Gamli Þingvallavegur

Hjörtur Björnsson segir frá „Örnefnum á Mosfellsheiði“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937;

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði-kort 1908.

„Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjaldfarnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir ferðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja nöfn á áningastöðum og kennileitum.
Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mosfellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sameinast Hellisheiðarveginum. Þó má þar án efa einhverju við bæta, því að ekki geri jeg ráð fyrir, að jeg þekki þau örnefni öll, enda munu skiptar skoðanir um sum þeirra.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður“ — en svo er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er yfir Mosfellsheiði, þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norðvesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiðabala; lága, en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan við Breiðabala er „afleggjari“; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malargryfjurmiklar sunnan-í Stórhöfða, sem er á milli Brúsastaða og Kárastaða. Var „afleggjari“ þessi lagður litlu fyrir síðustu aldamót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofaníburði. Dálítið neðan við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar. Er það allbreiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast Öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Þingvallavatn.

Árfarið

Árfarið.

Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaðamýri vestur í Borgarskarð, sem oftast í seinni tíð er nefnt Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar komið er austur af heiðinni. Í Borgarskarði var fyr fjárborg, og þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan til heitir skarðið Borgardalur, en Borgardalsbrekkur, lyngbrekkur miklar á hægri hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás. Milli ássins og vegarins er lítil valllendisflöt og heitir Norðlingaflöt. Er þá komið í Bæjardal; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem stendur sunnan undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás, en að norðvestan Lyngás. Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá. Það er lítil árspræna, sem oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot, sem stendur á árbakkanum niður undir Þingvallavatni. Var Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan við Móakotsá er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás, og taka þá bráðlega við lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt heita. Liggur vegurinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk, og því næst norðan undir Gíslahóli, sem venjulega er nefndur Gíslhóll. Austan undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning.

Vilborgarkelda

Vilborgarkelda – kort.

Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vegalengd frá Reykjavík, er farið yfir litla valllendisflöt, er Harðivöllur heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn, þar sem bugur verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þorgerðarflöt, sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerðarflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda. Sagt er, að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum glettingar. „Í Keldunni“, eins og oftast var komizt að orði, var mjög tíður áningastaður, og lágu langferðamenn þar oft með lestir sínar, enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar.

Þrívörður

Þrívörður – austasta varðan.

Örskammt vestan við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir, og liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina, sunnan undir Litla-Sauðafelli og niður í Mosfellsdal. Þegar komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Þórðargil, lítið gildrag, og Þórðargilsmela. Á þeim er varða, þrír steinar miklir, hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða. Þaðan er nokkur spölur að Þrívörðum. Þar er land hæðótt og eru Þrívarðnalautir á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þrívarðnahrygg vestur heiðina. Nokkuð sunnan við veginn á Þrívarðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir heita.
Mosfellsheiði
Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan undir allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar. Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið. Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heiðina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður með Grímmannsfelli (Grímarsfelli) austanverðu, niður hjá Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háamel, sem stundum er líka nefndur Alda. Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan útsýni mikið og fagurt í björtu veðri. Til austurs sjest þar austurhluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Langjökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf út, um sunnanverðan Faxaflóa.

Heuðarblómið

Heiðarblómið í Moldarbrekkum.

Sunnan undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarhlóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil.
Er þá Grímmannsfeli allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar. Við suðurenda Efri-Seljadals eru hólar nokkrir, og heitir þar Þrengslin, en sunnan við þau tekur við Neðri-Seljadalur. Verður þar undirlendi meira og dalhvilftin öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn og Silungatjarnarmýri. í Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður áningarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en komið er niður á móts við Silungatjörn.

Seljadalur

Seljadalur – brú.

Þegar alllangt kemur niður eftir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vmstri við veginn: Efri-Hrossadalur, og litlu neðar Neðri-Hrossadalur, og enn neðar sömu megin Helgutjörn — grunnur tjarnarpollur, sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríkshóll, einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því, að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra frá veginum, er Vörðuhóladalur, daldrag, sem lítið ber á. Tekur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan frá Háamel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn, sem er við veginn til hægri. Gengur að norðan út í hana langur tangi, er skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gleraugnatjörn (það mun vera þýðing á örnefni, sem nokkrir danskir menn gáfu tjörninni fyrir 20—30 árum. M.Þ.).

Djúpidalur

Djúpidalur.

Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpidalur, alldjúp kvos, er áður var klædd valllendisgróðri, en hefur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpadal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar niður að Miðdalsmýri. Liggur vegurinn yfir hana þvera og Miðdalslæk, sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stendur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er vegurinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil, er Heiðartjörn heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður að Lynghólsmýri, og er Lynghóll norðvestan við hana. Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í broti, að missa jafn góðan áningastað. Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veginn til vinstri, er Sólheimatjörn heitir, og spölkorn vestar Hofmannaflöt, allstórar valllendisflatir til hægri við veginn.

Geitháls

Geitháls 1907-1940.

Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sameinast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan frá Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum eftir því, sem föng voru á.“ – Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1937, Örnefni á Mosfellsheiði – Hjörtur Björnsson, bls. 164-167.

Þingvallavegur

Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Íslendingar

Magnús Már Lárusson fjallar um Hafnarfjörð í jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar 1960 undir fyrirsögninni „Enn úr firðinum„:

Magnús Már Lárusson

Magnús Már Lárusson.

Árið 1957 skrifaði prófessor Magnús Már Lárusson grein í þetta blað, er hann nefndi „Sitthvað um Fjörðinn“. Í þessari grein komu fram athyglisverðar upplýsingar um sögu Hafnarfjarðar. Vakti greinin verðskuldaða athygli. Nú hefur þessi glöggi vísindamaður enn á ný skrifað grein fyrir þetta blað. Er hún ekki ómerkari en sú fyrri og varpar nýju ljósi á sögu Hafnarfjarðar og nágrennis. Rannsóknir og athugasemdir Magnúsar kollvarpa ýmsum fyrri hugmyndum manna og leiðréttir hann misskilning sem jafnvel fræðimenn hafa byggt á til þessa. Þá víkur prófessorinn enn að leit sinni og annarra að landnámsjörðinni Skúlastöðum, fullyrðir ekki en leggur á borðið nýjar athuganir og skýringar, sem vekja menn til umhugsunar um þetta merkilega rannsóknarefni.
Elzta saga byggðar á Reykjanesskaga er harla óljós og gloppótt. Heimildir eru fáar og stangast iðulega á. Náttúruhamfarir, eldgos og landbrot hafa geisað án þess að setja teljandi spor í heimildir. Og örnefni hafa týnzt eða breytzt.
Hér skal ekki drepið á nema örfáa þætti, sem ef til vill gætu verið til fróðleiks. Hins vegar er varla mögulegt að gera þeim full skil á þessum vettvangi. Áður hefur hér verið bent á þann möguleika, að upphaflegt heiti Ófriðarstaða, sent ranglega nefnast nú Jófríðarstaðir, hafi e.t.v. verið Unnólfsstaðir. Jörð með því nafni kemur fyrir í skrá frá Viðeyjarklaustri 1395, DI iii 597. Leiga er talin þar 3 merkur, og er það landskuld. Fyrir 1400 er almennast, að landskuld er full lögleiga eða 10% aí andvirði þess, sem leigt er. Dýrleiki Unnólfsstaða þessara er þá 12 hundruð, sem er býsna nærri dýrleika Ófriðarstaða síðar á öldum. Í sömu skrá er og Hvaleyri talin klausturjörð og er landskuld af henni talin 4 hundruð. Þá er dýrleikinn með sama reikningi og að ofan 40 hundruð.

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir fyrrum – tilgáta.

Í síðari tíma heimildum er hún talin 20 hundruð. Gætu menn þá spurt, hvernig á þessum mismun standi. Hér kemur a. m. k. tvennt til greina. Annars vegar er sú einfalda staðreynd, að ein afleiðing af mannfalli Svarta dauða var sú, að jarðir fengust ekki byggðar nema með lækkaðri landskuld og er þá höluðreglan, að hún er felld til helmings eða ofan í 5%. Er það þegar staðreynd um miðja 15. öld á Norðurlandi og helzt svo þar og á Suðurlandi fram eltir öldum, þótt landskuld í Vestfjörðum og á Austurlandi víðast hvar væri 81/3%.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á 18. öld. Hvaleyri fjær.

Klaustur- og kirkjujarðir tíunduðust yfirleitt ekki. Týndist þá hið forna hundraðsmat víða niður. En þegar farið var að gera jarðabækur fullkomnar á s.l. 17. aldar, var dýrleikinn reiknaður upp úr landskuldinni með því að tuttugfalda hana. Jarðabók Kleins fylgir sérstök tafla, sem notuð hefur verið til þess að setja dýrleikatölu á jarðir þær, sem eigi höfðu tíundazt. Á 17. öld var landskuld af Hvaleyri 1 hundrað frítt, sem samkvæmt þessum reikningi gerir 20 hundruð. Af þessu ætti þá að vera ljóst, að dýrleikinn hefur ekki valdið breytingunni, heldur er það landskuldin, sem hefur lækkað vegna fólksfæðar m. a. — Hins vegar ber að nefna eitt mjög mikilvægt atriði. Samkvæmt vitnisburði Steinmóðs ábóta í Viðey, sennilegast frá því um 1475, er kirkjan á Hvaleyri talin eiga töluverðan hluta at Hvaleyrarlandi, sjá DI iv 751. Er sá hluti það mikill, að vel hefði mátt nema hálfum dýrleikanum. En þar sem kirkjan missti í raun stöðu sína sem hálfkirkja eftir siðbót, má vera að kirkjuhlutinn í jörðinni hali gleymzt. Þess eru dæmi til. Nefna má t.d. Saxhól yzt á Snæfellsnesi.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1880-1890. Hér má sjá Hvaleyrarlónið, Grandann og nágrenni.

Þegar þessir tveir möguleikar eru grandskoðaðir, verður nýtt uppi á teningnum. Fyrri upphæðin er reiknuð sem 10% af 40 hundruðum, hin sem 5% af 20 hundruðum. Seinni landskuldin er helmingur þess, sem full lögleiga mundi nema, j.e. 2 hundruð. En 1395 er landskuldin helmingi meiri eða 4 hundruð. Dýrleikinn sem afgjaldsmælir er þá helmingi meiri. Þá verður spurningin sú, hvort kirkjan hafi verið reist eftir 1395 og til hennar verið lögð 20 hundruð. Það kann að vera svo, en virðist fremur ósennilegt. Kirkjan hefði þá varla fengið svo mikið af landi. Það virðist fremur vera svo, að hún hljóti að vera eldri. Dýrleikamunurinn hlýtur að stafa frá öðru, sem varla getur annað verið en rýrnun í gæðum. Og má þar fyrst benda á, að síðan á landnámsöld hefur stöðugt landbrot átt sér stað, sem einkum ætti að ganga nærri jörð eins og Hvaleyri, þar sem túnstæðið er á nesi fram í sjó. Vitað er með vissu, að verzlunarstaðinn varð að flytja um miðja 17. öld norður yfir fjörðinn í Akurgerði vegna landbrots. Það ætti að sýna hugsanlegan möguleika þess, að Hvaleyri sjált hefði þá orðið fyrir hnjaski.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

Séu fógetareikningar frá miðri 16. öld athugaðir, þá sést, að þá þegar er rýrnun þessi komin fram. Þar segir 1547—48, að með Hvaleyri standi 2 leigukýr, 6 ær og 4 kirkjukúgildi, en landskuld er kúgildi, frítt hundrað, og tunna mjöls og leigur (af 3 kúgildum) eru 6 1 jcirðungar smjörs. 1552 er greidd tunna bjórs í stað mjöls, sjá DI xii 114, 140, 154, 174 og 400. Samkvæmt kaupsetningu 1546 er mjöltunna sama virði og bjórtunna, þ. e. 30 fiska, DI xi 518-19, sbr. ix 583—4. Samkvæmt kaupabálki 6 í Jónsbók verður að telja fiskinn hér 2 álnir innanlands til útlausnar, því 3 vættir mjölvægs matar er hundrað, en í tunnu er þá 240 merkur eða 11/2 vætt og er því verðið 60 álnir. 1509 er bjór- eða mjöltunna talin 40 álnir til landskuldar í kauptíð. DI viii 268. Landskuldin er þá að álnatali 180, en sé hún reiknuð 1 /20, þá er Hvaleyri að hundraðstali 30 hundruð um þær mundir. Það er þá auðséð, að hnignunin er að eiga sér stað. Þess má geta hér, að Þorbjarnarstaðir í Hraunum eru í eyði 1395.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum. Bærinn á seinni hluta 18. aldar. Varða til minningar um Flóka Valgarðsson, þess er elst er getið, í forgrunni.

Máldagi Hvaleyrarkirkju áðurnefndur nefnir Nýjahraun, en í landamerkjaskrá frá 7. júní 1890 segir skilmerkilega, að Nýjahraun nefnist Kapelluhraun neðst. Gæti verið fróðlegt að rifja upp það, sem vitað verður úr heimildum um Nýjahraun þetta. Í Flateyjarannál segir við árið 1343, að skipið Katrínarsúðina braut við Nýjahraun. Skálholtsannáll segir við sama ár, að Katrínarsúðina, er lét úr höfn í Hvalfirði, braut fyrir utan Hafnarfjörð og drukknuðu 23 menn, en Gottskálksannáll segir, að Katrínarsúðina braut fyrir Hvaleyri 1343 og drukknuðu þar 4 menn og 20. Sennilega var þetta skip Snorra nokkurs, sbr. annálsbrot og lögmannsannál, þótt Flateyjarannáll tilgreini skipstapa hans 1342. Hér er þá skip, sem ferst við Nýjahraun eða fyrir utan Hafnarfjörð eða fyrir Hvaleyri. Staðsetningin er þá allsæmileg. Skipstapinn hefur orðið út af enda Kapelluhrauns. Hins vegar má gjarnan minnast þess, að í gömlum heimildum, t. d. sóknalýsingu síra Árna í Görðum 1842, er Hafnarfjörður talinn ná milli Melshöfða að norðan og Hraunsness að sunnan. Sé það haft í huga verða heimildirnar enn skiljanlegri.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Enn getur Nýjahrauns í Kjalnesinga sögu, kap. 2 og 17, og er þar talið suðurtakmark Bryndælagoðorðs, en Botnsá í Hvalfirði norðurtakmarkið. Saga þessi er frá 14. öld, en erfitt er að segja með vissu, hvort frekar eigi að setja hana til upphafs aldarinnar eða miðju hennar. Sem söguleg heimild er hún slæm. Nú verður spurningin þessi, hversu nýtt Nýjahraun er á 14. öld og ennfremur hver eru takmörk þess. Heitið sjálft ber með sér, að það hljóti að hafa runnið eftir að landið byggðist. Heiti eins og Óbrynnishólar bendir til hins sama. Um tímann er erfiðara að fullyrða. Allar líkur benda þó fremur til tíma fyrir 14. öld, og er vitað, að eldgos hafi verið mikil á Reykjanesskaganum um miðja 12. öld. Sennilegast er Nýjahraun frá þeim tíma rétt eins og Ögmundarhraun í Krýsuvík. Bezt er að skoða víðáttu þess á Jarðfræðikorti Guðmundar Kjartanssonar, blað 3. Þar sést, hvernig hraunið hefur ollið upp úr gossprungum meðfram Undirhlíðum og er það breiðast þar. Mjókkar það svo og fellur til hafs og er suðurkantur þess í Straumi. Breidd þess þar er rúml. 1/2 km. Ástæða nokkur er fyrir því að virða fyrir sér hraun þetta. Það kann að hafa runnið yfir byggt land að einhverju leyti og þá sennilegast niðri hjá Straumi. Þar kann að hafa verið eitthvert dalverpi lítilfjörlegt, og áreiðanlega hefur þar verið vatn til drykkjar rétt eins og nú.

Árni Helgason

Árni Helgason.

Í sóknarlýsingu sinni segir síra Árni í Görðum um eyðijarðir, að hann viti ekki um neina, „nema það skyldu vera Skúlastaðir, sem mælt er hafi verið jörð áður fyrr meir, og hvar af skuli finnast minjar upp í hrauni, suður frá Hvaleyri.“ Það er sorglegt að hann skuli ekki tilgreina staðsetninguna skilmerkilegar. En leyfilegt væri að láta sér detta í hug Kapelluhraun, því „suður“ er hér um slóðir oftast notað í merkingunni „útsuður“. Ennfremur má benda á Almenningana sunnan við Kapelluhraun. Af heimildum sést að margir bæir eiga þar beit, skóg o. 11., sem á verður drepið síðar. Þetta hefur upphaflega verið mjög sæmilegt land og er enn ekki verulega farið að blása. Þessir Almenningar koma samt skringilega fyrir sjónir. Það er eins og eftirstöðvar af jörð séu þar eftir, sem orðið hafa almenningseign, en ekki að þeir séu óskipt sameignarland.
Nú kynni einhver að benda á svonefnt Skúlatún, sem Brynjúlfur Jónsson túlkaði sem Skúlastaðatún í Árbók fornleifafélagsins 1903. Menn kynnu að halda, að síra Árni ætti við það. En það er varla svo, því er hann ræðir um selstöður, segist hann ekki vita nema það, að Garðar eigi selstöðu í því svokallaða Kirkjulandi, sem liggur fyrir ofan byggðina, frá Elliðavatns- og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi og upp undir fjöllin, og hafði verið haft í seli þar til 1832, en aðrir í sókninni höfðu ekki notað selstöðu um hálfa öld fyrir 1842. Svæði þetta er stórt mjög, en Jarðabók Árna Magnússonar segir, að staðurinn í Görðum eigi selstöður, þar sem heitir við Kaldá, og eru þar bæði hagar og vatnsból gott. Í öllum máldögum Garða er svæði þetta nefnt: Afrétt í Múlaún, t. d. DI iv 108, vi 123, xv 638, og var síra Árna þetta kunnugt, enda er pláss þetta í Garðalandi.

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson.

Örnefni í kringum Hafnarfjörð og í honum sjálfum hafa orðið fyrir töluverðu hnjaski innfluttra manna. Ófriðarstaðir verða Jófríðarstaðir, Steinhes verður Steinhús, Klelrakkagil verður Markrakagil, öfugt, svo örfá dæmi séu tekin. Skúlatún er vafalaust afbökun úr Múlatúni. Leitin að Skúlastöðum hefur sennilega verið áköf, meðan lærðir menn bjuggu á Álftanesi og skólinn var starfræktur á Bessastöðum. Þeir hafa vitað, að Skúlastaðir eru eingöngu nefndir í Landnámu. Þeir kunna að hafa stuðlað að nýrri nafngift. Eltirtektarvert er, að Árni Magnússon nefnir m.a. eftir sögn gamals manns, að bær hafi staðið í Lönguhlíð. Virðist bæjarheitið nefnt, því maðurinn ruglar svo sögnunni saman við skriðuhlaupið á Lönguhlíð í Hörgárdal 1389. Sbr. Ssí 2: I, 2 bls. 60.
Sé lýsing Brynjólfs frá Minna-Núpi í Árbók fornleifafélagsins 1908 athuguð, þá er hún ekki sannberandi um, að þar hafi býli verið. Enda eigi heldur lýsing Þorvalds Thoroddsen í Ferðabók I. Tilgátan, sem hér hefur verið drepið á, er eigi heldur svo sennileg – Kapelluhraun og þá Nýjahraun liggur á eldra hrauni. Eftir aðalínum að dæma hefur þó legið kvos í landsuður frá henni og myndað dalverpi rúmlega 1 km á breidd, en 3 km inn frá sjó. Pláss hefði verið þar, hefði jarðvegur verið nægur á hinu eldra hrauni. Landnámsjarðarinnar er eðlilegast að leita við sjóinn, því fiskiföng hafa laðað frumbýlinginn.

Ólafur Lárusson

Ólafur Lárusson.

Prófessor Ólafur Lárusson hefur bent á ákvæði í elzta máldaga Bessastaða, sem gæti bent til, að annað hvort Sveinbjörn Ásmundsson á 12. öld eða afi hans Sveinbjörn Ólafsson á 11. öld hafi átt Bessastaði, en þeir voru í beinan karllegg af Ásbirni Özurarsyni landnámsmanni á Skúlastöðum, en landnám hans náði frá Hraunsholtslæk suður að Hvassahrauni, þ. e. Afstapahrauni.
Sjálfur hef ég á þessum vettvangi bent á Garða. Nú má í því sambandi benda á annað. Sonur Sveinbjarnar Ásmundssonar var Styrkár, en hans getur í sambandi við Viðeyjarklaustur, sem hann gaf rekapart.
Er þess getið í máldaga, er varðveitzt hefur í afskrift frá því um 1598, er Oddur biskup Einarsson lét gera og er prentað eftir henni í DI i 507. En eins og textinn er þar lesinn og prentaður, er hann mjög villandi. Þó virðist hann eiga við Krýsuvík að nokkru. Það er í máldögum reyndar að finna orðalagið til marks við Beðstæðinga (eða Bessstæðinga), DI ii 361, sem hefur verið skilið sem Bessastaðamenn. Gæti það þá enn stuðlað að því að binda Bessastaði við ættmenn Ásbjarnar á Skúlastöðum. Og hafa menn þá í því sambandi blínt á ofarnefndan máldaga og tengt Styrkár við Bessastaði og gjört ráð fyrir, að reki Styrkárs væri sanmi og fjórðungsreki Viðeyjar í Krýsuvík.

Bessastaðir

Bessastaðir 1789.

Nú vill svo til, að textinn er ranglesinn, en aðeins eitt orð. Í máldaganum stendur og til hægðarauka fyrir lesendur fært til nútímastafsetningar: „Styrkár Sveinbjarnarson galt staðnum hvalreka meðal Hraunnesstjarna og Kolbeinsskora, hina fjórðu hverju vætt, og hval, hvort sem er meiri eða minni. En sá maður, er býr í Krýsuvík skal skyldur að festa hvalinn, svo að ei taki sær út og gera orð til Viðeyjar fyrir þriðju sól.“
Í fornbréfasafninu stendur í hval. í máldagabókinni stendur fyrir og löng z. í landamerkjaskrá Steingríms biskups Jónssonar og með hans hendi í Lbs. 112 4to bls. 166 er lesið og eins og ég geri. Að sá lestur er réttur er tiltölulega auðvelt að sýna fram á í skjölum tveim frá 1497, sem varðveitzt hafa í Bessastaðabók, skrifaðri um 1570, er að finna vitnisburði um reka Viðeyjarklausturs.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

Segir þar skýrt, að vitnin hafi heyrt lesinn máldaga þess efnis, að kirkja og klaustur í Viðey ætti hina fjórðu hverju vætt í öllum hvalreka utan frá Kolbeinsskor og inn að Hraunnesstjörnum eður vötnum, hvar sem á land kæmi á þessu takmarki, er liggur fyrir Strönd í Kálfatjarnarkirkjusókn. Eitt vitnið hafði verið 29 vetur í Hraunum og annað alizt þar upp; þriðja vitnið hafði verið 46 vetur í klaustursins vernd, en 15 vetur heimilisfastur í Viðey, en búið annars á klaustursins jörðu og verið formaður á skipum þess. Sjá D1 vii 337-38.
Takmark þetta er reyndar hreppsmörk Vatnsleysustrandarhrepps, Kolbeinsskorir heita nú Ytri- og Innri-Skor í Stapanum. Einkennilegt er, að reki þessi skuli ekki koma fram í skránum D ii 245-48. Texti máldagans, eins og hann liggur fyrir, er spilltur. Er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvort Styrkár hafi gefið rekann, sem Viðeyjarklaustur átti óefanlega í Krýsuvík. En hitt liggur ljóst fyrir, að Styrkár Sveinbjarnarson hafi átt Vatnsleysuströndina alla eða a. m. k. rekann fyrir henni.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell fjær.

Þá er komið í annað landnám en Ásbjarnar á Skúlastöðum. Hér var landnámskona Steinunn hin gamla, er keypti Romshvalanes allt fyrir utan Hvassahraun af Ingólfi Arnarsyni, en gaf Eyvindi frænda sínum land milli Hvassahrauns og Kvíguvogabjarga, sem nú nefnast Vogastapi. Athugasemd þessi styrkir, að Styrkár Sveinbjarnarson hafi haft mikilla hagsmuna að gæta suður með sjó og gerir það líklegt, að Sveinbjörn Styrkársson af Rosmhvalanesi, er féll í Bæjarbardaga 1237, hafi getað verið sonur Styrkárs. Enn fremur styrkir hún skoðun Ólafs prófessors Lárussonar, að Hafur-Björn, sonur Styrkárs, hafi komizt að Nesi við Seltjörn með kvonlangi sínu, sjá Landnám Ingólfs, II., bls. 48-51.

Almenningur

Almenningur í Hraunum – herforingjakort 1903.

Áður er minnzt á Almenningana. Nú er ástæða til að benda á eftirtektarvert atriði í sambandi við þá. Í Jarðabók Árna Magnússonar er svo greint um þá, að „það, sem Suðurnesjamenn kalla Almenning, tekur til suður við Hvassahraunsland og Trölladyngjur. Gengur svo norður eftir fyrir ofan lönd allra Hraunbæjanna og endast svo norðan til, þar sem hann mætir Ásslandi, svo sem við taglið á Kapelluhrauni. Þá kemur Garðastaðarland og selstaða.“ Sé svo jarðabókin grandskoðuð, þá kemur í ljós, að jarðirnar í Grindavíkur-, þó ekki Krýsuvík, Rosmhvalaness- og Vatnsleysustrandarhreppum, auk Hraunabæjanna og Hvaleyrar, Áss og Ófriðarstaða
eiga hrísrif til kolagjörðar og eldiviðar í Almenningum. — Það er furða, að nokkur hrísla skuli vera eftir. — Hafnirnar eiga þar ekki ítök fremur en Krýsuvík.
Það, sem eftirtektarvert er, getur verið tilviljun. Fyrst má benda á, að meðal þessara landssvæða er hluti úr landnámi Ásbjarnar Özurarsonar, bróðursonar Ingólfs, land Steinunnar hinnar gömlu allt, frændkonu Ingólfs, og land það, er fyrsti Hafur-Björn var uppi á, en það er Grindavík.

Hafur-Bjarnastaðir

Hafur-Bjarnastaðir á Rosmhvalanesi.

Styrkár Sveinbjarnarson virðist hafa staðfestu suður með sjó, en eigi á Álftanesi og sonur hans hét Hafur-Björn. Gæti það bent til þess, að erfðir og tengdir höfðu orkað að því að tengja framangreind svæði saman að þessu leyti, er Almenningunum við kemur. Hafur-Birnir þessir tveir eru hinir einu þekktu með því nafni frá þjóðveldisöld. Enn fremur eru Hafurbjarnarstaðir á Rosmhvalanesi þeir einu með því nafni á landinu og reyndar Viðeyjarklaustursjörð 1398.
Hvernig sem þessu er varið, þá er eitt ljóst, að jarðirnar við sunnanverðan Hafnarfjörð eiga samleið með Suðurnesjum, en jarðirnar norðan við hana þar engra hagsmuna að gæta, nema Garðar, er eiga lönd með Undirhlíðum. Og liggja skilin um Hamarinn. – Magnús Már Lárusson

Framhald er undir fyrirsögninni „Sitthvað um Fjörðinn„.

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 24.12.1960, Enn úr firðinum – Magnús Már Lárusson, bls. 4-5.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefnakort.

Kálfatjörn

Úr fundargerðarbók sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju 1. mars árið 2014:
kalfatjorn-legsteinn„Á síðasta sóknarnefndarfundi barst mér í hendur áhugavert bréf frá Bryndísi Rafnsdóttur.
Þar er tíundað um elsta legstein Kálfatjarnarkirkjugarðs.
Þessi steinn er á vinstri hönd, liggjandi þegar gengið er upp tröppur Kálfatjarnarkirkju.
Kirkja hefur verið á Kálfatjörn allt frá upphafi. Hún kemur fyrir í kirknatali Páls biskups frá 1200 og var hún Péturskirkja í kaþólskri tíð.

Það sem á eftir kemur er ritað af Bryndísi Rafnsdóttur fyrrverandi kirkjugarðsverði.

„Hér undir hvílir greftrað ærlegt guðsbarn Eyjólfur Jónsson lögréttumaður.
Hans vegferðardagar voru 58 ár sofnaði Guði 14 september 1669.

Þér eruð gengnir til fjallsins Síon og til borgar Guðs lifanda.
Til himneskra Jerúsalem.
Heb=Hér er 1.Z

Þetta er skrifað orðrétt eftir Gunnari Erlendssyni bónda frá Kálfatjörn.
Um letur á elsta legsteini í kirkjugarðinum við Kálfatjarnarkirkju.
Honum var mikið í mun að ég skrifaði þetta upp, svo við mæltum okkur
mót eitt siðdegi í nóvember 1995.
Daginn eftir verður Gunnar bráðkvaddur á túninu við hlið kirkjunnar á Kálfatjörn.“

Kálfatjörn 1920

Kálfatjörn 1920.

 

Andrews

Andrews Theater opnaði 1959 og starfaði allan þann tíma sem herinn var með aðstöðu á Íslandi. Andrews Theater er nefnt eftir Frank M. Andrew hershöfðinga sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Frank M. Andrew hershöfðingi fórst í flugslysi á Reykjanesi 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var að koma með Andrews-2herflugvél frá Bretlandi ásamt 14 öðrum háttsettum mönnum í hernum þegar flugvélin lenti í dimmviðri og rakst á Fagradalsfjall á Reykjanesi og mölbrotnaði. Af þeim 15 mönnum sem voru í vélinni lifði  einungis einn slysið af,  George Eisel liðþjálfi. Auk Andrews hershöfðinga létust í þessu sorglega flugslysi háttsettir liðsforingjar í starfsliði hans og biskup meþodistakirkjunnar í Ameríku og flugliðar í áhöfn flugvélarinnar. Útför þeirra 14 sem fórust í flugslysinu var gerð frá Dómskirkjunni í Reykjavík og Landakotskirkju 8. maí. Embættismenn Bandaríkjanna og æðstu menn hersins á Íslandi báru kistu Andrews hershöfðinga úr kirkju. Kisturnar voru sveipaðar fána Bandaríkjanna og var ekið með þær í kirkjugarðinn í Fossvogi. Í Fossvogi voru viðhafðir hernaðarlegir útfararsiðir með trumbuslætti og viðhafnarskotum. Viðstaddir jarðarförina fyrir hönd Íslands voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, ráðherrar Íslands og biskup þjóðkirkjunnar.
Á stríðsárunum voru alls 202 Bandaríkjamenn jarðsettir í grafreiti þeirra í Fossvogskirkjugarði. Bein þeirra voru síðar flutt heim til Bandaríkjanna en liðsmenn annarra styrjaldarþjóða hvíla enn í sérstökum hermannagrafreitum í garðinum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.

 

Selkot

Selkot er innan við Stíflisdal. Kjálká rennur framhjá kotinu.
Miklu mun austar er Selfjall. Milli þess og Tóftir í SelkotiBúrfellshálsar er grösugur dalur. Innst í honum er Selfjall að sunnanverðu. Niður með því er Selgil. Örnefnin eru væntanlega ekki komin af engu. Sonur bóndans á Brúsastöðum hélt að tóft væri þarna við litla tjörn, en hann hafði ekki velt því fyrir sér hvaða tilgangi hún hafði þjónað. Að austanverðu, ofan við bæinn, heitir gilið Náttmálagil. Í gilinu eru leifar af gamalli rafstöð frá árinu 1928. Enn má sjá tréstokkinn í hlíðinni. Neðan við gilið rennur Öxará. Undir því, skammt frá bæjarhól Brúsastaða, eru fornar tóftir Hofs og blótsteinn hjá. Ofar eru aðrir fallegir dalir, s.s. Búrfellsdalur, Kjálkárdalur og Hrossadalur. Suðaustan þeirra voru Grímastaðir, sem nefndir eru í fornsögu. Þær hafa ekki verið staðsettar. Örnefnin gáfu von um áður óþekktar tóftir. Stefnan var þó fyrst tekin á Selkot.
Í Selkoti eru nú einungis tóftir því íbúðarhúsið var jafnað við jörðu á sjöunda ártug síðustu aldar. Enn má þó sjá hlaðna garða; túngarðurinn er heillegur að norðanverðu, en austur og vesturgarðurinn er að mestu skokknir í mýrina. Að sunnan varnaði áin aðgengi að heimatúninu. Tóftaleifar eru vestan við túngarðinn sem og norðvestan hans, sennilega útihús.
Garður við SelkotSelkot í Nyrðradal Þingvallasveit er eitt dæmi um hin mörgu fjallbýli, sem nú eru fallin í auðn. Þetta býli á ekki ýkjalanga sögu. Það var fyrst byggt árið 1830. Maður sá er byggði þar fyrst bæ og bjó þar lengst var Sigurður Þorkelsson. Hann var fæddur á Heiðarbæ Þingvallasveit 13. apríl 1800. Foreldrar hans hétu Þorkell Loftsson og Salvör Ögmundsdóttir. Sigurður ólst upp á Heiðarbæ með foreldrum sínum. Hann kvæntist Ingveldi Einarsdóttir frá Stíflisdal. Þau fluttust á krossmessu 1830 á eyðimóa þar sem ekki stóð steinn yfir steini og enginn íverukofi var til – ekkert nema fornar selrústir – og höfðu með sér nokkra mánaða gamalt barn, en konan vanfær að næsta barni. Búpeningur Sigurðar ein kýr, sem honum var að hálfu gefin um vorið, sex ær, tveir sauð tvævetrir, sex gemlingar, tvær hryssur og eitt tryppi tvævett. Allir dauðir munir voru léttingstrúss á grannri meri, en eign umfram þetta ein króna í peningum. Hjónin lágu í tjaldi fyrsta sumarið meðan þau voru að koma sér upp bæ.
HLegsteinn við Selkotér kemur fram að Selkot hafi byggst upp úr selstöðu. Sigurður var frá Heiðarbæ og Ingveldur frá Stíflisdal. Land undir býlið fékk hann frá mági sínum í Stíflisdal og heimild til beitar á ofurlítinn landskika hjá Þingvallaprest. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu Stíflisdals: „Selstöðu á jörðin í Nyrðradal…, en er þó ekki brúkuð nje hefur verið það menn til muna“.
Þegar á fyrsta ári búskaparins tóku þau hjón á heimili sitt þyngsta sveitarómaga hreppsins, holdsveikan mann sem hafður var á bæjunum til skiptis, og gerðu öll hreppskil sem aðrir. Þau guldu í landskuld á fyrsta ári tuttugu álnir en síðan árlega þrjátíu álnir upp frá því. Þau Sigurður og Ingveldur eignuðust þrettán börn og komu upp níu eða tíu. Með frábærum dugnaði, iðjusemi og nýtni komst Sigurður í dágóð efni og náði meðalbúskap 1855 enda þótt túnrækt hans yrði hvað eftir annað fyrir hnekki af völdum kals og fannalaga og tvívegis missti hann sauðfjárstofn sinn, í annað skiptið 50 kindur en hitt 70 – mun ofviðri hafa grandað fénu, hrakið það í ána eða vatnið.
Árið 1855 fékkst orðið tveggja kúa fóður af túninu í Selkoti í meðalári. Matjurtagarður var þar þá og túngarður 130 faðma langur. Allt þetta höfðu þau hjón og börn þeirra unnið með eigin höndum því ekki var neitt vinnufólk nema stundum eina vinnukonu og einn vinnumann síðustu árin.
Sigurði er þannig lýst að hann hafi verið meira en meðalmaður á allan vöxt og höfðinglegur ásýndum, allvel greindur og viðræðugóður. Snemma ævinnar fór sjón hans  að daprast og um 1860 er hann orðinn nær alblindur. Hann bjó blindur í nærri þrjá áratugi og vann verk sín eins og sjándi. Meðal annars smíðaði hann öll áhöld sín og amboð, hlóð úr heyjum og rakaði gærur. Búskaparlag var með fornum háttum: Sækja sem minnst til annarra, hjálpa sér sjálfur og gjalda hverjum sitt á réttum tíma, ástunda réttvísi og heiðarleik í öllum greinum.
Selkot fyrrumÓþarft er að geta þess að engan opinberan stuðning fékk Sigurður til að koma upp nýbýlinu. Nýbýlin sem byggð voru í Þingvallasveitinni fengust ekki einu sinni viðurkennd, því ekki hafði verið til þeirra fyrirtækja boðað eins og hin gömlu nýbýlalög eða tilskipanir kváðu á um. Sigurður Þorkelsson andaðist í Selkoti 12. desember árið 1895 og var þá fullra 95 ára gamall.
Síðasti bóndinn í Selkoti var Sveinn Abel Ingvarsson (1887-1975). Hann var fæddur í Miðdal í Laugardal árið 1887 og stundaði búskap í Selkoti frá 1937 til 1953. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Helga Pálsdóttir. Hún andaðist árið 1949. Seinni konan hét Ragnhildur Lýðsdóttir. Hún dó árið 1953. Þær eru báðar jarðaðar í Selkoti, sem og Sveinn, honum til sitt hvorrar handar.
Forn varða - Selfjall fjærEftir að Sveinn hafði misst báðar konur sínar gafst hann upp á að búa í Selkoti. Hann flutti í eitt ár að Kárastöðum, en síðan bjó hann þrjú ár einn í Stíflisdal. Árið 1957 flutti hann aftur að Kárastöðum. Þegar Sveinn eitt sinn var spurður að því, hvers vegna hann hefði látið jarða konur sínar í Selkoti og hvers vegna hann óskaði sjálfur að liggja þar, svaraði hann: „Það er eitthvað við þennan dal…maður vill helst vera kyrr.“ En hvernig er nafnið Stíflisdalur til komið? Í örnefnalýsingu yfir Selkot stendur einfaldlega að stífli merki stöðuvatn og má jafna því við Vatnsdal.
Í bókinni Sunnlenskar byggðir, 3. bindi, bls. 234, er yfirlit yfir ábúendur í Selkoti frá upphafi.
Gamlar götur liggja þarna um þetta landssvæði. Hefur aðalleiðin, Selkotsvegur, verið lagaður til og er nú ein helsta reiðgatan þessa leið til Þingvalla. Örn H. Bjarnason segir m.a. í lýsingum sínum „Gamlar götur-Selkotsvegur“: „Í Selkoti er ekkert eftir af þessu gamla fjallakoti í Nyrðridal annað en fáeinar grjóthleðslur. Samt var hér auðugt mannlíf um árabil. Aðeins austar var býlið Melkot og fyrir Stífla ofan Náttmálaskarðssvartadauða (1402) var búið í Hólkoti, en sá bær stóð sunnan við Kjálkaá, norðanundir Hádegisholti. Melkot var fyrir austan Stóragil og var það í byggð í stuttan tíma í kringum aldamótin 1900. Framan við Selkot rennur Kjálkaá. Innst tekur við svonefnt Gljúfur. Upp með því liggja reiðgötur austur á Þingvöll. Fyrir framan Gljúfrið er Kirkjuflöt, en þar áði fólkið frá Fellsenda, Stíflisdal og Selkoti, Dalbæjunum svonefndu, þegar farið var í Þingvallakirkju. Langur kirkjuvegur hefur það verið.
Á Teignum svonefnda meðfram Kjálkaá var engjastykki, sem spilltist mjög af umferð ríðandi manna. Sjálf er Kjálkaá alla jafna meinleysisleg, en í vatnavöxtum á vorin getur hún sýnt á sér klærnar og á vetrum lokaðist bærinn gjörsamlega inni milli ófærra lækja og áa. Þetta segir í örnefnalýsingu höfð eftir Bjarna Jónssyni, beyki. Þar segir: „Selkot lá mjög afskekkt. Vegir voru erfiðir, ófærir á vetrum. Ár og lækir lokuðu bæinn af á alla vegu á vetrum og í leysingum. Þjrár leiðir lágu frá bænum. Leiðin til Reykjavíkur lá suður yfir Kjálkaá á tveimur vöðum, yfir Hugsanlegt sel undir SelfjalliGrjótá, og síðan aftur yfir Kjálkaá og suðvestur að Sigurðarhól í Stíflisdalslandi. Síðan lá hún vestur yfir Mosfellsheiði. Guðný (dóttir Jóns Bjarnasonar ábúanda í Selkoti 1918-1936) kveðst þekkja þessa leið var aldrei kölluð annað en Heiði þ.e. að fara austur yfir Heiði, frá Selkoti að Kárastöðum, Brúsastöðum og Þingvöllum. Leiðin lá til austurs eða suðausturs frá Selkoti. Þar voru reiðgötur, en faðir Kristrúnar (önnur dóttir Jóns) lagði þar veg eins og þeir voru í þá daga síðustu árin, sem hann var í Selkoti.“
Þess má geta að frá Skálabrekku og upp að Selkoti og Stíflisdal eru gamlar götur, sem liggja um Skálabrekkusökk og upp á milli Hádegisholta. Eins lágu götur frá Heiðarbæ um Vestra-Hádegisholt. Um þessa heiði var mikil umferð hér áður fyrr, sérstaklega í sambandi við réttir á haustin.
Svona rís landið ef við gefum okkur tíma til að skoða það nánar. Þarna eru m.a. eyktarmörk séð frá Selkoti. Austarlega á Hryggnum svonefnda fyrir norðvestan Einbúa eru Dagmálahólar. Þegar sólin er þar yfir er klukkan nákvæmlega 9. Börnin í Selkoti fengu ekki úr í fermingargjöf, en náttúran sá til þess að þau vissu alltaf nokkurn veginn hvað klukkan var. Dalholtin voru líka eyktarmörk. Þau sýndu Brúsastaðir - Hofnón. Fyrir ofan og vestan bæ var svo Miðaftansvarða.
Í jarðabók Árna og Eggerts er ekki minnst á byggð þarna í Nyrðridal, en á þessum slóðum er mikið um örnefni sem hafa sennilega orðið til á seinni tímum. „Þarna er Bjarnabrekka sem Brúsastaðafólkið sló. Torfmýri er fyrir sunnan Dalholtin niðri undir Kjálkaá. Þar var torf rist. Á árbakkanum rétt vestan við bæinn var mótekja. Líf fólksins fyrrum í dalnum endurspeglast í þessum örnefnum.“
Á gömlum herforingjaráðskortum frá því rétt eftir aldamótin 1900 er sýnd leið hjá Selkoti, en hversu fjölfarin hún hefur verið í gegnum aldirnar er erfitt að fullyrða nokkuð um. Björn Gunnlaugsson sem teiknar sitt kort fyrir miðja nítjándu öld gerir ekki ráð fyrir leið þarna. Af því má marka, að hann hafi ekki litið á þetta sem fjölfarinn ferðamannaveg.
Sennilega hafa skálholtsbiskupar farið Selkotsveg á leið sinni til Maríuhafnar, en hún var skammt fyrir vestan þar sem Laxá í Kjós rennur til sjávar. Sú höfn var notuð á 14. öld og tóku biskupar þar land þegar þeir komu frá útlöndum og þaðan sigldu þeir gjarnan. Önnur höfn var við Leiruvog fyrir neðan heiði.? Þó má vel vera að þeir hafi farið frá Þingvöllum í Vilborgarkeldu, en það var þekktur áningarstaður á krossgötum austarlega á Mosfellsheiði. Þaðan svo Þrengslaleið niður með Laxá. Vilborgarkeldu er víða getið m.a. í Blótsteinn við HofFerðabók Sveins Pálssonar og Harðar sögu og Hólmverja, 11. kafla.
Sveinn minnist líka á Stíflisdal. Þann 8. október 1792 fer hann um Nyrðridal. Hann er að koma frá Þingvöllum yfir Kjósarheiði á leið að Meðalfelli í Kjós. Í Ferðabók sinni segir hann: „Kjósarheiði er örstutt en þeim mun verri yfirferðar vegna ótræðisflóa og keldna. Komið er niður í Stíflisdal, sem er fallegt, grösugt dalverpi. Einn bær er þar samnefndur í dalnum.“ Engar teljandi torfærur eru á þessari leið í dag.
Jafnframt bætir Örn við: „Ég trúi því að við eigum eftir að endurreisa Prestsvörðu, Brandsvörðu, Stóruvörðu og Miðaftansvörðu. Aftur mun lágfóta smjúga um Skollhóla. Teigurinn og Bjarnabrekka verða slegin á ný og einir mun vaxa á Einiberjaflöt. Kannski munu þeir á Þingvöllum nýta aftur slægjuítak á Neðri-Kjálkum.“
Í dag er Selkotsvegur ein fjölfarnasta reiðleið landsins.
Haldið var upp með gili austast í dalnum [Stíflisdal] og stefnan tekin á Selfjall eftir Kjósarheiðinni. Miklir mýrarflákar eru á þessari leið, en útsýnið bæði fagurt og mikið til Þingvallafjallanna. Á leiðinni eru þrír mosavaxnir melhólar. Á þeim fremsta er grón varða, greinilega mjög gömul. Friðlýstur garður við BrúsastaðiHestagata liggur þar hjá. Mýrartjörn er ofan við Selfjallið. Efst í giliu er gömul stífla úr torfi, rofin. Líklega þjónaði hún þeim tilgangi, líkt og annars staðar, að hleypa vatni yfir ofanverðar engjarnar á veturnar svo þær kæmu betur undan vorinu. Neðar í gilinu er gömul rafstöð; inntak, fúin tréstokkur og rafstöðvarhús. Vestan þess er unnin gata í sneiðing. Framhald á henni sést sunnan gilárinnar
Í örnefnaslýsingu fyrir Brúsastaði segir um hugsanlegar tóftir við Selfjall: „Hvergi eru rústir sjáanlegar í Selfjalli, og engar sagnir eru um sel þar. Tjörn er þar, kölluð Nautatjörn, ekki er vitað hvers vegna“ Í örnefnalýsingu fyrir Kárastaði segir hins vegar: „Vestur af Selgilinu er Einiberjahæð, og þar er einnig Einiberjaskarð og Einiberjaflöt.“ Og í svörum við spurningum Örnefnastofnunar kemur fram að „Selgil er á milli Selfjalls og Einiberjahæðar. Í því eru vallgrónar tóftir.“ þetta skrifaði Guðbjörn Einarsson frá Kárastöðum árið 1981.
Skammt vestan við gilið, á vesturbakkanum, mótar fyrir jarðlægum tóftum. Síðar, þegar tal var haft af Garðari Jónssyni bónda á Brúsastöðum, sagðist hann vita til þess að fornar seltóftir hafi átt að vera þarna á þessum slóðum, en erfitt væri að koma auga á þær. Líklega eru þær svolítið vestar en hér er lagt til. Af framangreindu má sjá að Selgil er ranglega merkt á landakort. Það er neðan við suðvestanvert Selfjall, sbr. nafnið Einiberjaflöt, sem þar er.
Grímastadar er getið í Harðarsögu Hólmverja, en ekki er vitað hvar tóftir bæjarins gætu verið. Í Jarðabókinni 1703 segir: „Grimastader heitir hjer eitt örnefni, sem meinast bygt hafa verið fyrir stóru pláguna, en aldrei eftir hana; sjer hjer sumstaðar til garðaleifa og rústa, sem meinast verið hafi bæði túngarður og veggleifar, og vita elstu menn ekkert framar hjer um að segja. Á flötum nokkrum skammt fyrir neðan þessa Grímastaði er annað örnefni, kallað af sumum Bárukot, en af sumum Þverspirna, nokkrir hafa kallað þetta örnefni Fótakefli.“
Bóndinn á Brúsastöðum kvaðst mikið hafa leitað að hugsanlegu bæjarstæði Grímastaða. Hann taldi sig nú vita hvar hann væri að finna, undir hlíðunum langleiðina að Ármannsfelli. Ætlunin er að skoða svæðið með honum fljótlega. Unnin gata ofan BrúsastaðaGönguleiðin frá Langastíg um Leggjabrjót liggur um Kerlingarhraun og yfir smálæk sem kenndur er við Grímsgil. Einhversstaðar nálægt þessari litlu sprænu er talið að býlið Grímsstaðir hafi staðið, þótt engar sjáist þar rústir nú. Í Harðarsögu segir, að Grímur litli hafi keypt land „suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum“. Sonur Gríms hét Geir. Grímur ól upp Hörð Grímkelsson, fóstbróður Geirs. Samkvæmt sögunni áttu þeir kappar sín bernskuspor á þessum slóðum. FERLIRsfélögum var bent á tóftir Hofs, sem og fornan blótstein, að talið er, utan í hólnum. Skv. Friðlýsingaskránni frá 1990 kemur eftirfarandi fram um Brúsastaði: „1. Leifar af svo nefndri hoftóft í túninu fyrir suðaustan bæinn. 2. Girðing forn með tóft í, vestan við bæinn
. Sbr. Árb. 1880: 21; Árb. 1895: 21. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.“ Framangreindur steinn er utan í stórri tóft vestan við bæinn. Að sjá virðist þar vera um að ræða signingastein úr kaþólskum sið, sem víða má sjá í fornum tóftum á Reykjanesskaganum. Hafa þeir verið nýttir sem hestaskálar í seinni tíð, en síðan aflagst með bæjunum og liggja nú hlutverkalausir, afskiptir og engum til gagns. Hoftóftin er hins vegar norðan við bæinn, að sögn Ragnars bónda, sem benti á hana.
Um selstöðu Brúsastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem ekki hefur um 60 ára tíð brúkuð verið.“ Um selstöðu Kárastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, hefur þó ei brúkuð verið í lánga tíma.“ Um selstöðu Skálabrekku segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið.“ Um selstöðu frá Heiðarbæ segir: „Selstöðu góða á jörðin í sínu landi.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.847.is/index0.php?pistill_id=39&valmynd=3
-http://brusar.homestead.com/Selkot.html
-Úr bókinni Verkamenn í víngarði… Guðm. Daníelsson.
-Sunnlenskar byggðir III, bls. 134.

Þingvallavegur

Þingvallavegur ofan Brúsastaða.

 

Gjásel

Ara(hnúks)sel geymir fimm hús. Þrjú þeirra eru tvískipt. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór.

Hólssel

Í selstöðunni í Gjáseli eru „raðhús“ undir háum gjárbarmi líkt og í Arahnúksseli. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni. Mögulega hafa einhverjir bæir sameinast þarna um selstöður um tíma. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg.
Ætlunin var að ganga upp Vogaheiði með viðkomu í framangreindum seljum sem og í Hólsseli (Hólaseli) – í sumarbyrjun. Í Bakaleiðinni var ætlunin að koma við í Ólafsgjá.
Í BA-ritgerð ÓSÁ í fornleifafræði er fjallað um „Sel vestan Esju“. Þar segir m.a. um Arasel og Gjásel:
Vogasel VI (Arasel /Arahnúksel) – (Ö): „Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel.“
AraselLíklega tekur selið nafn af Arahnúk og því rétt að kalla selstöðuna Arahnúkssel.
(Ö): „Og næsta gjá þar ofar heitir Stóra-Aragjá eða öðru nafni Arahnúksgjá og dregur þá nafn sitt af háum hól sem er við hana og heitir Arahnúkur og undir honum er Arahnúkasel, eru þar miklar rústir og hvanngrænar á hverju sumri, talsvert svæði.“
SG segir frá Arahnúkseli: „Undir Arahnjúk er Arahnjúkasel eða Arasel….Arahnjúkaselstæði er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn og þar finnum við tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917.  Ekkert vatnsból er við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir.“
Höfundur skoðaði Ara[hnúks]-sel árið 2003: Undir Arahnúk er Arahnúksel (Arahnúkssel) eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðurinn eyddist.
Arahnúkselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir saman. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið, en snjór hefur verið í djúpum gjánum langt frameftir sumri. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
ArahnúksselTóftirnar geyma fimm hús. Þrjú þeirra eru tvískipt. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins. Veggir tóftanna eru grónir, en gefa vel stærð og rýmin til kynna. Stekkurinn er einnig heillegur.“
Þá var haldið í Gjásel
. Í örnefnalýsingum segir: Ö: „Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel.  Enn austar er svo Vogaselið gamla.“
Gjásel(Ö): „Þá er á barminum Stapaþúfa. Litla-Aragjá er næst fyrir sunnan Holtsgjá. Austur með henni er Gjásel og þá er hún kölluð Gjáselsgjá.“
(Ö): „Í suðaustur frá Einiberjahólnum blasir við Gjáselsgjá, sem snýr hömrum í norðvestur; undir hömrunum er Gjásel. Þar mótar fyrir tóftarbrotum. Sennilega hefir selið verið notað af búanda eða búendum úr Brunnastaðahverfi.“
(Ö): „Í Gáseli, en svo heita gamlar selstöður, má nú sjá átta til níu tóttarbrot. Lítið seltún mun hafa verið þar framanvið. Ofan við selið er Gjáselsgjái, sem sagt var um að í væri óþrjótandi vatn, en erfiðleikum bundið að ná því.“
SG segir frá Gjáseli: „Af Einiberjahólum sjáum við vel til Gjásels sem kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands.  Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar verið með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu. Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir fjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli.  Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta þessarar aldar hafi eytt þessum eina “fossi” í hreppnum.“
Gjásel-6Höfundur skoðaði Gjásel árið 2003: Frá Stapaþúfu var haldið að Gjáseli, einu fallegasta selinu á Reykjanesskaganum. Þar eru, auk stekkjar og kvíar, átta keðjuhústóftir undir gjárveggnum. Þær mynda fjögur hús og eru tvö þeirra tvískipt, eitt þrískipt og eitt stakt. Þar gæti hafa verið eldhús? Líklega er þetta eitt fyrsta raðhús hér á landi. Óvíst er frá hvaða bæ/bæjum selstaðan þarna var.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum.
ÓlafsvarðaUm er að ræða þrjú eða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Veggir eru grónir og sjá má móta fyrir hleðslum í sumum þeirra. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni. Mögulega hafa einhverjir bæir sameinast þarna um selstöður um tíma. Sjá má grjót í innveggjum, sem fyrr segir. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá.
Magnús Ágústsson í Halakoti sagði að þegar smalar í heiðinni hefðu farið um Gjásel hefðu þeir losað stein í gjárveggnum og þá hefði komið þar út vatn til drykkjar.
Í bakaleiðinni var komið við í Ólafsgjá.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir:
-Örnefnaskrár.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja Guðmundsdóttir.
-ÓSÁ- Sel vestan Esju, BA-ritgerð.

Ólafsgjá

Ólafsgjá.

 

Garðahraun

Gengið var um Garðahraun. Við fyrstu sýn virðist hraunið erfitt yfirferðar, en ef rétt er farið er hvergi auðfarnara utan gangstétta Garðabæjar.
MálverkÞegar gengið er inn á hina fornu leið Fógetastíg að austanverðu inn á hraunbrúnina og henni fylgt spölkorn inn á slétt hraunið er tilvalið að venda til hægri, áleiðis að klettaborgum innan seilingar. Ofan við þær eru leifar af lítilli fjárborg (ævagamalli) og fyrirhleðslum. Augljóst er að þarna hefur verið setið yfir fé fyrrum. Hraunbollar eru grösugir og víða má sjá gróin vörðubrot, garðleifar og lítil skjól. Hið 8000 ára gamla hraun ber aldurinn vel. Í tilefni hans var boðið upp á allt sem alvöru gömul hraun geta boðið upp á; grónar sprungur, háa klapparkolla, innfelldar hraunæðar og alls kyns kynjamyndir. Á þessu svæði eru mannvistarleifar á grónum hól ofan við Eskines (sjá meira HÉR). Utar er hleðsla í sprungu, líklegt aðhald eða nátthagi. Þegar gengið var upp (suðvestur) hraunið birtust fleiri kynjamyndir og hraunstandar. Enn ofar sléttist hraunið og auðvelt er að fylgja yfirborðinu til suðurs. Á hægri hönd er svo „ógurlegt“ Gálgahraunið. Á stöndum þess stóðu gráðugar veiðibjöllur og biðu eftir bráð vorsins, eggjum mófuglanna.

Fyrirmynd

Garðahraunið er ótrúlega fljótfarið enda á millum. Fyrirvaralaust komust tvífætlingarnir upp undir suðurbrún þess, að svonefndu „Kjarvalskletti“ eftir að hafa lagt lykkju á leiðina til að komast niður í eina myndarlegustu klettagjána. Hvarvetna á leiðinni mátti sjá hvar fyrirmyndirnar að verkum meistarans biðu léreftsáfestingar. En líftími mannsins er bara svo skammur þegar horft er til líftíma hraunsins – nema maðurinn breyti því til hins verra. Það er nefnilega svo auðvelt og það tekur svo skamman tíma að skemma viðvarandi fegurð ef ekki er að gætt. Stundarskemmarverk (sbr. stundarbrjálæði) getur svipt komandi kynslóðir ánægjunni af fá að njóta fyrrum dásemda. Þær sá meistari Kjarval í hrauninu og þær sjá allir aðrir er hafa næmt auga fyrir fegurð landsins. Auðvitað getur sú skynjun tapast í ölduróti annarra hagsmuna, s.s. kröfu til aukinna lífsgæða og þörf á landrými undir íbúðir og vegi.

Móslóði

Ætlunin var m.a. að skoða eina af fyrirmyndum Kjarvals. Með afrit af málverki við hendina fannst staðurinn. Umhverfis voru miklar klettaborgir, en fyrirmyndin virtist léttvæg þar sem hún var þarna í hinu tilkomumikla landslagi. En af einhverri ástæðu valdi Kjarval þennan stað, enda hafði hann næmt auga fyrir myndefninu.
Austan við þennan stað og vestan við annan stað, sem hann málaði einnig á, liggur gata; Móslóði.
KjarvalÍ örnefnalýsingu segir að eftir 
honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. Slóðanum var fylgt til norðurs. Áður en langt var komið varð gróin varða á leiðinni. Frá henni lá gatan áleiðis yfir slétt gróið hraunið og síðan undan halla þess, áleiðis niður að uppruna Fógetastígs (þar sem hann kemur inn á Garðahraunið). Gatan er vel greinileg alla leiðina, allt þar til hún mætir Fógetastíg. Þar er mosavaxin varða er gefur til kynna hvar gatnamótin eru.
Frábært veður. Gangan um Garðahraunið tók 2 klst og 2 mín.

Garðahraun

Litir eftir Kjarval í Garðahrauni skammt frá Móslóða.

 

Lakastígur

Ætlunin er að fylgja Lakastíg innan við Stóradal, inn með Lakahnúkum og inn á Hellur utan við Lakadal. Í stað þess að fylgja stígnum um Lágaskarð og niður í Sanddal verður beygt inn í Lakadal undir Stóra-Sandfelli. Í dalnum ku einhverju sinni hafa verið brak úr óþekktri flugvél. Tilgangurinn er m.a. að skoða hvort brak kunni enn að vera í dalnum.
LoftmyndÞá verður gengið um Lakakrók á leiðinni til baka.
Ætlunin var sem sagt að gera aðra leit að hugsanlegu flugvélaflaki í Lakadal undir Stóra-Sandfelli, innan við Laka undir Hellisheiði.
Í greinargerð um hugsanlega efnistökustaði á Hellisheiði sem tekin var saman fyrir Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana við Hverahlíð og Ölkelduháls segir m.a. um þetta svæði: „Innan athafnasvæðis fyrirhugaðrar Hverahlíðavirkjunar er eftirfarandi jarðmyndanir að finna: Hraun frá nútíma, þ.e. Hellisheiðarhraun, grágrýti og skálaga móberg í Skálafellsdyngju og bólstraberg í Lakahnúkum (Kristján Sæmundsson, 1995). Hellisheiðarhraunin þekja langstærstan hluta af athafnasvæðinu. Bólstraberg er einungis að finna á yfirborði á litlum hluta í SV hluta athafnasvæðisins. Um er að ræða svokallaða Laka og Lakahnúka.
LakarLakar eru þyrping af bólstrabergshólum og hæðum sem raða sér nokkurn vegin á NNASSV línu í framhaldi af Reykjafelli, gegnt Skíðaskálanum, á sunnanverðri heiðinni. Hólarnir ná suður undir Stóra-Meitil. Hólarnir eru mosavaxnir að stórum hluta, nema í bröttustu hlíðunum þar sem eru gróðursnauðar skriður. Milli hólanna eru grónar lautir. Ef þungamiðja framkvæmda við Hverahlíðarvirkjun verður á vestanverðri heiðinni, vestan við afmarkað athafnasvæði, eru Lakar líklega álitlegasti kosturinn fyrir efnistöku. Vel ætti að vera hægt að finna efnistökunni stað þar sem hún yrði lítt áberandi og er þá miðað við útsýn að staðnum frá fjarsvæði, veginum yfir Hellisheiði. Við norðurenda hólanna er gamalt efnisnám þar sem fram hefur farið yfirborðsvinnsla á hrauni.
LakahnúkarHér er bent á einn hugsanlegan efnistökustað þar sem líklegt er að vinna megi bólstraberg í gæðafyllingar. Það er einn af austustu hólunum í Lökum. Bent er á þennan stað því þar er líklegt að náma geti verið vel falin í umhverfi. Hóllin rís um 10 m yfir umhverfi sitt. Með því að láta efnistöku fara fram í hólnum vestanverðum og láta norður og austurhlíðar standa ósnertar ætti efnistakan að geta verið nokkuð vel falin. Gossprunga frá nútíma liggur um hólinn austanverðan og melur, fínefni, er á yfirborði. Þessir þættir gera það að verkum að austasti hluti hólsins er lítt eftirsóknarverður og mikið magn fínefna á yfirborði gæti rýrt gildi þessa tiltekna hóls sem efnistökusvæði.
LakadalurLakahnúkar eru umfangsmikil bólstrabergsmyndun við suðurbrún Hellisheiðar. Líkt og Lakar eru þetta bólstrabergshólar og hryggir. Hnúkarnir ná frá Skálafelli í austri og teygja sig í áttina að Lökum. Hellisheiðarhraun hafa runnið eftir myndun bólstrabergsins og hraunstraumar þeirra skilja Lakahnúka frá Lökum. Lakahnúkar eru mun umfangsmeiri heldur en Lakar. Til greina kæmi t.d. að vinna efni úr suðurhlíðum nyrstu hólanna. Austan við stærstu hólana er lægri hóll/hryggur sem er að hluta til innan athafnasvæðisins, til greina kæmi að vinna efni úr honum að hluta til eða öllu leiti. Úr hlíðum bólstrabergshryggjar er líklega hægt að vinna bólstraberg í gæðafyllingar og gnægð efnis til staðar. Það ætti að vera hægt að haga efnistöku á þessum stað þannig að hún verði lítt áberandi.
LakadalurStærstur hluti Skálfells er dyngjuhraun, myndað í eldgosi á síðjökultíma. Að norðanverðu hefur hraunbráðin runnið út í vatn og það er því freistandi að álykta að í rótum Skálafellsins að norðanverðu gæti bólstraberg verið að finna, þó það sjáist hvergi í yfirborði með óyggjandi hætti. Efnistaka í Lakakróki væri líka kjörinn staður.“
Svona er nú þankagangurinn á þeim bænum!

Lakastígur (Lákastígur)
Lágaskarðsvegar er getið í Sýslulýsingu árið 1840 (Lýsing Arnarbælisþinga 1937:90) og 1842 (Lýsing Garðaprestakalls 1937:212). Lákastígs er ekki getið í þessum heimildum.

Varða

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar um þræla Ingólfs Arnarssonar, Sviða og Vífil segir m.a.: “Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt sem Vífilfell heitir og liggur þjóðvegur ofan fyrir norðan það þegar farið er Hellisskarð að austan eða Lágaskarð; en rétt vestan undir fellinu liggur Ólafsskarðsvegurinn á þjóðveginn.”
Í örnefnalýsingum er fjallað um Lágaskarðsveg. Þar segir m.a. að “Lágaskarð liggur hjá Stakahnúk [en hann er áberandi þegar komið er í skarðið austan við Stóra-Meitil]. Eftir skarðinu liggur Lágaskarðsvegur.
Lágaskarðsvegur hefst við Breiðabólstað. Hann liggur yfir Bæjarlæk [við Breiðabólsstað] rétt fyrir ofan Fossinn, inn Torfdalshraun, austan Lágaskarð Torfdalsmels og innan til á móts við Krossfjöll austur yfir Eldborgarhraun, austur að Lönguhlíð og upp á Hveradalaflöt, undir austurhlíðum Lakahnúka og síðan um breitt skarðið yfir slétt og greiðfært helluhraun (að mestu mosagróið) og síðan niður úr skarðinu (sem er meira eins og grunnt dalverpi en skarð) til Þorlákshafnar og í Selvog. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.”
VarðaVegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur km austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra. Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði.
LakadalurVestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m.
Skammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbungu Skálafells, heitir Langahlíð.
LakakrókurNorðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703: „Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.“
LakastígurÍ Þjóðólfi 14. september árið 1906 er fjallað um fyrirhugaða járnbrautalagningu milli Reykjavíkur og Ölfuss. Þar segir m.a. um járnbrautarleiðina austur í sýslur að verkfræðingurinn Þorvaldur Krabbe hafi nú athugað leiðina. “Skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu.”
Brakið, sem leitað var að, fannst ekki að þessu sinni, enda þakti snjór jörð.
Frábært veður þennan fyrsta sumardag (2009). Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Fremstihöfði

Haldið var í Hreiðrið norðvestan Kaldársels á sumardaginn fyrsta með viðkomu í Gjánum. Í leiðinni var litið á hálfhlaðna tóft austan undir Fremstahöfða.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Opið á Hreiðrinu er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Þórarinn Björnsson hafði sýnt FERLIR hellinn fyrir nokkrum misserum síðan, en hann er örfáum kunnur. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Erfitt er að fara um Hreiðrið vegna þess hversu hrjúfur hellirinn er. Það er því betra að hafa með sér hnéhlífar og hanska þegar farið er þar niður, þ.e.a.s. ef einhver skyldi verða svo heppinn að finna opið.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Ágætt ústýni er yfir Gjárnar og Nátthagann úr norðvestri með Valahnúka í austri. Þarna hefur runnið mikil hrauntröð, en þegar fjaraði undan storknu yfirborðinu hefur yfirborðið fallið niður, en eftir standa standar hér og þar.
Tóftin undir Fremstahöfða er sennilega frá tímum Kristmundar í Kaldárseli eða Þorsteins, sem bjó þar nokkru fyrr, um aldarmótin 1900. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að hlaða hús úr sléttu hellugrjóti, en af einhveri ástæðu hefu rverið hætt við það í miðjum kliðum. Frásögn er til um útlit húsanna í Kaldárseli og sú mynd er ekki fjarri því lagi sem þessi tóft er. Hún gæti því verið síðustu leifarnar af hinum gömlu búsetuminjum í Kaldárseli, utan borgarinnar á Borgarstandi, stekksins undir honum, fjárskjólanna norðan hans og nátthagans í Gjánum.
Skammt frá tóftinni er gamla gatan að Kaldárseli, en það gæti hafa einhverju um staðarvalið. Þá er ekki langt frá henni í fjárskjólin. Skammt norðan við tóftina hafa hellur verið hreinsaðar á kafla og svo virðist sem þar hafi átt að búa til haga undir gerði.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst. og 1. mín.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólar eru vestan við miðbik Undirhlíða og liggur Bláfjallavegurinn sem tengir Hafnarfjörð við skíðasvæðið í Bláfjöllum á milli hólanna. Óbrinnishólar voru fjórir fallega mótaðir gíghólar sem heilluðu marga. Ferðafélag Íslands og Útivist voru með reglulegar ferðir á sumrin um tíma þar sem gengið var frá Kaldárseli að Óbrinnishólum og voru þessar ferðir ofstast fljölmennar. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn var gjarnan fararstjóri en fleir tóku að sér að leiða hópa um þessar slóðir. Óbrinnishólar urðu til í tveimur goshrynum með talsverðu millibili og rannsakaði Jón Jónsson jarðfræðingur hólana um miðjan og ritaði grein um þá sem birtist í Náttúrufræðingnum um miðjan 8. áratug 20. aldar. Hann taldi að talsvert langur tími hefði liðið milli gosanna tveggja og að eldra gosið hafi jafnvel verið um líkt leyti og gaus í Búrfelli, samkvæmt samsetningu þeirra steintegunda sem hann fann á báðum stöðum.
obrinnisholar-222Óbrinnishólar voru með þeim glæsilegustu á Reykjanesskag-anum öllum  áður en þeim var að mestu eytt með óhóflegu malarnámi. Fyrst í stað var eingöngu tekið gjall  í smáum stíl, og um líkt leyti voru gerðar þó nokkrar rannsóknir á hólunum. Var grafið að vestanverður og kom þar í ljós undir tæplega eins metra þykku lagi af gjalli 5-8 sentimetra þykkt moldarlag, en undir því var gjall. Gróðurleifar fundust efst í moldarlaginu sem voru kolaðar. Það mun hafa gerst eftir að seinna gosið hófst. Neðra gjallþykknið náði alveg niður á jökulurð og fast berg. Hólarnir eru að mestu úr bósltrabergi og grágrýti og í seinna gosinu urðu til margar hraunkúlur sem eru allt frá því að vera mjög smáar upp í það að vera eins og smáboltar að stærð og nokkuð reglulega lagaðar.
Það er fátt sem minnir á hina formfögru hóla sem þarna stóðu um aldir, svo gersamlega hefur þeim verið spillt og það er í rauninni skömm að því hvernig þarna hefur verið gengið á merkar náttúruminjar.
obrinnisholar-223Óbrinnishólar eru hluti af sprunurein sem liggur eftir endilöngum Reykjanesskaga. Víðsvegar á sprungunni eru mismunandi gamlir gígar sem hafa orðið til í mörgum goshrynum en fæstir þeirra eru stórir eða umfangsmiklir. Það er næsta auðvelt að þræða þessar gígaraðir og fylgja þeim frá Búrfelli og út á Reykjanestá eða því sem næst. Hólaröð Óbrinnishóla var einhverntíma mæld og reyndist vera 900 metra löng eða tæpur kílómetri.
Eins og nafnið gefur til kynna mynduðu hólarnir óbrennishólma sem yngri hraun hafa runnið í kringum og stóðu hólarnir eftir óbrenndir þar sem þeir voru hærra í landinu en nánasta umhverfi. Hæsti gígurinn var í 44 metra hæð yfir nærliggjandi umhverfi en miðað við hæð yfir sjó var hann í 144 metra hæð. Sigdalur eða hrauntjörn hefur myndast suðaustan við gígana við seinna gosið og gekk þessi dalur undir nafninu Óbrinnishólaslakki. Vestarlega í slakkanum er hellir sem er vel þess virði að skoða. Hlaðið hefur verið fyrir opið fyrir margt löngu en hellirinn er um 15-20 metra djúpur með bogadregnum lofti og þrengist eftir því sem innar dregur. Hann nefnist Óbrinnishellir en var líka nefndur Óbrinnishólaskúti. Þessi hellir var notaður um aldir sem fjárskjól yfir vetrartímann af bændum á Hvaleyri enda voru Óbrinnishólar í efri hluta Hvaleyrarlands. Birki- og víðihríslur uxu í vesturhluta nyrsta Óbrinnishólsins og sömuleiðis í hæðardragi skamm frá sem heitir Stakur en einna mestur var kjarrgróðurinn í sjálfum Undirhlíðum, enda heita þar Litli-Skógarhvammur og Stóri-Skógarhvammur. Þarna var kjörlendi fyrir vetrarbeit.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.

Heimild:
-Hraunavinir – Óbrinnishólahellir, Jónatan Garðason – http://www.hraunavinir.net/obrinnisholahellir/

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólahellir.