Gálgaklettar

Gengið var frá Skerseyri um Langeyri, litið á landamerkjavörðu Hafnarfjarðar og Garðabæjar neðan Bala, kíkt undir Balaklöppina, haldið yfir að Garðalind, skoðuð verk steinsmiðsins mikla frá Görðum, spáð í Völvuleiði og Garðastekk og síðan Sakamannagatan gengin að Gálgaklettum.
Skerseyri og Skerseyrarmalir var nefnd fjaran frá gamla Hafnargarðinum út að Langeyri. Langeyri var í raun stutt eyri á Langeyrarmölum, en hún náði allt að Markavörðunni á Balaklöppum.

Balavarða

Balavarða.

Á Balaklettum var gengið að Markavörðu. Björn Árnason, bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði, sagði eitt sinn að þeir bæjarstarfsmenn hefðu gengið að markavörðunum í landi Hafnarfjarðar og “gert þær varanlegri með steinsteypu.” Þannig hafi þeir “steypt upp hlöðnu vörðurnar á Balakletti, í Engidal við Hafnarfjarðarveginn, á Miðdegishól, á Hádegishól, við Setbergsfjárhelli, við Markrakagil og víðar.
Skarfur þakti klappirnar utan við ströndina.
Guðmundur Kjartansson kannaði mó og jurtaleifar við Balakletta um 1970. Reyndist aldur jurtaleifanna verð aum 7000 ára, en niðurstaðan gefur til kynna hvenær Búrfellshraunið (Garðahraun) hefur runnið. Nokkru austar er Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar. Bali er ofan við kampinn.

Bali

Bali – Sléttubraut.

Til fróðleiks má geta þess að austan undir Balatúni er vegarspotti, kallaður Sléttubraut. Sigurgeir Gíslason, vegaverkstjóri, lagði þennan veg, en nefndur Sigurgeir var m.a. verkstjóri við Gamla Grindarvíkurveginn á árunum 1914-1918.
Þá tóku við Dysjar. Gengið var framhjá Dysjatjörn, en á flóðum flæðir inn í hana.
Þá var gengið um land Pálshúss og síðan áfram um Garðamýri, inn á Lindargötu og eftir henni að Garðalind. Skammt vestar var Sjávargatan frá Görðum. Hlaðin brú er á götunni neðan við lindina, aðalvatnsból Garðhverfinga. Við lindina liggur gríðamikið bjarg, Grettistak. Vestan við Garðalind var í eina tíð Garðhúsabrunnur með allgóðu neysluvatni. Þar drapst sauðkind og var þá brunnurinn fylltur með grjóti og jarðvegi eins og svo algengt var um allt Reykjanesið og víðar.

Garðar

Garðar – legsteinn.

Við Garða má sjá mikla garða. Á loftmyndum má t.d. sjá Garðatúngarð. Garðinum var skipt í Vesturgarð og Austurgarð. Bærinn Krókur stóð við Austurtúngarð og Krókstún niður við bæ. Vestan og neðan kirkjugarðs var Sjávargatan (Gata) niður að sjó. Við sjávargötuna var þurrabúðin Hóll. Sjá má tóftir hennar neðan við norðvesturhorn kirkjugarðsins.
Margir telja að Garðar séu landnámsjörðin í Álftaneshreppi hinum forna, en hún hét Skúlastaðir. Ekki liggur þó fyrir með óyggjandi hætti hvar Skúlastaðir voru, sbr. Skúlatún ofan Undirhlíða.
Garðakirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Í Garðasókn eru tvær kirkjur: Garðakirkja og Vídalínskirkja. Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðrum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Björn Th. Björnsson listfræðingur velti fyrir hver steinsmiðurinn mikli í Görðum væri. Í þeim vangaveltum kom m.a. fram eftirfarandi:
“Allt of lengi hefur það farið fram hjá mönnum, að hér syðra, í næstu nálægð höfuðstaðarins, eru til slík steinhöggsverk sem vekja jafnt undrun og aðdáun á þeim ókunna manni sem beitti þar hagleik sínum. Er þar átt við svokallaða ,,Garðasteina“ stóra legsteina í kirkjugarðinum í Görðum á Álftanesi og í nálægum görðum, Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, úr kirkjugarðinum á Gufunesi í Mosfellssveit og á Þingvöllum. Allt eru þetta stórir steinar, sem næst í grafarstærð, höggnir úr ljósu grágrýti með frábæru klassisku letri og margvíslegri myndskreytingu. Grjót þetta virðist steinafræðingum annaðhvort vera úr Garðaklettum eða úr hömrunum á Setbergi, þar skammt frá.

Garðalind

Garðalind.

Vel má ímynda sér verkferilinn við slíkt steinhögg: Fyrst að kljúfa tilætlaðan stein úr berginu, og þá líklegast með frostþenslu trékíla, svo sem reykvískir legsteinasmiðir gerðu síðar á Skólavörðuholti. Næst er að flytja steininn heim á þann stað þar sem hann á að vinna. Kemur þar naumast annað til greina en sleði á vetri. Kemur þá að því þolinmæðisverki að jafna steininn undir og yfir, slétta hann ofan og fága, höggva brúnir. Loks kemur að hagleiksverkinu sjálfu: mæla út og reikna fyrirferð letursins, stað myndskreytinga og jafnvel teikna fyrir þeim. Eftir allt þetta kemur loks til meitils og hamars, þar sem smiðurinn situr á steininum og stýrir eggjárninu um hina fögru stafi. Allt er letrið á þessum steinum hrein antikva, þ.e. rómverskt jafnstilka letur, oftast með fæti og höfði, andstætt steinskriftarletri, sem hann notar samt á elzta steininn.
Þegar hugað er að aldri legsteina, hafa þeir það fram yfir flest önnur hagleiksverk, að ártals er þar getið. Markar það tímann á eldri veginn, en mörg dæmi eru hinsvegar til þess að minningarmörk séu gerð alllöngu eftir andlát og greftrun manns.

Garðar

Legsteinn yfir guðmund Sigurðsson í Garðakirkjugarði.

Í sögu lærðra manna á 17. öld er aðeins einn mann að finna sem uppfyllir kosti steinsmiðsins, og þá ekki sízt um stað og tíma. Sá maður er Þorkell Arngrímsson sem var guðsþénari í Görðum á Álftanesi um nær tvo áratugi, frá 1657 eða ’58 og til dauðadags 1677, á þeim tíma sem flestir steinarnir eru höggnir.
Líklegt er um mann með þann feril, að hann hafi verið vel búinn tækjum og áhöldum til viðureignar við steina, enda stóð hugur hans svo lítt til prestsskapar, að hann segir í bréfi til biskups 1657, að ,,höfuðsmaðurinn Henrik Bjelke er að knýja mig mig til þess að taka Garða á Álftanesi“; hefur viljað hafa slíkan vísindamann nálægt sér. En þar sem ekki var af öðru lífvænt hér á landi, gekkst hann undir það jarðarmen árið 1658. Ekki varð prestskapartíð Þorkels Vídalíns með neinum friði, heldur eilífum róstum og ákærum sóknarbarna hans, enda hefur hugur hans staðið til annars frekar en messusöngs yfir illviljuðum sálum.

Henrik Bjelke

Henrik Bjelke.

Í stað slíkra leiðindaverka rannsakaði hann hverina á Laugarnesi, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík og Surtshelli, og meitlaði steingervinga úr berglögum handa erlendum vísindamönnum. Milli þess hefur hann setið á hlaðinu heima í Görðum og hoggið út þessa makalausu legsteina. Enn er slíkt þó tilgáta ein og til frekari rannsókna.
Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan við Álftanesveg. Þar lá vegurinn (Fógetastígur) um til Bessastaða allt fram á nítjándu öld. Nafnið er frá þeim tíma er dómsvaldið var á Bessastöðum. Eins og fram hefur komið í öðrum FERLIRslýsingum (t.d. FERLIR- 541) um svæðið er Gálgahraun hluti Búrfellshrauns. Við stíginn má sjá vörðubrot og hleðslur á a.m.k. tveimur stöðum. Ekki er útilokað að þar kunni að leynast dysjar genginna vegfarenda.

Völvuleiði

Völvuleiðið í Garðaholti ofan Dysja.

Völvuleiði er við Holtsendann, austan til á Garðaholti. Gamall stígur, Kirkjustígur (sjá FERLIR-541), lá við Völvuleiði. Á 18. öld er þess getið í lýsingu séra Markúsar Magnússonar. Hann segir að fornar sagnir séu um Völvuleiði. Þar sé grafin Völva (spákona), sem farið hafi um í heiðni. Bóndinn í Pálshúsi vísaði FERLIR á Völvuleiðið á sínum tíma. Völvuleiði munu vera til víða um land og segir t.d. af einu þeirra í Njálssögu.
Í örnefnaslýsingum Garðabæjar segir að Mæðgnadys sé í norðanverðu Garðaholti, sunnan við Presthól. Svo virðist sem fyrri hluti lýsingarinnar sé rétt (í norðanverðu Garðaholti), en síðari hlutinn getur vart staðist.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

Garðagata var reiðgata eða stígur frá Garðahliði norður yfir Garðaholt, fast austan við skotbyrgi frá síðari heimstyrjöldinni, vestan Götuhóls, norður í Álftanesstíg. Við nefnda Garðagötu er dys, vinstra megin þegar gengið er til norðurs, norður undir Garðaholti. Öllu sennilegra er að þarna sé um Mægðnadys að ræða, enda við götu þar sem algengt var að dysja látna ókunna ferðalanga.
Skotbyrgi frá stríðsárunum eru í Garðaholti sem og skotgrafir frá þeim tíma. Ein þeirra tekur í sundur Garðagötuna hina fornu efst á hæðinni. Að norðanverðu má sjá hana síðan liðast niður hlíðina, í átt að Álftanesvegi hinum nýja.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Utan í vesturhraunbrún Gálgahrauns, norðan við Krummakletta, er Garðastekkur, allstór hraunhlaðin fjögurra hólfa rétt, sem notuð var fram til 1930. Leifar af fimmta hólfinu sést enn. Þar hjá er gróin tóft er gæti hafa verið stekkurinn sjálfur. Stekkjartún hefur verið í kringum stekkinn og hefur það verið ræktað upp. Norðan við stekkjartúnið eru kálgarðar frá síðustu öld, en um 200 m norðan við stekkinn er gömul hleðsla í hraunbrúninni, sem gæti verið leifar af eldri stekk. Á hraunbrúninni ofan við réttina er gömul fjárborg, sem enn sést móta vel fyrir.

Fógetagata

Fógetastígur.

Fógetastígurinn liggur þarna upp í Gálgahraunið skammt norðar. Hann var alfaraleiðin um hraunið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið; liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes.

Utar með Lambhúsatjörninni var Selskarð. Bæjarhóllinn í Selskarði er hár og greinilegur og fast upp við þjóðveginn að austan. Hann geymir leifar eftir a.m.k. 600 ára mannvist og eflaust talsvert eldri. Telja má þær til merkustu fornleifa á þessu svæði.

Gálgastígur

Sakamannagata.

Gálgahraunsstígurinn nyrðri (neðri) var einnig nefndur Gálgastígur eða Sakamannastígur. Þegar komið var yfir hraunhrygg á stígnum birtust Gálgaklettanir framundan, seiðmagnaðir, svartir upp úr annars hvítum freranum í einum mestu vetrahörkum nóvembermánaðar síðan 1985. Gálgaklettarnir eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi. Í raun er um háan hraungúlp, glóandi kvikuhólf, að ræða er lokast hefur af í storknandi hrauni og flætt hefur frá allt um kring. Við það myndaðist margklofinn hraunhóll sem svo algengt er í hraunum Reykjanesskagans. Ef skoðað er umhverfi Gálgakletta má sjá jarðfræðilega skál vestan þeirra.

Líklega hefur hún verið betrumbætt að hluta, en hún er a.m.k. vel gróin með mynduðum veggjum.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Þarna gætu hafa farið fram einhvers konar atfhafnir fyrrum. Stígurinn upp í klettana að vestanverðu liggja upp með garðinum. Skammt er þaðan upp að klofinu, þar sem þvertré á að hafa verið yfir og reipi niður úr. Ef vel er að gáð má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna. Vel má gera sér í hugarlund hvernig aftakan hefur gengið fyrir sig því aðstæður tala sínu máli – þó ekki væri annað en að horfa frá klofanum uppi í klettunum heim að Bessastöðum, þar sem yfirvaldið hefur setið, sæmilega öruggt, og séð þegar “réttlætinu” var fullnægt. Sagnir eru bæði um að farið hafi verið með sakamennina gangandi að Gálgaklettum frá dómsuppkvaðningu í Kópavogsþingi (stað erfðahyllingarinnar) eða á bát frá Bessastöðum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Úr því fæst ekki skorið nema beint „samband“ náist við einhvern, sem þekkti til. Annars eru Gálgaklettar ágætt dæmi um andspænistákn samfélagsins; sjálfstöku samtvinnaðs embættisvalds og dómsvalds annars vegar og vonlitla baráttu alþýðufólksins gagnvart hvorutveggja hins vegar ef þannig skipaðist veður í lofti. Oft mátti lítið út af tilviljunum bera hjá hinum síðarnefndu til að “friðþæg” yfirstéttinn gripi til geðþóttaákvarðana. Í rauninni hefur lítil breyting orðið þar á, þótt “myndbreytingin” sé nú önnur en var. Staðreyndin er sú að margur “baráttumaðurinn” var því miður dæmdur saklaus eða fyrir litlar sakir og varð gert að taka afleiðingum, ekki endilega af sínum gerðum, heldur af hugdettum og ákvörðunum annarra að tilteknum ákveðnum hagsmunum – líkt og enn tíðkast. Dæmi þar um er dómurinn yfir Hólmfasti forðum. Þjóðfélagið hefur í rauninni lítið breyst þrátt fyrir aukna reynslu og aukna menntun – því miður.

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Gálgaklettarnir í Gálgahrauni eru ágæt áminning þar um.
Lengi voru munnmælasögur um bein í skútum í hrauninu við Gálgakletta, en Gísli Sigurðsson telur líklegt að sakamenn hafi að henginu lokinni verið dysjaðir í Gálgaflötinni skammt norðan við Gálgakletta.

Gengið var um Gálgahraun yfir að Fógetastíg, hina fornu leið um Gálgahraun frá Reykjavík og Bessastaða, og hann rakin til vesturs og síðan gengið um Hafnarfjarðarhraun, stystu leið að upphafsstað.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifakönnun – FL FS087-99081 – 1999 – OV
-www.nat.is
-http://www.kirkjugardar.is/kgsi/bautast2/steinsmidur.html
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2001
-Saga Hafnarfjarðar – 1983.

Garðahverfi

Garðahverfi – Örnefnakort – ÓSÁ.

Prestsvarðan

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra PrestsvarðaSigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Varðan var hlaðin upp fyrir stuttu, letursteinninn hreinsaður og honum komið aftur fyrir á sínum stað við vörðuna – þar sem hann er í dag.
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“). Ártalið er 1876.

-Rauðskinna II 295.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Kjalarnes

Kleifarsel var, skv. heimildum, eitt þriggja selja frá Nesi í Grafningi. Það var í Jórukleif. Hin selin; Klængssel og Vallasel, voru undri Selklettum og nágrenni.
Kleifarsel-01Landnáma getur ýmissa manna sem land námu á svæðinu og er Ingólfur Arnarson þar fyrstur nefndur til sögunnar og spannaði landnám hans land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli ok Öxarár, ok öll nes út.“ Þorgrímur bíldr er talin hafa byggt í landnámi Ingólfs, nánar tiltekið öll lönd fyrir ofan Þverá og byggði að Bíldsfjalli. Leysingi Þorgríms Steinröðr nam síðan öll Vatnslönd og bjó að Steinröðarstöðum. Þá skal getið Hrolleifs Einarssonar Ölvissonar sem nam lönd til móts við fyrrnefndan Steinröð fyrir utan Öxará.“
En hvar voru nefndir „Steinröðarstaðir“? Í Árbók fornleifafélagsins 1899 reynir Brynjúlfur Jónsson að svara spurningunni:
II. Steinrauðarstaðir (?); Svo segir í Landn. V. 13. »Hann (Steinröðr) eignaðist öll Vatnslönd, ok bjó á Steinrauðarstöðum«. Nafnið Steinröðarstaðir er nú týnt, og vant að gizka á, hvar bærinn hefir verið. Það eitt er víst, að hann hefir staðið við vatnið, því kringum það nam Steinröður land. Liggur nærri að hugsa, að það sé hann, sem nú ber nafnið Þingvellir, og hafi þar strax verið aðalbærinn við vatnið. Það mun þó ekki hafa verið, því af Íslendingabók má ráða að áður en alþíngi var sett, hafi bærinn Þingvellir heitið: Í Bláskógum. Og þar sem Landn. segir að Hrolleifr »nam lönd til móts við Steinröð öll fyrir utan Laxá ok bjó i Heiðarbæ, þá virðist það benda til að Steinröðarstaðir hafi verið sama megin við vatnið sem Heiðarbær, eða vestan við það.
Kleifarsel-8Á því svæði mundi því helzt að leita rústa Steinröðarstaða. Og fornar rústir eru þar á 3 stöðum, i Nesjalandi:
1. Vatnsbrekka heitir fögur brekka við vatnið í útnorður frá Nesjum. Hún liggur suðaustan i aflöngum ás, sem þar er langs með fjallshlíðinni. Milli ássins og hlíðarinnar er dalmyndað undirlendi, er heitir Nesjakleyf; breikkar það til suðurs, en mjókkar til norðurs unz það þrýtur og verður að einstigi. Er þar gata frá Nesjum til Heiðarbæjar. Vatnsbrekka snýr eigi að Kleyfinni heldur að vatninu. Hún er skógi vaxin ofan til, og kvað öll hafa verið skógi þakin fyrir eigi alllöngu. En nú er talsvert af henni notað til slægna. Hún nemur góðri túnstærð að víðáttu. Syðst er nyrðri brún hennar við vatnið nokkuð há, en lækkar austur með því. Þar eru rústir skamt upp frá vatninu. Vestast er mesta tóftin, nál. 10 fðm. ibng og nær 4 fðm. breið út fyrir veggi. Miðgafl virðist hafa verið um 4 al. frá vesturenda. Þar litlu austar er líkast að dyr hafi verið á suðurhliðvegg, þó verður það eigi ákveðið. Og öll er tóftin svo fornleg og niðursokkin, að gætu þarf til að átta sig á henni. Þó virðist auðsætt, að það sé bæjartóft. Við austur enda hennar er önnur tóft, litil og full af grjóti. Þá er hin þriðja austast og er sú glöggust og nýlegri en hinar. Gæti það verið fjárhústóft, er síðar hefði verið sett t. a. m. í fjóstóftina.

Kleifarsel-2

Þar austan við vottar fyrir leifum af tóft, ef til vill heystæði, og má vera að úr henni hafi verið tekið efni í fjárhússveggina, — því ekki hefir fjárhúsið verið sett þar fyr en bærinn var aflagður, er virðist hafa verið allsnemma. Bak við rústirnar liggur djúp laut er lítur út fyrir að hafa verið ræsi, til að verja húsin fyrir vatnsuppgangi undan brekkunni. Litlu ofar er girðing, aflangt kringlótt, nál. 5X6 fðm. innanmáls. Þar á sjást engar dyr, því hefir það varla verið gjafahringur (»gaddur«), og tilheyrt fjárhúsinu, en líklegra að það hafi verið akur eða hvanngarður, og tilheyrt bænum. Skyldi eg nokkurs geta til um Steinröðarstaði, þá þætti mér líklegast, að þeir hefði verið hér. Vatnsbrekka er fegursti staðurinn sem til er við vatnið, og þar er hægt til skógarhöggs, útbeitar og veiðiskapar, svo að eigi mundi annarstaðar betra.

Kleifarsel-3

2. Setbergsbalar heita uppi undir hlíðinni, þar sem undirlendið er farið að breikka, og eru kenndir við klett einn i hlíðinni þar upp undan, er Setberg heitir. Djúp og mjó laut er milli balanna og hlíðarinnar, og einnig er lægð niður frá bölunum bakvið ásinn, sem Vatnsbrekka er hinum megin í. Á Setbergsbölum eru allmiklar rústir og misgamlar. Hin vestasta er miklu nýlegust, og skal eg láta ósagt, hvort það hefir verið kot eða sel, tel hið fyrra þó líklegra. Hún er 8 fðm. löng og 4 fðm. breið um miðjuna. Dyr eru á miðri suðausturhlið, og þar fyrir innan 2 tóftir, sín til hvorrar handar og hin þriðja beint innúr. Vestast er sérstök tóft, opin mót vestri. Sérstök tóft gengur og suður úr norðausturendanum, líklega fjárrétt. Litlu austar er sú rústin sem fornust sýnist. Hún sést ógjörla nema vel sé að gáð. Hún virðist vera skift í 3 tóftir, og er hin vestasta stutt og breið og eins hin austasta, en miðtóftin löng og mjó. Dyr virðast hafa verið á vesturenda. Enn litlu austar er hin þriðja rúst, lítið glöggvari, 6 fðm. löng og 4 fðm. breið, meðdyr í suðausturhorni og afhlaðna innitóft í norðausturhorni. Fleiri rústir óglöggar, eru þar. Þessi staður er eigi lengra frá Vatnsbrekku en svo, að ganga má á 10 mínútum, og næstum þar uppundan, en örskammt milli vatns og fjalls. Þykir mér því fremur ólíklegt, að hér sé um tvær aðskildar jarðir að ræða, heldur sé alt sama jörðin, Steinröðarstaðir; hafi þar snemma verið tvíbýli og annar bærinn settur uppi á Setbergsbölum. Sá er þar bjó hafi síðar lagt Vatnsbrekkubæinn undir sig og sett þar fjárhús, en bygð haldist lengi á Setbergsbölum, þar til skriða má hafa tekið af vatnsbólið, sem líklega hefir verið í hinni djúpu laut. Nú er hvergi vatnsból hjá Setbergsbölum.
Í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 kemur eftirfarandi fram um rústir í Kleyfardölum: „Kleyfardalur heKleifarsel-5itir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru engar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breið hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tóftarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) [týndar tóftir og þó] og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.“
Brynjúlfur er hér að lýsa framangreindum tóftum í Jórukleif – fyrir rúmri öld síðan. Tóftir kotsbæjar í Kleyfardölum. Jórukleif heitir eins og kunnugt er eftir Jórunni bóndadóttur úr Sandvíkurhreppi í Flóa, sem ærðist þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati. Hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Svo hljóp hún með lærið yfir Ölfusá og upp Grafning og nam ekki staðar fyrr en uppi í Hengli. Þar settist hún að í Jóruhelli. Af Jórusöðli, hnjúk í Henglafjöllum, fylgdist hún með ferðamönnum bæði sem fóru um Grafning og Dyraveg. Í Jórukleif sat hún svo fyrir ferðamönnum, rændi þá og drap. Þessu linnti ekki fyrr en Noregskonungur fann upp ráð til að koma henni fyrir kattarnef.
Kleifarsel-6Í heimildum er getið um þrjú sel frá Nesjum; Kleifasel, Klængssel og Vallasel, öll í nánd við Selkletta, Selklif og Selskarð. Hvort um hafi verið að ræða sömu selstöðuna er ekki getið. Klængssel mun hafa verið vestan undir Selklettum, Kleifarsel í Jórukleif og Vallasel þar sem Nesjavallabærinn var síðar reistur suðvestanvert nið Nesjahraun. Selbrúnir eru ofan Torfadalslækjar við Jórugil. Ölvisvatn hafði selstöður í Gamlaseli við Selhól. Krókur hafði og selstöðu í heimalandi við Kaldá, á Seltöngum, líklega í Nýjaseli, sem þar er. Þá var sel á Selflötum frá Úlfljótsvatni. Austar og ofan við Selflatir er Úlfljótsvatns-Selfjall. Norðan þess er Svartagilsflöt. Þar við tjörn er Ingveldarsel, sel frá Úlfljótsvatni.
Selfellin eru fleiri á þessum slóðum. Villingavatns-Selfjall er inn á Hálsinum og Seldalur norðaustan þess, norðvestan Dagmálafells. Í Seldal eiga að vera tóftir tveggja selja, annars vegar Botnasel, sel frá Úlfljótsvatni, og hins vegar frá Villingavatni.
Nesja mun fyrst getið í gjafabréfi frá 1539. Gaf Erlendur Þorvarðarson lögmaður Margréti dóttur sinni jörðina ásamt mörgum öðrum til giftumála. Þá er jarðarinnar getið í Gíslamáldögum vegna þess að þaðan var kirkjusókn að Ölfusvatni.

Kleifarsel-8

Kleifarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Afrétt áttu Nesjar að sögn Jarðabókar Árna og Páls árið 1706 undir Hengli en um afrétti er fjallað síðar. Þá áttu Nesjar samkvæmt sömu heimild fleiri en eina selstöðu: „Selstöður á jörðin í sínu eigin landi, kallaðar Kleifasel, Klængsel og Vallasel.“
Þegar selstaðan í Kleifarseli var skoðuð komu í ljós bæði mun fleiri og mun eldri minjar en ætla mætti í fyrstu. Hafa ber í huga að engin rannsókn hefur farið fram á minjasvæðinu, hvorki hvað varðar aldursgreiningu né nýtingu. Minjasvæðið var dregið upp. Heimildir eru um að skriður hafi hlaupið yfir minjarnar, s.s. brunninn og jafnvel skálann. Sýnilegar minjar gefa þó glögg vísbendingu um a.m.k. tvennt; um er að ræða bæði fornar minjar frá mismunandi tímabilum og svo einni þeirri nýjustu (syðsta tóftin). Síðastnefnda tóftin er greinileg; sjá má glögglega útlit hennar og hleðslur í veggjum. Þá er dyraopið enn greinilegt. Veggir eru grónir og standa vel, um 60 sm breiðir og 90 sm háir. Norðan hennar eru veggir eldri minja, hugsanlega fjós eða skáli (tengist selstöðu). Við hlið hennar norðanverða virðist vera vinnsluaðstaða fyrir afurðir. U.þ.b. 10 metrum norðar eru leifar enn eldri minja, líklega sambærilegra. Þá kemur lægð á milli hóla og ofan á þeim nyrðri er hringlaga gerði, mögulega fjárborg eða jafnvel nátthagi eða hestagerði undir það síðasta. Nú hefur borgin verið rofin með lagningu bílslóða í gegnum hana (sem verður að þykja mjög miður). Fleiri tóftir má greina þarna í brekkunum.
Í einni örnefnalýsingu fyrir Nesjar segir m.a. um þennan stað: „Jórukleif heitir langt klettabelti, sem liggur frá suðvestri til norðausturs. Að norðan endar Jórukleif í Sigríðarkleif, sem er syðst í Heiðarbæjarlandi, skammt norður af Vatnsbrekkum. Gróinn stallur er í Jórukleif, um miðja kleifina, sem heitir Setberg, og undir því er Setbergsból. Þar var búið, var síðast einsetumaður. Þar sést fyrir tóftum og túnskækli, og munu þær minjar hafa verið friðlýstar fyrir mörgum árum. Tóftarbrot eru líka í
Vatnsbrekkum, og mun einnig hafa verið þar býli.“ Hér er staðurinn nefndur „Setbergsból“.
Ljóst er að þarna er um að ræða verulega verðmætar fornminjar, sem ekki hefur verið gefið nægilega sanngjörn athygli.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nesjar í Grafningi
-Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899, Rannsókn sögustaða í Grafningi í maímán. 1898. Eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 3-5.

Jórutindur

Jórutindur.

Skagagarðurinn

Við Skagagarðinn í Garði (Suðurnesjabæ) er meðfylgjandi skilti við minnismerki um garðinn:

Skagagarður

Skagagarðurinn – minnismerki.

SkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarðurSkagagarður

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Skálareykir

Skálareykir. 

Grindavík

Eftirfarandi er lýsing Geirs Barchmans, sóknarprests á Stað í Grindavík, á landamerkjum Grindavíkur. Hafa ber í huga að þegar þetta er skrifað hafði Geir verið u.þ.b. eitt ár í Grindavík og virðist ekki vel kunnugur öllum staðháttum.
Valahnukur„Fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn í Grindavík og Krýsuvíkursókn. Staðarsókn sem nefnd var Grindavíkursókn, náði frá Valahnúk að vestan og austur að Selatöngum. Valahnúkur er landfastur klettur sem skilur að land og reka Grindavíkur og Hafna. Að austan, á Selatöngum, voru landamerki Grindavíkur- og Krýsuvíkursóknar miðuð við klett í fjörunni, sem Dágon nefnist. Skildi hann að land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur. Í norðri eiga Grindvíkingar hreppamörk með Njarðvíkingum, Vogamönnum og Strandarmönnum.“
Í sóknarlýsingum Geirs Bachmann frá 1835-1882 segir auk þess: „Skammt frá Valahnúk í landnorður er aðrísanda fell, Vatnsfell kallað og enn lengra í sömu átt, litla bæjarleið (sem er 3/4 úr mílu), liggur nokkuð hærra og ummálsmeira eins lagað fell, Sílfell, og eru landamerkin sjónhending milli þessarra þriggja punkta.
Af Sílfelli sést lengra Skogtil norðurs dalverpi, kallað Haugsvörðugjá, er hún bæði löng og breið, þó eigi sé fjarska djúp, með lágum klettum á sumum stöðum, en aftur upplíðanda sandflesjum á öðrum. Teygist hún með afleiðingum sínum fullkomna hálfa aðra mílu til landnorðurs, milli Sílfells og Súlna, og aðskilur land hreppanna og sóknanna, þ.e. Hafna og Grindavíkur. Súlur er bratt, einstakt fell, í kollinum aðskilið sem tvö fell færu, að austnorðanverðu með sléttri, lágri og stuttri hæð eður hálsi áfast við Stapafell, og eru Súlur, sem enn aðskilja nefndra hreppa land, eins og Stapafell, Njarðvíkurland og Grindavíkur. Stapafell er ekki eins hátt og Súlur, en ummálsmeira, og að ofanverðu í það dæld að endilöngu, svo lítur til austurs frá Stapafelli yfir hraun og ógöngur, sjónhending á lágt og lítið, einstakt fell, Litla-Skógfell, sem stendur í hrauni þessu. Aftur eru mörkin enn í austur í annað enn lægra fell eður stóra hæð, kallað Kálffell, og þaðan enn þá í austur beina stefnu í nyrðri rætur Fagradalshagafells.

Kongs

Er vegalengdin frá Stapafelli til síðst nefnds fells ef beint yrði farið, á að giska hér um þrjár mílur. Fagradalshagafell er að vísu ekki hátt fell, en getur þó vegna ummáls og hæðar talist sem eitt af fjöllum þeim, er liggur fyrir sunnan Keili, og afleiðinga af Lönguhlíðarfjöllunum fyrir ofan Hafnarfjörð, og þaðan sést í suðurátt. Að norðanverðu við nefnd markalínu (þ.e. úr Stapafelli í Fagradalshagafell), eiga Njarövíkingar og Vogamenn land móts við Grindvíkinga að sunnan. Enn eru takmörk sóknarinnar sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuðurs í enn eitt fell, Hraunsselsvatnsfell, aftur í sömu átt þaðan í Framfell, en á Vigdísarvöllum Vesturfell kallað, og er þá að norðan og landnorðanverðu Strandarmanna land og hinn svonefndi Almenningur.
Úr Vesturfelli beygjast mörk sóknarinnar til suðurs réttsuðurs, niður í Hamradal kallaðan, og þaðan beint í Núphlíð, hvaðan þau eru sjónhending yfir Dagoófæruhraun á Selatanga. Vegalengdin úr Vesturfelli suður á Selatanga er á að giska 2 mílur, ef beint yrði farið.“
Í austri eiga Grindvíkingar land á móts við Krýsvíkinga. Grindavíkurhreppur átti landamörk með Strandahreppi í austri og voru þau við sjó í Seljubótarnefi en voru dregin þaðan í svonefndan Sýslustein sem stendur við þjóðveginn í Selvog. Við Sýslustein beygði landamarkalínan aðeins til austurs og þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell og þaðan til fjalla sem nú heita Bláfjöll.
Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum sem flest eru í landi Grindvíkur. Þau eru frekar lág en setja mikin svip á umhverfið. Þau eru öll talin vera gosmyndanir og eru frá því seint á síðustu öld.
Ströndin meðfram Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.“

Heimild:
-Geir Bachmann, sóknarlýsingar 1835-1882.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Urriðakot

Í Þjóðviljanum árið 1967 mátti lesa eftirfarandi um bruna Urriðakotsbæjarins:
„Slökkviðliðinu í Hafnarfirði var tilkynnt að eldur væri laus í Urriðakoti um klukkan tvö í gær. Urriðakot er eyðibýli fyrir ofan Setberg við Urriðavatn. Voru húsin orðin hálfónýt en notuð sem gripahús. Brunnu húsin til grunna og slökktu slökkviliðsmennimir í rústunum.“
Urridakot-221Í Morgunblaðið þennan sama dag var skrifað: „Í
 gær kom upp eldur í húsum á jörðinni Setberg, sem er rétt ofan við Hafnarfjörð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn töluvert mikill, en þó tókst fljótlega að ráða að niðurlögum hans. Ekki hefur verið búið í húsum þessum lengi og eru þau í niðurníðslu. Reyk sást leggja þaðan sl. þriðjudag og (fór þá fólk til að slökkva eldinn, en slökkvilið Hafnarfjarðar var ekki kvatt út. Er talið líklegast að neistar hafi enn leynst 5 húsunum þegar fólkið fór og eldurinn svo blossað upp að nýju. Líklegast hefur einhver verið á ferðinni þarna með eld og kveikt í, viljandi eða óviljandi.“
Í Morgunblaðinu árið 1988 mátti lesa eftirfarandi eftir Guðmund Björnsson um síðustu ábúendurna í Urriðakoti:
„Móðursystir mín, frú Vilborg Guðmundsdóttir, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 22. þ.m. 94 ára að aldri. Vilborg fæddist í Urriðakoti í Garðahreppi 24. apríl 1894 dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur. Var hún þriðja barn þeirra hjóna af tíu, sem upp komust. Guðmundur hóf búskap í Urriðakoti árið 1887 á móti föður sínum, Jóni Þorvarðssyni, sem hafði búið á jörðinni frá 1846. Guðmundur lét af búskap árið 1942 og skorti því ekki nema fjögur ár í heila öld að jörðin væri setin af þeim feðgum.
Urridakot-222Faðir Jóns Þorvarðssonar, föðurafa Vilborgar, var Þorvarður Jónsson bóndi á Vötnum í Ölfusi, en kona hans var Guðbjörg Eyjólfsdóttir bónda og hreppstjóra á Kröggólfsstöðum. Þorvarður var sonur Jóns Sigurðssonar á Bíldsfelli í Grafningi, sem var fæddur 1746 í Nýjabæ í Ölfusi. Föðuramma Vilborgar var Jórunn Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, Beinteinssonar bónda í Þorlákshöfn, en móðir Jórunnar var Herdís Þorgeirsdóttir bónda á Litlalandi.
Móðurforeldrar Vilborgar voru Jón Guðmundsson, bóndi á Setbergi í Garðahreppi, sem er næsti bær við Urriðakot, og kona hans, Vilborg Jónsdóttir, sem ættuð var frá Einholti í Biskupstungum. Jón á Setbergi var sonur Guðmundar Eiríkssonar, sem nefndur var „hinn ríki eða sauðglöggi“ og löngum hefur verið kenndur við Haukadal í Biskupstungum en bjó síðast í Miðdal í Mosfellssveit. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir frá Ósabakka af Hörgsholtsætt. Jón á Setbergi átti 18 börn og er hann ættfaðir Setbergsættarinnar og er margt kjarnafólk komið af þeirri ætt eins og af Bíldfellsættinni.“

Heimildir:
-Þjóðviljinn 8. júní 1967, bls. 12
-Morgunblaðið 30. okt. 1988, bls. 63.

Urriðakot

Urriðakot 2005.

Garðar

Grein þessi um „Átthagafræði Garðahrepps“ birtist í tímaritinu Harðjaxl árið 1924:
„Hr. ritstjóri!
Þegar eg las í blaði yðar Harðjaxl um hinn mikla framgang Harðjaxlsstefnunnar, sem ennþá er vitanlega mestur í höfuðborginni, datt mór í hug, að þegar þér farið að senda erindreka yðar út um sveitirnar, væri gott fyrir yður að vita nokkur deili á býlum þeim og bændum, þar sem erindrekar yðar fara um. þessvegna sendi eg yður hér með stuttorða lýsingu á bæjarnöfnum og fleiru smávegis, í þeim hreppi, sem eg er tiltölulega kunnugastur í.
lonakot-221Syðsti bær hreppsins er Lónakot. Þar bjó til skamms tíma Guðlaugur; var hann sveitarhöfðingi hinn mesti, og bætti jörð sína mjög, og fór vel með allar skepnur, sérstaklega sauðfé. En nú er hann fluttur til Hafnarfjarðar og mun það mest vera fyrir þá sök, að honum þótti of lítið útsvar lagt á sig í hreppnum. Nú býr í Lónakoti þorsteinn frá Herdísarvík, sá sem ekki vildi dóttur þórarins. Er hann sagður búhöldur góður. Næsti bær fyrir innan Lónakot eru Óttarstaðir; þar er tvíbýli. Á öðrum partinum býr Guðmundur strandamaður. þar bjó áður Guðjón, sem búnaðist best í Krýsuvík. Á hinum partinum býr Sigurður; var hann talinn góður bóndi áður en bílarnir komu. Skamt fyrir ofan Óttarstaði er býlið Eiðskot. Þar búa bræður tveir, Sveinn og Guðmundur. Eru þeir smiðir góðir og gamlir skútumenn, en hafa nú í seinni tíð hneigst til sauða, eins og stórbóndinn á Hvaleyri. Einnig hafa þeir verið helstu skónálasmiðir hreppsins um mörg ár.
Straumur-221Nú kemur engin bygð fyr en í Straumi. Þar bjó um langan aldur Guðmundur dýravinur. En nú er hann kominn til Hafnarfjarðar eins og Guðlaugur, og lifir þar á sauðfé sínu og guðs blessun. Bjarni skólastjóri héfir nú útibú í Straumi, og á margt auðfé. Þar er engum úthýst. Í inn-hraununum eru nú sex býli í eyði, sem búið hefir verið á til skamms tíma, en liggja nú flest undir Straum. Helsta býlið af þessum sex voru Þorbjarnarstaðir. Þar bjó lengi Þorkell faðir Árna, Ingólfs og Geira. Og var honum að sögn bygt út f yrir þá sök, að hann þótti ekki gresja nóg skóginn. Hann hafði mikla ást á geldingum, sérstaklega mislitum. Nú er hann kominn til fjarðarins eins og Laugi í Péturskoti, sem er eitt af eyðibýlunum, bjó eitt ár Ingólfur sonur Þorkels, en af því að hann gat ekki tekið með köldu blóði að hafa þar margt fé á litlu, fór hann þaðan, og er nú kominn í velsæluna í firðinum. Á eyðibýlinu Litla Lambhaga bjó fyrir nokkru Brynjólfur, gamall vinur Þorkels. Mun hann hafa farið þaðan fyrir þá sök að honum þótti of lág landskuldin. Í Gerðinu hefir nú Þórarinn sumarbústað; er hann sami maðurinn sem snéri trollurunum aftur við Reykjanes í fyrra, þegar hann komst ekki í bæjarstjórnina í firðinum. Þá grétu Emil og Gísli í Stóra Lambhaga, sem nú er ein af hjálendum Straums, bjó fyrir nokkru Guðjón, sem nú býr á Langeyri við Hafnarfjörð, faðir Magnúsar hugvitsmanns. . .
Stekkur-221Þegar hinum svokölluðu Hraunabæjum sleppir, er næsti bær Þorgeirsstaðir. Þar nam land Þorgeir hinn sterki. Nú býr þar Brynjólfur frá Litla Lambhaga. Er hann víst allgóður bóndi, en heldur þykir hann óheppinn með sauðfé nú í seinni tíð. Skamt frá Þorgeirsstöðum er býlið Stekkur. Þar býr Sigurður. Þykir hann gera það gott eftir atvikum. Næsti bær við Stekk er Ás. Þar býr Oddgeir sonur Þorkels; er það sami maðurinn sem ekki bauð sig fyrir hreppstjóra hérna um árið, en varð hreppstjóri samt, eg man ekki hvað lengi. Nú er höfuðbólið Setberg næsti bær. Þar býr nú Jóhannes Reykdal, og hefir mikið um sig. Þar bjuggu áður Halldór og Anna, sem margir kannast við. Næsti bær við Setberg er Urriðakot. Þar býr Guðmundur. Er hann tengdafaðir Björns bolsivikka í firðinum, og er sagt, að Guðmundur sé ekkert upp með sér af þeim tengdum. Þá koma næst Vífilsstaðir. Þar er nú rekinn f yrirmyndar búskapur á kostnað ríkissjóðs, undir stjórn Þorleifs. Og mundi vart betur vera búið, þótt einstakur maður ætti. Og sýnir það, að ríkisrekstur á fullkominn tilverurétt, á hvaða sviði sem er, ef honum er viturlega stjórnað.
En heldur þykir bændum útsvarið vera lágt á búinu. Skamt fyrir neðan Vífilsstaði er Hagakot; það er nú í eyði, en beljur látnar slá túnið á sumrum. Þá koma Hofstaðir. Þar býr nú Gísli, sá sem ekki vill komast Gardar-221í hreppsnefndina. Þar bjó áður Jakob faðir Gísla, vel metinn maður. Fyrir neðan Hofstaði er Arnarnes. Þar býr nú prestsekkja með sonum sínum. Og hefir hún meira álit á hærri stöðum en sumir hreppstjórar. Þá er næst Hraunsholt. Þar hefir lengi búið Jakob; er hann með betri bændum hreppsins, og helsti brautryðjandi hreppsins í kaupfélagsmálum. Og sérstaklega er sagt að hann hafi gengið upp, síðan farið var að slá slöku við að mæla fitumagnið í mjólkinni.
Þá tekur við Garðahverfið, og er þá best að byrja á Garðastað. Þar býr prófastur Árni Björnsson, tengdafaðir Gunnlaugs stórkaupmanns. Þá er næst Nýibær. Þar býr Magnús, allgóður bóndi, en heldur er sagt að búskap hans hafi hrakað síðan bæjarfulltrúinn tók heimasætuna. Skamt upp af Nýjabæ er Krókur. par bjó lengi Björn faðir Guðmundar. Er sagt að Guðmundur sjái um að blikkkassinn hjá gjaldkeranum springi ekki af offylli. Fyrir neðan Krók eru Pálshús. Þar býr nú Guðjón hreppstjóri, sem ekki fékk Arnarnesið. Fyrir neðan Pálshús eru Dysjar. Þar er tvíbýli. Á öðrum partinum býr Magnús Brynjólfsson. Og er sagt að bærinn hjá honum leki enn, þó að hann kysi Björn. Á hinum partinum býr Guðjón, mágur Steingríms og Óla H. Skamt frá Dysjum er Bakki. Þar býr nú Kristinn Kristjánsson. Þar bjó áður Ísak, sem á meinlausu hundana. Þá er Miðengi. Þar býr Gunnar, sláttumaður góður.
Þar næst er Móakot. Þar býr Einar, bróðir Steins rithöfundar. Sonur Einars er Sigurður sá, sem engin Hausastadir-221hjúkrunarkona vill ganga með, jafnvel þó hún sé launuð af bæjarstjórn. Fyrir ofan Móakot er Háteigur. Þar býr Stefán, faðir Páls. Þá kemur næst Hlíð. Þar hefir til skamms tíma verið tvíbýli. Nú hefir alla jörðina Guði Guðjónsson. Þá er næsti bær Grjóti. Þar býr nú sprenglærður búfræðingur með mikilli rausn. Á Hausastöðum býr nú Valgeir Eyjólfsson, talinn gott búmannsefni. Fyrir neðan Hausastaði er Katrínarkot. Þar hefir lengi búið Jónína, gömul vinkona Guðjóns. Þá er norðasti bær hreppsins, Selskarð. Þar bjó til skamms tíma Þórarinn, sem margir Hafnfirðingar kannast við. En nú hafa þeir félagar Jón og Gísli keypt jörðina, og er sagt að þeir ætli að setjast þar að þegar þeir eru búnir að tapa svo miklu á akkorðunum, að þeir haldist ekki lengur við í firðinum. Og telja kunnugir, að það geti vart dregist lengur en fram á næsta vor, sérstaklega, ef þeir hafa uppskipun úr 14 trollurum í vetur.
Þess skal getið réttum hlutaðeigendum til hróss, að þeir hafa sett mjög öfluga girðingu á milli Álftaness og Garðahverfis. En þó Álftnesingurinn sé ekki árennilegur, mun eg ef til vill, ef eg sé mér færi, skjótast í gegnum hliðið á girðingunni og rita þá lítilsháttar um bændur þar og búalið. – Gamall Garðhreppingur.“

Heimild:
-Harðjaxl, 1. árg. 1924, 16. tbl. bls. 3.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta (ÓSÁ).

Búrfellsgjá

Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann.

Tóftir við Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. Ýmis merki megi sjá þar enn þann dag í dag að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma. Skammt fyrir neðan Garðaflatir er stórt holt, sem nefnt er Smyrlabúð”.

Smyrlabúð

Minjar við Smyrlabúð.

Smyrlabúð er 125 m há hæð syðst í Smyrlabúðarhrauni. Leitað var í kringum Smyrlabúð. Á einum stað, uppi í hlíðinni, mótaði fyrir hleðslu. Trúlegra er þó að nefndir garðar og hús hafi verið á völlunum fyrir neðan. Þar er talsvert gras og nokkrir vellir, sem hraunið hefur runnið að, en skilið þá eftir á milli þess og grágrýtisholta. Gamla Selvogsgatan liggur þarna með hraunkantinum og yfir þessa velli, sem hugsanlega hafa einhvern tímann geta heitið Garðaflatir, en Garðakirkja átti land þarna fyrrum. Telja verður þó líklegra að nefndar flatir hafi verið þar sem þær eru nú merktar á landakort.

Fornar tóttir finnast á Garðaflötum.

Rústir við Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma”.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.
Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast“.

Garðaflatir

Garður við Garðaflatir.

Með framangreinda sögu að leiðarljósi var ákveðið að leita svæðið og kanna hvort þar væru einhverjar minjar að finna. Vetrarsólin var lágt á lofti þótt um miðjan dag væri. Við leit fundust a.m.k. fimm tóttir, þar af einn mjög stór og garður, langur. Fundurinn gefur framangreindri sögu byr undir báða vængi. Nú þarf bara að kanna svæðið betur og aldursgreina rústirnar.
Ósennilega er örnefnið „Garðaflatir“ tengt bæjarnafninu Görðum á Álftanesi. Líklegra er að þær hafi tekið nafn sitt af hinum miklu nálægu görðum er umlykja svæðið.
Frábært veður.

Gjáarrétt

Gjáarrétt í Búrfellsgjá.

Keilir

Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið, sem er strýtulaga, sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila.

Keilir

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Hann er því að mestu úr móbergi, 379 m.y.s. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýnið ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar í tengslum við Fagradalsfjall og Festisfjall, sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum

Keilir

Keilir.

hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.
Frá því sjósókn hófst á norðanverðum Reykjanesskaga hefur Keilir verið notaður til að marka mið sjómanna. Þannig má sjá að margar innsiglingavörður í varir og lendingar á norðan- og vestanverðum Reykjanesskaganum hafa fyrrum haft vísan á Keili.
Fjallið er eitt af þeim fjöllum sem heilla og seiða göngumenn til sín enda vekur það jafnan athygli fyrir fegurð sína og einstæða staðsetningu. Göngutími á fjallið er um 2-3 klst ef lagt er afs tað frá norðanverðu Oddafelli eða frá Rauðhól skammt norðvestar. Hækkunin er um 250 metrar.
Til að komast að keili er ekið af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar eru mislæg gatnmót Vatnsleysustrandarvegar. Greiðfært er öllum bílum um Afstapahraun að Höskuldarvöllum.
Gott er að ganga á fjallið þó bratt sé en vissara er að fara varlega. Auðfarið er upp því myndast hefur greinilegur

Keilir

Keilir – handan hraunsins.

göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind. Uppi á fjallinu gestabók í sérhönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann.
Móbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll líkt og Keilir (ef um gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu er að ræða). Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á.

Keilir

Keilir.

Heimildir m.a.:
– http://www.landvernd.is/arfjalla2002/fjall_14.html

Keilir

Rjúpa

Gengið var um Heykrika, Svartakrika, Grenikrika, Miðkrika, Vatnsendakrika, Réttarkrika, Kolhólskrika, Einihlíð/ar, Löngubrekkur og Tungu niður á Garðaflatir. Á leiðinni var ætlunin að gefa gaum mannvistarleifum, sem Heykrikiku leynast á svæðinu. Réttarkriki tekur t.d. nafn af búsetuminjum og á Garðaflötum mótar enn fyrir húsum, sem þjóðsaga segir að hafi verið hinir fornu Garðar. Hinn ægilegi Húsfellsbruni liggur um göngusvæðið ofanvert. Elsti- og miðhluti þess rann um árið 950.
Í Áföngum, ferðahandbók hestamannsins segir m.a. um upphafssvæðið: „
Riðið er um Heykrika og áfram að Kolhól. Þegar komið er að reiðhliði á Heiðmerkurgirðingunni verður fyrir við hliðið lítil hlaðin rétt eða aðhald í hraunbrúninni. Það gerði Guðmundur Magnússon í Engjabæ í Laugardal í Reykjavík árið 1949. Í réttinni má auðveldlega byrgja tíu hesta með því að loka með vír og grindum í girðinguna til norðurs. [Væri vel við hæfi að nefna stað þennan Réttarkrika.]
Við Kolhól er Kolhólskriki. Nöfnin benda óneitanlega til þess að þar hafi verið stunduð kolagerð. VarðaHeimildir eru um mikla kolagerð í löndum Vatnsenda og Elliðavatns fyrr á öldum og jafnframt að nærri hafi verið gengið landinu.
Hinn mikilfenglegi gígur Búrfells blasir við. Við sneiðum því næst niður Búrfellsháls og niður á Garðaflatir. Flatir þessar eru allstórar og ná nokkuð norður með hraunbrún, sem liggur að Búrfellsgjá að austanverðu.“
Þjóðsagan segir eftirfarandi um Garðaflatir: „
Sagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.“

Vatnsból Kópavogsbúa

Einnig segir sagan að „maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: „Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðsta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.“
Sú tillgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki þess ma sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.“
Eflaust hefur áður fyrr verið heyjað í fyrrnefndum krikum. Réttarkriki er nú innan við vatnsverndarsvæði Tóft í HeiðmörkKópavogs í Heiðmörk. Há og ókleif girðing umlykur svæðið á þrjá vegu. Að austanverðu er gamla Heiðmerkurgirðingin, fallin að hluta, enda til einskis nýt nú orðið. Haldið var inn á vatnsverndarsvæðið um Heiðmerkurgirðinguna og hraunkantur Húsfellsbruna gaumgæfður. Svæðinu við hraunkantinn hefur verið talsvert raskað, svo mikið að líklegt verður að telja að umræddri rétt hafi verið eytt. Hafi einhver vitneskju um annað væru upplýsingar um slíkt vel þegnar.
Í Umhverfisskýrslu Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar vatnstöku í Vatnsendakrika er ekkert um fornleifaleit, sem verður að teljast til vankanta. Í l
ögum um náttúruvernd segir og að „Eldhraun falla undir sérstaka vernd skv. 37. gr. laga um náttúruvernd og ber að forðast að raska þeim“. Brunnsvæðið í Vatnsendakrikum nær að hluta til yfir slíkar jarðmyndanir. Eldhraun frá nútíma njóta því sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd. „Brunnsvæðið í Vatnsendakrikum nær að hluta til yfir slíkar jarðmyndanir. Það er talið hafa óveruleg áhrif að leggja vatnsvernd yfir svæði sem njóta einnig verndar skv. lögum um náttúruvernd.“ Samt sem áður virðist sem lögin hafi verið hunsuð að hluta.

Vatnsverndarsvæði

Til frekari upplýsinga má geta þess að Vatnsendakrikar eru um 3 km sunnan við Elliðavatn, „við jaðar hrauns sem kallað hefur verið Húsfellsbruni og er talið hafa runnið skömmu eftir landnám eða í kringum árið 950. Umhverfi Vatnsendakrika einkennist af mosagrónum hraunum frá nútíma. Fyrirhuguð vatnstaka er við hraunjaðar sem er nokkuð sléttur en er úfnari er austar og norðar dregur. Víða um kring má finna lautir og hraunbolla með trjágróðri og blómlendi. Í Heiðmörk er fjölskrúðugt dýralíf. Þar lifa refir, minkar og hagamýs og þar er kjörlendi fyrir margskonar fuglalíf.
Gengið var um gróninga Einihlíða og ofan Löngubrekkna, framhjá Hnífhól og niður á nefndar Garðaflatir. Leið þessi er bæði greið og tiltölulega slétt. Á Hnífhól er markavarða á línunni upp í Kolhól (170 m.y.s.).
Á Garðaflötum mótar vel fyrir grónum tóftum. Hús er suðvestast á svæðinu, en norðan þess mótar fyrir gerði, eins og sjá má á myndinni hér neðst.

Hnífhóll

Neðar er hin tilkomumikla Búrfellsgjá. Búrfell og Búrfellsgjá eru þarna í einungis örskotsfæri frá höfuðborgarsvæðinu; við suðausturenda Vífilsstaðahlíðar. Þetta er ein af mörgum perlum í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Þegar gengið er um svæðið norðan Búrfellsgjáar er Búrfellið jafnan mest áberandi kennileitið. Fellið er í raun eldgígur í um 7 km fjarlægð suðaustur af Hafnarfirði og Garðabæ. Fellið er nánast hringlaga og hæsti gígbarmurinn er í um 179 m.y.s. en dýptin á sjálfum gígnum er 58 m miðað við hæsta barm, en 26 m þar sem hann er lægstur. Ummál gígsins er 140 m þar sem hann er breiðastur. Búrfell og nærliggjandi hraunsvæði eru á misgengisbroti sem hefur sigið talsvert eftir gos. Þegar horft er af gígbrún Búrfells blasir Helgadals sigdældinni við í vestri en Hjallamisgengið í norðri.

Markavarða

Búrfellshraun varð til í einu flæðigosi fyrir um 7200 árum, samkvæmt aldursgreiningu á mó sem fannst undir hrauninu við Bala í Garðahverfi. Stórbrotið apalhraunið hefur myndað mikið landflæmi þegar það rann fram í tveimur megin hraunstraumum eftir dalkvosum og fyllti voga og víkur. Vestari hraunrásin nefnist Lambagjá en nyrðri rásin Búrfellsgjá. Líklega hefur vestasti hlutinn horfið undir yngri hraun og mikið landbrot hefur átt sér stað við strandlengjuna á sjö öldum. Erfitt er að reikna nákvæmlega út hvert heildarflatarmál hraunsins hefur verið en núverandi flatarmál Búrfellshrauns er um 18 ferkílómetrar. Það myndar stóran hluta þess landsvæðis sem byggðirnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa á.

Búrfellsdalir

Nafnið Búrfellshraun er tiltölulega nýtt og nær yfir heildarfláka þess hrauns sem kom frá gígnum. Áður en jarðfræðingar fóru að kanna svæðið skiptist hraunið í marga mismunandi hluta sem báru margbreytileg nöfn. Suður, vestur og norður af gígnum eru t.d. Kringljóttagjá, Helgadalshraun, Smyrlabúðarhraun, Gjárhraunin og Sléttuhlíðarhraun. Nær Hafnarfirði eru Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjahraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og Hafnarfjarðarhraun, sem nefnist Balahraun norðvestast. Garðabæjarmegin eru Garðaflatir, Búrfellsgjá og Selgjá. Næst eru Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Flatahraun, Hraunholtshraun, Engidalshraun, Klettahraun (Klettar) og Gálgahraun.
Búrfellsgjá er rómuð fyrir fegurð og þar er vinsælt útivistarsvæði. Gjáin sjálf er 3,5 km löng og þrengst rétt neðan við gíginn þar sem hún er ekki Gjáarrétt - Selvogsdilkurnema 20-30 m breið. Gjáin breikkar eftir því sem fjær Búrfelli dregur og er um 300 m breið þar sem Gjáarrétt og Réttargerðið eru. Framhald Búrfellsgjár er Selgjá sem stendur miklu hærra í landinu vegna misgengisins sem liggur þvert á hrauntröðina. Víða slúta gjárveggirnir bogadregnir inn yfir gjána og mynda skúta. Hlaðið hefur verið fyrir flesta skútana sem voru nýttir sem fjárskjól þegar vetrarbeit var enn stunduð í upplandinu. Stærsti skútinn er í Réttargerðinu og þar skammt frá er fallega hlaðin fjárrétt á sléttum traðarbotninum sem nefnist Gjárétt, en líka nefnd Gjáarrétt og var fjallskilarétt Álftaneshrepps hins forna. Vatnsgjá er þar skammt undan í missgengissprungu. Allar mannvistarminjar s.s. réttin, gerðið og hleðslur við skúta eru friðlýstar.
Þegar komið var niður að réttinni var m.a. kíkt á dilk Grindvíkinga og Selvogsbúa, austast í henni.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Áfangar – ferðahandbók hestamannsins, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi.
-Jónatan Garðason.

Garðafaltir