Skálafell

B.B. í Grafarholti skrifaði eftirfarandi í Lesbók Morgunblaðsins árið 1930 undir fyrirsögninni „Saga Reykjavíkur“ – Hvar var Víkursel?
Vikursel-322„Bls. 9-10: „….jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 16OO, en hvar það sel hafi verið, er óljóst…. hefir mjer helst dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal…. Víkursel er á einum stað (A. M.) nefnt „undir Undirhlíðum“, og kynni það að benda á Öskjuhlíð. Eftir (Oddgeirsmáldaga átti kirkjan Víkurholt með skóg og selstöðu. Virðist það geta bent á, að selið hafi verið í nánd við holtið.“
Bls. 17: (úr Jb. Á. M.): „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum. Sumir kalla það gamla Víkursel. Þar hefir jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“
Bls. 45: „Dóttir Narfa (Ormssonar bónda í Reykja-Vík) ein hjet Þórey; hún átti Gísla prest Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gifting af rasandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið heim um nóttina, sagði bónda gestkomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleira í sæng dóttur sinnar heldur en von átti á. Sýndist gestinum skárst afráðið, að lofa eiginorði. Síðan var hún sótt frá Skálholti til að læra siðu og sóma; veitti tregt, því samur er barns vani. —
Þetta síðasta er sjálfsagt prestatilbúningur frá þeim tíma: þeim hefir þótt bróðir biskupsins taka ógurlega niður fyrir Vikursel-323sig, að eiga selstúlkuna. En Þórey hefir verið mikilhæf, eins og hún átti kyn til snarráð og harðfylgin sjer).
Það kemur ekki til mála, sem höf. sögunnar þó virðist hugsa, að sel stórbýlisins Víkur hafi verið í heimalandi. Slík fjénaðarmörg bú, höfðu selin í nokkurri fjarlægð, þar sem sumarland var gott. Smærri býlin höfðu selin oft í útjöðrum heimalands, eins og að Hlíðarhús áttu sel sunnan undir Öskjuhlíð. En t. d. Se]tjarnar-Nes átti selið upp í Seljadal, fyrir ofan Kamb, þar sem heitir Nessel. Viðeyjarsel er enn svo nefnt við Fóelluvötn, uppi undir Lyklafelli (= Litlaf.). Esjuberg átti sel uppi við Svínaskarð, fyrir ofan Haukafell. Gufunes sel í Stardal, o. s. frv. Reykjavíkurkirkju-ítakið „Víkurholt með skógi og selstöðu“ hefir einnig verið í nokkurri fjarlægð. „Gamla Víkursel“ má telja víst að hafi verið þar sem enn heita Undirhlíðar (fornt. undir Hlíðum), sunnan Hafnarfjarðar, fyrir ofan hraun. Þar eru enn hrískjörr nokkur. Er líklegt, að kunnugir menn þar um slóðir geti vísað á seltóftirnar. Seljatófta er aðeins þar að leita, sem trygt vatnsból er í nánd. En Víkursel það hið yngra. eða síðari tíma sel Víkur — er Gísli gisti í, hefir verið selið við Selvatn, í vesturjaðri Mosfellsheiðar, milli Miðdals og Elliðakots.
Videyjarsel-321Það er eina selið nálægt þeim vegi, sem þá var farinn milli Skálholts og Inn-nesja (Álftaness og Seltjarnarness), 
annað en Grafarsel við Rauðavatn. Frá því Víkurseli (við Selvatn) er til Reykjavíkur ca. tveggja stunda reið, eins og vegurinn lá í þá daga. Það hefir því verið leikur einn fyrir Narfa, að ná Gísla í rúmi.
Þá, á ofanverðri 16. öld, lágu tveir vegir yfir Mosfellsheiði, hinn nyrðri nyrst um hana, úr Þingvallasveit um Vilborgarkeldu, Þrívörðuás, Moldbrekkur, Illaklif, sunnan Geldingatjarnar, niður með Köldukvísl, Langholt, Mosfollsdal, um Tjaldanes, um syðri Leirvogstungubakka, Hestaþingshól, og suður Mosfellssveit neðanverða (gamla voginn frá Korpúlfsstöðum).
Syðri Mosfellsheiðarvegurinn (Skálholtsmannaleið) lá: yfir Ölvesá á Álftavatnsvaði, upp eftir Grafningi, yfir Hengilhálsinn, um Sporhellu og Dyraveg, yfir Brekku og nyrðri Bolavelli, vestur heiðina hjá Sýsluþúfn, fyrir norðan Lykla- (Litla)-fell, sunnan Selvatn, um Sólheima, Hofmannaflöt, Hestabrekku, Almannadal, hjá Rauðavatni; þar skiftust leiðir eftir því, hvort fara skyldi til Hafnarfjarðar og Álftaness (þá farið hjá Vatnsenda, Vífilsstöðum) eða til Seltjarnarness og eyjanna.
Nessel-321Það var ekki fyr en ca. öld síðar, að nyrðri vegurinn var lagður um Seljadal. Syðri vegurinn var tíðfarinn fram á 18. öld.

Þórey Narfadóttir hefir verið eftirmynd föður síns, eftir því er sagan lýsir honum. Þegar hún varð þess vís, að Gísli ætlaði að gista í selinu hjá henni, hefir hún sjeð sér leik á borði að krækja þar í álitlegt gjaforð. En til þess hefir hún sjeð að nauðsynlegt var að hinn kappsfulli, harðdrægi karl faðir hennar kæmi til, og stæði Gísla að sök; því hefir hún sent smalamanninn. Og Narfi „brá við skjótt“ — og svo gekk alt eins og í sögu! Hún varð prófastsfrú í Vatnsfirði. — Einkennilegt er að sjá skapgerðareinkenni Narfa Ormssonar í Vík ósljófguð hjá afkomanda hans í 9. lið, þeim er sagan tilgreinir.
Þegar eftir útkomu „Sögu Reykjavíkur“, sendi jeg höfundinum athugasemdir um Víkursel og fleira, nokkru fyllri en hjer. En þar sem hann er nú látinn, býst ég ekki við, að þær komi þar til greina.“
Af framangreindu og að teknu tilliti til landræðilegra aðstæðna má ljóst vera að framangreint „Víkursel“ hafi verið Viðeyjarsel (Bessastaðasel) í Lækjarbotnum, sem hins vegar hefur fram að þessu ekki verið fornleifaskráð sem slíkt.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 26. október 1930, bls. 333-334.

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

Páskabóla

Skoðaðar voru tóftirnar í Hlíð við Hlíðarvatn. Elstu tóftirnar, landnámsbærinn, voru þar sem nú er nes út í vatnið skammt austan við veiðihús SVFH. Þegar hækkaði í vatninu fóru þær á kaf, líkt og gamli Stakkavíkurbærinn. Vestar eru tóftir útihúsa og ofan vegar eru tóftir og garðar enn eldri minja. Í Hlíð var síðast búið 1906 eða fyrir tæpri öld. Gerður verður uppdráttur af minjasvæðinu.
Gengið var um Hlíðarskarð. Þoka var í skarðinu og ofan við það, en lygnt og hlýtt veður.

Páskabóla

Páskabóla.

FERLIRsfélagi, sem var fyrir nokkruvið athuganir á gömlum leiðum og götum ofan við Stakkavíkursel, rakst þar á op í hraunhól. Undir niðri var gat, dýpi undir og hugsanlegar rásir. Síga þurfti niður um opið. Annar FERLIRsfélagi hafði nú bæði hannað bandstiga til að sigra dýpið og einnig þjálfað sig að bera hann þá vegalengd sem til þurfti.
Þrátt fyrir mikla og snögga hækkun fyrsta hluta leiðarinnar blésu þátttakendur varla úr nös þegar upp var komið. Kynjabergmyndanir tóku við efst í skarðinu og ekki varð þokan til að draga úr kyngimögnuninni. Engin varða er á spotta á götunni eftir að Hlíðarskarðsvörðunni sleppir. Stefnan var því tekin á vörðu, sem vitað var af ofan mela, og var vörðunum ofan hennar síðan fylgt upp undir Vesturása. GPS-punktur var hafður til viðmiðunar, en hann reyndist því miður rangur þegar á þurfti að halda. Nú voru dádýr góð. Brugðið var á eitt af hinum þjálfuðu FERLIRsráðum; gengið upp fyrir mögulegt leitarsvæði og svæðið síðan línuleitað til suðurs, vestan götunnar. Fannst þá gatið skömmu síðar. Hraunhóllinn var nær fullur af snjó, en eftir að innihaldið hafði verið kannað kom í ljós heil, falleg og stór hraunbóla, 12 x 22 metrar og um 7 m á hæð. Rás var austur úr henni, en fremur stutt. Kaðalstiginn kom sér vel, bæði við að komast niður og ekki síður til að komast upp aftur. Ekki er að sjá að neitt dyldist þarna umfram það sem áður var. Ákveðið var að gefa hellinum vinnuheitið „Páskabóla“ í tilefni stundarinnar.
Nýr GPS-punktur var tekinn. Bólan er tilvalinn áningarstaður fyrir ferðalanga um Hlíðarskarðsveg í misjöfnum veðrum – ef þeir bara hefðu stiga meðferðis.
Á leiðinni til baka var farið um Hlíðarskarð. Niðurgangur gekk vel, en þessi ferð verður ekki afturgenginn.
Erfið og hröð 13 km ganga (3 klst og 2 mín). Gott veður, þrátt fyrir dimma (en umfeðmingasama) þoku á köflum.

Páskabóla

Opið.

Þingvellir

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur leiddi kvöldgöngu á Þingvöllum. Fræddi hann þátttakendur um, refsingar, aftökur og aftökustaði á þessum gamla þingastað.
Á LögbergiÍ útvarpsviðtali fyrr um daginn sagði hann m.a.: „Alþingi var á tímum nöturlegur staður. Þarna fóru fram refsingar. Skipta má refsingunum í tvennt; dauðrefsingar og aðrar líkamlegar refsingar sem ekki áttu að valda dauða.
Þingvellir; fyrst þarf að hafa í huga að fyrstu 300-400 árin voru engar opinberar refsingar, altso það var ekkert framkvæmdarvald til á þjóðveldistímanum. Það var ekki fyrrr en með komu Noregskonunga að refsingar urðu til. Sýslumenn framkvæmdu refsingarnar í fyrstu. Eftir Siðaskiptin jukust refsingar til muna.
Með því að beina refsingunum inn á Þingvöll var framkvæmdarvaldið að taka þær frá sýslumönnunum. Þegar kom fram á 17. öld var sýslumönnum ekki leyft að framkvæma aftökur. Þær urðu að fara fyrir Lögréttu.
Fjórar tegundir af dauðarefsingum voru; drekking, henging, hálshögg og brenna. Flestar voru aftökurnar á 17. og 18. öld. Konum var drekkt, þjófar hengdir, morðingar hálshöggnir og meintir galdramenn voru brenndir.
Menn voru húðstrýktir og einnig eru dæmi um að menn voru dæmdir til að slá sig upp á munninn. Í Alþingisbókum kemur fram dæmi að Jón Hreggviðsson hafi verið dæmdur til að „slá sig upp á munninn“. Jafnan voru menn dæmdir til refsingar, gjarnan aflimunar eða marðir, á þeim líkamsstöðum er afbrotið var framið með. Skrif gegn heilagri þrenningu kostaði einn mann t.d. þrjá fingur.
Ekki voru til atvinnuböðlar heldur voru gamalmenni, sem varla gátu valdið öxinni, eða brotamenn látnir hálshöggva. Hinir síðarnefndi gátu þannig fengið aflétt hluta refsinga sinna. Þá beit öxin ekki alltaf eins og skyldi og þurfti því stundum fleiri högg en æskilegt var.
Refsingar hér á landi voru yfirleitt vægari en víða erlendis. Hér var t.d. ekki raktar garnir úr mönnum í eiginlegum skilningi eða þeir grafnir lifandi. Hægt var að dæma menn á hjól og steglu (stöng). Eitt dæmi er um slíkt hé rá landi, en ekki var hægt að framkvæma dóminn því þegar til átti að taka fannst ekkert hjólið. Við þá refsingu voru með bundnir á hlól og útlimir brotnir. Tækjaleysi háði því refsiframkvæmd hér.“
Við DrekkingarhylAftökur á Þingvöllum voru 70-80 á 180 ára tímabili. Síðasta aftakan á Þingvöllum fór fram 1878. Síðasta brennan í Brennugjá varð þó 1685. Heimildir eru um að 15 hafi verið hengdir í Gálgaklettum í Stekkjargjá. Frá 1602 voru 30 hálshöggnir á Höggstokkseyri. Frá 1618 var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl.
Gengið var á framangreinda staði með viðkomu á Lögbergi. Þar sagði Árni að jafnan hefði verið talið að Lögberg hefði verið í brekkunni austan við gjána, en líklegra hefði verið að almenningur hafi dvalið í Almannagjá. Sýndi hann stall (ræðustól) góðan austan í gjánni og mun ræðumenn skv. því hafa talað að gjáveggnum háa að vestanverðu. Þar undir er gróinn brekka, hin ágætustu sæti og skjólgóð.
Drekkingarhyl sagði Árni hafa verið breytt með vegagerðinni um gjána. Sprengt hafi verið í gjávegginn austanverðan og stallur sá, sem konunum hefði verið varpað fram af í poka, hefði þannig verið eyðilagður, auk þess fyllt hefði verið í hluta hylsins.
Á skiltum við Drekkingarhyl má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik: „Til forna var drekking þekkt aftökuaðferð víða um heim. Sakamönnum var drekkt í fenjum og mýrum en einnig í ferskvatni eða í sjó. Á Íslandi voru lagaheimildir til fyrir drekkingum frá 1281 en ekki er getið um það í heimildum að drekkingum hafi veið beitt fyrr en eftir siðaskiptin.
Á þingvöllum var konum drekkt í Drekkingarhyl en vitað er um eina konu sem drekkt var í Öxará fyrir neðan Lögréttu. Ekki hafa varðveist áreiðanlegar lýsingar af drekkingum á Þingvöllum en sagnir erum um að konur hafi verið settar í poka, ýtt út í hylinn og haldið þar niðri.
Mörg önnur örnefni á Þingvöllum minna á harðar refsingar á Alþingi, Gálgaklettar og Gálgi eru örnefni sem lifa í Stekkjargjá við alfaraleið um Langastíg. Þjófar voru álitnir hinir fyrirlitslegu brotamenn og þeirra beið gálginn. Menn voru hálshöggnir á Höggstokksmýri sem sumir tekja að hafi verið hólmi í Öxará. Brennugjá liggur vestan Flosagjár og ber nafn hennar vitni galdarbrennum á síðari hluta 17. aldar. Á Kagahólma í Öxará er líklegt að sakamenn hafi verið hýddir og brennimerktir.“
GálgarUm Stóradóm segir:
„Eftir lögfestingu Stóradóms árið 1564 var hert mjög á líkamlegum refsingum á brotamönnum á Íslandi. Stóridómur fjallaði um viðurlög gegn frændsemis- og sifjaspellsbrotum, hórdómi og frillulífi. Við gildistöku dómsins árið eftir færðist dómsvald í slíkum siðferðismálum frá kirkjunni til veraldlegra yfirvalda.
Á 16. og 17. öld var ráðamönnum mikið í mun að refsa fyrir afbrot og syndir almennings, meðal annar tila ð koma í veg fyrir hræðilega reiði Guðs sem talin var geta beinst að samfélaginu ölli um leið og hið illa var æst upp með brotunum. Yfirvöld í Evrópu höfðu slíkar hugmyndir. Aftökum var samt einnig ætlað að koma í veg fyrir afbrot annarra ekki síður en nú til dags enda vöktu þær mikla athygli.
Fyrir vægari brot voru innheimtar sektir sem gengu til konungs og sýslumanna eða mönnum var refsað líkamlega, t.d. með hýðingu. Fyrir alvarlegstu frændsemi og sifjaspellsbrot voru menn ýmst hengdir eða þeim drekkt.“
Hökkstosskeyri er eyri við Öxará, beint austur af brúnni. Árni sagði ekki vitað nákvæmlega hvar höggstokkurinn (drumburinn) hafi verið á eyjunni, en líklega hefði hann verið færður til eftir aðstæðum. Árni taldi Kagahólma hafa verið annan hólmann vestan árinnar, handan Höggstokkseyrar.
StekkurBrennugjá er austan Höggstokkseyrar. Brennustæðið sjálft fór undir veg er hann var lagður þarna að Þingvallabænum á fyrri hluta síðustu aldar. Í Brennugjá hafa fundist mannabein, líkt og víða annars staðar í gjám, sprungum og gjótum. Líklegt er að líkamsleifar hinna 80 aftekinna hafi verið komið fyrir á þessum stöðum víðs vegar um svæðið.
Í Stekkjargjá er hlaðinn stekkur eða kví. Norðan við hana er klettadrangur. Þar staðnæmdist Árni og benti á Gálgakletta. Tveir staðir í gjánni eru sagðir koma til greina; hinn norðar í henni austanverðri, en þar hefði verið erfiaðra um vik, enda miklu mun hærra klof. Langistígur liggur við Klettana. Árni sagði að líklega hefði langtré (gálganum) verið komið fyrir milli gjárveggsins og klettsstandsins. Yfir100 gálga-örnefni eru til á landinu.
Bent var á að landshagir á Þingvöllum hafi breyst talsvert á umliðnum öldum og því bæri að skoða sögulega staði með hliðsjón af því. Verst er þó að hugsunarlaus eyðilegging hafi orðið svo síðla af mannavöldum á svo sögufrægum stöðum er að framan greinir. Þá kom á óvart að einungis einn staðanna er merktur svo ganga megi að honum vísum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst.
Brennugjá

Húshólmi

Ætlunin var að ganga um Húshólma og skoða einar elstu fornleifar landsins, ganga síðan um Brúnavörðustíg og venda þaðan yfir í Óbrennishólma ofan við Miðreka þar sem einnig eru að finna hinar elstu fornaldarleifar á landinu. 

Vegvísir við Húshólmastíg

Gengið var upp frá Óbrennishólmanum um fornan stíg og gamli Ögmundarstígurinn síðan fetaður til baka.
Allir áhugasamir Grindvíkingar – og aðrir –  í sumarfríi voru boðnir velkomnir í ferðina, þeim að kostnaðarlausu – enda eignin fyrst og fremst þeirra.
Þegar gengið er frá Ísólfsskálavegi niður (suður) með austurbrún Ögmundarhrauns er vegarlengdin niður að Húshólmastíg 2.5 km. Gengið er eftir jafnsléttuðum slóða svo gangan er auðveld fyrir alla er lyft geta öðrum fætinum og komið honum síðan fram fyrir hinn – o.s.frv., o.s.frv.
Á leiðinni niður eftir var litið á hringlaga gerði utan í hraunkantinum, líklega eina af rúningsréttum Krýsvíkinga, en hún liggur vel við leið í krika utan í hraunkantinum. Veggur er gróinn, um 1.0 m á hæð. Inni í hrauninu í vestur frá  réttinni eru greni með tilheyrandi mannvirkjum grenjaskyttna.
Fjárborg í HúshólmaÞegar komið var niður að mótum Húshólmastígs sýndi vegvísir leiðina (1.1 km). Haldið var inn eftir ruddum stíg til vesturs í gegnum hraunið uns komið var að hleðslum austast í Húshólma. Áberandi var hversu vel brönugrasið hafði braggast í skjóli lyngs og lágvaxins runnagróðurs í grónum hólmanum ofanverðum.
Komið var að leifum að hlöðnum tvískiptum stekk í hraunkantinum norðanverðum. Skammt vestan hans er upphleypingur, að öllum líkindum tvískipt seltóft. Þriðja tóftin var skammt norðaustar í kantinum, líklega eldhúsið.
Norðvestar mátti berja hlaðið skól refaskyttu augum, auk merkinga (steinn) á greni. A.m.k. tvo innganga var að ræða. Skammt vestar eru leifar af fornri fjárborg. Roföflin höfðu náð að naga í hana suðaustanverða, en sáning og áburðargjöf náðu að stöðva eyðinguna. Grasið mun mynda jarðveg, en það mun síðan víkja fyrir staðbundnum plöntum. Hér er um að ræða mikilvægt samstarf Landgræðslu ríkisins og FERLIRs með það að markmiði að koma í veg fyrir frekari eyðingu hinna merku fornleifa í Húshólma. 

Merki þjóðminjavörslu landsins í Húshólma

Þær, sem í hólmanum eru, hafa verulega látið á sjá, svo mikið að það er einungis á færi mjög kunnugra að rekja garðana eins og þeir voru fyrrum. Ummerkin eru greinileg þeim er til þekkja. Í ferðinni var þátttakandi er rakti fyrrum dæmigerða ferð sína í Hólmann. „Ég fylgdi stígnum og kom inn í gróna svæðið, en síðan vissi í bara ekki hvert ég átti að fara. Ég reyndi að finna eitthvað áhugavert við hraunkantinn, en sá ekkert. Þá reikaði ég um svæðið, en það bætti ekki um betur. Loks ákvað ég að fara með hraunkantinum og kom þá að stíg út úr hólmanum. Honum fylgdi ég með ströndinni uns ég kom að hraunkantinum sömu megin og ég hafði áður komið inn í hann. Ég sá aldrei neitt af þessum merku minjum, sem þarna eiga að vera.“
Framangreind frásögn er dæmigerð fyrir ferðalanga í Húshólma. Langflestir finna aldrei neinar minjar í hólmanum – enda eru þær einungis merktar (utan sjónhendingar) með einni spýtu. Á henni stendur ekkert (en áður mun þar hafa verið merki Þjóðminjasafnsins um friðlýstar fornminjar). Einmana og eyðileg spýtan er táknrænt dæmi um áhugaleysi fornleifaverndaryfirvalda þessa lands á sínum merkilegustu söguminjum.

Vel hefur tekist að hefta jarðvegsrof í Húshólma

Þegar komið var að görðunum miklu í vestanverðum Húshólma var gengið eftir hluta þeirra; annars vegar er um að ræða langan bogadreginn garð utanverðan og hins vegar annan sveigðan innanverðan. Þvert á síðanefnda garðinn liggur annar í átt að hraunbrúninni. Norðan hans að vestanverðu er, að því er virðist hlaðið egglega gerði. Þar er um að ræða svonefnda Kirkjuflöt. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna kunni að leynast forn grafreitur. Af hinum miklu görðum og öðrum mannvirkjum að dæma virðist þarna hafa verið fjölmenn byggð forðum. Hún teygir sig alla leið yfir í Óbrennishólma, rúmlega 1.0 km í norðvestri.
Gengið var eftir Kirkjustíg inn í Kirkjulág, þar sem tóftir hinnar fornu kirkju Krýsvíkinga stendur. Umleikis hana er bogadreginn garður og skálatóft vestan hennar. Norðan hennar er einnig bogadreginn garður. Vestan hans liggur Brúnavörðustígurinn til suðvesturs í gegnum hraunið, í átt að Brúnavörðunum, tveimur vörðum við sjónarrönd.
Gengið var um gróninga til norðurs og var þá komið að fornaldarskála, sem hraunið er rann 1151 hafði hlíft að öllu leyti. Grjótið í hleðslum er í bland sjávargrjót og holtagrjót. Þegar staðið er við skálann má vel sjá hvernig hin grunna vík (krys) hefur legið inn í landið neðan við tóftirnar, en hraunið síðan fyllt. Norðan skálatóftarinnar er önnur slík, nema hvað hraunið hafði runnið upp að henni og brennt svo veggir og þak féllu niður.
Skálatóft við Húshólma

Í gólfi tóftarinnar má þó enn sjá stoðholuförin eftir helming burðargrindarinnar. Þykktin á hrauninu í tóftinni er um 0.80 m. Umleikis eru hraunmyndanir er gætu einnig verið eftir slíkar brunahamfarir.
Ef allt væri með felldu á þessu svæði hefði bæði Þjóðminjasafnið og Fornleifavernd ríkisins gengið erinda tillögu Grindavíkurbæjar um staðbundna rannsókn á svæðinu. Líklegt er að sú rannsókn gæti gefið til kynna hvaða fólk hefði búið þarna og hvenær. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan gæti og haft einhver áhrif á hina staðlaða upplýsingu Íslandssögunnar. (Kannski að vandinn liggi í því).

Ef tekið er mið af kvöðum Orkneyjabúa og Hjaleyinga um upphaf fornleifarannsókna, frágang og aðgengi almennings að slíkum stöðum er ólíku saman að jafna. Þar utan er gert ráð fyrir því í upphafi rannsókna að svæðin verði gerð aðgengileg almenningi með tilhlýtandi upplýsingum um niðurstöður o.fl. Hér á landi þarf að koma bæði hugarfarsbreytingu og öðrum verulegum breytingum hvað þetta varðar. Segja má að menntamálayfirvöld hafi sofið hér um langan tíma að feigðarósi. Gagnmerkra hugarfarsbreytinga er þörf í þessum efnum.
Forn tóft í ÓbrennishólmaGengið var til vesturs eftir Brúnavörðustíg. Þegar helluhraunshlutanum sleppti tók við úfið apalhraun. Stígurinn lá þó áfram inn í úfningana, handhunninn. Þarna voru að verki sonur Krýsuvíkur-Gvendar og fl. á árunum 1850-1870. Þeir fóru á milli Krýsuvíkur og Selatanga og þurftu greiðfæra götu. Ekki náðist þí að fullklára stíginn því hlutai af millikaflanum er enn ófrágengur. Hins vegar má með sanni segja að sá hluti stígsins, sem unninn hefur verið, hefur verið mikið þarfaverk – og nýtist fótgangandi enn þann dag í dag.
Þegar komið var að Brúnavörðunum, sem eru mið í Krýsuvíkur-Mælifell er blasir við víðast hvar úr Ögmundarhrauni og er reyndar helsta kennileiti vegfarenda um það, var haldið niðru fyrir hraunkantinn og síðan stígur á sléttu helluhrauni fetaður með honum til norðvesturs. Gatnamót götu að Miðrekum urðu á leiðinni, en skammt norðvestan hennar var vent til hægri inn í apalhraunið – eftir greiðfærum stíg inn í Óbrennishólma. Um tiltölulega stutt haft var að ræða. Óbrennishólmi er. líkt og Húshólmi, gróið hæðardrag í eldra hrauni, sem Ögmundarhraun hefur ekki náð að eyða. Efst á fremstu brún eru leifar mikillar fjárborgar eða virkis. Hið síðarnefnda er líklegra því borgin hefur staðið fremst ofan við sjávarbrúnina og verið nægilega stórt til að þar hafi íbúarnir getað varist ef óvini bar að höndum.
AForn garður í Óbrennishólmaustan við borgina, rétt utan við háan hraunkant, er gróin tóft, líklega af húsi. Svo til beint í norður af henni, fast við hraunkantinn ofanverðan, eru garðar, sem hraunið (frá 1151) stöðvaðist við. Líklega er hér um að ræða hluta af hinum miklu görðum, sem þarna voru. Skv. rannsóknum, sem gerðar hafa verið á garði í Húshólma benda niðurstöður til þess að mannvirkin hafi verið gerð áður en landnámsöskulagið lagðist þarna yfir.
Hvönn er farin að festa rætur í hólmunum.
Haldið var upp með háum hraunkanti og stefnan tekin á Mælifell. Í leiðinni kom í ljós hlaðið hringlaga gerði, en það hefur verið gert úr hraungrýtinu eftir að hraunið rann. Með því að feta hraunið í rólegheitum upp að vegi var fátt til trafala. Þegar upp fyrir þjóðveginn var komið var gengið eftir Ögmundarstíg til austurs, að upphafsreit.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 24 mín. Gengnir voru 11 km.

Stoðhola

 

Þegar skoðaðar voru örnefnaskrár fyrir allar Grafningsjarðirnar kom ýmislegt í ljós, t.a.m. nákæmari staðsetning á Grímkellsleiði við Ölfusvatn, ártalssteinn (1736) þar í nálægð sem og enn einn hlautsteinninn – minni (skálalaga).
Útsýni úr TvídyraÞegar fyrirliggjandi upplýsingar um selstöður voru skoðaðar varð niðurstaðan einkum sú að einhvern tíma mun taka að pússla saman fyrirliggjandi upplýsingum um Grafningsselin, þ.e. aldur þeirra. Svo virðist sem “Nýjasel” hljóti að vera mun eldra en af er látið. Því ættu nýrri seltóftir að vera þarna einhvers staðar. Í lýsingunum er ekkert sagt um aldur Nýjasels, einungis að tóftir sjáist þar enn. Í öðrum heimildum er sagt að þar hafi “síðast verið haft í seli 1849”. Grunur er um að selstaðan hafi verið flutt úr “Nýjaseli” í Gamlasel undir Selhól því “Nýjaselið” virðist enn eldra. Þaðan hafi selstaðan síðan verið flutt niður í Hagavík, enda var tilhneiging að færa selstöðurnar nær bæjunum í seinni tíð, einkum vegna fólksfæðar, auk þess sem ekki var lengur þörf á að nýta upplandið líkt og var áður fyrr. Upp úr selinu í Hagavík hafi síðan byggst bær, likt og á Nesjavöllum, og líklega um tíma í Kleifarseli. Þörf er á að gaumgæfa Hagavíkina við tækifæri.
Þá var farið frá Sogsvirkjuninni upp með Björgunum og m.a. litið á Bríkarhelli og Haugahelli, fjárskjól austar með affallinu, og síðan á Tvídyra og gengið allt að Skinnhúfuhelli. Áræðin og nauðsynin voru ekki nægilegar til að feta einstigið að hellinum þjóðsagnakennda að þessu sinni, enda mjög tæpt orðið. Áhugavert væri þó að komast í hellinn og mynda. Bætt var við fyrri lýsingu á vefsíðunni, sjá
Skinnhúfuhellir.
Eitt af næstu verkefnum FERLIRs verður m.a. að skoða Króksel, en skv. örnefnalýsingu mun það vera austan Kaldár, „mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal“. Þá þarf að skoða Ingveldarsel því í örnefnalýsingu segir að “þar hafi síðast verið haft í seli í Grafningi”. Nokkur vinna er því framundan svo fyrirliggjandi upplýsingar megi koma heim og saman við vettvangsstaðreyndir.

Skinnhúfuhellir

Skinnhúfuhellir.

Óttarsstaðir.

FERLIR ákvað að skoða og ganga eftir landamerkja- og örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði og Straum því þegar hvorutveggja eru lesnar virðast þær einfaldlega ekki ganga upp.
Ottarsstadir-522Í ljós kom að svonefndri „Markhellu“ í svonefndum „Markhelluhól“ virðist stórlega ofaukið, en í dag miðast samt sem áður bæði landamerki framangreindra jarða sem og bæjarmörk Grindavíkur, Vatnsleysustrandar og Hafnarfjarðar í dag. Niðurstaðan varð sú að einhver eða einhverjir hafi gert sér það dundur um miðja síðustu öld að færa mörkin til suðausturs um ca. 600 metra með því að krota þar á slétta klöpp í hól stafi þriggja jarða. Um er að ræða vott um eitt fyrsta veggjarkrot hér á landi. Viðkomandi gleymdi/u hins vegar einni jörðinni er þar ætti að mæta klöppinni þeirri arna; Straumi.
Hverfum til baka að upphafinu, þ.e. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjávarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón .
Ottarsstadir-523– Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krísuvíkurlandi.“
Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana.
Ottarsstadir-524Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elzta veginn. Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir.
Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunns-hæðinni. Þar var mikið bláberjalyng og var mikið farið þangað til berja í gamla daga. Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni suður yfir Seljahraun og þaðan upp í Mjósundavörðu.
Landamerkjalínan liggur suður og upp úr Mjósundavörðu, yfir hraunflatneskju, sem nefnd er Flatahraun. Þar vestarlega er smájarðfall, grasi gróið. Eru þar tvö op nær samliggjandi. Ekkert vatn er þarna nema í frostum. Upp frá hraunbreiðu þessari eru brekkur, sem nefnast Bringur. Neðst í þeim er lítill klapparhóll, sprunginn, nefndur Steinhúsið. Efst í Bringum er Markaklettur (nefndur Klofaklettur í landamerkjalýsingu). Á hann eru klappaðir stafirnir Ótta., Str. Landamörkin liggja þar um og upp í Eyjólfshól. Á honum er varða, sem kallast Eyjólfshólsvarða, en kringum hólinn eru mosahæðir, sem nefnast Mosar. Línan liggur áfram suður í Markastein.
Ottarsstadir-525Mosar eru kallaðir í hrauninu rétt sunnan gjárinnar [Sauðabrekkugjár].. Krýsuvíkurmörkin liggja yfir þá. Aðeins sunnan við gjána og vestan við Stóru-Sauðabrekku eru Sauðabrekkuskjól við Sauðabrekkuhella. Þaðan er stutt vestur í Markhelluhól. Í honum er klöpp, sem nefnist Markhella, og eru klappaðir i hana stafirnir Ótta., Hvass., Krv. Er þetta hornmark á milli Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur.
Úr Markhelluhól liggur merkjalínan um vestasta hluta Sauðabrekkugjár, en þá um Búðarvatnsstæði, og skiptist það jafnt milli Óttarsstaða og Hvassahrauns.“
Skoðum þá lýsingar af Straumslandi: „Landamerki milli Straums og Óttarstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi.

Ottarsstadir-526

Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. – Frá Klofakletti í Markastein,  suður og upp af Eyjólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Vatnsskersklöpp). Á skerinu voru landamerki milli Straums að austan og Óttarsstaða að vestan. Héðan lágu landamerkin upp í svonefndan Markhól, sem stóð í Jónsbúðartjörn.
Landamerkjalínan lá úr Skiphól suður í Nónhól eða Stóra-Nónhól. Nónhóll hefur e.t.v. verið eyktamark frá Straumi. Héðan liggur línan í Gvendarbrunnshæð og í Gvendarbrunn, sem er fram undan hæðinni.
Úr Gvendarbrunnshæð lá landamerkjalínan suður í svokölluð Mjósund, sem var á hraunbrún sunnan við Seljahraun. Þar hafði verið Mjósundavarða allt þangað til gaddavírsgirðingar voru lagðar um Hraunin, þá var hún rifin. 

Ottarsstadir-527

Landamerkjalínan liggur svo áfram suður og upp í Bringur suðvestur af Gömluþúfu og áfram í margklofinn klett, sem nefnist Klofaklettur. Þar er Markahella, sem á er letrað ÓTTA STR. En á klettinum eru þrjár vörður. Suður frá klettinum liggur línan á svonefndan Eyjólfshól upp af Gömluþúfu. Þar á er Eyjólfshólsvarða. Hér í kring eru Eyólfsbalar. G.S. segir, að sumir nefni þá Eyjólfsdali, en það er rangt. Héðan liggur svo línan suður í Markastein.“
Við skoðun á framangreindum örnefnum var hægt að staðsetja þau öll skv. lýsingum, ekki síst vegna þess að girðing hafði verið reist mjög nálægt landamerkjum Straums og Óttarsstaða um miðja 20. öld, allt frá Vatnaskersklöpp upp fyrir Steinhús miðja vegu að Klofakletti. Girðingin er nú fallinn, en enn má sjá leifar straura og gaddavírs, auk undirhleðslu.

Ottarsstadir-528

Á engum framangreindra staða var að sjá að klappað hefði verið í hraunhelluna. Vörður voru á þeim öllum. Margar fleiri vörður voru í línunni og virðist sem einhver eða einhverjir hafi gengið aftir landamerkjunum og hlaðið litlar vörður á sjónhendingum.
Þegar gömul landakort, allt frá 1908 til 1960, eru skoðuð er augljóst að þeim ber alls ekki saman um meginstaðsetningu landamerkjanna í suðri, þ.e. við „Markhelluhól“. Á eldri kortunum liggur línan beint í Búðarvatnsstæðið, enda er örnefnið Markhelluhóll beint suðvestan við það. Á hólnum er mosagróin varða. Gamlar girðingar, þversum og langsum liggja út frá hólnum í allar áttir. Skammt innan við Markhelluhólinn rís stór hella upp úr mosavöxnu apalhrauninu. Skammt vestan við hana er varða. Með góðum hug má lesa óljóst letur á hellunni.
Hellan sú er í seinni tíð hefur verið nefnd „Markhella“ á „Markhelluhól“ er, sem fyrr sagði u.þ.b. 600 metrum suðaustar en Markhelluhóllinn við Búðarvatnsstæðið. Lítil varða trjónir efst á hraunbólunni. Á slétta norðurhlið bólunnar hefur verið krotað með járnegg framangreindar áletranir (Otta-Krv-Hvassa). Áletrunin virðist nýleg, ekki síst ef stafagerðin og skýrleikin eru metin. Þarna virðist einhver eða einhverjir hafa gert sér að leik að „krota“ á klett, en gleymt einu þeirra er rétt hefði þar að merkjast, þ.e. Straumi, er mæta hefði átt þar Óttarsstaðalandi á endimörkum í suðri.
Ljóst má telja, af framangreindu, að landamerki Krýsuvíkur ættu að færast til norðurs sem munar ca. 600 metrum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Straum – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði – Gísli Sigurðsson.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Garðaskagaviti

Gamli garðskagaviti var byggður árið 1897 í umsjá dönsku vitamálastofnunarinnar og hannaður af starfsmönnum hennar.
Vitinn er steinsteyptur, ferstrendur Gardskagaviti-1kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttuvita, en það ljóshús er nú Súgandiseyjarviti við Stykkishólm. Eins og sjá má hefur það verið fjarlægt af vitanum. Varðklefi úr timbri var byggður utan á vitann en steinsteypta viðbyggingin sem enn stendur var reist í hennar stað.
Ljósgjafi vitans var steinolíulampi en einföld katadíoptrísk snúningslinsa var notuð til að magna ljósið. Lóðagangsverk var notað til að snúa linsunni.
Notkun vitans var hætt haustið 1944 þegar yngri Garðskagavitinn var tekinn í notkun. Vitinn er nú friðaður.
Hinn nýi reisulegi Garðskagaviti, sem hannaður er af Axel Sveinssyni verkfræðingi, var byggður árið 1944 til að koma í stað eldri Garðskagavita sem þótti of lágur og einnig í hættu vegna landbrots. Hinn sívali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en var kústaður með hvítu viðgerðar- og þéttiefni árið 1986.
Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Árið 1960 var skipt um linsu og í stað linsunnar frá 1897 var sett fjórföld snúiningslinsa.
Garðskagi var einn þeirra vitastaða þar sem vitavörður hafði fasta búsetu og stóð svo fram til 1979. Vitavarðarhús stendur enn, byggt 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts. Byggðasafn Gerðahrepps er starfrækt í útihúsum þeim sem tilheyrðu búi vitavarðarins.

Garðskagaviti

Garðskagavitinn eldri.

 

Grótta

Fyrst var byggður viti í Gróttu árið 1897 að fyrirsögn starfsmanna dönsku vitastofnunarinnar.
grotta-22Núverandi viti var reistur hálfri öld síðar, árið 1947, sívalur kónískur turn úr steinsteypu með ensku ljóshúsi, 24 m að hæð, hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Upphaflega var vitinn húðaður utan með ljósu kvarsi en hefur nú verið kústaður með hvítu þéttiefni.
Linsan sem sett var í vitann frá 1897 er enn í notkun í Gróttuvita. Gastæki var sett í vitann er hann var tekinn í notkun en hann var rafvæddur árið 1956.
Vitavörður var búsettur í Gróttu frá 1897 til 1970. Vitaverðirnir voru aðeins tveir, Þorvarður Einarsson og Albert sonur hans. Vitavarðarhúsin hafa nú verið gerð upp og eru í eigu Seltjarnarnesbæjar.
Grótta er fyrst nefnd í fógetareikningum frá árunum 1547 til 1552, en nafnið þykir fornlegt og benda til að þar hafi lengi verið búið.
Glöggt má sjá af elstu kortum af Seltjarnarnesi að Grótta var ekki eyja heldur breiður nyrsti hluti nessins.
Árið 1703 er hún talin hjáleiga frá Nesi. Það er þó tekið fram, að hjáleigumaður megi hafa sína eigin skipaútgerð og virðist það hafa verið svo ábatasamt, að þar bjuggu menn góðu búi á 18. öld.

grotta-23

Er jörðin alla öldina nefnd meðal hinna 8 bestu jarða á Framnesi og þar bjó um tíma lögréttumaðurinn Ólafur Jónsson. Grótta er þó áfram hjáleiga frá Nesi, en er kölluð hálflenda 1755. Eftir Básendaflóðin miklu 1799 hallar undan fæti, enda var jörðin þá um tíma talin óbyggileg.
Vegna landsigs á síðari öldum hafði sjór brotið land við Gróttu og árið 1788 segja danskir mælingamenn að 5 álnir séu milli flóðafara á nyrðri grandanum og hafa því náttúruhamfarir á borð við Básendaflóðið átt hægt um vik að eyða landinu við Gróttu á þann hátt að hér eftir varð hún eyja í hafi, að vísu landtengd með granda sem stendur upp úr á fjöru.
Þessu ógurlega sjávarflóði; Básendaflóðinu er lýst svo:  Aðfaranótt 9. janúar brá til útsuðuráttar um allt Suður- og Vesturland, með þeim býsnum, sem fæstir höfðu áður lifað.  Um öll Suðurnes, allt austur að Eyrarbakka, gerði feikna hafrót og stórflóð sem olli gífurlegum skemmdum.  Básendakauptún á Miðnesi lagðist af með öllu, því að sjór og veður braut þar öll bæjar- og verslunarhús;  fékk kaupmaðurinn með naumindum forðað lífi sínu og fjölskyldu sinnar að Stafnesi.

grotta-24

Fiskgarðar og túngarðar þar syðra sópuðust heim á tún, sumstaðar tók jafnvel af túnin, skipauppsátur og brunnar.  Tvær kirkjur fuku, Hvalneskirkja og og kirkjan að Nesi við Seltjörn sem sögð hafa fokið í heilu lagi af grunni sínum.
Á Seltjarnarnesi gerði óveður þetta mikinn usla og olli miklum skemmdum.  Um 18 skip og minni róðrarbátar brotnuðu, svo að sum fóru í spón, en önnur löskuðust svo, að ekki gátu sjófær talist.  Fyrir innan Lambastaði gekk sjór yfir þvert nesið milli Skerjafjarðar og Eiðsvíkur, svo að ekki var fært mönnum né hestum.  Er haft eftir jafnathugulum heimildarmanni og biskupinum á Lambastöðum, að 5 álnum hefði sjór gengið hærra, þverhníptu máli, en í öðrum stórstraumsflóðum.
grotta-25Á fyrri hluta 19. aldar var Grótta í eyði.  Á seinni hluta aldarinnar bjuggu þar útvegsbændur og skipasmiðir en árið 1897 var risinn þar viti og varð Þorvarður Einarsson vitavörður þar.
Þorvarður og kona hans Guðrún Jónsdóttir hófu búskap í Gróttu árið 1895.  Í tíð þeirra var túnið í Gróttu stækkað til muna, en sjór braut land og brotnaði úr sjógarði þar veturinn 1926 /1927 en hann var hlaðinn upp myndarlega.  Síðar var svo ekið stórgrýti á grandann milli Snoppu og Gróttu til að verja hann frekari niðurbroti.

Er Þorvarður lést 1931 tók sonur hans Jón Albert  við vitavörslunni og gengdi þeim starfa til dauðadags, en hann drukknaði í róðri 12. júní 1grotta-26970.  Síðan þá hefur íbúðarhúsið í Gróttu verið í eyði.  Albert stundaði mest sjó á meðan hann bjó í eynni en hafði lítilsháttar búskap með útgerðinni.
Nýr viti var sem fyrr sagði reistur í Gróttu eftir síðari heimstyrjöld, allnokkru austar en gamli vitinn og voru ljós nýja vitans tendruð í nóvember 1947.  Lendingaraðstaða í eynni var bætt á búskaparárum Alberts í Gróttu og var gerð bryggja framan við sjóbúð hans og við hlið hennar dráttarbraut og gat Albert þar dregið bát sinn upp.
Á árinu 1978 var sjóbúðin í Gróttu að falli komin, en þá fékk Rótaryklúbbur Seltjarnarness hana til eignar og lét gera hana upp.
Hinn 8. nóvember 1994 komust húsin í Gróttu í eigu Seltjarnarneskaupstaðar og tóku bæjaryfirvöld ákvörðun um að koma upp fræðasetri í eynni og hefur síðan verið unnið markvisst að endurnýjun húsa með þetta markmið í huga.
Seltjarnarneskaupstaður hefur lagt mikinn metnað í verkefnið, endurgert húsin á myndarlegan hátt.  Þann 23. október árið 2000 var formlega opnað Fræðasetur í Gróttu.

Byggt er á eftirfarandi heimildum:
-Heimir Þorleifsson; Seltirningabók 1991.
-Dr. Jón Helgason; Árbækur Reykjavíkur 1786 – 1936.
-Fræðasetur í Gróttu. Tillögur undirbúningsnefndar 1999.
-Munnleg heimild; Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri.

Heimild:
-seltjarnarnes.is

Grótta

Gróttuviti.

Lóa

Gengið var niður að Halakoti. Þar bar svo skemmtilega til að Magnús Ágústsson frá Halakoti var að renna í hlað. Hann þekkir svo til hverja þúfu í Brunnastaðahverfinu.

Bieringstangi

Bátshræ á Bieringstanga.

Magnús lýsti staðháttum við Halakot, Halakotsvörinni, Brunnastaðabótinni, Bieringstanga o.fl. Magnúsi varð 81. daginn eftir.
Eftir stutta viðkomu á Brunnastöðum þar sem rætt var við Eggert Kristmundsson var gengið að Skjaldarkoti, eyðibýli skammt norðan við Brunnastaði. Þar eru heillegar tóttir og garðar. Komið var við í Narfakoti, en þar vestan við eru mjög fallegar og heillegar tóttir. Narfakotsbrunnurinn er austan við bæjarhúsið.
Gengið var út á Atlagerðistanga og komið við í Móakoti, Ásláksstöðum og Nýjabæ og ferðin enduð við Knarrarnes. Þar fyrir neðan er fallegur hjallur og norðan við Stóra-Knarrarnes eru gömlu bæjarhúsin, mjög fallega flóruð stétt og brunnur.
Öll ströndin er einstaklega tilkomumikil, fjölmargar tóttir, varir, bátaréttir, skjól, minjar og margt að sjá.
Verðið var eins og best verður á kosið – bjart og hlýtt. Gangan tók um 4 klst.

Hlöðunes

Tóftir við Hlöðunes.

Snorrastaðatjarnir

Eftirfarandi umfjöllun um skotæfingasvæði fyrir bandaríska herinn í heiðinni ofan Voga birtist í Nja tímanum 1953:
herinn-221„Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleysustrandar-bænda til skotæfinga fyrir herinn Heiðin frá Grindavíkurvsgi allt snn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir Íslendinga.
Guðmundur Í. Guðmundsson, varnarmálanefndar-maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þingmaður Alþýðuflokksins fer nú hamförum við að afhenda bandaríska hernum lönd Suðurnesjamanna. Í júní í fyrra skýrði Nýi tíminn frá því að bandaríski herinn hefði gert kröfu til að fá til sinna umráða Reykjanesið frá Keflavíkurflugvelli allt suður til Grindavíkur, og síðan að fyrirhugað væri að herinn teygði umráðasvæði sitt lengra inn eftir nesinu. Svæðið milli Grindavíkur og flugvallarins hefur bandaríski herinn haft til umráða síðan í fyrrasumar og það er nú einnig komið á daginn að umráðasvæði hersins sé teygt inn eftir skaganum. Síðasta afrek Guðmundar Í. Guðmundssonar við að leggja lönd Suðurnesjamanna undir bandaríska herinn er það að afhenda hernum beitiland Vatnsleysustrandarbúa frá Grindavíkurvegi að vestan allt austur hjá Keili. Að norðan eru takmörkin skammt ofan við Vatnsleysustrandarbyggðina, að sunnan lína frá Skógfellinu austur með Fagradalsfjalli til Keilis.
herinn-222Eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu er bandaríski herinn nýbúinn að afmarka bannsvæði á landi Vogamanna ög hefur m.a. tekið skógræktarsvæði Suðurnesjamanna undir skotæfingar sínar. En það var’ ekki aðeins að bandaríski herinn tæki skógræktarsvæðið heldur raðaði hann bannmerkjum sínum allt frá Stapanum og skammt fyrir ofan byggðina inn móts við vitann í Ásláksstaðahverfinu á Vatnsleysuströndinni. Til suðurs frá Stapanum var bannmerkjunum raðað fast við Grindavíkurveginn allt suður hjá Arnarsetri. Guðmundur Í. í landvinningahug. Að liðnum uppstigningardegi skrapp fréttam. Nýja tímans á fund Suðurnesjamanna til að kynna sér landvinninga Guðmundar Í. Guðmundssonar o.g. bandaríska hersins. Jú, Vatnsleysustrandarbúar sáu það frá húsum sínum að komin voru merki þónokkuð fyrir ofan sem bönnuðu þeim að stíga fæti sínum ofan við vissa línu. Fyrir um það bil mánuði lét Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður og alþingismaður einn starfsmann embættis síns spyrja Vatnsleysustrandarbúa um landamerki og hreppamörk. Hvers vegna var Guðmundi Í. allt í einuu orðið svona annt um landamerki? Jú, elsku Kaninn þurfti að fá meira land undir skotæfingar. Og Guðmundur Í var þjónustusamlegast reiðubúinn að heimta meira land af Suðurnesjamönnum handa bandaríska hernum.
Forsvarsmönnum Vatnsleysustrandarbúa var tjáð að land það sem bandaríski herinn hefði nú litið girndarauga væri í línu frá Litla-Skógfelli (sem er á leiðinni til Grindavíkur) til Keilis og frá suðausturenda Stapans einnig til Keilis. Var Vatnsleysustrandarbúum boðið að tilnefna fulltrúa sinn við landaafsal þetta og skyldi hann sitja í gerðardómi til að meta leigu fyrir landið.
Þegar landeigendur á Vatnsleysuströndinni ræddu þetta mál kom strax fram það sjónarmið að neita þessari landakröfu. Völdu þeir sem málsvara sinn mann af Vatnsleysuströndinni, sem nú er búsettur í Rvík. Hann neitaði hinsvegar að eiga þátt að landaafsali þessu og setjast í slíkan gerðardóm. Til að byrja með var Vatnsleysustrandarbúum tjáð að elsku Kaninn þurfi land þetta ekki nema haust og vor, 6 vikna tíma á vorin, jafnlengi á haustin. Þyrftu bændur að smala búsmala sínum brott, — og reka hann hvert?!
herinn-223Fyrir fáum dögum kom svo bandaríski herinn á vettvang og raðaði upp bannmerkjum sem á var letrað: ? Bannmerki þessi setti hann upp frá útvarpsstöðinni sinni alræmdu á Stapanum og fast með Grindavíkurveginum suður móts við Arnarsetur, skammt frá í Stóra-Skógfelli, en línan þaðan til Keilis liggur fast við norðurhlíð Fagradalsfjallsins. Beitilandið tekið. Samskonar merki setti herinn upp fast við Keflavíkurveginn fyrir ofan gamla herspítalagrunninn austast á Stapanum. En frá austurenda Stapans var merkjalínan ekki í stefnu á Keili, eins og upphaflega hafði verið látið í veðri vaka, heldur þvert á móti inn ströndina í átt til Hafnarfjarðar, skammt fyrir ofan Vatnsleysustrandarbyggðina — innsta merkið. sem frá veginum sást ofan við Ásláksstaðahverfi. Hvað langt inn eftir ströndinni að fyrirhugað er að herinn teygi sig hefur enn ekki verið uppskátt látið.
Þegar fréttamaður Nýja tímans leit þarna suður eftir í fyrradag voru öll bannmerkin þar sem þau höfðu upphaflega verið sett af herraþjóðihni, og eru meðfylgjandi myndir sýnishorn af þeim. Síðan skrapp fróttamaðurinn til Grindavíkur, en þegar hann kom til baka eftir skamma viðdvöl í Grindavík höfðu merkin, er áður stóðu fast við veginn til Grindavíkur, verið færð nokkurn spöl austur í hraunið. Aðeins eitt merki stóð enn uppi, var það rétt við veginn austan við Seltjörnina, þ.e. í lægðinni milli hraunsins og Stapans.
En um sama leyti komu þar Bandarikjamenn í bíl, hljóp einn þeirra út úr sprengja-21bílnum, réðist á merkið og fleygði því niður fór svo inn í bílinn aftur! — Hin merkin höfðu verið flutt þangað sem þau voru ekki eins áberandi frá veginum! Þar á ekki að slaka til. Merkin sem áður voru uppi á Stapanum höfðu einnig verið felld, en þótt merkin við Grindavíkurveginn hefðu verið færð, þá var bannmerkjalínan inn ströndina ófærð með öllu. Þar virtist ekki ætlunin að hopa hið minnsta. Guðmundur Í. Guðmundsson Bandaríkjafógeti virðist ekki geta hugsað sér að færa það bannsvæði hóti fjær byggðinni.
Vatnsleysustrandarbúar tóku sauðfé aftur á sl. hausti. Auk þess eiga þeir hross og kýr. Landið sem Guðmundur í og bandaríski herinn hafa nú gert að bannsvæði fyrir þá er beitilandið fyrir búsmalann. Auðvitað tekur enginn mark á því að herinn noti ekki landið nema nokkrar vikur haust og vor. En segjum að svo væri. Hvar eiga bændurnir að geyma búsmala sinn á meðan herinn rótar upp beitilandinu með byssum sínum? Hver vill eiga búfé sitt á skotæfingasvæði hers? Og hver vill smala skotæfingasvæði (þótt herinn heiti því að skjóta ekki rétt á meðan)?
sprengja-222Allt fram á þennan dag hafa verið að finnast ósprungnar sprengjur frá skotæfingum er fram fóru á stríðsárunum, og oft hafa hlotizt af þeim slys. Á sú saga nú að endurtaka sig? Með því að taka beitiland Vatnsleysu-strandarbúa undir skotæfingar hersins, gera það að bannsvæði fyrir bændunum sem þarna búa er ekki annað sýnilegt en ætlunin sé að hrekja þá á brott af jörðum sínum; — en um þetta verður meira rætt síðar.“
Í fréttatilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu árið 2003 segir m.a.: „
Eins og fram kom í fréttum fann barn virka sprengju úr sprengjuvörpu á Vogaheiði 12. apríl sl. Síðan hefur sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins rannsakað svæðið við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir. Bandaríski herinn notaði svæðið frá 1952-1960 til að æfa skotárásir með sprengjuvörpum, fallbyssum, skriðdrekum og öðrum vopnum sem landherir nota.
Frá 12. apríl hefur sprengjudeild Landhelgisgæslunnar fundið og eytt yfir 70 virkum sprengjum á fyrrum skotæfingasvæðinu. Samanlagt innihalda þessar sprengjur 60 kíló af TNT og öðrum sprengiefnum. Meirihluti sprengjanna fannst nálægt útivistarsvæðinu við Snorrastaðatjarnir. Um er að ræða allt frá 60 mm. sprengjum úr sprengjuvörpum til 105 mm. fallbyssukúla sem m.a. eru notaðar til að ráðast á skriðdreka. Þetta eru hættulegar sprengjur sem geta valdið slysum og dauða ef hreyft er við þeim.
sprengja-223Árið 1986 og 1996 gerði varnarliðið umfangsmikla yfirborðsleit að sprengjum á svæðinu. Við leitina fundust alls 600 virkar sprengjur. Í kjölfar þess voru sett upp aðvörunarskilti á svæðinu sem gert er ráð fyrir að verði endurnýjuð á næstunni. Samtímis verður svæðið rannsakað betur til að gera það öruggt yfirferðar.
Hernaðarsprengjur eru hannaðar til að bana fólki og eyðileggja eignir. Sprengjurnar á Vogaheiði eru ekki frábrugðnar þeim að neinu leyti. Þrátt fyrir að þær séu komnar til ára sinna eru þær jafn virkar og þær voru í upphafi, jafnvel enn hættulegri. Landhelgisgæslan varar fólk við að snerta eða taka upp hluti sem grunur leikur á að séu sprengjur.“
Í frétt frá Landhelgisgæslunni um þetta svæði árið 2004 segir: „
Í gær voru endurnýjuð viðvörunarskilti við gamalt skotæfingasvæði bandaríska hersins á Vogaheiði.  Einnig voru sett upp ný skilti og enn á eftir að bæta nokkrum við.
Það er full ástæða til að vara almenning við þeirri hættu sem getur stafað af gömlum sprengjum á svæðinu.  Þær hafa fundist í miklu magni á Vogaheiði sem er vinsælt útivistarsvæði.
Bandaríski herinn stóð fyrir mikilli leit á svæðinu árið 1986 í samráði við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.  Aftur var hafist handa við að leita að sprengjum á svæðinu árið 1996 og í fyrra stóð Landhelgisgæslan fyrir nokkuð ítarlegri leit.  Alls hafa fundist u.þ.b. 800 ósprungnar sprengjur á svæðinu síðan 1986 og telja sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar víst að þar sé enn mikið magn af sprengjum. Sprengjurnar eru yfirleitt undir jarðveginum en geta komið upp á yfirborðið þegar rignt hefur um tíma eða vegna annarra jarðvegsbreytinga.“

Heimild:
-Nýi tíminn, 13. árg. 1953, 19. tbl. bls. 2 og 11.
-Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu 3. 7. 2003.
-Landhelgisgæsla Íslands 6. apríl 2004.