Gapi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1930 er hluti “Úr lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna eftir séra Jón Vestmann, 1840” undir fyrirsögninni “Skýrslur um hella, teknar úr sóknalýsingum presta, frá þvi um 1840”. Þar fjallar Jón um fjárhellana ofan Selvogs, í Selvogsheiði (Strandarhæð), Sængurkonuhelli í Herdísarvíkurhrauni og fjárskjólin í Krýsuvíkurhrauni austan Krýsuvíkur:

Sængurkonuhellir

Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurhrauni.

“Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteinsfjöllunum , engir eru þar hellirar eður stórgjár; — þó er þar 1 hellir, kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn; þessi hellir er annars ekki stór.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: a. Strandarhellir, rúmar 200 fjár. b. Bjargarhellir, álíka stór. c. Gapi, tekur um 60 kindur. d. Vestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir, og bezta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina, svo alltíð má beita fé undir vind, af hverri átt, sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum; er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum. Fyrir hér um bil 100 árum, eður má ske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík, að nafni Arngrímur, mig minnir: Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hndr. Hann hafði fé sitt við hellir þennan. Hann skyldi hafa átt 99 ær grákollóttar. Systir hans átti eina á, eins lita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni en hún yfirlét honum ána, sárnauðug. Sama veturinn, seint, gjörði áhlaupsbil, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá allt hans fé fram af Krýsuvíkurbergi, hér og þar til dauðs og algjörlegs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið, en vindurinn rak til hafs. —

Gvendarhellir

Gvendarhellir – Hús Krýsuvíkur-Gvendar framan við hellismunnann.

Í hengisfönninni framaní bergbrúninni stóð Grákolla alein, er hann fékk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fénu. Tekur hann ána þá og reynir í þrígang að kasta henni framaf berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niðurfyrir, en jafnótt og hún losnaði í hvert sinni við hendur hans, brölti hún upp að hnjám honum. Loksins gaf hann frá sér, og skal hafa sagt löngu seinna, að útaf á þessari hefði hann eignazt 100 fjár. — Þetta hefi ég að sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. —

Gvendarhellir

Í Arngrímshelli (Gvendarhelli).

Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og murði hann í sundur, og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.
Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, byggði nýbýlið Læk, aldeilis að stofni, átti margt fé, hélt því við áðurnefndan hellir, en þar honum þótti langt að hirða það þar, byggði hann þar annan bæ, dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi, af- og al-þiljuðu, með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Byggði hann hús þetta framan við hellirsdyrnar og rak féð gegnum göngin útúr og inní hellirinn. Hlóð af honum með þvervegg. Bjó til lambastíu með öðrum; gaf þeim þar, þá henta þótti; bjó til jötur úr tilfengnum hellum allt í kring í stærri parti hellirsins; gaf þar fullorðna fénu í innistöðum (sem verið mun hafa allt að 200m eftir ágetskun manna). Flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn, á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfellt yfir kindum sínum, aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp, yfir sjötugt, og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár á baki.”

Fjárskjólshraun

Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.

Einhverra hluta vegna gat Jón Vestmann ekki um fjárskjólið góða skammt suðaustan við nefndan helli Arngríms og Guðmundar í Fjárskjólshrauni. Ekki er útilokað, vegna þess hversu stutt er á milli fjárskjólanna, að það austara hafi verið athvarf Arngríms, enda mun nær Krýsuvíkurbergi og aðgengilegra að því þaðan og aðgengi að berginu auðveldara. Inni í fjárskjólinu ú Fjárskjólshrauni er hlaðið athvarf fyrir smala, sem nú hefur að nokkru fallið saman.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1930, Skýrslur um hella, teknar úr sóknalýsingum presta, frá þvi um 1840 – Úr lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna eftir séra Jón Vestmann 1840, bls. 76.

Fjárskjólshraun

Í Fjárskjólshraunsskjóli í Fjárskjólshrauni.

Fornagata

Fé hefur frá landnámi verið brautryðjendur í að leggja götur um holt og hæðir og hafa því ómetanlega reynslu. Gott var fyrir vegamálastjóra síðari tíma að hafa slíka ráðgjafa. Fjárgöturnar mörkuðu fyrstu þjóðleiðirnar fyrrum og því miður reyndist öðrum vegfarendum lengi framan af erfitt að finna aðrar greiðfærari leiðir.

Straumsselsstígur

Fornaselsstígur og Gjáselsstígur – dæmi um gleymdar menningarminjar.

Selstígar frá örófi alda voru fjárgötur. Stígar um fjöll og hlíðar voru fjárgötur. Maðurinn fetaði sig eftir þeim því þær voru þær einu merkjanlegar sem til voru. Það var ekki fyrr en löngu seinna að mennirnir fóru að leggja vegi, en þá jafnan á milli fjárgatnanna. Það var ekki fyrr en með tilskipunum konungs eftir miðja 19. öld að byrjað var markvisst að leggja brautir eða vegi millum helstu þéttbýlis- og verslunarstaðanna.
Enn í dag byggjast merktar gönguleiðir fyrir fólk ofan byggða á gömlu fjárgötunum. Í Þórsmörk t.d. er leiðin á milli Bása og Skóga gömul fjárgata. Oft vill gleymast, þrátt fyrir sögulegar staðreyndir, að kindin á miklu mun auðveldar með að fóta sig í bröttum skriðum og hlíðum fjalla en maðurinn. Þrátt fyrir það hefur áhugafólk um úrbætur á ferðamannastígum þráast við að feta sporið út fyrir kindagötunar, en reynt að halda í fyrri hefðaleiðir þeirra.
Fjárgötur eru jafnan krókóttari en leiðir mannanna, sem hafa haft tilhneigingu til að stytta leiðir á milli einstakra staða og sníða þá að fótum og fararskjótum sínum, í fyrstu hesta, síðar vagna og loks bíla…

Sjá meira um fornar leiðir á Reykjanesskaganum HÉR og HÉR.

Selsvellir

Selsvallaselsstígur.

Búrfellsgjáarrétt

Fjárréttir á Reykjanesskaganum eru ekki svo gömul fyrirbrigði. Þær elstu eru frá því í lok 19. og byrjun 20. aldar. Reyndar eru til minjar um eldri réttir, en þær tengjast venjulega rúningum eða fráfærum. Til eru litlar safnréttir, en þá venjulega nálægt bæjum, enda ekki rekið á afrétt fyrr en eftir að selstöðurnar lögðust af um og eftir 1870. Hugtakið “afréttur” hefur breyst mikið frá fyrri tíð þegar fé var haldið upp frá bæjum á afmörkuðum svæðum uns bændur tóku sig saman og ráku fé upp til heiða í byrjun sumars og söfnuðu því síðan saman að hausti til úrdrátta.

Garðastekkur

Garðastekkur, tóftin óljós lengst til vinstri, og Garðarrétt. Fjárborg ofan við réttina, sennilega frá stekkjartímanum.

Sérhver bóndi hafði fé sitt í seli, að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars. Í selinu, sem oftast var ofarlega eða jafn yst á landamerkjum, gætti smali fjárins og selsmatsseljan mjólkaði og vann afurðirnar. Fátt fjár var þá á bæjunum, enda flestir kotbýli er byggðu afkomu sína á útvegi.

Hlíðarborg

Hlíðarborg. Síðar stekkur.

Við endalok selsbúkaparins færðist vinna smalans og selsmatsseljunnar heim á bæ. Selsstekkurinn færðist þangað. Stundum var hann heimfærður upp á “heimasel”. Stekkjartíminn var einhver skemmtilegasti tími vorsins og jafnvel alls ársins. Eftir Jónsmessuna komu fráfærurnar, þá var það einn góðan veðurdag, að ærnar voru reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim, líkt og í seljunum fyrrum. Sumir heimastekkjanna urðu síðar að réttum. Þannig varð Garðastekkur, sem enn sést þótt grasi gróinn sé orðinn, að rétt fyrir Garðabæina.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt.

Geldfé var hins vegar sleppt á vorin, bæði sauðum og gemlingum, svo snemma sem tök voru á, þar sem það var ekki látið eiga sig úti mestan hluta vetrarins. Því var smalað á vorin, oftast um faradagaleytið, og rúið.
Í dag er “afréttur” landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Þannig hefur búskaparháttum verið varið í u.þ.b. 150 ár á Reykjanesskaganum. Síðustu árin hefur fé í auknum mæli verið haldið í afmörkuðum beitarhólfum. Hefðir og aðferðir hafa breyst frá einum tíma til annars.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Stekkurinn, síðar rétt.

Á Skaganum eru allmargar grjóthlaðnar fjárréttir, sumar hverjar meistara vel gerðar. Má þar t.d. nefna Vörðufellsréttina, Girðingarréttina og Geitafellsréttina (Gjáréttina) í Selvogsheiði, Bakkarétt og Þingvallarétt, Árnakróksrétt ofan Selvatns, Eldborgarrétt, Arnarfellsrétt og Bæjarfellsrétt í Krýsuvík, Borgarhraunsréttina ofan Ísólfsskála, Búrfellsgjárréttina og Selflatarétt í Grafningi. Nýlegri réttir eru t.d. Fossárréttin í Kjós, Þórkötlustaðaréttin í Grindavík, Hafravatnsrétt og Skógarhólarétt á Þingvöllum.

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

Rúningsréttir má finna víða nálægt bæjum. Fær er rúningsréttin í Stóra-Hamradal, Kálfellsrétt, Þorbjarnarstaðarétt, Straumsrétt, Óttarsstaðarétt og Dísurétt.
Minjar fjárréttanna, þótt þær séu ekki mjög gamlar, eru mikilvægur vitnisburður um búskaparhættina fyrrum og ber því að varðveita sem slíkar. Nokkrar réttanna hafa verið annað hvort eyðilagðar eða beinlíns verið fjarlægðar líkt og Hraunsréttin ofan Hafnarfjarðar og Meðalfellsvatnsréttin í Kjós. Aðrar hafa orðið skógrækt að bráð, s.s. gamla Fossárréttin.
Réttir á Reykjanesskagnum eru 204 talsins. Sjá myndir af mörgum þeirra HÉR.

Heimild:
-Íslenskir þóðhættir, Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Ísafoldarprentsmiðja 1961, bls. 172.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.

Fjárskjól

Fjárskjólin eru fjölmörg á Reykjanesskaganum (163 talsins). Um eru að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar féð var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið.

Katlahraun

Fjárskjól í Katlahrauni.

Enn má sjá minjar fjárskjólanna, langflestar í skútum, hellum eða undir slútandi klettum. Fyrirhleðslur eru jafnan úr tilfallandi efni; grjóti með dyraopum. Skjólin eru algengari í hraunum á vestanverðum Skaganum, enda aðstæður þar sérstaklega hagstæðar til skjós fyrir fénað en á berangri og jökulsörfnum hlíðum hans að austanverðu, að Þingvallasvæðinu slepptu. Þau má gjarnan finna nálægt bæjum eða við aðra nýtingarstaði, s.s. selin.
Hús voru ekki byggð sérstaklega yfir fé á þessu landssvæði fyrr en á 20. öld. Þangað til var notast við náttúruleg skýli með smávægilegum lagfæringum. Skjól nálægt bæjum voru jafnan nefnd ból, sauðahellir eða lambakró. Við selin voru þau yfirleitt nefnd eftir örnefnunum, sem hýsti þau, s.s. Þúfhólsskjól, Rauðhólshellir, Grænhólsskjól, Sjónahólsskjól, Meitlaskjól, Tóhólaskúti, Skógarnefsskjól, Vatnagarðahellir, Katlahraunsskjól, Sauðabrekkuskjól og Hrauntunguskjól, eftir staðarheitinu; Eimuselsskjól, Setbergsselshellir, Litlalandsfjárskjól, Hamarskotsselshellir, Fornaselshellir, Kálffellskjól og Þingvallahellir, eftir ábúandanum; Oddshellar, Þorsteinshellir og Gvendarhellir (Arngrímshellir) eða eftir tiltekinni kind; Gránuskúti og Kápuskjól.

Bjargarhellir

Bjargarhellir – hleðslur.

Þar sem hellar voru langir var hlaðið fyrir rásina til að takmarka frekari inngang fjárins, s.s. í Bjargarhelli, Strandarhelli og Rauðshelli.
Í eða við einstaka skjól má sjá bæli fyrir smala, s.s. í Efri-Straumsselshellum, Fjárskjólshraunsfjárhelli og við Gvendarhelli í Krýsuvíkurhrauni.
Fjárskjólin fjölmörgu, sem og aðrar minjar á svæðinu, þarf að varðveita og umgangast af nærgætni og með virðingu.
HÉR má sjá myndir af nokkrum fjárskjólanna á Reykjanesskaganum…

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Lónakot

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Lónakot segir um landssvæði bæjarins ofanvert:

Lónakotssel

Lónakotssel.

“Svo er nafnasnautt upp undir veginn, en um hann liggja hraunbrekkur þvert. Þær heita Högnabrekkur. Svo er þar á vesturmerkjum, nokkuð ofan vegar, Taglhæð og Hólbrunahæð. Enn ofar er svo Lónakotssel. Ofan þess liggur hraunás þvert yfir landið, sem heitir Skorás, og þar, sem landið nær lengst í suður, heitir Mið-Krossstapi. Meira er svo ekki til hér að sinni.”
Vesturlandamerki Lónakots í Lónakotsseli lágu um Skorás, í áberandi vörðu, sem þar er. Skammt austar er landamerkjavarða utan í klapparhól, líkt og segir í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar. Landamerkjavarðan sú (með hattinn) stendur enn óröskuð. Skammt vestan hennar er austasti selstekkurinn.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um Lónakots segir m.a. um framangreint svæði:

Lónakotssel

Lónakotssel – Skorásvarða.

“Ofan vegar liggur landamerkjalínan um Taglhæðarvörðu á Taglhæð. Þaðan um Hólsbrunn og Hólsbrunnsvörðu á Hólsbrunnshæð, sem eiginlega er klapparflatneskja allmikil um sig. Héðan liggur svo línan um Skorásvörðu á Skorás og þaðan í Mið-Krossstapa.

Lónakotssel

Lónakotssel – landamerkjavarðan með “hattinn”.

Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða “Klett” austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum. Norður frá Skorási er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali var klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.”

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um svæðið norðan Lónakotssels:

Bekkjaskjól

Bekkjaskjól.

“Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunnshæðinni. Þar var mikið bláberjalyng og var mikið farið þangað til berja í gamla daga. Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni suður yfir Seljahraun og þaðan upp í Mjósundavörðu. Skammt vestur af vörðunni eru Bekkir og fyrir ofan þá Bekkjahraun. Þar var gríðarmikill fjárhellir, hlaðinn og reft yfir, kallaður Bekkjaskútinn. Er hann í alldjúpri laut eða jarðfalli, sem kallast Bekkjahraunsker. Framan við hellinn óx fyrrum mikil birkihrísla. Hana kól í frostunum 1918, en rafturinn er þarna enn.

Brennisel

Brennisel.

Töluvert vestur af Bekkjunum eru Brenniselshæðir. Þar eru tveir fjárskútar, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er feiknastór og var yfirreftur, en nú er það fallið niður. Jarðfall uppgróið er fyrir framan hann. Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita. Vestur og niður af þeim er hæð, sem nefnist Breiðás. Skammt suður frá fjárbyrginu eru Litluskútar og þar austur af slétt hæð, sem nefnist Litliás.

Sveinshellir

Sveinshellir.

Skógargatan liggur suður rétt við Rauðumelana, vestan við Gvendarbrunnshæð, áfram yfir Seljahraun og upp Mjósundin. Þá liggur stígurinn á brún grunnrar lægðar. Í henni, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið. Varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu.”

Lónakotssel

Lónakotssel – fjárskjól.

Í bókinni “Örnefni og Gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, sem Sesselja Guðmundsdóttir, skrifaði, segir um framangreint svæði:
“Þegar staðið er á Taglhæð sést sléttlendi nokkurt til suðausturs og þar ofar blasir Skorás við en það er hæð sem liggur til suðvesturs út frá Lónakotsseli í Hafnarfjarðarlandi. Við augum blasir þversprunginn klapparveggur og ber hæðin Skorásnafnið því með sóma. Sunnan til á ásnum er varða sem heitir Skorásvarða en hennar er getið í gömlum merkjalýsingum.”

Líkt og fram kemur hér að framan eru þrjár “aðgreindar seljatættur” í Lónakotsseli, auk einnar stakrar. Tóftin sú hefur væntanlega verið eldhús frá vestasta tóftarhólnum. Lýsingin passar vel við fjölda stekkja á svæðinu. Þeir eru þrír; einn nyrst, annar austast og sjá þriðji í jarðfalli vestan við selið. Í því er einnig fjárskjól.

Í Brenniselshæðum eru reyndar ummerki eftir eldri selstöður er höfðu þjónað sama tilgangi fyrrum. Þar er og að finna kolagrafir er styðja tilvist þeirra.

Heimildir:
-örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði.
-Örnefni og Gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, Sesselja Guðmundsdóttir, bl.s 119.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Reykjanes

Léo M. Jónsson í Höfnum skrifaði grein í Faxa árið 2008, sem hann nefndi “Ökuferð um Hafnarhrepp“. Í henni fjallar Léo m.a. um staðhætti, örnefni og sagnir á “hinu eiginlega Reykjanesi” og nágrenni:

Leó M. Jónsson

Leó M. Jónsson.

“Þegar haldið er lengra suður eftir veginum er komið á hæð þar sem vegurinn sveigir til austurs. Beint af augum er gamalt eldfjall, Sýrfell, en á milli þess og Reykjanessvita, sem stendur á hinu 50 m háa Vatnsfelli, í suðvestri, en fellið heitir eftir stórri tjörn sem er við það, eru Rauðhólar og Sýrfellsdrög. Vitinn er 28 m a hæð og því 78 m yfir sjávarmáli. Mannvirkin norðvestan við Rauðhóla er Sjóefnavinnslan (oft ranglega nefnd Saltverksmiðjan). Einnig blasir við nýreist Reykjanesvirkjun. Hér blasir hið raunverulega Reykjanes við augum sem Reykjanesskaginnerkenndurvið. Sérkennilegi hnjúkurinn með u-laga skarði í, sem sést héðan vestan vitans, nefnist Valahnjúkur. Lengst til hægri sést strýtan á móbergsdrangi sem nefnist Karl en hann stendur í sjónum skammt suður af vestasta tanga Reykjanessins sem nefnist Önglabrjótsnef og teygir sig út í sjóinn í átt til Eldeyjar. Þjóðsagan segir að tröllkarl og kerling, sem bjuggu í Eldey hafi vaðið til lands og haldið á kú að leiða til nauts. Tókst ekki betur til en svo að vegna tafa dagaði þau uppi og urðu að steini. Karlinn stendur þarna enn úti í sjó en Kerling, hátt eldvarp, sem stóð sunnar uppi á landi, brotnaði niður fyrir löngu.

Eldey

Eldey

Eldey.

Eldey er sérkennileg 77 m há þverhnípt klettsey sem liggur tæpa 15 km frá landi og er talin m.a. vera mesta súlubyggð Evrópu (alfriðuð). Milli Eldeyjar og Reykjaness er Húllið – fjölfarin siglingaleið. Vegarslóði á hægri hönd liggur niður í Stóru-Sandvík og að gamla Reykjanessveginum þar sem heitir Skjótastaðir en það er hár höfði norðan við víkina og mun þar hafa verið byggð fyrr á öldum. Annar vegarslóði liggur í Stóru-Sandvík niðri í dalverpinu framundan. Frá útskoti (6,7) við enda beygjunnar til austurs sést ofan í Stóru-Sandvík vaxna melgresi. Handan hennar í suðri tekur við talsvert hraun, kolsvart og sviðið með foksand í flákum. Stamparnir þrír, sem blasa við framundan handan víkurinnar, eru sérkennilegir eldgígar og eftir þeim nefnist hraunið Stampahraun og nær fram í sjó. (Hér voru reist háspennumöstur, þrátt fyrir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir jarðstreng frá virkjuninni að Sýrfelli. Sú breyting er vondur vitnisburður um menningarstig Suðurnesjamanna að mati höfundar!).

Eldey

Eldey.

Eldgígarnir tveir sem sjást suðvestar, lengra til hægri og utar á nesinu, nefnast Eldborgir. Eins og við er að búast eru þessir upptyppingar notaðir sem mið til staðsetningar fiskiskipa úti á Eldeyjarbanka.
Sú Eldborganna sem sést af grynnra vatni nefnist Eldborg grynnri og stendur sunnar og nær sjó. Eldborg dýpri nefnist sú sem sést af dýpra vatni. Er hún stærri og stendur vestar. Þar heitir Eldborgahraun. Fjær til norðausturs eru mikil ummerki eldsumbrota. Eru það nefnd Eldvörp. Hafnamenn nefna það einnig í daglegu tali hörzl, þ.e. ójöfnur. Stamparnir, Eldborgirnar og aðrar eldstöðvar, eru eins og misstórir hnútar á svörtu bandi í landslaginu og setja ógnþrunginn svip á umhverfið, jafnvel svo að sumt fólk verður hrætt og þorir ekki að dvelja lengi á svæðinu af ótta við eldgos – enda er hér eldur undir, sem sést m.a. á hverasvæðinu, gufuaflsvirkjuninni og blásandi borholum austan Reykjanesvita.

Mönguselsgjá

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík og gjárnar ofanverðar.

Þar sem vegurinn sveigir aftur til suðurs gengur stór gjá upp frá sjó og inn í landið. Hún nefnist Mönguselsgjá og liggur nyrst upp úr Stóru-Sandvík. Gjáin er ein af mörgum sem mynda sprungubelti. Jarðskorpan gliðnar hér á miklum hrygg og jarðeldasvæði sem liggur í miðju Atlantshafi frá suðri til norðurs. Landsig sést greinilega þegar horft er um öxl til Mönguselsgjár eftir að komið er upp á Stampahraun. Yfir Mönguselsgjá (ekki Tjaldstaðagjá sem er stærri og sunnar) hafa lafafrakkamenn, úr Keflavík, byggt brú til að drýgja tekjur sínar af erlendum ferðamönnum með því að telja þeim trú um að þarna séu meginlandaflekar Ameríku og Evrópu að reka hvor frá öðrum. Greinarhöfundur er einn þeirra Hafnabúa sem hafa skömm á tiltækinu og líta á þetta sem pretti – í skásta falli fiflagang og Suðurnesjamönnum til vansæmdar enda hafa jarðvísindamenn bent á og staðfest að landrekið kemur ekki fram á þessum stað heldur miklu austar (nánar tiltekið austur í Hreppum).

Tjörn gerð af mannavöldum

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Nú komum við að syðri troðningnum sem liggur niður í Stóru-Sandvík. Hér var melgresi sáð um 1950 til að hefta sandfok. Eins og sjá má hefur það tekist vel. Tjörnin sem prýðir svæðið og laðar að sjó og vaðfugla í stórum flokkum, myndaðist ekki fyrr en melgresið hafði stöðvað fokið. Hún er því gerð af mannavöldum! Afleiðingar hrikalegra náttúruhamfara blasa við í Stampahrauni í suðvestri og Eldvörpum í austri. Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið Iangt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum. Til að girða fyrir misskilning skal aftur ítrekað að Reykjanesskagi og Reykjanes er tvennt ólíkt þótt skaginn dragi nafn af þessu litla nesi yst á honum.

Heimildir um landskjálfta

Stampar

Stampar.

Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjanesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. í annál er greint frá eldi í „Grindavíkurfjöllum” árið 1661 oghafi séstoft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker. Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um fyrir Reykjanesi eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsóknir á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005).

Forsetahóll

Reykjanes

Reykjanes. Forsetahóllinn efst til vinstri.

Á mótum vegar að Reykjanessvita eru um 11 km frá syðri hraðahindruninni í Kirkjuvogshverfi. Vegurinn liggur fyrst í vestur að Sjóefnaverksmiðjunni, síðan í norðvestur fram hjá gúanóverksmiðju en skammt þaðan er vinkilbeygja til vinstri á veginum að vitanum og út að Valahnjúki. Þessar verksmiðjur eru hér vegna jarðhita sem fæst úr borholum en þær eru með öflugustu borholum landsins um og yfir 10 megavött hver. Spölkorn frá kröppu beygjunni er grasi vaxinn hóll eða fell á vinstri hönd sem nefnist Litlafell og einnig Forsetahóll (en þennan hól gáfu bræðurnir Ketill og Oddur Ólafssynir frá Kalmanstjörn forsetaembættinu í tíð Sveins Björnssonar, að hans raði (en ekki Hafnamenn sem þakklæti fyrir veg út á Reykjanes eins og ég hafði áður haldið fram og haft ákveðna heimildarmenn að) – til að forsetinn gæti aðstoðað þá við að fá ruddan slóða út á Reykjanes – sjá bréf Marons heitins Vilhjálmssonar frá Merkinesi sem birt er hér aftan við greinina). Suðaustan við Litlafell, í hvarfi frá veginum, er mjög fallegt stórt blátt lón. Sé gengið upp á Litlafell blasir lónið við og hverasvæði upp af því, að sunnanverðu.

Reykjanes

Reykjanes – Forsetahóll.

Ekið er um hlað vitavarðarhússins (þar er snyrtiaðstaða fyrir ferðafólk) og áfram út að Valahnjúki. Við strönd Reykjaness og báðu megin nessins hafa orðið mörg og mikil sjóslys á þessari öld. (Greinarhöfundur hefur skrifað sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar í Höfnum. Þar er m.a. fjallað nokkuð ítarlega um stærri sjóslys á þessu svæði. Greinin er einnig birt á vefsíðu höfundar www.leoemm.com). Við Reykjanes strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar 1950. Skipið varð vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og á leið til útlanda dregið af dráttarbáti, sem það slitnaði frá í ofsaveðri. Um borð voru 50 skipverjar. Hvers vegna 50 manns voru um borð í vélarvana skipi sem draga átti til útlanda af dráttarbáti bíður sagnfræðinga að rannsaka. Þarna fórust 27 manns en 23 tókst að bjarga.

Niðurlag

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Mörkin á milli gamla Hafnahrepps (nú Reykjanessbæjar) og Grindavíkur liggja á Reykjanesi í línu frá tindi Sýrfells í þúfu í Valbjargargjá strax sunnan Valahnjúks og þaðan í kamb Valahnjúksmalar. (Eftir þinglýstu skjali nr. 240479 dags. 16/1/79). Ástæða er til að geta þess að í þessari grein er stuðst við upplýsingar staðfróðra heimamanna í Höfnum um örnefni. Mest munar þar um örnefnasafn og lýsingu Hinriks í Merkinesi á staðháttum í gamla Hafnahreppi sem hann vann fyrir Örnefnastofnun 1978. Á nokkrum stöðum eru önnur heiti notuð á sumura kortum Landmælinga ríkisins en í þessari grein. Þau eru eftirfarandi: Á korti stendur Valahnjúkar. Í Höfnum er aðeins talað um einn Valahnjúk. Á korti eru 5 Stampar sagðir í Stampahrauni. Í Höfnum eru 3 gígar næst vegi nr. 425 nefndir Stampar. Þeir tveir sem eru sunnar á nesinu nefnast Eldborg grynnri og Eldborg dýpri og þar er Eldborgahraun. Á korti stendur Eldvarpahraun. Í Höfnum er talað um Eldvörp á þeim stað. Norðarlega upp af Hafnabergi er hóll sem nefndur er Berghóll á korti. Í Höfnum heitir þessi hóll Bjarghóll (hann er við Sigið (á Siginu) þar sem sigið var í bjargið). Á korti er hluti strandarinnar undir Valahnjúki nefnd Miðgarðamöl. Í Höfnum heitir þessi staður Valahnjúksmöl (eins og er á a.m.k. einu kortanna í mkv. 1:100.000). Gjáin sem gengur upp úr Stóru Sandvík (sú sem hefur verið brúuð við hlið vegarins!) nefnist Mönguselsgjá eftir Möngu frá Kalmanstjörn sem var selsstúlka fyrrum en ummerki selsins er að finna austarlega í gjánni. Þessi gjá hefur ranglega verið nefnd Tjaldstæðagjá í fréttatilkynningum frá Ferðamálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Sú gjá nefnist réttu nafni Tjaldstaðagjá. Hún er breiðari en Mönguselsgjá og liggur spölkorn sunnar.”

Með greininni fylgir bréf frá Ron (maron) frá Cooktown í Ástralíu:

Bréf frá Astralíu: Cooktown 15.3.04
Blessaður Leó!

Reykjanes

Reykjanes – Forsetahóll.

Þú ert kannski hálfundrandi á að fá bréf á íslensku frá Ástralíu. Í eina tíð hét ég Maron í Merkinesi, fæddur þar og uppalinn.
Ástæðan fyrir þessu bréfkorni er Leiðarlýsing þín um Hafnir. Ég er þér sammála um flest eins og t.d. „skrímslið” en hugmynd þín um Forsetahólinn er alröng. Mundu að ég þekkti Kedda Ólafs (Ketil Ólafsson frá Kalmanstjörn) frá barnæsku. Sagan er sú – beint frá Kedda – að hann var búinn að klára allan sandinn í Hundadalnum og vantaði leið suður eftir. Hann (Keddi) og Oddur voru búnir að ræða við Vegamálastjóra, ýmsa ráðherra og embættismenn um akfæra braut svo hægt væri að koma liði og tækjum nálægt strandstað en ekkert gekk; þeir vísuðu hver á annan, eins og embættismanna er vandi, þangað til hraut út úr Kedda:

Reykjanesviti

Reykjanes – Forsetahóll. Steyptir hliðarstólpar fremst.

„Andskotinn, – við verðum víst að tala við forsetann sjálfan”! Oddur þagði smástund og svaraði svo: „Já, við erum búnir að tala við alla aðra.” Þeir tóku strikið út á Álftanes og knúðu dyra á Bessastöðum. Sveinn Björnsson tók vingjarnlega á móti þeim og hlustaði á mál þeirra. (Oddur var talsmaðurinn). Forsetinn íhugaði málið um stund en sagði svo: „Já, þetta er greinilega ábyrgðarmál en sjálfur get ég ekkert gert, ég er bara forseti. Skiljið þetta eftir hjá mér og ég skal athuga hvort ég eigi ekki hönk upp í bakið á einhverjum þessarra svokölluðu ráðamanna.”

Reykjanes

Reykjanes – kort frá 1903.

Stuttur tími leið þangað til forsetinn hringdi í Odd á Reykjalundi og sagði honum „það er engin leið að fá neitt af viti frá þessum pólitískusum, einfaldasta bakferlið er að þið gefið forsetaembættinu sumarbústaðarland á Reykjanesi.” Bræðurair voru til í það og gáfu hólinn, sem nú er kallaður „Forsetahóll”. Það var góður slóði frá Kistu til vitans en hin hraunin þurfti að ryðja. Eftir að embættið hafði þegið gjöfina gat Sveinn forseti farið fram á að slóðinn yrði ruddur. Vegurinn kom nokkrum árum seinna og vann ég við hann, þrettán ára að aldri, en það er allt önnur saga.
Sem sagt, forseti fékk hólinn í gegn um „bakdyramakk” en fékk hann ekki í þakklætisskyni.
Kveðjur,
Ron:

Heimild:
-Faxi, 1. tbl. 01.02.2008, Ökuferð um Hafnarhrepp – Leó M. Jónsson, bls. 9-11.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík. Mynd EG.

Selsvellir

Í Faxa 1960 er “Ferðaþáttur III” eftir Hilmar Jónsson. Þar fjallar hann um ferð félaga í Ferðafélagi Keflavíkur á Selsvelli og nágrenni:

Selsvellir
“Eins og lesendum Faxa er kunnugt, var starfsemi Ferðafélags Keflavíkur fremur lítil í fyrra, aðeins ein ferð var farin á vegum félagsins. Nú hefur brugðið mjög til hins betra um hag félagsins. — Þegar þetta er skrifað hafa 5 ferðir verið farnar, en það er einni ferð fleira en gert var ráð fyrir í áætlun F.K. — Eflaust er þessi ágæti árangur mikið veðrinu að þakka, en framhjá hinu verður ekki gengið, að í ár hafa félaginu bætzt starfskraftar, sem ríða baggamuninn. — Á ég þar við smiðina Magnús og Bjarna Jónssyni, að ógleymdum konum þeirra. En á síðasta aðalfundi var Magnús kosinn varaformaður, en Ásta Arnadóttir, kona Bjarna, gjaldkeri. Þetta fólk hefur myndað kjarnann í flestum ferðum félagsins í sumar. Og í fyrstu ferðinni, sem var gönguferð á Trölladyngju og nærliggjandi staði, var Magnús Jónsson leiðsögumaður. Lagt var af stað í þá ferð kl. 8 að morgni hins 6. júní.
Selsvellir
Þátttakendur voru 17. Þykir það mjög gott, jafnvel í höfuðstaðnum, þegar um gönguferð er að ræða. Á Höskuldarvelli vorum við komin um kl. 10, þar var setzt að snæðingi. Þá var hæg gola og leit út fyrir bezta veður. En að hálftíma liðnum var byrjað að rigna og það veðulag hélzt til kvölds. Fyrst var haldið á Selsvelli. — Þrátt fyrir veðrið voru allir í góðu skapi, sérstaklega lá vel á Guðmundi Magnússyni, sem fór með óprenthæfan kveðskap kvenfólkinu til andlegrar uppbyggingar.
Í Árbók F.Í. 1936 skrifar Bjarni Sæmundsson um Suðurnes. Hann segir: „Einn fallegasti staðurinn á suðurkjálkanum, og einn sá, er verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af vestur hálsinum. Þeir byrja, má segja, þegar komið er inn úr þrengslunum og ná „milli hrauns og hlíðar” 2 1/2 km. inn með hálsinum, rennsléttir og grösugir. Tærir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið.”
Selsvellir
Fjallasýn er þarna mjög fögur, á aðra hönd er Keilir, en á hina Grænadyngja (393 m.) og Trölladyngja.
Í fjarska eru Fagradalsfjöll, Frá Selsvöllum til Grindavíkur er allgreiðfær leið. Í fyrra gengum við Hafsteinn Magnússon frá Festarfjalli í Grindavík og á Keili. Gallinn var bara sá, að við fórum of nálægt Keflavík og lentum þar af leiðandi utan í aðalfjallgarðinum. Á Selsvöllum eru nokkrar tættur eftir sel frá Grindavík. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir er frásaga um þjófa þrjá, sem höfðust við á Selsvöllum við Hverinn eina. Þeir voru hengdir samkvæmt Vallaannál 13. júlí 1703.
Frá Selsvöllum fórum við síðan yfir Selsvallaháls og komum á Vigdísarvelli. Þar eru miklar rústir bæði eftir útihús og mannabústaði. Þaðan er nokkur gangur að Djúpavatni. Með í förinni voru þrír ungir piltar, synir Bjarna og Magnúsar, og Jón Eggertsson. Þegar hér er komið sögu höfðu þeir gengið okkur eldra fólkið af sér. Urðum við að hafa hraðann á til að ná þeim, því að þoka var á og villugjarnt fyrir unga menn og ókunnuga. — Frá Djúpavatni var gengið yfir hálsinn frá Grænudyngju, og það verð ég að segja, að sjaldan hefur maður verið fegnari mat sínum en þegar við komum aftur á Höskuldarvelli. Var nú farið að rigna allmikið og ekki til setunnar boðið. Tóku menn það ráð, að ganga niður á veg, þar eð bíllinn, sem skyldi flytja okkur heim, var ekki væntanlegur fyrr en kl. 6.
Lýkur hér með frásögn af þessari ágætu göngu.” – Hilmar Jónsson.

Í Faxa 2008 segir Helga Kristinsdóttir frá “Skátaútilegu á verslunarmannahelgi 1943” upp á Höskuldarvelli og nágrennið skoðað:

Helga Kristinsdóttir“Það var að koma verzlunarmannahelgi og skátafélagið Heiðabúar í Keflavík að fara í útilegu – og nú tók þátt í sinni fyrstu stórútilegu nýlega stofnuð kvennasveit innan félagsins, 3. sveit. Stefnan var tekin á Höskuldarvelli. Bíll var fenginn til að koma hópnum inn í Kúagerði, en ekki man ég, hvernig bíll var notaður að þessu sinni, hvort farið var á tveimur bílum eða farnar tvær ferðir. Oftast var þó farið á vörubílum, og sátu þá allir í hnapp á pallinum og breiddu yfir sig segl til að skýla sér fyrir regni eða ryki, en þá voru vegir malarbornir og holóttir og allt á kafi í ryki, ef þurrkur var.
Þegar komið var í Kúagerði, var eftir 2-3 tíma ganga upp á Höskuldarvelli. Allir urðu að bera farangur sinn, bakpoka, svefnpoka, tjöld, nesti og stundum vatn, en það fór eftir veðurfari. Ekki var talið æskilegt að bera mikið „gos”, því glerið var alltof þungt – þá voru ekki komnar til sögunnar plastflöskur. Oft höfðum við með okkur suðusúkkulaði, sítrónu og rabarbara til að draga úr sárasta þorstanum.
Í þetta skipti var þó hafður svolítið annar háttur á. Á laugardagsmorgninum fóru tveir skátar úr 1. sveit upp á Höskuldarvellit með hesta, klyfjaða tjöldum, mat og matarílátum fyrir þennan 42 manna hóp, sem ætlaði að dvelja á „Völlunum” yfir helgina, 15 skátastúlkur, 19 skátadrengi og 8 gesti. Það voru félagsforinginn, Helgi S. Jónsson, og deildarforinginn, Gunnar Þ. Þorsteinsson, sem stjórnuðu ferðinni. Er gangan hófst meðfram hraunjaðrinum, fór það eftir veðri og vindum, hvað við vorum lengi á göngu, en að þessu sinni sýndu veðurguðirnir okkur sína beztu hlið. Öðru hverju gengum við yfir hraunfláka og eftir kindagötum. Í hrauninu eru ákaflega fallegir, grónir bollar og gjótur, en alltaf varð maður að gæta sín að detta ekki og meiðast.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki – horft af Trölladyngju í átt að Kúagerði.

Á þessari göngu var stefnt á smá skarð í Trölladyngju. Gerði maður það, var komið svo til beint á tjaldstað. Af og til var tekin smá hvíld, því þetta gat verið þreytandi ganga, ekki sízt þegar bera þurfti mikinn farangur, auk síns hefðbundna búnaðar, svo sem fána, fánastöng, vatn, ef þurrkar höfðu staðið lengi, eldhústjald, prímus og potta, meðal annars til að elda sameiginlegan hafragraut á morgnana og hita kakó á kvöldin. Ekki mátti heldur gleyma eldsneytinu, olíunni á prímusinn, en allt þetta urðu „kokkarnir”, sem skipaðir voru fyrir hverja útilegu, að sjáum.

Höskuldarvellir

Höskuldarvellir. Trölladyngja fjær.

Þegar komið var á „Vellina”, var mikið áhyggjuefni, hve langt væri nú í vatn, en lækur rennur úr Djúpavatni mislangt eftir völlunum. Fór það eftir veðurfari, hvort hann þornaði upp, en þá þurfti að elta hann langt upp í fjall. Núna reyndist þó allt í lagi, lækurinn rann niður vellina.
Þegar búið var að tjalda og afmarka tjaldbúðir, var liðið að kvöldmat. Þá tóku allir upp nestið sitt og nutu þess að borða. Nestið var oftast grautur, brauð með kæfu eða osti, harðfiskur, soðið kjöt og mjólk. Síðan var farið að huga að varðeldinum, finna stað og eldsneyti.
Aðrir fóru að sækja vatn í kakó og graut, og smávegis fyrir morgunþrifin. Nú var setzt við varðeldinn, sungið, hlegið og sagðar sögur og brandarar, en á eftir var drukkið kakó og borðað kex. Tíminn leið hratt og mál að hvíla sig, því á morgun átti að fara í göngu.

Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn,
kakó hitum og eldum graut.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Morguninn rann upp, bjartur og fagur. Fánahylling, hafragrautur, tjaldskoðun og aðrir fastir liðir. Þá var kominn tími til að leggja af stað í gönguferðir. Þeir, sem fóru í styttri gönguna, gengu á Keili, Trölladyngju og Eldborg, en hún er gamall, rauður eldgígur. Mosinn í gígnum var svo þykkur þá, að maður sökk djúpt niður, líkt og verið væri að vaða snjó. Eldborgin er aðeins um 70 fet á hæð. Á milli hennar og Trölladyngju er mikill jarðhiti, og víða gufar úr jörðinni. Þarna á jarðhitasvæðinu var talsvert um svarta snigla, sem gátu orðið upp í 5-7 sentimetrar á lengd.
Þeir, sem fóru í lengri gönguna, gengu meðfram Oddafelli og stefndu á Selsvelli. Í leiðinni var Hverinn eini skoðaður, en hann hefur átt það til að hverfa og koma síðan aftur upp á allt öðrum stað. Eftir góða göngu komum við svo niður á Selsvelli.
Í bók Árna Óla, Strönd og Vogar, er eftirfarandi lýsing doktors Bjarna Sæmundssonar á Selsvöllum:

Selsvellir

Selsvellir – tóftir.

„Einn fallegasti staðurinn á Suðurkjálkanum, og einn sá sem verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af Vesturhálsinum. Þeir ná milli hrauns og hlíðar 2 1/2 km, rennisléttir og vel grösugir. Tveir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið. Er þarna mjög kvöldfagurt í góðu veðri, iðjagræn hlíðin á aðra hönd, en opið útsýni til Hraunsels, Vatnsfells, Keilis, Driffells o.fl.”
Þorvaldur Thoroddsen var líka hrifinn af Selsvöllum, er hann kom þangað og gisti þar í tjaldi. Hann sagði, að þar væri fríðara land og byggilegra heldur en víða þar, sem mikil byggð er, nógar slægjur á völlunum og ágæt beit í hálsinum. Hann hélt, að þar mundu vel geta staðið 2-3 bæir.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir [Bali]. Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Þegar við vorum búin að hvíla okkur og næra, héldum við áfram. Nú var farið yfir Núpshlíðarhálsinn og á Vigdísarvelli, en þar var áður búið, eða til ársins 1905, en þá hrundu öll hús eða stórskemmdust í jarðskjálfta. Sá, er þá bjó á Vigdísarvöllum og var síðasti bóndinn þar, hét Bjarni Ívarsson. Flutti hann með fólk og búfénað að Narfakoti í Innri-Njarðvík. Rak hann búsmalann þangað yfir hraun og vegleysur.
Næst var stefnan tekin á Djúpavatn. Þar tengum við okkur fótabað, en vorum vöruð við að vaða of langt útí, því vatnið væri bæði kalt og snardýpkaði. Þarna lukum við nestinu okkar enda veitti ekki af að létta byrðarnar, því hópurinn var nú farinn að þreytast.
Nú var stefnan tekin meðfram Trölladyngju. Á leiðinni var Rauðihver skoðaður og síðan gengið niður á Höskuldarvelli, og þar með var hringnum lokað. Það var þreyttur en glaður hópur, sem skilaði sér í tjaldbúðir, eftir vel heppnaða gönguferð, og við tók bráðskemmtilegur varðeldur, sem stóð til miðnættis, enda þótt bálið væri aðeins ímyndað, því eldiviðurinn var uppurinn – en sólin sló rauðgullnum bjarma sínum á skátana og tjöldin.

Enn logar sólin á Súlnatindi,
og senn fer nóttin um dalsins kinn,
og skuggar lengjast og skátinn þreytist,
hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum
um varðeld, kakó og nýjan dag.
Af háum hrotum þá titra tjöldin
í takti, einmitt, við þetta lag.

Keilir

Keilir – gestabók.

Talað hafði verið um það um kvöldið, að yrði gott veður með morgninum, væri upplagt fyrir Selsvallafarana að bregða sér á Keili. Morgunninn rann upp með lognblíðu og glampandi sól, svo veðrið gat ekki verið betra. Ekki fóru nú allir í Keilisgönguna. Sumir voru með harðsperrur eða hælsæri og vildu heldur safna kröftum fyrir heimferðina.
Þeir sem fóru, tóku daginn snemma og lögðu upp eftir fánahyllingu og morgunmat. Tveir úr hópnum höfðu þó yfirgefið tjaldbúðirnar strax eftir fótaferð, af því að þeir þurftu að komast fyrri hluta dags til byggða.
Nú þurfti að klöngrast yfir úfið hraunið. Það var alls ekki greiðfært að Keili. Enda þótt fjallið sé ekki ýkja hátt, eða aðeins 375 m, gat verið nokkurt puð að komast upp, því mikið er um skriður, og maður rennur iðulega hálft skref niður fyrir hvert skref upp.

Gunar Eyjólfsson

Gunnar Eyjólfsson, skáti.

Er upp á hátindinn var komið, blasti við okkur skrautlegur kexpakki, með erlendri áprentun. Hvernig í ósköpunum hafði þessi kexpakki komizt upp á tind Keilis óskemmdur og óveðraður? Svona gómsætt gráfíkjukex fékkst ekki í búðum á Íslandi á stríðsárunum. Hafði máski stór fugl frá útlöndum borið hann hingað?
En þegar pakkinn var opnaður, var ekkert kex í honum, aðeins lítill miði, sem á var skrifað: Borðuðum úr pakkanum kl. 11 – Gunni Gerðu og Bötti, en það voru þessir tveir, sem höfðu þurft að flýta sér til byggða. Þeir skruppu þá í leiðinni á Keili til að sitja einir að þessu ófáanlega, gómsæta kexi. Piltarnir eru kunnari nútímafólki sem Gunnar Eyjólfsson leikari og prófessor Þorbjörn Karlsson.
En við nutum útsýnisins yfir Reykjanesskagann og skrifuðum í gestabókina, sem þarna er geymd í vörðu, áður en við héldum niður aftur. Við komumst, án áfalla, í tjaldbúðirnar. Þar beið okkar sætsúpa, sem kokkamir geymdu handa okkur. Við vorum hálfhissa á, hvað þeir ætluðu okkur mikið, því komið var langt framyfir matartíma. En – hvaða bragð var þetta annars af súpunni? Olíubragð? Hvað hafði nú skeð? Og skýringin kom. Prímushausinn hafði stíflazt, og þegar þeir fóru að gera við hann, spýtti hann olíu beint í súpupottinn. Þessvegna fengum við nú svona stóran skammt af súpu. En súpunni voru gerð lítil skil, hún fékk bara að renna beint niður í hraunið, sem væntanlega væri talið mengunarslys nú.
Nú var kominn tími til að taka saman dótið og halda heim. Við þrifum eftir okkur og grófum ruslið, en það var siður hjá okkur, skátunum, að ganga vel frá öllu og valda engum spjöllum.
Nú var haldið af stað heim, eftir mjög góða og skemmtilega helgi, en nokkrir urðu þó eftir til að binda upp á hestana. Svo tóku hestasveinarnir við, og eftir 114 tíma vom þeir búnir að ná hópnum. Þegar við komum svo í Kúagerði, beið okkar bíll (eða bílar) til að koma okkur heim, og þangað komum við svo endurnærð eftir ógleymanlega útileguhelgi.” – Helga Kristinsdóttir .

Heimildir:
-Faxi, 7. tbl. 01.09.1960, Ferðaþáttur III, Hilmar Jónsson, bls. 111-112.
-Faxi. 2. tbl. 01.05.2008, Skátaútilega á verslunarmannahelgi 1943 – Brot úr óbirtri minningabók Helgu Kristinsdóttur, bls. 16-17.

Keilir

Keilir. Driffell t.v. og Oddafell t.h.

Gufuskálar

Brynjúlfur Jónsson segir m.a. frá Gufuskálum í Leiru í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 undir fyrirsögninni “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“:

“Gufuskálar

Gufusálar

Gufuskálar – brunnur.

Miðskálar og Útskálar eru nefndir í fornum rekaskrám Rosmhvalaness, svo og Miðskálaós og Útskálaós. Miðskálar eru einnig nefndir Miðskálagarður, sem mun eiga að merkja heimajörð með hjáleigum. Í óprentuðu riti eftir séra Sigurð B. Sivertsen á Útskálum hefi eg séð það, að bærinn á Miðskálum heiti nú í Vörum og Miðskálaós Varaós, en Útskálaós Króksós. Sr. S. B. S. getur þess til, að þessir þrennir »skálar«, svo skamt hver frá öðrum, hafi í fyrslu verið eitt land með einu nafni (Gufuskálar), en skifzt fyrst í 3 jarðir, er allar hafi haldið nafninu, en hinar yngri verið aðgreindar með afstöðuorði framanvið nafnið (Mið-Gufuskálar, Út-Gufuskálar), en svo hafi nöfnin verið stytt í framburðinum er frá leið. Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því, að bygð á Gufuskálum hafi eigi lagzt niður, þó Ketill gufa færi þaðan, heldur hafi landeigandi þá sezt að í »skálum« hans, og er ekkert á móti því. Það gerir tilgátuna sennilegri, að samskonar tilfelli hefir átt sér stað með Arnarbæli undir Eyjafjöllum. Úr þeirri jörð hafa verið bygðar jarðirnar: Mið-Arnarbæli og Yzta-Arnarbæli, en nöfnin síðar orðið að: Miðbæli og Yztabæli. Fleiri dæmi lík þessu mun mega finna. Eg vil nú bæta þeirri tilgátu við, að Miðskálagarður hafi í fyrstu verið haft um Miðskála sem hjából, en smámsaman verið látið ná yfir alt það hverfi, sem þar myndaðist.
Nafnið hafi svo í daglegu tali verið stytt og að eins nefnt: Garðurinn.
Miðskálanafnið hafi síðan týnzt, en nafnið: »Garðurinn« haldist, og loks náð bæði yfir Miðskálahverfi (nú Inn-Garðinn) og Útskálahverfi (nú Út-Garðinn). — Rit séra Sigurðar er að mörgu fróðlegt, sem von er af
slíkum fræðimanni. Ætti Landsbókasafnið að eignast það.”

Í Faxa 1968 er grein eftir Ólaf B. Björnsson; “Þar fékk margur sigg á lófa“:

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar tóftir ofan sjávarsíðunnar.

“Lengi fara litlar sögur a£ Leirunni, enda er hún ekki nema lítill hluti úr stórum hreppi. Þar búa fáir bændur og þar eru ekki margar góðjarðir, en þar hefur lengi þótt útræði gott. Þegar á landnámsöld koma þó við sögu Gufuskálar og Hólmur, og er líklegt, að þar hafi búið Steinunn gamla, frændkona Ingólfs landnámsmanns. Um hana eru ekki margar línur í Landnámu. Þó opna þessi fáu orð fyrir manni heilan heim um þessa konu. Hún hefur verið veraldarvön, óvenjulega hyggin og framsýn. Um hana segir svo í Landnámu:
„Steinunn (Steinunn) hin gamla, frændkona Ingólfs fór til Íslands ok var með Ingólfi inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. En hún gaf honum fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingum. Steinunni hafði átt Herlaugr bróðir Skalla-Gríms. Þeirra synir voru Njáll og Arnórr”.

Gufuskálar

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar tóftir ofan sjávarsíðunnar.

Jörðin er þá kóngsins eign. Í landsskuld greiðir ábúandinn 10 vættir af fiski í kaupstað. Henni fylgja tvö kvígildi, og leigur af þeim verður ábúandinn einnig að gjalda með fiski, en auk þess að leggja sjálfur við til húsabóta. Einnig verður hann að yngja kúgildin upp. Enn er sú kvöð ábúandans, hann verður að lána mann á kóngsskip um vertíð.
„Heimræði er árið um kring og ganga skip ábúandans að hentugleikum. Inntökuskip eru mjög sjaldan, nema kóngsskip. Þau hafa stundum gengið eitt og það oftast, sjaldan tvö, og ekki stærri en sex manna far, og það undirgiftarlaust.
Verbúð fylgir kóngsskipunum fyrir fimm menn, henni viðheldur ábúandinn. Lending slæm um stórstraum”. Þessari jörð fylgja tvær hjáleigur.”

Í Lesbók Morgunblaðsins 1966 fjallar G.Br. um “Leiruna”:

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar tóftir á hól.

“Gufuskálar eru landnámsjörð Ketils gufu Örlygssonar. En ekki átti það fyrir honum að liggja, eða fólki hans, að setja svip sinn á byggðina í Leirunni. Frá honum segir svo í Egilssögu:
Ketill gufa kom til Íslands, þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosmhvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af Írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska.
Lönd voru öll byggð á Rosmhvalanesi þann tíma. Réðst Ketill því þaðan á brott og inn í Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa. Síðan fór hann í Borgarfjörð og sat þar hinn þriðja vetur. Ketill gufa fór síðan vestur í Breiðafjörð og staðfestist í Þorskafirði.”

Í Faxa 1999 skrifar Skúli Magnússon um “Gufuskála í Leiru“:

Gufuskálar

Gufuskálar – óskilgreindar tóftir á hól.

“Í Landnámu er alþekkt sögn um Ketil gufu, sem flæktist á milli staða við Faxaflóa og á Vesturlandi, sem hafa gufu að forlið í nafni.
Ekki er ljóst hvað vakað hefur fyrir skrásetjurum Landnámabókar með sögninni. Helst virðist svo að þeir séu að reyna að skýra tilurð staðarnafnanna með þessum forlið, með manns eða auknefninu gufu. Þar af leiðandi er mjög varasamt að treysta nokkuð á sannleiksgildi sagnarinnar og eins lfklegt að Ketill gufa hafi aldrei í Leiruna stigið fæti. Raunar tengjast “katlar” eldamennsku og “gufu” en hvort í sögninni leynist um leið orðaleikur eða kímni fullyrði ég ekki um. Þó má vera að hér sé á ferðinni gamansemi Landnámu skrásetjara.

Gufuskálar

Gufuskálar – hleðslur ofan við Gufuskálavör.

Þórhallur Vilmundarson hefur, sem kunnugt er, fyrir löngu sýnt fram á, að mörg nöfn landnámsmanna, sem menn töldu að hefðu verið til, væru tilbúin, dregin af staðháttum, en staðir ekki nefndir eftir mönnum jafnmikið og talið var. Leitaði Þórhallur þar annarra skýringa, m. a. í staðháttum í náttúrufari. Ef ég man rétt taldi hann gufuforliðinn í nafninu Gufuskálum, dreginn af sjóroki og ágjöf.
Einu sinni, þegar við Ólafur frá Litla-Hólmi, vorum á ferð úti í Leiru, lögðum við leið okkar niður að Gufuskálum. Fórum við þar niður í fjöru og þar sýndi Ólafur mér hvar allvolgt eða heitt vatn vall undan klöppunum niður í fjöruna. Gat hann þess að fyrrum hefði verið þveginn eða skolaður þvottur þarna. Þó var vatnið ekki svo heitt að úr því ryki. Þetta er hins vegar á fárra vitorði og hefur ef til vill alltaf verið sökum þess, að heita vatnið er neðan flóðmarks og fer á kaf á flóði.
Gufuskálar.Þetta leiðir hugann að nafninu Gufuskálum og hvernig umhorfs var þar fyrrum. Var þar við landnám, 870-900, svo mikill hiti að úr vatninu rauk? Varð heitt vatn þarna ef til vill til þess að fommenn komu sér þar snemma upp verbúð eða viðlegu til fiskjar? Er ef til vill kjarni sannleiks í sögn Landnámu um að Steinunn gamla hafi haft þar útræði? Ekki er ólíklegt að á Gufuskálum hafi verið búið fyrr en til að mynda á Hólmi í Leiru, vegna hitans, hafi hann verið meiri á þeirri tíð.
Í öllu eldiviðarleysinu fyrrum, einkum þegar leið fram um landnám, var sírennandi heitt vatn, sem von er, almesta nauðsyn á köldum vetrum, ekki síst í verstöð þar sem kaldir og hraktir menn tóku oft lendingu.
Aldrei hefur það verið kannað, svo ég viti, hvort og hve mikið af heitu vatni mætti finna á Gufuskálum. Ef til vill gæfi slík rannsókn einhverja vísbendingu um hvernig ástand þar var í vatnsmálum við upphaf landnáms. – Skúli Magnússon.”

Í Faxa 1979 segir Njáll Benediktsson frá “Sögnum af Suðurnesjum“, nýútkominni bók Guðmundar Á. Finnbogasonar:

Gufuskálar

Gufuskálar – tóftir ofan við Gufuskálavörina.

“Sagnir af Suðurnesjum heitir ný bók eftir Guðmund Á. Finnbogason frá Hvoli í Innri-Njarðvík. Kom hún út fyrir síðustu jól, útg. er Setberg.
Guðmundur rifjar upp gamlar minningar um menn og málefni sem eru kryddaðar notalegri kímni. Það verður enginn svikinn af þessari bók, enda finnst í henni mikill fróðleikur og grunur minn er margir bíði með eftirvæntingu eftir meiru frá Guðmundi og má hann ekki gleyma kviðlingum.
Guðmundur segir í bók sinni m.a. frá Símoni Sigurðssyni og Þórdísi Ófeigsdóttur, konu hans, sem bjuggu í Kóngsgerði í Leiru 1860. Guðmundur yrkir um Símon:

Lítið oft þó léti í maga
lundu glaða Símon bar.
Fátæktina festi á snaga
fór að semja skrítlurnar.
Hafinn yfir heimsins gengi
hungur basl og mæðustand.
Grannur sló á gamans strengi
gullu hljómarvítt um land.
Það er besti auður öllum
andanns gull sem verða kann.
Mikið ofar matardöllum
marga gleði Símon fann.

Með þessum vísum lýsir Guðmundur Símoni best.

Gufuskálar

Gufuskálar – Hausthús.

Þegar ég var að vaxa úr grasi í Garðinum heyrði ég marga brandara hafða eftir Símoni og lifa þeir enn á vörum manna. Skulu nokkrir þeirra sagðir hér eins og ég man þá best.
Árið 1860 búa í Kóngsgerði í Leiru Símon Sigurðsson, 34 ára ættaður úr Sigluvíkursókn og kona hans Þórdís Ófeigsdóttir, 31 árs, ættuð úr Njarðvíkursókn. Eitt barn var hjá þeim þá, Sigurður 3 ára.
Árið 1860 er kaupmaður í Keflavík sem hét Pétur Duus, 65 ára. Símon átti oft erindi í verslun Duus enda líka byttan þar á stokkum en Símoni þótti sopinn góður. Símon þótti orðheppinn og fljótur til svara og margir brandarar eftir honum hafðir sem flestir eru gleymdir, þó skal rifja upp nokkra: Kóngsgerði var talið til tómthúsa en þó mun hafa verið þar smá túnblettur.

Gufuskálar

Gufuskálar – Vesturkot.

Eitt sumar voru þau hjón að taka saman heytugguna vildi Símon leggja lítið undir sátuna til þess að fá hana sem hæsta. Svo kom að því að Símon náði í stiga og rétti Þórdís honum heytugguna. Þegar allt heyið var svo komið í sátuna fer Símon upp á hana og kallar: „Er logn á jörðu Þórdís mín”. Með þessu vildi Símon láta það út ganga að í Kóngsgerði væru há hey.
Eitt vor var Símon að þurrka vertíðarfiskinn sinn á klöppunum fyrir neðan Kóngsgerði. Staflaði hann fiskinum í stakk rétt fyrir ofan flóðfarið en um nóttina gerði austan strekkings vind með nokkrum sjógangi og fór allur staflinn í sjóinn. Morguninn eftir kemur nágranni Símonar á gluggann til hans og segir að allur fiskurinn sé kominn í sjóinn en Símon rís upp með hægð og segir: „Hann átti með það blessaður sjórinn, hann var úr honum hvort sem var”, og Símon lagði sig til svefns aftur. – Njáll Benediktsson.”

Í Faxa 1991 fjallar Njáll benediktsson um “Mannlíf í Leiru“:

“Nú höldum við í norður og komum í Gufuskálaland, það var kallað Út-Leira.

Gufuskálar

Gufuskálar – Vesturkot.

Við komum í Gufuskála, þar býr Eyjólfur Eyjólfsson húsbóndi 51 árs, Sigrún Halldórsdóttir kona hans 47 ára, Halldóra Eyjólfsdóttir dóttir þeirra 16 ára, Björn Eyjólfsson sonur þeirra 12 ára, Ingibjörg Eyjdlfsddttir dóttir þeirra 5 ára, Sigrún Oddleif Eyjólfsdóttir dóttir þeirra 3 ára, Guðjón Jónsson hjú þeirra 27 ára, Sigurður Guðmundsson hjú 65 ára, Elfn Magnúsdóttir hjú þeirra 55 ára, Eyjólfur Eyjólfsson sonur hjónanna 13 ára. Þá er haldið í norðvestur og komið að Vesturkoti, þar býr Eggert Einarsson húsbóndi og sjómaður 56 ára, Þóra Þorsteinsdóttir kona hans 63 ára, Þorsteinn Eggertsson sonur þeirra 33 ára, Björn Eggertsson sonur þeirra 30 ára, Þorgerður Eggertsdóttir dóttir hjónanna 22 ára, Jón Jónsson leigjandi, sjómaður 64 ára, Eiríkur Þorsteinsson sjómaður 59 ára, Guðmundur Guðmundsson sjómaður 39 ára. Nú höldum við niður að sjó, þar stóð Hausthús, fallegur bær með blóm í haga. Þar býr Jósep Oddsson húsbóndi og sjómaður 46 ára, Gróa Jónsdóttir kona hans 33 ára, Jósepína Jósepsdóttir dóttir hans 11 ára, Jónína Halldóra Jósepsdóttir dóttir þeirra 7 ára, Ólafur Jósepsson sonur þeirra 3 ára, Oddný Jósepsdóttir dóttir þeirra 1 árs. Fyrir vestan Hausthús er Kóngsgerði, þar býr Þórarinn Eyjólfsson húsbóndi 39 ára, Sigríður Arnadóttir kona hans 43 ára, Ingibjörg Þórarinsdóttir dóttir hans 11 ára, Guðrún Þórarinsdóttir dóttir hans 10 ára, Guðbjörn Þórarinsson sonur þeirra 8 ára, Katrín Árnea Þórarinsdóttir dóttir þeirra 6 ára, Eyjólfur Þórarinsson sonur þeirra 4 ára, Helgi Þórarinsson sonur þeirra 1 árs. Þá höfum við gengið Leiruna á enda.”

Í Lesbók Morgunblaðsins, Jólalesbók 1984, segir Guðmundur Á. Finnbogason frá “Leirunni“:

Gufuskálar

Gufuskálar – lindin.

“Landnám Steinunnar gömluLeiran var á landnámsöld einn þeirra staða við sunnanverðan Faxaflóa, sem Ingólfur landnámsmaður Arnarson skenkti Steinunni gömlu frænku sinni. Hún hafði átt Herlaug bróður Skalla-Gríms, sem land nam á Mýrum og hún bjó í Leiru, þar sem hét Hólmur og síðar Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur. Síðan fer engum sögum af búskap í Leiru þar til 1703, að manntalið fór fram, en þá voru 4 býli í Leiru og íbúar samtals 51.”

Í ferð FERLIRs um Gufuskála nýlega komu í ljós nánast jarðlægar tóftir, auk tóftir nafngreindra bæja, á a.m.k. tveimur stöðum, en hvorugra er getið í örnefnalýsingum. Annað tóftarsvæðið er skammt ofan varanna og hitt á grónum hól miðja vegu ofarlega. Þar eru augljós merki skála. Skammt vestar er greinilega forn vatnslind, umhlaðin.

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, Brynjúlfur Jónsson, bls. 35.
-Faxi, 9. tbl. 01.11.1968, Þar fékk margur sigg á lófa, Ólafur B. Björnsson, bls. 166.
-Lesbók Morgunblaðsins, 40. tbl. 12.11.1966, Leiran, G.Br. bls. 14.
-Faxi, 3. tbl. 01.10.1999, Gufuskálar í Leiru, Skúli Magnússon, bls. 63.
-Faxi, 2. tbl. 01.05.1979, Sagnir af Suðurnesjum, Njáll Benediktsson, bls. 22.
-Faxi, 4. tbl. 01.06.1991, Mannlíf í Leiru, Njáll Benediktsson, bls. 128.
-Lesbók Morgunblaðsins, 34. tbl. Jólalesbók 22. 12. 1984, Leiran, Guðmundur A. Finnbogason, bls. 33.

Gufuskálar

Gufuskálar – Kóngsgerði.

Reykjanes

Magnús Á. Sigurgeirsson skrifar “Þátt úr gossögu Reykjaness” í Náttúrufræðinginn árið 2004. Þar fjallar hann m.a. um Eldra-Stampahraunið, Önglabrjótsnef og nágrenni á ysta hluta Reykjanesskagann.
Jarðsagan er óvíða augljósari en einmitt þarna; samspil bergganga, gíga, gjalls, ösku og hrauns. Þá er sagt frá strandi þýsks togara við Önglabrjótsnef 1951.

Eldra-Stampahraun og Tjaldstaðagjárhraun

Magnús Á. Sigurgeirsson

Magnús Á. Sigurgeirsson. 

“Eldra Stampahraun kemur frá um 4,5 km langri gígaröð, Eldri-Stampagígaröðinni, sem liggur til norðausturs frá Kerlingarbás, inn á land. Gígaröðin er mjög slitrótt enda umflotin og sums staðar kaffærð af Yngra Stampahrauninu, yngsta hrauni Reykjaness. Eldra Stampagosið má flokka sem blandgos þar sem veruleg gjóskuframleiðsla átti sér stað samhliða hraunrennsli. Á norðurhluta gossprungunnar var kvikustrókavirkni og gjallmyndun ásamt hraunrennsli einkennandi en á suður Wuta sprungunnar, sem lá neðansjávar, var hins vegar öskumyndun ráðandi. Gosaska frá Eldra-Stampagosinu barst inn til landsins og finnst nú í jarðvegi á vestanverðum Reykjanesskaga. Öskulagið er nefnt R-3.
ÖnglabrjótsnefUm aldur Eldra Stampahrauns hafa fengist vísbendingar með hjálp öskulagatímtals og 14C-aldursgreininga. Öskulög hafa ekki fundist í jarðvegi undir hrauninu en hins vegar er afstaða þekktra öskulaga til R-3 vel þekkt. Elsta þekkta öskulag ofan R-3 er um 1400 ára gamalt Heklulag og næsta lag neðan R-3 er um 2000 ára gamalt Kötlulag. Kolefnisaldursgreining á mó undan R-3 bendir til að lagið sé minna en 2200 ára gamalt.

Önglabrjótsnef

Reykjanes – kort. Tjaldstaðagjá er merkt á kortið.

Út frá þessum vísbendingum er dregin sú ályktun að Eldra Stampagosið hafi orðið fyrir um 1800-1900 árum.
Skammt austur af Eldra Stampahrauni er hraun sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun og er víðáttumesta hraun á Reykjanesi. Upptök þess eru á um 1 km langri gígaröð sem liggur í framhaldi af Stampagígaröðinni til norðausturs. Aldur hraunsins hefur verið nokkuð á reiki en öskulagarannsóknir hafa staðfest forsögulegan aldur þess.
Stampar
Elsta gjóskulag sem fundist hefur ofan á Tjaldstaðagjárhrauni er fyrrnefnt 1400 ára gamalt Heklulag en ekki hefur tekist að finna jarðveg undir hrauninu.
Afstaða Tjaldstaðagjárhrauns til Eldra Stampahrauns sýnir að það hefur runnið síðar en Stampahraunið. Á milli þeirra er einungis foksandur en enginn jarðvegur. Bendir flest til að hraunin séu af líkum aldri og hafi runnið á sama gosskeiði, ef til vill í sömu eldum, fyrir tæpum tvö þúsund árum.

Reykjaneseldar fyrir tvö þúsund árum

Önglabrjótsnef

Berggangur í Kerlingarbás, öskulög og hraunhella efst.

Þar sem Eldri Stampagígaröðin liggur að sjó í Kerlingarbás hafa myndast jarðlagaopnur af völdum sjávarrofs sem gefa færi á að skoða hraun, gíga og gjóskulög frá ýmsum tímum í þversniði (2. og 3. mynd). Segja má að megindrættirnir í gossögu Reykjaness síðustu árþúsundin blasi þarna við augum. Ekki verður öll sú saga rakin hér heldur aðeins það sem viðkemur Eldra Stampagosinu.
Stampar
Fyrstu merki um virkni á Eldri Stampagígaröðinni er þunnt fínkorna öskulag sem liggur næst undir syðsta gjallgíg gígaraðarinnar og hrauntaumum frá honum. Af kornagerð öskunnar að dæma hefur hún myndast í neðansjávargosi. Askan hefur ekki fundist í jarðvegssniðum og bendir það til lítillar dreifingar á landi. Af þessu má ráða að upphaf Eldra Stampagossins hafi verið í sjó. Upptakagígurinn er nú með öllu horfinn. Vísbendingar eru um að gossprungan hafi einnig verið virk á landi um svipað leyti. Ofan á öskulagið R-2 hleðst síðan myndarlegur gjallgígur, um 20 m hár. Gosrás gígsins, sem nú er bergstandur, gengur upp í gegnum öskulagið.
Haun frá þessum gíg og öðrum nærliggjandi hafa byggt upp Önglabrjótsnef, en þar er hraunið að minnsta kosti fimm metra þykkt. Gosvirknin hefur einkennst af kvikustrókavirkni og hraunrennsli.

Önglabrjóstnef

Önglabrjótsnef. Kerlingarbás, Valahnúkar og Karlinn fjær.

Hraunrröð liggur frá gígnum út eftir Ónglabrjótsnefi. Þegar hraungosinu linnti færðist virknin að nýju á neðansjávarhluta gossprungunnar og þeytigos varð í sjó með tilheyrandi öskumyndun og þá myndaðist öskulagið R-3, sem fyrr er nefnt. Af þykkt öskunnar á landi að dæma, en hún er allt að 1,2 m, hafa upptökin verið innan við 1 km frá núverandi strönd í beinu framhaldi af Eldri Stampagígaröðinni. Athuganir leiddu í ljós að öskulagið R-3 er yfirleitt mjög rofið og að upphafleg þykkt þess hafi því verið mun meiri en nú mælist. Varlega áætlað gæti lagið hafa verið rúmlega þriggja metra þykkt við Kerlingarbás.
Skýr merki eru um að askan hafi kaffært hraun og gíga næst ströndinni. Á Önglabrjótsnefi myndar R-3 víða 10-20 cm þykka túffskán ofan á Eldra Stampahrauninu. Af þykktardreifingu gjóskunnar að dæma hefur gígrimi upptakagígsins að öllum líkindum náð inn á ströndina við Kerlingarbás. Útbreiðsla öskulagsins R-3 inn til landsins hefur einkum verið til norðausturs, í áttina að Njarðvíkum (1. mynd). Öskufall yfir hafsvæði er óþekkt en hefur vafalítið verið talsvert.
Önglabrjóstnef
Í lokaþætti þessara elda rann Tjaldstaðagjárhraun, nokkrum árum eða áratugum eftir Eldra-Stampagosið. Hraunið rann frá um 1 km langri gígaröð um 1 km norðaustur af Eldri Stampagígaröðinni. Hraunið er mestmegnis úfið apalhraun en dálítil spilda af helluhrauni myndaðist þó einnig. Samanlagt eru gígaraðirnar báðar um 6 km að lengd. Sjáanlegt flatarmál hraunanna er um 11,4 km2. Hins vegar má hækka þessa tölu um allt að 4 km2, eða sem nemur því landsvæði sem þakið er Yngra Stampahrauninu.
Heildarflatarmál hraunanna gæti legið nærri 15 km2. Rúmmál hraunanna gæti verið um 0,1 km3, miðað við 5 metra meðalþykkt. Nokkur landauki var af Eldra Stampahrauninu við norðvesrurströnd Reykjaness, frá Önglabrjótsnefi, um Kinnaberg og austur að Stóru-Sandvík.
Varlega áætlað má telja að um 500 m breið og um 4 km löng ræma hafi bæst við þáverandi strönd.

Önglabrjótsnef
Um miðja Stampagígaröðina eru tveir gígar sem bera þess merki að hafa hlaðist upp nærri fjöruborði en innan um gjall í þeim má finna núna fjörusteina (6. mynd). Út frá gerð gjóskunnar má fara nokkru nærri um myndunarsögu gíganna. Upphaf gosvirkninnar hefur einkennst af gufusprengingum þegar sjór streymdi að gosopunum. Gosefnin hafa þá einkum verið fínkorna aska en síðar, þegar tekur fyrir aðstreymi sjávarins, verður gjallframleiðsla ráðandi. Að síðustu hefur hraun runnið frá gígunum. Líklegt verður að telja að þessir gígar séu frá upphafi Eldra Stampagossins og gætu því verið samtíma öskulaginu R-2, sem fyrr er nefnt. Á gömlum loftljósmyndum sést að þessir gígar hafa eitt sinn verið stærstu gígar Eldri-Stampagígaraðarinnar. Nú eru þarna gapandi tóftir eftir langvarandi gjallnám.

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

Mikið sandfok hefur verið á Reykjanesi eftir Eldra Stampagosið og má reikna með að gjóskulagið R3 ásamt upptakagíg þess hafi verið meginuppspretta þess. Lagið er mjög rofið, eins og fyrr segir, og víða í sköflum. Við Stóru-Sandvík, þar sem jaðrar Eldra Stampahrauns og Tjaldstaðagjárhrauns mætast, sést að þykkir skaflar hafa hlaðist upp við jaðar Stampahraunsins áður en yngra hraunið rann upp að því. Af jarðvegssniðum að dæma var jarðvegur á Reykjanesi sendinn og rýr öldum saman eftir eldana.”

Í Tímanum árið er fjallað um strand þýsks togara við Önglabergsnef undir fyrirsögninni “Þýzkur togari strandar við Önglahrjótsnef – Losnaði af grunni, sökk á skammri stundu, en áhöfnin bjargaðist í annan togara”:

“Klukkan 6.40 í gærmorgun strandaði þýzki togarinn Karlsburg Danh við Önglabrjótsnef, nyrðri tá Reykjaness, sunnanvert við Sandvíkurnar. Losnaði hann af grunni tæpum tveimur stundum síðar, en sökk síðan innan lítillar stundar.
Forðuðu skipverjar, tuttugu menn, sér í björgunarbátana, og komust þeir í annan þýzkan togara, Hans Böchler, er var í námunda við strandstaðinn.

Fyrstu fregnir af strandinu

Önglabrjótsnef

Önglabrjótsnef – brim.

Loftskeytastöðin í Reykjavík náði fyrst fregnum af strandinu, og lét hún Slysavarnafélagið þegar vita. En það sneri sér til björgunarsveitarinnar í Grindavík og vitavarðarins á Reykjanesi, Sigurjón Ólafssonar, er var einn karlmanna á bænum. — Brá hann þegar við og fór á strandstaðinn með línubyssu og annan útbúnað, er til björgunar þurfti. Dró hann þetta eftir sér á sleða.
Meðan þessu fór fram var slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík að senda hina öruggu björgunarsveit sína af stað á stórum bifreiðum, en torfæri var yfir að fara og færðin hin versta. Björgunarsveit úr Höfnum lagði einnig af stað.

Samband við skip

Önglabrjótsnef

Þýskur togari líkur Karlsburg Danh.

Loftskeytastöðin í Reykjavík var í stöðugu sambandi við annan þýzkan togara, Schütting, er var á þessum slóðum, og tilkynnti hann, að Karlsburg Danh væri strandaður við Önglabrjótsnef, og voru önnur skip látin vita um þetta. Klukkan 8.20 tilkynnti Schütting, að hinn strandaði togari hefði losnað af grunni og hefði getað hreyft vél sína, en mikill leki væri kominn að skipinu. En eftir þetta segir ekki af skipinu, því að það sökk að skammri stundu liðinni.
Hans Böchler kom með skipsbrotsmennina til Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Voru þeir allir hressir. Slysavarnarfélagið tók á móti þeim.”
Sjá meira un strandið HÉR.

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-2. tbl. 01.03.2004, Þáttur úr gossögu Reykjaness – Magnús Á Sigurgeirsson, bls. 21-28.
-Tíminn, 33. tbl. 09.02.1951, Þýzkur togari strandar við Önglahrjótsnef, bls. 1 og 7.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Lúpína

Í Lesbók Morgunblaðsins 1981 fjallar Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, um “Lúpínuna frá Alaska”:

Hákon Bjarnason

Hákon Bjarnason.

“Stóra myndin á síðunni til hægri segir flest sem segja þarf um Alaskalúpínuna og hefur greinarhöfundur sýnt í verki, hvernig hin ófrjóu og hrjóstrugu holt og melar upp af Reykjavíkursvæðinu gætu litið út — og raunar gildir það hvar sem er á landinu, þar sem svipuð skilyrði eru.
Lúpínan er undrajurt, sem klæðir landið fljótt og vel og hún er auk þess eins konar áburðarverksmiðja á staðnum.
Fjöldi manns hefur spurt mig spjörunum úr um lúpínu þá, sem ég flutti hingað frá Alaska fyrir 36 árum. Fyrir skömmu bað ágætur kunningi minn mig um að segja eitthvað frá þessari plöntu á prenti, þar sem honum virtist lúpínan væri mikil nytjaplanta. Mér finnst ég geti varla vikist undan þessari bón. Því kemur hér stutt spjall um þennan nýja borgara í íslensku gróðurríki.

Belgplöntur

Lúpína

Lúpína.

Lúpínur eru af ætt belgplantna, og þær eru allar þeim eiginleika gæddar að ala bakteríur á rótum sínum, sem afla köfnunarefnis (níturs) beint úr loftinu. Njóta plönturnar góðs af þessu og geta því víða náð miklum þroska þar sem aörar plöntur eiga erfitt uppdráttar. Belgplönturnar eru yfirleitt próteinríkari og hafa meira næringargildi en aðrar jurtir. Þær bæta líka jaröveg og auka frjósemi hans, sumar lítið eitt en aðrar mjög. Lúpínur eru meðal þeirra sem auka níturinnihald jarðvegs hvað mest. Þær eru lifandi áburöarverksmiðjur og því afkastameiri sem plönturnar eru stórvaxnari og rótamiklar.

Heimkynni Alaskalúpínunnar

Lúpína

Lúpína.

Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) vex á óhemjustóru svæði, allt frá suðurmörkum Alaska að vesturmörkum þess og víða langt inn í landið, þar sem skóglaust er. Lúpínan er mjög ljóselsk og þrífst ekki í skugga. Fyrir því fylgir hún skógjaröðrunum endilanga strönd Alaska frá austri til vesturs.
Haustið 1945 dvaldi ég í Alaska við söfnun trjáfræs. Frá 3. til 13. september bjó ég hjá skógarhöggsmönnum í Collegefirði og hirti köngla af trjám, sem þeir felldu. Collegefjörður skerst um 30 km inn í landið upp frá botni Prince Williamsflóa. Sá flói er á miðri suðurströnd Alaska og er allmiklu stærri en Faxaflói, en Collegefirði svipar mjög til Hvalfjarðar að stærð og lögun. Sá er þó munur á, að Collegefjörður gengur frá suðri til norðurs og ofan í botn hans falla sjö litlir skriðjöklar úr háfjöllum norðan Vilhjálmsflóa. Mynni fjarðarins er á 61° norðlægrar breiddar. Búðir skógarhöggsmanna voru við miðjan fjörðinn vestanverðan. Hér voru óbyggðir miklar langt frá öllum mannabústöðum og enginn vottur mannaferöa. Hingaö varö ekki komist nema af sjó, og var dægursigling frá næsta kaupstað. Beggja megin fjarðar eru lág fjöll við mynnið en þau hækka eftir því sem innar dregur, og norðan fjarðarins munu þau vera um eða yfir 3000 metrar á hæð. Mikill og hár sitkagreniskógur þekur allar hlíðar fjaröarins allt upp í 200—300 “metra hæð, en ofan hans er dökkgrænt elrikjarr áður en háfjallið tekur við. Hér var náttúran „ósnortin” af mannahöndum fram að þeim tíma er skógarhöggið hófst á þessu sumri. Þótti mér ærið forvitnilegt að svipast um í slíku umhverfi.

Lúpína

Lúpína.

Loftslag hér um slóðir mun vera svipað og víða er á Íslandi. Þann tíma sem ég dvaldi þar, skiptust á bjartir sólskinsdagar með vægu frosti um nætur og dagar með úrhellisrigningu með suðvestan og sunnanroki svo að varla var vinnufært. Með hverju útfalli lónuðu stórir ísjakar út fjörðinn og lagði af þeim kaldan gust upp í fjöruna.
Þegar rennt er að landi í Collegefirði verður aö vaða þvert í gegnum 4—5 m breitt belti af háu melgresi og síðan er álíka breitt belti eða rönd af lúpínu meðfram skógarjaðrinum, sem er bæði þéttur og hár. Inni í skógi eru víða smárjóður þar sem gömul tré hafa falliö sakir elli og þar eru ýmsir runnar og fjölgresi mikið, m.a. yllir og víðitegundir. Lúpínan og melgresið (Elymus mollis) vöktu strax athygli mína, og mér þótti hvorutveggja tegundin líkleg til þroska hér á landi. Melurinn er skyldur þeim íslenska en er allmiklu stórvaxnari.
Um það leyti sem ég bjóst til brottfarar úr búðum skógarhöggsmannanna varði ég dagstund til að safna fræi og rótum af ýmsum tegundum plantna, sem ég taldi vænlegar til vaxtar hér. Tók ég með mér sem svaraði tveim matskeiðum af lúpínufræi og annað eins af melfræi ásamt nokkrum rótum. Komst það allt óskaddað hingað heim.

Vöxtur og þrif lúpínu hér á landi

Lúpína

Dreifing lúpínu á Reykjanesskaganum 2016.

Vorið 1946 var lúpínufræinu sáð í litlu gróðrarstöðina í Múlakoti í Fljótshlíð, en ræturnar höfðu verið settar í sarna beð haustið áður. Hvorttveggja kom vel upp, en plöntunum var ekki gefinn sérstakur gaumur fyrstu tvö árin. En 1948 og einkum 1949 var beðið orðið mikil lúpínubeðja og við svo búið mátti ekki lengur standa.

Lúpína

Lúpínuakur.

Snemma vors 1950 var reist girðing á Þveráraurum austur af bænum í Múlakoti og þangað var lúpínan flutt ásamt dálitlum hnaus af melgresi frá Alaska til þess að sjá hversu þessar tegundir þrifust í íslensku umhverfi. Aurarnir voru þá gróðurvana, aðeins sandur og möl, enda voru ekki liðin nema fá ár frá því að Þverá valt yfir þá. Lúpínuræturnar tóku strax að vaxa, plönturnar báru blóm þegar um sumarið og köstuöu af sér fræi um haustiö. Á öðru og þriðja ári mátti sjá nýgræðing umhverfis plöntubrúskana. Melgresiö óx líka vel en útbreiðsla þess var hæg í byrjun.
Vöxtur lúpínunnar var meö eindæmum og því var farið að reyna hana víðar og við önnur skilyrði. Hún var flutt á ýmsa staði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og þar hefur fengist mikil og góð reynsla af henni. Lúpínu hefur verið plantaö um allt land við margskonar jarðvegsskilyrði, frá sjávarmáli og upp í 350 m hæð yfir sjó. Hvarvetna ber hún blóm og fræ og fjölgar sér af sjálfsdáðum.
Lúpínan vex hvað örast og fjölgar sér mest á ógrónu landi svo sem örfoka melum og í skriðum þar sem innlendur gróður á erfitt uppdráttar. Hún sækir ekki mjög á gróið land og mýrlendi sneiöir hún hjá.
Ekki eru til neinar tölur um stærð lúpínuekranna hér, en þær munu skipta nokkrum hundruðum hektara, ef allt væri lagt saman. Reykvíkingar hafa séð lúpínubreiðurnar í Heiðmörk, þar sem áður voru blásnir melar og Akureyringar hafa þær fyrir augum í Vaðlaskógi austan Eyjafjarðar. Þá eru og breiður af lúpínu á Hálsmelum í Fnjóskadal, meðfram þjóðveginum í Hallormsstaöaskógi og víðar og víðar.

Nytjar af lúpínu
Eins og aö framan getur aflar lúpínan sér köfnunarefnis úr lofti fyrir tilverknaö baktería á rótunum. Af þeim sökum þrífst hún í ófrjórri jörð þar sem aðrar plöntur eiga
erfitt uppdráttar eða þrífast alls ekki.

Lúpína

Lúpína.

Andrés Arnalds hefur rannsakað köfnunarefnisnám lúpínu á melum í Heiðmörk og eru athuganir hans birtar í Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1979. Þar segir m.a.: „Heildarframleiösla köfnunarefnis gæti því veriö sem samsvarar um 500 kg af Kjarna á hektara, en erfitt er að áætla það nákvæmlega.” Hann skrifar ennfremur: „Ef reynt er á sama hátt að ráða í fosfór- og kalíupptöku miðað við 40 hestburða uppskeru á hektara, þá samsvarar fosfór í uppskerunni um 45 kg/ha af þrífosfati, en kalíið um 140 kg/ha af kalíáburði. Í þeim næringarsnauðu melum, sem lúpínan vex á, er fosfórinn svo fast þundinn í torleyst efnasambönd, að aðrar plöntur eiga erfitt með að nýta hann og hafa að jafnaöi lágt fosfórinnihald. Lúpínan hefur auösjáanlega mun meiri hæfileika til aö taka upp þennan fosfór, líklega vegna þess hve vel hún er stödd, hvað köfnunarefni varðar. Fosfórinn, sem lúpínan tekur upp, verður svo aðgengilegur fyrir aðrar plöntur við rotnun lúpínunnar. Auk þess að bæta köfnunarefnisástand jarðvegsins, ætti lúpínan því aö auðga hann af aðgengilegum fosfór og
fleiri efnum.”

Lúpína

Lúpúna.

Þessar rannsóknir staðfesta þá reynslu, sem orðin er af lúpínu á örreytislandi. Lúpínan er stórvaxin planta, hún er blaðmikil meö gildum stönglum og verður oft 1,20—1,30 m á hæð áður en hún fellur.
Blaðfalliö er því mikið á hverju hausti og það er fullrotnað á næsta vori. Er það mikil ábót á jarðveginn. Ræturnar eru stórar og gildar, líkastar rótum á rabarbara, en ganga dýpra í jörð. Þær hafa verið grafnar upp af 60 cm dýpi en þeim var ekki fylgt lengra niður. Á rótunum eru hnúöar af ýmsum stærðum og allt upp í 2 cm í þvermál, en í þeim búa bakteríur þær, sem vinna köfnunarefnið.
Það gefur auga leið, að slík planta sem Alaskalúpínan, hlýtur að auðga jarðveginn að næringarefnum svo að um munar. Hér við bætast svo störf ánamaðka, en undir lúpínunni verður fljótlega krökt af þeim.
Þar sem lúpínan skyggir mjög á jarðveginn ber lítið á undirgróðri undir laufþakinu. Þó má oft greina ýmsar tegundir jurta og grasa undir því, en það er ærið smávaxið.
En sé lúpínan slegin fyrri hluta sumars vella upp grös og aðrar plöntur síðsumars, og ef hún er aftur slegin næsta ár getur landið orðið aö góðum grasvelli.
Loks má geta þess, að lúpínan er ágætis beitarjurt. Fé er mjög sólgið í hana og ryðst á girðingar hvarvetna sem það getur náð í hana. Sumar lúpínutegundir eru eitraðar, svo að búpeningur getur sýkst og jafnvel dáið af því að éta þær. Því er ekki svo varið hvað Alaskalúpínuna varðar, fé verður feitt og vænt af henni.

Ræktun lúpínu

Lúpína

Lúpína – fé á beit.

Lúpina er mun auöveldari í ræktun en flestar aörar plöntur, sem hér þrífast. En það er vonlaust verk að setja hana niður eða sá til hennar nema á alfriðuðu landi. Svo mjög er hún eftirsótt af búfé.
Auðveldast er að rækta hana á ógrónu eða lítt grónu landi og mun fyrirhafnarminnst að taka rætur snemma vors, kljúfa þær í hæfilega bita og koma þeim fyrir í grunnum holum. Bil milli róta má vera allt upp í fimm metrar. Ekki má búast við miklu fræfalli á fyrsta sumri, en upp frá því eykst það ört. Ennfremur má sá til lúpínu á víðavangi, en sáningar geta mistekist ef holklaki er mikill þegar plönturnar eru að byrja annað sumarið. Gagnslaust er að sá lúpínu í lausan sand eða moldir, en þar má setja rætur með góðum árangri.
Þegar lúpína hefur vaxið um 10 ára skeið á melum eða í skriðum er jarðvegurinn orðinn nógu frjór til að planta í hann ýmsum trjátegundum eða öðrum nytjagróðri. Í Heiðmörk var mælt köfnunarefnismagn í barri í þremur röðum af sitkagreni fyrir nokkrum árum. Ein röðin hafði ekki fengið neina aðhlynningu, að annarri hafði verið borið hrossatað, en sú þriðja óx upp úr lúpínubeðju. Í óhirtu röðinni var köfnunarefnismagnið 1,25%, í töddu röðinni 1,50% en úr lúpínuröðinni var það 1,75%. Þessar tölur tala sínu máli á sama hátt og rannsóknir Andrésar Arnalds.

Lokaorð

Lúpína

Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar, þar sem lúpínan og kerfiillinn virðast ráð ríkjum.

Af því, sem hér hefur verið sagt, má vera ljóst, aö lúpínan gæti orðið til mikilla nytja við uppgræðslu lands, ef að því væri horfið. Viö ræktun hennar er engin þörf á dýrum áburði, hún sáir sér sjálf og endist um langan aldur án umhirðu, bætir jarðveginn og eykur fjölgresið.
Þess má og geta, að Svíar hafa fengið lúpínurætur og fræ héðan. Í Norður-Svíþjóð eru nú gerðar umfangsmiklar tilraunir með hana á fjórum stöðum, þar sem jarðvegur er ófrjór. Þessar tilraunir hafa staðið yfir í 6—8 ár og mér eru að berast fyrstu skýrslur um árangurinn um þessar mundir.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 33. tbl. 03.10.1981, Lúpínan frá Alaska, Hákon Bjarnason, bls. 6-7.

 

 

 

 

 

 

 

Lúpína

Lúpína – dreifing (rauður litur)  á landinu öllu árið 2016.  Seinni tíma athugasemdir til umhverfisráðherra um skýrsluna „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting” Hvar er lúpína? Hún [alaskalúpína] finnst víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hér er staðfest að lúpína finnst helst á þeim svæðum þar sem fólk hefur komið henni fyrir af ásettu ráði. Innan þeirra svæði (innan girðinga) hefur hún breiðst út, mismikið og mishratt eftir aðstæðum. Þegar reynt er að gera sér grein fyrir því hversu ágeng planta sé er þó áhugaverðara að vita hvort hún sé að breiðast út utan þeirra svæða þar sem henni var komið fyrir og þá hversu víða og undir hvaða kringumstæðum. Engar upplýsingar um það finnast í skýrslunni. Hvar er skógarkerfill? Upplýsingar um útbreiðslu skógarkerfils benda til þess að hann sé einkum líklegur til að verða til ama sem illgresi í landbúnaði (illgresi = planta sem vex þar sem einhver vill ekki að hún vaxi). Hann bætist þá í flokk með snarrótarpunti, brennisóley, njóla, fíflum og haugarfa. Ógn við líffræðilega fjölbreytni? Á bls. 14 kemur fram að tilgangur með aðgerðum gegn lúpínu og skógarkerfli sé að lágmarka það tjón sem þessar tegundir hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Fjöldi lágvaxinna, ljóselskra háplöntutegunda fækkar á þeim stöðum þar sem lúpína (og væntanlega kerfill) verða allsráðandi í gróðurfari. Aðrir þættir líffræðilegrar fjölbreytni breytast hins vegar öðruvísi. Sumir eflast, t.d. smádýr í jarðvegi og fuglar, og um enn aðra er lítið vitað (Hólmfríður Sigurðardóttir 1994, Edda Oddsdóttir 2002, Gunnarsson og Indridadottir 2009). Fjöldi háplöntutegunda er ekki mælikvarði á líffræðilega fjölbreytni almennt. Rannsóknir hafa sýnt að líffræðileg framleiðsla sé betri mælikvarði á líffræðilega fjölbreytni í heild en fjöldi tegunda innan tiltekins lífveruhóps (Waide o.fl. 1999, Schwartz o.fl. 2000). Það er algild regla í náttúrunni að við hverslags breytingar græða sumar lífverutegundir en aðrar tapa (og enn aðrar verða ekki fyrir áhrifum). Á örfoka mel eru aðstæður þannig að smávaxnar, samkeppnisveikar plöntutegundir (t.d. geldingahnappur) græða en tegundir sem þurfa meiri frjósemi eða eru aðlagaðar samkeppni um ljós og næringu (t.d. reyniviður) tapa. Með tilkomu lúpínu breytast aðstæður, reynivið í hag en geldingahnappi í óhag. Þar er þó ekki endilega um tjón á líffræðilegri fjölbreytni að ræða. Heimild: -https://www.skog.is/wp-content/uploads/2019/02/lupinuvidbrogd.pdf