Hrævareldar

Hrævareldar virðast vera flöktandi ljós sem sjást að næturlagi. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið gömul í ensku ritmáli. 
skruggur„Í orðasafni með útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu frá 1988 er að finna orðin hræljós og hrælog í þessari merkingu. Þetta þýðir væntanlega að orðin er að finna í Sturlungu sjálfri en við höfum ekki haft tök á að leita þau uppi þar. Kannski vilja lesendur hjálpa okkur við það? Samkvæmt Orðstöðulykli er þessi orð hins vegar ekki að finna í Íslendingasögunum og þau eru ekki heldur í orðasafni með Heimskringlu.
 
Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans tekur sem kunnugt er yfir íslenskt ritmál frá siðaskiptum. Elsta dæmið um þetta orð í þeirri skrá er úr frumútgáfunni af Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Sorø í Danmörku árið 1772. Í lýsingu Kjósarsýslu segir svo í þýðingu frá 1978:
„Þrumur, eldingar og önnur óvenjuleg loftfyrirbæri eru sjaldgæf hér. Helzt verður þeirra vart á vetrum. Þegar dimmviðri er með stormi og hríð á vetrum, verður vart leiftra í neðstu loftlögunum. Þau kalla menn snæljós. Eins konar Ignis fatuus, sem á íslenzku kallast hrævareldur og líkt og hangir utan á mönnum, er sjaldgæfur á þessum slóðum (sbr. N. Horrebow: Efterr. gr. 76).“

Fyrirbærið hefur einnig verið nefnt mýrarljós á íslensku og kallast ignis fatuus í latínu eins og áður er getið, og þá jafnframt í ýmsum erlendum málum. Í ensku nefnist fyrirbærið ýmist því nafni eða ‘jack-o’-lantern’ eða ‘will-o’-the-wisp’ og þessi orð eru gömul í ensku ritmáli.

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum en færast undan mönnum ef reynt er að nálgast þau. Talið er að þau stafi af því að metangas sé að brenna en það myndast einmitt við sundrun jurtaleifa í mýrum.

Ef íslenska orðið mýragas er skilið sem ‘gas sem myndast í mýrum’ þá er það að miklu leyti metan, en samsvarandi enskt orð, ‘marsh gas,’ er einnig haft sem samheiti við ‘methane.’ Efnatáknið fyrir metan er CH4 og það er því eitt af einföldustu efnasamböndum kolefnis. Það tilheyrir efnaflokki sem nefnist vetniskol (hydrocarbons) og má ekki rugla saman við kolvetni (carbohydrates).

Við sjáum ekki ástæðu til að ætla annað en að fyrirbærið hrævareldar hafi verið þekkt frá alda öðli svo sem latneska heitið bendir til. Því er ekki þess að vænta að unnt sé að tilgreina hvar þess er fyrst getið í erlendum heimildum.“

„Eins og fyrr greinir fylgir öflugt rafsvið þrumuveðrum. Eldingahætta var því tvímælalaust nokkur á Eiríksjökli. Viðbrögð gönguhópsins voru hárrétt því full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt. Í því tilviki ætti fólk í hópi að forðast að vera nálægt hvert öðru, því ef eldingu slær niður í hóp eru mestar líkur á að allir rotist og/eða fari í hjartastopp. Ef einhver í hópnum er með rænu eftir slíkt óhapp, er mikilvægt að hringja í 112 og hefja hjartahnoð á þeim sem eru meðvitundarlausir án tafar, því lífslíkur eru þá ótrúlega góðar.

Stundum er hrævareldum ruglað saman við mýraljós („will-o’-the-wisp“ á ensku), en þau gefa dauf ljós við bruna mýragass (metans). Áður gerðu menn sér stundum ekki grein fyrir að um ólík náttúrufyrirbæri væri að ræða, en mýraljós eru bruna-fyrirbæri á meðan hrævareldar eru raf-fyrirbæri.“

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=846
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/2287

Geldingadalir

Geldingadalur – gígur.

 

Fiskaklettur

Fiskaklettur hefu skipað mikilvægan sess í sögu Hafnarfjarðar frá upphafi byggðar. Áður var hann útvörður hraunsins í Hafnarfirði, skagaði út í sjó, en nú er hann upp úr landfyllingu og því á þurru landi.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2022.

Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær. Mjög aðdjúpt var við klettinn og fiskigöngur áttu það til að lóna við hann og því var hann kjörinn veiðistaður. Þaðan er nafnið dregið.
Fiskaklettur er merktur inn í uppdrátt, sem gerður var eftir mælingum sjóliðsforningjans H.E. Minor frá árunum 1776-78. Á uppdrættinum eru merkt inn þau fáu hús, sem stóðu við Hafnarfjörð ásamt þeim kennileitum, sem markverðust þóttu. Fiskaklettur er þar sýndur rétt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2024.

Þegar stjórnvöld ákváðu að reisa tvo vita í Hafnarfirði árið 1900 var annar þeirra byggður hátt uppi á hraunbrúninni, þar sem Vitastígur er nú, en hinn vitinn var settur niður vestur með sjó. Síðar, þegar Fríkirkjan var risin, skyggði hún á vitann á hraunbrúninni. Þess vegna var ákveðið að stækka efri vitann og færa þann neðri innar í fjörðinn. Var vitinn endurreistur á Fiskakletti eftir 1913, en þar stóð hann til ársins 1931 þegar hann var rifinn.
Á árunum eftir 1960 var gamla hafskipsbryggjan, sem var sú fyrsta á landinu (tekin í notkun árið 1913), endurbætt og stækkuð. Hún var rétt innan við Fiskaklett. Gerð var landfylling í áttina að Norðurgarði og komst þá Fiskklettur smám saman á þurrt. En þrátt fyrir hafnargerð og byggingu fiskverkunarhúsa var Fiskakletti jafnan hlíft, enda talinn náttúrulegur minnisvarði, sem bæri að vernda.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess – samsett mynd.

Í rauninni var Fiskaklettur friðaður óvart. Hafnfirðingar báru virðingu fyrir klettinum. Fyrir einhverjum árum fór Fiskaklettur svo inn á deiliskipulag sem friðaður staður og því líklegt að hann fái að standa enn um sinn. Hann mun verða inni á milli húsa í nýju íbúðarhverfi, sem þarna á að rísa.
Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar merkti Fiskaklett árið 1981 og lét setja á hann koparskjöld, sem á stendur: „Þetta er Fiskaklettur, einn af framvörðum hafnfirska hraunsins, sem mikil fiskimið voru við hér fyrr á árum“.

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2005.

Meltunga

Við fyrrum nýbýlið Meltungu í Kópavogi má sjá eftirfarandi lesningu á skilti, sem þar hefur verið  komið fyrir:
Meltunga„Árið 1936 tóku gildi lög um nýbýli og samvinnubýli á jörðum í opinberri eigu. Í Seltjarnarneshreppi var jörðunum Digranesi og Kópavogi skipt í hreinar bújarðir annars begar og smábýli hins vegar. Smábýlin voru ætlaðir sem ræktunarblettir án búsetu en föst búseta var á nýbýlunum. Aðkoma að nýbýlisjörðunum var eftir nýjum vegi sem lagður var sunnan sunnan Fossvogsdals og var nefndur Nýbýlavegur vegna þessa.
Leigjendur nýbýla máttu ekki eiga jörð né hafa átt jörð á undangengnu ári. Þá urðu þeir að geta lagt fram sinn hluta storfnkostnaðar býlisins, hafa nokkra þekkingu á landbúnaði og hafa starfað við hann í tvö ár hið minnsta.
Nýbýlin norðan Nýbýlavegar voru Lundur, Birkihlíð, Snæland, Ástún, Grænahlíð og austast var Meltunga sem einig nefndist Digranesblettur I.
GrjótnámLeigutakar Meltungu frá árinu 1938 voru Gestur Gunnlaugsson og Loftveig Guðmundsdóttir. Landið var 16.3 ha. Á því voru hvorki tún né girðingar, aðeins mýri og grjót. Því þurfti að leita fanga víða til að heyja handa 18 kúm og 140-150 fjár en þeirri stærð náði búið er mest var. Búskapur var aflagður árið 1972 og íbúðarhúsið að Meltungu rifið árið 1989.
Á tímum heimskreppunnar upp úr 1930 var mikið atvinnuleysi hérlendis. Stjórnvöld brugðust við þessu með svokallaðri atvinnubótavinnu þar sem menn voru ráðnir í tímabundna verkamannavinnu, oft við erfiðar aðstæður. Eitt verkefnanna var að undirbúa lagningu járnbrautar milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á þeim slóðum þar sem Reykjanesbrautin er nú. Í Meltungu var höggvið til grjót sem talið er að hafi verið ætlað í undirstöður járnbrautarteinanna sem aldrei voru lagðir. Þessar minjar eru bæjarverndaðar og aðrar sambærilegar er að finna við landamerkjahólinn Einbúa við Skemmuveg.“

Meltunga

Tilhöggvinn steinn við Meltungu.

 

Skipsstígur

Gengið var suður Skipsstíg frá hitaveituveginum út að Eldvörpum, litið á flóraða uppgerða kaflann norðan Lágafells (sennilega atvinnubótavinna og undanfari Grindarvíkuvegarins um Gíghæð, sem lagður var á árunum 1914-1918) og komið við í Dýrfinnuhelli. Segir sagan að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín eftir komu Tyrkjans 1627 og hafst þar við um tíma (TÞ).

Skipsstígur

Vagnvegshluti Skipsstígs.

Þaðan var beygt inn á Baðsvelli og skoðuð Baðsvallaselin í hraunkantinum og norðan skógræktarinnar á miðjum völlunum, sem og í skóginum. Því miður hafði verið plantað í sumar tóftirnar og eru þær nú að hverfa í skógarbotninn.
Síðan var lagt á brattan og gengið upp um norðanvert Þorbjarnarfell. Þar uppi eru stríðsminjar í syðri dyngjunni. Gengið var áfram upp með henni, í Þjófagjá og síðan haldið niður einstigið, sem þar er. Þegar komið var í Þjófahelli í gjánni fannst bæði hákarl og gamalt Brennivín á kút. Eftir að því hafði verið gerð góð skil var haldið niður með Lágafelli. Útsýni af Þorbjarnarfelli frá gjánni er stórkostlegt í slíku veðri, sem þarna var. Baðsvallaselstígunum var fylgt að Skipsstíg.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

Frá þeim hluta Skipsstígs var gengið áfram yfir að þeim hluta sem liggur fram hjá Títublaðavörðu að Járngerðarstöðum. Þau álög hvíla á vörðunni að henni verði að halda við, annars muni Grindavík illa farnast….

Stígnum var síðan fylgt áleiðis að Járngerðarstöðum, en staðnæmst var við Silfru. Frá Silfru var síðan gengið að næsta húsi í Grindavík og þar þegnar veitingar; páskaöl, brauð og annað meðlæti.
Veður var frábært – lygna og sól.
Gangan tók u.þ.b. 2 og ½ klst.

Baðsvellir

Minjar á Baðsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Ölkelda

Gengið var af Ölkelduhálsi, sunnan Ölkelduhnúks, niður um Klambragil í Reykjadal, komið við í Dalaseli og dalurinn síðan rakinn um hlíðar og gil (Djúpagil) niður með Rjúpnabrekkum til Hveragerðis (að Varmá í Ölfusdal).
Komið niður í Reykjadal við KlambragilUm er að ræða einstaklega fallegt umhverfi. Spáð hafði verið rigningu á göngutímanum, en henni hafði verið flýtt. Samt sem áður var umhverfið sveipað ákveðinni dulúð svo ná mátti fram hinum fjölbreytilegu blæbrigðum þess. Annars réði sólin heiðríkjum í þessari ferð eins og í öðrum.
Gengið var um sunnanverðan Ölkelduháls og niður í ofanverðan Reykjadal. Dalurinn sem og aðliggjandi dalir hafa einnig gjarnan verið nefndir einu nafni Reykjadalir. Gatan liggur aflíðandi niður skriður. Efst í inndalnum er háhitasvæði og ber umhverfið þess merki. Víða eru fjölskrúðugar litmyndanir og hvæsandi hverir. Klambragil er efst í inndalnum, hátt og tilkomumikið.
Um 3 km gangur er frá Ölkelduhnjúk niður að dalsmynninu ofan Hveragerðis. Gönguleiðin er stikuð og fylgja rauðar Litskrúð hverasvæðanna í Reykjadalvegstikur þessari gönguleið. Leiðin hefur verið skilgreind sem stutt og fremur auðveld.
Neðan inndalsins liðast heitavatnslækur. Skammt neðan hans er litskrúðugt hverasvæði utan í lækjarbakkanum.
Skáli Orkuveitunnar í Dalaseli. Hann ávallt opinn fyrir göngufólk, allt árið í kring. Í skálanum eru kojur, gönguleiðakort, sjúkrakassi ásamt öðrum neyðarbúnaði. Gestabók er í skálanum. Af henni að dæma er talsvert um göngufólk á svæðinu, bæði Íslendinga og útlendinga. Þennan dag mátti t.a.m. sjá nokkra hópa vera að ganga upp dalinn frá Hveragerði.
Eins og fyrr sagði þá skiptist gönguleiðin í nokkrar aðrar gönguleiðir sunnan meginn við Ölkelduhnjúk. Gönguleið liggur í austur frá skálanum í átt að Klóarfjalli og að Álútri ( ca. 4.6 km leið ) og önnur ofan með Kattartjörnum og niður Tindagil (7.6 km). Klóarvegur er gömul þjóðleið sem liggur milli Ölfuss og Grafnings. Gönguleið liggur í vestur í átt að Sleggjubeinsdal. Sú leið liggur Baðaðstaða í Reykjadalsáum Brúnkollubletti, Miðdal, Hengladal, og svo um Innstadal. Þetta er um 11 km leið að vegvísi sem er staðsettur í Innstadal. Heitir hverir og ár eru þarna víðs vegar á gönguleiðinni. Hægt er að baða sig í heitum pyttum á leiðinni (í Reykjadalsá). Í ánni hefur á nokkrum stöðum verið hlaðið fyrir lækinn og þannig búnir til hyljir til baðtækifæra.
Gönguleið liggur í kringum Ölkelduhnjúk og hægt er að velja leið sem liggur í vestur og austur um Hnjúkinn. Gönguleið liggur í kringum Ölkelduhnjúk og hægt er að velja leið sem liggur í vestur og svo austur um Hnjúkinn. Ef gengið er í norður frá Ölkelduhnjúk er hægt að ganga í átt að Þingvallavatni, komið er að upplýsingaskilti við Ölfusvatn. Ölfusvatn er um 10 til 11 km frá Ölkelduhnjúk, gera má ráð fyrir um að sú ganga taki um 4-5 klst. Öll  gangan þ.e. frá Rjúpnabrekkum og alla leið að Ölfusvatni, má gera ráð fyrir að sú ganga taki um 6 til 7 klst en leiðin er um það bil 16 km löng.
FálkakletturÁ göngunni bar margt fyrir augu, s.s. Fálkaklettur ofarlega í Reykjadal og litskrúð þverdalanna. Í hlíðum eru bæði bullandi gufuhverir og grámallandi leirhverir.
Þegar komið var áleiðis niður í ofanverðar Rjúpnabrekkur blasti Reykjadalsfoss við í allri sinni dýrð. Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði, austan Reykjadals. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu.
Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar Reykjadals. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja um lífríki hveranna. Víða má sjá gróður á botninum, sem er einkennandi fyrir hveralækjasvæðin.
Neðst hefur trébrú verið lögð yfir ánna sem hægt er að ganga yfir. Innan við hana er upplýsingarskilti í Rjúpnabrekkum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Reykjadalur

Papar

„Þegar fyrstu norrænu landnemarnir komu til Íslands hittu þeir keltnesku papana fyrir í landinu. Frásögn heilags Brendans (um 486-578) er athyglisverð í þessu sambandi.

Brendan

Paparnir lögðu út á ókunn djúp hafsins til að finna hið fyrirheitna land. Í riti sínu Navigatio (Sjóferðunum) greinir Brendan frá því að hann og sæmunkar hans hafi fundið eyju sem byggð var reglu íhugunarmunka. Samfélag þetta lifði undir ströngu þagnarheiti, en ábótinn rauf þagnareiðinn nægilega lengi til að greina Brendan frá því, að þeir hefðu hafist þar við í 80 ár. Allan þennan tíma höfðu þeir verið lausir við alla sjúkdóma og ekkert óhapp borið að höndum. Einn af munkum Brendans varð svo snortinn af þessari frásögn og hinu heilaga líferni papanna, að hann bað um leyfi til að ganga í samfélagið sem honum var fúslega veitt.
Brendan og skipshöfn hans vörðu jólunum næstu fimm árin í þessu samfélagi hinna keltnesku íhugunarmunka meðan þeir reyndu að finna siglingaleið til Ameríku. Ein tilvísananna í Navigatio þar sem minnst er á „heita leirtjörn“ bendir eindregið til Íslands rétt eins krystall minnir á íslenska silfurbergið. Í annarri frásögn í Navigatio greinir Brendan einnig frá tveimur eldfjöllum þar „sem þeir stóðu við hlið heljar.“ Risavaxnir djöflar fleygðu í þá stórum kekkjum af logandi gjalli úr risavöxnum eldsofni og þeir gátu séð fljót gullins elds renna niður hliðar ofnsins. Einn munkanna féll jafnvel fyrir borð meðan þessi árás stóð yfir og fannst aldrei aftur. Allt bendir þetta eindregið til Íslands sem eina virka eldfjallasvæðisins í Norðuratlantshafinu.
Ari fróði hefur staðfest tilvist papanna í Landnámu og minnist sérstaklega á að þeir hafi skilið eftir „bagla og bjöllur.“ BrendanEitt höfuðeinkenni keltneskrar kristni var T krossinn sem var borinn sem stafur og bjöllur léku veigamiklu hlutverki í keltnesku helgisiðunum og voru svo að segja einkennismerki reglumeðlima.
Alls staðar á Írlandi og í Skotlandi ristu paparnir keltneska krossinn á veggi hella þeirra sem þeir kusu sér gjarnan sem dvalarstaði. Slíkur kross hefur fundist í helli við Krýsuvík og hafa fornleifafræðingar sem rannsakað hafa hann staðfest, að líklega sé hann menjar um veru papanna á þessum stað. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að fjallið sem hellirinn fannst í heitir Hetta. Augljóslega hefur hellirinn verið notaður sem athvarf á kyrrðardögum fyrir einstaka munka og þessir fornu bræður okkar notuðu sama táknmálið og tíðkast enn í dag í íhugunarklaustrum, það er að segja munkahettuna dregna yfir höfðuð sem tákn um að viðkomandi munkur óskaði þess að dvelja í þögn. Sjálft orðið Krýsuvík virðist varpa enn frekara ljósi á það hverjir hafa dvalið hér til forna. Á skosk-gelísku þýðir orðið cryce annað hvort kross eða rakaða krúnu á höfði munks. Ekki er ólíklegt að norrænir menn hafi kallað munkana krýsa.

BookFornar sagnir greina okkur frá því að um miðbik tólftu aldar hafi um 600 manna byggð horfið undir hraunstraum í Krýsuvík. Einu mannvistarleifarnar í dag er hringlaga kirkja sem stendur á hól í miðjum hraunstraumnum, en hringkirkjurnar er eitt af því sem einkennir keltneska kristni. Enn sem komið er hefur staðurinn ekki verið rannsakaður af fornleifafræðingum, en mönnum ber saman um að hér sé um einhverjar elstu mannvistarleifarnar í landinu að ræða.
Ég varð sjálfur furðu lostinn líkt og danski handritafræðingurinn Carl Nordenfalk, sem sérhæft hefur sig í keltneskum handritum, þegar hann blaðaði í gegnum lýsta keltneska guðspjallabók, Book of Burrows. Skyldleikinn við hina fornu Diatessaron er sláandi. Upphaflega var það Tatían prestur sem tók Diatesseron saman um miðbik annarrar aldar og öldum saman var handritið notað sem opinber texti Antíokkíukirkjunnar. Í Burrowsbókinni er táknmerkjum guðspjallamannanna fórnað heilli síðu fyrir framan hvert guðspjallanna fjögurra, rétt eins og í Diatesseron. Líklega var handritið lýst á síðasta áratugi sjöttu aldar og að dómi fræðimanna fyrsta dæmið um myndlýsingar í enskri listasögu.
BookÞessi sama myndlýsingararfleifð birtist að nýju í öðru keltnesku handriti sem gert var nokkru síðar: Willibrordguðspjallabókinni. En að nýju sjáum við tákn guðspjallamannanna síðan höfð um hönd í Book of Kells sem menn til forna trúðu að „englar hefðu lýst“ því að handbragðið er svo listilegt. [Bókin var samin um árið 800 á Írlandi.]

Á fjórverutákninu í Book of Kells sjáum við ljóslega hvernig ljónið er sýnt með drekahöfuð, rétt eins og það birtist síðar í íslenska fjórverutákninu. Ef til vill má rekja þetta til hins gríska texta Sjötíumannaþýðingarinnar (Septuaginta) þar sem minnst er á drakonis eða „dreka“ (Sl 91. 13). En jafnhliða þessu má útskýra þetta með því að hafa í huga að drekinn var tákn visku bæði í hinni keltnesku og norrænu arfleifð og ljónið eða hið óarga dýr lítt þekkt á svo norðlægum breiddargráðum.

Tilvist drekans í íslenska fjórverutákninu má ef til vill einnig útskýra með þeirri staðreynd, að 16% íslenskra karlmanna eiga uppruna sinn að rekja til rómverska skattlandsins Dakíu samkvæmt niðurstöðum DNA rannsókna og heimaslóða Gotanna. Þeir voru í nánum tenglsum við þjóðir í Miðasíu og þar um slóðir lík og meðal Mongóla og Kínverja var drekinn tákn speki og fjórverutáknið gegndi mikilvægu hlutverki í allri þjóðfélagsskipuninni og skiptingu landsins.

Book

Hið nána samband keltnesku papanna við egypsku eyðimerkurfeðurna hefur komið fræðimönnum í opna skjöldu. Í bréfi til Karlamagnúsar Frakkakonungs nefndi enski munkurinn Alcuin keltnesku einsetumennina pueri egyptiaci eða „syni egyptanna.“ Það var ekki einungis T-krossinn og handbjöllurnar sem þeir áttu sameiginlega með koptísku kirkjunni. Keltnesku paparnir litu á heilagan Antóníus frá Egyptalandi sem fyrirmynd sína í ögunarlífinu og eitt andsvaranna úr írskri tíðagjörð frá Bangorklaustri hljóðar svo:

Húsið er fullt gleði
og byggt á kletti.
Sannarlega vínviður
gróðursettur frá Egyptalandi.

Egypsku munkarnir sjö sem bjuggu í Disert Uilag á vestur Írlandi og andsvar tíðagjörðarinnar eru ekki einu menjarnar um náin tengsl Vesturkirkjunnar og Austurkirkjunnar til forna og þannig var Þeófor, sjöundi erkibiskupinn í Kantaraborg býsanskur og ættaður frá Tarsus, heimaborg Páls postula. Með skrifum sínum um andleg málefni bar hann kenningar sýrlenska Antíokkíuskólans til Englands. Þannig sjáum við hvernig hin heilaga arfleifð streymdi um æðar hins lifandi líkama kirkjunnar allt til marka hins byggilega heims á Íslandi.Skjaldarmerki

Þannig gegndi Aðalráður Englandskonungur furðulegu hlutverki við stofnum Alþingis á Íslandi. Egill Skallagrímsson dvaldist við hirð hans um þriggja ára skeið og þegar hann snéri heim hafði hann í fórum sínum „sléttfulla kistu silfurs“ sem gjöf frá konungi sem hann deildi út meðal fyrstu goðorðsmannanna á Öxarárþingi. Það var auk þess Egill sem gaf landið undir þessa löggjafarsamkundu sem grundvallaðist á fjórverutákninu, eins og vikið er að á öðrum stað. En það er ekki markmiðið að fara frekar út í þetta áhugaverða efni á þessum vettvangi. En rétt eins og fjórverutáknið var grundvöllur allra heilagra mála enska konungsvaldsins, hafði það mótandi áhrif á alla þjóðfélagsskipunina á Íslandi. Gunnar Dal hefur jafnvel komið fram með þá tilgátu að nafn Íslands sé dregið að rótinni Ís fremur en af ís, rétt eins og í nafni Ísraels: Lands Guðs. Þetta var einmitt það sem þetta eyland varð pöpunum: Hin egypska eyðimörk þeirra sem opinberaði þeim „dásemdir hans á djúpinu.“

Book

Hinna keltnesku áhrifa gætir víða í vexti kristindómsins á Íslandi. Í Kjalnesingasögu er greint frá draumsýn sem vitraðist heilögum Patrek þar sem hann var hvattur til að reisa kirkju á Íslandi. Það var einmitt þetta sem hann gerði og sendi skip með kirkjuvið og klukku til Íslands. Skipið tók land á Vestfjörðum þar sem skipsmenn vörðu fyrsta vetrinum og nefndu fjörðinn Patreksfjörð til heiðurs hinum helga manni. Að vori sigldu þeir síðan suður með vesturströndinni uns þeir fundu það landmið sem heilagur Patrekur hafði lýst fyrir þeim og hafði vitrast honum.

Við landtöku brutu þeir skipið og klukkan tíndist. En nokkrum dögum síðar þegar rekinn var gengin hafði hafið skilað klukkunni á land. Þarna reistu þeir þessa kirkju á Kirkjulandi á Kjalarnesi. Hátt upp í Esjuhlíðum má enn sjá örnefnið Kirkjunípa merkt á kort í Esjubergi til minningar um þetta atvik. Hér stóð kirkja um aldir en síðar var hún flutt að Mosfelli ásamt klukkunni góðu. Á síðari hluta nítjándu aldar var afráðið að leggja niður kirkjuna og urðu bændur sveitarinnar svo æfir af reiði, að þeir tóku klukkuna og földu á ókunnum stað. Hún fannst að nýju á sjöunda áratugi tuttugustu aldar á Harastöðum í Mosfellsdal. Klukkuna má sjá í dag að Mosfelli. Þetta er forn keltnesk klukka, ferhyrnt, og að dómi fornleifafræðinga frá níundu öld. Í dag hefur hún öðlast miklar vinsældir meðal ungra elskenda sem ganga í heilagt hjónaband undir sama klukkuhljómnum og kallaði írska menn til forna til tíða.“

Heimildir m.a.:
-tabernacleoftheheart.com

Papahellir

Papahellir? á Suðurlandi.

Álfakirkja

Gengið var að Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarborg). Borgin er mjög heilleg. Hún var hlaðin af Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum ásamt vinnumanni hennar, Guðmundi Sveinssyni, árið 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Skammt austan við hana er Smalaskálahæðir. Í þeim rauðamölshóll í djúpri hraunkvos (Smalaskálakeri). Á hólnum stóð eitt sinn listaverk eftirmyndlistamanninn Hrein Friðfinsson er hann nefndi Slunkaríki, en er nú niðurnítt.
Gengið var upp að Brennuseli, en á leiðinni var leitað að öðru kolaseli, sem fannst fyrir u.þ.b. tveimur árum, en týndist aftur. Það fannst skammt norðan við Brennisel. Það virðist vera mun eldra. Brenniselið er með fallegri fyrirhleðslu og tótt í gróinni kvos. Birki grær yfir hana að sumarglagi svo erfitt getur reynst að koma auga á hana á þeim árstíma. Austan hennar er hlaðið fjárskjól og varða ofan þess. Þarna mun hafa verið reft yfir stóru hleðsluna fyrrum og hún verið notuð sem fjárskjól sbr. örnefnaskrá Óttarsstaða.

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól.

Álfakirkjan var talinn einn helgasti staður álfanna í Hraunum. Hraunmenn voru ekki neitt smeykir við að nýta fjárskútann undir klettinum því það var trú mann að álfarnir héldu verndarhendi yfir sauðfénu.
Haldið var upp í nyrsta krossstapan (hinir eru ofan við Lónakotssel), Álfakirkjuna, einn helgasta stað álfanna í Hraunum, og hún skoðuð. Norðan og undir henni er hlaðið fjárskjól. Þá var haldið til suðurs upp í Lónakotssel. Í selinu eru þrjú hús, þrír stekkir og fjárskjól í hraunkvos. Fjárskjólið er niður og utan í hraunkvosinni vestan við selið. Í henni er einnig einn stekkjanna eða gömul rétt. Norðaustan seljanna er stekkur og annar sunnan þeirra. Tækifærið var notað og selið rissað upp.

Brennisel

Brennisel.

Þá var haldið yfir að Óttarsstaðaseli. Suðvestan þess er Þúfhólsskjól, hlaðið fjárskjól. Vestan selsins er annað hlaðið fjárskjól, Óttarsstaðarselsskúti nyrðri. Sunnan við selið í Tóhólatagli er Tóhólaskúti, fjárskjól með fyrirhleðslu. Selið sjálft er einungis eitt hús, sem er óvenjulegt miðað við önnur sel á Reykjanesskaganum. Í flestum seljanna er húsin þrískipt; viðverurými og geymsla og síðan utanáliggjandi eldhús með sérinngangi.
Sunnan selsins er þrískiptur stekkur og lítil rétt. Enn sunnar er Óttarstaðarselsskúti syðri, hlaðið fjárskjól. Norðnorðaustan hans er hlaðinn nátthagi. Norðan selsins er Meitlahellir eða Meitlaskúti, svo til alveg við Óttarsstaðaselsstíginn (Skógargötuna). Stígnum var fylgt til norðurs. Á leiðinni var komið við í Sveinsskúta, hlaðið fyrir fjárskjól, og Bekkjarskúta, einnig hlöðnu fjárskjóli í hraunkvos. Komið var niður á Alfararleið og henni fylgt til vesturs uns hringnum var lokað.
Frábært veður.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Þurárrétt

Tómas Jónsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, ættaður og trjáuppræktandi í gegnum árin á Þóroddsstöðum í Ölfusi, nú búsettur á Selfossi, hafði samband.
thorddsstadaselTómas er mikill áhugamaður um örnefni og minjar á svæðinu. Í framhaldinu mætti FERLIRsfélaginn á hlaðið á Þoroddsstöðum daginn eftir á umsömdum tíma. Tómas og sonur hans, Hjalti, skipuðu móttökunefndina. Viðfangsefnið var örnefnið „Seldalur“ suðvestast á Núpafjalli. Vegur lá þangað á stríðsárunum síðari – en nú getur hann varla talist nema jeppaslóði. Loftskeyta- og eftirlitsstöð var á fjallinu ofan við Urðarástjörnina. Vestan hennar, alveg við hraunkantinn, mótar glögglega fyrir gamalli selstöðu, væntanlega frá Saurbæ í Ölfusi. Örnefnið „Seldalur“ gefur vísbendingu um að þar hafi verið selstaða fyrrum – og þá væntanlega frá Núpum.

Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að staðsetja Seldalinn og minjar, sem þar mætti finna. Bæði Tómas og Hjalti voru greinilega vel kunnugir á svæðinu. Staðnæmst var við gólf fyrrum bragga. Útsýni frá honum yfir Atlantshafið sunnan strandarinnar var óvéfengjanlegt. Vestan við braggagólfið voru leifar af ferhyrndu gerði. Svo virtist sem það gæti verið eldra en braggaleifarnar, en hluti úr vegghleðslunum hafi verið teknar í undirbyggingu hans, líkt og torfskurðurinn neðanundir gaf til kynna.
nupasel-991Skammt vestar var öskuhaugur byggðarinnar, sprengigýgur o.fl. Veðrið að þessu sinni gaf ekki tækifæri til nákvæmrar skoðunnar í dalnum; þoka, rigning og hvassvirðri. Seldalurinn er afmarkaður af skornum hlíðum að norðaustanverðu og austurbrún Þurárhrauns að vestanverðu. Mögulegir minjastaðir virtust hvarvetna, en ljóst var að lækjarskornar hlíðarnar gætu reynst villugjarnar. Sennilega væri svarsins að leita undir brúnum hraunsins. Ákveðið var að skoða það nánar síðar.

Þegar niður að Þóroddsstöðum var komið benti Tómas upp eftir frá hlaðinu til norðvesturs, að hinum „efri brúnum“. Sagði hann þær geyma tóftir, sem ekki hafi verið skilgreindar, en örnefnin þarna væru Stekkatúnshólar og Stekkatún. Lýsingin gaf til kynna heimaselstöðu.
Þegar FERLIR var næst á leið um Þóroddsstaði var staðnæmst ofan við bæinn og mögulegur selsstígur fetaður áleiðis að Stekkatúnshólum. Gatan var augljós uns komið var upp í hólana. Þegar upp fyrir það var komið þurfti ekki nánari sannana við; leifar hlaðins stekks og gróinnar tóftar austan hans; dæmigert heimasel, sennilega frá 18. og 19. öld. Hleðslurnar voru heillegar, en hliðsett tóftin óljósari. Mögulega gæti þarna hafa verið endurbyggð selstaða upp úr annarri eldri. Um það verður þó ekki hægt að fjölyrða nema með frekari rannsóknum.
FagurlindargilAð uppdrætti loknum var stefnan tekin upp á Hnúkamosa ofan Seláss með það að markmiði að finna hlaðna rétt inni í hrauninu. Loftmynd hafði gefið til kynna hvar hana var að finna, auk þess sem réttarinnar er getið í einni örnefnalýsingu; fyrir Þurá: „Uppi á Hnúkum er heiðlendi nokkurt sem heitir Hnúkamosar. Inn af þeim er allstór hóll eða ás sem heitir Selás, og eru lægðir allt í kring um hann. Í hraunbrúninn rétt austan Selás er ógreinilegar rústir, sem gætu verið selrústir. Við Selás voru setin lömd, meðan fært var frá. Við afréttargirðinguna skammt fyrir inna Selás er Fjárrétt, byggð um 1930 fyrir vorsmalanir. Hún hlaut aldrei nafn.“ Tómas segir að réttin hafi verið lagfærð árið 1927, en hluti hennar er miklu mun eldri.
Nefndar seljarústir austan Seláss voru staðsettar að þessu sinni þótt það hafi áður verið gert að hluta árið 2006. Þó má vel vera að enn ein ferðin verði farin þangað inn eftir á grundvelli framangreindra gagna – en ekki síst í ljósi upplýsinga er þessi gönguferð um heiðina gaf til kynna. „Sá lærir, sem les… – landið“.

Stekkurinn-thuraÞegar gengið var til baka var komið niður um Fagurlindarskarð. Ætlunin var að koma niður Smalaskarð, en vegna ókunnugleika varð þetta raunin (sem í rauninni skipti engu máli að þessu sinni. Í næstu ferð frá Þóroddsstöðum og Þurá er ætlunin að ganga Suðurferðargötuna um fyrrnefnda skarðið með það fyrir augum að skoða fleiri mögulegar selstöður á tilgreindum stað, sbr. örnefnaskrá Núpa: „Selás: Lítil hæð, grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg“.
Um suðurferðargötuna um Smalaskarð upp frá Þóroddsstöðum og Þurá segir: „Suðurferðagata (Skógargata), sjá nánar við Þóroddsstaði, liggur rétt innan, norðan, við Selás að Hlíðarhorni, suðaustur yfir hraunið, brunahrauntunguna, og austur á þjóðveginn á Hellisheiði hjá 40 km-steininum, rétt fyrir vestan Loftin.
Smalaskarð er stærsta skarðið í efri hlíðina. heita Hnúkar vestan þess. Austan við Smalaskrað er Fagurlindarhnúkar og austan hans Fagurlindargil. Austar í brúninni er bratt skarð en grunnt. Það heitir Folaldaskarð.“
Stekkurinn, fallega hlaðinn undir sléttum smáhömrum, er nú í landi Þurár. Ekki er ólíklegt að hann hafi áður verið í landi Þóroddsstaða ef tekið er mið af fyrri landamerkjum og sýnilegum girðingum. Þarna gæti vel hafa verið heimaselsstaða fyrrum.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Þóroddsstaði, Þurá og Núpa.
-Tómas Jónsson og sonur, Hjalti.

Núpar

Rétt við Núpastíg.

Esja

Heimildir um landnámið
Töluvert er vitað um landnám Íslands enda gefa ritheimildir frá 12. og 13. öld, á borð við Landnámu, Íslendingabók og Íslendinga sögur, auk fornleifa, örnefna og erfðarannsókna gleggri mynd af uppruna íslenska landnámsfólksins en Handritþekkist víða annars staðar.
Ritheimildum ber yfirleitt saman um að landnáminu hafi verið stjórnað af norrænu fólki, í Landnámu er t.d. rakinn uppruni 268 karla og kvenna af þeim 430 landnemum sem þar eru nefndir. Langflestir þeirra eru norrænir (rúm 90% karla og 80% kvenna) þó einnig sé þar nefnt fólk frá Bretlandseyjum.
Hafa má í huga að Landnáma, sem telja má karlasögu, skrifaða af körlum og fyrir karla, tilgreinir aðallega húsbændur en nefnir í fáu konur, vinnufólk og þræla sem frekar gætu hafa átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Alls er talið að til landsins hafi flutt um það bil 10-20.000 manns á landnámstímanum og getur Landnáma þá aðeins sáralítils hluta þeirra, einkum hinnar ráðandi yfirstéttar norrænna stórbænda sem skipaði efstu lög samfélagsins og setti mark sitt á það.

Norrænt yfirbragð
HúshólmiNorræn menningaráhrif urðu enda æði ríkjandi á Íslandi, tungumálið er að meginstofni norrænt, þó í því finnist keltnesk tökuorð, mannanöfn og örnefni, en jafnframt benda fornleifar til þess að atvinnu- og lifnaðarhættir landnámsfólksins hafi í meginatriðum verið með norrænu sniði. Keltnesk áhrif hafa fyrst og fremst verið talin merkjanleg í frásagnarminnum þeirra fornsagna og kvæða sem síðar voru færð í letur á Íslandi, einkum fornaldar sagna og go
ðfræðilegra kvæða.
Mörgum hefur fundist sem ekki væri öll sagan sögð um ætterni landnámsfólksins í íslenskum fornritum sem skráð voru 12. og 13. öld. Forvitni Íslendinga um uppruna sinn hefur orðið til þess að fræðimenn á sviði erfðafræði hafa leitað leiða til að fá nánari mynd af samsetningu landnámshópsins og benda niðurstöður þeirra til þess að hún hafi verið nokkuð á aðra lund en ráða má af einum saman ritheimildum og fornleifum.

Vitnisburður erfðaefnis

Margt óljóst

Rannsóknir á erfðaþáttum núlifandi íslenskra karla og kvenna og samanburði þeirra við erfðaefni fólks af norrænu, skosku og írsku þjóðerni gefa til kynna hvernig samsetningu landnámshópsins gæti í raun hafa verið háttað. Erfðaefni þeirra íslensku karla sem kannaðir voru reyndist í rétt rúmlega 80% tilvika mega rekja til Noregs og annarra Norðurlanda en í tæplega 20% tilvika til Bretlandseyja. Ríflega 62% þeirra íslensku kvenna sem athugaðar voru báru hins vegar í sér erfðaefni sem rekja mátti til Bretlandseyja en einungis rúm 37% þeirra báru norrænt erfðaefni. Af niðurstöðunni má ráða að í heildina hafi um 60% landnámsfólksins verið af norrænum uppruna en 40% frá Bretlandseyjum. Hið háa hlutfall kvenna frá Bresku eyjunum gæti t.d. stafað af því að íbúar norrænu byggðanna á Bretlandseyjum, t.a.m. norrænir víkingar og innfæddar konur, eða afkomendur þeirra, hafi átt stóran þátt í landnámi Íslands.

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er rætt um gelísk tökuorð í norrænum málum og má þar finna ýmis orð sem enn eru lifandi í málinu, önnur hafa aftur á móti gleymst. Nefna má til dæmis brekán ‘ábreiða’, des, heydes ‘heystakkur’, gjalti í orðasambandinu verða að gjalti, sem í nútímamáli merkir ‘fara hjá sér, fuglsheitið jaðrakan, kapall ‘hestur’, kláfur ‘hrip, heymeis’, fjalaköttur ‘músagildra’.
Nokkur keltnesk mannanöfn hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld, önnur hafa verið endurvakin og sótt til Íslendingasagna. Meðal nafna, sem lifað hafa fram á þennan dag eru Kjartan, Kormákur og Njáll en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka. Eitt þekktasta örnefni af keltneskum toga er fjallsheitið Dímon en það er nafn á hólum og hæðum á nokkrum stöðum á landinu. Það er bæði notað í karlkyni og kvenkyni. Oftast eru hólarnir tveir og þá nefndir Stóri/Stóra, Litli/Litla Dímon. Nafnið hefur oft verið skýrt á þann veg að það sé sett saman úr dí- ‘tveir’ og muin ‘bak, háls’, það er tvítyppta fjallið.

Heimildir m.a.:
-www.am.hi.is
-www.visindavefur.hi.is

 Brim

Þórkötlustaðarétt

 Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923).

Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason við hrossabyrgi við Húsfell.

Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu. (Rétt er að geta þess að Þórkötlustaðahverfið í Grindavík er eitt hið fegursta með því nafni á gjörvöllu landinu).

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Grjótið var að að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni, auk þess sem kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Réttin hefur ávallt þótt góð til síns brúks.

Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til ofan við réttina greiddist heldur úr þrengslunum. Fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson hefur upplýst um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir (2007) og er þá allt meðtalið.

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin við Efra-Land.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.

Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.“

Rétt

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda „efnaðist hann mjög af fé“ eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar.

Þórkötlustaðaréttin

Þórkötlustaðarétt.

Ekki þarf að leita að fjárrétt Hafur-Björns og bræðra því annað hvort hafa þeir ekki þurft að rétta eða sú rétt gæti löngu verið komin undir hraun því ekki eru ófá hraunin við Grindavík, sem runnið hafa eftir að ætt Molda-Gnúps bjó þar eftir árið 934. Fyrstu heimildir um byggð í Þórkötlustaðahverfi er um miðja 13. öld, en þá höfðu hraunin ofan núverandi byggðar runnið og kólnað að mestu.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – skálasvæðið er á milli húsanna.

Við norðvesturhúshornið á núverandi Þórkötlustöðum (Miðbæjar) eru tóftir fornaldarskála að mati Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi (skrifað 1903). Hann skyldi þó aldrei vera eldri, og það jafnvel mun eldri, en gosið ofan við Grindavík árið 1226. Minjarnar, ef vel er að gáð og ef tilgáta Brynjúlfs er rétt, gætu þess vegna verið frá upphafi landnáms í Grindavík.

Neðripartur þessar umfjöllunar tengist ekki umfjöllunni um Þórkötlustaðarétt, nema fyrir það að einungis örkotslengd er á milli hennar og hans.

Fé

Við Þórkötlustaðarétt.