Jóruhellir

Ætlunin var að ganga um Kleifardal að Jóruhelli og Jórukleif og síðan um Tindaskarð til baka.
Joruholl-1Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif ofan við Vatnsbrekkur. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar. Sunnar en Litla-Sandfell er Jórutindur (396 m). Skammt suður af Jórutindi er Hátindur, og eru þeir kallaðir Tindar einu nafni. Um Jóru í Jórukleif er saga í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Skarðið milli þeirra heitir Tindaskarð (einnig nefnt Jórusöðull), og um það liggja landamerki Nesja og Nesjavalla. Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina.
Í örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a.: „
Hátindur er í Nesjavallalandi en ekki Nesjalandi. Tindaskarð joruholl-3heitir öðru nafni Jórusöðull; þar um liggja merkin milli Nesjavalla og Nesja. Fyrir neðan Jórusöðul (norðaustar) er brött brekka, sem kölluð er Tindbrekka, og um hana lá gömul leið sunnan úr Grafningi og út á Mosfellsheiði. Það var kallað að fara Tindbrekku, og var hún einhver erfiðasti hjallinn á leiðinni. Þarna (í Jórusöðli) á Jóra að hafa setið fyrir ferðamönnum, eins og segir frá í þjóðsögum (sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar). Rétt fyrir neðan Tindbrekku er Jóruhóll og Jóruhellir þar rétt við. Jórugil fellur þar skammt frá. Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif, sem er syðst í Heiðarbæjarlandi, skammt norður af Vatnsbrekkum. Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum. 

joruholl-4

Tóftarbrot eru líka í Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli.“
„Jóruhóll heitir lítill hóll við Jórugil suður af Kleifadalshrygg, sem er austan við Jórukleifina. Kleifadalur er lítill dalur undir Jórukleif, djúpur og dálítið langur. Hann er milli Kleifadalshryggs og Jórukleifar.“
Í nefndri þjóðsögu af ‘Jóru í Jórukleif’ segir: „
Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir.
joruholl-5Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar 
með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:

„Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig.“

Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.

joruholl-6

Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, „því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá,“ segir konungur. „Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér,“ segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; „og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: „Verði hendur við skaft fastar.“ Þá skaltu segja: „Losni þá öxin af skaftinu.“ Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna.
Mun axarblaðið síðan reka upp í á joruholl-7þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað.“ Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.“
Í Þjóðviljanum 1980 segir m.a. um framangreint: „
,,Mörgum mun þykja of djarft að setja Henglafjöllin
sem útilegumannastöðvar, sem eru svo nærri byggð, en aðgætandi er að margar lauslegar alþýðusagnir eru bæði um tröll og útilegumenn í Henglafjöllum; og þegar alþýða trúir að útilegumenn séu á einum stað, þá hafa menn — einkum fyrr á öldum — verið mjög hræddir að rannsaka fjöllin. Allir þekkja sögnina um Jóru úr Jórukleif sem sumir segja að hafi átt heima i Jóruhelli sem er í gili í

joruholl-8

Jórutind. Hún á að hafa verið úr Ölvesi og hafa tryllst við hestaat af því að hestur föður hennar varð halloka fyrir öðrum hesti, þa fór hún uppi Jóruhellir og hafðist þar við lengi. Henni var svo háttað að hún þurfti aldrei að sofa nema Jónsmessunótt — aðrir segja hvítasunnunótt. Þá sveikst maður að henni og hjó milli herða henni, en í því hún fékk áverkann sagði hún: „Höndurnar fastar við skaftið!“
Þá sagði hann: „Öxina framaf!“ Þá er sagt hún hafi hlaupið þar ofan skriðu frá hellinum og ofan í vatn. Svo er hún úr sögunni.“
Jóruhellir er í miðri hlíð Jóruhóls. Leiðin þangað er einungis ætluð tröllum og ofurmennum. Fara þarf um einstigu utan í hlíðinni og síðan niður bratta hlíð að opinu, sem er staðsett ofan við hengiflug. Þegar FERLIR kíkti á Jóruhelli var engin ummerki um mann- eða tröllvistir þar að finna.
Salur Jóru er undir hellisopinu. Leiðin þangað er einnig um einstigu og loks í gegnum þröngt op, sem þarf sérstakt lag til að komast í gegnum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nesjar.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 173-75 (Reykjavík, 1954).
Þjóðviljinn, 89. tbl. 20. apríl 1980, bls. 15.

Jórutindur

Jórutindur.

 

Björn Hróarsson
Stórvirkið „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson er að koma út hjá Vöku-Helgafelli (Eddu útgáfu hf.).
Stórvirkið Íslenskir hellarUm er að ræða tvær bækur í öskju. Bækurnar eru í stóru broti, 33 cm x 25 cm, opnan er þannig 33 cm á hæð og hálfur metri á breidd. Verkið í heild er 672 blaðsíður, fyrra bindið er 320 blaðsíður og síðara bindið er 352 blaðsíður. Textinn er um 150.000 orð eða um ein milljón stafir. Ljósmyndirnar eru um 1000 talsins. Þá eru uppdrættir af um 100 hraunhellum í verkinu.

Í þessu mikla verki er lýst undraveröld hraunhellanna á Íslandi. Með stórfenglegum ljósmyndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríðarlega viðbót við lýsingu landsins því hellarnir eru samanlagt yfir 100 kílómetrar að lengd og að umfangi yfir fimm miljónir rúmmetra.

Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella útskýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem íslenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hellamennsku og umgengni í hellum svo eitthvað sé nefnt.

Úr hellinum FERLIRMeð hjálp nærri þúsund stórfenglegra ljósmynda er hulunni svipt af heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist. Eitt af markmiðum útgáfunnar er að kynna þessa undirheima og upplýsa um undur þeirra og hvernig skuli um þá gengið. Bókinni er beinlínis ætlað að koma í staðinn fyrir hellaferðir enda nú hægt að njóta hellanna heima í stofu eða „sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast“.

Þótt bókin sé eðlilega búin til fyrir lesendur sína eins og aðrar bækur þá er hún einnig og ekki síður sett saman fyrir hellana sjálfa. Þeir þurfa á því að halda að um þá sé vitað og um þá sé fjallað. Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um. Þetta mikla verk fjallar þannig ekki bara um hellana heldur var hún einnig hugsuð fyrir þá.

Úr hellinum FERLIRBjörn Hróarsson, höfundur verksins, er jarðfræðingur og hellafræðingur sem stundað hefur rannsóknir á hraunhellum í aldarfjórðung. Hann hefur notið aðstoðar fjölmargra hellamanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum við að draga upp þessa ítarlegu lýsingu. Heimildaskráin telur til dæmis um 700 titla. Þá eiga um 40 ljósmyndarar, innlendir og erlendir, myndir í bókinni.

Allt leggst hér á eitt við að ljúka upp ævintýralegri veröld sem fáir þekkja. Ekki þarf að koma á óvart að þetta mikla, óeigingjarna og jafnframt ómetanlega ritverk verði valið til viðurkenninga hinna Íslensku bókmenntaverðlauna.

Þorsteinshellir

Sauðahellir fjárhellir.

Flekkuvík

Brunnar eru bæði vestan og norðan við Flekkuvíkurhúsið. Nyrðri brunnurinn er sjávarmegin við húsið. Hann er dýpri og virðist nýrri.

Flekkuvík

Flekkuleiði.

Hinn brunnurinn er suðaustan við húsið, í túninu nálægt gömlu heimreiðinni. Túnið er að mestu sunnan og ofan við húsið. Syðst í því, svo til alveg undir túngarðinum ofanverðum er Flekkuleiði; lágur gróinn hóll, einn af nokkrum. Á leiðinu er “rúnasteinn”, sem segir að þar “Hvíli Flekka”. Í raun er um 16. eða 17 aldar leturstein að ræða skv. áliti sérfræðinga. Sagan segir að Flekka, norsk landnámskona, sem áður byggði Flekkuvík, hafi viljað láta grafa sig í jarðri túnsins þar sem hún hefði útsýni yfir innsiglinguna að bænum. Þar mun hún hvíla, blessunin.
Ekki er ólíklegt að ætla að Flekka hafi verið grafinn á ystu mörkum hins ræktaða lands á þeim tíma, m.a. til að vernda það fyrir hugsanlegum yfirgangi þeirra, sem á eftir kynnu að koma, en miklir fólksflutningar voru til landsins á landnámsöld og landamörk því fljót að breytast.
Rúnasteinn Flekku er einn af a.m.k. þremur á Reykjanesskaganum.
Árni Óla (1961) fjallar m.a. um letursteininn á Flekkuleiði „Rúnasteinn í Flekkuvík„, í bókinni Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar, Reykjavík, bls. 207-215.

Flekkuvík

Brunnur í Flekkuvík.

Þórkötlustaðir

Álagasteinninn Heródes er vestan traðanna, innan garðs Vestari-Vesturbæjar í Þórkötlustaðahverfi.

Heródes

Áletrun á Heródesi.

Sagnir eru um að steininn egi hvorki færa né raska honum á nokkurn hátt. Talið var að fornar rúnir væru markaðar á hlið steinsins, en ef vel er að gáð í réttri birtu má sjá þar klappað á bókstafinn „S“, ferkantaðan.
Sú sögn hefur gengið mann af manni að þennan stein beri að umgangast af varfærni. Dæmi er um að illa hafi verið hirt um steininn og hefur þá hinum sama bæði liðið illa og gengið brösulega uns úr var bætt. Nú er löngu gleymt hvers vegna, en þó er ekki útilokað að einhver búi enn yfir þeirri vitneskju.Álagasteinar eru víða til og engin ástæða til annars en að taka ábendingar um þá alvarlega. Eflaust er einhver ástæða fyrir ábendingunni, s.s. grafstaður, staður þar sem sýn hefur birst, annað hvort í sjón eða draumi, sóttarstaður eða jafnvel tilbúningur. Hvað sem öllu líður er ekki hægt að útiloka að ábendingin sé af alvarlegum toga og því full ástæða til að fara varlega. Mörg dæmi eru þekkt þar sem menn hafa gengið gegn álögum og hlotið skaða af, einkum frá álfum.
Sjávargöturnar í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Steinninn er skammt frá Mið-götunni. Ekki er ólíklegt að ætla að þar hafi sjómenn fyrrum gengið framhjá og signt sig á leið til skips, líkt og við Járngerðarleiðið við sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Fornuvarar. Skammt neðar lá gamla gatan milli Hrauns og Ness (Þórkötlustaðaness).

Heródes

Heródes.

Breiðabólstaðasel

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðasel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Annað sel fannst fyrir stuttu undir ofanverðum Krossfjöllum. Um er að ræða selsþyrpingu, stekk og ágætt vatnsstæði. Ekki er ólíklegt, af ummerkjum að dæma, að þarna geti verið um að ræða nýrri selstöðu Hafnarsels, sem er þarna skammt norðar.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að nýta þekkinguna á selstöðunum fyrrum er tjá á fræðileikann.

Hafnarsel

Hafnarsel II – uppdráttur ÓSÁ.

Kistugerði

Vestan við Rafnkelsstaði í Garði er Kisturgerði.

Kistugerði

Kistugerði.

Þar segir þjóðsagan að sé fornmanngröf og í henni gullkista. Gerðið er í rauninni pollur undir klapparvegg, grænlitur. Reyndar eru áhöld um að staðsetningu gerðisins. Sumir telja það uppi á klöppunum og skammt utar, en skv. sögunni á að vera letursteinn með rúnum við það. Sá steinn er nokkru neðar og norðar, við gerðið undir berghömrunum. Þjóðsagan segir að fjársjóður Rafnkels hafi verið grafinn með honum þarna í gerðinu. Reyni einhver að grafa hann upp mun þeim hinum sama sýnast bærinn standa í ljósum logum. Sagan er svipuð sögunni um fjársjóðinn í Silfru við Járngerðarstaði í Grindavík og fleiri álíka.
Einhverjir munu hafa viljað leita fjársjóðsins fyrir nokkrum árum með stórtækum tækjum. Við það valt letursteinninn, sem verið hafði við gröfina, niður hallann og staðnæmst þar sem hann nú er, skammt ofan við ströndina.
Erfitt er að lesa út úr rúnunum á steininum, en þær eru svipaðar og á álagsteininum Heródesi við Grindavík.

Kistugerði

Letursteinn við Kistugerði.

Selvogs-Jói

 Jóhann Selvogsingur (Selvogs-Jói) er fyrir löngu orðinn þjóðsagnarpersóna á Reykjanesskaganum – og það í lifandi lífi. Hann hefur á fjölmörgum ferðalögum sínum um svæðið tekist á við stríðandi náttúruöflin, válynd veður, útilegufólk, vætti og drauga – og jafnan haft betur. Auk þess talar hann við álfa og bæði hlustar á og skilur dýramál betur en nokkur annar. Margar sögur hefur Jói, eins og hann er jafnan nefndur, eðlilega sagt af ferðum sínum Jói á Sveifluhálsiog aðrir hafa sagt sögur af honum. Flestar eru þær lyginni líkastar, en þeir/þau, sem hafa orðið vitni af atvikum þeim er sögurnar lýsa, vita betur. Það er jú jafnan sagt að „sá sem ekki upplifir af eigin raun skilur ekki baun“.
Þegar t.d. draugurinn Tanga-Tómas á Selatöngum birtist þar eitt sinn innan um hóp ferðalanga, sem Jói var að leiðsegja, öllum að óvörum brast örskotsskyndilega flótti á hópinn (vægast sagt), en Jói sneri sér hins vegar rólegur að Tómasi, horfði hvasst í tómar augntóftir draugsa, beindi fumlaust og ákveðið vísifingri hægri hendi að honum og síðan hægt og rólega, en ákveðið, niður á við. Tómas varð bæði svo upptekinn og hugfanginn af bendingunni að hann seig óafvitandi niður undir fjörugrjótið án þess að taka eftir því. Þetta gerðist allt á örskotsstundu, svo snart að varla var á auga festandi. Það tók hins vegar u.þ.b. klukkustund af ná skelkuðu fólkinu saman. Það mun nú hafa jafnað sig að mestu.
Í annarri ferð um Selatanga náði Tanga-Tómas öllum að óvörum í hækil Dóru Ingólfsdóttur, þess frækna rannsóknarlögreglumanns, kippti snöggt í hækil hennar og sleit sinina án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Jói sá hvað var að gerast. Til að koma í veg fyrir fleiri atlögur draugsa greip hann þverhertan þorskhaus, sem hann hafði við brjóst sér og ætlaði til nestis, sló með honum í áttina til hans og hvessti brýrnar. Við það brá Tómasi svo mjög að hann rak í vöðlur, snarsnerist án þess að sjá sitt vænna og lét sig hverfa. Við þetta varð þorskhausinn svo forhertur að hann reyndist óhæfur til átu. Liggur hann enn við eitt þurrkbyrgið á Selatöngum. Jói hefur gjarnan sýnt hann til vitnis um atburðinn þegar hann hefur verið að ferðalanga fólk um svæðið. Af Dóru er það að frétta að hún gekk skamman tíma við hækju og greri síðan sára sinna. Þykir hún nú jafngóð eftir – ef ekki betri.
Saga er af Jóa er hann kom útilegumönnum að óvörum í helli við Kleifarvatn. Hann var þá á ferð með valdar maddömur úr Selvognum. Jói, Jói í Krýsuvíkurkirkjusem var orðinn þreyttur eftir langa hvunnstarfsdagsviku, hafði dormað í rútunni um stund þegar ekið var í niðardimmri þoku eftir Krýsuvíkurveginum, meðfram vatninu. Undir Hellum reis hann skyndilega glaðvaknaður upp úr sæti sínu og skipaði bílstjóranum að stöðva þegar í stað. Að því loknu bað hann bílstjórann að opna dyrnar. Síðan sté hann út mót lóðréttum móbergsvegg og aðrir fylgdu í kjölfarið. Jói gekk hiklaust inn um op á veggnum – og hvarf sjónum samferðafólksins. Stuttu seinna komu út um opið æpandi gæruskinnklædd fólkslíki, greinilega á hraðferð. Það hvarf inn í þokuna. Þegar betur var að gáð mátti inni í helli, sem þarna var, sjá bæli útilegufólksins; skinnfleti og jafnvel skraut á veggjum. Um þetta geta átján konur vitnað.
Dæmi eru um að Jói hafi brugðið sér í hin ólíklegustu gerfi. Þannig gat hann orðið stærri en hæstu gnýpur eða minni en hin minnsta arða. Ein áhrífaríkasta sagan, og sú trúverðugasta, er þó er hann hélt í einni ferð sinni um Reykjanesskagann tölu í Krýsuvíkurkirkju. Eins og flestir vita hefur kirkjan sú komið við sögu ýmissa atburða um aldir.
Eiríkur Magnússon, Krýsuvíkurkirkjagaldraprestur á Vogsósum (vígðist til Selvogsþings 1677) þjónaði henni t.a.m. um tíma og eru frægar þjóðsögur honum tengdum, s.s. af komu Tyrkjanna. Tók séra Eiríkur á móti þeim sunnan við kirkjuna og atti þeim með göldrum hverjum að öðrum er endaði með láti þeirra. Komst séra Eiríkur svo kurteislega að orði að ef ekki hefði verið fyrir messugjörðina og sunnudaginn hefði hann mælst svo um að þeir hefðu etið hvern annan. Lík ræningjanna ku vera dysjuð í Ræningjahól sunnan kirkjunnar.
Þetta er rifað upp og sagt vegna þess að uppstigu Jóa í prédrikunarstólinn á leið sinni um svæðið. Honum fannst ferðalangarnir áhugalausir og ákvað því að nota tækifærið og messa duglega yfir þeim. Til að gera langa sögu stutta má segja að það megi teljast mikil mildi að stólræðan varð ekki lengri en raunin var á – því bæði opnaðist utanliggjandi gröf og litlu átti muna að jörðin gleypti kirkjuna með hurðum og gluggum. Viðstaddir þökkuðu því sínum sælu fyrir að komast út heilu og höldnu. Áhugi þeirra var vakinn. Enn í dag má sjá hvernig Krýsuvíkurkirkja hallar á grunninum.
Þess ber að geta að hér er einungis sagt frá brotabroti þeirra ótrúlegu atvika er raunverulega hafa gerst á umliðnum árum.

Heimildir:
-Vottar og vitendur.

Sögusviðið

Hellishólsskjól

Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða er getið um fjárskjól í Hrauntungum – Hrauntunguhellrar. Sá hellir er með heillegri fyrirhleðslu í jarðfalli norðarlega í Tungunum. Stór birkihrísla hindrar leiðina að opinu.
Skjólið innanvertÁ hraunhvelinu er varða. Lýsingin segir hins vegar að „Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum.“ Þessi lýsing passar ekki við fyrrgreinda Hrauntunguhellra. Það hlaut því að vera annað skjól í efrigóm Hrauntungukjafts, skammt norðan Fjárborgarinnar.
Þegar nágrenni Fjárborgarinnar var skoðað mjög vandlega var gengið fram á sléttkolla hraunhóla og allnokkur jarðföll. Í einu þeirra reyndist vera mikil hleðsla fyrir skúta. Stór birkihrísla huldi innganginn svo og hleðsluna. Þegar inn var komið sást vel hversu vegleg hleðslan var. Mold var í gólfi og tófugras í því næst opinu. Sléttar hellur hafa verið notaðar fyrir þak. Ein þeirra var enn á sínum stað, en aðrar lágu í gólfinu. Rýmið var svipað og í fjárborginni. Innarlega var gat í gólfinu, að öllum líkindum greni. Kindabein voru utan við opið. Skjólið er vel hulið og ekki er að sjá að þarna hafi maður stigið inn fæti í langan tíma. Skjól þetta er að öllum líkindum svonefnt Hellishólshellir eða Hellishólsskjól, skammt frá Þorbjarnarstaðafjárborginni, eins og örnefnalýsingin segir til um. Ofan við jarðfallið hefur verið hlaðið skjól, nú fallið. Þar hefur smalinn væntanlega haft aðsetur.

Hrauntunguhellrar eru skammt frá Hrauntungustígnum  skömmu áður en hann fór upp á og yfir Brunann. Það er einnig í jarðfalli, sem fyrr segir. Vegghleðslan er enn mjög heilleg og „þakhellur“ enn á sínum stað. Þetta fjárskjól hefur varðveist mjög vel og reyndar mun betur en mörg önnur fjárskjól á Reykjanesskaganum. Birkihríslan hylur opið algerlega að sumarlagi, en að vetrarlagi er auðveldara að finna það eins og gefur að skilja.
HrauntunguhellrarHrauntungur hafa verið hið ágætasta beitarland. Bæði eru þar grasi grónar lægðir og birkið, sem gnægð er af, hefur dugað bæði vel og lengi. Gott skjól er í Tungunum, ekki síst undir Brunabrúninni þar sem gamburmosahraunið frá 1151 er mun hærra en hið u.þ.b. 5000 ára gróna Hrútagjárdyngjuhraun. Það orð hefur verið á þessu svæði að þar væri mikill draugagangur. Fer af því nokkrum sögum, sem ekki verða raktar hér. Þegar FERLIR var á ferðinni á milli skjólanna var farið að rökkva og orðið nær aldimmt þegar göngunni lauk. Það væri karlmannlegt að segja að einskis hefði orðið vart það sinnið, en þó verður að viðurkennast að ekki var allt sem sýndist.

Ljóst er að hraunin geyma marga mannvistarleifina – ef vel er að gáð.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði – ÖÍ.Kvöldroði í Hrauntungum

Hrískot

Gengið var frá Hrísakoti í Brynjudal um forna þjóðleið upp á Hrísháls, svonefndan Flúðastíg. Við hann er m.a. heit laug. Haldið var upp með Hvalskarðsá um Hvalskarð og inn að Hvalvatni (378 m.y.s.) með Súlur (1095 m.y.s.) og Hvalfell (848 m.y.s.) til sitt hvorrar handar. Framundan var Skinnhúfuhöfði þangað sem ferðinni var heitið. Í Skinnhúfuhelli bjó samnefnd tröllskessa.

Göngusvæðið

Lúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum í Brynjudal sagði forna leið, m.a. kirkjuleið, hafa verið um Hríshlíð um svonefndan Flúðastíg við Laugarlæk og yfir Hrísháls. Gatan hafi líklega legið þar allt frá þjóðveldisöld. Áður hafi verið fallegar hleðslur utan í stígnum í hlíðinni og hann flóraður á kafla, en eftir að Skógræktin hafi byrjað að athafna sig á Hrísakoti hefði verið farið með torfærutæki upp eftir stígum og hann aflagaður. Heit laug er ofarlega í hálsinum við gömlu leiðina, í Laugalæknum. Þar má enn sjá verksummerki eftir framkvæmdir hugvitsmannsins Lúthers Lárussonar, sem bjó á Ingunnarstöðum fyrr á síðustu öld. Þá sagði Lúther frá fornum bæjum, s.s. Múla og Þorbrandsstöðum. Sá fyrrnefndi var undir Múlafjalli í norðanverðum dalnum, en var færður suður yfir ána, í Skorhagaland, um 1600. Enn megi sjá tóftir í gamla bæjarstæðinu.
FlúðastígurÍ örnefnalýsingum Hrísholts (Hrísaholts) í Brynjuadal segir m.a.(Þorlákur G. Ottessen)*:“
Heim við Hrísakotsbæinn var lind vestur við þar sem mýrin og túnið mættust, sem vatn var alltaf sótt í, alltaf kölluð Lindin. Þar fraus aldrei. Austan við bæinn var lækur, alltaf kallaður Lækurinn. Hann kom úr Bæjargili, sem er nokkuð stórt gil fyrir ofan bæinn, þar sem hægt var að ganga upp á Múlafjall til að stytta sér leið.
Þegar farið var inn yfir Hrísháls inn í Botnsdal, var farið fram hjá fjárhúsunum og þau þá höfð á hægri hlið og farið fram að svokölluðum Laugalæk, sem er beint upp af Gráakletti og skiptir löndum. Síðan var farið upp Laugabrekkur, sem eru kjarrivaxnar neðan til og liggja meðfram læknum.  Upp í brekkunum var dálítið engjastykki, sem nytjað var frá Hrísakoti.  Í þessum brekkum var Laug, pyttur, sem seytlaði úr í lækinn.  Í Lauginni var ca. 40° hiti. Laugalækur var ekki vatnsmikill.“
Ari Gíslason segir í sinni lýsingu um þessa: „Ef gengið er upp vestan við dalinn upp hálsinn, er þar nefnt Hrísasneið upp á Hrísháls. Fram af Hrísasneið er Laugalækur, smálaug þar í brún, og brekkur upp við hálsbrún heita Laugabrekkur. Þessi lækur er allvatnsmikill.“
HvalfellGengið var upp með Laugalæk eftir stíg, sem liggur að heitavatnslindinni fyrrenndu. Á vettvangi mátti sjá alls kyns drasl, bæði járn og timbur. Augljóst var að þarna hafði fyrrum verið hlaðin umgjörð um lindina, en hleðslan var að mestu komin undir bakka er skreið fram úr hlíðinni. Einhverju sinni hefur verið byggt yfir lindina með timbri og bárujárni. Inni var þá trékerald tl baða, en síðar hefur verið sett handsnúin þvottavél (tunna með tveimur þvertrjám). Ljóst er að staðurinn hefur bæði verið notaður til baða og þvotta á meðan Hrísakot var í byggð.
Flúðastígur var rakinn áfram upp á Múlafjall og stefan síðan tekin á Hvalsskarð, yfir Leggjabrjót.

GlæðaHvalfell er móbergsstapi (848 m.y.s.) sem varð til við eldsumbrot undir jökli. Efst er þó grágrýti sem bendir til þess að eldgosið verið komið upp fyrir vatnsborðið og hraun náð að renna ofan á gjóskulögunum. Vegna móbergsins í neðri hluta fjallsins, hafa ár og lækir átt mjög auðvelt með að sverfa gil, gljúfur og hvilftir í fjallið og er það eitt af einkennum þess.
Súlurnar eru nokkrar, s.s. Miðsúla (1086 m.y.s.), Háasúla (1023 m.y.s.), Syðstasúla (1093 m.y.s), Vestursúla (1089 m.y.s.) og Súlnaberg (954 m.y.s.).
Í Hvalsskarði var gengið fram á hringlaga hleðslu undir flögubergsbakka. Þarna var greinilega um fornt gerði eða rétt að ræða; sennilega rúningsrétt. Glæðuskrautið þar efra er óvíða fegurra. Þarna gætu vel verið fleiri minjar ef Gerðigaumgæft væri og meiri tíma varið til leitar og skoðunnar á svæðinu.
Ofan Hvalsskarðs blasir Hvalvatnið, stórt og mikið.
Í þjóðsögunni um Melabergsmanninn (Rauðhöfða) segir m.a. að Melabergsmaðurinn verði að ægilegu illhveli sem sest að í Faxaflóa og eirir þar engu. En eins og í öllum góðum þjóðsögum kemur prestur nokkur til sögunnar sem veit lengra en nef hans nær og tekst að seiða hvalinn inn eftir Hvalfirði og upp ána sem rennur í fjörðinn. Það var hvalnum mjög erfitt sökum vatnsleysis.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson minnast á „lygilega munnmælasögu“ í Ferðabók sinni og segir þar að fyrir ofan Hvalvatn séu risastór ævaforn hvalbein.
HvalfellLengi var Hvalvatn talið vera dýpsta vatn landsins, 160 m, en síðar kom í ljós að Öskjuvatn á metið, 217 m. Ekkert undirlendi er vatnsmegin við Hvalfell, en víðar sléttur norðan og austan megin vatnsins.
Undir litlum klettahöfða um það bil kílómetra í austur frá stíflunni, er Arnesarhellir.
Í fyrrnefndri ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir um Hvalvatn: „Hvalvatn  á Botnsheiði verður að teljast  til merkisstaða í  sýslu þessari. Það dregur nafn af hvalbeinagrind, sem sagt er að hafi fundist þar. Alþýða manna segir, að enn sé þar að finna geysistórt hvalbein, og sagnir erlendis frá herma, að slíkar leifar sé þar að finna frá dögum syndaflóðsins.
Af þessum ástæðum þótti okkur ekki Frostmyndunfært að láta Hvalvatns ógetið með öllu. Við höfum ekki komið þar, en fullyrðingar tveggja greinagóðra manna hafa sannfært okkur um, að leifar þær sem frá var greint, séu einungis mosavaxinn steinn.“

Af þessu má draga þá ályktun, að Eggert og Bjarni hafi ekki alltaf látið vafasamar sögur hlaupa með sig í gönur. Þeir hafa áreiðanlega verið að velta fyrir sér nafninu á vatninu og firðinum og fundist upplagt að bæta sögunni við.
Sjá meira um Hvalvatn HÉR og HÉR.
Skinnhúfuhöfði er handan vatnsins. Hann er kenndur við tröllskessuna Skinnhúfu, sem bjó í helli í höfðanum, eftir því sem þjóðsögur herma. Fjær skartaði Kvígindisfell sinni fegurstu snæhettu í sólskininu.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.
Heimildir m.a.:
-*
Þorlákur G. Ottesen, f. 20. júlí 1894. Var frá 4-23 ára aldurs á Ingunnarstöðum og í Hrísakoti. Páll Bjarnason skráði 27. ágúst 1976.
-Lúther Ástvaldsson frá Þrándarstöðum.
-Ari Gíslason – örnefnaskráning -ÖÍ.

Skinnhúfuhöfði

Skipsstígur er gömul þjóðleið milli Grindavíkur (Járngerðarstaða) og Njarðvíkur.
Í dag má sjá götuna Vegavinnuskjolmilli Sjónahóls ofan við Njarðvík að Nesvegi ofan Járngerðarstaða. Gatan er vörðuð alla leiðina og er Títublaðavarðan sú syðsta. Sagan segir að nafnið sé til komið annað hvort vegna þess að áhafnir hafi borið skip sín (árabáta) á milli byggðalaganna eftir því sem viðraðist eða að fiskimenn hafi gengið þessa götu milli staðanna til og frá skipi (veri).
Þegar nýi Grindavíkurinn (akvegurinn) hafði verið lagður 1918 lagðist umferð um Skipsstíg niður. Á a.m.k. tveimur stöðum má sjá kafla þar reynt hefur verið að laga gömu götuna og gera hana vagnfæra.
Báðir staðirnir heita lágar, þ.e. Lágafallslágar sunnan Heimastaklifs og Gísllágar sunnnan Vörðugjár. Þar hefur gatan verið unnin; hlaðið í kantana og fyllt á milli með möl og grús. Kaflinn í Lágafellslágum er heldur lengri. Báðir staðirnir hafa það sammerkt að við þá eru skjól, sem vegavinnumenn hafa hafst í.
GislhellirÍ Gíslhelli er mikil vegghleðsla í hraunrás og í syðra er aflangt hraunhveli, opið í báða enda. Svo virðist sem vegkaflarnir hafi verið valdir með hliðsjón af skjólum þessum. Þarna hafa vegavinnumen getað leitað afdreps í vondum veðrum, rigningu og sudda.
Talið er líklegt að vegaframkvæmdir þessar hafi verið þáttur í tímabundinni atvinnubótavinnu í kringum aldamótin 1900. Annað hvort hefur einungis lítilli fjárhæð verið varið til verksins af hálfu hreppsins eða það lagst af vegna þess að þátttakendur hafa fengið atvinnu við annað. Auk þess gerði tilkoma bílsins um þessar mundir það að verkum að gerð vagnvega varð óþörf því sjálfrennireiðin gerði kröfu til annars konar vegagerðar.

Gíslhellir

Við Gíslhelli við Skipsstíg.