Hrafnabjörg

Ofan við Þingvallaskóga er getið um tvö býli; Litla-Hrauntún og Hrafnabjörg. Litlar sögur fara af býlum þessum er þó er hið síðarnefnda talið miklu mun eldra eða allt frá fyrstu tíð. Ætlunin var að leita að og skoða hið gamla bæjarstæði Litla-Hrauntúns og fornbýlistóftir Hrafnabjarga undir samnefndu fjalli norðaustan Þingvalla. Tóftunum var síðast lýst skömmu eftir aldamótin 1900. Hafa sumir talið að þar hafi hinir sagnakenndu Grímastaðir verið. Aðrir að þær hafi verið undir Grímarsgili mun vestar. Prestastígur liggur yfir hraunið, flestum gleymdur.

Kort Þingvallavefsins af göngusvæðinu

Búið var að miða bæjarstæðin út frá gömlum kortum. Svæðið gaf von um ægifagurt útsýn; Ármannsfell, Skjaldbreið og Hrafnabjörg.
Heimildir segja: „Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.“
Lagt var af stað frá Ármannsfelli skammt neðan undir Stóragili. Ljóst var strax í upphafi að svæðið er gríðarlega víðfeðmt og erfitt til leitar að mjög fornum óljósum minjum.
Einar á vettvangi Litla-Hrauntúns? Vörðuleifar nærFERLIR hafði áður leitað upplýsinga um staðsetningar á stöðum þessum hjá viðkomandi staðaryfirvöldum þjóðgarðsins og fengust greið svör frá Einari Á.E.Sæmundsen: „

Hnitin á Litla Hrauntúni sem ég er með hér er: 20° 59´43,139” W-64° 17´44,196” N. Þetta er merkt inn af eldri manni Pétri Jóhannessyni úr Skógarkoti sem setti á loftmynd um 650 örnefni. Þau voru hnituð inn af loftmyndum hans ofan á okkar hnitsetta grunn. Þegar rýnt er í myndina þá er erfitt að greina nokkuð sem gæti bent til fornra rústa. Það eru eitt annað örnefni sem gæti hjálpað ykkur….. Hesthústóft-tjörn (20°57´59,908” W-64°16´54,939”N). Það bendir til einhverrar mannvistar. Í skránni er Hrafnabjörg „eyðibýli”, en búið að fínkemba aftur kortin lögð yfir loftmyndirnar okkar og ég finn það ekki. Það er einsog það hafi gleymst að setja það inn. Mig grunar að þetta örnefni 

Einar við

Hesthústóft geti leitt ykkur áfram en það er næsta í röðinni í skránni. Hann hefur gert þetta eftir minni og kannski munað þau saman ef þau væru nálægt hvort öðru. Hnitin eru í isnet 1993 lambert… Mér finnst þetta sem þið eruð að gera mjög spennandi og lít stundum við á heimasíðuna ykkar. Þetta er vinna sem nýtist okkur mjög vel í framtíðar fornleifaskráningu.“
Ef tekin voru mið af gömlum kortum út frá þekktum kennileitum átti ekki að vera mjög erfitt að staðsetja bæjaleifarnar. Ekki er um langa vegarlengd að ræða frá Ármannsfelli að Hrafnabjörgum, en hafa ber í huga að hraunin þar á millum eru bæði illviljug og höll undir að hylja það sem er þeirra. Og þegar hnitin voru slegin inn á hin ýmsu opinberu landakort, s.s. 1:100.000 og 1:50.000, fengust hinar mismunandi staðsetningar.
Nefndur Pétur merkti örnefnin eftir glöggum loftmyndum, þ.e. númeraði þau inn á myndirnar, en Einar færði þau síðan inn á loftmyndir af svæðinu. Skv. því átti Litla-Hrauntún að vera spölkorn Hesthústóft nálægt Hrafnabjörgumsunnan við sauðfjárveikigirðingu er umlykur Þingvöll. Þegar gengið var á hnitið kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þegar komið var á vettvang var efitt að sjá að þarna gæti hafa verið bæjarstæði, sem þó hefði þá verið það á mjög  ákjósanlegum stað. Tóftir, mjög gamlar, virtust vera sunnan undir lágum aflöngum klapparhól. Efst á honum var fallin varða, mosavaxin. Grjótið var þá augljóst. Undir hólnum virtist vera grasi gróin geil inn að honum. Mótaði fyrir veggjum beggja vegna, þó ekki hleðslum. Stafn hefur verið mót suðri. Gata lá framan við. Til beggja hliða virtust vera leifar minja, gerði til vesturs og hús til austurs. Þar virtust geta hafa verið tvískipt tóft. Gaflar sneru mót suðri. Stór varða var neðar í hrauninu, skammt austan við Hrauntúnsbæinn. Vel sást yfir að Þingvallavatni. Hafa ber í huga að landið hefur breyst mikið á umliðnum öldum. Varða var á klapparhól skammt suðvestar. Milli hans og „bæjarstæðisins“ voru grónir hraunbollar, sem vatn gæti hafa safnast saman í. Skammt austar var opin djúp (botnlaus) gjá, en í hana hefði hugsanlega verið hægt að sækja vatn. Allt um kring voru grasbollar og skjól, hin ákjósanlegasta fjárbeit.
Ferðinni var haldið áfram – áleiðis að Hrafnabjörgum.
Varða, önnur af tveimur, ofan við hesthúsatóftinaFornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni sagði m.a.: „Friðlýsingar fornminjar: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestan undir Hrafnabjörgum.“ Þingbúðarrústirnar hafa verið merktar, en engar hinna síðarnefndu. Þar á Þingvallanefndin þakklátt starf fyrir höndum.
Á megingjánni millum bæjanna, hlutdeild misgengis meginlandsflekanna, var brú. Vestan hennar voru þrjú forvitnileg prestaörnefni; Prestastígur. Presthóll og Prestahraun. Þar myndi verða ástæða til að staldra við um stund. Í Hlíðargjá mótaði fyrir gamalli götu er lá framhjá áberandi háum og sprungnum klapparhól. Þar gæti verið um að ræða nefndan Presthól, enda átti hann að verða neðan við gjána á þessum slóðum. Prestahraunið er augljóst. Það er nýrra en Þingvallahraunið, sem hefur komið úr Eldborgunum ofan við Hrafnabjörg. Prestahraunið hefur hins vegar komið ofan úr Þjófadölum og er mun yngra. Það myndar rana þarna millum Ármannsfells og Hrafnabjarga og líklega hefur stígurinn legið að hluta yfir ranann á leið sinni í átt að Mjóufellunum þar sem Goðaskarð skilur þau að.
Komið var inn á Bjargarvelli, grasflöt suðvestan við Hrafnabjörg. Þar virtist móta fyrir tóftum. Haft var hins vegar sem mið eftirfarandi:
Í Árbók HIF árið 1904 fjallar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi um Grímsstaði í Þingallasveit undir yfirskriftinni „Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904“.
„Svo segir í Harðarsögu, 5. k.: -Grímur keypti þá land suðr af Kluftum, er hann kallaði Grímsstaðiok bjó þar síðan-. en í 19. k. segir svo: -Hann (Indriði) fór Jórukleif ok svá til Grímsstaða ok þaðan Botnsheiði ok svá í Botn-. Ef það eru sömu Grímsstaðir, sem talað er um í báðum þessum stöðum, þá er annarhvor staðurinn ónákvæmlega orðaður.
Vatnsstæðið við hesthústóftinaKluftir (sandkluftir) er milli Ármannsfells og Mjóufjalla. Suður frá Kluftum er skógi vaxin hraun til Hrafnabjarga. en það hraun er vatnslaust og því eigi byggilegt. Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá, að í henni eru 2 miðgaflar, er skifta henni í 3 herbergi, sem hvert um sig er nál. 3 fðm. langt. Hún liggur nál. frá austri til vesturs og hefir vestasta herbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við norðurhliðina vottar fyrir annarri tóft, en einnig hefir dyr á vesturenda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo sem 20-30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tvískift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyralaus. Hefir austurherbergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um sig er nál. 2 1/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heimahof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún hefir ekki verið og þá ekki heldur kýr.

Presthóll?

Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.
En svo er annað fornbýli, kallað Grímastaðir, milli Brúsastaða og Svartagils. Hjá henni er gil sem heitir Grímagil. Um þetta getur S.V. í sömu Árb., bls. 98, og ætlar þá, að hér hafi Grímsstaðir raunar verið, því það kemur vel heim við síðartalda staðinn í Harðarsögu (k. 19.). Botnsheiði, sem þar er nefnd, hlýtur að vera sú leið, sem nú er kölluð Leggjabrjótur. Þá er á hana er lagt úr Þingvallasveit, liggur mjög svo beint við að fara hjá Grímagili. Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins (-austanmegin- er víst prentvilla í Árb. 1880-1, bls. 98). Hún er svo niður sokkin, að mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3 fðm. langt, hott aðeins 1 1/2 fðm. Breiddin er 2 fðm. Þó má vera að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra, óglöggva tóft, mjög litla. Önnur forn mannvirki sjást þar ekki.

Skjalbreiður

Nú er spurnsmál hvort meira gildir; að þessi rúst er svo nálægt Botnsheiðar- (nú Leggjarbrjóts-) veginum, eða  Hrafnabjargarrústin…..“
Hér virðist vera um tvennst konar misskráningu að ræða. Líklega hefur skráningaraðilinn ekki farið að hugsanlegum tóftum Litla-Hrauntúns. Í öðru lagi virtist, við fyrstu skoðun, ekki vera um að ræða tófti á eða við hraunbrúnina tilnefndu. Að vísu má gera sér í hugarlund „tóftir“ undir hraunbrúninni á einum stað, en það hugmyndarflug virðist fjarrænt. Hafa ber þó í huga að margt hefur breyst þarna á einni öld. Norðvestan við Hrafnabjörg eru uppblásnar grassléttur í hrauninu, sem áhuagverðar eru til enn frekari skoðunar. Þá má telja líklegt að bær á þessum slóðum hafi verið mun neðar og suðvestar í hraunbrúninni er ætlað hefur verið. Hafa ber í huga að í Þingvallahrauni, allt upp undir Skjaldbreið, hafa verið sagnir um bæjarleifar frá fornri tíð og að svæðið hafi verið “ í miðri sveit“.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg sem slík er merkilegt náttúrufyrirbæri. Ekki er vitað hvort skrifað hafi verið um fjallið, sem ekki er ólíkt Herðubreið; drottningu fjallanna. Hrafnabjörg hafa orðið til við eldgos undir jökli, líklega á síðtíma jökulskeiðsins fyrir u.þ.b. 12.000 árum. Af ummerkjum að dæma virðist fyrst hafa gosið lóðrétt, en eftir því sem leið á gosið hefur hraun náð að renna til hliðanna eftst undir jökulhettunni. Áður en gosinu lauk náði það að bræða efsta lag jökulsins og hraun komst upp á yfirborðið. Eina gosrás út frá meginrásinni má t.d. sjá ofarlega í miðju fjallinu.
Undir vestanverðum Hrafnabjörgum er mikil kyrrð og ró, þrátt fyrir angurværan fuglasögninn. Þrastar-, lóu- og hrossagauks voru hvarvetna á gönguleiðinni.  Fýll verpir og í bjargbrúnunum og hrafninn virðist enn halda tryggð við nafngiftina.
Svæðið er langt í frá fullkannað. Gengnir voru 16 km að þessu sinni og eflaust á eftir að ganga þá miklu mun fleiri áður en leyndardómur Hrafnabjargabæjarins verður afhjúpaður.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild:
-Brynjúlfur Jónsson, Grímsstaðir í Þingvallasveit, Árbók hins íslenska forleifafélags 1905, bls. 44-47.
Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.
-Sbr. Árb 1921-1922: 1-107.
-Einar Á.E. Sæmundsen, upplýsingafulltrúi Þingvöllum.

Blóðberg í Þingvallahrauni

Ólafsvarða
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, millum hennar og Stóru-Aragjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring, ólík hinum. Hún sést ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana.
Ólafsvarða

Ólafsvarða.

Um aldamótin 1900 (21. desember) hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson. Einnig var fjallað ítarlega um atburðinn og eftirmálann í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna, sem og svo víða annars staðar, eru augun mikilvægasta skilningavitið. 

Heimild:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG (1995).

Ólafsgjá

Ólafsgjá.

Lögberg

Í Ísafold árið 1908 má lesa eftirfarandi um „Stofnun nýbýlis á Lögbergi“: „Lögberg nefni eg greiðasöluhús mitt, nýtt og vandað steinhús, bygt við Fossvallaklif, fyrir ofan Lækjarbotnabæinn sem eg hefi lagt í eyði. – 15. des. 1908. – Guðni H. Sigurðsson.“
logberg 1958Í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1963 er fjallað um Lögberg: „Sögu Lögbergs er lokið. Síðustu árin hefur húsið staðið autt og yfirgefið, það hafa margir átt leið um veginn eins og áður, en enginn ber að dyrum, enginn á þangað erindi lengur. Ekki alls fyrir löngu átti ég leið þarna framhjá. Það var á sunnudegi. Veður var kyrrt og bjart og fagurt til fjalla. Þó mátti sjá, að haustið var á næstu grösumum. Lyngið í Selfjallinu var orðið eldrautt í brekkum og kvosum, grasviðurinn gulur, það sló brúnleitum blæ á ásana í heiðinni. Hengillinn og Esjan höfðu líka skipt um lit og fengið hvítan koll um nóttina. Undanfarnar vikur hafði verið unnið að. því að rífa Lögbergshúsið gamla. Verkinu var langt komið og þennan morgun hafði verið kveikt í tróði og rusli í hústóttinni og steig reykurinn frá rústunum hátt til lofts í góðviðrinu. Framundan dyrunum lá spýtna brakið úr húsinu í hrúgu. Sú var tíðin, að öðruyísi var hér um að litast og meiri reisn yfir staðnum, sól skein á þil og glugga, blár eldhúsreykur liðaðist vingjarnlega upp frá bænum undir Fossvallaklifinu, dyrnar stóðu opnar, en húsráðendur biðu á hlaði úti og fögnuðu gestum af alúð og innileik. Ei framar spyr að föllnum garði.
Strætisvagninn á Lögbergsleiðinni er auðkenndur Lækjarbotnar. Sumir hafa furðað sig á þessu. Þetta er þó. ekki út í hött. Býlið heitir Lækjarbotnar frá fprnu fari, og nafnið er líklega talsvert gamalt. Það er dregið af nokkrum lækjum og sytrum, sem eiga upptök sín þarna í heiðinni eða spretta fram undan hrauninu og sameinast í eina á, sem nokkru neðar liðast fram milli grænna bakka norðan og vestan við Rauðhóla og heitir Bugða. Lögbergsnafnið er hinsvegar nýtt af nálinni að kalla, orðið til eftir síðustu aldamót þegar íbúðarhúsið, sem nú er nýrifið, var reist. Hálfgerð tilviljun réði nafngiftinni.
Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem lét reisa húsið, ætlaði upphaflega að kalla það Berg, enda á bjargi byggt og klappir allt um kring. Hann fékk Stefán nokkurn Eiríksson til að skera nafnið á fjöl til að festa á húsið. Stefáni mun hafa þótt nafnið stuttaralegt og stakk upp á því að kalla húsið Lögberg og á það féllst Guðmundur.  Saga Lögbergs hefst því í raun og veru ekki fyrr en eftir að Guðmundur flytur á jörðina og reisir húsið. Enda er það einmitt hann, sem gerir garðinn frægari.
logberg-2Leiðin suður yfir Hellisheiði og austur fyrir fjall er jafngömul byggð landsins. „Ingólfur fór um várit ofan um Heiði“, segir í Landnámu. Leiðin um heiðina þótti löngum erfiður og hættusamur fjallvegur að vetrarlagi í snjó og hríðarveðrum, áður en akvegur var lagður milli byggða, og ótaldir eru þeir, sem villzt hafa þar af réttri leið eða örmagnast í ófærðinni og sofnað á heiðinni svefninum hinum langa. En áreiðanlega hefur margur, sem af fjallinu kom, orðið skjólinu feginn, þegar hann náði Lækjarbotnum, sem var efsta byggt ból vestan heiðar, þangað til gistihús var reist á Kolviðarhóli. Þó mun vegurinn fyrrum hafa legið nokkru norðar og var þá komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.
Elzta heimild um sæluhús á þessum fjallvegi er hinsvegar frá 1703, en þá getur Hálfdán Jónsson lögréttumaður um sæluhús á norðanverðum Hvannadölum. Sæluhús þetta mun hafa staðið skamt framan við Húsmúlann við tjörn eina, sem nefnd er Draugatjörn! Átakanlegt dæmi úr slysasögu þessa fjallvegar er eftirfarandi saga, sem bundin er við þetta sælu hús og lifir hann í minnum manna austan fjalls. Skúli Gíslason hefur ekið hana upp í Kolviðarhólssögu sína og er hún þar á þessa leið:
logberg-3„Gömul sögn úr Ölyesi hermir að eitt sinn hafi ferðamaður um vetur í vondu veðri komið austan yfir Hellisheiði. Hann hafði náttstað í sæluhúsinu, lokaði dyrum að sér og lagðist til svefns. Áð nokkurri stundu liðinni heyrði hann að komið var við hurðina og gerð tilraun að komast inn. Sá, er inni var, hugði það draug ytra og opnaði ekki. Heyrði hann um hríð þrusk utan við hurðina, en svo þagnaði það. Um morguninn, þegar maðurinn leit út, brá honum ónotalega við. Utan dyra lá dauður maður. Var það sá, er um kvöldið hafði knúið hurðina og maðurinn haldið vera draug. —“þetta spurðist víða og þóttu hörmuleg mistök. Eftir það „hafði alvarlega yerið brýnt fyrir ferðamönnum að loka aldrei húsinu að sér um nætur.“
Nokkru fyrir 1840 var svo byggt sæluhúsið neðan við Sandskeið eða skammt frá Fóelluvötnum, sem ýmsir núlifandi menn muna og um svipað leyti var Hellukofinn reistur, sunnanvert á miðri heiðinni, þar sem áður stóð svokölluð Biskupsvarða og stendur hann enn í dag. Árið 1844 yar svo loks reist sæluhús á Kolviðarhóli undir Hellisskarði, en gistihúsið þar rís hinsvegar ekki af grunni fyrr en haustið 1877.

Lögberg

Lögberg – stríðsminjar norðan Suðurlandsvegar.

Ekki fara margar eða miklar sögur af Lækjarbotnum á fyrri tímum, enda ekki um stóran stað að ræða. Jörðin túnlítil og slægnalaus að kalla, reytiskot langt uppi í heiði. Þó er talið, að þar hafi verið a. m. k. sex eða sjö ábúendur á undan Guðmundi Sigurssyni, en upphaflega var kotið byggt sem nýbýli úr afréttarlandi Seltirninga. Hallbera nokkur byggði fyrst í Lækjarbotnum og stóð bær hennar allmiklu sunnan við ferðamannagötuna gömlu, sem lá af Sandskeiði meðfram Selfjalli og Hólshrauni og til Hafnarfjarðar. Er um stundarfjórðungsgangur þangað frá Lögbergi. Seinna var bærinn færður, þegar nýr vegur var lagður austur, og byggður sunnan vegarins á grasi grónum hól þar sem fjárhúsin nú standa.
Fróðlegt er að lesa frásögn Willam Lord Watts, Vatnajökulsfara, um ferðalag hans austur yfir fjall árið 1875, en þá liggur leið hans einmitt um Lækjarbotna. Hann segir m. a.:“ „Fyrst er þá“ farið um gömul hraun, þar sem kindaskjátur í tvennum reyfum voru að kroppa í sig reytingslegan gróður. Þær höfðu rifið af sér ullina á hraunnibbunum svo að hún hékk á þeim í óhreinum dræsum og gerði þær ámóta ömurlegar ásýndum og landið, sem þær gengu á, enda var mesta leiðindaveður þennan dag. Um hádegi bar okkur að örreytiskoti, sem kallast Lækjarbotnar. Þar var ekkert að sjá nema örbirgð, harðfisk og óhreina krakka.

Lögberg

Lögberg – loftmynd 1953.

Ég veit ekki, hverju það sætir, að öll býli í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fátækari og niðurníddari en nokkru tali tekur. Að vísu eru heimalönd þeirra lélegri en gengur og gerist í öðrum héruðum en fólkið er líka allt öðruvísi. Enginn kemst hjá því að taka eftir hinni sinnulausu nægjusemi í svip þess, enda vart við öðru að búast, eins og högum þess er háttað, en hvergi hef ég séð eins bláskínandi armúð og á þessu heimili.
En allt um það, hestarnir okkar grípa niður, og við vözlum forina framan við þessi hrúgöld úr grjóti, torfi og grjóti sem virðist með öllu óhugsandi að kalla heimili, hvernig svo sem það hugtak væri teygt eða túlkað. Hestarnir urðu að feta niður bratta og sleipa forarbrekku, sem ekki gerir aðkomuna eða brottförina frá Lækjarbotnum aðgengilegri. Þannig létum við þetta aðsetur eymdarinnar að baki og lögðum á heiðina í þoku svækju og kuldastrekkingi, hvar sem smugu var að finna.“

lögberg

Lögberg.

Ég brá mér einn daginn nýlega upp að Lögbergi og hitti að máli Guðfinnu Sigríði Karlsdóttur, en hún hefur átt þar heima samfleytt í meira en hálfa öld, lengst af ráðskona Guðmundar eða þangað til að hann lézt fyrir tæpum sex árum. Nú býr hún í litlu, snotru húsi, sem stendur í hlýlegri brekku ofan við Fossvallakvíslina, örskammt frá Lögbergshúsinu gamla. Þarna er símstöð og endastöð strætisvagnanna, sem ganga í Lækjarbotna, og eiga vagnstjórar vísan kaffisopann hjá gömlu konunni, þegar uppeftir kemur, því að gestrisnin er enn hin sama og áður. En hún ber þeim líka vel söguna.
Guðfinna er fjölfróð um Lækjarbotna og Lögberg sem vænta má, og varð ég margs vísari um sögu staðarins og ábúendurna, meðan ég sat þarna yfir rjúkandi kaffibolla og kökum. Guðmundur Sigurðsson var fæddur að Gröf í Mosfellssveit 17. des. 1876. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson og Guðrún Þorleifsdóttir, bæði ættuð að austan. Hann var yngstur af sautján systkinum. Hann missti heilsuna á unglingsárum sínum og lá þá rúmfastur um sex ára skeið og beið þess aldrei bætur. Eftir að hann komst til sæmilegrar heilsu, fluttist hann til Reykjavíkur og fékkst þar við ýnis störf, m. a. blaðaafgreiðslu hjá Einari Benediktssyni skáldi og síðar Sig. Júl. Jóhannessyni skáldi, en eftir það lærði hann rakaraiðn og stundaði hana um skeið. En starfið átti ekki vel við hann, enda þoldi hann illa stöðurnar til lengdar, svo hann venti sínu kvæði í kross og keypti landspildu uppi við Rauðavatn með aðstoð góðra manna, reisti þar skála, sem hann nefndi Baldurshaga og rak þar kaffistofu um tveggja ára skeið. Árið 1907 leigði hann síðan Baldurshagann, en keypti Lækjarbotna af Erasmusi Gíslasyni bróður Gísla Gíslasonar silfursmiðs í Reykjavík.

Fossvallaklif

Fossvallaklif.

Guðmundur var alla tíð mikill áhuga- og framkvæmdamaður, þrátt fyrir vanheilsu sína. Hann hófst þegar handa um byggingu íbúðarhúss í Lækjarbotnum og aðrar jarðabætur, enda voru kofarnir að falli komnir og kotið túnlaust að heita mátti. Gömlu bæjarhúsin stóðu, eins og áður er sagt, á hólnum sunnan vegarins, en með tilliti til umferðarinnar ákvað hann að velja nýja húsinu stað norðan við veginn, á klöppinni rétt sunnan við Fossvallarkvíslina. Hann lét kljúfa grágrýti í veggina á húsinu og felldi þar síðan í steinlím í hleðslunni. Þetta var erfitt verk og seinunnið og kostaði mikið fé. En húsið reis af grunni og Lögberg blasti við öllum, sem um veginn fóru að sunnan og austan. Þetta varð allmikið hús áður en lauk méð endurbótum og viðbyggingum, í því voru hvorki meira né minna en tuttugu vistarverur, þegar allt var talið. Enda varð þetta fljótlega fjölsóttur staður. Kolviðarhóll og Lögberg voru á þessum árum fastir áningarstaðir flestra þeirra, sem um Hellisheiði fóru, og náttstaður margra. Erfitt er um túnrækt í Lækjarbotnum, samt tókst Guðmundi að tífalda töðufallið og koma því upp í um 150 hesta. En auk þess falaði hann sér heyja annarsstaðar að, m. a. austan yfir fjall enda hafði hann 12 kýr í fjósi og á annað hundrað fjár á jörðinni, þegar flest var. Jafnframt búskapnum rak hann svo greiðasölu.- Framan af búskapartíð Guðmundar var mikil gestakorma að Lögbergi.
raudholl-229Fjárrekstrarmenn kormu á haustin austan úr sveitum á leið til Reykjavíkur og vermenn á veturna og vorin. Þeir komu venjulega nokkrir saman, gangandi, með þungar byrðar á baki, í misjafnri færð og veðri, sumir hráktir og illa til reika, og áttu stundum líf sitt að launa húsaskjóli og aðhlynningu heimilisfólksins á Lögbergi. Varð bft iitið um svefriihn hjá heimafólkinu, þegar vakið var upp, stundum tvisvar þrisvar á nóttu. Mikið var líka um vöruflutningá um heiðina, en um helgar á sumrin brugðu bæjarmenn sér upp að Lögbergi á hestum og var þá stundum glatt á hjalla. Svo gekk bílaöldin í garð og með henni fækkaði þeim, sem viðkomu höfðu á Lögbergi. Snemma á hernámsárunum settust Bretar að 4 Lögbergi, en seinna Bandaríkjamenn við veginn, þegar komið er upp úr skarðinu.
Höfðu þeir þarna heljarmikið bakarí. Þeir tóku allmikla spildu af túninu undir byggingarnar, en annars fór vel á með þeim og heimafólkinu á Lögbergi. Þeir létu líka byggja skjólvegginn mikla, sem er norðan við húsin. Vann 40 manna flokkur að hleðslunni í fullar sjö vikur og er þetta talinn einhver dýrasti veggur sinnar tegundar sem hlaðinn hefur verið á Íslandi. En vel er veggurinn hlaðinn, svo að Steinar í Hlíðum undir Steinahlíðum hefði jafnvel verið fullsæmdur af verkinu, enda voru vegghleðslumennirnir íslenzkir og sjálfsagt ættaðir að austan. Samt hefur þessi veggur aldrei áunnið sér virðingu í hlutfalli við fyrirhöfn og tilkostnað. Enn standa þarna leifar af varðturninum og nokkrir ryðgaðir braggaskrokkar frá hernámsárunum.

Guðmundur var mjög heilsulítill síðustu árin, sem hann lifði, og leigði þá öðrum jörðina, en dvaldi þar þó áfram sjálfur til dauðadags. Hann andaðist 4. nóv. 1957, rúmlega áttræður að aldri. Hann var jarðsettur í heimagrafreit á túnhólnum sunnan við veginn, þar sem gamli Lækjarbotnabærinn stóð.

Tröllabörn

Tröllabörn – loftmynd 1953.

Fannveturinn mikla 1919—1920 var gífurlegur snjór á Hellisheiði sást hvergi á dökkan díl að kalla. Þá var allt í kafi á Lögbergi pg gengt af húsþakinu upp á hæðina fyrir ofan, en snjógöng grafin frá dyrunum. Í vorleysingunum verða þarna mikil umskipti. Bláar skúrir leiðir með fjöllunum og allt bráðnar og rennur sundur, nýtt líf kemur í Fossvallakvíslina, sem annars er gersamlega þurr, og fellur hún þá beljandi rétt meðfram bæjarveggnum á Lögbergi en neðar flæðir hún út yfir alla bakka og ber með sér aur og leir fram á jafnlendið fyrir neðan. Mörgum finnst sumarfrítt í Lækjarbotnum, þótt Vatnajökulsfaranfum gætist ekki allkostar að landinu, þegar hann fór þar um í þoku og rigningssudda, enda lætur það lítið vfir sér við fyrstu kynni. Þar eru þó margar hlýlegar og vinsælar dældir og kvosir, vaxnar grasi og lyngi, og mosagrænt hraunið lumir á ýmsri óvæntri fegurð. Þetta er ákaflega rólegt og notalegt landslag, enda er þarna krökkt orðið af sumarbústöðum út um allt. Ég er ekkert hissa á því, þótt gamla konan, sem bráðum hefur átt hér heima samfleytt í 54 ár, eigi erfitt með að slita sig héðan, og er henni þó ekki sársaukalaust að horfa upp á eyðileggingu gamalla mannvirkja á staðnum. En umhverfið er þó altént hið sama, Nátthaginn og Selfjallið, ám og hraunið og allt þetta nafnlausa í náttúrunni, sem yljar og hlýjar um hjartaræturnar. Það er ósköp auðvelt að skilja sjónarmið og tilfinningar gömlu konunnar. „Ég vil helzt ekki flytja héðan fyrr en ég fer alfarin.“

trollaborn-221

En Lækjabotnar eiga sér einnig aðra sögu en hér hefur verið rakin, miklu eldri sögu, sem skráð er á klappirnar og klungrin umhverfis Lögberg. Ísaldarjökullinn, sem á sínum tíma þakti meginhluta landsins hefur skriðið þarna fram um heiðina og sorfið og rispað grágrýtisklappirnar og loks skilið eftir heljarmikil grettistök á víð og dreif, þegar aftur tók að hlýna. Slíkar jökulminjar sjást víðsvegar á holtunum og hæðunum upp af Lögbergi, sunnan og norðan vegarins. Löngu seinna, eftir að ísöld lauk og jökullinn var horfinn eða fyrir um það bil fimm þúsund árum, hefur orðið mikið hraungos þarna austur með fjöllunum á báða bóga, til austurs og vesturs. Hraunelfan, sem til vesturs leitaði, hefur fundið sér farveg niður um skarðið milli grágrýtisholtanna ofan við Lækjarbotná, þar sem vegurinn nú liggur, og runnið allt til sjávar í Elliðavog. Í þessu hraunflóði er talið, að Rauðhólar haft myndazt og Tröllbörnin orðið til, en.svo heita nokkrir smágígar meðfram veginum rétt neðan við Lögberg. Þannig hafa eldur og ís á sínum tíma merkt og mótað landið í Lækjarbotnum eins og víða annarsstaðar á Íslandi. Bakgrunnurinn að sögusviði þeirrar f arsælu lífsbaráttu, sem gerði garðinn frægan og hér hefur verið lítillega lýst, er stórfenglegur og eftirminnilegur. En það er einnig ákveðin reisn yfir þeim, sem settust að þarna við veginn í trássi við öll afkomulögmál, græddu bera klöppina, reistu skála að segja um þjóðbraut þvera, af myndarskap, en litlum efnum, hýstu gest og gangandi og áunnu sér þakklæti og virðingu vegfarenda. Nú er sviðið autt og yfirgefið og spýtnabrakið á bæjarhellunni, hinni fimm þúsund ára gömlu klöpp, staðfestir í raun réttri einungis það, sem áður var nokkurn veginn ljóst, að sögu Lögbergs er lokið.“ – Gestur Guðfinnsson.

Í Vísi árið 1962 er frétt: „Lögberg selt til niðurrifs„:

Lögberg

Lögberg 1931-1935. Í forgrunni er nokkuð stór fólksbíll af eldri gerð og er barn að hlaupa að honum. Í bakgrunni er stórt hús og viðbyggingar frá því, aðallega t.h. Á húsinu má lesa nafnið LÖGBERG. Á bakhlið myndarinnar er skrifað: Erik körte med Adam til Stokkesyer (Stokkseyri) med bilen fra mejeriet, skulle hente varer til mejeriet.

„Fyrir nokkru auglýsti bæjarverkfrœðingur Kópavogs bygginguna Lögberg að Lækjarbotnum til sölu til niðurrifs og brottflutnings.
Lögberg, eða Lækjarbotnar, eins og staðurinn hét forðum, er gamall áningar- og greiðasölustaður, en síðustu árin hefir staðurinn eiginlega ekki þjónað öðrum tilgangi en að vera endastöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, sem hafa þjón að íbúum í Kópavogskaupstað, er nær þarna upp eftir, með því að flytja þá úr bænum og í.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – Friðrik VIII. á för sinni um landið 1907.

Bæjarverkfræðingur Kópavogs, Páll Hannesson, hefir skýrt Vísi svo frá, að allmargir aðilar hafi látið í ljós áhuga á Lögbergi, er það var auglýst, en niðurstaðan verður sú, að tveir menn úr Kópavogi, Jóhann Kristjánsson og Sigurður Jakobsson, hafa hreppt húsið, og munu þeir fá húsið fyrir að rífa það og flytja á brott, en ætlun þeirra mun vera að nota efnið til innréttingar á vinnuskála, sem þeir nota.
Engin bygging mun koma í stað gamla hússins, sem þarna verður rifið, því að vegagerð ríkisins mun fá hússtæðið til sinna þarfa. Ætlunin er að gera breytingu á lagningu þjóðvegarins austur yfir fjall, þar sem hann kemur niður brekkuna við Lögberg, svo að vegarstæðið flytzt til og fer yfir þann stað, þar sem húsið stendur nú.“

Í Morgunblaðinu árið 1966 fjallar Guðmundur Marteinsson í Velvakanda um „Aðeins eitt Lögberg“:

Lögberg

Lögberg – athöfn.

„Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins (25. 8.) er sagt frá nýbyggingu Suðurlandsvegar vestan Svínahrauns, og er skýrt frá því, að nýr vegur verði lagður frá vegarendanum við hraunið og niður að Lögbergi, og einnig að nýi og gamli vegurinn eigi að koma saman við Lögberg.
Það var fyrir rúmlega hálfri öld, að norðan við veginn, gegnt býlinu Lækjarbotnum, var reist hús, sem var gefið heitið Lögberg, rétt um svipað leyti og Lækjarbotnar fóru í eyði. Þetta hús var rifið fyrir nokkrum árum, og er því ekkert sem heitir Lögberg á þessum stað lengur.
Ráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur breyttu fyrir nokkrum árum heitinu á strætisvagninum, sem fer þangað upp eftir, úr Lögberg í Lækjarbotnar, og þótti mörgum það smekkvíslega gert. Það var raunar gert áður en húsið Lögberg var rifið.
Ég sendi þér þessar línur, Velvakandi góður, og bið þig að koma þeim á framfæri. sem ábendingu til blaðamanna og amnarra um að afmá nafnið Lögberg á þessum stað. Það á aðeins heima á einum stað — á Þingvöllum.“ – 27. 8. 1966; Guðmundur Marteinsson.

„Kirsten Henriksen einn gefanda er fædd 1920 og lést 2009.“ (VHP 2018)

Í Skátablaðinu árið 1985 segir Reynir Már Ragnarsson frá „Væringjaskálanum í Lækjarbotnum„, sem þá hafði verið fluttur á Árbæjarsafnið.

Lögberg

Lögberg – hestamenn á leið austur. Væringjaskálinn í bakgrunni.

„Einn er sá staður í nágrenni Reykjavíkur sem margir skátar eiga eflaust góðar minningar frá en það eru Lækjarbotnar. Þar hefur verið skátaskáli síðan 1920 og eru þeir því orðnir nokkuð margir skátarnir sem hafa verið þar í útilegu. Minningar tengjast oft skálanum, því andrúmslofti sem þar er og stemmingunni sem þar myndast. Oftar en ekki halda menn tryggð við skálann sem minningarnar eru tengdar við.

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Lögbergi.

Líflaus og tómur með hlera fyrir gluggum í sumar fór ég að skoða Árbæjarsafn og tók þá eftir litlu húsi sem
stendur skammt frá safnhúsunum. þetta einmana hús reyndist vera gamli Lækjarbotnaskálinn – Væringjaskálinn. Hann má nú muna sinn fífil fegri. Söngurinn er þagnaður og leikir og ærsl eru víðs fjarri. Mætti hann tala hefði hann frá mörgu að segja. En nú er hann einn og yfirgefinn, hurðin læst og hlerar fyrir gluggum. Ég gisti þennan skála aldrei sjálfur en fyrir hönd þeirra sem það hafa gert og reyndar fyrir hönd skátahreyfingarinnar skammaðist ég mín. Af hverju er hann ekki opnaður og komið einhverju lífi í hann?

Væntanlegt útileguminjasafn eða tómur áfram?

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Árbæjarsafni – mynd: Saga Væringjaskálans – Sumarið 1919 fór stjórn Vœringjafélagsins að leita að stað undirfyrirhugaðan skála. Eftir nokkra leit komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Lækjarbotnar vœru heppilegasti staðurinn. Þar hafði áður verið býli, sem var áningarstaður ferðamanna sem voru á leið austurfyrirfjall. Bygging skálans hófst snemma sumars 1920 og 5. september sama ár var hann vígður þótt byggingunni væri ekki að fullu lokið. Fáni var þá í fyrsta sinn dreginn að hún á stönginni við skálann.
Í byrjun voru hliðarveggir skálans hlaðnir úr grjóti og torfi, en það þótti slæmt til lengdar og voru því hlöðnu veggirnir rifnir burt. Sumarið 1929 var byrjað að girða lóðina kringum skálann og gróðursett voru tré og aðrar jurtir. Þessu verki var lokið 1931. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónum.

Ég hafði samband við Ragnheiði Þórarinsdóttur, borgarminjavörð og sagði hún að skálanum væri haldið við og áætlað væri að flytja hann nær safnhúsunum. Mikill áhugi væri fyrir að opna hann almenningi, en áður þyrfti að safna hlutum sem tengdust útilegustarfi fyrri ára og koma þeim fyrir í skálanum. Hún taldi best að skátarnir hefðu frumkvæði að þeirri söfnun. Árbæjarsafn væri tilbúið að varðveita hlutina og lagfæra ef með þyrfti.“

Heimildir:
-Ísafold 19. desember  1908, bls. 315
-Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 20. október 1963, bls. 74-75 og  86-87.
-Vísir, 278. tbl. 10.12.1962, Lögberg selt til niðurrifs, bls. 7.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 02.09.1966, Aðeins eitt Lögberg – Guðmundur Marteinsson, bls. 4.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.02.1985, Væringjaskálinn í Lækjarbotnum – Reynir Már Ragnarsson, bls. 34-35.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Gíslagata

Stutt var síðan Kirkjugatan milli Reynivalla og Fossár var rakin. Nú var ætlunin að fara um Gíslagötu austar á Reynivallahálsi, upp á Selgötuna (Sandfellsleið), fylgja þeim niður í Fossárdal og ganga síðan til baka eftir Svínaskarðsvegi, hinni fornu þjóðleið, að Vindáshlíð.
GíslagataÁ hálsinum eru Dauðsmanns-brekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna, þar sem hún kemur inn á og yfir Sandfellsveg, er dys.
Guðbrandur Hannesson í Hækingsdal lýsti Gíslagötunni þannig áður en lagt var af stað: „Gíslagatan sést þegar komið er upp úr lúpínubreiðu neðan við Gíslalæk og ofan við Gíslalækjardrög. Gatan er skágengin upp hlíðina vestan  við gilið, sem lækurinn rennur um. Fyrst fer hún frá gilinu, en síðan aftur nær því. Kemur hún upp á hamrana um skarð, sem þar er nokkru frá gilinu. Þegar upp er komið er upp á brúnir er varða. Við hana liggur gatan til norðurs, en beygir síðan aftur til austurs uns hún kemur inn á Sandfellsveg í Dauðsmanns-brekkum. Gengið til austurs inn á Sandfellsveg. Hann liggur þar til norðurs. Þegar veginum er fylgt beygir hann fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þá eru Dauðsmannsbrekkur á hægri hönd en ekki vinstri eins og sýnt er á landakortum. Í þessum beygjum, við gatnamótin, er Dysin.
Gíslagata á að vera greinileg þegar upp úr drögunum er komið ofan við gilið. Þá er Sandfellsvegurinn vel greinilegur. Ekki eiga að vera vörður við  hann utan þeirrar er ég nefndi. Þá er Svínaskarðsvegurinn vel greinilegur. Hafa ber í huga að Gíslagata hefur ekkert með Sandfellsveginn að gera. Hún var leið á milli Gíslholts og Seljadals, en gatan heitir eftir Gísla Einarssyni, bónda á báðum stöðum, síðar í Seljadal þar sem hann bjó á árunum 1897 til 1921. Þetta er leiðin sem Gísli og hans fólk fór á millum bæjanna. Gísli var afabróðir minn. Afi minn hét Guðbrandur Einarsson frá Hækingsdal. Þar er skyldleikinn kominn milli ábúandans í Seljadals og ábúenda í Hækingsdals.“

Varða

Ábendingar Guðbrands komu sér vel því bæði er búið að sá lúpínu þar sem gatan liggur af fyrrum kirkjugötunni frá nálægum bæjum að Reynivöllum og auk þess hefur gatan verið lítið farin í seinni tíð af öðrum en hestamönnum. Fyrir þá, sem vanir eru að rekja gamlar götur, er gatan augljós upp fyrir brúnirnar. Þar taka við gróningar, en ofan þeirra má sjá hvar gatan liggur á ská til austurs, yfir Gíslalæk ofan gilsins og upp á brún, sem þar er vörðuð. Við vörðuna beygir gatan til norðurs, en hins vegar er auðvelt að villast af henni áfram til austurs því kindagata liggur þar af henni áleiðis að Sandfellstjörnum og nágrennisgróningum.
GíslagataEf götunni er rétt fylgt héðan í frá verður hún auðlesin allt yfir Dauðsmannsbrekkur og að dysinni, sem þar er við Sandfellsveginn. Við götuna eru þrjár vörður og auk þess tvö vörðubrot. Gatan virðist af umsögninni ekki mjög gömul, en er samt sem áður orðin af fornleif skv. skilgreiningu þjóðminjalaga.

Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum lýsir leiðunum þannig:

„Gíslagata

DysinÖnnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Síðan liggur vegurinn eftir vel merkjanlegri slóð upp á Hálsinn. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til norðurs yfir Hálsinn.

Austan götunnar eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við götuna er dys. Í örnefnaskrá segir: „Dauðsmannsbrekkur, talið var að einhvern tíma hefði fundizt þar látinn ferðamaður“. Þegar upp á Hálsinn er komið blasir Sandfell við í suðaustri og vestan við það er Sandfellstjörn.“

Gíslagata

Gíslagata – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.” 

Séra Gunnar lýsir einnig Svínaskarðsvegi:
„Svínaskarðsvegur dregur nafn sitt af Svínaskarði milli Skálafells og Móskarðshnúka í Esju og segir frá syðri hluta leiðarinnar annars staðar í þessari bók. Vegurinn liggur út Svínadal, yfir Laxá og upp með Vindáshlíð austan Sandfells og er leiðin auðfundin enda oft farin á sumrin, einkum af hestamönnum en einnig göngumönnum.

Leiðin sameinast af Gíslagötu norðan til í Hálsinum. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmanns-brekkum, sem eru þá á hægri hönd og sér þaðan niður í Seljadal. Það er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni; þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Þar er gott sauðfjárland. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsá. Í ánni er Folaldafoss. Eftir Seljadal rennur Seljadalsá, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur.

GöngusvæðiðLeiðin liggur sem fyrr segir ekki niðri í dalnum heldur vestan til í honum, uns hún fer niður í lítið dalverpi er Sperribrekkugil heitir og er ársprænan Mígandi í því gili. Við dys eina, sem er rétt ofan við Míganda, sameinast Svínaskarðsleið Gíslagötu.

Þegar komið er niður í Fossárdalinn liggur leiðin eftir vesturhlíð Þrándarstaðafjalls, eftir svonefndum Reiðhjalla og beygir síðan til austurs inn á við í átt til Brynjudals. Önnur leið liggur svo til vesturs.

Í Fossárdal er forvitnilegt að svipast ofurlítið um og skoða gömlu fjárréttina niðri við ána, um það bil 250 metra frá steypta veginum. Niðri við veginn er svo önnur hlaðin rétt í Kálfadal, hún er allmiklu yngri en hin. Fossinn neðst í ánni nefnist Sjávarfoss.

Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.“

SandfellsvegurGíslagatan er vel greinileg yfir hálsinn. Á Dauðsmannsbrekkum verður hún ógreinileg á melum, en auðvelt er að sjá hvernig hún hefur legið á ská niður malarbrekkuna.
Þá var Sandfellsvegi fylgt upp að Sandfelli. Um er að ræða unnin veg, en sjá má gömlu götuna á stuttum köflum beggja vegna hans. Veginum er auðvelt að fylgja. Tvær vörður eru á brúnum austan hans. Sandfellstjörn verður á hægri hönd sem og Sandfellið. Utan í því austanverðu eru gatnamót Svínaskarðsvegar. Neðar hverfur gatan undir veginn, en beygir síðan til hægri ofan við Vindássel. Þaðan í frá er auðvelt að fylgja henni niður á kirkjugötuna gömlu.

Á næstunni er fyrirhuguð ferð upp frá Fossá inn á Sandfellsveg. Ætlunin er að fylgja honum upp að dysinni, rekja síðan Gíslagötu áfram yfir í Seljadal og ganga Svínaskarðsveginn upp að Sandfelli og niður að Vindáshlíð (sjá væntanlega lýsingu HÉR).

Sandfellstjörn

Þegar komið var niður að Vindáshlíð blasti húsakostur KFUMogK við. Einn þátttakenda, fyrrum félagsmaður og síðar starfsmaður, lýsti kirkjunni með eftirfarandi hætti: „Hallgrímskirkja í Vindáshlíð er kirkja sem staðsett er í Vindáshlíð í Kjós og er hluti af starfstöð KFUM og KFUK þar. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ afhenti sumarstarfi KFUK í Reykjavík sína gömlu kirkjubyggingu til eignar án endurgjalds sumarið 1957 er ný kirkja hafði verið byggð og vígð í Saurbæ það sama sumar, en byggingin hafði verið guðshús Saurbæjarsóknar frá árinu 1878. Hugmyndin um að flytja kirkjuna frá Saurbæ upp í Vindáshlíð hafði vaknað hjá velgjörðarmanni sumarstarfs KFUK í Reykjavík, Guðlaugi Þorlákssyni, meðan á byggingu nýju kirkjunnar í Saurbæ stóð, en draumur um kirkju í Vindáshlíð hafði lengi verið í huga hans og annarra sem tengdir voru starfinu.
SandfellTveimur árum áður en ný kirkja í Saurbæ var vígð leitaði Guðlaugur Þorláksson á fund prófastsins og sóknarprestsins í Saurbæ, séra Sigurjóns Guðjónssonar og kom hugmyndinni og beiðni um gömlu kirkjuna á framfæri. Tók hann henni vel og kom þessari málaleitan til skila við sóknarnefndina, sem samþykkti beiðnina. Í miklu hvassviðri í febrúar 1957 færðist kirkjan til á grunni sínum. Þá hringdi sr. Sigurjón Guðjónsson, prófastur í Saurbæ, í Guðlaug Þorláksson og sagði við hann: „Nú er kirkjan lögð af stað í Vindáshlíð“.
VindáshlíðKirkjan var svo flutt á flutningavagni upp í Vindáshlíð mánudaginn 23. september 1957 og kom þann 24. september um kvöldið þangað eftir einstaka ferð sem í dag er talið mikið verkfræðilegt afrek miðað við tækni þess tíma. Kirkjunni var valinn staður uppi á flötinni þar sem hæst ber í Vindáshlíð og ekkert skyggir á hana. Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður, var fenginn til að annast endurbætur á kirkjunni ásamt félögum sínum, Magnúsi Jónssyni og Ægi Vigfússyni húsgagnasmiðum. Kirkjan var stækkuð með viðbyggingu við kórgafl, en hélst að öðru leyti óbreytt að utan. Að innan var hún öll einangruð og þiljuð.
KirkjanInni í kirkjunni tók vígslubiskup við kirkjugripunum, sem gefnir höfðu verið í tilefni endurvígslunar, og setti á altarið. Vígslan hófst með því að Gústaf Jóhannesson lék á orgelið. Blandaður kór KFUM og KFUK annaðist söng. Séra Bjarni hélt vígsluræðu og ritningarlestra lásu þeir séra Friðrik Friðriksson, séra Kristján Bjarnason, þáverandi sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík og séra Sigurjón Þ. Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Að því loknu vígði séra Bjarni Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og afhenti hana sumarstarfi KFUK. Þá prédikaði séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og athöfnin endaði á því að séra Magnús Runólfsson, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík, tónaði bæn og blessunarorð. Hlíðarstjórn samþykkti á stjórnarfundi 18. apríl 1959, að áletrunin á kirkjuklukkuna skyldi vera svohljóðandi: Hallgrímskirkja í Vindáshlíð 24. september 1957, þann dag sem kirkjan kom upp í Vindáshlíð.
Sjá einnig Kirkjugötuna yfir Reynivallahálsinn HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Gunnar Kristjánsson – Í Kjósinni.
-Örnefnalýsing fyrir Vindás.
-Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hallgrímskirkja í Vindáshlíð, bls. 87-92 í bókinni: Hér andar Guðs blær – Saga sumarstarfs KFUK, Reykjavík 1997, útgefandi: Vindáshlíð, ritstjóri: Gyða Karlsdóttir.

Varða

 

Björgunarsveit

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu „Byggð bernsku minnar„.

Börgunarsveit

Merki Björgunarsveitar Þorbjarnar.

Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008.
Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri sögðu sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar, en auk fjölþættra starfa á æfinni sinnti Tómas mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Sonur Tómasar, Gunnar, var með einkar áhugaverða myndasýningu og gömul björgunartæki voru til sýnis. Kvennadeildin var með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir voru velkomnir. Samkoman var mjög vel sótt, enda húsfyllir.Hlífðarfatnaður
Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987.
Í tilefni afmælisins færði Eiríkur Tómasson, f.h. fjölskyldunnar, björgunarsveitinni kr. 1.000.000- til styrktar starfseminni.
Samkoman var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins 2009.

Björgunartæki

Fyrsta fluglínubyssan hjá Þorbirni.

 

Reykjavík

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um „Reykjavíkurhúsin„:
torfbaer-221Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. „Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum“. Fólkinu var altaf að fjölga. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Ekki var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að byggjast eftir 1840 og svo bættust við nokkrir bæir í Þingholtunum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabilinu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjörlega og bar einkum tvent til þess.
storasel-221Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þakjárnið olli byltingu í byggingarmálum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sementsöldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir“, sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti.

Torfbær

Tofbær í Reykjavík 1925.

Eins og fyr er getið samdi Jón Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa innréttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Savignac fyrst er þeir komu hér, prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virðist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þannig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans því að, hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin“ voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.

Midsel-221

Það lætur að líkum, að mismunandi hafi „kotin“ verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið saman sóðaskapur og hirðuleysi íbúanna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og umgengni, þótt ekki væri þeir háreistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barnsminni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir austan bæ og vestan, þar sem myndarskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrirmyndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann í Austurbænum: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vesturbænum: Melkot, Skólabæ, Hákonarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsarkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsabæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram“, segir hann.
steinbaerReykjavík var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundrað og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína annmarka.
En þótt nútíma menningin fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarnir og kjallararnir eru nú á dögum. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjunum og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum.
Helzti munurinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi heldur en bættum húsakynnum.“ – Á.Ó. — Lesbók Mbl.

Heimild:
-Lögberg 22. desember 1949, bls. 2.

Litla Brekka

Litla Brekka – síðastai torfbærinn í Reykjavík. Bærinn stóð við Suðurgötu.

Arnarsetur

Birni Hróarssyni, hellafræðingi, barst nýlega (2009) upplýsingar um hellarásir í Arnarseturshrauni frá áhugasömu hellaskoðunarfólki, Christoph og Sarah Hess.
Þau hjónin höfðu verið að skoða undir Arnarsetursrásir VIIyfirborð hraunsins á svæði suðaustan við Hestshelli og norðvestan við Arnarseturshelli, eins og sjá má á eftirfarandi lýsingum: „Exploring the area. First (a) there were a cave with a VERY narrow entrance, we were inside this one, inside first a small hall 1,2m high, some passages in different directions, one needs to be crawled in (50 cm) but later higher, total length around 30m. I think there was another entrance on the tube. b) Seems to be quite long (just saw in the torchlight deep inside), but was not inside, a rather big entrance, a hall (around 1,2m high), with two or more passages in different directions, one seemed to be quite long. c) Can’t remember this one. d) Quite small, but did not go into, maybe not to be called hraunhellir as it maybe smaller than 20m. e) I think this was a rather big one, some big „bubble“ (diameter 15m) that broke in and is open air, but from this there were different cave passages at least one of them around 20m long and 1,5m high.

Arnarsetursrásir VI

It seems that there are hundreds of caves around this area. Maybe one is quite big and we will have another look at it even if it just beneath the surface and quite narrow. Two of them were already marked with a bunch of stones.“

Thank you again for the photos and the forwarded message. Unfortunately I forgot to take my camera with me into the cave, so I only have a photo of the cave entrance in the dark, when we came out. It is a hole (diameter 1 m), with a small cave (not possible to go to the left but you can crawl a bit to the left) and the entrance into the cave is a bit to the right in this hole. It is quite uncomfortable to get in, but this is nothing new for a speleologist and I had to take some stones out of the way to get in at all.

Benediktshellir

So I finished to redraw a small map of the cave – we did not measure a lot, so it is not accurate, but it should be sufficient.
Maybe your friend wants to take a look at the cave and wants to take some pictures. GPS coordinates for entrance of „Benediktshellir“ are? The other interesting hole we found is here? Maybe he can look at this, too. I totally forgot to take a picture here. But as it is quite big, I am sure you saw this before. As I said, unfortunately it is not possible to get in deep on both sides, just a little bit behind the „niðurfall“.

Svæðið var skoðað (mannskaðaveður með tilheyrandi úrhelli og varla stætt – ofan jarðar).

Í Benediktshelli

Hnitin voru staðsett. Þau eru öll nokkurn vegin í línu milli Hestshellis og Arnarseturshellis. Hnappurinn er á ofanverðu svæðinu lengra til suðurs. Allt eru þetta yfirborðsrásir (magaskrið) sem skoðaðar hafa verið áður. Litlar vörður eru við a, b og c (I, II og III), en d og e ( IV og V) eru á svo til sama svæðinu og í sömu rásinni skammt ofan við Hnapp. Þótt rásirnar séu stuttar, lágar og þröngar eru í þeim ágæt myndefni.
Á leiðinni til baka var skoðað í VI og VII. Sá fyrrnefndi hefur stórt op, en ekkert framhald. Litadýrðin er mikil. Hinn síðarnefndi er í grunnu jarðfalli, en skemmtilegt skjól á sléttum stalli (3 m á hæð, 7 á breidd og 10 m á lengd). Undir stallinum eru rauðgulir sveppir á smákafla, en þeir hafa ekki sést í helli áður (að vitað sé)

„Another trip: First we saw a big hole that broke in: 10 m diameter. I think someone else saw this Í Benediktshellicave before as it is so big. Unfortunately (as it is such a big broken tube, otherwise it might have been a great cave!) it was to crashed to go in further than 5m. If I have more time maybe I will walk around this thing some meteres, maybe there is another entrance into it and a bigger complete part?!
But we found another one yesterday. And this one seemed to be very interesting. And really the cave was interesting: I think worth to mention in another edition of one of your books 🙂
We called it Benediktshellir (as we are from Germany and the German pope’s name is Benedikt – though we are not catholic. Just to find a name….)
Small description:

Í Benediktshelli

It is a quite narrow entrance with red lava (like Hnappur and not black-gray like the other surfacial caves). So we expected it to be quite deep, especially as we felt a wind coming out of the cave. So I put some broken stones away to have more space to get in. Still it was narrow. and getting slightly down some 3-4 meters 45°. Down we were in a small room (width 3,5m, height 1,6m) with a tube to the right and one to the left, with some nice lava flow formations at the ground. The left one bows to the right after 5m and is going on for about 30m getting narrower, there is a room on the right side going up and the tube ends in a small room diameter 5m and height 0,8m. The ground of this tube is very rough, some stalagtites from the ceiling.

Í Benediktshelli

The right tube from the beginning has a long curve (10m) to the left and goes on for about 30m getting down for about 5m on this 30m, but there is a part where the ceiling broke and a very small hole (maybe someone smaller could get through, we decided not to go as it seems quite narrow and the broken stones not very stable), in the light of the torch I saw about 10m further behind these obstacle. Half the way there is a small bridge that divides the tube: a small tube beneath and a nice surface above. The overall color of the cave is red and has some stalagtites.
I drawed a simple map of the cave. The complete length seems to be something about 60m (without the part we did not explore), the average height is about 1,2m. It is a quite nice and interesting cave.“

Í Benediktshelli

Eftir nánari skoðun á svæðinu kom eftirfarandi í ljós v/framangreint: „Sá síðarnefndi er sami og merktur er Arnarsetursrásir VII. Rauðgulu separnir eru í honum (jarðfallinu) vestanverðum, en að austanverðu liggur þröng rás up með norðurveggnum. Farið var inn um 10 metra og var þá komið inn í rými (um 1.0 m á hæð). Úr því liggur þrengri rás til austurs að sunnanverðu. Ekki var farið þangað inn (magaskrið). Ólíklegt að þarna kunni að vera rás því komið er svo neðarlega í hraunið (þar sem það sléttast út. Annars er jarðfallið í VII svolítið skemmtilegt jarðfræðilega séð. Þarna hefur kvikan stöðvast um tíma í hraunrásinni og safnast hæglátlega saman, myndað tjörn, sem storknað hefur á yfirborði. Smám saman hefur góandi hraunkvikunni tekist að bræða sig niður og undir yfirborðið sem var um nýja þrönga rás. Við það hefur hólfið tæmst og myndað tómarúm. Þunn loftskelin hefur síðar fallið niður og hólfið þá opinberast að ofan. Á smábletti í henni hafa myndast rauðgular skófir, sem óvíða sjást hér á landi (að vitað sé).
Í BenediktshelliBendiktshellir var skoðaður. Rétt norðaustan við opið er falleg hraunrás (yfirborðsrás), stutt en víð (1.20 m á hæð. Opið á Benediktshelli (VIII) er sem fyrr er lýst. Af ummerkjum að dæma var einungis að sjá nýleg spor í mosanum og neðan við opið. Mjög líklega eru þau CH og SH þau fyrstu sem fara þarna niður. Opið virðist lítt áhugavert í fyrstu, jafnvel þegar niður er komið. Erfitt er að þrengja sér lengra niður á milli hvassra steinnybba. Þröng rás virðist áður vera á vinstri hönd, en henni má gleyma. Þegar niður er komið birtist rúmgóð rás, bæði til vinstri og hægri. Hæðin er um 1.60 m g breiddin um 5.0 m. Lýsingin er líkt og sjá má af uppdrættinum, nema hvað hellirinn er meira „afrúnaður“, er í meiri sveig en sýnt er. Uppdrátturinn gefur þó ágæta mynd af aðstæðum. Rásin var þurrr þrátt fyrir rigningartíð undanfarna daga.

 

Benediktshellir

Hún er á ca. 5.0 metra dýpi, sem er sú mesta sem er á hraunrásum á þessu svæði svo vitað sé. Önnur rás skammt ofar (VI) er greinilega hluti af sömu hraunrás. Þegar hún var skoðuð mátti sjá sömu liti í kvikunni og þarna. Vinstra megin inni við opið á þeim helli er rás, þröng í fyrstu, en opnast smám saman. Hana þyrfti að magaskríða og er ekki ólíklegt að hún nálgaðist VIII (Benediktshelli). VIII (Benediktshellir) er um 60 m langur (svona við fyrstu athugun). Þverrásir virðast hafa verið skammvinnar hliðakvikuþrær, sem hafa gengi til baka inn í meginrásina þegar losnaði um.

Hnappur er nokkuð suðaustan við þetta rásarsvæði. Lægð er á millum. Megingígar Arnarseturshrauns (hafa ber í huga að um gos á sprungurein er að ræða og sumir gígarnir því umverpst hrauninu) eru enn lengra í suðaustur (sunnan við Arnarseturshelli). Hraunið stallast þarna og er Bendiktshellir á miðstallinum. Þar eru einnig fleiri skemmilegar rásir, sem vert væri að skoða nánar.

Hnappur

Hnappur – opið.

Kristrúnarborg

Gengið var um svonefnda Skógargötu frá Óttarsstöðum, um Eystraklif og upp á Alfaraleið ofan við Löngubrekkur.
OttarsstadagoturGatan liggur áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Önnur gata, oft nefnd Skógargata, liggur vestar (Óttarsstaða-selsstígur). Þær sameinast skammt norðan Alfaraleiðar. Milli Bekkja og Meitla eru aftur gatnamót þar sem Skógargatan beygir til suðvesturs áleiðis að Skógarnefi en Óttarsstaða-selsstígurinn liggur upp í selið, sem er þar skammt ofar í Almenningi. Leiðin liggur um tiltölulega slétt helluhraun; Hrútagjárdyngju-hraun. Þessi gata (götur) hefur einnig verið nefnd Rauðamelsstígur, en hún liggur yfir Litla-Rauðamel ofan Nónhæða.
Næst Óttarsstöðum (Eyðikoti) greinast göturnar fyrst skammt ofan Hrafnagjár. Báðar mætast þær þó á Kotaklifi við Kotaklifsvörðu þar sem hún liggur um Eystraklif þar sem þær greinast enn á ný. Skógargatan fer um einstigi syðst á klifinu, en selsstígurinn liggur til suðsuðvesturs upp á klapparrana þar sem hann greinist en kemur saman aftur skammt sunnar. Á þessum leiðum má sjá brýr á sprungum.
Önnur gata liggur frá Stekknum undir Miðmundarhæð og liðast áleiðis upp að Smálaskálahæð um Jakobsvörðuhæð að Kristrúnarborg (Óttarsstaðaborg) vestan við Smalaskála.
Ætlunin var að reyna að fylgja þessum götum upp fyrir hæðirnar og til baka með viðkomu í Gvendarbrunnshelli, Borginni, Smalaskálaskjóli og fiskbyrginu í Hrafnagjá.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um þetta:
„Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.
KotaklifsvardaSunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða). Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
Skogargatan-22Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.
Sunnan undir Miðmundahæð er klapparskarð, sem heitir Djúpaskarð. Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu uppi á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana.
Langt vestur af Stóra-Nónhól er hóll, sem heitir Goltrahóll. Á honum var Goltravarða, nú fallin.
Raudamelur litliSkógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla og austan við Rauðamel stóra, en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var. Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elzta veginn. Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir.
Gvendarbrunnur-22Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Sunnan við Smalaskálakerið er mikil klapparhæð og sprungin. Sunnan í henni eru lyngbrekkur, sem nefnast Löngubrekkur. Gjá mikil var eftir allri brúninni, nefnd Löngubrekkugjá. Í norðurbarmi gjárinnar verpti hrafninn alltaf á hverju vori.
Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði.

Hraunin

Alfaraleiðin um Draugadali.

Grensdalur

Þegar gengið er hring um Reykjadal og Grændal (Grensdal) ofan Hveragerðis um Dalaskarð (um 8 km ganga) er áður áhugavert að skoða örnefnalýsingu Ólafar Gunnarsdóttur, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
Reykjadalur - djupagilsfoss-1Á svæðinu, auk örnefnanna, eru allnokkrar fornar minjar, s.s. selstöður, sauðahús og stígar. Hægt er að taka mið af Varmá er rennur í gegnum Hveragerði, en svo heitir áin neðan Sauðár sem rennur úr Gufudal. Ofar renna í hana Grendalsá, Reykjadalsá og Hengadalsá, auk nokkurra smærri lækja. Hér er byrjað við Sauðá og haldið upp eftir: „Sandhóll er hæð austan við Gróf að Sauðá. Selmýri er austan Sauðár, þar sem Gufudalur er. [Þar eru leifar sels eða selja (FERLIR).] Reykjanes nes niður þaðan við Varmá, austan Sauðár, ræktunarland Gufudals. Sokkatindur er hár tindur upp með Sauðá og norður af Gróf. Sokkatindsflöt er flöt vestan undir tindinum, dálítil.
Jarðföll eru vestur og inn af Sokkatindi og flöt. Þau sjást ekki af veginum. Tæpimelur er hryggur vestur þaðan mjór ofan. Tæpamelsgil er innan við melinn lítið, rennur í Grændalsá, smávætlur í gilinu. E.t.v. er gilið nafnlaust. Melar eru inn þaðan, inn undir Klóarmýri. Kló er upp þaðan. Snókatorfa (Snjákutorfa) er lítil torfa innan Tæpamelsgils. Þar var stundum slegið. Heyið flutt niður gilið og Þrengsli. Hrútatorfur eru inn af Háeggjum, lægðir og gróðurtorfur. Hrútastígur er stígur upp í torfurnar. Farið upp Gilið og fast uppi við Háeggjar og upp fyrir þær að norðan. (Hrútatorfur eru nær bænum en Sokkatindsflöt).“
Reykjadalur - KlambragilÞá færum við okkur upp að ætluðum upphafsstað. „Engjavað er á Grændalsá neðan við Engjamúla. Grændalsmói er mói á Eyrum fram af Grændal, flatur ofan, en með börðum í kring, oft kallaður Móinn.Grændalur er að austan. Blesatorfa er torfa innanvert við Þrengsli, nær niður að ánni, var slegin. Austurengi er gróðurblettur inn frá Blesatorfu, var slegið. Gil er innan til í enginu. Kjálkabrekka er gróðurbrekka innan við gilið, var slegin. Grænidalur að vestan: Langamýri er mýri, nær niður að á og er niðri við hana. Vörðudalur er dalskvompa, sem liggur upp þaðan upp undir Eggjar (Dalafellseggjar) eða Grændalseggjar). Stóridalur er dalskvompa nokkru stærri og nokkru innar. Heystöð er grasblettir inn með ánni. Engjamúli er sandhóll, sem gengur fram í dalinn og grasblettir uppi á, þar var slegið. Miðengi er engjaspilda þar inn af. Vesturfossahvos er lægð innar. Vesturfossar eru fossar þar upp frá, undir Dalaskarði. Vesturengi er þar innar af. Það er stærsta engjaspilda í Grændal. Dalafell er fjallið milli Grændals og Reykjadals. Dalaskarð er skarð innarlega við Grændal, yfir í Reykjadal, grunnt. Þar endar Dalafell.“
Þá færum við okkur aftur niður í mynni Grændals: „Leirdalsbrekka er brekka framan við þrengslin að vestan upp frá Engjavaði. Leirdalur er gilhvos framan við hana. Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell.
Reykjadalur - Klambragil-2Efribrekkur eru upp þaðan, óvíst hvar. Lækir gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf er gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá: áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa. Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal.“
Förum þá áleiðis ofan úr Reykjadal að austan, frá Dalaskarði: „Dalaskarðsmýri er allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar eru dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni er mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Mold-dalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ eru kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili.
Svartagljúfur er gljúfrið Vallasel-5að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu. Árhólmar eru móarnir milli Hengladalaár og syðsta farvegs hennar niður að Varmá. Mosar eru brekkurnar upp þaðan sunnan við Svartagljúfur. Í Grændalsbotni eru Miðfossar, Austurfossar, Vesturfossar og Efstifoss.“
Tóftir eru þar sem jafnan er nefnd Stekkjaflöt neðst og vestan við Grændalsá. „Þar voru Sauðhús. Sauðhúsbarð innan við Grændalsá – var einnig hjáleiga [þar sem Menntaskólasetrið stendur nú (FERLIR). Þar var líka Reykjakots-hjáleiga, en óvíst hvar. Sauðhúsgil var upp með Sauðhúsi. Rjúpnagil var upp frá Hofmannaflöt, langt upp. Jókutangi var nes í Árhólmum, gegnt Hofmannaflöt. Annars talinn neðst á Hólmum. Ranghóll var í Lækjum. Kúadalur var lægð í Rjúpnabrekku.

Grensdalur-102

Kúadalsöxl er milli og Smérgróf og Stekkjartúnsfell: vestur af Þrengslum upp frá Leirdal. Hveramóar eru fremsti gróður á Grændal. Tæpur er við efri hver um götu. Kúadalsöxl er önnur milli Þrengsla og Rjúpnagils. Hveramýri er milli hvera.“ Skammt vestar: „Nóngil er á Grændal, þar inn af. Smádalir eru lægðir niður af Stóradal. Austurfossar: austasta stórgil í Grændalsbotni. Miðfossar: inn þaðan, þá Ófærugil, næsta gil við Austurfossa. Tröllháls er milli Klóar og Kyllisfells. Miðengi er niður af Miðfossum. Ófærugilshnúkur er vestur af Ófærugili. Vesturfossar eru í gili, kemur úr Álftatjörnum. Grenbrekkur eru vestur þaðan. Grjótdalur er hvos austan við Dalaskarð. Heystöð: flatar mýrar vestan ár, niður frá Dalafelli. Grensdalur-103Sælugil er við hveri fram af þeim. Engjamúli (inni) þar fram af. Kapladalir er utan í Kló, loðnar dokkir niður eftir Langimelur. Tæpimelur og Pumpugil eru á milli. Blesu[a?]torfa er móti Löngumýri við á. Klandragil er innst á Reykjadal, stærsta gil þar [jafnan nefnt Klambragil (FERLIR).]“
Þess skal getið, að þetta er vélritað eftir eiginhandarriti Pálma Hannessonar rektors, en sums staðar hefur hann skrifað svo óskýrt, að ekki verður lesið með öruggri vissu. Af þessum sökum er ekki hægt að ábyrgjast, að hér sé allt rétt upp tekið – 7.8.1966.
Til samanburðar má skoða örnefnalýsingu Þórðar Ögm. Jóhannssonar af sama svæði: „Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.)
Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í Grensdalur-104fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar er Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög er á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Sauðá kemur innan úr Kló og fellur í Varmá milli Reykjakots og Gufudals. Svæðið milli Gamla farvegs og árinnar. Árhólmar eru Móar á milli farvegsins og árinnar.
Mosar er hraunbrekkan á milli farvegsins og árinnar. Tjaldstaðabrún er efst á Mosunum. Þar lá gata. Skjónulág er graslaut, grasflöt í Mosunum. Grensdalur-105Mosalautir eur grasflatir í Árhólmunum. Jókutangi er tanginn þar sem Árhólmarnir ná lengst til norðausturs. Svartagljúfur er gljúfur norðan Mosanna. Þar rennur áin nú. Svartagljúfursfoss er foss efst í gljúfrinu. Klofningar eru Mosatunga norðan Svartagljúfurs. Nóngil er tvö gróin gil, norðan Klofninga.
Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna. Nóngiljabrekka: (K.G.) er grasbrekka norðan giljanna. Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni (K.G.). Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls. Ástaðafjall (Heim. notaði þessa mynd af nafninu). Gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst. Þúfa er ávalur smáhnúkur syðst á Ástaðafjalli. Frammýri er mýrarblettur undir Raufarbergi, að ánni. Þúfudalur eru lautir og dalverpi austur af Þúfunni, norðan Frammýrar. Kvíar eru róin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Kvíagaflhlað er hæð norðan Kvíanna. Gjósta er gróið dalverpi norðan Ástaðafjalls. Bitra er sléttur mói giljóttur, nær allt að Hengli. Gömul grágrýtisdyngja. (Sjá einnig Kröggólfsst). Molddalahnúkar eru Grensdalur-106gróðurlausir hnúkar norðaustan Ástaðafj. Molddalir (Litli og Stóri) eru gróðurlausar dældir milli Molddalahnúka. Hverakjálkar er hverasoðið dalverpi, giljótt, sunnan Molddalahnúka. Syðri-Brúnkollublettur eru gróin flöt upp (vestur) af Reykjadal norðan Hverakjálka. Nyrðri-Brúnkollublettur er gróin flöt norðar. Svæðið vestan Reykjadalsár, frá Nóngiljum, neðan brúnar, til norðausturs. Krossselsflöt er létt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum [hér er Fossdalsfoss og Djúpagilsfoss í fyrri örnefnalýsingunni sami fossinn (FERLIR].
Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Grensdalur-107Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Reykjadalur er dalurinn þar norður af. Í honum eru þessi nöfn; vestan ár til norðurs: Djúpagilsmýri er mýrarblettur norður frá fossinum. Ponta er smálaut þar norður af, neðan (austan) Molddalahnúka. Torfærumýri er lautur mýrarblettur norður af Pontu. Hveramýri er mýrarblettur með hverum, norður af Torfærumýri. Klambragil er gil með úfnum klettum, kemur frá vestri. Neðst í því er skáli U.M.F.Ö. [nú brunninn (FERLIR)]. Ölkelduháls er lágur háls austan Klambragils. Ölkelduhnúkur er hnúkur uppi á hálsinum. Fálkaklettar eru háir klettar fyrir botni dalsins. Norðan Fálkakletta er Lakahnúkur, í Grafningi. Austan ár til suðurs er Dalaskarð: Gróið skarð yfir á Grænsdal. Dalafell er fellið á milli Reykjadals og Grændals.

Grensdalur-108

Dalaskarðsmýri er mýrarblettur sunnan Fálkakletta, neðan Dalaskarðs. Klemensargil eða Skriðugil sunnan Dalaskarðsmýrar. Sigmundargil er gróið gil sunnar, þar var slegið. Grámelur er brattur melur móti suðvestri, móts við Djúpagilsfoss. Grámelsgil er smágil sunnan Grámels. Móklifsmýri er mýrarblettur sunnan Grámelsgils. Kúadalsöxl, vestri er hálfgróinn klettakambur, sunnan Móklifsmýrar. Smjörgróf er gróin laut neðan (sunnan) við Kúadalsöxlina. Strokkalágar eru grasbrekkur upp í melinn upp af borholunni. Kálfagrófarmelur er melhryggurinn austan Djúpagils. Kálfagróf er gróin kvos, skerst upp (vestur) í hrygginn. Fossdalshorn er endinn á Kálfagrófarmel, við Fossdalsfossinn.
Grjóthólmi er við ármótin þar, sem Grensdalur-109Reykjadalsá rennur í Hengladalaá, norðan hennar. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir er grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni. Hofmannaflöt er slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin. Löngumýri (Langamýri) er hallandi mýri upp í fellið, upp frá Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru grasbrekkur sunnan í fellinu ofar Löngum. Rjúpnafell er klettakambur ofan við Rjúpnabrekkur. Efri-Brekkur eru grasbrekkur ofan við Rjúpnafell. Efribrekkuhnúkur er hnúkur uppi á fellinu ofan við Efri-Brekkur.
Fláar eru grónar brekkur austur af Hofmannaflöt, að litlu gili, ónefndu. Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér Grensdalur-110fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær, kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.“
Og þá aftur að upphafsstað neðst í Grændal: „Reyrbrekka er lítil brekka mót austri, við Þrengslin. Stekkatúnsfell er hæðarhryggur ofan Stekkatúns, vestan Þrengsla. Þrengslin eu þar sem Grændalaáin kemur fram úr fjallinu og niður á flatann, þar er enginn gróður, aðeins melbakkar. Hveramói er rasteygingar innan við Þrengsli, þar eru hverir, móinn var slægju-land, gróður hefur minnkað þar síðan heim. voru í Reykjakoti. Hveramýri er ofan við Hveramóa, að mestu horfinn nú. Kúadalur er hvilft við eggjarnar, nokkur gróður á milli kletta. Þar er nú hver, sem ekki var í minni heim. Þar hefur og fallið skriða. Kúadalsöxl eystri eru eggjarnar ofan Kúadals. Suðausturhornið á Dalafellinu. Bændabrekka er grasbrekka með hverum norðan Hveramóa. Þar slógu áður þrír bændur segja munnmæli (Stutta-Gunna).

Stekkatun-3

Löngumýri (Langamýri ?) er mýri niður við ána, neðan Bændabrekku. Vörðudalur er hvilft uppi í brekkunni, norðan Kúadals, gróður hefur minnkað þar. Miðdalur er smádæld norðan Vörðudals. Stóridalur er stærri dæld norðan Miðdals. Skeiðflatardalur er dæld neðan Miðd. og Stórad. Heystöð eru grasbrekkur innar (norðar), þar var slegið. Sælugil er gróið gil með hverum innan við Heystöð, þar var heyjað. Hrafnhreiðurhólar eru hólar uppi við eggjarnar. Með Eggjum er heildarnafn á svæðinu frá Þrengslum og að Engjamúla.“ Síðan meira um Grændalseggjar: „Engjamúli, innri er gróinn hryggur frá Eggjum og niður að ánni. Grænsdalur eru inn frá Engjamúla. 

Stekkatun-4

Heimildarmenn mínir notuðu þetta nafn á dalnum og aðrir kunnugir, sem ég hefi heyrt bera sér það í munn. Sumir hafa haldið fram að dalurinn héti Grensdalur. Grændalsá rennur eftir Grænsdal og í Hengladalaá.“
Skoðum þá á ný svæðið vestan ár: „Vesturengjar eru eildarnafn á graslendinu vestan ár. Nóngiljalækir eru gróið gil innan Engjamúla, slægjuland. Húsmúli er gróinn mói, var sleginn. Sú tilgáta er til, að bærinn Engjagarður hafi verið í Grænsdal. Má vera að þessi örnefni bendi á að þar hafi hann verið. Grjótdalur er hvilft uppi við eggjarnar, sunnan Dalaskarðs.
Grjótdalssnið er stígur, sem lá upp úr Grjótdal og upp í Dalaskarð. Dalaskarð er skarð yfir í Reykjadal, áður getið. Dalaskarðshnúkur er Grensdalur-111hnúkur norðan Dalaskarðs. Vesturfossar eru gil sem rennur niður í Dalinn. Lækurinn kemur úr Álftatjörn. Grenbrekkur eru brekkur vestur frá Vesturfossum (K.G.). Álftatjörn er tjörn grunn, mýri í kring, norður af Folaldahálsi. Brúnir eru fyrir botni dalsins, „fara inn í Brúnir“.
Engjagarður er bær nefndur í Jarðab. Á.M. Ketill taldi líklegast að hann hefði verið vestan Engjamúla. Engjamúlaflöt er graslendið undir Engjamúla, frá Grændalsá (Þrengslum) og austur að Vesturmúla. Við brekkufótinn sér fyrir skurði. Í honum var leitt vatn úr Grændalsá í myllu, sem var við Vesturm.
155. Höfðaskyggnir: (K.G.) Hóll á brúninni upp af Engjamúlaflöt. Grændalsmói er þýfður mói, hærri, vestan vegarins niðri við Hengladalaána, austan óss Grændalsár. Austan túns að Sauðá og Tindarnir. Grófin er gróin laut upp frá ármótunum. Þar var sumarfjós frá Reykjum og síðar fjárhús frá Völlum, nú ræktun frá Gufudal.

Reykjadalur - Klambragil-3

Grasagrautarhóll er klettahóll austan Grófar að Sauðá.“
Framangreint eru ágætar lýsingar á örnefnum neðan, í og ofan við Reykjadal og Grændal (Grensdal), en við lesturinn má ætla að sérhver geti af honum orðið svolítið sjóveikur. Þá  er ráðið, einkum m.t.t. fagurleika svæðisins, að fá kunnugan leiðsögumann með í för (og jafnvel greiða honum svolítið fyrir vikið). Tryggja má með því að annars tilkomumikið svæðið lifnar við og gangan verður öllum miklum minnistæðari en ella.
Þegar Reykjadalur (Reykjadalir) og Grændalur (Grensdalur) eru skoðaðir í fyrri lýsingum FERLIRs má m.a. lesa um svæðið.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Ólafar Gunnarsdóttir um Reykjakot.
-Örnefnalýsing Þórðar Ögm. Jóhannssonar um Reykjakot.

Grændalur

Grændalur.

Glaumbær

Eftir að baráttan við berklaveikina fór að bera árangur og staða berklasjúklinga í þjóðfélaginu að batna, beindist líknarstaf Kvenfélagsins Hringsins inn á nýjar brautir. Þá fór félagið að styrkja fátæk og veikluð börn úr Hafnarfirði til sumardvalar í sveit. Barnaverndarfélag Hafnarfjaðar átti mikinn þátt í, að barnaheimilið Glaumbær var stofnað 1957 og lagði því talsvert fé.
Bátur á þurru landi við GlaumbæGlaumbær er í Óttarsstaðalandi. Tildrög þess að sumardvalarheimili tók þar til starfa árið 1957 voru þau að barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafði oft rætt á fundum sínum um nauðsyn þess að koma á fót sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Mjög erfitt hafði reynst fyrir foreldra að koma börnum á þessum aldri í sveit á sumrin og Hafnfirðingar höfðu aldrei átt barnaheimili fyrir þennan aldursflokk. KFUM í Kaldárseli hafði öðru hverju bætt úr mestu vandræðum fólks og tekið börn til dvalar stuttan tíma í einu, en aldrei sumarlangt. Rauði krossinn hafði einnig unnið gott starf á þessu sviði, og, og Kvenfélagið Hringurinn hafði árum saman styrkt hafnfirsk börn til sumardvalar í sveit.

Hleðslur í einni hamraborginni - sennilega eftir Theodór

Snemma árs 1957 var ljóst, að Kvenfélagið Hringurinn fengi ekki inni fyrir börn úr Hafnarfirði á sumardvalarheimilum Rauða krossins á Hörðuvöllum. Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á Hörðuvöllum var ætlað börnum á aldrinum 2-6 ára, og í vinnuskólann í Krýsuvík komust aðeins drengir á aldrinum 8-12 ára. Barnaverndarnefnd var ljóst, að nauðsynlegt var að reyna að brúa þetta bil, t.d. á þann hátt að koma á fót sumardvalarheimilli. Snemma árs 1957 komst nefndin á snoðir um, að sumarbústaður Theodórs heitins Mathiesens læknis suður í Hraunum væri til sölu, Hún skrifaði bæjarráði og óskaði eftir fyrirgreiðslu þess í sambandi við kaup á húsinu. Bæjarráð tók málaleitan nefndarinnar vel og lofaði ábyrgð bæjarins, ef nefndinni tækist að útvega lán til kaupanna. Enn fremur skrifaði barnaverndarnefnd þeim félögum í bænum, sem höfðu barnavernd og líknarstarfsemi fyrir börn á stefnuskrá sinni og óskaði eftir samvinnu þeirra um lausn málsins. Þetta bréf var dagsett 18. marz 1957.
Undirtekir voru mjög góðar. Tvö þeirra, Barnaverndarfélagið og Rauðakrossdeildin, tæmdu þegar sjóði sína. Þau gáfu 10.000 kr. hvert, og síðan jók Barnaverndarfélagið framlag sitt um 15.000 kr. og Rauðakrossdeildin bætti 20.000 kr. við framlag sitt. Barnaverndarnefnd útvegaði með aðstoð Axels Kristjánssonar í Rafha 40.000 kr. lán hjá Iðnaðarbankanum. Fleiri lögðu hönd á plóginn.
Klettaborgir GlaumbæjarÁ sumardaginn fyrsta þetta ár var Barnaheimilissjóður Hafnarfjarðar stofnaður. Tilgangur sjóðsins var að kaupa og reka barnaheimili fyrir hafnfirsk börn. Sjóðurinn keypti síðan sumarbústað Theodórs, er nefndist Glaumbær, 16. maí 1957 fyrir 80.000 kr. Glaumbær var á kyrrlátum stað skammt frá Hafnarfirði, stutt frá þjóðvegi, en þó úr alfaraleið. Húsið stóð á fögrum stað í skemmtilegu umhverfi, í snyrtilegum og vel ræktuðum lautarbolla, og klettaborgir gnæfðu við himinn allt um kring.
Hinn 16. júní 1957 hófust framkvæmdir í Glaumbæ. Húsið var lengt með viðbyggingu og fékkst þar mjög gott svefnloft fyrir 24 börn. Niðri var svefnstofa fyrir stúlkur, snyrtiherbergi með salerni og steypibaði, svo og rúmgóður gangur og pláss fyrir miðstöðvarketil. Einnig var byggt rafstöðvarhús og rotþró og unnið að ýmsum fleiri framkvæmdum.

Glaumbær

Sumardvalarheimlið í Glaumbæ tók til starfa 10. júlí 1957, og dvöldust þar 24 börn til 20. ágúst. Starfsemin gekk ágætlega, og þrifust börnin vel á heimilinu. Þau þyngdust að jafnaði um 4 kíló hvert, meðan á dvölinni þar stóð. Heimilinu veittu forstöðu hjónin Guðjón Sigurjónsson íþróttakennari og Steinunn Jónsdóttir. Þeim til aðstoðar var Ólöf Kristjánsdóttir. Þegar stafi heimilisins lauk í ágúst, var barnaheimilissjóðurinn orðinn mjög skuldugur, enda var starfsemin í Glaumbæ kostnaðarsöm. Sjóðurinn tók lán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, og fjársöfnun meðal bæjarbúa var haldið áfram. Var því unnt að hefja starfsemi barnaheimilisins á ný sumarið 1958.
Barnaheimilið í Glaumbæ var starfrækt með líku sniði á hverju sumri frá 1957-68, en þá var starfseminni þar hætt, m.a. vegna hugsanlegrar mengunarhættu frá Álverinu í Straumsvík, sem var að hefja starsfemi sína um þær mundir.

Glaumbær

Glaumbær sem sumarhús.

Húsið stóð lengi autt uns það brann, líkt og nafni þess í Reykjavík nokkrum árum síðar. Enn má sjá klettaborgirnar sem og aðrar minjar um veru barnanna í Glaumbæ á framangreindu tímabili.
Óttarsstaðir var hof- og kirkjustaður fyrr á öldum. Þar er grafreitur, jafnvel á fleiri en einum stað. Heimild er fryrir því að árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan brann. Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkjusókn. Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir.

Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi. Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803. Í jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns. Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði.

Glaumbær

Glaumbær sem barnaheimili. Á meðfylgjandi mynd af Glaumbæ má húsið eftir að það var lengt sem og stíginn heim að húsinu. Í dag sést grunnur hússins enn sem og stígurinn.

Klettaborgirnar ofan við Glaumbæ gefa tilefni til að rifja upp gamla deilu um landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur þar sem segir „… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifaði Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík … Önnur athugasemd var gerð og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahraunshverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni. Nefnd Markhella er allnokuð austan við Búðarvatnsstæðið og Markhelluhól.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða. Markhellan er allnokkuð austar.

Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca. km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eina sanna Markhella og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hana. Á hólnum er lítil varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs. Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á síðustu öld. Steindranginn, sem nefndur er í lýsingunni, er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við helluna út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark, hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhvern tímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir þessu við undirskrift bréfsins og að hægt var að ruglast á stöðunum vegna líkra nafngifta.

Heimild m.a.:
-Saga Hafnarfjarðar, Ásgeir Guðmundsson, 1983.
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
Glaumbær