Hinn árlegi Fjölskyldudagur í Sveitarfélaginu Vogar var haldinn 14. ágúst (2010).
Ungir jafnt sem aldnir fengu að skoða innviði TF-Lífar, þyrlu Landhelgisgæslulnnar, á þessari árlegu Fjölskylduhátíð sem haldin var í bæjarfélaginu þrettánda árið í röð. Hátíðinni lauk með flugeldasýningu um kvöldið.
Að sögn Tinnu Hallgrímsdóttur, skipuleggjanda hátíðarinnar, var þyrlan við æfingar og var í leiðinni flogið yfir bæinn við mikinn fögnuð. Henni hafi svo verið lent á stóru túni og gestum leyft að skoða. Fjölskylduhátíðin á Vogum er með veglegra móti í ár enda haldið upp á 125 ára afmæli sveitarfélagsins.
Heimild:
-mbl.is