Garðahraun

Nú (apríl 2009) eru síðustu forvöð að líta á fornminjar og kletta sem Kjarval málaði margsinnis um miðja síðustu öld. Ástæðan er fyrirhuguð lagning nýs Álftanesvegar um hraunin. Að öllu óbreyttu munu framkvæmdir hefjast við veginn innan fárra daga.

Ófeigskirkja

Jónatan Garðarson hefur fjallað um þennan hluta hraunsins. „Árið 1996 komu fram fyrstu hugmyndir um færslu Álftanesvegar norður í Garðahraun á rúmlega 1 km kafla. Margt hefur verið skrifað og skrafað um þessa hugmynd og ýmsar leiðir verið skoðaðar. Nú virðist stefna í að framkvæmdir muni hefjast þar innan skamms og hefur veginum verið valin leið í gegnum hraunið á stað sem margir eru mjög ósáttir við. Veginum er ætlað að liggja frá Engidal um Flatahraun mjög nærri nýju húsunum,  rétt norðan við klettana þar sem Kjarval málaði margar af merkustu myndum sínum, og um Klettahraun nærri Gálgahrauni á milli Fógetagötu og Garðastekks. Vegurinn mun koma niður af hrauninu mjög nærri Garðastekk og liggja í áttina að núverandi vegstæði í Selskarðslandi.

Minjar

Fornleifakönnun var gerð á svæðinu mili Selskarðs og Engidals árið 1999. Þessi könnun ber með sér að minjar í námunda við Engidal hafa annaðhvort farið framhjá þeim sem könnina gerðu eða ekki talist nógu merkilegar. Það stendur beinum orðum í könnuninn að ekki sé vitað um neinar fornleifar í Engidal. Merkasti minjastaðurinn nærri Engidal er Grænhóll sem er með greinilegri tóft og þar er einnig Engidalsstígurinn sem sést ágætlega á köflum.

Allt hraunsvæðið sem vegurinn mun liggja um tilheyrir Búrfellshrauni sem rann fyrir um 7-8000 árum úr eldgígnum Búrfelli. Búrfellshraun er samheiti sem jarðfræðingar hafa gefið öllum hraunmassanum sem þekur í dag um 18 ferkílómetra, en var mun víðfeðmari á sínum tíma. Búrfellshraun skiptist í fjölmarga minni hraunfláka sem hver og einn hefur borið sitt eigið nafn frá fornu fari. 

vörðubrot

Hraunið er víða gróið fjölbreyttum plöntum úr íslenska jurtaríkinu og áhugavert að fara um það á sumrin þegar allt er í blóma. Hraunið sjálft er margbreytilegt og skiptist í nokkuð flata hraunvelli og grasgefnar lautir, úfna og ógreiðfæra fláka og klettótt belti með hrikalegum hraundröngum, djúpum gjótum og sprungreinum. Það er leitun að eins fjölbreyttu hraunlandslagi svo nærri mesta þéttbýli landsins enda hefur hraunið orðið skáldum að yrkisefni og listmálurum uppspretta myndsköpunar. Áður fyrr gegndi hraunið hlutverki beitilands búsmalans, þar var kjarrviður sem bændur sóttu í til kolagerðar, lyngrif var stundað í hraunin og mosinn nýttur til upphitunar.

Skjól

Berjalandið hefur jafnan verið gjöfult á haustin og á víð og dreif mátti finna ágæta slægjuteiga þegar öll grös voru nýtt til hins ítrasta. Fjölmargir slóðar og götutroðningar lágu um hraunið sem voru sumir fjölfarnir en aðrir næsta fáfarnir. Ein merkasta gatan var Fógetagata eða Álftanesgata sem var meginleiðin til og frá kóngsgarðinum á Bessastöðum.

Grænhóll og Engidalsstígur sem verður fórnað ef nýr Álftanesvegur verður lagður. Á Grænhól er tóft sem ekki hefur verið rannsökuð. Aðrar leiðir eru líka kunnar eins og  Sakamannastígur sem var líka nefndur Gálgastígur, Móslóði, Álftanesstígur, Engidalsstígur, Flatahraunsgata og Alfaraleið eða Fjarðargata sem var helsta leiðin í kaupstaðinn við Hafnarfjörð. Á þessum leiðum voru ýmis kennileiti sem vert er að hafa í huga og jafnvel manngerð hús eða skjól eins og á Grænhól.
NátthagiTóftin á Grænhól hefur verið svipuð að ummáli og Kapellan í Kapelluhrauni en engar sagnir eru þekktar um það til hvers Grænhólstóftin var notuð. Það má vel vera að þar hafi verið reist lítið skýli til að veita ferðamönnum í slæmum veðrum. Það getur líka verið að þar hafi upphaflega verið bænhús sem fékk annað hlutverk við siðaskiptin. Tóftin hefur ekki verið rannsökuð og þar af leiðandi ekki hægt að segja með neinni vissu hverslags mannvirki þetta var. Verði af lagningu Álftanesvegar er algjörlega nauðsynlegt að rannsaka hólinn áður en framkvæmdir hefjast því hann mun að öllum líkindum lenda í miðju vegstæðinu. Það er því ekki seinna vænna að rannsaka hann, áður en hann hverfur með öllu.

Grænhólstóft

Ófeigskirkju er getið í gömlum sögnum en ekki er alveg á hreinu hverskonar klettur þetta er að öðru leyti en því að hann er sagður klapparhyrna á Flatahrauni. Samkvæmt orðanna hljóðan trúði fólk að um hulda kirkju væri að ræða og álagablett sem ekki mátti raska. Þegar örnefnalýsing var gerð fyrir þetta svæði á sínum tíma áttuðu menn sig ekki á umfangi Flatahrauns og gerðu þar af leiðandi ráð fyrir að Ófeigskirkja væri horfin. Sagt er í örnefnalýsingum að kletturinn hafi verið brotinn niður þegar Álftanesvegurinn var lagður og örnefnið færst til yfir á gervigíg við Álftanesveg. Þar hefur nýlega verið sett upp spennistöð fyrir nýjan hverfið í Garðahrauni.

Engidalsvegur

Þrátt fyrir það sem stendur í örnefnalýsingunni hefur Ófeigskirkju ekki enn verið raskað, enda hefði engum heilvita manni dottið í hug að leggja til atlögu við hana þegar Álftanesvegur var lagður 1908. Örnefnalýsingin greinir einnig frá því að Grænhóll hafi verið hraunhóll neðan við Ófeigskirkju og þegar betur er að gáð stendur Grænhóll enn á sínum stað og Ófeigskirkja sömuleiðis. Það er engu líkara en þeir sem tóku að sér örnefnaskráninguna hafi blandað saman tveimur nöfnum og talið að Grenishóll og Grænhóll væru einn og sami hóllinn. Ófeigskirkja er álagaklettur sem ekki má raska. Grenishóll er hæðarhryggur til norðurs sem er norðan Álftanesvegar þar sem Flatahraunið endar í norðvestri. Þar var síðast unninn refur 1870 af Magnúsi Brynjólfssyni, hreppstjóra á Dysjum. Grænhóll er hinsvegar skammt frá Ófeigskirkju í suðausturjaðri Flatahrauns, langt frá Grenishól. Ruglingurinn er skiljanlegur því í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar stendur: ,,Þessi hóll er á austanverðu Flatahrauni. Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu. Vestan við Flatahraun er Engidalur, sem er skemmtistaður Hafnfirðinga við Hafnarfjarðarveg”.

Garðastekkur

Gamla Engidalsgatan mun eyðileggjast ef Álftanesvegur verður lagður. Engidalsstígur og Flatahraunsstígur voru mjög nærri Ófeigskirkju og við þann stíg stendur Grænhóllinn sem ekki er tilgreindur í rannsókn þeirri sem unnin var af fornleifafræðingum fyrir Vegagerðina 1999. Þessi stígar voru hluti af stíganetinu sem lá til Bessastaða og eru þeir enn mjög greinilegur í landinu þó þeir séu fyrir löngu orðnir vel grónir. Enn er tími til að þyrma þessum fornu minjum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum og láta söguna og náttúruna njóta sannmælis.“

Fjárborg

Við þetta má bæta að hraunmyndanir í Garðahrauni eru einstakar þegar horft er á nálægð þeirra við þéttbýlið. Óvíða má nálgast slíkar kynjamyndir eins auðveldlega – og ekki spillir litadýrðin fyrir.
Í matsskýrslu um vegaframkvæmdina segir þó m.a.: „Verndargildi hraunsins og fagurfræðilegt gildi þess aukist eftir því sem hraunið sé úfnara og jarðmyndanir stórkostlegri. Ljóst sé að lagning nýs Álftanesvegar, ásamt hringtorgi, muni hafa í för með sér töluvert rask á hrauninu og rof á vestanverðum hraunkantinum.

Myndanir

Fyrirhuguð  vegarstæði muni þó ekki fara yfir jarðmyndanir sem eiga engan sinn líka annars staðar í hrauninu eða öðrum hraunum á Íslandi. Fram kemur að skv. lögum um náttúruvernd séu eldhraun runnin á nútíma á borð við Garðahraun-/Gálgahraun skilgreind sem landslagsgerðir sem skuli njóta sérstakrar verndar.“
Hér kemur fram að vegna þess að hraunmyndanir eru ekki sérstæðari og stórkostlegri en í öðrum sambærilegum hraunum væri ekki ástæða til að vernda þær, þrátt fyrir að þær njóti sérstakrar verndar skv. náttúruvernd. Skondinn rökstuðningur þetta!
GarðahraunÍ raun er Garðahraun ein samfelld kynjamynd eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.
Eins og fram kemur hér að framan eiga ekki, skv. fornleifaskráningu, að vera fornminjar í eða við fyrirhugað vegstæði. Sú fornleifaskráning hlýtur í besta falli að vera lélegur brandari því ekki þarf annað en að ganga svæði tið að sjá margar minjar við fyrstu sýn. Til að mynda er Grænhólstóftin fornleif. Neðan við hana er hlaðið skjó undir klettavegg. Skammt norðar má sjá leifar af ferhyrndu mannvirki, uppgróið. Enn norðar eru hleðslur í nátthaga. Fallin varða er við það. Og þá liggur Engidalsgatan eftir hrauninu endilöngu. Ef þetta eru „engar“ fornleifar þá er himininn líka grænn.
ÓfeigskirkjaÞað verður því miður að segja frá hverjum hlut eins og hann er. Reynslan af útgefnum fornleifaskýrslum af einstökum svæðum Reykjanesskagans er vægara sagt mjög slæm. Samt sem áður hafa hlutaðeigandi yfirvöld tekið þær góðar og gildar þegar ákvarðanir eru teknar um einstakar framkvæmdir sem Álftanesveg. Ofar en ekki eru staðsetningar fornleifa rangar, þeim er lýst á ófullnægjandi hátt, komist er hjá að leggja mat á þær og það sem vert er; nær alltaf vantar margar fornleifar í skrárnar, stundum nálægt 2/3 hluta þeirra, sem auðveldlega mæti greina eða heimildir segja til um.

Tóftin

Einhver gæti sagt að þetta væru stór orð, en því miður – þetta er reynsla þeirra, sem gerst þekkja, hafa skoðað svæðin og skráð minjar. Eitt dæmi um algera handvömm er skýrsla um fornleifar á tilteknu afmörkuðu svæði, en þegar innihaldið var skoðað nánar reyndist skrásetjarinn hafa verið á öðru svæði, en hann í raun og veru átti að skrá. Þegar gerðar eru athugasemdir við slíkar skráðar skýrslur virðast fulltrúar yfirvalda bara leggjast í fúlheit. Geta má þess að sá, sem þetta skrifar, fékk t.a.m. einkunnuna 10.0 fyrir fornleifaskráningu í fornleifafræði við Háskóla Íslands (svo hann telur sig hafa a.m.k. svolítgið vit á efninu, auk þess sem hann hefur leitað og skoðar minjar á svæðinu um áratuga skeið).
Við skoðun á tóftinni á Grænhól er ljóst að um fornleif er að ræða, en hún virðist hafa verið smalaskjól (um einn fermeter að innanmáli) eða búr fyrir smalann, en tóftin er ekki ómerkilegri fyrir það.
Eins og fram hefur komið hefur engin fornleifarannsókn verið Hraunstandurframkvæmd á henni. Það, hversu sjaldan fornleifarannsókn er framkvæmd á viðkvæmum svæðum, er svo efni í aðra umfjöllun. Með viðkvæmum svæðum er ekki átt við sögustaði, s.s. Þingvöll, Hóla eða Skálholt, heldur staði sem jafnan eru hluti af heilstæðri búsetumynd um langt skeið eða svo sérstök að ástæða væri að nota tækifærið og rannsaka hið óþekkta. Frumkvæði á slíkum rannsóknum hefur jafnan komið frá áhugafólki um einstakar minjar, en ekki minjayfirvöldum þessa lands þótt svo að lokum hafi þau þurft að hafa fyrir framkvæmdinni.
Í raun er löngu kominn tími til að leggja mat á fyrirkomulag minjaverndar í landinu, frumkvæði hennar og áhuga á viðfangsefninu. Hafa ber í huga að áhugasviðið þarf að vera víðtækara og snúast um annað og meira en bara innihaldið. Umgjörðin og tengslin við fólkið skiptir ekki minna máli, eigin rannsóknarvinnu og frumkvæði á áhugaverðum viðfangsefnum. Ef takmarkað fjármagn hamlar mögulegum árangri mætti virkja áhugafólk með áhrifaríkari hætti.
Undir Grænhól er mikið graslendi í hraunlægðum og bollum. Í þeim má m.a. sjá fyrrnefndan nátthaga, garðbrot á tveimur stöðum, annað skjól undir hraunvegg, vörðubrot o.fl. Þarna virðist því hafa verið setið yfir fé fyrrum. Ekki er ólíklegt að þarna megi finna leifar af stekk ef nánar er skoðað. Götur sjást á milli staðanna og frá þeim upp á meginleiðirnar, s.s. Fógetastíg og Engidalsveg. Þá eru greinileg tengsl millum þessa svæðis og fjárhaldsminjanna við Garðastekk.
Tilgangurinn með vettvangsferðinni var ekki að fornleifaskrá svæðið, það geta þeir gert sem það eiga að gera lögum samkvæmt.
Njótið á meðan er. Sjá umfjöllun RUV.

Heimild m.a.:
-Jónatan Garðason.
Litadýrð

Grafningssel

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi kemur fram að „Króksel“ er austan við Kaldá, mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.“

Krókssel - Mælifell og Sandfell fjær

Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar í Árbók fornleifafjelagsins árið 1899 koma fram upplýsingar um Grímkelsstaði, bæ landnámsmannsins, sem síðar settist að á Ölfusvatni. Tóftir fornbæjarins eru rétt norðan við túnið á Krók. Ætlunin var m.a. að taka hús á Agli Guðmundssyni, bónda, á Krók, þeim margfróða manni. Gamli suðurferðarvegurinn lá upp frá Króki í gegnum Krókssel. Stefnt var að því að fylgja honum upp fyrir Hempumela og upp í selið norðvestan í rótum Súlufells.
Egill var fjarverandi þegar FERLIRsfélaga bar að Króki, enda búskapur nú aflagður í Grafningi annars staðar en að Villingavatni. Þrátt fyrir það var stefnan tekin á gömlu suðurferðargötuna, sem liggur upp frá bænum yfir Bæjarlækinn til vesturs. Slóði er samhliða götunni, en hún er jafnan sunnan slóðans. Gatan liggur upp með norðanverðum aflíðandi hlíðum og upp í Löngudali; grannan þéttgróinn dal norðaustan Súlufells. Norðaustar er Torfdalur. Skýringin á þéttum gróningunum kom fljótlega í ljós. Vestast í dalnum eru leifar af undirstöðu fjárhúss frá Króki. Húsið sjálft er horfið, enda fauk það í heilu lagi fyrir nokkrum árum að sögn Hrefnu Sóleyjar Kjartansdóttur, húsfreyju á Villingavatni. Norðar er syðsti hluti Víðihlíðar. Í
 örnefnalýsingu fyrir Krók segir: „[Í Löngudölum] er beitarhús og tún. Súlufell er allhátt fjall, gróðurlítið, nokkuð þríhyrnt að lögun. Dalir tveir þynna það norðan til. Súlufellsdalur með nokkru landbroti að austan, Smérdalur að vestan, sléttur og gróinn. Þar er tófugren, og þar var slegið [Stardalur].“ Melhryggur ofan og vestan við fjárhústóftina nefnist Hempumelur. Þar á djákni sá, sem drekkt var í Djáknapolli, að hafa verið færður úr hempunni. Gamla gatan liggur norðan megin upp úr dalnum, yfir hrygginn og áfram niður með norðanverðu Súlufelli.
Staðnæmst Fjárhúsleifar í Löngudölum - Hempumelur ofar til vinstrivar við Króksselið; tvírýma tóft, vel greinilega, fast undir rótum fellsins. Tóft er vestan við selið, en ekki er gott að sjá hvort þar hafi verið stekkur eða hús vegna sinu. Annars er einkennandi fyrir seltóftir í Grafningi að þær eru einungis með þremur rýmum, ólíkt flestum öðrum seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hafa þrjú slík. Þá er staðsetning selsins einungis skiljanleg út frá nálægð við aðgengilegt grjót úr hlíðinni, en eðlilegra hefði verið að hafa það utan í Selmýrinni, sem er þarna beint handan Kaldár.
Haldið var til baka eftir gömlu götunni og síðan út af henni til suðausturs því nú var stefnan tekin á Svartagil mun austar, norðvestan við Dagmálafell. Þar eiga tóftir Ingveldarsels að vera. Í örnefnalýsingum fyrir Villingavatn segir: „Ingveldarsel: Smá starartjörn með mýri í kring, upp af Svartagilsflötum. Síðasta selið sem notað var. Sennilega kennt við Ingveldi Gísladóttur, afasystur skrásetjara (Þorgeirs Magnússonar).“
Stekkur við Ingveldarsel - Dagmálafell fjærMjög erfitt er að finna selið. Það er í skálalaga lægð um með Svartagili, ofan Svartagilsflata, eins og segir í lýsingunni. Hrefna hafði sagt að Sigurður, frændi hennar, hefði stungið spýtu í seltóftina síaðst þegar þau voru þar. Að vísu var spýtan fallinn, en selið fannst út frá fallegum hlöðunum stekk upp undir hæðarbrún vestan Svartagilslækjar (sem reyndar var þurr að þessu sinni, en Hrefna hafði einmitt kvartað yfir miklum vatnsveðrum í vetur, en litlum snjóum). Selið er tvírýmt líkt og önnur sel í Grafningi (utan Villingavatnssels (Botnasels) í sunnanverðum Seldal). Það er vel gróið, en vel mótar fyrir veggjum. Fallegt útsýni er frá selstæðinu að Villingavatni og yfir fjöllin norðan og austan Þingvallavatns. Ekki er getið um selstöðu þarna í Jarðabók ÁM 1703.
Þá var stefnan tekin að Króki á ný með það fyrir augum að skoða hinar fornu Grímkelstóttir við Krókamýri.
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. frá Grímkellsstöðum eftir ferð sína um Grafning í maímánuði ári fyrr.

Grímkelstóttir - uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar

„Svo segir í Harðasögu, kap. 2: „Grimkell bjó fyrst suður at Fjöllum skamt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grímkellsstöðum ok eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því at honum þótti þar betri landkostir“. Í fljótu bragði virðist sem orðin; „ok eru nú sauðahús“, benda til þess, að bæjartóft Grímkelsstaða sé eigi framar til, heldur hafi sauðahús verið bygð ofan á hana, svo þar sé eigi um annað að ræða en fjárgús eða fjárhústóftir. Því að þrátt fyrir það, að á þeim tíma sem sögurnar vóru ritaðar og lengi eftir það var eigi venja á Suðurlandi að hýsa sauði, þá má þó telja víst, að í Grafningi hafi það verið gjört fyr en annars staðar, vegna vetrarríkis. En raunar þurfa orðin; “ þar… eru sauðahús“, eigi beinlínis að þýða það, að sauðahús stæði í rústunum, þau gátu staðið hjá þeim, eða svo nærri að þannig mætti að orði kveða. Og þetta hefir verið tilfellið. Rúst Grímkellsstaða er enn til. Það eru 3 stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í Króki í Grafningi og heita Grímkelstóftir. Syðsta tóftin er 18 al. löng og nál. 9 al. breið; dyr í suðausturenda. Hún sýnist eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Grímkelstóttir - Krókur fjær, Súlufell framundan og Víðihlíð t.h.Miðtóftin er bæjartóftin; hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hafa verið tveir í henni, þó er hinn nyrðri óglöggur, og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það eigi fullyrt, og er mögulegt að vatn og klaki hafi myndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin hefir að norðan víðan ferhyrning, um 16×18 al., og er það án efa heygarður; en að sunnanverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar og þó ekki mjög nýlegar, Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8 al. langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega innri hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvíst er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einnig mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, Ein Grímkelstóttinþó þær séu nokkru glöggvastar. Lækur rennur ofan hjá rústunum, og hefir hann myndað vellina sem þær eru á, og enn ber hann oft aur yfir þá. Þess vegna hafa sauðahúsin, sem sagan nefir, eigi verið sett þar. Þau hafa að öllum líkindum verið sett lítið eitt sunnar og ofar, og bærinn Krókur svo verið gjörður úr þeim síðar. En meðan þar var eigi bær, hefir þetta pláss, sem er dalmyndað fengið nafnið „Krókur“, og því hefir bærinn verið nefndur svo, en eigi Grímkellsstaðir, sem réttast hefði þó verið, því raunar er það sami bær, færður úr stað um túnsbreidd eina. Vel á það við að segja, að Grímkell byggi „suður at Fjöllum“, er hann bjó þar, því hinn dalmyndaði „krókur“ gengur suður í fjöllin. Krókur er í Ölfusvatnslandi, en þó svo langt þaðan, að eigi gat Grímkell vel notað landið það er Ölfusvatn notar nú, utan að flytja þangað búferlum. Var það og fýsilegt því þar er vetrarríki minna og skemra til veiða í vatninu. Ef til vill hefir og ágangur lækjarins hvatt hann til þess að flytja bú sitt. En spyrja má, hví hann settist eigi strax að Ölfusvatni? Líklega hefir þar verið bær áður, og honum hefir Grímkell síðar náð undir sig, og fært bú sitt þangað.
Önnur GrímkelstóttEitt af fjárhúsum þeim, er standa á Ölfusvatnu, er kallað hofhús. Þar á hofið Grímkells að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu. Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð. Hvort grjót er þar í var ekki hægt að kanna fyrir klaka, er eg var þar í vor í máimánuðu á rannsóknarferð.
Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr „doleríti“ og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg og 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.“
Í lýsingunni kemur Brynjúlfur einnig að Steinrauðarstöðum suðvestan Þingvallavatns, hins forna landnámsbæjar, sem nú virðist horfinn, en þó má sjá leifar af ef vel er gáð (sjá aðra FERLIRslýsingu). Einnig segir hann frá Setbergsbölum og Kleyfardölum. SHoftóft við Ölfusvatníðarnefnda örnefnið er einkar áhugavert vegna þess að þar á að vera Kleifarsel, sem fyrr hefur verið minnst á. Lýsingin hljóðar svo: „Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru emgar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breiðm hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tófarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.“
Selstígurinn fyrstgreindi liggur úr Króksseli því til norðausturs, en hann er raunar hluti af gamalli þjóðleið (gamli suðurferðavegurinn skv. örnefnalýsingu Guðmanns Ólafssonar) frá Villingavatni og Krók til vesturs, um Moldarklif, norður fyrir Stapafell og áfram til suðurs og upp með fellinu vestanverðu, um Þverárdal oBlótsteinn (sem er væntanlega signingafontur) við Ölfusvatng Ölkelduháls í Brúnkollublett og síðan Milli hrauns og hlíða, vestur að Kolviðarhóli. Brúnkollublettur var aðaláningarstaður ferðamann á þessari leið. Þar fer gatan yfir Þverána á vaði með viðkomu í Nýjaseli á leiðinni upp með Laka. Hálsinn, sem gatan kemur yfir norðan Súlufells heitir Hempumelur, að sögn Egils Guðmundssonar, bónda á Króki (sjá fyrri skilgreiningu).
Brynjúlfur lýsti, skv. framanskráðu, Grímkelsstöðum, sem gæti hafa verið fyrsti bústaður hins forna goða sunnan Ölversvatns (Þingvallavatns). Þær tóftir eru þarna rétt utan túngarðs á Króki, hægra megin vegarins þegar ekið er að bænum og eru vel greinanlegar enn þann dag í dag, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Og svo segja menn (jafnvel hinir fræðustu „minjaverndarar“) að engar fornleifar leynist á Reykjanesskaganum – landnámi Ingólfs). Þarna kemur Bæjarlækurinn, líkt og sjá má á uppdrætti Brynjúlfs, að og liðast síðan undir veginn. Lækurinn kemur úr gili norðvestan bæjarins, en skammt sunnar er vatnsvirkjuð uppspretta er rennur í í hann. Í örnefnalýsingunni segir: „Norðan við Nesið fellur Bæjarlækurinn í Villingavatnsána. Suðvestan við hann eru Grímkelstóttir (Brynjúlfur skrifaði jafnan „tóttir“). Norðan við hann er valllendisgrund, sem Eyri nefnist. Svo tekur við Króksmýri allt norður að Ölfusvatnsheiði.“ Ölfusvatnsheiðin, þótt lítil sé, skilur af Krók og Ölfusvatn.
Göngutími og skoðunartími er áætlaður u.þ.b. 3 klst.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1899, Brynjúlfur Jónsson, bls. 1-5.
-Örnefnalýsingar.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.

 

Hvaleyrarvatn

„Vell spóans er eitt af íslensku sumarhljóðunum og svo flautar hann margvíslega að auki. Útlit er fyrir að sumar og vetur frjósi saman um nánast allt land í ár [2012], samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í Reykjavík er mjög góð spá fyrir sumardaginn fyrsta í ár, það verði sól og fimm stiga hiti og nánast logn.

Grindavík

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður bjart á Suður- og Vesturlandi aðfaranótt fimmtudags og eins verði fremur bjart á Norður- og Austurlandi en þar er hætta á éljum um nóttina.
Spáð er hægri norðaustlægri átt, en 5-10 á NA-landi. Bjartviðri S- og V-lands en stöku él með N- og A-ströndinni. Vægt frost NA-til, en hiti annars 1 til 7 stig.
Samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á gott sumar er sumar og vetur frjósa saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Það var einnig þjóðtrú, að ef gott veður er á sumardaginn fyrsta og fyrsta sunnudag í sumri yrði sumarið einnig gott.
Í bók Árna Björnssonar Saga daganna kemur fram að hvarvetna á landinu var eftir því tekið hvort frost væri á aðfaranótt sumardagsins fyrsta svo að vetur og sumar frysu saman. Þótt menn legðu mismikinn trúnað á var slíkt með fáum undantekningum talið góðs viti. Flestir væntu þess að þá yrði gott undir bú, sem merkti að nytin úr ánum yrði kostgóð og fitumikil. Aðrir höfðu heyrt að mjólkin yrði mikil ef rigndi fyrstu sumarnótt en ekki að sama skapi kostgóð.
vetrarblom-1Sumir létu sér nægja að huga að skæni á pollum fyrsta sumarmorgun, en mjög algengt var að setja um kvöldið ílát með vatni undir bæjarvegg í skjóli frá morgunsól og vitja um eldsnemma. En menn gerðu fleira til þess að spá til um hvernig viðraði um sumarið.
Til að mynda skiptu farfuglarnir þar máli. Helstu spáfuglarnir voru lóan og spóinn en næstir komu hrossagaukur og þröstur, síðan hrafn og máríátla.
Í bók Árna, „Saga daganna“, kemur fram að skiptar skoðanir voru um lóuna og töldu menn á sunnan- og vestanverðu landinu að lóan væri lítill spámaður og ills vita ef hún kom mjög snemma en norðan og austan var henni fagnað sem vorboða. Menn voru hins vegar sammála um að treysta mætti spóanum og öll stórhret mundu úti þegar hann heyrðist langvella. Aldrei fyrir 19. apríl og ekki eftir 25. apríl.
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að sumardagurinn fyrsti er í almanakinu talinn annar fimmtudagur eftir Leonisdag sem er 11. apríl hvert ár, eða með öðrum orðum fyrsti fimmtudagur eftir þann 18. Hann er því aldrei fyrr en 19. apríl og ekki síðar en þann 25. Á þessum tíma er hlýnun á vori komin vel í gang, meðalhiti 25. apríl er 0,3 stigum hærri en 19. apríl. Þó að svalt sé í veðri á þessum tíma er dagurinn vel valinn af forfeðrunum því um þetta leyti skiptir á milli kaldari og hlýrri hluta ársins. Sömuleiðis verða á þessum tíma árviss fjörbrot vetrarins í háloftunum yfir landinu og sumarið tekur við, þá dregur að jafnaði mjög úr afli veðurkerfa.“

Heimild:
-mbl.is, 17. apríl 2012 kl. 22.54.
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/17/gott_vedur_a_sumardaginn_fyrsta/

Baðsvellir
Frá því á fyrri hluta 20. aldar hefur áhugasamt fólk og félagasamtök reynt að rækta smáskóga á Reykjanesskaganum. Það hefur gengið þokkalega, sbr. skógana í Undirhlíðum, við Hvaleyrarvatn, Í Gráhelluhrauni, undir Háabjalla, á Baðsvöllum og í Sólbrekkum.

Skógur

Skógur.

Ísland meðal yngstu landa jarðar og það land Evrópu sem seinast byggðist. Önnur lönd voru numin löngu áður. Þetta eyland í Norður-Atlantshafi hafði að mestu einangrast með þeim tegundum plantna og dýra sem komust þangað í lok síðustu ísaldar. Engir stórir grasbítar lifðu í landinu og í meira en 13.000 ár fékk gróður að vaxa og dafna óáreittur af öðru en kaldtempraðri úthafsveðráttunni. Á seinni hluta tertíertímabilsins í jarðsögunni, fyrir 10-15 milljónum ára, ríkti heittemprað loftslag á þeim eyjum í Norður-Atlantshafi sem mynduðu landgrunn Íslands. Hér óx skógur í líkingu við þann sem nú er í suðausturhluta Bandaríkjanna. Fundist hafa steingervingar af um 50 ættkvíslum plantna frá þessum tíma, einkum trjáa. Af lauftrjám hafa hér verið magnolíutré, túlípantré, lárviður, valhnota, álmur, eik, hlynur, beyki, hesli, ölur og birki.

Barrtré

Barrtré.

Einnig hafa barrtré eins og stórviður, fenjatré, lerki, þinur, greni og fura vaxið hér á míósentímabilinu, sem lauk fyrir rúmum fimm milljónum ára. Á síðari hluti tertíertímabilsins fór loftslag kólnandi. Veðurfar hér hefur á þeim tíma verið temprað og flóran lík því sem nú er um vestanverða Mið-Evrópu. Kaldasti mánuður ársins hefur haft meðalhita um eða yfir 0°C. Á því tímabili höfðu barrskógar yfirhöndina.
Fyrir um þremur milljónum ára varð gagnger breyting á loftslagi og sjávarhita á norðurhveli jarðar. Ísöld tók við með sín jökulskeið og hlýskeið. Þá mynduðust í fyrsta sinn víðáttumiklir jöklar á Íslandi. Fæst tré þoldu loftslag jökulskeiðanna og skógarnir náðu ekki að rétta sig af á hlýskeiðum á einangraðri eyju eins og þeir gerðu á meginlöndunum. Steingervingar benda þó til þess að frá upphafi ísaldar og þar til fyrir rúmri einni milljón ára hafi fura, ölur, birki og víðir vaxið hér. En þá dó furan út og ölurinn fór sömu leið fyrir um 500.000 árum, á síðasta og kaldasta jökulskeiði ísaldarinnar.

Skógur

Skógur.

Á síðustu tveimur hlýskeiðum ísaldar hefur gróður hér verið orðinn svipaður og nú er, með birki og víði sem eina trjágróðurinn. Þó er líklegt að bæði einir og reynir hafi lifað af ísöldina. Loftslag á Íslandi virðist hafa verið fremur þurrt og hlýtt fyrir 9.000 árum. Vaxtarskilyrði birkis voru hin ákjósanlegustu og breiddist það út um landið. Þetta hlýviðrisskeið stóð í rúm 2.000. Þegar því lauk tók við svalara tímabil sem leiddi til stækkunar mýrlendis og votlendisplöntur sóttu á í flórunni. Kuldinn hélst í 2.000. Hið síðara birkiskeið hófst fyrir um 5.000 árum og stóð í 2.500 ár. Á því tímabili var veðurfar hér á landi afar gott og hefur aldrei verið betra síðan fyrir síðasta jökulskeið. Þá breiddist birkiskógur og kjarr út um allt land.

Birki

Birki.

Talið er að mestallt hálendi Íslands hafi þá einnig verið gróið. Þeir birkilurkar sem finnast víða í mýrum eru frá þessu tímabili. Einnig er talið að leifar birkiskóga, sem nú liggja hæst í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli, séu menjar af skógum þessa tíma.
Fimmhundruð árum fyrir Kristsburð kólnaði aftur. Birkiskógurinn hopaði aftur úr mýrlendinu og skógarmörk færðust neðar í fjallshlíðum. Þegar landnám hófst var skógurinn því farinn að hopa. Samt má merkja af frjókornarannsóknum og ýmsu öðru að þá fyrst fór að síga verulega á ógæfuhliðina.
Fyrstu landnemar Íslands hafa án efa heillast af ósnortinni náttúrunni sem tók á móti þeim. Írskir munkar, sem allt bendir til að hér hafi fyrst tekið land, áttu ekki að venjast slíku náttúrufari. Á Bretlandseyjum hafði kvikfjárrækt verið stunduð um aldir og skógar hopað fyrir graslendi. Munurinn var sjálfsagt ekki eins mikill fyrir víkingana frá Noregi, sem sögur herma að numið hafi hér land á 9. öld. Miðað við hve landið byggðist hratt hafa fréttir af þessari búsældarlegu eyju þó vakið mikla athygli. Auðæfi til lands og sjávar virtust óþrjótandi og auðvelt að draga björg í bú.

Skógur

Skógur.

Skógurinn sem tók á móti landnámsmönnum náði milli fjalls og fjöru þar sem jarðvegur var þurr. Þó að þetta hafi ekki verið hávaxinn skógur má leiða getum að því að víða hafi vaxið há og bein birkitré eins og enn finnast. Örnefni benda til þess að skógur hafi verið mestur á Suðurlandi, Vesturlandi, við Eyjafjörð, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Austurlandi, en minnstur á Vestfjörðum, við Húnaflóa og á Norðausturhorninu. Við búsetu manna tók allt vistkerfi landsins miklum breytingum. Rannsóknir á frjókornum í jarðvegi hafa leitt í ljós, að fljótlega eftir landnám fækkar birki- og víðifrjóum en grasfrjóum fjölgar hlutfallslega. Sömu rannsóknir sýna, að birkiskógur hefur náð hámarki sínu á Íslandi fyrir 4.000-2.800 árum en verið á niðurleið síðan með stórum afföllum á landnámsöld og 17. öld. Lengi hafa glöggir menn reynt að reikna út hversu stór hluti landsins hafi verið skógi vaxinn við landnám.
Rannsóknir og heimildir benda til þess að meira en 40.000 ferkílómetrar hafi verið huldir gróðri á 9. öld, eða um tvöfalt stærra svæði en nú er. Leiddar eru líkur að því að meira en helmingur þess lands hafi verið viði vaxinn. Mestur hefur skógur verið á láglendi, neðan 200 metra hæðar yfir sjávarmáli, en lágvaxið kjarr hefur teygt sig inn á hálendið upp í yfir 400 metra hæð. Þar sem vaxtarskilyrði hafa verið best, í botnum dala og skjólgóðum hlíðum, hafa birkitré náð góðum vexti og gefið af sér smíðavið. Víðar hefur þó verið lágvaxinn skógur og kjarr. Norrænir landnámsmenn voru vanir kvikfjárrækt og akuryrkju. Þeir ruddu skóg fyrir bæi sína og akra.

Skógur

Skógur.

Fornleifarannsóknir sýna að menn brenndu gjarnan skóginn þar sem bærinn átti að standa og umhverfis hann. Búfénaðurinn, sauðfé, nautgripir, svín og geitur, var látinn ganga sjálfala allt árið um kring í skjólgóðum skóginum en kjarr var sviðið til þess að rýma fyrir beitilandi og ökrum til kornræktar. Einnig munu landnemarnir hafa notað svonefnda sviðningsræktun sem tíðkaðist á Norðurlöndum, en þá var skóglendi brennt undir akra og síðan sáð í volga öskuna. Rauðablástur og járnsmíði var iðnaður sem víkingarnir þekktu vel til. Slíkt höfðu þeir stundað um aldir í Skandinavíu. Þeir komust fljótt að því að íslenski mýrarrauðinn var járnríkur og héldu því uppteknum hætti í nýja landinu. Til þess þurftu þeir mikið eldsneyti. Skógur var einnig höggvinn í byggingarefni fyrir skála og langeldar kyntir í þeim. Búfjárbeitin hefur þó átt drýgstan þátt í skógareyðingunni. Grasbítarnir sáu til þess að nýgræðingur ásamt öðrum botngróðri komst hvergi upp og vetrarbeitin gerði illt verra. Ari fróði Þorgilsson ritar Landnámu og Íslendingabók snemma á 12. öld, eða um 250 árum eftir landnám. Frásagnir beggja greina frá því, að í þá tíð sem land var numið hafi það verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi orð gefa til kynna að ekki sé lengur skógur í landinu svo nokkru nemi þegar þau eru rituð. Að skógurinn hafi eyðst að mestu á 250 árum er ekki ólíklegt. Íslenska birkið verður yfirleitt ekki meira en 200 ára gamalt og skógur sem er mikið beittur endurnýjar sig lítið. Því er ekki fráleitt að á fyrstu 250 árum Íslandsbyggðar hafi mönnum og búfénaði tekist að uppræta helming þess skóglendis sem var við landnám. Frjólínurit sýna að birkiskógurinn hefur látið á sjá fljótlega eftir að landnám hófst og sum héruð, eins og Húnaþing og Skagafjörður, snemma orðið skóglaus.

Skógur

Skógur.

Eyðing náttúruskógar á Íslandi er ekkert einsdæmi. Hið sama hefur átt sér stað um gjörvallan heim þar sem vestrænir menn hafa numið land. Slíkt gerðist á meginlandi Evrópu fyrir nokkrum þúsundum ára og endurtók sig bæði í N-Ameríku og á Nýja Sjálandi þegar Evrópubúar fluttust þangað með húsdýr sín. Við landnám höfðu skógar náð hvað mestum þroska við forn sjávarmörk og ofan þeirra. Jarðvegurinn á þeim svæðum var laus í sér, samsettur úr aðfluttri bergmylsnu blandaðri ösku- og vikurlögum. Um leið og skógurinn hvarf opnaðist svörðurinn og þar með átti vindurinn greiða leið að fokgjörnum jarðveginum.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Þegar lauf trjánna hlífði ekki lengur jörðinni fyrir regni og trjáræturnar bundu ekki lengur jarðveginn fór vatnið að rjúfa gróðurþekjuna og undirlag hennar. Í stórrigningum og hlákum braut vatnið smátt og smátt niður þau frjósömu lög sem alið höfðu tré og annan gróður. Moldin skolaðist burt með leysingarvatninu. Skriður í hlíðum, grjóthálsar og berir melar tóku við af gróðursæld óspilltrar náttúru. Þrátt fyrir að meðferð manna hafi ráðið mestu um afdrif skóga á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, áttu náttúruöflin einnig sinn þátt í þeim. Náttúruöflin sem skópu landið voru enn að. Kunnar eldstöðvar skipta tugum og frá landnámsöld hafa 150 eldgos breytt ásýnd landsins með öskufalli og hraunrennsli. Jöklar og ár brjóta niður og hafið sverfur strendur. Þá hafa rannsóknir sýnt að veðurfar var fremur gott á landnámsöld og lofthiti svipaður og á tímabilinu 1920-1950. Á fyrri hluta 13. aldar tók hitastigið hins vegar að lækka og köld veðrátta hélst allt fram undir lok 19. aldar. Kaldast varð á 17. öld.Heimild m.a.:
-www.skogur.is

Fossárrétt

Fossárrétt eldri – þakin skógi.

Stapafell

Í Náttúrufræðingnum 1990 er m.a. fjallað um Rauðamel á milli Grindavíkur og Njarðvíkna.
Raudamelur-21„Reykjanesskagi er mjög mótaður af eldvirkni, en eftir skaganum endilöngum liggur 50-60 km langt gosbelti sem stefnir um það bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar sprungureinar með stefnu 30-40° NA og þar er eldvirkni og upphleðsla hvað mest á nesinu, einkum um miðbik sprungureinanna (Kristján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson 1980). Gosbeltið á Reykjanesi er í beinu framhaldi af Reykjaneshrygg, en Reykjanes-Langjökulsrekbeltið stóðst ekki á við hrygginn, sem hliðrast austur eftir skaganum (Haukur Jóhannesson 1980).
Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri:
1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum ísaldar eða íslausum svæðum á jökulskeiðum, en þau eru öll rétt segulmögnuð og því yngri en 780 þúsund ára (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).
Raudamelur-21Elsta bergið á skaganum er raunar mun yngra, en það er talið um 500 þúsund ára gamalt í nágrenni Reykjavíkur (Haukur Jóhannesson 1998). Grágrýtið er að mestu leyti myndað við dyngjugos og er einkum á þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og Vogaheiði, Krýsuvíkurheiði og svæðinu milli Lönguhlíðar og Undirhlíða. Nýlega hafa fundist setlög með sædýraleifum á töluverðu dýpi í borholum á jarðhitasvæðinu á vestanverðu Reykjanesi, sem sýnir að setlög frá hlýskeiðum eða hlýindaköflum á jökulskeiðum eru neðar í staflanum á milli grágrýtislaga (Bjarni Richter, munnlegar uppl. 1999).
2) Móberg myndað á jökulskeiðum ísaldar myndar nærri allt hálendi skagans og er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsund ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í Brennisteinsfjöllum og Lönguhlíð, Bláfjöllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum vestar á nesinu, t.d. Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Stapafell.
Raudamelur-23Móbergið er að mestu myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum, en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó verið mynduð við gos í sjó. Móbergsmyndanirnar virðast yngri eftir því sem vestar dregur á nesinu (Jón Jónsson 1984).
3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur úr pikrítbasalti, en þær eru taldar 11.000-13.000 ára, þá eru stórar ólivínbasalt-dyngjur, taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru sprunguhraun yngri en 8.000 ára, en þau eru flest af þóleiítgerð (Jón Jónsson 1978, Sveinn Jakobsson o.fl. 1978). Dyngjuhraunin eru ávallt helluhraun en sprunguhraunin oftast apalhraun.
raudamelur-254) Setlög frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja aðeins lítinn hluta af yfirborði Reykjanesskaga. Þau eru aðallega af þrenns konar uppruna. Í fyrsta lagi gjall og gosaska myndað við eldgos, aðallega á nútíma; þá strandmyndanir tengdar hærri sjávarstöðu í ísaldarlok og lágri stöðu landsins sökum jökulfargs á síðasta jökulskeiði; loks eru hér og þar laus jarðlög, foksandur, fjörusandur, veðrunarset, aurkeilur og skriður, myndað við veðrun og rof í lok síðasta jökulskeiðs og á nútíma.
Rauðamelur er rúmlega 3 km langur melur norðaustur af Stapafelli á vestanverðum Reykjanesskaga. Yfirborð hans er í 20-35 m hæð yfir sjó og yfirborðsflatarmál um 2,1 km2 (Gunnar Birgisson 1983), en áætlað rúmmál er um 10 milljón m3 (Trausti Einarsson 1965). Þykkt Rauðamels er samkvæmt Gunnari Birgissyni (1983) um 10 m að norðaustanverðu, en við Stapafell er hún um 20 m.
Raudamelur-26Út frá mældum jarðlagasniðum nyrst og syðst í melnum ætlar hann að meðalþykkt eftir miðás sé um 15 m. Trausti Einarsson (1965) og Jón Jónsson (1978) töldu aftur á móti að þykkt melsins væri vart meiri en 6-8 m.
Setlögin í Rauðamel skiptast í fjórar myndanir. Neðri hluti melsins er um 10 m þykk víxl og skálaga sand- og malarmyndun, sem hvílir annaðhvort mislægt á jökulrákuðu hraunlagi eða jökulbergi, og stefna jökulrákir á hraunlaginu í norðvestur (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Nyrst í melnum er jökulbergslagið í 27 m y.s. en syðst í 10 m y.s. og liggur það líklega eftir honum endilöngum (Gunnar Birgisson 1983).
raudamelur-27Neðsti hluti sand- og malarsyrpunnar er víxl- og skálaga, en samlægt ofan á honum er skálaga sandur og möl með vaxandi kornastærð upp á við. Ofarlega í þessari myndun fannst hryggjarliður úr hval og er aldur beinsins um 35.000 ár BP (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Mislægt ofan á sandinum og mölinni er víða jökulbergslag, allt að 3 m þykkt. Á einum stað má sjá að áður en jökulbergslagið myndaðist hefur hraun lagst að og yfir hluta setsins, en hraunið er jökulrákað með stefnu ráka til norðvesturs. Mislægt ofan á og utan í jökulbergslaginu er að lokum um 3,5 m þykk sand- og malarmyndun, en neðst í henni fundust nokkrar hrúðurkarla- og samlokum skeljar. Einnig fundust þar leifar snigilsvamps og verður honum nánar lýst hér á eftir. Skeljarnar voru allar varðveittar inni undir slútandi vegg jökulbergsins, sem virðist hafa myndað eins konar hlíf yfir þær og þannig hindrað að t.d. kolsúrt vatn næði til þeirra í eins miklum mæli og annars staðar í setinu. Samt eru þær nokkuð eyddar og uppleystar. Þegar lengra kemur frá þéttu jökulberginu út í setið sjást engar skeljaleifar og má gera ráð fyrir að þar séu þær uppleystar og horfnar, enda hefur yfirborðsvatn átt þar greiðari aðgang að þeim um grófkornótt setið. Sýni úr hrúðurkarli var aldursgreint með geislakolsaðferð og reyndist aldurinn vera 12.600 ± 130 ár BP (Haukur Jóhannesson o.fl. 1997). Efst í melnum er jarðvegur og jarðvegsblönduð möl og er meðalþykkt lagsins um 60 cm, en víðast þarf að moka u.þ.b. einn metra ofan af melnum til að losna við mold úr mölinni (Gunnar Birgisson 1983).
raudamelur-28Í Rauðamel eru jökulbergslögin tvö ummerki um framrás jökla á kaldari tímum á síðasta jökulskeiði. Sand- og malarsyrpurnar benda hins vegar ótvírætt til mildari umhverfisaðstæðna með minni jöklum, hærri sjávarstöðu og upphleðslu setlaga í fjörum eða neðan fjörumarka. Á fyrra kuldatímabilinu var svæðið hulið jökli. Þegar mildara tímabilið hófst hörfaði jökullinn og setlög hlóðust upp við eða skammt neðan sjávarmáls. Á þessu tímabili, fyrir um 35.000 árum, bar hvalur beinin við Rauðamel. Þessi mildi tími gæti svarað til hlýindakafla sem kenndur er við Álesund í Noregi (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999). Í lok tímabilsins rann hraun að og yfir hluta setsins. Á síðara kalda tímabilinu gekk jökull aftur norðvestur yfir svæðið. Er jökullinn hörfaði á ný hækkaði sjávarborð þar til það náði um 70 m hæð yfir sjó eins og sjá má á Vogastapa (Sigmundur Einarsson 1977). Þá hlóðust upp setlög á grunnsævi og við strönd og er sjávarsetið í efri hluta Rauðamels, í 20-35 m hæð yfir sjó, hluti af þeirri setmyndun. Að lokum féll sjór af svæðinu og hraun frá nútíma lögðust upp að og að hluta til yfir melinn (Hreggviður Norðdahl og Þorsteinn Sæmundsson 1999).
Stapafell-2Trausti Einarsson (1965) gerði grein fyrir myndunarháttum og uppruna setlaga í Rauðamel og ályktaði, út frá því hversu ólivínríkt setið er og hvernig lagskiptingu þess er háttað, að það væri komið úr suðvestri frá Stapafelli. Þegar litið væri á hæð melsins yfir umhverfið, lögun myndunarinnar og hreinleika efnisins væri melurinn líklegast forn sjávargrandi sem myndast hefði við hærri sjávarstöðu en nú er. Hann taldi hæð melsins falla allvel að hæð fjörumarka á Miðnesi og efstu fjörumarka í Reykjavík í 43 m hæð yfir sjó og að sjór hefði umlukið Stapafell í lok síðasta jökulskeiðs og rofefni úr því, og ef til vill einnig úr Súlum og Sandfelli, hefðu borist norður á bóginn með straumum og ölduróti, einkum í sterkum sunnanáttum. Trausti benti á að nútímahraun hafa runnið upp að melnum og sums staðar yfir hann og hann furðaði sig á því að myndunin skyldi ekki hafa kaffærst í hraunum miðað við allan þann fjölda hrauna sem runnið hefur á nútíma á skaganum. Því dró hann þá ályktun að setmyndunin hlyti að vera mun víðáttumeiri en sést á yfirborði nú og einnig að svipuð myndun væri undir nútímahraunum við Þórðarfell.

Stapafell-3

Jón Jónsson (1967) var sammála Trausta um að efnið í Rauðamel sé ólivínríkt og líklega að langmestu leyti komið úr Stapafelli, en benti þó á að við smásjárskoðun á sandi hafi fundist talsvert af bergmolum sem innihalda spínil, en þeir hafa ekki fundist í Stapafelli. Hann taldi þetta benda til annars uppruna en eingöngu úr Stapafelli og varð einnig litið til Sandfells sem líklegs upprunastaðar setsins. Jón áleit einnig að Rauðamelur væri malar- og sandgrandi myndaður í lok síðasta jökulskeiðs og taldi sjávarstöðu þá hafa verið um 70 m hærri en nú (Jón Jónsson 1984).
Freysteinn Sigurðsson og Sigurður G. Tómasson (1977) töldu setlögin í Rauðamel 20-30 metra þykk og gerð úr skálaga sandi og möl. Efnið í setlagasyrpunum í neðri hluta melsins álitu þeír komið úr Stapafelli, en ofan á því fundu þeir jökulberg og jökulsorfið hraun og efst grófari malarlög með hnullungalagi úr pikríti sem líklega hefur verið úr Lágafelli sunnan Þórðarfells.
Stapafell-4Gunnar Birgisson (1983) gat um tvö jökulbergslög sem hann nefnir hið eldra og hið yngra. Eldra lagið fann hann á fjórum stöðum í sunnan- og norðaustanverðum melnum og það yngra í miðjum melnum, en þó aðallega í honum norðaustanverðum. Gunnar greindi á milli þessara tveggja jökulbergslaga á þann veg að grunnur yngra lagsins væri brúnleitur og gerður úr nokkuð grófkorna móbergsgleri en grunnur eldra lagsins gráleitur, siltríkur og mun fínkornóttari. Hann gat þess líka að molar úr eldra jökulberginu væru hér og þar í því yngra. Jafnframt benti hann á að ef allt efnið í Rauðamel væri komið úr Stapafelli þá hefði fellið þurft að vera tvisvar sinnum stærra en það er nú til þess að geta gefið af sér þetta efnismagn. Gunnar taldi einnig að hér væri um granda að ræða.
Þorsteinn Sæmundsson (1988) taldi út frá stefnu jökulráka bæði í melnum og utan við hann, svo og stefnu langáss korna í efra jökulbergslaginu, að jökull hefði skriðið ofan af fjalllendi skagans til norðvesturs. Efnið í setlagasyrpunum hefði borist með jökli, einkum með leysingarvatni hans, og hlaðist upp við eða skammt framan við jökuljaðar sem náði í sjó fram rétt austan við núverandi Rauðamel. Hann benti á að í Rauðamel sé svipað eða sama efni og finnist víða á svæðinu, meðal annars í Stóra Skógfelli suðaustan við melinn, en víst er að jökull fór yfir það svæði. Þetta gæti skýrt breytileikann í setgerð upp eftir neðri setlagasyrpunni, svipaða setmyndun bæði undir og ofan á jökulberginu og breytileikann í hallastefnu setlaganna í melnum. Hér er einnig gert ráð fyrir að sjór hafi að mestu leyti mótað núverandi lögun hans. Þannig hafa komið fram a.m.k. tvær tilgátur um uppruna Rauðamels. Líklega hefur Rauðamelur að miklu leyti myndast sem grandi, en ljóst er að rétt eftir að efra jökulbergslagið myndaðist hefur sjávarstaða á svæðinu verið nokkru hærri en núverandi yfirborð melsins. Eins og áður hefur komið fram hafa fundist þar leifar sjávardýra sem nú lifa hér við land á grunnsævi á meira en 13 m dýpi.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 60. árg., 3.-4. tbl., 1990, Ólöf E. Leifsdóttir og Leifur A. Símonarson, bls. 145-152.

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Viðfangsefni FERLIRs er og hefur verið “landnám Ingólfs”, þ.e. allt tiltekið (og afmarkað) svæði landsins í vestur frá Hvalfjarðarbotni og Ölfusárósum.
 Á vefsíðunni er þegar að finna áhugaverðar upplýsingar um mjög nærtæka staði (í u.þ.b. 20 mínútna fjarlægð íbúanna, ef sjálfrennireiðin er notuð). Úrvalið er ótrúlegt. Sagan spannar tímabilið allt frá landnámi til nútíma. Vanþekkingin ein hefur hingað til takmarkað áhuga njótendanna. Þeir, sem þekkja til, vita að varla verður þverfótað fyrir mannvistarleifum og sagnastöðum á svæðinu. Fornleifarnar eru hin áþreifanlegu tengsl okkar við forfeður og -mæður okkar – líkt og hin verðmætu handrit, sem varðveitt eru bæði vel og vandlega. Líklega geta fá önnur landssvæði (og þá er átt við allt Ísland) státað af gagnmerkari upplýsingaveitu um sögu sína og áþreifanlegar minjar og finna má á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.

 

Landnáma

„Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur andaðist sjö hundruð þrjátigi og fimm árum eftir holdgan dróttins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Norðmönnum.

Landnám En áður Ísland byggðist af Noregi, voru þar þeir menn, er Norðmenn kalla papa; þeir voru menn kristnir, og hyggja menn, að þeir hafi verið vestan um haf, því að fundust eftir þeim bækur írskar, bjöllur og baglar og enn fleiri hlutir, þeir er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn. Enn er og þess getið á bókum enskum, að í þann tíma var farið milli landanna.

Þá er Ísland fannst og byggðist af Noregi, var Adríánus páfi í Róma; þá var Haraldur hárfagri konungur yfir Noregi.

Svo segja vitrir menn, að úr Noregi frá Staði sé sjö dægra sigling í vestur til Horns á Íslandi austanverðu, en frá Snæfellsnesi, þar er skemmst er, er fjögurra dægra haf í vestur til Grænlands. En svo er sagt, ef siglt er úr Björgyn rétt í vestur til Hvarfsins á Grænlandi, að þá mun siglt vera tylft fyrir sunnan Ísland. Frá Reykjanesi á sunnanverðu Íslandi er fimm dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi (í suður; en frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er) fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn.

Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna sumir til Naddodd víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið. Þeir gengu upp í Austfjörðum á fjall eitt hátt og sáust um víða, ef þeir sæju reyki eða nokkur líkindi til þess, að landið væri byggt, og sáu þeir það ekki.

Landnám

Þeir fóru aftur um haustið til Færeyja; og er þeir sigldu af landinu, féll snær mikill á fjöll, og fyrir það kölluðu þeir landið Snæland. Þeir lofuðu mjög landið.

Þar heitir nú Reyðarfjall í Austfjörðum, er þeir höfðu að komið. Svo sagði Sæmundur prestur hinn fróði.

Landnám

Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús.

Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá

honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík.
Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru.

Flóki Vilgerðarson hét maður; hann var víkingur mikill; hann fór að leita Garðarshólms og sigldi þar úr er heitir Flókavarði; þar mætist Hörðaland og Rogaland. Hann fór fyrst til Hjaltlands og lá þar í Flókavogi; þar týndist Geirhildur dóttir hans í Geirhildarvatni. Með Flóka var á skipi bóndi sá, er Þórólfur hét, annar Herjólfur. Faxi hét suðureyskur maður, er þar var á skipi.

Landnám

Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló í loft upp og aftur til skips; hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landið. Þeir komu austan að Horni og sigldu fyrir sunnan landið.

En er þeir sigldu vestur um Reykjanes og upp lauk firðinum, svo að þeir sáu Snæfellsnes, þá ræddi Faxi um: „Þetta mun vera mikið land, er vér höfum fundið; hér eru vatnföll stór“. Síðan er það kallaður Faxaóss.

Landnám

Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð og tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Vor var heldur kalt. Þá gekk

 Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið.

Þeir Flóki ætluðu brutt um sumarið og urðu búnir litlu fyrir vetur. Þeim beit eigi fyrir Reykjanes, og sleit frá þeim bátinn og þar á Herjólf; hann tók þar sem nú heitir Herjólfshöfn. Flóki var um veturinn í Borgarfirði, og fundu þeir Herjólf. Þeir sigldu um sumarið eftir til Noregs.

Og er menn spurðu af landinu, þá lét Flóki illa yfir, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið; því var hann kallaður Þórólfur smjör.

Landnám

Björnólfur hét maður, en annar Hróaldur; þeir voru synir Hrómundar Gripssonar; þeir fóru af Þelamörk fyrir víga sakir og staðfestust í Dalsfirði á Fjölum. Sonur Björnólfs var Örn, faðir þeirra Ingólfs og Helgu, en Hróalds son var Hróðmar, faðir Leifs.
Þeir Ingólfur og Leifur fóstbræður fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, og er þeir komu heim, mæltu þeir til samfara með sér annað sumar.

En um veturinn gerðu þeir fóstbræður veislu sonum jarlsins. Að þeirri veislu strengdi Hólmsteinn heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, en Leifur roðnaði á að sjá, og varð fátt um með þeim Hólmsteini, er þeir skildu þar að boðinu.

Þá fóru þeir Leifur í hernað. En um veturinn eftir fór Hersteinn að þeim Leifi og vildi drepa þá, en þeir fengu njósn af för hans og gerðu mót honum. Varð þá enn orusta mikil, og féll þar Hersteinn. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.

Landnám

En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeim virðist landið betra suður en norður. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.

Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og fann þar jarðhús mikið. Þar gekk hann í, og var myrkt, þar til er lýsti af sverði því, er maður hélt á. Leifur drap þann mann og tók sverðið og mikið fé af honum; síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Hjörleifur herjaði víða um Írland og fékk þar mikið fé; þar tók hann þræla tíu, er svo hétu: Dufþakur og Geirröður, Skjaldbjörn, Halldór og Drafdittur; eigi eru nefndir fleiri. En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.

Þenna vetur fékk Ingólfur að blóti miklu og leitaði sér heilla um forlög sín, en Hjörleifur vildi aldri blóta. Fréttin vísaði Ingólfi til Íslands.

Landnám

Eftir það bjó sitt skip hvor þeirra mága til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra, og lögðu til hafs, er þeir voru búnir.

Sumar það, er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi; þá var liðið frá upphafi þessa heims sex þúsundir vetra og sjö tigir og þrír vetur, en frá holdgan dróttins átta hundruð (ára) og sjö tigir og fjögur ár.

Þeir höfðu samflot, þar til er þeir sá Ísland; þá skildi með þeim.

Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.

Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fékk hann vatnfátt. Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nítján. Hjörleifur sat þar um veturinn.

Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðendi; hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs.

Eftir það fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan.

Landnám

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn; fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir, og hljóp sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.

Þeir Ingólfur höfðu með sér konur þeirra, er myrtir höfðu verið; fóru þeir þá aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.

Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.“

Getur verið að þá og þegar hafi fólk staðið á ströndinni þar sem Reykjanesskaginn er nú og horft forvitnum augum á skip Ingólfs þar sem því var siglt skammt utan við á leið hans til Reykjavíkur?

Heimild m.a.:
-http://anamnese.online.fr/islensk/textesis3.html

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Girðingarrétt

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð (Strandarhelli og Bjargarhelli) að Ólafarseli, upp á Vörðufell að Vörðufellsréttinni, í Vindássel og Eimuból, upp í Hellholt og að Girðingarréttinni (Selvogssréttinni gömlu). Þaðan var ætlunin að halda niður í Staðarsel undir Svörtubjörgum og skoða nokkrar óþekktar tóftir í bakaleiðinni um heiðina. Séra Eiríkur Magnússon á Vogsósum fylgdi ferðalöngunum um heiðina.
Vordufellsgata-21Á 
 leiðinni var gengið fram á óþekktar mannvistarleifar á nokkrum stöðum og þó einkum á einum milli Vindássels og Staðarsels. Þar reyndust vera hús, líklega selstöður, á fjórum stöðum, stórt fjárskjól með miklum fyrirhleðslum og stór hellir með hlöðnum niðurgangi og fyrirhleðslu er niður var komið. Botninn var rennisléttur svo sæmandi væri hverju öðrum samkomustað. Telja verður að þarna hafi 2-3 bæir (hjáleigur) frá Strönd hafst sameiginlega selstöðu í heiðinni um skamman tíma fyrir nokkrum öldum.
Strandarhelir-21Sama verður sagt um Staðarselið. Í því eru fimm  hús; eitt greinilega stærst og annað greinilega nýjast. Alllangur stekkur er þar til hliðar, fjárhellir sunnar og fleiri minni tóftir og brunnstæði vestar. Telja verður líklegt að þarna hafi prestssetrið haft selstöðu undir það síðasta. Annað hvort eru þetta hús frá mismunandi tíma eða að fleiri Strandarbæir hafi haft þarna selstöðu, sem telja verður líklegt, en á Strandartorfunni voru allnokkrar hjáleigur á síðari öldum.
Strandarselið (sem jafnan hefur verið Olafarsel-21nefnt Staðarsel, væntanlega eftir prestsstaðnum) er á mjög fallegu, sléttu og grónu graslendi efst og suðaustan undir Svörtubjörgum. Þaðan er víðsýnt til vesturs sem og heim að bæ í suðsuðvestri.
Í Hellholti eru greinilega smalaskjól. Gólf hafa verið slétt og hlaðið fyrir op skúta (hella). Varða er á norðvesturbrún Hellholts, greinilega markavarða.

Suðvestan undir Vörðufelli er greinilega gleymd forn fjölfarin gata. Hún mætir Selvogsgötunni (Suðurferðavegi) milli Strandarhæðar og Selvogsheiðar (Strandarheiðar). Þessi gata virðist hafa verið fjölfarnari en hin, en ástæðan gæti hafa verið fjárrekstrar frá réttum þeim er hér koma við sögu.

Hnúkar rísa eins og steingerð tröll efst á Selvogsheiði. Heiðin er dyngja en erfitt er að átta sig á því Vordufell-22nema með því að skoða landakort. Á Vörðufelli er gamla lögrétt Selvogsbúa, Vörðurétt eða Selvogsrétt. Hún er fallega hlaðin, hringlaga almenningur austast, innan dráttur og dilkar um kring. Notkun hennar var hætt árið 1924.
Suðvestan undir Vörðufelli er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt suðaustan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.
Í þjóðsögunni „Vörðurnar á Vörðufelli“ segir m.a.: „Sagt er að ræningjar hafi komið á land ekki langt frá Krýsuvík. Komu þeir gangandi og stefndu fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var sendur maður til séra Eiríks prests, sem fór með honum og er þeir sáu heim að bænum þá hafði ræningjaflokkurinn numið staðar á hóli nokkrum fyrir sunnan kirkjuna í Krýsuvík og börðust í ákafa svo þeir drápust fyrir vopnum sjálfra sín, en komust aldrei heim að bænum.
Nokkru Vordufell-21seinna fór prestur austur á Selvogsheiði og nam staðar á felli einu lágu, hann byggði upp margar vörður og sagði að meðan nokkur varðan stæði mundi Selvogurinn ekki verða rændur. Heitir fellið síðan Vörðufell.“

Í þjóðsögunni „Eiríksvarða og Vörðufell“ segir m.a.: „Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða, hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Eiríkur sagði að Selvogur mundi ekki verða rændur á meðan varðan stæði. Margar vörður hlóð hann á hæð þeirri er heitir Vörðufell, ránsmönnum þeim sem fóru um landið sýndist að herflokkar væru þar sem vörðurnar voru, en þær standa í röðum og eru um þrjátíu talsins og allar eru þær með klofi.“

Vordufell-23Margt hefur verið ritað um séra Eirík. M.a. skrifaði Konráð Bjarnason eftirfarandi um hann í Lesbók Morgunblaðsins 1997: „Séra Eiríkur Magnússon varð eftirmaður séra Gríms Ingimundarsonar að Strönd, en með búsetu að Vogsósum. Um hann þyrlaðist upp mikið moldviðri þjóðsagna, sem erfitt hefur reynst að kveða niður.
Séra Eiríkur Magnússon var fæddur 1638, sonur Magnúsar Eiríkssonar lögréttumanns að Njarðvíkum í Gullbringusýslu og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur bónda í Reykjavík á Seltjarnarnesi, Oddssonar. Yngri bróðir séra Eiríks var Jón Magnússon lögréttumaður að Marteinstungu í Holtum fæddur l642. Afi þeirra var Eiríkur Magnússon lögréttumaður að Djúpadal í Skagafirði fæddur um 1575. En langafi hans var Jón Arason skáld og biskup að Hólum í Hjaltadal fæddur 1484. Séra Eiríkur á Vordufell-24Vogsósum var því í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni kominn.
Öllum ber saman um að séra Eiríkur hafi frá unga aldri alist upp og lært undir Skálholtsskóla hjá séra Jóni Daðasyni í Arnarbæli Ölfusi. Séra Jón Daðason í Arnarbæli var maður vel að sér, lögvís, náttúrufróður, búhöldur góður og eignaðist fjölda jarða. En hann var haldin þeim veikleika margra sautjándu-aldarmanna, að hægt væri að virkja ill öfl og senda þau óvildarmönnum. Séra Jón Daðason varð bráðkvaddur á túninu í Arnarbæli 13. janúar 1676, þá sjötugur að aldri.
Þann 31. maí 1668, var séra Eiríkur Magnússon vígður af Brynjólfi biskupi í Skálholti Sveinssyni aðstoðarprestur séra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, samkvæmt kappelláns köllun frá honum og var vígslubréf séra Eiríks gefið út samdægurs, 31. maí 1668 í Skálholti.
Selvogsmönnum var fullljóst við áramót 1676-7, að þeir þyrftu nú þegar prest til Strandar- og Krýsuvíkursókna, vegna þess hve séra Grímur prestur þeirra að Strönd Ingimundarson var langt leiddur í ólæknandi sjúkdómi sínum. Þeir hafa þegar notið þjónustu séra Eiríks Magnússonar og þekktu mannkosti hans og sækja fast og með lagni að koma honum til embættis að Strönd, með því að fá prófastinn í Gaulverjabæ séra Torfa Jónsson til liðs við sig. En honum er það ljúft, einkum vegna þess að hann nýtur nú Selvogssveitar eftir að frændi hans Brynjólfur biskup arfleiddi hann að skipi sínu og sjóbúð innan við malarkamp Strandar, ásamt uppsátri.

Vindassel-21

Þann 25. febrúar 1677 var að Strönd í Selvogi séra Eiríkur Magnússon kallaður til prests að Strönd og Krýsuvík. Veitingabréf séra Eiríks fyrir Selvogsþingum var gefið út af Þórði Þorlákssyni biskupi og dagsett í Skálholti 5. mars 1677.
Þegar séra Eiríkur tekur við embætti sínu í Selvogssveit fer hann að Vogsósum við Hlíðarvatn. Þar hafa Selvogsprestar haft ábýlisréttindi frá trúarsiðskiptum, en jarðareigendur eru kirkjustaðurinn að Strönd og Strandarkirkja á meðan Strönd er enn í byggð.
Séra Eiríkur verður því ábúandi að Vogsósum, en vegna þess að hann er einhleypur og lítt gefin fyrir búskaparvafstur leigir hann í ábúandarétti sínum fjölskyldubónda, næra allan búskaparmöguleika jarðarinnar með sérsamningi þeirra í millum. Þegar séra Eiríkur kemur i Selvogsbyggð eru þar 42 búendur (vegna gjöfulla fiskislóða upp að sjávarströnd með lendingarvörum). Þá enn 7 búendur á höfuðbólinu Strönd. Það kom í hlut séra Eiríks að jarðsyngja starfsbróður sinn séra Grím Ingimundarson á árinu 1678.

Eimubol-21

Séra Eiríkur verður þolandi þess að sjá höfuðbólið Strönd fara í eyði á tíunda áratug 17. aldar og sandágang teygja sig upp að Strandarkirkjugarði. En án vafa hefur séra Eiríkur notið kyrrðar og friðar á bökkum hins gjöfula veiðivatns og við mófugla- og beitilandsheiðina, er teygðist upp að Hlíðarfjalli og brekkum. Hann er afkomutryggður emættismaður í húsmennsku og nýtur góðhesta sinna á reiðgötu undir Herdísarvíkurfjalli og Geitahlíð á leið til útkirkju sinnar í Krýsuvík, sem og hinnar litríku kaupstaðarleiðar yfir Grindarskörð til Hafnarfjarðar.
Árið 1688, þann 20. maí, fól Þórður biskup séra Eiríki á Vogsósum, að taka út Stað í Grindavík af séra Rafni Ólafssyni og setja þar inn séra Stefán Hallkelsson.

Hellholt-21

Þetta verk leysti séra Eiríkur fljótt og vel af hendi. En frá þessu verki hafði biskup orðið að ganga árið áður, með því að séra Rafn neitaði að láta af hendi kirkjulyklana við biskup sjálfan. En séra Rafn hafði það eitt brotið af sér við kirkjuvald að hann neitaði að halda kóngsbænadag sem lögboðinn var á árinu 1686.
Með tilliti til manntalsins 1703 er sýnt að laust fyrir aldamót 1700 hafa ung hjón í frumbúskap sínum tekið við Vogsósabúi í ábúð séra Eiríks. Þau voru Jón Jónsson fæddur 1677 og kona hans Helga Gísladóttir honum fjórum árum eldri. Yngri dóttir þeirra Vigdís var fædd 1700 og varð móðir Jóns Halldórssonar lögréttumanns að Nesi, fyrri manns Rannveigar Filippusdóttur, er átti að seinni manni Bjarna Sívertsson dbrm. og kaupmann í Hafnarfirði.
Hellholt-22Samkvæmt jarðabók Árna og Páls 1706 er ljóst að Jón bóndi að Vogsósum hefur gott kúa- og fjárbú, ásamt hlunnindum jarðar í selveiði, fjörureka og eggjatöku. Þar kemur fram, að jörðinni fylgja þrjú leigukúgildi og af þeim greiðir bóndi með smjöri til prests og að hluta til jarðareigenda, en landskuld af allri jörðinni greiðist til prests inná reikning jarðeiganda. Bóndinn hefur þá sjö kýr, kvígu og kálf, að auki prestsins tvær eigin kýr. Þá hefur sóknarpresturinn séra Eiríkur Magnússon herbergi fyrir sjálfan sig og einn þjónustukvenmann og forsorgar sig og hana á eigin kosti (þjónustustúlka séra Eiríks árið 1703 var Oddný Ólafsdóttir þá 29 ára en, séra Eiríkur 65 ára).

Girdingarrett-23

Meðal hinna mörgu sjávar- og landbænda í Selvogssveit fyrir aldamót 1700 voru Páll Björnsson bóndi og lögréttumaður að Bjarnastöðum, fæddur að Teigi í Fljótshlíð og afkomandi Önnu á Stóruborg. Dóttir hans Guðrún átti Bjarna Sigurðsson bónda í Nesi albróður Péturs einnig bónda þar afa Bjarna riddara í Hafnafirði. Svo og Jón Jónsson óðalsbóndi og skáld að Nesi, fæddur laust fyrir 1630. Hann orti „Sveitarbrag“ á árabilinu 1677­80, og margt sálma, kvæða og gátna. Hann var vel metinn maður á sinni tíð, átti Nes og bjó þar til dánardægurs. Hann var talinn fornlyndur og trygglyndur og hélt við hinni fornu Neskirkju. Um hana segja þeir Árni og Páll í jarðabók l706, að enn fari þar fram altarisþjónusta fyrir heimilisfólk í Nesi, en tíundir allar komnar undir Strönd. Embættisgerðir þessar í hinni fornu Neskirkju hafa því komið í hlut séra Eiríks að Vogsósum, enda bað Jón óðalsbóndi séra Eirík um að sjá til þess að hann yrði jarðsettur í Neskirkjugarði.

Svortubjorg-21

Í byrjun mars 1702, lést Jón skáld og óðalsbóndi að Nesi í hárri elli. Skrifar séra Eiríkur þá Jóni biskupi Vídalín bréf og skýrir honum frá því að Jón hafi beiðst þess að vera grafinn í Nesi. Í svarbréfi Jóns biskup til séra Eiríks 23. mars 1702. Kemur fram eftirfarandi: „Þar er nú enginn nýlega greftraður (í Neskirkjugarði), og engin skikkun (regla) finnst fyrir um kirkjugarðinn.“ Leyfir Jón biskup að „sá erlegi heiðursmann Jón Jónsson, sem var að Nesi, megi grafast þar innan kirkju á sinni heimilis- og eignarjörð.“ Þar undir kirkjugólfi í Neskirkju jarðsetti séra Eiríkur Jón Jónsson vin sinn og þar var síðar við hlið hans lögð til hinstu hvíldar Guðrún Jónsdóttir, ekkja hans.

Eiríksvarda-2

Skömmu síðar sama árs bar það til tíðinda á Nesþingi í Selvogi 15. maí 1702, að þar var hýddur N.N. meðal annnars fyrir stuld frá séra Eiríki á Vogsósum á hálfum fjórðungi smjörs, tvennum leðurskæðum og malpoka, er hann hafði tekið úr læstu húsi gegnum vindauga (loftop). Staðreynd þessi er ekki hliðholl þjóðsögum um að séra Eiríkur á Vogsósum hafi skotið hlífiskildi yfir sakamenn. Eftir 1708 er séra Eiríkur á áttræðis aldri og gegnir án aðstoðar báðum sóknum sínum.
Síðasta vitneskja um séra Eirík á lífi er samkvæmt dr. Hannesi Þorsteinssyni 1. desember 1716. Þá bað Jón Vídalín biskup séra Árna Þorleifsson prest í Arnarbæli að messa á Strönd einhvern hátíðisdaginn á jólum með því að hann hafi heyrt, að séra Eiríkur væri lasburða af elliburðum og tilfallandi veikleika. Þann 14. desember 1716 segir Jón biskup í bréfi til séra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli (hann varð prófastur í Árnesþingi) að nú sé séra Eiríkur á Vogsósum látinn og sjái hann um hinstu athöfn.

Eirksvarda-3

Dr. Hannes Þorsteinsson ályktar því að séra Eiríkur hafi dáið snemma í desember fremur en síðast í nóvember, ókvæntur og barnlaus.
Séra Eiríkur Magnússon var að áliti greindra manna fyrst og fremst mannþekkjari, sálfræðingur og mannvinur, sem beitti þekkingu sinni í þágu meðbræðra sinna, svo sem í hlutrænum verndartáknum. Hafa Selvogsmenn enn munnlega geymd og tákn þessu til staðfestingar þegar séra Eiríkur létti af sóknarbörnum sínum viðvarandi ótta við landgöngu erlendra ránsmanna á úthafsströnd með því, að taka með sér hleðslumenn upp á Svörtubjörg. Hann lætur þá bera hleðslusteina langt að svo varða hans njóti uppstreymis vindbrots á ystu bjargbrún. Hún er ílöng eftir bjargbrún og gengur upp til einhleðslu efst. Að verki loknu afhendir séra Eiríkur Selvogsbyggð í votta viðurvist vörðuna, sem verndartákn með eftirfarandi orðum: „Meðan enn stendur steinn yfir steini í vörðu þessari verður ekki aðsteðjandi ófriður í Selvogi.“

Stadarsel-21

Þar með blasti Eiríksvarða á ystu brún Svörtubjarga við augum Selvogsmanna á úthafsströnd frá morgni til kvölds, ásamt með vitneskjunni um verndarhlutverk það er hún skyldi þjóna. Og sóknarbörnin minnast sálusorgara síns í þakklátum huga, leyst úr hlekkjum óttanns. Að 300 árum liðnum, stendur Eiríksvarða enn í fullri reisn sinni og aldrei á hinum mörgu liðnu árum steðjaði ófriður að Selvogsbyggð.“

Í riti um galdrapresta frá 1882 er getið um lokadægur séra Eiríks: „Svo er sagt, að fyrir andlát sitt hafi Eiríkur prestur dysjað forneskjubækur sínar í Kálfsgili í Urðarfellum; þau eru norður af Svörtubjörgum. Áður Eiríkur dó, bað hann færa líkama sinn í kirkju, þegar er hann dæi, og leggja í kistu, og bað menn vaka yfir líkinu hina fyrstu nótt og kveikja 3 ljós á kistulokinu, og mundu þau ekki leingi lifa; en þess bað hann þá gæta, að kveikja jafnskjótt aptur, ef eitt dæi, svo ávalt væri eitt lifandi; því ella mundu illir andar taka sig. En ef ljós lifði alla hina fyrstu nótt á kistu sinni, þá hefðu þeir ekkert vald yfir sér. þetta var gjört, og lifði ávalt eitthvert ljósið alt til dags. Svo hafði Eiríkur sagt, að ef hann yrði sáluhólpinn, þá mundu daggardropar koma úr heiðu lopti, á meðan lík hans væri lesið til moldar, og er sagt, að svo hafi orðið.

Stadarsel-22

Það er önnur sögn um dauða Vogsósa-Eiríks, að þegar hann var að bana kominn, tiltók hann, hverjir vera skyldu líkmenn að sér. Sagði hann, að gjöra mundi haglél mikið, þegar hann væri borinn út til kirkjunnar, en bað, að ekki væri kistan sett niður, frá því hún væri tekin upp, fyrr en í kirkjunni. Sagði hann, að þá mundi upp stytta élinu. En þá mundu sjást fuglar tveir, annar hvítur, en annar svartur, yfir kirkjunni, og mundu þeir rífast mjög. Bað hann þess, að ef hvíti fuglinn sigraði, og næði að setjast á kirkjubustina, þá græfu menn sig í kirkjugarði, en ef sá svarti hefði sigurinn, og settist á kirkjuna, þá skipaði hann að dysja sig utangarðs; því þá væri úti um sig. Þetta kom alt fram, þegar Eiríkur prestur dó, bæði um élið og fuglana, og vann hinn hvíti fuglinn sigur á þeim svarta, svo Eiríkur var grafinn í kirkjugarði.“

othekkt sel i selvogsheidi-2Í örnefnalýsingu fyrir Þorkelsgerði segir að Vörðufellsvörður hafi verið hlaðnar af unglingum. „Það brást þeim aldrei, er þeir voru að leita að skepnum, að þeir fundu það, sem leitað var að, ef þeir settu stein í vörðu eða hlóðu nýja.“
Skv. örnefnalýsingum á stafurinn M að vera markaður á jarðfastan stein sunnan við Markavörðuna syðst á fellinu. Þegar betur er að gáð er þar um að ræða kross, en sprungur beggja vegna Efri hluti steinsins hefur brotnað af skammt ofan við krossinn. Á fellinu eru enn urmull smávarða, en sagt er að smalar hefðu hlaðið vörðurnar og áttu þær að uppskera fundvísi að launum.

othekkt sel i selvogsheidi

Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Vindásseli, miklum tóttum á hól. Ofar er Eimuból á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið. Skammt sunnar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tóft. Við það er fjárhellir. Í honum er hlaðinn stekkur. Skammt austar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.

othekkt sel i selvogsheidi-3

Eimuból er norðan við Vörðufell. U.þ.b. 10-15 mínútna gangur er á milli seljanna í heiðinni. Bæði er seltóft ofan við gróið jarðfall og niður í því. Í Eimuhelli í jarðfallinu er hlaðinn stekkur. Umhverfis jarðaflið er hlaðið gerði. Kví er og ofan við það. Í örnefnaskráningu fyrir Eimu segir m.a.: “Fyrir norðan [Vörðu]fellið er Eimuból alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum.“ Vindássel er skammt vestar, nokkur tóft og stekkur.
Haldið var upp eftir heiðinni, á Hellholt. Í því er Hellholtshellir, stór inngöngu en frekar stuttur. Botninn er flóraður að hluta. Nokkir smáhellar er undir Hellholti, flestir með mannvistarleifum í. Líkast til hafa þeir verið notaðir sem fjárskjól í gegnum tíðina. Ofan við Hellholtið er Girðingarréttin (Selvogsréttin nýrri). Gamla réttin er á Vörðufelli, stór og dilkrík með löngum leiðigarði til norðurs sem fyrr er lýst. Á leiðinni niður að fellinu var komi við í Skjólinu, merkilegu fyrirbæri. Það er hellisskúti að sjá, en þegar að er komið eru miklar hleðslur, grónar, fyrir munnanum. Gangur liggur niður og þegar þangað er komið tekur við slétt hellisgólf, salur. Varla er arða á gólfi, utan eitt bein inn undir skilum lofts og veggjar. Þarna sést hin mikla hleðsla vel. Hægt er að fara inn fyrir hana hægra megin og inn í afhelli, sem þar er. Ekki er vitað hvaða tilgangi þetta mannvirki hefur átt að þjóna í heiðinni, nema ef vera skyldi forðabúr eða geymsla. Strandarsel (Staðarsel) er þarna skammt vestar og fyrrnefnd sel sunnar. Fjárskjól er skammt austar. Ofan við opið er hlaðinn stekkur. Þarna gæti hugsanlega hafa átt að vera selstaða frá einhverjum bænum ef tekið er mið af mannvirkjunum næst Skjólinu.

Strandarheidi - tankurFrá Hellholti var stefnan tekin í austurátt að Girðingar-réttinni við enda Strandargjár, sem einnig hefur verið nefnd Gamlarétt eða Selvogsréttin eldri. Hún var aflögð árið 1957.

Vestan við holtið, suðaustan Svörtubjarga, eru greinilegar fyrstnefndar tóftir selstöðva. Utan í hól eru a.m.k. tvö fjárhús, stakt hús (að sjá nýjast) og eitt tvískipt. Ekki eru til heimildir um sel þetta, en líklegt má telja að þarna hafi verið selstaða frá Strönd eða Strandarbæjunum sem fyrr sagði. Bæði er staðurinn í Strandarlandi og selstaðan virðist fyrir margt veglegri en aðrar selstöður í heiðinni.

Selvogsheiðin virðist geyma ótrúlega margar mannvistarleifar frá fyrri tíð. Minjarnar eru arfleifð fyrri búskaparhátta og ætti hiklaust að umgangast þær sem slíkar.

Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Vörðurnar á Vörðufelli, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Eiríksvarða og Vörðufell, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 505.
-Örnefnalýsing fyrir Þorkelsgerði.
-Örnefnalýsing fyrir Eimu.
-Lesbók Morgunblaðsins 26. júlí 1997, séra Eiríkur á Vogósum, Konráð Bjarnason,bls. 4-5.
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, J.C. Hinrichs, 1882, bls. 580-581.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt.

Kópavogskirkja
Í Kópavogi eru nokkrir staðir, sem hafa skírskotun til sagna og munnmæla. Þeim hefur flestum verið hlíft við raski. Má þar nefna stekk nálægt Fífuhvammsvegi og sel í Rjúpnahæð. Jafnframt eru í bænum nokkrir staðir s.s. Álfhóll, Víghólar, Borgarholt, Latur og Þinghóll þar sem fyrrum er talinn hafa verið þingstaður. Kórsnesið eða Kársnesið, þar sem ormurinn langi bjó í helli, er þó horfið undir landfyllingu – og þar með gull hans.
Mikilvægt er að gæta þess vel að spilla ekki sagnatengdum stöðum, hvorki með jarðraski né skógrækt, eins og svo allt of mörg sorgleg dæmi eru um. Ástæðulaust er þó að sýta súrt, en gleðjast yfir því sem til er og nýta það til fróðleiks og ánægju.

Álfhóll

Álfhóll

Álfhóll í Kópavogi.

Álfhóllinn er líklega kunnasti bústaður álfa í Kópavogi. Hann stendur sunnanvert við Álfhólsveg skammt þar frá sem Digranesskóli er nú. Hóllinn, sem er nokkuð aflíðandi, mun vera um það bil þriggja metra hár ef mælt er frá götu.
Álfhóll er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa. Hóllinn er dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan dag. Því er haldið fram að álfar hafi fjórum sinnum haft áhrif á framkvæmdir við hólinn.
Hann er að miklu leyti hulinn grasi og mosagróðri, sérstaklega að norðan og austan. Í Álfhólnum er nokkurt stórgrýti sem líkist litlum klettastöllum og liggja þessir smáklettar að mestu um sunnanverðan og vestanverðan hólinn.

Kópavogur

Álfhóll.

Lengi hefur verið talað um að álfar hafi tekið sér búsetu í Álfhólnum og margir segjast hafa séð þá með vissu. Ekki er ljóst hve gamlar þær sögusagnir eru; engar heimildir eru til um atburði fyrr en nokkuð er liðið á þessa öld.
Seint á fjórða áratug þessarar aldar var hafist handa við að leggja Álfhólsveginn. Byrjað var á honum við Hafnarfjarðarveg og ætlunin var að halda áfram í austurátt þar til komið væri að Álfabrekku sem skyldi tengja Álfhólsveginn við Nýbýlaveg. Vegurinn átti að liggja þar um sem Álfhóllinn er en hann yrði jafnaður við jörðu eftir því sem framkvæmdum miðaði. Vel gekk að leggja veginn austur eftir Digranesinu að Álfhólnum.

Kópavogur

Álfhóll.

Þegar kom að því að sprengja hólinn gerðust atburðir sem leiddu til þess að ekkert varð af sprengingu. Vildi svo til að fjármagn það, sem veitt hafði verið til lagningar Álfhólsvegarins, var á þrotum. Féllu þá framkvæmdir niður við ólokið verk og Álfhóllinn stóð óhaggaður.
Árið 1947 var á ný hafist handa og átti að leggja veginn áfram í gegnum Álfhólinn. Þegar vinna hófst á hólnum komu upp vandamál sem áttu sér ókunnar og dularfullar orsakið að margra áliti. Vinnuvélar biluðu og ýmis verkfæri skemmdust eða hurfu jafnvel. Varð það úr að vegurinn var lagður í bugðu fram hjá hólnum norðanverðum en ekki í gegnum hann eins og ætlunin hafi verið. Sagt er að þá hafi framkvæmdir gengið eins og venja var til og hafi álfarnir ekki gert vart við sig að sinni.
Talið er að áhrifa álfa hafi einnig gætt við uppbyggingu lóðarinnar nr. 102 við Álfhólsveg en hún liggur næst hólnum. Eigandi lóðarinnar skilaði lóðinni og vildi ekki byggja þar og fellur lóðin ásamt hólnum nú undir bæjarvernd.

Borgarholt

Kópavogur

Kópavogskirkja á Borgarholti.

Holtið þar í kring, sem Kópavogskirkja stendur nú, hefur verið nefnt Borgarholt. Þar hefur álfabyggð verið talin hvað blómlegust í Kópavogi.
Þegar Borgarholtsbraut var lögð á sínum tíma þurfti að sprengja nokkuð í Borgarholtinu á þeim slóðum sem álfar bjuggu. Um það leyti er fréttist að fyrirhugað væri að leggja veg um Borgarholtið mun maður að nafni Sveinn hafa gengið út á holtið og aðvarað álfana.
Segir sagan að íbúar Borgarholtsins hafi tjáð honum að þeir myndu ekki hindra framkvæmdir heldur flytja sig um set. Kom það á daginn að greiðlega gekk að leggja Borgarholtsbrautina og urðu þar engin óhöpp eða undarlegir atburðir.
Nokkrar heimildir eru um álfabyggðina í Borgarholti og segjast skyggnir menn hafa séð þar bústaði og byggingar álfanna. Hefur húsum álfanna verið lýst nokkuð nákvæmlega og eru til teikningar af þeim eftir lýsingu hinna skyggnu. Þá hefur það borið við að börn frá leikskóla þar í grenndinni hafi séð álfa í holtinu og jafnvel tekið þá tali.

Latur

Latur

„Gamlar“ sagnir eru um að steinninn sé
álfabústaður. Einnig kemur hann nokkuð við sögu Jóns bónda Guðmundssonar í Digranesi. Mun hann hafa setið við steininn og sungið þegar hann kom heim úr sollinum í Reykjavík á fyrri helmingi tuttugustu aldar.

Latur er nokkuð stór steinn í sunnanverðum Digraneshálsi þar sem nú liggur gatan Hlíðarhjalli. Stendur steinninn enn óhreyfður innst í einum af botnlöngum Hlíðarhjalla en áður mun Digranesbærinn hafa verið skammt norðan við steininn.
Sagnir um stein þennan tengjast fremur Jóni Guðmundssyni bónda í Digranesi en álfum en sagt er að á steininum hafi Jón hvílt sig á ferðum sínum um jarðeignina. Þá mun Jón einnig hafa setið eða staðið á steininum og sungið allt hvað af tók er hann var drukkinn sem oft kom fyrir.
Gamlar sagnir eru til um að steinninn Latur hafi verið álfabústaður og mun það sérstaklega hafa verið á vitorði manna er bjuggu í Fífuhvammslandi. Eitt sinn gerðist það að börn, sem voru á ferð við steininn, sáu huldukonu þar á sveimi en er hún varð þeirra vör hvarf hún þeim sjónum við steininn.
Annars er Latur hinn ágætasti drykkjarsteinn.

Þinghóll

Þinghóll

Þinghóll.

Þinghóll er hóllinn sem stendur við Kópavogsbotn hjá gamla þingstaðnum í Kópavogi. Helsta sögnin af Þinghólnum er tengd nafni hans. Það hefur verið trú manna að á hólnum hafi álfar haldið sitt eigið þing á svipuðum tíma og mannfólkið. Eiga álfarnir að hafa komið þar saman og þingað en ekki fóru aftökur þar fram enda þekkist það ekki á meðal álfa.
Til er önnur sögn tengd Þinghólnum en hún segir að þar í grennd hafi sést til huldukonu einnar og mun það hafa verið á sama tíma á hverjum degi. Sást hún ganga frá Þinghólnum í átt að Borgarholtinu.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog en til þess kom þó aldrei. Merkasti atburður sem tengist þingstaðnum er erfðahyllingin 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakonungi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir. Síðasta aftakan sem fór fram á þinginu í Kópavogi var þann 15. nóvember 1704. Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.

Þinghóll

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Þinghól.

Á fyrri hluta aldarinnar bjó sérkennileg kona á Skjólbraut í vestanverðum Kópavogi. Var hún komin nokkuð á efri ár en heilsuhraust þó og skörp í hugsun. Ekki var hún þekkt fyrir annað en að vera góðhjörtuð og hjálpleg á allan hátt en mörgum þótti hún dularfull enda vissu menn að hún var skyggn. Sagði hún stundum sögur af sérkennilegum atburðum og var fullviss um tilvist huldufólks.
Það var á flestra vitorði að gamla konan hefði séð álfa og huldufólk. Eitt þótti öðru merkilegra en það var að um sama leyti hvern einasta dag sá hún huldukonu á gangi. Var huldukonan í svörtu pilsi og með gráa hyrnu á höfði. Ætíð gekk hún sömu leið sem lá frá Þinghól og upp að Borgarholtinu í austri þar sem Kópavogskirkja stendur nú. Hvarf hún gömlu konunni þar sjónum.
Ekki hefur heyrst af öðru fólki sem sá þessa dularfullu konu á gangi og ekki eru allir á sama máli um hver hún var. Telja sumir að hún tengist dysjum sem eiga að vera víða í grenndinni. Þeir eru þó fleiri sem segja að þarna hafi verið huldukona á ferð og hafi hún annaðhvort búið í Þinghólnum sjálfum eða í Borgarholtinu.

Einbúi

Einbúi

Einbúi.

Einbúi er hóll sem rís austan í Digraneshálsi í austasta hluta Kópavogsbæjar fast við Reykjanesbraut. Við hólinn eru stakir steinar en þar hjá munu áður hafa legið landamerki.
Hólnum tengist sú saga að þar hafi búið álfur eða huldumaður. Ekki skal hér fullyrt um hvort hann búi þar enn. Þegar framkvæmdir stóðu yfir við byggingu iðnaðarhúss sem þar átti að rísa skammt frá er sagt að íbúi hólsins hafi látið á sér kræla. Hafi hann séð til þess að vélar biluðu með þeim hætti að ómögulegt var að beita þeim á hólinn.
Sagan segir að þegar lóðaúthlutun stóð sem hæst í Kópavogi var húsbyggjanda fengin lóð við hól í austurbæ Kópavogs sem kallaður var Einbúi. Fékk hann lóðina með því skilyrði að hann kæmi ekki nærrri hólnum er hann færi að grafa fyrir húsinu. Þótti húsbyggjanda sjálfsagt að verða við þeirri bón.
Einhvern tíma á föstudegi var komið að því að grafa fyrir grunni og fékk húsbyggjandinn jarðýtu á staðinn til að sinna því verki. Gekk verkið vel og var langt komið þegar vinnu var hætt um kvöldið. Næsta dag var haldið áfram þar sem frá var horfið en þegar nokkuð var lliðið á daginn þurfti lóðareigandinn að bregða sér frá. Varð það að samkomulagi að ýtustjórinn lyki verkinu en húsbyggjandinn tók honum vara fyrir því að fara of nærri hólnum.

Einbúi

Einbúi.

Ekki hafði ýtustjórinn verið lengi að er honum varð það á að bakka utan í hólinn. Stöðvaðist jarðýtan þar við hólinn og bilaði vél hennar svo að ekki var hægt að koma henni í gang. Kallaði stjórnandi ýtunnar til viðgerðarmenn sem komu þar á staðinn. Eftir að hafa skoðað vélina voru viðgerðarmennirnir sammála um að bilunin væri mikil og alvarleg. Var því kallað á dráttarvagn og ýtan færð á verkstæði til viðgerðar.
Þegar húsbyggjandinn hafði lokið verkum sínum í bænum og kom á staðinn sá hann enga jarðýtu og greinilegt var að ekkert hafði þokast við bygginguna síðan hann fór. Segir ýtustjórinn honum hvernig komið er og verður húsbyggjandinn óánægður með gang mála. Fara þeir saman á verkstæðið. Þegar þangað kom sneri húsbyggjandinn sér að ýtustjóranum og bað hann að setjast í ýtuna og kanna hvort hún færi ekki í gang. Þrátt fyrir vantrú sína verður ýtustjórinn við óskinni og ræsir vélina. Við það hrekkur hún í gang eins og ekkert hafi í skorist. Urðu menn þá mjög undrandi en þó mest viðgerðarmennirnir sem höfðu skoðað ýtuna.
Er nú aftur farið með ýtuna út að Einbúa þar sem framkvæmdum er haldið áfram. Reyndist hún þá í góðu lagi. Fór lóðareigandinn aldrei frá verkinu eftir það og urðu upp frá því engin vandræði. Þóttust menn vissir um að íbúi hólsins hefði hér átt hlut að máli og séð til þess að Einbúinn fengi að standa óhreyfður.

Víghólar

Víghólar

Víghólar.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þeir eru í um 70 m hæð yfir sjó og er víðsýnt af þeim. Víghólar eru jökulsorfnar grágrýtisklappir með ávölum hvalbökum og jökulrákum sem bera vitni um legu og skriðstefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi fyrir um tíu þúsund árum. Bergið tilheyrir yngri grágrýtismyndun Íslands, en þær jarðmyndanir runnu einkum sem dyngjuhraun á hlýskeiðum ísaldar fyrir um 100.000– 700.000 árum. Upptök grágrýtisins í Víghólum eru óviss, en gætu verið á Mosfellsheiði. Aldurinn er líklega 300.000–400.000 ár. Af hvalbökum og jökulrákum á Víghólum má ráða að jökullinn sem síðast gekk yfir Kópavog hafði stefnuna NV-SA. Líklega hafa ísaskil jökulsins legið austan Bláfjalla og skriðjöklar gengið frá honum bæði út í Faxaflóa og niður í Ölfus.

Kórsnesormurinn

Kársnes

Kársnes.

Skammt undan ysta odda Kársness er sker sem vel má greina þegar fjarar. Sögur eru til sem segja frá miklum ormi er bjó í skerinu. Lá hann þar á gulli og beit í sporðinn á sér. Mun skerið hafa verið nokkru stærra og meira en nú er og hafi þá frekar talist hólmi. Hólmi þessi var heimili ormsins en þar hélt hann til í hellisskúta einum sem kallaður var kór. Þar lá hann ófrýnilegur mjög og gætti fjársjóðs síns.
Sagt er að nesið allt hafi verið kennt við kór þennan. Hafi það því ekki alltaf verið nefnt Kársnes heldur kallað Kórsnes. Þá var oftar en ekki talað um kórinn í nesinu.
Nú er Kórsnesið/Kársnesið horfið undir landfyllingu – og sennilega hvílir ormurinn undir henni.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/
-http://www.kopavogur.is/

Þinghóll

Þinghóll – minjar.

Sandakaravegur
Sesselja Guðmundsdóttir þekkir vel til örnefna og minja í Vatnsleysustrandarhreppslandi – sem og víðar. Um Sandakraveg sagði hún m.a. þetta árið 2006:
Varða „Í upphafi heyrði ég Einar Egils hjá Útivist tala um Sandakraveginn fyrir tugum ára. Ég sá hann fyrst fyrir ca. 15 árum, en fann ekki nyrsta hluta hans fyrr en fyrir ca. 4 árum. Það sem ruglaði flesta í upphafi var að kort sögðu hann á röngum stað, t.d. kort frá 1910 og með því byrjaði villan. Ásgeir Sæmundsson (1915-1992) frá Minni-Vogum talar um þennan veg á segulbandsupptöku (segir hann mjög klappaðan), sem ég á, og Ísólfur á Skála líka. Greinin hans Gísla pól í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 1972 nefnir þennan veg og kort Björns Gunnlaugssonar setja hann inn á réttan stað og sóknarlýsingar frá 1840. Þær lýsa honum nokkuð vel. Lárus á Brunnastöðum sem og gamlir malar sunnar í hreppnum könnuðust aldrei við veg frá Stóru-Aragjá og upp að Nauthólaflötum (líkt og kortiðf frá 1910 gaf til kynna).

Á bls. 46, 47, 54, 57, 128-132 í bókinni minni (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 1995 (endurútg. 2007)) er fjallað um Sandakraveginn. Á bls. 47 segir: “Björn Gunnlaugsson skráði Sandakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn strikaður frá vesturenda Vogastapa yfr Skógfellahraunið að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls Sandakravegurog síðan áfram suður úr.“

Einar Egils lét okkur leita nokkuð vestur yfir Skógfellahraunið sunnan Litla-Skógfells, en við fundum ekkert. Við leituðum aldrei út frá Snorrastaðatjörnum því hann taldi víst að þeir hefðu komið að Seltjörn. Nú er þetta allt orðið ljóst og vantar bara bútinn yfir tjarnirnar, eins og áður hefur verið getið.

Gunnar Ben., tannlæknir í Garðabæ, þrjóskaðist lengi við að halda að vegurinn lægi um Mosadalinn að Nauthólaflötum, en enginn merki sjást um veg þar. Það verður að hafa sönnun um mannaverk á þjóðleiðum, ekki nóg að hafa óljósan troðning. Sandakravegurinn er mjög djúpur, unnin og gamall yfir Bjallana en þegar kemur að Grindavíkurvegamótum er hann horfinn í uppblástur. Það rétta er að kalla veginn allan frá Drykkjarsteini og að Mörguvörðum Sandakraleið sem og hann hét samkv. gömlum heimildum. Það er líka nauðsynlegt að lesa heimildir og styðjast ekki eingöngu við nýjustu tækni, t.d. loftmyndir.“ (Skógfellavegur/-gata hefur kafli leiðarinnar og verið nefndur, jafnvel Vogavegur af Grindvíkingum, þ.e. sá hluti er lá millum Voga og Grindavíkur.

uppréttarRétt er að geta þess að frá Mörguvörðum ofan við Stapann liggur gömul gata svo til beint niður móana að Selbrekkum (Sólbrekkum), á ská niður þær og að Seltjörn (Selvatni). Gatan hefur eflaust haldið áfram til Grindavíkur, en nýi vegurinn liggur ofan á henni. Einungis vantar kaflann frá þessari götu og upp að Litla-Skógfelli til að tengja þessar leiðir saman.

Á Njarðvíkurheiðinni er stór vörðufótur. Þarna mun fyrrum hafa staðið myndarleg varða, að öllum líkindum landamerkjavarða af stærðinni að dæma, sem og skv. heimildum. Ólafur frá Knarrarnesi man eftir vörðunni þarna. Enda passar staðsetning hennar við „sjónhendingu“ úr Brúnavörðu ofan Stapabrúnar og Arnarkletts ofan við Snorrastaðatjarnir. Grjótið í vörðunni var tekið á fyrri hluta 20. aldar og sett undir bryggjuna í Vogum. Það að Vogamenn hafi tekið grjótið bendir til þess að efnið hafi verið í þeirra landi, a.m.k. helmingurinn. Ef þetta reynist rétt er núverandi „Hollywood“-stafaskilti Reykjanesbæjar innan landamerkja Voga. En þetta var nú bara svolítill útidúr.

Á skömmum tíma, ekki síst vegna áhuga og þrautseigju einstaklinga langt utan launaðra opinberra minjastofnana eða svæðisbundinna ferðamálasamtaka (sem standa ættu efninu nær), hefur tekist að staðsetja Sandakraveginn nokkuð nákvæmlega, enda gatan enn vel merkjanleg í landslaginu.

Sandakravegur

Genginn Sandakravegur.