Gunnuhver

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um „Jarðfræðihringferð“ um vestanverðan Reykjanesskagann:

Formáli

Reykjanesskaginn vestanverður

Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið fyrir um 12.000-13.000 árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu. Reykjanesskaginn er einn stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni. Hann er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlantshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg og gosbelti Íslands.

Gosbelti

Gosbeltið um Ísland.

Gosbeltin liggja um landið frá suðvestri til norðausturs og marka skilin milli tveggja skorpufleka, Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíu-plötunnar. Gosbeltin eru nokkuð mismunandi að gerð, þau eru yfirleitt um 25-50 km breið. Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki jafndreifð heldur raða gosstöðvarnar og sprungur sér á nokkuð vel afmarkaðar reinar og er eldvirknin vanalega mest nærri miðju hverrar reinar. Þar er upphleðslan því mest og þar myndast megineldstöð og henni fylgir oftast háhitasvæði. Reykjanesinu er gjarnan skipt í fjögur eða fimm eldstöðvakerfi, Reykjanes- Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum.

Eldstövakerfi

Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans.

Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði. Jarðsaga Reykjanesskaga er vel þekkt og hefur verið rakin nokkur þúsund ár aftur í tímann. Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 200 þúsund ára gömul.

Grófin í Keflavík
Lífsstöðugrót á PattersonssvæðinuGrágrýtinu á utanverðum skaganum er skipt í þrjár syrpur sem kenndar eru við Háaleiti, Njarðvík og Vogastapa. Hugsanlega hefur einnig verið gígur við Rockville. Aldur Njarðvíkurgrágrýtisins er talið vera frá síðasta hlýskeiði eða meira en 120 þúsund ára en hinar syrpurnar eru frá næst síðasta hlýskeiði eða eldri en 200.000 ára. Grágrýtið er runnið frá dyngjum sem verið hafa virkar um margra ára skeið. Hraunlögin eru frá 2-10 m að þykkt og hafa runnið sem helluhraun. Hraunin virðast hafa runnið við lægri sjávarstöðu en er í dag því á nokkrum stöðum finnast í þeim bólstrar t.d. í Grófinni og við Keflavíkurhöfn. Hraunið ber merki eftir ísaldarjökla.

Miðnesheiðin (Reykjanesbraut)
EldstöðvakerfiRomshvalanesið er gamalt grágrýti runnið úr sömu dyngju (Háaleitis dyngju) og Grágrýtið á utanverðum skaganum. Miðnesheiðin á Rosmhvalanesi er allvel gróin, en sunnan og vestan við Keflavíkurflugvöll er eyðimörk, um 25 ferkílómetrar að stærð. Það er m.a. sú sjón sem fyrst blasir við ferðamönnum sem koma til Íslands um flugvöllinn. Við ísaldarlok var hluti Rosmhvalanessins undir sjó sem skýrir hvers vegna jarðvegur er þykkari þar en upp á miðju nesinu. Sjórinn braut landið og hlóð upp seti við fjörumörkin.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur 1982.

Keflavíkurflugvöllur (NATO) er staðsettur á norðvestanverðu Reykjanesi, heiðin kringum Háaleiti þótti vel fallin til þessara mannvirkja engin há fjöll í nálægð og loftstraumar heppilegir. Þarna var tekið eignarnámi um 9200 ha, land sem tilheyrði um 30 jörðum í 5 sveitarfélögum, hann var um tíma einn stærsti flugvöllur heims.
Á Suðurnesjum er ólífrænn þurrlendisjarðvegur móajarðavegur langalgengastur. Hann er aðallega gerður úr gosösku frá nálægum og fjarlægum eldstöðvum og úr öðrum steinefnum. Þykkt jarðvegsins getur verið allt frá nokkrum sentímetrum til nokkurra metra. Þessi jarðvegur er ófrjósamur, og það takmarkar mjög vöxt plantnanna.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Reykjaneskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlandshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðal gosbeltum landsins. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna sprungna. Þá eru þar einnig fjöldi gíga og gígraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Patterson flugvöllur

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir og næst sér. Jökulskeið enda snögglega, og meðalhitastig hækkar, og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sjávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlögum. Einn slíkur staður er hér við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Á leið í Hafnir

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Þrívörðuhæð heitir hæðin sem við keyrum á núna og blasa Ósabotnar við, eða Kirkjuvogur en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er venjulega fjölbreytt lífríki fjöruborðs og einnig mikið fuglalíf.
Nú nálgumst við svokallaða Hunangshellu, klöpp norðvestan vegarins á hægri hönd. Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni nú grasi gróið. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs.
Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. Þessi meinvættur var svo vör við sig að ekki tókst með neinum hætti að koma færi á hana – ekki fyrr en einhverjum datt í hug að smyrja hunang á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið var loks hægt að ráða því bana. Sumir segja að þarna hafi stór rostungur verið á ferð.

Stapafell

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi. Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir. Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Rauðamelur

Skipsstígur

Gengið um Rauðamel.

Er fyrrum sjávargrandi, sem liggur norðaustur úr Stapafelli, myndaður að mestu úr efni úr Stapafellinu. Inn í melnum er lag úr allþéttu bergi sem án efa er jökulberg Þetta lag er um 2m á þykkt en bæði undir og ofan á því eru malar og sandlög. Sand og malarnám hefur farið þar fram árum saman og hefur það opnað innsýn í þessa myndun.Hann varð til við hærri sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Einnig hafa fundist framandsteinar t.d úr kvarsi og graníti sem líklegast hafa borist með hafís frá Grænlandi eða jafnvel fra Svalbarða. Einnig hafa fundist hvalbein sem við aldursgreiningu gefa til kynna að um 40.0000 ára bein. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³). Hringvegur liggur um Stapafell.

Súlur

Súlur

Súlur.

Heitir tindur vestan Stapafells, nær eingöngu vikur og aska en neðan til í fjallinu finnst einnig bólstraberg, er vestan Sandfellshæðar.

Þórðarfell
Gönguleið lá úr Keflavík og Njarðvík þvert yfir skagann og niður í Staðarhverfi í Grindavík. Sú leið liggur austan við Stapafell og svo til vesturs milli þess og Þórðarfells.
BólstriÞrjú misgengi kljúfa Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfell, fellið er út bólstrabergi.

Hafnir
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum, víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hraunið í grennd við Hafnir er úr gamalli dyngju sem kallað er Stampahraun.

Gömlu-Hafnir

Hafnarsandur – Herforingjaráðskort 1903.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma.

Hafnasandur og þar vestur við sjó er Hafnabergið, mikið fuglabjarg og vinsæll ferðamannastaður. Fyrir nokkrum áratugum var reist sandræktargirðing á Hafnasandi, og nú mildar melgresið mjög hina svörtu ásjónu sem áður var. Hafnabergið er 40-50 metra þverhnípt bjarg er gengur í sjó fram. Þar er þverskurður hraunlaga úr eldstöðinni Berghól sem er dyngja frá nútíma. Mikið af bjargfugli verpir í Hafnabergi. Norðan Hafnasand stendur hin fornmerka byggð, Hafnir.

Við Álfubrúna

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var árið 1911 að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljón árum legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea. Síðan hafi þetta stóra land brotnað upp í tvennt. Norðurlandið (Lárasíu) og Suðurlandið (Gondvanaland). Smátt og smátt klofnuðu stóru löndin upp í núverandi álfur. Helstu rök hans voru á meðal annars að útlínur meginlandana féllu saman eins og púslar og að berg af sama aldri var að finna beggja vegna úthafanna.
Kenningunni var hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekann eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á við Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.

Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Stampar

Stampar.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku. Hér er glöggt dæmi um plötuskil og sigdal.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Mikið brim getur myndast þarna og eru sjóbrettaáhugamenn farnir að fara þarna og þykir þetta frábær staður fyrir slíkt. Miklir melgresishólar einkenna svæðið milli sjávar og tjarnar sem er austur af víkinni, er þar mikið af fuglum og því gaman að skoða sig þar um. Melgresi var sáð þarna um 1950 þegar byggð var að mestu lögð af vegna sandfoks.Reynt er að halda þessu við og græða upp sandinn á Hafnaheiðinni.

Stamparnir
Þegar ekið er framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfir umhverfi sitt. Þeir Einn Stampahraunsgígannaheita Stampar og eru nyrstir gíga á gígaröð sem er kennd við þá .Yngri-Stampagígaröðin. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Yngri-Stampagígaröðin liggur síðan til suðvesturs í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugígar. Gjóska frá þeim barst yfir Reykjanes og nærliggjandi svæði. Þetta gos, Yngra-Stampagosið markaði upphaf langvarandi elda þ.e. Reykjanselda sem stóðu yfir um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina eru syðri endamörk gígaraðarinnar á landi. Framundan básnum stendur 51 m. hár móbergsdrangur í sjó fram sem heitir Karl. Einnig var við ströndina fyrir miðjum Kerlingarbás eitt sinn drangur sem hét Kerling en er fyrir löngu hrunin .Yngra –Stampahraunið flokkast undir helluhraun. Eldra-Stampahraunið er talið hafa runni fyrir 1500-1800 árum.

Reykjanesviti – Skálafell og fl.
ReykjanesvitiSuðvestur af Reykjanesskaga er landið allt hrjóstrugt og eldbrunnið þakið úfnum hraunum.Upp úr hraunbreiðunni rísa móbergs og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu.Næst ströndinni er Valahnúkur ysti tangi þeirra móbergsfjalla, skagar í sjó fram og þar var fyrsti viti á Íslandi settur 1878 en grunnbjarg hans brast í jarðskjálfta 1887, og var hann færður á Bæjarfell sem er aðeins innar. Þá kemur Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell sem er hæst.Mikil goshrina var um 1211-1240 svonefndir Reykjaneseldar og var aðalgosið um 1226 á Reykjanestá er gaus í sjó fram. Þá reis upp eyja, sem heitir Eldey, hún er mikill og þverhníptur móbergsklettur, 77m á hæð og er talin um 160m löng þar sem hún er lengst, frá norðaustri til suðvesturs en um 90m á hinn veginn. Hár hryggur gengur eftir eynni endilangri og skiptir þekjunni í þrjá hallandi fleti Öll er eyjan mjög sprungin og eru miklir skorningar á henni.Eyjan er gróðurlaus, ef frá er talinn fjörugróður en fuglalíf er hins vegar með meira móti, og Súlubyggðin (fuglinn) talin ein sú stærsta í heiminum. Í fárra sjómílna fjarlægð frá ströndinni, austan Valahnúka er sigdalur sem takmarkast af Valbjargagjá. Sunnan dalsins er Reykjanestá sem á uppruna sinn úr Skálafelli, dyngja sem nær aðeins 78m hæð. Á hátindi gígsins er víðsýnt um vestanverðan Reykjanesskagann austur til Grindavíkur.

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði. Það er háhitasvæði með gufuaugum,leirhverum og jafnvel virkum hverum. Allmikið hefur verið borað þarna og nú standa yfir stórframkvæmdir frá Hitaveitu Suðurnesja um djúpborun á þessu svæði. Stærsti leirhver á Íslandi er nálægt Litlafelli og heitir Gunnuhver. Þar hafa menn frá fornu fari bakað hverabrauð og gera enn. Til er þjóðsaga um Gunnu og hvernig hún steyptist í hverinn og verður sú saga sögð á staðnum.

Jarðhiti á Reykjanesskaga

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30-100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest. Á Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Lághitasvæði

leirhver

Grunnvatn er rigningarvatn og yfirborðsvatn sem sígur ofan í jörðina og rennur hægt neðanjarðar í átt til sjávar. Það rennur svo hægt að það getur tekið 100 ár að renna 100 km leið. Á leið sinni til sjávar rennur grunnvatnið stundum um löngu útkulnaðar eldstöðvar sem þó hafa í sér nokkurn hita. Vatnið nær því smám saman að hitna og þegar það kemst um sprungur upp á yfirborð er það orðið töluvert heitt, þó lægra en 150°C á 1 km dýpi. Lághitasvæðin eru staðsett fyrir utan virka gosbeltið. Þau einkennast af því að vatnið kemur upp í heitum uppsprettum og eru mjög litlar útfellingar í kring.

Háhitasvæði

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Háhitasvæðin finnast á virka gosbeltinu í tengslum við virkar eldstöðvar. Kalt grunnvatn kemst í nálægð við kólnandi kviku, snögghitnar og leitar upp á yfirborð. Hitastig vatnsins er meira en 200°C á 1 km dýpi. Vatnið inniheldur mikið af uppleystum efnum úr berginu sem falla út þegar það kólnar á yfirborði. Háhitasvæði einkennast því af stórum svæðum þöktum leir og útfellingum ein og Gunnuhver.

Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Fyrstu hraungosin eftir að ísöld lauk á þessu svæði hafa skapað Háleyjabungu fyrir um 14.000 þúsund árum. Reglulegur

hraunskjöldur(dyngja) með reglulegan gíg og úr nokkuð sérstæðri bergtegund sem heitir píkrítbasalt eða óseanít. Einkennandi fyrir þá bergtegund er mikill fjöldi kristalla sem eru grænir að lit og nefnist ólivín.Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum. Við sjóinn má sjá hvernig hraun úr Skálafelli leggjast ofan á hraun úr Háleyjabungu sem er því augljóslega eldri.

Sandfellhæð
SandfellshæðÚr þessari dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Hraunin frá Berghól, Langhól og Sandfellshæð eru eins að gerð og sýnist líklegt að allt hafi þetta orðið til í einni goshrinu, sem vafalaust hefur verið ærið löng, en tilfærsla hafi orðið á gosopi. Hefur Sandfellshæð verið lengst virk. Þótt gígurinn sé aðeins í um 90 m hæð yfir sjó er þaðan ærið víðsýnt í góðu veðri. Sér þaðan yfir allt vestanvert nesið, inn yfir Faxaflóa til Borgarfjarðarfjalla og Snæfellsness. Gróður er talsverður á þessum slóðum og skjólsælt er inni í gígnum, sem er um 450 m í þvermál og vel 20 m djúpur.

Klofningahraun og Berghraun

Staðarberg

Staðarberg.

Hraunin runnu í Reykjaneseldum,(1210-1240) þau virðast að mestu komin úr einum stökum gíg sem nefnist Rauðhóll sem er nyrst í hrauninu. Í því eru nokkrir hólmar úr eldri hraunum svo og misgengi sem er óvenjulegt í svo ungum hraunum. Hraunið er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum. Það myndar Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, um 1100 ár,. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjaneskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það helsta eru Bláfjallaeldar. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151, en minni háttar gos varð 1188. í því fyrra opnaðist um 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjaneskaganum, þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar eins og við fjölluðum um hér fyrr við Reykjanesvita. Jarðvegseyðing jókst mjög í kjölfarið á Reykjanesskaga.

Um Gerðistanga að Grindavík

Á ferð um Þorbjarnarfell 2007

Þegar komið er úr Berghrauninu og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er einkum sú að sumstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur.

Grindavík og nágrenni

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Byggðin í Grindavík er að mestu á hrauntaum frá Sundhnúksgígaröð. Sundhnúkshraun hefur runnið til sjávar í fjórum kvíslum. Vestasta kvíslin er sú sem megin hluti byggðarinnar er á, önnur mjórri hefur runnið ofan í Hóp, þriðja myndar Þórkötlustaðanes (Hópsnes) og þú fjórða og austasta fellur til sjávar við Hraun. Sundhnúksgígaröðin er um 8,5 km að lengd og mun hafa gosið fyrir um 2400 árum.

Þorbjarnarfell

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi.Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innanum eru reglulegir , heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Bláa Lónið
Bláa lóniðBláa Lónið er í Illahrauni sem gaus 1226 og kemur úr Eldvörpum. Er keyrt er að Blá Lóninu sér maður nánast eingöngu mosavaxið hraun. Arnasetuhraunið er yngsta hraunið í nágrenni Grindavíkur það tekur að mestu svæðið milli Vogastapa og Grindavíkur og komið úr gíg er nefnist Arnarsetur. Arnarsetuhraun þekur um 22 ferkílómetra.

Vogastapi

Grímshóll

Á Grímshól á Vogastapa.

Vogastapi 80 m. hár hét áður Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi oftast kallaður Stapi. Grágrýtissvæði yfir það hafa jöklar gengið á ísöld.Talið er að upptök þessa grágrýtishrauna eigi upptök sín annarsvegar við Háaleitis dyngju og hins vegar við Grímshól efsta stað á stapanum, ekki er vitað nákvæmlega hvort dyngja hafi verið við Grímshól, þá hefur hún verið mjög flöt. Mörg hraun hafa runnið til og frá þarna og svo hafa jökulruðningar og ágangur hafsins umbreytt svæðinu ásamt manninum. Jökulurðir eru hér og þar en ummyndaðar af ágangi hafsins, sem á síðjökultíma huldi svæðið allt að Grímshól, en í kring um hann er kragi úr lábörðu stórgrýti i um 70 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Vogastapi er byggður upp af frekar þunnum hraunlögum. Að sunnan er hann brotinn að endilöngu af misgengjum og verður þar sigdalur þar sem Seltjörn er í botni hans. Sunnan við Seltjörn hallar grágrýtislögunum inn undir Arnarseturshraun.

Heimildir:
-Árbók ferðafélag Íslands 1984.
-Kynnumst Suðurnesjum.
-Námsgögn / Glósur úr Jarðfræði.
-Námsgögn / Glósur úr Gróður og Dýralíf.
-Svæðisskipulag Suðurnesja. 1987-2007.
-Náttúrufar á Sunnanverðum Reykjanesskaga 1989.
-Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes 1988.
-Orkustofnun / Magnús Á Sigurgeirsson.
-Íslenskur Jarðfræðilykill. Mál og menning.

Berggangur

Stapagata

Utan í sunnanverðum Stapanum að austanverðu er ferkantaður garður, nú hálffallinn. Lögð hefur verið mikil vinna í gerð hans á sínum tíma og vandað virðist hafaverið til verka. Hið skrýtna er að garðurinn hefur verið hlaðinn utan í og á holt í hlíðinni.
Atvinnubótavinnukálgarður á StapanumÞau, sem þekkja vel til á þessum slóðum, og fædd eru undir Stapanum norðanverðum, segja að um hafi verið að ræða atvinnubótavinnukálgarð. Töluverður jarðvegur hefur verið inni í garðinum, sem nú hefur horfið með uppblæstri. Svo gæti það og hafa verið að moldin hafi verið flutt í hann annarsstaðar frá og hún síðan blásið burt. Garðurinn liggur nú vel við sólu í skjóli við kletta.
Á skömmum tíma var Ísland að breytast úr bændasamfélagi í nútíma þjóðfélag, fólk streymdi úr sveitunum á mölina og fjölmenn stétt verkamanna varð til. Stórstígar framfarir urðu í sjávarútvegi með tilkomu þilskipa og síðar togara; sjávarútvegurinn var að taka við af kvikfjárræktinni sem helsti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar jókst dýrtíðin og auður færðist á fárra manna hendur, örbirgðin fór vaxandi.
Atvinnubótavinnan var aðallega á millistríðsárunum þótt hún hafi vissulega einnig verið fyrr og þá á vegum hreppanna, einkum í kringum aldarmótin 1900. Í umfjöllun sýslunefndar um þessa hreppsgarða var m.a. lagt til að þessir skikar verði keyptir af landeigendum fyrir jarðræktarstyrk úr landssjóði. Það voru horfellistímar þarna fyrir aldamótin og oft talað um hallærislán til þess að fólkið hefði ofan í sig.  Fróðlegt væri að skoða svolítið nánar þessa atvinnubótavinnukálgarða, sem ummerki eru svo víða um enn þann dag í dag.
Atvinnubótavinnukálgarður á StapanumAtvinnubótavinnan á kreppuárunum milli stóru styrjaldanna á 20. öld var til að mæta miklu atvinnuleysi er víða landlægt, ekki einungis hér á landi heldur og víða um heim. Íslendingar fóru ekki varhluta af áhrifum kreppunnar, sem m.a. komu fram í bágbornu efnahagsástandi og víða mátti greina viðnámsaðgerðir gegn þessum vágesti í þjóðlífi okkar. Atvinnuleysisvofan sótti Íslendinga heim, líkt og aðrar þjóðir, og fjöldi fólks mátti sætta sig við það böl sem atvinnuleysinu fylgdi.
Skiptar skoðanir voru um viðnámsaðgerðir stjórnvalda og komu þær einkum fram í því hvernig kveða ætti niður draug efnahagskreppu og atvinnuleysis. Ein leiðin út úr atvinnuleysinu var atvinnubótavinnan.
Einn þáttur þessarar atvinnubótavinnu fór fram í Flóanum í Árnessýslu á síðari hluta fjórða áratugarins. Þar átti að þurrka og ræsa fram landspildu í eigu ríkisins og var ætlunin að koma þar á fót samvinnubyggðum. Þeirri vinnu var snemma gefið viðurnefnið Síberíuvinnan.
Atvinnubótavinnan á kreppuárunum var að mörgu leyti lík betrunarvist þar sem ætlast var til að menn gerðu nákvæmlega ekkert annað en láta sér leiðast og brjóta svo dálítið af grjóti með sleggju þess á milli. Ýmist voru hlaðnir garðar, endurbætur gerðar á gömlum þjóðleiðum eða unnið að bryggjugerð þar sem grjót var sótt í gamla garða, vörður og önnur mannvirki, sem höfðu þjónað tilgangi sínum. Þannig má segja að meira slæmt hafi verið gert í að spilla menningarleifum en að bæta við mannvirkjum til nýtilegra hluta. Bryggjurnar voru þó undantekning þar á, þótt þær hafi kallað á mesta raskið, því þær voru nauðsynlegrar í ljós þeirrar þróunnar er orðið hafði á bátaútgerðinni. Tilkoma vélanna gerði tilkall til stærri og þyngri báta, sem ekki var lengur hægt að draga í naust.
Almennt fannst fólki atvinnubótavinnan illa skipulögð, tilgangslaus og niðurlægjandi. Til merkis um þörfina, en jafnframt niðurlæginguna, standa m.a. garðarnir víða um land, t.a.m. þessi á Stapanum.

Stapinn

Stapinn – atvinnubótagarður.

Litluborgir

Haldið var upp í Minni-Dimmuborgir, eða Litluborgir, eins og Jón Jónsson, og sonur hans, Dagur, nefndu lítið hraunssvæði sunnan Helgafells, hraunborgir, sem þar mynduðust, líkt og Dimmuborgir við Mývatn, Hraunsnesið í Skollahrauni og Borgin (Ketillinn) í Katlahrauni. Þar eru og gervigígar, sem mynduðust þegar heitur hraunstraumur rann út í vatn er þá hefur verið þarna austan Helgafells. Hraunið stendur víða á súlum og er „þakið“ víðast hvar nokkuð heillegt. Hægt er að ganga í gegnum hraunið undir „þakinu“.

Litluborgir

Í Litluborgum.

Í fyrri FERLIRsferð kom í ljós fallegur hellir, sem ætlunin var að skoða betur. Inni í honum eru myndarlegar hraunssúlur líkt og umleikis. Lítil umferð fólk hefur verið um svæðið (sem betur fer) þrátt fyrir nýlega friðun þess og mikinn áhuga margra að berja það augum. Hafa ber í huga að svæðið er mjög viðkvæmt fyrir ágangi.
Dimmuborgir í Mývatnssveit eru sundurtættar hraunmyndanir sem vart eiga sinn líka. Talið er að þær hafi myndast í hrauntjörn sem tæmst hefur eftir að storknun hraunsins var nokkuð á veg komin. Eftir standa háir hraundrangar sem taka á sig ótrúlegustu kynjamyndir. Gatklettar og smáhellar einkenna borgirnar. Sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing, opin í báða enda. Í Minni-Dimmuborgum má sjá sömu jarðfræðifyrirbærin, en í smækkaðri og nærtækari mynd.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Borgirnar eru í Þríhnúkahrauni í jaðri Tvíbollahrauns. Austar er Húsfellsbruninn. Allt hafa þetta verið mikil hraun. Húsfellsbruni er að mestu apalhraun, en Þríhnúkahraun og Tvíbollahraun eru helluhraun. Síðastnefnda hraunið mun hafa runnið um 950. Sjá má gígana austan við Kerlingarskarðið þarna fyrir ofan. Megi ngígurinn er einstaklega fallegur og utan í honum eru tveir minni. Mikil hrauntröð liggur niður frá gígunum og víða eru smáhellar. Vatn hefur verð þarna í dalverpi ofan við Helgafell (Helgafell er frá því fyrir meira en 12.000 árum síðan). Þegar hraunið rann þunnfljótandi niður í vatnið mynduðust borgirnar. Líkt og annars staðar þegar þunnfljótandi hraunið rennur yfir vatn mynduðust gervigígarnir.

Í Litluborgum

Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig: Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sökum hitamismunar þess og yfirborðsvatns gufar allt yfirborðsvatn upp. Eingöngu verður eftir það vatn sem geymt er í jarðveginum því það kemst ekki í beina snertingu við hraunið.
Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið (þrýstingur = þykkt x eðlisþyngd x þyngdarhröðun).
Aukinn þrýstingur pressar vatnið úr hinum vatnsósa jarðvegi sem er undir hrauninu. Við það kemst vatnið í snertingu við sjóðheitt hraunið og myndar gufu. Gufan kemst hins vegar ekki í burtu þar sem hún er föst undir hrauninu. Þegar gufuþrýstingur er orðinn hærri en sem nemur álagsþrýstingi hraunsins brýst gufan upp í gegnum hraunið með miklum sprengingum og gervigígagos hefst.

Í Litluborgum

Ef skoðað er snið í gegnum gervigíga kemur í ljós að fyrsta efnið sem kemur upp í gosinu er yfirleitt mjög ríkt af jarðvegi og undirlagsefnum. Er líða tekur á gosið verða hraunflyksur og gjallmolar hins vegar meira áberandi.
Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum. Því eru þeir oftast nefndir á ensku „rootless cones“.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Minni-Dimmuborgir eru nokkurs konar lagskipt hraunlög, haldið uppi af þunnum hraunsúlum. Hraunbólan er næstum hringlaga og um 100 m í þvermál. Miðsvæðis í bólunni hefur verið hrauntjörn og runnið þunnar hraunskvettur út til hliðanna. Þannig hefur bólan smám saman byggst upp. Aðfærslan að henni hefur verið frá hliðunum. Mikill hiti hefur verið í hrauninu því víða má sjá glerjung og seiglulíka hrauntauma á veggjum.
Í Dimmuborgum, Katlahrauni (sjá HÉR) og Hraunsnesi (sjá HÉR) standa eftir hraunsúlurnar, en í Minni-Dimmuborgum (Litluborgum) hefur þakið haldist vegna smæðarinnar. Súlurnar hafa líklega myndast í hrauntjörninni þar sem gufa hefur leitað upp í gegnum bráðið hraunið og kælt það.
Hellisskútinn reyndist vera þriggja sala. Þakinu er haldið uppi af súlum, hann er rúmgóður og einstaklega fallegur.
Svæðið er mjög viðkvæmt og þolir illa ágang, sem fyrr sagði. Því er mikilvægt að reyna að varðveita þessar jarðfræði- og náttúruminjar sem mest óraskaðar þangað til gerðar hafa verið ráðstafanir til að stýra umferð
fólks um það. (Sjá meira um það HÉR.)

Í bakaleiðinni var litið til með tröllunum á Valahnúk og kíkt á hinar meintu landnámsrústir í Helgadal (sjá meira HÉR). Rústirnar eru á hæðardragi suðaustan í dalnum ofan við vatnið er safnast saman ofan við misgengið. Þær eru orðnar að mestu jarðlægar og erfitt er að segja til um húsaskipan. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skoðaði rústirnar um aldarmótin 1900 og þá var hægt að sjá móta fyrir veggjum og útlínum einstaka tófta, með erfiðismunum þó. Lengi hefur verið talið að landnámsbærinn Skúlastaðir (sjá HÉR) gæti hafa verið á Görðum, Bessastöðum eða jafnvel í Tvíbollahrauni þar sem nú er Skúlatún. Líklegast og ákjósanlegast væri að beina athyglinni að þessum rústum áður en lengra væri haldið í getgátum um það efni, enda bendir nafnið Helgadalur til þess að þar hafi byggð verið um alllanga tíð.
Sjá meira um Litluborgir HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jón Jónsson jarðfræðingur og Dagur, sonur hans, í Náttúrufræðingnum 62. árg., 3.-4. h. 1993 í greininni Hraunborgir og gervigígar.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4351
-http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi//nr/1295
-http://www.hi.is/HI/Stofn/Myvatn/isl/homframe.htm

Í Litluborgum

Garðakirkja

Þekktustu staðir á Álftanesi eru Bessastaðir og Garðar. Á Bessastöðum er aðsetur forseta Íslands. Garðar eru kirkjustaður og fyrrum prestssetur.
Garðar á ÁlftanesiByggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð. Talið er að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur mönnum. Vestasti hlutinn hafi verið land Ingólfs Arnarsonar, landið í kringum Vífilsstaði í eigu Vífils, leysingja Ingólfs, og syðsti hlutinn í eigu Ásbjarnar Özurarsonar, sem bjó á Skúlastöðum og Landnáma segir að hafi fengið land á milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns, Álftanes allt. Talið er að Skúlastaðir hafi annað hvort verið þar sem nú eru Bessastaðir eða þar sem nú er kirkjustaðurinn Garðar á Álftanesi en við hann er Garðabær kenndur.
Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a.: „Maður hét Ávangur, írskur að kyni; hann byggði fyrst í Botni. Þar var þá svo stór skógur, að hann gerði þar af hafskip. Hans son var Þorleifur, faðir Þuríðar, er átti Þormóður Þjóstarsson á Álftanesi og Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur… Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.
Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en Garðakirkjanam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps. Hin jörðin er Vífilsstaðir, eða Vífilstóftir, sem þó telst ekki til hinna eiginlegu landnámsjarða, en hún var byggð af Vífli. Vífilsstaðir munu fljótlega eftir landnám hafa komist í eigu kirkjunnar, fyrst Viðeyjarklausturs, en árið 1558 eignaðist Garðakirkja jörðina.
Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Þormóðs Þjóstarssonar er þó getið, sem sagður er hafa búið í Görðum, Álftanesi, t.d. skv. Hrafnkels sögu Freysgoða og Geirmundar þætti heljarskinns.
Höfuðbólið Garðar, var í nágrenni höfuðseturs veraldslegs valds á Íslandi, Bessastaða. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir. Garðalind - hið gamla vatnsból GarðaAfréttarland Álftaneshrepps hafði ýmist nöfnin Garðaland, Garðakirkjuland eða Garðastaðarland. Álftaneshreppi var skipt upp árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Var Álftaneshreppur þá lagður niður samhliða. Eftir skiptinguna 1878 tilheyrði byggðin suður fyrir Hafnarfjörð Garðahreppi. Sú skipting hélst þar til Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908. Eftir það og fram til ársins 1959 náði lögsaga Garðahrepps beggja vegna við Hafnarfjörð, en þá var mörkum sveitarfélaganna breytt.
Garðakirkja í Görðum á Álftanesi er sóknarkirkja Garðaprestakalls. Kirkjan sem nú stendur er vígð 20. mars 1966 á fjórða sunnudegi í föstu. Talið er að kirkja hafi staðið í Görðum allt frá landnámi, utan þess sem kveðið er á í einni þjóðsögu að Garðar hafi verið þar sem nú eru Garðaflatir ofan Búrfellsgjár. Garðarmunu vera einn af elstu kirkjustöðum hér á landi. Garðakirkja þjónaði Garðahreppi og Hafnarfirði allt til 1914 er Hafnarfjarðarkirkja var vígð. Þá lagðist helgihald af í Görðum og kirkjan sem byggð hafði verið 1880 grotnaði smám saman niður uns hún var rifin 1938 og stóð aðeins tóftin eftir. Kvenfélagskonur í Garðahreppi áttu frumkvæði að því að hafist var handa um endurbyggingu Garðakirkju árið 1953. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Bessastaðir með Perluna og Móskarðshnúka í baksýnUm hinn staðinn, Bessastaði, er það helst að segja að hann er órjúfanlegur hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Snorri Sturluson átti Bessastaði á fyrra helmingi þrettándu aldar. Ekki er ljóst með hverjum hætti hann eignaðist jörðina en þegar veldi hans stóð hæst á öðrum fjórðungi þrettándu aldar átti hann miklar jarðeignir og rak stórbú víða um vestan- og sunnarvert landið. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
Hákon konungur gamli Hákonarson kallaði til arfs eftir Snorra Sturluson, sem hann taldi vera landráðamann við sig og brotlegan hirðmann, og fól Þorgilsi skarða BBessastaðir 1789öðvarssyni, sonarsyni Þórðar bróður Snorra, að heimta þann rétt á Íslandi. Þorgils hafði því umráð Bessastaða þau ár sem hann sat í öndvegi á Íslandi, og eitt fyrsta verk hans árið 1252 var að sögn sögu hans að sækja „landsleigu af Eyvindarstöðum og Bessastöðum.
Á 15. og 16. öld festist í sessi titillinn „höfuðsmaður“ um þessa æðstu valdsmenn landsins. „Höfuðsmenn voru löngum sjóforingjar, sem sendir voru til landsins á herskipum til landvarna gegn útlendingum. Þeir voru hér að sumarlagi, en settu fyrir sig fógeta annan tíma ársins, og sátu þá yfirleitt á Bessastöðum.
Á siðskiptaöld komust Bessastaðir í brennipunkt átaka; þaðan fóru siðbótarmenn konungs í herferðir sínar til að snúa landsmönnum á rétta braut og í kjölfar siðskipta færðust jarðeignir á Suðurnesjum og víðar um landið undir Bessastaði í vaxandi mæli, m.a. í makaskiptum við biskupsstólana og önnur höfuðbýli. Meðal þeirra jarða voru stöndugar útvegsjarðir sem gáfu af sér drjúgar tekjur í landskuldum sem greiddar voru í fríðu, einkum skreið og smjöri. Það fé sem safnaðist konungi og umboðsmönnum hans á Íslandi var varðveitt á Bessastöðum og þangað sóttu því erlendir sjóræningjar og ránsmenn. Á ensku öldinni svokölluðu, 15. öld, er oftar en einu sinni getið um áhlaup Englendinga að Bessastöðum og vilja Íslendinga til að efla þar nauðsynlegar varnir en þær hugmyndir komust þó ekki til framkvæmda. Frægasta ránstilraun á Bessastöðum er Tyrkjaránið svonefnda sumarið 1627.
Bessastaðir 1934Ýmsar breytingar á íslenskri stjórnsýslu fylgdu einveldistöku konungs í Danmörku. Hinn forni konungsgarður á Bessastöðum var þá gerður að embættisbústað tveggja æðstu umboðsmanna konungsvaldsins á Íslandi, landfógeta og amtmanns. Bessastaðastofa var aðsetur amtmanns eða stiftamtmanns til 1804 þegar Lærði skólinn, sem þá var æðsta menntastofnun landsins, var fluttur til Bessastaða þar sem skólinn starfaði óslitið til ársins 1846 að hann var aftur færður til Reykjavíkur.
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, (1826-1907) fæddist á Bessastöðum. Einnig Grímur Thomsen skáld og alþingismaður, árið 1820. Árið 1867 komust Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen og þar bjuggu hann og Jakobína Jónsdóttir kona hans þar til Grímur lést árið 1896. Þá keypti Landsbanki Íslands Bessastaði, Lambhús og Skansinn af ekkju Gríms.
Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona eignuðust Bessastaði 1898 og bjuggu þar rausnarbúi með börnum sínum tólf til 1908.
FERLIRsfélagar á leið að Bessastöðum 2002Jón H. Þorbergsson bóndi (síðar á Laxamýri) bjó á Bessastöðum 1917-28 og Björgúlfur Ólafsson læknir 1928-40. Þá keypti Sigurður Jónasson forstjóri Bessa

staði og hann afhenti síðan íslenska ríkinu staðinn að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur.
Talið er að kirkjur hafi staðið á Bessastöðum frá því um árið 1000 en elstu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu guðsmóður og heilögum Nikulási. Núverandi steinkirkja á Bessastöðum, byggð að tilhlutan Kristjáns 7. Danakonungs, var vígð 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Eru veggir hennar ríflega metri að þykkt, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni. Verulegar breytingar voru gerðar á innviðum Bessastaðakirkju á árunum 1945-47, m.a. lagt trégólf í stað flísa og predikunarstóllinn frá því um 1700 vék fyrir nýjum. Steint gler var sett í glugga kirkjunnar árið 1956. Gluggarnir eru átta talsins eftir listamennina Finn Jónsson og Guðmund Einarsson frá Miðdal og þeir sýna atburði úr Biblíunni og úr kristnisögu Íslands. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1998.
Sjá meira HÉR.

Heimildir m.a.:
-forseti.is
-alftanes.is

Vogaheiði
Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.
BrunnastaðaselNýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
GjáselHuldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.
Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Hlöðunessel
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.
Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Nýjasel
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.
Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.
Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Pétursborg
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.
Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vogasel
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.
Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.
Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.
Arahnúkasel
Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.Heimild m.a.:
Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995

Pétursborg

Pétursborg.

Þingvellir

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna.
KlukkustígurEnn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn bæta.
Klukkustígur var fyrrum aðalþjóðleið austanfara inn á Þingvöll og jafnvel lengra. Á þjóðveldisöld voru hins vegar ekki eingöngu þeir sem áttu lögskipað erindi til Alþingis sem þangað lögðu leið sína. Í hinni fornu lögbók Grágás eru nefndar búðir sútara og sverðskriða og í mörgum Íslendingasögum er getið búða ölbruggara og veitingamanna á Alþingi. Þann tíma sem Alþingi stóð yfir var það miðstöð þjóðlífs og einskonar höfuðstaður landsins þangað sem almenningur sótti. Þangað komu iðnaðarmenn og kaupmenn innlendir sem erlendir, fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja, fólk í atvinnuleit og betlarar í leit að ölmusu. Kauphéðnar, sverðskriðar og sútarar buðu fram varning sinn og ölgerðarmenn sáu um að þingheimur gæti vætt kverkarnar. Fréttir voru sagðar úr fjarlægum heimshlutum, kappleikir háðir og veislur haldnar. Æskufólk réð ráðum sínum ekki síður en þjóðskörungar og lögvitringar. Það má því segja að mikið hafi verið um að vera í þessari miðstöð þjóðlífsins um alllangt skeið.
Þórhallastaðir og Skógarkot framundanÞeir sem sóttu þing þurftu að leggja á sig erfið ferðalög til að komast til Þingvalla hvert sumar. Sumir áttu einungis um 1-2 daga reið meðan aðrir voru um 14-17 daga á leiðinni yfir fjöll og eyðisanda á hálendi Íslands. Þingvellir lágu vel við fornum leiðum, mitt á milli helstu héraða sunnanlands og vestan, vart nema dagleið ríðandi mönnum. Úr fjölmennustu byggðum norðanlands, Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði lágu torfærulitlir vegir á þing. Norðlendingar eystri og jafnvel Austfirðingar völdu fjallvegi þvert yfir landið en lengsta þingsókn áttu menn úr sunnanverðu Múlaþingi. Líklegt má þykja að þeir hafi flestir farið um Klukkustíg.
Höfðingjar og hirðfífl, fangar og förumenn fetuðu Klukkustíginn fyrrum. Nú fara hann einungis fáir ferðamenn. Stígurinn er hins vegar ómerktur og því meiri líkur á en ella að hann hverfi smám saman í gróður.
Skógur framundanÞegar gengið er um Klukkustíg er hvað áhrifaríkast að virða fyrir sér landssig og umhverfismótun svæðisins með hliðsjón af hreyfingu jarðskorðunnar. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Hér má glögglega sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Sigdældin er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær utan frá Reykjanesi norður í Langjökul. Ytri mörk þess eru við Súlnaberg í Botnssúlum og austur á Lyngdalsheiði og Laugarvatnsfjalli. Á Suðurlandi jagast flekarnir hvor framhjá öðrum en á Þingvöllum færast þeir í sundur og spilda á milli sígur. Fjarri flekaskilunum er hreyfingin jöfn, 2 cm á ári en á þeim sjálfum safnar bergið spennu á löngum tíma sem síðan losnar í umbrotahrinum þegar brotamörkum er náð. Síðast gekk slík umbrotahrina yfir Þingvallasvæðið vorið 1789. Þá gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli. Við þá seig landið milli Almannagjár og Hrafnagjár um tæpa 2 m, mest í sigdældinni miðri.
Í SkógarkotiÁ þeim tíma sem liðinn er síðan hraunið rann nemur landsig um gjárnar samanlagt um 40 metrum en gliðnum um 70 metrum.  Telja má víst að landslag á þingstaðnum sé talsvert breytt nú frá því sem var þegar þinginu var valinn staður.
Hið stöðuga landsig hefur valdið ágangi vatns upp í þinghelgina. Frá því að Alþingi var stofnað árið 930 má gera ráð fyrir að sigið nemi upp undir 4 metrum.
Vatnságangur og landsig hafði áhrif á þingstörfin en talið er að Þingvallakirkja hafi verið flutt á 16.öld þangað sem hún er nú.  Lögrétta var færð úr stað 1594 því þá hafði hún einangrast á hólma í Öxará.
Við landsigið 1789 fór nokkuð af túni á Þingvöllum undir vatn, gjár opnuðust í og kringum túnið svo ekki var óhult fyrir gripi, og almenningsvegurinn yfir Öxarárósinn og meðfram Hallinum fór á kaf.  Þinghald var í kjölfarið lagt niður á Þingvöllum og flutt til Reykjavíkur.
Í Vatnskoti nærri miðri sigdældinni hefur landsigið 1789 mælst um 2 og hálfur metri.  Þar fór stór hluti af túninu undir vatn.  Land mun halda áfram að síga á Þingvöllum með fyrirsjáanlegum ágangi vatnsins og árinnar á bakkana og þingstaðinn forna en enginn veit hversu langt er þar til næsta umbrotahrina skellur á með tilheyrandi landsigi.
Klukkustígurinn liggur gjarnan með lægðum og í gróanda. Á stöku stað fer hann yfir lágar klappir, en alla leiðina er hann tiltölulega greiðfær – utan þeirra plantna er komið hefur verið fyrir af óvitaskap í götunni. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni „Þingvellir“ að „með því að hreinsa upp þessa götu og merkja væri fornri Þingvallaheimild bjargað, – því heimildir eru ekki einasta í bókum, heldur skrifuðu hestshófar og mannsfætur einnig sögu landsins“.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-www.thingvellir.is
-Björn Th. Björnsson, Þingvellir – 1994, bls. 155
.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

 

Esja

Gengið var um Esjuhlíðar.
Haldið var upp frá Esjustofu, gengið í gegnum trjásafnið við KvíRannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, skoðuð Álfakirkja, gengið upp með Hvítá í Hvítárbotna með viðkomu á Nípu, Rauðhóll skoðaður sem og Geithóll áður en haldið var niður með Mógilsá að gömlu Kalknámunni, farið um Kögunarhól og síðan niður með honum austanverðum að upphafsstað með viðkomu í Kvíabrekku.

Skógræktarfélag Reykjavíkur er umsjónaraðili Esjuhlíða en félagið tók við jörðunum Mógilsá og Kollafirði árið 2000. Skógrækt ríkisins og fleiri hafa ræktað þar talsverðan skóg á liðnum árum og verður því ræktunarstarfi fram haldið á komandi árum. Rúm 40 ár eru síðan skógrækt hófst í landi Mógilsár og hafa plöntur dafnað vel, einkum á seinustu árum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.
Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.
AlfakirkjaHægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar í borginni.
Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttir.

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni til fjallsins hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
KogunarhollÍ Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

Fyrir 2.8 milljónum ára gaus Kjalarneseldstöðin sem bar megineldstöð gosbeltis sem liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit norður í Langjökul. Í milljón ár var eldstöðin virk en á þeim árym gengu einnig 10 ísaldir yfir.
Varda á KogunarholÁ þessu tímabili myndaðist Esjan og hluti af berggrunninum undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós. Bergið í Esjunni myndaðist því annars vegar í gosi undir jökli, en þá hleðst gosefnið upp í móberg sem er dökkt á litinn, og hins vegar úr hrauni úr megineldstöðinni sem annað hvort hlóðust upp á, eða ofan á móbergið.
Smám saman færðist mesta eldvirknin yfir í Kistufellið þar sem varð til stærðarinnar eldfjall. Þaðan runnu þunnfljótandi hraunlög sem mynduðu hraunlagsbunka sem myndar nú topp Esjunnar. Næstu milljón ár var svo Esjan sorfin til af ísaldarjöklinum í það landslag sem við þekkjum í dag.

Kvíabrekka
KalknamanÍ Kvíabrekku er mikið úral áningastaða og fjölbreytt fuglalíf. Í hlíðinni er einnig gömul hringlaga kví þar sem kindur voru mjólkaðar fyrrum.

Kögunarhóll
Í Kögunarhól telja margir vera huldufólksbyggð.

Kalknáma
Ofan við gilið í Mógilsá er gömul Kalknáma. Þaðan var byrjað að vinna kalksteindir um 1890. Kalkið var brennt þar sem nú er Kalkofnsvegur í Reykjavík. Meðal bygginga sem kalkið var notað í er Elliðavatnsbærinn.
[Það var reyndar árið 1877 að kalknám hófst í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.]

Álfakirkja
Kalknaman-2Til er þjóðsaga um lítinn dreng sem hvarf á þessu svæði.
Sagan segir að drengnum hafi fundist hann heyra móður sína kalla á sig og hafi rödd hennar borist úr klettinum. Drengurinn gekk á hljóðið en aldrei sást til hans eftir þetta. Talið er að hann hafi verið hrifinn inn í Klettinn.

Gunnlaugsskarð
Gunnlaugsskarð er í rauninni lægð á flatlendi Há-Esjunnar og liggur í 850-900 m yfir sjávGamall stigur í Esjuarmáli. Í lægðinni, vestan við Kistufell er snjóskafl sem er notaður sem mælikvarði á hitasveiflur. Frá síðustu aldarmótum hefur skaflinn alltaf bráðnað og horfið í lok sumars.

Langimelur
Langimelur myndaðist að öllum líkindum í lok síðustu ísaldar og er hjalli úr fíngerðu jökulseti. Melurinn er líklega eini sethjallinn frá ísaldarlokum á höfðuborgarsvæðinu (sjá þó Blesaþúfu) sem er enn óraskaður. Vestan hans er jarðfalladalur sem áhugavert er að skoða.
 

Á bakaleiðinni rataði FERLIR inn á gamlan gróinn stíg áleiðis upp á Esjuna, sem virtist mun greiðfærari en sá sem nú er mest genginn. Vegna þess hversu vinsæl gönguleiðin er væri ekki vanþörf á að endurvirkja gömlu stígana og merkja hin mörgu merkilegheit sem finna má í hlíðunum.
Sjá meira um jarðsögu og örnefni Esjunnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Esjan

Gengið á Esjuna um Mógilsá.

Viðeyjarborg

Fjölmargar fyrirspurnir berast á netfangið ferlir@ferlir.is. Sumir eru að þakka fyrir fróðleikinn og leiðbeiningarnar á meðan aðrir eru að leita upplýsinga um einstaka staði eða tiltekin svæði. Jafnan er reynt að svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu og vitneskju. Í einstaka tilviki hefur þurft að kanna nánar aðstæður til að geta svarað af nákvæmni. Undantekningalaust eru fyrirspyrjendur ánægðir með svörin. Hér skal tekið eitt ágætt dæmi um hið síðastnefnda.

Fjárborgin í Litla-Borgarhrauni

Áhugamaður um vegagerð, sem jafnframt mun vera vel kunnugur á svæðinu, hafði lesið fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar. Þar er m.a. getið um fjárborg (Borg) í Ísólfsskálalandi. Þar segir m.a.: „Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála: Fjárborg – ca. 40 m suður af malarvegi, NA í klettum er heita Litliháls. Ca. 10,5 m í þvermál. Veggir úr grjóti, ca. 1,5 m breiðir og 0,8 – 1,3 m háir. Dyr snúa mót vestri. Út úr borginni suðvestanverðri gengur garður, 4 m langur, 0,5 – 1 m breiður og 0,1 – 0,6 m hár. Við norðvestur horn fjárborgarinnar er hólf. Veggir þess eru úr grjóti, 1 – 1,5 m breiðir og 0,1 – 1 m háir. Dyr gætu verið á hólfinu til NNV. Út úr þessu hólfi gengur garður, 10 m langur, 0,3 – 0,8 m breiður og 0,1 – 0,4 m hár. Beygir hann dálítið til suðurs. Garðurinn er mjög ógreinilegur eftir því sem utar (vestar) dregur“. Meðfylgjandi eru bæði ljósmynd af Borginni og uppdráttur, auk hnita (reyndar í ótilgreindu hnitakerfi – ef það er slegið inn í ´84 verður staðsetningin nálægt Stokkseyri).
BorgarhraunsborginHér vakna eðlilega allnokkrar efasemdir, einkum vegna þess að Borgin er sögð verða í Ísólfsskálalandi og auk þess undir Litlahálsi,. Vísað er í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála. Hún á reyndar við Borgina í Litla-Borgarhrauni, sbr.: „Ef farið er aftur vestast í landareignina þá eru móklettar vestast (norðaustan í Festi). Austan þeirra er Borgarhraun og austan þess rís Borgarfjall sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru frá Móklettum og í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Suður frá Móklettum er Lyngfell og austur úr því er Litliháls. Þar austur af er Litla-Borgarhraun og þar í er hlaðin hringmynduð fjárborg sem kölluð er Borgin“.

Viðeyjarborg

Viðeyjarborg/Borgarhraunsborg.

Borg þessi er á réttum stað skv. örnefnalýsingunni. Hún mun hafa verið frá yfirráðatímum Viðeyjarklausturs, en kirkjustaðurinn Kálfatjörn átti um tíma bæði reka og önnur ítök í Ísólfsskálalandi. Borgarinnar er hins vegar ekki getið í nefndri fornleifaskráningu fyrir Suðurstrandarveg. Sumar aðrar minjar, sem þar er getið (sem betur fer) hafa reyndar ekki réttar tilvísanir. Líklega er um að kenna umfengi og önnum. Erfitt er að halda utan um allar mögulegar upplýsingar um fornleifar á svo stóru svæði sem þessu – frá Ölfusárósum til Grindavíkur. Eingöngu Selvogssvæðið væri ærinn handleggur í þeim efnum. Skrásetjara hefur því verið nokkur vorkunn.
Ef miða ætti við örnefnalýsinguna í fornleifaskrárlýsingunni ætti staðsetningin að vera inni á Tófan hvíta ofanverðum túnum Skála, ofan bjallans, en jafnframt utan þeirra NA við Litlaháls. Þar er bara engin fjárborg, einungis gamla þjóðleiðin til Skála og Krýsuvíkur. Hins vegar er ágætt að gaumgæfa þetta svæði mun nánar því þess er hvergi getið í fornleifaskráningunni. Þarna eru bæði gamla þjóðleiðin, sem fyrr sagði, og ummerki eftir fyrstu vegargerðina árið 1932 og annarrar eldri.  Sú síðarnefna liggur millum Skála og Siglubergshálsar, um Litlaháls. Eldri þjóðleiðin sést enn svolítið ofar utan í Lyngfellinu. Fyrrnefnda leiðin, „Hlínarvegurinn“ (fyrsti akvegurinn), liggur út af Skálaveginum sunnan gamla malarvegarins með stefnu inn á Litla-Borgarhaun og Drykkjarsteinsdalsmynnið. Fleira fróðlegt liggur þarna fyrir manna og hunda fótum – ef vel er að gáð.
Þegar hér var komið virtist ekkert koma heim og saman, hvorki staðsetningin né lýsingin á títtnefndri fjárBorg. Viðfangsefnið vafðist þó ekki fyrir staðkunnugum, einkum vegna þess að í forneifaskráningunni bitist bæði ljósmynd og uppdráttur. Af ljósmyndinni að dæma virtist bakgrunnurinn bera keim af syðsta hluta Sveifluhálsar, langt utan landamerkja Ísólfsskála (sem á landamerki að Dágon neðan við Selatanga, allnokkru vestar) og uppdrátturinn bar með sér að umrædd fjárborg væri Krýsvíkinga vestan Borgarhóla.

Borgarhólsborgin

Þar um lá fyrrum gata frá Krýsuvík áleiðis inn á Húshólmastíg (sem reyndar er sagður Ögmundarstígur í Fornleifaskráningunni). Á  landakortum mun þar og skammt vestar vera Litliháls. Þegar leitað var í örnefnaskrá (AG) fyrir Krýsuvík mátti lesa eftirfarandi: „Austur af Latsfjalli, norðan vegarins um hraunið, er fell það, sem heitir Krýsuvíkur-Mælifell, og suður af því, við suðurenda Sveifluháls, eru Borgarhólar. Norðaustur frá Borgarhólum fer svo hálsinn að myndast. Nokkuð þar austur með hálsrótunum er smáhnúkur einstakur, sem heitir Einbúi“.  Ekkert um Litlaháls og Borgina, sem þar er. Í annarri örnefnalýsinu (Gísla Sigurðssonar) segir hins vegar: „Framundan eru móbergsklettar, nefnast Borgarhólar og eru á vinstri hlið við leiðina. Hér sér enn til gamla troðningsins og hér eru vörðubrot að sjálfsögðu mikið gömul.

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Fram undan Borgarhólum er Borgin, Fjárborgin eða Borgarhólafjárréttin, því bæði var þetta fjárskjól og einnig var rekið að þarna fé úr Vesturheiðinni“. Ekkert er minnst hér á Litlaháls.
Af einhverri ástæðu er örnefnið Litliháls komið inn á landakort vestan Borgarhóls. Í umsögn er Borgin þar skammt vestar sögð heita „Borgarhólsborg“. Frá henni er hið ákjósanlegasta útsýni yfir að Húshólma. Varða er við leiðina neðar í Krýsuvíkurheiðinni, áleiðis að Húshólmastíg. Jarðvegseyðingin í heiðinni hefur afmáð stíginn að hluta, en ef vel er gengið má enn sjá legu hans undan hallandanum frá fjárborginni.
BorgarhólsborginVið umfangsstaðfestingarleit á landssvæðinu birtist skyndlega hvít tófa, stór og stæðileg. Hún brást við forvitninni, skaust upp undir Skalla í Núpshlíðarhorni, og fylgdist þaðan með neðanferðum.
Fjárborgin vestan Borgarhóls er sú er getið er um í fornleifaskráningunni (í Krýsuvíkurlandi). Reyndar er, skv. seinni tíma ranglætislöggjörningum, Borgin rétt vestan marka þeirra (Grindavíkurmegin) er ákvörðuð var af Alþingi sem gjafréttur til handa Hafnfirðingum (Borgarhóll og austur að Bergsendum).
Hér að framan er lýst, að því er virðist, litlu dæmi um rangfærslu í fornleifaskráningu. T.a.m. er Sængurkonuhellir er nefndur er í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík er sagður „fjárskjól“.
Hafa ber í huga að allri framkvæmdarvinnu er ætlað að taka mið af þessum gögnum. FERLIR hefur áður gagnrýnt slíka vinnu, bent á margar meinsemdir og tiltekið dæmi um óvönduð vinnubrögð. Samt sem áður hafa framkvæmdaráætlanir verið keyrðar áfram á grundvelli fyrirliggjandi „gagna“ og fornleifayfirvöld hafa byggt ákvarðanir sínar á þeim – með tilheyrandi afleiðingum. Ef ekki verður hugað betur að þessum málum munu æ fleiri minjar fara forgörðum í framtíðinni, bæði vegna þekkingarleysis og kæruleysis viðkomandi.

Fjárborgin

Fjárborgin í Borgarhólum.

 

Hafnarsel

Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. Það er í skjóli fyrir austanáttinni og því er um að ræða dæmigerða staðsetningu fjársels á Reykjanesskaganum, sem nú teljast vera 289 talsins. Annars er undarlegt að minjarnar hafi ekki fyrr verið skráðar, svo greinilegar sem þær eru. Hins vegar ber að hafa í huga að engar skráðar heimildir eru til um þær (svo vitað sé). En hverjum tilheyrði þessi mikilfenglega selstaða forðum? Tilheyrði hún landeigandum (Breiðabólstað (Vindheimum)) eða Þorlákshöfn? Hingað til hefur verið talið að Þorlákshafnarsel (Hafnarsel) hafi verið undir Votabergi. En gæti verið að selstaða frá Þorlákshöfn hafi verið færð á einhverjum tímapunkti?

Breidabolstadasel I-2

Skoðum heimildir. Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Breiðabólstað, en hins vegar segir í lýsingunni: „Skipsuppsátur á jörnin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi“.
Í lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir: „Selstöðu á jörnin í Breiðabólstaðalandi, en Breiðabólstaður þar í mót skipsstöðu um vertíð“.
Í örnefnalýsingu fyrir Hjallahverfi segir m.a.: „Þorlákshöfn á ekki land til fjalls, en hefur langa sævarströnd.“
Í örnefnalýsingu fyrir Þorlákshöfn segir þó: „Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Önnur landamerki eru bókfærð: milli Hrauns frá sjó eftir miðin á tvær vörður fyrir ofan Leirur í Skóg
hlíðargafl. Klappir merktar R M, upp Sand í vörðu fyrir ofan Leirur merkta M, hornmark milli Þorlákshafnar, Breiðabólsstaðar og Vindheima, og Hrauns, út miðjan Sand í vörðu í Hálfförum, hornmark Litlalands og Breiðabólsstaðar, þaðan í vörðu fyrir ofan Leirur, hornmark Litlalands og Hlíðarenda. Við hana er merkt L M, svo út miðjan Sand þar til Markhóla ber í Þrívörður. Við sjó fram tekur Nesland við og er þar hornmark á miðjum Sandi frá sjó til heiðar milli Hlíðarenda og Þorlákshafnar.“
Um landamerki jarðarinnar segir: „Að austan: Ingólfsfjalls öxl eystri í Meitlana, bærinn í Hnúka úr því komið er á Grynnraskarð, þ.e. Núpahnúkur gengur út úr fjallinu niður undan Skálafelli, en þar norður af eru tvö skörð í 

Breidabolstadasel I-1

Reykjafjöllin, sem Núpahnúkur er miðaður við. Dýpraskarð vestar, Grynnra-skarð austar.
Að vestan: Ekki nœr landi en svo að þegar komið er á Einstíg, þ.e. Geitafell ber í Skarð á urðinni við Bergsendann yst á Hafnarnesi, að Þorlákshóll sjáist upp yfir urðina. Er svo haldið þar til Hafnarvarða ber í bæinn, og er þá komið á Grynnraskarð. Nær landi, milli Kúlu og Hafnarvörðu má ekki fara nema í ládeyðu. Er svo beygt norður á við þar til bæinn ber í Hnúka.“
Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1978 segir m.a. í Skýrslu Þjóðminjasafnis: „Eftirtaldar fornleifar voru friðlýstar á árinu: Allar gamlar mannaminjar í Herdísarvík í Árnessýslu, fjöldi ótilgreindur, Dælaréttir í landi Skálmholts í Árnessýslu og Þorlákshafnarsel undir Votabergi
á Hellisheiði.“

Breidabolstadasel II-4

Hér er, til fróðleiks, áhugavert viðtal við forstöðumann Fornleifaverndar ríkisins frá árinu 2011, en þessi mál hvíla fyrst og fremst á þeirri stofnun: Viðtalið bar hina viðeigandi yfirskrift „Skráningu fornminja áfátt: „Hvaða tillit er tekið til fornminja við mat á virkjunarkostum? Ísland, eitt Norðurlandaríkjanna, hefur ekki lokið tæmandi fornleifaskráningu. Við gerð 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vegna orkunýtingar þurftu fornleifafræðingar því að reiða sig á heimildarskráningu fornleifafræðinga 19. aldar. Minjayfirvöld telja sig hafa litlar forsendur til að svara því hvaða menningarverðmæti verði fyrir skaða vi

ð þá virkjunarkosti sem áætlunin fjallar um.
Breidabolstadasel II-5Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að ástæðan fyrir því hversu aftarlega Íslendingar eru við skráningu fornminja sé að ekki hafi verið veitt nauðsynlegu fjármagni til slíkrar vinnu. Tími og peningar segir Kristín að sé ekki sér
stakt vandamál. Athugun Fornleifaverndar fyrir nokkrum árum leiddi í ljós að um fimm ár þarf til að ljúka fullnaðarskráningu og áætlaður kostnaður þeirrar vinnu var 400 milljónir. Hún gagnrýnir jafnframt hart það misvægi sem er á fjárframlögum ríkisins. „Af því fjármagni sem ríkið ætlar til umhverfisins fá minjarnar þrjú prósent. Og það er merkileg staðreynd þegar við höfum reynt um árabil að fá fjármagn til að ljúka grundvallar skráningu fornminja,“ segir Kristín.

Náttúra og minjar
Breidabolstadasel II-7Í greinargerð sem Kristín skrifaði, og fylgir skýrslu verkefna-stjórnarinnar, er bent á að horfa beri á umhverfi og landslag í víðara samhengi en gert hefur verið og að minjar verði teknar inn til jafns við náttúru í allri framtíðarvinnu varðandi umhverfi landsins og nýtingar þess. Grunnforsenda þess að hægt sé að taka ákvarðanir um menningar arfinn sé að þekkja hann. „Það gefur auga leið að til þess að vernda menningarminjar þurfum við að vita hvar þær eru, hverjar þær eru og í hvernig ástandi þær eru,“ skrifar Kristín. Gróflega er áætlað að fornleifar á Íslandi, minjar sem eru 100 ára og eldri, gætu verið um 200 þúsund. Þær dreifast um landið allt, jafnt um byggð sem óbyggðir.
Fornfræðingar
Breidabolstadasel II-8Stór hluti þeirra svæða sem komu til umfjöllunar í 1. áfanga rammaáætlunar var óskráður og er það enn nú þegar 2. áfanga er lokið og til stendur að undirbúa þingsályktunartillögu um hvernig nýta skuli náttúruna með vali á virkjunar kostum. Við mat á svæðum þar sem gufuaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar í sumum tilfellum ekki annað á milli handanna en skráðar heimildir fornfræðinga 19. aldar þar sem grunnrannsókn hefði verið nauðsynleg. Þar sem vatnsaflsvirkjanir koma til greina höfðu fornleifafræðingar lítið sem ekkert að styðjast við. „Það er ótækt og óforsvaranlegt að fornleifafræðingum á 21. öld sé gert að vinna við þessar aðstæður,“ segir Kristín og bætir við að minjayfirvöld hafi ekki forsendur að óbreyttu til að meta hvort menningarminjar verði fyrir skaða vegna virkjanaframkvæmda sem til greina komi.
Ferðaþjónusta

Hafnarsel II - Breiðabólstaðasel II

Hafnarsel II – Breiðabólstaðasel II – vatnsstæði.

 Fornleifar og menningarlandslag eru þáttur í menningarferðaþjónustu allra landa og telur Fornleifavernd vert að minna á að á sama tíma og farið er með það sem heilagan sannleik að 80 prósent ferðamanna segjast hafa áhuga á íslenskri náttúru þá segist stór hluti sama hóps hafa áhuga á íslenskri menningu og sögu. Það er því mat Fornleifaverndar að í framtíðarvinnu með rammaáætlun sé eðlilegt að fjallað um menningarminjar til jafns við náttúru þegar lagt verði mat á ferðaþjónustu á Íslandi. „Í raun má segja að við búum við gervimennsku því það er verið að búa til sögustaði og söfn á meðan ekkert er gert fyrir sjálfar fornleifarnar sem við eigum. Það er öfugsnúið,“ segir Kristín.“
Með greinininni eru tilgreindir minjastaðir á svæðunum, t.d. á Hengilssvæðinu: „Á Hengilssvæðinu eru tveir friðlýstir minjastaðir, annars vegar Þorlákshafnarsel og hins vegar Hellurnar (ásamt Hellukofanum svokallaða).“
Að öllu framansögðu vaknar eftirfarandi spurning þar sem ekkert hefur enn (árið 2012) verið sagt um framangreinda selstöðu ofan Krossfjalla: Hvers eiga fornleifarnar að gjalda í fornfáleikanum? Eiga þær ekki meiri virðingu skilið en vanrækslu og áhugaleysi viðkomandi yfirvalda?
Frábært veður. 

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenskla fornleifafélags, 75. árg. 1978, bls. 149.
-Fréttablaðið 8. júlí 2011, viðtal við Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, segir stöðuna í raun sorglega og að – Skráningu fornminja áfatt –  bls. 11.
-Örnefnalýsing fyrir Hjallhverfi.
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.

Breidabolstadasel II-1

Hleinar

Jóhann Guðni Reynisson hefur tekið saman sögu golfklúbbsins Keilis, golfvallargerð á Hvaleyri, örnefnin og sögustaðinn:

Jóhann Guðni Reynisson

Jóhann Guðni Reynisson.

„Keilismenn hafa varðveitt gömul örnefni á og við völlinn með því að gefa öllum brautum nöfn eftir örnefnum á Hvaleyri. Þetta sást strax á fyrsta árinu (1967 ) gat Jónas formaður þess í ræðu sinni á fyrsta aðalfundi klúbbsins að haft hafi verið samband við Gísla Sigurðsson lögregluþjón vegna þessara áforma og hefur Gísli eflaust haft mikla þekkingu á örnefnum og staðháttum á Hvaleyri. Ekki hafði mikið verið gert í málunum á þessum tíma en fyrirheitin voru fyrir hendi, ekki síst ef og þá þegar Keilisfólk hefði afnot af eyrinni allri. Leitast var við að hrófla ekki við neinu sem sögulegt kynni að teljast. Hlutar vallarins eru friðaðir og má þar nefna rúnasteinana, hólinn þar sem gamli Hvaleyrarbærinn stóð og túngarðinn sem er elsta mannvirkið á eyrinni.
Kortið sem hér fylgir gerði Jónatan Garðarsson og það sýnir prýðisvel byggð og starfsemi, örnefni og fornar minjar sem ýmist eru enn sýnilegar eða horfnar af ýmsum ástæðum. Í ljósi þess hve mikilvæg þessi atriði eru í sögu Keilis og mikilvæg kennileiti um staðhætti og sögu á Hvaleyri er rétt að gera þeim sérstök skil í riti sem þessu. Því var Jónatan fenginn til þess að ganga með höfundi um eyrina og segja frá því helsta sem fyrir augu ber.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur.

Óhjákvæmilega verður að tala hér í áttum og því er líklega best að skilgreina áttirnar lauslega þannig að norður er í átt að Esjunni, vestur í átt að Snæfellsjökli, suður í átt að álverinu og austur í átt að athafnahverfinu á Hvaleyrarholti, þegar staðið er við golfskála Keilis þar sem hann stendur árið 2017.

Hvaleyri

Hvaleyrarrétt.

Við byrjum á því að ganga í austur að gömlu réttinni en hún er rétt neðan við vörðuna, sem við segjum frá síðar. Réttin er við veginn sem liggur að golfskálanum sem stendur við Steinholt. Vegurinn ber heitið Miklaholt en ekið er inn á það af Hvaleyrarbraut. Réttin er ævaforn, hlaðin úr grjóti, og enginn veit í raun hversu gömul hún er. Eitthvað hefur réttinni verið raskað og segir Jónatan að það hafi hermenn líklega gert og búið þá til garð úr grjótinu frá kvínni sem er sunnan við réttina og má greina grjótröð sem hefur verið veggur frá kvínni að réttinni. Að öllum líkindum hafa hermennirnir hlaðið vegg þennan úr grjótinu og hefur hann því ekki verið upprunalegur. Tóftir réttarinnar eru þó greinilegar þegar þarna er staðið. Ef horft er í norðvestur frá réttinni, með stefnu nokkurn veginn milli Esjunnar og Snæfellsjökuls, og þá eftir hábungu Hvaleyrarinnar, sést bæjarstæði gamla Hvaleyrarbæjarins á efsta leitinu sem kalla má bæjarhól. Við göngum í átt að bæjarstæðinu.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Næst verður á vegi okkar mjög gamall túngarður sem er m.a. kallaður Fornigarður sem eflaust hefur einnig gegnt landamerkjahlutverki á sínum tíma. Þessi garður markaði heimatúnið og varnaði því að lausafé kæmist inn í túnið.

Hvaleyri

Hvaleyri 1772.

Fornigarður liggur samsíða gömlu þjóðleiðinni milli Innnesja og Suðurnesja, svonefndri Alfaraleið eða Suðurvegi. Garðurinn liggur nokkurn veginn í stefnuna austur/vestur og afmarkar að hluta (Suðurtún) Suðurvöll norðaustanvert við hábunguna, en hann tilheyrði Hjörtskoti. Suðurvöllur endar þar sem gamli Kotagatan lá og neðan hans stóð Sveinskotí láginni á eyrinni austanverðri. Þar er Sveinskotstún, en Ársæll Grímsson, síðasti ábúandinn á Hvaleyri, bjó í Sveinskoti. Sjá má það litla sem eftir er af Sveinskoti rétt neðan við vélageymsluna sem stendur eins og eyland á vellinum norðaustanverðum en hún er eitt af þeim mannvirkjum sem breskir hermenn skildu eftir á Hvaleyri eftir hersetu sína hér á landi í síðari heimstyrjöldinni.

Hvaleyri

Hvaleyri – Hvaleyrarbærinn síðasti.

Þegar gengið er eftir eyrinni í góðum skilyrðum sjást vel í landslaginu margvísleg form sem gefa hugmynd um ýmiskonar mannvirki. Til dæmis má sjá gamla veginn sem lá að Vesturkoti, svokallaða Kotagötu, en hann er nú hulinn gróðri þótt glögglega megi sjá móta fyrir slóðinni í landslaginu.

Hvaleyri

Hvaleyri – Fornigarður.

Ef litið er í vestur eða suðvestur þegar gengið er eftir eyrinni frá réttinni við vörðuna og út á hábunguna, þ.e. til vinstri, má sjá svæði sem kallað er Sandbrekknatún og skiptist í tvennt, syðra og nyrðra tún. Sand-brekknaheitið er ágæt heimild fyrir ástandi túnsins áður en Þorsteinn Jónsson stóð fyrir sandgræðslu á eyrinni en hann byggði þar upp þrjú kot austan og vestan við Hvaleyrarbæinn: Bindindi 1778 eða Halldórskot, Lásastaði 1781 eða Vesturkot og Ásgautskot 1785 sem fékk seinna nafnið Sveinskot. Þannig stuðlaði hann bæði að landgræðslu á Hvaleyri og öðrum náttúrunytjum og það fól í sér að ábúendur á svæðinu gátu goldið kónginum það sem kónginum bar.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

Þorsteinn fékk síðan ábúðarrétt til æviloka fyrir sig og afkomendur sína að launum frá kónginum. Þorsteinn virðist hafa gert sér ágæta grein fyrir því hvað þyrfti til þess að hjól atvinnulífsins og þar með framþróunar á Hvaleyri snerust svo gagn væri af. Hann endurreisti Hvaleyrarbæinn eins og sést á mynd úr Íslandsleiðangri Sir Joseph Banks frá 1772 og byggði ennfremur stóra bátasmiðju, þá stærstu á landinu að því er Jónatan Garðarsson segir. Þar voru smíðaðir fiskibátar og lét Þorsteinn bændur og búalið á Hvaleyri fá báta til afnota svo að þeir gætu róið til fiskjar og bætt þar með afkomu jarðarinnar. Því þeir fiska sem róa, segir máltækið, og til þess að róa þarf víst báta. Þorsteinn kveikti á þessu og stuðlaði þannig að því að bændur sköpuðu tekjur sem gáfu skatta og kóngurinn fékk sitt. Allir ánægðir. Jón sonur Þorsteins tók við ábúðinni 1805 en hann drukknaði 1812 í Hvaleyrarvör. Eftir það tók Bjarni Sívertsen jörðina á leigu og keypti hana af konungi 1816, en afkomendur Þorsteins misstu ábúðarréttinn. Þar sem Hvaleyrarbærinn stóð fyrrum er nú teigur en þar er hæsti punkturinn á Hvaleyrinni og umhverfis bæinn var Hvaleyrartún.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk Sveins Björnssonar.

Þegar gengið er aðeins lengra í sömu átt er komið að hjartalaga glompu á golfvellinum en þar nærri segir Jónatan að allar líkur bendi til að kirkja hafi staðið forðum enda segi í gömlum heimildum að kirkjan hafi staðið beint upp af Gestalág sem svo er kölluð. Við göngum því í vestur og niður í fjöru. Þar er vissulega lág í landslaginu, rétt upp af lítill vík og segir sagan að þar hafi fundist sjórekin lík erlendra sjómanna í eina tíð og er nafngiftin rakin til líkfundarins. Þar var jafnframt svonefnd Jónasarlending, sumarlending Jónasar Jónassonar bónda í Tjarnarkoti 1875-77 og Sveinskoti 1890-97. Við göngum í norður upp úr Gestaláginni og komum að gömlu skotbyrgi sem breski herinn lét byggja þarna á eyrinni. Byrgið er hlaðið og steypt og að hluta er það hulið torfhleðslu einhvers konar. Þakið er steypt og sjá má að á því hafa verið skotraufar sem nú eru fylltar steypu. Norðvestur af skotbyrginu eru fleiri byrgi sem augljóslega hafa þó verið ætluð aðeins einum hermanni hvert, hlaðin og steypt með braggalaga bárujárnsþaki eða yfirbyggingu. Hefur þá verið gert ráð fyrir að hermaðurinn skriði þarna ofan í byrgið og stæði – eða lægi – vaktina ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið af sjó.

Hvaleyri

Hvaleyri – skotbyrgi.

Nokkur slík byrgi eru þarna og verða þau að teljast allmerkileg fyrirbæri. Og ekki er síður merkilegt fallbyssustæði þarna frammi á tanganum en þar var nokkuð stór fallbyssa. Jónatan Garðarsson segir hinsvegar að tvennum sögum fari af því hvort þar hafi verið alvöru fallbyssa eða ekki. Allavega var þar svo að á nokkrum stöðum á landinu voru grámálaðir símastaurar í felubúningi, sem sagt dulbúnir sem fallbyssur. Þar er væntanlega komin skýringin á því að engin þjóð þorði að gera innrás á Íslandi í stríðinu, allavega ekki á Hvaleyri. Við svo búið er haldið í vestur frá byrgjunum þangað til við komum að nokkrum flötum steinum, en inn á milli þeirra eru fleiri skotbyrgi.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Einn þessara steina er jafnan nefndur Rúnasteinn og er frægur af ýmsum ástæðum. Hann hefur meðal annars einnig verið kallaður Flókaklöpp, þá ekki síst vegna þess að sjálfur Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur – sá eini sanni, mun hafa rannsakað steininn á 19. öld og talið að áhafnarmeðlimir á skipi Flóka hafi fyrstir letrað nöfn sín í grjótið. Þau sannindi eru þó ekki meitluð í stein. Steinninn er friðaður sem fornminjar. Kringum hann virðist hafa verið einhvers konar hringlaga garður og má sjá menjar um hann. Á steininn er ýmislegt letrað og þarf líklega talsvert hugmyndaflug til þess að ætla honum verðugt hlutverk í norrænni menningarsögu þótt Jónas hafi getað séð þar ýmislegt merkilegt sem ekki verður fjölyrt um hér en fróðlegt er að lesa um þetta á ferlir.is:

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

„Litið var á rúnasteinana á Hvaleyrartanga. Rúnir eru vel sýnilegar á a.m.k. þremur steinanna. Fundist hafa nokkrar gamlar umsagnir um steinana og áletranirnar, sem margar hverjar virðast mjög gamlar. Jónas Hallgrímsson gengur svo langt að segja að innan um þær séu fangamerki áhafnar Hrafna-Flóka, sem kom við á Hvaleyrinni (Herjólfshöfn) á leið sinni út. Nefnir hann steininn þann Flókaklöpp.
Aðrir hafa bent á að fátt sé því til stuðnings að þarna megi merkja áletranir nefndrar skipshafnar. Bæði sýna dæmin að letur á klöppum endist ekki nema tímabundið. Þannig hafa ekki fundist eldri letursteinar á Reykjanesskaganum en frá því um 1500. Steinninn eyðist smám saman vegna veðrunar (vatn, frost og vindur) og letrið afmáist því óhjákvæmilega. Á steinunum eru hins vegar margar áletranir, sumar eldri en aðrar. Breski herinn var með aðstöðu þarna á stríðsárunum og ljóst er að einhverjir hermannanna hafa bættvið fyrri skrif. Þeir notuðu m.a. einn steinninn sem pall til að að hræra steinsteypu. Ber hann þess enn merki.Ýmis ártöl má lesa af steinunum og sumir stafirnir líkjast rúnum. Hvað sem öllu tali og vangaveltum um að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á steinana, sem alls ekki er með öllu útilokað, er greinilegt letur á þeim og sumt af því eldra en annað. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi minnist ekki á Flókaklöppina í skrifum sínum um Hvaleyri í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1903; „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. með vísan í Landnámu: „Flóki kom í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ok kölluðu þar Hvaleyri“. Síðan segir hann: „Þar hefir Herjólfur leitað lendingar og svo kennt höfnina við nafn hans: Herjólfshöfn. Á Hvaleyri er að sjá að kirkja hafi verið 1650, því á 2 ljósastökum, sem Krýsuvíkurkirkja á, stendur, að það ár hafi Helmer Dirichsen Roode, undirkaupmaður í Hafnarfirði, gefið þá Hvaleyrarkirkju.““

Flókaklöpp

Flókaklöpp – tákn.

Hvaleyrarbærinn hefur verið þó nokkurt býli og má sjá ýmsar minjar á þessum slóðum sem tengja má viðbúskapinn í kotinu. Vestur af honum stóð Vesturkot, sem var um tíma notað sem golfskáli. Þessi staður var stundum nefndur Drundur sem er annað orð yfir það þegar naut leysa vind. Það hefur eflaust þótt hinn prýðilegasti viðburður á þessum árum, þ.e. á 19. öld eða þar um bil, þegar aðeins fína fólkið gat leyft sér að eiga naut og kýr. Nafngiftin hlýtur því að hafa haft á sér talsvert virðulegra yfirbragð heldur en ef íslenskur sveitabær væri kallaður þetta árið 2017. Almennt mun þó drundur hafa þróast yfir í heldur óvirðulegri merkingueftir því sem árin hafa liðið. Þegar gengið er norður eftir eyrinni frá Drundi og út að sjó er komið að Hvaleyrarbakka en þar hafa fundist mannabein, til dæmis árið 1923 þegar Magnús Benjamínsson bóndi í Hjörtskoti fann höfuðkúpu af manni og nokkra hálsliði í bakkanum „og gróf í kistli í mónum þar hjá, fjær sjó“ eins og segir í grein Matthíasar Þórðarsonar um þetta í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1926. Yfirskriftin er „Fundin á Hvaleyri bein þriggja manna„, en Magnús fann síðar tvær höfuðkúpur í viðbót og fleiri bein. Jónatan Garðarsson segir söguna af því þegar Pálína Margrét Þorleifsdóttir sem hélt heimili fyrir þá þjóðfélagsþegna sem minna máttu sín í Hjörtskoti, tók til sinna ráða varðandi beinin í kistlinum á þriðja áratug síðustu aldar. Þótti henni þessum mönnum lítill sómi sýndur og vildi láta jarðaleifar þeirra í vígðri mold. Leitaði hún þá til Árna Björnssonar sóknarprests í Hafnarfjarðarkirkju sem setti upp tiltekið verð fyrir þjónustu sína. Það hugnaðist Pálínu ekki svo hún leitaði til Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests í Hafnarfirði. Tókust samningar með þeim svo hann annaðist jarðsetningu í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Sagði Pálína svo frá því að eftir þetta hefði maður vitjað hennar í draumi og þakkað henni fyrir að koma þeim félögum í vígða mold.

Hvaleyri

Hvaleyri – brunnur.

Sem kunnugt er stóð Hvaleyrinni mikil hætta af landbroti og varð það úr að Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær létu hlaða umtalsverðan varnargarð þarna á Hvaleyrarbakkanum, norðan í eyrinni. Myndar þessi garður nú fallega umgjörð og ver Hvaleyri fyrir ágangi sjávar. Þegar gengið er meðfram bakkanum norðan frá og suður og austur með ströndinni er komið í svolitla geil sem kölluð er Þórðarvik og er nefnd eftir Þórði Jónssyni lóðs og kotbónda í Þórðarkoti sem síðar var nefnt Beinteinskot eftir ábúendaskipti þar. Þórður þessi mun hafa dregið bát sinn upp úr lendingunni í geilinni og alveg upp á bakkann. Þetta er talsvert bratt og hátt og má kallast þrekvirki að nokkrum manni hafi tekist að draga bát þar upp á þurrt land. Og áfram höldum við í áttina inn að Hvaleyrargranda og Hvaleyrartjörn. Rétt áður en komið er að tjörn-inni og grandanum, förum við um svæðið þar sem bátasmiðja Þorsteins Jónssonar stóð og þar hjá var Hvaleyrarvörin og nokkru innar á Hjallanesi var Hvaleyrarhjalli. En framundan er Hvaleyrartjörn sem þjónaði sem skipalægi á tímum Innréttinga Skúla fógeta Magnússonar. Þar voru húkkortunum eins og fiskiskipin kölluðust siglt inn og þær hafðar í vari. Yfir háveturinn voru skipin dregin á þurrt upp á Skipasand sem kallað var þar sem verbúðarskýlin eru núna að sögn Jónatans. Hvaleyrargrandi var mun lengri og meiri en hann er í dag. Hann mun hafa náð langleiðina að Flensborgarhöfn á móts við Óseyri, en þar stendur veitingahúsið Kænan. Grandinn fór illa í sjógangi á seinni hluta 18. aldar og Óseyrartjörn var smám saman fyllt upp um miðja síðustu öld. Á grandanum voru ýmis kennileiti eins og Skiphóll á móts við Hafnargarðinn en Hvaleyrartjörn var í eina tíð nefnd Herjólfshöfn. Þess má svo til gamans geta að ef staðið er á Hjallanesi á grandanum og horft eftir nesinu og upp í holtið má sjá eldgamla rétt þar sem allt eins gæti verið gerð af landnámsmönnum.

Ársæll Grímsson

Ársæll Grímsson.

En nú beygjum við til hægri eða til suðurs og göngum upp að þústinni sem myndar rústirnar af Sveinskoti – sem reyndar var kallað Sælakot í seinni tíð eftir Ársæli Grímssyni, síðasta ábúanda þar og fyrsta starfsmanni Keilis, rétt neðan við gömlu vélageymsluna, steinhúsið sem enn stendur. Þar fyrir neðan er önnur þúst, aðeins minni, en það er gamli Hvaleyrarbrunnurinn. Þangað sóttu allir bændur og búalið á Hvaleyri vatn sitt um langtskeið og þurfti þá að ganga með skjólur og kyrnur að brunninum og bera í þeim vatnið heim á alla bæi. Þetta hefur verið ærinn starfi. Og nú fer að styttast í gönguferðinni því við erum komin að Hjörtskoti. Það varfyrst nokkuð neðan við síðari staðsetn-ingu en síðast var það rétt neðan viðtóftirnar af Poltzhúsi sem enn sjást. Poltz-hús var timburhús byggt fyrir Legh Poltzárið 1775, en tekið niður nokkrum árum seinna og viðirnir seldir. Legh Poltz var starfsmaður Skúla Magnússonar fógeta og hafði yfirumsjón með skipaflota hans í Hafnarfirði. Það má sjá vinkillaga járnstöng eða rör þar sem hús Legh Poltz stóð en Hjörtskot er hins vegar alveg horfið.
Það var byggt árið 1829 og hét upphaflega Daðakot en fékk nafnið Hjörtskot 1868. Suðurvöllur eða Suðurtún tekur við þegar gengið er í átt að golfskála Keilis og má sjá túngarð á hægri hönd og annan ávinstri hönd. Hinum megin við hann, nærveginum, er gamli Suðurnesjavegurinn enn sjáanlegur en þess má til gamans geta að þarna lá leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur framyfir aldamótin 1900. Þetta var reiðleið þá en fyrsta bílnum á Íslandi, sem kenndur var við Thomsen kaupmann, var ekið eftir þessum vegi til Keflavíkur árið 1904. Það var í fyrsta sinn sem farið var á bíl þessa leið.

Hvaleyri

Hvaleyri – Poltzhús; byggt 1776.

Við erum loks komin hringinn og endum við vörðuna sem hlaðin var til minningar um ferð Hrafna-Flóka til Íslands. Efniviðurinn í hana var fluttur á Hvaleyri frá Sveio í Noregi þaðan sem Flóki Vilgerðarson hélt af stað í för sína norður á bóginn. Sagan segir að hann hafi gefið Íslandi nafn en við upphaf ferðarinnar hafi hannfórnað þremur hröfnum og síðan haft þrjá unga hrafna með sér til að finna landið. Einn þeirra hafi snúið afturheim, annar lent aftur niðri á skipinu en sáþriðji tekið stefnuna á landið sem síðar fékkheitið Ísland. Með Hrafna-Flóka var maður að nafni Herjólfur og heitir Herjólfshöfn eftir honum. Sagan segir að Flóki, Herjólfur og félagar hafi fundið rekinn hval á eyri við fjörðinn og það hafi orðið þeim innblástur í nafngift fyrir tangann sem þeir hafi þá nefnt Hvaleyri. Um þetta og fleira má lesa á ferlir.is og ágætt að rifja upp þessar gömlu sagnir áður en við segjum skilið við tengingar landnáms og Hvaleyrar:

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

„Víkingurinn Hrafna-Flóki kom hér að landi um 860 ásamt Þórólfi og Faxa hinum suðureyska sem Faxaós (Faxaflói) er kenndurvið. Þegar Flóki ætlaði að halda aftur til Noregs eftir ársdvöl íVatnsfirði lentu skip hans í óveðri og náðu ekki að sigla fyrir Reykjanes.Herjólfur varð viðskila við félaga sína og tók land í Herjólfshöfn. Óvíst er hvar Herjólfshöfn hefur verið. Flóki og menn hans voruum veturinn í Borgarfirði en freistuðu heimfarar næsta sumar. Komu þeir í Hafnarfjörð. Þeir fundu hval á eyri einni út frá firðinum ogkölluðu hana Hvaleyri. Þar fundust þeir Herjólfur. Áður en Flóki Vilgerðarson fór að leita Garðarhólms hlóð hann vörðu við Smjörsundí Noregi og blótaði þrjá hrafna sem áttu að vísa honum veginn yfir hafið. Árið 1997 var samskonar varða hlaðin við Hvaleyri úr grjóti frá Smjörsundi, til að minnast þessa atburðar. Hvaleyri var ein af helstu bújörðum í Hafnarfirði frá fornu fari. Fyrir siðaskiptin átti Viðeyjarklaustur Hvaleyri, sem varð síðan kóngsjörð. Þar stóð hálfkirkja uppi til 1765 sem var í eigu Viðaeyjarklausturs en þjónað frá Görðum. Útræði var frá Hvaleyri fyrr á tímum og margar hjáleigur fylgdu.

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina fyrir tíma landnáms Keilis. Myndina málaði sænskur málari sem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninu Thy-Molander. Myndina gaf Magnús Guðmundsson, barnabarn Ársæls Grímssonar, fyrsta starfsmanns Keilis. Taliðer að myndin sé máluð í kringum 1950.

Í Íslendingabók segir að FlókiVilgerðarson hafi verið “víkingr mikill; hann bjósk af Rogalandi at leita Snælands. Þeir lágu í Smjörsundi. Hann fekk at blóti miklu ok blótaði hrafna þrjá, þá er honum skyldu leið visa…. ok sleit frá þeim bátinn, ok þar á Herjólf. Hann tók þar land, sem nú heitir Herjólfshöfn. ”Hafnarfjörður byggir grundvöll sinn á höfninni sem hefur veitt skipum öruggt skjól um aldir. Þegar norður evrópskir sæfarar leituðu á hin gjöfulu fiskimið við Íslandsstrendur í lok miðalda þótti fjörðurinn bera af vegna náttúrulegra hafnarskilyrða.

Hvaleyri

Hvaleyri – loftmynd 1954.

Snemma á 15. öld settu enskir farmenn upp kaupbúðir við fjörðinn og lögðu grunninn að verslunarstaðnum Hafnarfirði. Alla tíð síðan hefur verslun og sjávarútvegur stýrt vexti og viðgangi Hafnarfjarðar. Þýskir kaupmenn hröktu þá ensku í burtu seint á 15. öld. Hansakaupmenn höfðu mikil umsvif á 16. öld, allt þar til einokunarverslunin danska tók við 1602. Síðan hefur höfnin tekið sífelldum breytingum og er unnið að frekari stækkun hennar út með Hvaleyrinni. Sumir segja, þ.á.m. Jónas Hallgrímsson, að áhöfn Hrafna-Flóka hafi klappað fangamörk sín á Flókaklöppina, en aðrir eru efins. Hvað sem því líður hefur mikið verið klappað á hana í gegnum tíðina og eru áletranirnar greinilega misgamlar.“

Heimild:
-http://gunnar.vinnsla.com/keilir/files/assets/basic-html/page40.html

Hvaleyri

Hvaleyri – örnefni.