„Reykjanes vaknar“ er ljósmyndsýning Sigurðar Ólafs Sigurðssonar á nokkrum stöndum á bifreiðastæðinu ofan við Festi í Grindavík. Sýningin ber fyrirsögnina „Ljósmyndaferðalag mitt um sögulega tíma á Íslandi – Ljósmyndir og frásagnir af jarðhræringum og mannfólki á Reykjanesi frá 2020-2024„. Á forspjaldi sýningarinnar má lesa eftirfarandi:
„Myndirnar á þessari sýningu [eru] hluti af verkefni sem ég kýs að kalla „Reykjanes vaknar„. Verkefnið í heild sinni hefst á íbúafundi í Grindavík 29. janúar 2020 og stendur enn yfir. Áþeim fundi var farið yfir jarðhræringar við Þorbjörn og mögulega jarðskjálfta og eldgos í kjölfar þeirra. Líklega voru þó fá á þeim fundi sem gátu séð fyrir sér þá atburðarás sem við þekkjum í dag og líklega erum við öll í sömu sporum hvað varðar framtíðina um komandi ár.
Verkefnið
Markmiðið með Reykjanes vaknar verkefninu er að skjalfesta ljósmyndir jarðhræringarnar á Reykjanesi og áhrif þeirra á mannfólk, mannvirki, náttúru og byggð.
Þó að ljósmyndarinn leggi metnað sinn í að vitna sem stærstan hluta sögunnar þá mun svo viðarmikil saga vart sögð af einum manni. Þannig er verkefnið í raun sýn eins manns í gegnum linsu myndavélar, innsýn utanaðkomandi áhorfanda fremur en heildstætt yfirlit yfir atburðina. Þegar þessi sýning lítur dagsins ljós spannar verkefbið tíu eldgos á Reykjanesi, jarðhræringar, rýmingar, varnargarða, mannvirki, rafmagnsleysi og vatnsleysi, fólk og dýr, sorg og gleði, von og vonleysi, dugnað, áræðai, úrræðasemi og íslenska þrautseigju. Í dag er alls hátt í 90 þúsund ljósmyndir og myndbönd af atburðunum á Reykjanesi í safninu og er þessi sýning úrvalið úr því safni. Annar angi verkefnisins er 416 blaðsíðna ljósmyndabík, sem segir sína sögu á ýtarlega hátt í máli en aðallega myndum. Eins og áður segir hófst verkefnið í janúar 2020 en enginn veit hvenær því líkur enda erum við stödd í sögunni miðri og enginn leið að segja hverning næstu kaflar verða eða hvort sagan sé rétt að byrja eða brátt að taka enda.
Ljósmyndarinn
Sigurður Ólafur Sigurðsson, eða Siggi Sig eins og fleiri kannast við hann, er ljósmyndari að mennt og atvinnu og hefur í einn og hálfan áratug ljósmyndað leit, björgun og neyðarstörf á Íslandi. Á þessum tíma hefur hann sinnt verkefnum fyrir Slysavarnarfélagagið Landsbjörg, Almannavarnir, Rauða krossinn, slökkvilið, neyðarlínuna og fleiri neyðaraðila. Gefið út þrjár bækur, haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir af björgunarstörfum og haldið fyrirlestra með ljósmyndum frá störfum neyðaraðila hérlendis og erlendis. Siggi hefur verið félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi í 34 ár, starfaði hjá Slysavarnarfélaginu Landbjörg um árabil og sinnti þar meðal annars ritsjórn tímarits um björgunarmál, menntun björgunarfólks og stjórnun neyðaraðgerða ásamt ýmsum verkefnum tengdum leit, leitarstjórn, ferðamennsku of fleiru. Árið 2012 fór Siggi svo að starfa í fullu við ljósmyndun og hefur gert það síðan. Það er í raun samansuða þessara tveggja ráðandi þátt í bakgrunni hans sem er undirstaða verkefnisins Reykjanes vaknar.
Þakkir
Þó að vinna ljósmyndarans að baki slíku verkefni sé mikil þá væri hún til lítils án aðstoðar og velvildar annarra sem ber að þakka. Þið öll sem hafið lent fyrir framan linsuna, þið öll sem hafið gefið mér ábendingar og látið vita þegar eitthvað markvert er að gerast, allir neyðaraðilarnir sem hafa umborið mig, tekið mig með og aðstoðað á svo margan hátt, verktakar, íbúar, yfirvöld, vísindamenn, Almannavarnir, Landbjörg, lögregla, slökkvilið og svo mætti lengi telja, lengi takk. Takk öll. þetta verkefni er ekki unnið í tímarúmi pg það er eins mikið ykkar og það er mitt.“
Um sýninguna má segja a.m.k. fernt: Í fyrsta lagi er Grindavík og jarðeldarnir ofan byggðarinnar ekki á „Reykjanesi“, hvorutveggja eru á Reykjanesskaga! Í öðru lagi eru ljósmyndirnar ekki teknar af frumkvæði viðbragðs- og neyðaraðila, s.s. lögreglu og slökkviliðs, enda slíkt með öllu óheimilt. Í þriðja lagi geta ljósmyndirnar vart talist meira upplýsindi en myndir annarra ljósmyndara af umræddri atburðarárs og í fjórða lagi hefur nefndur ljósmyndari gert Grindvíkingum meiri grikk en greiða með athöfnum sínum. Þá þar t.d. nefna ómerkilega og algerlega tilgangslausa ljósmynd þá sem viðkomandi tók af Grindvíkingnum Hermanni Ólafssyni á Stað er varð til þess að honum varð í framhaldinu gerður óbætanlegur miski, bæði að hálfu Landsbjargar og lögreglu.
Fólk þarf stundum að kunna fótum sínum forráð, einnig „sjálfsummikilsmetandi ljósmyndarar“, með þröngt áhugasvið. Ljósmyndin getur nefnilega stundum orðið stærri og tvíræðari en ljósmyndarinn heldur. Auk þess er fjöldi ljósmynda af tilteknu landssvæði engin mælikvarði á gæði þeirra eða merkilegheit…


































































































