Sveifluháls

Þeir eru margir sauðahellarnir og sauðaskjólin á Reykjanesskaganum.
Til var þó einn slíkur er bar það nafn; Sauðahellir. Hann var og er á Sveifluhálsi sunnan Sandfellsklofa. Um er að ræða sérstaklega Sandfellsklofifáfarið svæði því gamla þjóðleiðin, Undirhlíðaleið, lá undir vestanverðum hálsinum, en mjög fáir fóru þá með honum ofanverðum. Gömul gata upp á hálsinn frá Sandklofa bendir þó til þess að sú leið hafi verið farin fyrrum, enda Sveifluhálsinn allur sérstaklega auðveldari yfirferðar en almennt hefur verið talið. Líklega má telja að þessi leið hafi verið fjölfarnari en ætla mætti, þótt engin séu þar sporin. Hafa ber í huga að yfirborðið er þarna móberg og basaltsandur. Öll ummerki á yfirborði hverfa því við fyrstu veðrabrigði, eins og dæmin sanna.
Sauðir voru jafnan í hávegum hafðir, einkum góðir sauðir. Á sumrum héldu þeir hópinn og er nefndur Sauðahellir til sanninda um það. Enn í dag (árið 2010) má finna sterka sauðalykt í hellinum. Raunar er hellirinn sá ekki einn, heldur tveir, með stuttu millibili, og ættu því að heita Sauðahellar.
Sveifluháls-4Annars er svæðið þar sem hellirinn/hellarnir eru bæði allnokkuð sérstakt en þó eðlilegt miðað við þróun eldgosa í gegnum árþúsundin. Sveifluhálsinn myndaðist í goshrinu undir jökli á ísaldarskeiði. Myndun hans er móberg. Gígarnir ofan við Sandfellsklofa og Norðlingasand mynduðust hins vegar á sprungurein á núverandi hlýskeiði. Um hefur verið að ræða lítið gos með litlu hraunrennsli og miðað við útlit þess og gróninga gæti verið um hraun að ræða frá svipuðum tíma og Ögmundarhraun, eða frá því á 12. öld. Afstaða þessi er ekki studd neinum vísindalegum rökum.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Krýsuvík segir m.a. um svæði þetta: „L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Markrakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. 

Sauðahellir

Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð.
Sveifluháls-5Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver.
Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — Sveifluháls-6miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Svo mörg voru þau orð – enda standa þau óröskuð enn þann dag í dag. Af lesningunni má sjá að Gísli hafði ekki litið Sauðahelli auga. Hann er ekki í alfaraleið hefðbundinna leiða til og frá Krýsuvík, en engu að síður hefur hann verið vel kunnur kunnugum á Krýsuvíkuleiðunum. Sem fyrr sagði gátu kunnugir gjarnan haldið á hálsinn, hvort sem þeir komu Undirhlíðaleiðina um Sandsfellsklofa eða syðri Stórhöfðastíginn upp með austanverðri Hrútargjárdyngju í stað þess að þræða undirlendið með hálsrótinni að norðanverðu. Ætlunin er að rekja nyrðri Stórhöfðastíginn í næstu FERLIRsferð.
Sauðaanganin er a.m.k. enn í Sauðahelli/Sauðahellum á framangreindum stað.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

 

Grímshóll

Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðru vísi við.
Hólmabúð fjær - Stapabúð nærVogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó framað norðanverðu. Uppi á hæstu brún trjónir Grímshóll. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað fram af berginu. Enn má sjá leifar þessa óþrifnaðar, en hann er þó á hverfanda hveli.
Stapinn er hvað kunnastur fyrir Stapadrauginn. Reykjanesbraut liggur um sunnanverða undirhlíð Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Vegurinn lá fyrr á öldum nokkru norðar, þ.e. um Reiðskarð, en var síðar færður sunnar uns núverandi vegstæði varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir órökkrinu er væntanlega sú að áður fyrr fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg.  Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. Einungis er vitað um að einu sinni hafi tekist að ná mynd af draugsa á Stapanum, en hún virðist óskýr.
Leifar KerlingarbúðarUndir Stapanum eru allnokkrar minjar, þ.á.m. Kerlingarbúðir. Búðirnar heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Fiskislóðin Gullkista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á miðunum í Stakksfirði, en svo nefnist fjörðurinn, sem Stapinn stendur við, en Vogavík innar nær Vogum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes. Hvorki Vogabúar né Sandgerðingar voru par ánægðir með viðskilnaðinn, hvorir á sínum tíma. Innar eru minjar Stapabúðar, enn einnar verstöðvarinnar.
Camp Dailey
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og veggir þess húss standa enn þá. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum. Hleðslurnar sjást enn utan í Grímshól.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.

Stapinn

Stapagata ofan Reiðskarðs.

Stapinn er bæði skjólgóður og sagnaríkur staður. Um hann ofanverðan liðast Stapagatan milli Reiðskarðs og Stapakots í Innri Njarðvík. Skammt frá henni má greina gamlar tóftir norðan undir Narfakotsborginni (Grænuborg), gróinni fjárborg við sjónarrönd. Líklegt er að þessar minjar og fleiri munu hverfa fyrir fullt og allt vegna framkvæmdargleði Njarðvíkurmegin.
Líklega eru mikilvægustu minjarnar á Njarðvíkurheiðinni gróinn fótur landamerkjavörðu. Þegar höfnin var byggð í Vogum var allt tiltækt grjót tekið og sturtað í höfnina, m.a. þessi varða. Stærsta og þyngsta grjótið varð jafnan eftir og má því sjá þess merki á lágum klapparhól skammt vestan við núverandi Reykjanesbæjarskilti og Rockvillestíl. Ef tekið væri af þessu kennileiti mið í Innri-Skoru annars vegar og Arnarklett við Snorrastaðatjarnir hins vegar – enda sjónhending þar á millum – myndi land Voga stækka sem því nemur. Ekki er óraunhæft að ætla, og eflaust eru til gögn þessu til staðfestingar. Bara það eitt væri hið ágætasta efni í enn eina þjóðsöguna.Stapinn

Fjárskjólið

Ætlunin var að ganga niður frá Litlu-Eldborg um Litlahraun vestan Krýsuvíkurhrauns að Bergsenda (eystri).
GongusvaedisFylgja átti Bergsendastíg á Strandabergi ofanverðu neðan Klofninga, framhjá Keflavík, neðan Fjárskjólshrauns og að Háahrauni. Þar var ætlunin að koma við á Skyggnisþúfu og Hraunþúfu. Á báðum eru vörður. Á leiðinni átti að skoða hinar fjölskrúðugu bergmyndanir ofan bergsins. Til baka var ætlunin að fara Krýsuvíkurhraunið skágengið um Hellnastíg að upphafsstað. Annars var Krýsuvíkurbergið fyrrum skipt sbr.; „Austast er Strandaberg, þar átti Strandakirkja ítak til eggjatekju og fuglaveiða. Vestan við það er Kotaberg, þar áttu hjábýli Krýsuvíkur rétt á eggjatekju og fugla. Þar næst er Heimaberg, þar átti höfuðbólið fugla- og eggjatekju.“
KotabergÞegar skoðuð er örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar af svæðinu má m.a. lesa eftirfarandi: „
Eldborg stóru, sem áður er á minnst, og Eldborg litlu, sem er aðeins neðar og liggur Akvegurinn milli þeirra. Krýsuvíkurhraun kallast allt hraunið, en niður af Eldborgunum er Klofningur eða Klofningshraun. Milli Eldborganna er reyndar talað um Eldborgahraun. Neðst á Klofningi er Kletturinn og þar rétt hjá er Klettsgreni. Stígurinn sem liggur af Breiðgötum nefnist Bergsendastígur. Neðan við Klett spölkorn liggur stígur upp á hraunið og austur um það, nefnist Hellnastígur. Í austur frá honum þar sem hann beygir niður og í suðurátt blasir við Hellnahæð, og á henni Hellnahæðarvarða. Þar spölkorn neðar á sléttu klapparhrauni eru hellar. Gvendarhellir er þeirra merkastur, tekur móti 200 fjár. Nokkru neðar er svo Bjálkahellir, og austur frá þessum hellum er svo Krýsuvíkurhellir og enn austar er Fjárskjólshellir í Fjárskjólshrauni.
BergsendastigurGuðmundur sá er byggði Lækjarbæinn hafði fé sitt í Gvendarhelli. Hann byggði sér skýli allgott við Hellismunnann. Að sunnan var íbúðarkompa hans, en að ofan var geymsla. Þar á milli var gangur, þar um fór féð í hellirinn. Við þetta bjó Guðmundur nokkra vetur: Þótti honum langt að fara að fé daglega heima frá Læk austur í hraunið.
Klettstrýta er hér ekki langt frá Hellunum, nefnist hún Arnarsetur. Héðan er skammt niður í Keflavík. Austur af Fjárskjólshrauni er Háahraun. Í því er Háahraunsskógur. Þar var gert til kola frá Krýsuvík. Tvær hraunnybbur eru þarna Keflaviká hrauninu, nefnast, önnur Skyggnisþúfa, hin Hraunþúfa. Er þá komið á Austurbrún hraunsins.“
Þegar framangreindar götur eru gegnar má sjá að
Gísli hefður greinilega ruglað saman Hellnastíg og Bergsendastíg. Báðir eru greinilegir í gegnum hraunin ofan bergsins. Fyrrnefndi stígurinn liggur beint að Gvendarhelli, en erfiðara er að rekja hann að Fjárskjólinu í Fjárskjólshrauni. Víða í sléttur og grónu hrauninu hafa verið hlaðnar litlar vörður, en þær vísa allar á greni. Síðarnefndi stígurinn er auðrakinn að Keflavík. Frá Víkinni liggur stígur yfir á gróna sléttu ofan bergsins og má telja augljóst að þar hafi fé úr Fjárskjólinu verið beitt fyrrum, enda Skyggnisþúfan beint þar fyrir ofan.
StrandarbergEn hvar voru nefndar Breiðgötur. Í örnefnalýsingunni segir: „Fitjagata lá austur og inn um lægð norðan undir Strákum og er komið var að Selöldu, þá lá hún upp í Heiðina upp á fyrr nefndan Húsmel. Vestan við Fitjalækinn liggur nú Bílaslóðin allt niður á berg og vestur að hraunbrúninni. Austan og sunnan Austurlækjar er Bleiksmýrin. Fram af henni niður og austur allt að hrauninu liggur svo Krýsuvíkuheiðin eystri eða Austurheiðin. Fátt er hér örnefna. Suður á heiðinni er Heiðarfjárhús. Beitarhúsið. Síðan ekki neitt fyrr en kemur fram á Berg. Frá Austurlækjarvaði og Áningaflöt liggja slóðir eða götur. Alfaraleið austur á allbreiða mela ofan Bleiksmýrar. Þar nefndust Breiðgötur. Er austar dregur liggja þær alveg neðst við Geitahlíðarskriður. Hér blasir Eldborgin við Stóra-Eldborg. Milli hennar og Geitahlíðar er skarð, nefnt Deildarháls.“
Alfaraleiðin er enn augljós undir Geitarhlíð og um Deildarháls. Þegar kvikmyndin „Flags of ours fathers“ var tekin á og undir Arnarfelli var hluta götunnar eytt við Grástein, þ.e. þar var gert bílastæði með samþykki Fornleifaverndar ríkisins. Svo undarlega vildi til að jarðýtan bilaði er tönninn rakst í steininn – og þótti kunnugum það ekkert undarlegt í sjálfu sér. Fornleifafræðingur á vegum stofnunarinnar sagði götuna vera „lækjarfarveg“, en öðrum minna menntuðum fannst skrýtið að lækur hefði runnið þar upp á móti. Steininum var þyrmt af sjálfsögðum ástæðum og sést hann enn í utanverðu stæðinu (sem var).
GvendarhellirMálið er að skoða þarf hlutina í samhengi; Gísli fór allra sinna ferða fótgangandi. Ein dagsferð (jafnvel eftir fullan vinnudag) til Krýsuvíkur „orkaði“ ekki lengri ferð en þangað, hvað þá að halda áfram inn í Klofninga eða um Bergsenda til Keflavíkur og jafnvel lengra til að meta aðstæður. Því má telja næsta víst að margt af því sem hann skráði hafði hann ekki hvorki haft tök á að sannreyna né haft yfirsýn yfir og því ekki ólíklegt að eitthvað hafi getað skolast til í lýsingunum, sbr. framangreint. Gísla til málsbóta má þó telja að allflest það sem hann skráði hefur við nánari skoðun átt við rök að styðjast, sumt reyndar með smá frávikum sem varla er orð á gerandi.
HellnastígurÍ öllum lýsingum hans er getið aragrúa örnefna svo telja verður af sanngjarni að einhver þeirrra kunni að orka tvímælis. Svo var t.d. um örnefnin „Skyggnisþúfa“ og „Hraunþúfa“ í þessari ferð. Þau eru bæði til og á nefndum stöðum, merkt með vörðum, en ekkert gefur í raun nákvæmlega til kynna hvar þau eru í landsaginu. Háahraun er t.a.m. allnokkuð ofan við þessi kennileyti sem og Háahraunsskógur.
Hafa ber í huga að Gvendarhellir var allflestum gleymdur á 20. öldinni. Á örnefnakorti fyrir Krýsuvík er hann t.d. staðsettur í Litlahrauni, en þar mun hafa verið selstaða um tíma frá Krýsuvík. Þá hafði einnig þjóðsagan um Grákollu frá því í byrjun 18. aldar fallið í gleymsku um Arngrím frá Læk, sem áður hafðist við í nefndum „Gvendarhelli“.
Frábært veðir. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Keflavík

Keflavík – rekaítak Krýsuvíkurkirkju.

 

Eldvörp

Í Fréttablaðinu árið 2012 er umfjöllun;  „Gengu fram á óþekktar minjar„, eftir  Óla Kristján Ármannsson. Fjallað er um minjar í og við Eldvörp ofan Grindavíkur.

Óli Kristján Ármannsson

Óli Kristján Ármannsson.

„Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fornleifafræðingur og áhugamaður um náttúru og menjar á Reykjanesi, telur að mannvistarleyfar í Eldvarpahrauni við Grindavík kunni að vera enn eldri en talið er. Í félagi við annan gekk hann fyrir nokkrum árum fram á byrgi sem enginn hefur komið nálægt í hundruð ára. Hann leiddi blaðamann og Gunnar V. Andrésson ljósmyndara um svæðið og fræddi um kenningar sínar. Minjarnar séu „Tortóla“ verkafólks við útgerð.

Fornminjar í Eldvarpahrauni þarf að rannsaka mun betur áður en tekin er ákvörðun um aðrar framkvæmdir á svæðinu, sem er í nýtingarflokki í drögum að rammaáætlun. Eldvörp eru norðvestur af Grindavík, ekki ýkja langt frá Bláa lóninu. Þar er að finna lítt rannsakaðar mannvistarleifar.

Gunnar V. Andrésson

Gunnar V. Andrésson.

„Og aldrei að vita hvað annað kæmi í ljós ef fram færi gagnger rannsókn á svæðinu,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur, sem safnað hefur margvíslegum fróðleik um náttúrufar og minjar á Reykjanesi. Hann telur að minjar sem er að finna í Eldvörpum séu jafnvel enn eldri en leitt hefur verið líkum að áður, því þær kunni að tengjast útgerð í Grindavík, en heimildir eru um verstöð þar frá miðöldum, allt frá tólftu og fram á fimmtándu öld.
„Menn hafa velt upp alls konar hugmyndum um þessi hlöðnu byrgi, þar á meðal hvort þarna kunni að hafa verið felustaðir sem fólk hafi komið sér upp eftir Tyrkjarán af ótta við fleiri árásir,“ segir hann, en telur sjálfur útilokað að þarna sé um einhverja mannabústaði að ræða, einkum smæðar þeirra vegna.

Ómar Smári Ármannsson

Ómar Smári Ármannsson.

„Mér finnst líklegra að þarna hafi verið fiskigeymslur. Nokkurs konar „Tortóla“ þess tíma þar sem verkafólk gat skotið fiski undan og sótt í þegar vistir þraut. Útvegsbændur áttu ekkert í þá daga – Skálholtsstóll átti allt. Sækja mátti þarna fisk til nauðþurfta. Um tveggja alda skeið sultu Grindvíkingar heilu hungri. Það skyldi því engan undra að þeir hafi reynt að koma einum og einum fiski í skjól til nota þegar í nauðir rak. Fólk þurfti ekkert að hlaða sér felustaði þarna í hrauninu þar sem nóg er um rúmgóða hella þar sem fjöldi fólks hefur getað látið fyrirberast. Auk þess líkjast byrgin í Eldvörpum öðrum fiskigeymslum með ströndinni, hvort sem er í Strýthólahrauni, við Nótarhól eða á Selatöngum.“

Fundu áður óþekkt byrgi
Um leið áréttar Ómar Smári að kenningar þessar kalli allar á mun meiri rannsóknir til þess að nálgast megi lausnina á þeirri ráðgátu sem þessar mannvistarleifar í Eldvörpum eru. Standist kenningin um undanskotið gæti þarna hins vegar verið um að ræða mannvistarleifar frá því ekki löngu eftir að gaus síðast í Eldvörpum 1228.
EldvörpÞá segir Ómar Smári annað benda til þess að hlöðnu byrgin hafi verið notuð undir eitthvað matarkyns. Á svæðinu eru nefnilega um sjötíu hlaðnar refagildrur sem enn sjást. „Og þá hafa menn viljað koma í veg fyrir að refurinn kæmist í eitthvað.“ Að auki voru refaskinn allmikil verðmæti hér áður fyrr og því eftir nokkru að slægjast með því að veiða refinn.
Eins bendir staðsetning byrgjanna til þess að um felustaði af einhverju tagi hafi verið að ræða. „Það fer enginn hingað lengst inn í torfarið hraun án einhvers sérstaks erindis,“ segir Ómar Smári. Enda er það svo að jafnvel nú, með vegi í grennd og göngufólk ágætlega búið, að handleggur er að komast að byrgjunum.
EldvörpNokkur hlaðin byrgi eru þekkt í Eldvarpahrauni og greinilegt að þangað hefur göngufólk komið til að skoða þau. Það svæði hefur verið þekkt frá því það fannst aftur, að sögn Ómars Smára, árið 1872. Seinna fjallaði Ómar Ragnarsson svo um það í einum af Stiklu-þáttum sínum í Sjónvarpinu. Alls er þar að finna um tólf hleðslur, að sögn Ómars Smára, byrgi og refagildrur.
Ómar Smári og félagi hans Óskar Sævarsson römbuðu svo fram á tvö til viðbótar nokkru fjær árið 2006 í einni af gönguferðum þeirra. „Það var eiginlega Óskar sem rak augun í þetta þar sem við stóðum þarna á gjábarminum. Eru þetta ekki hús, sagði hann og benti? Jú, sagði ég. Tvö!“ Einu sporin í mosanum við þessi byrgi eru eftir Ómar sjálfan. „Þarna væri kjörið að taka jarðvegssýni í öðru hvoru byrginu til aldursgreiningar,“ segir hann.

Verðgildi svæðisins gæti aukist
EldvörpByrgin eru hlaðin úr hraunhellum. „Síðan hefur verið hlaðið rekaviði ofan á og fergt með hraunhellum. Við þetta myndast kjöraðstæður til að geyma þurrkaðan fisk, annað hvort í stæðum eða hengja hann í rjáfur,“ segir Ómar Smári, en hraunið er náttúrulega þannig að ofan í það hverfur raki og svo blæs í gegn um hellurnar sem hjálpar til við að halda fiskinum þurrum. „Ofan í þessum byrgjum má núna sjá hellurnar sem hafa hrunið ofan í þau þegar rekaviðurinn hefur fúnað undan þeim í aldanna rás.“
Byrgin eru svo ekki einu leifarnar um mannvistir í hrauninu. Ekki langt frá borholu HS Orku í Eldvörpum er að finna stóran helli þar sem fjöldi fólks gæti látið fyrir berast. „Og inni í hellinum er hlaðinn garður þannig að ekki sést hvað er fyrir innan,“ segir Ómar Smári.

Eldvörp

Í Brauðhelli.

Alveg ofan í borholunni er svo svokallaður Brauðhellir, en hann opnaðist þegar jarðýta braut ofan af honum við framkvæmdir á svæðinu. „En hitaveitan má eiga það að þeir gengu vel frá í kringum hann og pössuðu upp á hann eftir að hann kom í ljós.“ Áður var bara á hellinum lítið op og mikil gufa í honum og hiti sem væntanlega hefur verið nýttur til að seyða brauð og nafnið af því dregið, en í hellinum má líka sjá fornar hleðslur.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

„Allt þetta svæði þarf að kanna í leit að fornminjum,“ segir Ómar Smári og telur að varlega þurfi að fara í frekari orkuvinnslu í Eldvörpum. Í drögum að rammaáætlun eru Eldvörp í nýtingarflokki og áform uppi um að reisa þar allt að fimmtíu megavatta jarðhitavirkjun. „Ef þetta fær að vera óraskað í eitt til tvö hundruð ár þá margfaldast verðgildið í náttúruperlum eins og þessum. Nálægðin við þéttbýli gefur svæðinu líka aukið gildi.“

Eldvörp

Hellir nálægt Bláa lóninu.

Ómar Smári Ármannsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fornleifafræðingur. Hann er sérstakur áhugamaður um gönguleiðir, náttúru og sögu Reykjanesskagans og heldur úti ferðavefnum Ferlir.is, þar sem boðið er upp á margvíslegan fróðleik um svæðið, auk skipulegra gönguferða fyrir smærri og stærri hópa. Fram kemur á vefnum að upphaflega hafi FERLIR staðið fyrir „FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík“ sem hóf starfsemi árið 1999. Verkefnið vatt svo upp á sig.
„Og ég fór í fornleifafræði, svona til þess að fræðimennirnir gætu ekki slegið mig af borðinu sem áhugamann,“ segir Ómar Smári kankvís.“

Heimild:
-Fréttablaðið, 125 tbl. 15.12.2012, Gengu fram á óþekktar minjar – Óli Kristján Ármannsson, bls. 36.
Eldvörp

Geldingatjarnarsel
Samkvæmt afsölum var Geldingatjörn á Mosfellsheiði fyrrum í landi Mosfells.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi.Seljabrekka er sunnan við veginn til GeldingatjörnÞingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: „…þá sel ég hér með nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur“. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: „Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.
Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.“ Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum Geldingatjörnmerkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Enginn uppdráttur fylgdi eða skýr markalýsing. Merkjalínan er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.
Gengið var til suðurs frá Þingvallavegi þar sem hann rís hæst, á Hádegisholti, milli Seljabrekku og Stardals. Ætlunin var m.a. að skoða hugsanlega fjárborg á heiðinni er sést hafði á loftmynd sem og kanna staðfestingar á óljósum sögnum af selsminjum norðan Geldingatjarnar (sem reyndar höfðu einnig sést á loftmyndinni). Ekki er vitað til að þær minjar hafi áður verið skráðar á léréft, hvað þá í skjátexta.
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, voru Svanastaðir við útfallið úr Leirvogsvatni. Þeir voru byggðir um 1930, en íbúðarhúsið rifið um 1970. Aðstæður breyttust þarna þegar afrennsli vatnsins var stíflað.
Geldingatjarnarsel Landið á þessu svæði, sem og víða á heiðum Suðvestanlands, hefur að hluta orðið jarðvegseyðingunni að bráð; mosaþembur tekið við af runnagróðri sem og berir melar, en einstakar gróðurtorfur náð að þrauka, enn sem komið er.
Stefnan var tekin á hámelinn með væntanlegri fjárborginni. Áður hafði fótgöngulið verið sent í kring um Geldingatjörnina. Það þóttist finna þar eldgamla tóft, breiða. Tekið var hnit þar og myndir teknar. Ekki lá þá ljóst fyrir hvort um væri að ræða tóft eða náttúruleg ummerki, því þarna er ekkert gras, bara mosaþúfur. Þarna á melnum fyrir ofan meintar seltóftir er nyrðri Bringnaleiðin (óvörðuð, enda ekkert stæði eða efni á melnum), en leiðirnar voru tvær og komu saman við Illaklif.
Sem fyrr segir var stefnan tekin á hina meintu fjárborg á Hádegisholti, annað hvort nýhlaðinni eða endurhlaðinni (þrjú umför með langböndum á millum). Um 12 vindstig voru af norðri svo gott var að setjast niður í borginni og láta reyna á skjólið. Þótt „borgin“ væri ekki hærri en raun bar vitni (samt nógu há fyrir rollur), var þar feykigott skjól. Fróðlegt var að fá að vita að hvaða tilefni „fjárborg“ þessi var hlaðin og það þarna, á hæsta melhól heiðarinnar. Hafði eldri fjárborg verið þar fyrir? Þegar svara var leitað hjá Magnúsi bónda í Stardal, kom í ljós að Tryggvi Hansen, hleðslumeistari, hafði hlaðið þetta mannvirki fyrir ca. 20 árum vegna einhvers sérvitringsháttar. Staðurinn átti að vera merki í beinni línu milli Reykjavíkur og Þingvalla og afmarka eitthvað óljóst.
Tekin var stefna á tóftina á loftmyndinni. Gengið var beint á hana þar sem hún kúrði í skjóli undir lágum og reisulitlum mel, varin fyrir austanáttinni. Ofan melarins og neðan er hins vegar hið ákjósanlegasta beitarland, mýrar með safagrænum störum. Um er að ræða eitt hús, stekk aftan við það og kví norðaustar, fast undir melbrúninni. Kannað var og næsta umhverfi, en engar aðrar minjar voru sýnilegar. Selsvörðu var ekki til að dreifa, enda lítið um efni til uppbyggingar hennar. Hins vegar mátti sjá móta fyrir einum af hinum þremur Bringnavegum ofan selsins. Þetta sel virðist vera eins og Jónssel (eitt hús), en í Jónsseli er auk þess tóft er virðist vera hús, en gæti eins hafa verið kví. Fjárborg Erfitt er að áætla aldur þessarar tóftar, en eitt er víst; hún hefur að mestu verið gerð úr torfi og virðist forn.
Í leiðinni var litið á fjárborgir tvær skammt ofan við Gljúfrastein í landi Laxness. Þær voru friðlýstar árið 1976. Í lýsingum segir frá þeim, „það sem önnur er neðan þjóðvegarins og hin ofan hans. Heitir önnur Grænaborg, en hin er ónefnd“. Málið er að Þingvallavegurinn liggur milli fárborganna. Sú efri er sýnum minni en sú neðri, sem nefnd hefur verið Grænaborg. Fæstir vegfarendur, sem um Þingvallaveginn aka, virðast sjá þessar fornu minjar, en stefna þó óðfluga á hinn forna þingstað þar sem fátæklegra er um að litast – ef grannt er skoðað. Þingstaðurinn segir jú ákveðna sögu um sjórnskipan og menningu þjóðar í mótun, en fornar fjárborgir eru áþreifanlegur vottur um raunverulegt brauðstrit fólksins, sem flest okkar eru fædd af og fóstruð. Sama gildir um selin í heiðunum, götur, garða og önnur mannvirki hins árstíðarbundna amsturs. Þá voru greinileg skil milli verka, þ.e. hvað var gert í á vetrum og sumrum. Ártíðarhringurinn réði því til hverra verka var gengið hverju sinni. Sauðburðurinn á vorin, endurgerð mannvirkja, eggjatínsla, áburður, túnslétta, sláttur, slátrun, úrvinnsla afurða, kvöldvökur og þreying þorra. Allt voru þetta fastir liðir í lífi fólks og hver ártíð gerði sínar kröfur. Í dag er þessu öðruvísi farið; fólkir gerir kröfurnar og reynir jafnframt að uppfylla þær – með misjöfnum árangri þó.
Þá er það næsta: „Úlfarsfell hafði sel á heimalandi“. Spurning er hvar það kann að leynast?
Frábært veður. Sól og nægt súrefni að norðan. Gangan tók 33 mín.

Geldingatjörn

Geldingatjörn.

Ölkelduháls

Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum allt að 135 MW jarðvarmavirkunar á Bitru,
Sveitarfélaginu Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi, samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Af Á Ölkelduhálsiúrskurðarorðunum að dæma myndu sömu rök og hér eru notuð gilda og um öll önnur fyrirhuguð jarðvarmavirkjunarsvæði á Reykjanesskaganum.
„Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins og býr svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. Skipulagsstofnun telur ljóst að upplifun ferðamanna innan áhrifasvæðis Bitruvirkjunar myndi gerbreytast þegar horft er til umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og þeirra ásýndarbreytinga sem þær hefðu í för með sér. Stofnunin telur að í ljósi þess yrði ferðaþjónusta og útivist eins og hún er stunduð í dag samkvæmt framlögðum gögnum ekki lengur möguleg innan áhrifasvæðis virkjunarinnar.
Stofnunin telur að ráða megi bæði af umfjöllun í matsskýrslu sem og í umsögnum og Maríuerluegg á Ölkelduhálsiathugasemdum að um verði að ræða mikil neikvæð, óafturkræf og varanleg áhrif á ferðaþjónustu og almenna útivist vegna breyttrar ásýndar svæðisins og verulegs ónæðis af völdum hávaða bæði á framkvæmda- og rekstartíma. Fyrirhugað framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar er að stórum hluta til inni á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Ástæða fyrir skráningu svæðisins á náttúruminjaskrá er stórbrotið landslag og fjölbreytileg jarðfræði, m.a. jarðhiti. Þá njóta hverir, laugar og hraunið úr Tjarnarhnúki verndar samkvæmt 37. gr. náttúruverndarlaga. Á undanförnum árum hefur, samkvæmt matsskýrslu, það sjónarmið fengið aukið vægi í landslagsmati að svæði með tilteknu landslagi hafi meira verndargildi sem heild en vegna sérstakra, stakra, náttúrufyrirbæra. Breytingar á slíkum heildum hafa áhrif á heildarsvip landsins og sundra jafnvel heildinni. Mannvirki Bitruvirkjunar munu valda talsverðum neikvæðum áhrifum á upplifun landslags á svæði sem í dag hefur ákveðið gildi og nýtur sérstöðu vegna þess að þar eru fá og lítt áberandi mannvirki. Þannig breytist ásýnd landsins úr því að vera náttúrulegt yfir í manngert. 

Í Reykjadal

Ferðalangar sem nú aka um veginn inn á  Bitru koma skyndilega inn í litskrúðugt og fjölbreytt landslag og útsýni sem teygir sig yfir til Þingvallavatns. Þrátt fyrir núverandi verksummerki af mannavöldum hefur svæðið enn að geyma óvænta upplifun fáfarins svæðis.
Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mannvirki við Bitru muni rýra gildi svæðis sem er á náttúruminjaskrá m.a. vegna landslags. Virkjun á þessu svæði muni hluta niður svæði á náttúruminjaskrá, þar sem landslag miðað við núverandi ástand, myndi nær óraskaða heild sem gefi svæðinu gildi.“
Orkuveita Reykjavíkur hefur slegið frekari framkvæmdum á svæðinu á frest. Maríuerlan, sem hafði gert sér hreiður á fyrirhuguðu virkjunarsvæði mun því fá tækifæri til að koma upp unga sínum þetta sumarið.
Í raun gildir, sem fyrr sagði, framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa „verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins„?
Maríuerlan reynir að draga athygli frá hreiðrinu

Hrauntún

Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlu vegum.
Hinar gömlu Hrauntún-loftmyndgötur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil. sem vert er að gefa, a.m.k. svolítinn, gaum.
Í Skógarkoti var byggð fyrr á öldum stopul en telja má líklegt að það hafi verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Í Skógarkoti var beitiland ágætt en frekar erfitt var um heyskap og vatnsöflun. Í dag má allt um kring í Skógarkoti sjá handbragð liðinna kynslóða í hlöðnum veggjum og rústum. Í bókinni Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson er rakin saga Skógarkots og fólksins sem þar bjó á 19. öld.
Í Hrauntúni má sjá rústir af koti sem var reist um 1830. Hrauntún var í eyði um aldir og árið 1711 var það einungis þekkt sem örnefni í skóginum. Erfitt var um alla aðdrætti í Hrauntúni og þótti það afskekkt. Árið 1828 flutti Halldór Jónsson í Hrauntún og eftir það var samfelld byggð í Hrauntúni í um 100 ár. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhætti þar.
Austur af Víðivöllum og Stóragili í Ármannsfelli má finna örnefnið Litla-Hrauntún. Þar eru óglöggar rústir.
Talið er að Vatnskot á norður bakka Þingvallavatns hafi verið hjáleiga frá Þingvallastað. Þar hefur sennilega verið búið um aldir þrátt fyrir að á 19. öld hafi Vatnskot lagst í eyði en þó var þar þurrabúð með veiðirétti.
Gjábakki er eyðibýli skammt austan við Hrafnagjá. Á Gjábakka Skógarkot - loftmynder talið að kirkja hafi staðið á fyrri tímum. Ekki er nánar vitað um staðsetningu hennar. Íbúðarhúsið á Gjábakka eyðilagðist í eldi haustið 2001.
Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Útsýni af Arnarfelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt vestur til Esju, norður í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Jörðin Arnarfell var ávallt í eigu Þingvallakirkju en byggð var þar stopul. Talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Ef gengið er í austur frá Skógarkoti er komið að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum með túngarði um kring að hluta. Samkvæmt Ölkofraþætti bjó Þórhallur nokkur á Þórhallastöðum eða á Ölkofrastað en hann var uppnefndur Ölkofri eftir húfu sem hann bar jafnan á þingum.  Hann bruggaði öl í þingheim en sagan segir að hann hafi sofnað við kolagerð og brennt skóg nokkurra goða sem þeir höfðu keypt til nytja á þingi. Ölkofra þáttur rekur þrautagöngu Ölkofra við að leita sátta við goðana.
Leifar af eyðibýli eru við Bolabás. Þá eru tóftir Svartagils við samnefnt gil og var búið þar fram yfir 1970.
Á Þingvöllum eru fjölmargar götur og leiðir. Ofan við Hallinn lá t.a.m. ein þeirra. Þar hjá er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað. Þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann Minjar í Hrauntúniliggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu og var það lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þá voru þrjú býli í byggð á svæðinu; Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en lengur var búið í Vatnskoti.
Gengið var að Hrauntúni eftir Hrauntúnsgötu (ekki Nýju Hrauntúnsgötu. Gatan er ómerkt, en tiltölulega auðvelt er að fylgja henni upp að bæjarstæðinu. Þegar komið er að Efstubrún sést heim að Hrauntúni. Þar er varða, reyndar ein af landamerkjavörðum bæjarins og Skógarkots, sem þarna liggur til austurs og vesturs. Vörðurnar á mörkunum eru enn heilar og eru stórar og myndarlegar.
Fyrrum var þar allt fullt af lífi í Hrauntúni, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og Garður í Hrautúnirústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið í Hrauntúni, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.
Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni var Gaphæðaslóða fylgt til austurs. Slóðinn er ómerktur, en greinilegur á köflum. Skyggnisvarða er austan við túngarðinn. Þar sést stígurinn t.a.m. mjög vel. Áður en komið er upp í Gaphæðir er farið yfir a.m.k. þrjár gamlar götur er liggja frá Ármannsfelli með stefnu í Stóragil og áfram að brú á Gaphæðargjá.. Sú vestasta er greinilegust og sjáanlega nýlegust. Hinar eru reiðleiðir með sömu stefnu.
Gengið var til baka með stefnu á Skógarkot. Landamerkjavörðurnar gefa stefnuna til kynna. Þegar komið var að þeirri næstu kom í ljós hið ágætasta útsýni niður að Skógarkoti.
Þegar komið var að Gjábakkavegi var gengið svo til beint inn á Hrauntungugötuna. Gatan, þótt ómerkt sé, er greinileg alla leið að Skógarkoti. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veg, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa urðu á landinu á 20. öldinni.
Skyggnisvarða austan HrauntúnsRétt við túngarðinn er akvegur. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Sunnan við túngarðinn liggja Veiðigata (austar) og Vatnskotsgata í áttina að Þingvallavatni. Sú fyrrnefnda er stikuð, en ekki sú síðarnefnda, enda óþarfi vegna þess hversu greinileg hún er.
Í Skógarkoti eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefrur steinsteypan verið notuð við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina.
Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að
Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Þá var mikið um að vera við Almannagjá, þann 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi Gaphæðaslóðihonum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Ekki kemur fram í Landnámu hver hafi numið landið norðan og austan við Þingvallavatn en í Íslendingabók skýrir Ari fróði frá Þóri kroppinskegg, sem átt hafi land í Bláskógum, sem lagt hafi verið til neyslu Alþingis. Fræðimenn hafi greint á um hvar umrætt land sé og hvaða þýðingu það hafi að Íslendingabók greini að landið hafi verið lagt til Alþingis neyslu.
Björn Þorsteinsson telur í riti sínu Þingvellir, að Þórir kroppinskeggur hafi átt það land, sem lá undir jörðina Þingvelli og hjáleigur hennar. Einnig telur Björn að landamerki Þingvalla, eins og þeim sé lýst í landamerkjaskránni frá 1896, hafi að mestu leyti verið þau sömu og í upphafi. Greind ummæli Íslendingabókar telur Björn að feli í sér að ábúandi hafi þurft að þola tilteknar kvaðir og Alþingishald bótalaust en jörðin Þingvellir hafi að öðru leyti verið venjuleg eignarjörð.
Vitað er að um 1200 hafi verið prestsskyld kirkja á Þingvöllum og þá er vitað með vissu að Brandur Þórsson hafi búið á Þingvöllum um 1200 og heimildir geti einnig um að á seinni hluta 12. aldar hafi búið þar Guðmundur Ámundason gríss.
Í Vilchinsmáldaga frá 1397 sé ekki minnst á land jarðarinnar, hins vegar er ljóst samkvæmt Gíslamáldaga frá 1575 að jörðin hafi verið komin í eigu kirkjunnar á ofanverðri 16. öld, þar segi orðrétt: „Kirkian a Thijingvelle. a heimaland alltt med gögnum og giædum. Skjalldbreid.“
Í Vísitasíubók Jóns biskups Árnasonar frá 1726 sé að finna sömu tilgreiningu auk þess sem þar sé getið jarðanna Vatnskots, Skógarkots og Svartagils, sem sagðar eru Bæjarhóllinn í Skógarkotibyggðar í heimalandi jarðarinnar.
Í lögfestu Markúsar Snæbjörnssonar frá 1740 sé lýst landamerkjum jarðarinnar og sé þar að finna fyrstu lýsinguna á landamerkjum Þingvalla. Lögfestan sé í samræmi við landamerkjaskrána frá 1886 og allt land innan merkja lýst eignarland kirkjunnar. Hér veki það athygli að ekki sé greint á milli heimalands og afréttarlands auk þess sem landamerkin, sem byggt er á, séu mjög skýr.
Í landamerkjaskrá prestssetursins Þingvalla frá 1. september 1886 sé land jarðarinnar án nokkurrar aðgreiningar í heimaland og afréttarland en hjáleigurnar Arnarfell, Skógarkot, Hrauntún og Svartagil, séu taldar liggja innan marka jarðarinnar. Landamerkjabréfið hafi verið þinglesið 7. júní 1890 og innfært í landamerkjabók sýslumanns. Lýsing á merkjum Þingvallatorfunnar sé í góðu samræmi við eldri heimildir um landamerki hennar, sbr. lýsingu í lögfestunni frá 1740 varðandi umrætt svæði.
Í fyrrgreindum heimildum hafi því verið gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Björns Pálssonar fyrir Þingvallasókn frá 1840 sé að auki getið töluverðs fjölda hjáleigna og eyðibýla, sem eigi að hafa legið í landi Þingvalla.
VatnskotsgataÍ kjölfar þess að landamerkjalögin tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir Þingvallakirkjuland. Loks geta heimildir einnig um að bændur í Þingvallasveit og í Grímsneshreppi hafi rekið fé til beitar á landsvæði, sem talist hafi til Þingvallalands, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Þingvallasóknar.
Hjáleigur hafa ekki verið stofnaðar í afréttarlandi heldur hafi þær átt óskipt beitiland með aðaljörðinni. Hjáleiguformið hefur síðan horfið um og upp úr aldamótum 1900 með sölu þjóðjarða og kirkjujarða til ábúenda. Algengt er að til séu sameiginleg landamerki fyrir svonefndar torfur, þ.e. sameiginleg ytri landamerki. Sú staðreynd að hjáleigur hafi verið byggðar út úr landi Þingvallajarðarinnar og þær ekki stofnaðar í afréttarlandi bendi til þess að allt land Þingvalla hafi legið innan eiginlegs heimalands.
Í þeim heimildum, sem getið hefur verið um, sé gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafi verið á árunum 1706-1711, segi um hjáleigurnar að þær séu byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni kemur fram um hjáleiguna Vatnskot: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt
Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Samkvæmt jarðabókinni hefur afrétturinn á Skjaldbreiðarhrauni ekki verið brúkaður yfir 40 ár, m.a. vegna snjóþyngsla fram á sumar og uppblásturs. Þingvellir Heimtröðin að Skógarkotiásamt hjáleigum sem og jarðir í einkaeigu hafa verið sagðar eiga umræddan afrétt. Þegar hætt hafi verið að nýta Skjaldbreiðarhraunið sé líklegt að beitt hafi verið í landi Þingvalla og það verið notað til beitar, ekki einungis fyrir Þingvallatorfuna ásamt hjáleigum, heldur einnig aðrar jarðir.
Sturlubók 9. kap. og Þórðarbók 60. kap. segi, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfussár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út“. Í Hauksbók 9. kap. sé landnámsmörkunum lýst svo, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Hranna Gjollnes“. Hranna Gjollnes standi sjálfsagt fyrir „Hrannagjá ok öll nes“. Allar þrjár Landnámugerðirnar telji landnámsmörkin að austan að neðanverðri Ölfusá, hvort sem átt sé eingöngu við Sogið, eða þann hluta Hvítár sem nú er kallaður Ölfusá ( þ.e. Hvítá eftir að Sogið fellur í hana og til sjávar) eða ef til vill bæði Ölfusá og Sogið. Þingvallavatn hafi verið kallað Ölfossvatn í fornöld og sunnan við vatnið standi enn bærinn Ölfusvatn. Vatnsfall það, sem nú sé kallað Sogið hafi líklega verið nefnt Alfossá eða Ölfossá í öndverðu. Hvernig sem öllu þessu hafi verið varið sé langlíklegast að austurmörk landnáms Ingólfs hafi verið að Langistígurneðanverðu austan megin núverandi Ölfusár og síðan Sogið upp í núverandi Þingvallavatn. FERLIR er því þarna enn innan upphaflegs markmiðs, þ.e. að skoða fyrrum landnám Ingólfs heitins.
Um austurmörkin að ofanverðu skilji heimildarritin nokkuð á. Eftir Sturlu- og Þórðarbók mætti ætla, að Ingólfur hefði helgað sér landið sunnan og vestan vert við Þingvallavatn og norðan við það allt til Öxarár. Hafi Öxará þá runnið í forna farveginum í Þingvallavatn, þá hafi landnám Ingólfs eftir Sturlu- og Þórðarbók aðeins náð austur fyrir Kárastaði og Brúsastaði, en hafi hún þá runnið svo sem hún renni nú, þá hafi Ingólfur helgað sér land upp að ánni frá Brúsastöðum og að Almannagjá og síðan að ánni um gjána og niður til vatnsins að vestanverðu árinnar. Ekki verður séð, að landið norðanvert við Þingvallavatn, austur frá Öxará, samkvæmt forna eða nýja farveginum, og að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, að minnsta kosti ekki í öndverðu.
Hauksbók telur mörkin nokkru austar. Eftir því að dæma hafi Ingólfur helgað sér landspilduna allt frá Öxará til Hrafnagjár sem gangi upp frá vatninu rétt fyrir vestan bæinn Gjábakka. Eftir Sturlu- og Þórðarbók hafi Þingvöllur og umhverfi hans hið næsta alls ekki verið í landnámi Ingólfs, en eftir Hauksbók taki landnám hans einnig yfir Þingvöll. „Hrannagjá“ gæti þó verið misritun fyrir Hvannagjá sem sé einn hluti Almannagjár, er þá væri landnámsmörk. Verði ekki úr því skorið, hvor sögnin sé rétt.
Bent hefur verið á að hvort sem Ingólfur hafi helgað sér landið milli Öxarár og Hrafnagjár eða einungis land til Öxarár, þá virðist ritarar landnámabóka ekki hafa vitað til þess að nokkur hafi helgað sér land austan Öxarár, hvort sem hún hefur þá runnið í forna eða nýja farveginum og allt til Lyngdalsheiðar. Land þetta hafi þó ekki lengi verið óbyggt með öllu, eftir því sem Ari fróði segi. Frásögn hans sé á þá leið, er hann lýsi setningu Alþingis, að maður nokkur að nafni Þórir kroppinskeggi er land átti í Bláskógum hafi orðið sekur um þrælsmorð eða leysings og hafi land hans síðan orðið allsherjarfé. Land Þóris þessa Rústir á Þórhallastöðumhafi að sögn Ara verið lagt til Alþingisneyslu. Ekki sé vitað hversu vítt land Þóris hafi verið, en getum hafi verið leitt að því að það hafi að minnsta kosti verið milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Það skiptir miklu máli að átta sig á nýtingu lands, þegar greina eigi á milli eignarlanda og þjóðlendna. Því þurfi að skoða hvernig nýtingu þrætulandsins sé háttað. Allt frá lokum landnámsaldar og fram að 21. öldinni hafi löggjafarvaldið sett ýmsar reglur um nýtingu þeirra landsvæða sem nú heiti þjóðlendur. Um nýtingu eignarlanda hafi hins vegar ekki verið settar nýtingareglur, nema þær sem teljist til grenndarréttar. Eitt meginatriði skilji á milli eignarlanda og þjóðlendna, en það sé að allt frá Jónsbókartíma hafi eigandi átt að smala eignarland sitt, en þjóðlendan sem svo heiti nú, hafi verið smöluð sameiginlega af fjallskilastjórn.
Í umfjöllun um landnámsheimildir í Þingvallasveit kemur glöggt fram að litlar líkur séu á að nám lands þar hafi náð til þrætulandsins í vestri og sé þá ljóst að grundvöllinn undir eignaréttarkröfu stefnanda, landnámið sjálft, vanti.
Merkjavarða í ÞingvallahrauniKirkja var reist á Þingvöllum eftir kristnitökuna og var hún verið gjöf Ólafs Haraldssonar Noregskonungs. Þetta hefur verið almenningskirkja. Þannig hefur hún verið allsherjarfé eins og talið sé að jörðin sjálf hafi verið. Til þess að hægt væri að reisa kirkju og efna til kirkjuhalds þá hafi orðið að vera bær á staðnum. Engin dæmi séu þess að kirkjur hafi verið reistar á eyðistað þar sem enginn maður hafi verið til að sjá um hana að staðaldri. Eins og aðrar slíkar stofnanir hafi kirkjan orðið að geta staðið undir sér. Því liggi fyrir að kirkjunni hafi verið lagðar til einhverjar eignir, hvort sem um hafi verið að ræða beitilönd, búsmala eða einhver réttindi sem verðmæt hafi getað talist. Í upphafi muni öll þessi réttindi hafa verið óskráð.
Elstu heimildir um máldaga Þingvallakirkju sé að finna í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397. Þar sé ekki minnst á að kirkjan eigi afrétt og þar séu heldur ekki neinar upplýsingar um að kirkjan eigi hlut í heimalandi. Næstur komi máldagi 20 Gísla Jónssonar biskups í Skálholti frá 1575 og þar komi fram að kirkjan eigi heimaland allt með gögnum og gæðum og einnig Skjaldbreið og ýmsar jarðir. Árið 1746 komi síðan erindisbréf konungs handa biskupum. Samkvæmt 16. gr. erindisbréfsins séu Vilchins- og Gíslamáldagar taldir áreiðanlegir og löggiltir og skuli allar þrætur um eignir kirkna, Varða á Gaphæðréttindi og kúgildi, er standi á jörðum léns- og bændakirkna dæmd og útkljáð eftir þeim.
Á þessum tíma hafi Þingvallakirkja verið lénskirkja og hafi ofangreint erindisbréf konungs, sem gert var á einveldistíma, lagagildi um eignarhald að heimajörð og eignum þar. Hafi á þessum tíma verið einhver vafi um eignarrétt kirkjunnar á jörðinni sjálfri, þar sem landið hefði verið gert að allsherjarfé og lagt til allsherjarneyslu, þá séu öll tvímæli tekin af með erindisbréfinu því samkvæmt konungsboði eigi Þingvallakirkja beinan eignarrétt að heimalendunni, að minnsta kosti. Eignarrétturinn sé því óvefengjanlegur en eftir standi spurningin, hversu langt þetta land hafi náð sem eignarland. Ennfremur standi eftir ýmis álitamál varðandi það útlendi, eða afrétti, sem á síðari tímum hafi verið tileinkað Þingvallakirkju.
Nær samhljóða Gíslamáldaga sé lýsing Þingvallakirkju í vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar frá 25. apríl 1644. Tveimur áratugum síðar hafi sami máldagi verið færður óbreyttur inn í vísitasíubók Þórðar biskups Þorlákssonar, nema hvað þá hafi fleiri jarðir verið eignaðar Þingvallakirkju.
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segi að kirkjustaðurinn á Þingvöllum hafi átt afrétt á Skjaldbreiðarhrauni, Merking við Skógarkotsem hafi ekki verið brúkaður yfir 40 ár. Þar standi: “Lætur prestur brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði.“ Í jarðabókinni komi líka fram, að fleiri jarðir hafi átt afrétt í Skjaldbreiðarhrauni. Þetta hafi ekki aðeins verið hjáleigur Þingvallakirkju, heldur einnig jarðir í einkaeign í Grímsnesi og víðar sem einnig hafi átt þennan upprekstur í Skjaldbreiðarhrauni og virðist svo hafa verið frá fornu fari. Á þessum tíma hafi gróðurfari eitthvað verið farið að fara aftur þannig að not hafi verið minni en áður var, ef þau hafi þá nokkur verið.
Björn Pálsson, prestur á Þingvöllum, hefur þurft að gera grein fyrir mörkum sóknar sinnar árið 1840. Hann hefur fylgt lýsingu bóndans í Oddgeirshólum, en bætt þó aðeins við með því að færa merkin úr skurði norðaustur í Fanntófell áður en þau sveigðu í Eiríksnípu.
Þegar fyrstu lögin um landamerki voru sett 1882 hefur þurft að semja landamerkjabréf fyrir Þingvelli. Sú skrá hafi verið gerð 1. september 1886 en sumarið áður hafi presturinn helgað landamörk Þingvallakirkjulands í austri og norðri með merkjareið, „allt frá því að Gjábakkaland þrýtur og alla leið inn fyrir Skjaldbreið“, eftir að hafa látið boð út ganga til eigenda tiltekinna jarða í Laugardal.
HrauntúnEkki er vitað hvernig Þingvallakirkja hafi eignast sína afrétti í öndverðu. Við samanburð máldaga megi ætla að afrétturinn hafi komist undir eignarráð kirkjunnar á 15. öld eða í byrjun 16. Þó geti verið um það vafi. Benda megi á að eigi síðar en á 14. öld hafi skipting landsins í afrétti verið komin nokkurn veginn í fast horf og fyrir siðaskipti hafi flestar kirkjur fengið þær eignir og hlunnindi sem þær bjuggu að síðar, jafnvel öldum saman. Það sé nokkuð sennilegt að kirkjan hafi frekar eignast afrétt eða beitarítök, þó þess sé ekki getið í Vilchinsmáldaga, og það hafi kannski ekki alltaf verið þörf á að skrásetja allt sem hafi verið á allra vitorði. Þegar frá leið aftur hafi þótt tryggara að færa það allt í letur sem kirkjunni var eignað.
Almennt hefur landnám verið frumstofn eignarréttar á landi. Byggir hann á því, að mörk eignarlanda og þjóðlendu séu þau sömu og landnámsmörk. Í úrskurði óbyggðanefndar eru raktar heimildir um landnám landsvæðisins sem liggur að Þingvöllum eða getgátur um landnám þar. Kemst stefndi að þeirri niðurstöðu að ekki sé að finna heimildir um að land hafi í öndverðu verið numið norðan Lyngdalsheiðar. Þá verði ekki séð að land Í Hrauntúniaustan Öxarár að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, en þetta svæði í vestri telur hann afmarkast af landnámi Ingólfs. Þó er einnig vísað til frásagnar Íslendingabókar um land Þóris kroppinskeggja, og getum að því leitt að það hafi að minnsta kosti náð yfir svæðið á milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Af lýsingum þessum er ljóst að óvissa er um nám hins umdeilda landsvæðis í upphafi byggðar á Íslandi. Verður ekki framhjá því litið að tilvitnaðar sagnir eru ekki samtímaheimildir. Sögnin um Þóri kroppinskeggja í Bláskógum virðist hins vegar benda til landnáms á Þingvöllum, en að engu er getið hversu langt inn til landsins það kann að hafa náð.
Allt gerðist þetta áður en fjöllin fæddust. Skrásetjarnir vissu á ekki væri endilega mark takandi á þeim er töluðu mikið, því þeir vissu jafnan lítið. Þeir hlustuðu á þá fáorðu – og skráðu hvert orð.
Ætlunin er að ganga fljótlega um stíg til norðurs frá minjum við Klukkuhólsstíg við Gjábakkaveg, milli Gildruholtsgjáar og Hrafnagjáar, um þriggja km leið að Gaphæðum. Útsýni og landslag á þeirri leið tekur fáu fram.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Landnáma.
-Óbyggðanefnd – úrskurðarorð.

Þingvellir

Þingvallarétt.

Fálkaþúfa

Stapinn geymir ýmislegt ófyrirséð. Þegar FERLIR var á ferð þar nýlega, hafði gengið hina gömlu þjóðleið upp Reiðskarðið og beygt áleiðis yfir í Kvennagönguskarð, sló sólarblett á stóra grassyllu undir ofanverðu hamrabeltinu. Augljóst mátti telja að þarna hefði verið fjárathvarf fyrrum. Þegar komið var inn á sylluna kom í ljós lítill en aflangur skúti inn undir bergið. Þar fyrir innan var spýtnabrak og fleira er einhverjir höfðu komið þar fyrir. Frá munnanum var ágætt útsýni yfir Vogavíkina og Voga.
SyllanÍ örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Voga segir m.a: „Grímshóll er þar efstur, allfrægur úr þjóðsögum. Herjanssæti og Grímshóll mun vera tengt nafni Óðins, æðsta goðs Norðurálfumanna. [Herjanssæti er á landamerkjum Stóru-Voga og Innri-Njarðvíkur við svonefnda Kolbeinsskor.] Austur og inn frá Skor koma björgin með ýmsum nöfnum svo sem Hamarinn, Eggjar og Snös. Þarna er einnig að finna nöfn eins og Hamrabrúnir, Stapabrúnir eða Brúnir og svo eru þarna niður undan Hamraskriður eða Brúnaskriður. Þá kom laut í Brúnirnar og nefndist Gil og lá þar upp með stígur erfiður uppgöngu, nefndist Heljarstígur.
HellirinnHér nokkru innar er svo Brekkuskarð eða Brekkuskor og lá þar upp Brekkustígur og var þar sæmilega auðvelt uppgöngu. Litlu innar var svo Rauðastígur. Nokkru innar er svo Kvennagönguskarð og þar lá upp Kvennagöngu-skarðsstígur. Svo er litlu austar Reiðskarð með Almenningsveginum, Gamla- og var bratt upp að fara. Vestan í skarðinu er lítill hamar og þar í Skútinn eða Hellirinn, var þar fjárskjól allgott. Austan við Reiðskarð er svo Hamarinn, Eystri-. Upp á Hamrinum er Fálkaþúfa og Gjögur. Austan til við Hamarinn lá þjóðvegurinn upp á Stapann í sveig og nefndust þar Moldbrekkur. Upp og austur af Brekkuskarði er Kálgarðsbjalli og þar litlu austar er Miðbjalli og þá Lyngbjalli og Mýrarbjalli. Þar sem Reykjanesbraut liggur upp á Stapann nefndist Lágibjalli. Þar litlu vestar er Hærribjalli eða Stærribjalli og einnig nefndur Háibjalli. Undir bjöllunum eru svo Bjallabrekkur og þar er skógræktargirðing Félags Suðurnesjamanna.“
Þegar FERLIR var inni í Hellinum mátti allt í einu heyra barnsrödd fyrir utan: „Er þetta Hellirinn, pabbi?“ Var þar kominn lítill snáði með pabba sínum, afkomendur Guðmundar Björgvinssonar frá Brekku undir Stapanum. Var faðirinn að sýna syninum hinn alkunna Helli, „sem sæist svo vel frá Vogum“.
Í leiðinni var kíkt á Fálkaþúfu, sem er áberandi á Stapanum frá fjárskjólinu séð. Vestan við það er stærðarinnar bjarg, sem hefur á jökulruðningstímanum náð að tylla sér um stund á smærri steina – og staðnæmst þar um þúsundir ára.
Frábært veður. Gangan tók 22. mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Voga (GS).

Stapinn

Fjárskjól í Vogastapa.

 

Gvendarhellir

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um hraunin við Herdísarvík og Krýsuvík undir fyrirsögninni „Aldargömul Íslandslýsing„.

Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson.

„Hinn 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess „að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornum og nýjum, sem lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsing á íslandi, en síðan verði prentuð út af fyrir sig á fjelagsins kostnað“. Sama dag var þetta samþykkt á fundi Hafnardeildar Bókmenntafjelagsins og nefnd kosin 21. sept. s.á. Um veturinn sendi nefndin brjef til allra presta og sýslumanna. Fylgdu brjefunum til prestanna 70 spurningar og til sýslumanna fylgdu 12 spurningar. Jafnframt var biskupi, stiftamtmanni og amtmönnum skrifað og þeir beðnir um að lá málinu fylgi.
Ekki verður annað sagt, en að prestar og sýslumenn hafi brugðist vel við þessari málaleitan. Allar lýsingarnar eru geymdar í Landsbókasafninu, fjögur bindi í folio. Er hjer um að ræða eitt hið merkasta heimildarrit, eigi aðeins um landfræði Íslands, heldur einnig um búskaparháttu, atvinnuvegi, hlunnindi, tíðarfar, þjóðháttu, heilsufar, menningu o.s.frv.
Að vísu eru ekki allar lýsingarnar jafn fullkomnar eins og vænta má, og skara ýsmir prestar fram úr ís kilningi á því, hvernig svörin ættu að vera. Hjer skulu nú birtir stuttir útdrættir úr þessum sóknarlýsingum, sem sýnihorn af þessu handritasafni.

Úr sóknarlýsingu síra Jóns Vestmanns, Vogsósum:

Nes er austanvert við Selvog. Þar á stendur bær með sama nafni. Vestan til við voginn er annað nes. kallað Alnbogi, líkt bognum handlegg hvar Herdísarvík t.a.m. skyldi vera í alnbogabótinni og bærinn með sama nafni við víkurbotninn. Á milli tjeðra nesja er breið sjávarbugt, kölluð Selvogur, en stuttleiks vegna má hún ei fjörður nefnast.

Þau merkilegustu eldhraun eru:

Mosaskarð

Mosaskarð ofan Herdísarvíkur.

a) Stakkavíkurhraun [kom] upp í gosi upp úr Kongsfelli (sem hefir nafn af því, að fjallkóngur í Selvogi skifti þar á haustum fólki í fjárleitir); er Kongsfell kringótt eldborg, með háum börmum og djúpri gjótu innanvert, samanluktri í botninn, svo þar er þó ekki gjá, en grjótið brunnið í sand og vikur, sumt útlits sem sindur. Þaðan liggur hraun þetta þvert um fjallið til útsuðurs og ofan yfir Stakkavíkur landeign, en stansaði rjett fyrir ofan sjálft túnið; er þó upp gróið með góðum högum, smáskógi, beiti- og sortulyngi. Á fjallinu framarlega hefir hraunrenslið skift sjer við grjóthæð nokkra og hlaupið fram af fjallsbrún þar sem heitir Mosaskarð og lýsir nafnið þess útliti. Þessi tangi hraunsins er svartur og gróðurlaus þegar frá fjalli dregst alt fram í sjó.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

b) Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteinsfjöllunum og fram af fjallsbrún beggja megin Lyngskjaldar, en hefir runnið saman aftur á láglendinn fyrir neðan. Þetla hraun er sumsstaðar upp gróið með lyng, litlum skóg, gras, og góða haga í lágum og gjótum. Sums staðar er það svart og ávaxtarlaust, með gjám og stöndum og grámosabreiðum. Engir eru þar hellar eða stórgjár; þó er þar hellir kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn. Hellir þessi er annars ekki stór.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

e) Krýsuvíkurhraun [kom] upp í gosi úr Eldborginni í Deildarhálsi, austan til við Krýsuvík. Eldborg þessi er alt eins útlits og Kongsfell. Hraunið er upp gróið með gras, lyng og smáskóg í lautum og brekkum, en grámosaskóm, gjám og stöndum yfir alt þar sem hærra liggur.

Vestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir og besta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina,“ svo alltíð má beita fje undir vind af hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum, er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum.

Arngrímshellir

Arngrímshellir.

Fyrir hjer um bil 100 árum, eða máske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hundruð. Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hafa átt 99 ær grá kollóttar. Systir hans átti eina á einslita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni, en hún yfirljet honum ána sárnauðug. Sama veturinn seint gerði áhlaupabyl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans fje fram af Krýsuvíkurbergi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. Í hengisfönninni framan í bergsbrúninni stóð grákolla alein er hann fjekk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fjenu. Tekur hann ána þá og reynir í 3gang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún fœri niður fyrir. Og jafnótt og hann losnaði í hvert sinn við hendur hans, brölti hún upp að knjám honum. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár. Þetta hef jeg af sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.

Arngrímshellir

Gvendarhellir í Krýsuvíkurhrauni.

Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, helt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi alþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn í hellinn, hlóð af honnm þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt í kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna), flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár á baki.

Gvendarhellir

Gvendarhellir og húsið framan við hellisopið.

Frá landnámstíð hafa menn engar sögur um breytingar á landslagi alt til l367 að Oddgeir biskup í Skálholti visiteraði kirkjuna á Strönd. Telst hún þar eiga 30 hndr. í heimalandi. Þaðan frá hafa menn enga vissu hjer um fyrri en um daga Erlends lögmanns Þorvarðssonar, sem eftir Árbókum Esphólíns bjó mektarbúi á Strönd í full 30 ár fyrir um og eftir trúarbragðaendurbótina. En hjer uum bil 1700 telur sveitarbragur Jóns bónda Jónssonar í Nesi 7 búendur á Strönd meinast þar sjálfsagt með hjáleigu býli. 1749 er hún (þessi jörð) með öllum sínum afhýlum öldungis eyðilögð „af sandfoki og þá þó fyrir nokkrum árum.

Æsubúðir

Geitahlíð.

Þar sem ekki er sandágangurinn, þar eru skriðuföll, blástrar; þar að lýtur saga Árna Þorsteinssonar, merkisbónda í Herdísarvík, og þannig hljóðar: ..Þegar jeg var 8 ára fór jeg fyrst með föður mínum út með Geitahlíð og sá jeg þá í einum stað eitt lítið flag blásið í aur hjertta austast í hlíðarhorninu en hvergi annarsstaðar, heldur einlægt graslendi og blóma yfir alt að líta“. Þessa sögu sagði hann mjer þá við eitt sinn urðum samferða með nefndri hlíð, af forundran yfir því hversu hrörleg hún var þá orðin er hann var sjötugur. Sáust þá í henni fáienir grasgeirar hjer og hvar að neðanverðu og einstakir fáir grasblettir einasta þar, sem hlje var við landnyrðingi. —

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Kirkjan á Strönd í Selvogi er kölluð heimakirkja; hún er enn á sama stað, einmana á eyðisandi, þar sem Strandarbær var meðan jörð þessi var bygð. — Hjer var þingabrauð þar til árið 1749 að ekkjufrú biskups Jóns Árnasonar keypti, eður þó hann áður andaðist, eyðijarðirnar Strönd og Vindás og gáfu til Selvogs prestakalls. Síðan hafa prestarnir verið kirknanna forsvarsmenn, en Vogósar hafa ætíð, eftir sem áður, verið prestsetur, en Krýsuvík annexia.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

d) Ögmundarhraun; lítið fyrir vestan Krýsuvík runnið vestan úr Amenningi, sem allar er líka hraun en þó grasi og skógi vaxið — er hann stórt óskipt landspláss hvar Krýsuvík á líka skógarítak. Ögmundarhraun er ekki upp gróið, heldur svart og ljótt útlits: gengur það heilt fram í sjó rjett fyrir austan Selatanga. Austan til við hraun þetta er kallaður Hríshólmi. Þar eru stórar húsatóttir niður sokknar og ein þeirra snýr eins og kirkjur vanalega; hefir það verið vel stórt hús; þó sjást ei tóftirnar allar því hraunið hefir hlaupið yfir þær að vestanverðu, hvað mikið veit maður ekki, þó til að geta eftir sjón á því sjáanlega, yfir fullan helming, því þar hefir vafalaust verið stórbygging. Þar eru 2 túngarðshringar; og hjer um bil 20 faðmar milli þeirra.

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjulágar.

Meina menn að Krýsuvík hafi þar verið áður hraunið hljóp þar yfir, en við það tilfelli verið flutt upp í fjallavikið, sem þar er þó töluvert langt frá. Við sjóinn er vík, sem bærinn gat nafn af tekið, nl. Hælsvík nú nefnd.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg.

Í hrauni þessu, spölkorn hjer frá, er og óbrunninn hólmi og ófært; hraun alt um kring nema einn lítill stígur, sem síðar hefir verið ruddur. Hólmi þessi nefnist Óbrennishólmi. Þar er sagt smalinn hafi verið með heimilisfjeð meðan hraunið hljóp fram yfir heila plássið (þar eru og 2 misstórar fjárborgarústir) og að hann hafi ekki getað komist undan því annað en á hól þennan, sem hraunið umkringdi.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Eiríksvarða; þó Eiríksvarða sje ekki frá forntíð, er það samt ekki ómerkilegt að hún skuli enn nú standa óröskuð eftir svo langa tíð. – Hún er einhlaðin, á mjög hárri fjallsbrún, 1 fet er fyrir framan hana að skörpustu brúninni. Hún er 1 faðmur að neðan, úr einhlöðnum steingarðsparti, er svo hver steinn lagður yfir annan; flatir og ílangir eru þeir; allir snúa endar þeirra til beggja hliða; allir eru þeir smáir sem lítilfjörlegir utan veggs hleðslusteinar. Hún er smáaðdregin frá báðum endum, ávöl að ofan og á hæð meðalmanni neðanvert á síðu, snýr austur og vestur til endanna, en flöt að norðan og sunnan. Þessi Eiríkur Magnússon var lengi prestur í Selvogi, þótti skrítinn í ýmsu, og dó 1716. Af hans langa prestskap má ráða að hann hafi aldraður orðið, og skyldi menn setja að hann hefði vörðuna hlaðið 6 árum fyrir afgang sinn, þá er hún búin að standa 123 ár.

Krýsuvíkurberg 1972

Krýsuvíkurberg.

Arngrímur Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti.
Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvafjöru undir Krýsuvíkurbergi „og með honum karlmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr berginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust“ (Vallaannáll). Öðrum annálum ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannáll segir: —
„Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 49. tbl. 23.12.1954, Aldargömul Íslandslýsing, bls. 642-645.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Helghóll

Innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur eru fjölmörg örnefni er minna á álfatrú og huldufólkssögur. Eftirminnileg dæmi er álfhóllinn á vinnsluplani „Risikó“ (Þorbjörn) ofan við Svíragarð, sem fékk að halda sér þrátt fyrir þörfina á athafnarými við vinnslustöðina. Segja má því með sanni að hóllinn sá sé virðingarverð afstaða hlutaðeigandi til slíkra minja.
SkipsstígurEnn einn huldufólkshóllinn í Grindavíkurlandi er Helghóll. Fáir Grindvíkingar vita hvar hann er að finna, enda eðlilegt. Hóllinn hefur verið afgirtur frá bæjarbúum og flestum öðrum í u.þ.b. 60 ár þrátt fyrir að hann er ekki nema í rúmlega örskotsfæri frá höfuðbýlinu Járngerðarstöðum.
Í örnefnalýsingu Járngerðastaða segir m.a.: „Upp af Silfru voru Eldvörpin, en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur [Skipsstígur]. Þar vestur af er Bjarnafangi (S.T.) eða Bjarnafles. Þetta er klöpp rétt vestur eða norðvestur af Eldborg. Hjá henni er Litliblettur. Þá er Stóriblettur og Langhóll vestur af Eldvörpum.“
Þegar hér er komið er rétt að geta þess að örnefnalýsingin miðast fyrst og fremst við tvennt; annars vegar heimabæina á Járngerðarstöðum og hins vegar hina fornu þjóðleið til Njarðvíkur, Skipsstíginn. Stígurinn sá liggur upp frá Járngerðarstaða-bæjunum svo til í beina línu upp með vestanverðu Lágafelli. 

Byrgi

Meginhluti leiðarinnar þarna er innan mannheldrar girðingar loftskeytastöðvar sem verður hefur þar í alllangan tíma, svo langan að fæstir hafa farið þar um fótgangandi í næstum einn mannsaldur (sjá þó meira HÉR).
Þegar FERLIR leitaði eftir því við starfsmenn Kögunar, sem rekur fjarskiptastöðina nú, að fá að skoða svæðið á ný m.t.t. örnefnalýsingarinnar, var leyfi til þess góðfúslega veitt. Hafa ber í huga að á svæðinu er mörg viðkvæm svæði og beinlínis hættuleg. Það er því full ástæða til að virða allar takmarkanir, sem gilda um aðgang að því.

Helghóll

Helghóll.

Þegar inn fyrir girðinuna var komið var örnefnalýsingin dregin upp að nýju: „Norður af Eldvörpum er grashóll sem heitir Helguhóll og kringum hann eru grasivaxnar lágar, Helghólslág (S.T.) eða Helghólslautir. Hóllinn sjálfur er toppmyndaður, þar var sagt að hefði verið huldufólkskirkja. Upp af Helghól er Lágafell.“ Auk þess segir: „Austan við gamla veginn ofan túns skammt frá Silfru er Garðhúsahraun. Þar er nú mikið af trönum. Hraunkriki inn í Garðhúsahraunið austanvert heitir Leynir. Þá er Strókabyrgjahraun [þar sem grunnskólinn er núna]  þar sem er t.d. hús Guðsteins Einarssonar. Þar upp af er Svartikrókur vestan við hraunið en Kúadalur í hrauninu þar sem vegurinn liggur.
Eldvarpahraun tekur við vestan við Kúadal. Lágafellsheiði heitir Skipsstígureinkum austur af gamla Keflavíkurveginum en þegar komið er upp fyrir Lágall heitir vegurinn Skipsstígur, sem áður er nefnt. Norður af Lágafelli er svo Skipsstígshraun.“
Við skoðun á vettvangi var Helghóll augljós; toppmyndaður gróinn hóll neðan við Lágafell. Að vísu er hóllinn gróinn mót vestri og suðvestri, þ.e. þegar horft er á hann frá Skipsstígnum, en annars er hann klettóttur mót suðri og suðaustri og sendinn mót norðri. Beggja vegna eru hinar grónu lágar, sem fyrr er lýst. Gæs hafði komið sér vel fyrir undir hólnum og verpt í lágina, á öruggum stað – innan girðingar. Á hólnum hefur verið hlaðið byrgi, sennilega frá því fyrir tíma girðingarinnar og þá af refaskyttum. Ekki er langt að bíða að byrgið verði að fornleif því skv. skilgreiningu Þjóðminjalaga verða allar mannvistarleifar eldri en aldargamlar sjálfvirkt að fornleifum. Á það líka við um álfa- og huldufólkshóla eins og Helghól. Að vísu er þá ekki miðað við myndun hólsins heldur hvenær skráðar voru heimildir um slíkan átrúnað – sem verður að teljast sérkennilegt því álfar og huldufólk verða jú miklu mun eldri en menn.
Til gamans má geta þess að starfsmenn fjarskiptastöðvarinnar voru mjög áhugasamir um allan fróðleik um örnefni og minjar á svæðinu. Með góðri vitneskju og vitund þeirra má ætla að minni líkur verði á ómeðvituðu raski á slíkum stöðum í framtíðinni.
Frábært veður. Gangan tók 18 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Járngerðarstaði.

Helghóll

Helghóll sunnan Lágafells.