Hrauntún

Hraun á Íslandi taka yfir 120 fermílur. Þau eru einkum um miðbik landsins, en hvorki á Austfjörðum né Vestfjörðum. Hraun eru öll fram komin við eldgos; af sumum hafa menn sögur, hvenær þau mynduðust, en flest hafa brunnið fyrir landnámstíð. Flest eru gróðurlítil eða gróðurlaus. Þau er myndast hafa síðan land byggðist eru flest enn þá graslaus, en aðeins hulin mosa hér og hvar, en sum hinna eru á einstaka stað grasi vaxin, þó óvíðast sé það svo, að það sé til gagns og nytsemdar fyrir landsbúa.
Sprunginn hraunhóll í ÞjófahrauniHraunin eru ýmisleg að lögun og ásigkomulagi, eftir því, hvernig þau hafa myndast. Sumstaðar eru þau slétt, með rákum og öldum eftir rennslið, þar sem hallinn hefir verið lítill, en sumstaðar, þar sem óslétt hefir verið eða brattlendi, eru þau ófær yfirferðar, því að þar er hraunspildum, gjalli, ösku og stórgrýti hrúgað svo saman, að það er engu líkara öðru en því, að stórsjór í hafróti og roki hefði allt í einu orðið að steini.
Efsta skánin á hrauni kólnar og storknar fyrst af loftkuldanum, en neðar rennur áfram miklu lengur brætt hraun. Þegar nú eldgosinu slotar, verður hraunskánin efsta oft á huldu og fellur sumstaðar niður, en sumstaðar myndast ýmislegir hellar og holur, en hér og hvar rifnar hraunið, er það kólnar og dregst saman, og verða þar stórar sprungur og gjár. Hraun eru eigi nein sérstök steintegund, heldur samanbrædd hella af ýmsum steinum og bergtegundum.
Reykjaneshraunin eru samanhangandi hraunfláki, er nær norðan frá Langjökli út á Reykjanestá. Það eru ótal smá og stór hraun í stórum spildum og kvíslum, og hafa komið frá ýmsum eldfjöllum, flest fyrir landnámstíð. Í þeim eru víða stórar sprungur og gjár, hverar og laugar. Merkasta hraun á þeim hraunfláka er Þingvallahraun.
Sprunginn helluhraunsflekiÁ sögulegum tíma hafa runnið a.m.k. 25 hraun á Reykjanesskaganum. Sjá má hvar þau hafa runnið yfir eldri hraun á afmörkuðum svæðum, fært ströndina utar, runnið niður í eldri sprungur, fyllt fyrrum lægðir, dali og eldri jarðmyndanir, hlaðið upp skjól o.s.frv. Og landmótunin mun halda áfram – og hugsanlega breytast á næstu árþúsundum.
Storknun tekur mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að „hörðum steini“ á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni tekur aldir að storkna. Stundum rennur nýtt hraun yfir jarðhitasvæði og nær þá undirliggjandi hitinn fljótlega upp úr nýmynduninni.
Hraun er bráðið berg eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos og storknar þar.  Bergkvika er seigfljótandi efni í iðrum reikistjarna, sem safnast fyrir í kvikuhólfum. Þar getur hún kristallast og myndað innskot eða borist til yfirborðs í eldgosi og storknað sem gosberg. Hitastig hraunbráðar getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.
HraunhveliBasísk hraun (eða mafísk) eru venjulega fremur kísilsnauð og eru því fremur þunnfljótandi. Þau koma oftast upp í gígaröðum eða dyngjum. Súr hraun (eða felsísk) eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Þau koma oftast upp í megineldstöðvum.
Kísill er frumefni með efnatáknið Si og er númer fjórtán í lotukerfinu. Fjórgildur málmungur, kísill er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða þess, kolefni. Kísill er annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni sem að samanstendur af 25,7% kísil ef mælt er eftir þyngd. Það finnst í leir, feldspati, kvars og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem að innihalda kísil, súrefni og málma). Kísill er aðaluppistaða glers, sements, postulíns, flestra hálfleiðara, og silíkona (plastefni).
Hraun eru orðið að „hörðum steini“ löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er. Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna. Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg.
Fasta bergið er samsett úr kristölluðum Urðarás í Hraunumsteindum, en kólnunarhraði hraunsins ræður mestu um það hversu grófgerðir kristallarnir verða. Þeim mun hægar sem hraun kólna þeim mun stærri verða kristallarnir. Stórir kristallar geta einnig myndast í kvikunni meðan hún er neðanjarðar og þá verður hraunið sem upp kemur dílótt. Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við eldgos kallast einu nafni gosberg hvort sem um er að ræða hraun, gjóskuberg eða móberg.
Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað mörg ár eða áratugi.

Apalhraun

Á Íslandi setja dyngjur mikinn svip á landslagið. Einna þekktastar eru Skjaldbreiður og Trölladyngja, hvor um sig um 600 metrar á hæð frá rótum. Aðrar eru flatari og ógreinilegri í landslaginu, s.s. Kjalhraun hjá Hveravöllum og Lyngdalsheiði. Stærsta fjall sólkerfisins, Ólympusfjall á Mars, er dyngja.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru „Aa-lava“ (apalhraun) og „Pahoehoe“ (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.

Helluhraun

Helluhraun.

Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Í helluhraunum má oft sjá, auk hraunsléttunar, sprungna kolla. Þeir myndast þegar yfirborðsstorkið hraun rennur frá eftir að kvikan rann yfir hóla og hæðir eða sprungur myndast á sléttum afmörkuðumhraunflekum. Eftir standa svonefnd hraunhveli. Andstætt fyrirbæri eru urðarásar þar sem afmörkuð hraunsvæði brotna niður í kvosir, líklega vegna þess að undir voru hraunrásir eða -hvelfingar. Víða má sjá svipað fyrirbæri sem hraunbolla eða jarðföll.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir og Raufarhólshellir.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Dæmi um apalhraun eru sum hraunin sem liggja yfir Suðurnesin. Oft getur verið um blandgos að ræða, þ.e. hraunin verða í fyrstu þunnfljótandi helluhraun, en breytast í úfin apalhraun þegar frá dregur upptökunum og kvikan kólnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org

Hraunreipi

Hraunreipi.

Innstidalur

Stefnan var tekin á Innstadal í Hengli. Ekki var genginn hinn hefðbundni stígur upp Sleggjubeinsskarð syðst í dalinn heldur haldið niður af norðvesturbrúnum (Vesturása) Skarðsmýrarfjalls, um gönguskarð, sem þar er og fáir fara að jafnaði um. Þaðan er hið ágætasta yfirsýn yfir gjörvallan dalinn sem og umlykjandi fjöll, auk þess sem ekki tekur ekki nema nokkrar mínútur að snerta dalbotninn.
GöngusvæðiðÞegar niður var komið var gengið um grasgróninga til norðurs, áleiðis að Lindarbæ, skála nyst í dalnum, skammt neðan við Hveragilið. Það sem vakti sérstaka athygli á leiðinni var a.m.k. tvennt; annars vegar greinilega fjölfarin hestagata langsum eftir dalnum upp úr Grafningi (Miðdal og Fremstadal) og hins vegar nýlegri hraunmyndun. Svo virðist sem lítið gos hafi komið upp í dalnum löngu eftir myndunina (sjá meira um jarðfræðina hér á eftir), sennilega u.þ.b. þúsund árum fyrir norrænt landnám.
ReiðgatanÁ leiðinni var gengið fram á tvær grafir, greinilega teknar af jarðfræðingum er hafa verið að skoða góskulög í dalnum. Grafirnar voru í lægð á milli barða, en ekki utan í börðunum, sem eðlilegra væri, vildu þeir sjá tímabilið allt. En hvað um það; landnámsöskulagið var greinilegt í sniðunu á u.þ.b. 40 cm dýpi eða á rúmlega metersdýpi að börðunum meðtöldum. Segir það nokkuð til um nýmyndunina í dalnum, en af umhverfinu mátti ljóst vera að lækir hafa runnið um hann úr nálægum hlíðum og flutt niður með sér mikið magn jarðvegs. Grónir farvegir eru víða um dalinn svo sjá má að núverandi lækir hafa áður leikið sér annars staðar en nú gerist.
LambhóllÍ örnefnalýsingu Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti um „Örnefni í Henglinum og hálendinu, sem er áfast við hann“, segir m.a. um Innstadal: „Sunnan í Henglinum eru þessir dalir; Innstidalur, og austur frá honum Miðdalur og Fremstidalur. Milli dalanna eru Þrengslin og inni í þeim er Lambhóll. Úr þesum dölum rennur Hengladalaá, en við ána er Smjörþýfi. Skarðamýrar eru áfastar við Fremstadal, og sunnan við Skarðsmýrar er Skarðsmýrarfjall.“

Mikill jarðhiti er í Innstadal. Mikið er um hveri, gíga og heitt vatn í dalnum. Og einn mesti gufuhver landsins er í Innstadal. Stefnan var m.a. tekin á gilið er hýsir hverinn, en áður var huga beint að bæði jarðfræðinni og fyrrum útilegumannahelli innst í Innstadal.

Jarðvegssnið„Hengill er eitt svipmestu fjöllum í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparít. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er Innstidalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í Innstadal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597 m.y.s.), er einn mesti gufuhver landsins. Víðar er jarðhiti í Hengladölum. Þar er einnig ölkelda [norðan í Miðdal]. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. [Reyndar er ekki um kletta að ræða heldur standberg. Margir klettar eru undir því.] En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.

Innstidalur

Hengilssvæði nær yfir tvær megineldstöðvar og nágrenni þeirra. Önnur, Hveragerðieldstöðin, er útdauð og sundurgrafin. Hin er virk og nær yfir Hengil og Hrómundartind. Hún skiptist í tvær gosreinar. Önnur liggur gegnum Henglafjöll, hin um Hrómundartind. Gosmyndanir á Hengilssvæðinu spanna um 800.000 ár í aldri. Elstu jarðlögin er að finna í ásunum suðaustan við Hveragerði, en yngst eru hraunin sem flætt hafa frá gosreininni gegnum Hengil. Þar á milli skipar sér fjölbreytt jarðlagsyrpa þar sem skiptast á móberg frá jökulskeiðum og hraunlög frá hlýskeiðum. Berggrunnur Hengilssvæðisins er að mestu úr móbergi. Um 500 metrum undir móberginu eru basalthraunlög. 

Hveragil

Grafningsmegin á svæðinu má finna röð móbergshryggja sem fylgja sprungustefnu. Í jörðum svæðisins kemur grágrýti fram undan móberginu. Jarðskorpuhreyfingar í gliðnunarbelti eins og verið hefur á hengilssvæðum allan þann tíma sem jarðsaga þess spannar sýna sig í gjám og misgengjum og hallandi jarðlögum á jaðarsvæðunum. Skjálftabelti Suðurlands gengur austan frá inn í Hengilssvæðið. Sprungur tengdar því eru þekktar í Fram-Grafningi, um alla Hveragerðiseldstöðina og vestur á Hálsa við Skálafell. Jarðskjálftar eru tíðir, en smáir á þessu svæði, nema þegar suðurlandsskjálftar ganga yfir. Um 24.000 jarðskjálftar af stærðinni 0.5 (á Richter) eða stærri voru mældir á árunum 1993 til 1997. Sá stærsti var 4.1 á Richter.

Brennisteinn

Gosmyndanir á Hengilssvæðinu eru fjölbreyttar og byggist á því hvort og hversu þykkur Jökull lá yfir svæðinu þegar gosinn urðu. Aðalgerðir eldstöðvana eru þó einugis tvær, tengdar sprungugosum og dyngjugosum. Á vestanverðu Hengilssvæðinu er landslagið mótað af gosmyndunum sem þar hafa hlaðist upp á síðasta jökulskeiði og á nútíma (þ.e. eftir ísöld). Austan til hafa roföflin hins vegar mótað það. Úrkoma á Hengilssvæðunum er mikil, raunar með því mesta sem hefur mælst á landinu. Á austanverðu Hengilssvæðinu eru stöðugar lindir og lækir einugis þar sem jarðlögin eru svo ummynduð að þau haldi vatni. Annars sígur þar allt vatn í jörð eða rennur stuttan tíma í leysingum. Á austanverðu svæðinu renna ár og lækir allt árið um kring. Í sumum er lindaþátturinn stór, en allar mega þær þó fremur teljast dragár. Heita vatnið á Hengilssvæðinu er álitið vera á eins til þriggja km dýpi. Á mörgum stöðum á svæðinu nær þessi hiti að komast upp á yfirborðið. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal. Hengilsvæðið er með þeim stærstu jarðhitasvæðum á landinu, eða um 100 ferkílómetrar. það er þó ekki allt sami suðupotturinn heldur er það a.m.k þrískipt: Hveragerðaeldstöðin, Ölkelduhálsvæðið og jarðhitasvæðið í Henglafjöllum. Boranir og virkjanir eiga sér stað á Nesjavöllum sem eru á vegum Orkuveitunnar. Einnig standa yfir miklar framkvæmdir á Hellisheiðarvirkjun, sem er á landi Kolviðarhóls. Þær framkvæmdir eru einnig á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Mikill jarðhiti eru í þessum jarðlögum. Regnvatn sem seytlar niður í berggrunninn og kemst í snertingu við heitt bergið þrýstist sjóðandi upp um sprungur og misgengi. En innskot frá kviku verða algengari því neðar sem dregur.“
HveragilslækurHér að framan er reyndar ekki minnst á hraunmyndunina í Innstadal, enda væri þar um að ræða nánari jarðfræðilega úttekt í dalnum og svæðinu umleikis. Eitt er það, sem vakti sérstaka athygli FERLIRs á þessari göngu, voru fagurmyndaðar og stórar hraunbombur er finna mátti í austanverðum dalnum. Benda þær til þess að þarna hafi um tíma verið kröftugt gjóskugos – þótt hraunmassinn frá því hafi ekki verið verulegur.
Eftir að hafa barið litadýrð Hveragils auga (ein ljósmynd segir meira en þúsund orð) var haldið upp og til vesturs með ofanverðum hömrunum, yfir gil og gjár. Upptök Hengladalsárinnar er þarna með öllum sínum grænsafaríku dýjamosum. Litskrúðið þar gefur Hveragilinu lítið eftir.

Hengladalsáin

Sagnir eru til um það að í helli í Innstadal hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhafnar meðlimir af einhverju skipi en verið brottviknir fyrir einhver níðingsverk. Ekki bera heimildum saman um hversu lengi þeir höfðust við í þessum helli, sumir sögðu eitt sumar aðrir tvö ár. Það er ekki vitað með vissu. Talið er að þeir hafi verið 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á saufé sem þeir stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðan fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru drepnir ýmist vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.   

Hellir þessi átti að hafa verið, sem fyrr segir, í Innstadal.
Heimildir skýra svo frá; „Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.

Syllan

Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hrunin, fallin bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.
Eins og heimildir greina frá þá er verulega erfitt að klífa upp í þennan helli. Alls ekki ráðlagt fyrir fólk að reyna uppgöngu án sérhæfðar búnaðar og kunnáttu. Bergið fyrir framan hellinn er bæði mjög bratt og laust í sér.“

Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra. Þar segir:

Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra

Hellirinn

Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningasmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og að hafa að líkindum verið oftar, þó það sje ekki í frásögur fært. Í Nesjum í Grafningi höfðu þeir eini sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað.
Þegar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hafði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að vera.
Tóku þeir sjer nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir voru – jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, og eru ef til vill líkur fyrir því.
Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna.
AðhaldNú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr báðum sveitum, Ölfusi og Grafningi – sem að vísu var þá sama þingsóknin – og bíða þess að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr og ætluðu þeim svo syndirnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu.
SkessuketillHellsimenn tóku nú að flýja hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfrástir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og  vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin“ enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellsimenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum, eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgdarkonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu, og er ekki getið að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur.
Jón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson ins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkelssonar Jónssonar.
HellisopiðJón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flínkari, ófyrirleitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfullur, starfsmaður mikill og þrekmaður hinn mesti. Ekki fara sögur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann var um tvítugsaldur var hann vinnmaður í Reykjakoti. Þá var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða hellir útilegumannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt, en öskuleifar litlar voru í einum stað utan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar útilegumenn voru unnir.
InnstidalurNú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði, að vera þar til lengdar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeiddur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldarmótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður farið upp í þennan hellir.
Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirnir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitarmenn skipað sjer í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax eltingar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur búnir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfu, en eiginlg vopn voru fá eða engin.
KjóiSögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú“ sagði aftur Hávarði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í uppvexti, en svi fimur, að til þess var tekið. Hann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann.“
Þessi sama frásögn birtist síðan í Lögbergi 2. mars 1939, bls. 4-5.
Þegar skoðað var neðanvert umhverfi „útilegumannahellisins“ mátti sjá að milli stórra steina undir honum mátti greina aflagaða hleðslu. Við endann á henni að sunnanverðu var skúti undir stórum steinum. Ofanvert var náttúrulegt aðhald. Þarna hefði mátt geyma fé án þess að til þess sæist úr dalnum. Tvö bein lágu þar við skútann.
KjóinnÞrátt fyrir framangeinda lýsingu er ekki ókleift upp í hellinn. Hins vegar þarf að fara varlega, bæði upp  og niður. Sennilega á lýsing Jóns við um helli skammt norðar í berginu. Þar er aflöng sylla, líklegasta hellisstæðið þegar horft er upp í hamarinn. Til að komast þangað þarf að fara með erfiðsmunum upp móbergsbrúnir, en öllu erfiðara er að komast niður aftur. Freistingin gæti þó auðveldlega leitt áhugasama þangað upp, en uppgötvunin hlýtur ávallt að valda vonbrigðum. Þrátt fyrir álitlegan helli neðanvert séð er um að ræða slétta og grunna stétt í berginu. Af ummerkjum að dæma (göt í berginu) má ætla að margir hafi lagt leið sína á þessan stað í vissu um að hann væri sá er leitað væri að.
Innstidalur„Útilegumannahellirinn“ umræddi er skammt sunnar. Hann er, sem fyrr sagði, tiltölulega auðveldur uppgöngu. Þegar þangað upp var komið mátti sjá leifar af fyrirhleðslu. Innar var grjót er gæti verið leifa af beðum. Tveir leggir lágu undir vegg. (Næst verður málmleitartæki með í för.) Útsýni úr hellinum er frábært yfir Innstadal og Miðdal. Enginn maður hefði getað óséður komist að hellinum án þess að vistverjendur hefðu áður komið auga á hann.
DaggardroparUndir hellinum eru skjól undir klettum. Líklegt er, ef einhverjir hafi hafst þarna við um tíma, að þeir hafi nýtt sér aðstöðuna þar. Hleðsla hefur verið fyrir opi að norðanverðu, en hún fallið inn. Op er milli steina að austanverðu – sem sagt hið ágætasta skjól og vandfundið. Þá er og bæði kalt vatn til svölunnar og heitt í grenndinni soðningar. Sérstaka athygli þátttkenda vöktu skessukatlar undir hellinum. Í þá hefur ávallt verið hægt að sækja drykkjarvatn að sumarlagi, auk þess sem Hengladalsáin kemur upp svo til undir hellismunnanum. 

Tveir einkaskálar eru í Innstadal, annar er staðsettur austast í dalnum (Hreysi), en hinn er norðan meginn fyrir miðju við Hengilinn (Lindabær). Þessir skálar eru lokaðir almenningi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Lesbók Morgunblaðsins, Þórður Sigurðsson, Tannastöðum, „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra“, 29. jan. 1939, bls. 30-31.
-www.wikipedia

Hveragil

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á „Móbergshnúka“ í Morgunblaðinu árið 1982:
„Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.“

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Helgafell
  1. Vestan Hvaleyrarvatns – Selhóll
    Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á Selhóllmilli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Eitt dæmi þessa er stakt hraunhvelið vestan Hvaleyrarvatns. Vestan í því er gamalt tófugreni.
  2. Selhöfði
    JökulklappirÁ Selhöfða, líkt og á flestum höfðunum ofan Hafnarfjarðar má sjá hvalbök; jökulrispaðar klappir.
    Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum grágrýtissvæða sem skriðjöklar hafa farið yfir. Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest á, eru þeir fremur sléttir og aflíðandi og oft fagurlega rákaðir eða rispaðir. Hliðin, sem vissi undan straumi, varhliðin, er hins vegar stöllótt og brött og oft með þverhnípt stál, enda hefur jökullinn plokkað þar úr berginu. Jökulsorfnar klappir af þessari gerð nefnast hvalbök. Þau eru mjög algeng hér á landi og setja stundum svip á landslagið. Í Hafnarfirði og nágrenni eru hvalbök algeng, t.d. efst í Fremstahöfða, á Svínahöfða og víðar. Hvalbök gefa, ásamt jökulrákum, skriðstefnu jökla mjög vel og áreiðanlega til kynna og veita vitneskjum um stærð og skriðstefnu ísaldarjökla. Nafnið sjálft vísar að sjálfsögðu til þess hve líkir jökulsorfnir klapparhólar geta verið baki stórhvelis sem rekur kryppuna upp úr sjónum.
  3. 3. Stórhöfði
    StórhöfðiHöfðinn er að mestu úr móbergi. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni, líkt og sjá má á Fjallinu Eina (sjá nr. 224).

    4. Setbergsselsfjárhellir
    SetbergsselsfjárhellirVíða ofan byggða á Reykjanesskaganum, þ.á.m. ofan Hafnarfjarðar, má sjá hvernig fólk fyrrum nýtti sér umhverfið til hinna ýmsu nytja, s.s. hella og skjól. Hlaðið var fyrir munna og op til skjóls fyrir skeppnur – og jafnvel fólk á löngum leiðum. Setbergsselshellir er dæmi þessa. Hann er í stuttri hraunrás. Um hana miðja liggja landamerki (sjá ofanverða vörðu); annars vegar Setbergs og hins vegar Hamarkots. Í hraunrásinni er hleðsla er aðskilur selsfjárskjól Setbergs og Hamarskots. Stekkir seljanna eru beggja vegna opanna.
  4. 5. Selvogsgata
    Selvogsgata

    Selvogsgata.

    Fyrir um tæplega 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir suðaustan Hafnarfjörð. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en þó bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.
    Einn taumurinn, Gráhelluhraun, rann til sjávar í Hafnarfirði. Selvogsgatan (Suðurferðavegur) liggur með vestanverðum hraunkantinum vestan Smyrlabúða, um Setbergssel og niður með Setbergshlíð (Stekkjarhrauni).

    6. Leið

    Kaldárselsvegur

    Kaldárselsgata.

    Fornar götur og leiðir lágu jafnan um slétt hraun og hraunkanta. Ein slík  lá á með Stórhöfða frá Ási upp að Kaldársseli. Kaldárssel var fyrrum sel frá Görðum, síðar frá Setbergi. Í millitíðinni hýstu bæði Krýsuvíkur-Gvendur og Þorsteinn Þorsteinson fé sitt um skamma tíð í selinu. Á þessari leið má sjá ýmsar fágætar jarðminjar, s.s. Hreiðrið og Kaðalhellir er nefndur var svo af innanbúðarkrökkum í sumarbúðum KFUKogK í Kaldárseli.

    7. Lambagjá
    LambagjáLambagjá er stórbrotið dæmi um hrauntröð. Hún hefur nú verið friðuð.
    Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir þar sem auðvelt hefur verið að komast upp úr gjánni miðsvæðis. Líklegt má telja að gjáin hafi verið notuð sem aðhald fyrrum og jafnvel sem nátthagi um tíma. Hraunhaft er í hrauntröðinni er ganga má í gegnum.

  5. 8. Helgadalur
    Helgadalur

    Helgadalur.

    Í Helgadal er áberandi misgengisveggur. Misgengi verður þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu með tímanum. Sniðgengið verður þegar misgengisfletir renna lárétt fram hvor með öðrum. Sniðgengi geta gengið til hægri eða vinstri og heita þá hægra eða vinstra sniðgengi. Siggengi verður þegar slútveggur sígur niður miðað við flávegg. Samgengi verður á hallandi misgengisflötum þegar slútveggurinn færist upp miðað við flávegginn. Misgengisstallur er sá hluti misgengisflatar, á fláveggnum, sem nær uppfyrir slútvegginn.
    Framangreindar fyndnar og flóknar útskýringar má m.a. bera augum í Helgadalsmisgenginu.

    9. Fosshellir
    Fosshellir er dæmigerð hraunrás innan við jarðfall í þeirri sömu og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og FosshellirBúrfellsgýgs.
    Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hinsvegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af.
    Önnur heimfærð sögn um tilurð nafnsins er sú að skipshöfn af pólsku skipi í Hafnarfirði hafi gist í hellinum vegna þess að enga slíka var þá að fá í Hafnarfirði. Það ku jú vera tómur tilbúningur.
    Hraunrásin, sem slík, er vel þess virði að ferðast um hana milli aðgengilegra opanna.

  6. 10. Réttarklettar
    Réttarklettar

    Réttarklettar.

    Vestan Lónakost er strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur eru klettastrýtur; Réttarklettar. Milli þeirra eru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Eldri heimildir herma að þarna hafi um tíma verið kot, svonefnt Svínakot.
    Réttarklettar eru afmörkuð klettahraunborg, tilkomumikil á að líta. Allt umhverfis hana er hlaðnir garðar og gras þar fyrir innan. Stekkur er norðaustan við klettana og grónar tóftir norðvestan undir þeim. Vestar er Grænhólsfjárskjólið; dæmigert fjáskjól í hraunum. Vestar eru hinar fallegu Dulatjarnir. Í þeim gætir fljóðs og fjöru.

    11. Óttarsstaðafjárborg

    Óttarsstaðaborg

    Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

    Óttarsstaðafjárborgin er heilleg menninigararfleifð. Hún hefur einnig verið nefnd Kristrúnarborg eftir samnefndri konu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hafði forgöngu um byggingu hennar um 1870.
    Í Smalaskálahæðum eru sprungur. Ein þeirra kom við sögu í nýlegu sakamáli. Í hæðunum er falleg hraunskál með rauðamölshæð. Á henni var listaverk, Slukaríki, sem skemmt var af veðrum og vindum, en hefur nú verið heimfært.
    Norðan við borgina má sjá námu. Í þverskurði námunnar, hvað svo sem segja má um námuvinnslu yfirleit, má berlega sjá berglögin er skópu landið fyrrum….12. ÞorbjarnastaðarauðamelurMelatíglar
    Rauðamelurinn sá er leifar af eldvarpi, sem myndaðist í sjó á sama hátt, líkt og svo margir aðrir í ágrenninu, s.s. Stóri Rauðamelur (nú eyðilagður vegna námuvinnslu) og Litli-Rauðamelur þar skammt frá.
    Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í stað melatígla og paldrar (þúfnastallar eða -garðar) í stað þúfna og jafnvel doppur á stökum stað.

    13. Smyrlabúð
    Austanverð Smyrlabúð er dæmigert misgengi er verður til þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á Smyrlabúðbrotalínu o.s.frv. , sbr. framangreint.
    Í ratleiknum er vísað til nokkurra sambærilegra misgengissvæða, s.s. í Helgadal og í Sauðabrekkum. Fjölmörg sambærileg má finna víðs vegar á landinu, t.d. í Hrafnagjá vestan Þórðarfells sem og austan Almannagjár á Þingvöllum.

    14. Nýjahraun – Kapelluhraun – Bruninn
    Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi NýjahraunÖgmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hraunið var nefnt Nýjahraun, en var jafnan nefnt Brunininn af heimamönnum, síðar Kapelluhraun.
    Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál, bls. 352 segir: “Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn ogg xx.”
    Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.

    15. Litluborgir – gervigígar og hraunborgir

    Litluborgir

    • Skammt vestan við Litluborgir eru a.m.k. tveir gervigígar.
       Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að lokast inni í eða undir hrauninu og skapa mikinn gufuþrýsting. Að lokum springur hraunþekjan og eftir verður gíglaga hóll.
      Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum.

    16. Skúlatún – Skúlatúnshraun – hraunreipi
    SkúlatúnHelluhraun eru jafnan slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar hraunreipi. Dæmi þessa eru sérstaklega áberandi í helluhrauninu ofan Skúlatúns.

    17. Gullkistugjá
    GullkistugjáGullkistugjá er löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar skammt frá hafði lóan jafnan verpt eggjum sínum.
    Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er í Landnámu sagður hafa búið á Skúlastöðum. Han nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Munnmæli munu vera um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlatúnshraun sé, norðan við Lönguhlíðarhorn, sbr. umfjöllun í ritinu Garðabær – byggð milli hrauns og hlíða. Árni Helgason minnist á Skúlastaði og menjar þeirra í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 (bls. 211). Hafi Skúlastaðir staðið þar sem munnmæli segja, eru líkur fyrir því að Almenningsskógalandið og Garðaland hafi verið hluti af landnámsjörð Ásbjörns heitins. Ekki er vitað til þess að fornleifarannsókn hafi farið fram í Skúlatúni.

    18. Gvendarselssgígar

    Gvendarselshæðargígar

    Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

    Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.

    19. Helgafell

    Helgafell

    Helgafell – steinbogi.

    Gatið í vestanverðu Helgafelli er til komið vegna ágangs vatns og vinda í kjölfar yfirgangs ísaldarjökulsins. Guðni, ratleiksleiðbeinandinn, ákvað að koma merkinu fyrir ofarlega í neðanverðu „gatinu“. Fara þarf þarna varlega um fótstigu…

    20. Kerið
    Kerið

    Kerið er dæmigert sem einn af hinum fjölmörgu gígum á sprungurein er varð til í afgerandi eldgosinu árið 1151. Sprungureinin náði allt frá suðurströnd Reykjanesskagans, þar sem elsta frumbyggjabyggð landsins  laut undir hraun, á um 25 km langri gossprungu – allt að litlum gíg er nú má líta vestan Helgafells.

  7. 21. Fjallsgjá
    Fjallsgjá er dæmigert dæmi um gliðnun jarðsskorpunnar. Slíka gliðnun má sjá víða í gömlum hraunum á Skaganum. Hún er einka greinilegust á Vogaheiðinni.22. Fjallið eina

    Fjallið eina

    Fjallið eina.

    „Fjallið eina“ er í landamerkjalínu milli Krýsuvíkurlands og fyrrum Garðalands, annars vegar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Það þykir þó öllu merkilegra vegna bergstapans ofanverðan. Við gos undir jökli fyrrum jökulskeiðs náði goshrinan endrum og eins upp úr jökulhellunni. Skýr dæmi þess má sjá á Fjallinu eina.23. Sauðabrekkur
    Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútargjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum SauðabrekkugígarSauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess sprunga er mótar Sauðabrekkugjármisgengið. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkuunum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndað þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ fljóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur náð að smyrja veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.

    24. Sauðabrekkugjá

    Sauðabrekkugjá

    Sauðabrekkugjá.

    Sauðabrekkugjá er afskekktur staður. Þegar gott er veður við Sauðabrekkugjá er veðrið hvergi betra en þar. Hamraveggurinn er tilkomumikill. Smyrill á sér árlegt hreiður í gjáveggnum.
    Gjáin er dæmigert misgengi, sjá nr. 8.

    25. Draughólshraun
    Draughólshraun er dæmigert apalhraun.
    Apalhraun er skilgreint sem úfið hraun er verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri, ísúrri eða súrri kviku.
    Apalhraun er myndast þar sem seigfljótandi kvika flæðir í opnum rásum (hrauntröðum). Þar myndast í eldgosum þar sem kvikustrókavirkni er mikil. Yfirborð hraunanna er úfið, þakið gjalli og er verulega erfitt yfirferðar.

  8. 26. Óttarsstaðselsrétt – nátthagi
  9. Óttarsstaðasel - nátthagiÍ seljum fyrrum, er lögðust af hér á Reykjanesskaganum í kringum 1870, var magvíslegastur húsakostur, auk meðfylgjandi nytjastaða, s.s. vatnsból, fjárskjól, stekki o.m.fl.
    Nátthagahleðslurnar ofan við Óttarsstaðasel verða að teljast til hinna markverðustu í þeim u.þ.b. 400 þekktum á svæðinu.
    27. Urðarás
    Urðarás - brothringurUrðarás er merkilegt jarðfræðifyrirbæri.
    Um er að ræða svonefndan „brothring“. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt sér leið upp með þeim afleiðingum að rásþakið hefur brotnað upp og síðan sigið niður aftur þegar glóandi hraunið flæddi undan. Sambærileg fyrirbæri má sjá á og við stærstu hella landsins. Ólíklegt, enda var það ekki að sjá, að hraunkvikan hafi náð upp á yfirborðið, en hins vegar náðst að tæmast eftir öðrum leiðum eftir að þakið brast. Nokkurn veginn jafnslétt er neðan brothringssins, en svolítill halli ofan hans. Þessar aðstæður gætu skýrt það að ekkert hraun hafi komið upp úr annars djúpri rásinni. Eftir stendur stórbrotinn „brotadalur“ í miðju hrauni. Gaman er að eiga a.m.k. eitt slíkt á Reykjanesskagnum, og það eitt hið merkilegasta á landinu.

 Helstu heimildir:
-www.ferlir.is, Wikipedia, Jarðfræðiglósur GK og Vísindavefur HÍ.

Gervigígur við Litluborgir

Gervigígur við Litluborgir.

 

Ísólfsskáli
Eftir að sagt var frá opinberun  hellisgýmalds ofan Bjalla við Ísólfsskála, sem að öllum líkindum hefur verið þarna um tugþúsundir ára, þar af síðasta árþúsundið undir fótum manna og dýra, (örskammt inn undir Bjallabrúninni vestan Bólsins vottar reyndar fyrir þröngri rás inn undir móbergsstandinn og er munninn þakin kindabeinum – afurð fyrrum tófuveitinga), barst FERLIR eftirfarandi ábending.
Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Áður en kemur að henni er rétt að upplýsa um að þarna hafði tófan um tíma fundið sér skammskjól, stutt frá bústað mannanna, og ekki er ólíklegt að einhver hennar hafi einhvern tímann kíkt alla leið inn í gýmaldið. Úr því verður varla skorið úr þessu því nú er búið að eyðileggja það gersamlega og það án nokkurra undangenginna rannsókna eða í það minnsta einfaldrar skoðunnar, s.s. á mögulegum mann- eða dýrvistarminjum.
En hér kemur ábendingin eftirfylgjandi:
„Mundi eftir því þegar minnt var á hellafund ýtustjórans í MBL og á FERLIRsvefnum að ég átti einhverstaðar frásögn Ísólfs af dreng sem fór inn í helli þarna og var lengi að koma til baka. Svona svipaða sögu og er til um Breiðabáshellinn. Ég leitaði í öllum mínum blöðum, en ég tók upp samtal við Ísólf [á Skála] og hafði þann hátt á að skrifa svo samtalið inn á tölvu í rólegheitum. Loks fann ég viðtalið á spólu og hlustaði á það. Talið barst að hellum og Ísólfur fer að tala um Breiðabáshelli og eyðir drjúgum tíma í það að lýsa honum og talar um að efra gatið sé hátt uppi í Mosaskarði, kringlótt gat o.fl. [hér er sennileg átt við opið á Mosaskarðshelli uppi í miðju Mosaskarði].

Grafan

Þessa lýsingu Ísólfs lagði ég ekki fram þegar byrjað var að leita að Breiðabáshelli, mundi ekkert eftir henni á spólunni. Jæja, í viðtalinu fer hann að tala um að menn þurfi að hafa með sér súrefni og kaðla þegar farið er inn í hella. Ég strögglaði eitthvað varðandi súrefnisnotkun, taldi að nóg súrefni væri í hellum því ég hafði þá nýverið farið inn í Hýðið og Maístjörnuna. Þá fer hann að segja mér frá þessu atviki um strákinn sem var hjá honum og fór inn í hellinn og kom eftir langan tíma út í hálfgerðri andnauð. Hér kemur þetta orðrétt sem hann sagði, sem reyndar er ekki mikið. Ég tel mjög líklegt að þessi maður sé á lífi og ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hann. Vel gæti verið að Erling hefði heyrt þetta, eða jafnvel fleiri, sem voru í miklum tengslum við Ísólf: (Viðtal árið 1992 við Ísólf Guðmundsson á Ísólfsskála, afritað af segulbandi 30. maí 2006).
„Það var strákur sem var hjá mér, hann frændi minn. Það datt gat á klöpp þarna fyrir neðan húsið hjá mér, smá helvítis klöpp, og hann skreið inn í hellinn. Svo verð ég ekkert var við hann og ég fer að kalla í hann og hann ansar ekki. Andskotinn maður. Þá skreið hann þarna inn og ætlaði aldrei að koma út aftur, hann ætlaði aldrei að ná andanum. Hann gerði það ekki aftur.“

Ísólfsskáli

Erling sagðist aðspurður reka minni til að gat hafi verið við Skála. Hann væri þó ekki alveg viss. Ísólfur hafi búið í húsi því er Bergur reisti, s/a við núverandi hús. Þar við var matjurtargarður. Utan við garðinn var lítil hola, sem hægt að komast niður í. Líklega hafi verið fyllt upp í opið. Hann kvaðst myndi ræða við Guðmund Einarsson (Grindavík) eða Val Ármannsson (Keflavík), en þeir tveir frændur Ísólfs voru þeir er þarna voru lengstum.
Eftir að Erling hafði rætt við báða sagðist Guðmundur muna óljóslega eftir gatinu. Það hafi síðan verið fyllt og væri nú hluti af túninu eða jafnvel komið undir vegslóða á því. Hann taldi að þetta hefði verið lítill skúti, sem jafnvel hefði verið hægt að skríða inn í. Líklega hefði strákurinn í framangreindri sögu verið að fela sig fyrir Ísólfi, enda átti hann það til að vera helst til leiðinlegur við vinnumennina, sem hjá honum voru. Guðmundur gæti þó bent nokkurn veginn á staðinn þar sem gatið var, en leyfi landeigendafélagsins þyrfti til ef raska ætti bletti í túninu.
Ekki var talin ástæða til að leita staðfestingar á þessari sögu með kraftmiklum greftri, líkt og gert var í Draugshelli í Litlalandi í Ölfusi, en þar varð gröfturinn þó til að opinbera og staðfesta að hluta til forna þjóðsögu. Kannski væri því og þó, þrátt fyrir annað og í ljósi alls þessa, ástæða til að beita spaða á spönn í Ísólfsskálatúninu – og það fyrr en seinna. Þarna gæti leynst stærri hellir en talið er að óathuguðu máli.
Hellirinn

Hellisopið.

Bieringstangi
Gengið var með Magnúsi Ágústssyni í Halakoti (f: 1922) og Hauki Aðalsteinssyni um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd. Ætlunin var m.a. að skrá helstu minjar sem þar eru enn sýnilegar á Tanganum. Reyndar er nafnið Bieringstangi ekki gamalt því hann er kenndur við Moritz W. Bjering, verslunarstjóra í Flensborgarversluninni í Keflavík er tók yfir og réði um tíma verslun og verkun í Tangabúð á Brunnastaðatanga (um 1850). Löngu áður hét tanginn Harðangurstangi og þannig er hans m.a. getið í Húsvitjunarbók fyrri tíma.
Bieringstangi

Bieringstangi – tóft.

Magnús þekkir öll örnefni á Tanganum og þekkti auk þess fólkið, sem þar bjó síðast, en segja má að byggðin hafi verið að leggjast af um 1925, skömmu eftir að hann fæddist. Haukur hefur auk þess kynnt sér mjög vel heimildir og sögu Tangans og hefur t.d. skrifað sögu þilskipaútgerðar í Vogunum.
Nokkrir bæir eða kot voru á Tanganum, auk Tangabúðarinnar, þ.e. Töðugerði, Grímsbær, Grund, Vorhús, Klapparholt, Hausthús, Hvammur og Vatnskersbúðir. Minjar allra þessara bæja sjást enn á Tanganum, auk fjölmargar aðrar, s.s. grunnar salthúsa, verbúða og byrgja. Tækifærið var notað og svæðið rissað upp, þ.e. svæðið frá Töðurgerði í austri og að Vatnskersbúðum í vestri, að mörkum Grænuborgar.
Magnús benti m.a. á grunna undan timbursalthúsum, sem stóðu neðan við Grundarbæinn. Þeir eru nú að hluta til komnir út fyrir strandarmörkin, í fjöruna, en sjórinn er smám saman að taka minjarnar til sín. Af grunnunum að dæma hafa þetta verið nokkuð stór hús.

Bieringstangi

Magnús Ágústsson og Haukur Aðalsteinsson við skipsflak á Bieringstanga.

Í skýrslu „yfir þau hús í Vatnsleysustrandarhreppi, sem ekki voru notuð við ábúð jarða og sem því bar að greiða húsaskatt af samkv. lögum af 14. des. 1877“, frá því í nóvember 1878 lýsir Guðmundur Guðmundsson og J.J. Breiðfjörð mannvirkjum úr timbri, annars vegar í Tangabúð og hins vegar í Hólmabúð, auk Klapparholts. Tangabúð var þá „anlæg“ standandi á Brunnastaðalóð; „tvö salthús áföst hvort við annað, hið nyrðra 12 álna [7.3 m] langt, 9 1/2 ál. [5.8 m] á breidd, syðra húsið er 15 1/2 ál. [9.5 m] á lengd, 7 1/2 ál. [4.6 m] á breidd, með lopti eptir endilöngu og afþiljuðu herbergi uppi á loptinu yfir um þvert húsið, hæð húsanna er 3.5 ál. [2.1 m] undir bita, bæði húsin eru með tvöfaldri timbursúð og eru þau virt á 1200 krónur. Er sjóbúð úr timbri 20 álna [12.2 m] löng, 6 1/2 ál. [4 m] á breidd, 4 áln. [2.4 m] á hæð undir lopt, með lopti eftir endilöngu og rúmum uppi og niðri til beggja hliða, á húsinu er tvöföld timbursúð, virt á 300 krónur. Ofanrituð hús, sem öll til samans eru virt á 2000 krónur eru eign verzlunar þeirrar, sem Consul E. Siemsen á í Reykjavík og hefur stjórnað.“

Um Klapparholt segir: „standandi „anlæg“ á Brunnastaðalóð; salthús 21 áln. [12.8 m] á lengd 6 álna [3.7 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð, allt með timburgólfi og klætt innan á byndinginn með borðum allt í kring, með timbursúð og þakspæni utanyfir, virt á 600 krónur. Timburhjallur gamall, 6 1/2 al. [10.6 m] langur, 4 2/4 al. [2.9 m] breiður, 3 1/4 aln. [2.1 m] á hæð undir lopt með einfaldri rennisúð og lopti yfir endilöngu, virtur á 50 krónur (Flyt: + 650 krón.).

Bieringstangi

Letur á steini á Bieringstanga.

Íbúðarhús (baðstofa) með veggjum úr torfi og grjóti, en tvöföldu timburþaki, 12 álna [7.3 m] löng, 6 álna [3.7 m] breið, hálfstafahús, með rúmum til beggja hliða og áföstu eldhúsi, göngum og bæjardyrum, virt á 150 krónur.“
Þótt Hólmabúðir séu ekki á Bieringstanga er rétt að geta umsögn um þær því þeirra er einnig getið í skýrslunni. Um Hólmabúðir segir að þær séu standandi á Stóru Voga lóð. „Íbúðarhús úr timbri 15 álna [9.2 m] lángt, 12 álna [7.3 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð undir lopt, með tvöföldu timburþaki og spæni þar utanyfir, timburgólf er í hálfu húsinu og lopt yfir því öllu, uppi á loptinu er afþiljað herbergi 6 álna [3.7 m] lángt yfir um þvet húsið, niðri eru tvö herbergi afþiljuð, ennfremur er í húsinu upphlaðinn skorsteinn, 3 gluggafög eru á húsinu að neðanverðu og tvö lítil uppi, virt á 1000 krónur. Salthús, 20 1/2 áln. [12.5 m] lángt, 12 álna [7.3] breitt, 5 álnir [3 m] á hæð undir lopt, með timburveggjum og plægðri timbursúð og lopt er í öllu húsinu, klætt með borðum, uppi á loptinu eru 20 legurúm í þremur röðum, 2 gluggafög eru á hvorum gafli uppi. Við húsið er áfastir timburskúrar 12 álnir [7.3 m] á annan veginn, 6 álnir [3.7 m] á hinn með timburþaki og þakspæni utanyfir, á hæð 5 álnir [3 m] annarsvegar, 3 álnir [1.8 m] hinsvegar. Húsið með skúrnum er virt á 1600 krónur. Þessi síðarnefndu tvö „anlæg“ Klapparholts og Hólmabúðar, sem, með öllu tilheyrandi húsum eru virt á 3400 krónur, eru eign verzlunar hra. S.P. Knudtzons sons, sem í Reykjavík er stjórnað af verzlunarfulltrúa hra. Nj. Zimsen.“

Bieringstangi

Hvammsbrunnur við Bieringstanga.

Framangreindur fróðleikur er settur fram svo sjá megi hvernig húsakostur þessi var þarna skömmu fyrir aldamótin 1900, eða fyrir rúmlega einni öld síðan. Til enn frekari fróðleiks má geta þess að nefndur Jón Breiðfjörð átti Brunnastaði um 1880. Þar var m.a. verslun og útgerð. Þegar erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum um 1900 voru timburhúsin á Bieringstanga tekin upp í skuldir og flutt á brott ásamt fleiri mannvirkjum.

Austast á Bieringstanganum eru Töðurgerði (frekar en Töðugerði). Þar á sjávarbakkanum má sjá rústir tveggja húsa; íbúðarhúss og útihúss austar. Hlaðinn garður sést enn vestan og sunnan við tóftirnar. Magnús sagði kálfgarðinn hafa verið utan við hlaðna garðinn að vestanverðu. Enn sést vel móta fyrir hleðslum í húsatóftunum. Duggusandur er niðurundan bæjartóftunum. Öndvert við víkina, að vestanverðu, er Agnesarklöpp, en yst á tanganum standa tveir klettar; Tvíhausaðiklettur.
Vestan við vestari tóftina er bátshræ. Þar er um að ræða leifarnar af mb. Hauk, sem bróðir Magnúsar tók þar á land, en dagaði uppi. Enn vestar, handan vegarslóðans að Grund, er botnstandur úr Ágústi Guðmundssyni GK 95.
Sunnan og ofan við Töðurgerði sjást hleðslur fjögurra svonefndra hausbyrgja. Þau eru að mestu hlaðinn hringlaga, en inni í þeim eru hlaðnir reitir. Magnús sagði að þangað hafi fiskhausar verið færðir, þeir klofnir og lagðir á garðana til þerris. Þaðan hafi þeir síðan verið seldir kaupendum. Svartbakurinn hafði verpt í skjóli byrgjanna. Vesturhleðsluna vantaði í vestasta byrgið. Magnús sagðist hafa náð að stöðva grjóttöku úr því er sem mest var sótt af grjóti í garða á Vatnsleysuströnd undir bryggjuna í Vogum. Annars hefði það byrgi sem og hin verið hirt líkt og svo margar aðrar hleðslur á Ströndinni á þeim tíma. Ofar og vestar, undir grónum klapparhól, var Grímsbær. Á hólnum má sjá Töðugerðisvörðuna. Lítið er orðið eftir af bæjarstæðinu.

Vorhúsbrunnur

Vorhúsabrunnur.

Komið var að tóftum bæjarins Grund á Bieringstanga, en grunnur hússins er aftan við sumarhús Magnúsar, er hann nefnir einnig Grund. Vestan við sumarhúsið er tóft hlöðu og hlaðinna garðveggja austar. Sunnan við bæjargrunninn er einnig hlaðinn garður utan um kálgarð. Norðaustan við grösuga hæðarbrún sést móta fyrir gamla brunninum við frá Grund. Norðan við sumarbústaðinn er stétt og mótar fyrir útlínum grunns, sennilega timburhúss.
Í fjörukambinum sér móta fyrir grunnum tveggja samhliða salthúsanna, sem minnst var á lýsingunni hér að framan. Þá mótar fyrir grunni þriðja salthússins skammt vestar. Neðan þess eru áletranir á klöpp (185? eða IGS?). Suðvestan grunnsins eru tóftir tveggja smáhúsa og síðan eldhústóft vestan þeirra. Þar segir sagan að „Ranka gamla ráðskona hafi haft 70 manns í fæði – og sofið meðal þeirra allra, án þess að það hafi komið að sök“.
Tvær varir voru við Tangabúð, báðar nefndar Tangavör. Sú austari var jafnan nefnd Norðurvör og hin vestari Suðurvör. Enn sjást þær vel, auk þess sem hleðsla í Suðurvör, svo til beint niður af Grund, hefur varðveist sæmilega.

Bieringstangi

Eldhús á Bieringstanga.

Vorhús er vestan Grundar, eða Tangabúðar. Austast er hlaðinn garður er tengist tóftum fjárhúss að sunnanverðu. Milli þess og íbúðarhúsatóftanna eru garðar. Búið var í Vorhúsum til 1924. Þar var tvíbýli. Eldra nafn á bænum eru Vogshús, sem sennilega hefur breyst í hið fyrrnefnda. Þá hafi í millitíðinni byggst upp hjáleigan Hausthús, milli þess og Hvamms. Heillegar garðhleðslur eru um Vorhús, auk þess sem bæjartóftirnar gefa góða vísbendingu um grunnbyggingu bæjarhúsanna. Moritz Biering bjó t.d. í Vorhúsum er hann dvali á Tanganum. Matjurtargarður er vestan við bæjartóftirnar. Brunnurinn, djúpur og fallega hlaðinn er skammt vestar. Magnús sagði eldri brunn hafa verið norðvestan við hann, en sjórinn hefði nú fyllt hann sjávarmöl og – sandi. Vorhúsavörin er skammt undan og sjást hleðslur með henni, líkt og bryggja. Í Vorhúsum var tvíbýlt; Austur- og Vesturbær. Bátshræ er á sjávarkambinum norðan við bæjarhúsin. Því fylgir nútímalegri saga er Steingrímur Njálsson kynni að segja síðar – í góðu tómi. Þegar Steingrímur var spurður um þetta sagðist hann hafa átt bátinn, Straumnes RE 108, fyrrum 14 tonna hrefnubátur frá Akranesi. Áður hét hann Kolbeinsey EA 108. Hann hafi verið orðinn leiður á mótlætinu í Keflavík og ætlað að sigla bátnum til Reykjavíkur. Þetta var 1985. Ýmsan tækjabúnað vantaði þá í hann. Utan við Bieringstanga koksaði vélinn á gruggi í olíugeyminum og bátinn rak að landi í norðanroki. Honum hafi sjálfum verið stungið inn þegar hann kom í land, en báturinn brotnaði þarna í fjörunni. Þannig hafi farið með sjóferð þá. Brakið af bátnum var, að því að hann best vissi, ennþá þarna í fjörunni.

Hausthús eru fast vestan við Vorhús, en Klapparholt er á millum. Þar sjést vel móta fyrir bæjartóftum, sem og grunni flóraðs plans norðan við það. Á milli þess og íbúðarhússtóftanna er steyptur gólfgrunnur sumarbústaðar, sem þar var, en er nú horfinn, þ.e. sá hluti hann sem var ofan sökkuls. Nokkuð er um steinhrúgur sunnan við Klapparholstbæinn, en þær eru túngerðarafrakstur.
Bieringstangi

Grund – brunnur.

Tóftir Haustshúss eru vestar. Leifar fiskbyrgis er norðan við bæjarhúsin, alveg á sjávarkambinum. Sjórinn er nú búinn að taka það til sín að mestu.
Þá var komið að minjum Hvamms. Hlaðinn garður skilur af bæina. Tóftir bæjarhússins eru greinilegar. Um hefur verið að ræða timburhús á hlöðnum sökkli. Það var loks flutt til Hafnarjarðar og er þar nú, kofan við Hellisgerði. Geymsla úr torfi og grjóti sem og fjós hafa staðið fast austan við íbúðarhúsið. Brunnur er suðaustan við tóftirnar, innan garðs. Hvammsvörin er niður undan bænum og sést enn móta fyrir hleðslum við hana.
Enn vestar, á vestasta tanga Bieringstanga, er tóft Vatnskersbúðar, á grónum hól er skagar lítillega út frá strandlínunni. Ekki liggja á lausu gagnmerkar upplýsingar um búðina, en líklegt má telja að hún hafi þjónað svipuðum tilgangi og Tangabúð sem og Hólmabúð, Stapabúð og Kerlingarbúð enn fyrr. Vel sést móta fyrir hlöðnum húsgrunni timburhúss sem og stéttum við það. Ofar eru fiskgarðar á hraunhólum og brunnur skammt norðan þeirra.
Til ennþá frekari og meiri fórðleiks má geta þess að þilskipaútgerð var að hefjast við Faxaflóann í lok 19. aldar. Árabátaútgerðin gerði takmarkaðar körfur til hafnaraðstöðu, gömlu varnirnar og naustin, sem brúkuð höfðu verið um aldir, voru látin nægja. En nú var svo komið að íslensku þilskipin urðubæði stærri og þyngri, sem og margvíslegrar gerðar. Í upphafi skútualdar voru mörg þeirra smíðuð hér á landi, en síðar færðist í vöxt, að skip væru keypt erlendis, ný eða notuð. Framan af voru skipin helst keypt í Danmörku eða Noregi, en undir lok skútualdar varð algengara, að útvegsmenn keyptu skip frá Bretlandseyjum. Átti það ekki síst við um útvegsmenn í Reykjavík og jafnvel annars staðar á norðurströnd Reykjanesskagans.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Skipin, sem smíðuð voru hér heima eða keypt frá Danmörku eða Noregi, voru í fyrstu flest lítil, og mörg hver töldust einungis jaktir, slúppur, skonnortur eða galíasar. Nokkur voru kölluð þiljubátar, og var þá stundum um að ræða gömul áraskip, sem þiljur höfðu verið settar í. Vélar komu og til sögunnar. Og þá varð ekki aftur snúið.
Útgerð Vogabænda var á þessum tíma hreinræktuð bændaútgerð. Skipin gengu yfirleitt til veiða frá því í maí og fram í ágúst og stunduðu einkum handfæraveiðar á Faxaflóa og fyrir Vesturlandi. Aflinn var yfirleitt saltaður um borð og landað í heimahöfn til frekari verkunnar. Gerð var krafa um stórbætta hafnaraðstöðu. Það var þá sem grjótið úr görðum og öðrum mannvirkjum sauðfjárbúskaparins fór skyndilega að „handfjatlast“ og hverfa undir „varanlega“ hafnargerð í einstökum byggðakjörnum, sem þá voru farnir að vaxa úr grasi. Þorpin fóru að myndast, enda vistbandalögin þá farin að þynnast og gildishverfa.
Gaman er að geta þess að Snorrastaða er getið í Jarðabókinni 1703, sem syðstu jarðarinnar í Vatnsleysustrandarhreppi, „en þá voru hundrað ár síðan jörðin fór í eyði“. Hvar Snorrastaðir voru nákvæmlega veit enginn, en ekki er ólíklegt að áætla að þeir hafi verið undir Vogastapa þar sem fyrrgreind Hólmabúð varð síðan. Hafa ber í huga að veruleg umhverfis- og landslagsbreyting hefur orðið þar á umliðnum öldum, jafnvel svo um munar. Sem dæmi um það má nefna Svörtusker austan Töðurgerðis. Út í þau var fyrrum beitt, enda gróin, en nú hyrfu þau að mestu í háflæði.
Sama mætti segja um Hjallatanga þar austur af. Fiskhjalli hafi verið þar á tanganum, en nú færi hann að mestu í kaf. Rétt er að geta þess, sem áður hefur komið fram í viðtölum, að jafnaði hverfa u.þ.b. 50 metrar af strönd Reykjanesskagans á einni mannsævi í sjóinn (sjá m.a. Ó.G. og S.E). Þá lækkar land Reykjanesskagans að jafnaði, á jarðfræðilegan mælikvarða, um 1-1 1/2 mm á ári, sem munu vera um 10 – 15 cm á einni öld (um meter til einn og hálfan á síðustu þúsund árum). Þar munar um minna.

Bieringstangi

Hausthús – tóftir.

Á Bieringstanga er dýrmætt heilstætt búsetulandslag, að mestu ósnert af vélum og ágangi nútímamanna. Mikilvægt er því að skrá minjarnar sem fyrst og marka ákveðna og markvissa stefnu um nýtingu svæðisins til framtíðar, því fá slík ósnortin svæði eru enn til svo nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Sem fyrr er lýst þá birtist hér heilstæður uppdráttur af helstu minjum á Bieringstanga (Brunnastaðatanga/Harðangurstanga), skv. lýsingu Magnúsar Ágústssonar, og undir vökulum augum Hauks Aðalsteinssonar. Reyndar er uppdrátturinn, sem hér birtist, einungis „hjárit“ af meginuppdrættinum – þar sem allar einstakar minjar og staðir eru merktir sérstaklega. Uppdrátturinn sjálfur er gerður í A3.
Þórbergur Þórðarson skrifar svolítið um sjó- og vermennsku á Vatsnleysuströnd í bókinni „Frásagnir“ Þar lýsir hann m.a. Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900. „Um miðjan marz var farið til sjóróðra suður í Voga og Njarðvíkur, Garð og Leiru. Framan af síðara helmingi aldarinnar var sjósókn mest suður í Njarðvíkur og Voga, en síðar beindist hún meira út í Garð og Leiru. Sjór var og mikið sóttur frá Bieringstanga á Vatnsleysuströnd og Hólmsbúð undir Vogastapa. Á Bieringstanga, Réttartanga í Vogum og í Hólminum undir Vogastapa voru í þann tíð svo nefnd anleggshús. Það voru einlyft timburhús, sem kaupmenn höfðu látið reisa til saltgeymslu og íbúðar fyrir vermenn. Saltið var geymt niðri í húsinu, en vermenn höfðust við uppi á loftinu.

Hólmsbúð

Hólmsbúð – uppdráttur.

Í Hólmsbúð voru fjögra manna rúm eftri endilöngu gólfi miðju, en með fram báðum hliðum endilangt voru tveggja manna rúm. Auk þessa húss var á þessum stöðum íbúðarhús, sem umsjónarmaður kaupmanns bjó í. Þar sváfu og venjulegar áhafnir af tveimur til þremur bátum. Skipin voru flest sex manna för með sex til sjö manna áhöfn. Venjulega var róið með birtu, þegar veður leyfði, og komið að eftir atvikum, oft eftir 5-6 klukkustundir. Oft var róið tvisvar á dag í mikilli fiskigengd. Úr vestöðvum var misjafnlega langróið. Lengstur róður úr Hóminum var þrjá til fjóra tíma, en stytztur hálftíma, þegar lagt var undan Vogastapa.
Þegar komið var í land, var gert að aflanum, og vann öll skipshöfnin að því í félagi. Síðan var hann saltaður í þaklausar grjóttættur og þakinn með gömlum segldúkum. Hver fullgildur sjómaður fékk einn hlut, en skipseigandi fékk tvo hluti fyrir skipið . .. .

Í hinum svo nefndu anleggshúsum voru aðeins eldfæri til þess að hita kaffi. Sjómenn gátu því ekki soðið sér nýjan fisk til matar …..

“Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór – Sjósókn og sjávarfang – saga sjávarútvegs á Íslandi 2002.
-Magnús Ágústsson – f: 1922 – Halakoti.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð úr Vogum á fyrri hluta 19. aldar – Árbók Suðurnesja – 1994.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð á Suðurnesjum – Árbók Suðurnesja – 1997.
-Frásagnir eftir Þórberg Þórðarson. Útg. Rvík 1983.
Frásagnir úr Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900, bls. 80-81.

Bieringstangi

Áletrun á klöpp við Bieringstanga.

Hrauntunguhellir

23. Híðið – Hrútagjárdyngjuhrauni
Hidid-opið-301Híðið er einn lengsti og merkilegasti hraunhellirinn í Hrútargjár-dyngjuhrauninu. Hann fannst 18. júní 1989. Hellismunninn er lítill og þröngur, en þegar inn er komið þarf að finna lag til að komast niður í meginrásina. Í allt er hellirinn um 155 m langur og lágur lengstum, hæstur er hellirinn þó um tveir metrar, en víðast hvar aðeins um einn metri og minna. Þrátt fyrir það er Híðið einn fegursti hraunhellir á Íslandi. Mikið er um dropsteina, nokkur hundruð talsins, og talsvert fleiri hraunstrá eru í hellinum. Stærsti dropsteinninn er um 60 cm langur og er hann í táknmynd Hellarannsóknarfélags Íslands. Hella, eins og Híðið, sem og alla aðra hella, þarf að umgangast með sérstakri virðingu og varkárni.

11. Efri-hellar (-hellrar) – fjárhellar
Efri-Hellar-201Efri-Hellar (hellrar) voru fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum. Önnur nálæg fjárskjól (í norðvestur og nær bænum) voru Neðri-Hellar (hellrar). Efri-Hellar eru skammt vestan hraunjarðar Brunans (Kapelluhrauns), í annars grónu Hrútargjárdyngju-hrauninu. Skammt suðaustar eru áberandi hraunstandar í jaðrinum, annar meira áberandi en hinn. Hann var fyrrum nefndur „Hellan“ eða „Gráhella“. Suðvestan við Efri-Hella er áberandi varða við svonefndan Rauðshelli (skjól). Vestan við fjárhellinn eru Selhraunin þrjú, sem heimamenn nefndu gjarnan einu nafni Gráhelluhraun.

16. Grændalaskúti (-hellir) / (Loftsskúti)

Loftsskúti

Loftsskúti.

Grændalir (Grendalir) eru austur af Virkishólum (ofan Reykjanesbrautar sunnan bílastæðisins við gatnamótin að Hvassahrauni. Á einum hraunhólnum er varða, sem heitir Grændalavarða og við þennan hól sunnanverðan, í jarðfalli, er fjárskjól með hleðslum sem heitir Grændalahellir eða Loftsskúti og snýr op þess í suðurátt. Þetta var fjárskjól frá Hvassahrauns-bæjunum.

19. Gvendarbrunnshæðarskúti – v/Alfaraleiðina

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Gvendarbrunnshæðarhellir.

Gvendarbrunnur er á mörkum landa Straums og Óttarsstaða við Alfaraleiðina milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Suðurnesja). Brunnurinn er vatnsstæði í klöpp, sem svo algengt er víða í hraununum. Margar selstöðurnar tóku mið af slíkum vatnsstæðum eða „brunnum“. Örnefið „Gvendarbrunnur“ má finna á fimm stöðum á Reykjanesskaganum og er þetta eitt þeirra. Skammt fá til norðvesturs má augljóslega sjá Gvendarbrunns-hæðarskúta, fjárskjól, með áberandi fyrirhleðslum og grónu svæði, sem er eitt helsta einkenni slíkra fjárskjóla.

27. Hjartartröð – 310 m
Hjartartrod-301

Hjartartröð er skammt norðan við Bláfjallaveginn. Frá austri talið er fyrst um 150 metra löng hrauntröð og síðan taka við 200 metrar traðarinnar með brúm víða yfir. Hellahlutarnir eru flestir stuttir, enn af vesturenda hrauntraðarinnar er um 100 metra langur hellir. Í honum eru nokkrir tugir dropsteina, þeir lengstu um 15 cm, og hundruðir hraunstrá, sem eru allt að 35 cm á lengd.

13. Hrauntunguhellir
Hrauntunguhellir-201

Hrauntunguhellir er annar tveggja hella í Hrauntungum. Þær nefnast svo vegna tveggja hrauntungna inn á Hrútagjárdyngju-hraunið til vesturs út frá hinu mikla Brunahrauni (Kapelluhrauni). Inni í Tungunum norðanverðum er fyrirhleðsla fyrir skúta sunnan í aflöngum hraunhól. Erfitt er að koma auga á hlaðið opið vegna þess að birkihríslur hylja það að mestu. Áberandi varða er þó á hólnum ofan við opið. Skjól þetta var smalaskjól.
Syðst í Hrauntungunum er einnig Hellishóll. Í honum er fjárskjól með fyrirhleðslu; Hellishólshellir og Hellishólsskjól.

9. Fosshellir í Helgadal
Fosshellir-301Fosshellir er innan við jarðfall í sömu hraunrás og Rauðshellir og Hundrað -metrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs, spölkorn ofar (austar). Um tíma varRauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldistum tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hinsvegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af.
Önnur heimfærð sögn um tilurð nafnsins er sú að skipshöfn af pólsku skipi í Hafnarfirði hafi gist í hellinum vegna þess að enga slíka var þá að fá í Hafnarfirði. Það ku vera tómur tilbúningur.

24. Húshellir – hlaðið hús í hellinum

Hushellir-301

Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútargjárdyngju-hrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til vinstri má sjá forn bein á gólfinu. Sumir vilja meina að þarna hafi útilegumenn haft aðstöðu um tíma, en líklegra er að hún hafi verið gerð af mönnum er eltust við hreindýr, allt frá því að þeim var sleppt á svæðinu árið 1777 þar til það síðasta var skotið árið 1926.

6. Kaldárselshellar – fjárhellar Kaldársels

Kaldársel

Kaldársel – fjárskjól.

Kaldárselsfjárhellar eru skammt vestan Kaldárselsvegar þar sem hann beygir til vesturs áleiðis að Borgarstandi. Um er að ræða a.m.k. þrjá slíka hella með ummerkjum sem og leifar þriggja húsa. Ummerki eru og eftir heykuml, miðsvæðis, og í nyrsta fjárskjólinu er hlaðinn miðgarður. Syðsta fjárskjólið er stærst og aðgengilegast. Opið hafði fallið saman en göngufólk FERLIRs gerði inngönguna aðgengilega að nýju árið 2007.
Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Þorláksson Kaldársel til afnota, síðar stórbóndi í Stakkavík. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við þessa gömlu hella. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun.

7. Kaðalhellir við Kaldársel

Kadalhellir-301

Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUMogK leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til bæði opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjarðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals. Hún nær spölkorn inn undir hraunið, en mesta rýmið er fremst. Neðri hluti rásarinnar er greinilega safnþró frá efri hlutanum. Skammt vestan við rásina er hægt að fara niður um sprungu. Þá er komið niður í helli, að jafnaði með jökulgólfi allan ársins hring. Vatnsdropar úr loftinu hafa holað klakann og mynda sérstakt mynstur.

5. Ketshellir í Sléttuhlíð

Ketshellir-301

Um er að ræða fjárskjól í fyrrum selstöðu Setbergs (að norðanverðu) og Hamarskots. Hann er opinn í báða enda með fyrirhleðslum og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir skv. Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín 1703. Hleðsla er í miðjum hellinum. Mun áður fyrr hafa náð upp í loft, en nú er efri hluti hennar fallin að stórum hluta. Skammt ofar, við gömlu Selvogsgötuna, er Kershellir. Inn af honum er svo Hvatshellir. Stekkur Selshellis er vel falinn skammt sunnan við hellisopið.

12. Kolbeinshæðaskjól ofan Þorbjarnarstaða
kolbeinshaedarskjol-201„Í suðvestur frá Efri-hellrum, uppi á hrauninu er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð [stundum nefnd Kolbeinshæðir], og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson, örnefnasafnari, segir, að hún sé kölluð Kvíin.

22. Neyðarútgöngudyrahellir neðan (norðan) Hrútargjárdyngju

Hrútagjárdyngja

Við op Neyðarútgöngudyrahellis.

Neyðarútgöngudyra-hellir dregur nafn sitt af hurð kanadískrar Canso-herflugvélar er lá í hellismunnanum þegar hellirinn fannst árið 1990. Flugvél þessi fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi 19. desember 1944. Enn má sjá leifar hennar austan og efst í Tindunum. Í slysinu fórst öll átta manna áhöfnin.
Skömmu síðar var hluti flaksins dregið að vetrarlagi með snjóbíl til Hafnarfjarðar þar sem ætlunin var að nýta það. Á leiðinni féll hluti fyrrnefndrar neyðarútgönguhurðar af flakinu – og sjást leifar þess þar enn.

8. Níutíumetrahellir við Helgadal

Niutiumetrahellir-301

Níutíumetrahellir er við gönguleiðina frá Kaldárseli (bílastæðinu við Kaldá/vatnsverndar-girðinguna) til norðausturs áleiðis að Helgadal. Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður eins langur og nafnið gefur til kynna. Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður á fjóra fætur. Mold er á botninum svo auðvelt er að feta sig áfram inn eftir hellinum. Eftir spölkorn vítkar hann á ný, en þó aldrei verulega. Svo virðist sem hellirinn beygi í áttina að Lambagjá (friðlýst), sem er þarna norðvestan við opið. Sennilega er þessi rás ein af nokkrum, sem runnið hafa í gjána á sínum tíma og myndað þá miklu hraunelfur er runnið hefur niður hana til norðvesturs og síðan áfram til vesturs í átt að Kaldárseli.

21. Rauðhólshellir ofan Óttarstaðasels

Óttarstaðasel

Rauðhólshellir.

Óttarsstaðasel eru rústir tveggja dæmigerðra seljahúsa frá því eftir miðaldir og snúa þau göflum saman. Vatnsstæðið, sem hefur verið ástæða selstöðunnar, er suðaustan við hana. Þarna suðsuðaustur af selinu er Rauðhóll og í honum Rauðhólshellir með áberandi fyrirhleðslum mót norðnorðvestri. Vestar er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá Rauðhól liggur Rauðhólastígur til vesturs að Tóhólum og í Tóhólahelli. Stígurinn liggur síðan um Skógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum annars vegar og upp á Hrauntungustíg að Krýsuvík hins vegar.

10. Rauðshellir í Helgadal
Raudshellir-303

Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir þessi hefur einnig verið nefndur Pólverjahellir. Það nafn er tilkomið vegna þess að fyrrum fóru börnin í Pólunum í Reykjavík í árlega ferð í Helgdal, þ.á.m. í hellinn. Önnur sögn er sú að áhöfn af pólsku skipi í Hafnarfjarðarhöfn hafi gist í hellinum eftir að hafa verið hafnað um gistingu í Hafnarfirði, en sú sögn mun ekki eiga við rök að styðjast.

4. Selgjárhellir-syðri – fjárhellir

Urriðakot

Selgjárshellir.

Í Selgjá eru tvö fjárskjól; Selgjárhellir syðri og Selgjárhellir nyrðri. Í báðum hellunum eru hleðslur og framan við þá eru minjar eftir selstöður. Selfarir tíðkuðust frá landnámi fram til loka 19. aldar. Í Selgjánni eru ummerki eftir fjársel. Fé var að jafnaði haft í selinu 10 vikur árlega, frá 6. – 16. viku sumars. Á Reykjanesskaganum má enn sjá leifar a.m.k. 290 selstöðva af ólíkum gerðum og frá ýmsum tímum. Í þeim eru venjulega hús með þremur rýmum; baðstofa, búr og eldhús, stekkur, varða, stígur, kví og vatnsból.

15. Sigurðarskúti í Sigurðarhæð

Sigurdarskuti-201

Sigurðarskúti er í Sigurðarhæð milli Óttarsstaða og Straums; Óttarsstaðamegin við mörkin. Í örnefnalýsingu segir; „Fyrir austan túnið á Óttarsstöðum er Kotabót, og við bótina austanverða heitir Kothella. Upp af bótinni er svo Sigurðarhellir, og upp af honum er á götunni svonefnt Eystraklif. Heldur vestan Eystraklifs er annað klif, sem heitir Kúaklif. Vestan þess er Miðmundahæð.
Þarna var Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili um tíma (nú brunnið til grunna). Suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla er við skútann [sem hefur verið reftur] og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.“ Sunnan við fyrirhleðsluna má sjá leifar af ferhyrndu gerði og jafnvel öðrum mannvistarleifum í nágrenninu.

1. Skátahellir – nyrðri – ótakmarkaður í Urriðavatnshrauni
Skatahellir nyrðri-301

Um er að ræða „lítinn skúta með fallegum hellismunna“, eins og segir í stórvirkinu „Íslenskir hellar“. Merki Ratleiksins er við opið, en ferkari landvinningar verður að vera undir hverjum og einum komið. Betra er þó að hafa góð ljós meðferðis og fara varlega.

2. Skátahellir – syðri – 100m takmörkun í Urriðavatnshrauni
Skátahellir syðri er hraunrás er tekið hefur við nokkru af hraunrennsli hrauntraðar (Selgjá) Búrfellshrauns til norðurs. Hleðslur eru fyrir hellismunnanum sem næstur er hrauntröðinni. Heildarlengd hellisins er 237 metrar og dýptin er um 11 metrar. Hellirinn er víða manngengur og í honum áhugaverðar hraunmyndanir.

17. Brennisel – fjárskjól
Brennisel-301Í Brenniselshæðum eru tveir fjárskútar í kvos, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er með mikla fyrirhleðslu og var yfirreftur. Hinn er litlu norðaustar og er hlaðið við opið. Í kvosinni eru hríslur. Undir henni er tóft; Brennisel. Hérna virðist og hafa verið aðstaða til kolagerðar. Slík aðstaða hlýtur að hafa verið víða frá Hraunbæjunum því mikil hrístekja og skógarhögg átti sér stað í grónum hraununum og uppi í Almenningi. Þar, í Straumsseli, var sérstakur skógarvörður við störf, að konungsskipan, á árunum 1874-1894.

25. Steinbogahellir (Hellirinn eini) – 170m langur
Steinbogahellir-301

Steinbogahellir gengur inn frá stóru jarðfalli eða hrauntröð og er steinbogi yfir gróið niðurfallið neðan Hrútaargjárdyngju. Hellirinn er um 170 metra langur. Hann er manngengur lengst af en hann lækkar verulega til lofts innst. Sérkennilegir spenar eru vð hellismunnann og þar fyrir innan eru dropsteinar og hraunstrá. Ekki er vitað um annan hraunrásarhelli hér á landi sem er skorinn af jafn mörgum og stórum sprungum sem hér. Hraunspýja hefur flætt inn í hellinn eftir myndun hans og storknun hins upprunalega gólfs. Nálægt miðjum hellinum endar þessi spýja í hraunkanti eða tungu. Slík fyrirbæri eru mjög sjaldgæf í hraunhellum. Innarlega í hellinum eru falleg bogadregin göng. Eru þau skrýdd mikilli litadýrð.

3. Suðurhellir – fjárhellir í Urriðavatnshrauni

Thorsteinshellir-301

Suðurhellir er fjárskjól í grónu jarðfalli. Óljósar hleðslur eru við munnann. Skammt austar eru hleðslur við op Norðurhellis, einnig nefndur Þorsteinshellir í heimildum. Opið er á gangi niður í tvískiptan helli. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru fjárhellir og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Norðaustar er enn eitt fjárskjólið í helli yst í Selgjá (Norðurhellragjá), Norðurhellragjárhellir. Í gjánni eru gamlar selstöðuminjar frá 11 bæjum í Garðahverfi.

20. Sveinshellir – við Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg)

Sveinshellir-301

Sveinshellir er fjárhellir með fyrirhleðslum í yfirborðsæð í gróinni jarðlægð vestan við Óttarsstaðaselstíginn (Rauðamelsstíginn-/Skógargötuna) milli Bekkja og Meitla áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Áberandi kennileiti er varða við opið.
Í örnefnalýsingu segir m.a.: „Skógargatan liggur suður rétt við Rauðumelana, vestan við Gvendarbrunnshæð, áfram yfir Seljahraun og upp Mjósundin. Þá liggur stígurinn á brún grunnrar lægðar. Í henni, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið. Varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu“.

18. Álfakirkja – fjárhellir í Óttastaðalandi

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól.

Álfakirkja er örnefni á stökum áberandi klofningskletti sunnan Brennisels í Óttarsstaðalandi. Það var trú staðkunnugra að í klettinum væri kirkja álfanna á svæðinu. Í honum miðjum má sjá sjálfstandi steinaltari. Bændur á Óttarsstöðum nýttu sér rúmlegan skúta norðan í klettinum sem fjárskjól, eitt af mörgum í upplandinu, fyrir tíma sérstaklega byggðra fjárhúsa um og eftir 1900. Hleðslur eru við innganginn að fjárskjólinu og inni er ágætt skjól fyrir u.þ.b. 30 kindur.

26. Óbrennishólahellir – hleðslur Óbrennishólum

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Óbrinnishólaker er í Óbrinnishólabruna. Hraunið rann um 190 f. Kr. Þarna er myndarleg mosavaxin hrauntjörn. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en opið er inn að öðru leyti. Rásin er um 15 metra löng, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en annars er gólfið nokkuð slétt. Hellirinn er ágætt athvarf, en hann er fornt fjárskjól sem rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum er nýttu sér vetrarbeitina þarna utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman. Á Stak má t.a.m finna leifar af skjóli smalanna.

14. Sjónarhólshellir (Óttarstaðafjárhellir)

Sjónarhólshellir

Sjónarhólshellir.

Landamerki Lónakots og Óttarsstaða liggur frá sjó suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Rétt norður af Sjónarhól eru tvær háar vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur.

Rétt er að minna þátttakendur að taka með sér vasaljós því á einstaka stað þarf að kíkja inn fyrir hellisopin eftir lausnunum.
Meiri fróðleik um einstaka stað má sjá á www.ferlir.is og í stórbókmenntaritinu „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson, 2006 (fæst í öllum betri bókabúðum).

Tofugras-201

Húshólmi

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1972 er umfjöllun með yfirskriftinni „Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?“ þar sem nokkrir valdir einstaklingar eru spurðir svara:

„Enga íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auðvelt að iðka og gönguferðir — og þær eru sannarlega ekki síður skemmtilegar að vetri en sumri. Til þeirra þarf engan útbúnað annan en hlý föt og góða skó en hollustan af þeim er ómæld. Læknar hafa um árabil hvatt menn til gönguferða, ekki einungis vegna þess, að þær eru hollar líkamanum í heild, heldur og vinna þær gegn hjartasjúkdómum, sem eru eins og allir vita, einn tíðasti sjúkdómur meðal siðmenntaðra þjóða.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Margir hafa svo sem stundað gönguferðir án þess til þyrfti hvatningarorð lækna en enginn vafi er, að þær hafa orðið almennari á síðari árum eftir að fólk fór almennt að gera sér ljóst hvílíkir vágestir kransæðastífla og aðrir hjartakvillar er. Þannig hafa fjölmargir kynnzt umhverfi sínu á nýjan hátt, séð staði, sem voru þeim áður ókunnir og einnig séð gamalkunna staði nýjum augum.
Til gamans höfðum, við samband við nokkra menn og konur á höfuðborgarsvæðinu og báðum þau að segja okkur í fáum orðum, hvert þau mundu helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi, þegar þau ættu frí frá amstri og erfiði hversdagsins.

Hlíðar Heiðmerkur (Jónas Haralz, bankastjóri)
Jónas HaraldzVið sem búum í Reykjavík og nágrenni höfum þá einstöku aðstöðu að finna fagurt, tilkomumikið og marg breytilegt landslag eftir 10—15 mínútna akstursleið — og jafnvel- enn nœr bústöðum okkar. Þarna getum við verið algerlega út af fyrir okkur — er víða sem sjaldnast sést nokkur maður á vetrardegi. Við hjónin notum okkur þetta oft og eftirlætisstaður okkar er með hlíðunum í Heiðmerkurlandinu.

Á Helgafell eða fjörur (Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri)
Það er vandi að velja á milli, því að margir skemmtilegir staðir eru í nágrenni Reykjavíkur og óþarfi að aka langt burt úr bænum til að finna fallegar gönguleiðir. Til dæmis er einkar gaman að ganga fyrir sunnan Heiðmörkina og Hafnarfjörð og minnist ég þá sérstaklega skemmtilegrar leiðar, sem Eysteinn Jónsson lýsti fyrir nokkrum áratugum, það er göngu ferð á Helgafell. Ég gekk einu sinni eftir hans fyrirsögn og er viss um að sú leið svíkur engan.
Halldóra Thoroddsen
Skemmtilegast finnst mér þó að ganga með sjó fram og þá er ekki langt að aka suður í Krýsuvík eða Grindavík — nú — svo standa fjörurnar á Stokkseyri og Eyrarbakka alltaf fyrir sínu. Þessum gönguferðum fylgir sá kostur, að maður þarf ekki að kjaga upp eða niður brekkur. Helzt mundi ég þó kjósa á góðviðrissunnudegi að setjastá hestbak og ríða inn með Esjunni og upp að Tröllafossi — það er mátuleg sunnudagsferð fyrir mann og hest.

Kaldársel (Gísli Sigurðsson, varðstjóri)
Ég hef haft þann sið frá þvi fyrir 1930 að ganga um nágrennið og upp úr 1950 fór ég að safna örnefnum hér í kring og hef verið að ganga á þessa staði. Það er því um margt að velja. Úr Reykjavík er til dæmis gott að ganga upp að Elliðavatni og Vatnsendavatni og þar um kring, m.a. i Heiðmörkinni. Svo ég tali nú ekki um að bregða sér í fjöllin í Mosfellssveitinni, þar er indælt að vera og horfa yfir sundin, eyjarnar og nesin.
Gísli SigurðssonÚr Garðahreppi er einfaldast að fara beint inn hjá Vífilsstöðum, inn á hálsana, inn með Vífilsstaðahlíð, inn í Grunnuvötn og inn á Hjalla.
Úr Kópavogi er sjálfsagt að ganga inn úr byggðinni, upp og umhverfis Vatnsenda hæð, inn í Selás, inn fyrir Geitháls, — ég tala nú ekki um að fara inn á Sandskeiðið og þar í kring.
Við Hafnfirðingar eigum ekki langt að fara, getum gengið umhverfis bæinn, um Urðarfosshraunið, Setbergshlíðina inn að Kaldárseli og kringum Helgafell, suður um Ásfjall og þar um kring. Þetta eru svona tveggja til þriggja tíma leiðir, sem er gott að ganga eftir hádegi. Þarna er víða ónumið land, sem er indælt til hvíldar og gönguferða. Mér finnst ekkert taka þeim fram.

Gamla Krýsuvík (Björn Steffensen, endurskoðandi)
Björn SteffesenFerðinni er heitið í Húshólma til þess að skoða tóftir „Gömlu Krýsuvíkur“: Ekið er sem leið liggur suður Reykjanesbraut þar til komið er suður fyrir Hvaleyrarholt að beygt er til vinstri, á Krýsuvíkurveg. Ekið um Kapelluhraun og austur jaðar Almennings, yfir Vatnsskarð að Kleifarvatni. Haldið áfram suður með vatninu; farið fram hjá hverasvæðinu við Ketilstíg og áfram fram hjá Grænavatni. Tæpum 1 kílómetra sunnar eru, til hægri handar, vegamót Grindavíkurvegar. Er ekið eftir honum gegjnum túnið í Krýsuvík og áfram, um 4 kilómetra í vestur, þá er komið að austurjaðri Ögmundarhrauns. Þá er Mælifell á hægri hönd.
Hér hefst gönguferðin og er þá fyrst farið niður með jaðri hraunsins. Auðvelt er að aka jeppa niður með hrauninu, en við förum þetta gangandi.
Þegar gengið hefur verið um 2 kílómetra niður með hraunjaðrinum verða fyrir tvö vörðubrot á hraunbrúninni. Hér liggur stígur upp á hraunið. Er þessum stíg fylgt yfir að hraunrima, sem er sem næst 1/2 kílómetri á breidd og er þá komið í Húshólma.
Húshólmi er gróin spilda, nokkrir tugir hektara að stærð, umlukt apalhrauni, nema við sjó er dálítil fjara.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Haldið er vestur yfir Húshólmann og stefnt dálítið ská hallt í átt til sjávar. Þegar komið er að hraunbrúninni vestan við gróðurspilduna er stefna tekin suður með hrauninu unz fyrir verður gróið túngarðsbrot, sem liggur skáhallt út undan hrauninu. Er þetta brot af túngarði „Gömlu Krýsuvíkur“. Sunnan við túngarðsbrotið er gengið upp á hraunið og verða þá fyrir tóftirnar af húsum „Gömlu Krýsuvíkur“.
Hér gefur á að líta tóftir af bæjarhósum, sem hraun (Ögmundarhraun) hefur runnið allt í kringum og að nokkru yfir. Ég held að hvergi á Íslandi sé hægt að sjá þessu líkt, nema ef vera kynni í Reykjahlíð við Mývatn. Talið er að Ögmundarhraun hafi runnið um miðja 14. öld.
Munnmæli herma að hér hafi Krýsuvík upphaflega verið. Þetta mun að vísu aðeins vera tilgáta til að skýra nafn bœjarins, sem eftir hraunflóðið á að hafa verið fluttur á þann stað, þar sem hann nú er, um 4 kílómetra frá sjó og engin vík í landi jarðarinnar. Krýsuvík er nú í eyði, bæjarhús fallin, en lítil timburkirkja stendur.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Orð fer af því hve nágrenni Reykjavíkur sé hrjóstrugt. Þar á móti kemur að kannski er hvergi á Íslandi jafn fjölbreytt náttúra. Auk þess eru hér á næstu grösum margvíslegar minjar frá liðnum öldum, sem gaman er að kynnast, svo sem seljatóftirnar í hrauntungunni milli Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sunnan Kapelluhrauns (Almenningur), festarjárnin digru á Básendum, sjóbúðatóftirnar og fiskbyrgin á Selatöngum, og fallegar fjárborgir á víð og dreif, svo að nokkuð sé nefnt. Er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga ráð á bíl og eru rólfærir, að gefa þessu gaum.

Hlíðar Esjunnar (Áki Jakobsson, lögfræðingur)
Áki JakobssonÍ haust sem leið var tíðin rysjótt og fá tækifæri gáfust til þess að fara í gönguferð í þurru veðri.
Sunnudag einn hringdi til mín kunningi minn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr. Ég játaði því með þökkum og fór í gönguskó og svo lögðum við af stað. Við ókum upp að Stardal og lögðum bílnum þar en lögðum land undir fót. Gengum við svo til vesturs frá Stardal meðfram undirhlíðum Esjunnar. Síðan sveigðum við til norðurs og stefndum að Móskarðshnúkum. Leiðin lá yfir allvíðlend an mýrarslakka, sem grafinn hefur verið í sundur með skurðum, sem virðist vera orðin árátta, þó að ekki eigi að fullrækta. Á leiðinni yfir mýrina, sem var mjög blaut eftir rigningarnar í sumar, og því ekki beint þægileg til göngu, rákumst við á mink, sem faldi sig i skurði. Þegar hann varð var mannaferða tók hann til fótanna og hafði sýnilega engan áhuga á að kynnast okkur frekar. Við veittum honum nokkra athygli og virtist augljóst, að þarna væri um hlaupagikk að ræða, nýsloppinn út, enda er þarna skammt frá eitt af hinum nýju minkabúum, sem stofnuð voru eftir að minkabannið var afnumið illu heilli. Við vorum ekki í neinum minkaveiðihugleiðingum og kvöddum hann því og héldum leið okkar. Stefndum við nú á vestasta Móskarðshnúkinn. Veður var bjart þessa stundina, þó ekki sól, en líparitið í hnúkunum gerði þetta að sólskinslandslagi og fjallasýnin var heillandi.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Stefndum við nú upp til fjallanna og ekki leið á löngu þar til við komum upp á veginn úr Kjósinni, sem liggur um Svínaskarð. Fylgdum við nú veginum til vesturs, þar til hann sveigir til suðurs við vestasta hnúkinn. Þá fórum við af veginum og stefndum upp á leið, upp á mjög einkennilega klettaborg, sem stendur upp úr skriðunum neðanvert í fjallinu. Nú gerði á okkur skyndilega rigningu og er ekki að orðlengja það, að við urðum holdvotir á nokkrum mínútum. Við létum þetta þó ekki aftra okkur og héldum áfram. Eg er nú ekki orðinn mikill fjallgöngumaður, en upp á klettaborgina komst ég þó. Þá bregður svo við, að það er eins og risahönd sópi burt rigningarskýjunum og við fáum sólskin. Við fengum alveg stórkostlega útsýn, einkum til Esjunnar, en þar blasir við auganu hæsti tindur hennar. Þessi fjallasýn var svo heillandi, að mér fannst við í henni einni fá ríkuleg laun fyrir erfiði okkar. Því hefur ekki einhver af málurum okkar sett þetta stórkostlega „motiv“ á léreft, varð mér á að hugsa. Það get ur nú verið að það hafi verið gert, þó að ég hafi ekki séð þá mynd.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Sólskinið stóð ekki lengi. Þung rigningarský lögðust að á ný og aftur var komin hellirigning. Eftir þessa útsýn á hamraborgunum, gerði þetta að sól inni, fannst okkur ekki vera hægt að vænta nýrra ævintýra í þessari ferð og hröðuðum okkur nú niður og vildum komast úr rigningunni sem fyrst. Við fórum niður á veginn úr Kjósinni og fylgdum honum, en komum þá að girðingu, sem liggur meðfram veginum og beinir honum í aðra átt en við þurftum að komast.
Brugðum við nú á það ráð að fara yfir girðingu þessa, til þess að stytta okkur leið. En við höfðum ekki lengi gengið þegar við gengum fram á tvö heljarmikil naut. Við höfðum sem sagt lent í nautagirðingu. Við höfðum engan kjark til þess að fara að kljást við naut. Nautin höfðu ekki orðið vör við okkur, svo við læddumst til baka sömu leið og komum okkur út úr girðingunni. Við fórum svo krókinn af mestu þolinmæði og komum að bílnum aftur eftir röskra fjögurra tíma göngu. Við vor um að vísu holdvotir, en höfðum átt mjög skemmtilegan dag.

Yfir Sveifluháls (Bergþóra Sigurðardóttir, læknir)
Bergþóra SigurðardóttirSveifluháls eða Austurháls nefnist hæðardragið norðan Kleifarvatns og eru hæstu tindar hans tæpir 400 m á hæð. Er hann innan þess svæðis, sem Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og borgarráð leggja til að verði fólkvangur.
Reyndar kæmi sér vel fyrir okkur gönguglöð, að fá til fylgdar einhvern fótfúinn, sem sætti sig við að aka okkur í átt að Djúpavatni og biða okkar síðan í Krýsuvík. Gætum við þá gengið þvert yfir hálsinn, sem er þarna um 2,5 km á breidd. En ekkert er á móti því að ganga í hring og koma niður sömu megin. Við ókum Krýsuvíkurveg í átt að Kleifarvatni, en beygjum til hægri áður en við komum í Vatnsskarð, þar sem heitir Móhálsaleið. Ruðningsvegur liggur yfir hraunið með nyrðri hlíð Sveifluháls í átt að Djúpavatni. Þar er silungsveiði og snoturt veiðihús stendur við vatnið. Yfirgefum við farartækin, þar sem vegurinn sveigir að Djúpavatni.
Sveifluháls er móbergshryggur, sem hlaðizt hefur upp í sprungustefnu (SV—NA) á siðasta jökulskeiði. Hann er því lítið rofinn og landslag tilbreytingaríkt. Aðallitir landsins þarna eru rauðbrúnn litur móbergsins og grámi gamburmosans. Göngum við suður og upp á við yfir urð og grjót. Í maí sjást þarna í mosa og móabörðum bleikar breiður sem minna fákunnandi á lambagras, en þarna skartar vetrarblómið sínum fegursta skrúða. Er upp á hálsinn er komið er fallegt að sjá til norðurs yfir hraunið og Djúpavatn, en handan þess Grænadyngja og Trölladyngja. Í suðaustri sjást gufustrókar frá hverum milli Hatts og Hettu, en það eru hæstu hnúkarnir á hálsinum í suðri.

Grænavatn

Grænavatn.

Á miðjum hálsinum er tjörn, sem Arnarvatn nefnist. Við göngum vestan hennar í sendnu fjöruborðinu, en reiðvegurinn til Krýsuvíkur liggur austan megin. Móbergskambur skýlir okkur á aðra hönd, en handan hans tekur við flatlent mýrlendi og norðaustan þess gnæfir Arnarnípa 340 m á hæð. Er yfir mýrina kemur tekur við holt, en síðan fer að halla undan fæti og við sjáum suður á sjálft Atlantshafið. Lítið fell, Arnarfell, sunnan Krýsuvíkur er fallegt til að sjá. Við sjáum að Grænavatn er réttnefni, en það glitrar eins og smaragður séð frá hálsinum.
Við fikrum okkur svo niður gilið að hverasvæðinu, þar sem hitaveita Hafnarfjarðar hefur um árabil bullað út í loftið.
Þar sem Grænavatn var svona fallegt til að sjá, hyllumst við til að skoða það nánar. Er það rétt sunnan við akveginn. Grænavatn er dýpsti sprengigígur á landinu, 44 m á dýpt og á barmi þess getum við fundið hnyðlinga úr gabbró. Gestastaðavatn, vestan vegarins er einnig í gömlum sprengigíg, en aðeins 2,6 m á dýpt. Enn sunnar eru tvær smátjarnir eru Augu nefnast og myndaðar á sama máta. Liggur veg urinn milli Augnanna og ljúkum við þar göngu okkar.“

Heimild:
-Morgunblaðið-sunnudagsblað 26.11.1972, Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?, bls. 36-37.

Arnarfell

Arnarfell.

Draugshellir

„Gamlir annálar segja mér, að eldar hafi á liðnum öldum brunnið við Reykjanes, svo sem það ber merki um enn í dag. Árið 1210 var eldgos við Reykjanes og þá komu eldeyjar upp, sem svo sukku síðar í sjó. Eldgosin við Reykjanes raðast svo sem dökkar perlur á band.
Valahnukur-221Að vera uppi á Valahnúk og horfa yfir landið er lífsreynsla, þar sem ártöl annálanna renna um hugann.
— Eldar við Reykjanes hafa brunnið í fortíðinni og munu brenna í nútíðinni þó að um engar hrakspár sé að ræða. Það er reyndar langt síðan óhappaskipið Clam strandaði við Reykjanes og dauðir Kínverjar veltust í fjörunni. En það var ekki í fyrsta skiptið, sem harmileikur átti sér stað á þessu úthorni landsins okkar. Í mínum huga eru þeir síðustu þó eftirminnilegri en þeir sem sagan geymir, því suma þeirra sá ég sjálfur í morgunbirtu, en sá tími er líka liðinn en veldur minningum, sem vara til lokadags. Framundan eru nú rjúkandi hitasvæði Reykjaness, þar leitar hitinn, sem undir býr, nokkuð upp úr yfirborðinu og gufurnar mynda ský, þó að annars sé bjart í lofti. Sýrfell er þarna til vinstri, gamall goshaugur, fallegur í kyrrðinni, þó að annar hafi verið svipurinn, þegar það var að verða tii, en þá leit enginn maður moldu. Hér á báðar hendur, um það bil er gufusvæðinu lýkur, eru rústir af byggð. Þar bjó hann Höjer, líklega danskur Gyðingur, með sinni pólsku konu. Þar hafði karlinn komið upp gróðurhúsum og leirbrennslu og var hvort tveggja vel gert — líklega fyrsta tilraunin til nýtingar jarðvarma á Reykjanesi, fyrir utan litlu sundlaugina í hraunsprungunni þar sem fellur út og að, en er alltaf jafn góð.
Gunnuhver-221Þessi Höjer á Reykjanesi var duglegur maður en svolítið skrítinn eins og ég og þú. Hvað er orðið af honum núna veit ég ekki, en rústirnar af gróðurhúsunum ag leirbrennslunni eru ennþá til og mættu einhverjir nútímamenn taka þessar rústir til athugunar um leið og efnavinnsla hefst á Reykjanesi.
Það var gott að koma að Reykjanesvita eftir nokkuð langa göngu um hraun og sanda — en það var líka gott að koma til Höjers — kaktusarnir voru þá móðins og bakpokinn þyngri, þegar út úr gróðurhúsinu var komið. Svo heldur gangan áfram um hlykkjóttan veginn, þar sem eldur býr undir og víða andar úr sprungum, því Reykjanesið á meðal annars sögu sína skráða í hverju hraunlaginu yfir öðru. Sum þeirra eru eldri en landnám Moldagnúpssona, en önnur yngri, því eldar og úthaf hafa verið förunautar þessa eldsorfna skaga. Næst er komið að Háleyjum, þar sem brimaldan hefur hlaðið mikinn vegg úr fægðum steinum, fallegan til að sjá en erfitt að klöngrast yfir, þar morar allt af myndum og dýrð. Þessi steinagarður umlykur nokkurn grasblett, þar sem loðnan lá langt inni á landi eftir álandsveður áður en farið var að veiða hana svo óskaplega eins og nú er gert.
Þau eru mörg skipin, sem hafa skilið eftir kjöl sinn við þessa úfnu strönd, þar sem brimið þylur dauðra manna nöfn. Ég ætla mér enga skýrslugerð um skipaskaða við þessa strönd.
Það er til annála fært og margir aðrir lífs og liðnir mér færari þar um. Ég er husatoftir-221aðeins að ramba um Reykjanesið, sjálfum mér til ánægju, um leið og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
Svo liggur leiðin milli úfins hrauns og sæbarinna stranda. Gjárnar kljúfa raunið á stundum, þar fellur út og að i lítið söltu vatni, því vatnskúpan undir er í andstöðu við sjóinn sem sækir að utan. Svolítið er af stórum álfiski i þessum gjám, en það er meira gaman að horfa á hann en að veiða. Svo opnast útsýn yfir einn hraunhólinn til hins yfir gefna Staðarhverfis, sem áður fyrr var eitt af æðaslögum athafnalífsins, en geymir nú kirkjugarð þeirra í Grindavík, þar sem Dannebrogsmenn og aðrir stórhöfðingjar hvila við hlið þeirra, sem sóttu sjóinn og unnu hörðum höndum. Staðarhverfið er hrörnandi og mannlaust síðan síðasti víkingurinn, hann Manni á Stað, stóð ekki upp úr stólnum sínum og hætti að hlæja svo að jörðin skalf. Hvert af þessum auðu húsum á sína sögu, margslungna og merkilega. Hér var hluti af því starfi, sem hefur svo dásamlega skilað okkur áfram til líðandi stundar, allt frá því að enskir, þýzkir og danskir börðust um Grindavík og hennar klippfisk, þar sem hundruð af Sölku Völkum hafa verið til.
Léttum fótum skal gengið um gamla staði. Hér á Blómsturvöllum (einkennilegt nafn í auðninni) stóð hús skáldsins Kristins Péturssonar — núverandi Kristins Reyrs. Ég tek úr föllnum veggjum einn smástein til minja um að hafa komið að vöggustað skáldsins, sem ennþá er „Staðhverfingur“.
Að styðja sig við kirkjugarðsvegginn er mikið áfengi fyrir hugann og horfa yfir byggðina sem var og um himna og haf, sem er eins og það var, brosandi eða þunglynt, eftir því hvaða örlög eru ákveðin.
Jarngerdarstadir-221Húsatóftir blasa við og að baki þeirra gjáin, sem margar ljúfar minningar eru tengdar við og þar ofar í hrauninu eru Eldvörpur, þar sem gufar upp úr eftir hvern rigningardag, og þar á hrafninn sér hreiður.
Húsatóftir var höfuðból, byggt á þáverandi byggðastefnu fyrir nær hálfri öld, en fór svo í rusl eins og mörg önnur góð áform, en varð síðar ríkiseign, svo ríkið mætti eignast hlut Húsatófta í Stapafelli með meiru. Við skátarnir fengum húsið og lönd þess lánuð og höfðum þar sumardvalarheimili fyrir börn í 3 ár. Það voru gleðileg ár — en krónurnar reyndust ekki nógu margar, því húsið var skemmt svo mikið um haust og vetur.
Víkurnar og varirnar í Staðarhverfi liggja lognværar þessu sinni, þó að oft hafi áður aldað þar meira. Mörg sprek Hggja þar á fjöru og sum langt uppi á landi, því brimaldan stríða hefur nokkuð óglögg landamæri. Svo er Staðarhverfið og Húsatóftir að baki, en framundan eru melar, sandur og hraunflákar, gjár, pollar og sprungur — og núorðið nokkrir hrynjandi fiskhjallar og stóra loftskeytastöðin nær því yfirgnæfir Þorbjörn með sína þjófagjá.
— Þá kemur Grindavíkin í sjónmál með sína Járngerðarstaði, Garðhús, Krosshús og svo framvegis. Þó að Grindavíkin sé virðulegur hluti af rambi um Reykjanesið, þá skal að sinni staldrað við og horft og hugsað, enda snarlega komið inn í annað landnám. Reykjanesið og þess harða lífsbarátta er land til að skoða.“ – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, 13. júní 1973, bls. 11 og 19.

Grindavík

Járngerðarstaðir.

Brandsgjá

„Ísólfsskáli er austasta býli Staðarkirkjusóknar í Grindavík og afskekkt mjög. Jörðin er fremur lítil.
Í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmanns 1840 er jörðin talin 16 hundruð, en í Jarðatali Johnsens er hún sögð 4,5 hundrað. Hlunnindi nokkur fylgja jörðinni. Gisli Sigurdsson-221Rekar allmiklir og allskonar og selalátur. Rjúpnaveiðar á fjalli og í hálsum og hér fyrrum allgóð hreindýraveiði kringum Móhálsa. Túnið var bæði lítið og rýrt og varð ekki fóðruð af því kýr, en fjárjörð var Skálinn talinn vera. Útibeit góð í flestum árum og fjörubeit, sem aldrei brást. En það var aldrei heiglum hent að búa á Skálanum. Hefur nú í nær heila öld búið þar sama ættin, eða ættmenn Guðmundar Hannessonar. Verður hér sagður lítill þáttur um örlög eins þeirra, Brands Guðmundsonar, og fjölskyldu hans. Haft er eftir Árna Gíslasyni sýslumanni í Krýsuvík: „Góð jörð Skálinn, þegar ekki er búið á Völlunum“ (þ. e. Vigdísarvöllum).

1899 settust að á Ísólfsskála hjónin Brandur Guðmundsson og kona hans Estíva Benediktsdóttir. Brandur var sonur Guðmundar Hannessonar er lengi bjó þar og á Vigdísarvöllum og miðkonu hans Helgu Einarsdóttur. Estíva var dóttir Benedikts Jóhannessonar, ættaðs úr Húnavatnssýslu, og Kristín ar Guðnadóttur úr Hafnarfirði, af hinni merku Veldingsætt. Estíva hafði áður verið gift Sveini Kristjánssyni söðlasmið af Vatnsleysuströnd, höfðu þau búið þar, en Sveinn drukknað í lendingu 5. 9. 1893. Áttu þau eitt barn, Sesselju, sem fædd var 1889. Börn þeirra Brands og Estívu voru: Margrét f. 20. des. 1898, Sveinn Helgi f. 9. ágúst 1905 og Kjartan f. 5. des. 1908. Þegar þau fluttu að Ísólfsskála komu þau eiginlega sitt úr hvorri áttinni. Brandur hafði þá verið í vinnumennsku í Reykjadal í Ytrihrepp, en Estíva vinnukona í Suðurkoti í Krýsuvíkurhverfi og þar er dóttir þeirra, Margrét, fædd.
Lítill vafi er á því að búið á Skálanum hefur vaxið í höndum þessara dugnaðarhjóna, þar sem hvað eina, er jörðin hafði að bjóða, mun hafa verið sótt af elju og harðfylgi. Hvert haust gekk Brandur til rjúpnaveiða. Fyrir þann afla gat hann dregið í búið allverulega til jólanna. Haustið 1911 hafði hann orðið með betra móti fengsæll, svo að í byrjun jólaföstu hugðist hann fara með rjúpu til sölu til Hafnarfjarðar. Dag nokkurn snemma bjó hann sig til ferðar, lagði reiðing á hest, móskjóttan, er hann átti, stólpagrip, en hnakk á annan, rauðstjörnóttan. Brandi voru vel kunnar leiðir um vestanverðan Reykjanesskaga.
Í þetta sinn lagði hann leið sína inn með Núphlíðarhálsi að norðan, hjá Hraunsseli og um Selvelli, Sogin, Höskuldarvelli hjá Jónsbrennum og Eldborg þvert yfir lönd Hvassahrauns og Óttarsstaða á Suðurveginn við Gvendarbrunn hjá Óttarsstaðarauðamel, og þaðan til Hafnarfjarðar. Ekki fara sögur af viðskiptum, nema hvað Brandur lagði inn rjúpuna og tók vörur út, batt í trúss og bjóst svo til heimferðar.
Brandur Guðmundsson-221Það þótti ekki tiltökumál í þá daga, að menn fengju sér tár á glas þegar farið var í kaupstað. Brandur fékk sér því á glas, til að gleðja sig og vini ef svo bæri undir, að þeir yrðu á leið hans. En meðan Brandur var í Hafnarfirði gerði mikla logndrífu seinni part dags. Brandur lagði því ekki upp fyrr en morguninn eftir. Var þá upp stytt, en hné-djúp lausamjöll yfir allt. Brandur lagði svo af stað og hélt nú suður Hraun og Vatnsleysuströnd. Segja mátti, að færðin væri hin versta.
Upp úr nóni var Brandur kominn suður í Voga. Átti hann vinum að heilsa þar, sem var Benedikt Jónsson í Suðurkoti í Vogum. Þar kom hann og var vísað til baðstofu. Eitthvað hafði Brandur dreypt á glasinu og tók það nú upp og gaf vini sínum út í kaffi. Benedikt mun ekki hafa litizt vel á veðrið, því orð hafði hann á því við Brand, að bezt væri fyrir hann að gista hjá sér og fara ekki upp eftir fyrr en morguninn eftir. Bæði væri hann búinn að fara langa leið í mikilli ófærð og það sem eftir væri leiðarinnar væri þó enn verri vegur, aðeins götuslóði á kafi í fönn. Þar við bættist, að á Skógfellavegi væru margar gjár viðsjárverðar í björtu, hvað þá þegar hagaði til eins og nú, að allar leiðir væru kæfðar í snjó. Brandur sagði sem var, að fé hans væri úti um allt og enginn til að sinna því. Svo hefði hann trausta hesta, sem þekktu leiðina og treysta mætti fullkomlega. Þá væri hann ekki óvanur ferðum og á leiðinni þekkti hann hverja þúfu og hvern hól. Ræddu þeir vinirnir þetta nokkuð, en Brandi varð ekki um þokað í ætlan sinni, að ná heim um kvöldið. Kvaddi hann svo vini sína í Suðurkoti og lagði upp í ferð, sem varð honum sannarlega örlagarík.
Skógfellavegur var um aldir alfaraleið eða þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Var hún talin fjögra til fimm klukkustunda lestaferð í góðu færi. Næst Vogunum er leiðin heldur ógreiðfær og eru þar margar gjár og sumar hættulegar. Fyrst er Hrafnagjá og snýr norðurbarmur hennar mót suðri. Þar suður af er svo Huldugjá, þá Holtsgjá, Litla-Aragjá og Stóra Aragjá og er hún syðst. Þar sem vegurinn liggur hefur verið hlaðið í gjárnar, en víðast hvar er hyldýpi beggja megin við. Þegar komið er yfir Stóru-Aragjá tekur við allgóður kafli allt upp að Litla-Skógfelli. Með Fellinu er leiðin heldur ógreiðfær. Þaðan og að Stóra-Skógfelli er leiðin aftur greiðfær um sléttar klappir, þar sem hesturinn hefur rutt götur í klappirnar. Gleymir enginn þeim götum, sem einu sinni hefur séð þær. Þegar suður kemur um Stóra Skógfell tekur við apalhraun og er vegurinn ruddur þar allt niður í Járngerðarstaðahverfi. Þegar haldið er í Þorkötlustaðahverfi er afleggjari neðan til í hrauninu. En ef farið er til Ísólfsskála er stefnan tekin frá Stóra-Skógfelli á Kastið, múla í Fagradalsfjalli, á leið, er þar liggur og heitir Sandakradalsvegur, allt heim á Skála.
Skogfellavegur - 221Brandur hélt nú upp úr Vogunum kl. langt gengin 6 og fór fyrst nýja veginn. Þegar kom undir Stapann lagði hann á Skógfellaveginn. Mátti segja að þegar kæmi í ljós, að þarna var umbrotafærð. Tók Brandur það ráð að láta þann móskjótta ráða ferðinni. Gekk hann svo i spor hans og teymdi hinn. Gekk nú ferðin hægt en þó hiklaust. Móskjóni þræddi slóðina og að því er virtist skeikaði honum hvergi, þrátt fyrir aðsteðjandi myrkur og umhverfið ein mjallhvít breiða, kennileitalaus óravíðátta án upphafs eða endis. Hvergi var snjórinn grynnri en í hné á hestunum og víða í kvið. Vegalengd sem farin hafði verið á klukkustund, varð nú að tveggja klukkustunda leið. Allt í einu rís upp framan við þá Brand og hestana hæðarhryggur. Móskjóni víkur þá aðeins til hægri. Mun Brandur hafa haldið hestinn vera að fara afvega og víkur honum til vinstri upp hæðarhrygginn. Er upp á hrygginn er komið og farin hefur verið um ein hestslengd gefur fönnin eftir og hesturinn tekur að síga niður. Brandur er ekki höndum seinni að grípa í baggana og kippa þeim upp af klökkunum, en hesturinn sígur meira og meira. Brandur þrífur í reiðinginn og reynir að halda hestinum uppi. Hesturinn brýst um og gerir hvað hann getur til að komast upp, en allt kemur fyrir ekki, hann sígur meira og meira, og loks er hann horfinn niður í jörðina svo að rétt sést móta fyrir höfðinu. Brandur er ekki í minnsta vafa um að hesturinn hefur fallið í gjá, og þetta er einmitt Stóra-Aragjá, syðsta gjáin á leiðinni.
Hvort sem Brandur hefur staðið þarna yfir hestinum… föllnum í gjána, lengur eða skemur, verður honum það fyrir, að hann snýr aftur til Voga að sækja sér hjálp, ef vera mætti, að hægt væri að bjarga hestinum. Leggur hann svo leið sína að Suðurkoti til vinar síns Benedikts. Brá fólkinu við að sjá Brand kominn þarna, en ekki minna er hann segir farir sínar og þær ekki sléttar, að hann hafi misst úrvalsgripinn sinn Móskjóna í Stóru-Aragjá. Bað hann vin sinn að vera sér hjálplegan og útvega menn til að bjarga hestinum upp úr gjánni, eða ef það mætti ekki takast þá að hann yrði aflífaður. Var nú skjótt brugðið við og leitað manna til ferðar. Urðu til þess þrír menn: Eyjólfur Pétursson, Þorsteinn Brynjólfsson og Baldvin Oddsson, sem einn er á lífi þessara manna og man atburð þennan ekki ver en atburð dagsins í gær. Þeir komu saman í Suðurkoti og ráðgerðu ferðina. Brandur hafði haft þann rauðstjörnótta með sér og var hann nú settur í hús.
Nú skal taka til veðurlýsingar öðru sinni. Þegar Brandur lagði í rökkurbyrjun upp frá Suðurkoti gerði níðsluslyddu. Af þessum sökum varð Brandur því nær alvotur. En ekki sakaði meðan frostlaust var. Brandur var því blautur og hrakinn er hann kom aftur að Suðurkoti. Vildu húsráðendur þá endilega, að hann færi ekki lengra heldur tæki sér gistingu. Brandur var enn ósveigjanlegur að halda ferðinni áfram. Kvað nú eina skylduna hafa bætzt við, að hann héldi áfram, að sjá hvernig Móskjóna sínum reiddi af. Og hversu hart sem að honum var lagt fór hann af stað með fyrrtöldum hjálparmönnum. Þeir þræddu nú slóðina suður, en nú hafði enn orðið breyting á veðri. Gerði heiðríkju með froststirðnanda í fyrstu, sem óx mikið er leið að miðnætti og gerði þá hörku frost.

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Þegar þeir félagar komu á barm Stóru-Aragjár, var ekki björgulegt um að litast. Móskjóni sokkinn enn dýpra í gjána og enga björg hægt að veita. Varð það úr að hesturinn var skotinn þar sem hann var kominn. Liggja því beinin hans Móskjóna frá Skálanum á botni Stóru-Aragjár. Var því ekki um annað að gera fyrir Vogamenn en halda heim. Ekki vildi Brandur fylgja þeim hvernig sem þeir lögðu að honum. Mátti sjá að Brandur var orðinn allþrekaður og blautur og frostið harðnandi. Konan ein heima með börnin og féð um alla haga. Og þar sem ekki tjóaði Brand að letja, skildi þarna með honum og Vogamönnum. Sagðist Brandur mundi halda að Stóra-Skógfelli og þaðan taka stefnu í Sandakradal undir Fagradalsfjalli.
Í Suðurkoti var enn ljós er þeir komu þangað Vogamenn. Í vökulokin hafði annar Grindvíkingur komið að Suðurkoti, Magnús Þorláksson, frá Móum í Þorkötlustaðahverfi. Er hann heyrði um ferðir Brands og ásigkomulag allt var honum ljóst, að hann væri hjálparþurfi. Bjóst hann því til ferðar. Magnús hélt sporunum allt suður um Stóru-Aragjá. Sá hann glöggt leið Brands og hélt áfram. Þegar hann kom að svo nefndum Hálfnaðarhól er Brandur þar. Verður þeim báðum bráðlega ljóst, að Brandur er kalinn á fótum, eru fæturnir tilfinningarlausir allt að ökklum. Kom það á daginn, að Brandur hafði ekki verið sem bezt búinn í fæturna, í einum sokkum og með íslenzka skinnskó. Mun þeim félögum ekki hafa virzt annað mögulegt en reyna að halda ferðinni áfram. Gekk Magnús fyrir en Brandur í spor hans. En seint gekk ferðin, því víða voru kafhlaup. Magnús fylgdi Brandi að Hrafnahlíðum bak Sigluhálsa. Þá hafði Brandur sagt, að hann kæmist nú heim. Bað Brandur Magnús að koma við á Hrauni og fá Guðmund bróður sinn að koma og huga að fénu, en fara svo að Þorkötlustöðum og fá Hjálmar bróður sinn til að senda menn til héraðslæknisins Þorgríms Thoroddsens í Keflavík og fá ráðleggingar hjá honum um meðferð á kalinu. Magnús gerir nú þetta. Svo sögðu þau hjónin Guðmundur og Agnes á Skálanum, að það hafði verið undir fótaferðatíma sem Magnús guðaði á gluggann hjá þeim þennan morgun og sagði þeim tíðindin. Guðmundur brá þegar við og fór að Skálanum. Þetta haust hafði Guðmundur gert sér skíði úr valborðum. Brá hann þeim undir fætur sér og hélt að Skálanum. Var Brandur þá kominn í rúmið. Guðmundur fór þegar að huga að fénu, austur á Töngum, Selatöngum, og upp undir Hlíð. Hafði féð hnappað sig og var ekkert hægt fyrir það að gera eins og á stóð. Segist Guðmundur aldrei hefði komizt þessa leið hefði hann ekki haft skíðin. Hjálmar sendi þegar tvo harðfríska unga menn til Keflavíkur, þá Júlíus son sinn og Gísla Hafliðason frá Hrauni. Fóru þeir til Keflavíkur og til baka aftur samdægurs, og segist Júlíus sjaldan hafa þurft að leggja harðara að sér en í þetta skipti. Daginn eftir fór hann austur á Skála. Honum sagðist svo frá á síðastliðnu sumri, er hann var inntur eftir: Þegar ég kom að Skálanum og inn í baðstofu sat Brandur á rúmstokknum, með sængur utan um sig, en báðar fæturnar í vatni. Þá var það siður að þýða kal með köldu vatni og helzt kældu með snjó eða klaka. Ég segi það eins og það er mér lá við yfirliði. Eg gekk út, þoldi ekki að horfa upp á þetta. Á Þorláksmessudag, var Brandur fluttur til Keflavíkur og þar var hann undir læknishendi fram á fyrsta sumardag 1912. Kom þá heim örkumla maður. Allar tærnar af báðum fótum og helmingur ristanna. Skein í hælbein annars fótar bert.
Estiva - 221Þegar allar aðstæður eru athugaðar er ekkert undarlegt þó Brandur legði kapp á að komast heim. Á Skálanum er fjörubeit mikil og góð en flæðihætta um alla fjöru, heiman frá bæ um Ragnagjögur og Göngukvennabása allt austur á Selatanga. Konan með drengina tvo heima,, en þá var Margrét vestur í Járngerðarstaðahverfi í skóla. Er Margrét kom í skólann um morguninn, sá hún að eitthvað var á seyði. En hvað og hvort það snerti hana, vissi hún ekki, fyrr en skólastjórinn kallaði hana á eintal og sagði henni hvernig komið væri og nú yrði hún að fara úr skólanum til mömmu sinnar og vera henni til aðstoðar. Snemma leggjast þungar byrðar á veikar herðar og grannar. Og hvert var nú hlutverk Estívu, konunnar, með börnin 12, 6 og 3 ára? Jú, auk húsmóðursstarfanna voru gegningar fjárins. Fara upp hverja nótt og ganga á fjörur, fara út í sker hvernig sem viðraði og reka upp. Skiljandi börnin ein eftir í bænum. Hvað mundi verða um þau ef eitthvað kæmi fyrir hana á leiðinni? Enda stóð hún oft hikandi við dyrastafinn og horfði út í svarta nóttina, að fara eða fara ekki. Sama spurningin nótt eftir nótt. Barátta, hörku barátta, hverja stund, hverja nótt, hvern dag og sigur, en hver er hamingjusamur þó sigur vinnist eftir þvílíka baráttu? Þau Brandur og Estíva bjuggu á Skálanum til fardaga vorið 1912. Fluttust þá í þurrabúð að Hópi og bjuggu þar til vors 1915, að þau fluttust til Hafnarfjarðar. Þar skildu þau samvistir.
Enginn skyldi halda að sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks væri buguð, þó allmikið blési á móti. Brandur stundaði sjó eftir sem áður og reri á opnum skipum frá Grindavík og enn var hann með beztu ræðurum, sem þar flutu. Reri hann víða um land, á Austfjörðum og Langanesi. Hann var á kútterum bæði frá Hafnarfirði og víðar og hann var með á því skipi, sem seinast sleytti kili við klappir í Dritvík, auk þess stundaði hann alla verkamannavinnu sem til féll hér í Hafnarfirði: uppi á reitum og niðri í skipum við Hafskipabryggjuna. Og Estiva átti eftir að standa við fiskþvott í mörg ár hér í Hafnarfirði eftir þetta og ganga til hverskonar starfa.
Milli þessa fólks var aldrei einu orði minnzt á þessa hrakninga. En þessi örlagasnjór mun þó hafa lagzt þungt á alla. En þau urðu afdrif hans, að hlýindi gerði rétt á eftir og leysti snjóinn allan upp. Því hefi ég gerzt langorður um þetta, að ég þekkti þetta fólk. Það var lengi hér meðal okkar Hafnfirðinga. Ungur heyrði ég frá þessu sagt og það festist mér í minni. Þegar ég svo frétti að ekki hafði verið eitt orð um þetta skrifað, þá langaði mig að safna því saman sem sannast væri um þetta og var svo lánsamur. að hitta fyrir langminnugt fólk og trútt í frásögn, sem gat frætt mig um viðburði þessa.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, Gísli Sigurðsson, jól 1967, bls. 7, 9 og 10.

Brandsgjá

Brandsgjá.