Færslur

Leiðarendi

Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreytilegasti á svæðinu, enda hefur umferð um hann síðustu misserin verið mikil – og fer vaxandi. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellunum er að finna einstakar jarðmyndanir, – dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Leiðarendi - opAllt þetta hefur Leiðarendi í Stórabollahrauni enn upp á að bjóða, nú 16 árum eftir að hann var fyrst kannaður. Hellirinn er 750 m langur, greiðfær og aðgengilegur, aðeins 36 km frá Grindavík og að honum er einungis 150 m. gangur, í mosagrónu hrauni, út frá við Bláfjallavegi.
Snjór þakti jörð, svo rækilega að hann hafði slétttað sérhverja misfellu í hrauninu. Það tók því nokkra stund að moka sig niður og inn eftir hellisloftinu innan við meginopið. Að því búnu varð eftirleikurinn auðveldur. Hátt í eitt hundrað þátttakendur skriðu inn eftir snjórásinni og niður í hellinn.
Stórabollahraunið er u.þ.b. 2000 ára gamall og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Ástæða er enn og aftur til að brýna sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema ljósmyndir. Yfir hrauninu er m.a. Tvíbollahraun, sem rann um 950 e.Kr. Auðvelt er að sjá skilin því síðarnefnda hraunið er apalhraun á þessu svæði, en Stórabollahraun rann lengstum sem helluhraun, líkt og Hellnahraunin eldra og yngra, sem einnig áttu för um þessar slóðir á mismunandi tímum. Stórbollahraunið hefur runnið í Leiðarenda á tveimur stöðum. Hellnahraun yngra umlykur m.a. Skúlatún, þýfkenndan grasigróin hól í miðju hrauninu. Það kemur eins og

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræðikort; nútímahraun.

Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).
Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjörn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum. (Sjá meira undir  Fróðleikur). (Reyndir hraunamenn geta nú orðið lesið aldursmörkin, þ.e. út frá því hvaða hraun rann á á undan hinu – með ákveðin viðmið að leiðarljósi).
og áfram inn undir þaki hellisrásarinnar...Í stórvirki Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, “Íslenskir hellar”, bls. 209, er m.a. fjallað um Leiðarenda. Þar segir t.a.m.: ” Stóri-Bolli er austastur bollanna við Grindasköðr og þeirra stærstur eins og nafnið bendir til. Stóri-Bolli er um 150 metrar í þvermál og opinn til noðurs en gígbarmarnir til beggja hliða eru um 50 metra háir. Hraunið hefur fallið til norðurs og þekur svæðið norður að Undirhlíðum og Helgafelli en er mjög hulið yngri hraunum. Erfitt er að áætla stærð hraunsins þar sem svo mikill hluti þess er hulinn yngri hraunum en það gæti þó verið allt að 20 ferkílómetrar að flatarmáli.”
Um Leiðarenda segir meistari Björn: “Leiðarendi er um 900 metra langur hellir og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring (eins og merkilegur uppdráttur í bókinni sýnir). Hellirinn kvíslast og hefur þak vestari rásarinnar brotnað niður. Nokkru neðan niðurfallsins sameinast kvíslarnar á ný og þaðan liggja mikil og falleg göng til norðurs. Það er mjög sérstakt að fara í hellaferð innúr niðurfalli og koma svo út klukustundum síðar hinum megin niðurfallsins. Hreint ævintýri fyrir þá sem eru að gera slíkt í fyrsta skipti.
Leidarendi-222Hellisgöngin eru víðast hvar lítt hrunin og hellirininn auðveldur yfirferðar þótt auðvitað þurfi aðeins að bogra á einstaka stað og klungrast á öðrum. Sérstaklega lækkar verulega til lofts nyrst í hellinum. Töluvert er um skraut, dropsteina, hraunstrá og storkuborð auk þess sem hraunið tekur á sig hinar ýmsu myndir. Á einum stað má til dæmis sjá fyrirbæri í lofti hellisins sem hellamenn kalla  “Ljósakrónuna” og svo mætti áfram telja. Þá er beinagrind af sauðkind innarlega í hellinum og má með ólíkindum telja hve langt kindin sú hefur ráfað inn dimman hellinn. Var hún e.tv. að forðast eitthvað?
Hellismunninn er skammt frá hraunjarðri Tvíbollahrauns sem raunar hefur runnið inn í Leiðarenda á tveimur stöðum syðst og vestast í hellinum enda liggur hann þar undir Tvíbollahraun. Tvíbollahraun rann á fyrstu árunum eftir landnám. Ef til vill kom kindin sú sem bar beinin í Leiðarenda til landsins með víkingaskipi. Og ef til vill gleymdi hún sér og lokaðist inni þegar Tvíbollahraun rann. 

Nafngiftin - kindin í botni Leiðarenda

Þegar svo ógnarheitur hraunkanturinn nálgaðist hljóp kindin ef til vill inn í kaldan hellinn til að forðast lætin og hitann og þar bar hún beinin. Atburðarrás þessi verður raunar að teljast harla ólíkleg en verður þó ekki afsönnuð fyrr en beinin verða aldursgreind. Fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar. Leiðarendi var kortlagður í desember 1992 og júlí 1993″.
Innst í syðsta hluta Leiðarenda er stór “hrauntjörn”. Þar lækkar hellirinn, en  hækka um leið því hrauntjörnin hefur brætt sig niður í undirstöðu(grann)bergið uns hluti hennar fann sér áframhald, sem varla verður rekjanlegt nema með mikilli fyrirhöfn. Það mætti þó vel reyna þegar betri tími gefst til.

Leiðarendi

Í Leiðarenda.

Eitt af sérkennum Leiðarenda eru þunnar hraunflögur á kafla. Þær hafa fallið af veggjum og úr lofti. Þær gefa til kynna mismunandi hraunstrauma í gegnum rásina, hverja á fætur annarri. Má líkja þeim við endurteknar samfarir fullorðinnar hraunrásar við nýja strauma.
Ljósakrónan fyrrnefnda er í tengirás Leiðarenda við efri hellisrásina, sem flestir ættu að forðast. Komið hefur fyrir að þeir, sem þangað hafa fetað sporið og síðan haldið í gegnum hrun er rásin leiddi þá í gegnum, hafi ekki fundið leiðina til baka. Eftir hræðsluköst og formælingar hefur svolítil vonardagsskíma birst þeim úr annarri átt og þeir þá getað skriðið sér til lífs að jarðfallinu fyrrnefnda. Hins vegar má segja með sanni að einn heillegasti og fallegasti hluti Leiðarenda er í þessari rás, líkt og sjá má í bók Björns; “Íslenskir Hellar” (fæst í öllum betri bókabúðum og er sérhverjum hellaáhugamanni og öðrum leitandi bráðnauðsynleg leiðsögn).
Ljósakrónan í LeiðarendaVið frásögnina af sauðkindinni, sem Björn lýsir og varð tilefni nafngiftarinnar, má bæta að öllum líkindum hefur sú arma mær verið að leita skjóls vegna einhvers, t.d. snjóa eða náttúruhamfara. Hafa ber í huga að mörg dýr geta gengið fram og til baka um niðmyrkra ranghala án ljóss. Það hefur hellaleitar-hundurinn Brá t.a.m. sannað margsinnis. Það hefur því verið eitthvað annað en eðlilegheitin, sem varð sauðkindinni að aldurtila, s.s. eiturgufur hraunkvikunnar er lagðist yfir hraunrásina umrætt sinn. Ef svo hefur verið má ætla að hér á landi hafi verið urmull sauðfjár – og það fyrir aðkomu norrænna landnámsmanna hingað í kringum 874 +/-02.

Leiðarendi

Í Leiðarenda.

Einhverjir hafa þá verið hér fyrir (sem flestum er reyndar orðið ljóst – nema kannski starfsfólki Þjóðminjasafnsins.) Ef til vill munu órækar minjar Skúlatúns og minjar í Húshólma /Óbrinnishólma í Ögmundarhrauni  hjálpa til að varpa ljósi á þá birtingarmynd?!
Taka verður undir með ákveðna og meðvitaða rödd Björns þar sem hann segir að; “fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.”
Þótt Leiðarendi sé bæði aðgengilegur og áhugaverður þarf að gæta vel að því að skemma ekkert er getur haft þar varanlegt gildi fyrir komandi kynslóðir.
Frábært veður (að og frá hellinum). Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Leidarendi-223

Leiðarendi

Gengið var frá Bláfjallavegi um stíg norður yfir Tvíbollahraun, u.þ.b. 300 metra. Þá var komið í eldra hraun, Stórabollahraun, mosavaxið, en tiltölulega slétt. Hægra megin við stígsendann er jarðfall. Í því er Leiðarendi.

Leiðarendi

Haldið í Leiðarenda.

Haldið var niður um vítt opið að vestanverðu. Stórir steinar eru næst opinu, en hellirinn er samst sem áður greiður niðurgöngu. Fljótlega er komið inn á slétt gólf og víða og háa hraunrás. Litirnir í veggjum rásarinnar eru rauðlitið og verða fallegri eftir því sem innar dregur. Komið er að svolitlu hruni þar sem önnur rás liggur upp til hægri. Á rásmótunum eru falleg steinkerti á gólfum. Þegar gengið er áfram niður rásina má víða sjá stór hraunkerti og fallegar hraunnálar í loftum. Sumsstaðar lækkar rásin og á einum stað þarf að skríða yfir hrun. Þar fyrir innan er mjög hátt og vítt. Þegar komið er innst í rásina er víður hraunpollur.

Leiðarendi

Á leið um Leiðarenda.

Þegar komið er að pollinum má sjá beinagrind af rollu þar undir veggnum hægra megin. Rollan virðist hafa villst alla þessa leið, um 200-300 metra, inn í hellinn og lagst síðan þarna undir vegginn þar sem hún hefur borið beinin. Frá hraunpollinum lækkar hellirinn verulega. Þó má skríða í gegnum hrun lengst til hægri og spölkorn áfram. Ákveðið var að gera það ekki að þessu sinni.
Haldið var til baka og farið í rásina, sem fyrr var lýst. Hraun er víða í annars víðri rásinni, en hægt að fara hægra megin með því. Hellirinn ýmist lækkar eða hækkar. Á einum stað er geisifalleg hraunsepamyndun í loftinu og eins og skrautleg kóróna hangi nuður úr því.

Leiðarendi

Leiðarendi – dropsteinar. Sá til vinstri er eftirgerð annars, sem glatast hefur.

Innar þrengist hellirinn á ný, en þegar komið er framhjá smá hruni opnast hann inn í víða þverrás. Hlaðin var lítið varða á mótunum svo auðveldara væri að rata til baka því auðvelt er að villast í margskiptum hellum. Þessi varða kom sér líka vel á bakaleiðinni.
Þverrásin virðist lækka nokkuð þegar neðar dregur, en hana á að vera hægt að skríða áfram út um eystra opið í jarðfallinu. Þegar ofar dregur hækkar og víttkar hellirinn og fallegir bálkar eru með veggjum. Efst í honum er hrun, en áður en komið að því er lítil varða hlaðin á mitt gólfið. Hún gaf til kynna að lengra væri ekki komist með góðu móti. Hins vegar liggur rás þarna til hægri, en hún er það lág að skríða þarf hana á maganum. Haldið var til baka að fyrr vörðunni og haldið niður eftir rásinni, sem genginn hafði verið. Þegar farið er til baka er eðlilegra að halda áfram, framhjá aðalrásinni, og því auðvelt að ganga framhjá opinu við hrunið. Seinni rásin er sviðuð að lengd og sú fyrri, um 200-300 metrar.

Leiðarendi

Leiðarendi – kort ÓSÁ.

Eftir smáhvíld var haldið inn um eystra opið í jarðfallinu. Klöngrast þarf spölkorn inn í hellinn, en síðan tekur við slétt gólf. Miklir bálkar eru til beggja handa. Fljótlega er komið að stað þar sem nýja hraunið hefur lekið niður í rásina og storknað. Hægt er að skríða meðfram því vinstra megin og er þá komið inn í víða hraunrásina á ný. Þar fyrir innan er eins og hraunpollur því gólfið framundan hækkar nokkuð. Eftir það lækkar hellirinn mikið og verður einungis skriðinn. Þá er komið inn á þann stað, sem horfið var frá áður. Með eindregnum vilja má fara þar í gegn og er þá stutt eftir í efra opið á jarðfalli Leiðarenda.
Veðrið ofan jarðar skipti í rauninni engu máli. Niðri var bæði hlýtt og skjólgott.
Sjá meira um Leiðarenda HÉR, HÉR og HÉR.

Leiðarendi

Hópur ungskáta með FERLIRsfélögum á leið í Leiðarenda.

 

Leiðarendi

Löng bílalest liðaðist hægt eftir Bláfjallaveginum. Ferðinni var heitið í Leiðarenda. Þátttakendur voru um 90 talsins. Ferðin var m.a. farin til að kenna ungu fólki að umgangast og bera virðingu fyrir hellum landsins. Ferðin var hluti af “Ævintýranámskeiði Hraunbúa”, skátanna í Hafnarfirði.

Leiðarendi

Leiðarendi dregur nafn sitt af endalokum þessarar kindar fyrir árhundruðum.

Áður en farið var í hellinn var unga fólkinu sagt var frá myndun hellanna og hversu nauðsynlegt væri að gæta þess vel að valda engum skemmdum, hvorki á dropsteinum og hraunstráum né nokkru öðru. Gengið var í röð inn eftir hellinum, fyrst skoðað rauðlitur framgangurinn, dropsteinarnir undir veggnum við gangnamótin og hraunstráin þar, flögurnar á veggjunum og dropsteinarnir inn undir á leiðinni. Farið var fetið niður beinu rásina og staðnæmst í stórri niðursettri hrauntjörninni. Þar var unga fólkinu sýndir dropsteinar og enn og aftur brýnt fyrir því að skemmdir á slíkum mörg þúsund ára fyrirbærum væri ekki hægt að bæta. Greinilega var hlustað með andakt. Loks var tvísungið “Lítið skátablóm” áður en haldið var til baka út úr hellinum.

Leiðarendi

Leiðarendi – op.

Ekki var farið upp í efri hluta hellisins. Hann liggur þar um hliðarrás. Gæta þarf vel að öllum kennileitum þegar komið er inn í meginrásina að nýju því annars getur verið erfitt að finna leiðina til baka. Hellirinn er bæði litskrúðugur og hlaðinn “djásnum”.
Unga fólkið stóð sig frábærlega vel, gætti vel að öllu og fræddi hvort annað um að gæta þyrfti að því að skemma ekkert.
Ferðin tók um 90 mínútur. Frábært veður.
Sjá meira um Leiðarenda HÉR, HÉR og HÉR.

Leiðarendi

Í Leiðarenda.

 

Leiðarendi

 Stjórn Reykjanesfólkvangs baust til að heimsækja hellinn Leiðarenda með Árna B. Stefánssyni lækni og hellaáhugamanni. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. dropsteinar.

Inngangur LeiðarendaÁrni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hefur hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Ætlunin að er ráðast í þær framkvæmdir í vetur.
Leiðarendi er sá hellir á Reykjanesskaganum, sem einna styst er að frá þjóðvegi – og jafnframt einn sá margbreyti-legasti á svæðinu. Hellirinn er, líkt og aðrir hrauhellar á Íslandi, í einni af hinum fjölmörgu hraunbreiðum landsins er geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellunum er að finna einstakar jarðmyndanir, – dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Árni Stefánsson fræðir viðstadda um undur hellisinsAllt þetta hefur Leiðarendi í Stórabollahrauni enn upp á að bjóða, nú 16 árum eftir að hann var fyrst kannaður. Hellirinn er 750 m langur, greiðfær og aðgengilegur, aðeins 36 km frá Grindavík og að honum er einungis 150 m. gangur, í mosagrónu hrauni, út frá við Bláfjallavegi.
Stórabollahraunið er u.þ.b. 2000 ára gamall og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Ástæða er enn og aftur til að
brýna sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema ljósmyndir. Yfir hrauninu er m.a. Tvíbollahraun, sem rann um 950 e.Kr. Auðvelt er að sjá skilin því síðarnefnda hraunið er apalhraun á þessu svæði, en Stórabollahraun rann lengstum sem helluhraun, líkt og Hellnahraunin eldra og yngra, sem einnig áttu för um þessar slóðir á mismunandi tímum.
Dropsteinar í LeiðarendaStórbollahraunið hefur runnið í Leiðarenda á tveimur stöðum. Hellnahraun yngra umlykur m.a. Skúlatún, þýfkenndan grasigróin hól í miðju hrauninu. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).
Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjörn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum. (Sjá meira undir  Fróðleikur). (Reyndir hraunamenn geta nú orðið lesið aldursmörkin, þ.e. út frá því hvaða hraun rann á á undan hinu – með ákveðin viðmið að leiðarljósi).
Myndanir í LeiðarendaÍ stórvirki Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, “Íslenskir hellar”, bls. 209, er m.a. fjallað um Leiðarenda. Þar segir t.a.m.: ” Stóri-Bolli er austastur bollanna við Grindasköðr og þeirra stærstur eins og nafnið bendir til. Stóri-Bolli er um 150 metrar í þvermál og opinn til noðurs en gígbarmarnir til beggja hliða eru um 50 metra háir. Hraunið hefur fallið til norðurs og þekur svæðið norður að Undirhlíðum og Helgafelli en er mjög hulið yngri hraunum. Erfitt er að áætla stærð hraunsins þar sem svo mikill hluti þess er hulinn yngri hraunum en það gæti þó verið allt að 20 ferkílómetrar að flatarmáli.”
Um Leiðarenda segir meistari Björn: “Leiðarendi er um 900 metra langur hellir og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring (eins og merkilegur uppdráttur í bókinni sýnir). Hellirinn kvíslast og hefur þak vestari rásarinnar brotnað niður. Nokkru neðan niðurfallsins sameinast kvíslarnar á ný og þaðan liggja mikil og falleg göng til norðurs. Það er mjög sérstakt að fara í hellaferð innúr niðurfalli og koma svo út klukustundum síðar hinum megin niðurfallsins. Hreint ævintýri fyrir þá sem eru að gera slíkt í fyrsta ksipti.
Sauðkindin fornumvarða í LeiðarendaHellisgöngin eru víðast hvar lítt hrunin og hellirininn auðveldur yfirferðar þótt auðvitað þurfi aðeins að bogra á einstaka stað og klungrast á öðrum. Sérstaklega lækkar verulega til lofts nyrst í hellinum. Töluvert er um skraut, dropsteina, hraunstrá og storkuborð auk þess sem hraunið tekur á sig hinar ýmsu myndir. Á einum stað má til dæmis sjá fyrirbæri í lofti hellisins sem hellamenn kalla  “Ljósakrónuna” og svo mætti áfram telja. Þá er beinagrind af sauðkind innarlega í hellinum og má með ólíkindum telja hve langt kindin sú hefur ráfað inn dimman hellinn. Var hún e.tv. að forðast eitthvað?
Hellismunninn er skammt frá hraunjarðri Tvíbollahrauns sem raunar hefur runnið inn í Leiðarenda á tveimur stöðum syðst og vestast í hellinum enda liggur hann þar undir Tvíbollahraun. Tvíbollahraun rann á fyrstu árunum eftir landnám. Ef til vill kom kindin sú sem bar beinin í Leiðarenda til landsins með víkingaskipi. Og ef til vill gleymdi hún sér og lokaðist inni þegar Tvíbollahraun rann.
LeiðarendiÞegar svo ógnarheitur hraunkanturinn nálgaðist hljóp kindin ef til vill inn í kaldan hellinn til að forðast lætin og hitann og þar bar hún beinin. Atburðarrás þessi verður raunar að teljast harla ólíkleg en verður þó ekki afsönnuð fyrr en beinin verða aldursgreind. Fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.
Leiðarendi var kortlagður í desember 1992 og júlí 1993″.
Innst í syðsta hluta Leiðarenda er stór “hrauntjörn”. Þar lækkar hellirinn, en  hækka um leið því hrauntjörnin hefur brætt sig niður í undirstöðu(grann)bergið uns hluti hennar fann sér áframhald, sem varla verður rekjanlegt nema með mikilli fyrirhöfn. Það mætti þó vel reyna þegar betri tími gefst til.
Leiðarendi veginn og metinnEitt af sérkennum Leiðarenda eru þunnar hraunflögur á kafla. Þær hafa fallið af veggjum og úr lofti. Þær gefa til kynna mismunandi hraunstrauma í gegnum rásina, hverja á fætur annarri. Má líkja þeim við endurteknar samfarir fullorðinnar hraunrásar við nýja strauma.
Ljósakrónan fyrrnefnda er í tengirás Leiðarenda við efri hellisrásina, sem flestir ættu að forðast. Komið hefur fyrir að þeir, sem þangað hafa fetað sporið og síðan haldið í gegnum hrun er rásin leiddi þá í gegnum, hafi ekki fundið leiðina til baka. Eftir hræðsluköst og formælingar hefur svolítil vonardagsskíma birst þeim úr annarri átt og þeir þá getað skriðið sér til lífs að jarðfallinu fyrrnefnda.

Op LeiðarendaHins vegar má segja með sanni að einn heillegasti og fallegasti hluti Leiðarenda er í þessari rás, líkt og sjá má í bók Björns; “Íslenskir Hellar” (fæst í öllum betri bókabúðum og er sérhverjum hellaáhugamanni og öðrum leitandi bráðnauðsynleg leiðsögn).
Við frásögnina af sauðkindinni, sem Björn lýsir og varð tilefni nafngiftarinnar, má bæta að öllum líkindum hefur sú arma mær verið að leita skjóls vegna einhvers, t.d. snjóa eða náttúruhamfara. Hafa ber í huga að mörg dýr geta gengið fram og til baka um niðmyrkra ranghala án ljóss. Það hefur hellaleitar-
hundurinn Brá t.a.m. sannað margsinnis. Það hefur því verið eitthvað annað en eðlilegheitin, sem varð sauðkindinni að aldurtila, s.s. eiturgufur hraunkvikunnar er lagðist yfir hraunrásina umrætt sinn. Ef svo hefur verið má ætla að hér á landi hafi verið urmull sauðfjár – og það fyrir aðkomu norrænna landnámsmanna hingað í kringum 874 +/-02.

Skúlatún - Helgafell fjærEinhverjir hafa þá verið hér fyrir (sem flestum er reyndar orðið ljóst – nema kannski starfsfólki Þjóðminjasafnsins.) Ef til vill munu órækar minjar Skúlatúns og minjar í Húshólma /Óbrinnishólma í Ögmundarhrauni  hjálpa til að varpa ljósi á þá birtingarmynd?!
Taka verður undir með ákveðna og meðvitaða rödd Björns þar sem hann segir að; “fornminjar í íslenskum hraunhellum hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar af sérfræðingum en merkileg bein er að finna í nær eitt hundrað hraunhellum og bíða þau rannsóknar.”

Frábært veður (að og frá hellinum). Ferðin tók 3 klst og 3 mín.
Leiðarendi

Leiðarendi

Enn og aftur var haldið í Leiðarenda, aðgengilegan helli, við Bláfjallaveg. Tilefnið var að undirbúa vettvangsferð elstu bekkjar grunnskólanema úr Setbergsskóla í verkefninu “Landið og miðin”. Að þessu sinni var stefnan tekin á “landið”.
Leiðarendi ber nafn af beinagrind kindar, sem álpaðist inn í enda u.þ.b. 120 metra hraunrásarinnar fyrir allnokkrum árhundruðum síðan, rataði ekki út aftur, lagðist til hvíldar og dó. Beinin eru flest orðin að dufti og móta skepnuna í hellisgólfið. Alls er Leiðarendi um 300 metra langur.
Ingvar - feitasti bæjarstjóri í heimiHellisrásin er í Stórabollahrauni (Hellnahrauni/Skúlatúnshrauni), sennilega því yngra, sem mun vera um 1200 ára gamalt. Eldra Hellnahraunið mun vera u.þ.b. 1000 árum eldra. Erfitt er að greina skil þessara hrauna á köflum, einkum þar sem önnur hraun hafa farið yfir um síðar. Tvíbollahraunið er þarna að hluta til ofan á Hellnahraunum, úfið apalhraun, en opið er í helluhrauninu (Hellnahrauni). Öll hafa þessi hraun komið úr gígunum í Grindarskörðum (Miðbollum (Tvíbolla) og Syðstubollum. Í nágrenninu eru nokkrir hellar, s.s. Hjartartröðin, Flóki og Dauðadalahellar.
Dropsteinn í LeiðarendaÞegar komið er niður í rásina er liggur til norðvesturs, hringlaga, rauðleita og formlega má sjá rauðleitt loft og veggi. Brúnleitt gólfið ber ummerki eftir seinni stiga hraun hraunrennsli er kleprast hefur upp á miðja veggi.
Í jöðrunum má sjá “dropsteinahreiður”, þ.e. nýmyndunarstig slíkra steina. Ef vel er að gáð má greina lítil op efst á þeim. Þarna er gott að skoða hvernig “fullorðnir” dropsteinar hafa upp úr “bernsku” sinni. Flestir, sem berja þá augum, álykta sem svo að þarna hljóti hraun að hafa dropið úr lofti og myndað undirsáturnar. Oft má sjá hraunstrá í loftum ofan við dropsteina og því er ályktunin ekki óeðlileg. Staðreyndin er hins vegar sú að bæði hraunstrá og dropsteinar myndast með samskonar hætti. Um eru að ræða útstreymi gass úr storknandi hraunkviku eftir rennsli. Vegna mikils þrýstings hlaðast upp drýli líkt og á hverasvæðum.
Eftir því sem uppstreymir er kröfugra og varir lengur verða afurðirnar lengri og stærri. Dropsteinar á gólfum kalksteinshella verða hins vegar til við drop kalks úr loftum. Þeir geta aftur á móti orðið allmiklu stærri en dropsteinar í hraunhellum, líkt og í Leiðarenda.
Sem fyrr segir er Leiðarendi “nærtækur” hellir, ágætt helladæmi í námunda við veg og skammt frá höfuðborgarsvæðinu – í umdæmi Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar virðast hins vegar ekki sérlega meðvitaðir um hellaeign sína. Þeir hafa hvorki gert þá aðgengilega né komið upplýsingum um þá til almennings með leiðbeiningum um umgengni, tilurð þeirra og þau verðmæti er þeir geyma. Samt eru hellarnir eitt af náttúrundum svæðisins og alls ekki með þeim ómerkilegri. En það er nú önnur saga.
Dropsteinn í LeiðarendaLeiðarendi er ágætur hraunhellir til leiðbeiningar og kennslu. Í honum eru tignarlegir dropsteinar, sem fyrr sagði, separ, hraunstrá og aðrar jarðmyndanir. Eitt af aðalsmerkjum hellsins eru þunnar flögur er brotnað hafa af veggjum. Um er að ræða lagskiptingar storknunarferla einstakra hraunáa er runnið hafa um rásina í sömu goshrinu. Frost og önnur veðrun hafa brotið einstök lög svo sjá má þau bæði á gólfum og veggjum. Þau eru mismunandi þykk eftir staðsetningum.
Hrun er í Leiðarenda, en fremur lítið á hellamælikvarða. Víðast er gólfi slétt, en hellirinn ýmist lækkar eða hækkar. Hæstur er hann um 5-6 metrar. Breiddin er um 5 metrar. Þegar komið er niður í enda þeirrar rásar er hér hefur verið lýst verður fyrir nokkurs konar hrauntjörn. Hún hefur myndast vegna “sléttlendis”. Útrás hraunsins hefur fyllst neðar svo þar eru einungis mjög lágar áframhaldandi rásir. Mögulega væri hægt að magaskíða þær, en óvíst er um frekari árangur því hraunið virðist nokkuð slétt neðanvert. Hins vegar má, þegar yfirborðsleitað er þar, sjá lítið niðurföll. Eitt þeirra er t.a.m. einstaklega áhugavert. Um er að ræða rás gólffulla af vatni. Henni hefur ekki verið fylgt svo vitað sé, en verður kannski gert síðar.
Ofan þess, sem útopið liggur niður í neðri rásina, eru “gatnamót”. Hliðarrás liggur þar upp hraunið með fallegum sepamyndunum í lofti. Þegar rásinni er fylgt liggur leið hennar í gegnum hraun. Handan þess kemur stór og myndarleg meginhellarásin í ljós. Auðvelt er að gleyma sér við slíkar aðstæður, en vant fólk staldrar við og merkir staðinn. Opið er lítið og ef það hefur hugsað sér, yfirleitt og yfir höfuð, að komast út aftur, er rétt að gera ráð fyrir að finna opið aftur. Annars gætu orðið vandræði síðar – og jafnvel tímabundin angist.
Myndun í LeiðarendaAð opinu merku er auðvelt að fylgja rúmri rásinni upp á við. Gólfið er slétt sem og veggir og loft. Rásin endar í engu, líkt og margar vænlegar rásir gera.
Þá er að halda niður á við – til baka. Vegna þess að fyrrum innopið, núverandi útopið, var merkt, er bakaleiðin greiðfær. Ef fyrirhyggjan hefði ekki verið fyrir hendi, hefði rásin leitt fólkið niður í sífellt þrengri og lægri rásina. Með illu móti hefði verið hægt að skríða á maganum niður hana og koma út um jarðfallið fyrstnefnda, en slík álagning á í rauninni að vera óþörf sæmilega fyrirhyggjusömu fólki. Bakaleiðin er best.
Áður var minnst á Leiðarenda sem ágætt nærtækt “helladæmi” eða kennslugagn um hella. Bæði fallegir og háir dropsteinar eru í hellinum, ef vel er að gáð. Þegar gengið er inn í hann er jafnvel farið yfir slíka steina. Á leiðinni um hellinn er einnig gengið á dropsteinum, en þeir hæstu og myndarlegustu, er varðveist hafa, eru til jaðranna. Þá þarf að varðveita. “Steinar” þessir hafa verið þarna frá uppruna sínum og eru því yfir þúsund ára gamlir. Þeir eru einstaklega fagrir og heimatilkomulegir þar sem þeir eru – í sínu upprunalega umhverfi. Dæmi eru um að fólk hafi fundist mikið til slíkra “steina” koma, brotið þá og haft út með sér með það fyrir augum að hafa þá til skrauts í stofu eða annars staða í eða við híbýli sín. Þegar þangað var komið virtist ljóminn horfinn og tilgangurinn eða tengsl við upprunann enginn. Raunveruleikinn er sá að dropsteinar eru einungis fallegir í sínu upprunalega umhverfi. Þar eiga þeir að fá að vera í friði – um aldur og ævi – fólki til upplifunnar og ánægju.
Að undirbúningsferðinni lokinni voru kennararar í Setbergsskóla sannfærðir um gildi hella til upplýsingagjafa til handa nemendum sínum. Jarðfræðin, tilurð hrauna, atgangur meðan var og afsprengi (þ.e. ásýnd nútímans), er ekki síður mikilvæg nútíðinni en þá var og gerðist. Með því að skoða það sem til er nú, má augljóslega gera sér grein fyrir hvað gekk á og varð. Hraunin, hvort sem um er að ræða apalhraun eða helluhraun, eru staðreyndir þess yfirborðs, sem gengið er á í dag á nánast gjörvöllum Reykjanesskaganum – um sem slík einstök í sinni min. Vandinn er einungis að kunna að meta þau sem slík – og mennta fólk um þau til næstu framtíðar.
Sjá meira um Leiðarenda HÉR, HÉR og HÉR.

Leiðarendi

Leiðarendi.

 

Leiðarendi

Hellaferð í Leiðarenda er spennandi ferð fyrir ævintýraþyrsta hópa. Hentar vel eftir vinnu eða sem hluti af lengri ferð. Hellirinn er aðeins í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Skilti í LeiðarendaEinn slíkur, samsettur af fólki á öllum aldri, fór í Leiðarenda nú eitt síðdegið. Í ljós kom að Árni Stefánsson er kominn langt með að ganga þannig frá varnargirðingum og merkingum að draga megi úr líkum á að dropsteinum og öðrum listaverkum náttúrunnar verði raskað af gáleysi. Hins vegar er hægt að skemma alla hluti, ef vilji er til slíks. Hafa ber þó í huga að dropsteinar í hellum njóta verndunarákvæða skv. gildandi reglum um friðlýsingu dropsteina.
Hraunbreiður Íslands geyma steingerða ævintýraheima þar sem glóandi hraunelvur hafa runnið neðanjarðar og skilið eftir sig ranghala og hvelfingar. Í hraunhellum er að finna einstakar jarðmyndanir, s.s. dropasteina, hraunspena, straumfægða veggi og litríkar útfellingar.
Allt þetta hefur Leiðarendi í Tvíbollahrauni upp á að bjóða. Í nýju Hellahandbók Björns Hróarssonar segir að hellirinn sé um 180 metra frá Bláfjallavegi, í Stórabollahrauni. Tvíbollahraunið er ofan á því. Alls er hellirinn er um 900 m langur, greiðfær og aðgengilegur.
Stórabollahraun er u.þ.b. 2000 ára gamalt og hafa dropsteinar og aðrar myndanir lítið breyst allan þann tíma. Brýnt var því sérstaklega fyrir þátttakendum að raska engu og taka ekkert nema myndir.
Áður en Árni hóf störf sín í hellinum fór hann þangað með stjórn Reykjanesfólkvangs. Nota átti tækifærið að skoða hellinn og ræða um leið ástand og aðgerðir við hraunhella í fólkvanginum. Árni var einn þeirra, sem fyrstur kannaði Leiðarenda árið 1991. Þá var hellirinn algerlega ósnortinn, en þótt ekki séu liðin mörg ár hafa ýmsar dásemdir hans verið eyðilagar og jafnvel fjarlægðar, s.s. langir dropsteinar.
Árni sagðist sjá verulegan mun á hellinum frá því sem var. Margir háir og fallegir dropsteinar hafa verið brotnir, sömuleiðis hraunstrá, hraundellur og -rósir. Þá hefur verið þreifað á viðkvæmum bakteríumyndunum á veggjum. Hann sagði þó enn vera mikið heillegt til að varðveita fyrir áhugasamt hellafólk. Hafði hann þegar lagt drög að áætlunum um tilteknar ráðstafanir inni í hellinum sjálfum svo draga megi úr líkum á frekari skemmdum – og um leið auka áhuga og aðgengi að hellinum. Í þær framkvæmdir réðist hann svo í s.l. vetur og vor.

Verndargirðing í Leiðarenda

Árni hefur komið fyrir skiltum og gert ýmsar varnaraðgerðir inni í hellinum og sett upp eftirmyndir tveggja stórra dropasteina, sem nú eru horfnir, á þeim stöðum þar sem þeir voru. Á annarri eftirmyndinni af hinum stóru dropsteinum, sem fjarlægðir hafa verið úr hellinum, stendur þetta: “Brotinn 02.04.-23.06.2007”.
Þá hefur Árni límt upp þá dropsteina, sem brotnir hafa verið, en brotin skilin eftir á staðnum. Upplýst skal hér að dropsteinar eru einungis fallegir þar sem þeir eru fæddir á eða undir hellisþakinu. Um leið og búið er að bera þá út úr hellinum breytist mikilfengleiki þeirra í eftirsjá. Skyldu framangreindir dropsteinar t.d. nú vera notaðir einhvers staðar sem stofustáss? Áreiðanlega ekki. Líklega hefur gerandanum þegar hefndst fyrir því skv. þjóðsögunni hvílir bölvun á hverjum þeim er raskar minjum, þ.m.t. náttúruminjum, auk þess sem líkt er refsivert skv. lögum mannanna.
Hafa ber í huga að vitleysingjar hafa alltaf verið til og þeir munu verða til. Spurningin er hvort girðingar munu duga til að hindra skemmdarfíkn þeirra? Langflestir hellagestir ganga þó vel um og þannig á það líka að vera!
Til dropsteinamyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar sem hanga niður úr hellisþökum og standa upp úr gólfum. Með auglýsingu nr. 120/1974 voru dropsteinar í öllum hellum landsins friðlýstir. Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir.
Auglýsingin um friðlýsingu dropsteina hljóðar svo: “Samkvæmt heimild í 23. gr. laga nr. 47/1971 um náttúruvernd hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið, fyrir sitt leyti, að lýsa dropsteina í hellum landsins náttúruvætti.  Tekur friðlýsing þessi til allra hella landsins.
Til dropsteinsmyndana teljast bæði dropsteinsdrönglar, sem hanga niður úr hellisþökum og niður með hellisveggjum, svo og dropsteinskerti, sem standa á hellisgólfum og syllum hellisveggja.

Hraunrós girt af

Bannað er að brjóta eða skemma á annan hátt umræddar dropsteinsmyndanir. Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer eftir ákvæðum náttúruverndarlaga.  Felld eru úr gildi eldri ákvæði um vernd dropsteina.
Ráðuneytið er samþykkt friðlýsingunni og birtist hún hér með skírskotun til 32. og 33. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, og tekur friðlýsingin gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum.
Í menntamálaráðuneytinu, 3. apríl 1974.”
Í bæklingi, sem Slysavarnarfélagsið Landsbjörg gaf út í samvinnu við Hellarannsóknarfélagið, HELLASKOÐUN – FORVARNIR OG UPPLÝSINGAR, segir m.a. um umgengni um hellana o.fl.:
Hellaskoðun – Að skoða hella er áhugaverður kostur fyrir útivistarfólk og gefur alveg nýja sýn á íslenska náttúru. Til að fá sem mest út úr hellaskoðun þarf að Lagfærður dropsteinn í Leiðarendaundirbúa ferðirnar vel, vera með réttan búnað og rétt hugarfar. Ef undirbúningurinn er ekki góður þarf ekki mikið til þess að eitthvað fari úrskeiðis og ekki auðveldar það aðstæðurnar ef maður er fastur ofan í helli.
Ferðaáætlun – Hellar eru oftar en ekki í afskekktum hraunum þar sem fáir eru á ferli og fáir þekkja til. Ef eitthvað kemur upp á þarf að vera hægt að finna viðkomandi og spilar ferðaáætlunin þar stórt hlutverk. Hana þarf alltaf að skilja eftir hjá nánustu aðstandendum.
Búnaður – Mjög mikilvægt er að hafa með sér réttan búnað þegar skoða á hella en hann getur tryggt að við komum heil heim. Þegar farið er ofan í helli er góð regla að skilja eitthvað með áberandi lit eftir uppi á yfirborðinu. Það getur flýtt verulega fyrir ef leita þarf að fólki. Ef um óþekktan helli er að ræða er þetta enn mikilvægara.
Hjálmur – Mikilvægt er að hafa hjálm við hellaskoðun. Í hellum er svo til engin veðrun og grjótið getur verið oddhvasst.
Skór – Góðir gönguskór eru mikilvægir. Yfirleitt er ferðin að hellinum yfir ójafnt hraun og ofan í hellum er oft stórgrýti sem klöngrast þarf yfir. Stífir gönguskór sem styðja vel við ökkla koma í veg fyrir óþarfa slys.
Ljós – Í hellum er algert myrkur. Eina ljósið sem þangað kemur er það sem gestir hafa með sér. Ekki þarf mikið til að pera í vasaljósi skemmist og svo er alltaf hætta á að rafhlöður tæmist. Hver hellafari ætti því að hafa minnst tvö ljós, auka rafhlöður og perur. Mjög gott er að hafa ljós á hjálminum til að hafa hendur frjálsar til að geta stutt sig við gólf eða veggi við erfiðar aðstæður. Kerti og kyndlar eru ekki æskilegir ljósgjafar í hellum, auk þess sem þeim fylgir óþrifnaður.
Fatnaður – Hitastig í hellum er í flestum tilvikum 1-4°C, sama hvaða árstími er. Þótt úti sé sólríkur sumardagur þarf að gera ráð fyrir köldu og röku loftslagi hellisins. Ofan í hellum er síðan oft aur, bleyta og hvasst grjót og jafnvel þótt ekkert hafi rignt undanfarna daga getur dropað mikið úr loftinu þannig að auðvelt er að blotna í gegn. Hlífðarfatnaður getur því verið mjög gagnlegur.
Lambið í Leiðarenda verndaðHanskar – Gott er að hafa góða hanska til að verja hendur fyrir hvössu grjóti.
Fjarskipti – Ekkert fjarskiptasamband er í hellum. Mikilvægt er að hafa það í huga þar sem ekki er hægt að treysta á neinn nema góðan ferðafélaga ef eitthvað kemur upp á.
Hættur – Hellar geta verið mjög hættulegir yfirferðar ef ekki er farið gætilega og rétt að hlutunum.
Ís í hellum – Á veturna og vorin geta hellar verið algjörlega ófærir vegna íss. Þetta á sérstaklega við um þá hella þar sem mikið vatn dropar úr lofti.
Grjóthrun – Hrun í hellum á meðan á heimsókn stendur er sjaldgæft. Það hrun sem fólk sér í hellum er yfirleitt frá því að hellirinn myndaðist og hraunið var að kólna. Jarðskjálftar eiga einhvern þátt í hruni en það er einnig sjaldgæft. Líklegast er að hrun geti verið við hellismunna eða rétt fyrir innan hann þar sem áhrifa frosts og þíðu gætir helst.
Laust grjót – Þegar farið er um hella er oft lauslegt grjót sem hangir í lofti eða í og við veggi. Þetta grjót ætti að láta alveg í friði. Ef hreyft er mikið við grjóti, sérstaklega í lofti, er auðvelt að koma af stað hruni.
Eftirmynd dropsteins, sem fjarlægður varUmgengni – Að heimsækja hella krefst bæði aga og virðingar fyrir náttúrunni. Mörg dæmi eru um að fallegir hellar hafi verið skemmdir í gegnum tíðina en þar hefur rangt hugarfar oftast stjórnað gjörðum fólks.
Viðkvæmar hraunmyndanir – Dropsteina er að finna í mörgum íslenskum hellum. Þeir standa á gólfi og syllum og geta verið í öllum stærðum og gerðum. Dropsteinar eru viðkvæmir og geta auðveldlega brotnað séu þeir snertir og ber því að forðast það. Brotna dropsteina má alls ekki fjarlægja úr hellum. Hraunstrá er einnig hægt að finna
í mörgum hellum. Þau hanga niður úr loftinu, eru hol að innan og þola alls ekki snertingu. Ýmsar aðrar viðkvæmar myndanir er líka að finna í hellum. Oft myndast bekkir þar sem hraun hefur runnið lengi. Þeir eru oft þunnir og það má alls ekki setjast eða stíga á þá. Þunnur glerungur myndast stundum á gólfum og molnar auðveldlega undan skóm. Reynið að ganga til hliðar við þess konar svæði.
Rusl – Því miður hefur safnast mikið rusl í marga þekktari hella landsins í gegnum tíðina. Takið allt rusl með ykkur út úr hellinum sem þið eruð að skoða og ef þið sjáið rusl eftir aðra, vinsamlegast takið það líka með.
Kerti og kyndlar – Kerti og kyndlar eiga ekkert erindi inn í hella. Kertin skilja eftir mikinn sóðaskap þegar vax slettist niður og kyndlar geta bæði skemmt hella og verið hættulegir fólki. Þegar kyndlar brenna kemur af þeim bæði reykur og sót. Sótið sest á myndanir hellisins og reykurinn getur verið fólki hættulegur, sérstaklega innarlega í hellum þar sem loftstreymi er lítið.”
Á skiltum inni í Leiðarenda má m.a. lesa eftirfarandi: 1. Hellirinn myndaðist við eldgos fyrir um 2000 árum. Minjar hellisins hafa gildi fornminja. 2. Gefið ykkur tíma til að aðlagast myrkrinu. 3. Notið góð ljós, helst höfuðljós. 4. Flýtið ykkur hægt, sýnið aðgát. 5. Horfið og njótið. 6 Ekki snerta og ekki taka myndanir, hvorki brotnar eða óbrotnar. 7. Leyfið beinum lambsins að hvíla í friði. 8. Ekki snerta slím á veggjum í efri enda hellisins. 9. Ekki snerta loft þar sem hrunið hefur úr. Lifið heil.
Stjórn Reykjanesfólkvangs og Hafnarfjarðarbær styrktu framkvæmdina.
Þegar út var komið hafði unga fólkið lært a.m.k. eitt; hvorki má snerta né fjarlægja hellamyndanir. Það er margt hægt að kenna litlu fólki á skömmum tíma.
Frábært veður (skiptir reyndar ekki máli þegar inn er komið). Ferðin tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-www.ust.is

Innst í Leiðarenda

Leiðarendi

Farið var í hellinn Leiðarenda skammt frá Bláfjallavegi í Stórabollahrauni (Skúlatúnshrauni).

Leiðarendi

Haldið í Leiðarenda.

Opið er í stóru jarðfalli að undangengnum stuttum stíg í gegnum hraunið frá veginum. Inngangan er falleg, rauðleit og regluleg. Um er að ræða víða og háa hraunrás. Helsta einkenni hennar eru flögur á veggjum og lofti og hafa þær fallið sums staðar á gólf. Dropsteinar eru og á gólfum og fallegar hraunmyndanir í loftum og á veggjum. Næstum því innst í lengstu rásinni er beinagrind af rollu og dregur hellirinn nafn sitt af örlögum hennar. Alveg innst er stór hrauntjörn, sem er heldur lægri en rásin sjálf.

Leiðarendi

Í Leiðarenda.

Samtals er Leiðarendi um 400 metra langur. Hægt er að fara í hring og koma út um austuropið, ef vilji er til að skríða spölkorn á maganum. Nauðsynlegt er að hafa mjög góð ljós því hellirinn er bæði stór og dimmur.
Hjartartröðin er hraunrás þarna skammt austar. Hún er með nokkrum steinbrúm. Tröðin endar í jarðfalli og liggur op vestan í því undir nýrra hraun. Hellirinn er víður. Skammt innan við opið er hrun. Hægt er að fara hægra megin við það og áfram inn eftir hellinum. Þá er komið að öðru miklu hruni. Hægt er einnig að fara yfir það og halda áfram. Mikilvægt er að vera vel búinn þegar þessi hellir er skoðaður.
Frábært veður, en það skiptir nú litlu máli í hellaskoðun.

Leiðarendi

Leiðarendi – uppdráttur ÓSÁ.

Leiðarendi

Á bílastæði við hellirinn Leiðarenda við Bláfjallaveg er skilti. Á því stendur:

Jarðfræði

Leiðarendi

Leiðarendi – op.

Hraunhellirinn Leiðarendi er í þjóðlendu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkur innan Reykjanesfólkvangs. Auk þess njóta hraunhellar sérstakrar verndar samkvæmt náttúrverndarlögum (61, gr. laga nr. 60/2013) og allir dropsteinar í hellum landsins eru friðlýstir.

Hraunhellar myndast þegar kvika rennur í hraunrás undir yfirborði, sem síðan nær að tæmast áður en kvikan storknar. Leiðarendi myndaðist í hraungosi úr Stórabolla í grindarskörðum fyrir um 2000 árum. Yfir það hraun rann svo yngra hraun fyrir rúmlega 1000 árum sem kennt er við gígin Tvíbolla. Það hraun hefur náð að brjóta sér leið inn í hellinn á nokkrum stöðum. Leiðarendi er um það bil 900 metra langur, með fjölda viðkvæmra hraunmyndana eins og dropsteina, hraunstráa og hraunsepa, ásamt litríkum útfellingum.

Leiðarendi

Leiðarendi – dropsteinn.

Dropsteinar, hraunstrá og hraunsepar í hellum myndast við kónun hraunsins og eru fullmótuð fljótlega eftir að hraunið myndast. Þau halda ekki áfram að vaxa og t.d. dropsteinar í kalkhellum erlendis. Því er allt rask á þeim varanlegt.

Hraunin tvö við Leiðarenda nefnast eldra og yngra Hellnahraun þegar nær dregur byggð. Þau mynduðu Hvaleyrarvatn og Ástjörn sem eru hraunstífluð vötn.

Umgengisreglur

Leiðarendi

Leiðarendi – uppdráttur ÓSÁ.

-Leiðsögumenn eða fararstjórar skulu útvega sér leiðbeiningar um umgengisreglur hjá Hafnarfjarðarbæ áður en farið ermeð hópa inní hellinn.
-Hámarksstærð hópa eru 8 manns á hvern leiðsögumann.
-Ekki má snerta hraunstrá, dropsteina eða viðkvæmt hellaslím á veggjum og í lofti.
-Fararstjórar bera ábyrgð á að útvega nauðsynlegan búnað eins og hjálma og ljós.
-Ekki má kveikja eld inni í hellinum.
-Öll neysla matar og/eða drykkja er bönnuð.
-Landvörður er starfandi í fólkvanginu og brot á þessum reglum verða kærð til lögreglu.

Leiðarendi

Leiðarendi – texti á skilti.

Portfolio Items