Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða. Og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð. Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af því, hve hestarnir voru góðir og landið slæmt.
Reykjavíkurvegir
Vagnar héldu ekki innreið sína í íslenskar sveitir fyrr en um aldamótin 1900, og urðu þá fljótt ómissandi á hverjum bæ. Um svipað leyti hófust einnig reglulegar ferðir póstvagna frá Reykjavík um Suðurland, en víðast annarsstaðar var ekki hægt að koma slíkum ferðum við vegna vegleysis. En með aukinni, reyndar skammvinni, vagnaeign á síðustu árum 19. aldar, og síðar, smám saman með varanlegri bílaeign á þriðja áratug 20. aldar, hurfu þeir fyrrnefnd alveg af sjónarsviðinu.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Reykjavík, bær á hinum ákjósanlegasta stað Reykjanesskagans, er dæmi um þróun samgagna frá fyrstu tíð hér á landi. Vestur af bænum er Atlantshafið, en ofan og allt um kring eru torfærur. Allt frá því að fyrsti norræni landnámsmaðurinn steig á land í Reykjavík um 874 hafa vegir, stígar og götur smám saman verið mótuð í hraunin. Göturnar lágu fyrrum sem nú að og frá öðrum nytjastöðum „aðliggjandi“ byggðalaga, s.s. Norðurlandi og Vestfjörðum fjær, öllu heldur því sem fjarlægt var í nándinni á þeim tíma, hvað þá sem segja skal um Austfirði og byggðirnar handan „ánna“ á Suðurlandi.
Í Frjálsri þjóð árið 1962 er m.a. fjallað um upphaf vegagerðar á Íslandi:

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

„Á vorum tímum er það hvarvetna talið eitt af frumskilyrðum hagsældar og framfara hverrar þjóðar, að samgöngumál hennar séu í góðu horfi. Þjóðir, sem um langan aldur bjuggu við frumstæða atvinnuhætti, eiga næsta fábrotna og viðburðasnauða sögu á sviði samgöngumála, og er svo farið um oss Íslendinga allt fram á ofanverða 19. öld. Þó reyndi hver kynslóð að bæta úr aðkallandi nauðsyn í þessu efni sem öðrum, eftir því, sem þekking hrökk til og aðstæður leyfðu.“

Gamli Þingvallavegur

Varða við gatnamót Gamla Þingvallavegar og Seljadalsvegar.

Í þessari samantekt verður leitað heimilda og skrifað um fornar götur almennt hér á landi, fjallað um vörður, forsögu vegaumbóta og þróun samgöngumála með áherslu á elstu Reykjavíkurleiðarnar fornu. Minjunum, þ.e. götunum sjálfum, verður sérstaklega lýst sem og vörðum, skjólum o.fl., sem þeim tengjast.  Umfjöllun er um hugsanlegan aldur þeirra að teknu tilliti til heillegleika, staðsetningar og lögunar sem og vísan til ákvæða gildandi tilskipana, reglna og laga á hverjum tíma. Þá verður getið sagna og minja , sem tengjast umferð um vegina og stöðum í nálægð þeirra, og þróun samgangna lýst.
Af elstu Reykjavíkurleiðunum má t.d. nefna norðurleiðina um Svínaskarð, austurleiðirnar um Lyklafell, Dyraveg og Hellisskarð, suðausturleiðirnar um Ólafsskarð, Selvogsleiðina um Selvogsgötu og Hlíðarveg og Útnesjaleið um Alfaraleið og síðar Suðurferðarveg að Keflavík og Grindavík – http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/Files/Reykjavikurvegir_fra_upphafi_til_nutima/$file/Reykjavikurvegir%20fr%C3%A1%20upphafi%20til%20n%C3%BAt%C3%ADma%20.pdf

Hellisheiði

Hellisheiði – forna leiðin um helluna.

Grænavatn

Í Krýsuvík er þyrping sprengigíga. Allir eru þeir líklega yfir 6000 ára, þekktastir eru Grænavatn og Gestsstaðavatn. Í þyrpingunni eru a.m.k. fjórar gígaraðir, þrjár liggja norður-suður og ein NA-SV. Sú vestasta og elsta hefur aðallega gosið gjalli (Gestsstaðavatn) en hinar grjótmylsnu með stórgrýti í bland (Grænavatn) auk gjalls sú austasta (vikið austast í Grænavatni).

Krýsuvík

Krýsuvík – Gestsstaðavatn (nær) og Grænavatn. Stampar h.m.v. Grænavatn.

Yngstar eru tvær gígaraðir sem liggja um Grænavatn. Aðalgígurinn í þeirri eldri er vestan megin í því. Þar gaus bergbrotum og bergmylsnu úr undirlaginu. Það myndar a.m.k. 10 m þykkt lag í gígbarminum sunnan megin. Úrkast þaðan hefur dreifst umhverfis og yfir nálæga gíga með því minni blokkum sem fjær dregur. Kleprahraun, morandi af gabbróhnyðlingum, er úr þeirri yngri austan megin í Grænavatni. Efsti hluti hraunsins er ósambrætt lausagjall. Grjót úr undirlaginu er þarna með.

Aldursmunur á Grænavatnsgígunum er sennilega lítill. Augun, smágígar með pollum báðum megin vegar eru á 300 m langri gígaröð með stefnu N50°A. Hún er tvískipt og partarnir standast ekki á.

Krýsuvík

Grænavatn (t.h.) og Stampar.

Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins. Gliðnunarsprungur hreyfðar eftir ísöld er ekki að sjá þarna nærlendis. Í Litla-Stampi sunnan Grænavatns er forn stekkur, sennilega frá bænum Fjalli, sem var þar skammt sunnar.

Sprengigígarnir raða sér í stefnu skjálftasprungna. Hraunmagn í gosunum hefur verið mjög lítið, þeim fylgdi mikið magn gabbróhnyðlinga og gossprungurnar voru stuttar. Því er líkast að gengið hafi yfir skjálftatímabil sem kom hreyfingu á storknandi kvikumassa í rótum megineldstöðvar Krýsuvíkurkerfisins.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn (Greenlake) er eldgígur sem fékk nafn sitt af óvenjulegum grænum lit. Liturinn er vegna mikils brennisteins í vatninu og dýpt þess. Vatnið er aðeins um nokkur hundruð metrar í þvermál. Þó vatnið sé lítið er það þó nokkuð djúpt eða 45 metrar. Þetta er sýnilegt þegar þú stendur við brúnina og þú getur séð hvernig liturinn breytist við strandlengjuna þar sem vatnið dýpkar. Grænavatn er talið af jarðfræðingum eitt athyglisverðasta jarðfræðifyrirbæri sinnar tegundar á Íslandi. Talið era ð gígurinn sé um 6.000 ára gamall.
Vegna óvenjulegs eðlis og litar hefur vatnið verið uppspretta þjóðsagnasagna í aldanna rás. Um miðja 16. öld sást til undarlegrar veru koma upp úr vatninu.

Krýsuvík

Krýsuvík – sprengigígar.

Krýsuvíkurbjarg

„Hvernig þætti þér að taka heilt fuglabjarg á leigu? Ekki svo galið kannski, ef þú hefðir eitthvað við það að gera.. . og værir hvergi banginn við að síga í bjargið.
Þetta gera þeir björgunarsveitarmenn í björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði. Þeir félagar hafa síðustu fimm ár verið með Krýsuvíkurbjarg á leigu. Þangað fara þeir á hverju vori til eggjatöku, selja síðan eggin og ágóðinn rennur til endurnýjunar og viðhalds tækja björgunarsveitarinnar.
Fyrir skemmstu fóru björgunarsveitarmenn í leiðangur út í Krýsuvíkurbjarg. Við slógumst í för með þeim og fylgdumst með í ærandi fuglagargi.. .

Sigið í bjargið.

Þrjú til fjögur þúsund egg eftir vorið

Í björgunarsveit Fiskakletts eru 25 menn. Eggjatakan í Krýsuvíkurbjargi er orðin árviss viðburður, svo árviss að sumum finnst vorið og sumarið ekki komið fyrr en búið er að síga í bjargið.
„Við förum alltaf annað slagið hingað út þegar fer að vora, svona til að fylgjast með að
allt sé í lagi,“ segir einn björgunar- sveitarmanna, Einar Ólafsson. ,,En aðaleggjatakan fer fram um mánaðamótin maí-júní. Venjulega höfum við þetta þrjú til fjögur þúsund egg upp úr krafsinu og þau seljum við í verslanir í Hafnarfirði. En eggjatakan er ein fjáröflunarleiða björgunarsveitarinnar.“
— Þið leigið bjargið segirðu, hver á það?
„Það er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Við hirðum líka reka undir bjarginu en það fylgir þeim hlunnindum sem bærinn á. Þar er þó ekkert timbur, aðeins einstaka netabelgir.“
Þótt björgunarsveitarmenn séu 25 síga þeir ekki allir í bjargið. Það sér þriggja til fjögurra manna hópur einkum um. Hver þeirra á „sinn sigstað“, ef svo má að orði komast. Það er að segja, hann sígur nánast alltaf á sömu stöðum í bjargið. Þannig þekkir hann bjargið og um leið eykst öryggið. Það eru bílar björgunarsveitarinnar sem draga sigmennina og þeir eru í talstöðvarsambandi við viðkomandi bíl og gefa þannig fyrirskipanir um hvort eigi að slaka á eða draga.

Lipurð og hugrekki er það sem þarf

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

— En er þetta ekki stórhættulegt þrátt f yrir allt öryggið?
„Ja, er ekki allt hættulegt? Ef varlega er farið gengur þetta slysalaust og það hefur það gert hjá okkur fram að þessu. Allur öryggisbúnaður hjá okkur er í mjög góöu lagi, svo í raun er ekkert að óttast. Það sem þarf hjá sigmönnunum er lipurð og hugrekki og það hafa þeir. Við höfum á að skipa mjög reyndum sigmanni, Bjarna Björnssyni, sem er ótrúlega fljótur og snar í snúningum þegar í bjargið er komið. Hann hefur sigið víða, meðal annars í Látrabjargi, svo hann er öllum hnútum kunnugur. Hann hefur líka verið að segja yngri mönnunum til og þeir eru smám saman að taka við af honum. Einn þeirra er sonur hans, allt efnilegir sigmenn. Það er viss sjarmi yfir þessu bjargsigi á vorin. Þetta er eiginlega fyrsta útiveran á árinu. Við liggjum gjarnan í tjöldum og erum þarna í nokkra daga. Og við borðum auðvitað egg, ýmist soðin eða étum þau hrá.“
Krýsuvíkurbjarg er nokkuð gróið, það gerir fugladritið. Þar verpir svartfugl, fýll og rita. Uppi á bjarginu er virkur gasviti enda eru fengsæl fiskimið fyrir utan og mikið af bátum.

Eggjaþjófar
„Við verðum töluvert fyrir ágangi þarna,“ segir Einar. „Ku það einkum menn sem vilja síga í bjargið og gera þeir það i óleyfi og í okkar óþökk. Það hefur gengið svo langt, að við höfum þurft að kæra menn fyrir vikið. Það hefur meira að segja verið reynt að komast sjóleiðina í bjargið enda til töluverðs að vinna því eggin eru eftirsótt vara.“
— Takið þið hvaða egg sem er?
„Nei.við tökum svartfuglsegg eingöngu. Við hirðum hvorki fýls- né rituegg. Þau síðarnefndu eru til dæmis svo viðkvæm að það væri varla hægt að koma þeim upp. Þau þola ekkert hnjask.“
— Þú talar um eftirsótta vöru. Hvað fáið þið fyrir eggið?
„Í vor seldum við stykkið á 14 krónur í verslanir. Þetta er því töluverð fjáröflunarleið hjá okkur þó ekki sé hún stærst. Það er kannski ekki aðalatriðið heldur hitt hversu gaman við höfum af þessum vorferðum í Krýsuvikurbjarg,“ sagði Einar Ólafsson. -KÞ.

Heimild:
-DV – laugardagur 18. júní 1983, bls. 12-13.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.

Þótt maðurinn geti farið ferða sinna fótgangandi um vegleysur hafa götur og vegir jafnan leitt hann á milli áfangastaða.

Fornugata

Fornugata.

Fótspor hans og hófar hestsins skrifuðu rúnir sínar í grjót og svörð öldum saman áður en fyrstu lög þjóðveldisins voru af mönnum skráð.  Hjólið kom síðar til Íslands en nokkurs annars Evrópulands. Það var bæði af því, hve hestarnir voru góðir og landið slæmt.  Vagnar héldu ekki innreið sína í íslenskar sveitir fyrr en um aldamótin 1900, og urðu þá fljótt ómissandi á hverjum bæ.  Um svipað leyti hófust einnig reglulegar ferðir póstvagna frá Reykjavík um Suðurland, en víðast annarsstaðar var ekki hægt að koma slíkum ferðum við vegna vegleysis. En með aukinni bílaeign á þriðja áratugnum hurfu svo hestvagnar nær alveg af sjónarsviðinu.

Grindavíkurvegir

Grindavíkurvegir – rit.

Grindavík, bær á sunnanverðum Reykjanesskaga, er dæmi um aðra sambærilega staði hér á landi. Suður af bænum er Atlantshafið, en ofan og allt um kring eru hraun. Allt frá því að fyrsti  norræni landnámsmaðurinn steig á land í Grindavík um 930 hafa vegir, stígar og götur smám saman verið mótuð í hraunin. Göturnar lágu fyrrum sem nú  að og frá öðrum nytjastöðum aðliggjandi byggðalaga, s.s. Krýsuvíkur í austri, Voga og  Hafnarfjarðar í norðri, Njarðvíkna í norðvestri og og Hafna í vestri.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Í þessari samantekt verður leitað heimilda og skrifa um fornar götur almennt hér á landi, fjallað um vörður, forsögu vegaumbóta og þróun samgöngumála með áherslu á elstu Grindavíkurleiðarnar. Minjunum, þ.e. götunum sjálfum, verður sérstaklega lýst sem og  vörðum, skjólum o.fl., sem þeim tengjast. Göturnar voru hnitsettar og  þær skilgreindar. Umfjöllun er um hugsanlegan aldur þeirra að teknu tilliti til heillegleika, staðsetningar og lögunar sem og vísan til ákvæða gildandi tilskipana, reglna og laga á hverjum tíma. Þá verður getið sagna og minja , sem tengjast umferð um vegina og stöðum í nálægð þeirra.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Af elstu Grindavíkurleiðunum má t.d. nefna Skógfellaveg, Sandakraveg (tvískiptan), Skipsstíg, Árnastíg, Ögmundarstíg  og Prestastíg, auk vega sem annað hvort lítt eða ekkert hefur verið getið, en tekist hefur að rekja, s.s. veg um Lágafell, veg í Ósabotna og gamalla gatna milli Staðarhverfis, Járngerðarstaðahverfis og Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Fjallað verður ítarlega um gerð fyrsta akvegarins frá Hafnarfirði (Reykjavík) til Suðurnesja; Suðurnesjaveginn, og loks um aðdraganda að fyrsta akveginum til hins sögulega fiskiþorps á suðurströnd Reykjanesskagans;  Grindavíkur, ekki síst  í tilefni af því að ein öld er frá því að byrjað var að vinna að undirbúningi  vegarins.

Sjálf framkvæmdin á vettvangi  fór fram á árunum 1914 til 1918. Umfjöllunin um þessa tilteknu vegagerð er bæði tilefni og megintilgangur verksins.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð við gamla Grindavíkurveginn.

Enn í dag má sjá leifar búða vegavinnumannanna á a.m.k. 10-12 stöðum við veginn þrátt fyrir að umhverfi vegstæðisins hafi verulega verið raskað, einkum við gerð núverandi bílvegar, sem að meginhluta leiðarinnar var lagður ofan á gamla vagnveginn.
Loks verður fjallað um aðrar afleiddar vegabætur út frá Grindavík, s.s. að Reykjanesvita og til Krýsuvíkur svo og þróun hins fyrsta akvegar til nútíma með hliðsjón af breyttum kröfum frá einum tíma til annars.
Meðfylgjandi er og fornleifakönnun á  og við vegstæði fyrsta akvegarins þar sem tilgreindir eru a.m.k. 20 minjastaðir, kort, uppdrættir, ljósmyndir, loftmyndir og hnit af minjum á og við götuna sem og heildstætt vörðu- og minjakort yfir nágrenni Grindavíkur – http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindav%C3%ADkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur fyrrum – uppdráttur ÓSÁ.

Mosfellssel

Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í Andavara árið 1916 um „Endalok seljabúskaparins“ hér á landi:
„Menn höfðu til forna miklu meira í seljum en nú og sel voru víða hátt til fjalla og heiða; þau lögðust Selsvellir-229niður, ekki vegna þess að landkostir rýrnuðu, heldur af breytingu á búskaparlagi og af vinnufólkseklu, það hefir altaf smátt og smátt orðið örðugra og dýrara að búa á stóru jörðunum af því vinnukrafturinn varð dýrari, ekki að eins kaupgjaldið, hækkun þess hefir eigi alténd verið eins tilfinnanleg eins og kostnaðurinn við að fæða fólkið eftir að kröfurnar urðu meiri, og eyðslan hefir jafnan vaxið fljótar en afraksturinn. Svo þegar harðindi bætast ofan á örðuga verzlun og búskaparbasl, slær óbug á menn, þeir leggja árar í bát, þrekið linast og hugurinn á að bjarga sér; þetta er sérstaklega augljóst á 17. öld.
Utan til á hálendinu og í afdölum upp til heiða eru margar rústir af smábýlum frá ýmsum öldum; þessi fjallakot hafa eyðst af ýmsum orsökum, oft vegna harðinda, eldgosa og drepsótta; á þeim hafa jafnan búið fátæklingar, sem ekkert mótstöðuafl höfðu þegar móti blés. Fæst af þessum fjallakotum á hálendinu hafa verið bygð í fornöld, fæst virðast hafa verið tekin upp á seinni öldum á 14., 15. og 16. öld, en mörg þeirra hafa fljótt aftur lagst í eyði.“

Heimild:
-Andvari 41. árg. 1916, 1. tbl., Þorvaldur Thoroddsen, bls. 73-74.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvíkurbjarg

Myndina [s/h] hér að neðan tók sænskur ljósmyndari, þá konunglegur hirðljósmyndari. Hann sagði, að stórfenglegri sýn hefði aldrei borið fyrir auga myndavélar sinnar, og svo áfjáður var hann í myndir, að fylgdarmenn hans urðu að halda í fæturna á honum, svo að hann steypti sér ekki fram af bjargbrúninni í algleymi sínu við myndatökuna.

Krýsuvíkurberg 1972

Krýsuvíkurberg 1972.

„Krýsuvíkurberg er undraheimur — dásamlegur staður öllum, sem ekki eru sneyddir öllu náttúruskyni. Það er að vísu hvergi sérlega hátt, en það er fimmtán kílómetrar á lengd, og það er kvikt af fugli. Þar eru svartfuglar milljónum saman, og þar  má oft sjá súlur i hundraðatali, komnar úr mestu súlnabyggð heims. Eldey. Það er svipmikil sjón að sjá þær steypa sér úr háalofti þráðbeint i sjó niður af svo miklu afli, að strókarnir standa upp úr sjónum, þar sem þær hafna, eins og þar sé allt i einu kominn gosbrunnur við gosbrunn.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg v.m. við fossinn í Eystri-Læk. Hægra meginn við hann er Krýsuvíkurbjarg.

Fuglar hafa að miklu leyti átt griðland í Krýsuvíkurbergi í meira en hálfa öld. Bjargið hefur ekki verið nytjað að neinu ráði síðan 1916. Þá bjó í Krýsuvík Jón Magnússon, faðir Sigurðar endurskoðanda og Magnúsar frönskukennara. Hann hafði árum saman sérstakan bjargmann, kynjaðan austan úr Mýrdal, og var hann reiddur fram á bergið á morgnana um bjargtímann, og var hann þar síðan einn á daginn við fuglaveiðar og eggjatekju. Hann handstyrkti sig á vað með þeim hætti, að hann hringaði endann um steina og bar á grjót, og siðan rakti hann sig á vaðnum niður í bjargið og hafði af honum stuðning á göngu sinni um syllurnar. Enn þann dag i dag má sjá uppi á bjargbrúninni steinahrúgur, sem þessi maður og aðrir á undan honum, notuðu i bjargferðum sínum.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Kvöld hvert var svo bjargmaðurinn sóttur og dagsaflinn reiddur heim, bæði fugl og egg. Þessar bjargafurðir voru síðan fluttar á klökkum inn i Hafnarfjörð og Reykjavik, þar sem verðið á bjargfuglseggjunum var fjórir aurar fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Það var í samræmi við annað verðlag þá, en þótt tuttugu og fimm egg þyrfti í hverja krónu voru það ótrúlega miklar tekjur, sem bjargið gaf af sér — mörg þúsund krónur árlega, jafnvel allt að tíu þúsund krónur að meðaltali, að blaðinu hefur verið tjáð.
Fiskimið voru fast upp að berginu, og var oft fjöldi skipa skammt undan landi, einkum skútur á skútuöldinni, þeirra á meðal Færeyingar. Vestan við bergið eru Selatangar, þar sem fyrrum var útræði. Þar sjást enn leifar sjóbúðanna gömlu, þar sem vermennirnir höfðust við.

Bergsendi eystri

Krýsuvíkurberg. Horft til vesturs á Bergsendum eystri.

Frá fjárréttinni sunnan við Eldborg við Krýsuvíkurveg er í mesta lagi fjörutíu mínútna gangur fram á bjarg, og er þar haldið ofurlítið til austurs. Þar [á Bergsenda eystri] má komast niður að sjó, og opnast allt austurbergið sjónum manna.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus. Ofar nefnist „bergið“ -bjarg, en – berg að neðan (á myndinni).

Flestum verður ógleymanlegt að koma á þennan stað um varptímann, í maí og júní. Innlendir menn og erlendir gleyma sér bókstaflega, þegar þeir sjá hið iðandi líf, sem þrífst þarna á klettasyllunum.
Þegar þessi stutti spölur hefur verið ruddur og gerður bílfær, til dæmis fyrir forgöngu Ferðafélags Íslands, munu menn undrast, hversu lengi sú framkvæmd hefur dregizt.
En eins þarf jafnframt að gæta. Bjargið verður að alfriða og hafa þar vörzlu um varptímann og fram eftir sumri, unz ungar eru komnir á sjóinn, svo að griðníðingar og skemmdarvargar fái sér ekki við komið í þessum véum bjargfuglsins.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg (-berg).

Það er svo mikilfengleg sjón og lífsunaður að kynnast þessum stað, að hann ætti að vera einn þeirra, er hvað mest laðaði að sér fólk hér í nágrenni Reykjavikur. En allir, sem þangað kæmu yrðu að sjálfsögðu að hlíta ströngum reglum, svo að mannaferðir styggðu ekki fuglinn eða trufluðu hann við búskapinn, grjótkast allt að vera stranglega bannað, sem og hróp og köll til þess að styggja hann, svo að ekki sé nefnt óhæfa eins og byssuskot.
Krýsuvíkurberg er ein af perlum landsins, og þá perlu ber okkur að vernda og varðveita af umhyggju og ástúð og varfærni. Ef það er gert, getum við átt hana og notið hennar um langa framtíð, okkur sjálfum og ófæddum kynslóðum til sálubótar i skarkala hversdagslífsins“. JH

Heimild:
-Tíminn, föstudagur 21. júli 1972, bls. 8.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg.

Tyrkjabyrgi

Árið 2013 var gerð viðarmikil fornleifaskráning í Eldvörpum ofan Grindavíkur, „Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs„. Áður hafði svæðið verið fornleifaskráð af ónákvæmni.

Eldvörp

Eldvörp – fornleifaskráning.

Í inngangi skýrslunnar, sem gefin var út í framhaldinu, segir m.a.:
„Að beiðni Ásbjörns Blöndal, forstöðumanns þróunarsviðs HS Orku, tóku skýrsluhöfundar, Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, saman fornleifaskrá um Eldvörp annars vegar og svæðisins milli Prestastígs og Skipsstígs hins vegar.
Skráningin og samantektin fól m.a. í sér athugun á fyrri skráningum, heimildasöfnun, vettvangsskráningu og úrvinnslu, mat á minjum innan skipulagssvæðisins, s.s. hættumat, og skýrslu- og kortagerð.
Ómar Smári sá um vettvangsvinnu, enda hefur hann um árabil gengið svæðið í þeim tilgangi að leita að minjum og skrá þær. Ragnheiður sá um úrvinnslu gagna, Margrét Valmundsdóttir fornleifafræðingur vann kort, Lísabet Guðmundsdóttir sá um innslátt á hnitum og Anna Rut Guðmundsdóttir annaðist uppsetningu á skýrslunni.

Eldvörp

Eldvörp – minjar.

Á umræddu svæði er m.a. að finna fornar leiðir, byrgi (Tyrkjabyrgin), hlaðin skjól, vörður, refagildru, garðs auk minja úr seinni heimsstyrjöld. Herminjar eru ekki verndaðar í lögum eins og þjóðminjar/fornleifar en vegna þess hve einstakar þær eru þykir rétt að skrá þær svo að framkvæmdaraðilar geti tekið tillit til þeirra við skipulagningu og framkvæmdir.
Skráningargögnin eru vistuð í landfræðilegum gagnagrunni og er öllum gögnum skilað rafrænt.“

Gerðar hafa verið afmarkaðar skráningar af svæðinu í gegnum tíðina. Hins vegar er þar að finna minjar, sem aldrei hafa verið skráðar eða settar í samhengi.

Hér má sjá fornleifaskráninguna í heild – Fornleifaskráning í Eldvörpum.

Eldvörp

Óraskað og áður óskráð byrgi í Eldvörpum.

Garðakirkja

Sigríður Torlavius skrifar í Tímann árið 1965 um endurreisn Garðakirkju:
„Í meira en sex hundruð ár hafði staðið kirkja að Görðum á Álftanesi. Frá kirkjudyrum höfðu menn sýn yfir strönd og nes horfðu vestur um flóa, í sólsetursglóð eða kólgubakka. Þaðan mátti sjá fólk starfa að landbúnaði og við sjófang, báta róa til fiskjar, snúa í höfn — eða hverfa að fullu og öllu. Þar höfðu þjónað 43 klerkar, aðstoðarprestar meðtaldir, þegar ákveðið var árið 1914, að sóknarkirkjan skyldi flutt frá Görðum til Hafnarfjarðar í sjávarþorpið við hraunjaðarinn í botni víkurinnar.
gardakirkja-29Mismargt er ritað um þá klerka, sem staðinn hafa setið frá því þar var séra Ólafur Magnússon, sem árið 1284 gerði för sína til Noregs og andaðist þar ári síðar. Árni biskup Þorláksson sem Biskupa sögurnar segja, að hafi „farið fram sem ljón“ í stríði sínu við veraldlega valdið um eignir þær, sem kirkjunum höfðu verið lagðar, setti á staðinn frænda sinn séra Bjarna Helgason, árið 1285. Ekki undi Rafn lögmaður Oddson því, heldur tók staðinn af Bjarna og fékk í hendur Sturlu Sæmundssyni frá Odda. Fleiri urðu átök um yfirráð staðarins á þeim óróatímum.
Árið 1531 fékk séra Einar Helgason staðinn. Ekki var kært nábýlið með honum og Diðriki af Mynden, fógeta á Bessastöðum. Kvaðst klerkur albúinn að lesa ævisögu fógetans upp á Alþingi og væri honum það mátulegt, því bæði stæli hann og kæmi öðrum til að stela. Eftir að Diðrik var dauður óhreinan sveim, lagði þó ári sá aldrei til við séra Einar. En annan mann átti séra Einar að vini. Það var hinn blindi biskup Ögmundur Pálsson, sem svo hart var leikinn af Gissuri eftirmanni sínum. Hann bað séra Einar að skrifa bréfið til Ásdísar systur sinnar á Hjalla, um afhendingu Slifursins, sem duga átti honum til lausnar. Ekki treystu þeir Hvítfeld og Gissur bréfagerð séra Einars, heldur skrifaði Gissur sjálfur annað bréf og sendi séra Einar með það austur.
Árin 1569—1618 sat Jón Kráksson staðinn. Hann var hálfbróðir Guðbrands biskups Þorláksaonar og var með honum erlendis þegar Guðbrandur tók vígslu. Samtímis fengu þeir staðfesta dóma um endurheimt jarða, sem dæmdar höfðu verið af Jóni afa þeirra Sigmundssyni.
gardar-229Árið 1658 fluttist að Görðum Þorkell prestur Arngrímsson og þar fæddist honum sonur árið 1666, er kunnur varð samtíð og síðari öldum Jón biskup Vídalín. Jón Vídalín var að vísu prestur í Görðum um tveggja ára skeið, 1695—97, en virðist alltaf hafa verið með annan fótinn austur í Skálholti hjá Þórði biskupi Þorlákssyni Þó hafði hann bú á Görðum með móður sinni, en naumast hafa efnin verið mikil. Er að því vikið í Biskupasögunum, að eftir andlát Þórðar biskups, hafi Guðríður ekkja hans veitt Jóni fjárstyrk til að sigla, svo hann næði biskupsembætti og vígsju. Ári eftir að Jón tók vígslu, hélt hann brúðkaup sitt, en ekki sat velgerðarkona hans, biskupsekkjan, þá veizlu. Er sveigt að því, að þá hafi verið tekin að kólna vinátta þeirra. Ó-já, það er svo sem sitt hvað, sagnfræði og slúður!

Garðakirkja

Garðakirkja 1960.

Fleiri Garðaklerkum samdi illa við höfðingjana á Bessastöðum. Björn Jónsson Thorlacius, sem var þar prestur frá 1720—46, átti í miklum brösum við amtmanninn. Dætur átti séra Björn tvær og giftist önnur Halldóri biskupi Brynjólfssyni, en hin, sem var launbarn, varð eiginkona Skúla fógeta.
Á síðari öldum sátu á Görðum margir lærdómsmenn og menningarfrömuðir, eins og Árni biskup Helgason. Helgi lektor Hálfdánarson og Þórarinn prófastur Böðvarsson. Lét séra Þórarinn hlaða steinkirkju að Görðum árið 1879 og stóð hún ofar í brekkunni en hinar fyrri kirkjur höfðu staðið og utan við kirkjugarðinn. Lét hann Jón son sinn, sem þá var við nám erlendis, kaupa marga góða gripi til kirkjunnar.
Síðasti presturinn sem staðinn sat, var Árni prófastur Björnsson. Bjó hann áfram á Görðum til ársins 1928 þó að búið væri að flytja kirkjuna. En eftir að hann fluttist burtu, gerðist Guðmundur Björnsson ábúandi á jörðinni og situr hana enn.
Sem að líkum lætur voru kirkjugripir úr Garðakirkju fluttir í hina nýju sóknarkirkju. Altaristaflan var tekin að mást og fölna og þótti nauðsynlegt að skýra hana upp og hreinsa og var það gert í Reykjavík. Ólafur þingvörður Þorvaldsson hefur sagt mér, að eitt sinn, er hann var á heimleið frá Reykjavík, hafi hann mætt hóp manna, sem kom berandi með altaristöfluna frá Hafnarfirði.

Garðakirkja

Garðakirkja fyrrum.

Að Görðum stóð steinkirkjan eftir, rúin og auð. Veðraðist hún og hrörnaði smám saman og þar kom, að eftir stóð tóftin ein og starði holum gluggaskotum yfir hverfið, en þak féll inn. En þegar liðin voru tæp fjörutíu ár frá því, að guðsþjónustur lögðust af á staðnum, var svarað kalli hins hrunda guðshúss.
Árið 1953 stofnuðu 36 konur Kvenfélag Garðahrepps. Formaður var kosin Úlfhildur Kristjánsdóttir, húsfreyja á Dysjum og gegnir hún nú á ný formennsku í félaginu. Úlfhildur þótti alltaf ömurlegt að líta til kirkjurústanna, frá því fyrst hún fluttist í Garðahverfið. Því taldi hún, sem og aðrir stofnendur kvenfélagsins, að það væri í senn veglegt og verðugt hlutverk að gangast fyrir endurreisn kirkjunnar. Þær fengu Björn heitinn Rögnvaldsson byggingameistara til að athuga kirkjurústina og leggja á ráðin um framkvæmdir. Hann taldi, að steypa þyrfti 15 cm. þykkt styrktarlag innan á veggina og tóku konurnar strax til óspilltra mála. Þær söfnuðu sjálfboðaliðum og voru ósmeykar að leggja sjálfar hönd á þau verkfæri, sem beita varð hverju sinni. Þær grófu fyrir undirstöðum, unnu við múrverk og þaklagningu. Bætt var turni á kirkjuna, svo hún er enn reisulegri en áður var.

Garðakirkja

Garðakirkja 2022.

Við næst síðustu alþingiskosningar var leitað álits sóknarmanna á því, hvort þeir vildu að kirkja yrði á Görðum á ný. Var almennur vilji fyrir því og sóknarnefnd kosin. Er kvenfélagið hafði komið kirkjunni undir þak, afhenti það hana sóknarnefndinni og hafði það þá lagt fram 111 þúsund krónur í reiðufé, auk sjálfboðavinnunnar, sem var afar mikil. Ekki var þó stuðningi félagsins við kirkjuna lokið með þessu. Það heldur áfram að safna til hennar fé með ýmsu móti, hefur árlega kaffisölu og skemmtanir, veitir viðtöku gjöfum og áheitum. Það hefur stofnað minningarsjóð um látna félagskonu og skal verja minningargjöfunum til kirkjunnar. Auk hinna sérstöku fjársafnana leggur félagið árlega fimm þúsund krónur í kirkjubyggingarsjóðinn.
Nú er búið að ganga frá öllu múrverki í kirkjunni, utan sem innan, og lagt hefur verið í hana hellugólf úr íslenzkum steini. Eftir er að smíða bekki, prédikunarstól og altari og tefur það nokkuð framkvæmdir, að panta varð sérstaklega við í þá gripi, því ekki var til nægilega góður viður í landinu. Daginn sem ég kom að Dysjum var verið að ljósmynda kirkjuna að innan, svo að senda mætti myndirnar til útlanda, áður en ráðin væri kaup á ljósaútbúnaði. Allur verður búnaður hinnar endurreistu kirkju nýr, því engum dettur í hug að vilja krefjast aftur þeirra gripa, sem á löglegan hátt voru fluttir í nýja sóknarkirkju. Vonir standa til, að hægt verði að vígja kirkjuna fyrir næstu jól, rösklega hálfri öld eftir að lagðar voru niður guðsþjónustur að Görðum. Þá verður vonandi einnig búið að hlúa að gamla kirkjugarðinum og umhverfi kirkjunnar, en það verk er í höndum fegrunarnefndar sóknarinnar.
Það er full ástæða til að minna á að þakka það merkilega starf, sem Kvenfélag Garðahrepps hefur af hendi leyst við endurreisn kirkjunnar, sem fyrr en varir verður miðdepill þétthýlis, er koma mun í staðinn fyrir smábýlin, sem enn mynda byggðina milli hrauns og hafs. – Sigríður Thorlavius.

Heimild:
-Tíminn 15 apríl 1965, bls. 17 og 31.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Selalda

Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum.

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot (tilgáta ÓSÁ).

Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum.

Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði.

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur.

Eftir það upphófst mikið mála þras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940.

Krýsuvík

Stóri Nýibær í Krýsuvík.

Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík. Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun.

Krýsuvík

Krýsuvík – Suðurkot; tilgáta.

Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmis konar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.

Vinnuskóli

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í fjósinu í Krýsuvík (HH).

Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið. Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmis konar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.
Bústjórahúsið í Krýsuvík var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu.

Vinnuskólinn í Krýsuvík

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík ofan Krýsuvíkurbjargs.

Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997.

Krýsuvík

Krýsuvík – bústjórahúsið; síðar Hús Sveins Björnssonar.

Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir hússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.

Skátar í Hraunbúum reistu skátaskála við Hverahlíð við suðurenda Kleifarvatns 1945-46.

Hverahlíð

Skátaskáli í Hverahlíð.

Þennan skála nýttu skátar á sumrin og veturna um langt árabil. Á áttunda áratugnum fengu skátarnir afnot af hluta heimatúns Krýsuvíkurjarðarinnar og komu sér þar upp aðstöðu. Reistu þeir lítinn skála í gömlu fjárhústóftinni og sléttuðu túnið. Á þessum stað halda Hraunbúar árlegt vormót sitt á hvítasunnunni.

Hvergi er hins vegar minnst í „Aðalskipulaginu“ á meintar fornleifar á svæðinu, einungis endurtekin almenn klausa um skilgreiningu á fornleifum skv. þjóðminjalögum.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

Þrátt fyrir mörg orð í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025“ eru t.d. tóft Jónsbúðar á Krýsuvíkurheiði, steinhlaðið veiðihús, heilleg fjárhústóft í Litlahrauni, steinhlaðin réttin sem og fjárskjólið þar í hrauninu, miðunarvarðan ofan Krýsuvíkurbjargs, tófta Krýsuvíkursels ofan Heiðnabergs, bæjartófta Eyris og Fitja, fjárhússins undir Strákum sem og annarra merkilegra fornleifa í heiðinni hvergi getið í „Aðalskipulaginu“ – http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/meetingsearch/displaydocument.aspx? 

Heimild:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025.

Krýsuvíkurheiði

Hús í Krýsuvíkurheiði.

Bárufleygur

Í bókinni „Sjómannasaga“ eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, segir m.a. frá Oddi V. Gíslasyni: „Enginn maður ljet meira til sín taka öryggismál sjómanna á erfuðustu árum þilskipanna en sjera Oddur V. Gíslason að Stað í Grindavík (f. 8. apríl 1836, d. 10. jan. 1911).

Oddur V. Gíslason

Oddur var einkennilega samsettur maður, ákafamaður og brennandi í andanum, síleitandi og reynandi nýjar úrlausnir. Hann var sjómaður og prestur og rithöfundur í senn. Eftir að hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði gerðist hann ekki prestur, heldur sjómaður í fimmtán ár og reri kappsamlega, enda var hann karlmenni að burðum. Hann fjekst þá við ýmsar tilraunir til nýrra vinnubragða og vöruvöndunar á sjávarafurðum. Þannig fór hann að gufubræða þorskalýsi suður í Kirkjuvogi, hjá Vilhjálmi Hákonarsyni. Hann varð tengdafaðir Odds. Þau eignuðust fimmtán börn, hann og Anna í Kirkjuvogi. Þorskalýsi sitt sendi Oddur til Boulogne og fjekk verðlaun fyrir. Hann gerði fleiri tilraunir til umbóta á fiskimálum. Hann skrifaði t.d. um nauðsyn þangbrennslu. Hann skrifaði um nýjar veiðiaðferðir og verkunaraðferðir og brýnir fyrir mönnum vöruvöndun. En fyrst og fremst var hann talsmaður aukins öryggis á sjó og slysavarna og brautryðjandi þeirra mála. Hann fór verstöð úr verstöð til þess að tala við sjómenn um þessi mál og hann var þrumandi ræðumaður. Hann gaf af fátækt sinni út blöð og bæklinga um hagsmunamál sjómanna. Hann talaði og skrifaði, hvort sem menn vildu á hann hlýða eða ekki. Sumir yptu öxlum, aðrir reyndu ráð hans og gafst vel. Landssjóður gaf út ágrip sumra erinda hans. Menn gengu í fjelögin, sem hann kom á í verunum, bjargráðanefndirnar, sem hann stofnaði til þess að beita sjer fyrir slysavörnum. Þær áttu að kenna mönnum að hafa góða áttavita, lýsispoka, bárufleyga og kjalfestu. Rit hans voru tvennskonar, fræðirit og hvatningar. Hann skrifaði ritling um „Leiðir og lendingar í fiskiverum Íslands“ (1890). Hann samdi dálitla kenslubók í ensku (1863), einhverja þá fyrstu, sem hjer var samnin, en hann var góður enskumaður og fylgdarmaður enskra ferðamanna. Þá skrifaði hann smáritasafn um „Fiskiveiðamál“, um síld til beitu og fæðu, um lóðir, sem væru landsstoð, en heimska að afnema þær. Þá skrifaði hann um „Líf og lífsvon sjómanna“. Þar talar hann um lýsið sem bjargráð í sjáfarháska, um áttavita og loftþyngdarmæli, skiftispjöld, andþófsstjóra og kjalfestupoka og um formensku og í ofanálag  um saltfiskverkun.

Sjera Oddur

Um þessi mál og önnur áþekk gaf hann einnig út tímarit, „Sæbjörgu“, en hafði ekki bolmagn til að halda því úti nema eitt ár (1892). Hann var trúhneigður maður og komst snemma í kynni við enska kristilega sjómannastarfssemi. Þaðan mun hann hafa fengið einhverjar hugmyndir sínar. Á vegum ensks smáritafjelags gaf hann út ritlingana; „Hjálpræðisorð“. Löngu seinna þegar hann var kominn til Ameríku, fór hann að lækna með yfirlagningu handa. Hann hafði alla tíð áhuga á lækningum og fór að lesa læknisfræði á gamals aldri vestanhafs, og varð þar læknir, skömmu áður en hann dó. Hann hafði farið þangað á hálfgerðum flótta undan vonbrigðum og fátækt, og gerst prestur í Nýja Íslandi 1894. Er hann undi ekki hafti embættisstarfanna þar fremur en heima og gerðist farandpredrikari og læknir.
Sjera Oddur kom ýmsu góðu til leiðar með starfsemi sini hjer heima, enda naut hann ýmislegrar aðstoðar góðra manna, þó að aðrir tækju honum fálega. Í Sæbjörgu stendur á einum stað, að nokkrir menn höfðu „orðið til þess að spilla fyrir viðleitni“ sjera Odds „og tekist það furðanlega. Þessir menn náðu samt ekki stjórn úr hendi hans, sem öllu ræður, og sem leyfði sjera Oddi að komast allra sinna ferða“. Sjera Oddur talaðai og lifði í trausti trúarinnar. Hann var snortinn af enskum trúboðsanda og naut mikils stuðnings í starfi sínu frá enskum skoðanabræðrum. Hjer heima fjekk hann einnig styrk og aðstoð, einkum frá kaupmönnum. Helsti styrktarmaður hans var H. Th. Thomsen og minnist Oddur hans með virðingu og þakklæti. Duus hjálpaði honum einnig og um skeið naut hann ofurlítilla amtsstyrkja. 1890 ljetu ýmsir kaupmenn hann fá þúsund krónur í farareyri um fiskiverin. Skyldi hann einkum hvetja menn til framfara í fiskverkun og gerði hann það ætíð.
Embætti sínu mun sjera Oddur hafa gegnt af alúð, fyrst í Lundi í Borgarfirði, síðan í Grindavík frá 1878 til ’94. Grindavík var þá lítið og fremur fátækt fiskiver. Útvegsbændur voru þar (1892) átján og ýmsir ágætir sjósóknarar. Búðir voru þar fjórtán. Sjera Oddur mældi þær og komst að því, að sú minsta var 411 tengingsfet. Þar voru fjórir menn, eða húsrúmið var 102 tengigsfet á mann. Stærsta búðin var 1620 tengingsfet og voru þar fimm menn og var því meira en þrisvar sinnum rýmra þar en í minstu búðinni. Fjórir útvegsbændur höfðu sjómenn í heimahúsum sínum, tveir í timburhúsum og tveir í baðstofum. Prestsetrið mun þá hafa verið heldur lítið og ljelegt. Sjera Oddur stundaði sjó jafnframt prestskap sínum og var duglegasti formaður, áræðinn og ærðulaus.

Verbúð

Sagan segir, að einlægt sneri hann hiklaust heim úr róðri og tafarlaust ef til hans var leitað um embættisverk. Var þá breidd hvít voð á þekjuna á bænum og sást af sjó, þegar gestur kom og vitjaði prests. Hann þótti snajll ræðumaður, vel orði farinn og heitmál,,, enda ákafamaður að hverju sem hann gekk og einlægur, en kvikur nokkuð.
Líf hans var einkennilegt sambland sjósóknarerfiði og basli og þrá til andlegs lífs, sambland af guðrækni og áróðri. Þegar hann skrifar á móti afnámi lóðanotkunar, biður hann menn að hugsa þetta mál samviskusamlega, „hvort þjer aftakið nú ýsulóðina“, og „biðjið guð að leiðbeina yður, eins og hann gefur veiðina, eins gefur hann líka vitið ef hann er beðinn“. Blað sitt, Sæbjörgu, sem hann kallar bjargráðarblað fyrir sjómenn, lætur hann „leggja upp í Jesúnafni til framsóknar og varnar bjargráðamálum sjómanna á Íslandi“…

Bátur og haf

Sjera Oddur í Grindavík gat talað eins og sjómaður við sjómann. Hannn varð fyrir áhuga og sjerkennilegan persónuleik ímynd nýrra fjelagsmálahreifinga og framfara. Hann hugsaði ekki einungis um stofnun bjargráðanefndanna, en ráðgerði einnig stofnun sjómannafjelaga til að „tryggja líf og atvinnu sjómanna á allan hátt“. Í þeim tilgangi mælti hann með notkun þilskipa og skrofaði um það, að bátarnir væru og litlir. Hann gerði einnig ráð fyrir því að stofna sjómannaráð fyrir alt Ísland. Frumvarp til laga um þetta er birt í Sæbjörgu…

Bárufleygur

Bárufleygur.

Sjera Oddur í Grindavík stóð ekki einn uppi með þessi áhugamál sín. Sumum þeirra hreyfðu aðrir samhliða honum eða jafnvel á undan honum. Tryggvi Gunnarsson hafði skrifað um gildi lýsisins til bjargráða 1882…
Bárufleygur var, eftir lýsingu sjera Odds sjálfs, holbauja, líkust sykurtopp í lögun, og tók 8 til 10 potta af lýsi. Í botninum voru eitt til fjögur smágöt, auk sponsgats. Þessir bárufleygar voru gerðir úr trje, járni eða blikki, Önnur samskonar lýsistæki til að lægja sjó, voru ilir og lábrjótur. Ilinn (borðili og stafnili) var þríhyrndur strigapoki, sem tók 2 til 4 potta af lýsi. Lábrjótur var sveigur, mettaður lýsi, eða tappalausar flöskur, fyltar lýsi. Tækjum þessum kom sjera Oddur á ýms skip og útskýrði notkun þeirra, s.s. það, hvernig bárufleyginn skyldi nota í undanhaldi, mótróðri, flatskellu og beitivindi. en það var gömul reynsla, sem sjera Oddur nefnir, að þegar lifur brákaði á sjó, lægði öldur. Höfðu hvalveiðimenn helst hagnýtt sjer þetta.
Upp úr þeirri hreifingu, sem sjera Oddur vakti, spruttu smásaman með atbeina annarra, ýmsar umbætur í öryggis- og tryggingarmálum. Hún varð einnig vísir að öðru, því að upp fóru að rísa stjettasamtök eða fjelög um hagsmunamál þeirra, sem að útvegi unnu, einkum í bæjunum. Ýmiskonar fjelagslíf þróaðist því meira, sem margmennið óx í bæjunum…“

Heimild:
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sjómannasaga, 1945, bls. 382-388.

Oddur