Grindavíkurvegur

Hrauntunga úr sprungurein eldgoss ofan Sundhnúks er hófst að morgni dags 8. febrúar 2024 tók að renna til vesturs sunnan Stóra-Skógfells í átt að gatnamótum Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar að Bláa lóninu og Svartsengisvirkjun.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir við Norðurljósaveg.

Hraði þunnfljótandi rennslisins var um 500-1000 m á klst. Um kl. 10.30 náði það að gatnamótunum, rann yfir Grindavíkurveg og til vesturs eftir Norðurljósavegi þar sem hægði á því í rýmilegri hraunkvos sem þar er á milli Illahrauns og Arnarseturshrauns.
Við gatnamótin var eitt af skjólum vegavinnumanna er lögðu fyrsta vagnveginn frá Stapanum (Suðurnesjavegi) til Grindavíkur á árunum 1914-1918. Skammt sunnan við gatnamótin voru tvö önnur byrgi, sem nú er komin undir hraun. Uppi á hrauninu skammt sunnan kvosinnar er hlaðið hringlaga skjól símamanna er lögðu jarðstreng til Grindavíkur á svipuðum tíma.
Sjá meira um Grindavíkurveginn HÉR, HÉR og HÉR.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – skjól símamanna.