Setbergsbærinn

Í Fjarðarpóstinum 1991 er viðtal við Elísabetu Reykdal, fyrrum húsfreyju á Setbergi, undir fyrirsögninni “Hornið í stofunni er sálin mín”:

Elísabet Reykdal

Elísabet Reykdal.

“Elísabet Reykdal hefur talsverða sérstööu aö því leyti, að hún og hennar fólk var þekkt í bænum sem Garðhreppingar, en nú er Elísabet oröin Hafnfirðingur, þó hún hafi aldrei flutt um set og alltaf búið í sama húsinu. Þetta er meira en lítið sérstætt, en á þó sínar eðlilegu skýringar vegna útfærslu á bæjarmörkum Hafnarfjarðar. Elísabet er dóttir hins kunna athafnamanns Jóhannesar Reykdal, sem byggði fyrstu vatnsknúnu rafstöðina á Íslandi, og konu hans, Þórunnar Böðvarsdóttur. Nú býr Elísabet í miðju glæsilegu íbúðahverfi þar sem áður var búskapur, tún og kýr á beit.

Já, Setberg var næststærsta býlið í Garðahreppi. Það voru aðeins Vífilsstaðir sem var stærra býli”, sagði Elísabet í upphaf viðtals okkar.
– Þið voruð mörg í heimili á Setbergi?
„Já, það voru oft um 20 manns og stundum upp í 25 yfir sumartímann. Það bjuggu hérna heima lærlingar og smiðir sem unnu hjá pabba. Annars vorum við 10 systkinin sem upp komust, en yngst dó systir mín, aðeins 12 ára. Það voru berklarnir sem herjuðu á fjölskylduna. Það dóu fimm uppkomnir bræður úr berklum.
Ég er fædd á Setbergi en annars byrjuðu pabbi og mamma sinn búskap í Hafnarfirði. Þau giftu sig 1904 og sama haustið voru kveikt fyrstu rafljósin, en verksmiðjuna reisti pabbi 1903, Timburverksmiðjuna Dverg. Það var fyrir Dverg sem hann virkjaði Lækinn, ennfremur fengu 16 hús ljós í fyrstu.”
– Hvaðan kom pabbi þinn til Hafnarfjarðar?
„Hann kom hingað frá Danmörku. Fyrst flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann var í tvö ár, en síðan til Hafnarfjarðar. Annars var hann Þingeyingur að uppruna. Mamma fæddist hins vegar í Hafnarfirði en hennar fólk kom frá Miðfirði. Pabbi og mamma kynntust hér í Hafnarfirði. Afi hafði þá skólapilta í fæði og smáveitingasölu.”
„Það blundaði bóndi í pabba og Einari”
– Þannig að faðir þinn Jóhannes Reykdal lærði í Danmörku?
„Já, hann lærði í Danmörku en fyrsta verkefnið hans hér var að byggja gamla barnaskólann. Upp úr því setti hann upp verksmiðjuna og síðan kvæntist hann um vorið. Pabbi og mamma bjuggu fyrst í Hafnarfirði en síðan keypti pabbi Setbergið 1909 og 1911 fluttu þau hingað upp eftir. Á meðan þau voru niðri í bæ hafði hann ráðsmann við búskapinn en rak síðan búið sjálfur eftir að þau fluttu. Það blundað bóndi í pabba og hann var alltaf mikið fyrir skepnur.”

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal.

– Síðan verða kynslóðaskipti og þú tókst við búskapnum?
„Já, en þá hafði búið verið í leigu í fimm ár eða frá því 1931, en þá dóu tvö systkini mín. Þá auglýsti pabbi Setbergið til leigu. Eitt árið ráku systkini mín búið, en þá dó bróðir minn, sem aðallega stóð fyrir búinu. Þá hættum við aftur en tókum síðan við búinu áný árið 1938.”
– Þú varst ung heimasæta á Setbergi en giftist síðan sjómanni, Einari Halldórssyni. Þú gerðir þér lítið fyrir og gerðir hann að bónda?
„Já, hann var lengi kallaður Einar á Maí af því að hann var svo lengi stýrimaður með Bendikt Ögmundarsyni. Annars byrjaði hann sína sjómennsku á Skúla fógeta, en var nýfarinn af honum þegar Skúli fógeti fórst. Hann var kominn með pokann sinn niður á Steindórsstöð til að fara til Reykjavíkur en þá kom Benni hlaupandi og sagði: „Hann Ásgeir Stefánsson er búinn að reyna að ná í þig í allan dag, því að það er plássfyrirþighjámér”. Svo Einar hringdi inn eftir og lét vita af því, að hann kæmi ekki og fór um borð í Maí. Þar var hann til ársins 1937. Síðan var hann á Hafsteini með Ólafi Ófeigssyni. Hann var stýrimaður hjá honum.”
– Þótti Einari manni þínum ekki súrt í broti að vera kippt af sjónum til að gerast bóndi?
„Nei, það held ég ekki. Það blundaði í honum bóndi. Hann var búinn að vera níu sumur á bæ upp í Borgarfirði sem kaupamaður og þá var hann einu sinni alveg að því kominn að kaupa þar jörð og ætlaði að fara að búa. Það var áður en við kynntumst. Hann hafði alltaf gaman af búskap. Það var Fossatún í Bæjarhreppi sem hann var næstum búinn að kaupa. Það var smákot þá, en er orðið stórbýli núna. En einhvern veginn varð ekkert úr því að hann keypti jörðina.”
– Síðan hófst búskapur ykkar á Setbergi?
„Já, við rákum hér búskap í 40 ár. Við hefðum átt fjörtíu ára giftingarafmæli haustið eftir að Einardóíjanúar 1978. Við giftum okkur í september 1938.”
– Þróunin hefur verið ör. Í staðinn fyrir græn tún og kúabúskap er komin þétt byggð?
– „Já, hér voru yfirleitt um 35 kýr og á annað hundrað fjár.”
„Víst á ég heima á Setbergi”
Setberg
„Þannig að nú átt þú ekki lengur heima á Setbergi samkvæmt skipulaginu?
„Víst á ég heima á Setbergi.
Þegar ég fékk tilkynningu um það að nú ætti ég heima á Fagrabergi 32, þá fór ég niður á bæjarskrifstofu og neitaði og sagði, að ef ég mætti ekki eiga heima á Setbergi þá byggði ég mér bara hús fyrir ofan, uppi í Garðabæ, því að á Setbergi ætlaði ég að eiga heima.

Einar Halldórsson

Einar Halldórsson á Setbergi.

Ég fékk síðan bréf upp á það að húsið mætti áfram heita Setberg, enda er þetta sama húsið og áður og hefur alltaf verið Setberg og er enn á jörðinni. Það er ekki búið að leggja jörðina niður, þó að Hafnarfjarðarbær hafi keypt hluta af henni.”

– Synir ykkar ráku jörðina síðustu árin eftir að Einar dó, eða þar til þensla Hafnarfjarðar krafðist meira landrýmis?
„Já, þeir ráku búið, en þetta var einn fjórði hluti af jörðinni sem Hafnarfjörður keypti. Hinn hlutinn er ennþá í Garðabæ. Eiginlega get ég bæði kallað mig Hafnfirðing og Garðbæing. Þó verð ég að kjósa í Hafnarfirði.”
– Ef við rifjum upp, þá var Einar oddviti í Garðahreppi?
„Já, í nokkur ár en um leið og hann varð oddviti þá var ráðinn sveitarstjóri. Hann vildi ekki hafa nein fjármálaumsvif, enda þróaðist byggðin ört þar líka.”

Hóf heimsreisur á efri árum
– Þú ert orðin fullorðin kona og ein á báti, má segja, síðan þú varðst ekkja og börnin búin að stofna eigin heimili. Þá tekur þú þig til og hefur gert sérstaklega víðreist af fullorðinni konu að vera?
„Ég byrjaði á þessu árið 1979 en þá fór ég fyrstu ferðina en það var árið eftir að Einar dó. Þá fór ég til Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga, til Winnipeg og reyndar alveg til Vesturstrandarinnar og hitti marga Íslendinga. Það var mjög gaman. Næsta ferð var til Grikklands með mági mínum og systur og við vorum þar í þrjár vikur. Þar á eftir fór ég hringferð um Mið-Evrópu, um Alpana. Það var þriggja vikna ferð, alveg ágætis ferð.
Síðan fórum við aftur saman, mágur minn og systir, til Norðurlandanna. Við flugum til Þrándheims en þar eigum við ættingja og vorum þar í fjóra daga en ókum síðan suður Noreg. Þar er víða mjög fallegt og þetta var mjög skemmtilegt.
Síðan fór ég til Egyptalands og Ísrael. Eftir það fór ég í heimsreisuklúbbinn og þá fyrst í ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Síðan tók við ferð til Kína og svo ferð til Indlands. Þá var ferð til Suður-Ameríku og önnur til Suður-Afríku og núna síðast til Japans, Filippseyja og Formósu.”
– Hvaða heimshluti féll þér best?
„Það var óskaplega gaman að koma til Kína. Það var svo sérstakt. Suður-Afríkuferðin var líka mjög vel heppnuð. Nú og síðan er Ástralía og Nýja-Sjáland alveg sérstakt líka. Mannlífið þar var að mörgu leyti líkara okkar. Ástralía, þó að hún sé stór, þá er hún líka eyja af því að hún er ekki tengd við önnur lönd og þetta á einnig við um Nýja-Sjáland, ekki síður.”
– Ég vil ræða aðeins við þig um fullorðna fólkið og lífsgleðina?
„Það verður hver og einn að sætta sig við sitt hlutskipti í lífinu og reyna að finna björtu hliðarnar á því sem eftir er. Tímann er ekki hægt að stöðva og við verðum að reyna að fínna björtu hliðarnar á því sem er eftir. Tímann getur maður ekki stoppað. Það verður bara að fylgja honum eftir eins og hægt er.”
Elísabet ReykdalÍ notalegu stofunni hennar Elísabetar er gömul og vegleg gólfklukka sem vekur athygli. Hún er í horninu hjá henni, þar sem flestar fjölskyldumyndirnar eru. Um hornið segir hún: „Þetta horn í stofunni er sálin mín. Klukkan er smíðuð af Jóni Stefánssyni, það er að segja umgjörðin. Hann var frá Fagurhólsmýri og er bróðir Ragnars Stefánssonar í Skaftafelli. Jón vann hjá pabba í verksmiðjunni og hann lét Jón smíða þrjá klukkukassa. Pabbi pantaði klukkuverk í tvo þeirra. Eina klukkuna gaf pabbi Matthíasi Einarssyni, lækni í Reykjavík, því að hann hafði gert svo stóra „operasjón” á honum bróður mínum, sem varð fyrir slysi austur á Söndum. Það féll mastur á höfuðið á honum. Það var ekki auðvelt að eiga við svoleiðis þá.
Það tók tæpa tvo sólarhringa að sækja lækninn, þó fékk hann alltaf óþreytta hesta á hverjum bæ til að halda áfram. Læknirinn gat náttúrlega ekkert gert, en báturinn sem sótti bróður minn var Skaftfellingur. Pabbi var með Skaftfellingi og fór að Fagurhólsmýri, en þangað var bróðir minn fluttur og þar lá hann slasaður þangað til hægt var að flytja hann til Reykjavíkur.
Hann bróðir minn var alveg mállaus og máttlaus öðru megin, en hann gat látið pabba vita um veskið sitt og pappíra undir koddanum. Því hafði hann hug á, þó hann væri svona á sig kominn. Síðan var það Matthías sem skar bróður minn upp, en hann kom síðan heim eftir mánuð. Þá var hann byrjaður að tala aftur og ganga svolítið. Pabba fannst hann því standa í þakkarskuld við Matthías Einarsson lækni, fyrir utan það að þeir þekktust áður.

Og klukkan tók undir
ReykdalEin klukkan fór þannig til Matthíasar sem þakklætisvottur en hin klukkan fór til mömmu.
Þá var ein klukka eftir og hún var búin að vera niður í verksmiðju í mörg ár. Árið 1944 hringdi pabbi í mig og spurði, hvort ég hefði ekki pláss fyrir klukkukassann. Hann sagðist vera í vandræðum með hann, því að þeir væru að laga til í verksmiðjunni. „Enda hefi ég alltaf ætlað þér hann”, sagði hann. Ég hélt nú að ég skyldi taka við honum. Síðan vildi svo til, að tveimur eða þremur vikum síðar brann verksmiðjan þannig að þá hefði klukkan glatast. Við fengum Magnús Guðlaugsson, úrsmið, til að panta klukkuverk í hana eftir stríðið og þá var klukkan sett upp. Það er eins og ég segi: Þetta er sálin mín.”
Um leið og ég þakkaði fyrir mig og kvaddi, tók stóra klukkan í horninu hennar Elísabetar undir með dimmum og virðulegum tónum.” – J.Kr.G.

Elísabet Reykdal fæddist á Setbergi Garðahreppi 17. desember 1912. Hún lést á Sólvangi 21. desember 2013.
Elísabet bjó á Setbergi nær alla sína ævi fyrir utan nokkur ár í æsku á Þórsbergi, nýbýli úr Setbergslandi sem Jóhannes faðir hennar byggði. Síðustu fimm æviárin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í jaðri Setbergs. Skólaganga Elísabetar var ekki löng, hún var einn vetur í Flensborg og einn vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Elísabet og Einar Halldórsson hófu búskap á Setbergi á fardögum vorið 1938 og allt þar til að Einar lést, og í samstarfi við syni sína þar til búskapur lagðist af að mestu árið 1985. Á efri árum ferðaðist Elísabet mikið bæði innan og utan, oft ein en líka með systurdóttur sinni, Ragnheiði Hermannsdóttur. Ferðaðist Elísabet til allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins.

Heimild:
-Fjarðarpósturinn, 36. tbl. 18.12.1991, “Hornið í stofunni er sálin mín”, Jólaviðtal við Elísabetu Reykdal á Setbergi, bls. 8-9.

Setberg

Mikið tjón í bruna að Setbergi í Garðahreppi í gær, Þjóðviljinn 5. sept. 1965, bls. 1.

Kría

Finnur Jónsson, náttúrfræðingur, fjallar um kríuna í Náttúrufræðingnum árið 1957:

Íslenzkir fuglar XIV – Kría (Sterna paradisaea)

Náttúrufræðingurinn 1957

Náttúrufræðingurinn 1957.

“Máfaættinni (Laridae) er venjulega skipt í tvær deildir, hina eiginlegu máfa (Larinae) og þernur (Sterninae). Þernur eru að ýmsu leyti frábrugðnar hinum eiginlegu máfum. Þær eru meðal annars miklu lágfættari og smáfættari en máfarnir, og nefið er oftast beint, þ.e. efri skoltur er aldrei krókboginn í oddinn, eins og á flestum máfum. Stélið er oftast klofið eða áberandi sýlt. Alls eru taldar 42 tegundir af þernum í heiminum, þar af eru 10 tegundir verpandi í Evrópu, en aðeins 1 tegund hér á landi, og er það krían. Önnur tegund hefur þó sézt og náðst hér í nokkur skipti síðustu árin, en það er sótþernan (Chlidonias niger).
Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar bar krían annað nafn en nú. Hún gekk þá undir nafninu þerna og hefur það nafn haldizt í örnefnum, eins og t. d. Þerney, Þernunes, Þernuvík og mörgum fleirum. Í öðrum norrænum málum hefur þernunafnið haldizt allt fram á þenna dag (sbr. tarna á sænsku, terne á norsku og dönsku og terna á færeysku), en Íslendingar hafa hins vegar varpað þessu forna nafni fyrir borð og tekið upp hljóðnefnið kría í staðinn. Kríunafnið virðist hafa verið orðið rótgróið hér á landi þegar á öndverðri 16. öld, en vel má vera, að það hafi verið orðið ríkjandi allmiklu fyrr.
Ég hef valið þann kost að takmarka kríunafnið við þá einu tegund, sem er varpfugl hér á landi, en kalla hinar tegundirnar þernur. Fullorðnar kríur vega 100—120 g. Krían er því fremur lítill fugl, en þar sem hún er bæði mjög vængjalöng og stéllöng og auk þess fiðurmikil, sýnist hún öllu stærri en hún í raun og veru er. Litarraunur eftir kynferði er enginn, en karlfuglar eru ívið stærri en kvenfuglar.

Finnur Guðmundsson

Finnur Guðmundsson, t.v.

Í sumarbúningi eru fullorðnar kríur ljóssteingráar með svarta hettu á höfðinu, og nær hún frá enni aftur á hnakka. Þær eru dekkstar á baki, herðum og vængjum, en ljósastar á kverk og næstum hvítar á vöngum, neðan við svörtu kollhettuna, og hvítar á yfirgumpi. Yfir- og undirstélþökur eru hvítar. Stélfjaðrirnar eru einnig hvítar nema 2—3 yztu fjaðrirnar hvorum megin, sem eru meira eða minna gráar á útfönum. Yzta handflugfjöður er næstum svört á útfön, og allar eru handflugfjaðrirnar meira eða minna hvítar á innfönum, en hvíti liturinn minnkar eftir því sem innar dregur.
Armflugfjaðrir eru hvítar í oddinn og næstum alhvítar á innfönum. Lengstu axlarfjaðrirnar eru hvítyddar. Nefið er blóðrautt, efri skoltur stundum grásvartur í bláoddinn. Fætur eru hárauðir, klær mósvartar. Lithimna augans er dökkbrún. — í vetrarbúningi er krían alhvít á hálsi, bringu og kviði. Ennfremur er hún hvít á enni og aftur fyrir augu, en mósvört á aftanverðum kolli og hnakka. Í kringum augun eru dökkar írur. Nef og fætur er hvort tveggja svart, stundum þó með dálítið rauðleítum blæ. Að öðru leyti er enginn munur á sumar- og vetrarbúningi.

Kría

Kríur.

Dúnungar eru gulbrúnir (stundum ljósgráir) að ofan með allþéttum, svörtum dílum eða flikrum. Á bringu og kviði eru þeir hvítir, en grásvartir á hálsi, kverk og kringum nefrót. Þó er oftast hvítur eða ljósleitur smáblettur á kverk við rót neðra skoks. Nefið er ljósrauðbleikt, svart í oddinn og með hvítan eggnadd. Fætur eru ljósrauðbleikir og klær grásvartar eða gráar. Á einstaka unga er nefið hvítgrátt og fætur næstum hvítir. — Fleygir ungar líkjast talsvert fullorðnum fuglum í vetrarbúningi, en axlar- og herðafjaðrir eru þó með dökk- eða gulbrúnum fjaðrajöðrum, og smáþökur á yfirvæng eru dökkgráar. Að neðan eru þeir líka oft með móleitum flikrum, einkum á kverk og hálsi. Ungarnir hafa að nokkru leyti búningaskipti á tímabilinu ágúst—nóvember, og líkjast eftir það enn meir fullorðnum fuglum í vetrarbúningi. Þessi búningaskipti ná þó ekki nema til nokkurs hluta af kroppfiðrinu, en á tímabilinu febrúar—júní skipta þeir alveg um búning og klæðast þá sumarbúningi. í þeim búningi er vart hægt að þekkja ungfuglana frá fullorðnum fuglum í vetrarbúningi. Þó eru smáþökur á yfirvæng dekkri og stélið yfirleitt styttra og margar stélfjaðranna meira eða minna gráar.

Kría

Kría.

Ekki er vitað með vissu, hvort krían klæðist búningi fullorðinna fugla þegar á 2. sumri, og það er heldur ekki vitað með vissu, hvenær hún verður kynþroska. Sumir ætla, að hún verði kynþroska ársgömul, en það getur varla verið rétt. Að vísu sjást stundum kríur með öllum einkennum ársgamalla fugla í kríuvörpum, en ólíklegt er, að þetta séu varpfuglar. Kríur á þessum aldri líkjast mjög fullorðnum fuglum í vetrarbúningi, eins og áður var getið, en í kríuvörpum verður auk þess stundum vart við kríur, sem eru með hvítt enni og skolrautt nef og fætur, en líkjast að öðru leyti fullorðnum kríum í sumarbúningi. Menn virðast almennt vera þeirrar skoðunar, að þetta séu einnig ársgamlar kríur, en þetta gætu líka verið tveggja ára kríur. Þeir, sem aðhyllast þá skoðun, að þetta séu ársgamlar kríur, halda því fram, að litur ársgamalla fugla, eftir að þeir hafa klæðzt 1. sumarbúningi, geti verið mjög breytilegur. Sumir séu eins á lit og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi, aðrir eins og fullorðnir fuglar í sumarbúningi, og enn aðrir standi hvað lit snertir einhvers staðar þar á milli. Það er mjög vafasamt, hvort þetta er rétt. Að minnsta kosti er sú skýring jafnlíkleg, að krían klæðist ekki búningi fullorðinna fugla og verði ekki kynþroska fyrr en hún er þriggja ára.

Kría

Kríur.

Krían er norrænn fugl og eru varpheimkynni hennar í íshafslöndum allt í kringum jörðina, svo og í nálægum löndum, er liggja að norðanverðu Atlantshafi og Kyrrahafi. í Evrópu ná varpheimkynni hennar suður til stranda Eystrasalts og Norðursjávar, og til Bretlandseyja og eyja við Bretagne-skaga í Frakklandi. Á austurströnd Ameríku er hún varpfugl suður til Massachusetts og á vesturströndinni suður til Brezku Kólúmbíu. Á austurströnd Síbiríu er krían varpfugl suður að Okotska-hafi og nokkuð suður með ströndum þess að vestan, en á Kamtsjatkaskaga er hún ekki varpfugl svo vitað sé.

Kría

Kría.

Kríur við norðanvert Atlantshaf, bæði austan hafs og vestan, og ennfremur kríur nálægra íshafslanda, halda á haustin suður með vesturströndum Evrópu og Afríku og alla leið til syðsta hluta Atlantshafsins eða Suður-íshafsins. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að kríur frá Grænlandi og öðrum austlægum löndum Norður-Ameríku, skuli fyrst halda þvert yfir Atlantshafið til Evrópu og síðan suður með vesturströndum Afríku, í stað þess að fara suður með austurströnd Ameríku. Skýringin á þessu fyrirbæri er eflaust sú, að með því að haga ferðum sínum þannig fara þær um hafsvæði með tiltölulega köldum og átuauðugum straumum og tryggja sér þar með betri lífsskilyrði en ef þær færu suður með austurströnd Ameríku, þar sem heitir og átusnauðir straumar eru ríkjandi. Kríur, sem byggja lönd við norðanvert Kyrrahaf (Beringshaf) og nálæg íshafslönd, halda á haustin suður með vesturströnd Ameríku og líklega alla leið suður fyrir syðsta odda Suður-Ameríku. Eins og kríur í Atlantshafi þræða þær tiltölulega kalda og átuauðuga hafstrauma á ferðum sínum.

Kríuegg

Kríuegg.

Syðst í Atlantshafinu og í Suður-íshafinu er sól og sumar, þegar vetur ríkir í hinum norðlægu varplöndum kríunnar. Þar morar sjór af átu, sem er undirstaða að fjölbreyttu æðra dýralífi, og þar unir krían hag sínum vel, unz liausta tekur á suðurhveli jarðar. Þá leggur hún aftur upp í hina löngu ferð til hinna norðlægu átthaga sinna og kemur þangað, einmitt þegar sumarið hefur haldið þar innreið sína. Krían býr því við eilíft sumar, en til þess að geta notið hinna góðu lífskjara, sem því eru samfara, þarf hún líka að leggja mikið á sig. Að því er bezt er vitað, er vegalengd sú, sem krían fer haust og vor, lengri en hjá nokkrum öðrum farfugli. Kríur hafa fundizt verpandi á 8214° n.br., þ.e. í aðeins 7 1/2° fjarlægð frá Norðurskautinu, en á suðurhvelssumri hafa kríur fundizt gerjandi í átu við strendur Suðurskautslandsins í kringum Weddellflóa. Endurheimtar, merktar kríur sýna líka á ótvíræðan hátt, að það eru engar smáræðis vegalengdir, sem krían fer í þessum árstíðabundnu ferðum sínum. Metið á kríuungi, sem var merktur í júlí 1951 við Diskóflóa á vesturströnd Grænlands og náðist aftur í október sama ár hjá Durban á austurströnd Suður-Afríku, en sá staður er í 18000 km fjarlægð frá merkingarstaðnum.
Hér á landi er krían ákaflega algengur fugl. Hún er algengust við sjávarsíðuna, þar sem hún verpur í smáum og stórum byggðum á strandlengjunni sjálfri eða í eyjum og skerjum með ströndum fram allt í kringum land. En hún verpur líka við ár og vötn langt uppi í landi, jafnvel uppi á heiðum og í sumum af gróðurverum Miðhálendisins. Meðal annars verpa kríur við vötn eða í vatnahólmum á Arnarvatnsheiði, og svolítill slæðingur af kríu verpur í gæsabyggðunum í Þjórsárverum við Hofsjökul. Við Mývatn verpur talsvert af kríu í smáhólmum í vatninu, en mikil kríuvörp eru þar hvergi. í Breiðafjarðareyjum eru víða mikil kríuvörp og í Grímsey (Eyf.) er mjög mikið kríuvarp. Aftur á móti verpa kríur ekki í Vestmannaeyjum nema aðeins eitt eða örfá pör öðru hvoru, Kríuvörpin eru mjög mismunandi að stærð. Fyrir kemur, að eitt og eitt par verpi alveg út af fyrir sig, en það er fremur sjaldgæft. Í smæstu kríuvörpunum skipta varppörin tugum eða hundruðum, í miðlungsvörpunum skipta þau þúsundum, og í stærstu vörpunum geta þau verið tíu þúsund eða þar yfir. Yfirleitt virðist svo sem stærstu kríuvörpin hér séu á annesjum og í úteyjum eða að minnsta kosti fyrir opnu hafi.

Kría

Kría og ungi.

Yzt á Reykjanesskaganum, milli Reykjaness og Hafna, og yzt á Snæfellsnesi, eru t. d. mjög mikil kríuvörp, og áður hefur verið minnzt á hið mikla kríuvarp í Grímsey (Eyf.). Eigi að síður eru víða allmikil kríuvörp innfjarða og þá helzt í eyjum eða skerjum. Við ár og vötn upp til landsins eru hvergi eins stór kríuvörp og við ströndina. Einstætt er kríuvarpið í hólmanum í Reykjavíkurtjörn, en Reykjavík er áreiðanlega eina höfuðborgin og að öllum líkindum eina borgin í heiminum, sem státað getur af kríuvarpi í miðbænum.
Erlendis verpa oft fleiri þernutegundir saman í byggðum. Hér kemur þetta auðvitað ekki til greina, þar sem aðeins ein þernutegund, krían, er varpfugl hér á landi. Hins vegar eru allmörg dæmi þess, að hettumáfar hafi tekið að verpa hér í kríubyggðum, einkum í hólmum og skerjum með ströndum fram eða í vötnum. Getur þetta leitt til nokurra átaka um varplandið, og þar stendur hettumáfurinn yfirleitt betur að vígi en krían, því að hann verpur mun fyrr. Ekki er mér kunnugt um, að hettumáfurinn hafi samt nokkurs staðar bolað kríunni burtu með öllu. Þá er það og allalgengt, að kríur verpi hér í hólmum og skerjum, þar sem æðarvarp er. Er það yfirleitt talið til bóta, þar sem krían verji varpið fyrir vargi. Flestir munu kannast við það, hve herskáar kríur eru um varptímann, ef óboðnir gestir koma í varplönd þeirra. Gera þær aðsúg að slíkum friðarspillum, hvort sem um er að ræða fuglvarg, menn eða skepnur, og reyna að hrekja þá úr varpinu. Beita þær óspart hvössu og beittu nefinu í þessu skyni. Enda þótt mörg kríuvörp hér á landi séu eflaust mjög gömul, er þó ekki ótítt, að vörp líði undir lok og til nýrra sé stofnað. Orsakir að þessu geta verið hinar margvíslegustu, og skal ekki fjölyrt um það hér. Þó má geta þess, að skefjalaus eggjataka mörg ár í röð getur leitt til þess, að krían færi sig um set, yfirgefi gamla varplandið og stofni til nýs varps einhvers staðar í grennd. Ýmsar aðrar orsakir geta og valdið eyðingu varpa, m.a. breytingar á fiskgöngum og átugengd, breytingar á varplandinu sjálfu o.s.frv.

Kría

Kríuungi.

Varpkjörlendi kríunnar getur verið ákaflega margbreytilegt, en hún forðast þó jafnan staði, þar sem gróður er mikill. Þetta stafar af því, að hún er svo fótsmá, að hún á erfitt með að sitja þar sem gróður er þéttur og þroskamikill. Við sjó verpur hún helzt á grundum eða í móum með kyrkingslegum gróðri, en auk þess oft á hálfgrónum melum, í sand- eða malarfjörum og í þarahrönnum. Þar að auki verpur hún víða í hálfgrónum hraunum, á söndum, á áreyrum og í mýrum. Einhver einkennilegasti kríuvarpstaður, sem ég þekki, er í skógivöxnum smáhólma í Sandvatni í Mývatnssveit. Þar verpur slæðingur af kríum og hettumáfum á skógarsverðinum inn á milli trjánna. Krían verpur aldrei eins þétt og sumar erlendar þernutegundir, sem oft verpa í svo þéttum hnapp, að sáralítið bil verður milli hreiðranna. Í kríuvörpum verpa fuglarnir yfirleitt alldreift, að minnsta kosti þar sem landrými er nóg, og jafnvel í þéttustu vörpunum mun fremur sjaldgæft, að minna en 2 m bil sé milli hreiðranna. Hreiðurgerð kríunnar er mjög óbrotin. Hreiðrið er aðeins grunn laut, oft án nokkurra hreiðurefna, en oft líka losaralega fóðruð með svolitlu af stráum og mosa eða steinvölum og skeljabrotum. Eggin eru 1—3, hér á landi langoftast 1—2, en sjaldan 3. Hreiður með 2 eggjum eru algengust, en ungir fuglar, sem eru að byrja að verpa, eiga oftast aðeins 1 egg, og í eftirvarpi er tíðast, að eggið sé aðeins 1. Eggin eru ljósgrá, grágræn eða grábrún með dökkbrúnum blettum og dílum, sem stundum renna saman í stærri skellur eða mynda hring í kringum gildari enda eggsins eða þvert yfir mitt eggið. Afbrigðilega lit egg eru vel þekkt. Stundum eru þau hvít eða ljósblá, einlit eða með strjálum, brúnum dílum. Útungun eggjanna tekur um 3 vikur (21—22 daga), og ungarnir verða fleygir, þegar þeir eru 3—4 vikna gamlir. Bæði kynin taka þátt í útungun eggjanna og öflun fæðu handa ungunum, en þeir yfirgefa hreiðrið skömmu eftir að þeir koma úr eggi.

Kría

Kría á hreiðri.

Hér á landi er krían algerður farfugl. Á vorin kemur hún fyrri helming maímánaðar og er víðast alkomin um 14 maí. Á Suðausturlandi fer stundum að verða vart við fyrstu kríurnar síðustu dagana í apríl og sum ár jafnsnemma á Norðausturlandi. Á vestanverðu landinu er hún yfirleitt seinna á ferðinni, og á Vestfjörðum kemur hún stundum ekki fyrr en um 20. maí. Aðalvarptíminn er fyrri helming júnímánaðar. Tíðarfar getur valdið miklu um það, hvenær varpið hefst, og ýmis önnur staðbundin, ytri skilyrði geta líka beint eða óbeint haft mikil áhrif á varptímann. Afleiðing af þessu verður sú, að það getur munað allmiklu, hvenær varpið hefst í einstökum vörpum, jafnvel þótt tiltölulega stutt sé á milli þeirra. Á stöku stað hefst varpið stundum seint í maí, ef tíð er hagstæð, en á öðrum stöðum getur það dregist þangað til síðari hluta júní. Algengast mun þó vera, að varpið hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en um viku af júní, og það stendur venjulega sem hæst um eða upp úr miðjum júní. Oft misferst allmikið af eggjum, og auk þess eru eggin víða tekin, og leiðir það til þess, að fuglinn verpur aftur, jafnvel oftar en einu sinni, og í mörgum vörpum má því finna óunguð egg alveg fram í júlílok, auk unga á ýmsum aldri. Ungarnir drepast oft unnvörpum, einkum nýklaktir ungar og ungar, sem eru um það bil að verða fleygir. Aðalorsakir að ungadauðanum munu vera átuskortur og köld og vætusöm tíð, en margt fleira kemur hér einnig til greina. Sum ár kveður svo rammt að ungadauðanum, að aðeins fáir ungar komast á legg í stórum vörpum.
Það má teljast nokkurn veginn öruggt, að hér fari fyrstu kríurnar að leita til hafs og suður á bóginn þegar upp úr miðjum júlí. Ágúst er þó aðalbrottfarartími kríunnar hér og um mánaðamótin ágúst-september er krían að mestu farin og vörpin auð og yfirgefin. Framan af september er þó enn strjálingur af kríu með ströndum fram, og einstaka eftirlegukindur sjást stundum fram í byrjun október.

Kría

Kría og ungi.

Hér að framan hefur þegar verið rætt um ferðir og vetrarheimkynni kríunnar og má telja víst, að það, sem þar var sagt, gildi einnig um íslenzkar kríur. Að vísu hafa aðeins tvær merktar, íslenzkar kríur náðst erlendis. Önnur þeirra náðist við strönd Belgíu að vorlagi, og hefur hún því verið á norðurleið, en hin náðist í september í Nígeríu á vesturströnd Afríku, og hefur hún bersýnilega verið á suðurleið. Sú síðarnefnda hafði verið merkt ungi á Grímsstöðum við Mývatn, og var hún 21 árs gömul, þegar hún náðist. Aftur á móti hafa um 50 merktar, íslenzkar kríur náðst einu eða fleiri árum eftir merkingu á sama stað og þær voru merktar. Þessar endurheimtur bera glöggt vitni um átthagatryggð kríunnar og veita auk þess nokkra vitneskju um, live gömul liún getur orðið. Af 30 kríum, sem merktar voru fnllorðnar og hafa síðan náðst á sama stað og þær voru merktar, náðust 12 einu ári eftir merkingu, 8 tveimur árum eftir merkingu, 4 þremur árum eftir merkingu, 1 sjö árum eftir merkingu, 3 átta árum eftir merkingu, 1 tólf árum eftir merkingu og 1 fimmtán árum eftir merkingu. Af 19 kríum, sem merktar voru ungar og hafa síðan náðst á sama stað og þær voru merktar, voru 3 þriggja ára, 1 fjögurra ára, 3 fimm ára, 2 sex ára, 1 sjö ára, 3 tíu ára, 1 ellefu ára, 2 fjórtán ára, 2 átján ára og 1 tuttugu og fimm ára.

Kría

Kría og ungi.

Bæði innlendu og erlendu endurheimturnar sýna, að kríur geta náð allháum aldri, ef slys eða sjúkdómar verða þeim ekki að aldurtila. Það er athyglisvert í sambandi við innlendu endurheimturnar, að 2/3 af þeim endurheimtu kríum, sem merktar voru fullorðnar, hafa náðst einu eða tveimur árum eftir merkingu, en af þeim endurheimtu kríum, sem merktar voru ungar, hafa engar náðst fyrstu tvö árin eftir merkingu. Þetta bendir ótvírætt til þess, að krían verði ekki kynþroska fyrr en hún er þriggja ára. Að öllum líkindum dvelst meginhlutinn af ársgömlum og tvegja ára kríum sumarlangt á hafi úti. Þó má telja líklegt, að þær leiti lengra eða skemmra norður á bóginn, þegar vora tekur á norðurhveli jarðar, enda þótt þær leiti ekki til lands á æskustöðvum sínum nema að litlu leyti.
Ársgamlar kríur eru auðþekktar á því, að þær líkjast fullorðnum kríum í vetrarbúningi, þ. e. þær eru að mestu hvítar að neðan, hvítar á enni og með svart nef og fætur. Hópa af slíkum kríum hef ég séð í júní og júlí í grennd við kríuvörp á suðurströnd Íslands, einkum í grennd við ósa stóránna þar. Þær sátu venjulega í þéttum hnapp í útjöðrum kríubyggðanna eða í grennd við þær, flugu upp um leið og fullorðnu varpfuglarnir og gerjuðu yfir varplandinu innan um þá; en þegar fuglinn settist aftur, skildu þær sig frá fullorðnu fuglunum og settust einhvers staðar í hnapp út af fyrir sig. í öðrum landshlutum hefur einnig orðið vart við ársgamlar kríur í kríuvörpum, en aldrei nema einn og einn fugl. Ekkert bendir til þess, að þessir ársgömlu fuglar hafi nokkurn tíma orpið hér eða þeir séu yfirleitt kynþroska. Um tveggja ára kríur er miklu minna vitað, og stafar það einkum af því, að óvíst er talið, að hægt sé að þekkja þær frá eldri fuglum. Með tilliti til þess, sem vitað er um ársgömlu kríurnar, má þó ætla, að tveggja ára kríur leiti hér engu síður lands á sumrin en þær og jafnvel í enn ríkari mæli.

Kría

Kríur sækja í heitt malbikið. Aka þarf varlega við slíkar aðstæður.

Aðalfæða kríunnar eru smáfiskar og fiskseiði, ýmis lægri svifdýr (m. a. ljósáta), skordýr og skordýralirfur, og ormar (ánamaðkar). Af fiskum, sem krían sækir í sjó, má nefna sandsíli, loðnu, smásíld og ufsaseiði, en sjálfsagt tekur hún einnig seiði fleiri tegunda. Af fiskum í ósöltu vatni tekur krían mest af hornsílum, en hún tekur einnig silungs- og laxaseiði, þegar hún á þess kost. Kríur leita sér mjög oft ætis í ræktuðu landi, enda er skordýralíf þar oftast auðugra en víðast hvar annars staðar og meira um ánamaðka. Meðal annars sækja þær mjög í nýslegin tún og jafnvel garðlönd, enda eru skordýr, skordýralirfur og ánamaðkar eflaust mjög þýðingarmikill liður í fæðu þeirra hér á landi.
Þegar krían er í ætisleit, flýgur hún venjulega lágt og skimandi með samanlagt stél og veit nefið niður á við. Verði hún vör við eitthvað ætilegt staðnæmist hún á fluginu, breiðir úr stélinu og sveigir það niður á við og svífur andæfandi yfir staðnum, unz hún steypir sér með aðdregna vængi á bráðina og grípur hana með nefinu, oftast án þess að setjast. Stundum tekur hún líka skordýr á flugi, og auk þess er algengt, að hún steypi sér að nokkru eða öllu leyti á kaf í sjó eða vötn, ef hún nær ekki til bráðarinnar með öðru móti. Hins vegar setjast kríur sjaldan á sjó eða vatn nema til að baða sig. Þó geta þær synt, enda þótt þær geri það mjög sjaldan. Stálpaðir ungar forða sér þó oft á sundi. Í kríuvörpum gefst alloft tækifæri ti] að fylgjast með mjög einkennilegum þætti í háttalagi kríunnar. Hávaðinn í gargandi kríugerinu yfir varplandinu færist allt í einu í aukana, en síðan dettur skyndilega á dúnalogn og allur kríuskarinn sópast á svipstundu út á sjó, en kemur aftur eftir nokkrar sekúndur og tekur upp sína fyrri háttu. Enn sem komið er hefur ekki tekizt að skýra þetta einkennilega fyrirbæri á fullnægjandi hátt.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 4. tbl. 01.01.1957, Íslenskir fuglar XIV; Kría – Finnur Guðmundsson, bls. 206-214.

Kría

Kría.

Camp Russel

Ofarlega á Urriðaholti hefur verið komið skilti um herkampinn “Russel”. Kampurinn sá er hluti af mörgum slíkum á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu frá heimstyrjaldarárunum síðari. Í texta á skiltinu stendur eftirfarandi:

Urriðaholt

Urriðaholt – stríðssöguskiltið.

“Í landi Urriðakots og Vífilsstaða er víða að finna minjar um hernaðarumsvif í seinni heimstyrjöld.

Stórar herbúðir stóðu sunnan megin á Urriðaholti og voru varðstöðvar víða í hlíðunum. Búðirnar voru um skeið aðsetur símalagningarmanna bandríska seturliðsins og nefndust Camp Russel eftir Edgari A. Russel hershöfðingja sem farið hafði fyrir fjarskiptasveitum Bandarríkjahers í Frakklandi í fyrri heimstyrjöld.

Urriðaholt

Urriðaholt – Camp Russel; skilti.

Búðirnar samanstóði af íbúðarskálum (bröggum) og birgðaskemmum auk allmargra steinhúsa fyrir eldhús og salerni. Bandarískir braggar voru af svonefndri Quonsetgerð sem var almennt vandaðri smíð en Nissen-braggar sem Bretar byggðu. Má ætla að 80 braggar hafi staðið í búðunum en vorið 1943 bjuggu þar alls um 500 hermenn.

Hernám

Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.

Við lok heimsstyrjaldarinnar glötuðu hernaðarmannvirki upphaflegu hlutverki sínu og voru nýtt til annarra þarfa eða fjarlægð og eyðilögð. Stærstur hluti Camp Russel er horfinn undir byggð. Þó má ská leifar hér og þar, til dæmis steinsteyptan vatnsgeymi, arinhleðslu og húsgrunna rétt norðan við Flóttamannaveginn (Setuliðsveg). Veginn lögðu Bandaríkjamenn á stríðsárunum til að tengja saman Suðurlandsveg og Hafnarfjörð ef senda þyrfti þangaðherlið frá Mosfellssveit og Hólmsheiði til að mæta þýskum innrásaher, en Íslendingar tóku að nefna hann flóttamannveg löngu síðar.

Grjóthleðslur og Hádegisvarða

Camp Russel

Kamp Russel – kort.

Flóðahjalli

Flóð'ahjalli

Flóðahjalli – uppdráttur.

Á klöppum á Flóðahjalla hlóðu hermenn miklar grjóthleðslur utan um 800 m2 svæði þar sem búist var til varna. Innan þeirra eru leifar af byrgjum.

Þar stendur einnig Hádegisvarða sem var eyktarmark fyrir Urriðakot.
Til að treysta varnir í Hafnarfirði og á Álftanesi voru í upphafi um 700 hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons hertoga sendir þangað. Áttu manvirki á Flóðahjalla og víðar að styrkja vígstöðu þeirra og varnir gegn mögulegri árás Þjóðverja. Syðst á klöppinni innan við hleðslurnar hafa verið höggnir nokkrir stafir og virðist þar að minnsta kosti mega greina áletrunina JE Bolan ásamt stöfunum DS og hernámsárið 1940.

Skotbyrgi

Braggi

Braggi í byggingu.

Steypt skotbyrgi er að finna á þremur stöðum í Garðabæ, á Hnoðraholti, í Vífilsstaðahlíð og tvö í Garðaholti. Gott útsýni er ú byrgjunum en þau eru hálfniðurgrafin með skotrauf á tveimur hliðum.

Hernámið

Camp Russel

Camp Russel – arinn…

Að morgni föstudagsins 10. maí árið 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og stóð þá Ísland ekki lengur utan styrjaldarátaka stórveldanna. Hernámið, sem hlaut dulnefnið “forkur”, kostaði þó ekki blóðsúthellingar. Þýskir herir höfðu náð Noregi og Danmörku á sitt vald en Íslendingar haldið fast við hlutleysisstefnu sína þrátt fyrir það og ekki viljað ganga til liðs við bandamenn.

Winston Churhill

Winston Churchill Reykjavík.

Winston Churchill, sem verið hafði flotamálaráðherra en varð þennan dag forsætisráðherra Bretands, gerði að sínum hin fleygu orð að sá sem réði yfir Íslandi beindi byssu að Englandi, Ameríku og Kanada. Til að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja í Ísland ákvað hann að verða fyrri til og tryggja með því siglingaleiðir um Norður-Atlantshaf. Íslendingar mátu sjálfstæði sitt mikils og mótmæltu stjórnvöld hernáminu formlega. Fer þó ekki á milli mála að flestir voru fegnir að njóta verndar fyrir nasistastjórn Þýskalands.
Í stuttri heimsókn Churchills til Íslands árið 1941 sagði hann Hermanni Jónassyni forsætisráðherra að Bretar hefðu neyðst til að hertaka Íslands og hefðu gert það jafnvel þótt Þjóðverjar hefðu orðið á undan þeim.
Herverndarsamningur var undirritaður í júlí árið 1941 milli Bandarríkjanna, Bretlands og Íslands og fól í sér að bandarískar hersveitir myndu aðstoða og síðar leysa breska hernámsliðið að hólmi.”

Þrátt fyrir alla viðleitni um að varðveita söguna í formi skiltis ber að geta þess að allir hlutaðeigandi höfðu alla möguleika á að halda til haga minjum svæðisins áður en óðagot verktaka tók það yfir – með tilheyrandi eyðileggingu.

Urriðaholt

Urriðaholt – vatnsgeymir.

Einbúi

“Einbúi er hóll austan í Digraneshálsi. Um hólinn lágu landamerki jarðanna Breiðholts, Bústaða, Digraness og Fífuhvamms. Í hólnum sjást leifar tilhöggvinna grágrýtissteina sem ætlaðir voru í undirstöður undir járnbraut sem fyrirhugað var að leggja þar sem Reykjanesbrautin liggur nú. Um var að ræða atvinnubótavinnu á kreppuárunum.

Einbúi

Einbúi.

Talið er að í hólnum hafi búið álfur eða huldumaður. Því til stuðnings er eftirfarandi frásögn frá því þegar verið var að grafa fyrir grunni á aðliggjandi lóð.
Þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni á lóð við hólinn Einbúa var húsbyggjandinn beðinn að fara ekki nálægt hólnum. Það vildi samt svo óheppilega til að jarðýtustjórinn bakkaði að hólnum en í því draps á vélinni. Það var sama hvað hann reyndi, ýtan vildi ekki í gang aftur og var flutt á verkstæði. Þar varð þó ekkert um viðgerðir því ýtan rauk í gang í fyrstu tilraun.”

Einbúi

Einbúi.

Gálgaklettar

Í ritinu “Keflavíkurgangan“, 1. tbl. 19.06.1960, er “Samtíningur um Suðurnes” eftir Björn Þorsteinsson:

Landið
“Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings.

Grímshóll

Á Grímshól.

Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grágrýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á kjálkanum til vesturs, og eru þær eldri. Þær jökulrákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hulinn jökli, en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til norðurs og suðurs. Upp af Njarðvíkum sjást skýr fjörumörk á stapanum í um 20 metra hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð eru slík fjörumörk í 33 m hæð, en 45 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jökulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á miðbiki þess en útnesjum.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Inn af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru einna forlegust hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000 til 9000 ára; helztu aldursmerki eru m. a. fjörumörk hjá Kúagerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á Íslandi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

Um Suðurkjálka liðast engar ár, þar falla ekki einu sinni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn fellur eftir neðanjarðaræðum til sjávar. Við Straum eru miklar uppsprettur í fjörunni, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúagerði er dálítil tjörn; þar er forn áningarstaður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað meðferðis til þess að blanda drykkjarvatnið.
Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Afstapahraun runnið. Höskuldarvellir eru eitt mesta graslendi Suðurkjálka, og var vegur lagður þangað fyrir nokkrum árum og tekið að rækta vellina; því miður var þá gígnum spillt með malarnámi.

Víkingaskip

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Hvassahraun, samnefnt bæ sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Afstapahraun er til orðið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafngömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar.
Við Straum er einna náttúrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þa r eru miklar uppsprettur í fjöru, eins og áður segir.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

Kapelluhraun nefnist hraunflákinn norðan vegar austur af Straumi, en heildarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesingasögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaustur frá Vatnsskarði. Kapelluhraun dregur nafn af kapellu, dálitlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiflegur atburður gerzt fyrir siðaskipti, en engar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávarhömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt.
Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, fremur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæðarmáli, þar sem heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hverfur í hraunið upp af Hafnarfirði, eins og kunnugt er.

Hvaleyri

Hvaleyri t.v., Holtið í miðið og Hraunhóll lengst t.h.

Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krísuvíkurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þarna var áður lítið snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerðar, en gígtappinn stendur þó eftir. í miðju eldvarpinu, hefur reynzt mokstrarvélum of harður undir tönn. Rauðhóll er eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, sem myndazt hefur í ósöltu vatni. Þarna hefur því verið tjörn endur fyrir löngu, en undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrotum, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt arma sína.
Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Er þar komið í Hafnarfjarðarblágrýtið, en það nær austur yfir Hamarinn að Hamarskotslæk, sem fellur með suðurjaðri Hafnarfjarðarhrauns. Það er runnið úr Búrfellisgíginn af Helgadal og greinist að nöfnum í Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Ef til vill var Álftanes eyja, áður en Hafnarfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífilsstaðavatni fylgir norðurbrún hraunsins.

Sagan

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Um aldaraðir hafa Íslendingar lagt leið sína suður með sjó, þrammað þar eftir götutroðningum oft með drápsklyfjar í illri færð um miðjan vetur á leið í verið og haldið til baka með mikinn eða lítinn afla að vori. Á síðustu öld var ein ferð suður á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gíslason prestaskólakandidat gangandi úr Reykjavík suður í Njarðvíkur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns vinar síns síðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gjörva hönd á margt, meðal annars unnið við lýsisbræðslu suður í Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vilhjálmsdóttur, 19 ára heimasætu í Kirkjuvogi, og felldu þau hugi saman. Svo kom, að Oddur bað meyjarinnar, en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráðahagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi Iíklegan til auðsælda. Vilhjálmur var héraðshöfðingi suður þar, þótti ráðríkur og bar ægishjálm yfir sveitunga sína.
Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að aðstoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heiman næstu nótt. Björn léði honum tvo röska menn til fararinnar. Þeim tókst að ná önnu og komast með hana inn í Njarðvíkur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðarmenn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heitmey sína til Reykjavíkur og voru þau þar gefin saman af dómkirkjuprestinum á gamlársdag 1870.

Erlendar bækistöðvar, ofríki og orustur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Klaustrið ofar á Ófriðarhæð.

Fæstar ferðir manna suður með sjó hafa verið jafnrómantískar og séra Odds. Þótt Suðurkjálkinn sé ekki ýkjafrjósamur, þá hefur hann um langan aldur haft töluvert seiðmagn sökum auðsældar. Þar og í Vestmannaeyjum hafa erlend ríki og erlendir menn verið ásælnastir og ágengastir á Íslandi, og eru af því langar frásögur. Á 15. öld settust Englendingar að i hverri krummavík á Suðurnesjum og sátu þar sums staðar innan víggirðinga eins og til dæmis í Grindavík. Eftir nærfellt 150 ára setu tókst að lokum að flæma þá burt, en það kostaði blóðfórnir. Hæðin, sem klaustrið í Hafnarfirði stendur á, hét að fornu Ófriðarhæð. Eigi er vitað, hve sú nafngiftar mötur koma til Njarðvíkur eftir skipan umboðsmannsins á Bessastöðum fluttar með bændanna kostnað bæ frá bæinn að Bessastöðum, en flytjast frá Ytri Njarðvík á hestum til Stafness yfir heiðina. — En nú að auki — setti umboðsmaður bát hingað — í fyrstu með bón og síðan með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað. Item hefur ábúandinn til þessa báts svo oft sem nauðsyn hefur krafið, orðið að leggja árar, keipla, drög, dagshálsa og austurtrog, og fyrir allt þetta enga betaling þegið”. — Við Innri-Njarðvík segir m. a.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð suður á Stafnes. — Hér að auk að gegna gisting þeirra á Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumannsins og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá að ber, vetur eða sumar, vor eða haust, og hvað fjölmennir sem eru, hafa þeir í næstu 16 ár með sjálfskyldu þegið mat, drykk og hús fyrir menn, hey, vatn og gras fyrir hesta svo langa stund og skamma, sem sjálfir þeir vilja”, auk margra annarra kvaða. Þannig voru álögurnar á hverri jörð nema kirkjustaðnum.

Kaupþrælkun

Hólmfastskot

Tóftir Hólmfastskots.

Á dögum illræmdrar kaupþrælkunar voru Suðurnesjamenn oft hart leiknir af hálfu kaupmanna. Alkunn er sagan um Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, en bærinn stendur milli Kálfatjarnar og Voga. Hann drýgði það ódæði að selja 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík árið 1698, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði, en kaupmaður hans þar vildi ekki nýta þessa vöru. Fyrir þennan glæp var Hólmfastur húðstrýktur miskunnarlaust, bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi í viðurvist Múllers amtmanns, af því að hann átti ekki annað til þess að greiða með sektina en gamalt bátskrifli, sem kaupmaður vildi ekki líta við. Hinn dyggðum prýddi Hafnarfjarðarkaupmaður, sem stóð fyrir málshöfðun og refsingu hét Knud Storm. Nokkru siðar lét hann menn á sama þingstað veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m. a., “að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann og sína kauphöndlun haldið og gjört í allan máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér sklduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum”.

Návígi

Jón Thorkellis

Jón Thorchilius – minnismerki.

Ekkert hérað á Islandi hefur jafnrækilega fengið að kenna á alls konar erlendri áþján og siðspillingu að fornu og nýju og Suðurnesin. En allir dagar eiga kvöld. Suðurnesjamenn hafa skapað þessari þjóð mikinn auð með afla sínum og alið henni marga ágætismenn á ýmsum sviðum. Sveinbjörn Egilsson rektor var frá Innri-Njarðvíkum, Jón Thorchillius rektor frá sama stað, svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Hér hafa Íslendingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt unnið sigur að lokum, þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margs konar orustuvellir á Íslandi, en utan Suðurnesja eru þeir eingöngu tengdir minningum um bræðravíg, hryggilega sundrungu Islendinga sjálfra, sem leiddi til þess að þeir fóru flokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réðust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum.

„Gullkista”

Vogastapi

Kvíguvogabjarg.

Suðurkjálkinn eða Reykjanesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröllaukinn öldubrjótur út á einhver beztu fiskimið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runnum nokkru fyrir landnámsöld, hrjóstrugur og grettur, en þó einhver mesta landkostasveit á Islandi. Um Suðurkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engjalönd eru nær engin og túnrækt hefur verið miklum erfiðleikum bundin til þessa; hér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður eru kjarngóð beitilönd á Suðurkjálkanum og bújarðir góðar. Þar hefur búpeningur gengið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akurlönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við túnfótinn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Vogastapi, sem nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkista í sóknarlýsingu frá 19. öld “af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum”. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi; tekur hann þar beztu beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin
í notkun”.
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; einhverra þeirra sagna verður siðar getið.
Undir Vogastapa eru Njarðvíkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auðsældarinnar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breytast og mennirnir með. Botnvörpungar eyðilögðu miðin á flóanum og menn tóku til við vígvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni.

Stapadraugur og steinar

Stapadraugurinn

Stapadraugurinn.

Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en afturgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafnvel ofan höfuðin fyrir tækni nútimans. Á fyrri helmingi 19. aldar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þar miklir reimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn, sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og svöngum í misjöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur.
Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síðar, en aðrir, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Sá er úti varð gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi Jón Daníelsson draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra.
„Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis, þaðan sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum”. Eftir það hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrirmælunum.
Voga-Jón var talinn framsýnn og margfróður. Eitt sinn á gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óheppinn með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppninni. Jón sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það fullt af malarsteinum, og færa sér. Sá óheppni gerði svo. Jón leitaði í austurtroginu, brá steinunum í munn sér og þefaði af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og fékk manninum, og sagði að hann skyldi jafnan hafa hann með sér er hann réri til fiskjar. Eftir þetta brá svo við, í hvert skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar svo hafði gengið um hríð, sagði karl hásetanum, hvað Jón Daníelsson hefði gefið sér og sýndi honum steininn. Eftir það brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann það mælgi sinni.

Hafnarfjörður

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

Til Hafnarfjarðar bar Herjólf og Hrafnaflóka fyrsta manna endur fyrir löngu og fundu þeir hvali á eyri einni, er við þá er kennd. Ekki er vitað hvort Flóki hefur skírt fjörðinn, en þar hefur löngum þótt góð höfn. Hafnarfjörður er í senn eitt elzta og yngsta kauptún landsins. Þar var höfuðbækistöð Englendinga hér á 15. öld og helzti verzlunarstaður landsins. Um 1470 tóku Þjóðverjar eða Hansamenn, eins og kaupmenn þeirra nefndust í þann tíð, að venja hingað komu sína og boluðu Englendingum smám saman burt úr Hafnarfirði. Talið er, að úrslitaorustan hafi staðið um 1518. Eftir það réðu Þjóðverjar einkum frá Hamborg mestu í Hafnarfirði um skeið, og þar mun siðabót Lúthers fyrst hafa fest rætur hér á landi. Árið 1537 stendur þar vönduð kirkja, sem Þjóðverjar höfðu reist. Um þær mundir og lengi síðan var Reykjavik bóndabýli, venjulega nefnd Vík á Seltjarnarnesi.
Bjarni SívertsenFram til loka 18. aldar var utanríkisverzlun Íslendinga og aðflutningur til landsins nær eingöngu í höndum útlendinga, sem sátu hér í helztu verzlunarhöfnunum. Íslenzk borgarastétt á upphaf sitt í Hafnarfirði eins og svo margt annað.

Fyrsti íslenzki kaupmaðurinn, Bjarni Sivertsen, hóf verzlun í Firðinum 1793. Hann stundaði einnig útgerð og skipasmíðar, og hljóp fyrsta skipið af stokkunum í skipasmíðastöð hans árið 1803. Atvinnusaga Íslendinga var um skeið mjög tengd Hafnarfirði. Allt um það er borgin ung, því að kaupstaðarréttindi fær hún fyrst árið 1907.
Flensborgarskólinn er elzti gagnfræðaskóli landsins, stofnaður 1877, kenndur við verzlunarhús kaupmanna frá Flensborg. Þau stóðu út með firði að sunnan, og var skólinn þar fyrst til húsa. — Í Hafnarfirði var sett fyrsta rafmagnsstöðin hér á landi, 1904.

Milli Hafnarfjarðar og Kópavogs

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Þegar kemur út úr Hafnarfjarðarhrauni við Engidal, hefst Garðahreppur og hverfið Silfurtún. Uppi á ásnum við Vífilsstaðaveg standa Hofstaðir. Þar hefur verið hof í heiðni; Ingólfur Arnarson og niðjar hans hafa gengið þar að blótum. Þarna er sennilega elzti helgistaður i nágrenni höfuðborgarinnar. Þaðan blasir Helgafell vel við, en menn trúðu því sennilega hér um slóðir, að þeir settust þar að eftir dauðann.
Vífilsstaðir eru kenndir við leysingja Ingólfs, en sá fann að lokum öndvegissúlur húsbónda síns reknar fyrir neðan heiði.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Þjóðsögur herma, að hann hafi brugðið sér á morgnana upp á Vífilsfell til þess að skyggnast til veðurs, en litist honum það bærilegt, tók hann annað Maraþonhlaup út á Gróttu til róðra. — Vífilsstaðahælið tók til starfa 1910.
Hraunið gegnt Bessastöðum austan Lambhúsatjarnar nefnist Gálgahraun, en Gálgaklettar eru allháir nær hraunbrúninni. Þeir blasa vel við úr stofugluggum á Bessastöðum, og er sagt, að þessi aftökustaður hafi verið ákveðinn, til þess að höfðingjar staðarins þyrftu ekki að ómaka sig að heiman, en gætu fylgzt með athöfnum við Gálgakletta úr híbýlum sínum. Í nágrenni klettanna hefur fundizt mikið af mannabeinum.

Dysjar sakamanna

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v. og Kópavogsþingstaður þar fyrir ofan.

Arnarneslækur fellur í Arnarnesvog, en býlið Arnarnes stóð við vogsbotn. Uppi á nesinu stendur steinstólpi mælingamanna, en skammt frá er dálítil þúst; þar er huslaður Hinrik nokkur Kules, þýzkur maður, en hann drap mann nokkurn á Bessastöðum á jólanótt 1581, og var sjálfur tekinn af „á almennilegu þriggjahreppa þingi” í Kópavogi.
Arnarnes, Hofstaðir og Vífilsstaðir eru í Garðahreppi, en Kópavogur og Fífuhvammur í Kópavogskaupstað, og verða mörk kaupstaðar og hrepps á landamerkjum þessara jarða.

Þorgarðsdys

Þorgarðsdys.

Nokkru utar við Hafnarfjarðarveg liggur „gamli vegurinn” yfir Arnarnesið, en kotið Litla-Arnarnes stóð við Kópavog, og sér þar móta fyrir tóftum. Austan gamla vegar ofan við Litla-Arnarnes er dys, sem nefnist Þorgarður. Þar á að liggja vinnumaður frá Bústöðum, er Þorgarður hét. Talið er að vingott hafi verið með honum og húsfreyju, nyti Þorgarður góðs atlætis heima í koti er húsbónda mæddi vosbúð við gegningar.
Þegar bóndi fannst drukknaður í Elliðaám, var Þorgarður tekinn og kærður fyrir morð. Ekkert sást á líkinu og Þorgarður þrætti. Hann var þó dæmdur til dauða af líkum, en leyfðist að leysa höfuð sitt með allhárri fjárhæð, af því að sönnunargögn skorti. Ekki átti Þorgarður fé, og í nauðum leitaði hann til bóndans á Seli á Seltjarnarnesi og hét að þjóna honum og niðjum hans af trú og dyggð meðan sér ynnist aldur og orka, ef hann leysti líf sitt. Bónda gekkst svo hugur við vandræðum Þorgarðar, að hann tók fram sjóði sína, en hann var ríkur, og fór að telja fram lausnargjaldið. Í því kom kona hans inn í stofuna og spurði, hvað hann vildi með allt þetta fé. Bóndi segir sem var. Gekk þá konan að borðinu, tók upp bæði svuntuhorn sín að neðan og sópar með annarri hendinni öllum peningunum þar ofan í og segir: „Líði hver fyrir sínar gjörðir.” Þorgarður segir: „Ekki mun hér skilið með okkur, því að ekki er það meira fyrir mig að sjá svo um, að kveðja mín fylgi ykkur hjónum og ætt ykkar í níunda lið.” — Hann var tekinn af, en gekk aftur og fylgdi Selsfólkinu og hlaut afturgangan af því nafnið Sels-Móri.

Kópavogseiðar

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Þingstaður við Kópavog lá undir handarjaðri danska valdsins á Bessastöðum; þess vegna bauð Friðrik II. 1574 að flytja alþingi frá Þingvelli til Kópavogs, en Islendingar hlíttu aldrei þeim konungsboðskap. Hér voru hinir illræmdu Kópavogseiðar unnir, mánudaginn 28. júlí 1662. Þar setti Árni lögmaður Oddsson þing, en Hinrik Bjelke höfuðsmaður, sem þá var nýkominn til landsins á herskipi, lét vopnaða hermenn standa hringinn í kringum þingheim. Höfuðsmaður beiddist af þingheimi, að hann hyllti Friðrik konung III., og virðist það hafa gengið fram mótspyrnulítið. Þá lagði Bjelke fram eiðyaldsskuldbindinguna til staðfestingar, en þar „staðfestum og styrkjum vér (Íslendingar) honum (konungi) allir og einhver til samans með öðrum hans Majestatis trúum undirsátum með þessu voru opnu bréfi háverðugri hans Majst sem einum fullkomnum einvaldsstjóra og arfaherra hans arfsrétt til Íslands og þess undirliggjandi insuler og eyjar, sem og allan Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og allt konungsvald, sem hans konungl. Majst. og hans Majst. skilgetnum lífserfingjum og skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum svo lengi sem nokkur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrrnefndum act og gjörningi bæði af Danmerkur og Norvegsríkis stéttum er gefið og eftir látið.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftirkomendur allt það, sem í fyrri vorum fríheitum, landslögum, Recess og Ordinanzíu kann finnast stríða í móti Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis réttri einvaldsstjórn og fullkomnum ríkisráðum.”

Brynjólfur biskup Sveinsson virðist fyrstur hafa orðið fyrir svörum af hálfu landsmanna, og tjáði hann Bjelke höfuðsmanni, að Íslendingar væru ófúsir að afsala sér öllum réttindum í hendur annarra. Bjelke svaraði biskupi einungis með því að spyrja, hvort hann sæi ekki hermennina. Eftir það fara ekki sögur af neinum mótþróa biskups eða klerka hans gegn staðfestingu einveldisins. Árni Oddsson lögmaður stóð þá á sjötugu. Hann neitaði að skrifa undir og stóð svo allan daginn. Loks kom svo, að hann lét undan hótunum höfuðsmanns og skrifaði undir tárfellandi. — Var þá slegið upp ypparlegri veizlu, sem stóð langt fram á nótt. Þeir sýsluðu upp á hljóðfæri til veizlunnar, trometa, filur og bumbur og hleyptu skotum af feldstykkjum 3 í senn. — Þá gengu rachetter og fýrverk af um nóttina. —

Kópavogur

Kópavogur – minjar.

Neðst í túninu á Kópavogi við veginn eru rústir hins fræga Kópavogsþings: Þinggerði og Þinghústóft. Fyrstu sögur af Kópavogsþingi eru frá fyrri hluta 16. aldar og tengdar landsölumáli. Kristján II. Danakonungur hafði lagt sig allan fram um það að selja hinum fræga Hinriki VIII. Englandskonungi eyjuna Ísland með öllum gögnum, gæðum og réttindum. Einhverjir samningar virðast hafa tekizt laust eftir 1520. Þá kemur hingað Týli Pétursson frá Flensborg og telur sig hafa eitthvert umboð yfir landi. Ekki leizt Íslending- […?] fullkominni óbótamaður á Kópavogsþingi og síðar tekinn af lífi; sumar heimildir segja, að aftakan hafi verið framkvæmd heima á Bessastöðum. Þegar Hinrik frétti þetta, sendi hann vini sínum, Kristjáni II. orðsendingu þess efnis, að hann væri afhuga öllum Íslandskaupum, af því að sér væri orðið kunnugt, að Íslendingar væru búnir að drepa alla styrktarmenn þeirrar höndlunar.
Kópavogur
Við vegbrúnina austur af Þinghústóft er aflöng dys, gróin grjóthrúga, og nefnist Hjónadysjar, en þar rétt norðaustur af voru svonefnd Systkinaleiði. Þau hafa nú lent undir húsum við Fífuhvammsveg. Í Hjónadysjum er talið, að þjófar tveir liggi, maður og kona, sem Árni Magnússon segir, að legið hafi í Hraunhelli fyrir sunnan gamla örfiriseyjarsel um 1677, en náðust og voru tekin af. Engar áreiðanlegar sagnir eru um, hverjir hafi átt að hvíla í Systkinleiðum, en ágizkanir greina frá sakafólki frá Árbæ. Um 1700 bjó þar ungur og ókvæntur maður með móður sinni, Sigurður Arason að nafni. Á móti honum sátu jörðina Sæmundur Þórarinsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Er ekki orðlengja, að ástir takast með Sigurði og Steinunni. Þann 21. sept. 1704 fannst Sæmundur örendur í Skötufossi í Elliðaám; Sigurður var grunaður um morð, tekinn og meðgekk hann að hafa unnið á Sæmundi að undirlagi konu hans. Steinunn játaði hlutdeild sína og voru þau tekin af 15. nóv. 1704, „Sigurður höggvinn skammt frá túngarði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið uppi á hálsinum, en drekkt i Elliðaá syðri,” segir í gömlum annál.
Árbæjarmálið minnir óneitanlega mjög á þjóðsögurnar um Þorgarð.
Allmiklar heimildir eru til um fólk, sem lét lífið á þessum stað á dögum erlendrar harðstjórnar og kaupþrælkunar, sumt fyrir engar sakir að okkar dómi. Þannig fæddi Guðrún Oddsdóttir vinnukona í Kirkjuvogi andvana barn, en faðir þess var giftur maður. Hún reyndi að leyna fæðingunni, en upp komst og var hún tekin af lífi, drekkt sennilega í Elliðaám.
Hér var fjallað um hin illræmdu Hvassafellsmál og Swartskopfsmál, morðmál á Bessastöðum. En það skiptir ávallt nokkru hverjir glæpina drýgja. Höfðingjarnir, sem létu sálga Appolloniu Swartskopf voru auðvitað sýknaðir. Um þetta mál fjallar Guðmundur Daníelsson í skáldsögunni Hrafnhetta.”

Heimild:
-Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, Samtíningur um Suðurnes – Björn Þorsteinsson, bls. 42-50.

Vatnsleysa

Í “Þjóðsögum um Suðurnes”, sem Hildur Harðardóttir hefur tekið saman er að finna söguna “Draugagangur á Stóru-Vatnsleysu”.
Skammt sunnan við bæinn á Stóru-Vatnsleysu eru minjar af bæ, sem byggður var ofan á hálfkirkju, sem þar var. Sæmundur á Vatnsleysu staðfesti þessa frásögn þegar FERLIRsfélagar heimsóttu hann einn daginn. Gekk hann með þeim um sögusviðið:

Draugagangur á Stóru-Vatnsleysu

Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa. Tóftir sögusviðsins – kirkjan og bærinn fyrrum.

“Það mun hafa verið nálægt 1850, sem Jón nokkur fór að byggja sér nýjan bæ á Stóru-Vatnsleysu. Hann gróf fyrir kjallara, en þegar komið var nokkuð langt niður, fundust mannabein mörg. Gamlir menn þóttust þá hafa heyrt þess getið að fyrrum hefði bænahús verið á Stóru-Vatnsleysu og var þess því getið til að kirkjugarður eða grafreitur mundi hafa verið þar, sem nú átti að byggja bæinn. Jóni var ráðlagt að hætta við að byggja á þessum stað; því sinnti hann ekki, en hann hætti við að grafa kjallarann.
Svo var bærinn byggður og var á þeim tíma ekki annar skrautlegri hér í hreppi. Það var loft í honum öllum og undir því voru afþiljuð tvö herbergi, sitt í hvorum enda. Fólkið allt svaf uppi á loftinu. Eina nótt um vorið vaknaði allt fólkið (nema húsbóndinn) við það að hurðunum að herbergjunum niðri var skellt svo hart, að bærinn skalf allur.
Gömul kona, Ingveldur að nafni, var þar þá vinnukona og hefur hún sagt þessa sögu. Ekki kvaðst hún hafa orðið vör við annað undarlegt á meðan hún var þar, en fyrrnefnda hurðaskelli, en ýmsa fleiri kynjaviðburði heyrði fólk sagða úr þessum bæ; þar á meðal var sá, að kona af næsta bæ gekk einu sinni um albjartan dag fram hjá stofugluggunum og leit inn um þá, um leið og hún ætlaði framhjá; sá hún þá sex menn sitja þar inni við borðið, og þekkti engan þeirra.

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinn í fyrrum grafreit við Stóru-Vatnsleysu – á hvolfi.

Jón nokkur var vinnumaður á þessum bæ hjá nafna sínum þau ár, sem bærinn var byggður. Einhverju sinni þegar mikið gekk á niðri fór hann ofan í stigann um bjarta sumarnótt; en hann sneri fljótt við aftur, því hann sagði að sér hefði sýnst allur bærinn niðri, og göngin, svo langt sem hann sá, svo troðfull af fólki, er hann þekkti ekki, að hvergi var hægt að smjúga út né inn. Húsbóndinn sjálfur varð aldrei neins var, og trúði því engu af því, sem fólk hans sagði honum um þessa fyrirburði í bæ hans; taldi hann það allt hérvillu og eintómar ýkjur. En á fyrsta eða öðru ári, er hann var á bænum, veiktist hann af einhverri óþekkjanlegri veiki, sem hann þjáðist af í fimm ár eða lengur. – Þá flutti hann burt úr bænum, af því hann þóttist viss um að hann fengi ekki heilsuna aftur, ef hann væri þar, enda batnaði honum nokkrum árum eftir að hann flutti úr bænum, þó hann væri fremur veiklulegur lengst af æfinni. Guðmundur bóndi á Auðnum ólst upp á næsta bæ við Stóru-Vatnsleysu; hann var kominn yfir tvítugt, þegar Jón byggði bæ sinn.

Stóra-Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa. Sögusviðið merkt með gulum hring.

Með Guðmundi reri vinnumaður frá bænum, að nafni Magnús, þá orðinn gamall, fámálugur og dulur. Karlinn vildi lítið um þessa atburði tala, en sagði honum
þó, að eina nótt sem hann vaknaði í rúminu, tók hann hendinni uppfyrir sig; þreifaði hann þá á alsberum, ísköldum mannsskrokk, sem lá fyrir ofan hann í rúminu.
Ekkert gaf karl sig að þessum lagsmanni sínum, en fór að sofa aftur. Þegar hann vaknaði um morguninn til að klæðast var þar enginn.
“Varð þér ekki bilt við?” spurði Guðmundur. “Ekki svo mjög,” svaraði hann.
“Maður er orðinn þessu svo vanur,” bætti hann við. Guðmundur sagði að bær Jóns hafi staðið í eyði, mannlaus, eftir að Jón flutti úr honum, að minnsta kosti eitt ár.
Sú saga gekk, að ferðamaður, einn eða fleiri, hefðu um sumarnótt gengið um hlaðið á Stóru-Vatnsleysu; hefðu þá þrír menn staðið þar á stéttinni fyrir framan bæ Jóns; hafði einn þeirra haldið á öxi, annar á atgeir, og þriðji á hríslu; tveir voru fulltíða menn, en sá, sem á hríslunni hélt, var unglingur.”

Heimild:
-Þjóðsögur um Suðurnes, Hildur Harðardóttir, Draugagangur á Stóru-Vatnsleysu – ÞJÓÐTRÚ 171.

Vatnsleysa

Vatnsleysa – fornleifaskráning.

 

Stóri-Vogaskóli

Jón Daníelsson í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd varð þjóðsagnarpersóna í lifandi lífi. Auk þess að vera atorkumikill sjávarútvegsbóndi þótti mörgum til hans koma af ýmsum öðrum gáfum og atgervi. Hér er ætlunin að rekja lítillega sögu og afrek þessa merka manns, sem engar myndir virðast vera til af.

Í Ægi 1998 fjallar Jón Þ. Þór um “Þilskipaútgerð við Faxaflóa“. Þar er Jóns getið meðal annarra merkismanna:

Þilskip

“Vagga þilskipaútgerð Íslendinga á 19. öld stóð við Faxaflóa, nánar tiltekið í Hafnarfirði. Þaðan gengu skútur konungsverslunarinnar síðari til veiða á ofanverðri 18. öld og þar rak Bjarni kaupmaður Sívertsen útgerð sína um aldamótin 1800 og á öndverðri 19. öldinni.
Þilskipaútgerð Bjarna Sívertsen stóð með blóma fram á síðari hluta 3. áratugs 19. aldar, en lagðist með öllu af eftir að hann flutti til Danmerkur árið 1831.
Ekki fór hjá því að athafnir Bjarna Sívertsen hefðu áhrif á framtakssama nágranna hans og leið ekki á löngu, uns útvegsmenn suður með sjó gerðu sér ljóst, að góðan hag mætti hafa af útgerð þilskipa, ef rétt og vel væri að henni staðið. Meðal þeirra, er þannig litu á málin, voru þrír efnabændur við sunnanverðan Faxaflóa, þeir Ari Jónsson í Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru-Vogum og Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti. Fjórði maðurinn í hópnum var Árni Magnússon í Halakoti, en hann átti um skeið þilskip í samlögum við Jón Daníelsson.

Frumkvöðullinn Jón Daníelsson

Þilskip

Þilskip.

Jón Daníelsson virðist hafa orðið fyrstur þeirra fjórmenninganna til að hefja þilskipaútgerð. Árið 1803 keypti hann jagtina Willingen, 9 commerciallestir að stærð, og hóf útgerð hennar. Á næstu árum jók Jón útgerð sína. Árið 1820 átti hann, auk Willingen, hlut í skútu, sem Karven nefndist, á móti Árna Magnússyni. Var það skip smíðað í Vogum á árunum 1817-1819. Árið 1828 (eða 1829) eignuðust Jón og sonur hans, Magnús Waage, aðra jagt og nefndist hún Anna Sophia. Það skip slitnaði uppaflegu í Reykjavík í októbermánuði 1830, rak á land og ónýttist. Þeir feðgar voru þó ekki af baki dottnir, en létu smíða nýtt skip heima í Vogum. Því var hleypt af stokkunum árið 1833 og hlaut nafnið Willingen, eftir gömlu jagtinni, sem lagt var árið 1826. Mun nýja skipið hafa gengið til veiða úr Vogum allt til ársins 1857, er Magnús Waage lést. Þar með var lokið sögu þilskipaútgerðar frá Stóru-Vogum.
Þeir feðgar, Jón Daníelsson og Magnús Waage, voru miklir atorkumenn og lánaðist vel flest það er til búsýslu og útgerðar heyrði. Magnús lærði skipstjórnarfræði og stórskipasmíði í Danmörku og mun hafa átt mestan þátt í smíði Karven og Willingen (yngri). Hann smíðaði einnig fjölda opinna báta og hermir ein heimild (Annáll 19. aldar), að hann hafi smíðað um eitt hundrað skip og báta.”

Í Andvara 1950 er lýsing Páls Eggerts Ólasonar eftir Jón Guðnason á uppruna og fjölskyldutengslum Jóns Daníelssonar:

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla fremst.

“Um þær mundir er Ólafur Pétursson var að hverfa úr þjónustu Ólafs stiftamtmanns og gerast bóndi, kemur til sögunnar á Álftanesi syðra ungur maður, sem örlögin höfðu ætlað mikla velgengni og frama. Má urn margt líkja honum við Ólaf á Kalastöðum. Þessi ungi maður hét Jón Daníelsson, bónda á Hausastöðum, Erlendssonar á Hausastöðum, Eyvindssonar í Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi, sem var fjórði maður í karllegg frá síra Ólafi Tómassyni, er hélt Háls í Fnjóskadal í rúm 50 ár og lézt 1628. Kona Daníels og rnóðir Jóns var Guðríður Jónsdóttir, bónda á Spóastöðum í Biskupstungum, fyrr á Víðivöllum í Blönduhlíð, Guðmundssonar á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, Gíslasonar á Silfrastöðum, Eiríkssonar lögréttumanns í Djúpadal, Magnússonar lögrm., Björnssonar prófasts á Melstað, Jónssonar biskups á Hólum, Arasonar. Kona Jóns á Spóastöðum, móðir Guðríðar, var Vigdís Jónsdóttir, prests á Torfastöðum, Gíslasonar úr Svefneyjum, Jónssonar á Fróðá, Halldórssonar. En Gísli í Svefneyjum átti Ingibjörgu Arngrímsdóttur hins lærða, prófasts og officialis á Melstað, Jónssonar.

Dannebrogs

Dannebrogsorðan.

Jón Daníelsson kvæntist Sigríði Magnúsdóttur, bónda í Hlíð á Álftanesi Bragasonar, og Margrétar Pétursdóttur af Melshúsaætt á Álftanesi. Fluttust þau Jón og Sigríður suður á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar, í Stóru-Vogum, um hálfa öld. Gerðist Jón hinn mesti framkvæmdamaður, formaður á skipi sínu, gildur bóndi og vellauðugur. Þótti eigi einleikið um velgengni hans, og eignaði þjóðtrúin það mökum hans við huldar vættir, eins og lesa má um í þjóðsögum Jón Árnasonar. En hitt mun sönnu nær, að þar hafi honum bezt gagnað eigið hyggjuvit, atorka og forsjá, ásamt ágætum hæfileikum til sjómennsku og skipstjórnar. Fyrir framkvæmdir sínar var hann sæmdur heiðursmerki dannebrogsorðunni.

Meðal barna Jóns Daníelssonar og Sigríðar Magnúsdóttur var Magnús, er bjó eftir föður sinn í Stóru-Vogum og nefndi sig Waage, fyrstur þeirra ættmanna. Varð hann hinn mesti afreksmaður sem faðir hans. Ungur nam hann siglingafræði og síðan stórskipasmíði í Danmörku. Talið er, að hann hafi alls smíðað um 100 báta, en þilskip smíðaði hann fyrir föður sinn og annan útvegsbónda þar syðra, skömmu eftir heimkomuna frá Danmörku. Þótti slík framkvæmd miklum tíðindum sæta, svo lágæt sem hún var á þeim tíma. Getur Espólín þessa í árbókum sinum og bætir við: „Og margur frami jókst þá Íslendingum, þó margt þætti þungt“. —

Í Lesbók Morgunblaðsins, tveimur tölublöðum, árið 1937 eru “Sagnir af Jóni sterka“, sem Ólafur Ketilsson skráði:

Steinninn í Stóru-Vogavörinni
Reykjanes 1809
“Frá ómunatíð hafði klettur einn mikill verið framarlega í Stóru-Vogavörinni, þar sem þrengsli voru mest á millum tveggja skerja þegar skipin voru sett upp eða fram. Var steinninn mitt á milli skerjanna þar, sem þrengslin voru mest, og varð því að setja skipin annað hvort yfir steininn, eða þá yfir annað hvort skershornið, en þetta kom ekki fyrir nema þegar lágsjávað var, eða um fjöru, eða því sem næst, annars flaut yfir steininn, eða skerin, þótti hvoru tveggja miklum erfiðleikum bundið, og hefir því sennilega steinn þessi margt ókvæðis- og formælingarorðið verið búinn að fá á sig, hjá hinum þreyttu og þjökuðu sjómönnum, sem svo marga bakraunina höfðu orðið að þola hans vegna, á meðan að þeir voru að klöngvast með skipin yfir hann.
Eina vetrarvertíð, sem næst 1835, kom Jón Daníelsson af sjó á áttæring sínum vestan úr Garðsjó. Fékk hann þennan dag landsynningsrok og roga barning alla leið heim í vör. Voru hásetar Jóns venju fremur þjakaðir eftir barninginn og bölvuðu klettinum í sand og öskuá á meðan að þeir voru að koma skipinu yfir hann. En þegar að setningnum loks var lokið, sagði Jón hásetum sínum að fara heim, en kvaðst sjálfur ætla að verða eftir og taka til í skipinu m.m. En þegar hásetar hans eru komnir upp á túnfótinn heyra þeir ógurlegt öskur niður í fjörunni, og litu því allir samtímis við, og sjá Jón með klettinn í fanginu, og skotthúfuna í munninum, sem hann brúkaði vanalega á sjónum. Öskraði karlinn œgilega, og var þá hinn ægilegasti ásýndar. Hásetarnir þutu allir samstundis niður eftir aftur, en þá hafði Jón borið steininn langt norðvestur fyrir lendinguna og kastað hanum þar frá sjer, en svo máttfarinn var hann, eftir að berserksgangurinn rann af honum, að hásetarnir urðu að leiða hann heim, en daginn eftir var Jón þó sjáanlega jafngóður.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogsvör – loftmynd.

Nokkrum dögum seinna tók hann svo steininn aftur í fang sitt, og bar hann lengra upp í fjöruna norðvestur af lendingunni, þar sem hann liggur enn þann dag í dag. Í síðastliðnum desembermánuði gerði jeg mjer ferð inn að Stóru-Yogum til Sigurjóus frænda míns, var ferðin aðallega farin til þess að skoða steininn og áætla þunga hans. Fórum við þrír niður í fjöruna og skoðuðum steininn, og gátum velt honum við. Kom okkur saman um að minna en 500 kg. (1000 pund) væri hann ekki, og börutækur fjórum duglegum mönnum, en Sigurjón fræddi mig líka um það, sem, jeg áður ekki hafði heyrt, að leðurbrók sú, sem Jón var í og tvennar buxur, hefði verið sundur tætt á hnjám og lærum, eftir átökin, og hann sjálfur blóðmarinn, en ómeiddur að öðru leyti.
Að til hafi verið, og sjeu til ennþá, á Íslandi þeir aflraunamenn, sem taki steininn upp, og geti fært bann úr blautum sandinum, þar sem hann hafði legið öldum saman á kafi, til þess hefir þurft, bæði að mínum og annara dómi, sem sjeð hafa steininn, alveg yfirnáttúrulegt mannssafl.

Pertlínan
Eitt sumar, á meðan að Jón Dauíelsson bjó í Stóru-Vogum, kom suður á Vogavík danskur “spekúlant”, sem kallað var í þá daga. Vom það vörubjóðar, eða með öðrum orðum, skip sem höfðu allskonar útlendan varning á boðstólum, fyrir íslenskar afurðir. Höfðu þeir einskonar búð í lestinni, þar sem að öllu ægði saman, ætu og óætu, þurru og blautu.
Þegar skip þetta var komið inn á Vogavík og lagst þar við festar, spurði skipstjórinn einn af þeim mönnum, sem komnir voru um borð hvert þessi sterki Íslendingur myndi ekki komi um borð til sín. Benti þá einn maðurinn skipstjóranum á bát sem kom frá landi, og sagði skipstjóra, að maðurinn sem sæti aftur í bátuum væri hinn sterki Íslendingur, sem hann óskaði að sjá.

Vogar 1950

Vogar um 1950.

Þegar Jón Daníelsson var kominn um borð í skipið, varð skipstjóranum starsýnt á þennan háa og herðabreiða beinabera mann, sem horfði á skipstjóra tindrandi stálgráum augunum, þrungnum af viti og viljakrafti. Þegar Jón hafði heilsað skipstjóra, og þeir höfðu talast við góða stund, gekk Jón fram á skipið, og sá þar afarstóra kaðalrúllu, sem ekki hafði verið vætt. Var þetta „Pertlína” sem kallað er, eða festartóg, afar sver og úr tjöruhampi, mörg hundruð pund, eftir því sem mjer hefir verið skýrt frá.
Þegar Jón hafði skoðað þessa kaðalrúllu, gekk hann aftur til skipstjórans, og bað hann að selja sjer 4—5 faðma af kaðlinum, sem hann svo ætlaði að rekja spottann upp og snúa svo úr honum stjórafæri netateina, m. m., en skipstjóri svaraði samstundis neitandi en hann bætti svo við: “En jeg skal gefa þjer af kaðlinum það, sem jeg má hringa upp á handlegg þinn ofan frá öxl og fram á hönd, þar til handleggurinn fer að bogna eða síga”. Sem auðvitað gekk Jón að þessu veglega boði skipstjóra, því að hann hafði engu að tapa, en til mikils var að vinna fyrir ofurmennið Jón Daníelsson.
Var Jón svo látinn* standa á stórum kassa, og böndin, sem hjeldu rúllunni saman, skorin í sundur. Og byrjaði svo skipstjóri að dunda við að hringa kaðalinn á handlegg Jóns og gætti þess jafnframt hvert handleggurinn bognaði ekki, eða sigi niður. Loks kom að því að Jón sagði, eitthvað á þá leið, að nú færi handleggurinn að síga, og hjó þá skipstjóri samstundis á kaðalinn og ljet leggja á metaskálarnar það, sem hann hafði hringað á handlegg Jóns.
Jeg hafði aldrei áður heyrt hvað kaðallinn var þungur, sem hringaður var á handlegg Jóns, en Sigurjón frændi minn sagði mjer, þegar jeg heimsótti hann síðast, að faðir sinn hefði sagt sjer, eftir sjónarvottum að þyngdin hefði verið 320 pund.
Jeg verð að játa að þó þetta sje haft eftir sjónarvottum, þá er þetta næsta ótrúlegt, en alveg yfirnáttúrulegt mannsafl, ef satt væri. En sennilega hefir samt skipstjóranum þótt nóg mn þyngdina, þegar hann var búinn að vigta kaðalinn, því hann sagði um leið og hann labbaði niður í káetuna sína:
„Hvaða djöfuls mannsbein eru þetta”.
Allir vita það, sem reynt hafa, að það er mjög þreytandi að halda til lengdar beinum handlegg út frá sjer, þó ekkert sje á hann lagt, hvað þá heldur, þegar lögð eru á handlegginn fleiri hundruð pund í lengri tíma. Enda er líka þessi aflraun Jóns Daníelssonar talin af mörgum sú mesta sem hann hafi sýnt í lífinu.

„Liggðu nú þarna skussinn þinn”

Vogar

Vogar um 1950.

Þegar faðir minn var 27 ára gamall, fór hann einn dag að heimsækja afa sinn, sem þá var búinn að vera blindur í 11 ár, og kominn í kör. Þegar þeir höfðu skifst á kveðjum segir Jón gamli við föður sinn: „Komdu nú hjerna fast að rúminu til mín frændi, og lofaðu mjer að þreifa þig og þukla, jeg ætla að finna hvað þú ert orðinn stór og státinn”. Gekk faðir minn svo fast að rúminu, en karl fór að þreifa hann og þukla hátt sem lágt, án þess þó að setjast upp, eða hreyfa höfuð frá kodda. En svo veit faðir minn ekki fyr til, en að hann er kominn í loft upp, og karl kastar honum upp fyrir sig í rúmið, um leið og hann segir hlægjandi:
„Liggðu nú þarna skussinn þinn”.
En faðir minn var með hæstu mönnum, fullar 3 álnir, og að því skapi þrekvaxinn, og þá sennilega ekki verið minna að þyngd en 90—100 kg. Þetta var eftir af kröftunum í köglum gamla mannsins, þó hann væri þá 97 1/2 árs karlægur karl.
Jeg hefi skýrt hjer frá nokkrum aflraunum Jóns Daníelssonar, sem ljóslegn sýna hvílíkt ofurmenni hann hefir verið að afli og frækleik, og eru þó ýmsar sagnir, sem áreiðanlegar heimildir eru fyrir af aflraunum hans enn ósagðar, eins og t. d. þegar að hann bar tvær fullar brennivínstunnnur.
sitt í hvorri hönd, með því að láta laggir hvíla á mjaðmarhöfðum, og halda svo með höndum í hinar laggirnar. Tunnur þessar bar hann alla leið úr, að mig minnir, Levisensbúð í Hafnarfirði, og fram á bryggju, án þess að hvíla sig, og eins ljettileg, sem tómar hefðu verið, að sögn sjónarvotta.

Eins og sagt hefir verið hjer að framan, þá var Jón Daníelsson álitinn hinn mesti galdrakarl, af samtíðarmönnum sínum, en þessir galdrar Jóns voru áreiðanlega ekkert annað en hyggindi hans og vit, sem hann var gæddur fram yfir fjöldann, og oft var Jóns leitað er einhvern vanda bar að höndum, ekki þó sökum vitsmuna hans, eða hygginda, heldur vegna þess að hann gat leyst hinar þyngstu þrautir og vandráðnar gátur með sinni egyptsku speki, sem allir trúðu á.
Skal að endingu sagt hjer frá nokkrum þeim þrautum, sem lagðar voru fyrir hann, og leitað til hans með, og sem Jón leysti, með hyggindum sínum og viti, en als engri galdrakunnáttu, þó svo væri litið á í þá daga.

Peningapjófnaðurinn í Stóru-Vogum
Eina vetrarvertíð þá er margt var í heimili hjá þeim Stóru-Voga-hjónum, bar það við eina nótt að stolið var töluverðri peningaupphæð frá einum af hásetum Jóns, sem líka hjet Jón. Strax um morguninn þegar maðurinn saknar peninganna, fer hann til Jóns Daníelssonar og segir honum frá stuldinum, og biður hann nú með kunnáttu sinna að komast eftir hver stolið hafi peningunum.
Jón bað nafna sinn að vera rólegan, því peningunum mundi verða skilað aftur næsta morgun.

Vogar

Vogar um 1950 – sjávarhús Stóru-Voga og Hábær.

Skildu þeir svo talið, og leið fram til kvölds að Jón hafðist ekkert að með að komast eftir hver stolið hefði peningunum. En um kvöldið þegar komið var að sængurtíma kallar hann alt heimilisfólkið með tölu, unga og gamla, niður í stofu til sín. En þegar allir eru komnir niður í stofuna, sýnir Jón öllum hópnum snærisbúta, sem lágu á stofuborðinu, og sem allir voru nákvæmlega jafnlangir. Fekk Jón svo hverjum manni einn snærisbútinn og bað einn og sjerhvern að geyma hann vandlega til næsta morguns, og svo áttu allir að skila honum snærisbútunum niður í stofunni, eftir fótaferðartíma um morguninn. Þegar því var lokið að hver og einn hafði fengið sinn snærisspotta til geymslu yfir nóttina, segir Jón fremur við sjálfan sig, en við fólkið sem í stofunni var: „Við skulum sjá hvert spottinn ekki lengist í nótt hjá þeim,
sem var fingralangur á peningunum hans nafna míns”. Næsta morgun þegar fólkið kom niður í stofuna að afhenda Jóni snærisspottana, og Jón fór að mæla þá, reyndist spottinn hjá einum manninum lang sytstur (hann hafði skorið af honum). Þá sagði Jón við manninn:
„Hvers vegna fórst þú að skera af þínum spotta, maður minn, þess þurftir þú ekki með ef þú varst saklaus, en það ert þú sem hefir tekið peningana, og skilaðu þeim tafarlaust”.
Maðurinn var þarna kominn í þá gildru, sem hann ekki gat losað sig úr. Hann meðgekk því samstundis stuldinn, og skilaði peningunum. En ekki minkaði trúin á galdramáttinn hans Jóns gamla Daníelssonar við þetta mjög svo einfalda kænskubragð, sem hverjum nútíðarmanni er auðskilið.

Jón rekur út djöfla
Í Bjarmarkoti í Vogunum, sem var hjáleiga frá Stóru-Vogum, en er nú eyðibýli, varð maður einn snögglega brjálaður, djöfulóður, sem þá var kallað. Jón var samstundis sóttur og beðinn um að reka djöfsa úr manninum, með kyngikrafti þeim, sem hann hefði yfir að ráða. Þegar Jón kom inn til mannsins, sem brjálaður var, hrópaði hann á móti Jóni: „Þarna kemur þú helv… . þitt Jón Daníelsson, þú er sá eini maður, sem jeg hræðist á þessari jörð”.
og hristi hann og skók, eins og ketlingur væri, þar til maðurinn fór að æpa og emja, og biðjast griða, þá fyrst slepti Jón manninum, um leið og hann sagði: „Nú hefi jeg sent djöful þann, sem í þjer var suður á Garðskaga að tína þar saman lambaspörð, og mun hann ei oftar ónáða þig”.
Manninum batnaði samstundis eftir að Jón slepti honum, og bar aldrei neitt á honum eftir þetta.
En sennilega hefir það ekki verið annað en þessi ofsahræðsla, sem greip manninn, sem læknaði hann, þó þetta væri þá eingöngu þakkað galdrakunnáttu Jóns.

Happasteinninn

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Jón Daníelsson var einn með meiri aflamönnum, sem sögur fara af, og er sagt að honum hafi aldrei brugðist fiskur úr sjó, þegar hann komst á flot, og sem meðal annars má marka af því, að hann flutti bláfátækur suður að Stóru-Vogum, þegar að hann byrjaði þar búskap, en gat eftir fárra ára veru þar keypt alla Stóru-Voga-torfuna, og auk þess eins og áður er sagt tvær jaktir, fyrir utan annan kostnað sem hann hafði bæði við húsabyggingar og fleira.
En þessi mikli afli Jóns, og gróðasæld, var ekki einleikin og eðlileg aflabrögð. Nei, það var eitthvað bogið við þetta, sögðu samtíðarmenn hans, og nágrannar. Bölvaður karlinn hann hafði sem auðvitað seiðmagnaðan, eða göldrum hlaðinn happastein falinn í skipinu, sem seiddi að sjer fiskinn, svo að Jóni brást aldrei afli á hvaða veiðarfæri, sem var.
Í Norðurkoti í Vogunum bjó þá maður, sem Friðrik hjet, dugnaðarmaður og sjósóknari, en svo sig af því, að hann hefði fengið þennan happastein hjá Jóni, sem seiddi fiskinn að sjer, svo að honum brygðist nú aldrei fiskur, eins og þeir vissu sjálfir, en steininn hefði hann fólginn undir þiljum aftast í skipinu, eins og Jón hefði sagt sjer að hann ætti að gera.
Hásetar Friðriks urðu nú meira en minna forvitnir, og fóru að skoða þennan undra stein, sem seiddi fiskinn að þeim, en þeim fell allur ketill í eld, er þeir sáu steininn, og að þetta var eins og aðrir hnöttóttir fjörusteinar, sem Jón hafði látið Friðrik fara þrjár ferðir eftir suður að Vogastapa til þess að styrkja hann í trúnni á seiðmagn steinsins. En svo brá við, að eftir þetta sótti í gamla horfið hjá Friðrik, að hann fekk ekki „bein úr sjó” upp frá því.

Reikningsgáfan
En það sem ef til vill einkendi Jón Daníelsson einna mest frá samtíðarmönnum hans, var hin undraverða reikningsgáfa sem hann var gæddur, sem ekki þótti einleikin, en ganga göldrum næst, eða galdrar vera. En einkum er þó viðbrugðið hugareikningsgáfu hans, sem öllum öðrum var ofraun að botna hið minsta í, enda líka brúkaði hann aldrei pappír eða ritblý hversu erfið stærðfræðisleg viðfangsefni, sem hann fekkst við, heldur reiknaði hann alt í huganum, og var öðrum fljótari fyrir það.
Hásetar Jóns, sem trúaðri voru á galdrakunnáttu Jóns, en reikningslist, höfðu þrásinnis þá sögu að segja af Jóni, að þegar að hann átti þorskanetatrossur vestur í Garðsjó, og leiði var úr Vogunum og vestur, og segl voru komin upp, og skipið komið til skriðs, að þá hefði Jón horft augnabliks stund út fyrir borðstokkinn, fengið svo einum hásetanna stýrið, en lagst sjálfur fram í barka, breitt skinnstakkinn yfir höfuð, og bannað þeim (hásetum) að nefna með einu orði þegar þeir kæmu að duflinu, hann mundi sjálfur gera það. En aldrei sögðu hásetar Jóns að það hefði brugðist, að þegar þeir komu að duflinu, stóð Jón upp í barkanum, og skipaði að lægja segl. Og hið sama sögðu hásetarnir, að þegar siglingaleiði var að vestan og heim í Voga, þá ljek Jón nákvæmlega sömu listina, lagðist fram í barka, þegar segl voru komin upp, með skinnstakkinn breiddan yfir höfuð, og hreyfðist ekki fyr en skipið var komið inn undir lendingu, þá stóð hann fyrst upp og sagði að lægja segl. Þetta að sjá í gegnum tvöfaldan skinnstakkinn og byrðing skipsins, sögðu hásetar Jóns að hefðu verið römmustu galdrar, en engin reikningslist það hefði verið ómögulegt.
Sigurjón WaageEn Sigurjón frændi minn sagði mjer þegar jeg heimsótti hann síðast, að eftir að Jón Daníelsson langafi okkar var orðinn blindur, þá hefðu daglega allir veggir í herbergi hans verið útkrítaðir með reikningsdæmum, sem hann var að búa til, og skemta sjer við í einverustundum ömurlegrar blindrar ellinnar.
Ennfremur sagði Sigurjón mjer að þegar Jörundur hundadagakonungur fór suður í Keflavík 1809, hefði Jón á meðan að Jörundur var í Keflavík, safnað að sjer fjölmennu liði af Vatnsleysuströndinni, vel vopnum búið af ýmiskonar morðtólum, járnkörlum, ljáum, hákarlasveðjum o.s.frv., en sjálfur var gamli maðurinn búinn að safna að sjer all-myndarlegri hrúgu af vel völdum steinvölum, sem hann ætlaði að fara í boltaleik við Jörund með. En Jörundur ljet ekki sjá sig, fór þar fyrir utan garð, en ekki innan, svo ekkert varð úr bardaganum.
Að endingu vil jeg geta þess, að ritgerð þessa las jeg fyrir Sigurjóni frænda mínum, óðalsbónda í Stóru-Vogum, áður en að jeg sendi hana, og telur hann það, sem hjer er skráð af langafa okkar, Jóni Daníelssyni, í fullu samræmi við það, sem hann hafi áður heyrt, bæði hjá föður sínum, Jóni M. Waage og fleirum.
Þakka jeg svo Sigurjóni fyrir þær upplýsingar, sem jeg fekk hjá honum, og hefi stuðst við í ritgerð þessari.”

Í “Strönd og Vogar“, bók Árna Óla, “Úr sögu einnar sveitar í Landnámi Ingólfs Arnarssonar, Sagnaþættir” frá árinu 1961, segir frá Jóni Daníelssyni:

“Jón Daníelsson ríki í Vogum var fæddur 23. marz 1771, d. 16. nóvember 1855. Foreldrar hans voru Daníel Erlendsson á Hausastöðum og kona
hans Guðríður Jónsdóttir á Spóastöðum. Jón bjó fyrst á Urriðakoti fyrir ofan Hafnarfjörð, keypti síðan Stóru-Voga og bjó þar til æviloka. Gerðist auðmaður, enda atorkumaður, orðlagður kraftamaður, forspár. Ganga af honum miklar sagnir. Kona: Sigríður Magnúsdóttir, Bragasonar. Börn þeirra: Vigdís átti Ketil Jónsson í Kirkjuvogi, Magnús skipherra í Stóru-Vogum, Jón í Tumakoti, Guðríður átti Daníel Gíslason í Eyrarkoti. —

Magnús Waage

Magnús Waage.

Magnús sonur hans tók sér ættarnafnið Waage (f. 24. júlí 1799, d. 26. september 1857). Hann nam siglingafræði í Kaupmannáhöfn, en skipasmíðar í Noregi. Smíðaði hann um 100 báta og 2 þilskip. Kona: Guðrún Eggertsdóttir prests í Reykholti, Guðmundssonar. Börn þeirra voru:
1) Eggert stúdent og kaupmaður í Reykjavík, faðir Jens B. Waage leikara.
2) Eyjólfur í Garðhúsum, dóttir hans var Guðrún móðir dr. Páls Eggerts Ólasonar.
3) Guðrún átti Pál gullsmið Einarsson í Sogni í Kjós og voru þau foreldrar séra Eggerts alþm. á Breiðabólstað.
4) Vigdís átti Guðmund alþm. Ólafsson á Fitjum.
5) Margrét ógift og barnlaus. Launsonur Magnúsar var Stefán múrari í Reykjavík (kallaður Egilsson) og fleiri voru launbörn Magnúsar.

Frá Jóni ríka í Vogum
Þegar Jón Daníelsson kom að Stóru-Vogum, var þar draugur, er lengi hafði gert illt af sér. Stóð svo á þessu, að einu sinni hafði þar verið úthýst manni í misjöfnu veðri og varð hann úti nærri Grímshóli. Gekk hann svo aftur til að hefna sín. (Í Ölfusvatnsannál er þess getið, að pilti nokkrum, illa til fara, hafi verið úthýst á einhverjum bæ á Ströndinni, og hafi hann orðið úti. Þetta var 1750).
Draugur þessi sótti að Sigríði konu Jóns í svefni og hafði hún aldrei frið, því að ekki hafði hún fest blund fyrri á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún tók að láta illa í svefninum. Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur, kom að henni sama óværðin. Aldrei kom þetta fram við Jón sjálfan, en ekki var lengi, áður honum leiddist þessi áleitni. Eitt kvöld þegar Jón heyrir að fer að korra í konu sinni rýkur hann á fætur og fer ofan og tekur sax í hönd sér, og segir, ef djöfull sá láti sig ekki í náðum og alla sína, skuli hann reka í hann sveðjuna, og vísar honum til fjandans. Eftir það hætti reimleikinn hjá Jóni. En þegar reimleikinn hvarf frá Vogum, fór hann að gera vart við sig í Tjarnarkoti í Vogahverfinu, og var það þó ekki af því, að þar væri heldur neinir niðjar þess, er hafði úthýst manninum. Sótti draugurinn einkum á bóndann þar, og það svo, að hann varð gjörsamlega óður eina nótt. Var þá sent heim að Vogum eftir Jóni, því Vogamenn leituðu jafnan liðs hjá honum í flestu sem þeir við þurftu.
Kom hann vonum bráðar. En þegar bóndinn í Tjarnarkoti sá hann, var hann svo óður, að hann sagðist ekki hræðast neinn, nema andskotann hann Jón Daníelsson. Gekk þá Jón að manninum og segist þá muni neyta þess, að hann sé hræddur við sig, og skipar hinum óhreina anda út úr manninum með mikilli alvörugefni. En svo brá við það, að maðurinn fékk þá værð og datt í dá. En Jón fór þegar út. Fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað, sem nú er búð sú í Vogum, sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta, þaðan sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum. Við þessi ummæli Jóns hvarf reimleikinn þegar, svo hvorki bóndanum í Tjarnarkoti né neinum öðrum varð eftir það meint við hann. En þó hefir þótt örla á því oft, að ekki væri allt hreint í Tuðru.

— Sagan er tekin eftir Páli gullsmið Einarssyni, en honum sagði Jón Daníelsson hana sjálfur. Jón Daníelsson átti draumkonu og draummann.
Draumkonan réð honum ýmis heilræði í svefni og varð honum það jafnan til góðs að fara að ráðum hennar. Hún vísaði honum og á týnda hluti. En skilnaður þeirra varð með ólánlegum hætti. Það var á seinni árum Jóns, að þar týndist silfurskeið og fannst ekki, hvernig sem leitað var. Skömmu síðar kemur draumkonan til hans í svefni, og spyr hann hana hvar skeiðin muni vera, en hún sagði, að hann skyldi leita í buxunum sínum. Um morguninn lét Jón leita í öllum buxum sínum og fötum, en ekki fannst skeiðin. Næst þegar Jón hitti draumkonuna, segir hann, að ekki hafi skeiðin fundizt, en hún svarar, að þá hafi ekki verið leitað vel. Næsta dag leitar Jón sjálfur í öllum sínum fötum, en það fer á sömu leið, ekki fannst skeiðin. Jón segir draumkonunni frá þessu næst, en hún hélt því fram, að illa hefði verið leitað. Þá varð Jón reiður og skipaði henni að fara og koma aldrei fyrir sín augu, úr því að hún væri að skrökva að sér. Eftir það hvarf draumkonan og vitjaði hans aldrei framar. En veturinn eftir, er Jón ætlaði að byrja róðra, lét hann taka skinnbrók ofan úr eldhúsi, sem þar hafði hangið frá því um vorið, og fannst þá silfurskeiðin í annarri brókarskálminni.

Vogar - skilti

Stóru-Vogar – skilti.

Draummaðurinn sagði Jóni, að hann skyldi ekki búa lengur en 20 ár í Vogum, og flytjast þá inn í firði (Hvalfjörð eða Borgarfjörð) og reisa þar bú. Mundi hann þá jafnmikill uppgangsmaður næstu 20 árin, eins og hann hefði verið þessi 20 ár í Vogum. En Jón vildi ekki flytjast burt. Þóttu ummæli draummannsins sannast, því að fremur rénaði auðsæld Jóns, eftir að hann hafði verið 20 ár í Vogum.
Jón bóndi Daníelsson var í miklu áliti hjá Vogamönnum og þeim, sem reru á vegum hans. Leituðu þeir tíðum ráða hans, ef þeir fiskuðu illa, og lagði hann þeim oftast þau ráð, sem dugðu. Oft gaf hann þeim steina og þess konar, er hann bað þá geyma vandlega og segja engum frá að þeir hefðu né heldur hvaðan þeir væru, og mundu þeir verða varir meðan þeir geymdu steinana vel. Einn formaður í Vogum var sá, sem jafnan var óheppinn með afla. Hann leitaði einu sinni í vandræðum sínum til Jóns og bað hann að kenna sér ráð við þeirri óheppni. Ráðlagði Jón honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa (hún er niður undan Grímshóli) og koma með það fullt af malarsteinum og færa sér. Hlyti þar að vera í einhver happasteinn. Maðurinn færði Jóni austurtrogið fullt af möl. Jón fór að leita í því. Brá hann ýmist tungunni á steinana eða þefaði af þeim og stundum hvort tveggja. Loksins fann hann einn, sem honum líkaði, fékk hann manninum og sagði honum að hafa hann með sér í hvert skipti sem hann færi til fiskveiða, en muna sig um að láta engan vita um þetta. Eftir þetta brá svo við, að maðurinn hlóð í hvert skipti. Þeir voru tveir á og lentu jafnan í handóðum fiski. Þegar svo hafði farið fram um stund, gat formaðurinn ekki setið á sér að segja háseta sínum frá steininum og að Jón í Vogum hefði gefið sér hann, og viti hann fleira en almenningur. En eftir það brá svo við, að þessi formaður fékk aldrei bein úr sjó. — Saga þessi er höfð eftir Páli Einarssyni gullsmið, en honum sagði Jón sjálfur. Ekki vita menn hvaða steinn þetta hefir verið, en talið líklegt, að það hafi verið svartur agat, sem mikil trú var á (svart raf).
Það var eitt sinn á vetrarvertíð, að peningum var stolið í Vogum. Jón var þá orðinn gamall og blindur, en sá, sem stolið var frá, bað hann að hjálpa sér að finna þjófinn. Var þó ekki gott aðgerðar, því að þarna var margt fólk. Jón bauð þá öllu heimilisfólki að ganga fyrir sig og taka í hönd sína, og hlýddu allir því. Þegar einn vermanna tók í hönd Jóns, sagði hann: „Þú ert valdur að peningahvarfinu!“ Maðurinn játaði þegar, en enginn vissi hvernig Jón hafði fundið það á handtaki hans.”

Í Morgunblaðinu 1988 er fjallað um afhjúpun “Minnisvarða Jóns sterka Daníelssonar” við Stóru-Vogaskóla:

Stóru-Vogaskóli

Stóru-Vogaskóli – Minnisvarði um Jón Daníelsson og aflraunasteininn.

“Við skólaslit Stóru-Vogaskóla í Vogum sunnudagínn 15. maí klukkan 14 verður afhjúpaður minnisvarði um Jón sterka Daníelsson dannebrogsmann frá Stóru-Vogum, en minnisvarðanum hefur verið valinn staður á skólalóðinni, sem er í landi Stóru-Voga.
Jón Danfelsson fæddist 21. mars 1771 að Hausastöðum í Garðahverfi í Gullbringusýslu og ólst upp hjá foreldrum sínum við fremur kostalítil kjör, því foreldrarnir voru fátæki og fjölskyldan fjölmenn. Eitt var þó sem Jón skorti ekki í æsku og uppvexti, en það var hákarlalýsið og hákarlalýsisbúðingurinn, sem hann neytti sem feitismatar alla sína löngu ævi, en hann andaðist 16. nóvember 1865.
Árið 1792 giftist Jón frændkonu sinni, Sigríði Magnúsdóttur, systur „Hákonar” ríka frá Stóru-Vatnsleysu. Það sama ár fluttu þau að Stóru-Vogum og bjuggu þar allan sinn búskapartíma við hinn mesta höfðingsskap og rausn. Græddist honum mikið fé, að eftir fá ár gat hann keypt alla Stóru-Vogatorfuna, og auk þess tvö þilskip, sem hann notaði til fiskveiða og flutninga. Jón og Sigríður eignuðust 5 börn, sem öll náðu fullorðinsaldri og frá þeim eru miklar ættir komnar.
Árið 1834 kom Friðrik Danaprins í heimsókn til Íslands og fór hann suður að Stóru-Vogum til að heimækja Jón, sem var í miklum metum hjá honum, og sæmdi hann dannebrogsorðunni er hann komst til valda, en dannebrogsorðan var í þá daga talinn mesti heiður sem íslenskum bændum gat hlotnast.

Stóri-Vogaskóli

Skjöldur á aflraunasteininum við Stóru-Vogaskóla.

Minnisvarðinn er steinn sem var tekinn úr fjörunni við Stóru-Voga en sagt er að Jón Daníelsson hafi tekið steininn í fangið og borið til vegna þess að hann var fyrir í Stóru-Vogavörinni, en steinninn vigtar 450 kg.
Guðmundur Brandsson alþingismaður flutti eftirmæli yfir moldum vinar síns og samverkamanns, og þannig lýsti hann Jóni meðal annars: „Hér var Egils afl og áræði, frækileiki Gunnars, framsýni Njáls, hyggindi Snorra, hagvirkni Þórðar, Áskels
friðsemi og ígrundun Mána.” – EG

Í “Þjóðsögum um Suðurnes” í samantekt Hildar Harðardóttur er sagan “Agat“. Hún fjallar um nefndan Jón Daníelsson:

“Jón bóndi Daníelsson í Vogum var í miklu áliti bæði hjá Vogamönnum sjálfum og öðrum sem þar reru á vegum hans fyrir kunnáttu sína og þekkingu á mörgu. Leituðu þeir því tíðum ráða til hans í vandræðum sínum og eins ef þeir öfluðu illa. Lagði hann þeim oftast þau ráð sem dugðu. Oft gaf hann þeim steina og annaðþess konar, en hann bað þá geyma vandlega og segja engum frá að þeir hefðu né heldur hvaðan þeir væru og mundu þeir verða varir meðan þeir geymdu steinana vel.

Mölvík

Mölvík undir Vogastapa – loftmynd.

Einn formaður í Vogum var sá sem jafnan var óheppinn með afla. Hann leitaði einu sinni í vandræðum sínum til Jóns og bað hann kenna sér ráð við þeirri óheppni. Jón sagði honum að ekki mundi gott við því að gjöra, en ráð gæti hann þó kennt honum. Skyldi maðurinn fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa og koma með það fullt af malarsteinum og færa sér; mundi þá varla fara svo að þar væri ekki í einhver happasteinn. Síðan fór maðurinn sem honum var sagt og færði Jóni fullt austurtrogið. Jón fór að leita í því og fann seint þann stein sem honum líkaði. Brá hann ýmist á þá tungunni eða þefaði af þeim og stundum hvort tveggja. Loksins fann hann einn er honum líkaði. Þann stein fékk hann manninum og sagði að hann skyldi hafa hann jafnan með sér er hann reri til fiskjar og mundi hann þá varla fara fýluferð, en muna sig um það að láta ekki á þessu bera við nokkurn mann. Eftir þetta brá svo við í hvert sinn sem maðurinn reri að hann hlóð og dró með háseta sínum stanzlausan.
Þegar þetta hafði gengið svo um stund getur formaðurinn ekki að sér gjört og segir háseta sínum frá hvað Jón hafi gefið sér og sýnir honum steininn. Þar með segir hann frá því að Jón hafi beðið sig að láta þetta ekki vitnast og biður hann fyrir alla lifandi muni að láta það ekki fara lengra, en satt hafi karlinn sagt og fleira viti hann en almenningur.
En hér eftir fékk formaðurinn aldrei bein úr sjó það sem eftir var vetíðarinnar né upp þaðan og kenndi hann það mælgi sinni sem Jón hefði varað sig við.” – Jón Árnason I 652

Heimildir:
-Ægir, 11. tbl. 01.11.1998, Þilskipaútgerð við Faxaflóa – Jón Þ. Þór, bls. 39.
-Þjóðsögur um Suðurnes, Hildur Harðardóttir, Agat.
-Andvari, 1. tbl. 01.01.1950, Páll Eggert Ólason eftir Jón Guðnason, bls. 8-9.
-Lesbók Morgunblaðsins, 7. tbl. 21.02.1937, Sagnir af Jóni sterka – Ólafur Ketilsson skráði, bls. 54-55.
-Lesbók Morgunblaðsins, 8. tbl. 28.02.1937, Sagnir af Jóni sterka – Ólafur Ketilsson skráði, bls. 59 og 63.
-Strönd og Vogar – Árni Óla, Úr sögu einnar sveitar í Landnámi Ingólfs Arnarssonar, Sagnaþættir, 1961, bls. 254-257.
-Morgunblaðið, 109, tbl. 15.05.1988, Minnisvarði Jóns sterka Daníelssonar afhjúpaður, bls. 28.

Ströbnd og Vogar

Strönd og Vogar – Árna Óla.

Reykjanesskagi

Í Morgunblaðinu 1984 er viðtal við Einar Sigurðsson í Ertu um  “Skrímsli í Kleifarvatni“:

Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson í Ertu.

„Ég sé enga ástæðu til þess að Kleifarvatnsskrímslinu sé minni sómi sýndur en Lagarfljótsorminum og tel að hér í Hafnarfirði þurfi að gera átak í þessum skrímslamálum hið fyrsta. Hvers vegna skyldi Kleifarvatnsskrímslið sætta sig við að það sé látið liggja milli hluta þegar alltaf er verið að hampa Lagarfljótsorminum? Ég skrapp norður á Egilsstaði á dögunum og þá sá ég að það var komin flannastór mósaíkmynd af Lagarfijótsorminum á einn útvegg Kaupfélags Héraðsbúa. Svona ættu Hafnfirðingar líka að hirða um sitt skrímsli og láta af að vanvirða það með þögn og þumbaraskap.”
Viðmælandi okkar er enginn annar en Einar frá Ertu og umræðuefnið skrímslið í Kleifarvatni í Krýsuvík. Einar Sigurðsson heitir hann fullu nafni, er múrarameistari og hefur um langt skeið búið í Hafnarfirði. Hann hefur hins vegar lengst af kennt sig við bæinn Ertu í Selvogi þar sem hann sleit barnskónum. Áhugi Einars fyrir Kleifarvatnsskrímslinu á sér langan aldur. Föðurbróðir hans bjó í Krýsuvík og var nokkur samgangur milli bernskuheimilis Einars, í Selvogi, og Krýsuvíkur. Þegar Krýsuvíkurfólkið kom í heimsókn að Ertu var það alltaf spurt: „Hafiði nokkuð séð skrímslið?” og virtist enginn efast um tilvist Kleifarvatnsskrímslisins.
Síðan Hafnarfjörður eignaðist Kleifarvatn álitur Einar að vegur skrímslisins hafi farið minnkandi og hafi Hafnfirðingar alls ekki gert nógu mikið til að halda merki þess á lofti. Einar vann í eitt ár að byggingu skólahússins sem reist var í Krýsuvík og þekkir þar vel til.

Skrímsli í hefndarhug

Skrímsli

Þekkt skrímsli á uppdráttum fyrri tíma.

Hann telur jafnvel að skrímslið hafi spillt fyrir framkvæmdum í Krýsuvík oftar en einu sinni, og sé þar að finna skýringu þess hve flestum fyrirtækjum hefur gengið illa þar á liðnum árum. Ég byrja á því að spyrja Einar hvort hann trúi því virkilega að það sé skrímsli í Kleifarvatni.
Mér hefur verið sagt að þetta skrímsli sé til og sé ekki neina ástæðu til að vera með efasemdir, sagði Einar. Það er nefnilega þannig með skrímsli að þau eru til þangað til einhver afsannar þau eða útskýrir þau vísindalega. Og þannig verður Kleifarvatnsskrímslið til þangað til einhver afsannar það eða útskýrir það.
— En hefurðu séð skrímslið?
Nei, en það afsannar ekkert. Ég fór einu sinni í ferð til Sovétríkjanna en þó sá ég ekki Bréfsnef — og samt getur vel verið að hann hafi verið til og kannski hefur hann séð mig. Eins er þetta með skrímslið — kannski sér það okkur þó við höfum ekki auga fyrir því.
— En er þá ekki alveg nóg fyrir skrímslið að vera til, þarf nokkuð að vera að dedúa í kringum það sérstaklega?

Kaldrani

Kleifarvatn.

– Já, Kleifarvatnsskrímslið á alveg sama rétt á viðurkenningu og Lagarfljótsormurinn. Og það er engum blöðum um það að fletta að Hafnfirðingar bera ábyrgð á skrímslinu — Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvík árið 1941 og þá hefur skrímslið auðvitað fylgt með í kaupunum. Það er ekki lítill búhnykkur að komast yfir slíka skepnu — máttarvöldin hér í Hafnarfirði hafa bara alls ekki gert sér ljóst hversu mikið gagn má hafa af skrímslinu og þeir hafa ekki sýnt því þá virðingu sem það á skilið.
Það þykir mikill skaði ef fiskur hverfur úr vatni eða á, en það er miklu meira áfall að tapa skrímsli — það er reyndar alveg óbætanlegt tjón að missa skrímsli, skal ég segja þér, því það verður ekki endurnýjað.
— Meinarðu þá að Hafnfirðingar gætu hugsanlega komið skrímslinu í peninga?
Það er ekki nokkru vafi á því, ef maður hefur það í huga hvernig aðstæðurnar eru við Kleifarvatn, landslagið meina ég. Þarna er „mánalandslag” og hverir, og þegar skrímslið í vatninu bætist við gefur augaleið að þarna er tilvalinn ferðamannastaður. Það mætti með öðrum orðum trekkja upp ferðamannastraum með skrímslinu.

Miklir möguleikar með skrímslið

Sveinshús

Bústjórahúsið í Krýsuvík, nú Sveinshús.

Hafnfirðingar gætu jafnvel haft full not af Krýsuvíkurskólanum — honum mætti breyta í ferðamannahótel fyrir þá sem kæmu til að forvitnast um skrímslið. Það mætti leigja út sjónauka og selja ferðamönnunum teikningar og bækur með skrímslinu. Það mætti hafa upp úr þessu stóra peninga! Ferðaskrifstofurnar ættu að taka skrímslið upp á sína arma og auglýsa það erlendis — þá myndi ekki standa á ferðamannastraumnum hingað.
Þetta hafa Skotarnir gert með þessu Loch Ness-skrímli sínu, sem í alla staði er þó miklu ómerkilegra en Kleifarvatnsskrímslið — það hefur aldrei sést í sólbaði og það eru ekki til neinar merkilegar sögur um það. Það fer ekki á milli mála að Hafnfirðingar gætu haft stóra peninga upp úr skrímslinu — þess vegna verður að viðurkenna það hið bráðasta og sjá til þess að það drepist ekki út.
— Heldurðu sumsé að skrímslið sé óánægt með þetta ræktarleysi Hafnfirðinga og hyggi jafnvel á hefndir?

Krýsuvík

Krýsuvíkurbúið. Bústjórahúsið h.m.

Já, ég er ekki fjarri því. Það er að vísu ekki auðvelt að gera útaf við skrímsli en það – er hægt að þegja þau í hel, eða nærri því. Maður getur hugsað sér að skrímslið sé óánægt með þá þögn sem um það hefur verið og hafi verið að hefna sín á Hafnfirðingum með því að láta flest mistakast sem gert hefur verið í Krýsuvík. Það er a.m.k. ekki einleikið hvernig allt hefur gengið fyrir sig þar. Hugsaðu þér bara kúabúið sem þar var reist á sínum tíma með miklum tilkostnaði — það hafa aldrei komið kýr í fjósið og bústjórinn flutti aldrei inn í einbýlishúsið sem reist var handa honum.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

Þarna var reistur einhver stærsti skóli landsins en hann hefur aldrei verið brúkaður til neins. Þarna er kirkja sem varla hefur verið messað í, o.s.frv. Það hefur fátt heppnast sem átt hefur að gera í Krýsuvík.
Nei, þarna hlýtur eitthvað dularfullt að hafa gripið inní og skrímslið hefur fulla ástæðu til að vera óánægt, því Hafnfirðingar hafa aldrei sýnt því neinn sóma.
— Veistu til að einhver hafi orðið var við þetta skrímsli?
Já, hér áður fyrr sýndu menn því tilskylda virðingu og það má muna fífil sinn fegri. Í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna segir um Kleifarvatnsskrímslið árið 1749 á þessa leið:

Skrímslið í sólbaði

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Á Kleifarvatni hefur lengi legið það orð, að þar sé ormur svartur á lengd við stórhveli af meðalstærð, og þykjast ýmsir hafa séð hann, þótt ekki sé hans vandi að vera uppi nema stutta stund í einu. Nú fyrir skemmstu bar það við, að fólk, sem var á engjum sunnan við vatnið í sólskini og kyrrviðri, sá þetta skrímsli betur en nokkur hefur áður talið sig sjá það, því að það skreiddist, að sögn fólksins, upp á sandrif, sem gengur út í vatnið. Bakaði það sig þar í sólskininu í meira en hálfa eykt, en hvarf síðan aftur í vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indiáninn.

Engjafólkið varð svo skelkað, að enginn í hópnum þorði að nálgast ófreskjuna. Lá við, að það hlypi í ofboði frá amboðum sínum í besta þerri, en með því að ófreskjan bærði ekki á sér, eftir að hún var komin upp á eyrina, harkaði það af sér. Þó var það þvílíkri skelfingu lostið, að enginn getur lýst því að neinu gagni, hvernig þessi kynjavera hagaði sér.
— Veist þú um einhvern sem telur sig hafa orðið varan við skrímslið nýverið?

Grétar Þorleifsson

Grétar Þorleifsson, formaður byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði.

Ég þekki mann sem segist hafa séð skrímslið — hann heitir Grétar Þorleifsson og er formaður Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var þarna við Kleifarvatnið að degi til og sá þá einkennilegar hræringar í vatninu og einhverja stóra skepnu, að honum sýndist. En ef til vill hefur það verið skrímslið eða það sem fólk í gamla daga kallaði skrímsli. Hann er vel kunnugur þarna við vatnið en hefur enga haldbæra skýringu á þessu — nema þá að þarna hafi skrímslið verið á ferð.
Annars er margt dularfullt við Kleifarvatn, skal ég segja þér. Enginn veit t.d. hvers vegna hækkar og lækkar í vatninu til skiptis á tuttugu ára fresti. Jarðvísindamenn hafa rannsakað þetta árum saman en ekki fundið viðhlítandi skýringu.
En mér hefur sjálfum dottið í hug að ef til vill mætti skýra þetta með skrímslinu — það hækkar auðvitað í vatninu þegar skrímslið er í því, rétt eins og gerist í baðkeri.

Göng frá Kleifarvatni til Snæfellsness

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Ég hef líka heyrt að til séu gamlar sagnir um göng sem liggi úr Kleifarvatni alla leið til Snæfellsness. Það er hugsanlegt að skrímslið noti þessi göng og sé stundum á Snæfellsnesi. Hafnfirðingar mega þá vara sig á að Snæfellingar taki sig ekki til og ræni af þeim skrímslinu, með því að hæna það að sér.
— En er þetta nú ekki heldur ótrúlegt með göngin?
Jú, það getur svo sem vel verið og ég er ekki að biðja neinn að trúa þessu. Ég er orðinn langþreyttur á að halda mig við raunveruleikann — því er einhvern veginn þannig varið að það trúir mér enginn ef ég geri það. Trúir þú því t.d. þegar ég segi að Hafnfirðingur sem ég þekki hafi skriðið eins og ormur alla leið frá Hafnarfirði upp í Kaldársel og aftur til baka afturábak, um 10 kílómetra leið?
-Nei!

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Þetta er nú satt engu að síður. Hann skreið alla leiðina í pípum. Hann var að yfirfara samskeytin. Það þarf enginn að trúa þessu frekar en hann vill — það trúa manni fæstir þegar maður segir satt. Trúirðu því að ég fer til Reykjavíkur til þess að viðra hundinn minn, hér í Hafnarfirði má hann ekki vera til frekar en skrímslið. Þetta er nefnilega grínistaþjóðfélag sem við lifum í, það hef ég alltaf sagt. Jafnvel þó maður sé ráðherra má maður ekki eiga hund — en svo er alltaf verið að tala um frelsi. En hvar er svo þetta frelsi?
Um daginn heyrði ég að talað var um ófrjálsar kartöflur í útvarpinu — úr því að það eru til ófrjálsar kartöflur hljóta líka að vera til frjálsar kartöflur. Þessar frjálsu kartöflur eru áreiðanlega það eina sem er frjálst hér á landi, ef þær eru þá til. En ætli það séu íslenskar kartöflur, þessar frjálsu kartöflur, — það hljóta að vera góðar kartöflur sem eru frjálsar. – bó.

Heimild:
-Morgunblaðið, 142, tbl. 24.06.1984, Skrímsli í Kleifarvatni – rætt við Einar Sigurðsson frá Ertu, bls. 66-67.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Prestsvarða

Í Faxa 1999 er fjallað um Prestsvörðuna – vörðu séra Sigurðar Br. Sívertsen Útskálaprests (1837-1887) austarlega í Miðnesheiði, ofan Leiru:

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn. Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

“Sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen var fæddur hinn 2.11.1808 í litla prestseturskotinu að Seli við Reykjavík. Hann var sonur prestshjónanna sr. Brynjólfs Sigurðssonar og Steinunnar Helgadóttur. Sigurður flutti ungur að árum eða 18 ára í Garðinn. Hann gekk í Bessastaðaskóla og með honum voru margir merkir menn eins og Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson sem síðar urðu Fjölnismenn. Á þessum tíma var Grímur Thomsen þar væntanlega að leika sér þá 9 ára gamall. Einnig má nefna að á þessum tíma var þar Sveinbjörn Egilsson úr Innri-Njarðvík, ásamt dr. Hallgrími Scheving málasnillingi. Allir þessir menn settu svip á Íslandssöguna.

Sigurður B. Sívertsen

Sigurður B. Sívertsen.

Sigurður vígðist sem aðstoðarprestur til föður síns þann 18.09.1831 þá 23 ára. Gekk Sigurður að eiga unnustu sína Helgu Helgadóttur þann 5. júní 1833. Árið 1837 þann 1. mars fékk sr. Sigurður Útskálaprestakall en þá hafði faðir hans sagt því lausu, en hann andaðist stuttu seinna. Þar átti hann eftir að þjóna næstu 50 árin. Þannig þjónaði hann sem prestur í 54 ár samfleytt.
Sr. Sigurður var merkur maður, hann skrifaði mikið og þekktasta ritverk hans er án efa héraðslýsing Útskálaprestakalls. Hann kom á fót barnaskóla, byggði kirkju og gaf til fátækra. Sr. Sigurður andaðist í hárri elli þá orðinn blindur.

Garðsstígur

Á gangi um Garðsstíg.

22. janúar árið 1876 var sr. Sigurður Br. Sívertsen á heimleið [á Garðsstíg] eftir að hafa skírt barn í Keflavík. Veðrið var afar slæmt, eins og það hafði reyndar verið allan þennan mánuð. Yfir landið gekk slæmt landsynningsveður með mikilli rigningu, upp úr útsynnings éljagangi og frosti. Eflir að hafa borist áfram dálítinn spöl varð Sigurður viðskila við samferðamenn sína. Hann hafði einnig misst hest sinn og lét því fyrirberast í heiðinni. En þannig segir sr. Sigurður sjálfur frá: „Sunnudaginn 2. janúar 1876 gjörði mesta ofsaveður ú landsunnan, sem varaði alla nóttina. Fuku skip og brotnuðu. Annað veður þvílík datt á laugardagskvöldið, þann 22. janúar, með fjarskalegri rigningu upp úr útsynnings éljugangi og frosti: Þá um kvöldið, er ég kom frá Keflavík, er ég skírt hafði þar barn, varð ég viðskila við samferðamann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég afleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru. Treysti ég mér þá ekki til að halda áfram, ef ég kynni að villast suður í heiði. Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gerð leit að mér af sóknarfólki mínu, fyrir tilstilli sonur míns. Leið svo hin óttalegu nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig og var ég enn með rœnu og nokkru fjöri, þó að nokkuð vœri af mér dregið.

Prestsvarða

Prestsvarðan.

Hugði enginn maður, að ég þá nótt mundi hafa afborið lífið, og var það auðsjáanlega drottins almœttis dásemdarverk, að ég skildi lifa svo lengi í því veðri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveizlu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa Guði dýrðina.”
Nokkru eftir þennan atburð lét séra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Eins og sjá má nú er nokkuð mikið hrunið úr vörðunni. Ekki veit ég hvenær hrunið hefur úr henni en samkvæmt skrifum Tryggva Ófeigssonar fyrrum útgerðarmanns var varðan heil um 1920. Varðan er og hefur verið ferstrend eins og margar grjótvörður. Þegar varðan var heil var hún frábrugðin öðrum vörðum á þann hátt að á þeirri hlið sem sneri í austur var allstór flöt hella sem í er höggvið er sálmavers.
Það eru rúm tuttugu ár síðan að ég kom fyrst að þessari vörðu. Þá hafði mágur minn og ég gert nokkra leit að henni en án árangurs. Þegar við komum hér að þessari hálfhrundu vörðu ákváðum við að setjast niður og hvíla okkur aðeins. Þá dettur mér allt í einu í hug að velta við stórum steini sem lá þarna eins og á grúfu. Þegar við veltum honum við sáum við að hér var kominn steinninn með sálmaversinu á. Við hlóðum því nokkrum steinum í pall og settum steininn þar sem hann er nú. Versið á steininum er og var þá ill læsilegt, en seinna um veturinn fór ég og makaði snjó í steininn og var þá betur hægt að greina hvað á honum stendur. Á steininum virðist standa:
1876 21.JAN Í FRIDI LEGST ÉG
FYRIR Í FRIDI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ
EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM
LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM.
Útskálakirkja
Þetta vers er greinilega úr Davíðsálmi 4. kafla 9. vers: „Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.” Það skemmtilegasta við þessa sögu er það að mágur minn sr. Hjörtur Magni Jóhannsson sem þá var nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja vígðist síðar sem prestur að Útskálum.
Eins og fyrr segir var sr. Sigurður Br. Sívertsen merkur maður. Hann hafði meðal annars forgöngu að söfnun til að koma á fót barnaskóla, sjálfur gaf hann 1200 krónur og gaf árlegt tillegg eftir það. Hann gaf mikla peninga til fátækra. Hann styrkti efnilega unglinga til framhaldsmenntunar. Hann lét reisa nýja kirkju árið 1861, kirkjan kostaði 3450 krónur, og sr. Sigurður borgaði sjálfur 632 krónur. Þá gaf hann kirkjunni altaristöflu, og fleiri hluti. Hann stundaði líka lækningar, keypti mikið af meðulum og ferðaðist um prestakallið og veitti fólki hjálp og meðul án endurgjalds. Hann vann að miklum jarðarbótum og var veitt sérstök viðurkenning fyrir það. Sr. Sigurður skrifaði margt og mikið, sumt af því hefur komist á prent en mest liggur í handritum á landsbókasafninu. Sr.
Sigurði var veitt heiðursmerki frá konungi fyrir atorku og menningarforystu. Hann keypti 25 lesta þiljubát frá Sarpsborg í Noregi í félagi við þrjá aðra menn en það ævintýri gekk illa og tapaði hann miklu á því.

Sigurður B. Sívertsen

Endurminningar Sigurðar B. Sívertsen frá 1758, útgefnar 1841.

Árið 1868 vígðist sonur sr. Sigurðar, sr. Sigurður Sívertsen yngri til aðstoðarprests hjá föður sínum. Hann lést úr taugaveiki aðeins rúmum mánuði eftir að hann tók vígslu. Það varð þeim hjónum mikill missir því vonir voru bundnar við að hann tæki við brauðinu eftir daga föður síns. Sjö árum eftir að sr. Sigurður hafði misst son sinn, vígðist til hans aðstoðarprestur, systursonur hans sr. Brynjólfur Gunnarsson.
Árið 1886 fær sr. Sigurður embættisbréf frá biskup þess efnis að hann skuli tafarlaust segja Útskálaprestakalli lausu og sækja um lausn frá prestsþjónustu. Þótt svo að hinum aldna presti hafi grunað að svo gæti farið að hann yrði neyddur til að segja embættinu lausu kom þetta sem reiðarslag. Sr. Sigurði fannst þetta óþarfa harðræði yfirstjórnar, hann var sár og honum fannst að sér vegið. Hann batt miklar vonir við að aðstoðarpresturinn sr. Brynjólfur Gunnarsson tæki við af honum. Í vitnisburði um sr. Brynjólf segir: Hann var lipur kennimaður, stillingarmaður og hugljúfi hvers manns, sómamaður í öllum greinum og ljós í dagfari. Það virðist einhver kirkju- og/eða landsmálapólitík hafa ráðið því hvemig fór. Því sr. Brynjólfur sækir um brauðið eftir að hafa þjónað prestakallinu sem aðstoðarprestur í 10 ár og með meðmæli flestra sóknarbarna. En brauðið fékk sr. Jens Pálsson þá prestur á Þingvöllum.

Sigurður B. Sívertsen

Skrif Sigurðar B. Sívertsen í bók útg, 1841.

Um haustið er sr. Jens settur í embætti. Daginn eftir er kirkja og staðurinn tekin út. Í þeirri úttekt fannst afhendandi presti mikill ójöfnuður og á sig hallað. Ekki gekk saman með þeim prestum að sá gamli fengi neitt að hafa af jörðinni eftirleiðis. Hann fékk að halda til í húsum sínum, en eftirlaun hans skyldu renna upp í skuld. Fór því þannig að sr. Jens Pálsson fékk bæði brauðið, búið og Þingvelli til næstu fardaga.
Þetta sama haust, þegar sr. Sigurður var orðinn embættislaus, einangraður og jarðnæðislaus, fékk hann óþekkta, illkynja veiki í höfuðið með miklum þrautum og andlitsbólgum og lá oft þungt haldinn. Þann 4. febrúar 1887 gekk hann síðasta skipti að rúmi sínu með þessum orðum: Þótt þú deyðir mig Drottinn þá skal ég samt vona á þig.
Hann lést þann 24. maí 1887, hálfu ári eftir að hann lél formlega af embætti. Hann var jarðsettur í Útskálakirkjugarði 10. júní að viðstöddum miklum mannfjölda, um 600-700 manns. Yfir moldun hans töluðu þrír prestar, þeir sr. Þórarinn Böðvarsson prófastur, sr. Oddur V. Gíslason prestur í Grindavík og sr. Brynjólfur Gunnarsson aðstoðarprestur hans. En sóknarpresturinn sr. Jens Pálsson var fjarverandi en hann stóð þá í flutningum frá Þingvöllum. Helga, kona sr. Sigurðar lést úr mislingum árið 1882.”
Ragnar Snær Karlsson tók saman.

Heimild:
-Faxi, 3. tbl. 01.10.1999, Prestasvarðan, bls. 56-57.
-Undir Garðskagavita, Gunnar M. Magnússon, Ægisútgáfan 1963. Árbók Suðunesja. 1986-1987.

Útskálar

Útskálar 1920 – teikning; Jón Helgason.

Arnarsetur

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um Arnarseturshraun á Gíghæð ofan Grindavíkur og reynir að áætla aldur þess. Arnarseturshraun, sem rann úr gígum efst í Arnarsetri, nefnast ýmsum nöfnum, en hafa þó það sameiginlegt að hafa runnið úr sömu goshrinum (-hrinum):

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – kort.

Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt því 0,44 km\ en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Út frá þeim skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár. Sú var og niðurstaða mín (Jón Jónsson 1978, bls. 258-9). Hins vegar hafa nú rannsóknir leitt í ljós að svo getur ekki verið, og er hraunið talsvert eldra, en eigi að síður frá sögulegum tíma.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – óbrennishólmi, norðan Litla-Skógfells.

Óbrennishólmi einn lítill er skammt fyrir neðan Litla-Skógfell og eftir árangurslausa leit á nokkrum stöðum fórum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og grófum þar við hraunröndina. Fundum við þar bæði landnámslagið og Kötlulagið, hið fyrra undir, hið síðara ofan á hrauninu. Af jarðvegssniðinu má ráða að talsvert lengri tími hafi liðið frá því að landnámslagið féll til þess að hraunið rann, en frá því til þess að Kötlulagið féll. Sýnist því að þetta gos gæti vel hafa orðið eitthvað nálægt 1300, samanber töflu I.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-4. tbl. 01.05.1983, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga – Jón Jónsson, bls. 134-135.
Afstapahraun