Kistufellsgígur

Í síðustu FERLIRsferð um Brennisteinsfjöll var gengið fram á op á þykkri hraunhellu í Kistufellshrauni, nokkru vestan Kisufellshraunshellanna (KST). Gatið var um 4 m í radíus, hringlaga. Dýptin niður á botn var um 10 metrar. Þar sást niður í rás, um 6 metra breiða. Stórt gróið jarðfall er nokkuð ofar, en ekkert að sjá neðar. Til að komast niður þurfti um 6 m langan stiga niður á hrunið eða góðan kaðal. Ætlunin var að kanna undirniðrið sem og annað op í hliðarrás við hrauntröðina miklu norðvestan Kistufells.

Brennisteinsfjöll

Haldið var upp úr Fagradal með stiga og sléttri hellu Kistuhraunsins fylgt inn að hrauntröðinni. Í rauninni mætti neðsti hluti hraunsins hafa sæmdarheitið „Reipahraun“ því slík eru hraunreipin á kafla að fá önnur hraun geta af státað nokkru sambærilegu. Reipaflekarnir taka á sig hinar ótrúlegustu myndir, auk þess sem sjá má þarna sýnishorn af flestum reipagerðum, sem til eru.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi.
Í hluta hraunsins, einkum neðanverðu, eru lágir hólar með gróningum á milli. Þegar yfirborðsskánin þykknar brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins.
BrennisteinsfjöllEfri hlutinn er mjög sléttur, enda runnið yfir sléttveðrað Kistufellshraunið, sem sjá má norðan hraunstraumsins. Vestan hans er Eldborgarhraunin, úfin apalhraun. Apalhraun [aa] nefnast úfin hraunin sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.
Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið tugir metra á þykkt. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður.
Brennisteinsfjöll Skammt norðvestan við hrauntröðina miklu liggja þrjár hraunrásir, samliggjandi. Þrjú jarðföll er þarna á einni þeirra á stuttu svæði. Eitt þeirra er einstaklega vænlegt. Stiga eða kaðal þarf til að komast niður í rásina. Það var ekki gert að þessu sinni því snjór hafði fyllt hana, auk þess sem stiginn var einnota. Hún verður því skoðuð síðar. Jarðfallið var nefnd KST-17.
Þegar komið var upp að hrauntröðinni miklu var henni fylgt spölkorn til vesturs en síðan haldið upp að Kistufellshellunum. Í opið var kominn snjótappi jafnhár yfirborðinu, en einungis í miðju þess. Nú sást vel til hinna miklu jarðfalla er geyma Kistufellshellanna. Opið, sem opnast hefur tiltölulega nýlega, er greinilegahluti af þessu hellakerfi. Gróin hrauntröð er skammt neðar og liggur hún að hrauntröðinni miklu. Neðarlega er stórt jarðfall í henni, nú nær fullt af snjó, líkt og önnur slík á svæðinu.
Veður var eins og best var á kosið, logn og sól. Því var ákveðið að ganga upp í Kistufellsgíginn sjálfan og berja hann augum áður en hafist yrði handa við opið fyrrnefnda.
Kistufellsgígurinn skartaði sínu fegursta. Í bakagöngunni var komið við í Jökulgeimi, einum Kistufellshellanna. Þrátt fyrir mikinn snjó framan við opið var hægt að nýta hann til að komast niður í geiminn. Grýlukerti þöktu loft og jökullinn þakti gólf.
Brennisteinsfjöll Þá var hafist handa við að reyna að komast niður í opið, sem fengið hafði nafnið KST-16.
Með hjálp stigans var hægt að komast niður með snjótappanum og forfæra stigann síðan áfram niður með honum. Það er jafnan ekki auðvelt að kanna undirheimana, en með góðum undirbúningi og útsjónarsemi geta þeir orðið ótrúlega greiðfærir. Í ljós kom að þarna var um að ræða svipað fyrirbæri og hina Kistufellshellana, en minna þó. Þarna hafði kvika safnast saman á leið um rásina, sem nú myndar grónu hrauntröðina. Hraunhellan (þakið) hafði nú rofnað yfir hólfinu. Ekki er ólíklegt að rás kunni að liggja áleiðis að hinum Kistufellshellunum, en snjór hindraði frekari könnun á þeim möguleika. KST-16 var nefnd „Hróarskelda“ í tilefni dagsins.
Þá var bara að finna opið á rásinni norðvestan við hrauntröðina miklu. Með því að rekja hana eins og áður hafði verið gert, þegar opið fannst tókst að staðsetja það (KST-19). Nú var opið fullt af snjó, en með löngum göngustaf var hægt að opna gat niður í rásina. Hún er um þriggja metra breið og um einn og hálfur meter á hæð, en lækkar eftir því sem innar dregur. Hlutinn til norðurs er um 30 metrar, en til suðurs um 5 metrar. Þessi hluti rásarinnar er því um 40 metrar að heildarlengd.
Nokkru norðvestar er stórt op með víðum og háum helli (KST-18), u.þ.b. 30 m langur. Tvö op eru á honum. Þessi hellir er líklega hluti af sömu hraunrás og sá fyrrnefndi.
Líklegt má telja að fleiri rásir séu enn ókannaðar á þessum slóðum. T.a.m. höfðu tvö til viðbótar sést á loftmynd, en ekki vannst tími til að finna og kanna þau að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.mr.is/~gk/jfr/ordskyr/index.html

Í Kistufellshellum

Goðhóll

SGG ritaði grein í 6. tbl. Faxa 1993 er fjallaði um Kristmundarvörðu í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd.
Sesselja„Nú í sumar, árið 1993, endurhlóð Ragnar Ágústsson í Halakoti vörðuna og var það þarft verk og vel gert. Hún stendur á sléttri klöpp svo til beint upp af eyðibýlinu Vorhúsum á Bieringstanga, ca. 50 m ofan við gömlu götuna (eða hitaveitulögnina) og lætur ekki mikið yfir sér. Fast norðaustan við vörðuna er hóll með áberandi þúfu.“ Í raun er varðan rétt ofan við nefndan gamla veg í Voga. Leiðin sést vel ofan við „hitaveituveginn“ þar sem hún liggur framhjá vörðunni.
„Í smalamennsku 10. nóvember 1905 týndist maður í Strandarheiðinni sem hét Kristmundur Magnússon og var frá Goðhóli í Kálfatjarnarhverfi. Mikil leit var gerð að piltinum en án árangurs. Heimildum um atburðinn ber ekki saman og vík ég nánar að því síðar. Sérkennileg saga tengist líkfundinum og fer hún hér á eftir.“
Vilhjálmur, sonur Guðmundar Jónssonar frá Hreiðri í Holtum, mun hafa ferið á ferð um Ströndina þennan vetur á leið sinni, líklega í ver, í Leiru. Ólöf Árnadóttir frá Skammbeinsstöðum í sömu sveit átti þá von á barni með Guðmundi. Barnið reyndist drengur.
RagnarSamkvæmt kirkjubókum Kálfatjarnakirkju mun lík Kristmundar frá Goðhóli hafa fundist 13. nóv. 1905.
„Vilhjálmur kom við í Halakoti (hefur líklega gist þar), en hélt síðan áfram suður í Voga. Þegar hann var kominn spöl suður fyrir Halakot gekk hann fram á lík Kristmundar Magnússonar og lá það stuttan spöl ofan við götuna sem lá rétt við túngarða Bieringstangabæjanna. Vilhjálmur lét vita af líkfundinum og hélt síðan áfram suður úr. Stuttu eftir að Ólöf í Arnarstaðarkoti fæddi drenginn, sem fyrr er nefndur, dreymdi hana að Vilhjálmur kæmi til sín og segði: „Ég er hér með ungan mann sem heitir Kristmundur og mig langar til þess að biðja þig fyrir hann.“ Ólöf leit svo á að Vilhjálmur væri að vita nafns og þau hjónin ákváðu að skíra nýfædda drenginn Kristmund. veturinn leið og um vorið kom Vilhjálmur austur og þá fyrst fengu hjónin í Arnarstaðarkoti skýringu á draumanafninu.

Kristmundarvarða

Sögu þessa sagði mér Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 1913, frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, en hún er gift Kristmundi þessum frá Arnarstaðarkoti.“
Þá er vitnað í örnefnalýsingu Sigurjóns Sigurðssonar frá Traðarkoti, f. 1902, um Brunnastaði: „Svo bar  til, að haustið 1907 eða 1908 var farið til smölunar í sveitinni. Einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundur Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.“
KristmundarvarðaSigurjón lýsir því hvar varðan stendur og segir hana vera við gömlu leiðina nokkuð sunnar en Halakotsvarða Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar frá 1958 segir: „Skammt suður frá Töðugerði upp við veginn, gamla veginn, er varða sem heitir Kristmundarvarða, dregur hún nafn sitt af því að piltur að nafni Kristmundur frá Goðhól, 16-17 ára gamall, var að smala fé en villtist í slagviðri og fannst látinn þarna og hafði gengið sig inn í bein…
Guðríður Egilsdóttir frá Hliði í Kálfatjarnarhverfi, f. 1897, sagði í samtali 1992 að ungi maðurinn hafi týnst fyrri part vetrar, líklega rétt eftir að faðir hennar dó árið 1905 en þá var Guðríður 8 ára. Hún hélt að atburðurinn hafi átt sér stað í október því skólinn, sem þá var í Norðurkoti, hafi verið byrjaður. Henni var það minnistætt þegar menn báru lík piltsins um hlaðið á Hliði og niður að Goðhóli og inn í hlöðuna þar…
Í kirkjubókum Kálfatjarnarkirkju segir að Kristmundur Magnússon hafi verið 17 ára Halakotsvarðavinnumaður í Goðhóli og týnst við smalamennsku 10. nóv. 1905, fundist örendur 13. nóv. og verið jarðaður 24. nób. 1905.“
Í bréfi, sem fannst í gömlum kistli í húsi á Hofsvallagötunni í Reykjavík, segir frá atburðinum: „Goðhól… (dags. ólæsileg). Elsku Hjartkæra dóttir mín. Komdu ætíð marg blessuð og sæl….
Elskann mín góða, guð reindi okkur með því sorgar tilfelli að taka til sín okkar Elskulega son og ykkar bróður Kristmund (sál). Það vildi til með þeim hætti að við ljéðum hann í smalamennsku hjér uppí heiðina og voru þeir fjórir dreingir saman, allir á líku reki en hann var helst ókunnugur leitunum þegar þeir fóru til baka, nefninlega heimleið. Skildu þeir og áttu að reka ofaneftir skamt hvor frá öðrum. Veður var hvast á austann, landsunnan, með stór rigningar hriðjum enn þokulaust og marauð jörð.
En um kvöldið kom hann ekki. Þú gétur nærri hvað við Goðhóllhöfðum að bera, Elskann mín. Svo var gerð almenn leit með mannsöfnuði í þrjá daga og á þriðja degi fannst hann, en ekki af leitarmönnum. Maður sem var á ferð austann úr holtum varð til þess að finna hann og var hann mjög stutt frá bænum á milli voganna og strandarinnar, skamt frá alfaravegi. Þar lá hann andvana á sléttri klöpp með krosslagðar hendur á brjósti. Hann hefur því lagt sig sjálfur til í Hjartans auðmíkt undir Guðs blessaðan vilja… (ólæsilegt). Við erum sannfærð um það að hann hefur undir atlögu dauðans horft upp till himin ljósanna sem eynmitt þá leiftruðu svo skírt. Veður batnaði svo mjög og loftið varð ljétt svo túngl og stjörnur hafa því orðið fyrir hans deijandi augum.

Kristmundarvarða

Okkur er óhætt að hugga okkur við það að hann hefur gétað beiðið til guðs því hann kunni mikiða f góðu. En Engill dauðanns hefur flutt hans fresluðu sál til Guðs Eilífu ljóss heimkinna. Eftir öllum atvikum hefur hann andast 11. Nóvenber. Guðisjé lof fyrir að hann fanst svo við gátum búið hann til moldar og var hann jarð súnginn þann 24. sama mánaðar…. “ Undirskrift vantaði á bréfið.
Kristmundur var jarðsettur við suðurvegg Kálfatjarnarkirkju en enginn grafsteinn var settur á leiðið. Herdís Erlendsdóttir á Kálfatjörn man vel eftir hjónunum á Goðhóli og sorg þeirra þegar þau vitjuðu grafarinnar.
Nú er búið að leggja göngustíg yfir leiði Kristmundar og varðan í Djúpavogsheiðinni er það eina hér í hreppnum sem minnir á drenginn sem varð úti svo að sega við bæjardyr sveitunga sinna.
Einn lítinn hlekk vantar þó enn í söguna: Hver eða hverjir hlóðu Kristmundarvörðu?“
Það var Magnús í Halakoti, bróðir Ragnars, sem vísaði FERLIR á vörðuna síðdegis í haustsólinni. FERLIR hefur borist nokkrar ábendingar um staðsetningu Kristmundarvörðu, en til að taka af allan vafa eru hér gefin um hnitin af henni – [6359599-2222860].

Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir – Faxi, 6. tbl., 53. árg., bls. 202-203.

Kristmundarvarða

Gullkollur

“Þar sem hraun þekur mest af yfirborði Reykjanesskagans og lítið er um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt. Dæmigert úthafsloftslag og veturnir sem eru yfirleitt mildir eru plöntum í hag en hins vegar blæs mikið og lítið er um heita og sólríka sumardaga sem rýrir vaxtarskilyrði gróðursins verulega.

Heiðmörk

Blandaður gróður á Reykjanesskaganum.

Algengasta plantan er gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki sérstaklega við Straumsvík, í Almenningum og í Herdísarvíkurhrauni. Votlendisgróður finnst aðeins á smá blettum fyrir utan mýrarnar við Kleifarvatn og í við Krýsuvík. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu”.

Heiðmörk

Nýsprottinn gróður upp úr gömlu hrauni.

Stór samfelld grassvæði eru t.d. á Selsvöllum, Vigdísarvöllum, Krýsuvík, Baðsvöllum og víða með ströndinni.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Birki og kjarr er víða í hraunum, sem mynda gott skjól víða á Reykjanesinu. Þess nýtur sá best, sem gengur um um þau í norðannæðingi eða austanágjöf. Þá er víða snjólétt í hraunum og snjó tekur fljótt upp vegna sólarhitans frá dökku grjótinu.

Sum svæðin hafa látið mjög á sjá á seinni öldum vegna gróðureyðingar, s.s. Vatnsleysustrandarheiðin, Selvogsheiðin og Krýsuvík, og uppblásturs. Þá hefur orðið verulegt sandfok í Selvogi og á Hafnaheiði. Eitt seljanna, sem þar var tilgreint [frá Gálmatjörn (Kalmannstjörn)], undir Stömpum, er t.d. með öllu horfið. Sum selin á Vatnsleysustrandarheiði sjást enn vel frá Reykjanesbrautinni þar sem þau kúra á gróðurtorfum, sem þráast enn við fyrir áburðinn frá selstímanum.

Lyklafellsleið

Gróður á Mosfellsheiði.

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) „Útkall rauður“ er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar:
Afmælisrit Þorbjörns í tilefbi af 60 ára afmælinuUm það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun í Grindavík. Að kvöldi hins 5. janúar 1947 voru tvær stúlkur á leið í fjós til mjalta á bænum Hrauni, sem stendur við sjóinn ekki alllangt frá Grindavík.
Það var niðarmyrkur, sunnan stormur og haugbrim. Allt í einu heyra þær eimpípublástur frá skipi gegnum stormhvininn.
Á Hrauni bjuggu bræðurnir Gísli og Magnús Hafliðasynir, en þeir komu báðir við sögu, þegar skipshöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað í mars 1931 og hin nýstofnaða slysavarnardeild okkar hlaut eldskírn sína.
Stúlkurnar hraða sér aftur heim í bæinn og láta Magnús bónda vita, hvers þær hafa orðið áskynja. Þegar Magnús kemur út, heyrir hann feiknamikinn skruðning úr fjörunni fyrir neðan fjósið hjá sér. Það kastar éljum og er dimmt á milli, en þegar hann kemur niður kambinn fær hann staðfestingu á illum grun sínum. Hann sér skip veltandi í brimgarðinum.
Magnús hendist heim í hendingskast – hringir til Tómasar. Það er breski togarinn Lois frá Fleetwood, sem var í nauðum staddur. Hann hafði strandað við svokallaða Hrólfsvík milli klukkan átta og níu um kvöldið.
„Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarmerki frá skipinu klukkan 9:10, gerði Slysavarnarfélagi Íslands þegar viðvart, og þaðan var haft samband við hina nýstofnuðu björgunarsveit hér í Grindavík,“ segir Tómas og bætir við að þá hafði björgunarsveitinni þegar borist vitneskja um strandið frá Magnúsi á Hrauni og voru í óða önn að búa sig udnir að leggja af stað.
Loftmynd af svæðinuAðstaða bar nokkuð erfið, en þó var bót í máli, að við gátum ekið bíl langleiðina með björgunartækin, en þurftum ekki að ebra þau um vegleysur, eins og við máttum oft reyna síðar. Við vorum komnir á strandstað rösklega hálfri klukkustund eftir að við féttum um skipbrotið, og það þótti skjót viðbrögð.
Við komumst sems agt auðveldlega að, en fjaran var grýtt og erfitt að fóta sig á hálum steinunum,“ heldur Tómas áfram.
Skipið lá flatt fyrir í brimgarðinum og valt geysilega.
„Þegar við höfðum komið tækjum okkar fyrir, skaut Árni Magnússon af línubyssunni, hæfði skipið þegar í fyrsta skoti, áhöfn togarans heppnaðist að draga til sín líflínuna og hnýta hana fasta í frammastrið. Þar með gat björgunin hafist, og við drógum hvern skipverjann á fætur öðrum í land. Við beittum nýrri aðferð að þessu sinni, og hún reyndist vel; settum líflínuna aldrei fasta, heldur höfðum hana lausa og gátum því gefið eftri af henni ef með þurfti, þegar skipið valt,“ segir Tóams.
„Ég stóð þarna framarlega í fjörunni og tók á móti þeim sem komu í land. Það vakti athygli mína, að tveir skipsbrotsmanna, sem ég ræddi lítilega við höfðu orð á hinu sama: Að svo hlyti að fara, þegar vínið væri annars vegar.
Björgun úr sjávarháskaÁ miðnætti höfðum við bjargað fimmtán mönnum af skipshöfn togarans. Þá var aðeins einn eftir – skipstjórinn, en hann hafði staðið í brúnni allan tímann, sem verið var að bjarga áhöfn hans. Við héldum stólnum lengi við skipshlið, en togarinn valt stöðugt og sjór gekk yfir hann.
Allt í einu sáum við, að skipstjórinn kemur út úr brúnni og gengur fram á dekk.
Við sjáum, að hann er kominn að stólnum, en í sama bili ríður ólag yfir skipið, hann hrasar og fellur útbyrðis. Það er ekki viðlit að koma honum til bjargar. Hann hvarf á svispstundu í ólgandi brimlöðrið,“ segir Tómas.
Skipsbrotsmennrnir voru fluttir heim að Hrauni. Þeir voru allir þrekaðir og sumir svo máttfarnir, að þeir gátu naumast gengið óstuddir. Á bænum var þeim veitt góð aðhlynning, svo að þeir hresstust von bráðar.
Clam á strandstaðNóttina eftir björgunina færðist Lois töluvert nær landi, og daginn eftir var hægt að ganga þurrum fótum út að skipinu á fjöru. Það var bersýnilega mikið laskað, einkum stjórborðsíða þess, og ekki var gerð tilraun til að ná því af strandstað.
Síðar um daginn fannst lík skipstjórans  rekið uppundir Festi.
Nokkrum dögum seinna afhenti sendiherra Breta á Íslandi, G. Shephard, Ólafi Thors, forsætisráðherra, þakkarávarp vegna björgunarinnar. Ólafur afhenti Slysavarnarfélagi Íslands ávarpið, en það var svo hljóðandi: „Bresk stjórnvöld hafa kynnt sér atburð varðandi strand breska togarans Lois í sunnan stormi, 5. janúar, á hinni klettóttu strönd námunda við Grindavík, og kemur sú eftirgrennslan alveg heim við frásagnir blaðanna.

Jón Baldvinsson á slysstaðÖll þau íslensku samtök er að björguninni stóðiu sýndu sérstakt hugrekki, fórnfýsi og leikni. Björgunarsveitin var sérstaklega fljót á strandstað, örugg og viss í að skjóta björgunarlínu um biorð í skipið, og útbúa björgunarstól til skjótrar notkunar.
Þeir sem tóku á móti björgunarstólnum í brimgarðinum lögðu sig í mikla hættu á sleipum klettunum, meðan hinir, er tóku við skipbrotsmönnunum. eftir að þeir komu í land, spörðuðu ekkert til að hlynna að þeim eftir kuldann og sjóvolkið.
Það veitir mér alveg sérsakla ánægju að biðja yður, háttvirtur ráðherra, að koma á framfæri innilegu þakklæti og viðurkenningu frá skipsbrotsmönnunum og mér sjálfum til Íslendinga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og þá sérstaklega til deildar Slysavarnarfélags Íslands í Grindavík og húsbændanna á Hrauni, sem veittu skipsbrotsmönnunum hina bestu aðhlynningu.“
Einnig kom breski sendiherrann hingað til Grindavíkur og veitti okkur viðurkenningu.
Og Bretar gerðu það ekki endasleppt við okkur fyrir þessa björgun.
Útgeðarfélagið, sem átti togarann Lois, gaf okkur nýja línubyssu, sem gat skotið þrefalt sverari línu en okkar byssa og margfalt lengri leið. Hún var þannig útbúin, að hleypt var af henni með rafmagnsþræði, svi að skyttan gat staðið nokkra tugi metra frá. Henni fylgdi skotgrind og fótur, sem þurfti að bera grjót á til að hann stæði af sér titringinn, þegar hleypt var af.
Þetta var hin nýtískulegasta byssa, og við æfðum okkur oft á henni með ágætum árangri.
Tómas ÞorvaldssonEn einhvern veginn fór það svo, að við notuðum hana aldrei, þegar til kastann kom. Við treystum betur á gömlu byssuna.
Miklu meiri mannskaði varð hins vegar er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land á Reykjanesi 28, febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Í fyrstu var gugað að því aðs enda bát til móts við hið stjórnlausa skip, en frá því var horfið vegna brims. Því var farið til míts við skipið landleiðina út frá Reykjanesi en það tók land við Reykjanesvita. Um leið og skipið tók niðri fór hluti áhafnarinnar í skipsbáta.
Vegna sjógangs fyllti bátna á skammri stundu og fórust nær allir sem í þeim voru. Þá átti björgunarsveitin skammt ófarið að strandstaðnum en vitaðvörðurinn og aðstoðarmaður hans einir til hjálpar. 23 mönnum var bjargað af skipinu en 27 fórust og er almennt álitið að þeim hefði öllum mátt bjarga,e f þeir hefðu haldið kyrry fyrir í skipinu. Mikill ótti mun hafa rekið mennina í bátana því stöðugt braut yfir skipið á strandstað.
15. apríl sama ár tók björgunarsveitin þátt í að bjarga áhöfn breska togarans Preston North End er stranað haði á Georfuglaskerjum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík fengu Emil Jónasson skipsstjóra á mótorbátnum Fróða frá Njarðvík til að fara með sig út að hinu strandaða skipi, því ekki reyndist unnt að komast á bátum frá Grindavík. Þeir náðu síðustu sex mönnunum af togaranum með því að leggja sig í mikla hættu er vont var í sjóinn og mjög erfitt að athafna sig nærri strönduðu skipinu. Þykir björgunarsveitarmönnum þetta hafa verið einhver erfiðasta björgun sem þeira hafa átt hluta að.
Fjölmennasta áhöfn sem Þorbjörn hefur bjargað af einu skipi var áhöfn nýsköpunmartogarans Jóns Baldvinssonar, 42 menn. Það mun jafnframt vera stærsta björgun úr einu skipi sem björgunarsveit SVFÍ hefur framkvæmt með fluglínutækjum.
Þessi nýjasti togari flotans sigldi á land við Reykjanesvita 31. mars 1955, á svipuðum slóðum og Clam rak upp. Aðeins fáeinum stundum eftir að mönnunum hafði verið bjargað á land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri áhöfninni frá borði.
Heimildir eru fengnar úr Árbókum SVFÍ nema annars sé getið.“

Heimild m.a.:
-„Útkall rauður – afmælisrit björgunarsveitar Þorbjörns 2007, bls. 36-28.Ský

Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni „Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu“:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins „Þrautgóðir á raunastund“, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
„Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.“
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: „Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.“
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: „Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.“ [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: „Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.“

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík

Mosfellssel

FERLIR hafði áður skoðað rústir Mosfellssels undir Illaklifi ofan Leirvogsvatns, á svonefndri Selflá. Við skoðun nú komu í ljós fleiri minjar, sem gáfu tilefni tiil að ætla að selstaðan hafi  verið mun eldri en ætla mætti.

Mosfellssel-22

Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: „Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237).
„Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra.

Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki Mosfellssel-23valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Selrústir. Samanstanda af þremur húsum, sem öll snúa dyrum í N. V húsið er um 3 x 4 m, að innanmáli. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, móti vatninu. Sjást grjóthleðsl-urnar í veggjunum vel. Miðhúsið er aflangt og eru dyr á miðri N-langhlið. Stærð þess er um 3 x 6 m að innanmáli. Hæð veggja er um 1 m, þykkt veggja um 1 m. Hér sjást grjóthleðslurnar í veggjum sérlega vel. Þessi tvö hús (mið- og vesturhús) eru að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið.
Austasta húsið er skemmt að hluta en þó má vel sjá lögun þess. Stærð þess er um 2 x 3 m. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, niður að vatninu eins og hin tvö, og á honum eru dyr. Þessi hús, sem mynda selið, standa samsíða. Dálítið bil er á milli miðhúss og austurhMosfellssel-25úss.
Mætti e.t.v. giska á að þar hafi eldaskáli eða hús verið. Miðhúsið svefn- eða íveruhús og það vestra mjólkurhús. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).

 

Mosfellssel-24

Aftan við selið er kvíarúst (N-við). Garðar hafa verið hlaðnir þar við stóra steina og myndar umhverfið þannig verulegan hluta kvíanna. Ofan við kvíarnar er brött og grýtt hlíð (Illaklif). Kvíunum er skipt í tvo hluta með garði og framan við innganginn er aðrekstrargarður til að auðvelda innrekstur ánna. Að innanmáli eru kvíarnar um 5 x 6 m. Eru þær að mestu eða öllu leyti hlaðnar úr grjóti. Veggjahæð er 0,5 – 1,2 m. Selið er allt hlaðið úr torfi og grjóti, en grjót er þó mest áberandi í innri veggjahleðslum (Ágúst Ó. Georgsson).“
Hér kemur síðan vísbending um tilvist fyrstnefndu minjanna, þ.e. hugsanlegs kúasels: „Um 12-13 m austan við kvíarnar eru aðrar kvíar sem eru all frábrugðnar að lögun. Þessar kvíar eru aflangar, um 2 x 14 m, með inngang á miðjum N-langvegg. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð 0,5 m ca. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps. (Heimildaskrá:
Ágúst Ó. Georgsson, Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns).“
Svo virðist  sem þarna gæti jafnvel hafa verið kúasel forðum, sem síðar hafi, annað hvort breyst í fjársel eða verið fært nær Mosfelli. Minjarnar undir Illaklifi benda þó til þess fyrrnefnda.  Auk Mosfellssels má sjá merki um kúasel víðar á Reykjanesskaganum, s.s. við Urriðavatn, í Helguseli í Bringum, í Helgadal, í Kringlumýri, í Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og í Fornaseli.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, Þjóðminjasafn Íslands.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Staðarhverfi

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað „Útkall rauður“. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933:
„Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið strandaði var sent út neyðarskeyti og heyrðist það í loftskeytastöðinni í Reykjavík, er náði fljótlega sambandi við togarann Haukanes sem var á veiðum á Selvogsbanka og fór þegar áleiðis til strandstaðarins.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Einnig gerði loftskeytastöðin SVFÍ viðvart um strandið, er reyndi að ná símasambandi við Grindavík, en tókst ekki. – Var þá lagt af stað til Grindavíkur á bíl frá Reykjavík, en það reyndist ófært vegna fannkyngi og kafaldsbys, er var svo dimmur, að vegurinn sást ekki. Þegar veðurfréttu var útvarpað kl. 1:45, hugkvæmdist þeim manni, er vörð hafði á loftskeytastöðinni í Reykjavík, að segja frá strandinu og fékk símstöðvarstjórinn í Grindavík á þann hátt vitneskju um strandið og tilkynnti það formanni slysavarnarsveitarinnar á staðnum, Einari Einarssyni í Krosshúsum. Brá hann skjótt við og lét kalla saman björgunaliðið, sem hélt af stað til að leita að skipinu, en menn höfðu ekki vissu hvar það var. Klukkan var þá um þrjú. Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, um 400 faðma tildráttartaug með halablökk, björgunarstól, þrífót og fjórskorna talíu. Auk þessara áhalda hafði formaður sveitarinnar til vara tekið með sér 2 stk. 5 lbs. línur, 3 stk. 31/2 lbs. línur, gaslukt, 2 handluktir og 4 brúsa með lýsi, er hve rtók 25 lítra, svo og bensín og tvist.

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Sökum fannkyngi og ýmiss konar ergiðleika kom björgunarliðið ekki að starndstaðnum fyrr en rúmlega fimm og var þá lítilsháttar farið að birta af degi, en um háflóð og gekk stórsjór látlaust á skipið.
Þegar skipið strandaði fengu þeir sem ekki voru á verði ráðrúm til að klæða sig í olíuföt og taka á sig lífbelti. Litlu síðar slengdi stórsjór skipinu til, svo það fór að aftan út af flúðinni, er það hafði fyrst staðið á. Seig það þá mikið niður og brotnaði jafnskjótt svo strórt gat kom á það í vélarrúminu, að það fyllti og eyðilegaði ljósavélina og þar með sendistöð loftskeytanna, og var ekki eftir það mögulegt að hafa símasamband við skipið. Þegar brimið skellti skipinu niður af klettinum, er það fyrst stóð á, var það með svo skjótri svipan, að stýrimimaður og háseti, er voru aftur á að mölva lýsistunnur til aðleggja brimið, höfðu engin ráð önnur en að klifra upp í aftursigluna og halda sér þar. 

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Aðrir skipverjar, um 12 að álitið var, komust í brúnna og um 23 á hvalbakinn. Gengu svo ólögin lukt yfir skipið, að leið ekki á löngu þar til brimið sópaði mönnunum, sem voru í brúnni, fyrir borð. Aftur á míti stóðust felstir, sem á hvalbaknum voru, ólögin, nema einn maður, sem skolaðist þaðan í einu ólaginu, vegna þess að ketja sem hann hélt sér í slitnaði.
Um háflóð gekk sjórinn svi að segha stanslaust yfir þá sem á hvalbaknum voru. Voru margir þeirra mjög þjakaðir og máttfarnir en þegar sást til björgunarliðsins óx þeim hugrekki og þrek, svo þeir fengu betur staðist ólögin en ella. Enginn getur gert sér í hugarlund hvílík aflraun það hefur verið að standa þarna í 5-6 klukkustundir í sliku veðri sem þá var, stormi með frosti og blindhríðarbyl. Að frásögn stýrimannsins sem ásamt einum hásetanum hékk á aftursiglunni gekk brimlöðrið á fætur þeirra.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Þegar björgunarliðið kom á strandstaðinn og hafði komið björgunartækjunum fyrir, var skotið úr eldflugu með línu, en fyrsta skotið misheppnaðist. Í næsta skoti lenti eldflugan í bómu um borð í skipinu og náðu þá skipverjar sem á hvalbaknum voru í skotlínuna.
Drógu þeir nú halablökkina með tildráttartauginni til sín, þar sem þeir urðu að halda sér meðan ólögin riðu yfir. Þegar þeir höfðu náð í halablokkina var hún fest í framsigluna og gerði það Kristinn Stefánsson, 2. stýrimaður. Sömuleiðis festi hann líflínuna þegar hún var drefin út. Eftir að samband var þannig fengið milli skips og lands tókst björgunin fljótt og vel og var öllum bjargað sem lifandi voru þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Fyrsti stýrimaður og sá sem með honum var í aftursiglunni urðu að bíða nokkuð lengur en hinir þar sem ófært var að komast fram á skipið fyrr en komið var fast að fjöru. Uðru þeir að sæta lagi til að komast fram á hvalbakinn, sem tókst að lokum og komust þeir einnig lifandi í land.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Jafnóðum og mönnunum var bjargað var þeim fylgt heim að Móakoti og Stað í Grindavík og voru undir umsjón hérðaslæknisins Sigvalda Kaldalóns og nutu þeir hinnar vestu aðhlynningar sem kostur var eftir að í land kom.
Alls tókst að bjarga 24 mönnum úr Skúla fógeta en 12 fórust, en þeir voru allir drukknaðir áður en björgunarsveitin kom á vettvang.“
Við þetta má bæta að „rúmum þremur árum síðar eða 6. september 1936 strandaði enski línuveiðarinn Trocadero á fjörum Járngerðisstaðahverfis. enda þótt skipið væri langt frá landi tókts að koma línu yfir í það og draga alla 14 skipverja að landi.
Á fyrstu sex árum Slysavarnardeilarinnar Þorbjörns var því hvorki meira né minna en 76 sjómeönnum bjargað með fluglínutækjum. Því má segjha að stofnun SVFÍ og kaup á tækjum sem þessum hafi valdið straumhvörfum í björgunar- og sjóslysasögu Íslendinga.“
Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á vettvangi, verða að teljast einstakar. Þær voru sennilega teknar af Einari Thorberg.

Heimild m.a.
-Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.

Grindavík

Grindavík.

Brennisteinsfjöll

„Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum.
Brenn-2221Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn. Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”.“
Brennisteinsnamur-222Að þessu sinni var gengið upp í Fjöllin um Kerlingarskarð (sem ranglega hefur í skrifum verið sagt Grindarskarð), eftir endurlöngum Draugahlíðum, um námusvæðið og síðan Kistufellsgíg að Hvyrfli uns haldið var niður Þverdal undir Kerlingarhnúkum. Í leiðinni var tækifærið notað til að kíkja í nokkur göt í hraununum austan Kistufells.
„Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.
Brennisteinsnamur-uppdratturÍ Brennisteinsfjalla-reininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.
Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum (Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001)) [Ísor 2004. Brennisteinsfjöll. Þættir vegna rannsóknarborana. Kristján Sæmundsson, Unnið fyrir VSÓ Ráðgjöf. Greinargerð Ísor-04141. Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001. Brennisteinsfjöll. Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll. TEM-Viðnámsmælingar. OS-95044/JHD-06. September 1995. ISBN 9979-827-62-9].
kist-21

Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í námuskvompunum í kring. Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.

Brennisteinsfjoll-222

Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/-Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-223

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.“

Brennisteinsfjoll-224

Árni Óla fjallar um svæði í Lesbók Morgunblaðsins 1946: „Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo» gefið f jöllunum nafn af því.
Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svörin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og 

Brennisteinsfjoll-225

Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir.
Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verksummerki eftir brennisteinsnámið.

Brennisteinsfjoll-226

Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.
Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 Brennisteinsfjoll-229metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.“
Í ferðinni var m.a. komið við í Námuhvammi við tóftir húss námumanna. Skoðað var í stórt jarðfall austan undir Kistufelli. Hægt var að komast niður undir það að sunnanverðu, en um framhald var ekki að ræða. Jarðfallið virtist vera hluti af rás, sem liggur niður frá Kistufellsgígnum og sjá má á nokkrum stöðum þar á millum.
Kíkt var í rásina á nokkrum stöðum, en ávallt var um að ræða tiltölulega stutta kafla, sem hægt var að feta jörðuunnundir. Líklegt má telja að þarna kunni að leynast áhugaverðar rásir, ef vel er grunngert. Annars eru móbergstindarnir norðaustan Kistufells ekki síður áhugaverðir skoðunnar því í þeim má víða sjá mun þróaðra móberg en finna má á móbergshálsunum á hliðstæðum sprungureinum.
Ferðin tók 5 klst og 5 mín (17.7 km). 

Heimild:
-http://www.natturukortid.is/svaedi/reykjanes/brennisteinsfjoll/
-http://www.rammaaaetlun.is/media/lysingar-kosta/Brenni.pdf
-Lesbók Morgunblaðsins, Órni Óla – Á næstu grösum III. UM HRAUN OG HÁLSA, 1. sept. 1946, bls. 352.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Trölladyngja

Eftirfarandi grein birtist í Náttúrufræðingnum 1941 og fjallar um Trölladyngjur (hér er hún lítillega stytt):
Trolladyngja-222„Íslenzkir annálar og árbækur geta 6 sinnum eldgosa í Trölladyngjum, en þar sem fjöll með þessu nafni eru tvö á landi hér, annað í Ódáðahrauni, hitt á Reykjanesskaga, hafa fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir um það, hvoru beri að telja þessi gos.
Trölladyngja í Ódáðahrauni er hraunbunga mikil í suðurhluta hraunsins, formfögur og regluleg. Trölladyngja á Reykjanesi er röð af óreglulegum móbergshnjúkum, skammt vestur af Sveifluhálsi.
Þorvaldur Thoroddsen telur líklegt, að Trölladyngjugosin hafi orðið í Trölladyngju á Reykjanesi og nágrenni hennar, því Trölladyngja í Ódáðahrauni hafi ekki gosið síðan land byggðist. Þó viðurkennir hann, að Trölladyngja á Reykjanesi hafi tæplega gosið nema einu sinni síðan á landnámstíð, en hyggur að önnur gos þar í nágrenninu hafi verið við hana kennd. Rök þessi eru ákaflega veik, því með sama rétti má segja, að gos í nágrenni Trölladyngju í Ódáðahrauni hafi verið við hana kennd, en þess mun þó ekki við þurfa, því hægt er að færa sterk rök að því, að gos þessi, flest eða öll, hafi orðið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni.
Það, sem fyrst vekur athygli við rannsókn þessa máls, er sú staðreynd, að tvö fjöll, gerólík að uppruna og útliti, bera sama nafnið. Þetta er vafalaust mjög sjaldgæft, þegar um forn nöfn er að ræða og getur aðeins byggst á því, að þeir, sem nöfnin gáfu, hafi lagt ólíkan skilning í nafnið. Nú er aðeins notuð eintölumynd nafnsins; hvort fjallið sem í, hlut á, en í eldri ritum er fleirtölumyndin lang algengust og er það réttmætt, þegar Trölladyngja á Reykjanesi á í hlut, því hún er ekkert einstakt fjall, heldur safn af óreglulegum hnjúkum, en jafn fráleitt væri að tala um reglulegt og einstakt fjall í fleirtölu, eins og Trölladyngju í Ódáðahrauni.
HerdubreidÞetta hvorutveggja stangast svo óþægilega, að varla getur dulizt, að eitthvað sé nú orðið bogið við notkun þessara örnefna. Á uppdrætti Knopfs af Íslandi frá 1734, og kortum þeim, sem gerð eru eftir honum í ferðabókum ýmsum, sjáum við, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni eru ýmist sýndar, sem mikið óreglulegt fjall, eða þyrping af fjöllum, skammt suðvestur af Herðubreið. Á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, frá 1844, er hraunbungan Trölladyngja nefnd Skjaldbreiður eða Trölladyngja, en milli Herðubreiðar og Bláfjalls eru Dyngjufjöll hin nyrðri, eða Trölladyngjur.
Þeesi fjöll munu nú heita Herðubreiðarfjöll. Í bók Kaalunds (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island) er kort af Þingeyjarsýslu, gert eftir uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, með leiðréttingum Prof. Jonstrups frá 1876. Þar eru Dyngjufjöll syðri og Dyngjufjöll nyrðri nefnd einu nafni Trölladyngjur. Sé þetta rétt, er fullt samræmi fengið. Þessar stóru fjallþyrpingar eru einmitt safn af óreglulegum hæðum og hnjúkum, eins og Trölladyngja á Reykjanesi, og þess vegna er vel til fundið að nota fleirtölumynd nafnsins og nefna þær Trölladyngjur.
1. Árið 1151 er í fyrsta sinn getið um gos í Trölladyngjum (Isl.ann.). Frásögnin er mjög stuttorð og hljóð Hannes Finnsson segir í ritgerðinni Mannfækkun á Íslandi af hallærum, (Lærdómslistafélagsrit 1793) að Trölladyngjur hafi gosið 1152 og nefnir eftirfarandi vetur sóttarvetur. Jónas Hallgrímsson telur (Rit J. H. IV. bls. 164) að klausan: ,.Húsrið og manndauði“, sé óræk sönnun þess, að gosið hafi verið í suðvesturhluta landsins, því þeim gosum fylgi mestir landskjálftar og óhollnusta. Þessi rök eru ákaflega hæpin. í hinni fáorðu frásögn þarf ekkert beint samband að vera milli setninganna: „Eldur í Trölladyngjum“ og „Húsrið og manndauði.“ Landskjálfti og manndauði hafa oft gert usla hér á landi, þótt ekki hafi valdið eldgos, og óhollusta og tjón af gosum mun venjulega hafa farið meira eftir því, hvort um öskugos eða hraungos var að ræða, heldur en hinu, hvar á landinu gosin voru. Frásögnin er ákaflega fáorð, sem bendir til þess, að gosið hafi verið fjarri mannabyggðum og því lítið um það vitað. Það er ósennilegt, að ekki hefði verið sagt fleira frá gosi á Reykjanesi, eða einhver örnefni nefnd í sambandi við það. Mér virðist því sennilegast, að gos þetta hafi verið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni.

Trölladyngja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls.

2. Árið 1188 segir svo (Isl. ann.): „Eldsuppkoma í Trölladyngjum“. Lengri er frásögn þessi ekki og því ósennilegt, aS gos þetta hafi verið á Reykjanesi.
3. Árið 1340 hefjast hér mikil eldgos. Um það segir Annáll Gísla Oddssonar (Analium in islandia farago. Islandica vol. X), það, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu: ,,Á árunum 1340 og tveimur eftirfylgjandi tók fjallið Hekla að brenna í sjötta sinn með hræðilegum dunum og dynkjum. Sömuleiðis fjallið Lómagnúpur. Jafnframt kastaði úr sér byrðinni annað fjall nokkurt, Trölladyngjur, allt til hafsins hjá héraði því við sjóinn, sem nefnt er Selvogur. Sömuleiðis var skaginn Reykjanes meira en hálfur eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti, kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gömlu segja Drifarsteinn. Sömuleiðis Geirfuglasker þar sem flestir steinar til þessa sjást vera útbrunnir. Á sama tíma brann einnig fjall á suðurhluta Íslands, Síðujökull og mörg önnur fjöll eyðandi heil héruð, einhverju sinni einnig í hafinu eldur brennandi auðsénn, og hin logandi fjöll steyptust frá meginlandinu fram í sjó. Slíkar breytingar á þeim tíma, sénar á íslandi, höfðu í för með sér ósambærilegt tjón fyrir landið, og hefir það aldrei beðið þess bætur.“
Ég tek hér alla þessa klausu til samanburðar við annað gosár, sem sagt verður frá hér á eftir og ranglega hefir verið talið eitt hið mesta gosár hér á landi.
Thoroddsen sá aldrei Annál Gísla Oddssonar, sem var geymdur í Englandi, en hafði fréttir af honum. Í Lýsing Íslands (II.,bls. 125) heldur hann, að hér sé átt við gos í Brennisteinsfjöllum, því auðvitað hafi hraun frá Trölladyngju ekki getað runnið yfir tvo fjallgarða, niður í Selvog. Á öðrum stað (De Gesch. d. isl. Vulk., bls. 185) gizkar hann á, að Ögmundarhraun, vestan við Krýsuvík, hafi runnið þetta ár, en það hraun er hvorki runnið úr Trölladyngju né niður í Selvog.
Jónas Hallgrímsson fer aðra leið; hann heldur því fram, að frásögn annálsins sanni, að Trölladyngjur hafi verið samnefni fyrir mörg fjöll, líka fjöllin upp úr Selvogi, en færir engin rök fyrir þessu, og vitanlega nær þetta engri átt.
Frásögn Gísla Oddssonar er þannig, að mjög örðugt er að sanna við hvorar Trölladyngjurnar er átt, en þó virðist mér allt eins mikið styðja þá skoðun, að átt sé við Trölladyngjur í Ódáðahrauni. Orðalagið: „Kastaði úr sér byrðinni“ gæti átt við ösku eða vikurgos,og má þá skilja frásögnina þannig, að aska hafi borizt allt suður í Selvog. Ég veit ekki hvort nckkuð bendir til þess, að Trölladyngja á Reykjanesi hafi gosið vikri, en ef svo hefði verið, gat það varla verið í frásögur færandi, þótt vikurinn bærist í Selvog. Frásögnin er öll ruglingsleg og hlaupið úr einu í annað; gæti vel verið, að frásögnin hefði eitthvað brjálazt í meðferð, ef við t. d. setjum orðin: ,,Hraun rann“ á undan setningunni: „allt til hafsins“ þá hefir Selvogur sitt gos, óháð Trölladyngju og er það sízt meiri skáldskapur, heldur en tilgátur þeirra Jónasar og Thoroddsens. Það vekur líka grunsemd um, að gos þetta hafi ekki verið á Reykjanesi, hve ókunnuglega er frá því sagt. Frá gosunum á Reykjanesskaganum er sagt af miklu meiri kunnugleik, og mætti því halda, að annálshöfundurinn hafi ekki verið eins ókunnugur á Reykjanesi og ætla mætti af frásögninni af Trölladyngjugosinu.

Trölladyngja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls – gígurinn.

Öll væru þessi rök þó veigalítil á báðar hliðar, ef ekki væri fleira við að styðjast, en nú vill svo vel til, að frá þessum gosum er skýrt á öðrum stað (Isl. ann.). Þar segir svo um dó fénaður, naut og sauðir, um Rangárvelli eyddust nálægt 5 hreppar, annar eldur í Hnappavallajökli, þriðji í Herðubreið yfir Fljótsdalshéraði og vóru allir jafnsnemma uppi. Eldsuppkoma með þeim fádæmum, að eyddust margar nálægar sveitir. Öskufall um Borgarfjörð og Skaga svo fénaður féll og hvarvetna þar á milli.“ Hér er sagt frá gosi í Herðubreið. Auðvitað hefir Herðubreið ekki gosið svona seint, en vel gat gosið borið svo við, eða verið í nágrenni Herðubreiðar og var þá eðlilegt að kenna það við þetta nafnkunna fjall. Heklugos hafa ekki öll verið í Heklu sjálfri og Kröflugosin 1725—30 voru ekki í Kröflu, heldur í nágrenni hennar. Sennilegt er, að þetta Herðubreiðargos hafi verið í Herðubreiðarfjöllum, en þau hafa vafalaust verið nefnd dyngjur og ef til vill Trölladyngjur ytri og getur þá vel staðizt, að gosið sé ýmist talið í Herðubreið eða Trölladyngjum.
4. Íslenzkir annálar skýra frá mikilli eldsuppkomu í Trölladyngjum á tímabilinu 1354—1360, en frásagnirnar um gos þetta eru mjög á reiki cg ónákvæmar og hafa gefið tilefni til ýmiskonar ágizkana. Tel ég því rétt að rekja hér umsagnir heimildanna hverja fyrir sig. Skálholtsannáll 1354 segir svo: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum og eyddust margir bæir í Mýdal af öskufallinu, en vikurinn rak vestur á Mýrar og sá eldinn af Snæfellsnesi.“
Gottskálksannáll 1357: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum, leiddi þar af ógnir miklar og dunur stórar, öskufall svo mikið að nær alla bæi eyddi í Mýdalnum og víða þar nálægt gerði mikinn skaða. Vikurreki svo mikill austan til, að út frá Stað á Snæfellsnesi rak vikurinn og enn utar.“ Flateyjarannáll 1360: „Eldsuppkoma í Trölladyngjum og eyddust margir bæir í Mýdal af öskufalli, en vikurinn rak allt vestur á Mýrar, en sá eldinn af Snæfellsnesi. Mannfall við Mývatn, hálfur 9 tugur manns í þremur kirkjusóknum.“ Í Árbókum Espólíns 1354 stendur þetta: „Þá var eldur uppi í Trölladyngjum, eyðilögðust margir bæir í Mýdal af öskufalli og sá eldinn af Snjófellsnesi“, og ennfremur 1360: „Þá var eldur uppi í Trölladyngjum.“ Hannes Finnsson segir um árið 1357 í grein sinni: Mannfækkun af hallærum o. s. frv.: „Var eldsuppkoma í Trölladyngjum, eyddust margir bæir í Mýdal af öskufalli og sá eldinn af Snæfellsnesi,“ og um árið 1360: „Mannfall mikið við Mývatn í harðrétti dóu þar um 170 manneskjur.“ Hér eru þá taldar þær heimildir, sem við höfum um þetta gos, og mun mörgum virðast, að örðugt sé að finna þann samnefnara, sem öll þessi brot gangi upp í. Jónas Hallgrímsson segir, að þar sem vikur hafi rekið á Mýrum og eldarnir sézt af Snæfellsnesi, sé það augljóst, að gos þetta hafi verið á Reykjanesi. Með Mýdalinn er hann í nokkurum vanda, en hyggur þó, að það sé misritun fyrir Mýrdal, en þar sem sá dalur hafi oft orðið fyrir þungum búsifjum af völdum eldgosa, hafi annálsritarinn, vegna landfræðilegrar fákænsku,sett þetta gos í samband við hann (Rit J. H., IV., bls. 165—166). Thoroddsen segir, að hér sé að líkindum átt við Trölladyngju á Reykjanesi, en ef til vill hafi samtímis verið eldur uppi í Austurjöklum. Báðir telja þeir, Jónas og Thoroddsen, að eldgosið hafi orðið árið 1360.
Ég vil strax taka það fram, að mér virðast ö11 rök hníga í þá átt, að gos þetta hafi verið í Trölladyngjum í Ódáðahrauni. Þegar skýrt er frá eins miklu gosi, eins og ætla má, að þetta hafi verið, gat það ekki verið neitt tiltökumál, þótt eldar sæjust á Snæfellsnesi og vikur ræki á Mýrum, ef gosið var á Reykjanesi. Hins vegar var það í frásögur færandi, ef gosið var inn í Ódáðahrauni. Nafnið Mýdalur er vafalaust sótt í sameiginlega heimild. Hugsanlegt er, að það sé misritun fyrir Mýrdal og vel gat gosmökk frá Dyngjufjöllum lagt þannig, að mest tjón yrði í Mýrdal, en sennilegasta skýringin er, að með Mýdal sé átt við byggðina kringum Mývatn, en vegna ókunnugleika hefir annálsritarinn haldið, að vatnið lægi í dal og gefið dalnum nafn Þá er líka fengin góð skýring á mannfalli því við Mývatn, sem Flateyjarannálls kýrir frá, en Hannes Finnsson telur þær hálfu meira. Aðeins með þessari skýringu er hægt að láta frásagnirnar allar falla í ljúfa löð.

Trölladynggja

Trölladyngja norðan Vatnajökuls – hraun.

5. Þá er komið að árinu 1390, sem talið hefir verið mjög mikið gosár, en um öll þau gos, að Heklugosinu undanskildu, er Espólín einn til frásagnar (Árb. Esp.). Frásögn Espólíns hljóðar svo: „Logaði Hekla með miklum undrum og Lómagnúpur og Trölladyngja, allt suður í sjó og vestur að Selvogi og allt Reykjanes, brann þar hálft og stendur þar eftir í sjó fram Dýptarsker og Fuglasker og er það allt eldbrunnið grjót síðan, einnig logaði Síðujökull og mörg önnur fjöll og sveitir heilar eyddust af eldgangi.“ Espólín segir ennfremur, að eldurinn hafi haldizt í Heklu og fleiri jöklum hinn sami árið eftir. Engum getur dulizt, að hér er á ferðinni frásögn Gísla Oddssonar af eldgosunum 1340. Isl. ann. nefna aðeins Heklugos þetta ár (1390), en engin önnur. Það er því augljóst, að frásögn þessi er komin á rangan stað hjá Espólín og er vafalaust mislestri á ártölum um að kenna. Við getum því með góðri samvizku strikað út eitt mesta gosárið í sögu landsins. Mér hefir verið þetta ljóst alllengi og sé, að Matthías Þórðarson þjóðskjalavörður hefir komizt að sömu niðurstöðu. (Athugas. við Rit J. H. IV., bls. 314—315). Nauðsynlegt er að benda sem rækilegast á þessa villu, sem gengur í gegnum flest eða öll meginrit okkar um jarðelda, og er meðal annars tekin athugasemdalaust upp í Sögu Íslendinga í Vesturheimi, sem er nýútkomin.
6. Árið 1510 segir Biskupsannáll, að eldur hafi verið uppi bæði í Trölladyngjum og Herðubreið (Safn. t, s. Isl. I., bls, 44). Engin ástæða er til að rengja þetta, þótt aðrar heimildir geti þess eigi. Af því má ráða, að gos þessi hafi verið fjarri mannabyggðum og ekki valdið tjóni. Samtímis er mikið Heklugos, sem vitanlega dró að sér mesta athygli. Þá eru Trölladyngjugosin talin og er hér litlu við að bæta. Þó má geta þess, að þeir Eggert og Bjarni telja, í ferðabók sinni, Trölladyngjur og Herðubreið í Ódáðahrauni, mikil eldfjöll: „Der har sprudet en forfærdelig Ild i gamle Dage.“ Þetta hefðu þeir tæplega gert, ef ekki hefðu farið sögur af gosum þessara fjalla.
Við megum ekki gleyma því, að þeir Eggert og Bjarni eru um 200 árum nær hinum sögulegu frásögnum um þessi gos heldur en við og gátu því betur dæmt um þetta. Það væri líka dálítið kynlegt, ef Trölladyngjur á Reykjanesi hefðu gosið hvað eftir annað, á tímabilinu 1150—1510, en svo hætt með öllu, en Dyngjufjöll, sem nú gjósa með litlu millibili og öll bera augljós merki eldsumbrota frá fyrri tímum, hefðu aldrei bært á sér allan þennan tíma svo í frásögur þætti færandi. Þótt Þorv. Thoroddsen hallist á þá sveif, að Trölladyngjugosin hafi verið á Reykjanesi, þá gerir hann það auðsjáanlega hikandi og ég hygg, hann hefði litið öðruvísi á það mál, ef honum hefði verið ljóst, að Trölladyngjur í Ódáðahrauni voru sama og Dyngjufjöll. Ég tel þetta mikilsvert atriði og hefi álitið rétt að benda rækilega á það, þótt ég telji ekki æskilegt, að nöfnum verði breytt á ný í hið upprunalega horf á þessum slóðum.
Sumum kann að virðast, að ekki skipti miklu máli í hvorri Trölladyngjunni gos þessi hafi verið, en þetta skiptir einmitt miklu máli. Það hefir nokkura almenna sögulega þýðingu og getur haft verulega þýðingu fyrir jarðfræði landsins, og auk þess er ætíð skylt að leita hins rétta og hafa það er réttara reynist.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1941, Ólafur Jónsson, Trölladyngjur, bls. 76-88.

Trölladyngja

Trölladyngja á Núpshlíðarhálsi.

Jarðfræðikort

Á heimasíðu Náttúrustofu Reykjaness er fjallað um jarðfræði og gróður á Reykjanesskaga. Þar segir m.a.: “Fyrir meira en 10.000 árum myndaðist Reykjanesskaginn út frá Lönguhlíðafjöllunum og Undirhlíðum, Öskjuhlíðin, Digranesið, Arnarnesið, Hálsarnir fyrir ofan Hafnarfjörð, Hvaleyrartanginn og Holtin, Vesturháls, Austurháls, Skógfellin, Þórðarfell, Þorbjarnarfell, Miðnesið og slík auðkenni. Síðan hlóðust hraungos allt í kring og fylltu inn á milli.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanessskaga síðan land byggðist, s.s. Afstapahraun um 900, Hvaleyrarhraun og Svínahraun um 1000, Ögmundarhraun og Kapelluhraun 1151 og Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun um 1188. Svartahraun við Bláa lónið er frá 1226. Kapelluhraun er frá 1150. Afstapahraun er frá sögulegum tíma og Stampahraun og Arnarseturshraun eru frá 1226. Nýjasta er sennilega frá 14. öld, þ.e. hraun við Hlíðarvatn frá árinu 1340.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum hafa um 200 eldstöðvar á fjórum eldstöðvarkerfum verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landssvæði. Þar má finna helstu gerðir íslenskra eldstöðva eins og hraunskildir (dyngjur), gígaraðir, gígahópar og sprengigígir t.d. Grænavatn. Auk þess má sjá sigkatla t.d. Hvirfill og Kistufell”.

Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Selin eru yfirleitt í eldri hraunum en þeim er runnu á sögulegum tíma, enda gróður þar skemmra á veg kominn en í þeim eldri. Nýrri hraunin enn mosavaxin, en önnur víða grasivaxin og klædd lyngi, birki og víði; ákjósanleg til beitar.

Sjá meira um jarðfræði Reykjanesskaga HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.