Svínaskarðsvegur

Í tilefni dagsins (sumardagurinn fyrsti) var gengið upp í Sumarkinn undir vesturhlíðum Skálafells um Haukafjöll og Þríhnúka. Milli kinnarinnar og Þverfells, undir Móskarðshnúkum, liggur gamli vegurinn um Svínaskarð. Stórbrotið útsýni er úr skarðinu. Að handan er Svínadalur og að ofan norðar er Trana.

Haukafjöll

Gunnar Sæmundsson við Haukafjöll.

Í leiðinni var komið við í Þerneyjarseli og Varmárseli ofan við Tröllafoss sem og Esjubergsseli undir Skopru, ofan Esjubergsflóa. Norðan Selsins er Svartiflói og Svínaskarð blasir við. Með í för var Gunnar Sæmundsson – þaulkunnugur á svæðinu, 75 ára að aldri.
Esjubergsflói er dalverpi sem skilur að Haukafjöll og Stardalshnúka. Vestan við flóann eru þrír stakir búldulaga grágrýtishnúkar í Haukafjöllum og nefnast Þríhnúkar. Esjubergsflói hefur nafn sitt af því að forðum var þangað selför frá Esjubergi á Kjalarnesi; má enn líta tóftir selsins austast í honum undir strýtumynduðum hnúk sem heitir Skopra. Klofin klettahæð er vestan selsins. Úr flóanum fellur lækur suður til Leirvogsáar um svonefnt Rauðhólsgil. Í Ferðabók (1848) Magnúsar Grímssonar segir m.a. um Rauðhól(a): “. . . . Gil þetta er kallað Rauðhólagil, og dregur nafnið af eyðibænum Rauðhólar, sem staðið hafa skammt frá gilinu. Þar er nú svart moldarflag, sem áður var túnið á Rauðhólum.“ Ætla má að bærinn hafi fengið nafn af einhverjum rauðum hólum þarna en allt eins að fólkið hafi flutt það nafn með sér.
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, er nafnið dregið af hól ofan við gili, Rauðhól, einnig nefndur Stórhóll. Hann er rauðleitur, en að mestu gerður úr móbergi.
Á loftmynd að dæma er greinilegur stígur, líklega selsstígurinn, utan í hlíð suðvestan selsins. Stígurinn er framhald stígs er liggur upp með Rauðhólsgilinu. Hægt er að fylgja honum upp í Esjubergsflóa. Stígurinn liggur yfir þvergil og svo beina leið í selið.
Í fyrstu var þó gengið upp með Leirvogsá að norðanverðu og kíkt á svonefndar Tröllalágar, grasi grónar. Áarmegin er nær þverhníptur klettaveggur. Í honum er hrafnslaupur.
Einu ummerkin eftir tóftir í Tröllalágum, en þar er Þerneyjarsel jafnan sagt hafa verið, eru ógreinilegir leggir út frá hæðinni syðst í þeim. Erfitt er að greina hvort þeir hafi verið veggir eður ei.
Móskarðshnúkar Eftir að hafa litið á Tröllafoss var gengið upp í Varmársel. Það er mjög vel greinilegt svolítið ofar með ánni, í gróinni sléttri kvos.
Gengið var til norðurs milli Haukafjalla og Amta, vestast í Stardalshnúknum. Stærsta og fremsta klettahæðin nefnist Stiftamt. Undir því er klettahæð, Strípur. Vestan í henni er aflagður sumarbústaður.
Þegar komið var upp í Esjubergssel, í 213 m hæð, mátti greina þar a.m.k. tóftir 5 húsa og stekksmynd. Eitt húsið er stærst, það austasta að norðanverðu. Tækifærið var notað og rústirnar rissaðar upp. Sennilega er þarna um tvær selstóftir að ræða.
Í jarðabókinni 1703 segir um Esjubergsselstöðu: ‘’Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur nokkur.’’ Þetta ár er kvikfénaður í Esjubergi 10 kýr og 24 ær með lömbum, a.m.k., fyrir utan geldneyti og hross. Hlutfall kúa er hátt og því e.t.v. selstaðan svona rík af húsakosti eins og sjá má.
Skv. Jarðabókinni 1703 höfðu margir bæir í Kjós selstöður í Stardalslandi. Bæir, sem höfðu selstöðu í Stardal fyrir og á tímum Jarðabókar eru: Gufunes, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir, Lágafell, Helgafell og Þerney (flestar stórjarðir). Esjuberg og Móar eiga þá selstöðu í Sámsstaðalandi sem nú tilheyrir Stardal. Um Móa í Kjós er sagt um selstöðu: “…brúkast hjá Esjubergsseli.“ Sem fyrr segir sést móta fyrir tóftum tveggja selja Í Esjubergsseli. Þá sést móta fyrir hleðslum suðaustan við selstæðið, handan gróna svæðisins neðan rústanna. Þar gæti stekkurinn hafa verið. Benda má einnig á að þegar rústir Sámsstaða eru skoðaðar líkjast þær mest seljarústum.

Svínaskarð

Genginn Svínaskarðsvegur.

Þá var gengið til móts við Svínaskarðið, um Sumarkinn og Skarðskinn, austan Skarðsáar. Hrútshornið sést mjög vel utan í suðaustanverðri hlíð Móskarðshnúks (-hnúka) og Kerlingin, 4-7 m hár (svartur) drangur, svo til undir toppi fjallsins. Bláhnúkur trjónir á toppi Þverhlíðar og Gráhnúkur lægri, svolítið vestar.
Móskarðshnúkar eru gerðir úr líparíti. Þeir eru hæstir 807 m. Fjallið Trana norðaustan þeirra er 743 m. Það sést þegar komið e rupp í skarðið. Hnúkarnir (stundum er talað um hnúk í eintölu (þann austasta) og aðrir sérnefndir) eru í austanverðri Esjunni. Örnefnastofnun segir að „hnúkarnir [séu]kenndir við svonefnd Móskörð. Á korti yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu sem Björn Gunnlaugsson teiknaði fyrir Bókmenntafélagið 1831 hefur hann skrifað Móskarðahnúkr (Haraldur Sigurðsson, Kortasaga Íslands frá lokum 16. aldar til 1848, milli bls. 244 og 245 (1978)).
Jónas Hallgrímsson nefnir Móskarðahnúka svo í sínum skrifum, m.a. í dagbókum 1840 (Ritverk. Bréf og dagbækur II:364 (1989)). Hið sama gerir sr. Magnús Grímsson í Ferðabók sinni fyrir sumarið 1848, bls. 12 og víðar (1988). Hann talar um Móskarðahnúkinn enn eystasta sérstaklega (14). Um tildrög nafnsins hefur hann þessi orð: “grjótið í öllum þessum hnúkum er ljósrautt tilsýndar, og þar af mun Móskarða-nafnið dregið” (12).
Skálafell Þannig lýsir sr. Stefán Þorvaldsson hnúkunum undir fyrirsögninni Fjöll í sóknalýsingu Mosfells- og Gufunessókna 1855: “Móskörð, háir fjallahnúkar af gulleitu (Thrachyt) grjóti, vestanvert við Svínaskarð. Þetta fjall er hæsti tindur allrar Esjunnar.” (Sýslu- og sóknalýsingar. Landnám Ingólfs III:221 (1937-39)).
Þorvaldur Thoroddsen nefnir Móskarðshnúk 1890 (Ferðabók III:10) (1958) en Móskarðshnúka 1883 (Ferðabók I:102), og 1898 (Ferðabók IV:114). Sú nafnmynd hefur yfirleitt birst á opinberum kortum fram undir þetta. Á nýju korti Landmælinga Íslands, Ferðakorti 2 í mælikvarðanum 1:250.000 (2003), er nafnmyndin þó Móskarðahnúkar, sett að tillögu Örnefnastofnunar.
Í landamerkjalýsingu Eyja í Kjós frá 1887 er hnúkanna ekki getið en hinsvegar í landamerkjalýsingu frá 1921, þar sem segir: “alla leið suður á Móskarðahnúk”.
Egill J. Stardal lýsir Móskörðum á þessa leið í Árbók Ferðafélags Íslands 1985: “Móskörð eru hnjúkahvirfing úr baulusteini eða líparíti. Austasti hnjúkurinn og þeirra tígulegastur er Móskarðahnjúkur, sem rís vestan Svínaskarðs, einn og stakur eins og tröllvaxinn píramídi.” (92). Í sömu bók talar Ingvar Birgir Friðleifsson um Móskarðahnúka, en einnig í eintölu um Móskarðahnúk (166). Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar í sömu bók um Móskarðshnúka (180).
Örnefnaskrár í Örnefnastofnun nefna ýmist Móskarðahnúka (þar á meðal Egill J. Stardal) eða Móskarðshnúka og eru heimildarmenn um sitt hvort jafnvel frá sama bæ og sýnir það hversu mjög á reiki nafnmyndirnar hafa verið. Yfirleitt er við því að búast að orðmyndin –hnúkur sé á Suðurlandi en –hnjúkur norðan- og austanlands, en sumum finnst hnjúkur “réttari” mynd en hnúkur.
Svínaskarðsleið Sérkennilegt er að kalla –skörð fjöll eins og sr. Stefán gerir í sóknalýsingu sinni en skörðin eru fleiri en eitt og því eðlilegt að nefna hæsta hnúkinn Móskarðahnúk. Ekki er gott að segja um hvort eintalan –hnúkur hefur leitt af sér eintöluna Móskarðs-, eða hvort Svínaskarð austan við hann hefur haft áhrif á það. Fleirtalan Móskarða- kann að hafa haft áhrif á myndun fleirtölunnar –hnúkar, þó að vissulega lægi beint við að hafa þá mynd, af því að hnúkarnir eru fleiri vestur af honum og eru nafnlausir.“
Svínaskarð er milli Skálafells að suðaustanverðu (Skarðskinn heitir norðvesturhlíð þess) og Móskarðshnúkar í Esju að vestanverðu.
Þegar horft er út Svínadal er Múlinn milli Svínadals og Trönudals á vinstri hönd en Hádegisfjall á þá hægri. Það fjall nefnir sr. Sigurður Sigurðsson reyndar Írafellsfjall í sóknarlýsingu sinni frá 1840. Ofan af Hádegisfjalli er útsýni gott yfir Kjósina. Sunnan við það er Skálafellið. Sagnir segja það væntanlega kennt við skála Ingólfs Arnarsonar: „Ingólfr lét gera skála á Skálafelli”, segir í Landnámu, en þegar komið er að fellinu frá Stardal má vel sjá hina stóru skál þess. Líklegra er að Skálafell dragi nafn sitt af henni.
Örn H. Bjarnason hefur m.a. lýst hinni gömlu leið frá Lækjartorgi í Hvalfjarðarbotn – um Svínaskarð (fyrst í útvarpserindi og síðan í greinum). Þar segir hann m.a.:
„Sumt fólk í dag virðist halda að fyrstu landnámsmennirnir hafi verið þeir sem innleiddu íslenska sjónvarpið. Svo er þó ekki. Áður en sjónvarpið kom til sögunnar hafði þjóðin lifað í þessu landi í 1100 ár og fréttaflutningur einna helst með förufólki, en ferðamátinn lengst af tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn. Hvaða leiðir menn fóru getur verið forvitnilegt að skoða.
Í þessari grein hyggst ég lýsa stuttlega gömlum götum úr Kvosinni í Reykjavík um Mosfellssveit, yfir Svínaskarð sem er milli Móskarðshnjúka og Skálafells. Þaðan svo um Reynivallaháls og inn Brynjudal um Hrísháls yfir í Botnsdal.“
Hólsfjöll Hann hefur síðan leiðina við Lækjarósinn og fer um Arnarhólstraðir, skáhallt yfir núverandi Arnarhólstún. Öll ummerki eftir gömlu leiðina, sem lýst er, að Hrafnhólum er svo að segja horfið, m.a.s. um Grafarvoginn. Á nútíma ætti nú einhver verkfræðingurinn að hafa a.m.k. það mikið raunveruleikavit í kollinum að gera ráð fyrir að ummmerki eftir hina gömlu götu mætti halda sér að einhverju leyti um slíkt nýbyggingarsvæði. Í Árbæjarhverfi hefur fólk þurft að flytja úr húsum er byggð voru yfir hina gömlu þjóð leið til austurs. Ástæðan er mikil umferð „látinna“ að næturlagi.
Örn heldur áfram: „Leiruvogar er víða getið í fornsögum. Þar áttust m.a. við Hrafn Önundarson og Hallfreður vandræðaskáld, en Hrafn sótti að honum með 60 manns og hjó á landfestar Hallfreðar. Skipið rak og lá þarna við alvarlegu skipbroti. Leiruvogar er einnig getið í Landnámu, en Hallur goðlauss nam land að ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár.
Rétt þar hjá sem hringvöllurinn er á Varmárbökkum var Hestaþingshóll, sem bendir til að þar hafi verið háð hestaöt, vinsæl skemmtun til forna. Þegar graðhestum var att saman var gjarnan höfð meri í látum ekki langt undan. Fnykurinn gerði þá áhugasamari um að standa sig.
Fyrir norðan hesthúsahverfið er svo Skiphóll, en hann var seinasta leiti á mörkum milli Helgafells og bæjarins Varmár. Skip fóru þarna upp um flóð m.a. til að taka hey úr Skaftatungu en Skaftatunga voru mýrar sem lágu undir Helgafelli.
Ekki langt undan eru Varmármelar. Milli þeirra heitir Klauf eða Varmárklauf. Þar lá vegurinn um að vaði á Köldukvísl fyrir neðan Tungufoss þar sem heitir Hjallberg norðan við ánna. Fyrir neðan Krókhyl var annað vað.
Minnst var á Víðirodda en það er hið gamla Tjaldanes. Þar var Egill Skallagrímsson heygður. Í Egils sögu segir: „Egill tók sótt eftir um haustið, þá er hann leiddi til bana, en er hann var andaður, þá lét Grímur færa Egil í klæði góð. Síðan lét hann flytja hann ofan í Tjaldanes og gera þar haug og var Egill þar lagður og vopn hans og klæði.“ Seinna voru bein hans flutt í kirkjugarðinn á Hrísbrú.

Hólsfjöll

Áfram lá leiðin svo fyrir sunnan Mosfell þar sem Egill bjó á efri árum og að Skeggjastöðum. Fyrir utan Mosfell er Kirkjugil en um það fóru Kjalnesingar til kirkju að Mosfelli.
Egill átti tvær kistur af ensku gulli, morðfé í þá daga. Karlinn ætlaði að ríða með það á Þingvöll og strá gullinu yfir þingheim, vildi láta menn berjast um það. Sonur hans bannaði honum þetta. Lét Egill þá tvo þræla grafa gullið en drap þá síðan svo að þeir segðu ekki frá. Sumir segja að gullið sé grafið í Kirkjugili aðrir að það sé í fenjum í dalnum eða í hver hinum megin í dalnum. Egill var brellinn.
Frá Skeggjastöðum lá leiðin á vaði yfir Leirvogsá og í brekkurótunum norður af Hrafnhólum, en síðan hjá Haukafjöllum sérkennilegum hamraborgum og norður yfir Svínaskarð, Svínaskarðsveg svonefndan. Þarna eru glöggar götur.
Svínaskarð er 481 m.y.s. og þar lá gamla þjóðleiðin um sumardag en á veturna var þar oft ófært vegna svellalaga og fannfergis. Þetta var styttri leið en að fara út fyrir Esju. Norður af lágu göturnar á gilbarmi og niður í Svínadal. Eftir honum rennur Svínadalsá og var á víxl farið vestur fyrir hana eða austan megin.
Dys er í Svínaskarði. Margt hesta- og göngufólk hefur þann sið að kasta steinvölu í Dysina, vill friða æðri máttarvöld. Það er betra að hafa Írafellsmóra með sér en á móti. Náttúran er óblíð þeim sem ekki leitar samkomulags við hana.
Fyrir fáeinum árum fór undirritaður um Svínaskarð upp úr 20. september með tvo til reiðar á leið í haustbeit að Reynivöllum í Kjós. Ég lenti í byl og vonskuveðri. Áður en ég lagði á brattann tók ég steinvölu upp af götu minni og setti í vasann. Það var hvasst í skarðinu og ég áði þar ekki heldur seildist í vasa minn eftir steinvölunni og henti í Dysina. Lúinn en sæll komst ég klakklaust að Reynivöllum. Oft hefur kaffisopinn verið góður hjá þeim hjónum séra Gunnari Kristjánssyni og Önnu, en þennan dag sló hann öll met.
Svínaskarð Svínaskarði er tengd hryggileg saga. Á aðfangadag jóla árið 1900 lagði 15 ára piltur frá Hækingsdal í Kjós á skarðið. Hann ætlaði að eyða jólunum með foreldrum sínum. Þegar hann skilaði sér ekki hófst umfangsmikil leit að honum og fannst hann loksins dáinn í snjóskafli í háskarðinu. Þannig voru þessi jól í Hækingsdal. Í Ísafold árið 1901 segir m.a.: „Pilturinn, sem úti varð aðfangadag
jóla á Svínaskarði, Elentinus Þorleifsson frá Hæklingsdal, er ófundinn enn.
Hann gisti nóttina áður í Pitjakoti og lagði einsamall á skarðið daginn eftir,
í góðu veðri, sem spiltist þó, er á daginn leið.“
Sveinn Pálsson lýsir því í Ferðabók sinni að hinn 9. október 1792 hafi hann farið frá Meðalfelli í Kjós um Svínaskarð til Mosfellssveitar. „Koldimmt var orðið þegar við komum upp á háfjallið,“ segir hann, „og komumst við með naumindum að Gufunesi kl. 11 um kveldið. Þar fengum við bát og komum til hinnar fögru Viðeyjar um miðnætti og var þá ferðum mínum lokið að því sinni, en ég mun hafa vetursetu í Viðey eins og síðastliðinn vetur.“
Fyrst var farið á bíl um Svínaskarð árið 1930. Í árbók Ferðafélags Íslands 1985 kemur fram að Vígmundur Pálsson, mjólkurbílstjóri og síðar bóndi, hafi brotist þessa leið ásamt félögum sínum í fólksbíl árið 1930. Þá höfðu menn ekki einu sinni látið sér detta í hug að fara með hestvagna um Svínaskarð. En síða er mikið vatn runnið til sjávar og nútíma jeppamönnum þykir slóðin áhugaverð.
Svínaskarðleið hefur nánast allt til að bera sem reynir á farartækin og kannski ekki síður á ökumennina. Hún er brött á köflum, langir kaflar eru mjög stórgrýttir og grófir þar sem fara verður með gát og víða þarf að þræða hægt og varlega um gilskoringa. Sums staðar er betra að fá einhvern til að standa úti og leiðbeina ökumanni þar sem grjótið getur skagað upp úr miðri slóðinni og hætt við að rekist uppundir bílinn. Það er líka bara öruggara og óþarfi að skemma nokkuð.
Í umfjöllun um „Leiðir og slóða á Reykjanesi“ hér á FERLIRsvefsíðunni lýsir Jón Svanþórsson m.a. þessari leið um Svínaskarð með eftirfarandi hætti:
Móskarðshnúkar „Ekið er af vesturlandsvegi (GPS N64 11 690 W21 41 845)af Esjumelum í austur, veg sem liggur hjá skemmum sem meðal annars eru notaðar af Fornbílaklúbbnum, og áfram austur melana, þar til komið er að gatnamótum. Annar vegurinn liggur nánast beint áfram, en hinn beygir til vinstri, og eru vegstikur með honum. Við ökum þann veg framhjá afleggjara að Völlum, og síðan framhjá afleggjara að Norður-Gröf. Næst höfum við veiðihús við Leirvogsá á hægri hönd. Við erum nú í nafnlausum dal á milli Esjunnar og Mosfells og ökum upp með Leirvogsá. að norðanverðu. Svo er ekið yfir Grafará á vaði, og svo liggur leiðinn hjá Þverárkotshálsi. Þegar fyrir hann er komið sést Þverárkot á vinstri hönd.Við ökum þvert yfir eyrar Þverár, yfir hana og komum svo að hliði á girðingu á vinstri hönd. Við förum í gegnum hliðið (GPS N64 12 623 W21 34 819) og ökum slóða sem liggur að nokkrum sumarbústöðum, sem eru dreifðir upp dalinn að austanverðu. Svo komum við að Skarðsá sem kemur úr Svínaskarði, förum yfir hana og framhjá efsta bústaðnum. Versnar nú vegurinn til muna. Leiðin um Svínaskarð var mikið farin áður en bílar komu til sögunar, enda mun styttra að fara Svínaskarð og Reynivallaháls en að fara út fyrir Esju. Nú á tímum eru það aðallega hestamenn sem fara skarðið á hestum sínum, sér til skemmtunar. Hér er mjög fallegt. Þverárdalurinn hömrum girtur, en austan við hann eru Móskörð, og Móskarðshnjúkar, sem sjást vel frá höfuðborgarsvæðinu, og virðast alltaf vera baðaðir sól (Móskörðin eru milli hnúkanna). Austan við þá er Svínaskarðið og þar fyrir austan gnæfir Skálafell. Sunnan við það er Stardalshnjúkur. Okkur á hægri hönd eru síðan Haukafjöll. Ekið er yfir nokkur lækjargil, og getur þurft að fara úr bílnum til að laga veg og leggja grjót í verstu skvompurnar. Þegar upp í skarðið er komið, í 481 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við mikið útsýni til suðurs, og vesturs. Þegar komið er norður á brún skarðsins, sést yfir Svínadalinn, norður um Kjós og Hvalfjörð.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar horft er niður í Svínadalinn, sést hvernig slóðinn fer í mörgum hlykkjum niður með giljunum, í snarbratta. Þetta er ekki fýsilegur slóði til að aka bílum eftir, en þó hefur það verið gert, en ekki er mælt með því. Ef menn reyna, og sleppa óskaddaðir niður í Svínadal, er þrautin ekki unnin, því þar taka við mýrar með tilheyrandi bleytum. Betra er að aka sömu leið til baka niður Þverárdal…“
Útsýnið úr Svínaskarði til suðurs og vesturs er stórbrotið. Þaðan má sjá svo til allan fjallahring Reykjanesskagans, að Þórðarfelli og Súlum í vestri og allt að Skeggja norðan Hengils.
Í bakaleiðinni var rakin gamla gatan er að framan er lýst, spölkorn niður úr Svínaskarðinu, áður en haldið var til baka um Þríhnúkana. Vestar er Skánardalur. Í honum er falllegur foss. Við fossinn eru háir stuðlabergsstandar. Með hliðsjón af árstíðarskiptunum mátti á áþreifanlegan hátt bæði skynja, heyra og finna muninn; annars vegar á leiðinni upp í Svínaskarð um Sumarkinn og hins vegar á leiðinni niður um háhlíðar Móskarðshnúkr. Veturinn vék skyndilega fyrir vorinu á u.þ.b. 3 metra kafla og sumarið tók við, ekki einungis með snjóleysi heldur og sól og il. Lóan lét í sér heyra og hópar liðu um loftin. Sumarbyrjunin lofar góðu.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnastofnun.
-Örn H. Bjarnason.
-Mbl. 24. sept. 2003 – Jóhannes Tómasson.
-Gunnar Sæmundsson.
-Ísafold 12. janúar 1901, bls. 11.

Svínaskarð

Dysin í Svínaskarði.

Gapi

Í Árbók HÍF 1930-1931 má lesa eftirfarandi um hella á Strandarhæð sem og í Krýsuvíkurhrauni (Klofningi) úr „Lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna“ eftir séra Jón Vestmann, 1840.
Saengurkonuhellir HerdisarvikHerdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteins-fjöllunum, engir eru þar hellirar eður stórgjár; — þó er þar 1 hellir, kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn; þessi hellir er annars ekki stór. Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: a. Strandarhellir, rúmar 200 fjár. b. Bjargarhellir, álíka stór. c. Gapi, tekur um 60 kindur. d. Vestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir, og bezta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina, svo alltíð má beita fé undir vind, af hverri átt, sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum; er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum. Fyrir hér um bil 100 árum, eður má ske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík, að nafni Arngrímur, mig minnir: Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hndr. Hann hafði fé sitt við hellir þennan. Hann skyldi hafa átt 99 ær grákollóttar. Systir hans átti eina á, eins lita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni en hún yfirlét honum ána, sárnauðug.
Strandarhaed-22Sama veturinn, seint, gjörði áhlaupsbil, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá allt hans fé fram af Krýsuvíkurbergi, hér og þar til dauðs og algjörlegs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið, en vindurinn rak til hafs. — Í hengisfönninni framan í bergbrúninni stóð Grákolla alein, er hann fékk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fénu. Tekur hann ána þá og reynir í þrígang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niðurfyrir, en jafnótt og hún losnaði í hvert sinni við hendur hans, brölti hún upp að hnjám honum. Loksins gaf hann frá sér, og skal hafa sagt löngu seinna, að útaf á þessari hefði hann eignazt 100 fjár. — 

Strandarhaed-23

Þetta hefi ég að sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. — Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og murði hann í sundur, og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.
Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, byggði nýbýlið Læk, aldeilis að stofni, átti margt fé, hélt því við áður-nefndan hellir, en þar honum þótti langt að hirða það þar, byggði hann þar annan bæ, dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi, af- og al-þiljuðu, með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús.
Strandarhaed-24Byggði hann hús þetta framan við hellirsdyrnar og rak féð gegnum göngin útúr og inní hellirinn.
Hlóð af honum með þver- vegg, bjó til lambastíu með öðrum; gaf þeim þar, þá henta þótti; bjó til jötur úr tilfengnum hellum allt í kring í stærri parti hellirsins; gaf þar fullorðna fénu í innistöðum (sem verið mun hafa allt að 200m eftir ágetskun manna). Flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn, á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfellt yfir kindum sínum, aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp, yfir sjötugt, og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár á baki.“
Strandarhaed-25Í
„Þjóðsögur og munnmæli” – Sagnir frá Strönd í Selvogi, segir m.a.: „Á Strönd í Selvogi, sem nú er eyðisandur, var áður stórbýli. Átti þá jörð fyrrum Erlendur lögmaður sterki (d. 1312) og frændbálkur hans, þeir Kolbeinsstaðamenn, svo öldum skipti, og bjuggu þar jafnan höfðingjar. Síðastur höfðingja og sagnamestur, er þar bjó, var Erlendur lögmaður Þorvarðsson (d.1575). Var Strönd annað höfuðból hans, en hitt Kolbeinsstaðir í Hnappadal. Á Kolbeinsstöðum bjó Erlendur fyrri hluta ævi sinnar, og þar var það, að sagt var, að hann hefði átt mök við álfkonu og getið við henni barn. Var og Erlendur kallaður bæði fjöllyndur og forneskjumaður, skapstór og vígamaður var hann mikill. Þegar hann bjó á Strönd á efri árum sínum, var hann svo ríkur, að hann átti sex hundruð ásauðar. Af þeim gengu 2100 með sjó á vetrum og höfðu þar borg við sjóinn, og geymdi þeirra einn maður.
Strandarhaed-26Önnur 200 gengu upp á Völlum hjá Strandarborg, sem nú (1861) er lítil rúst, og geymdi þeirra annar maður. Þriðju 200 gengu á Strandarhæðum við Strandarhelli upp undir heiði, og geymdi hinn þriðji maður þeirra. Sauðirnir gengu uppi í heiði. Eitt kvöld hafði smalinn við Strandarhelli, sem oftar, byrgt allt fé, sem þar var, inni í hellinum, en um morguninn vantaði eina á, og varð þá lögmaður mjög reiður og sagði, að ána mundi hafa vantað um kvöldið. Smalinn þrætti þess. Lét þá Erlendur afhýða smalann, en aðrir segja, að hann hafi drepið hann. Litlu síðar fréttist, að ærin hefði Strandarhaed-27einn morgun verið inni í byrgðum fjárhelli á Hlíðarenda í Ölfusi.
Þóttust menn því vita, að hellar þeir næði saman, og var því hlaðið í þá gaflhlað. Annar smalamaður eða þá sveinn Erlends lögmanns, er sagt, að eitt sinn hafi rekið spjót sitt ofan í jörðu. Kom þá sandur upp á oddinum. Sagði sveinninn þá, er hann sá það, að sú jörð mundi verða eyðisandur. Lögmaður svaraði: „Það skaltu ljúga!” Sveinninn stóð fast á þessu, en Erlendur reiddist og sagði hann skyldi fá laun fyrir hrakspá sína og vildi vega hann. Hljóp þá sveinninn undan norður um tún, en Erlendur náði honum og drap hann við háan hól fyrir norðan túnið. Sá hóll heitir síðan Víghóll enn í dag. „Skúta” hét tólfæringur, er fylgdi Strönd í Selvogi langa ævi. Hafði Skúta lag á Strandarsundi, hversu mikið brim sem var. Aðrir segja, að þau ummæli hafi fylgt Strandarsundi, að þar kæmi alltaf lag á nóni, enda var Strandarsund kallað bezta sundið í Selvogi þangað til það grynntist, af því að sandfok barst ofan í það. Nú er það ekki tíðkað, en þó haldið allgott.
Selvogur-562Það var mörgum árum eftir andlát Erlends lögmanns, nær 1632, að Skúta fórst. Er svo sagt, að næstu nótt áður en það varð, gæti einn af hásetunum á Skútu ekki sofið, fór hann því á fætur og gekk ofan til nausta. Stóðu þar tvö skip, sem gengu í Strandarsundi þann vetur. Var það Skúta og annar tólfæringur, sem Mókollur hét. Þegar hásetinn kom til naustanna, heyrði hann, að skipin töluðu saman. Mókollur byrjaði:
„Nú munum við verða að skilja á morgun.” „Nei,” sagði Skúta, „ég ætla ekki að láta róa mér á morgun!.” „Þú mátt til,” segir Mókollur. „Ég læt hvergi hræra mig,” sagði Skúta.
Arngrimshellir-21
Formaður þinn skipar þér þá í andskotans nafni,” segir Mókollur.
„Þá má ég til,” segir Skúta, „og mun þá ver fara.” Síðan þögnuðu þau. Maðurinn gekk heim og var þungt í skapi, og lagðist niður.
Um morguninn eftir var sjóveður gott, og bjuggu menn sig til róðrar. Maðurinn, sem heyrt hafði til skipanna samtal þeirra um nóttina, sagðist vera veikur og ekki geta róið og bað formann að róa ekki. En ekki tjáði að nefna slíkt. Hvorar tveggja skipshafnirnar fóru nú að setja fram, og hljóp Mókollur greiðlega af stokkunum, en Skútu varð hvergi mjakað úr stað, og hættu menn við að setj hana fram. En þegar þeir höfðu hvílt sig um hríð, kallaði formaður þá aftur og bað þá leggja á hendur í Jesú nafni, eins og hann var vanur, en ekki gekk Skúta enn. Reyndu þeir í þriðja sinn og gekk ekki um þumlung.
Gvendarhellir-21Þá reiddist formaður og kallaði menn í fjórða sinn og sagði í bræði sinni: „Leggið þið þá hendur á í andskotans nafni!”
Hlýddu þeir því, og hljóp Skúta þá svo hart fram, að menn gátu varla fótað sig. Nú var róið í fiskileitir. Þegar á daginn leið, gerði aftakabrim og fóru menn í land. Tólf-æringarnir frá Strönd sátu í lengra lagi, en fóru svo heim. Þegar þeir komu að sundinu, mælti formaður Mókolls: „Nón mun ekki vera komið og skulum við bíða við.”
Formaðurinn á Skútu sagði, að nón væri liðið, og þrættu þeir um það, þangað til Skútuformaðurinn staðréð að hleypa út að Herdísarvík og fór af stað. Rétt á eftir kom lag. Þá kallaði Mókollsformaður: „Nú er Skútulag.” Skútuformaður heyrði það ekki og hélt áfram út í Herdísarvík og hleypti þar að í Bótinni, en svo var brimið mikið, að Skúta stafnstakkst þar og fór í spón. Drukknuðu menn allir.
Gardur-21Mókollur naut Skútulags á Strandarsundi og komst með heilu og höldnu til lands. Þá sagði maðurinn frá því, er fyrir hann hafði borið um nóttina. (Að mestu eftir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861)
Það er tekið til þess, hvað lítið sé um hrafna um vetrarvertíðina á Garðinum, þvílíkur sægur sem þar sé af hröfnum endranær, svo sem haust og vor. En sú er saga til þess, að í fyrndinni var dæmafár hrafnagangur suður í Garði, svo þeir rifu allt og slitu, hvort sem það var í görðum, í hjöllum, króm eða byrgjum. Stefndi þá einn af bændunum þar í Garðinum hröfnunum í burtu um vertíðina og austur í Krýsuvík og Herdísarvík, og síðan hefur varla sézt hrafn í Garðinum um vertíðina, því síður að hann hafi gert þar skaða. En því stefndi bóndinn hrafnavaðnum í Krýsuvík og Herdísarvík, að hann átti Krýsuvíkur-bóndanum eitthvað illt upp að inna, gott ef hann hafði ekki stefnt hröfnunum frá sér haust og vor suður í Garð.
Strandarhaed-28Það hafa vermenn sagt mér, að þeir hafi oft mætt hröfnum, þremur og fjórum í hópum, er þeir hafa farið suður á veturinn. (Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1662-64)“
Hér að framan er blandað saman, annars vegar sóknarlýsingum og þjóðsögum. Margir taka sannleiksgildi hins fyrrnefnda oftar framm yfir hið síðarnefnda, en þótt ótrúlegt megi ber hvorutveggju ótrúlega oft saman þegar kemur að áþreifanlegum minjastöðum, a.m.k. á Reykjanesskaganum. Hér að ofan má t.d. sjá opið á Bjargarhellisskjóli, en skv. sögnum ætluðu Selvosgbúar þangað að flýja léti „Tyrkinn“ sjá sig aftur eftir 1627.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 43. árg. 1930-1931, bls. 76.
-Fréttaveitan, fréttarbréf Hitaveitu Suðurnesja, 150. tbl., 7. árg., 1. nóv. 2000, bls. 4-5.

Strandarhæð

Strandarhæð – uppdráttur ÓSÁ.

Sængurkonuhellir

Í örnefnalýsingu GS fyrir Herdísarvík segir m.a. af gömlu alfaraleiðinni til vesturs;
„Alfaravegurinn Klifshaedarhellirgamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“
Áður hafði Klifshæðin verið skoðuð og þá fannst hellir í grónu jarðfalli. Við opið var emileraður koppgjörningur. Nánari skoðun á þessum helli gaf til kynna áhugaverða yfirborðshraunrás með þrengingum og ýmsum sætindum, litadýrð og dropsteinum.
HrutVið nánari leit í Klifhæðinni austanverði kom í ljós tilgreindur hellisskúti er reyndist vera um 30 m hraunrás. Opið er tiltölulega lítið (um 1.00×0.60 cm), nokkra metra austan við götuna og er það greinilega merkt með litlum skófvöxnum vörðum. Skjólið er manngegnt undir opinu, en lækkar er
inn dregur. Þetta skjól virðist hafa verið þekkt fyrrum þótt það sé alls ekki augljóst í dag, þrátt fyrir vörðunefnurnar.
Með í för var Guðni Gunnarsson, núverandi formaður Hellarannsóknarfélags Íslands.

Heimildir m.a.:
Gísli Sigurðsson – Örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

 

Skútaklettur

Skútaklettur var fyrrum hornmark á landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness. Kletturinn, eða steinninn öllu heldur, er skammt vestan gatnamóta Dalssmára og Arnarsmára í Kópavogi. Í bókinni „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“ eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er fjallað um „landamerkjalýsingar og örnefnaskrár„. Þar segir um Skútaklett:
„Hornmark Arnarness, Kópavogs og Fífuhvamms er í öllum lanamerkjalýsingum þessara jarða Skútuklettur og á hann að vera merktur stöfunum L.M. Skútinn (sem Skútaklettur er kenndur við) er norðan í Nónhæðinni.“

Skútaklettur

Skútaklettur.

Í „Örnefnalýsingu fyrir Arnarnes„, sem Ari Gíslason skráði, er getið um Skútaklett:
„Jörð í Garðahreppi næst norðan Hofstaða. Upplýsingar gaf Gísli Jakobsson á Hofstöðum og Guðmundur Ísaksson frá Fífuhvammi.
Móti Garðakirkjulandi eru merkin Arnarneslækur upp undir Stórakrók, úr því keldudragi, sem þar er, svo beint yfir mýrina upp í Dýjakrók. Arnarnes heitir svo nesið, sem gengur hér fram milli Arnarnesvogs að sunnan og Kópavogs að norðan. Litla-Arnarnes heitir svo nefið sunnan við brúna á Kópavogslæk; þar var móhellubakki.

Skútaklettur

Skútaklettur – LM.

Svo eru merki móti Kópavogi varða á Skotmóa, þar sem hann er hæstur, sunnan við brúna á Kópavogslæk, svo um holtið norðanvert, sem er sunnanvert við Grænadý. Þar á miðri hæðinni er á merkjum Skútaklettur, en upp undir hann nær Skotmóinn. Skútaklettur er suður af svonefndri Engjaborg. Þegar landið hækkar, tekur við Nónhæð. Á henni eru Tvísteinar að sunnanverðu; þar undir, norðan við Arnarneslæk, er Borgarmýri. Þar var tekinn mór. Gvendarbrunnur er á há-Arnarneshálsi.“

Í „Fornleifaskrá Kópavogs„, endurskoðuð 2019, er sagt að hornmarkið sé horfið. Þó segir að „Skútaklettur er oft nefndur í landamerkjaskjölum 1870 – 1890.“ (Örnefni í bæjarlandi Kópavogs).

Heimildir:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, landamerkjalýsingar og örnefnaskrár, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, bls. 26-28.
-Örnefnalýsing fyrir Arnarnes – Ari Gíslason skráði.
-Fornleifaskrá Kópavogs, endurskoðuð, 2019.

Skútaklettur

Skútaklettur – staðsetning.

Reykjanes

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók MBL 13. júní 1926:  “Fæstir Reykvíkingar þekkja hið eiginlega Reykjanes, þó undarlegt megi virðast. Er óhætt að fullyrða, að  margir hafi dvalið hjer langvistum í höfuðstaðnum, án þess að vita, hvar á Reykjanesskaga hið einkennilega Reykjanes er; en það er skagatotan syðst og vestast á Reykjanesskaga, þar sem vitinn mikli, þar sem Vigfús Grænlandsfari var vitavörður um langt skeið. En hann hröklaðist þaðan í fyrra, og er sagt að hann, eða einkum fjölskylda hans, hafi verið búin að fá nóg af þarvistinni, jarðskjálftunum og erfiðleikunum á Reykjanesi.
Grindavík á fyrri hluta 20. aldarÁ Reykjanesi er einhver einkennilegasta og stórfenglegasta náttúra, sem þekkist hjer í nágrenni. Þar er land alt hrauni þakið, gígar margir og gróður lítill eða enginn. Þar eru þverhnýptir fuglaklettar í sjó fram. – Í sjávarhamrana eru hellrar miklir og merkilegir. Á felli einu bröttu stendur vitinn, hár og reisulegur, en úr umhverfinu rýkur, þegar kyrr veður, eins og það væri alelda.
Þar er litli Geysir. Hann gýs hátt með mikilli gufu, og hinn heljarmiklu leirhver, Gunna, sem verið hefir spök um hríð, en er nú að rífa sig. Og þar eru jarðskjálftar svo tíðir, að heimafólk á vitavarðar-bústaðnum tekur eigi til þess, þó að húsgögn leiki þar á reiðskjálfi, og rúður skrölti í gluggum.

Strönd Reykjaness

Frá Reykjanesi er rösk tveggja tíma ferð til bygða, hvort heldur er farið austur á bóginn til Grindavíkur, eða norður til Hafna. – Sjaldan er gestkvæmt á Reykjanesi, enda þess eigi að vænta að vetri til; en á sumrin væri ætlandi, að margir Reykvíkingar kysu, heldur að skussast með bifreið suður í Grindavík eða Hafnir og ganga síðan um hin einkennilgegu hraun, 2-3 tíma ferð út á Reykjanes, heldur en gleypa hjer göturykið í Reykjavík um helgar og góna á náungann. Þeir, sem eru allra fótlatastir, gefa fengið sjer hest, þar sem akveg þrýtur. En að því er lítill flýtisauki, því vegurinn er ljelegur.
Margur farkostur hefir strandað á suðurströnd Reykjaness, og margur sjógarpur látið líf sitt í þeim ægilega brimgarði, þar sem öldur úthafsins skella á sundurtættum hraunhömrunum.
Í vetur sem leið drukknuðu margir vaskir drengir í lendingunni í Grindavík. Það var á björtum sólskinsdegi; og gátu menn notið góðviðris og sleikt sólskinið hjer inni í Reykjavík, þó svona væri þar.
Skamt frá Járngerðarstaðahverfinu liggur togarinn Ása, fáar skipslengdir frá fjöruborði. Er búist við, að hún náist út með stórstarum. Það er að segja, eftir því sem björgunarmenn segja. En Grindvíkingar voru lengi vel vantrúaðir á, að hægt væri að ná skipi á flot, sem hefði haft þar jafn náin kynni af ströndinni, eins og Ása.
Á rekafjöru frá Grindavík vestur að Reykjanesi, verður fyrir augum manns margskonar hrygðarsjón. En í því umhverfi, sem þar er, blandast hrygðin lotningu fyrir stórfenglegum náttúruöflunum.
Fyrir ströndinni er víða hár sjávarkambur, þar sem eigi hamrar ganga í sjó fram. En þeim, sem aldir eru upp við norðlenska firði, þykir hjer vera allmjög á annan veg, en þar er títt. Þar eru sjávarkambar úr smágrjóti og möl, svo greiðfærir, að hægt er að ríða þá í fleng, á hvötum, fótvissumhesti. En hjer er kamburinn margra metra hár úr stórgrýti, sem hestar geta vart fótað sig á, hvað þá heldur meira.
Gígur HáleyjarbunguSlíkur er aflsmunur brimsins, er hefi verið að verki hjer og norður þar, enda er reynsla fyrir því, að sunnlenska brimið rótar björgum til, sem eru tugir tonna að þyngd.
Í túnfætinum í Staðarhverfi skamt vestan við Járngerðarstaði, er skrokkur af enskum togara. Spölkorn þaðan, vestan við, fórst færeyska skútan í hitteðfyrra, þar sem allir skipverjar týndust og ekki fanst örmul af, nema þóftubátur með nafni skútunnar og annað smábrak. -Svona mætti víst lengi telja.
Meðfram allri ströndinni liggur mikið vogrek, og mest er það unninn viður, og á því sennilega hver spýta sína sögu, í sambandi við slys og tjón. Þar eru á hverju strái allskonar skarn; beiglaðar, ryðgaðar járnplötur, dunkar, tunnur, skipskörfuræflar, og á löngu svæði er nú meðfram götuslóðinni við ströndina sáld af flöskutöppum. Einkennileg tilbreyting í viðurstygð eyðileggingarinnar, sem lýsir sjer í öllu brakinu. Ósjálfrátt rennir maður huganum til íslensks sjávarútvegar, til þess, hve lífskjör og lífsbarátta er hörð, þar sem hver fjölskyldumaður á lífsuppeldi sitt og sinna að sækja yfir brimgarð sem þenna.
Skömmu áður en komið er út að Reykjanesvita, er farið fram hjá gígbungu einni, Háleyjarbungu. Er gígur þessi, (að sögn Þ.Th), um 440 fet að þvermáli, og tæp 150 fet á dýpt.
Gunna á ReykjanesiÞegar þangað kemur, blasa við reykir hverasvæðisins. Er vegurinn sæmilega greiðfær, sem eftir er, og er maður brátt kominn inn á hverasvæðið. Til vinstri handar við götuna er Litli-Geysir. Hann gýs ört, og fer vatnsstrókurinn stundum 3 til 4 metra í loft upp. Hann gýs sjávarvatni, og er þó um 100 fet yfir sjávarmál. Rjett við hann er leirhver einn mikill. Í honum vellur gráleit eðja og gýs upp úr skálinni, en slkákkar á milli, og er skálin eða gjótan þá þur og alt með kyrrum kjörum stundar korn, uns nýtt gos byrjar.
Spölkorn norðar er hin nafntogaða Gunna, einhver mesti og “helvítlegasti” leirhver á landinu, í  orðsins upprunalegu merkingu, enda valdi hinn fjölkunnugi Eiríkur á Vogsósum Gunnu sem hentugast sáluhlið handa þeim, sem hann útbjó greiðan gang niður til þess neðsta.
Gunna er eigi ein samfeld hveraskál, heldur er það mikill leirpyttaklasi, sem ber þetta nafn. Er jörðin þar öll sundursoðin, og þarf að gæta varúðar, til þess að sleppa ekki ofaní sjóðheita eðjuna. Er hitinn svo mikill þarna í jörðinni, að þó eigi sjeu nema smágöt á hraunskorpu, sem eimir úr, er sem maður bregði hendi í eld logandi, þegar brugðið er fingri fyrir holuna.
Jarðvegur er mjög lítill á hverasvæðinu. Blóðberg er aðalplantan, sem þar vex, – þar sem annars nokkuð getur vaxið fyrir brennisteini eða hita.
Reynt hefir verið eitthvað að leita þarna að verðmætum efnum, en um árangur er mjer ekki kunnugt. En margt er þar í jörðu merkilegt að skoða. Sagt er, að námurjettindi hafi þar verið seld fyrir 50 krónur.
ValahnúkurSögusögn er um það, að um þessar slóðir sje einhversstaðar hin víðfræga jarðskjálftagjá Páls Torfasonar; en á því veit jeg eigi deili. En gjár eru þar svo margar, og jarðskjálftar sennilega óvíða tíðari í heiminum, svo mjög er eðlilegt, að velja slíkum merkisgrip þar samastað.
Gamli Reykjanesvitinn stóð á hinum svo nefnda Val[a]hnúki. Er það móbergshóll, eð aöllu heldur leifar af hól, því ekki er nema endinn eftir, sem eigi á langt eftir ólofað á jarðfræðivísu, því sjávarbrimið er langt komið að eyða honum.
Uppi á röndinni, skamt frá sjávarhamrabrúninni, var vitinn reistur, áttstrendur turn úr hraungrúti, segir Þ.Th., og loftsvalir yfir, en þar upp af voru ljóskerin, er Danir gáfu, og kostuðu 12 þús. kr.
En sífelt hrundi úr berginu, því um sjávarborð er bergið lint. Eru þar því hellar miklir og merkilegir. Jarðgöng hafa þannig myndast gegnum einn hluta Valahnúks. (sjá mynd). Er afar einkennilegt um fjöru, að standa niðri í stórgrýtinu framanvið bergið, með hafrótið hvítfyssandi á aðra hönmd, og gínandi hellisskúta á hina.
Mávar verpa í berginu, og eru gæfir um þessar mundir.
Það þótti eigi tryggt að hafa vitann lengur á Valahnúk. – Bergið gat hrunið í sjó fram við einhvern jarðskálftakippinn; – því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli. Er það hóll álíka að gerð og Valahnúkur, nema hvað hann er heill, því hann sendur inni í landi. Heill er e.t.v. of mikið sagt, því þarna er helst alt sprungið og vitinn sá nýi hefir sprungið, – þó hann sje hinn rambyggilegasta smíði. Hann er um 30 metra hár. Hellir í ValahnúkUppi undir ljóskeri er vitavarðaherbergi. Þar verður að vera vörður alla stund meðan ljós er á vitanum. Má geta nærri, að það er eigi viðkunnanleg staða þegar jarðskjálftar eru mjög tíðir og regnskúrir, að kúldast þarn uppi í 30 metra háum turninum, uppi á 40 metra háum hólnum, þegar turninn diglar eins og “reyr af vindi skekinn.”
Eins og nærri má geta, er hið ágætasta útsýni úr vitanum inn yfir Reykjanesskaga og langt á haf út.
Undir Vatnsfelli er Vitavarðabústaðurinn. Þar er nú Ólafur Sveinsson vitavörður. Hann var ekki heima er við komum þangað fjórir um daginn, Þjóðverjar tveir, málarinn Wedepohl, Lubinski blaðamaður, Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður og jeg.
Er við höfðum virt fyrir okkur það helsta, sem markvert er í umhverfinu, komum við þar heim og fengum hinar bestu viðtökur.
-Mikið höfðu útlendingarnir undrast öll þau náttúrufyrirbrigði, er fyrir augu voru bar; hefir Lubinski nýverið farið um Sahara, Túnis, Algier, Spán, Frakkland og víðar. – Aldrei kvaðst hann hafa komið á jafn undraverðan stað og þenna. Ein eitt var undrunarefni hans enn, og það var að finna þarna úti í auðninni, aðra eins framleiðslu við kaffiborðið og hjá konu vitavarðarins, og jafn skýran og frjálsmannlegan pilt og son vitavarðar, 13 ára gamlan, er fylgdi okkur um nágrennið. Svona er ekki unglingarnir í Nýi vitinn og gamla vitavarðahúsiðborgunum okkar á Þýskalandi, sagði hann, enda fá þeir annað uppeldi en hjer fæst í þessu mikilúðga umhverfi.
Er við voru að standa upp frá kaffiborðinu, heyrðust alt í einu drunur miklar svo undir tók, og á vetfanfi ljek alt á reiðskjálfi. Útlendingarnir skimuðu og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en við Ragnar þóttumst heimavanir og sögðum rjett sísona, að þetta væri ekki annað en jarðskjálfti, rjett eins og við hefðum pantað hann sem síðasta númer í skemtiskránni.
Til allrar hamingju voru þeir ekki búnir að heyra um gjána hans Páls, annars hefðu þeir haldið, að nú hefði einhver dengt í hann grjóti þeim til skemtunar.”

Heimild:
– Reykjanes – Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur. Lesbók Morgunblaðsins 13. júní 1926, bls. 4-6 (V.St).

Reykjanes

Reykjanes – JÓH.

Skógrækt

„Síðasta dag sumars árið 1946, nánar tiltekið þann 25. október, mætti 21 Hafnfirðingur til fundar þar sem ákveðið var að stofna Skógræktarfélag Hafnarfjarðar.
smalahvammur-222Mætingin var nokkuð lakari en fundarboðendur reiknuðu með því þá þegar höfðu 100 Hafnfirðingar gerst félagar í Skógræktarfélagi Íslands sem var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Skógræktarfélag Íslands hafði sinnt ræktunarstörfum á suðvesturhorni landsins frá stofnun félagsins en vorið 1946 var ákveðið að stofna sérstök félög í Reykjavík og Hafnarfirði í anda þeirra héraðsfélaga sem störfuðu víða um landið. Markmiðin sem lögð voru til grundvallar stofnun nýja skógræktarfélagsins voru háleit eins og kom fram í lögum þess:
Tilgangur Skógræktar-félags Hafnarfjarðar er að vinna að trjárækt og skógrækt í Hafnarfirði og nágrenni og auka skilning og áhuga Hafnfirðinga á þeim málum.
Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skógrækt og trjárækt, með útbreiðslu ársrits Skógræktar-félags Íslands, fyrirlestrum, myndasýningum og öðrum leiðbeiningum. Félagið ætlar að greiða fyrir útvegun ýmissa frætegunda og trjáplantna handa félagsmönnum.

Ingvar Gunnarsson

Ingvar Gunnarsson (1886-1961).

Á stofnfundinum var ákveðið að allir hafnfirskir ársfélagar og ævifélagar í Skógræktarfélagi Íslands, skyldu teljast félagsmenn í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, frá og með 1. janúar 1947.
Helmingur þeirra sem sátu stofnfundinn voru kosnir í embætti á vegum félagsins. Þar á meðal voru Jón Magnússon (1902-2002) frá Skuld í Hafnarfirði sem tók að sér starf gjaldkera og sinnti því árum saman. Þorvaldur Árnason skattstjóri var meðstjórnandi til að byrja með en tók við formennskunni af Ingvari Gunnarssyni árið 1948 og gegndi embættinu til ársins 1954. Jón Gestur Vigfússon bókari var fyrsti ritari félagsins og tók síðan við formennskunni af Þorvaldi árið 1954 og sinnti því starfi til 1958, þegar séra Garðar Þorsteinsson tók við formanns embættinu. Hann var formaður til ársins 1965. Þessir fjórir menn lyftu grettistaki og fóru fyrir áhugasömu skógræktarfólki á fyrstu árum félagsins, þegar mest á reyndi að sýna og sanna að skógrækt væri möguleg í upplandi Hafnarfjarðar.
smalahvammur-223Staðreyndin var sú að ekki höfðu allir bæjarbúar trú á að skógræktaráhuginn ætti eftir að endast lengi. Það blés ekki byrlega til að byrja með og reyndi verulega á þrautsegju og þolgæði þeirra sem stýrðu málum af hálfu Skógræktar-félagsins. Þar munaði miklu um þekkingu og dugnað frumkvöðlanna sem létu ekki deigan síga þó svo að á móti blési. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri átti sæti í stjórn félagsins fyrstu fjögur árin. Hann var kunnur af störfum sínum við uppgræðslu landsins og þekkti betur til en flestir aðrir. Að ráði hans var leitað til bæjaryfirvalda og óskað eftir landi til ræktunar við Hvaleyrarvatn, í svonefndum Vatnsenda neðan við Beitarhúsaháls og Húshöfða. Þegar til átti að taka vorið 1947 var mikil kuldatíð og útlitið við Hvaleyrarvatn allst ekki nógu gott. Gunnlaugur stakk þá upp á því að reynt yrði að fá leyfi til að girða af nokkra hektara nyrst í Gráhelluhrauni, skammt frá Lækjarbotnum. Hann taldi að þar yrði vænlegt að planta út trjám, þrátt fyrir kuldann, og hann hafði rétt fyrir sér.

Jón Magnússon

Jón Magnússon (1902-2002).

Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði var hörkudulegur og vanur að taka til hendinni. Jón hafði fengið úthlutað landi í Smalaskálahvammi í Klifsholti árið 1945 sem hann girti og hófst handa við að stinga niður rofabörð og bera á þann gróður sem fyrir var. Hann breytti á nokkrum árum grýttu holti í ræktanlegt land og plantaði út furu, greni, birkitrjám og fleiri tegundum sem hann komst yfir. Jón breytti þessum ofbeitta hvammi í sannkallaðan sælureit á nokkrum áratugum og sýndi fram á að þetta var kjörið land til ræktunar. Smalaskáli ber Jóni og fjölskyldu hans gott vitni og það er ljóst að hann og ættmenni hans eru með græna fingur, eins og frægt er. Nægir að nefna gróðrastöðina Skuld sem Jón stofnsetti árið 1952. Gróðrarstöðin útvegaði Hafnfirðingum og íbúum helstu nágranna byggðarlaga fjölbreyttan trjágróður um langt árabil og þar ræktað Jón m.a. beinstofna birkitré sem sett hafa svip á garða um allan bæinn.
Í trjálundinum í Smalahvammi er m.a minningarsteinn um eiginkonu Jóns, Elínu Björnsdóttur (1903-1988).
Jón í Skuld tók að sér að annast girðingavinnuna í Gráhelluhrauni og fékk til liðs við sig þrjá unga menn sem girtu 7 smalahvammur-224hektara spildu vorið 1947. Gunnlaugur sandgræðslustjóri útvegaði girðingaefnið, en á þessum tíma var afar erfitt að fá girðingarefni nema til að girða lönd bænda, enda voru höft á öllum innfluttum vörum.
Fyrsta gróðursetninga-ferðin í Gráhelluhraun var farin 27. maí 1957. Bæjarbúar fjölmenntu og meðal þeirra sem tóku þátt í þessari fyrstu gróðursetningu í hrauninu voru kennarar, prestar, læknar, embættismenn, fiskverkafólk, sjómenn, húsmæður og börn. Flestir voru í sínu fínasta pússi enda um helgidag að ræða. Fjölmargir vildu leggja sitt af mörkum til að klæða landið skógi og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður í hraunið. Þetta var erfitt starf og þurfti að útbúa sérstaka haka til að koma plöntunum niður í hrjóstrugt hraunið.
Lautirnar í Gráhelluhrauni reyndust skjólgóðar og vel lagaðar fyrir skógrækt eins og Gunnlaugur sá fyrir.

Gunnlaugur Kristmundsson

Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949).

Fyrirkomulag útplöntunarinnar var með þeim hætti að þarna áttu að vera falleg rjóðrur umkringd trjágróðri sem gæti brotið vindinn og skapað skjólsæla unaðsreiti fyrir íbúa bæjarins og aðra sem vildu njóta þess sem skógurinn hefði upp á að bjóða. Vissulega stórfenglegt markmið og þetta vor var sá grunnur lagður að ræktun sem hefur skilað gjörbreyttri ásýnd þessa hluta bæjarlandsins.
Stjórnarmennirnir Þorvaldur Árnason, Jón Gestur Vigfússon og Jón Magnússon voru dugmiklir félagsmenn á upphafsárunum og unnu af miklum krafti að ræktuninni og öflun styrkja frá fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum. Þegar Ingvar Gunnarsson ákvað að hætta sem formaður vorið 1949 varð Þorvaldur Árnason sjálfkrafa formaður félagsins. Stjórnarfundir voru haldnir á skrifstofu Þorvaldar á Skattstofunni frá upphafi. Fyrsta verk nýja formannsins var að fá aukið land í Gráhelluhrauni til útplöntunar. Girðingin var stækkuð og náði austur að Hraunsrétt sumarið 1949.
Framkvæmdagleðin var mikil í þessu litla félagi og afar brýnt að halda vel utan um fjármálin. Jón Magnússon í Skuld stóð sig með stakri prýði og var  manna duglegastur við að afla nýrra félaga. Á þessum tíma gerði hann út strætisvagna sem gengu milli Hafnarfjarðar og Rsmalahvammur-225eykjavíkur.
Sú saga gekk um bæinn að það fengi enginn far með strætó nema vera í Skógræktar-félaginu. Jón gerði lítið úr þessari sögu, enda orðum aukin, en honum fannst sagan góð engu að síður.
Jón í Skuld hélt tryggð við félagið alla tíð og sat í stjórn þess í 40 ár. Hann átti mikinn þátt í að félagið gat útbúið eigin græðireiti í Höfðaskógi sem var  mikilvægt framfaraskref. Hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmæli Skógræktar-félagsins árið 1986 og var sá fyrsti sem hlaut þann heiður.
Vorið 1954 urðu formannaskipti þegar Jón Gestur Vigfússon tók við af Þorvaldi Árnasyni. Jón Gestur var þekktur ræktunarmaður og hafði stundað landbætur og trjárækt í Sléttuhlíð frá sumrinu 1925. Á aðalfundinum var ákveðið að fjölga í stjórninni úr fimm í sjö manns, því það þurfti að fá fleiri til að sinna starfinu enda stækkaði félagið stöðugt. Árið eftir gat félagið ráðið til sín sumarstarfsmann á launum. Sumarið 1956 voru sumarmennirnir tveir og veitti ekki af enda ætlunin að hefja girðingavinnu við Hvaleyrarvatn árið eftir.

Húshöfði

Húshöfði við Hvaleyrarvatn.

Þegar 32 ha spilda við Hvaleyrarvatn hafði verið girt vorið 1958 hófst gróðursetning með aðstoð félagsmanna Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, sem gróðursettu 7000 plöntur. Almennir félagsmenn gróðursettu annað eins þetta sumar og starfið var blómlegt.
Vorið 1958 óskaði Jón Gestur eftir því að hætta formennskunni og var séra Garðar Þorsteinsson kjörinn í hans stað. Garðar var áhugamaður um trjárækt og hafði m.a. komið sér upp glæsilegum gróðurreit í hvammi ofan við Grænugrófarlæk, sunnan Jófríðarstaða. Þegar hér var komið sögu hætti Jón í Skuld sem gjaldkeri, en Haukur Helgason kennari tók við af honum. Haukur var starfsmaður félagsins sumarið áður og vann við að planta út í Gráhelluhrauni. Hann átti eftir að koma mikið við sögu félagsins næstu árin.

smalahvammur-227

Séra Garðari fylgdu nýjar áherslur í starfinu. Ráðist var í að grisja rauðgrenið í Gráhelluhrauni fyrir jólin 1958 og bæjarbúum boðið að kaupa hafnfirsk jólatré. Garðar kom því til leiðar að félagi fékk úthlutað 56 hektara landsvæði við Stóra-Skógarhvamm í Undirhlíðum. Næstu sumur unnu drengirnir í sumarbúðunum í Krýsuvík að útplöntun í Stóra-Skógarhvammi undir stjórn Hauks Helgasonar.
Árið 1961 fékkst samþykki bæjaryfirvalda fyrir því að endurnýja girðingarnar við Skólalund í Litla-Skógarhvammi í Undirhlíðum.

Garðar Þorsteinsson

Garðar Þorsteinsson (1906-1979) og Sveinbjörg Helgadóttir (1913-1987).

Ræktunarsvæðið var á sama tíma stækkað um 30 hektara með Kúadalagirðingunni, sem náði langleiðina að Kaldárbotnum. Segja má að ræktunarsvæði í umsjón Skógræktarfélagsins hafi vaxið úr 7 hekturum vorið 1947 í 200 hektara vorið 1961, sem var vonum framar.

Séra Garðar var formaður félagsins til vorsins 1965 en þá tók Ólafur Vilhjálmsson við og sinnti því hlutverki lengst allra, eða næstu tvo áratugina.
Minningarsteinar á vegum félagsins eru orðnir þó nokkuð margir og eru á víð og dreif um ræktunarsvæðin. Það á vel við að minnast þessara fjögurra frumkvöðla í saman enda komu þeir allir að starfinu á umbrotatímum í sögu þjóðarinna. Með áræðni, bjartsýni go umfram allt skýrri framtíðarsýn áttu þeir hver á sinn hátt stóran þátt í að Skógræktar-félag Hafnarfjarðar varð öflug fjöldahreyfing á upphafsárunum og er enn í  dag eitt fjölmennasta skógræktarfélag landsins.
Þessir menn stóðu ekki einir, því þeir áttu maka, börn, ættingja og vini sem skiluðu ekki síður miklu og merku starfi smalahvammur-226til eflingar skógræktar í bæjarlandinu. Fjöldkyldur þeirra stóðu heilshugar að baki þeim og studdu þá til góðra verka. Minningarsteinar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar eru virðingarvottur við allt það merka fólk sem hefur lagt sig fram um að bæta landið með hag komandi kynslóða fyrir brjósti.“

Heimild:
-http://www.skoghf.is/greinar/84-minningarskjoeldur-4-brautryejenda-a-grahellufloet

Gráhelluhraun

Gráhelluhraun – minningarskjöldur.

Fjall

Í Huld I, bls. 52, er frásögn um Sængurkonustein „eptir handr. Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, tekin upp eptir húsfrú Katrínu Hannesdóttur á Eyrarbakka“. Í henni segir: „Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi af stórum steinum, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið, og heitir hann Sængurkonusteinn. Sagt er, að nafnið sé svo tilkomið: Til forna stóð bær austarlega undir suðurhlíð Ingólfsfjalls, er Blákollur - Sængurkonuseinn fjærhét „í Fjalli“ og var hið mesta höfðuból: 30 hurðir á járnum. Þar hafði Ingólfur fyrst byggt. Þegar sagan gerðist, bjuggu þar auðug hjón, en hörð og nísk. Eitt kveld kom þangað förukona og bað gistingar. Það var auðséð á henni, að hún mundi innan skamms ala barn; vildu hjónin því vera laus við hana og úthýstu henni; var þó hellirigning um kveldið. Hún ráfaði þá austur með fjallinu, en komst ekki nema að steininum og lét fyrirberast í skútanum. Þar ól hún barn sitt um nóttina. Bæði hún og barnið fundust þar lifandi um morguninn. Var þeim hjúkrað og hresstust við. En þess sömu nótt féll skriða á bæinn í Fjalli, og hefur síðan eigi sézt eptir af honum, nema lítið eitt af túnjaðrinum, en enn í dag heitir Fjallstún, og litlar leifar af einhverri byggingu, sem þar vottar fyrir.“
Og þá var bara að fara á staðinn, skoða aðstæður og reyna að rata á Sængurkonusteininn, sem skv. frásögninni átti að vera „austan við bæjarrústir bæjarins Fjalls“. Með það að leiðarljósi og vísan til þess í steininum ætti að vera skúti, komu nokkrir til greina, en einn þó fyrst og fremst er veitt gæti skjól fyrir rigningunni. Sá virtist í fjarlægð vera einn stærðarinnar steinn með opnum skúta í miðju, en þegar nær var komið, kom í ljós að steinbjörgin voru tvö er mynduðu skútann. Staðurinn virtist þjóðsagnakenndur á að líta, hvaðan sem á var horft. Hann féll vl við lýsinguna framangreindu; „Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið“. Ein efasemd kom þó fram; björgin gætu hafa fallið úr fjallinu eftir að munnmælasagan var skráð, sem þó var ennþá mun eldri. Svo gæti einnig hafa verið um allmörg björg, sem þarna voru nálæg.
SængurkonusteinnGengið var að tóftum Fjalls. Þar virðist kargaþýfi, en þegar betur er að gáð má sjá í tóftunum tvær merkingar um friðlýstar fornleifar, skráðar með einhverju ósýnilegu letri, sem jafnvel fólk með ágæta sjón getur ekki merkt. Augljóslega er um fornar tóftir bæjar að ræða. Þær hafa varðveist með ágætum, en vegagerð hefur gengið óþarflega nærri þeim. Minjarnar voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 (sem kvöð á landi Hellis). Í örnefnalýsingu segir: „Fjallstún; skriðurunnin hæð; leifar af túni bæjarins Fjalls. Fjallstóftir; gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður. Fjallstún, þar sem aðal túnið í Fjalli var, er nú í Hellislandi, en landamörkin eru um bæjartóftirnar. Ein tóft sést enn þá greinilega fyrir neðan veginn, en upp á hátindinum sá eg glöggt fyrir fimm húsatóftum hverjum við aðra, þegar eg var unglingur, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir þó nokkru. Líka tók eg þá eftir niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu,“ segir í örnefnalýsingu.
Niðursagna túngarðsbrotið - Hellisbrú frá 1843Brynjúlfur Jónsson skoðaði rústir Fjalls 1896: „[Skriðubungan undan Branddalsgili er] nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. Er of lítið gjört úr þeim í munnmælasögunni: “Sængurkonusteinn” í “Huld” (1. hefti bls. 52), því allvel sjer fyrir bæjarrústinni, og einnig fyrir fjóss og heygarðsrúst, sem er á austurjaðri bungunnar, efst á grasflötinni nær upp við fjallið.  Bæjarrústin er dálítið sunnar og neðar. Bærinn hefir snúið framhlíðinni mót suðaustri; en í fljótu áliti virðist þó, þegar á rústina er litið alla í einu, að hún snúi mót suðri. En það kemur af því, að byggingar hafi verið fram á hlaðinu, sem austantil ganga lengst fram; myndast þar næstum eins og lítil hólbrekka af gamalli hleðslu. …Bæjartóftin snýr hliðinni fram, og er framhúsið nálægt 10 faðma langt frá norðaustri til suðvesturs.  Dyr eru á framhliðinni vestan til miðri.  Beint inn af þeim er inngangur í bakhús, er liggur samhliða hinu, og eru dyrnar á miðri framhlið þess; það er rúml. 3 faðma langt.  Er sennilegt að það hafi upp á síðkastið verið baðstofan, en hitt framhýsi.

Hluti af tóftum Fjalls

Við báða enda bakhússins virðast vera auð svæði, sem svara mundi rúmi fyrir dálítil hús; en þessi svæði eru þó innilokuð af garði, sem staðið hefir fyrir allri bakhlið bæjarins, og myndað þannig “húsagarð”, – sem nú er kallað og tíðkast hefir á seinni öldum.  Sín tóft er við hvorn enda frambæjartóftarinnar, og snúa þær dyrum fram á hlaðið; getur verið að þar hafi verið skemma og smiðja.  Vestan í húsagarðinum sjer einnig fyrir lítilli tóft.“
Í Fornleifaskrá segir: „Vegurinn hefir legið um hlaðið, milli bæjarins og bænhússins. Hefir það haldist eptir að bærinn lagðist í eyði, því þar eru uppgrónar götur; en nú liggur vegurinn á bak við rústina. Fjósið hefir snúið nokkuð meir til austurs en bærinn. Stærð þess er ekki hægt að ákveða, því svo er að sjá, sem það hafi verið hlaðið sundur að innanverðu, – eða það hefir verið stytt, er kýr hafa fækkað. Við vestri hlið þess er ein tóft, en við eystri hliðina tvær, líklega geldneyta- og reiðhestahús. Þar á bak við er heygarðurinn. Heystæðin eru þrjú: eru tvö þeirra næstum 10 faðm. löng en hið þriðja nær hálfu styttra, því þar gengur fjóstóftin inn í garðinn.”

Álitlegur Sængurkonusteinn utan við Fjall

Þá segir: „1706: „Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.“ Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.”
1897: “Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli; svo sagði mjer Jón bóndi Árnason í Alviðru, fróður maður og vel að sjer.  Hefir þá bænahúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi það verið austast og fremst, – sem mjer þykir liggja næst að ætla, – þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.”
“Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld.  Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún” skrifar Brynjúlfur Jónsson 1897.

Af JÁM 1703 sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos er Branddalur heitir, sem þar er uppi í gilinu, en sjest ekki fyrr en að er komið.
Álitlegur Sængurkonuhellir (-skjól) ofan og austan FjallsBranddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegt að nafnið sé dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin …enn heldur [gilið] áfram að hækka bunguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún.“
Einhver meinloka virðist vera hér að framan. Í fyrsta lagi var bæjarstæðið ekki undir Branddalsgili, nema örnefnið hafi færst af gilinu ofan við rústirnar litlu vestar með fjallinu. Í öðru lagi er Fjallstún vestan við bæjarrústirnar – nema þessar rústir séu mun nýrri og gamla „j Fjalli“ hafi verið mun vestar og horfið undir skriðu, líkt og segir í gömlum heimildum.
Í fornleifaskráningunni er getið um Saumakonuhelli: „Saumakonuhellir – Hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma í bæinn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli.“
Fjallslækur er áberandi uppspretta. Þar hefur verið steypt vatnsþró ofan við þjóðveginn, beint ofan við klakhúsið, sem þar er neðan vegarins. Hins vegar var fjandanum erfiðara að staðsetja örnefnið af nákvæmni. Við þær aðstæður var ekki annað að gera en að „fá að hringja“. Fyrir valinu var Árni Erlingsson, kennari á Selfossi. Hann hefur bæði safnað miklum upplýsingum, talað við staðkunnuga og er nú fjölfróðastur manna um þetta svæði.
Möguleiki SaumastofuhellisÁrni tók umleituninni vel. Hann sagði Sængurkonustein hafa verið við þjóðleiðina vestan við Fjall og staðið hátt á efsta leitinu, sem þar er. Steinninn hafi síðan fallið í skurð sem Vegagerðin gróf ofan við veginn til að hindra árennsli vatns að honum. Sjást ummerkin enn. Eftir aðkomu margra áhugamanna, m.a. dr. Kristjáns Eldjárns og Sigurðar frá Tannastöðum, sem þá var fróðastur manna um örnefni og staðsetningar sögulega viðburða undir sunnan- og austanverðu Ingólfsfjalli, hafi steinninn verið færður upp úr skurðinum 1960 og staðsettur á litlum grasbala um 90 m austar og u.þ.b. 20 metrum norðvestan við Blákoll, stóran og áberandi grágrýtisstein ofan við þjóðveginn (6357647-2100855). Gamli reiðvegurinn hafi verið svolítið ofar í hlíðinni, eins og glöggt má sjá af umleitan. Margir seinni tíma menn hafa gjarnan viljað tekið Blákoll sem Sængurkonustein, líklega vegna þess hversu áberandi kennileiti hann er á svæðinu. Sá steinn kom hins vegar niður eftir hlíðum fjallsins í jarðskálftanum 1896 – líkt og svo margir aðrir.
Árni sagði engan skúta vera í Sængurkonuhelli, sem kom og í ljós þegar að var gáð. Hann hafi séð í bæjarblaði getið um ýmis örnefni undir Ingólfsfjalli og reyndi hann að leiðrétta sumt það í Bæjarblaðinu á Selfossi, 1.tbl. 2. árg. 1983. Þar hafi hann fjallað sérstaklega um Sængurkonustein og endurheimt hans. En vegna þess að Bæjarblaðið var pólitískt málgagn vinstri manna, sem kom honum reyndar lítið við, skrifuðu hægri menn grein í sitt blað þar sem þeir töldu þetta allt hina mestu fyrru. Eitt virtust þeir hafa misskilið málið því það snéri bara alls ekki um pólitík heldur staðsetningu áþreifanlegs örnefnis. Hann hefði hins vegar byggt á bestu og áreiðanlegstu heimildum, m.a. Sigurðar á Tannastöðum, sem þekkti landið eins og lófann á sér. Sængukonusteinn hefði verið til löngu áður en munnmælasagan var skráð af BJ og þar hafi eitthvað skolast til, bæði áttir og ástæða frávísunar aðkomukonunnar. Sigurður hafi jafnan lagt áherslu á að heimilisfólkið á Fjalli hefði verið í kirkju þegar konan kom þar að og vinnukonurnar í Saumakonuhelli hefðu einfaldlega ekki haft heimild til að hýsa hana eins og málum var fyrir komið í þá daga.
Framangreind sögufullyrðing hefur gjarnan loðað við bæi í þjóðleið og meðfylgjandi skýring hefur gjarnan fylgt í kjölfar hennar.
Skammt austan við Blákoll liggur gata upp á þjóðveginn frá Helli. Þar sem örnefnalýsingin greinir frá „niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu“ er svonefnd Hellisbrú, vegur yfir endilanga mýrina framhjá og uppfrá Helli. Þessi gata var lögð 1843 og er því eitt elsta unna vegagerðin á landinu. Um var að ræða hreppsvinnu, sem bændur voru reyndar mjög latir við að vinna.
Hleðsla undir steini við elstu þjóðleiðina undir IngólfsfjalliUm Saumakonuhelli sagði Árni að hvorki væri um eiginlegan helli né skúta að ræða. Hann væri vik milli steina, skjól með veggi á tvo vegu og vel gróna dæld á milli. Staðurinn væri ekki auðfundinn, en Sigurður (heitinn) á Tannastöðum hefði vísað honum á hann. Saumakonuhellirinn væri svo til beint upp af og nokkuð fyrir ofan steinþróna við Fjallslækjarlindina (6357878-2100059).
Þegar vettvangurinn í heild var skoðaður komu fleiri en einn staður til greina; tveir þó fremur öðrum. Lýsingin þótti þó helst passa við stórsteinabil ofarlega í neðanverðri hlíðinni (sjá mynd).
Þá var komið að því að setjast niður og gaumgæfa. Í munnmælasögunni er Sængurkonusteinn sagður austan við Fjall. Þar er á og að vera Saumakonuhellir. Stutt er þar á millum, reyndar í öfugri röð. Aðkomukonan er sögð hafa hitt fyrir vinnukonur í Saumakonuhelli, haldið för sinni áfram og lagst fyrir í Sængurkonuhelli. Skv. þjóðsögunni ætti Sængurkonuhellir að vera þar sem nú er sumarbústaður undir klettadröngum eða jafnvel svolítið austar, þó ekki of langt frá Fjalli.
Ætlunin er að gaumgæfa svæðið nánar fljótlega og þá reyna að fá Árna Erlingsson með í för. Skv. þjóðsögunum, sem jafnan hafa haft sannfærandi skírskotun, mætti ætla að „sögusviðið“ væri austan við Fjallsrústirnar, þ.e.a.s. ef þær eru sögusvið hins forna „í Fjalli“.
Þótt fyrir liggi greinargóðar lýsingar og rándýrar fornleifaskráningar er staðsetning hinna ýmsu sögulegu örnefna eða minja engu nærri hinum venjulega áhugamanni um slík efni – því miður – og það þrátt fyrir möguleika á nákvæmum staðsetningum, t.d. í SARPi. Ljóst má vera að aðkoma áhugafólks um söfnun og staðsetningu slíkra upplýsinga myndi auka áreiðanleika og verðgildi slíks gagnabanka margfalt. Þá myndu líkur á varðveislu aukast til muna sem og minnka líkur á eyðileggingu, t.d. verktaka, vegna ókunnugleika.
Hér var um frumgönguferð FERLIRs um svæðið að ræða. Endanlegt markmið er jú að reyna að varpa ljósi á mögulegar „staðsetningastaðreyndir“ þess sem getir hefur verið.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Huld I, 1890-1898, bls. 52.
-Örnefnalýsing fyrir Laugarbakka.
-Fornleifaskráning í Ölfusi.
-Árni Erlingsson, Selfossi.

Álitlegur Sængurkonuhellir austan við Fjall

Seltjarnarnes

Gengið var um sunnanverða vesturströnd Seltjarnarness með það fyrir augum að líta nokkur örnefni og nokkrar fornleifar augum, s.s. Lambastaðavör, Melhúsabryggju (eystri og vestari, Sandskarð, Fjósaklöpp, Hestastein, Hrólfskálavör, Hrólfskálabrunn (Steinabrunn), Stóruklöpp, Steinavör, Nónbjörg, Litluklöpp og Sandvík augum. Til er ágæt loftmynd af svæðinu frá 1979 þar sem Guðrún Einarsdóttir merkti inn helstu örnefnin sem lið í BS verkefni hennar við Háskóla Íslands.

Lambhusabryggja

Þegar hins vegar eru skoðaðar örnefnaskrár og fornleifaskráningar ber þar mikið á milli. Í hinum síðarnefndu virðist vera forðast að tilgreina fornleifar við ströndina (utan tveggja að norðanverðu), en í hinum fyrrnefndu ber margt á góða sem lítt virðist hafa verið haldið að bæjarbúum og gestum þeirra. Til að eyða ekki of miklum tíma frá lesendum skulu hér einungis nefnd tvö dæmi; Melhúsabryggja eystri og hlaðinn brunnur, sem líklega hefur verið við Hrólfskála I.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar miðvikudaginn 15. ágúst 2003 var m.a. fjallað um Melhúsabryggju:
Seltjarnarnes-kort-1„Tillaga um endurbyggingu Melshúsabryggju og nýtingu útivistar – Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Seltirninga. Endurbygging bryggjunnar verði fyrsta skrefið í átt að frekari fegrun og uppbyggingu í Lambastaðahverfi. Framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfis-sviðs verði falið undirbúningur um verkefnið.

Greinargerð:
Hrolfskali IÁ allra síðustu árum hefur orðið mikil vakning fyrir útivist meðal almennings. Íbúar gera kröfur um að njóta náttúrunnar þar sem hún er næst og á Seltjarnarnesi er þar oftast um að ræða ströndina. Mikið hefur verið unnið á Seltjarnarnesi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið í  
þessum málum. Nú er strandlengja höfuðborgarsvæðisins orðin hrein og er óðum að öðlast fyrri sess eitt vinsælasta útivistar og afþreyingarsvæði íbúanna.
Rök fyrir endurbyggingu Melshúsabryggju eru einnig af sögulegum og menningarlegum toga en bryggjan tengist atvinnusögu Seltirninga órofa böndum. Þá er það ekki síður brýnt af öryggisástæðum, en bryggjan er að hruni komin þar sem viðhald hennar hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Hin sögu- og menningarlegu tengsl bryggjunnar við Lambastaðahverfi eru sterk. Götunöfnin bera mörg í sér nálægðina við sjóinn auk þess sem margt minnir á grásleppu-karla er réru héðan til veiða á Skerjafirði og fiskverkun er stunduð var á túnum í kringum bryggjuna.

Seltjarnarnes - fornleifakort

Með endurbyggingu Melshúsabryggju skapast ákjósanlegur staður fyrir almenning til að stunda dorgveiðar í skjólsælu umhverfi en slík atriði eru afar mikilvæg fyrir bæjarbrag Seltjarnarness. Þá kajakræðara sem hafa á seinni árum nýtt Melshúsabryggju og sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, en vegna ástands bryggjunnar hefur mjög dregið úr því. Lengi hefur staðið til að bjarga og endurgera bryggjuna en samkvæmt áliti bæjarlögmanns frá 1998 er talið óyggjandi að hún sé eign Seltjarnarnesbæjar.“
Bryggjan er enn, átta árum síðar, í sömu niðurníðslu og fyrr. Ekki er ólíklegt að ákveðið hafi verið að gera hana ekki upp heldur láta hana standa óbreytta sem tákn um fyrri not (sem er alls ekki verri ákvörðun en hver önnur). Staðinn mætti hins vegar merkja og upplýsa áhugasamt fólk um mannvirkið, sem átt hefur sinn fífil fegurri.

Þá m.a. nefna brunninn framangreinda. Hann stendur ómerktur og án allra upplýsinga austur affrá góðu bílastæði. Hróflað hefur upp hleðslusteinum við brunnopið og tréhlemmur lagður yfir. Hins vegar má sjá gömlu brunnstéttina umleikis. Tilvalið hefði verið að endurgera þarna dæmigerðan gamlan brunn með tilheyrandi kjálkum og vindu til fróðleiks fyrir bæjarbúa og gesti.

Seltjarnarnes virðist státa af ýmsu merkilegu er gert getur bæinn miklu mun áhugaverðari hvað varðar sögu hans og minjar. Spurningin er bara hvernig ráðamenn vilja nýta sér sóknarfærin?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2003.
-Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024.
-Loftmynd 1979, örnefni unnin af Guðrúnu Einarsdóttur sem BS verkefni við HÍ.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.

Ætlunin var að ganga til norðurs eftir Núpshlíðarhálsi með það fyrir augum að skoða flugslysstað frá 1943 og staðsetja landamerkjapunkta á Núpshlíðarhorni, ofan við Gamlaveg með sjónhendingu í miðja öxl Borgarfjalls, Framfell, Selsvallaháls, Selsvallafjall og Sogadal.
Nupshlidarhals-loftmynd-21Miðað við gildandi landamerkjabréf lá markalínan eftir hálsinum frá Dágon á Selatöngum í vesturöxl Trölladyngju. Skv. því er Hraunssel vestan við línuna, eldri Selsvallaselin eru austan hennar en þau nýrri vestan og Sogasel á mörkunum. 
Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur frá 1890 segir að mörk jarðarinnar séu „sjónhending úr Dágon (Raufarkletti) … í Trölladyngjufjallsrætur að vestan.”
Með því að draga beint strik milli punktanna (sjá meðf. kort) lendir markalínan um miðja Selsvelli og þá ætti hlutinn næst Selsvallahálsi að tilheyra Krýsuvík.
Forn markavarða er uppi á Núpshlíðarhorni (sjá mynd að ofan), gróin að mestu, en þó má enn sjá efstu hleðslulögin.
Víða eru skessukatlar uppi á brúnum hálsins. LM-merki var einungis að sjá á einum stað, þ.e. á Selsvallafjalli.
Gengið verður til baka til suðurs vestan hálsins með viðkomu í fyrrnefndum seljum.

Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Núpshlíð

Núpshlíðarhorn.

 

Blesaflöt

Til vefsíðunnar berst mikill fróðleikur frá lesendum, bæði til viðbótar upplýsingum sem fyrir eru eða nýjar (gamlar) um áður ókannað efni.
En þar sem viðfangsefni FERLIRs er einungis bundið við minjar, örnefni, sögu, náttúru og Vatnshlíðarhornumhverfi í fyrrum landnámi Ingólfs (Reykjanesskagann) þarf að leggja margan fróðleikinn til hliðar. Og þótt eindreginn vilji væri fyrir hendi myndu aðstandendur vefsíðunnar aldrei komast yfir nema brot af því sem áhugavert er að kanna nánar. Viðbrögðin gefa sterklega til kynna að sambærilegar vefsíður þyrftu að vera til í a.m.k. hverjum landshluta og jafnvel víðar á afmörkuðum svæðum. Hvert, sem leitað hefur verið, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða stofnanir, hefur leitendum jafnan verið vel tekið og allflestir hafa verið tilbúnir til að aðstoða, jafnvel fyrirvaralaust. Eldra fólk virðist hvað áhugasamast þegar til þess er leitað. Ánægjulegust, að öllum öðrum stofnunum ólöstuðum, hafa þó viðbrögð og þjónustulund Örnefnastofnunar verið. En til að segja hverja sögu eins og hún er verður að koma fram að til eru steinrunnar ríkis- og sveitarfélagsstofnanir á þessu sviði sem virðast hafa dagað hafa uppi líkt og náttröll einhvers staðar á vegferðinni.

Ein tóftin

Hér skal tekið dæmi um nýlegt aðsent efni.

„Góðan daginn. Ég heiti Magnús Hákon Axelsson. Var að skoða ferlir.is og datt í hug að benda ykkur á stað einn og afskaplega óljós munnmæli um hann (sjá meðfylgjandi kort). Þegar ekið er Krýsuvíkurveg gegnum Vatnsskarð er komið niður á eitthvað sem skv. mínu korti heitir Blesaflöt. Undir hlíðinni sem blasir við þegar komið er yfir hæðina í Vatnsskarði ku vera fornmannagrafir.  

Þetta hef ég annars vegar eftir móður minni sem hafði það hins vegar eftir fjölskylduvini sem hét Sigurður Skúlason og er nú látinn. Hann hafði það eftir einhverjum öðrum, sem við vitum ekki hver var. Að vísu er afar erfitt að staðfesta eitthhvað um þetta að mér vitandi. Mamma benti mér á þennan stað fyrir eflaust 15 árum síðan, og telur líklegt að hvaða minjar sem eru þarna séu nú horfnar undir skriður úr hlíðinni.  

Ein tóftin

Það væri gaman að komast að því hvort einhverjar sagnir eru til um bardaga eða búsetu geti passað við þennan stað – eða hvort eitthvað hefur verið rannsakað þarna. Það eina sem ég hef er að þarna hafi verið grafir, en ekkert um það hvort þær voru rannsakaðar eða hve margar. Áttu þær þó að hafa verið í fleirtölu. Ef áhugi er fyrir hendi má heyra í móður minni, Ingibjörgu Hermannsdóttur, mun það verða sjálfsagt. Það kann að vera að hún lumi á einhverjum meiri upplýsingum. Og svo er spurning hvort hægt væri að finna eitthvað með málmleitar tæki þarna? Ég er tilbúinn að mæta með skóflu ef þarf.“

Ein tóftinFramangreindar upplýsingar koma heim og saman við uppgötvun FERLIRs í einni ferðinni árið 2006 þegar gengið var um Vatnsskarð og hluta Dalaleiðarinnar svonefndu. Á þeirri leið var gengið fram á  fimm litlar tóftir, ca. 120x60cm, ofan við Blesaflöt, neðan við Vatnshlíðarhorn, sem erfitt var að útskýra í fljótu bragði. Hvergi er að sjá að þeirra sé getið í skráðum heimildum.
Eldri Hafnfirðingar geta þess jafnan að hið eiginlega Vatnsskarð sé undir og norðan við Vatnsshlíðarhornið þar sem fyrst sér til Kleifarvatns af gömlu götunni (sem er nokkru ofan við núverandi þjóðveg), en ekki þar sem skarðið er merkt nú yfir Sveifluhálsinn (Austurháls), enda ekkert vatn að sjá þaðan. Sumir telja reyndar að þar hafi Markrakagil verið fyrrum, en það verið fært norðar á hálsinn þar sem meira gil er að sjá á seinni tímum.
Gamla gatanFátt eitt hefur verið skrifað um Blesaflöt undir Vatnshlíðarhorninu.. Þó má sjá eftirfarandi í Tímanum 30. mars 1939 er getið um Blesaflöt í tengslu við vegargerðina um Vatnsskarð: Við Krýsuvíkurveginn vinna nú um fimmtíu manns, tuttugu og fimm að austanverðu og tuttugu og fimm að vestan, og hefir svo verið lengst af í vetur. Þó var hætt vinnu um tíma í vetur við hann að vestanverðu, þegar veður voru verst og óhagstæðust. Að vestan er nú vegurinn fullgerður frá Reykjanesbraut í Vatnsskarð. Er nú verið að vinna í Vatnsskarði og aðalfyllingu að mestu lokið, en eftir að ganga frá vegarköntunum og ofaníburði.
Sömuleiðis er verið að undirbúa vegargerðina suður að svonefndri Blesaflöt, nokkuð norðan við Kleifarvatn. Frá enda þess hluta vegarins, sem væntanlega verður lokið á þessu ári, er vel fært bifreiðum að sumri til alla leið að Kleifarvatni. Verður síðan byrjað að leggja veginn meðfram Kleifarvatni. Að austan var vegurinn lagður suður Ölfusið síðastliðið sumar og er nú verið að vinna í hrauninu norðan við Vindheima, móts við Grímslæk. Kemst vegurinn væntanlega að Vindheimum í sumar.“

Gamla gatan

Hér er Blesaflöt sögð gróna flötin beint neðan við Vatnshlíðarhornið, en ekki innan þess eins og sýnt er á kortum. Þessi flöt flæddi jafnan þegar hækkaði í Kleifarvatni og yfir þar sem nú er Nýjaland og fram yfir ásana við Grænavatn. Því má segja að Kleifarvatn hafi í gegnum tíðina bæði sýnt stórlæti og lítillæti, sbr. lækkun á yfirborði þess eftir jarðskjálfana árið 2000 .
Gengið var um Blesaflöt. Þar eru engar sýnilegar minjar; skriður úr hlíðinni og mosi hylja allar slíkar líklegar. Þó var ljóst að gamla þjóðleiðin greindist í gamla Vatnsskarði, annars vegar beint undir hlíðunum vestanverðum og niður í Breiðdal og hins vegar inn undir hlíðarnar innanverðar að austanverðu um utanverðan Fagradal áleiðis niður í Leirdal (seinni tíma úrvinnsla).
Og þá aftur að tóftunum fyrrnefndu. Af þeim að dæma kemur ýmislegt til greina; s.s. að þarna hafi vegagerðarmennirnir árið 1939 geymt áhöld sín eða matvæli í litlum skýlum eða þeir hafi haft þarna afdrep við Lóannauðþurftir, sem hafa verið færð til eftir þörfum. Þá gætu þeir hafa mokað þarna könnunarholur í leit að hentugu vegargerðarefni, en ekki litist á. Staðsetningin er þó ólíkleg til þessa.
Ef haft er í huga að tóftirnar eru á hálsi við gömlu þjóðleiðina milli Kaldársels (Hafnarfjarðar) og Krýsuvíkur má einnig með góðum vilja ætla að þarna kunni að vera dysjar óþekktra ferðamanna, sem orðið hafa úti á leiðinni. Þægilegra hefur verið að dysja þá við götuna en koma þeim með mikilli fyrirhöfn í kirkjugarð. En þá hafa annað hvort nokkrir orðið þarna úti samtímis á sama stað eða að óvenju margir hafa látist á nákvæmlega sama stað á lengri tíma, hugsanlega frá Svartadauða.
Hafa ber í huga að fornbýlið Skúlastaðir eru sagðir hafa verið eigi langt frá, auk þess sem sér móta fyrir fornum veggjum í innanverðum Breiðdal og tóftum í Fagradal, sem er innan örskotslengdar.
Ekki mun fást úr því skorið hvað undir er fyrr en farið verður á staðinn með pál og reku til að skoða undirlagið. Ólíklegt er þó að hinar steinrunnu stofnanir hafi áhuga á slíku, en það myndi áreiðanlega vekja þær af þyrnirósarsvefninum ef aðrir áhugasamir færu á stúfana með slíkt í huga.
Frábært veður. Og vorboðinn ljúfi gaf fagran tóninn á Blesaflöt fyrsta sinnið þetta vorið. Sá var nú ekki steinrunnin….
Til gamans má geta þess að lesendur vefsíðunnar voru um ein milljón á síðasta ári – og fer fjölgandi.

Heimildir m.a.:
-Magnús Hákon Axelsson.
-Tíminn, 30. mars 1939, forsíða.

Blesaflöt

Blesaflöt.