem vilja rækta land eiga að geta fengið erfðafestuskika að kostnaðarlausu gegn ræktunarskyldu á friðuðu landi. Erfðafestan á að falla úr gildi og landið að ganga aftur til fyrri eiganda, ef ræktunarskyldunni er ekki fullnægt.
Blm.: Þetta hljómar vel, en ríki og bæjarfélög eiga fæst mikið land til slíkra hluta.
Björn: Ef menn nýta ekki landið, eins og t.a.m. Reykjanesskagann, á ríkið að gera slík svæði upptæk til handa þeim, sem eru fúsir til þess að rækta þau. — Hér hefur ræktunarmálum verið mjög litið sinnt. Engin fræðsla er um þau mál innan hefðbundins skólakerfis. Eitt hið fyrsta sem gera þarf er að fræða fólk um það, hvernig hægt er að rækta landið. Ég get best borið um það sjálfur, að vanþekking mín á ræktunarmálum hefur verið mér dýr. —

Fornasel

„Brunnurinn“ (vatnsstæðið) í Fornaseli (Brunnseli?).

Ræktunarfræðsla þarf að verða kjörsvið í öllum skólum. Þar á fólk að geta fræðst um undirstöðuatriði í garðrækt, ylrækt, trjárækt og skipulagningu garða og gróðursvæða, og margt annað kæmi til álita, ef mannafli og fræðslu væri til.
Hér er garðyrkjuskóli og útskrifar ágætlega menntað fólk, en þetta ágæta fólk fær mér vitanlega enga þjálfun í því að miðla öðrum af þekkingu sinni, kenna fræði sín. Þekking á lífríkinu í kringum okkur er hverjum manni dýrmætt veganesti. Fræðsla í margs konar náttúrufræðum hlýtur að vaxa í framtíðinni. Ræktunarfræðsla er mikið og vanrækt mál. — Það er ekki á okkar færi að fjalla um það sem skyldi. Menningarbylting verður að vera mjög róttæk ef hún á að standa undir nafni. – G.Fr

Rétt er að geta þess að sel það er fjallað er um í greininni er ekki Straumssel, heldur Fornasel ofan við Brunntorfur (sjá m.a. mynd af vatnsstæðinu við Fornasel, sem sagt er að sé við Straumssel). Fornasel er ofan við Gjásel (þessum seljum er stundum ruglað saman í skrifum), en það hefur einnig verið nefnt „Brunnsel“, sbr. „Brunntorfur“. Straumssel er mun vestar, í svonefnum Almenningum. – aths. ÓSÁ.

Heimild:
-Þjóðviljinn – 191.-192. tölublað (23.08.1980); Viðtal við Björn Þorsteinsson um unaðsreiti og löglausan sauðfjárbúskap á Reykjanesi, bls. 12-13.

Brunntorfur

Í Brunntorfum.

Jamestown

Í Ægi árið 1930 er m.a. fjallað um „Reykjanesstrandið mikla“ utan við Valahnúksmöl á Reykjanesi og „Stóra strand“ Jamestown við Hvalvík utan við Ósa, gegnt Höfnum:

„Hr. hreppstjóri Ólafur Ketilsson á Óslandi í Höfnum, hefur sent »Ægi« ágæta grein um skipströnd þar syðra. Með því hér er um langt mál að ræða, en rúm í «Ægi« af skornum skammti, er eigi unnt að birta greinina í einu lagi, en þar eð hún er bæði ítarleg og skemmtileg, verður hún að birtast í pörtum eftir því sem rúm leyfir.

Valahnúksmöl (Reykjanesstrandið mikla).

Valahnúkur

Valahnúkur og Valahnúskmöl.

Á fyrsta tug 19. aldarinnar, rak á land á svo nefndri Valahnúkamöl á Reykjanesi, geysilega stór timburfloti; var flotinn benslaður með sverum járnböndum þversum og langsum. Í flota þessum voru mörg hundruð ferköntuð tré frá 12—18 álna löng, og frá 12—18 þml. á kant.

James Town

Frá James Town í Ameríku.

Flest voru trén úr furu — Pitch-pine, og svo nokkur eikartré. Um stærð flotans má nokkuð marka af því, að 18 al. löng trén stóðu upp á endann, sem bindingur til og frá í flotanum, og svo haganlega var hann byggður, að hvergi var hægt að fela hönd á millum trjánna, en fleiri þúsund smá eikarbútar frá 1—3 al. voru líka í flotanum, kallaðir tylftarstykki, til uppfyllingar í allar holur millum trjánna. Sagt var að floti þessi hefði átt að fara til Englands frá Ameríku, en að skipið hefði farist, sem hafði hann í drætti en sennilega hefur skipið verið komið upp undir Reykjanes er það fórst, því mikið af fataræflum og öðru dóti var á flotanum, sem sýndi að menn höfðu verið á honum, fyrir skemmstu, áður en hann bar að landi.

Hestaklettur

Hestaklettur – Hafnir að handan.

Uppboð var haldið á öllum trjánum, eftir að búið var að bjarga öllu undan sjó, en um verð á trjánum er mér ekki vel kunnugt, en dýrasta tréð fór á 12 dali (24 kr.) og keypti það Brandur heitinn Guðmundsson langafi Björns Þórðarsonar kaupmanns á Laugavegi 46.
Tugi ára var svo verið að saga niður í borðvið öll þessi tré, sem keypt voru mestmegnis af Vatnsleysustrandar, Rosmhvalaness, Grindavíkur og Hafnahreppsbúum; var allt reitt á hestum, þegar búið var að koma því í borð. Aðeins Hafnahreppsmenn fluttu flest trén heil sjóveg, höfðu stundum 5—6 tré aftan í skipinu í einu; var þá lagt á stað frá Reykjanesi um stórstraumsfjöru, og norðurstraumurinn svo látinn hjálpa til með róðrinum. Síðustu tré Hafnamanna voru sótt 1852, af Gunnari sál. Halldórssyni, föður séra Brynjólfs sál. mágs mín, sem var prestur að Stað í Grindavík.*

Jamestown (stóra strandið).

Vorið 1881, á hvítasunnumorgun rak á land norðanvert við Kirkjuvogssund, geysilega stórt skip, í hafrótar-vestanroki, var sjáanlegt, meðan skipið var að veltast í brimgarðinum, að það mundi mannlaust með öllu. Ekki var hægt að komast út í skipið þrjá fyrstu dagana eftir að það strandaði, fyrir brimi. Þegar skipið strandaði, lá á »Þórshöfn« skammt þar frá, er skipið strandaði, danskt kaupskip frá H. P. Duusverzlun í Keflavík.

Jamestown

Jamestown – ankeri í Höfnum.

Skipstjórinn hét Petersen; sagði hann okkur strax, sem skipið var strandað, að það væri amerískt timburskip, fullt stafna á milli af tómum plönkum, og 3500 tonn að stærð. Var svo að heyra, sem skipstjóri væri nákunnugur skipinu, því hann sagði okkur líka nákvæmlega um allan útbúnað á því ofandekks, sem allt stóð heima, er komið var um borð í skipið. Hefur skipstjóri sennilega verið búinn að hitta skipið í hafi, áður en að það strandaði hér við land.

Á fjórða degi var sjór loks orðinn það dauður, að komist var um borð, og er óhætt að fullyrða að mörgum manninum var orðið meir en mál að komast um borð í báknið!

Jamestown

Ólafur Ketilsson við ankeri af Jamestown.

Og aldrei gleymi ég þeirri stund, þegar ég, þá 16 ára unglingur, stóð í fyrsta sinni inn á þilfari »Jamestown«, og horfði undrandi og hugfanginn á þetta 60 faðma langa skipsbákn 1 Set ég hér stutta lýsingu á »Jamestown« hinu stærsta skipi, sem strandað hefur við Ísland, síðan landið byggðist.
»Jamestown« var þrímastraður barkur, og eins og áður er sagt, nákvæmlega 60 faðmar á lengd, en um breidd þess man ég ekki með vissu, en það var jafnbreitt og franska skútan var löng, sem um sumarið var höfð til að flytja planka úr því.
Þrjú þilför voru í skipinu, og óskiptur geimur hver lest, og hver lest troðin eins og síld í tunnu, af tómum plönkum, og enn þá eftir 50 ár blasir við augum mínum einn óskaplegi geimur, efsta lestin, þegar búið var loks að tæma hana, 60 faðma langa, og hátt á þriðju mannhæð á dýpt, á af því nokkurn veginn gera sér grein fyrir, hver kynstur hafi rúmast í öllum þessum geim, af plönkum.
Tveir stórir salir voru á efsta þilfari; var annar salurinn miðskips, en hinn Willum aftasta og mið siglutrés, var aftari salurinn hið mesta skrauthýsi, eða réttara sagt, hafði verið, því búið var að brjóta þar allt og bramla, sennilega bæði af manna- og náttúrunnar völdum, en fyrir aftan öftustu siglu, var hálfdekk, sem tæplega var manngengt undir, hefur að öllum líkindum verið forðabúr skipsins, því þar var að finna ýmislegt matarkyns, svínsflesk, nautakjöt m. m., og hrannir af spýtnabraki, póleruðu mahoni, bæði í útskornum rósum og þiljum, sem borist höfðu þangaðúr salnum, og auk þess voru þar kynstrin öll bæði af skrám, lömum og skrúfum, sem allt var úr kopar. 6 herbergi höfðu verið sitt til hvorrar hliðar í salnum, sennilega allt svefnherbergi, en allt var það orðið brotið að mestu, en mátti þó sjá, að öll höfðu herbergin verið mjög skrautleg, því útskornar, póleraðar mahoní-rósir á millum bita, og mahoníþiljur voru sums staðar óbrotnar, en flest voru þó skilrúm millum herbergjanna brotin að meiru og minnu. Fremri salurinn var að öllu íburðarminni, en var þó að nokkru leyti skipt í svefnherbergi, en ekki líkt því eins vönduð, og sjáanlegt var að borðsalur hafði verið í öðrum enda salsins, þó ekkert fyndist þar afborðbúnaði, eða neinu því, sem verðmæti var í.
Af öllu því tröllasmiði, sem sjá mátti á skipi þessu, var þó þrennt, sem mesta undrun mína vakti, — fyrst miðsiglutréð, tveir feðmingar að gildleika, með 18 afarsverumjárngjörðum, annað undirbugtspjótið, sem kallað er, 36 þml. á kant, og það þriðja, stýrislykkjurnar (3) úr kopar, en hvað þær hver um sig voru þungar, get ég ekki gert neina ágiskun um, en ég vil þó geta þess, að einn sunnudag fórum við Eiríkur sál. bróðir minn, ásamt þriðja manni, til þess að reyna að ná efstu lykkjunni, því hún hékk á einum nagla, og því að kalla mátti laus úr sæti sínu (stýrið var brotið af). —

Kaupstaðavegurinn

Kaupstaðavegurinn ofan Ósa – að Jamestownsrekanum

Bundum við afarsverum nýjum kaðli í lykkjugatið, en vorum þeir aular að hafa dálítinn slaka á kaðlinum, svo þegar við loksins vorum búnir að losa naglann, og vega hana úr sætinu (falsinu), þá purpaði hún kaðalinn eins og brennt bréf hefði verið, um leið og hún hrökk niður, og munaði minnstu að hún mélaði bátinn, sem við vorum í.
Sægur af fólki, hvaðanæva af landinu, kom um sumarið til þess að skoða þetta skipsbákn, og mátti stundum heyra óp og vein, og guð almáttugur ! þegar verið var að drösla kvenfólkinu upp þennan 17 tröppu riðlandi stiga, sem náði upp að öldustokk skipsins.
Eftir að »Jamestown« strandaði og ráðstöfun hafði verið gerð til þess af landshöfðingja Hilmar Finsen, að fara að bjarga til lands plönkunum, neituðu suðurnesjabændur algerlega að hreyfa hönd að björgun, töldu það alveg óvinnandi verk, en vildu hins vegar fá skipið keypt með öllu, eins og það stóð. En er því var neitað, buðu sig fram til að bjarga úr skipinu þrír menn í Reykjavík, þeir kaupmennirnir Páll sál Eggerz og Jón sál. Vídalín og Sigurður Jónsson járnsmiður, sem enn þá er á lífi, nú á níræðisaldri. Komu þeir hingað á strandstaðinn snemma í júnímánuði á franskri skútu (Loggortu); var skipstjóri Ólafur Benediktsson Waage. Fengu þeir félagar mikið af verkafólki hér, því þeir buðu óvenjulega hátt kaup í duglega menn, 25 aura um tímann! 3 kr. um daginn fyrir 12 tíma þrælkun, þótti þá óheyrilega hátt kaup, og allt borgað í skíru gulli og silfri, á hverju laugardagskvöldi. Keflavíkurkaupmennirnir voru ekki í þann tíð vanir að borga verkafólki í gulli og silfri vinnu sína, heldur i uppskrúfuðum vörum, þurrum og blautum! Var þessari nýjung um greiðslu verkkaups tekið með hinum mesta fögnuði af suðurnesjabúum, og margur sá maðurinn, sem átti laglegan skilding um haustið í kistuhandraðanum, því í þá daga þekktust ekki tálsnörur núlímans, bíóin, kaffihúsin m. m., sem nú tæma vasa verkamannsins verkalaunum sínum!

JamestownHvað margir »Loggortu«farmar af plönkum voru fluttir til Reykjavíkur man ég ekki með vissu, en jafnaðarlega var verið i tvo daga að ferma skútuna, og svo aðra tvo daga að flytja í land í stórum flotum, því öllu var skipað í land upp á helming. Þegar kom fram í júlímánuð fóru bændur líka að bjarga upp á helming, voru þá oft frá 12—20 plankar á hvern mann, í helmingaskiptum, og stundum var það mikið meira, sem hver maður hafði í sinn hlut eftir daginn, þegar svo stóð á að sunnanstormur var, því þá var plönkunum dyngt í sjóinn og látnir reka til lands, frá 600—800 st. í einu!
Í júlímánaðarlok var loksins efsta lestin tæmd af timbrinu. í tvo mánuði voru fleiri tugir manna að tæma eina skipslest og þó þrásinnis fleygt í sjóinn mörg hundruð plönkum á dag! Það ætti að gefa nútíðarmanninum nokkurn veginn ljósa hugmynd um hver ógrynni af plönkum hafi verið í öllum (3) lestum skipsins.
Þegar efsta lestin var tæmd, var fyrsta uppboðið haldið, var sjávarströndin á fleiri hundruð faðma svæði þá ein óslitin plankahrúga. Voru í hverju númeri frá 10—20 plankar. Voru plankarnir 6—9 ál. langir, en 3 1/2 tom. þykkir, og af mismunandi breidd 6—11 tom. Kristján sál. Jónsson, hæstaréttardómari, var þá sýslumaður i Gullbringusýslu, og hélt hann fyrsta uppboðið. Stóð uppboðið í tvo daga; var verð á plönkunum 25—50 au. og mundu það þykja góð timburkaup nú. Að plankauppboðinu loknu, var sjóboðið haldið. Keypti faðir minn möstrin og alla kaðla (vantinn) og víra m. m. á 24 kr„ en skipið sjáltt með öllu timbri sem í því var í mið og neðstu lest, var hæstbjóðandi H. P. Duus, kaupmaður í Keflavík, fyrir kr. 301,00, en hann bauð í það fyrir föður minn og aðra suðurnesjabændur, en kom þar aldrei nálægt eftir uppboðið.

Jamestown

Grjót úr ballest Jamestown.

Strax eftir uppboðið var byrjað að skipa upp úr skipinu aftur og því haldið áfram stanslaust til 10. sept., en þá kom suðvestanrok með stórbrimi og klofnaði skipið þá í tvennt og rak hver spíta til lands. Var stórfengleg sjón að sjá allan þann flota, þegar hann kom að landi, mundi engum manni hafa dottið í hug, ef ekki hefði vitað, að öll sú plankabreiða væri úr einu skipi og þó var búið að taka meiri partinn úr miðlestinni og allt úr efstu lestum er skipið brotnaði.
Ég minnist þess, að þegar skipið var nýstrandað, kom til föður míns maður, sem hét Sölvi Sölvason, og lengi var búinn að vera í siglingum. Sagði hann föður mínum, að hann þyrði að taka 18 sextíulesta skonnortufarma úr skipinu, en faðir minn taldi það þá öfgar einar. En það hefði verið áhættulaust að tvöfalda þá tölu. Allt var skipið eirslegið í sjó og koparseymt og voru það laglegir koparboltar, sem gengu í gegnum botnrangirnar. Sendi faðir minn mörg þúsund kg. til Englands af kopar. Það eina, sem tapaðist og aldrei sást, var afturstafn skipsins með stýrislykkjunum. Hefir það sennilega sokkið sökum þyngslanna af lykkjunum.
Hver kynstur að sumir af suðurnesjabændunum söfnuðu að sér af plönkunum, má meðal annars marka af því, að faðir minn seldi í einu til Jóhanns nokkurs snikkara á Eyrarbakka 1200 st. og sá ekki á eftir, að á hafði verið tekið.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir í Hraunu. Húsið var að mestu byggt úr viðum Jamestown.

Þegar leið á sumarið fór að kvisast að ballest skipsins væri afar mikils virði, jafnvel meira verðmæti en skipið sjálft með öllum farminum. Um nýjársleytið kom svo fyrirspurn til föður míns frá landshöfðingja um hvað orðið hefði af ballestinni og hvort ekki væri hægt enn þá að bjarga henni, því hún (ballestin) hefði verið auðæfi mikil, óhreinsað silfurgrjót frá Mexico. Hleypti þessi fregn heldur en ekki púðri í okkur strákana og var ekki dregið á langinn að fara og slæða botninn á strandstaðnum. En allir þessir silfurloftkastalar okkar hrundu og urðu að engu, þó við værum að slæða dag eftir dag, fengum við aldrei einn einasta mola og gátum aldrei séð einn einasta stein í botninum þó við sæjum vel í botn.

Jamestown

Ankeri úr Jamestown. Viktor Guðmundsson stendur hjá.

Vorið eftir kom svo Sigurður Jónsson, járnsmiður, sem áður er nefndur, í sömu erindagerðum og var ég oft með honum við að slæða, en það fór á sömu leið. Við höfðum erfiðið og ekkert annað. Sennilega hefir svo farið, að þegar skipið brotnaði, hefir botninn sagast fram í briminu og hvolft þar úr sér á leirbotni áður en botninn rak til lands. Hins vegar alveg óskiljanlegt, að í þau 50 ár, sem liðin eru síðan að skipið strandaði, skuli aldrei einn moli hafa borist til lands í öllum þeim hafrótum, sem komið hafa i þessi 50 ár.

Ólafur Ketilsson

Ólafur Ketilsson í Höfnum.

Það eina, sem mér er kunnugt um að náðst hafi af ballestinni, er einn hnullungsmoli, sem Sigurður Ólafsson, bóndi í Merkinesi náði. Skreið hann eitthvað niður með afturstafni skipsins og fann þá þennan mola. Var Sigurður mikill járnsmiður sem kunnugt er. Fór hann með molann í smiðju sína og bræddi úr silfrið, en hve mikið hann fékk af silfri veit ég ekki, því ég sá það aldrei.
Eg hefi orðið nokkuð langorður um þetta stóra strand, þó ótal margt sé enn þá ósagt, en sökum þess að mér er ekki kunnugt um, að nokkur maður, allt til þessa hafi skrifað einn sögulegan staf strandinu viðvíkjandi, þá hefi ég ekki viljað láta undir höfuð leggjast að skrásetja það helsta um þetta mikla strand, svo jafn-stórmerkur viðburður ekki týndist algerlega úr annálum Íslands.
Einkennileg tilviljun má það kallast, að tvö alstærstu timburströndin, sem borið hefir að ströndum þessa lands skuli hafa lent í Hafnahreppi.“
Sjá meira um Reimleika í Valahnúkshelli í tengslum við „Reykjanesstrandið mikla og einnig meira um Jamestown-strandið.

Heimildir:
-Ægir – 11. Tölublað (01.11.1930) – bls. 138-140.
-Ægir – 12. Tölublað (01.12.1930) – bls. 273-275.

Ásláksstaðir


Ásláksstaðir á Vatnsleysuströnd eru að mestu byggðir úr viðum Jamestown.