Grímshóll

Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum.

Grímshóll

Stapagata og Grímshóll á Vogastapa.

Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og réri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðna. Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn réri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann er allir sáu, að hann réri einhverstaðar þar sem hann aflaði vel.

Jón Árnason I 14

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Hengill

Þórður Sigurðsson frá Tannastöðum skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1939 um „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra„: „Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í Henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningsmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og hafa að líkindum verið piltar, þó það sje ekki í frásögur fært. Í Nesjum í Grafningi höfðu þeir einu sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað.
henglafjoll-223Þegar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að vera.
Tóku þeir sjer nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir væru — jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna.
Nú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt op tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr háðum sveitum, Ölfusi og Grafningi — sem að vísu var þá sama þingssóknin — og biðu þess að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr og ætluðu þeim svo stundirnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu.
henglafjoll-224Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin“ enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgiskonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, en svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði Verið að sigra hellisbúa. Þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu og er ekki getið að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur.
Jón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson hins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkelssonar Jónssonar. Jón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flinkari, ófyrirleitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfullur, starfsmaður mikill og þrekmaður hinn mesti. Ekki fara sögur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann var um tvítugsaldur var hann vinnumaður í Reykjakoti. Þá var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða hellir útilegumannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt. En öskuleifar litlar voru í einum stað utan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar útilegumenn voru unnir.
henglafjoll-225Nú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði að vera þar til lengdar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeiddur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldamótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður farið upp í þennan hellir.
Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirnir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitamenn skipað sjer alt í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax eltingar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur bimir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfðu, en eiginleg vopn voru fá eða engin.
Sögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú“ sagði aftur Hávarði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í uppvexti, en svo fimur, að til þess var tekið. Ilann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann.
Ólafur hjet maður Sigurðsson. Hann bjó í Húsagarði á Landi, ókvæntur var hann og átti ábýlisjörð sína. Hann var að langfeðgatali kominn frá Torfa í Klofa og Lofti ríka (fæddur nálægt 1848). Fremur var hann lítill vexti og ekki mjög efnilegur, tileygður og nærsýnn, hagorður vel og fróður um margt, glettinn og gamansamur og ágætur í viðkynningu. Ólafur var vermaður í Þorlákshöfn í margar vertíðir og þótti allgóður háseti. Hann sagði þeim, er þetta skrifar, svo frá — þeir voru lagsmenn 1894 og 1895: Að í Dalseli undir Eyjafjöllum hefði verið kerling ein, sem Vilborg hjet. Hún hefði dáið um 1800 og verið þá talin 100 ára, hefir eftir því verið fædd um 1700, líklega þó nokkuð seinna. Hún hefði verið fædd í hellinum í Henglinum (Skeggjanum) og verið dóttir einhvers af útilegumönnum þeim. sem getið hefir verið. Hún hafði verið mjög undarleg í skapi, vildi aldrei um útilegumenn tala, giftist ekki og átti aldrei barn. Þegar húsmóðir hennar ól börn sín, var kerling jafnan hin reiðasta og kvað maklegt þó húsmóðirin fengi að kenna á sínum hlut, því þetta væru sjálfskaparvíti, og verða þar að auki að stríða við þessa óþægu krakka í viðbót og hafa aldrei næði til nokkurs hlutar.
Ólafur trúði þessu um kerlingu og kvaðst hafa þetta eftir þeim mönnum, er vel mundu hana, en hvort þar hefir verið rjett sagt frá í alla staði, skal hjer ósagt látið.
Hefi jeg svo engu við að bæta um hellirinn, því jeg hefi aldrei orðið svo frægur að skoða hann, því til þess þarf að gera sjer sjerstaka ferð, ef vel ætti að vera. En sjálfsagt hefir hellir þessi verið notaður oftar sem nokkurskonar þrautalending í vandræðum, þegar stór hegning eða líflát lá við smávægilegum afbrotum – Þ. S.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 1939, bls. 30-31.

Engidalur

Tóftir útilegumanna í Engidal.

Útilegumannahellir

„Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.

henglafjoll-226Heimildir skýra svo frá; Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.

Til eru sagnir um að í þessum helli hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhöfn af einhverju skipi en verið reknir fyrir einhver níðingsverk. Heimildir segja að þeir hafi hafist við í þessum helli í eitt sumar eða tvö ár, en það er ekki vitað með vissu. Talið er að um hafi verið að ræða 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á sauðfé sem þau stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðar fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru ýmist drepnir vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.

henglafjoll-227Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hruninn, fallinn bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.

Eins og heimildir greina frá þá er verulega erfitt að klífa upp í þennan helli. Alls ekki ráðlagt fyrir fólk að reyna uppgöngu án sérhæfðar búnaðar og kunnáttu. Bergið fyrir framan hellinn er bæði mjög bratt og laust í sér.

Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra.“

Heimild:
-http://www.olfus.is/gestir-og-gangandi/ahugaverdir-stadir/hengill/

Innstidalur

Innstidalur – skúti.

Búri
Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan.
Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það getur þykknað verulega á stóru svæði auk þess sem svonefndir „troðhólar“ myndast. Þessa sér til dæmis víða stað meðfram Keflavíkurveginum.

Búri

Búri – svelgurinn.

Surtshellir í Hallmundarhrauni í Mýrasýslu er stærsti íslenski hellirinn. Surtshellir er einnig lengsti hellir á Íslandi um 1.970 metra langur. Í beinu framhaldi af Surtshelli til norðausturs er Stefánshellir en lokað er á milli hellanna vegna hruns. Samtals eru þeir 3.500 metrar á lengd. Þessi háttur, að hraunkvikan „troðist inn í“ hinn bráðna hluta hraunsins líkt og vatn í belg, er sennilega mun algengari en hinn fyrrnefndi, einkum þegar um rúmmálsmikil hraun er að ræða.Þegar hraun rennur eftir hrauntröð myndast þegar í stað storkin skán á yfirborði þess. Þegar skánin þykknar getur hún orðið að föstu þaki yfir hraunrásinni sem helst stöðugt þótt lækki í hraunstraumnum undir. Hraunhellar eru sem sagt rennslisrásir eða „pípur“ sem hafa tæmst að meira eða minna leyti.

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is

Ferlir

Jarðmyndanir í hellinum Ferlir.

Hunangshella
Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Hunangshella

Varða á Hunangshellu.

Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni.
Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta. Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.

-Jón Árnason I 611

Hunangshella.

Hunangshella.

Hraundríli
Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása.
HraundrýliHraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina.
Hraundrýli má sjá á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum. Þekktust og nærtækust eru líklega hraundrýlin á Strokkamelum í Hvassahrauni, örskammt sunnan Reykjanesbrautar, og Tröllbörnin undir Lögbergsbrekkunni (Lækjarbotnum), við Suðurlandsveginn, en einnig eru t.d. há, stór og falleg hraundrýli í Eldvarparhrauni ofan við Grindavík og í Hnúkunum ofan við Selvog.
Hraundrýli geta verið allhá og mjó, eða lægri og gildvaxnari, og stundum mynda þau röð yfir hraunrás sem undir er.
Hraundrýli eru algeng á hraundyngjum, til dæmis í Surtsey og á Selvogsheiði (Hnúkunum). Þar er bæði hátt og fallegt hraundrýli og einnig annað stórt og mikið um sig. Opið er inn og hefur það verið notað sem skjól. Utan við það eru tættur.
Tröllabörnin í eina tíð notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Landsvæði umhverfis Tröllabörn og þar með talið hraundrýlin sjálf var friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is

Hraundrýli

Hraundrúli í Hnúkum.

Knarrarnesheiði

Ætlunin var að skoða neðanverða Strandarheiði frá Geldingahólum og Knarrarnesholti í áttina að Hlöðunes- og Brunnastaðalangholtum í vestri. Vitað var að Vatnshóll væri þarna á millum og austur af Nyrðri-Geldingahól væru leifar af krossgarði (skjólgarði) fyrir fé. Þá voru gerðar vonir um að berja mætti þarna ýmislegt fleira augum er ekki hefur þótt augljóst.
MannvirkiGengið var frá Reykjanesbraut niður með svonefndum Skrokkum. Norðan þeirra mátti sjá hleðslur á klapparhól, auk þess sem vörður og vörðubrot voru hvarvetna. Þegar komið var niður að Auðnaborg var stefnan tekin upp (suður) stíg er þar lá vestan hennar, Auðnaselsstíg. Í örnefnalýsingu segir m.a. um borgina og selsstíginn: “Hrúthóll heitir klapparhóll og Vatnshólar og svo er Auðnaborg fjárborg. Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa sunnan í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum, en uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.”
VarðaUm stíginn segir: „Þá liggur fyrir Klofgjá og blasir við Klifgjárbarmur og rétt þar fyrir ofan er Auðnasel og Höfðasel og Breiðagerðissel. Til selja þessara lá aðeins einn stígur Auðnaselsstígur.” Auðnaselsstígur lá skáhallt frá Auðnum til selsins og hefur þá vísast legið 400-500 m austan við Þyrluvörðu  og um 2 km vestan við þar sem Marteinsskáli sést frá Reykjanesbrautinni. Þyrluvarðan er rétt norðan brautarinnar áður en komið er að Langholtunum. Auðvelt er að fylgja stígnum um heiðina upp með Auðnaborginni og áfram áleiðis upp í selið.
SkjólgarðurSkammt suðvestar var komið að Geldingahólum. Um Nyrðri-Geldingahól liggja landamerki. Knarrarnesselstígur liggur upp með hólnum vestanverðum. Í örnefnalýsingu fyrir Knarrarnes segir m.a.: “Heiman frá Knarrarneshliði lá Knarrarnesselsstígurinn upp alla Heiðina í Knarrarnessel.”  Slóðinn hefur verið um 1 km vestan við Þyrluvörðu og um 1 km austan við línuvegsafleggjarann. Líkt og með Auðnaselsstíginn var tiltölulega auðvelt að fylgja Knarrarnesselsstígnum áleiðis upp heiðina.

Landamerki

Þegar gengið var um heiðina, mót blóðrauðu sólarlaginu, voru rifjaðar upp þær breytingar, sem orðið hafa á samfélagi voru bæði nú og fyrrum. Líkja má hvorutveggja við kúfvendingar. Meðan efnahagskreppan núverandi kippir landsmönnum skyndilega u.þ.b. 12 ár aftur í tímann má segja að slíkt og hið sama hafi gerst fyrir u.þ.b. 120 árum – þegar grundvellinum var skyndilega kippt undan fyrri tíma búskaparháttum er ráðið hafði ríkjum allt frá landnámsöld. Þegar seljabúskapurinn lagðist af urðu öll mannvirki honum tengdum skyndilega óþörf sem og vinnuaflið er hann hafði krafist svo lengi. Vinnuaflið lá hins vegar ekki lengi í dróma heldur leitaði á önnur mið; útvegurinn naut góðs af og þorpsmyndun hófst hér á landi.
Í ljósi þessa má lesa eftirfarandi frétt er birtist í Mbl 1992: „Ekið á kind á Reykjanesbraut – Lausaganga bönnnuð frá árinu 1992. Ekið var á kind á Reykjanesbraut í Vatnsleysustrandarhreppi í vikunni en þar hefur lausaganga búfjár verið bönnuð frá 1. desember 1992.

Heiðin

Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur mikið verið kvartað vegna kinda við Reykjanesbraut. Bílstjóri er bótaskyldur gagnvart fjáreiganda, þótt laugasaganga sé bönnuð, að sögn Reynis Haukssonar tryggingarmanns, vegna ákvæða umferðarlaga um hlutlæga ábyrgð gagnvart öðrum. Bætur lækki aðeins ef sá er hafi búféð í vörslu sýni af sér vanrækslu.
Ásgeir Eiríksson, fulltrúi hjá sýlsumanni, segir þetta haf verið vandamál fyrr en sumar. Ekki hafi verið leitað til lögreglunnar um smölun fjárins. Í samþykkt um búfjárhald í hreppnum segir í 5. gr. að lausagöngufé skuli handsama og skrá. Eigendum sé skylt að sækja gripi sína og greiða áfallinn kostnað og tjón, þar með talinn kostnað við handsömun gripanna. Þrátt fyrir ríkjandi bann gengur margt fé laust í Strandarheiði og alveg niður í byggð í Vogum, og er hér einkum um fé Grindvíkinga að ræða.“
Hér, líkt og um aldir, skella Vogamenn skuldinni á Grindvíkinga. Í dag hefur öllu lausafé á svæðinu verið komið fyrir í beitarhólfum.
Rjúpan lét í sér heyra í heiðinni umrætt sinni. Til gamans er hér rifjuð upp frásögn um hinn merka fugl í Mbl rjúpaárið 1934: „
Rjúpunni fjölgar og fækkar – Talsvert hefur verið af rjúpu hjer á Reykjanesskaga að undanförnu, og hefir fjöldi manna hafði herferð gegn henni. Er sagt að sumir liggi úti í tjöldum á Strandarheiði og víðar, aðeins til þess að brytja niður þessa vesalinga. Sagt er að sumar skyttur hafi skotið um 30 rjúpur á dag og hafi veiðin verið nokkuð jöfn enn sem komið er. Rjúpan heldur sig nú helst fram við sjó, en ekki upp um fjöll, og var það gamalla manna mál að það boði harðan vetur, er hún hegðar sjer svo.“ Spurningin er hvort áður ætlaðar mannvistarleifar eftir refaskyttur á klapparhólum strandarinnar gætu hugsanlega hafa verið eftir rjúpnaskyttur. Það skýrir a.m.k. hleðslur víða er virðast vera án tengsla við möguleg greni.
Verkefnið framundan er og að ganga hluta Strandarheiðar frá Ásláksstaðaklofningum um Brunnastaðalangholtin til vesturs að Vogavegi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl – 4. nóvember 1934.
-MBL – 8. sept. 1995.
-Örnefnalýsingar fyrir Auðna og Knarrarness.

Auðnaborg

Hamrahlíð

Eftirfarandi umfjöllun um kotbýlið Hamrahlíð undir Úlfarsfelli birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins að kveldi 26. október 2022 undir fyrirsögninni „Kotbýlið grafið upp – ný byggð við Vesturlandsveg„:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

„Kotbýli almúgans eru síður viðfangsefni fornleifafræðinga en heldri manna híbýli. Verið er að grafa upp eitt þeirra undir hlíðum Úlfarsfells áður en athafnabyggð verður reist. Þar fæddist konan sem gætti brauðsins dýra hjá Halldóri Laxness.

Nærri sautján hektara atvinnubyggð

Hamrahlíð

Hamrahlíð – ný byggð.

Við hinn fjölfarna Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar hefur kotbýli verið grafið upp í landi Blikastaða þar sem fyrirhugað er að reisa stóra verslunar- og athafnabyggð.

Milli golfvallarins á Korpúlfsstöðum og Úlfarsfells frá Vesturlandsvegi niður að laxveiðiánni Korpu er búið að skipuleggja land á tæpum sautján hekturum á vegum Reita fasteignafélags.

Margt hefur komið í ljós

Hamrahlíð

Hamrahlíð – gulur hringur.

Og eins og lög gera ráð fyrir þarf að skrá fornleifar áður en byggt í samráði við Minjastofnun. Fornleifafræðingar á vegum Antikva eru nú að leggja lokahönd á margra mánaða uppgröft. Þarna var búið frá því upp úr 1850 til 1920.

Hvað holur eru þetta?

Hamrahlíð

Hamrahlíð – hola.

„Hér erum við með eldunarholur og menn hafa verið að elda eitthvað hér eða vinna með mat.

Hamrahlíð

Lilja Björk Pálsdóttir.

Við erum ekki með neinar hlóðir eða neitt uppbyggt eldstæði en við erum hins vegar með þessar holur,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur hjá Antikva, „í þessari sem er 35 sentimetrar að dýpt þá erum við með alla vega sex lög af móösku og með brenndum beinum og viðarkolum. Það sést mjög vel á gólfunum að þau ganga upp að þessum holum þ.a. menn hafa staðið hérna mikið fyrir framan þessa holu að bardúsa.“

Og alltaf finnst eitthvað nýtt, þarna kemur í ljós hnífsblað, sem einhvern tíma hefur komið sér vel.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Kotbýlið hét Hamrahlíð og var hjáleiga frá Blikastöðum og voru híbýli og útihús sambyggð.

Hamarhlíð

Hermann Jakob Hjartarson.

Hermann Jakob Hjartarson fornleifafræðingur hjá Antikva stjórnar uppgreftrium: „Við höfum fundið ýmsa muni en mest af leirkerjum, diska, bolla en líka glerflöskur, nokkuð mikið af brýnum líka, skeifur þ.a. það hefur greinilega verið með hesta hérna, og ljá líka.“

Flestir bjuggu í kotbýlum og þau þarf að rannsaka frekar

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Fáar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á kotbýlum. Þær þurfa að vera miklu fleiri, segir Hermann:

„Tvímælalaust finnst mér að, þetta er náttúrulega ennþá stærri partur af sögunni heldur en allt annað sko. Það voru flestir á þessum stað á þessum tíma sko að vera kotbændur.“

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.“

Guðrún JónsdóttirSigurður Hreiðar gat þess í athugasemdum á fésbókinni að „Gunna „Stóra“ geymdi ekkert svona hverabrauð. Sú sem það gerði hét Björg Jónsdóttir, þá 16 ára vinnukona í Nýjabæ í Krýsuvík, bjó síðar á Aðalgötu í Keflavík og var amma Gunnars Eyjólfssonar leikara.
Halldór vantaði eitthvað mergjað til að skálda inn í Innansveitarkróníkuna og heimfærði þessa dyggð upp á Gunnu stóru – sem ugglaust var líka dyggðugt hjú.  Björg átti síðast athvarf á Æsustöðum í Mosfellsdal, hafi ég lært rétt.“

Halldór hafði þann sið að skrá hjá sér sagnir og athugasemdir er hann varð áskynja á ferðum síðum. Oftlega notaði hann þessi uppköst sín við skáldsöguskrifin, líkt og dæmin sanna, flest tekin úr sögulegu samhengi síns eigin raunveruleika.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1
-Sigurður Hreiðar á facebook.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Reykjanes
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin Evrópuflekanum. Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 sm á ári þannig að bergið, sem einu sinni myndaðist þar, hefur flust austur og vestur á firði. Þar og á Austfjörðum er nú elsta berg á Íslandi, um 15 milljón ára gamalt.
Jarðfræði

Íslandi gýs að meðaltali á 5 ára fresti og verða eldgosin eingöngu á virka gosbeltinu. Smám saman dragast eldstöðvarnar út af beltinu, þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja út að lokum.

Komið hefur í ljós að sumar eldstöðvar tengjast þannig að þær virðast fá sams konar kviku. Þess vegna er eldstöðvum á Íslandi skipt upp í u.þ.b. 30 aðskilin eldstöðvakerfi. Innan hvers eldstöðvakerfis geta verið margar eldstöðvar en aðeins ein megineldstöð. Sum eldstöðvakerfi fá kviku sína beint úr kvikulaginu en önnur fá kvikuna úr grunnstæðum kvikuhólfum.

Ætla má að jarðskorpan undir Íslandi sé um 10 km þykk. Hún er þó mun þynnri undir flekaskilunum heldur en undir Aust- og Vestfjörðum. Undir skorpunni er svokallað kvikulag en þar er bergið bráðið að hluta til og leitar bráðin upp um sprungur í átt til yfirborðsins. Sums staðar nær kvikan að safnast saman og mynda kvikuhólf sem geta náð töluvert upp í jarðskorpuna. Slík hólf eru undir öllum helstu eldfjöllum landsins og nefnast þau megineldstöðvar.

Þgar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru. Enn fremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Búast má við gosi á Reykjanesskaga á u.þ.b. þúsund ára fresti en gostímabilin geta spannað 300 til 400 ár.

Jarðfræði
iðnesið og svæðið suður af Reykjanesbæ er alsett hraunum sem runnu áður en jökull lagðist yfir landið en hann náði mestri útbreiðslu fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Þessi hraun hafa orðið fyrir miklum ágangi. Þegar þau runnu var loftslag svipað og nú en síðan lagðist jökull yfir hluta þeirra. Jafnfram því lækkaði yfirborð sjávar um 100-150 m þannig að hraunin lentu uppi á miðju landi. Jökulár fluttu bræðsluvatn til sjávar og þegar jökla leysti hækkaði sjávarmál allt upp í 10 m yfir núverandi sjávarmál.

Meðan jökull lá yfir Reykjanesi urðu eldgos tíð. Þá mynduðust móbergsstapar og móbergskeilur sem standa upp úr hraunsléttunni sem þekur skagann. Fjöll, sem eru keilulaga eða lík hrúgöldum, hafa ekki náð upp úr jöklinum en hin, sem eru með hraunsléttu efst, gefa til kynna þykkt jökulsins þegar þau mynduðust. Meirihluti Reykjanesskagans er hraunslétta, gerð úr hraunum sem runnið hafa eftir að jökullinn tók að bráðna fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Mikill hluti þessarar hraunsléttu er dyngjur sem urðu flestar til á fyrri hluta tímabilsins. Þær eru víðáttumiklir, lágreistir hraunskildir og er Þráinsskjöldur ein stærsta dyngjan, 130 km2. Frá því að land byggðist er talið að um 12 hraun hafi runnið á Reykjanesskaga eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraunin runnu þó einkum á tveimur gostímabilum: um 1000 og um 1300. Síðara tímabilið gengur undir nafninu Reykjaneseldar.

Heimild m.a.:
-http://www.bluelagoon.is/Gjain/Almenn_jardfraedi/Island/

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjanesskagans.

Hafnarfjörður

Í ár [2013] eru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen en hann hefur oftar en ekki verið kallaður faðir Hafnarfjarðar. Sívertsenshúsið, Vesturgötu 6, er elsta hús bæjarins. Það hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans.

Bjarni SivertsenHver var Bjarni Sívertsen?
Saga þessi byrjar á bænum Nesi í Selvogi fyrir réttum 250 árum en þá kom þar í heiminn lítill drengur sem síðar hlaut nafnið Bjarni en hann var sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar og Járngerðar Hjartardóttur. Við fæðingu barna velta menn því oft fyrir sér hvað mun á daga þeirra drífa á lífsleiðinni. Á þessum tíma var barnadauði tíður og því var alls óvíst að Bjarni litli kæmist til manns. Hann var sonur fátækra bænda og því má segja að æfi hans hafi í raun verið ákveðin fyrirfram.
Á 18. öld og reyndar á þeirri 19. líka var það svo til óþekkt að menn færðust á milli stétta enda var það almennt viðurkennt að hver stétt ætti aðeins að fást við þau viðfangsefni sem henni bæri. Bjarni var, eins og áður segir, fátækur bóndasonur og eðli málsins samkvæmt átti hann að verða kotbóndi líkt og faðir hans. Bjarni hlaut fábreytta menntun í æsku eins og algengt var með bændasyni á þessum tíma og undir eðlilegum kringumstæðum hefði æviskeið hans átt að verða keimlíkt ævi venjulegs kotbónda. Hann hefði átt að taka við búi foreldra sinna, búa í torfkofa, kvænast konu úr sömu stétt, eignast fjölda barna sem fæst kæmust á legg, deyja í týru af grútarlampa úr hor eða elli um fimmtugt og að lokum enda í týndri gröf við einhverja litla sveitakirkju. En sú varð nú ekki raunin og varð æviskeið Bjarna alls ólíkt þessari döpru lýsingu.

Klifrað upp metorðastigann
Í ljóðinu Hótel jörð eftir Tómas Guðmundsson er dvöl okkar mannanna á jörðinni líst á skemmtilegan hátt. Þar kemur fram að sumir láta sér linda það að lifa úti í horni óáreittir og spakir á meðan aðrir lenda í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
Þegar æviskeið Bjarna er skoðað kemur í ljós að hann var í þeim hópi sem sóttist eftir meira í lífinu en því sem sjálfkrafa kom og tilheyrði frekar þeim sem hópi sem reyndi eftir megni að krækja sér í þægilegt sæti. Bjarni hóf ekki búskap sjálfur heldur gerðist vinnumaður hjá Jóni Halldórssyni lögréttumanni í Nesi og Rannveigu Filippusdóttur konu hans.
Rannveig SivertsenÞegar Bjarni hafði starfað um hríð hjá Jóni og Rannveigu sem vinnumaður gerðist hann ráðsmaður þeirra og sá um rekstur búsins. Seint á 18. öld gerðist svo sá hörmulegi atburður að Jón drukknaði í miklum flóðum ofan Ey
rarbakka, varð Rannveig þá ekkja en Bjarni rak áfram búið fyrir hana. Skömmu síðar eða árið 1783 kvæntist Bjarni Rannveigu. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum, Bjarni var þá um tvítugt en Rannveig var orðin 39 ára. Eftir brúðkaupið hófu þau hjónin búskap á Bjarnastöðum í Selvogi og bjuggu þar allt til ársins 1794. Bjarna hafði þarna tekist hið ómögulega, það er að flytjast á milli stétta. Hann var að vísu enn bóndi en tilheyrði nú stétt ríkra landeigenda í stað fátækra leiguliða.

Spurningin sem menn spyrja sig enn þann dag í dag er hvernig fór hann að þessu, hvað gerði hann, eða gerði hann ef til vill ekkert? Var það kannski Rannveig sem sá hvaða hæfileikum Bjarni var búinn og ákvað að nýta sér þá. Þá kemur einnig til greina að ástin hafi einfaldlega kviknað og viðskiptasjónamið engu skipt. Þessum spurningum verður án efa aldrei svarað til fullnustu en niðurstaðan var sú að bæði stóðu mun betur að vígi eftir en áður og hver veit nema þau hafi einnig verið hamingjusamari.

Bóndi verður kaupmaður
Bjarni lét þó ekki hér við sitja heldur hélt hann áfram í leit sinni að betra sæti. Þegar hann og Rannveig höfðu búið á Bjarnastöðum í sex ár lét hann næst til skarar skríða. Nú ætlaði hann einum stalli ofar og vildi gerast kaupmaður. Árið 1789 gerði hann samning við norska lausakaupmenn, bræðurna Hans og Frederik Ryland og gerðist umboðsmaður þeirra. Samkvæmt verslunarlögunum frá 1787 höfðu lausakaupmenn frjálsan rétt til að stunda viðskipti í landinu en utan kaupstaðanna máttu þeir einungis versla í fjórar vikur í hverri höfn. Norsku bræðurnir, eins og aðrir lausakaupmenn versluðu hér einungis á sumrin en samningur þeirra við Bjarna gekk út á það að á haustin fékk hann þær afgangs vörur sem ekki höfðu selst um sumarið til að selja í umboðssölu yfir veturinn.

thilskipSkemmst er frá því að segja að D. Chr. Petersen Eyrarbakkakaupmaður kærði þessa verslun landeigandans Bjarna fyrir dönskum yfirvöldum og var hún dæmd ólögleg og var Bjarna gert að hætta henni. Kæra Petersens er lýsandi fyrir tíðarandann á þessum tíma. Þarna erum við aftur komin að kjarna málsins, menn tilheyrðu ákveðinni stétt og samfélagið ætlaðist til þess að menn héldu sig þar. Bjarni sætti sig ekki við þessi málalok og ákvað vorið 1793 að sigla til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða sér úti um verslunarréttindi og lán til að geta hafið verslunarrekstur. Óhætt er að segja að Bjarni hafi verið réttur maður á réttum stað því þetta sama ár voru verslunarhúsin í Hafnarfirði tekin af Muxoll kaupmanni sem keyrt hafði sinn rekstur þar í gjaldþrot og ekki var búið að úthluta verslunarleyfinu í bænum.
Bjarni fékk 4.000 rd rekstrarlán auk þess sem hann skuldbatt sig til að taka við Hafnarfjarðarversluninni frá og með 24. apríl 1794. Bjarna hafði nú aftur tekist hið ómögulega, það er að klifra upp stéttastigann í annað sinn. Til að fullkomna klifrið breytti hann nafni sínu úr Bjarni Sigurðsson og skrifaði Bjarni Sívertsen undir skuldabréfið að danskra sið.

Veldi Bjarna og Rannveigar
akurgerdi 1836Umsvif og áhrif Bjarna jukust hratt í Hafnarfirði og til merkis um það keypti hann konungsjarðirnar Akurgerði og Ófriðarstaði (síðar Jófríðarstaði) árið 1804 og ellefu árum síðar keypti hann einnig jörðina Hvaleyri og var hann þá kominn með yfirráð yfir stærstum hluta lands í firðinum. Þessa aðstöðu sína notaði hann meðal annars til að láta keppinauta sína í verslun í firðinum greiða sér rífleg lóðargjöld.
Skömmu fyrir aldamótin hóf hann einnig samhliða verslunarrekstrinum útgerð á þilskipum frá Hafnarfirði. Hann vissi að margar þjóðir höfðu verið við veiðar við Ísland og gengið vel. Því þarf ekki að undra að Bjarni hafi velt því fyrir sér hvers vegna Íslendingar gætu ekki hagnast á þessum veiðum eins og Bretar eða Hollendingar svo dæmi séu tekin.

Sivartsenshusid-IÓfriðarstaði keypti Bjarni í þeim tilgangi að reisa þar skipasmíðastöð. Árið áður hafði hann gert tilraun með skipasmíði í fjörunni við Akurgerði og tókst svo vel til að hann afréð að reisa skipasmíðastöðina. Árið 1806 sannaði svo þessi skipasmíðastöð nauðsyn sína því þá um vorið kom póstskipið hingað til lands mikið laskað eftir óveður sem það hreppti á leið sinni til landsins. Var gert við skipið í skipasmíðastöð Bjarna í Hafnarfirði og var það eini staðurinn hér á landi sem réð við það verkefni. Á næstu áratugum óx stöðugt veldi og auður Bjarna og Rannveigar en auk verslunarinnar sem þau ráku í Hafnarfirði opnuðu þau einnig verslanir í Reykjavík og Keflavík. Jafnhliða verslunarrekstrinum ráku þau öfluga þilskipaútgerð að ógleymdri skipasmíðastöðinni.

Bjarni bjargar þjóðinni
Um haustið 1807 lét Bjarni úr höfn í Hafnarfirði á skipi sínu De tvende Söstre en samferða honum var meðal annarra Magnús Stephensen konferensráð. Ferð þeirra var heitið til Kaupmannahafnar en þá hafði sú frétt ekki borist til landsins að stríð geisaði á milli Dana og Englendinga. Skemmst er frá því að segja að 19. september hertóku Englendingar skip Bjarna og þau sem í samfloti voru og færðu til hafnar í Skotlandi. Samkvæmt æviminningum Bjarna voru Íslandsförin 15 sem Englendingar hertóku þetta haust. Það var fyrirséð að ef skipin fengju ekki að flytja vistir til Íslands myndi ekkert annað en hungursneyð bíða þjóðarinnar.

sivartsenshusid-IITil að reyna að koma í veg fyrir þetta sneru Bjarni og Magnús sér til Sir. Josephs Banks, sem var breskur náttúrufræðingur og mikill Íslandsvinur eftir að hann heimsótti landið 1772. Banks var mikilsmetinn maður í Englandi og forseti Konunglegu bresku vísindaakademíunnar 1778-1820. Bjarni taldi það lífsspursmál fyrir þjóðina að Íslandsförin fengju að sigla með vistir og annað til Íslands. Í endurminningum sínum lýsti Bjarni sjálfur atburðunum í London á eftirfarandi hátt: „Síðan fengum við honum [Banks] okkar bónarbréf til höndlunarráðsins um það, að Íslensk höndlunarskip yrðu frígefin, og að þau, meðan á stríðinu stæði, mættu fara á milli landa, því annars mundi fólk á Íslandi ei geta lífi haldið.“
Bjarna Sívertsen tókst með aðstoð Magnúsar og Banks að fá öll skipin utan eitt látin laus síðla sumars 1808. Helstu rökin sem þeir beittu voru að öll skipin utan það eina sem ekki fékkst látið laust hefðu verið tekin fyrir 4. nóvember en þann dag sögðu Englendingar Dönum formlega stríð á hendur. Fyrir þessa vinnu sína og önnur afrek í þágu Íslands, eins og það var orðað, var Bjarni Sívertsen sæmdur Riddarakrossi Dannebrog-orðunnar 11. apríl 1812 af Friðriki VI, konungi Danmerkur og Íslands. Eftir það var hann ávallt kallaður Bjarni riddari.

Úti er ævintýri

sivartsenshus-IIIÞað var þó eins með þetta ævintýri og önnur að allt tekur enda og miðvikudaginn 24. ágúst 1825 lést Rannveig Filippusdóttur í Sívertsenshúsinu í Hafnarfirði. Í kjölfarið var búi þeirra hjóna skipt upp og dróst verslun Bjarna þá mikið saman. Skömmu síðar hætti Bjarni verslunarrekstri sínum í Hafnarfirði og fluttist alfarinn til Kaupmannahafnar þar sem hann giftist í annað sinn. Seinni kona Bjarna var dönsk og hét Henriette Claudie, fædd Andersen. Eignuðust þau saman eina dóttur. Tveimur árum síðar, eða í júlí 1833 andaðist Bjarni í Danmörku, þar sem hann þrátt fyrir glæstan feril, hvílir nú í týndri og ómerktri gröf líkt og margir íslenskir kotbændur frá hans tíð.

Elsta húsHafnarfjarðar
Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar byggt á árunum 1803-05 af Bjarna Sívertsen ,,föður Hafnarfjarðar”. Húsið sem er múrað í binding var fyrst reist í Danmörku en síðan flutt til Íslands og reist á Akurgerðislóðinni þar sem það stendur enn. Upphaflega var húsið íbúðarhús Bjarna Sívertsen og fjölskyldu hans en síðar hefur það gengt ýmsum hlutverkum uns það var gert upp í upprunalega mynd og gert að safni til að heiðra minningu Bjarna Sívertsen og Rannveigar Filippusdóttur. Á sjötta áratug 20. aldar komu upp hugmyndir um að flytja húsið í Hellisgerði, gera það upp og opna í því safn um Bjarna og sögu hans. Ekkert varð úr þessum áformum á þeim tíma en árið 1964 flutti Bjarni Snæbjörnsson ræðu á klúbbfundi hjá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar um húsið. Lagði hann eindregið til að klúbburinn beitti sér fyrir varðveislu og endurreisn þess og í febrúarmánuði 1965 heimilaði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Rótarýklúbbnum að endurbyggja hús ið og ákvað jafnframt að greiða úr bæjarsjóði ¼ kostnaðarins enda átti allt verkið að vera unnið í samráði við þjóðminjavörð og bæjarverkfræðing. Bæjarstjórn tók húsið uppá sína arma endanlega árið 1973 og ári síðar var það vígt sem sýningahús á vegnum Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Úr dagbók Henry Holland í Íslandsferð 1810
sivartsenhus-IVSkemmtileg lýsing er til af því þegar Englendingurinn Henry Holland kom til Hafnarfjarðar árið 1810 en þá stóð veldi Bjarna þar hvað sterkustu fótum. „Það er einkennilegt að koma til Hafnarfjarðar. Háir og úfnir hraunkambar fela staðinn fyrir komumanni, þar til hann kemur fram á hraun brúnina, en þá opnast fyrir honum fjarðarbotn, og við hann standa 15–20 íbúðarhús úr timbri, lík reykvísku húsunum, en líta þó yfirleitt betur út. Þetta er Hafnarfjörður.
Helzti maðurinn þar á staðnum er Bjarni Sívertsen, vel efnaður kaupmaður. Hann var um þessar mundir í Englandi eða öllu heldur á heimleið þaðan, en kona hans, frú Rannveig Sívertsen, var heima ásamt tveimur börnum þeirra, syni og dóttur. Sonurinn er fríður unglingur, hógvær, kurteis og vel menntaður. Hann talar vel ensku en hefir þó aldrei til Englands komið, en bæði systkinin hafa dvalizt nokkur ár í Kaupmannahöfn. Við vorum kynntir þeim á dansleiknum í Reykjavík og þáðum þá heimboð til fjölskyldunnar, þegar leið okkar lægi um Hafnarfjörð. Minnugir þess héldum við beina leið til húsa Sívertsens kaupmanns. Þar var okkur tekið með svo hjartanlegri gestrisni, að okkur hlýnaði um hjartarætur.
Heimili Bjarna Sívertsens er hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Íslandi. Það er ekki nóg að segja að það sé fallegt, heldur er það beinlínis glæsilegt, bæði að húsgögnum og öðrum innra búnaði og umgengni. Í setustofunni eru þrír stórir speglar, og tveir að auki í stærsta herberginu, Miðdegisverðurinn var framúrskarandi vel framreiddur. Þar var á borð borið stórt fat með kindakjötssmásteik ásamt Lundúnabjór, einnig voru á borðum pönnukökur, búnar til af frábærri kunnáttu, kryddaðar með kúrennum auk annars góðgætis. Við sváfum í æðardúnssængum, þvoðum okkur úr Windsor-sápu, – í stuttu máli nutum þess munaðar, sem engan okkar hefði dreymt um, að fyrir hittist á ferðalagi um Ísland.“

Heimild:
Fjardarpósturinn, 39. tbl. 31. árg. Fimmtudagur 24. október 2013, bls. 7,8 og 10.

hafnarfjordur fyrrum