Hafnaheiði

Gengið var að Kirkjuvogsseli og þaðan að Arnarbæli um Sauðhól. Þá var ætlunin að taka stefnuna til norðausturs að Gamla-Kaupstað. Staðurinn hefir gjarnan verið settur í samhengi við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og að þar kynni að hafa verið áningarstaður. Í norðaustur frá honum átti að vera, skv. örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi, gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn; Grákolluhóll.

Fyrirhleðsla í Gjáhól

Á svæðinu hafði og spurst um vegghleðslur í gjám, sprungum og víðar.
Svæði, sem hér um ræðir, er miklu mun víðfeðmnara en virðist við fyrstu sýn. Um er að ræða heiðina millum Súlna og Hafna annars vegar og Arnarbælis og Patterssonsflugvallar hins vegar. Svæðið norðanvert var meira og minna notað til æfinga fyrir hermenn á Keflavíkurflugvelli, allt fram til þessa daga. Víða má sjá minjar eftir æfingarnar; hleðslur, byrgi, skjól, spýtnabrak, sprengjubrot og ekki síst ótal slóða eftir skriðtæki og önnur beltatól.
Skoðum fyrst örnefnalýsingu Hinriks í Merkinesi: „
Þetta eru Norður-Nauthólar. Þarna hallar landinu til norðurs og austurs, en stefna brekkuhallans er til vesturs alveg niður í sjó sunnan Kalmanstjarnar. Í norðvestur frá Norður-Nauthólum [er] stór, dyngjumynduð hæð. Hún heitir Arnarbæli.“ Nauthólaflatir eru milli Merkiness og Norður-Nauthóla. Arnarbæli er mest áberandi kennileitið í heiðinni; hátt holt með klofinni vörðu ofan á, séð frá vegi.
Þá segir í lýsinngunni um ö
rnefni, séð af veginum til Stapafells: „Um Stapafell (Stapafellsþúfu) eru hreppamörk Hafna-, Grindavíkur- og Eitt af mörgum byrgjum eftir hermenn í heiðinniNjarðvíkurhreppa. Vegurinn, sem liggur til vinstri, er Stapafellsvegur [hér er átt við gamla veginn nokkru vestan núverandi vegar]. Lautin, eða lægðin, er nefnd Lágar. Þegar suður fyrir Lágar kemur, hækkar landið og á hægri hönd er geysimikil hæðarbunga með klappahólum. Norðvestan í hæð þessari eru rústir gamlar og heitir það Kirkjuvogssel. Þar litlu ofar – til hægri – er klofinn, hár klapparhóll, sem heitir Sauðhóll. Þar er gamalt refagren undir klapparbrún mót suðvestri. Það heitir Sauðhólsgren. Dálítið ofar sjáum við bera við loft nokkrar hólóttar hæðir, það eru einu nafni Gjáhólar. Í norðaustur frá hæsta hólnum er lág, bungumynduð, lítil klöpp með tvær holur inn undir, önnur til austurs, hin til suðvesturs, þetta er Gjáhólagren. [Víða voru litlar vörður á klapparhólum. Þegar nánar var skoðað kom í ljós að hér voru leiðarmerki að grenjum að ræða].
Nú komum við að miklu landsigi, er liggur langt suðvestur í Hafnaheiði og til norðausturs í Njarðvíkurheiði. Þetta landsig heitir Súlnagjá. [Súlnagjá er syðsta gjáin í hallandanum, næst Súlum. Norðar er Mönguselsgjá og Arnarbælisgjá nyrst. Gjárnar sjást betur úr suðri] Hér stönzum við og horfum til Stapafells, því að mörgu er að hyggja.
Á hægri hönd, svo sem 300 faðma til norðvesturs, er dálítil flesja milli tveggja hæða, er liggja frá suðaustri til norðvesturs. Á flesjunni er dálítill grasi gróinn hóll með Stríðstól í heiðinnilágum sperrulöguðum helli mót suðvestri, og uppi á brúninni er vörðubrot. Þetta heitir Hellisgreni. Á vinstri hönd ([til] austurs) er nokkuð stór hóll og er nefndur Urðarhóll. [Í rauninni er mjög erfitt að fylgja lýsingunni verandi á staðnum. Hinrik var þaulkunnugur á svæðinu og gat lesið landið án hindrana, en fyrir ókunnuga með þessa lýsingu í höndunum virðist hvert kennileitið öðru líkara og í rauninni öll passa við lýsinguna. Þó má nota útilokunaraðferðina, t.d. með því að gaumgæfa hvern stað vandlega, líkt og hér var gert, en það er mjög tímafrekt.] Í hól þessum var greni, Urðarhólsgreni. Greni þetta eyðilagði herliðið með jarðróti. [Að öllum líkindum er Urðarhóll ranglega merktur inn á landakort m.v. þessa lýsingu.]
Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. [Hafa ber í huga að sjaldan voru gren í stórum hólum í heiðinni. Hólarnir vildu þó gjarnan stækka í augum grenjaskytta, ef þar var greni. Hinrik var mikil grenjaskytta].“
„Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.“
Gata, þó ekki skriðdrekagata, og hóll, Gamli-Kaupstaður?Eins og fyrr sagði er heiðin norðanverð meira og minna útsporuð eftir stríðstól. Í ljósi nútíma rýni skilaði „vitleysan“ nákvæmlega engu fyrir land og þjóð öðru en því að spilla umhverfinu sem og menningarverðmætum á svæðinu. Mannvirki, hlaðin af forfeðrum vorum, hefur verið umverpt og grjótið notað í skjól fyrir erlendar skyttur, sem voru hér til tímabundinnar afþreyingar og dægradvalar. Ef einhvern tíma hafa verið fornar götur að og frá Gamla-kaupstað, áningarstað Grindavíkurútvegsbænda um aldir, eru þær nú horfnar undir skriðbelti forgenginna stríðstóla. Þó má á einum stað, um skamman veg, sjá móta fyrir götunni.
Þegar gengið er um Hafnaheiði má víða sjá gamlar hleðslur í gjám og sprungum. Sumar virðast hafa verið undir fyrrum girðingar, en aðrar hafa fáar tilvísanir aðrar en að hafa verið skjól óskráðra ferðalanga um heiðina. Hinar mörgu vörður gætu hins vegar, ef vel væri gengið, gefið hina fornu þjóðleið millum Grindavíkur og Keflavíkur til kynna. Hún mun líklega tengjast Árnastíg norðvestan við Þórðafell, eða hinum forna Prestastíg nokkru sunnar, norðan Sandfellshæðar (sjá HÉR). Þar í brúninni er forn ferhyrnd hleðsla í gróanda.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hafnarhrepp.

Gamli-kaupstaður?

Gæs

Gengið var um hið gamla bæjarstæði Miðdalskot sunnan við Hafravatn. Gæsaflug og mófuglasöngur gáfu lífvana tóftunum mikilvægt hlutverk í umhverfismyndinni. Grunur hefur verið um að hér sé reyndar um tóftir svonefnds Borgarkots að ræða.
Í Jarðabókinni 1703 er, auk Miðdals, á þessu svæði taldar upp jarðirnar Vilborgarkot, Helliskot og næst Miðdal bæirnir Borgarkot, Búrfell og Óskot. Líklega hefur Miðdalskot verið nefnt svo um tíma.Í örnefnalýsingu fyrir Tóft í MiðdalskotiMiðdal segir m.a.: „Nokkru ofar við Seljadalsá er allstór bergdrangur er Krummaborg heitir. Verpti hrafn þar áður. Við Krummaborg rennur lækur út í Seljadalsá er Bæjarlækur heitir. Milli Bæjarlækjar og Seljadalsár er mjór tangi er Lækjartangi heitir. Spölkorn upp með Bæjarlæknum að vestan er Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Sést þar vel til allra húsa, þarna er fallegur grasi vaxinn hóll er Kotahóll heitir. Fyrir sunnan Miðdalskot er allstór mýri er Kotamýri heitir, aðskilur Bæjarlækur Kotamýri frá túninu í Miðdal. Vestur úr Kotamýri er mjó Kelda er Kotakelda heitir, en nokkru vestar er hringlaga mýri er Kotakrókur heitir. Fyrir sunnan Kotakrók og Keldu er Kotamýrarurð. Sunnan við Kotakeldu voru kvíaærnar bældar, þar er gróður og þurrlent og heitir Bólin.“
Þarna á hæðinni eru tóftir á þremur stöðum. Sú austasta er minnst, líklega útihús. Miðtóftin er stærst og greinilegust, líklegast kotið sjálft. Vestast virðist hafa verið útihús eða jafnvel fjárborgin síðarnefnda. Allar tóftirnar eru á kafi í þýfi og sinu þótt glöggt megi sjá móta fyrir rýmum. Ljóst er að býli þetta hefur farið í eyði fyrir alllöngu. Húsin hafa snúið göflum mót suðri, niður að svonefndri Kotamýri. Litlir gróningar eru um kring og fátt annað um grasnytjar en mýrarsvæði.
Miðdalskot - loftmyndÍ Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Miðdal: „Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúandinn Jón Jónsson. Hagar góðir. Engjatak erfitt. Kirkjuvegur erfiður og so hreppaflutningur. Vatnsból erfitt um vetur.“
Um Bogarkot segir: „Hjáleiga af Miðdal, nú í auðn og hefur nú yfir ár um kring í eyði legið, en var í fyrstu bygð í fornu fjárborgarstæði fyrir vel tuttugu árum. Hafði stundum hjáleigumaðurinn nokkurn reit af heimatúninu. Meina menn ei aftur byggjast kunni með sömu kostum, nema því meir að af heimajörðinni væri legt til.“
Um Búrfell segir að „lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið“. Um Óskot segir: „Forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem þar er nú eyddur“.
Frábært veður.
Miðdalskot (Borgarkot)

Kastið

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli.
Gornin-1Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðing Evrópuherafla Bandaríkjanna, Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma. Hreyfillinn í Görninn hafði greinilega kastast yfir brúnina þegar flugvélin lenti þarna efst í brattri hlíðinni. Tóm 42′ skothylki lágu á víð og dreif. 

Frank M. Andrews hershöfðingi, gekk undir gælunafninu Andy. Hann fæddist í Nashville, Tennessee, í Bandaríkjunum, 3. febrúar árið 1884 og lést á Fagradalsfjalli, Íslandi, þann 3. maí 1943.
Andrews-2Andrews var einn af stofnendum Flughers Bandaríkjanna (United States Air Force). Í forystustörfum innan hersins Air Corps náði hann góðum árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Andrews var fyrsti yfirmaður í miðlæga ameríska flughernum (Central Air force) og fyrsti loftliðsforinginn  til að gegna störfum hjá landhernum (Army). Í byrjun 1943 tók hann sæti Dwight D. Eisenhower sem yfirmaður allra US hermanna í Evrópu í innrásaráætlun bandamanna.
Hann beið bana í flugslysi á Íslandi árið 1943, sem fyrr sagði. Hann var þá sá hæstráðandi í her Bandaríkjanna er látið hafði lífið í stríðinu á þeim tíma. Andrews herflugvöllurinn í Maryland er nefndur eftir honum, líkt og Andrewsherskólinn í Berlín, Þýskalandi), alþjóðlegur Andrews-flugvöllurinn í Santo Domingo (nú rifinn) og Andrews Avenue í Pasay City, Philipseyjum.

Andrews-3Andrews var barnabarn á riddaraliðshermanns sem barðist við hlið Nathan Bedford Forrest og barna-barnabarn tveggja Tennessee landshöfðingja, John C. Brown og Neill S. Brown. Hann útskrifaðist úr borginni Montgomery Bell Academy árið 1901 og gekk í Military Academy í West Point í júlí 1902. Hann gekk til liðs við United States Army við útskriftina árið 1906.  Starfaði hann m.a. sem liðsforingi á Filippseyjum og Hawaii. Eftir að hann giftist dóttur hershöfðingjans Henry Tureman Allen árið 1914, var Andrews meðtekinn í félagslega hringinn í Washington og innan hersins.

Allen hershöfðingi gerði sér ákveðnar vonir um framtíð tengdarsonar síns, t.d. með því að lýsa yfir að dóttir hans vildi ekki giftast flugmanni. Þess vegna fékk hann stöðu hjá Army Signal Corps í febrúar 1914, en ekki hjá Air force.

Andrews-1

Innan mánaðar eftir að Bandaríkin blönduðust inn í Fyrri heimsstyrjöldina var Andrew fluttur í apríl 1917, þrátt fyrir andmæli yfirmanna hans, yfir í Aviation Section, US Signal Corps.
Eftir skamma stund í Washington, DC, fór Andrews til Rockwell Field, California, í apríl 1918. Þar lauk hann Aviatorþálfun, þá 34 ára.  Andrews fór aldrei erlendis í stríðinu sem félagi af the Air Service. Í staðinn, hann bauð ýmsum flugvöllum um Bandaríkin og í Army General Staff í Washington, DC eftir stríðið. Þá var hann fluttur til starfa í Þýskalandi þar sem tengdafaðir hans, Allen hershöfðingja, hafði verið boðin staða.

Eftir að hafa farið til Bandaríkjanna árið 1923, réð Andrews fyrir stjórn Kelly Field, Texas, og hann varð fyrstur stjórnandi háþróaðs flugskóla þar. Árið 1927 flutti hann til að Air Corps taktísk School í Langley Field, Virginíu, og árið eftir fór hann sem stjórnandi  General Staff School í Fort Leavenworth, Kansas. Andrews gegndi æðstu her Air Corpsþjálfun og -rekstrarsviðs á árunum 1930-1931. Hann fór síðan 1. Pursuit Group á Selfridge Field, Michigan. Eftir útskrift úr hernum War College árið 1933, fór Andrews aftur til General Staff árið 1934. Í mars 1935 var Andrews skipaður í herráð Douglas MacArthur í nýstofnaða Almennar Headquarters (GHQ) Air Force, sem hafði það m.a. að markmiði að styrkja Army Air Corps eininga undir einn foringja. Undir stjórn hans, hóf GHQ Air Force þróun aðferða til að ná ydirburðum í loftinu sem síðar varð ríkur þáttur US Army Air Force.

Kastid-2

Andrew var talsmaður fjögurra hreyfla þungra sprengjuvéla, s.s. B-17 (Fljúgandi virkið).  MacArthur átti hins vegar undir högg að sækja þars em fyrir var hershöfðinginn Malin Craig, en hann andvígur hvers kyns verkefnum fyrir Air Corps nema að styðja herafla á jörðu niðri. Craig var ósammála Andrews um yfirburði B-17 á allar aðrar tegundir. Í stað þess að styðja fyrirhuguð kaup á B-17 var ákveðið að kaupa minni en ódýrari léttar og meðalstór sprengjuflugvélar, eins og Douglas B-18. Honum tókst þó að sannfæra menn um að kaupa nóg af B-17 til að halda áætluninni á lífi. Stríðið í Evrópu varð til að undirsstrika það að Andrews hafði rétt fyrir sér.

Kastid-3Andrews var skipaður framkvæmdastjóri Air Corps í kjölfar dauða hershöfðingja Oscar Westover í september 1938, fyrst og fremst vegna stuðnings síns fyrir loftárásaráætluninni. Hann varð loftráðgjafi George C. Marshall, nýlega ráðinn sem aðstoðarforstjóri „Æðstu starfsmanna hersins“ árið 1938.

Í janúar 1939, í ræðu á National Aeronautic Association, lýsti Andrews Bandaríkin sem „sjötta mesta loftherveldið“. Í lok fjögurra ára ferils síns sem framkvæmdastjóri GHQAF fór hann aftur í fasta stöðu sem ofursti úr tímabundinni stöðu sinni fyrir áttunda Corpssvæði í San Antonio. Hann var kallaður til Washington einungis fjórum mánuðum síðar.

Kastid-4Árið 1940, Andrews ráð fyrir stjórna af the Air Corps Panama Canal Air Force , og árið 1941 varð hann yfirmaður the Caribbean Defense Command, sem hafði mikilvæga skyldu í Seinni heimsstyrjöldinni að verja Suðursvæði Bandaríkjanna, þar á meðal hinn mikilvæga Panamaskurð. Árið 1942 fór Andrews til Norður-Afríku þar sem hann var þriggja mánaða í stjórn allra United States herafla í Mið-Austurlöndum frá bækistöðvum í Kaíró.

Hershöfðingja Andrews var síðan skipaður yfirmaður allra United States herafla í Evrópu. Í ævisögu sinni, hershöfðingja Henry H. Arnold, yfirmaður í hernum Air Forces í World War II, gefið þeirri trú að Andrews hefði verið gefin skipun bandamanna innrás í Evrópu – stöðu sem á endanum gekk til hershöfðingja Eisenhower. Marshall myndi segja seint í lífinu, því að Andrews var eina almenna hann fengið tækifæri til að brúðgumanum hugsanleg Supreme Allied Command síðar í stríðinu.

Kastid-5

Hershöfðingja Andrews beið bana í flugslysi í B-24D-1-CO, Frelsari , 41-23728, á 8. Air Force úr RAF Bovingdon, England, á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga eftir að hafa þurft frá að hverfa við lendingu á Kaldaðanesflugvelli.  Fagradalsfjall á Reykjanesi eftir aflýst reyna að lenda á Royal Air Force Station í Kaldadarnes, Íslandi. Andrews og þrettán aðra létust í flugslysinu; aðeins slétskyttan, S/Sgt. George A. Eisel, lifði slysið af. Aðrir KWF, þar með talinn flugmaðurinn kapteinn Robert H. Shannon, 330 BS, 93 BG; og sex starfsmenn Andrews, þ.mt Maj. Ted Trotman, B/Gen. Charlie Barth, Col. Marlow Krum, and aðstoðarmaður hershöfðingjans, Maj. Fred A. Chapman; and Capt. JH Gott, navigator. Charlie Barth, Col. Marlow Krum og aide almenn’s Maj. Fred A. Chapman, og kapteinn JH Gott. Andrews er grafinn í Arlington National Cemetery.

„Slysið var um það bil kl. 15:30 að Greenwichtíma, þann maí 3, 1943, B-24D (41-23.728) í staðsetningu 22°19’30“ vestur – 63°54′ norður á Íslandi og eyðilagðist vélin.“.

Kastid-6

B-24 var úthlutað til 8. Air Force á Bovington, Englandi. Sendinefndin var áætlað yfir landið flugi frá Bretlandi til Meeks Field, Iceland, til að fara yfir Prestwick í Skotlandi. Flugvélin nálgaðist Íslandi frá suðaustur og hafa samband við var gerður við landið sjö kílómetra austan Alviðruhamrars-vitann um 01:49 GMT. Flugvélin miðaði áfram vestur fjörur í hæð um 200 fet, sem eftir eru undir skýjum. Um 02:38 GMT flugvélarinnar hringur the Royal Air Force airdrome á Kaldaðarnes fimm sinnum á um 500 fet. Fjarskiptasamband náðist ekki við flugvélina. B-24 flaug lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til lendingar. Þess í stað flaug hann áfram vestur fjörur í 60 feta hæð.

Andrews-4

Á Reykjanesi var flugvélinni snúið til norðurs og síðan á ströndina í um 10 mílur svo til beint vestur af Meeks Field. Tíminn var nú 2:53 klst GMT. Vandræði var með fjarskiptasam-band. Flugvélin sneri austur og flugmaðurinn reyndi sjónflug að Meeks Field, en lágmark skyggni og rigning kom í veg fyrir að það tækist. Flugmaðurinn ákvað að fara til baka til Kaldaðarnesflugvelli. Kapteinn Shannon reyndi að fylgja strandlengjunni með því að snúa bratt í austurátt.

Skyggni var svo til ekkert vegna skýj, rigningar og minnkandi útsýnis. Flugvélin var ekki búin að loftsamskipta, en flugmaðurinn reyndi að halda sjónrænum tengslum við landið með því að fljúga undir skýjum. Á 22°19’30 „vestur – 63°54′ norður, flaug hann í 1100 feta hæð, 150 fet að ofan, en á norðaustur sjálfsögðu á hraða minnsta kosti 160 mph. Annar vængur B-24 vélarinnar lenti í brattri hlíðinni, í 45° halla.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Kastið

B-24 – minnismerki um flugslysið í Kastinu.

 

Óskot

Þegar gengið var nýlega um norðvestanverða jörðina Óskot var gengið fram á tóft, sem virtist mjög gömul. Hún var augljós ofan frá heiðarbrúninni að sjá; grasi gróinn blettur í mólendinu. Þegar nær dró sást móta fyrir hleðslum, auk þess gera mátti ráð fyrir húsaskipan. Við fyrstu sín virtist þarna vera um fjárhústóft að ræða. Og þegar örnefnaskrá fyrir Óskot var skoðuð nánar kom eftirfarandi í ljós:
Tóftin„Jörðin liggur vestanvert við Hafravatn, en sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás, og þar austar er lítið holt, sem heitir Litlaholt, nær austur að á móts við bæ; þar austur af heitir Vörðuholtsmýri niður í Hafravatni (svo) og upp að holti, og efst í henni eru tvö lítil holt, sem nefnd eru Hulduhólar. Smámýrarhaft er milli þeirra. Austur af mýrinni er svo Vörðuholt, bungumyndað, hátt holt. Svo koma Eyrar, þar norðaustur frá Vörðuholti með vatninu, sléttar flatir að ánni.“ Þá segir frá Fjárhúsmel suðaustan frá bænum og Gömluhúsum, beitarhúsum, í heiðarbrúninni. Þær minjar á eftir að staðsetja og skoða (verður gert fljótlega).
Þá segir ennfremur: „Vestur af Fjárhúsmel eru Tóftinvalllendismóar, sem heita Mýrarver; þetta eru nefnd þau Efri-, en þau neðri eru í Reynisvatnslandi. Efsta mýrin upp við heiðina heitir Háavik, er í mýrarjaðri; þar austur af er svo Heybandsflöt, slétt valllendisflöt. Þá eru nafnlausar mýrar; milli þess og túns er framhald af Vörðuhólsmýri, svo er niður með heiðinni Tóft, ævagömul beitarhús; svo er aðeins neðar stór steinn á merkjum, sem heitir Skjóni. Svo er mýri, nefnd Neðrimýrar. Neðst í henni heitir Skógarholt, er niður við ána. Þau eru tvö, en milli þeirra er mýri, nafnlaus, en skilgreind sem Mýrin milli holtanna. Upp við tún er dýjavilpa í túnhorni, Mósulind.“
Hérna var sem sagt Tóftin komin, ævargömul beitarhús.
Þrátt fyrir mikla sinu, sem umliggur tóftina má greina rými sem og stærð þeirra. Veggir standa grónir, en erfitt er, sem fyrr sagði, að sjá að hér sé um tóft að ræða nema komið sé að henni ofan af heiðinni. Ofan við tóftina er varða, sennilega landamerkjavarða frá Óskoti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Varða

Fóelluvörn

Leiðir frá Fóelluvötnum að Lækjarbotnum.
Við Fóelluvötn (í Vötnum eða á Vatnavöllum) eru sléttir grösugir vellir og voru fyrrum áfangastaður ferðamanna og leiðir lágu að völlunum frá öllum áttum. Frá norðri af Alfaraveginum gamla og Laufdælingastíg. Frá austri af Dyravegi og frá Kolviðarhóli (Hellisheiðarvegi) og Ólafsskarði. Úr suðri kom leið frá Sandskeiði (Sæluhúsinu), úr vestri frá Lækjarbotnum og úr norð-vestri frá Elliðakoti.
Austirvegur-227Í lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdán Jónson lögréttumann á Reykjum segir: „Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllabörnum etc.“
Í Austantórum ll bls 148, lýsir Jón Pálsson lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur á þessa leið:“
1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 Km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri, austan Varmár nálega 10 Km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 Km.
4. Frá Kolviðarhóli að Fóelluvötnum, norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 Km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 Km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 Km.
Alls 77 Km.“
Austurvegur-228Ég hef gengið og kannað leiðir frá Fóelluvötnum (Vötnum, Vatnavöllum) niður með Fossvallaá að Lækjarbotnum og eru leiðir bæði norðan og sunnan ár. Fossvallaá  á upptök sín á vestanverðum Efri vötnum sunnan Lyklafells og rennur þar með jaðri vallana og á milli Vatnahæðar og Vatnás og er þá komin í Neðri vötn og rennur svo með norðurjaðri vallana og síðan með mosavöxnu hrauni sem kallað er Mosar. Þegar komið er vestur fyrir Vatnás kemur árfarvegur í Fossvallaá frá suðri með hlíðum Vatnás er það farvegur Lyklafellsár sem á upptök í Engidal sem er í vesturhíð Hengilsins og heitir þar Engidalsá. Hún rennur síðan  niður um Norðurvelli og að Lyklafelli austanverðu og heitir þar Lyklafellsá. Síðan rennur hún suður um Efri vötn og síðan að Vatnási austanverðum í djúpum farvegi og síðan síðan suður með Vatnási og vestur fyrir hann og þaðan norður í Fossvallaá. Götur liggja nyrst yfir Vatnás af Efri völlum vestur á Neðri velli. Í krikanum sem myndast vestan við Vatnásinn er tjarnarstæði og norðan við það eru lágir klettar sem mynda horn  og stefna klettarnir sem eru líklega misgengi norður á Miðdalsheiði og eru líklega syðsti hluti Heiðargjár sem nær norður að Borgarhólum. Götur liggja upp af völlunum báðum meginn við klettana upp um Vatnahæð og sameinast í götu að Elliðakoti.

Austurvegur-229

Einnig eru götur eftir brúnum klettana. Skammt vestan hornsins fer Fossvallaáin í þröngan og djúpan  farveg sem er mjög grýttur og virðist áin hafa brotið upp hraunið í stógrýti. Ekki er fært yfir farveginn með skepnur nema á örfáum stöðum. Götur liggja niður með norðanverðri ánni og þegar komið er á móts við bug á henni til suðurs er gata upp til hægri á móti bugnum upp um móa (N6404352 W135646) Í bugnum er mögulegt að fara yfir árfarveginn. Göturnar stefna í norð vestur um móa. Á leiðinni þverar línuvegur götuna og þegar farinn hefur verið smá spölur er komið að gatnamótum (N6404425 W2136155). Gata liggur upp til hægri sem liggur í Leirdal fyrir ofan tjarnarstæðið  sem í honum er og svo áfram um Elliðakotsheiði en skiptist svo í tvær leiðir og sveigir síðan í suðvestur niður sitthvorn dalin niður  á Fossvelli. Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot er svæðið norðan Fossvallaár kallað Fossvallaheiði en aðalheiti heiðarinnar er Elliðakotsheiði. Torfvarða er nú á vinstri hönd (6404416 W2136214). Leiðin liggur nú að öðrum gatnamótum til hægri (N6404408 W2136377).
Liggur sú leið í Leirdal neðst í dalnum og fer stuttan spöl með tjarnarstæðinu og síðan fram úr dalnum og á bakka Fossvallaár. Fallin varða Austurvegur-230(N6404393 W2136504) er á holti sem er á milli ár og dals og önnur minni nokkrum metrum austar á sama holti. Önnur fallin varða er á holti vestan við dalsmynnið (N6404412 W2136785). Ef ekki er farið um Leirdal eru leiðir yfir lágan háls (Styttingur) eða fyrir hálsinn á bakka árinnar og sameinast svo leiðinni um Leirdal. Síðan áfram niður með ánni hjá vörðu (N6404377 2137423) að gatnamótum og hér er hægt að komast yfir árfarveginn á leið sunnan árinnar. Ef ekki er farið yfir árfarveginn er sveigt með brekkum til hægri greinilegar götur sem liggja fram á Fossvallabrúnir og eru hér miklir vatnsfarvegir manngerðir  síðan nýjasti Suðulandsvegurinn var lagður en þá var Fossvallaánni sem áður rann suður fyrir Fossvallabrúnir og sameinaðist  Syðri Fossvallakvísl veitt fram af Fossvallabrúnum með fyrirhleðslu í gamla farveginn. Leiðin liggur svo niður Fossvallabrúnirnar norðan við nýja farveginn og síðan yfir hann og eftir götum um Fossvelli að farvegi Syðri Fossvallakvíslar þar sést hvar umferð um götuna hefur myndað rás í klöppina.
Nú er komið að fyrirhleðslu ofan við Fossvallaklif sem stíflar farveg  Bæjarkvíslar sem rann í gili niður hjá Austurvegur-231Lögbergi og beinir nú öllu vatni niður í Nátthagakvísl og þaðan í Nátthagavatn. Þegar yfir fyrirhleðsluna er komið  er haldið niður með gili Bæjarkvíslar og er gamla gatan greinileg niður í sveigum eftir gilbrúnini. Við neðanvert gilið er hleðsla fyrir vesturendan á gömlum vatnsfarveg úr gilinu og myndast þar gerði og er þar smá hellisskúti mjög lágur.
Ef farið er sunnan Fossvallaár sem er kölluð Heiðarbrúnarkvísl í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva í Miðdal er um nokkrar götur að velja. Syðsta gatan þræðir óbrennishólma dálítin spotta vestur eftir Mosum og hefur verið mýkri undir fót en leiðir norðar. Gatan kemur svo saman við hinar göturnar sem liggja vestur eftir Mosum. Ekki sést til gatna á völlunum fyrr en við fjórar grasvörður (N6404260 2135667) á mörkum Vatnavalla við slétt mosavaxið hraunið sem þekur svæðið frá völlunum niður á móts við Holtstanga og er kallað Mosar. Göturnar sameinast síðan en hraunið er hér meira og minna bert eftir vatnsrof. Nú sést til vörðuna á nyrðri bakkanum sem stendur neðan við Leirdalsmynni er sveigt yfir fyrirhleðsluna á farvegi Fossvallaár sem áður var nefnd og kemur þá gata af nyrðri leiðinni saman við götuna. Nú sést vörðubrot niður við Suðurlandsveg (nýjasta) sem þverar götuna.  Farið  er austan við vörðuna (N6403335 W2137650) og yfir þjóðveginn og stefnt á hól með vörðubrot á toppi (N6404298 W2137840).

Austurvegur-232

Hér eru ógreinileg vegamót til vinstri á leið sem liggur um Sandskeið.  Áður en komið að hólnum sem fyrr var getið er farið yfir farveg Syðri Fossvallakvíslar-innar og eru þar á tveim stöðum djúp spor mörkuð í klöppina (N6404281 W2137811) með stuttu millibili og er efra sporið dýpra. Hér er allt þakið í stórgrýti og umbylt eftir vatnsflóð og þræðir leiðin á milli hnullunga. Farið er austan við hólinn á greinilegri götu og er þá næsta varða á hól framundan (N6403289 W2137151) og hann hafður á hægri hönd og beygt til hægri innan við hann upp lága brekku og þá er komið að girðingu  sem liggur með Suðurlandsvegi sem var sá þriðji sem lagður var. Þegar yfir hann er komið er stefnt að  klapparhól og farið sunnan í honum og svo yfir Suðurlandsveg númer tvö og stefnt að torfvörðu sunnan við veginn (N6404324 W2138504). Nú erum við komin á mikla afgirta grassléttu við Lögbergsrétt á Fossvöllum. Innan við girðinguna virðist vera hrunin hraungrýtisvarða. (N6404344 W2138548) Við erum nú komin á slóðir fyrsta Suðurlandsvegarins sem lagður var sem vagnavegur um árið 1887. Hann liðast upp á Lakheiðina hér skammt sunnar. Næst sjáum við lítið vörðubrot (N64340 W2138550) og förum svo framhjá réttinni og í gegnum hlið á Höfuðborgargirðingunni og sveigjum svo með hraunjaðri framhjá fallinni vörðu (N6404430 W2138800) og höfum hana á vinstri hönd og svo að annari fallinni vörðu. Líklega hefur gatan farið að klapparhæð ofan Lækjarbotna og svo stefnt á vörðu (fallin) (N6404618 W2138966) á hæð sem nefnist Klif norðan Bæjarkvíslar (norðan Fossvallaklifs) og sameinast þar götunni sem kemur austan frá Fossvallabrúnum. Norðan við Klifið eru Klofningar og rennur Fossvallaá þar fram af í fossi og þar norðanvið er annað Klif (Heiðartagl?)) samkvæmt örnefnaskrám fyrir Elliðakot og Lækjarbotna.

-10.maí 2013. Jón Svanþórsson.

Klifhæð

Ártalssteinn á Klifhæð.

Höfðaskógur

Hörður Zóphaníasson tók viðtal við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er birtist í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, jólablaðinu, árið 1964 undir fyrrisögninni „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann„:

„Jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar hafði hug á að kynna fyrir lesendum sínum Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og heimsótti því formann félagsins, séra Garðar Þorsteinsson, og lagði fyrir hann ýmsar spurningar um skógræktarstarfið. Séra Garðar leysti greiðlega úr öllum spurningum um skógræktina í Hafnarfirði, og gefum við honum hér með orðið.

Garðar Þorsteinsson

Garðar Þorsteinsson.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað hinn 25. október 1946. Það ár var Skógræktarfélagi Íslands breytt í samband héraðsskógræktarfélaga og sérstakt skógræktarfélag stofnað hér. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Ingvar heitinn Gunnarsson kennari, sem var formaður, Jón Magnússon frá Skuld, Jón Gestur Vigfússon, sparisjóðsgjaldkeri, Gunnlaugur heitinn Kristinsson, kennari og sandgræðslustjóri, og Þorvaldur heitinn Árnason skattstjóri.
Fjórir menn hafa fram að þessu gegnt formannsstörfum í félaginu: Ingvar Gunnarsson 1946—’49, Þorvaldur Árnason 1949—’54, Jón Gestur Vigfússon 1954—’58 og sr. Garðar Þorsteinsson frá 1958 til þessa dags.
Árið 1935 var komið upp svonefndri Skólagirðingu í Undirhlíðum, um 12 ha. svæði innan hennar. Börn úr efsta bekk barnaskólans önnuðust þar gróðursetningu fyrir forgöngu þeirra Ingvars Gunnarssonar kennara, Hákonar Helgasonar kennara og Guðjóns Guðjónssonar skólastjóra.

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun.

Aðalgróðursetningin fór þar fram á árunum 1937—1939. Árangurinn af þessu skógræktarstarfi hefur orðið mjög góður. Hæstu sitkagrenin eru nú 5 til 7 m há. Á þessum tíma hefur landið batnað stórlega og hefur þetta komið skýrt í ljós: Í fyrsta lagi, að víða þarf ekkert að gera til að hefta uppblástur annað en girða landið, og í öðru lagi hefur orðið þarna stórfelld gróðurfarsbreyting. Til dæmis er svæðið innan girðingar blátt af blágresi fyrri hluta sumars, en utan girðingar er ekki blágresi að sjá. Blágresið hefur djúpar rætur og hjálpar mjög til við að bæta jarðveginn. Þetta sama er einnig að koma í ljós í öðrum girðingum skógræktarinnar. Skólagirðingin gekk fljótt úr sér og var ekki gripheld í mörg ár. Þá fór þessi trjágróður ákaflega illa og furðulegt, að hann skyldi ná sér aftur svo sem raun ber vitni.

Sléttuhlíð

Sléttuhlíð.

Árið 1952 samdist svo milli bæjarstjórnarinnar og Skógræktarfélagsins, að félagið tæki við þessari girðingu og sæi um hana framvegis. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar lét setja nýja girðingu þarna 1955. Þessi girðing segir bezt til þess, hvers vænta má. Bendir allt til, að trén þarna geti orðið allt að 20 m há. Skólabörnin unnu líka að gróðursetningu í Sléttuhlíð, en svæðið, sem þau gróðursettu í þar, var síðar úthlutað undir sumarbústaði.
Ári eftir stofnun Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fær félagið land frá Hafnarfjarðarbæ í Gráhelluhrauni. Var það 8 ha. á stærð. Strax var hafizt handa, svæðið girt og gróðursetning hafin. Árið 1949 er svo Gráhelluhraunsgirðingin stækkuð um 30 ha og er hún því nú 38 ha. að stærð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Árið 1957 fær Skógræktarfélagið 35,2 ha. land við Hvaleyrarvatn og er það girt sama ár. Ári síðar, 1958, er stóra girðingin gerð í Stóraskógarhvammi í Undirhlíðum, en innan hennar er 67 ha. svæði. Í Stóraskógarhvammi eru síðustu leifarnar af hinum víðáttumikla birkiskógi, sem upphaflega klæddi allar Undirhlíðar. Þegar girt var, voru þar um 4 m háar birkihríslur á nokkrum stöðum og samfellt birkikjarr á stóru svæði. Nú er gert ráð fyrir því, að á þeim hluta landsins verði eingöngu ræktaður birkiskógur og gamli birkiskógurinn þannig endurnýjaður.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóriskógarhvammur.

Loks var árið 1961 þriðja svæðið girt í Undirhlíðum. Það svæði er 60 ha og nær frá Skólagirðingunni og norður undir Kaldá. Höfuðáhugamál félagsins hefur undanfarin ár beinzt að því að girða sem mest, til þess að bjarga landinu frá eyðileggingu ofbeitar. Afgirt land Skógræktarfélags Hafnarfjarðar nú er 212 ha. Samanlögð lengd girðinga félagsins er 14 1/2 km. Í dag mundi það kosta 700 þúsund krónur að koma þessum girðingum upp.
Búið er að gróðursetja í 43,8 ha. af þessu landi félagsins. Þegar Skólagirðingin er frátalin, hefur verið plantað í þetta rúmlega 200.000 trjáplöntum. Mestur hluti þessara plantna er barrviður, svo sem sitkagreni, blágreni, broddgreni, rauðgreni, sitkabastarður, hvítgreni, skógarfura, bergfura, stafafura og lerki. Þá hefur verið plantað allmiklu af birki og verður það gert hlutfallslega meira síðar. Einnig hefur verið plantað út lítið eitt af öðrum trjátegundum. Allmikið af þessu starfi hefur verið unnið í sjálfboðavinnu, einkum fyrstu árin. En síðustu átta árin hefur félagið haft einn fastan starfsmann sumarmánuðina, og sum árin tvo. Það starf hefur einkum verið fólgið í gróðursetningu, áburðargjöf, jarðabótum og viðhaldi á girðingum félagsins.

Stóriskógarhvammur

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík í Stóraskógarhvammi ásamt Hauki Helgasyni.

Árið 1959 kemst sá háttur á, að vinnuflokkur frá vinnuskólanum í Krýsuvík hefur það verkefni meðal annars að vinna að gróðursetningu í Undirhlíðum. Á árunum 1959 til 1962 vinna unglingar og börn úr vinnuskólanum að gróðursetningu undir stjórn Hauks Helgasonar skólastjóra og Helga Jónassonar yfirkennara. En síðastliðin 2 sumur unnu nokkrir hafnfirzkir unglingar að gróðursetningunni undir stjórn kennaranna Guðmundar Þórarinssonar fyrra sumarið, en Björns Ólafssonar og Pálma Ágústssonar sl. sumar og kostaði Hafnarfjarðarbær vinnu unglinganna.

Skógrækt

Piltar úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við gróðursetningu í Stóraskógarhvammi um 1962.

Allmikið af landi Skógræktarfélagsins er enn ekki hæft til gróðursetningar. Sums staðar eru melar og blásin börð, sem verður að græða. Þar verður að hjálpa náttúrunni til, og ætlum við Alaskalúpínunni þar mikið hlutverk. Hún er sannkölluð undrajurt, vinnur áburð úr loftinu og skilar honum í jarðveginn. Félagið hefur gert tilraunir með hana, sem lofa góðu. Nú þegar klæðir hún heila mela og undirbýr þá undir annan gróður.
Rotaryfélög í Noregi hafa í nokkur ár, eða frá 1959 til 1962, sent félaginu trjáplöntur að gjöf, aðallega bergfuru. Árið 1959 gróðursettu Rotaryfélagar þær trjáplöntur, sem þannig bárust. Alls hafa verið gefnar frá Noregi 42.500 bergfurur og 14.000 sitkagreni.
Góðtemplarar hafa í allmörg ár farið í gróðursetningarferð einu sinni á ári. Góðtemplarareglan í Hafnarfirði verður vafalaust fyrst til að fá ákveðið land innan girðinga Skógræktarfélagsins, sem hún hafi allan veg og vanda af. Vonandi mun svo verða Ingvar gunnarsson kennari um fleiri félög síðar.
Skógrækt
Árið 1958 voru höggvin tré úr elztu girðingunni og gefin í kirkjurnar í Hafnarfirði, í barnaskólann, á ráðhúsið, að Bessastöðum og víðar. Trén voru allt að 4 1/2 m á hæð. Þetta ár var líka höggvin bergfura og seld í verzlanir. Síðastliðið ár var enn grisjað, og bílhlass af greni og furu var selt í verzlanir fyrir jólin. Nú er búið að girða um helminginn af Undirhlíðunum frá Vatnsskarði norður að Kaldá. —
Hugmyndin er, að nytjaskógi verði komið upp í Undirhlíðum, enda er landið þar vel til þess fallið. Hvaleyrarvatnsgirðingin og Gráhelluhraunsgirðingin eru hins vegar fremur hugsaðar sem skemmtigarðar en skógur. Þær eiga að verða eins konar Heiðmörk Hafnfirðinga, griðland þeirra og hvíldarstaður.
Skógrækt
Árið 1953 barst félaginu dánargjöf frá systkinunum Gunnlaugi Kristmundssyni og Ingibjörgu Kristmundsdóttur, að upphæð 22 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir, að gerður verði minningarreitur um þau systkinin í Hvaleyrargirðingunni. Frá því 1958 hafa verið gróðursettar 143.730 skógarplöntur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.
Stjórn félagsins skipa nú: séra Garðar Þorsteinsson formaður, Páll Daníelsson ritari, Haukur Helgason gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Jón Magnússon, sem setið hefur í stjórn félagsins frá upphafi, Ólafur Vilhjálmsson, Guðmundur Þórarinsson og Helgi Jónasson.

Krýsuvík - vinnuskóli

Drengir úr Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógrækt í Undirhlíðum.

Þú spyrð um framtíðarhorfur í skógræktarmálum. Eg get ekki betur séð, en sú reynsla, sem þegar er fengin, gefi góðar vonir. Því er ekki að neita, að eitt og annað hefur valdið vonbrigðum. Til dæmis var fyrstu árin gróðursett allmikið af skógarfuru. En mikið af henni er dautt, og eins fer um það, sem eftir er, vegna þess, að ekki hefur enn tekizt að gera þær bjöllur landlægar hér, sem halda í skefjum lúsinni, sem á hana sækir. Eins urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum í hretinu vorið 1962, þótt það tjón væri minna en við var að búast. Þá hefur grenilúsin valdið nokkru tjóni, en að því eru áraskipti. Þannig olli hún miklu tjóni árið 1962 og aftur nú í haust, einkum í skrúðgörðum í bænum, en hennar gætir mikla minna í skógræktargirðingunum. Skógfræðingar telja að vetrarhlýindin undanfarin ár hafi skapað þessum meindýrum óvenjugóð lífsskilyrði í bili, en annars er við þetta sama vandamál að stríða í öllum löndum, þar sem greni vex. Með úðun er hægt að halda grenilúsinni í skefjum í skrúðgörðum og á litlum svæðum, en þess hefur ekki verið gætt í bæjunum sem skyldi. En við lærum af óhöppunum, og sá er til dæmis dómur norskra skógfræðinga, að árangurinn hér hjá okkur gefi í engu eftir árangri þeirra í Noregi. Aðaláhyggjum veldur ofbeitin á landinu utan girðinga. Það fer algerlega í auðn, ef ekki verður komið í veg fyrir hana.“ – H.Z.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1964 (18.12.1964), „Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann“ – Garðar Þorsteinsson, bls. 15-16.

Skógarmenn

Minningarskjöldur um fyrrum skógræktarmenn.

Víkingaheimar

Víkingaheimar eru í Reykjanesbæ. Setrið það tekur fyrir þátt Íslands í landafundum Norður-Ameríku. Þar má finna víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku sumarið 2000, og sýningu sem Smithsoninan stofnunin í Bandaríkjunum gaf til Víkingaheima. Hún gefur gestum tækifæri til að læra um sögu og lifnaðarhætti víkinga við Norður-Atlantshafið fyrir þúsund árum.
Vikingaheimar-islendingurFrá stofnun hafa Víkingaheimar gengið gegnum mikla endurnýjun síðustu vikur (maí 2012) og þar verður hægt að skoða og upplifa nýja vinkla á næstu mánuðum. Víkingaheimar eru ekki bara eitt sýningarhús með einni sýningu heldur heilt svæði með tengdum sýningum.
Í sýningarhúsinu verða fimm sýningar í gangi. Fyrst má telja Íslending, víkingaskipið sjálft sem sigldi til Ameríku árið 2000 og allt sem því fylgir. Einnig má sjá endurnýjaða sýninguna Víkingar Norður Atlantshafsins, sýningu um siglingar og landnám norrænna manna sem sett var upp í samstarfi við Smithsoninan stofnunina í Bandaríkjunum. Þriðja sýningin í húsinu er sýning á merkum fornleifum af Suðurnesjum og má þar nefna gripi úr nýjustu rannsókninni í Höfnum.
Vikingaheimar-safnid-1Fjórða sýningin er kynning á helstu söguslóðum á Íslandi. Fimmta sýningin kallast svo Örlög goðanna og fjallar um norræna goðafræði. Þarna eru raktar ýmsar þekktustu sögur af norrænu goðunum með aðstoð einstakra leikmynda eftir listakonuna Kristínu Rögnu, tónlist eftir Hilmar Örn allsherjargoða ásamt hljóðleiðsögn á fjórum tungumálum sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman.
Víkingaskipið Íslendingur er völundarsmíð. Fyrirmynd þess er hið fræga víkingaskip sem fannst við fornleifauppgröft árið 1882 við Gauksstaði í Sandefjord í Noregi. Gauksstaðaskipið sem svo hefur verið kallað varðveittist vel í jörðu (en í núverandi safni má helst ekki hósta í nálægð þess því þá gæti það fallið saman í duft eitt saman).
Vikingaheimar-safnid-2Hafa vísindamenn fornleifa- og sagnfræði metið mál þannig að skipið sé smíðað árið 870, fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson sigldi handan um höf og nam land á Íslandi.
Gunnar Marel Eggertsson hóf smíði víkingaskipsins í október 1994 og lauk hálfu öðru ári síðar. Skipið var sjósett í mars 1996. Skipið smíðaði Gunnar Marel að mestu leyti einn, en naut leiðsagnar víða frá. Skipið er úr furu og eik sem kom sérvalin úr skógum í Skandinavíu. Segl skipsins var framleitt í Danmörku. Við hönnun á stefni skipsins var horft til margra þátta. Hæð stefnins nýttist á tvennan hátt, bæði fyrir drekahöfuð, sem þurfti að sjást víða að, og sem vörn gegn háum öldum á úthafinu. Íslendingur er 22,5 metrar á lengd og 5,3 metrar á breidd. Djúprista þess er 1.7 metrar, meðalhraði er 7 sjómílur, hámarkshraði 18 sjómílur.
Vikingaheimar-safnid-3Fyrst eftir að Íslendingur var sjósettur var skipið notað til að fræða íslensk skólabörn um víkingatímann. Ætlun Gunnars Marels Eggertssonar var þó sú að sigla skipinu til Bandaríkjanna árið 2000 til minningar um sjóferð Leifs Eiríkssonar steinöld fyrr, en það ár var efnt til margvíslegra atburða vestanhafs til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá landnámi norræna manna. Allt þetta gekk eftir.
Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn Íslendings lögðu upp í frá Reykjavík, á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2000. Fyrsti viðkomustaður var Búðardalur. Þar tók áhöfnin þátt í hátíðahöldum Dalamanna í tilefni af lokum byggingar tilgátubæjar að Eiríksstöðum í Haukadal, þar sem Eiríkur rauði bjó forðum.
Vikingaheimar-kola-7Úr Búðardal var lagt í haf. Siglingin var löng, ströng og alls ekki áhættulaus. Úti af Hvarfi, suðurodda Grænlands, lenti skipið í hafís og þoku og var nokkur hætta á ferðum. Allt fór þó vel að lokum. Til Brattahlíðar á Grænlandi kom víkingaskipið 15. júlí þar sem efnt var til landafunda- og víkingahátíðar að viðstaddri Margréti Þórhildi Danadrottningu. Frá Brattahlíð var siglingunni svo haldið áfram. Mikið var um dýrðir þann 28. júlí þegar Íslendingur kom í L’Anse aux Meadows á Nýfundalandi, sem er eini ósvikna víkingastaðurinn þar um slóðir. Til New York kom skipið 5. október eftir ríflega þriggja mánaða siglingu frá Íslandi.
Sigling Íslendings vestur um haf og koma Vikingaheimar-safnid-5skipsins til hafnar í Nýju Jórvík vakti gríðarmikla athygli. Sjónvarpsstöðvar kepptust við að sýna myndskeið frá viðkomustöðum skipsins og var mál manna þetta hefði verið góð landkynning.
Eftir komu skipsins til Bandaríkjanna var skipið í nokkur misseri í geymslu í Westbrook í Connecticut-fylki. Um hríð var nokkur reikistefna um örlög þess. Í júlí 2002 var gert heyrinkunnugt um samkomulag ýmissa aðila á Suðurnesjum, undir forystu Reykjanesbæjar, um kaup á skipinu sem var flutt heim til Íslands á haustmánuðum þetta sama ár. Fyrstu árin eftir það var skipið utanhúss í Njarðvík en komst undir þak í hinum nýbyggðu Víkingaheimum á Njarðvíkurfitjum á haustdögum 2008.
Skipinu hefur nú verið komið fyrir á járnsúlum, sem bera það einn og hálfan metri uppí loftið. Það gerir fólki kleyft að ganga undir það og njóta Vikingaheimar-safnid-6hinnar miklu völundarsmíðar sem skipið er.
Segja má að aðalsýningar-gripurinn, Íslendingur, hafi á sínum tíma verið kappsfullt afrek; þrotlaus, en að mörgu leiti vanmetið, þangað til nú – með tilkomu safnsins.
Þriðja sýningin í húsinu er á merkum fornleifum af Suðurnesjum og má þar nefna gripi bæði úr Hafurbjarnarkumlinu og úr nýjustu rannsókninni í Höfnum, auk fleiri stöðum á landinu. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, hefur borið hitan og þungan af rannsóknunum. Bjarni er maður með mikla almenna reynslu, bæði af heimildavinnu og vettvangsrannsóknum. En, eins og sýningin ber með sér, er enginn, hvorki hann né aðrir, óskeikulir.
Húsið, er hýsir starfsemina, er kafli út af fyrir sig. Um það mætti skrifa margt, þrátt fyrir að um „verðlaunaarkitekt“ hafi verið að ræða.
Ef horft er hins vegar á heildarmynd sýningarinnar, út frá hinum Vikingaheimar-safnid-7„venjulega“ Íslendingi eða útlendingi, má að mörgu finna. Sýningin, eins og hún er, tekur mun fremur mið af þekkingu fornleifafræðingsins en þeirra fyrrnefndu.
Oft er auðveldara að gagnrýna en koma með tillögur til úrbóta. Hér skal þó gerð tilraun til þess síðarnefnda. Glerkassamódelið (þar sem umgjörðin er reyndar úr plexigleri), sem flestir skoða síðast á sýningunni mætti færa innan við innganginn. Það gefur góða yfirsýn yfir flest það er á eftir kemur. Þessu merkilega módeli mætti auk þess gera miklu betri skil strax í byrjun. Flestir gesta fara til hægri frá gestaborðinu. Þar eru m.a. gripir frá ýmsum uppgraftarstöðum frá víkingatímanum á landinu og jafnvel erlendis (Grænlandi og Skandinavíu). Lítið dæmi; sýnd er kola frá Vogum í Höfnum. Á fallegri mynd af uppgreftinum til hægri sést kolan, en ekki er minnst á hana þar.
Í næsta bás eru gripir, þ.á.m. kolan, en viti menn; hana er Vikingaheimar-safnid-8hvergi að sjá á meðfylgjandi fallegri bakgrunnsmynd af vettvangi. Það eru svona smáatriði er trufla þá er hafa einhverja yfirsýn yfir vettvang, bæði uppgröftinn í Vogi (Kirkjuhöfnum) sem og víkingatímabilið eftir 870 e.Kr.
Auk alls þessa flækja aðfengnir gripir (og eftirlíkingar), bæði frá öðrum stöðum á landinu og jafnvel öðrum heimsálfum, eins og þeir eru kynntir til sögunar, heildarmyndina. Hafa ber í huga að hér er um vænlegan ferðamannastað að ræða er endurspegla á einfaldan hátt bæði merkilegt tímabil í heimssögunni og sögu hinnar íslensku þjóðar, en eins og sá „heimur“ kemur nú (2012) á staðnum slíkum fyrir sjónir (þrátt fyrir alla hinu merkilegu gripi frá Vogi (Höfnum)) þarf að bæta um betur – og það verulega…
Hvers vegna ekki að uppfæra safnið sem heild og leggja annars vegar megináherslu á „glerkassamódelið“ og hins vegar á gripina frá Vogi út frá hallgrimshellan-21sögulegt og áþreifanlegt samhengi við víkingatímabilið – þar sem Íslendingur trjónir yfrum með megináherslu á hvorutveggja?
Áhugavert er þó, þrátt fyrir allt framansagt, hversu aðkoma Þjóðminjasafns Íslands virðist lítil í þessu annars áhugaverða þjóðsögulega safni. Vitað er að Þjóðminjasafnið býr yfir ótal gripum í geymslum sínum er tengjast sögu svæðisins, en engir þeirra virðast skila sér á þetta annars ágæta nærsafn þjóðlegra fræða… Það ætti í raun að vera sameiginleg krafa sveitarfélaga á Suðurnesjum (Reykjanesskaganum vestanverðum) að fá heim þær fornleifar er Þjóðminjasafnið nú geymir innilokaðar í myrkviðum og aflokuðum vörslum sínum og eru engum til gagns…
Stekkjarkot

Stekkjarkot – Víkingarheimar að baki.

 

Hólmur

Sunnan Suðurár, í lágu grasigrónu dalverpi, er tóft; lítið hús með heillegum hlöðnum veggjum. Dyr snúa á móti suðsuðvestri. Við hlið hússins eru og grónar hleðslur. Ekkert þak er á húsinu og ekkert timburverk að sjá við steinhleðslurnar. Framan við húsið er lítið skilti frá Minjavernd Reykjavíkur; friðlýstar minjar.
Holmur - athvarfAð sjá virðist húsið alls ekki vera svo gamalt og því svolítil ráðgáta, sem vert væri að leysa. Dyrnar eru við annan langvegginn er bent gæti til að þarna hafi verið um einhvers konar athvarf eða sæluhús að ræða.
Handan árinnar, á Hólminum norðan Suðurár, standa nú nokkrir hrörlegir sumarbústaðir, byggðir á stríðsárunum af fólki, sem vildi geta flúið hugsanlegar loftárásir á Reykjavík og nágrannabyggðir.
Í Hólmi bjuggu Valgerður Guðmundsdóttir og Eggert Norðdahl bóndi. Þeirra börn voru: Karl Norðdahl bóndi á Hólmi. Hann átti Salbjörgu Norðdahl og nokkur börn.
Þegar Valur Þór Norðdahl, sem uppalinn er á Hólmi og þekkir þar vel til, var spurður um framangreindar tóftir svaraði hann: „Þeir komu einhverju sinni frá Minjaverndinni og merktu þær sem fornleifar og það er svo sem allt í lagi. En kofa þennan hlóð Birna Nordahl í Bakkakoti árið 1980. Hún var hálfsystir pabba.
BirnaBirna tjaldaði yfir veggina og ætlaði að hafa þarna athvarf þegar hún var að mála. En starfsmenn Vatnsverndarinnar töldu að hún væri hættulega nærri Gvendarbrunnunum og flæmdu hana þaðan í burtu. Eftir standa veggirnir.“
Í Bakkakoti, sem er norðaustan Hólms, norðan Hólmsár, bjó þá Birna Norðdahl, húsfreyja, ekkja eftir Ólaf Þórarinsson bakarameistara. Birna Eggertsdóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar 2004. Birna var skákfrumkvöðull kvenna hér á landi. Hún tefldi  m.a. á Ólympíumótunum í Argentínu 1978 og Möltu 1980. Birna bjó lengst af í Bakkakoti. Hún var mjög handlagin og smíðaði mikið, skar út, málaði myndir, teiknaði og keypti sér t.d. rennibekk og renndi marga fallega muni.

Heimild m.a.:
-Valur Þór Norðdahl.

Hvalsnessel

Í upplandi Stafness og Hvalsness voru selstöður bæjanna fyrrum. Í Jarðabókinni 1703 er þeirra getið, en þá, er það var skrifað, höfðu þær verið í eyði um árhundraðabil. Þegar FERLIR skoðaði selstöðurnar árið 2014 var aðkoman eftirfarandi:
Stafnessel-2014-2Stafnessel: Vitað er um leifar þriggja selstöða í Landi Stafness, allar mjög gamlar og grónar, líklega frá því fyrir 1500. Miðnesheiðin er mjög eydd af gróðri og sandorpin. Fyrrum hefur heiðin þó verið vel gróin. Selstöðurnar gefa þ.a.m.k. til kynna. Ein er í grónum hól vestan undir klapparhól skammt norðaustan eyðibýlisins Gamla-Kirkjuvogs. Í hólnum mótar fyrir þremur fremur litlum rýmum og er eitt þeirra stærra en hin; væntanlega baðstofan, (búr og eldhús). Ekki mótar fyrir steinhleðslum í veggjum. Vatnsbólið er uppi á klapparholtinu skammt norðnorðaustan við selið. Leifar tveggja stekkja eru skammt frá selstöðunni, en dátar í herleik virðast hafa tekið mesta grjótið úr þeim til að búa til „dátaskjól“.
Hinar selstöðurnar eru í grónum hringlaga hól á flatneskju sunnan klapparholts skammt sunnan Gömlu-Skjólgarða á Miðnesheiðinni. Í hólnum mótar fyrir sex rýmum, sem gefa til kynna tvær selstöður. Þau eru öll mjög gróin og ekki mótar fyrir steinhleðslum. Mjög eyðilegt er allt umhverfis; berar klappir og ógrónir melar. Ekki er að sjá aðrar minjar tengdar selstöðunum í nágrenninu, nema hvað brunnur gæti hafa verið rétt sunnan við selstöðurnar.
Hvalnessel: Efst (austast) í Hvalsneslandi á Miðnesheiði er aflangur gróinn hóll (nánast upp undir vHvalsnessel-2014arnargirðingunni). Í hólnum mótar fyrir níu rýmum, Sex þeirra, er mynda tvær samstæður, eru mjög gömul (líkum og þeim sem eru í Stafnesselstöðunum nokkru suðvestar í Heiðinni). Bæði eru rýmin lítil og óreglulega saman sett. Þriðja selstaðan þarna gæti verið svolítið yngri. Bæði er hún reglulegri og eitt rýmið sýnilega stærst; sennilega baðstofa. Allar eru tóftirnar mjög grónar og ekki er að sjá í þeim steinhleðslur. Nyrst í hólnum mótar fyrir aflangri tóft; gæti hafa verið stekkur. Suðaustan við hólinn, í lágu klapparholti er hlaðið við vik inn í klöppina, einhvers konar skjól fyrir austan- og suðaustanáttinni. Þar gæti hafa verið kví. Þrjár vörður eru á klapparhólum sunnan við selstöðuna. Ekki er að sjá hvar vatnsbólið gæti hafa verið, en þó er ekki ólíklegt að vestan við selið hafi fyrrum verið lítil tjörn. Tvær þeirra gætu verið markavörður, en selsvarðan næst því. Öll er Miðnesheiðin þarna uppblásin og eyðileg, nema selstöðuhóllinn, sem fyrr sagði.
Mjög erfitt er að leita að fyrrum selstöðum í Miðnesheiði, enda nánast engar skráðar „opinberlega“ í nútímanum. Utan þeirra tveggja framangreindra koma tveir aðrir staðir til greina sem fyrrum selstöður. Þeir verða kannaðir á næstu dögum. Hafa ber í hug að fáum er það eiginlegt að lesa úr slíkum aðstæðum í dag. Til þess þarf áratugalanga þjálfun með hliðsjón af umhverfi, landkostum, nýtingarmöguleikum þeirra tíma, tilgangi og tilheyrandi „afleiðingum“ er landið hefur borið með sér allt til þessa dags.

Stafnessel

Stafnessel.

 

Fjallið eina

 Ætlunin var að ganga um Hrútagjárdyngju, skoða hana og reyna að glöggvast á tilurð hennar. Þá var tilgangurinn að halda niður fyrir dyngjusvæðið og skoða nokkra hraunhella norðan hennar, s.s. Steinbogahelli, Maístjörnuna, Húshelli, Snagann, Híðið sem og fleiri hella.

Reykjanesskaginn fyrir u.þ.b. 11.000 árum

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móháls[a]dal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 4000- 5000 árum (leiðréttur aldur ~ 4500). Hraunin ná yfir 80 km2 svæði.
Ljóst er þó, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. Verksummerki eftir miðkaflan sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnanlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað sér leiðar út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni. Á leiðinni hefur kvikan smurt eldra hraunið upp í u.þ.b. 3 metra hæð.
Í HrútagjárdyngjuSvo virðist sem mótunarsagan hafi verið eitthvað á þessa leið: Mikið dyngjugos hefur orðið vestan undir Sveifluhálsi, efst í brúnum þar sem hallar til vesturs og norðurs. Í jarðfræðibókum segir að dyngja sé  eldfjall sem myndast í löngu flæðigosi á hringlaga gosopi. Geysimikið hraun hefur runnið frá gígnum á löngum tíma, hugsanlega tugum ára, og stækkað innanverðan Reykjanesskagann verulega.
„Dyngjur myndast við eitt flæðigos upp um pípulaga eldrás. Talið er að gosin standi mánuðum og jafnvel árum saman. Gígurinn er í dyngjuhvirflinum og kraumar þar þunn kvikan meðan á gosinu stendur. Við og við vellur hún út yfir gígbarmana og sendir þunnar hraunspýjur niður hlíðarnar eða finnur sér leið úr gígnum um hraungöng sem opnast neðar í hlíðum fjallsins. Þannig myndar kvikan þunnar hraunspýjur sem runnið geta langar leiðir og leggjast hver ofan á aðra þannig að hraunið verður lagskipt en þó án millilaga úr gjalli eða jarðvegslögum. Gott dæmi um slíka lagskiptingu má sjá í vegg Almannagjár.“ Dæmi þessa má einnig sjá í misgengisvegg Sauðabrekkugjár sem og í jaðargjám dyngjunnar.

Gamla og nýja Hrútagjárdyngjuhraunin

Á þennan hátt hlaðast upp hraunskildir úr helluhraunslögum og eru hlíðarnar yfirleitt með 6° til 8° halla. Gígbarmarnir rísa ekki yfir umhverfið en fyrir kemur að hraundrýli rísi meðfram gígbörmunum eins og sjá má á Selvogsheið. Í hraundrýlunum og í nágrenni þeirra má oft sjá pípulaga bergmola sem myndast þegar gas brýtur sér leið í gegnum hálfstorknaða kvikuna. Algengt er einnig að hrauntjarnirnar tæmist og myndast þá oft djúpur ketill með bröttum veggjum.
Engar dyngjur hafa gosið á Íslandi síðustu 2000 árin ef frá er talinn hraunskjöldur Surtseyjar, sem er á mörkum eldborgar og dyngju.“
Gamli gígurinn í Hrútagjárdyngju, sem gaf af sér hina miklu kviku, sést enn, en hefur nánast fyllst af nýrra hrauni. Þegar innskot þrýsti afmörkuðu svæði upp og myndaði veggina fyrrnefndu sat massívur gígtappinn eftir og myndaði stóra skál. Mjög þunnfljótandi hraun úr öðru gosi, líklega fyrir u.þ.b. 3000-2000 árum, hefur svo komið upp úr stuttri  og staðbundinni gígaröð nálægt gamla gígnum. Líklega hefur þar verið um að ræða nokkurs konar blandgos með miklum undirþrýstingi áður en kvikan náði yfirborðinu. Ógurlegur þrýstingur frá innskotinu hefur myndast á afmörkuðu svæði undir kvikuhólfinu. Storknað yfirborðið hefur verið tiltölulega þunnt svo landið bæði reis hægt og rólega auk þess sem þrýstingur myndaðist út frá miðjustróknum. Við það lyftist svæðið um 10-15 metra og myndaði nokkurs konar skál, sem fyrr er lýst. Þegar glóandi þunnfljótandi kvikan komst loks upp á yfirborðið og nánast barmafyllti skálina. Kvika rann yfir barmana að norðaustanverðu og til suðurs. Mikil hrauntjörn myndaðist austan við gígana. Kvikan hefur loks náð að bræða sér leið út úr henni til norðurs, sem fyrr sagði. Glóandi hrauneðjan streymdi niður hlíðina suðaustan við fjallið eina og út með skálbörmunum beggja vegna. Vel má sjá hvernig nýrra hraunið hefur staðnæmst í kvos milli barmanna að norðaustanverðu og Sandfells. Þar má og sjá hvernig „gólfið“ á eldra Hrútagjárdyngjuhrauninu (5-7 þúsund ára) hefur risið upp við þrýstinginn og á köflum myndað nánast lóðréttan vegg.
Allan hringinn í Í Steinbogahellikringum skálina eru hrikalegar brotagjár er gefa til kynna þvílíkir ógnakraftar hafa verið að verki þegar landið reis. Þetta gos hefur að öllum líkindum verið skammvinnt. Bæði sést þá á því hversu hraunið er slétt og óbrotið. Það er mjög þunnt og gróður á því er einungis hraungambri. Í gamla Hrútagjárdyngjuhrauninu eru nánast allar gerðir jurta og í hluta þess var tekið hrís til eldiviðar eftir landnám og langt fram á 19. öld. Eftir gosið hefur dyngjusvæðið sigið á ný, en ekki nánast eins mikið og það hafði áður risið. Sprunguhlutar inni á dyngusvæðinu gefa þykkt nýja hraunsins glögglega til kynna. Þær hafa orðið til við landrek, þ.e. þegar meginflekar Evrópu og Ameríku hafa verið að leita hvor frá öðrum.
Ekki er ólíklegt að jarðhræringarnar hafi orðið í sömu goshrinu og sjá má afleiðingarnar af á börmum Sauðabrekkugjár. Þar hefur land bæði reisið og sigið, en jafnframt gefið af sér mjög þunnfljótandi hraun á afmarkaðri sprungurein, sem runnið hefur um stuttan tíma, öðru hvoru megin við gosið 1151.
Um og í kringum sögulegan tíma hefur orðið enn eitt gosið í Hrútagjárdyngju, eða hluta hennar. Gosið hefur á óreglulegri sprungurein. Hluti hennar hefur legið austarlega í dyngjunni, en einungis gefið af sér mjög staðbundið hraun, einkum gjall.
Opið á MaístjörnunniGengið var eftir hrauntröðinni til norðurs. Glögglega mátti sjá að hér hefur verið um sprungu að ræða er myndast hafði þegar dyngjusvæðið reis seinna sinnið. Hraunkvikan hefur leitað sér þarna leið út úr hrauntjörninni. Í gjánni er lítil rás niður á við. Líklega hefur kvikan náð að bræða sér leið þar niður og hluti hennar leitað þar um niðurfall því gjáin hækkar norðan þess. Ef kvikan hefði ekki náð að renna þarna niður væri botn gjárinnar miklu mun sléttari í dag.
Komið var við í Steinbogahelli, Húshelli og Maístjörnunni. Síðastnefndi hellirinn var ekki skoðaður að þessu sinni, enda bæði viðkvæmur og vandmeðfarinn. Litið var á op Híðisins, Aðventu og Snagans (sjá HÉR), auk nokkurra annarra hraunhella á svæðinu. Sumir þeirra eru 200-500 metra langir. Allir hellarnir eiga það þó sammerkt að þeir eru á tiltölulega afmörkuðu svæði, þar sem hallinn er einna mestur eftir að hraunkvikan kom út frá dyngjunni. Hluti þeirra er í gamla hrauninu, en einnig má sjá hella í nýrra hrauninu. Þeir eru þó minni og styttri. Sjá meira HÉR.
Húshellir dregur nafn sitt af hlöðnu húsi inni í hellinum. Tengist tilgáta um uppruna þess veru útilegumanna á svæðinu (sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jarðfræðiglósur GK –  http://www.mr.is

Í Húshelli