Leiðarendi

Enn og aftur var haldið í Leiðarenda, aðgengilegan helli, við Bláfjallaveg. Tilefnið var að undirbúa vettvangsferð elstu bekkjar grunnskólanema úr Setbergsskóla í verkefninu “Landið og miðin”. Að þessu sinni var stefnan tekin á “landið”.
Leiðarendi ber nafn af beinagrind kindar, sem álpaðist inn í enda u.þ.b. 120 metra hraunrásarinnar fyrir allnokkrum árhundruðum síðan, rataði ekki út aftur, lagðist til hvíldar og dó. Beinin eru flest orðin að dufti og móta skepnuna í hellisgólfið. Alls er Leiðarendi um 300 metra langur.
Ingvar - feitasti bæjarstjóri í heimiHellisrásin er í Stórabollahrauni (Hellnahrauni/Skúlatúnshrauni), sennilega því yngra, sem mun vera um 1200 ára gamalt. Eldra Hellnahraunið mun vera u.þ.b. 1000 árum eldra. Erfitt er að greina skil þessara hrauna á köflum, einkum þar sem önnur hraun hafa farið yfir um síðar. Tvíbollahraunið er þarna að hluta til ofan á Hellnahraunum, úfið apalhraun, en opið er í helluhrauninu (Hellnahrauni). Öll hafa þessi hraun komið úr gígunum í Grindarskörðum (Miðbollum (Tvíbolla) og Syðstubollum. Í nágrenninu eru nokkrir hellar, s.s. Hjartartröðin, Flóki og Dauðadalahellar.
Dropsteinn í LeiðarendaÞegar komið er niður í rásina er liggur til norðvesturs, hringlaga, rauðleita og formlega má sjá rauðleitt loft og veggi. Brúnleitt gólfið ber ummerki eftir seinni stiga hraun hraunrennsli er kleprast hefur upp á miðja veggi.
Í jöðrunum má sjá “dropsteinahreiður”, þ.e. nýmyndunarstig slíkra steina. Ef vel er að gáð má greina lítil op efst á þeim. Þarna er gott að skoða hvernig “fullorðnir” dropsteinar hafa upp úr “bernsku” sinni. Flestir, sem berja þá augum, álykta sem svo að þarna hljóti hraun að hafa dropið úr lofti og myndað undirsáturnar. Oft má sjá hraunstrá í loftum ofan við dropsteina og því er ályktunin ekki óeðlileg. Staðreyndin er hins vegar sú að bæði hraunstrá og dropsteinar myndast með samskonar hætti. Um eru að ræða útstreymi gass úr storknandi hraunkviku eftir rennsli. Vegna mikils þrýstings hlaðast upp drýli líkt og á hverasvæðum.
Eftir því sem uppstreymir er kröfugra og varir lengur verða afurðirnar lengri og stærri. Dropsteinar á gólfum kalksteinshella verða hins vegar til við drop kalks úr loftum. Þeir geta aftur á móti orðið allmiklu stærri en dropsteinar í hraunhellum, líkt og í Leiðarenda.
Sem fyrr segir er Leiðarendi “nærtækur” hellir, ágætt helladæmi í námunda við veg og skammt frá höfuðborgarsvæðinu – í umdæmi Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar virðast hins vegar ekki sérlega meðvitaðir um hellaeign sína. Þeir hafa hvorki gert þá aðgengilega né komið upplýsingum um þá til almennings með leiðbeiningum um umgengni, tilurð þeirra og þau verðmæti er þeir geyma. Samt eru hellarnir eitt af náttúrundum svæðisins og alls ekki með þeim ómerkilegri. En það er nú önnur saga.
Dropsteinn í LeiðarendaLeiðarendi er ágætur hraunhellir til leiðbeiningar og kennslu. Í honum eru tignarlegir dropsteinar, sem fyrr sagði, separ, hraunstrá og aðrar jarðmyndanir. Eitt af aðalsmerkjum hellsins eru þunnar flögur er brotnað hafa af veggjum. Um er að ræða lagskiptingar storknunarferla einstakra hraunáa er runnið hafa um rásina í sömu goshrinu. Frost og önnur veðrun hafa brotið einstök lög svo sjá má þau bæði á gólfum og veggjum. Þau eru mismunandi þykk eftir staðsetningum.
Hrun er í Leiðarenda, en fremur lítið á hellamælikvarða. Víðast er gólfi slétt, en hellirinn ýmist lækkar eða hækkar. Hæstur er hann um 5-6 metrar. Breiddin er um 5 metrar. Þegar komið er niður í enda þeirrar rásar er hér hefur verið lýst verður fyrir nokkurs konar hrauntjörn. Hún hefur myndast vegna “sléttlendis”. Útrás hraunsins hefur fyllst neðar svo þar eru einungis mjög lágar áframhaldandi rásir. Mögulega væri hægt að magaskíða þær, en óvíst er um frekari árangur því hraunið virðist nokkuð slétt neðanvert. Hins vegar má, þegar yfirborðsleitað er þar, sjá lítið niðurföll. Eitt þeirra er t.a.m. einstaklega áhugavert. Um er að ræða rás gólffulla af vatni. Henni hefur ekki verið fylgt svo vitað sé, en verður kannski gert síðar.
Ofan þess, sem útopið liggur niður í neðri rásina, eru “gatnamót”. Hliðarrás liggur þar upp hraunið með fallegum sepamyndunum í lofti. Þegar rásinni er fylgt liggur leið hennar í gegnum hraun. Handan þess kemur stór og myndarleg meginhellarásin í ljós. Auðvelt er að gleyma sér við slíkar aðstæður, en vant fólk staldrar við og merkir staðinn. Opið er lítið og ef það hefur hugsað sér, yfirleitt og yfir höfuð, að komast út aftur, er rétt að gera ráð fyrir að finna opið aftur. Annars gætu orðið vandræði síðar – og jafnvel tímabundin angist.
Myndun í LeiðarendaAð opinu merku er auðvelt að fylgja rúmri rásinni upp á við. Gólfið er slétt sem og veggir og loft. Rásin endar í engu, líkt og margar vænlegar rásir gera.
Þá er að halda niður á við – til baka. Vegna þess að fyrrum innopið, núverandi útopið, var merkt, er bakaleiðin greiðfær. Ef fyrirhyggjan hefði ekki verið fyrir hendi, hefði rásin leitt fólkið niður í sífellt þrengri og lægri rásina. Með illu móti hefði verið hægt að skríða á maganum niður hana og koma út um jarðfallið fyrstnefnda, en slík álagning á í rauninni að vera óþörf sæmilega fyrirhyggjusömu fólki. Bakaleiðin er best.
Áður var minnst á Leiðarenda sem ágætt nærtækt “helladæmi” eða kennslugagn um hella. Bæði fallegir og háir dropsteinar eru í hellinum, ef vel er að gáð. Þegar gengið er inn í hann er jafnvel farið yfir slíka steina. Á leiðinni um hellinn er einnig gengið á dropsteinum, en þeir hæstu og myndarlegustu, er varðveist hafa, eru til jaðranna. Þá þarf að varðveita. “Steinar” þessir hafa verið þarna frá uppruna sínum og eru því yfir þúsund ára gamlir. Þeir eru einstaklega fagrir og heimatilkomulegir þar sem þeir eru – í sínu upprunalega umhverfi. Dæmi eru um að fólk hafi fundist mikið til slíkra “steina” koma, brotið þá og haft út með sér með það fyrir augum að hafa þá til skrauts í stofu eða annars staða í eða við híbýli sín. Þegar þangað var komið virtist ljóminn horfinn og tilgangurinn eða tengsl við upprunann enginn. Raunveruleikinn er sá að dropsteinar eru einungis fallegir í sínu upprunalega umhverfi. Þar eiga þeir að fá að vera í friði – um aldur og ævi – fólki til upplifunnar og ánægju.
Að undirbúningsferðinni lokinni voru kennararar í Setbergsskóla sannfærðir um gildi hella til upplýsingagjafa til handa nemendum sínum. Jarðfræðin, tilurð hrauna, atgangur meðan var og afsprengi (þ.e. ásýnd nútímans), er ekki síður mikilvæg nútíðinni en þá var og gerðist. Með því að skoða það sem til er nú, má augljóslega gera sér grein fyrir hvað gekk á og varð. Hraunin, hvort sem um er að ræða apalhraun eða helluhraun, eru staðreyndir þess yfirborðs, sem gengið er á í dag á nánast gjörvöllum Reykjanesskaganum – um sem slík einstök í sinni min. Vandinn er einungis að kunna að meta þau sem slík – og mennta fólk um þau til næstu framtíðar.
Sjá meira um Leiðarenda HÉR, HÉR og HÉR.

Leiðarendi

Leiðarendi.