Hraun
10. Grindavík – Festarfjall – Ögmundarhraun
-Haldið frá Grindavík

-Þórkatla – þjóðsaga
Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.

-Þórkötlustaðanesið – björgun – útgerð
Svo heitir að vestanverðu nesið milli Hraunsvíkur og Járngerðarstaðavíkur við Grindavík. Að austanverðu heitir það Þorkötlustaðanes. Á Hópsnesi er viti, reistur 1928.
Hér fyrr á öldum gátu sjómennirnir, sem fóru í róður að morgni, aldrei verið vissir um að komast heilir og höldnu að landi að kveldi. Enda eru mörg dæmi þessa. Sem betur fer eru einnig mörg dæmi og merkar sagnir um mannbjörg eftir ófarir manna á hafi úti. Veður gátu skipt um snögglega og þótt ekki hafi verið róið langt gat róðurinn að landi bæði tekið langan tíma og verið erfiður. Stundum urðu sjómenn að bregða á það ráð að leita annað en ætlunin var. Þannig gátu sjómenn frá Járngerðarstöðum oft treyst á var í Þórkötlustaðasbótinni þegar þannig skipaðist veður í lofti. þann 24. mars 1916 fóru t.d. 24 árabátar í róður frá Grindavík að morgni. Óveður skall skyndilega á og komust bátsverjar fjögurra báta ekki að landi. Þeim var hins vegar öllum bjargað, 38 mönnum, af áhöfn kúttersins Esterar frá Reykjavík. Þegar komið var með skipverja að landi þremur dögum síðar urðu miklir fagnaðarfundir í plássinu. Sumir segja það hafi verið sá mesti gleðidagur, sem Grindvíkingar hafi upplifað.
Um árið 1940 lenti Aldan frá Vestmannaeyjum upp á skerjum á Hellinum, en svo nefnist klettahlein, sem gengur fram úr kampinum, skammt austanvið Hópsvörina, og út í sjó. Mannbjörg varð, og báturinn náðist út aftur. Þótti öllum, sem fylgdust með siglingu bátsins, það með ólíkindum. Sigling inn í sundin var vandasöm, og fyrr á tímum fóru sjómenn eftir framangreindum sundvörðum og öðrum leiðarmerkjum á leið sinni inn á þau. En erfitt gat verið að stýra bátum inn þau því mikla þekkingu og reynslu þurfti til þess í vondum veðrum. Dæmi eru um að ekki hafi verið við neitt ráðið og að Ægir hafi annað hvort kastað bátunum upp á sker og strönd eða hreinlega fært þá á kaf. Þannig fylgdust t.d. íbúar Grindavíkur angistafullir og hjálparvana á sjötta áratugnum með því af ströndinni er lítill bátur með þremur mönnum innanborðs á leið inn í Hópið var skyndilega færður í kaf og sjómennirnir drukknuðu svo til fyrir framan nefið á þeim, án þess að það gæti fengið rönd við reist.
Rétt fyrir utan lendinguna á Járngerðarstöðum eru miklir þarar og grynningar, Rif kölluð. Á þeim hafa mörg skip af þeim beðið meira eða minna tjón og margur maður við þau látið lífið. Fyrrum var hættan mikil á leið inn Járngerðarstaðasundið er Svíravarða bar í Stamphólsvörðu. Þá voru þrengslin mest. Þá eru á stjórnborða Manntapaflúð, en Sundboði á bakborða. Aðstæðurnar urðu kannsi ekki síst til þess að álög Járngerðar á sundið, sem lýst er í þjóðsögunni, gengu eftir, en skv. henni áttu tuttugu bátar að farast þar eftir að hún hafði séð á eftir eiginmanni sínum og áhöfn hans í öldurótið.
Austan við Helli eru tveir básar; Heimri-Bás og Syðri-Bás og þar fyrir utan Sölvaklappir, en þar mun hafa verið sölvataka frá Hópi. Fram af klöppunum er klettur, sem Bóla heitir, og upp af honum, uppi á kampinum, var varða, sem kölluð var Sigga og var mið af sjó. Grjótið úr henni var tekið í hafnargarðinn er hann var byggður. Sigga var síðar endurhlaðin af Lionsmönnum í Grindavík, en sjórinn hefur nú fært grjótið úr henni að mestu í lárétta stöðu á ný.
Þegar gengið er austur með Nesinu má sjá nokkur upplýsingaspjöld um strönd á síðustu öld. Áður en komið er að fyrsta spjaldinu verður fyrir hluti braksins úr Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem strandaði þarna utan við 1988. Sagt er að stýrimaðurinn hafi sofnað á leið til lands svo báturinn stýmdi beint upp á ströndina utan við Hellinn, austan við innsiglinguna. Mannbjörg varð, en þegar reyna átti að ná bátunum út gerði vonsku veður með þeim afleiðingum að bátinn tók í tvennt og Ægis spýtti leifunum síðan langt upp á land þar sem þær eru nú. Afl hamsjávarins sést vel á brakinu, þ.e. hvernig hann hefur hnoðað járnið og rifið það í sundur og fært hluta þess langt upp á land, upp fyrir háan malarkampinn.
Fyrsta spjaldið um skipsskaðana er um Gjafar VE 300. Báturinn fórs þarna fyrir utan 27. febrúar árið 1973. Tólf manna áhöfnin var bjargað frá borði með aðstoð björgunarsveitarinnar Þorbjörns, en saga sveitarinnar gæti verið og verður umfjöllunarefni út af fyrir sig. Fáar sjóbjörgunarsveitir á landinu hafa bjargað jafn mörgum sjómannslífum og sveitin sú.
Næst er skilti um flutningaskipið Mariane Danielsen er fór þarna upp á ströndina í vonsku veðri eftir að hafa siglt út úr Grindavíkurhöfn þann 20. janúar 1989. Átta mönnum úr áhöfninni var bjargað í land með aðstoð þyrlu, en yfirmennirnir neituðu að yfirgefa skipið. Þeir voru síðan dregnir í land með aðstoð björgunarstóls daginn eftir.
Vélbáturinn Grindvíkingur GK 39 fórst þarna utan við 18. janúar 1952. Fimm menn fórust. Lík fjögurra fundust daginn eftir, en lík þess fimmta fanns þar skammt frá daginn eftir. Neðan við kampinn, þar sem báturinn fórst, er langur skerjatangi út í sjó, svonefnd Nestá. Hún fer á kaf í flóðum.
Eldhamar GK 13 lenti uppi í grynningunum þann 22. nóvember 1991. Sjórinn kastaði skipinu fram og til baka uns það steyptist með stefnið niður í djúpa gjá. Af sex skipverjum um borð komst einn lífs af. Þetta óhapp varð neðan við vitann á Nesinu.
Varðandi strand franska togarans Cap Fagnet, þá strandaði hann 24. mars 1931 við Skarfatanga við Hraun. Allri áhöfninni var bjargað, 38 manns, með fluglínutækjum sem þá voru tiltölulega nýkominn hingað til lands fyrir tilstuðlan Slysavarnafélags Íslands. Var þetta í fyrsta skipti á Íslandi sem fluglínutækin voru notuð hér við land til björgunar. Þarna eru enn ketillinn úr skipinu ásamt tveimur akkerum. Skrúfan af skipinu fyrir utan björgunarsveitarhúsið í Grindavík, minnisvarði um þessa fræknu björgun.
Annar tilgangur göngunnar var að skoða þurrkbyrgin í Strýthólahrauni.
Neðan við Vitann heitir Látur. Þarna var selalátur. Fleiri selanöfn eru á þessum svæði, s.s. Hópslátur og Kotalátur
Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt. Kampurinn hefur nú að mestu þakið hana grjóti. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni. Annað greni má sjá í hrauninu ofan við vestari hlutann af Hrafni Sveinbjarnarsyni. FERLIR merkti það áður en áfram var haldið.
Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar, þ.e. Vestri-Strýthóll, með tveimur þúfum, en Eystri-Strýthóll er skammt austar niður við Kampinn. Austar er Þórkötlustaðabótin. Í henni hafa nokkrir bátar strandað, t.d. frönsk skúta um miðja 19. öld. Áhöfnin gat gengið í land og heim að Einlandi þar sem hún knúði dyra eftir að skipstjórinn hafði fallið í hlandforina framan við bæinn. Flest skipanna, sem þarna hafa strandað, hafa orðið þar til í fjörunni, en sjórinn hefur tekið það til sín, sem skilið hafði verið eftir. Austast, utan við Klöpp, varð eitt af stærstu sjóslysunum. Það var nóttina áður en Aldan rak upp í Nesið að vestanverðu að annan vélbát rak frá Vestmannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélarbilun í sama veðrinu og rak þarna upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðruvísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótti all væri mjög maskað niður. Sást þó, að þarna hafði Þuríður formaður rekið upp og hún farist með allri áhöfn.
Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði utan við Grindavík. Áhöfnin komst í björgunarbáta og bjargðaist í Blásíðubás. Þórkötlustaðanesmenn töldu, að eftir strand þetta hafi komist festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hefði verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp.
Strýthólahraun, stundum nefnt Strútuhóalhraun, er nefnt eftir Strýtuhól vestari og Strýtuhól eystri, sem sjá má þarna inn í hrauninu. Í hrauninu eru fjölmörg hlaðin fiskbyrgi og þurrkgarðar. Ná þau svo til frá veginum niður að Leiftrunarhól, sem stendur á sjávarkambinum. Þessi byrgi eru fáum kunn, enda falla þau mjög vel inn í hraunið. Þegar hins vegar er staðið við byrgin sjást þau hvert sem litið er. Þegar staðið var á einum hraunhólnum mátti t.d. telja a.m.k. 14 sýnileg byrgi í hrauninu. Ekki er gott að segja hversu mörg þau eru í heildina. Norðan vegarins eru hlaðnir þurrkgarðar. Á þessu svæði má auk þess sjá standa undir vindmyllur, heimtraðir, veglegar sundvörður o.fl. o. fl. Þá má sjá, ef grannt er skoðað, mjög gamlar minjar sunnan og vestan við Flæðitjörnina.
Þórkötlustaðanesið er einstaklega áhugavert til útivistar og ekki síður út frá sögulegum forsendum. Þurrkbyrgin í Strýthólahrauni eru t.d. engu ómerkilegri en þurrkbyrgin á Selatöngum og e.t.v. ekki yngri en byrgin, sem þar eru. Bændur og sjómenn frá Hrauni réru frá Þórkötlustaðanesinu og eflaust eru byrgi þessi minjar eftir þá. Þau gætu þess vegna, sum a.m.k., verið allt frá þeim tíma er Skálholtsbiskupsstóll gerði út frá sjávarbæjunum við Grindavík, en svæðið var eitt mesta og besta matarforðabúr stólsins um alllangt skeið og ein helsta undirstaðan undir fiskútflutningi hans.
Fleiri lýsingar af Þórkötlunesinu, t.a.m. svæðinu austan Strýthólahrauns, má sjá á vefsíðunni undir Fróðleikur (Þórkötlustaðanes) þar sem Pétur Guðjónsson, skipstjóri lýsir því, en hann ólst upp í Höfn, einu af þremur húsunum í Þórkötlustaðanesi.
Tvískipt heitið á Nesinu eru líkt og dæmi eru um ýmis fleiri en eitt örnefni á kortum Landmælinga yfir sama stað, kennileiti eða náttúrufyrirbæri. Þannig er Grímmannsfell vestast á Mosfellsheiði jafnframt nefnt Grímarsfell á korti Landmælinga. Nafnaskiptingin kom við sögu dómsmáls á meðal bænda í Mývatnssveit, Hverfell versus Hverfjall, árið 1999, en í honum kemur fram að annað dæmi megi nefna um Hópsnes við Grindavík sem einnig er nefnt Þórkötlustaðanes á korti Landmælinga.
Reykjanesskaginn býður upp á meira en fagra náttúru og útiveru. Þess má vel geta hér að gangan frá Saltfisksetrinu austur að Herdísarvík skammt austan gömlu bryggjunnar á Þórkötlustaðanesi tekur u.þ.b. 30 mínútur. Farið er um stórbrotið hraunsvæði á vinstri hönd og minjar skipsskaðanna á þá hægri. Þessi leið er, ef vel er á haldið sögulega séð, ein sú magnaðasta á gjörvöllu Reykjanesinu. Og til að skynja áhrifamátt hafsins og smæð mannsins er nóg að stíga upp á kampinn og þenja skynfærin.

-Strýthólahraun – byrgi
Hlaðin byrgi frá því á 17. Öld. Hugsanlega útilegumanna – fundust seint á 19. öld.

-Slokahraun – byrgi
Svipað og í Strýthólahrauni – garðar.
-Hraun – Tyrkir – dys – hellir

-Kapella
Frá 15. öld – grafin upp um 1950.

-Landnámsmenn
Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.

Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár, Álftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar.
En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.
Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðigur; síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sá ófreskir menn, að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.
Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og Jófríðar Gunnarsdóttur, þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föður Þórdísar, móður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona. Gnúpur Molda-Gnúpsson átti Arnbjörgu Ráðormsdóttur, sem fyrr er ritað. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstar á Álftanesi. Þormóður var son þeirra.

-Fiskveiðar
Þriðji stærsti útgerðarbær á landinu.

-Tyrkjaránið -segja nafni fjallsins (festin),
Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar ræntu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir.
Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest. Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.
Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu.
Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollað hvarfi þeirra.
Engin dys sjást þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.

-Festarfjall – Dúnknahellir – jarðfræði – saga
Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall (190 m.y.s). Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.

-Fuglar
Fuglar í og við Festarfjall eru að mestu fýll, rita, teista og lundi.

-Jarðfræði
Festarfjall, sem og Húsafjall (174 m.y.s.) og Fiskidalsfjall, auka Lyngfells og Lambafells, eru að mestu úr bólstabergi. Einnig eru í því móberg, brotaberg og grágrýtisberggangar. Tveir slíkir mynda “festina” er fjallið dregur nafn sitt af. Í berginu, einkum ofan við Hraunsvíkina, má auk þessa sjá rauðleit gjalllög, sem eru eins og “krem” á milli harðari kökubotna. Sjónn grefur þessi grófu hraunlög út undan þeim harðari og brýtur þau síðan smám saman niður. Þannig sjáið þið nú inn í mitt Festarfjallið. Það varð til fyrir u.þ.b. 12-16 þúsund árum síðan þegar jökull lá yfir landinu. Síðan sáu jökullinn, vatn, vindar og frost um að móta landslagið eins og þið sjáið það nú.
Fagurt útsýni norður efttir Hraunsvíkinni.

-Malarnám
Malarnámið hægra megin er frá því á 6. áratug 20. Aldar. Fyrirtækið hét Ægissandur. Ekið var með stóru sjálfmokandi tæki niður í sandfjöruna, það fyllt og efnið flutt upp í námuna. Þar var það sigtað, sandur annars vegar og sjávargrjót hins vegar. Úr efninu voru hin steinsteyptu hús byggð. Þegar alkaliskemmdir fóru að koma í ljós undan söltum sandinum var farið að taka sandinn á þurru landi.
Gísli á Hrauni er með malarnámið í Fiskidalsfjalli, en auk þess er nú farið að hirða sandinn í Húsafjalli, en svæðið var áður hluti af varnarsvæðinu, sbr. frásögnina af hlustunarstöðvunum við Grindavík.

-Rallývegur
Þessi vegur, Hraunsvegur eða Ísólfsskálavegur, er tengast síðar Krýsuvíkurvegi, hefur verið vinsæll á meðal rallýökumanna vegna þess hversu hlykkjóttur og holóttur hann er öllu jafnan. Þá er þetta einn af fáum malarvegum, sem eftir er á Reykjanesi. Annar vinsæll kafli er vegurinn milli Grindavíkur og Reykjanesvita.

-ÍsólfsskáliÍsólfur bjó á Skála. Gömul sögn segir að hann sé dysjaður í Geldingadal hér uppi í Fagradalsfjalli því “hann vildi láta heygja sig þar sem sauðir hans undur hag sínum svo vel.”
Guðmundur Hannesson var annar frægur bóndi á Skála. Hann kom frá Vigdísarvöllum hér austan við Núpshlíðarháls um aldamótin 1900. Fjórði ættliður hans á nú aðstöðuna og eignirnar á Ísólfsskála. Guðmundur er frægastur fyrir að hafa eignast um 20 börn á lífsleiðinni, auk þess sem hann var mikill veiðimaður og var víðförull þar sem hann fór um.

-Drykkjarsteinn – saga – ljóð –
Símon Dalaskáld
Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum haust og vor fyrr á tímum lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi Ísólfsskála, greindist vegur þessi í tvær áttir. Lá annar vegurinn áfram til Grindavíkur en hinn yfir fjallgarðinn til Vogastapa.
Þar sem vegirnir skiptast er steinn sá er Drykkjarsteinn nefnist. Er hann mikill um sig, en ekki allhár eða svo sem hálfönnur mannhæð þar sem hann er hæstur. Nafn sitt dregur steinninn af því að í honum eru holur nokkurar þar sem vatn safnast fyrir. Svo var sagt að í hinni stærstu þeirra þrjóti ekki drykkjarvatn nema í langvinnustu þerrum. Hefir þetta komið sér harla vel fyrir ferðamenn er þarna áttu leið um, þar sem hvergi var vatn að fá á þessum vegi á löngu svæði og menn og hestar voru því örmæddir af þorsta er að Drykkjarsteini kom og svaladrykknum sárlega fegnir. Varð steinninn þannig langþráður áfangastaður ferðamönnum og var ekki laust við að á honum hvíldi helgi nokkur, þar eð varla þótti einleikið hversu haldsamur hann var á drykkjarvatn, jafnvel í mestu langviðrum.
Þó gat það við borið að vatnið þryti í steininum eins og þessi saga sýnir. Einhverju sinni bar svo við sem oftar að ferðamenn voru á suðurleið um veg þennan. Þurrkar höfðu miklir á undan gengið svo að hvergi var vatn að fá á leiðinni. Voru mennirnir því mæddir af þorsta og hugðu því gott til að fá sér nægan svaladrykk er þeir kæmu að Drykkjarsteini. En er þangað kom bar nýrra við því að allar holurnar voru tómar og engan dropa þar að fá. Urðu mennirnir vonsviknir mjög eins og vænta mátti. Í gremju sinni tók þá einn þeirra til þess klækibragðs að hann ósæmdi í stærstu holuna. Segja sumir, að hann hafi migið í hana, en aðrir, að hanna hafi gengið þar örna sinna. Eftir þetta brá svo við að holan var jafnan þurr og það engu að síður þótt rigningum gengi.
Liðu svo nokkur ár að ekki bar til tíðinda. Átti þá þessi sami maður enn leið um veg þennan og var ferðinni heitið til Grindavíkur. Vissu menn það síðast til ferða hans er hann lagði upp frá Krýsuvík. En fáum dögum síðar er farið var um veginn fannst hann dauður undir Drykkjarsteini og kunni það enginn að segja hvað honum hefði að bana orðið. En eftir þetta brá Drykkjarsteinn til sinnar fyrri náttúru, og hefir vatn eigi þrotið í honum síðan.

-Siglubergsháls – saga – grindur
Sagan af Hafur-Birni og grindverkagerð, sbr. Grindarskörð.

-Skökugil
Saga af smérkökunni, sem datt af hesti, sbr. Méltunnuklif.

-Móklettar
Landamerki – 1880.

-Fagradalsfjall – Geldingadalur – Ísleifur

-Sandakravegur
Tengis Skógfellavegi við Stóra-Skógfell – aðrir segja við Mosa ofan við Grindavíurgjá.

-Lyngfell
Fjallið austan Festarfjalls.

-Litli-háls
Ekið eftir hann austan Lyngfells. Norðar er Borgarhraun. Í því er Borgarhraunsborgin, auk Borgarhraunsréttarinnar.

-Drykkjarsteinsdalur – Drykkjarsteinn – saga
Alfaravegur lestamanna og vermanna að austan er sóttu fiskifang til verstöðvanna á Suðurnesjum haust og vor fyrr á tímum lá með suðurströndinni um Þorlákshöfn, Selvog, Herdísarvík og Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan til Hafna. Milli Krýsuvíkur og Grindavíkur, og þó miklu nær Grindavík, í landi Ísólfsskála, greindist vegur þessi í tvær áttir. Lá annar vegurinn áfram til Grindavíkur en hinn yfir fjallgarðinn til Vogastapa.
Þar sem vegirnir skiptast er steinn sá er Drykkjarsteinn nefnist. Er hann mikill um sig, en ekki allhár eða svo sem hálfönnur mannhæð þar sem hann er hæstur. Nafn sitt dregur steinninn af því að í honum eru holur nokkurar þar sem vatn safnast fyrir. Svo var sagt að í hinni stærstu þeirra þrjóti ekki drykkjarvatn nema í langvinnustu þerrum. Hefir þetta komið sér harla vel fyrir ferðamenn er þarna áttu leið um, þar sem hvergi var vatn að fá á þessum vegi á löngu svæði og menn og hestar voru því örmæddir af þorsta er að Drykkjarsteini kom og svaladrykknum sárlega fegnir. Varð steinninn þannig langþráður áfangastaður ferðamönnum og var ekki laust við að á honum hvíldi helgi nokkur, þar eð varla þótti einleikið hversu haldsamur hann var á drykkjarvatn, jafnvel í mestu langviðrum.
Þó gat það við borið að vatnið þryti í steininum eins og þessi saga sýnir. Einhverju sinni bar svo við sem oftar að ferðamenn voru á suðurleið um veg þennan. Þurrkar höfðu miklir á undan gengið svo að hvergi var vatn að fá á leiðinni. Voru mennirnir því mæddir af þorsta og hugðu því gott til að fá sér nægan svaladrykk er þeir kæmu að Drykkjarsteini. En er þangað kom bar nýrra við því að allar holurnar voru tómar og engan dropa þar að fá. Urðu mennirnir vonsviknir mjög eins og vænta mátti. Í gremju sinni tók þá einn þeirra til þess klækibragðs að hann ósæmdi í stærstu holuna. Segja sumir, að hann hafi migið í hana, en aðrir, að hanna hafi gengið þar örna sinna. Eftir þetta brá svo við að holan var jafnan þurr og það engu að síður þótt rigningum gengi.
Liðu svo nokkur ár að ekki bar til tíðinda. Átti þá þessi sami maður enn leið um veg þennan og var ferðinni heitið til Grindavíkur. Vissu menn það síðast til ferða hans er hann lagði upp frá Krýsuvík. En fáum dögum síðar er farið var um veginn fannst hann dauður undir Drykkjarsteini og kunni það enginn að segja hvað honum hefði að bana orðið. En eftir þetta brá Drykkjarsteinn til sinnar fyrri náttúru, og hefir vatn eigi þrotið í honum síðan.

-Borgarhraunsborg
Frá Viðeyjarklaustri.

-Borgarhraunsrétt
Undir hraunkantinum í norðanverðu hrauninu.

-Hlínarvegur 1932
Fimm menn lögðu veginn að beiðni Hlínar Johnsen í Krýsuvík, síðar Herdísarvík, árið 1932. Fengu 100 kr. fyrir hver. Allir frá Skála, nema einn. Hann var að Vestan.


-Grettistak
Hattur – nendur vegna hins hattlaga forms.

-Nótarhóll – byrgi – þurrkgarðar.

-Kista
Kistulaga steinn út í Skollahrauni.

Skollahraun
2000-3000 ára gamalt.

-Slaga – bergsaga.
Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að Slaga hafi breytt afstöðu hans til aldurs bergsins á sunnanverðum Reykjanesskagagnum. Jökulrispaðar klappir í neðri lögum, sem benda til hærri aldurs en áður var talið. Fýll verpir í berginu. Gamlir sjávarhamrar áður en Skollahraun (Höfðahraun) rann fyrir um 2000-3000 árum síðan. Austar er Katlahraun.

-Vörður
Hlaðnar af Bergi og vinnumanni á Ísólfsskála um 1920.

Brú milli heimsálfa

Úti á Reykjanesi er brú, sem komið var þar fyrir. Brúin liggur yfir eina af Kinnagjánum. Brúnin norðan við gjárnar heitir Kinn. Austar er Haugsvörðugjá, þá Hörzl, gígaröð, og Tjaldstaðagjá austan þeirra.
Við þessa Kinnargjá er nú bílastæði. Á skilti við brúna stendur:

Bruin-22

Tröllkarl á Evrópuflekanum.

Samkvæmt plötukenningunni er ysti hluti jarðarinnar – berghvolið – gerður úr 7-8 stórum flekum og mun fleiri smærri. Flekar þessir færast sundur, samsíða eða skarast. Þessum átakasvæðum fylgja jarskjálftar, myndun fellingafjalla, eldgos og misgengi.
Á plötuskilum, eftir úthöfunum endilöngum rísa 2000-4000m háir fjallgarðar sem eru alls um 70.000 km á lengd. Á örfáum stöðum standa hryggirnir upp úr sjó. Þú ert nú á einum þeirra, Reykjaneshryggnum sem er hluti af Atlantshafshryggnum. Hér skiljast af Norður-Ameríkuplatan, sem þú stendur á og Evrasíuplatan eða austrið og vestrið. Landið fyrir framan þig færist í sundur um 2 sm á ári að maðaltali. Önnur platan um 1 sm á ári til norðvesturs (þin megin) en hin til suðausturs með sama hraða. Upp í bilið á milli flekanna streymir bráðið beg sem storknar sem hraun á yfirborðinu. Vegna láréttra og lóðréttra krafta myndast misgengisstallar og gjár á plötuskilunum.

Brú milli heimsálfa

Nyrðri gjárveggurinn.

Jarrðvirknin dreifist ekki jafnt yfir skagann, heldur myndar hún svæði 5-10 km á breidd og 25-40 km á lengd. Innan þessa svæðis raða Eldvörpin og misgengin sér í beina línu með stefnu frá suðvestri til norðausturs. Á Reykjanesskaga eru 4-5 slík svæði sem nefnast gosreinar. Hreyfingarnar svo og eldgosin á hverri gosrein verða í hrinum sem standa yfir í nokkur á eða áratugi en hléin vara í nokkrar aldir. Mörg hraunannan sem þú sérð þegar horft er í áttt til vitans og hverasvæðisins mynduðust í síðustu goshrinu Reykjanesreinarinnar sem var virk á fyrstu áratugum 13. aldar.
Bruin-23Úti á Reykjaneshrygg hefur sennielga gosið nokkrum sinnum í sjó á þessari öld þó ekki hafi komið upp eyjar. Árið 1783 reis land úr sjó, nokkru utan Eldeyjar og hlaut það nafnið Nýey. Eyjan, sem eingöngu var úr gosmöl, hvarf aftur í sæ í brimi næsta vetur.
Reykjaneshryggurinn er enn virkur og eldar eiga víða eftir að brenna á Reykjanesskaganum, einnig á því svæði sem þú horfir yfir. Hvort það verður á þínum tíma, barna eða barnabarna þinna er erfiðara að spá.“

Hraunið í Kinninni kom úr Sandfellshæð og er um 7 þús. ára gamalt. Langhóll er 1,5 km austan við veg norðan Kinnarinnar. Berghóll og Langhóll er það að segja að hvorugur er ekta gígur. Þar hefur hraun frá Sandfellshæð runnið upp úr lokaðri hraunrás. Það sést á gerð hraunsins, afgasað og þétt í sér, gagnstætt því sem er kringum ekta dyngjugíga.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Örfirisey

Laugardaginn 12. maí 2007, kl. 10:35, mátti sjá eftirfarandi bókin í Dagból lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: „Útkall, óskaði P.G. útivarðstjóri eftir aðstoð TD vegna tilkynningar um fundar á hugsanlegum mannabeinum við olíutankana við Granda. Tilkynnandi vísaði okkur á staðinn sem merktur er á minjaskrá Árbæjarsafns og um var að ræða eitt langt og mjótt bein sem stóð út úr hól. Beinið aflaga og tilheyrir ekki skepnu sem gengur upprétt. Ekki frekari aðgerðir af hálfu lögreglu.“

Hóllinn í Örfirisey

Í framhaldi af því var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn til Árbæjarsafnsins: „Getur þú sagt eitthvað um nefndan stað – hvers vegna hann er á minjaská Árbæjarsafns?“ Anna Lísa Guðmundsdóttir svaraði f.h. safnsins: „Þarna eru skráðar bergristur sem eru á klöppunum. Ef þetta eru dýrabein þá er örugglega eitthvað meira þarna í hólnum.“ Með fylgdu nánari upplýsingar úr SARPI: „Í minjaskrá Árbæjarsafns er getið um 3-4 m háa klöpp, um 100 m2, er skagar út í sjó norðan við olíugeymanna í Örfirisey. Þær eru frá ýmsum tímum og eru víða á klöppinni og nokkrum stórum steinum. Margar þeirra eru nú máðar af ágangi sjávar. Risturnar eru mjög misdjúpt ristar. Hér er ekki getið nafna eða ártala rista eftir síðustu heimsstyrjöld, en þær eru allmargar. Um 6-7 m. sunnan við flæðamálið er rista: HSH – 1828.“

Beinið í hólnum

Jafnframt kom fram að svokallaður Apótekarasteinn á að hafa verið fluttur á sínum tíma frá Örfirisey til Árbæjarsafns. Er hann við húsið Þingholtsstræti 9 á Árbæjarsafni. Á steininn er klappað HCB. A 1?91. Í Safni til sögu Reykjavíkur 1786-1836, bls. 64-65, er getið um Mimore Morti-steininn, en hann var fluttur úr Örfirisey í Árbæjarsafn 1977 og stendur nú vestan við Vopnafjarðarhúsin í safninu. Árið 1981 töldust 10-20 ristur vera á klöppunum í Örfirisey, en 1994 höfðu fundist a.m.k. 43 slíkar.
Þegar staðurinn var skoðaður nánar kom í ljós að honum hafði verið hlíft einhverra hluta vegna. Mikill sjóvarnargarður er með allri ströndinni, nema á stuttum kafla ofan við klappirnar. Í garðlínunni er gróinn lágur hóll með grasi efst og mold undir. Í hann er rekinn fótur með skilti frá Árbæjarsafni. Í moldinni vottar fyrir hleðslum að austanverðu. Bein stóð út úr hólnum, sem sjórinn hefur náð að naga.

Ristur á klöpp

Myndir voru teknar á vettvangi og ein þeirra send starfsmanni á Keldum með spurningu um af hvaða dýri beinið gæti verið.
Líklegt má telja að sléttur klapparhóllinn eigi sér einhverja sögu, auk þess sem gömul lending virðist vera þarna skammt austar. Önnu Lísu voru því sendar myndir af vettvangi með von um nánari upplýsingar. Þær komu líka um hæl: „Þetta var næstvestasta eyjan í Kollafirði, nú tengd með land fyllingu. Talið er að Örfirisey hafi allsnemma orðið sjálfstæð jörð en litlum sögum fer af henni framan af. Þess er þó getið í heimildum frá 1397 að Víkurkirkja hafi átt þar ,,landsælding“ og selalátur. Bendir hið fyrrnefnda til að kornyrkja hafi þá verið í eyjunni því landslæðingur mun þýða akurland. Örfirisey var eign klaustursins í Viðey en þó ekki fyrr en tiltölulega skömmu fyrir siðaskipti eftir því sem best er vitað. Síðan varð eyjan konungseign eins og aðrar klausturjarðir. Í Jarðarbókinni frá 1703 eru, auk aðalbýlisins sem stóð norðarlega á eyjunni, taldar fjórar hjáleigur. Þar kemur fram að vatnsból sé í ,,…lakasta máta, þrýtur bæði sumar og vetur og þarf þá að sækja vatn til lands á skipum að sækja eður sæta sjávarfalla að þurr megi ganga um fjörurif það sem kallað er Grandi“( Árni Magnússon og Páll Vídalín 255). Nokkru seinna eru býlin í Örfirisey orðin níu… Þegar hafnar gerðin Apótekarasteinninnhófst 1913 var lagður grjótgarður eftir Grandanum út í eyjuna. Var grjótið flutt á járnbraut sem lögð var sérstaklega í þessu skini frá Öskjuhlíð að Granda.“
Gróni hóllinn á klöppunum er ekki stór og væri tilvalið viðfangsefni fyrir fornleifafræðing að skoða hann nánar.
Elsta og fallegasta áletrunin er sennilega rituð af Hendrik Handsen sem var verslunarmaður í Örfirisey á dögum Kóngsverslunarinnar. Hendrik þessi hafði áður verið kaupmaður á Básendum en hraktist þaðan eftir sjávarflóðið 1799. (Skv. Árna Óla – Gamla Reykjavík)

Reykjavík

Skólavörðuholt og eyjarnar utan Reykjavíkur.

Reykjavík 1835

Eftirfarandi lýsing á húsum Reykjavíkur birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1949:
Reykjavik-901„Þegar Reykjavík fekk kaupstaðar-rjettindi, fór fram útmæling á verslunarlóðinni, sem var aðeins „Kvosin“, milli sjávar og tjarnar, milli Grjótahæðarinnar og læksins. Auk þess voru henni lögð tún Hólakots og Melshúsa. En aðrar hjáleigur jarðarinnar Reykjavík: Landakot, Grjóti, Götuhús, Stöðlakot og Skálholtskot urðu utan við í útmælingargerðinni, sem er dagsett 12. febrúar 1787, segir svo um þessa ráðstöfun: — Þessar hjáleigur var ekki talið nauðsynlegt að leggja til kaupstaðarins, því að það sem honum hefur verið lagt virðist kappsamlega nóg. En skyldi svo ólíklega ske einhvern tíma, að Reykjavík þyrfti á meira landrými að halda, þá má bæta við þessum hjáleigum, með leyfi hins hátignar konungsins, sem er eigandi þeirra. —

reykjavik-902

Fljótlega kom upp óánægja út af því, að þeir, sem áttu heima innan kaupstaðar-lóðarinnar, skyldi ekki hafa neinar nytjar úthaga Víkurjarðar. Varð það til þess að fram fór mat á öllu landi jarðarinnar, og að þvi loknu lagði stiptamtmaður til, að úr því að nokkur hluti af Reykjavík hefði verið út lagður til kaupstaðar, yrði úthagar jarðarinnar að fylgja honum þannig, að íbúar kaupstaðarins hefði sameiginlegan afnotarjett þeirra eftir þörfum á borð við aðra landeigendur. Á þetta felst stjórnin með úrskurði 19. apríl 1788.
Upp úr 1790, þegar innrjettingarnar eru að syngja á sitt síðasta vers, fyrirskipaði Rentukammerið nýja útmælingu. Hún var framkvæmd í maí 1792, og var þá bætt við kaupstaðarlóðina Skálholts og Stöðlakots lóðum.

reykjavik-903

Með þessu var þá kaupstaðarlóðin endanlega ákveðin, og helst hún þannig óbreytt um heila öld, eða fram til 1892. Þannig var þá afmarkað það svæði, þar sem menn máttu versla. Utan við það mátti engin verslun vera. En þetta var ekki öll Reykjavík. — Eftir sem áður var kölluð Reykjavík öll sú bygð, sem var á landareign jarðanna Víkur, Arnarhóls og Hlíðarhúsa, og þar með talin kirkjujörðin Sel. Nyrst í Kvosinni (við Aðalstræti) voru þá kongsverslunarhúsin, nýlega flutt þangað utan úr Örfirisey. Þau voru öll úr timbri. Syðst við Aðalstræti var kirkjan, og umhverfis hana húsaþyrping innrjettinganna. Af nær 30 húsum og kofum þar voru aðeins sex úr timbri. Hin húsin voru úr torfi og grjóti.
Torfbæir reykjavik-904voru á öllum hjáleigunum og eins á Arnarhóli, Hlíðarhúsum og Sel. Þá voru og komnir nokkrir torfbæir tómthúsmanna í Grjótaþorpi, og einn, Þingholt, fyrir ofan læk. ÞESSI var þá stofninn að höfuðborg Íslands: 9 eða 10 timburhús, en allar aðrar byggingar úr torfi og grjóti. Þá voru íbúar Reykjavíkur taldir 167 alls, en í Reykjavíkurkirkjusókn (sem náði einnig yfir Nessókn og Laugarnessókn) voru alls 302 sálir, en íbúar landsins voru þá alls taldir 38.363. Móðuharðindin voru þá nýgengin um garð og árið 1785 höfðu látist 83 í Reykjavíkursókn, 36 í Nessókn og 33 í Laugarnessókn, ..flest úr vesöld, niðurgangi og kreppusótt“ eins og segir í kirkjubókinni. Hjer voru því óglæsilegir tímar er hin nýa borg reis á legg.
reykjavik-905Á næstu árum fjölgar þó mjög timburhúsum í kvosinni. Og á næstu áratugum fjölgar einnig mjög þurrabúðar-mönnum. Þeir reistu sjer torfbæi. flestir utan við Kvosina. Tók þá að myndast bygð í Skuggahverfi og Þingholtum og Grjótahverfið að stækka. Reykjavík varð þannig tvöföld í roðinu. Annars vegar voru timburhúsin í Kvosinni, flest eign erlendra kaupsýslumanna, en hins vegar torfbæir Íslendinga. Þegar þessa er gætt má segja að Íslendingar hafi upphaflega bygt höfuðborg sína úr torfi. Og þannig er hún álitum á 50 ára afmæli sinu.
Í Landsbókasafninu er geymt handrit að skrá um torfbæi í Rvík 1830 og bætt við nokkrum, sem bygðust á næstu árum, eða alt fram að 1840. Skrá þessi er samin af Jóni Jónssyni prentari í Stafni. Hefir hann tekið hana saman á gamals aldri (1866) og má því vera að einn og einn bær hafi gleymst, annaðhvort vegna þess. að höfund hafi mint að hann væri rifinn fyrir þennan tíma, eða bygður seinna. En skrá þessi sýnir þó greinilega hvernig Reykjavík hefur verið á svipinn þegar hún hafði náð fimmtugsaldri.

reykjavik-907

TORFBÆIRNIR í Reykjavík voru yfirleitt ljelegri heldur en sveitarbæir, enda var þeim venjulegast hrófað upp af litlum efnum. Til er lýsing á torfbæunum, er Þorbergur Þórðarson rithöfundur skrifaði eftir frásögn Ólafs Jónssonar fiskimatsmanns, sem fæddur var í Hlíðarhúsum 1856 og segir þar meðal annars svo: — Öll úthverfi Reykjavíkur voru langt fram eftir aldarhelmingnum eintómir torfbæir að heita mátti. Hver bær var tíðast tvö hús, er stóðu hlið við hlið. Annað húsið var til íbúðar, hitt til eldamensku og geymslu. Veggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti, framstafnar sumstaðar úr torfi og grjóti, upp að glugga og þar fyrir ofan gerðir úr timbri, en annars voru þeir allir úr timbri.
Afturstafnar voru ýmist úr torfi og grjóti upp að glugga og efri hlutarnir úr timbri, eða þeir voru úr torfi og grjóti upp úr og þá gluggalqusir. Þá hjetu þeir gaflöð. Framstafnar sneru venjulega til sureykjavik-908ðurs, stundum til austurs. Sperrur voru að jafnaði krossreistar (mynduðu 90 stiga horn í mæni). Stundum voru þær með kalfa í mæni á sperrunum var skarsúð á íbúðarhúsunum, en refti á eldhúsi og geymslu. Þar ofan á kom torfþekja. Á milli þekjunnar og súðarinnar var hvorki tróð nje hella. Langt fram eftir aldarhelmingnum voru hjer til torfbæir, sem voru með moldargólfi og höfðu refti eitt og torf í stað súðar. Rúmstæðin voru bálkar, hlaðnir úr torfi og grjóti, og þá var dreift heyi undir sængurfötin. — Þrifnaður stóð á þessum tímum í flestum greinum að baki því, sem nú tíðkast, enda voru skilyrði flest til þrifnaðar þá margfalt verri en nú á tímum. Gólf voru venjulega þvegin tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, en aðra daga voru þau oftast sópuð með fuglsvæng. Gólf voru aldrei þvegin úr sápu, heldur aðeins úr vatni og fínum sandi, sem sóttur var niður í fjöru. Eftir þvottinn var stráð á þau hvítum skeljasandi, sem fluttur var í pokum utan úr Örfirisey. Gólfdúkar eða teppi voru þá ekki til. Hvíti skeljasandurinn var því fyrsti vísir til dúka og teppa á gólfum. Honum var einnig stráð í ganga og bæjardyr, þótti það hreinlegra og fallegra.
reykjavik-909Sjaldnast voru vanhús við torfbæina. Karlmenn gengu örna sinna út um holt og niður að sjó, en börn og kvenfólk hægði sjer í næturgögn, sem tæmd voru í hlandforir eða á sorphauga, er voru heima við flesta bæi.
Þessu ber saman við lýsingu Mackenzie, sem hjer var á ferðalagi 1810. Hann kom að prestsetrinu Seli. Þar átti þá heima Brynjólfur Sigurðsson dómkirkjuprestur. Segir Mackenzie svo frá: — Presturinn mætti okkur við dyrnar á kofaræfli, og leiddi okkur inn löng, dimm og skítug göng framhjá allskonar drasli, fram hjá manni, sem var að berja harðfisk, og inn í dimt herbergi. Það var svefnherbergi fjölskyldunnar og hið besta á bænum. Þakið var svo lágt, að maður gat varla staðið upprjettur, og þar var tæplega rúm fyrir nokkurn hlut nema húsgögnin, en þau voru: rúm, klukka, lítil kommóða og glerskápur. — Jón Helgason biskup, sem mundi eftir flestum torfbæunum, segir svo á einum stað: — reykjavik-910
Fæstir hinnar uppvaxandi kynslóðar vorra tíma gera sjer í hugarlund, hve ljeleg húsakynni voru gömlu reykvísku torfbæirnir í úthverfum bæjarins, eða „kotin“, eins og algengast var að nefna þessa mannabústaði. Torfið á þekjunum reyndist alt annað en góður regnvari, er til lengdar ljet.
Snemma fór vætan að leita á súðina undir torfinu og áður en menn vissu af, var hún orðin svört af sagga undan þekjunni. Og þá leið sjaldnast á löngu áður en lekinn, versti óvinur góðra húsmæðra, færi að gera vart við sig.
Það varð löngum fangaráð húsmæðranna að hengja bjór undir lekann og veita úr honum vatninu þannig, að það færi ekki niður í rúmin. Annars höfðu þessir torfbæir þann stóra kost, að þeir voru hlýir þegar frost og hríðar gengu. Það næðir ekki í gegnum þykka moldarveggi nje þekjur, sem eru máske orðnar alt að þvíhálf alin á þykt vegna þess að altaf var verið að dytta að þeim og bæta torfi ofan á torf. Veðráttan hjer, umhleypingar og votviðri, hamlaði því að þekjur gæti orðið vallgrónar, og þess vegna var lekinn og þess vegna þurfti altaf að vera að bæta nýu torfi utan á hið gamla.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 6. nóv. 1949, bls. 493-495.

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Selvogsheiði

Í „Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju„, er kafli eftir Finn Jónsson undir yfirskriftinni „Bæjarnöfn á Íslandi“. Þar fjallar hann m.a. um hugtökin „sel“ og „stekk„:

Árbæjarsel

Árbæjarsel á Nónhæð – uppdráttur ÓSÁ.

sel
merkir sumardvalarstað, helst á heiðum eða við fjöll uppi, þar sem ær og kýr eru hafðar á beit og með málnytuna farið, eins og lög gera ráð fyrir; húsakynnin voru ætíð lítil og órífleg, ekki nema 2 herbergi eða svo, enda ekki margt manna að jafnaði. Almennt var »haft í seli« á Íslandi lángt fram eftir öldum, uns það hætti, bæði vegna ódugnaðar og eins hins, að þörfin á að hafa í seli var aldrei eins mikil á Íslandi eins og t. d. í Noregi, nema þá rjett á stöku stöðum.
En nöfnin eru [þó] mjög þýðingarmikil, einmitt fyrir búskap Íslendinga á fyrri öldum. Sel urðu að bæjum (kotum) líkt og fjós o.s.frv.

Ottarsstaðastekkur

Óttarsstaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

stekkr
er samskonar nafn og Fjós og uppruninn víst hinn sami, bær eða kot byggt upp úr stekk eða við gamlan stekk.
Nöfnin eru tiltölulega ekki svo fá: Eint. Stekkr V. VI. IX. XII. XIII. XV (-inn). Flt. Stekkar V (3; 3) -ir, AM).“

Í „Hinni fornu lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás„, 2.b., er kafli um „afrétt“ þar sem hugtakið sel kemur við sögu, sbr. „Of afrettu„, XXXVI. Capituli, bls. 302 (illlæsilegur nútímafólki):

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

„Eigi scal sel göra i afrett. 2) Ef gört er pa er sel oheilact, oc eigo þeir at briota sel er afrett eigo, enda verdr sa utlagr er sel gördi, eda göra let, vid þa alla er afrett eigo, oc sinni utlegp vid hvern þeirra.
Engi madr scal beita afrett þær vicor II er a midil ero pess er YI vicor ero af sumri oc YIII vicor ero af sumri. Þeir menn er næstir bua afrett eigo at beita avalt afrett hufe sino, nema fra þvi er VI vicor ero af sumri, oc til þess annars dags vico er IY vicor lifa sumars, þvatdaginn apr. Ef menn heita afrett þær vicor 3) er fra ero scildar, þat vardar oc utlegd vid hvern þeirra manna er þann afrett a. Þat vardar oc utlegd, ef menn heita afrett or seliom, 4) [vid hvern] þeirra manna er þann afrett eigo.“
Hér að framan kemur fram að byggi maður sel í afrétt annars skal hann útlægur verða, sýnist þeim svo.

Straumssel

Straumssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hlutaðeigandi ákvæði styrkir verulega þá tilgátu Ómars Smára Ármannssonar, fornleifafræðings, að bændur byggðu oftlega selstöður sínar í jaðri jarða þeirra m.a. til að undirstrika eignarhald þeirra. Ómar birti þessa kenningu sína að undangenginni viðarmikilli skoðun á „Seljum vestan Esju“ og birtist í samnefndri BA-ritgerð hans við Háskóla Íslands. Frá því að ritgerðin var gerð árið 2004 hefur hann uppgötvað enn fleirri sel á svæðinu er staðfesta enn frekar þessa kenningu hans.

Í „Skýringum yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast„, Landslb 12, bls. 635, er fjallað um sel og selfarir:

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

„4) er það víst, að ekki skyldi þá ætla kúm fóður, er skyldugt var í sel að færa úr húshaga, því þá væri ómögulegt að vænta; selhagar skydlu þá grónir á fjöllum uppi, er kúm þyrfti fóður í bygð að ætla; og einn ómögulegra, að verða flytja hey til sels, og mega ei gefa þau í vetrarhús sín, ef ei væru grónir selhagar. Nú er þafi ljóst af Llb. 24.3, hafi skylt er í sel að færa, þegar 2 mánuðir eru af sumri, það er í 9. viku sumar, því alt mánaðatal skal vera þrítugnætt éptir tilætlun lögbókarinnar, eins og áður hefi eg sýnt með rökum um erfitt „tvímánuður“, og þar má lesa, af hverju öllu hugleiddu það eptir fylgir, að þíng þetta, sem Llb. cap. 12. talar um, skuli vera fyrr á vorin, en skyldugt er í sel að fara. Á þess hér að gæta, að þegar lögbókin kom hingað anno 1280, voru liðin ein 17 ár frá því, er Grágás gekk hér fyrir lög, og þess vegna öllum í fersku minni, hafi sein eptir hennar bofiorfium hafið verið lángvarandi venja.“

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Bent skal á að víða á vefsíðunni er fjallað um sel og seljabúskap á Reykjanesskaganum, allt þangað til hann var aflagður í lok 19. aldar.

Heimildir:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fórnu og nýju, „Bæjarnöfn á Íslandi“ – Finnur Jónsson, 4. bindi, bls. 474-475.
-Hin forna lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás, 2.b., „Of afrettu“, XXXVI. Capituli, bls. 302.
-Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast, Landslb 12, bls. 635.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

 

Hafnaheiði

Gengið var að Kirkjuvogsseli og þaðan að Arnarbæli um Sauðhól. Þá var ætlunin að taka stefnuna til norðausturs að Gamla-Kaupstað. Staðurinn hefir gjarnan verið settur í samhengi við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og að þar kynni að hafa verið áningarstaður. Í norðaustur frá honum átti að vera, skv. örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi, gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn; Grákolluhóll.

Fyrirhleðsla í Gjáhól

Á svæðinu hafði og spurst um vegghleðslur í gjám, sprungum og víðar.
Svæði, sem hér um ræðir, er miklu mun víðfeðmnara en virðist við fyrstu sýn. Um er að ræða heiðina millum Súlna og Hafna annars vegar og Arnarbælis og Patterssonsflugvallar hins vegar. Svæðið norðanvert var meira og minna notað til æfinga fyrir hermenn á Keflavíkurflugvelli, allt fram til þessa daga. Víða má sjá minjar eftir æfingarnar; hleðslur, byrgi, skjól, spýtnabrak, sprengjubrot og ekki síst ótal slóða eftir skriðtæki og önnur beltatól.
Skoðum fyrst örnefnalýsingu Hinriks í Merkinesi: „
Þetta eru Norður-Nauthólar. Þarna hallar landinu til norðurs og austurs, en stefna brekkuhallans er til vesturs alveg niður í sjó sunnan Kalmanstjarnar. Í norðvestur frá Norður-Nauthólum [er] stór, dyngjumynduð hæð. Hún heitir Arnarbæli.“ Nauthólaflatir eru milli Merkiness og Norður-Nauthóla. Arnarbæli er mest áberandi kennileitið í heiðinni; hátt holt með klofinni vörðu ofan á, séð frá vegi.
Þá segir í lýsinngunni um ö
rnefni, séð af veginum til Stapafells: „Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Eitt af mörgum byrgjum eftir hermenn í heiðinniNjarðvíkurhreppa. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur [hér er átt við gamla veginn nokkru vestan núverandi vegar]. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel. Þar litlu ofar – til hægri – er klofinn, hár klapparhóll, sem heitir Sauðhóll. Þar er gamalt refagren undir klapparbrún mót suðvestri. Það heitir Sauðhólsgren. Dálítið ofar sjáum við bera við loft nokkrar hólóttar hæðir, það eru einu nafni Gjáhólar. Í norðaustur frá hæsta hólnum er lág, bungumynduð, lítil klöpp með tvær holur inn undir, önnur til austurs, hin til suðvesturs, þetta er Gjáhólagren. [Víða voru litlar vörður á klapparhólum. Þegar nánar var skoðað kom í ljós að hér voru leiðarmerki að grenjum að ræða].
Nú komum við að miklu landsigi, er liggur langt suðvestur í Hafnaheiði og til norðausturs í Njarðvíkurheiði. Þetta landsig heitir Súlnagjá. [Súlnagjá er syðsta gjáin í hallandanum, næst Súlum. Norðar er Mönguselsgjá og Arnarbælisgjá nyrst. Gjárnar sjást betur úr suðri] Hér stönzum við og horfum til Stapafells, því að mörgu er að hyggja.
Á hægri hönd, svo sem 300 faðma til norðvesturs, er dálítil flesja milli tveggja hæða, er liggja frá suðaustri til norðvesturs. Á flesjunni er dálítill grasi gróinn hóll með Stríðstól í heiðinnilágum sperrulöguðum helli mót suðvestri, og uppi á brúninni er vörðubrot. Þetta heitir Hellisgreni. Á vinstri hönd ([til] austurs) er nokkuð stór hóll og er nefndur Urðarhóll. [Í rauninni er mjög erfitt að fylgja lýsingunni verandi á staðnum. Hinrik var þaulkunnugur á svæðinu og gat lesið landið án hindrana, en fyrir ókunnuga með þessa lýsingu í höndunum virðist hvert kennileitið öðru líkara og í rauninni öll passa við lýsinguna. Þó má nota útilokunaraðferðina, t.d. með því að gaumgæfa hvern stað vandlega, líkt og hér var gert, en það er mjög tímafrekt.] Í hól þessum var greni, Urðarhólsgreni. Greni þetta eyðilagði herliðið með jarðróti. [Að öllum líkindum er Urðarhóll ranglega merktur inn á landakort m.v. þessa lýsingu.]
Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. [Hafa ber í huga að sjaldan voru gren í stórum hólum í heiðinni. Hólarnir vildu þó gjarnan stækka í augum grenjaskytta, ef þar var greni. Hinrik var mikil grenjaskytta].“
„Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.“
Gata, þó ekki skriðdrekagata, og hóll, Gamli-Kaupstaður?Eins og fyrr sagði er heiðin norðanverð meira og minna útsporuð eftir stríðstól. Í ljósi nútíma rýni skilaði „vitleysan“ nákvæmlega engu fyrir land og þjóð öðru en því að spilla umhverfinu sem og menningarverðmætum á svæðinu. Mannvirki, hlaðin af forfeðrum vorum, hefur verið umverpt og grjótið notað í skjól fyrir erlendar skyttur, sem voru hér til tímabundinnar afþreyingar og dægradvalar. Ef einhvern tíma hafa verið fornar götur að og frá Gamla-kaupstað, áningarstað Grindavíkurútvegsbænda um aldir, eru þær nú horfnar undir skriðbelti forgenginna stríðstóla. Þó má á einum stað, um skamman veg, sjá móta fyrir götunni.
Þegar gengið er um Hafnaheiði má víða sjá gamlar hleðslur í gjám og sprungum. Sumar virðast hafa verið undir fyrrum girðingar, en aðrar hafa fáar tilvísanir aðrar en að hafa verið skjól óskráðra ferðalanga um heiðina. Hinar mörgu vörður gætu hins vegar, ef vel væri gengið, gefið hina fornu þjóðleið millum Grindavíkur og Keflavíkur til kynna. Hún mun líklega tengjast Árnastíg norðvestan við Þórðafell, eða hinum forna Prestastíg nokkru sunnar, norðan Sandfellshæðar (sjá HÉR). Þar í brúninni er forn ferhyrnd hleðsla í gróanda.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarhrepp.

Gamli-kaupstaður?

Gæs

Gengið var um hið gamla bæjarstæði Miðdalskot sunnan við Hafravatn. Gæsaflug og mófuglasöngur gáfu lífvana tóftunum mikilvægt hlutverk í umhverfismyndinni. Grunur hefur verið um að hér sé reyndar um tóftir svonefnds Borgarkots að ræða.
Í Jarðabókinni 1703 er, auk Miðdals, á þessu svæði taldar upp jarðirnar Vilborgarkot, Helliskot og næst Miðdal bæirnir Borgarkot, Búrfell og Óskot. Líklega hefur Miðdalskot verið nefnt svo um tíma.Í örnefnalýsingu fyrir Tóft í MiðdalskotiMiðdal segir m.a.: „Nokkru ofar við Seljadalsá er allstór bergdrangur er Krummaborg heitir. Verpti hrafn þar áður. Við Krummaborg rennur lækur út í Seljadalsá er Bæjarlækur heitir. Milli Bæjarlækjar og Seljadalsár er mjór tangi er Lækjartangi heitir. Spölkorn upp með Bæjarlæknum að vestan er Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Sést þar vel til allra húsa, þarna er fallegur grasi vaxinn hóll er Kotahóll heitir. Fyrir sunnan Miðdalskot er allstór mýri er Kotamýri heitir, aðskilur Bæjarlækur Kotamýri frá túninu í Miðdal. Vestur úr Kotamýri er mjó Kelda er Kotakelda heitir, en nokkru vestar er hringlaga mýri er Kotakrókur heitir. Fyrir sunnan Kotakrók og Keldu er Kotamýrarurð. Sunnan við Kotakeldu voru kvíaærnar bældar, þar er gróður og þurrlent og heitir Bólin.“
Þarna á hæðinni eru tóftir á þremur stöðum. Sú austasta er minnst, líklega útihús. Miðtóftin er stærst og greinilegust, líklegast kotið sjálft. Vestast virðist hafa verið útihús eða jafnvel fjárborgin síðarnefnda. Allar tóftirnar eru á kafi í þýfi og sinu þótt glöggt megi sjá móta fyrir rýmum. Ljóst er að býli þetta hefur farið í eyði fyrir alllöngu. Húsin hafa snúið göflum mót suðri, niður að svonefndri Kotamýri. Litlir gróningar eru um kring og fátt annað um grasnytjar en mýrarsvæði.
Miðdalskot - loftmyndÍ Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Miðdal: „Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúandinn Jón Jónsson. Hagar góðir. Engjatak erfitt. Kirkjuvegur erfiður og so hreppaflutningur. Vatnsból erfitt um vetur.“
Um Bogarkot segir: „Hjáleiga af Miðdal, nú í auðn og hefur nú yfir ár um kring í eyði legið, en var í fyrstu bygð í fornu fjárborgarstæði fyrir vel tuttugu árum. Hafði stundum hjáleigumaðurinn nokkurn reit af heimatúninu. Meina menn ei aftur byggjast kunni með sömu kostum, nema því meir að af heimajörðinni væri legt til.“
Um Búrfell segir að „lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið“. Um Óskot segir: „Forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem þar er nú eyddur“.
Frábært veður.
Miðdalskot (Borgarkot)

Kastið

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli.
Gornin-1Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðing Evrópuherafla Bandaríkjanna, Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma. Hreyfillinn í Görninn hafði greinilega kastast yfir brúnina þegar flugvélin lenti þarna efst í brattri hlíðinni. Tóm 42′ skothylki lágu á víð og dreif. 

Frank M. Andrews hershöfðingi, gekk undir gælunafninu Andy. Hann fæddist í Nashville, Tennessee, í Bandaríkjunum, 3. febrúar árið 1884 og lést á Fagradalsfjalli, Íslandi, þann 3. maí 1943.
Andrews-2Andrews var einn af stofnendum Flughers Bandaríkjanna (United States Air Force). Í forystustörfum innan hersins Air Corps náði hann góðum árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Andrews var fyrsti yfirmaður í miðlæga ameríska flughernum (Central Air force) og fyrsti loftliðsforinginn  til að gegna störfum hjá landhernum (Army). Í byrjun 1943 tók hann sæti Dwight D. Eisenhower sem yfirmaður allra US hermanna í Evrópu í innrásaráætlun bandamanna.
Hann beið bana í flugslysi á Íslandi árið 1943, sem fyrr sagði. Hann var þá sá hæstráðandi í her Bandaríkjanna er látið hafði lífið í stríðinu á þeim tíma. Andrews herflugvöllurinn í Maryland er nefndur eftir honum, líkt og Andrewsherskólinn í Berlín, Þýskalandi), alþjóðlegur Andrews-flugvöllurinn í Santo Domingo (nú rifinn) og Andrews Avenue í Pasay City, Philipseyjum.

Andrews-3Andrews var barnabarn á riddaraliðshermanns sem barðist við hlið Nathan Bedford Forrest og barna-barnabarn tveggja Tennessee landshöfðingja, John C. Brown og Neill S. Brown. Hann útskrifaðist úr borginni Montgomery Bell Academy árið 1901 og gekk í Military Academy í West Point í júlí 1902. Hann gekk til liðs við United States Army við útskriftina árið 1906.  Starfaði hann m.a. sem liðsforingi á Filippseyjum og Hawaii. Eftir að hann giftist dóttur hershöfðingjans Henry Tureman Allen árið 1914, var Andrews meðtekinn í félagslega hringinn í Washington og innan hersins.

Allen hershöfðingi gerði sér ákveðnar vonir um framtíð tengdarsonar síns, t.d. með því að lýsa yfir að dóttir hans vildi ekki giftast flugmanni. Þess vegna fékk hann stöðu hjá Army Signal Corps í febrúar 1914, en ekki hjá Air force.

Andrews-1

Innan mánaðar eftir að Bandaríkin blönduðust inn í Fyrri heimsstyrjöldina var Andrew fluttur í apríl 1917, þrátt fyrir andmæli yfirmanna hans, yfir í Aviation Section, US Signal Corps.
Eftir skamma stund í Washington, DC, fór Andrews til Rockwell Field, California, í apríl 1918. Þar lauk hann Aviatorþálfun, þá 34 ára.  Andrews fór aldrei erlendis í stríðinu sem félagi af the Air Service. Í staðinn, hann bauð ýmsum flugvöllum um Bandaríkin og í Army General Staff í Washington, DC eftir stríðið. Þá var hann fluttur til starfa í Þýskalandi þar sem tengdafaðir hans, Allen hershöfðingja, hafði verið boðin staða.

Eftir að hafa farið til Bandaríkjanna árið 1923, réð Andrews fyrir stjórn Kelly Field, Texas, og hann varð fyrstur stjórnandi háþróaðs flugskóla þar. Árið 1927 flutti hann til að Air Corps taktísk School í Langley Field, Virginíu, og árið eftir fór hann sem stjórnandi  General Staff School í Fort Leavenworth, Kansas. Andrews gegndi æðstu her Air Corpsþjálfun og -rekstrarsviðs á árunum 1930-1931. Hann fór síðan 1. Pursuit Group á Selfridge Field, Michigan. Eftir útskrift úr hernum War College árið 1933, fór Andrews aftur til General Staff árið 1934. Í mars 1935 var Andrews skipaður í herráð Douglas MacArthur í nýstofnaða Almennar Headquarters (GHQ) Air Force, sem hafði það m.a. að markmiði að styrkja Army Air Corps eininga undir einn foringja. Undir stjórn hans, hóf GHQ Air Force þróun aðferða til að ná ydirburðum í loftinu sem síðar varð ríkur þáttur US Army Air Force.

Kastid-2

Andrew var talsmaður fjögurra hreyfla þungra sprengjuvéla, s.s. B-17 (Fljúgandi virkið).  MacArthur átti hins vegar undir högg að sækja þars em fyrir var hershöfðinginn Malin Craig, en hann andvígur hvers kyns verkefnum fyrir Air Corps nema að styðja herafla á jörðu niðri. Craig var ósammála Andrews um yfirburði B-17 á allar aðrar tegundir. Í stað þess að styðja fyrirhuguð kaup á B-17 var ákveðið að kaupa minni en ódýrari léttar og meðalstór sprengjuflugvélar, eins og Douglas B-18. Honum tókst þó að sannfæra menn um að kaupa nóg af B-17 til að halda áætluninni á lífi. Stríðið í Evrópu varð til að undirsstrika það að Andrews hafði rétt fyrir sér.

Kastid-3Andrews var skipaður framkvæmdastjóri Air Corps í kjölfar dauða hershöfðingja Oscar Westover í september 1938, fyrst og fremst vegna stuðnings síns fyrir loftárásaráætluninni. Hann varð loftráðgjafi George C. Marshall, nýlega ráðinn sem aðstoðarforstjóri „Æðstu starfsmanna hersins“ árið 1938.

Í janúar 1939, í ræðu á National Aeronautic Association, lýsti Andrews Bandaríkin sem „sjötta mesta loftherveldið“. Í lok fjögurra ára ferils síns sem framkvæmdastjóri GHQAF fór hann aftur í fasta stöðu sem ofursti úr tímabundinni stöðu sinni fyrir áttunda Corpssvæði í San Antonio. Hann var kallaður til Washington einungis fjórum mánuðum síðar.

Kastid-4Árið 1940, Andrews ráð fyrir stjórna af the Air Corps Panama Canal Air Force , og árið 1941 varð hann yfirmaður the Caribbean Defense Command, sem hafði mikilvæga skyldu í Seinni heimsstyrjöldinni að verja Suðursvæði Bandaríkjanna, þar á meðal hinn mikilvæga Panamaskurð. Árið 1942 fór Andrews til Norður-Afríku þar sem hann var þriggja mánaða í stjórn allra United States herafla í Mið-Austurlöndum frá bækistöðvum í Kaíró.

Hershöfðingja Andrews var síðan skipaður yfirmaður allra United States herafla í Evrópu. Í ævisögu sinni, hershöfðingja Henry H. Arnold, yfirmaður í hernum Air Forces í World War II, gefið þeirri trú að Andrews hefði verið gefin skipun bandamanna innrás í Evrópu – stöðu sem á endanum gekk til hershöfðingja Eisenhower. Marshall myndi segja seint í lífinu, því að Andrews var eina almenna hann fengið tækifæri til að brúðgumanum hugsanleg Supreme Allied Command síðar í stríðinu.

Kastid-5

Hershöfðingja Andrews beið bana í flugslysi í B-24D-1-CO, Frelsari , 41-23728, á 8. Air Force úr RAF Bovingdon, England, á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga eftir að hafa þurft frá að hverfa við lendingu á Kaldaðanesflugvelli.  Fagradalsfjall á Reykjanesi eftir aflýst reyna að lenda á Royal Air Force Station í Kaldadarnes, Íslandi. Andrews og þrettán aðra létust í flugslysinu; aðeins slétskyttan, S/Sgt. George A. Eisel, lifði slysið af. Aðrir KWF, þar með talinn flugmaðurinn kapteinn Robert H. Shannon, 330 BS, 93 BG; og sex starfsmenn Andrews, þ.mt Maj. Ted Trotman, B/Gen. Charlie Barth, Col. Marlow Krum, and aðstoðarmaður hershöfðingjans, Maj. Fred A. Chapman; and Capt. JH Gott, navigator. Charlie Barth, Col. Marlow Krum og aide almenn’s Maj. Fred A. Chapman, og kapteinn JH Gott. Andrews er grafinn í Arlington National Cemetery.

„Slysið var um það bil kl. 15:30 að Greenwichtíma, þann maí 3, 1943, B-24D (41-23.728) í staðsetningu 22°19’30“ vestur – 63°54′ norður á Íslandi og eyðilagðist vélin.“.

Kastid-6

B-24 var úthlutað til 8. Air Force á Bovington, Englandi. Sendinefndin var áætlað yfir landið flugi frá Bretlandi til Meeks Field, Iceland, til að fara yfir Prestwick í Skotlandi. Flugvélin nálgaðist Íslandi frá suðaustur og hafa samband við var gerður við landið sjö kílómetra austan Alviðruhamrars-vitann um 01:49 GMT. Flugvélin miðaði áfram vestur fjörur í hæð um 200 fet, sem eftir eru undir skýjum. Um 02:38 GMT flugvélarinnar hringur the Royal Air Force airdrome á Kaldaðarnes fimm sinnum á um 500 fet. Fjarskiptasamband náðist ekki við flugvélina. B-24 flaug lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til lendingar. Þess í stað flaug hann áfram vestur fjörur í 60 feta hæð.

Andrews-4

Á Reykjanesi var flugvélinni snúið til norðurs og síðan á ströndina í um 10 mílur svo til beint vestur af Meeks Field. Tíminn var nú 2:53 klst GMT. Vandræði var með fjarskiptasam-band. Flugvélin sneri austur og flugmaðurinn reyndi sjónflug að Meeks Field, en lágmark skyggni og rigning kom í veg fyrir að það tækist. Flugmaðurinn ákvað að fara til baka til Kaldaðarnesflugvelli. Kapteinn Shannon reyndi að fylgja strandlengjunni með því að snúa bratt í austurátt.

Skyggni var svo til ekkert vegna skýj, rigningar og minnkandi útsýnis. Flugvélin var ekki búin að loftsamskipta, en flugmaðurinn reyndi að halda sjónrænum tengslum við landið með því að fljúga undir skýjum. Á 22°19’30 „vestur – 63°54′ norður, flaug hann í 1100 feta hæð, 150 fet að ofan, en á norðaustur sjálfsögðu á hraða minnsta kosti 160 mph. Annar vængur B-24 vélarinnar lenti í brattri hlíðinni, í 45° halla.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Kastið

B-24 – minnismerki um flugslysið í Kastinu.

 

Óskot

Þegar gengið var nýlega um norðvestanverða jörðina Óskot var gengið fram á tóft, sem virtist mjög gömul. Hún var augljós ofan frá heiðarbrúninni að sjá; grasi gróinn blettur í mólendinu. Þegar nær dró sást móta fyrir hleðslum, auk þess gera mátti ráð fyrir húsaskipan. Við fyrstu sín virtist þarna vera um fjárhústóft að ræða. Og þegar örnefnaskrá fyrir Óskot var skoðuð nánar kom eftirfarandi í ljós:
Tóftin„Jörðin liggur vestanvert við Hafravatn, en sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás, og þar austar er lítið holt, sem heitir Litlaholt, nær austur að á móts við bæ; þar austur af heitir Vörðuholtsmýri niður í Hafravatni (svo) og upp að holti, og efst í henni eru tvö lítil holt, sem nefnd eru Hulduhólar. Smámýrarhaft er milli þeirra. Austur af mýrinni er svo Vörðuholt, bungumyndað, hátt holt. Svo koma Eyrar, þar norðaustur frá Vörðuholti með vatninu, sléttar flatir að ánni.“ Þá segir frá Fjárhúsmel suðaustan frá bænum og Gömluhúsum, beitarhúsum, í heiðarbrúninni. Þær minjar á eftir að staðsetja og skoða (verður gert fljótlega).
Þá segir ennfremur: „Vestur af Fjárhúsmel eru Tóftinvalllendismóar, sem heita Mýrarver; þetta eru nefnd þau Efri-, en þau neðri eru í Reynisvatnslandi. Efsta mýrin upp við heiðina heitir Háavik, er í mýrarjaðri; þar austur af er svo Heybandsflöt, slétt valllendisflöt. Þá eru nafnlausar mýrar; milli þess og túns er framhald af Vörðuhólsmýri, svo er niður með heiðinni Tóft, ævagömul beitarhús; svo er aðeins neðar stór steinn á merkjum, sem heitir Skjóni. Svo er mýri, nefnd Neðrimýrar. Neðst í henni heitir Skógarholt, er niður við ána. Þau eru tvö, en milli þeirra er mýri, nafnlaus, en skilgreind sem Mýrin milli holtanna. Upp við tún er dýjavilpa í túnhorni, Mósulind.“
Hérna var sem sagt Tóftin komin, ævargömul beitarhús.
Þrátt fyrir mikla sinu, sem umliggur tóftina má greina rými sem og stærð þeirra. Veggir standa grónir, en erfitt er, sem fyrr sagði, að sjá að hér sé um tóft að ræða nema komið sé að henni ofan af heiðinni. Ofan við tóftina er varða, sennilega landamerkjavarða frá Óskoti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Varða

Fóelluvörn

Leiðir frá Fóelluvötnum að Lækjarbotnum.
Við Fóelluvötn (í Vötnum eða á Vatnavöllum) eru sléttir grösugir vellir og voru fyrrum áfangastaður ferðamanna og leiðir lágu að völlunum frá öllum áttum. Frá norðri af Alfaraveginum gamla og Laufdælingastíg. Frá austri af Dyravegi og frá Kolviðarhóli (Hellisheiðarvegi) og Ólafsskarði. Úr suðri kom leið frá Sandskeiði (Sæluhúsinu), úr vestri frá Lækjarbotnum og úr norð-vestri frá Elliðakoti.
Austirvegur-227Í lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdán Jónson lögréttumann á Reykjum segir: „Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllabörnum etc.“
Í Austantórum ll bls 148, lýsir Jón Pálsson lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur á þessa leið:“
1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 Km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri, austan Varmár nálega 10 Km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 Km.
4. Frá Kolviðarhóli að Fóelluvötnum, norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 Km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 Km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 Km.
Alls 77 Km.“
Austurvegur-228Ég hef gengið og kannað leiðir frá Fóelluvötnum (Vötnum, Vatnavöllum) niður með Fossvallaá að Lækjarbotnum og eru leiðir bæði norðan og sunnan ár. Fossvallaá  á upptök sín á vestanverðum Efri vötnum sunnan Lyklafells og rennur þar með jaðri vallana og á milli Vatnahæðar og Vatnás og er þá komin í Neðri vötn og rennur svo með norðurjaðri vallana og síðan með mosavöxnu hrauni sem kallað er Mosar. Þegar komið er vestur fyrir Vatnás kemur árfarvegur í Fossvallaá frá suðri með hlíðum Vatnás er það farvegur Lyklafellsár sem á upptök í Engidal sem er í vesturhíð Hengilsins og heitir þar Engidalsá. Hún rennur síðan  niður um Norðurvelli og að Lyklafelli austanverðu og heitir þar Lyklafellsá. Síðan rennur hún suður um Efri vötn og síðan að Vatnási austanverðum í djúpum farvegi og síðan síðan suður með Vatnási og vestur fyrir hann og þaðan norður í Fossvallaá. Götur liggja nyrst yfir Vatnás af Efri völlum vestur á Neðri velli. Í krikanum sem myndast vestan við Vatnásinn er tjarnarstæði og norðan við það eru lágir klettar sem mynda horn  og stefna klettarnir sem eru líklega misgengi norður á Miðdalsheiði og eru líklega syðsti hluti Heiðargjár sem nær norður að Borgarhólum. Götur liggja upp af völlunum báðum meginn við klettana upp um Vatnahæð og sameinast í götu að Elliðakoti.

Austurvegur-229

Einnig eru götur eftir brúnum klettana. Skammt vestan hornsins fer Fossvallaáin í þröngan og djúpan  farveg sem er mjög grýttur og virðist áin hafa brotið upp hraunið í stógrýti. Ekki er fært yfir farveginn með skepnur nema á örfáum stöðum. Götur liggja niður með norðanverðri ánni og þegar komið er á móts við bug á henni til suðurs er gata upp til hægri á móti bugnum upp um móa (N6404352 W135646) Í bugnum er mögulegt að fara yfir árfarveginn. Göturnar stefna í norð vestur um móa. Á leiðinni þverar línuvegur götuna og þegar farinn hefur verið smá spölur er komið að gatnamótum (N6404425 W2136155). Gata liggur upp til hægri sem liggur í Leirdal fyrir ofan tjarnarstæðið  sem í honum er og svo áfram um Elliðakotsheiði en skiptist svo í tvær leiðir og sveigir síðan í suðvestur niður sitthvorn dalin niður  á Fossvelli. Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot er svæðið norðan Fossvallaár kallað Fossvallaheiði en aðalheiti heiðarinnar er Elliðakotsheiði. Torfvarða er nú á vinstri hönd (6404416 W2136214). Leiðin liggur nú að öðrum gatnamótum til hægri (N6404408 W2136377).
Liggur sú leið í Leirdal neðst í dalnum og fer stuttan spöl með tjarnarstæðinu og síðan fram úr dalnum og á bakka Fossvallaár. Fallin varða Austurvegur-230(N6404393 W2136504) er á holti sem er á milli ár og dals og önnur minni nokkrum metrum austar á sama holti. Önnur fallin varða er á holti vestan við dalsmynnið (N6404412 W2136785). Ef ekki er farið um Leirdal eru leiðir yfir lágan háls (Styttingur) eða fyrir hálsinn á bakka árinnar og sameinast svo leiðinni um Leirdal. Síðan áfram niður með ánni hjá vörðu (N6404377 2137423) að gatnamótum og hér er hægt að komast yfir árfarveginn á leið sunnan árinnar. Ef ekki er farið yfir árfarveginn er sveigt með brekkum til hægri greinilegar götur sem liggja fram á Fossvallabrúnir og eru hér miklir vatnsfarvegir manngerðir  síðan nýjasti Suðulandsvegurinn var lagður en þá var Fossvallaánni sem áður rann suður fyrir Fossvallabrúnir og sameinaðist  Syðri Fossvallakvísl veitt fram af Fossvallabrúnum með fyrirhleðslu í gamla farveginn. Leiðin liggur svo niður Fossvallabrúnirnar norðan við nýja farveginn og síðan yfir hann og eftir götum um Fossvelli að farvegi Syðri Fossvallakvíslar þar sést hvar umferð um götuna hefur myndað rás í klöppina.
Nú er komið að fyrirhleðslu ofan við Fossvallaklif sem stíflar farveg  Bæjarkvíslar sem rann í gili niður hjá Austurvegur-231Lögbergi og beinir nú öllu vatni niður í Nátthagakvísl og þaðan í Nátthagavatn. Þegar yfir fyrirhleðsluna er komið  er haldið niður með gili Bæjarkvíslar og er gamla gatan greinileg niður í sveigum eftir gilbrúnini. Við neðanvert gilið er hleðsla fyrir vesturendan á gömlum vatnsfarveg úr gilinu og myndast þar gerði og er þar smá hellisskúti mjög lágur.
Ef farið er sunnan Fossvallaár sem er kölluð Heiðarbrúnarkvísl í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva í Miðdal er um nokkrar götur að velja. Syðsta gatan þræðir óbrennishólma dálítin spotta vestur eftir Mosum og hefur verið mýkri undir fót en leiðir norðar. Gatan kemur svo saman við hinar göturnar sem liggja vestur eftir Mosum. Ekki sést til gatna á völlunum fyrr en við fjórar grasvörður (N6404260 2135667) á mörkum Vatnavalla við slétt mosavaxið hraunið sem þekur svæðið frá völlunum niður á móts við Holtstanga og er kallað Mosar. Göturnar sameinast síðan en hraunið er hér meira og minna bert eftir vatnsrof. Nú sést til vörðuna á nyrðri bakkanum sem stendur neðan við Leirdalsmynni er sveigt yfir fyrirhleðsluna á farvegi Fossvallaár sem áður var nefnd og kemur þá gata af nyrðri leiðinni saman við götuna. Nú sést vörðubrot niður við Suðurlandsveg (nýjasta) sem þverar götuna.  Farið  er austan við vörðuna (N6403335 W2137650) og yfir þjóðveginn og stefnt á hól með vörðubrot á toppi (N6404298 W2137840).

Austurvegur-232

Hér eru ógreinileg vegamót til vinstri á leið sem liggur um Sandskeið.  Áður en komið að hólnum sem fyrr var getið er farið yfir farveg Syðri Fossvallakvíslar-innar og eru þar á tveim stöðum djúp spor mörkuð í klöppina (N6404281 W2137811) með stuttu millibili og er efra sporið dýpra. Hér er allt þakið í stórgrýti og umbylt eftir vatnsflóð og þræðir leiðin á milli hnullunga. Farið er austan við hólinn á greinilegri götu og er þá næsta varða á hól framundan (N6403289 W2137151) og hann hafður á hægri hönd og beygt til hægri innan við hann upp lága brekku og þá er komið að girðingu  sem liggur með Suðurlandsvegi sem var sá þriðji sem lagður var. Þegar yfir hann er komið er stefnt að  klapparhól og farið sunnan í honum og svo yfir Suðurlandsveg númer tvö og stefnt að torfvörðu sunnan við veginn (N6404324 W2138504). Nú erum við komin á mikla afgirta grassléttu við Lögbergsrétt á Fossvöllum. Innan við girðinguna virðist vera hrunin hraungrýtisvarða. (N6404344 W2138548) Við erum nú komin á slóðir fyrsta Suðurlandsvegarins sem lagður var sem vagnavegur um árið 1887. Hann liðast upp á Lakheiðina hér skammt sunnar. Næst sjáum við lítið vörðubrot (N64340 W2138550) og förum svo framhjá réttinni og í gegnum hlið á Höfuðborgargirðingunni og sveigjum svo með hraunjaðri framhjá fallinni vörðu (N6404430 W2138800) og höfum hana á vinstri hönd og svo að annari fallinni vörðu. Líklega hefur gatan farið að klapparhæð ofan Lækjarbotna og svo stefnt á vörðu (fallin) (N6404618 W2138966) á hæð sem nefnist Klif norðan Bæjarkvíslar (norðan Fossvallaklifs) og sameinast þar götunni sem kemur austan frá Fossvallabrúnum. Norðan við Klifið eru Klofningar og rennur Fossvallaá þar fram af í fossi og þar norðanvið er annað Klif (Heiðartagl?)) samkvæmt örnefnaskrám fyrir Elliðakot og Lækjarbotna.

-10.maí 2013. Jón Svanþórsson.

Klifhæð

Ártalssteinn á Klifhæð.