Dalurinn

Þegar FERLIR skoðaði Hellishraunsskjólið í Dalnum norðan Hamraness 23. febrúar 2023 kom í ljós að því hafði verið rústað með stórvirkum vinnuvélum – svo vel að ekki var einn einasti sentimeter eftir af þessu fyrrum fjárskjóli frá Ási.

Hellishraunsskjól

Hellishraunsskjól fyrrum.

Ekki er minnst á fjárskjólið í örnefnalýsingu Ara Gíslansonar fyrir Ás. Þar segir einungis: „Þá fer að nálgast jafnsléttuna, og taka þar við Ásflatir. Þær eru fyrir botni dals þess, er myndast milli Grísaness og Hamraness.“

Gísli Sigurðsson getur um skjólið í örnefnalýsingu sinni fyrir Ás: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól. Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn.“

FERLIR fjallaði um Hellishraunssfjárskjólið í umfjöllun um svæðið árið 2019. Þar var m.a. vísað til takmarkaðrar fornleifaskráningar frá árinu 2015 á vegum Byggðasafns Hafnarfjarðar, sem síðari skráningaraðili vegna deiliskipulags þess frá árinu 2019 vísaði athugasemdalaust til, án þess þó að tiltaka verðmæti minjanna með hliðsjón af heildar búseturlandslagi jarðarinnar sem og nálægðarinnar við aðrar slíkar.

Dalurinn

Hafnarfjörður – Hamranes, fornleifaskráning vegna deiliskipulags 2019 – forsíða.

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags; Hafnarfjörður – Hamranes“ eftir Heiðrúnu Evu Konráðsdóttur, sagnfræðing fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar 2019 segir um Hellishraunsskjólið (sem reyndar er án tilvísunar til örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar):

Fornleifaskráning
Hamranes 2061-1
Fornleifa nr.: 2061-1
Hlutverk: Fjárskýli
Tegund: Hleðsla
Aldur: 1550-1900
Hnit: 355825,924 396542,873
Staðarhættir: Hellirinn er norðan í hraunrana, rétt sunnan við veg sem er frá spennistöðinni upp á Ásfjall.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól.

Lýsing: Fjárhellirinn er á svæði sem merkt er J á korti yfir ný byggingasvæði í landi Hvaleyrar, Hamranes. Hann er rétt sunnan við veg sem er frá spennistöðinni upp á Ásfjall, svokallaðan línuveg. Hellirinn sem er norðan í hraunrana, er í smá sveig um 8 m langur og opinn á móti norðaustri. Hleðslur sem hafa verið veggjahleðslur í hellinum hafa hrunið inn í hellinn og er hann illfær. Í athugasemdum Katrínar Gunnarsdóttur í fornleifaskýrslunni Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar og Grísaness. Hafnarfirði frá árinu 2005 segir: „Þar sem hleðslur fjárhellisins hafa hrunið niður og varla mögulegt að segja til um hvar og hvernig þær hafa verið, er ekki ástæða til að varðveita hellinn sem heimild um búsetuhætti fyrri tíma.“

Minjagildi: Lítið
Hætta: Hætta
Hættuorsök: Vegna bygginga
Ástand: Greinanlegar fornleifar

Fornleifaskráning katrínarVísað til óaðgengilegrar fornleifaskráningar Katrínar Gunnarsdóttur í fornleifaskýrslunni – „Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar og Grísaness fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði frá árinu 2005“. Í þeirri skráningu er einungis einnar fornleifar getið á svæðinu, þ.e. fjárskjólinu ótilgreinda. Ekkert er minnst á götur þær er lágu um „Dalinn“ að og frá Ási og nálægum bæ, Hvaleyri, þ.e. Hrauntungustíg, Stórhöfðastíg, selstígana frá Ási að Ásseli og frá Hvaleyri að Hvaleyrarseli við Hvaleyrarvatn. Svo virðist sem hlutaðeigendur hafi fyrrum farið í þyrlum á millum bæja og selja, þrátt fyrir að allar þessar götur hafi verið vel greinilegar áður en framkvæmdir hófust við svonefna „Skarðshlíð“.

Ekki er getið um fjárskjólið í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar VIII“, unna af Atla Rúnarssyni fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar 2021. Sú skráning er reyndar meingölluð. Í henni eru t.d. nútímaminjar skráðar sem fornleifar, hleðslur undir seinni tíma girðingar skráðar sem „vörslugarðar“ eða „merkjagarðar“, nútíma ræsi skráð sem fornar götur o.s.frv. Hins vegar er ógetið ýmissa merkra minja á svæðinu. Lítið sem ekkert samráð virðist hafa verið við þá núlifandi er gerst til þekkja fornleifa innan umdæmisins.

Þegar fornleifar eru annars vegar ráða Lög um menningarminjar frá árinu 2012. Þar segir m.a.:

3. gr.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2002.

Fornminjar.
Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
Forngripir eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem: búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum, vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri, tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita, vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra, virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum, þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð, áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum, haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið, skipsflök eða hlutar þeirra.

Fornminjar njóta friðunar nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands.

13. gr.

Dalurinn

Dalurinn – fjárskjólið 2023.

Minjaverðir.
Minjaverðir eru starfsmenn Minjastofnunar Íslands og sinna þeim verkefnum sem undir stofnunina heyra samkvæmt nánari fyrirmælum forstöðumanns. Minjaverðir skulu hafa háskólamenntun og sérþekkingu á einhverju þeirra fagsviða sem undir stofnunina falla.
Í þjónustusamningi milli Minjastofnunar Íslands og Þjóðminjasafns Íslands má fela minjavörðum eftirlit með minjum sem heyra undir Þjóðminjasafn Íslands.

15. gr.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019 – gangurinn.

Skráning og skil á gögnum.
Minjastofnun Íslands hefur yfirumsjón með skráningu fornleifa og friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja.
Stofnunin heldur heildarskrár yfir allar þekktar fornleifar og friðuð og friðlýst hús og mannvirki á landinu. Stofnunin birtir skrárnar og skulu þær vera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni.
Minjastofnun Íslands er heimilt að fela tilteknum einstaklingum eða stofnunum er búa yfir sérþekkingu og reynslu á sviði skráningar fornleifa, húsa og mannvirkja afmörkuð könnunar- og skráningarstörf fyrir stofnunina.
Öll gögn sem varða skráningu fornleifa, friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja skulu afhent Minjastofnun Íslands. Skráningarskýrslur skulu afhentar stofnuninni á rafrænu formi. Eintök af skránum skulu afhent hlutaðeigandi skipulagsyfirvöldum á rafrænu formi.
Fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningu á tilteknu svæði telst ekki lokið fyrr en skráin hefur hlotið staðfestingu Minjastofnunar Íslands. Stofnunin skal veita skipulagsyfirvöldum, byggingarfulltrúum og náttúruverndaryfirvöldum aðgang að skráningargögnum í vörslu stofnunarinnar.
Minjastofnun Íslands setur reglur um skráningu fornleifa og friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja og skil á gögnum þar að lútandi að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

16. gr.

Dalurinn

Fjáskjólið 2019 – gangurinn.

Skráning vegna skipulags og undirbúnings framkvæmda.
Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Áður en deiliskipulag er afgreitt eða leyfi til framkvæmda eða rannsókna er gefið út skal skráning ætíð fara fram á vettvangi. Minjastofnun Íslands setur reglur um lágmarkskröfur sem gera skal til skráningar fyrir hvert skipulagsstig og er heimilt að gera samkomulag við skipulagsyfirvöld um framvindu skráningarstarfsins enda sé tryggt að því verði lokið innan hæfilegs tíma.

Sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög skal standa straum af kostnaði við skráninguna. Ríkissjóður skal þó bera kostnað af fornleifaskráningu sem fram fer innan þjóðlendu nema um annað hafi verið samið. Skulu skipulagsyfirvöld hafa samráð við Minjastofnun Íslands um tilhögun skráningar eða endurskoðun á fyrri fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskrám með hliðsjón af fyrirhuguðum breytingum á skipulagi. Óheimilt er að veita leyfi til framkvæmda án undanfarandi fornleifa-, húsa- og mannvirkjaskráningar. Þegar sérstaklega stendur á getur Minjastofnun Íslands veitt undanþágu fyrir framkvæmdum með tilteknum skilyrðum.
Skipulagsyfirvöld skulu tilkynna Minjastofnun Íslands um gerð skipulagsáætlana og verulegar breytingar á þeim og um gerð skýrslna um mat á umhverfisáhrifum.
Skylt er að heimila þá för um landareign sem nauðsynleg getur talist við framkvæmd skráningar sem gerð er fyrir opinbera aðila. Ber að sýna landeiganda tillitssemi og valda ekki raski eða ónæði að þarflausu.

21. gr.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019.

Verndun fornleifa.
Fornleifum, sbr. 3. mgr. 3. gr., jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðunar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Eigendur og ábúendur jarða skulu hlúa að fornleifum á landareignum sínum og viðhalda umhverfi þeirra eftir því sem sanngjarnt getur talist. Minjastofnun Íslands er skylt að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í því sambandi.
Minjastofnun Íslands gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en áður skal gera landeiganda eða ábúanda viðvart um þær. Ef nauðsyn krefur lætur Minjastofnun Íslands rannsaka fornleifar með uppgreftri eða á annan hátt.
Friðlýstum fornleifum skal viðhaldið á kostnað ríkisins. Minjastofnun Íslands ber ábyrgð á friðlýstum fornleifum og semur verk- og fjárhagsáætlun um viðhald þeirra.

23. gr.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2023.

Fornleifar í hættu.
Hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Minjastofnun Íslands viðvart án tafar.
Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal framkvæmdaraðili eða viðkomandi sveitarfélag gera Minjastofnun Íslands viðvart með sannanlegum hætti með minnst fjögurra vikna fyrirvara áður en áætlaðar framkvæmdir hefjast og lýsa þeim breytingum er af framkvæmd mun leiða.
Minjastofnun Íslands ákveður að undangenginni vettvangskönnun hvort frekari rannsóknar er þörf, hvort gera skuli tillögu um friðlýsingu eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum. Óheimilt er að veita leyfi til framkvæmda fyrr en ákvörðun Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

Stofnunin skal hafa samráð við Umhverfisstofnun þegar fjallað er um blandaðar minjar, þ.e. menningarminjar sem einnig teljast til náttúruminja.

Fornleifaskráning katrínar

Hafnarfjörður – Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Hamranes… – Katrín Gunnarsdóttir.

Í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-12025“ er vísað til greinagerðar 19. apríl 2014: „Fornleifaskráning hefur verið unnin fyrir Velli, Selhraun, Ásland, Hvaleyri, Sléttuhlíð og Hleinar að Langeyrarmölum, auk nokkurra minni svæða, einkum í tengslum við þéttingu byggðar„. Þessara greinargerða er getið í heimildaskrá aðalskipulagsins.

Fornleifaskráning í landi Áss í Hafnarfirði var unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fyrir Byggðasafn Hafnarfjarðar, janúar 2005.

Hvorki er í þeim heimildum vísað í fyrirliggjandi örnefnalýsingar né er merkra minja getið. Skráningunni verður að teljast verulega ábótavant.

Í greinargerð með tillögu að deiliskipulagi fyrir Hamranes segir:
2.3 Menningarminjar.
Engar þekktar fornleifar eru á svæðinu skv. forleifaskráningu sem unnin var af Byggðasafni Hafnarfjarðar árið 2019 vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulagningu Hamranes„.

Dalurinn

Deiliskipulag fyrir Dalinn. Ekki er gert ráð fyrir nýtingu svæðisins umhverfis fjárskjólið.

Í „Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025“ er fjárskjólsins ekki getið.

Ljóst er skv. fyrirliggjandi gögnum að Minjastofnun hafði verið upplýst um fornminjarnar og stofnunin hafði sent hlutaðeigandi hjá Hafnarfjarðarbæ varnaðarorð vegna þeirra í tíma, þ.e. árið 2020.

Þann 24. febrúar 2023 var Henny Hafsteinsdóttur, minjaverði Reykjavíkur og nágrennis hjá Minjastofnun, sent eftirfarandi:

Sæl,
Sendi þér ábendingu um Hellishraunsskjólið í Áslandi í Hafnarfirði.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019.

Í dag lítur skjólið út sbr. meðfylgjandi myndum; ekki sentimeter eftir af því með þriggja akreina götu í ofanílag. Væntanlega hefur einhver tekið ákvörðun um eyðingu þessa. Fróðlegt væri að fá upplýst hver það gerði og með hvaða rökum?

FERLIR mun fylgjast með framvindu málsins og uppfæra umfjöllunina til samræmis eftir því sem fram vindur. Spurningin er; var tekin meðvituð ákvörðun um eyðingu framangreindra minja og þá af hverjum? Getur verið að lögmæld skráning fornleifa skipti í raun litlu þegar eyðileggingu þeirra er lokið. „Úps“ er gjarnan svar verktaka eftir að hafa farið með stórvirkar vinnuvélar yfir fornleifar, „án vitundar vits“, að eigin sögn.
Hveru mikið mark er takandi á ákvæðum laga um vernd og varðveislu fornleifa hér á landi eða eru fornleifaskráningar bara svo lélegar að ekki er mark á þeim takandi?…

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2023.

Rauðimelur

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði er m.a. getið um Stóra- og Litla-Rauðamel. Þar segir:

Rauðimelur

Rauðimelur – kort 1903.

„Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan samin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.

Rauðimelur

Stóri-Rauðimelur skv. fyrirliggjandi tillögum. Óttarsstaðaselsstígsins (Rauðamelsstígs) er ekki getið í fyrirliggjandi gögnum.

Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla (132) og austan við Rauðamel stóra (133), en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var.

Rauðimelur

Stóri-Rauðimelur – ný vegslóð 2023.

Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Litli-Rauðimelur sé horfin „lifir“ hann enn góðu „lífi“ skammt norðnorðaustan þess Stóra, sem nú er orðinn að námusvæði. Nú, þegar fyrirhugað er að stækka námusvæðið vegna fyrirhugðrar stækkunar Straumsvíkurhafnar, er full ástæða til að fylgjast vel framvæmdum á svæðinu – því reynslan sýnir að verktaka eiga það til að virða takmarkanir leyfa af vettugi þá og þegar það hentar þeim. Sem dæmi þá voru þeir búnir að leggja nýjan veg í hrauninu sunnan og vestan gamla námusvæðins skv. ákvörðun byggingafulltrúa án þess að deiliskipulag fyrir það hafi verið samþykkt í bæjarstjórn. Vegslóðinn liggur í gegnum skráða fornleif, svonefndan „vörslugarð“, auk þess sem Óttarsstaðaselstígs (Rauðamelsstígs) er hvergi getið í gögnum málsins.  Stígurinn sá telst óyggjandi til fornleifa þrátt fyrir að finnast ekki í fornleifaskráningu Byggðasafns Hafnarfjarðar af svæðinu. Í fyrirliggjandi fornleifaskráningum safnsins er fornra stíga og gatna sjaldnast getið. Ætla mætti, í hugum skráningaraðila, að fólk hafi ferðast á millum staða í þyrlum fyrrum?!

Raiðimelur

Stóri-Rauðimelur 2023.

Suðurnesvarða

Kjartan Einarsson, Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi, gerði örnefnalýsingu fyrir Seltjarnarnes. hann er fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1914, en fluttis að Bakka á Seltjanarnesi í október 1914 og átti þar heim atil 1961. Hann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi síðan. Kona hans, Unnur Óladóttir, er fædd og uppalin á Nesi…

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – örnefni.

Selur

Ari Gíslason skráði örnefni á Ísólfsskála í Grindavík. Heimildarmaður hans var Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Þá skráði Loftur Jónsson örnefni á Ísólfsskála. Framangreind örnefni hafa verið færð inna á meðfylgjandi loftmynd.

Fyrir botni Hraunsvíkur er fjallið Festi. Í áberandi stuðlabergsgangi austarlega í fjallinu eru landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Heitir þar Festin. Þaðan eru merkin í móbergsstrýtur og hnúka norðan undir Festi. Þar eru tákn um landamerkin klöppuð á hellu norðan við veginn. Þeir heita Móklettar.

Ísólfsskáli er næst austasta jörð í Grindavíkurhreppi og sú austasta, sem er í byggð 1954. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við allháa hæð, sem heitir Slaga. Bærinn stendur austan við Hraunsvík, niður við sjó framan við Bjalla, hamrahæð suðvestur af Slögu.

Isólfsskáli

Ísólfsskáli – bærinn og útihús.

Verður fyrst byrjað með sjó austast og haldið vestur eftir. Nokkuð fyrir austan bæinn á Ísólfsskála, sem svarar klukkutíma gang, gengur tangi fram í sjóinn. Hann heitir Selatangar. Þar eru merkin móti Krýsuvík í klett, sem heitir Dágon. Áður voru þeir tveir, og deildu menn um, hver væri sá rétti. Nú er annar hruninn og óþekkjanlegur [reyndar eru báðir þeirra horfnir nú]. En þrætueplið var ekki stærra en það, að hvalur gat rétt fest sig þar…

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – örnefni.

Hraun

Ari Gíslason skráði örnefni á Hrauni við Grindavík.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Heimildarmenn hans voru Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni og ennfremur um hluta af landinu, Guðmundur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála.
Auk þess skráði Loftur Jónsson örnefni á jörðinni Hrauni. Haun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Hér eru einungis sett inn örnefni  með ströndinni m.v. örnefnalýsingarnar, en land Hrauns nær m.a. upp að Núpshlíðarhálsi…

Hraun

Hraun – örnefni.

Hóp

Ari Gíslason skráði örnefni í Hópslandi eftir feðgunum á Hópi í Grindavík.

Grindavík

Neðri-Hópsvarðan.

Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þorkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum. Ekki hef eg kannað það. Þó hef eg flett upp einum slíkum stað, en þar er bærinn nefndur Hóp. Þjóðvegurinn liggur rétt ofan við túnið. Landið er því sneið af Þorkötlustaðanesinu og svo spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum. Lón það, sem bærinn stendur upp frá og dregur nafn af, heitir Hóp. Nú eru þar hafnarmannvirki Grindvíkinga…

Hóp

Hóp – örnefni.

Húsatóptir

Ari Gíslason skráðði upphaflega örnefni Húsatópta í Grindavík samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840.

Húsatóftir

Húsatóftir um 1960.

Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns…

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Staður

Stofn lýsingar um „Örnefni í Staðarlandi“ í Grindavík, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók.

Staður

Staður árið 1925.

Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

Báðar framangreindar lýsingar voru bornar undir þá Sigurð V. Guðmundsson (S. V. G. ) og Árna Vilmundsson (Á. V. ) á Örnefnastofnun 15. janúar 1977. Þeir gerðu miklar athugasemdir við lýsingarnar og juku við upplýsingum, þótt ekki fjölguðu þeir nöfnum verulega. – Sigurður Víglundur

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Guðmundsson er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 22. júní 1910. Hann kom að Stað sumarið 1914 og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Sigurður býr nú í Efstasundi 27, Rvík.

Árni Vilmundsson er fæddur 22. janúar 1914 á Löndum í Staðarhverfi og er þar til tuttugu og fimm ára aldurs. Hann býr nú í Smáratúni 11, Keflavík.

Hér er stuðst við lýsingu Gísla, en aukið inn í hana og leiðrétt samkvæmt frásögn heimildarmanna minna, án þess að þess sé getið sérstaklega. Sums staðar hefur og verið fellt úr frásögn, þar sem vafi þótti leika á sannleiksgildi og nákvæmni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Þá ber að geta þess, að stuðzt hefur verið við Jarðabók Árna Magnússonar og Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 eftir síra Geir Bachmann, en hún er prentuð í Landnámi Ingólfs III. Fyrir framan sjálfa lýsinguna er orðrétt afrit af landamerkjabréfi Staðar frá 1890.

Kristján Eiríksson skráði lýsingu þessa á Örnefnastofnun í janúar 1977.

Athugasemd: Rétt er að geta þess að lokum, að í bókinni „Frá Suðurnesjum“ er grein eftir Guðstein Einarsson, sem heitir „Frá Valahnúk til Seljabótar.“ Ekki hefur verið stuðst við þá grein hér að framan, en í henni er getið um einstaka örnefni, sem ekki kemur fram í þessari lýsingu…

Staðarhverfi

Staðarhverfi – örnefni.

Grindavík

Ari Gíslason skráði örnefni í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þar segir m.a.: „Næst utan við Hóp er Járngerðarstaðahverfi. Upplýsingar um örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.

Jörðin nær frá sjó og upp til fjalls eins og önnur býli hér. Stendur bærinn niðri við sjó og eru þar nokkur önnur býli sem hafa sameignlegt land nema túnblettina.

Býlin hafa verið þessi: Járngerðarstaðir voru höfuðbýlið en kotabæir þessir: Vallarhús, Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Gjáhús (Suður-Gjáhús heita nú Vík en Norður-Gjáhús tilheyra Garðhúsum), Krosshús, Garðhús, Völlur (byggður úr Kvíhúsum), Hóll og Langi. Sjóbúðir eru nefndar 1703: Gullekra, Krubba og Litlu-Gjáhús.

Grindavík

Grindavík.

Guðsteinn Einarsson las yfir hluta af handriti Ara Gíslasonar og gerði athugasemdir við það í apríl 1967. Sæmundur Tómasson las það einnig allt yfir og bætti ýmsu við og lagfærði. Auk þess ritaði hann meðfylgjandi viðbætur eftir að gengið hafði verið frá aðalskránni.“…

Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi – örnefni.

Hópsnesviti

Loftur Jónsson skráði örnefni í Þórkötlustaðahverfi í Greindavík 1976 samkv. viðtali við systkinin í Buðlungu, Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Jón Eyjólfsson. Þau eru fædd þar og uppalin. Yfirfarið af Árna Guðmundssyni, Teigi, og Jóni Daníelssyni, Garðbæ.

Loftur JónssonÍ örnefnalýsingunni fyrir Þórkötlustaðahverfi segir m.a.: „Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.

Áframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.

Þórkötlustaðahverfi

Frá Þórkötlustaðahverfi.

Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki…„.

Meðfylgjandi er loftmynd af örnefnunum.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni.