Þorbjörn

Jón Tómasson segir í Faxa 1945 frá ferð sinni til Grindavíkur undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“.
Grindavik-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri.
Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir grindavik-992einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Utsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli. Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur fró toppi og langt inn í iður fjallsins.
Þegar maður er grindavik-993þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri  þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni. Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændum í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er Þorbjörn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, Ísöld og Gos, sem átt hafa sinn þátt í því, að Þornjörn er einmitt svona.

grindavik-994

Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.
En ferðamaðurinn, sem kominn var á Selháls sá framundan sér Atlantshafið í allri sinni dýrð og vogskorna ströndina í aðeins 5 til 6 km. fjarlægð.
Ströndin og hafið leika sér saman — og leikur sá er lengsti leikur, sem átt hefur sér stað. Hann er líka sá stórfenglegasti leikur, sem fram hefur farið á jörðinni.
Þarna í Grindavík hefur hann verið svo blíður, einlægur og hjartnæmur að undrum sætir. Því verður ekki með orðum lýst hve atlot þeirra eru innileg og þýð. Hafið bylgjast og blakar við blógrýtið og mölina, sem malar af ánægju og þangbrúskar breiða úr sér á klöppunum, en þönglarnir, sem eru útverðir strandarinnar beygja sig og hneygja eins og vera ber, þegar bylgja eða boði ganga í garð.
Þegar „vindur vargur“ kemur í heimsókn slæst upp í vinskapinn og aldan angrar klöppina og klettaskútar kasta frá sér með illindum bárubroti. Þannig eykst þetta „orð af orði“, þar grindavik-996til fullur fjandskapur er orðinn milli láðs og lagar.
Fylkingar af himin háum haföldum streyma að landi og gera fyrirvaralaust heiftúðlegar landgöngur. Hávaðinn, súgurinn og hvæsið, — brimgnýrinn er óskaplegur — heillandi hljómkviða haisins. Margra tonna blágrýtisbjörg eru leiksoppur, mannvirkin tortímast — og menn láta lífið. En ströndin tekur kröftuglega á móti innrás holskeflanna og rekur þær af höndum sér, þó telja gamlir menn, að ströndin hafi farið hallloka og orðið að láta af hendi rakna nokkurt land, og ég man eftir grænum bölum og bændabýlum, sem honfið hafa vegna ágangs sjávarins.
Í aldaraðir hafa þó Grindvíkingar, eins og flestir aðrir landsmenn, átt afkomu sína undir brigðlyndu hafinu. Þeir hafa barizt með þrautseygju gegn örðugleikunum. Þeir hafa unnið marga sigra, en sigurlaun þeirra hafa oft ekki verið annað en meiri erfið]eikar. Í seinni tíð hafa verið gerðar margar tilraunir til að létta starf grindvíska sjó mannsins. Þeir hafa fengið vélar, stærri og betri báta, bættar bryggjur o.s.frv. Í sumar var t. d. bryggja og varnargarður við þrautalendinguna í Þorkötlustaðarnesi bættur að miklum mun.
Grindavik-99720—30 menn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar unnu að þessu verki í margar vikur og mun kostnaður verksins vera fast að 150 þús. kr. En langsamlega merkilegasta úrbótin tel ég að liggi í hafnargerðinni í Hópinu. Það eru allar líkur til, að sá áfangi verði svo glæsilegur, að þar komi betri höfn en til er á Reykjanesi og þó að víðar væri leitað. Áleitni Atlantshafsins hefur verið stöðugur háski fyrir bátana og einnig staðið í vegi fyrir því, að þeir væru stækkaðir svo sem bátar annarra verstöðva.
En í Hópinu ættu þeir að hafa örugga höfn, hvernig svo sem hafið hamast. Á þennan hátt er áhyggjum létt af skipverjum og þeir njóta friðar og öryggis, þegar báturinn er í höfn. Báturinn getur verið stærri og traustari, þar með er öryggi sjómanna og aðbúnaður bættur, og það eiga þeir sannarlega skilið. En við þetta vex líka aflavonin til hagsbóta fyrir alla. Það kæmi mér ekki á óvart þó innan fárra ára yrði Grindavík eftirsóknarverðasta verstöðin við Reykjnesskagann. Þegar farkostirnir eru orðnir sambærilegir við það, sem annarsstaðar tíðkast, þá eru kostir staðarins margir.
grindavik-995Auk fyr getinnar hafnar má telja: 1. Stutt á miðin, sem skapar tíma og olíusparnað. 2. Góð fiskimið, sem bátar úr næstu verðslöðvum verða oft að leita á, einkum er á vertíð líður. 3. Vídd fiskisviðsins, í tregum afla, er ýmist betra á miðum Vestmannaeyinga eða Sandgerðinga, en á báðar þessar slóðir geta góðir bátar úr Grindavík sótt. Menn vilja kannske malda í móinn með því að benda t. d. á brimið eða að Hópshöfnin geti aldrei orðið hafskipahöfn og því erfitt að losna við afurðirnar. Því er til að svara, að ég tel að allmiklu af þeirri hættu sé bægt frá með góðum og stórum dekkbátum, einnig vil ég benda á, að allstór skip munu geta komizt inn í Hópið. Svo er það ekki nema tímaspursmál þar til flughöfnin á Reykjanesi verður orðin stærsta útflutningshöfn landsins, og verði vegur lagður yfir hraunið frá Grindavík, skemstu leið á flugvöllinn, þá eru það ekki nema um 10 km. Það ætti því ekki að vaxa svo mjög í augum, ekki hvað sízt, ef farið verður að þurrvinda þorskinn, eins og líkur eru til og léttist hann þá um 9/10 hluta.“

Heimild:
-Faxi,5. árg. 1945, 8. tbl. bls. 1-3.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur nefnist gamall götuslóði sem liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Vestriháls og að eyðibýlinu Vigdísarvöllum og Bala austan undir Núpshlíðarhálsi.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur. Her er hann sagður 12 km, en er allst 21 km.

Götuslóðinn byrjar um 200 m norðan afleggjarans að bænum og sér þess nú næsta lítil merki að þar hafi verið gata.
Gatan liggur um móa og moldarflag suðvestan við allmikinn klapparhól ofan við Gamla-Keflavíkurveginn. Þegar komið er upp fyrir hól þennan er stefna stígsins til austurs sjónhending skammt norðan við Trölladyngju. Nokkru ofar (um 1 km) liggur gatan um Þórustaðaborg en þar eru rústir stekks eða fjárborgar í vel grónum móa vestan undir allháum hól.
Frá Þórustaðaborg er stefnan áfram sú sama og fyrr er getið og að Lynghól, löngum hól, söðulbökuðum (þ.a. lægstum um miðjuna). Hóllinn er rétt ofan við miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur um hólinn miðjan og er mjög greinilegur þarna upp hólinn vestanverðan. Frá Lynghól er stefnan síðan suðaustlæg að stórum klapparhól sem nefnist Kolgrafarholt skammt ofan Reykjanesbrautar, en það dregur nafn sitt af tveimur djúpum, grasigrónum bollum sunnanvert í holtinu.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur.

Undir Kolgrafarholti austanverðu eru tóftir af sauðabyrgi frá Þórustöðum, þar var áningarstaður á leið í fjallið á haustin um Þórustaðastíg. Liggur gatan meðfram Kolgrafarholti norðaustanmegin. Frá Kolgrafarholti er stefna götunnar austan Sýrholts sem er allmikil hæð í heiðinni og liggur slóðinn þar sem lægst er á milli holtsins og Flekkuvíkursels en það stendur nokkuð fyrir neðan Grindarvíkurgjá. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna. Þeir Kálfatjarnarbræður Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: „Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f. 1858 kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá eingöngu hafðar kindur.”

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur um Núpshlíðarháls.

Einiberjahóll heitir stór hóll skammt neðan Grindavíkurgjár og liggur stígurinn spölkorn vestan hans. Einiberjahóll er hornmark jarðanna Kálfatjarnar, Flekkuvíkur og Vatnsleysu. Yfir gjána liggur stígurinn svo milli tveggja þúfna sem standa á vesturbarmi hennar en hærri bergveggurinn snýr til fjalla.
Þegar komið er upp fyrir Grindavíkurgjá er farið sem leið liggur í stefnu norðan til við Keili. Ofarlega í heiðinni liggur gatan vestan við stóran hól sem heitir Kolhóll. Stór skál er ofan í miðjan hólinn og eftir nafninu að dæma mætti halda að þar hafi verið kolavinnsla. Áfram liggur svo leiðin að norðurhorni Hrafnafells (Móbergsstapa rétt við Keili að norðanverðu) og síðan fram með því og að Keili. Frá þessu svæði liggur síðan Höskuldarvallarstígur yfir hraunið að Oddafelli.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli.

Þórustaðastígurinn liggur áfram frá Hrafnafelli og er stefnan í suðaustur að Melhól en hann er spöl ofan Keilis við hraunjaðarinn að Driffelli. Fyrsti spölurinn er um brunakarga, stuttan veg, en svo eru sléttar klappir að fellinu. Stígurinn liggur síðan í sveig með Driffellinu að austanverðu og svo suður með því drjúgan spöl.
Þegar komið er á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft í stefnu fast sunnan við gíghólinn. Upp frá völlunum liggur gatan síðan upp gilið andspænis gígnum og þegar komið er upp á fjallið sveigir slóðin til suðurs.
Niður á túnið á Vigdísarvöllum er svo farið um skarðið vestan við Bæjarhálsinn og við gömlu reitina.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Seltúnssel

Gengið var um Seltún í Krýsuvík og leitað Seltúnsselja, en gamlar heimildir kveða á um sel á túninu.
JóiSeltún er í Hveradal, en þar hafa orðið talsverðar (reyndar allmiklar) breytingar á landi síðan fyrrum. Síðast sprakk ein borholan í dalnum með miklum látum, en áður hafði hið ævintýralega brennisteinsnám farið þar fram með eftirminnilegum tilfæringum. Einu leifar þess ævintýris er hraukur af brennisteini sunnan Seltúnsgils, en þar var brennisteininum mokað upp eftir að hafa verið þveginn í þremur þróm og síðan fluttur á hestum til Hafnarfjarðar, óunninn. Það var enskt „milljónafélag“, sem að því stóð (sjá meira HÉR).
Þá var gengið upp Ketilsstíg, yfir Sveifluháls, framhjá Arnarvatni og Arnarnípu og niður Ketilinn í Móhálsadal, með hálsinum til suðurs og síðan upp á hverasvæðið er lækurinn um Bleikinsdal niður í Ögmundarhraun rennur úr. Þaðan var gengið áfram upp að Arnarvatni og til baka niður í Hveradal um Ketilsstíg. Um var að ræða létta göngu, 2-3 klst. Falleg gömul þjóðleið að hluta, sem æ fleiri fylgja nú á dögum.
Annars er frábært útsýni norður Sveifluhálsdalina þar sem staðið er norðan Arnarvatns. Þaðan sést vel hvernig hálsinn greinist um gígaröðina sem hann myndaði á síðasta jökulskeiði.
Frábært veður – sól og hiti.

Seltún

Seltún – minjar (ÓSÁ).

 

 

Heiðin há

Einn FERLIRsfélaga hefur dundað við að skoða mögulegar gamlar leiðir um Heiðina há. Heiðarvegurinn, af Selvogsgötu við ofanverð Grindarskörð, með sunnanverðum Kerlingarhnúk og niður heiðina að Sandfelli, hefur verið kortlagður sem Hraunbólaog Selvogsgatan öll.
Vörður vestan Heiðarvegar virtust stopular við fyrstu sýn, en þegar farið var að skoða þær nánar og hnitsetja kom svolítið áhugavert í ljós; hugsanleg gata þvert á Heiðarveginn ofan við Bláfjallahornið niður á Selvogsgötu ofan við Urðarfell með viðkomu í Rituvatnsstæðinu. Þessi kafli er rúmlega 9 km langur og liðast niður Háheiðina vestanverða. Ef tekið væri mið af vörðum á þessari leið myndi gatan liggja frá norðri til suðurs um stalla og hvamma.
Þegar komið var á svæðið virtist landslagið einsleitt, hraunhólar hverjum öðrum líkir. Vörðurnar voru litlar og höfðu verið lagaðar. Gata á milli þeirra er næsta óljós. Vörðurnar þarna eru jafnan á klapparhólum svo til í beinni stefnu. Á a.m.k. þremur stöðum eru skjól í hraunbólum, það efsta hið ágætasta.
Jón hafði áður skoðað götur upp með Selfjalli um Rjúpnadali og áfram áleiðis upp í Bláfjöllin vestanverð. Fallnar vörður eru einnig á þeirri leið, en hraunhaft á leiðinni setti strik í reikninginn. Annars er þessi leið í heild mjög greiðfær og í raun mjög eðlileg fyrir t.d. vermenn að vestan á leið í Selvog eða aðra staði á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Hins vegar er erfitt að sjá hvers vegna fólk ætti að hafa farið svo hátt upp í Heiðina há þegar hægt var að fara mun greiðfærari leið mun neðar, þ.e. milli Þríhnúka og Strompa. Hækkunin þar er lítil og um slétt helluhraun að fara. Sú leið væri líka eðlilegt framhald af Selvogsgötunni.

Varða

Líklegt má telja að framangreindar vörður hafi ráðið smalaskilum. Fjárkóngar Grindavíkinga, Hafnfirðinga, Selvogsinga, Ölvusinga og Reykvíkinga og fylgdarlið þeirra hittust í Kóngsfelli ofan við Bolla. Þaðan skipuðu þeir liði sínu á heiðina. Vörðurnar gætu hafa verið kennileiti fyrir mannskapinn í annars kennilausri heiðinni vestanverðri, annars vegar Ölvusmanna og hins vegar Selvogsmanna.
Annars var frábært að skoða Brennisteinsfjöllin og Ásana frá Heiðinni há. Gengið var langleiðina niður að Rituvatnsstæðinu (Móvatnsstæðinu) ofan við Urðafell. Þegar þangað var komið  var stefnan tekin á gíginn í Heiðinni há.

Rás vestan í Heiðinni há

Hún er 2030 fet á hæð, geisimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður. Hún er hlaðin upp úr óteljandi gömlum hraunalögum. Efst á heiðinni markar fyrir gígum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr. Gígurinn er nú fullur af hrauni, em hefir verið afar stór, sem sjá má af leifum þeim, sem standa af gígröndinni. Það eru dálitlir hraunhnúkar sem standa í hring og hefir gígurinn verið allt að 100 faðmar að þvermáli.
Útsýni er frá dyngjunni austur í Eyjafjöll og norður yfir Faxaflóa. Sunnanlands undirlendið allt og stórárnar sáust einkar vel, eins og grænn dúkur með silfruðum hríslum. Vestmannaeyjar lyftust upp af hyllingunni og Snæfellsjökull norðan við flóðann blasti við eins og fagur og hann er vandur. Langt uppi í landi rís Skjaldbreiður við himin og jöklarnir með hvítleitum bjarma.
RásEldstöðin Heiðin há er sem fyrr segir af dyngjuætt og er ein mest eldstöðva á Reykjanesskaganum. Hraun frá henni þekja um 170 ferkíómetra og rúmmál þeirra um 6,8 rúmkílómetrar, en það er ríflega helmingur af hrauninu sem rann í Skaftáreldum 1783. Ekki ber mikið á gígnum sjálfum en þó eru á börmum hans háar hraunstrýtur sem sýna nokkurn vegin útlínur hans. Hæðin er 613 m.y.s.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald þeirra, að miklu leyti grafið í yngri hraun.
Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og GjallLeitin tilh
eyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum.

Dyngjan, sem heiðin há, stendur á, liggur utan í Bláfjöllunum og hefur á kafla kaffært framhald þeirra til suðvesturs að Austurásum. Mögulegt er að hraun frá Heiðinni há hafi fyllt 100-200 m dæld í landið umhverfis Geitafell en það mun vera þykkt hraunanna við fjallið. Eldri hraun, nú grafin, kunna að hafa fyllt slíka dæld við upphaf nútíma áður en Heiðin há varð til.
Gengið var fram á op tveggja hraunrása, aðra suðvestan í gígunum og hina norðan í þeim. Þær voru ekki skoðaðar að þessu sinni, en hnit tekin. Hins vegar var gengið yfir á Heiðarveginn milli Heiðarinnar og Kerlingarhnúks. Veginum var fylgt til vesturs þar sem hann liggur út með Bláfjallshorninu. Vörður og vörðubrot eru á þeirri leið. Handan við hornið sjást ekki vörður en augljóst má telja að vegurinn hafi liðast þar niður smágrýtta hlíðina áleiðis að Stórkonugjá og á mót Selvogsgötu austan Grindaskarða. Ætlunin er að rekja Heiðarveginn fljótlega. (Sjá meira um Heiðina há HÉR.)
Frábært veður. Gengnir voru 13 km og tók það 5 kls og 5 mín.

Vestmannaeyjar

Stapagata

Gömlu þjóðleiðinni milli Voga og Innri-Njarðvíkur var fylgt til vesturs. Þrátt fyrir skiptingu gömlu hreppanna við Innri-Skor á miðjum Stapanum, eða Kvíguvogastapa eins og hann var einnig nefndur, voru þeir einn og sami hreppurinn um skeið. Gangan hófst við íþróttahúsið í Vogum, hinu nýborna sveitarfélagi.

Jón Mar Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir, sem voru með í för, sýndu nýverðlaunaðan garð sinn við Aragerði 17. Garðurinn er látlaus og smekklega hannaður með snyrtilegum og vel hirtum gróðri. Í honum fari vel saman grasflatir, pallar og grjót með fallegri umgjörð trjáa. Húsinu og garðinum hafi verið haldið við af natni í fjölda ára og eignin ávalt verið til stakrar prýði.
Eftir að Vogunum sleppti var gengið upp á Stapann um Reiðskarð. Ofan þess liðast gamla gatan tvískipt uns hún sameinast á ný. Kvennagönguskarðsleiðin kemur inn á hana ofan brúnar. Gatan er augljós upp að Grímshól, þaðan verður hún vandséðari í móanum, en sést þó. Lúpína er sums staðar í götunni sem og annar lággróður. Ofan við Innri-Skor fer gatan undir gamla Keflavíkurveginn frá 1912. Skammt vestar sést gatan vel þar sem hún liggur svo til beint upp brekkuna vestan Innri-Skoru. Eftir það er tiltölulega auðvelt að fylgja henni. Á smá kafla rofnar hún vegna seinni tíma ræktunar og vegagerðar að fyrrum ruslahaugum er voru undir brún bjargsins frá stríðsárunum og fram á fyrri hluta sjöunda áratugar 20. aldar. Þá hafa verið sett niður trönusvæði þvert á götuna, en handan þess er gatan einstaklega falleg á kafla áleiðis niður að Stapakoti. Skammt austan túngarðanna skiptist gatan í þrennt, en nyrsti hluti hennar liggur niður að görðum Stapakots og með þeim til vesturs. Þegar síðasta spottanum er fylgt með garðinum má sjá hvar gatan hefur legið áfram – þar sem nú hefur verið byggt hús þvert á hana. Líklegt má telja að þar kunni að vera reimt, einkum að næturlagi.
Gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur er framhald gömlu þjóðleiðarinnar (Almenningsvegarins/Alfaraleiðarinnar) sem lá frá Hafnarfirði og suður úr. Þessi hluti leiðarinnar hefur í seinni tíð verið nefnd Stapagatan. Umferð um Stapagötuna hætti að mestu um 1912 þegar bílvegur var lagður til Keflavíkur.
Vatnsleysustrandarhreppur er um staðhætti einkennileg sveit. Hún er löng og mjó, um 15 km á lengd og 10 km á breidd. Þar er ekkert rennandi vatn, því hraunið gleypir allt rigningarvatn og leysingarvatn. Byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni en þó sundurslitin. Hver einasti bóndi hér áður fyrr var útvegsbóndi og áttu þeir mismargar fleytur. Margir bændur voru framfarasinnaðir og urður brautryðjendur á ýmsan hátt, sem sést best á því að það var bóndi í Vogum sem keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Það var bóndi á Vatnsleysuströnd sem hreyfði því fyrstur manna að friða skyldi Faxaflóa fyrir erlendum veiðiskipum. Það var bóndasonur af Vatnsleysuströnd sem fyrstur kenndi mönnum að veiða síld og nota hana til beitu. Það var bóndasonur af Vatnsleysuströnd sem fór til Noregs, aflaði sér þekkingar sem varð til hagsbóta fyrir útgerð við Faxaflóa.
Vogar við Vatnsleysuströnd er kauptún og stendur við Vogavík, innan Vogastapa. Íbúar í Vogum og Vatnsleysuströnd eru um 1000. Staðurinn kemur við sögu þegar á landnámsöld. Fyrsti bærinn hét Kvíguvogar. Það nafn týndist en jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli. Á fyrri öldum var hálfkirkja í Vogum en höfuðkirkja sveitarinnar var á Kálfatjörn og er svo enn.
Gott þótti undir bú í Vogum og miklir hagar voru á Strandarheiði, ofan byggðarinnar, sem og víðar. Þá stunduðu Vogamenn mjög útræði og var stutt að sækja á fengsæl mið. Um miðja 19. öld hófu verslanir að senda skip á Vogavík til að taka fisk. Var þá reist fiskhús á hólma við sunnanverða víkina. Upp úr 1870 stofnuðu bændur á Vatnsleysuströnd verslunarfélag með bændum á Álftanesi og fjölgaði þá ferðum fisktökuskipa á Vogavík. Víkin var löggilt sem verslunarhöfn árið 1893, þótt hafnarskilyrði þættu þar löngum fremur erfið. Um aldur notuðust sjómenn við áraskip í Vogum og síðar trillur, en árið 1930 hófu heimamenn þar útgerð vélbáta. Var þá gerð þar stöplabryggja og reist fiskhús. Árið 1942 var byggt þar fyrsta frystihúsið og einnig miklar hafnarbætur upp úr því.
Gengið var milli Síkisins og Síkistjarnar, framhjá hesthúsum Vogabúa, framhjá „laxahrognaræktarhúsum“ Stokkfisks og að Vogastapa innan Vogavíkur. Milli þeirra og sjávar er varnargarður, sem hlaðist hefur upp með aðstoð melgresissáningar. Þorvaldur Örn Árnason, sem einnig var með í för, sagði frá því ap það hafi verið kona í Vogunum, sem byrjaði á því ásamt börnum sínum að sá þarna fræjum með þeim árangri að upp hlóðust smám saman hinir ágætustu varnargarðar sem falla vel inn í umhverfið.
Hæsti hluti Stapans austan Reiðskarðs heitir Fálkaþúfa en suður af þúfunni eru Lyngbrekkur. Víða má sjá fallegar hundaþúfur (fuglaþúfur) á hraunhólum er setja svip sinn á landslagið neðan og innan við Stapann.
Gamla gatan liggur upp hlíðina um skarð sem heitir Reiðskarð en þar er hún hlaðin upp að hluta og er ytri vegkanturinn nokkuð hár og hleðslan þar bæði falleg og heilleg. Þessi efsti hluti vegarins var gerður árið 1904. Veittur var 45 kr. styrkur til úrbóta á götustæðinu og þá efsti hlykkurinn tekinn af. Peningarnir entust ekki lengur en raun bar vitni. Samsskonar úrbætur, þó á legri kafla, má sjá þar sem hallar niður að Innri-Njarðvík. Þar hefur einnig hlykkur verið tekinnn af götunni og hlaðinn upp bein braut í staðinn.
Í Árbók FÍ 1936 fjallar Bjarni Sæmundsson um „Suðurkjálkann“. Þars egir hann m.a. um Vogavík: „Á Vogavík er all-gott skipalægi og voru þangað töluverðar siglingar á fyrra hluta síðustu aldar, meðan fiskur gekk á vetrarvertíðinni „undir Stapann“ og þorskanetabrúkunin var í algleymingi. Þá var „saltanlegg“ og fisktaka „á Hólmanum“, smáhólma innst í víkinni, en nú er það allt horfið fyrir löngu og kyrrð yfir Vogunum“.
Reiðskarð er fyrsta skarðið af fjórum á austurhluta Stapans. Hin eru Kvennagönguskarð, Brekkuskarð og Urðarskarð í þessari röð til vesturs. Upp úr Reiðskarði er gatan djúp og sendin með miklum grjótruðningum til beggja handa. Í skarðinu vex töluvert af Gullkolli en það er sjaldgæf jurt á þessu svæði. Landið hækkar örlítið þegar komið er upp á Stapann. Eftir stutta göngu sjáum við miklar grjóthleðslur á milli götunnar og Gamla-Keflavíkurvegarins. Þar var svonefndur „hreppsgarður,“ einn af þremur slíkum í Vatnsleysustrandarhreppi á seinni hluta 19. aldar. Við gerð þeirra og umhirðu var unnið í einskonar atvinnubótavinnu og einnig greiddu menn skuldir til hreppssjóðs með vinnu í görðunum. Sáralítill jarðvegur er nú innan hleðslanna. Garðurinn snýr mót suðri og liggur utan í löngum hjalla sem kallaður er Kálgarðsbjalli.
Erlendur Magnússon frá Kálfatjörn lýsti þessum hluta leiðarinnar eftirfarandi: „Sunnan við Vogana liggur vegurinn um svonefnt Reiðskarð upp á Vogastapa, sem áður hét Kvíguvogabjarg. Vegurinn upp skarðið var brattur, en ekki langur. Reiðskarð mun heita svo af því að það var eina leiðin með hesta upp á Stapann. Gönguleiðir voru um Kvennagönguskarð, Brekkuskarð og Rauðastíg, sem þótti illfært en var þá stundum farinn um fjöru til að stytta sér leiðina um Vogasand, því að fjöruborð er þarna allmikið. Undir Stapanum stóðu bæirnir Brekka og Stapabúð. Á þeim – og syðstu bæjunum í Vogunum, Suðurkoti og Bræðraparti, var fyrrum talsverð gestnauð og mikil gestrisni.“
Gengið var upp Reiðskarð austast á Vogastapa með útsýni yfir Hólmabúð, Brekku, Stapabúð og Vogavík. Rifjuð var upp sagan af huldukonunni með kúna er hvarf sjónum vegfaranda efst í þokukenndu skarðinu. Stapagötunni var fylgt að Grímshól, en þar segir þjóðsagan að vermaður hafi gengið í hólinn og róið með hólsbónda, huldumanni. Gamla Grindavíkurveginum var fylgt til suðurs niður Selbrekkur að Selvatni (Seltjörn), kíkt á Njarðavíkursel og þaðan gengið til norðausturs með Háabjalla.
Ævagömul leið liggur um Reiðskarð yfir Vogastapa og Grímshól, Stapagatan. Neðan við skarðið er hlaðið undir nýjasta vegstæðið, en gamla leiðin, eða öllu heldur gömlu leiðirnar, lágu í hlykkjum efst í því. Í þeirri nýrri hafa myndast háir ruðningar beggja vegna.
Eftirfarandi saga segir af Jóni Jónssyni frá Landakoti á Vatnsleysuströnd og Þorbjörgu Ásbjarnardóttur úr Innri-Njarðvík er þau voru að draga sig saman. Fóru þau oft fundaferðir hvort til annars. Eitt sinn, í síðari hluta ágústmánaðar, skrapp Þorbjörg að Landkoti. Tekið var að bregða birtu þegar hún kom að Vogastapa á heimleið. Þar er farið upp Stapann um svokallað Reiðskarð. Var það alltaf farið, áður en akvegurinn var lagður nokkru austar í Stapanum. Skarðið var mjög bratt og sendið, og teymdu vegfarendur oft reiðhesta sína upp úr því og niður úr.
Þegar Þorbjörg var að leggja á skarðið, verður henni það fyrir að óska sér, að hún hefði nú samfylgd yfir Stapann. Það er rösk fimm kílómetra leið og þótti óhreint í skuggsýnu, og nú var farið að skyggja.
Rétt í þessu verður Þorbjörgu litið upp eftir skarðinu. Sér hún þá, hvar þrjár verur er að þokast upp eftir, 50 til 60 metra fyrir framan hana. Fremst gengur kona, á eftir henni kýr, sem konan teymir, og á eftir kúnni labbar hundur. Koman er klædd eins og þá tíðkaðist um sveitakonur, hafi til dæmdis hyrnu á herðum. Kýrin var kjöldótt og hundurinn flekkóttur. Fannst Þorbjörgu ekkert óeðllegt við þetta. Hún kallar til konunnar: “Kona, eigum við ekki að verða samferða?” En konan lét sem hún heyrði ekki. Þorbjörg kallar aftur: “Kona, eigum við ekki að verða samferða yfir Stapann?”. En það fer sem fyrr, konan ansar ekki. Þegar hún er komin upp á skarðsbrúnina kallar Þorbjörg til hennar ennþá einu sinni. Þá lítur konan við og glottir til hennar. Í þeim svifum hverfur hún fyrir brúnina með kúna og hundinn.
Þegar upp úr skarðinu kom, gerðist gatan mjög niðurgrafin, svo að götubrúnirnar tóku meðalmanni í öxl. Þar var og mikil bugða á henni. Ekkert sá Þorbjörg til konunnar, þegar hún kom upp á skarðsbrúnina. Gerir hún sér þá í hugarlund, að hún sé niðri í götuskorningnum hinum megin við bugðuna, því henni datt ekki enn í hug, að þetta væri allt með felldu.
Hún steig nú á bak hestinum og hyggst ná konunni handan við bugðuna. En þegar þangað er komið, sér hún enga lifandi veru. Dettur henni þá í hug að konan hafi vikið út af götunni og haldið niður að bæ, sem hét Brekka og stóð norðvestan undir Stapanum. Snýr Þorbjörg hestinum á leið þangað og að stíg, sem lá niður að Brekku og kallaður var Kvennagönguskarð. En þar var ekkert kvikt að sjá. Þá fyrst rann það upp fyrir henni, að þessar verur gátu ekki verið af okkar heimi, enda lá það nú í augum uppi, að ef konan hefði verið mennsk, myndi hún hafa gengið götuna, sem lá undir Stapanum heim að Brekku, því það er venjuleg leið, í stað þess að taka á sig krók upp í Stapann og klöngrast þaðan ógreiðari veg niður að bænum.
Setti beyg að Þorbjörgu, sló hún í hestinn og reið í einum spretti heim í Innri Njarðvík.
Gengið var yfir að Brekkuskarði og litið yfir bæjarstæðið undir Stapanum sem og Hólmabúðir. Sjá má móta fyrir minjum í hólmanum. Austan við hann hvílir gamall innrásarprammi, sem notaður var við hafnargerð, en rak síðan þarna upp og hefur verið síðan. Lágsjávað var svo leirurnar í Vogavíkinni iðuðu af fugli.
Vogastapi (80m) hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi og er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó fram. Uppi á Grímshóli, hæsta stað Stapans, er útsýnisskífa og útsýni gott á góðum degi.
Reykjanesbraut liggur um undirhlíðar Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Fyrrum fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg. Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. (Atburðir á Stapa eftir Jón Dan).
Fiskislóðin Gullskista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á þessum miðum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli.
Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúðin, sem kennd var við hólmann skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes, þar sem fyrirtækið er enn í dag.
Fjallamið voru tekin af útsýnisskífunni. Á hólnum hefur einhvern tímann verið mannvirki og mótar enn fyrir því. Gerði hefur og verið við götuna sunnan í hólnum, en búið er að fjarlægja mesta af grjótinu. Sennilega hefur hluti þess verið notað utan um bragga, sem staðið hefur suðvestan við hólinn. Hleðslan sést enn.
Þess er og getið um Norðlinga að þá er þeir fóru suður í verið gerði byl á þá nálægt Grímshóli á Stapanum. Einn þeirra var heldur hjárænulegur og dróst hann aftur úr hjá hólnum og hvarf félögum sínum. En er hann var einn orðinn kom maður að honum og bað hann róa hjá sér. Norðlingurinn varð feginn boðinu og fór með hinum ókunna manni og reri hjá honum um vertíðina. En um lokin þegar Norðlendingar fóru heim fundu þeir hann í sama stað á leið sinni og þeir skildu áður við hann. Var hann þar þá með færur sínar og hafði ekki leyst þær upp því ekki hafði hann lagt sér neitt til um vertíðina.
Landar hans gjörðu nú heldur en ekki gys að honum að hann skyldi hafa setið þarna alla vertíðina og spurðu hvar hann hefði verið. Hann sagðist hafa róið eins og þeir og ef til vill ei hafa aflað minna. Tekur hann þá upp hjá sér sjóvettling einn fullan af peningum og segir að þarna sé hluturinn sinn. Blæddi þeim þá mjög í augum er þeir sjá það og sýndist aflinn ei alllítill. Fóru þeir síðan allir saman norður. Maðurinn reri suður margar vertíðir eftir þetta, og fór æ á sömu leið og fyrsta skipti. En aldrei sagði hann neitt greinilega hvar hann var og vissu menn það eitt um hann að hann reri einhvers staðar þar sem hann aflaði vel.
Af Grímshól má vel sjá gamla Keflavíkurveginn liðast upp Stapann sunnanverðan. Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Steypustykki neðan Reiðskarðs er m.a. leifar af því, þ.e. frárennsli þess.
Bjarni Sæmundsson segir í lýsingu sinni m.a. um Stapann: „Gamli vegurinn á Stapanum var niðurgrafinn og grýttur, enda þótt ekki væri um hraun að ræða, einn versti vegurinn á Suðurkjálkanum í vætutíð og snjókomm (og er þá mikið sagt). Urðu menn all-oft þar úti í hríðarbyljum, villtust og hröpuðu fyrir björgin – í sjóinn, eða urðu til við veginn, eins og kom líka fyirr á öðrum vegum þar syðra og má vera að Keflavíkurbrennivínið hafi stundum átt sökina á þessu og eins á því, að ekki þótti ætlið „hreint“ við þessa vegi, einkum í skammdeginu, og hefir ekki verið laust við, að borið hafi á reimleika á Stapanum í seinni tíð, jafnvel eftir að bílarnir fóru aðganga. Ýmsir menn, jafnvel hugprúðir bílstjórar, segjast hafa séð þenna 20. aldar Stapadraug, sem fólk hefir jafnvel getað nafngreint, en lítið hefir hann gert af sér, nema ef hann skyldi einhvern tíma hafa sprengt slöngu fyrir einhverjum bílstjóra, sem honum hefir verið í nöp við. Annars var hann sagður vel kurteis, tók jafnvel ofan (höfuðið náttúrulega) fyrir framhjá þjótandi bíl“.
Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og tóttir þess húss standa enn þá. Sjá má þær í suðvestri. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól sem er hæsti hluti Stapans (74m). Á Grímshól er útsýnisskífa. Af Grímshól er gott útsýni yfir Faxaflóa og fjöllin í kring. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.
Í Lýsingu Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsóknar 1840 eftir síra Pétur Jónsson að „nefndur Stapi mun fyrrum hafa fengið Gullkistuheiti af því mikla fiskiríi er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt undir upp undir í útilegum á nóttum“.
Í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu, verðlaunaritgerð eftir Skúla Magnússon landfógeta, segir af fiskveiðum. „En bezt eru þau undan Stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á 3 faðma dýpi; tekur hann þar bezt beitu að næturlagi, er dimmt er, Þarna hafa fiskveiðarnar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa veruð tekin í notkun“.
Nú lækkar landið vestur af Grímshól og hér liggur gatan rétt sjávarmegin við Gamla-Keflavíkurveginn. Á móts við þar sem akvegurinn liggur yfir götuna eru landamörk Vatnsleysustrandahrepps og Reykjanesbæjar í viki sem gengur inn í Stapann og er ýmist nefnt Grynnri-Skor eða Innri-Skor. Þegar komið er nokkuð vestur fyrir Grynnri-Skor er landið aflíðandi til vesturs og freystandi að skreppa út af götunni og ganga með bjargbrúninni en fara þarf varlega. Gróðurinn er mjög fjölbreytilegur á þessu svæði.
Ofan Innri-Skor er Brúnavarðan. Önnur varða, Kolbeinsvarða er/var landamerkjavarða ofan við Kolbeinsskor. Hún er sögð hafa verið ofan Innri-Skor. Varðan er fallin og nú gróið yfir hana vestan Skorinnar. Önnur slík er innar á heiðinni. Ólafur (blindi) frá Knarrarnesi man eftir henni. Hún stóð þá bærði há og breið. Síðan tóku „bryggjuframkvæmdarmenn“ hana að mestu og settu undir bryggjuna í Vogum. Þar með minnkuðu þeir efri mörk Vogalands allnokkuð. Að sönnu ættu bæði austustu „listaverk“ Áka Grënz (steintröllin) og „Reykjanesshollywoodskiltið“ að vera hvorutveggja innan landamerkja Vogabæjar.
Hér koma m.a. úrdrættir úr þemur þinglýstum landamerkjabréfum. Tvö eru nokkuð samhljóma, en það þriðja ekki. Fyrst Innra-Njarðvíkurhverfi og Vogar I-226-27 dags. 25/6 1889, þinglýst 16/6 1890 – …“Úr miðri innri Skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðan, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjár,“… Þá Stóru- og Minni-Vogar I-219-20, dags.23/5 1890, þinglýst 16/6 1890 (sjá og H-56 og Imb.37-41). …“Vestan og sunnan frá herjanssæti (?Kerjansfæti sbr.H-56 eða Kerjanssæti??), eða úr uppgöngunum úr Kolbeinsskoru, þaðan sjónhending í Arnarklett, þaðan í klett er stendur norðan vert við Litlaskógfell“…
Loks úrdráttur úr þinglýstri lýsingu Jóns Daníelssonar eiganda Stóru-Voga -Stóru- og Minni-vogar H-56, lýsing Jóns Daníelssonar eiganda Stóruvoga, dags.20/8 1840, þinglýst 14/6 1887. …“Vestan og sunnan: Frá Kerjansfæti, eður úr upp—Kolskoru, suður til Mörguvarða á gamla Stapavegi, þaðan sjónhending í Arnarklett, þaðan—nyrðri—á Litla-Skógfelli.“…
Í landamerkjabréfunum er hvergi talað um Kolbeinsvörðu. Sú varða er engu að síður til. Brúnavarðan (sumir vilja meina að það sé Kolbeinsvarða) rétt ofan við gamla Keflavíkurveginn þar sem hann liggur við Innri-Skoru er mið af sjó. Þegar varðan ber í Stapafell er komið út fyrir brún, (hraunbrún) nánar tiltekið út í leirinn þar sem varla bregst ýsudráttur. Það hafa sjómenn margreint og gefist vel. Innriskora, Grynnri-Skor, Kolbeinsskora og Kolskora eru fjögur heiti á sama stað.
Næst verður fyrir Dýpri-Skor eða Ytri-Skor en þar fyrir ofan voru áður ruslahaugar Suðurnesja og sjást enn skýr merki um þá. Rétt vestan við Ytri-Skor standa leifar af fiskihjöllum og liggur gatan um það svæði. Gömul og grasi gróin fjárborg stendur nokkuð hátt, líkt og hóll, rétt við Gamla-Keflavíkurveginn og austan hesthúsahverfis Njarðvíkinga.
Norðan af henni hallar undan. Í hallanum er vel gróið. Þar má sjá móta fyrir þrískiptum grónum tóftum og líklega stekk. Tóftirnar benda til að þarna kynni að hafa verið selstaða. Afstaða þeirra bendir og til þess. Þó er ekki útilokað að um hafi verið að ræða mannvirki til nota í öðrum tilgangi.
Í Örnefnalýsingu er minnst á Narfakotsborg á þessum slóðum. Enginn hefur hins vegar, hingað til a.m.k., getað bent á þá borg. Grænuborgar er aftur á móti ekki getið í örnefnalýsingu, s.s. Guðmundar A. Finnbogasonar frá 1961. Ekki heldur í annarri örnefnalýsingu frá Njarðvíkum, Ingimars Einarssonar frá árinu 1970. Borgin er mjög áberandi kennileiti og augljóst mannvirki svo hennar hlýtur að hafa verið minnst í slíkum lýsingum.
Grunur er um að hér kunni að hafa orðið einhver nafnavíxl, þ.e. að Grænaborg sé fyrrgreind Narfakotsborg. Ef svo er þá hefur selstaðan hugsanlega getað verið frá Narfakoti því Njarðvíkurbærinn hafði selstöðu við Selvatn (Seltjörn). Sjást tóftir þess enn. Narfakot var byggt úr Njarðvíkurjörðinni, en varð sérstakt býli frá því um 1600.
Þarna er Stapagatan sérstaklega falleg þar sem hún liðast niður móana. Hefur hún verið endurbyggð á kafla svo hægt hafi verið að fara með vagn um hana.
Utan við Ytri-Skor er Svartiskúti undir bjarginu. Þegar Stapinn lækkar hvað mest er Sigurðarsteinn, klöpp frammi við sjó. Gömul saga segir að maður að nafni Sigurður hafi ekki fengið skipspláss og þá tekið á það ráð að renna færi fram af steininum. Aflaði hann engu minna en aðrir þá vertíðina.
Tvær vörður er þar vestur af, Álabrúnavörður. Þær voru mið á fiskislóð, Álbrún, ein af nokkrum utan við Stapann.
Samkvæmt örnefnalýsingu kallast Njarðvíkurbrún þar sem hraunið og leirinn mætast. Miðin þar eru: Brúnarhnúkur suðvestur af Keili kemur fram fyrir Grímshólshæð nærri hraunbrún fram úr miðri Njarðvíkinni að vestan og út af Kópu að austan. Klettsmið eða Klettsslóð fram í leirnum var kallað, er Súla bar í Gálgakletta. Njarðvíkurbrún var kölluð, þegar Súla bar í Njarðvík og Kirkjubrún er Súla bar í kirkjuna; Narfakotsbrún, er Súla bar í Narfakot. Skoruleir var kallaður undir Stapanum út frá og milli Ytri- og Innri-Skor. Voru þessi mið oft mjög fiskisæl, er netafiskur gekk hér á grunnið.
Þar skammt vestar er smáklettanes, fremst á því er stór klettur, sem nefndur er Grákjaftur. Þar fyrir suðaustan er vík, sem heitir Kópa. Við botn hennar að vestanverðu er Stapakotsvör og var stundaður sjór þaðan allt fram til 1930. Fyrir botni Kópu er hár malarkampur allt að Stapaenda, en hann myndar víkina að austanverðu.
Bærinn sem stendur næst Stapanum af húsunum í Innri-Njarðvík heitir Stapakot. Skammt utan við Stapakot er Innri-Njarðvíkurkirkja.
Gamla gatan liggur áfram til vesturs ofan túngarðs Stapakots uns hún hverfur undir eina af hinum nýju lóðum, sem þar eru. Það er í raun kauðslegt af hálfu skipulagsyfirvalda í núverandi Reykjanesbæ að leyfa byggingu íbúðar á hinni gömlu þjóðleið, sem er svo augsjánleg í landslaginu. Skynsamlegra hefði verið að gera þar ráð fyrir göngustíg millum húsa og sýna þannig hinni fornu leið milli byggðalaga tilhlýðilega virðingu.
Innri-Njarðvíkurkirkja var vígð 18. júlí 1886. Hún var reist að frumkvæði Ásbjörns Ólafssonar, bónda í Innri-Njarðvík. Kirkjan er gerð úr alhöggnum steini og var grjótið sótt í heiðina fyrir ofan byggðarlagið. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon (1842-1887).
Viðarmiklar viðgerðir fóru fram á kirkjunni 1944, en þá hafði hún ekki verið notuð sem sóknarkirkja frá 1917, og síðan aftur 1980-1990. Arkitekt að seinni viðgerð var Hörður Ágústsson. Kirkjan er friðuð.
Altaristaflan (1986) er eftir Magnús Á. Árnason og sýnir krossfestinguna.
Forn kirkjuklukka (1725) er ein þriggja kirkjuklukkna í turninum.
Saga kirkju í Innri-Njarðvík er nokkuð slitrótt. Í heimildum frá 13. öld er kirkju getið. Hún virðist hafa verið lögð niður á 16. öld, en endurreist á síðasta hluta 17. aldar. Kirkjan var aflögð 1917, en endurgerð 1944 og hefur verið þjónað í kirkjunni síðan. Í kaþólsku var hún Maríkukirkja og Þorlákur helgi var einnig dýrlingur kirkjunnar.
Að lokum vísa eftir Guðmund A. Finnbogason:
Tímarnir breytast og mennirnir með,
margt hefur gengið úr skorðum.
En halda skal í það, er hefir þó skeð
og hugsuðu kynslóðir forðum.

Heimildir m.a.:
-www.vogar.is
-Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, 1995.
-Erlendur Magnússon – Kálfatjörn (1892-1975).
-Árni Óla, „Strönd og Vogar“, Bókaútgáfa Menningarsjóðs í Reykjavík 1961.
-Guðmundur M. Björgvinsson, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, 1987.
-Árbók FÍ 1936 – Suðurkjálkinn eftir Bjarna Sæmundsson, bls. 30.
-Lýsing Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsóknar 1840 eftir síra Pétur Jónsson.
-Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – verðlaunaritgerð eftir Skúla Magnússon landfógeta – Landnám Ingólfs 1935-36.
-Örnefnaskrár fyrir Innri-Njarðvík 1961 og 1970.
-Örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysustrandarhrepp.
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning, Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Landamerkjabréf Innri-Njarðvíkur og Voga.

Stapinn

Stapinn – uppdráttur ÓSÁ.

Lyklafell

Frásögn þessi af Lyklafelli og nágrenni birtist í Mbl. árið 1979.
Lyklafell„Fyrrum lá leiðin milli Reykjavíkur og sveitanna fyrir austan fjall, yfir Hellisheiði, um Hellisskarð (Uxaskarð, Öxnaskarð), hjá Kolviðarhóli, meðfram Lyklafelli og niður hjá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þetta var áður en akvegurinn var lagður um Lækjarbotna, Fossvelli, Sandskeið og Svínahraun að Kolviðarhóli. Það gerðist á síðustu áratugum 19. aldar. Í þetta sinn göngum við eftir þessari gömlu leið, frá Lyklafelli að Elliðakoti. Sjást vörðurnar með reglulegu millibili.
Við skulum fara úr bílnum nokkru fyrir vestan Litlu kaffistofuna, en hún stendur við mót gamla og nýja vegarins yfir Svínahraun. Frá veginum tökum við stefnuna í norður á Lyklafellið, sem blasir við beint framundan, kollótt og meira að ummáli en hæð. Hér er yfir gamalt hraun að fara, með grunnum en skjólgóðum lautum, þar er gott að tylla sér niður og slaka á. Við förum hægt yfir og notum tímann til að skoða umhverfið.

Lyklafell

Með hverju skrefi nálgumst við fellið og sú spurning vaknar hvernig standi á þessu nafni. Menn hafa greint á um það og þekki ég tvær sögur. Sú fyrri segir, að einhverju sinni hafi verið bryti í Skálholti er hét Ólafur. Bar hann alla lykla staðarins á sér, en þeir voru á einni kippu. Honum sinnaðist við ráðskonuna, en þar sem hún kunni nokkuð fyrir sér, tryllti hún Ólaf, svo hann tók á rás og hljóp vestur fyrir Hellisheiði að Lyklafelli með alla lykla staðarins á sér Þar týndi hann kippunni. Hún fannst þar löngu síðar og var fellið svo kennt við lyklana. Þaðan hljóp hann til baka um Jósefsdal og suður úr dalnum um skarð, sem síðar heitir Ólafsskarð. Eftir það linnti hann ekki sprettinum fyrr en austur á Mælifellssandi. Þar kom hann að vatnsfalli, er hann ætlaði að stökkva yfir. Stökkið mistókst, hann féll í ána og drukknaði. Hún heitir síðan Brytalækir.

Lyklafell

Hin sagan greinir frá því, að einhverju sinni áttu hungraðir förumenn leið um þennan veg að næturlagi og gengu þá fram á tjaldbúðir Skálholtsmanna, sem voru þar á ferð með marga hesta og mikinn farangur. Höfðu þeir valið sér þarna náttstað. Förumennirnir sáu, að bunga var á einni tjaldsúðinni og hugðu þeir að þar fyrir innan væri sekkur fullur af mat. Ákváðu þeir að ná honum. Tók einn þeirra upp hníf, og skar á tjaldið, þar sem bungan var. En um leið og hnífsblaðið skar á dúkinn, kvað við hátt og skerandi öskur innan úr tjaldinu.
Skófrós

Í stað þess að stinga í matarsekkinn, var hnífnum stungið í sitjandann á ráðsmanni Skálholtsstóls, sem svaf þar fyrir innan. Í fátinu og írafárinu sem varð nú í tjaldbúðunum við þetta óhappaverk, týndist lyklakippa ráðsmannsins og fannst ekki fyrr en löngu síðar. Þannig skýra sagnir nafnið á Lyklafellinu.
Við göngum upp á fellið. Áður höfum við gengið yfir farveg Lyklafellsár, sem fellur hér fram í leysingum á vorin, en síðla sumars er hann þurr að öllum jafnaði. Þetta minnir okkur á nauðsyn þess að hafa meðferðis drykkjarföng, því vatn er mjög af skornum skammti hér um slóðir í þurrkatíð.
Af Lyklafelli er gott útsýni yfir nágrennið þótt ekki sé það hátt yfir sjó (281 m) Eftir góða hvíld uppi á fellinu leggjum við aftur af stað í áttina að Elliðakoti. Er gott að hafa raflínuna til viðmiðunar. Við sjáum nokkur vörðubrot, sem vísa leiðina og svo hér og þar gróna götuslóða, sem lítt hafa verið troðnir í hartnær öld.

Klappir

Eftir drjúga göngu stöndum við á brekkubrúninni fyrir ofan Elliðakot, sem hét fyrrum Helliskot. Bærinn stóð í skeifulöguðum hvammi móti vestri í skjóli fyrir austanáttinni. Nú er  hann tóttir einar, því ekki hefur verið búið þar um árabil. Fyrrum var búið hér snotru búi, en mikil örtröð hefur örugglega verið af umferð ferðamanna árið um kring, ekki síst á vetrum þegar ofan af heiðinni komu lítt búnir, örþreyttir og hraktir ferðamenn og leituðu að húsaskjóli.
Hér fæddist Páll Jónsson vegagerðarmaður, sem Jón Helgason rithöfundur hefur gert verðug skil í bók sinni: Orð skulu standa.
Við skulum skreppa heim að þessum gömlu rústum og skoða þær vel, minnug þess, að þeir hnútar, sem traustast eru bundnir láta ávallt undan er tímans tönn tekur að sverfa að þeim. Ekki er þó tími til að dvelja hér lengi. Við göngum götuna niður á veg rétt fyrir austan Gunnarshólma. Þangað látum við sækja okkur eftir rúmlega 5 klst. rólega gönguferð.“
Nú er hægt að aka eftir malarvegi að rótum Lyklafells.

Heimild:
-Mbl. júlí-ágúst 1979.

Lyklafell

Háaleiti

„Að undanförnu hefur Háaleiti á Miðnesi oft borið á góma og varðan Kalka, sem þar stóð.
Hafa komið fram ýmsar sagnir í sambandi haaleiti-231við það, en hjer kemur ein, sem ekki hefur verið minst á og mun fáum kunn. Er hún tekin eftir frásögn Stefáns Filippussonar, en hann hefur hana eftir ömmu sinni, Þórunni Sigurðardóttur frá Steig.
Þegar Gísli Jónsson frá Hlíð í Skaftártungu og Þórunn Sigurðardóttir frá Steig bjuggu á Býarskerjum á Suðurnesjum, tóku sig til tveir menn að grafa í Háaleitisþúfu, því að almannarómur var, að þar væri fjársjóður fólginn. — Gengu og þær sögur, að þangað sæi stundum eld, og ekki þótti fýsilegt að vera þar einn á ferð í myrkri vegna reimleika. — Annar þessara manna var úr Höfnum, en hinn úr Keflavík. Sagt er að þeir hafi fundið í þúfunni kút með peningum. En áður en þeir kæmist á brott með kútinn kom að þeim draugur og rjeðist á þá. Varð þar harður aðgangur, en Keflvíkingurinn komst þó undan með kútinn meðan Hafnamaður var að glíma við draugsa. Leikar fóru svo að Hafnamaður komst úr klóm afturgöngunnar, en þá á hún að hafa sagt: „Jeg skal hitta þig þótt seinna verði.“
Leið nú og beið. En eitt sinn var þessi maður staddur í Keflavík, og ætlaði heim til sín suður í Hafnir undir kvöld. Var orðið dimmt af nótt áður en hann komst á stað, en nokkurt tunglsljós. Kunningi hans bauðst þá til að fvlgja honum suður á heiðina. Lögðu þeir svo á stað, en ekki höfðu þeir langt gengið er Hafnamaður sagði:
bolafotur-234„Nú þarftu ekki að fylgja mjer lengra. Jeg sje að maður er hjer á undan okkur. Mun jeg ná honum og fæ þá samfylgd.“ Við þetta skildu þeir og fór Keflvíkingurinn heim til sín. En nokkuru seinna þetta sama kvöld voru drengir tveir frá Bolafæti í Ytri-Njarðvíkum sendir til að reka fje upp úr fjöru. Heyra þeir þá neyðaróp og að einhver biður guð ákaft að hjálpa sjer. Þetta heyrðu þeir hvað eftir annað. Urðu þeir þá hræddir og flýttu sjer heim, en þorðu ekki að segja frá þessu, því að þeir óttuðust að þeir yrðu þá sendir til að grenslast um þetta.
Þessa sömu nótt var Erlingur Benediktsson, hálfbróðir mömmu og stjúpsonur Gísla á Býjaskerjum, sendur til Reykjavíkur eltir meðulum. Var hann kominn inn fyrir Keflavik áður en dagur rann. Gekk hann þar með sjónum, því að þar var betri færð. Á leið hans varð síki eða grafningur, sem hann stökk yfir. En um leið og hann stekkur sjer hann að maður liggur þar í niðri. Erlingur dró hann þá upp úr og var maðurinn steindauður og allur rifinn og kraminn. — Lagði Erlingur líkið til og breiddi klút sinn yfir andlitið. Fór hann svo til næsta bæjar og sagði hvað hann hefði fundið.

baejarsker-231

Helt hann svo áfram för sinni til Reykjavíkur. En líkið, sem hann fann þarna, var af Hafnamanninum. Var það mál manna að Háaleitis-draugurinn hefði vilt um fyrir honum og elt hann þarna niður að sjó og drepið hann þar til að launa fyrir peningaránið.
Nú er að segja frá Erlingi að næstu nótt í sama mund kemur hann á heimleið að þessum stað. Var þá draugsi þar fyrir. En vegna þess að Erlingur var ramskygn gat draugurinn ekki vilt um fyrir honum, en elti hann fram á bjartan dag. Og upp frá þessu sótti draugurinn jafnan að Erlingi þegar skyggja tók. Sagði hann þá móður sinni frá þessu, þótt ekki væri vandi hans að segja mönnum frá því, sem fyrir hann bar. Þórunn amma mín sagði þá:
„Jeg skal láta þig fá tvo silfurhnappa, sem jeg á. Með þeim skaltu hlaða byssu þína. Og þegar dimmt er orðið skaltu fara út, og þar sem draugurinn getur ekki dulist fyrir þjer, skaltu skjóta á hann silfurhnöppunum og sjá hvernig fer.“
Erlingur var góð skytta og hafði margan sel skotið á Býaskerjum. Fór hann nú að ráðum móður sinnar og hlóð byssuna með silfurhnöppunum.
Var þess þá skammt að bíða að hann hitti draugsa og skaut á hann. En við það brá svo að kalka-243draugurinn hvarf og varð Erlingur hans aldrei var framar.“

Í örnefnaskrá frá Keflavík segir um vörðuna á Háaleiti: „Það voru til ýms örnefni hérna í heiðinni, nálægt þar sem Flugturninn er, þar var kallað Háaleiti og Ameríkanarnir þýddu þetta á sitt tungumál og kölluðu það High Lady, en þar var varða í gamla daga, sem kölluð var Kalka, hún var hvít á litinn. Hennar er getið í þjóðsögum, því þar voru peningar grafnir, m.a., og þar sáu menn loga og loga, þar sem peningarnir voru. Þegar að var komið, þá var allt slokknað“.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 12. júní 1949, bls. 290.
-Örnefnaskrá Keflavík. Viðtal við Þorgrím Eyjólfsson um örnefni og fleira í Keflavík og nágrenni. Flutt 4. ágúst 1978.

Háaleiti

Háaleiti – Áki Granz.

Camp Turner

„Nálægt þrem kílómetrum í suðvestur frá Ytri-Njarðvíkum er melhrygur einn langur og lágur, sem kallaður er Háaleiti. Austan til á mel þessum er grasi gróin þúfa, og í kringum þúfuna er dálítil grasflöt.

haaleiti-233Eitt sinn bjó í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvíkum maður, sem Erlendur hét. Þetta ár var hjá Erlendi haustmaður og vetrarmaður Guðmundur nokkur Guðmundsson. Var hann sagður ógurlegt heljarmenni að burðum, að minnsta kosti þriggja til fjögra manna maki. Hann var kallaður Guðmundur klárt, en viðurnefni sitt fékk hann af því, sem nú skal greina. Þá er Guðmundur var ungur, gerðist hann eitthvað lítilsháttar brotlegur við friðhelgi eignarréttarins, en þó að brotið væri lítið, þá varð Guðmundur að hlíta dómi réttvísinnar og í orðsins fyllsta skilningi að kenna á vendi laganna. Var honum á manntalsþingi klappað 27 sinnum, en er því var lokið, sagði Guðmundur þessi minnilegu orð: „Þá er það nú klárt á þessari jörð, piltar“.

Upp frá því var hann alltaf kallaður Guðmundur klárt. En þá er Guðmundur minntist þessa atburðar síðar, fórust honum svo orð, að þetta hefðu verið mjúk meyjarklöpp, og mun það hafa verið sannleikur, því að sá, er verkið innti af hendi, sagði síðar svo frá, að hann hefði ekki þorað annað en haga því að vilja Guðmundar. Haust þetta gætti Guðmundur sauðfjár fyrir Erlend, húsbónda sinn; varð hann daglega að sækja féð seinni hluta dags suður í Hafnaheiði og Miðnesheiði, og varð hann því oft seinn fyrir um heimreksturinn.

haaleiti-234

Eitt kvöld snemma á jólaföstu var Guðmundur ekki kominn heim, þá er komið var langt fram á vöku. Fór Erlendur þá út að vita, hvort hann yrði ekki hans var, en er hann kom út fyrir túngarðinn, sér hann að allt féð er komið heim að görðum, en Guðmund sér hann hvergi. Hrópar Erlendur þá og kallar á hann en fær ekkert svar. Þykir Erlendi þetta kynlegt mjög, og telur víst, að eitthvað hafi orðið að honum. Bregður hann sér heim örskamma stund og leggur því næsta af stað að leita Guðmundar.
Tungl óð í skýjum, en jörð var alauð, svo að dimmt var úti og draugalegt. En er Erlendur kemur suður undir Háaleiti, sér hann í myrkrinu hilla undir mann, sem er að glíma við eitthvað. Erlendur gengur nú nær og sér, að þetta er Guðmundur, en ekki getur hann greint þann, sem hann var að glíma við; stóð hann þó á grasflötinni örskammt frá þeim. Verður Erlendi nú ósjálfrátt litið niður fyrir fætur sér og sér hann þá, að öll grasflötin er ein silfurpeningabreiða. Verður honum það nú, sem mörgum myndi verða, að honum þótti féð fýsilegt. Gleymir hann því alveg að hnýsast frekara í hagi Guðmundar og sópar saman peningunum í mesta ofboði, fyllir alla vasa og flýtir sér að því búnu sem mest hann má heim til bæjar aftur.

Bolafotur-2231

En nú er að segja frá Guðmundi klárt. Þá er hann kemur sunnan úr Stafnesshrauni, sér hann í myrkrinu einhverja hrúgu á Háaleitisþúfunni; dettur honum fyrst í hug, að þetta sé örn, en er hann er rétt kominn að þessu, hverfur það sjónum hans, en er í sama vetfangi komið upp á herðar honum. Nær Guðmundur samt handfestu á fjanda þessum, og kastar honum fram fyrir sig, en samstundis er hann kominn upp á herðar Guðmundi aftur. Á þessu gengur þannig alla nóttina, að jafnharðan sem Guðmundur kastar draugnum af sér, er hann kominn upp á herðar honum aftur. Loks er komið var að dögun, getur Guðmundur kastað óvætti þessari á klett einn, er áflogin höfðu borist að. Þar hvarf hún honum niður í jörðina, en sagði um leið með dimmri og draugslegri rödd: „Þig skal aldrei bresta peninga fyrir vín, fyrir brennivín“.
Þetta var það eina, sem Guðmundur heyrði til draugsins allan þann tíma, er þeir áttust við. Þá er Guðmundur var búinn að jafna sig eftir öll áflogin, var orðið bjart; tíndi hann þá saman nokkuð af peningunum, aðallega smápeningum, er Erlendur hafði skilið eftir í flýtinum. En seinna mun Erlendur þó hafa orðið að skila Guðmundi aftur nokkuru af peningunum.

haaleitisþufa-231

Guðmundur klárt var eftir þetta mörg ár í Kotvogi í Hafnahreppi. Sagðist honum svo frá viðureign sinni við drauginn að hann hefði verið háll eins og áll, – „en út yfir tók þó ólyktin; hún ætlaði mig alveg að drepa“, sagði Guðmundur.
Aldrei virtist Guðmundur eiga neina peninga til og jafnan var hann fátækur, en samt gat hann alltaf keypt vín. Meðan hann var í Kotvogi fór hann á hverjum laugardegi til Keflavíkur og koma þaðan alltaf klyfjaður af víni.
„Ketill, má eg skreppa inn fyrir móann, að sækja í einn ask?“ sagði Guðmundur á hverjum laugardegi. Guðmundur drakk aldrei annað en 16 gráða romm, og blandaði það í púns í grautaraski sínum. Því talaði Guðmundur um að sækja í einn ask.
Guðmundur dó 1869, og sögðu menn, að vínnautn hefði flýtt fyrir dauða hans.“

Heimild:
-Rauðskinna I 23, Jón Thorarensen, bls. 42-46.

Háaleiti

Tröllin á Háaleiti.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur var genginn frá fjárhellinum í Óbrinnishólum og stígurinn síðan þræddur í gegnum Óbrinnisbruna, Snókalönd og Stórhöfðahraun með viðkomu í Arnarklettum. Þar við fannst gamalt hlaðið hús, sem skoða þarf nánar síðar. Stígurinn er markaður í hraunið á kafla, en hefur því miður, af skammsýni, verið mokað burt á kafla. Frá Stórhöfða lá stígurinn í gegnum Stóhöfðahraun, upp fyrir Rauðhóla (sjá Rauðhólafjárskjólið), með stefnu til suðurs vestan við Fjallið eina, áfram norður fyrir Hrútargjárdyngju og áleiðis að Móhálsadal – til Krýsuvíkur um Ketilsstíg.

Seldalur

Tóft í Seldal.

Gengið var upp á Stórhöfða og niður að Selshálsi þar sem skoðað var gamalt fjárhús, sennilega frá Hvaleyri þegar bændur þar höfðu í seli við Hvaleyrarvatn um og eftir 1872. Gengið var um Selfjall, litið á forna fjárborg og aðra forna tóft skammt norðaustan hennar (sennilega stekkur eða fjárbyrgi frá Hvaleyrarseli). Síðan var haldið niður að spegilsléttu vatninu og komið við í Hvaleyrarseli, en þar gerðust um 1884 þeir hörmulegu atburðir, sem flestum eru kunnir. Selmatsstúlka fannst látinn, illa leikinn, við vatnið. Talið var að nykur, sem hélt til í vatninu, hafi valdið dauða hennar. Eftir að hafa rifjað upp atvikið var gengið í skóginn og haldið á Húshöfða og kíkt á gömlu beitarhúsin frá Ási, stekkinn og fjárhústóttirnar undir Bleiksteinshæð, gengið eftir hæðunum yfir að Ásfjalli, skoðuð skotbyrgi frá stríðsárunum og áð við Siglingavörðuna efst á fjallinu. Þaðan mátti líta einn fallegasta bæ á landinu – baðaðan kvöldsólinni.
Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Ísólfsskáli

Erling Einarsson, Ísólfsskálabóndi, hafði samband og kynnti fund á hlaðinni refagildru í Skollahrauni austan Ísólfsskála. Skammt frá gildrunni væri jafnframt hlaðið byrgi refaskyttu.
RefagildraÞegar gengið var með Erling um svæðið kom í ljós að umrædd refagildra var nokkuð heilleg að sjá. Fallhellan var fyrir opinu. Gildran fellur mjög vel inn í aðrar hraunþústir á svæðinu.
Byrgið er kringlótt og fremur lítið. Ljóst er að þarna eru eða hafa verið greni. Víða eru op í grunnum yfirborðsrásum. Við sum þeirra má sjá lambabein. Hraunsvæði þetta er nokkuð slétt og sér þaðan vel heim að Skála. Rekagatan milli Skála og Selatanga liggur þarna í hraunlægð skammt sunnar. Nótarhóll með öllum fiskvinnslumannvirkjunum eru þar enn sunnar.
Norðan við svæðið taka við hraunhólar og lægðir. Handan þeirra er svo önnur hraunslétta, vestan Kistu. Um þessi hraunsvæði má sjá móta fyrir gamalli leið til norðausturs upp í gegnum hraunið með stefnu á Skollanef í Slögu.
Þegar efra svæðið var skoðað nánar mátti sjá vestast í brún þess enn aðra hlaðna refagildru. Þakið var fallið niður að hluta, en þó mátti enn sjá ganginn og hluta gildrunnar. Líklegt má telja að Guðmundur Hannesson, fyrrum bóndi á ísólfsskála, hafi hlaðið þessar gildrur, en hann var m.a. annálaður refaveiðimaður. Guðmundur kom frá Vigdísarvöllum austan við Núpshlíðarháls um aldamótin 1900. Fjórði ættliður hans á nú aðstöðuna og eignirnar á Ísólfsskála.
Refagildra Guðmundur er frægastur fyrir að hafa verið mikill veiðimaður og hafa verið víðförull þar sem hann fór um. Frá honum er kominn mikill og langur leggur dugmikilla manna og kvenna.
Í örnefnalýsingu Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Ísólfsskála segir m.a. um þessi svæði Skollahraunsins: „Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Niður af henni, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista. Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg. Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar.“
Eftir Ísólfi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála, er eftirfarandi haft árið 1983: „Skollanef er suður úr Slögu. Skollahraun er suður af því; þar var og er enn greni.“
Loftur Jónsson segir í örnefnalýsingu sinni að „fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista. Hvammur austan Skollanefs með stórum steinum er Innri-Stórusteinar.“

Samkvæmt örnefnalýsingum eru framangreindar refagildur í Skollahrauni, austan túns og vestan Kistu.
Með þessum refagildrum meðtöldum er nú vitað um a.m.k. 29 hlaðnar refagildur á Reykjanesskaganum. Trúlega má telja að Guðmundur Hannesson hafi hlaðið þær margar sem fundist hafa í nágrenni Ísólfsskála fyrir aldamótin 1900, s.s. á Selatöngum og allt upp í Hrútargjárdyngu. Annars er talið að hugmyndin af gildrunum hafi komið hingað til lands með norskum landnámsmönnum því sjá má svipuð mannvirki þar í landi allt frá þeim tíma.
Kista Annars staðar á vefsíðunni er sagt frá notkun refagildranna sem og nýtingu afurðanna.
Fyrirhugað vegstæði Suðurstrandarvegar átti að liggja um hraunið þar sem refagildrurnar eru, en með úrskurði var ákveðið að fara með hann norðar, eða nálægt núverandi vegstæði. Ekki er að sjá að refagildranna sé getið í fornleifaskráningu vegna vegstæðisins. Líklegt má telja að enn sú allnokkur mannvirki á þeirri línu, sem mannlegt auga hefur enn ekki komið auga á. Þannig var það t.a.m. með sæluhúsið undir Lat. Það var ekki fyrr en FERLIR benti hlutaðeigandi aðilum á það að þess var getið í lokaumferð fornleifaskráningarinnar, en Jón Guðmundsson frá Skála hafði áður upplýst um tilvist þess eftir minni. Hann treysti sér hins vegar ekki til að finna það aftur. Hið sama gildir um leiðina fyrrnefndu. Þó eru vörðurnar undir Skollanefi, sem bræðurnir á Skála hlóðu um miðja 20. öldina, sagðar í skráningunni vera fornar. Svona er nú margt skrýtið í kýrhausnum.
Guðmundur Hannesson, refaskytta og bóndi á Ísólfsskála í Grindavík. Hann fæddist á Arnarhóli, Gaulverjabæjarhreppi, Árnessýslu, þann 1. júní 1830. Guðmundur lést 27. janúar árið 1901 og því væntanlegar allar refagildrur, sem hann hlóð, nú friðaðar skv. þjóðminjalögum.
Byrgi refaskyttu Foreldrar hans voru Hannes Guðmundsson, 1800-1888, bóndi á Hjalla Ölfusi, og kona hans Guðlaug Sæfinnsdóttir, 1795-1841.
Guðmundur var bóndi á Bala í Krýsuvík og á Vigdísarvöllum, en fyrir 1880 er hann fluttur á Ísólfsskála í Grindavík og býr þar með konu sinni Helgu Einarsdóttur, 1825-1889, frá Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, ásamt tveim sonum þeirra, þeim Hjálmari (1860-1947) og Brandi (1863-1955).

Seinni kona Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir (1856-1898) frá Þórkötlustöðum í Grindavík. Þeirra börn voru Guðmundur (1884-1977) og Indriði (1894-1947).
Sem fyrr sagði má telja mjög miklar líkur á að fleiri hlaðnar refagildrur finnist í Skollahrauni ef vel væri gaumgæft. Þá má og telja líklegt að slíkar gætu fundist neðst í Ögmundarhrauni austan við Eystri-Látur. Þar eru greni, hlaðið byrgi refaskyttu og ákjósanlegar aðstæður til hleðslu. Segja má að þangað komi varla maður nema svo sjaldan á ári að telja megi á fingrum annarrar handar.
Frábært veður.

Refagildra

Refagildra við Ísólfsskála.