Selvogur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.

Víghólsrétt?

Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér kind við Hásteina. Hún hafi síðan fundist í skúta skammt vestan við þá. Áður höfðu þrjár kindur horfið sporlaust á þessu svæði. Þær fundust síðar af tilviljun þegar maður einn var að ganga skammt vestan við girðinguna, sem þar er (var). Bein kindanna lágu framan við hellisop og virðast þær hafa fennt þar í kaf. Hvar opið er eða hvað er fyrir innan opið er ekki vitað. Ætlunin var m.a. að skoða svæðið.
Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.
Í Örnefnaskrá fyrir Nes segir m.a.: „Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum. Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða. Víghólsrétt er við Víghól, sem er svolítil hæð.  Við Nesstekk er Nesstekkatún. Stekkir voru þarna í röð yfir landið, austast Nesstekkur, þá Bjarnastaðastekkur og Útvogsstekkur. Prestskrókur er milli Nesstekkjar og Víghólsréttar.  Það er slægjublettur, og hefur prestur slegið þar einhvern tíma. Þar var PrestGapiskróksvarða, nú dottin niður.
Ofar en Víghóll er Fornagata. Á Fornugötu mætast göturnar frá Vogsósum  og neðan úr Selvogi, s.s. frá Þorkelsgerði og Bjarnastöðum. Hún er við götuslóðann austur á Sand, í slægjulöndin. Fornagata er bæði í landi Ness og Bjarnastaða, liggur yfir mörkin.“
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta svæði umhverfis Bjarnastaðaflatir: „Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina.
Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað.
Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann FRétt við Fornugötuornugötuflatir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Götu er getið um Bjarnastaðastekk o.fl.: „Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v. í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúnsflatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.“
Að þessu sinni var lagt af stað frá Fornugötu sunnan Fornugötuhliðs, gengið suður fyrir klapparhæðina þar sem gatnamótin á götunni eru, annars vegar til vesturs og austurs og hins vegar til suðvesturs niður að Selvogi. Nokkru sunnar var stefnan tekin til vesturs, að Víghól og áfram inn á og yfir Bjarnastaðaflatir. Mikil landeyðing hefur orðið á neðanverðum flötunum og neðan þeirra. Ekki var unnt að greina mannvirki á þeirri leið, þ.e. frá svonefndri Víghólsrétt. Nokkrar grónar vörður, sem fyrrum hafa verið allstórar, eru á ofanverðum Bjarnastaðaflötum, s.s. Digravarða. Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið Fornagata við Strandarhæðtvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.
Komið var í fjárstekknum Gapa og haldið inn á Fornugötu ofan hans. Gatan sést þar vel í holtinu. Hún liggur skammt norðan við Bjargarhelli. Litið var inn í hellinn, en götunni síðan fylgt áfram til austurs. Komið var að grónum hvammi og liggur gatan norðan hans. Hlaðið er í götukantinn ofan við hvamminn. Skammt suðaustan við hann er annar gróinn hvammur, sem eflaust hefur verið ágætur áningarstaður fyrrum þegar langar lestir manna og skepna liðuðust um hæðina. Þarna sunnan við götuna er rétt. Líklega hefur hún verið notuð sem aðhald þegar reka þurfti fé þessa leið. Skammt austar og norðaustar eru allnokkrar vörður, líklega á landamerkjum.
Fornugötu var fylgt áfram til austurs, en stefnan síðan tekin upp með girðingunni fyrrnefndu á mörkum Ness og Bjarnastaða. Henni var fylgt upp að efstu Hásteinum. Ætlunin var að finna skúta þann eða helli sem Þórður Sveinsson hafði sagt frá vikunni áður. Þegar komið var upp fyrir Hásteina mátti sjá hlaðið aðhald norðvestan við þá. Tóftir eru og undir hæsta Hásteini. Eftir stutta göngu til vesturs var komið að litlu jarðfalli og skúta. Þar gæti verið um að ræða skúta þann sem fyrr var nefndur. Innihaldið gæti vel rúmað 10 kindur. Vestan við hann var hlaðið skjól, líklega refaskyttu. Varða var þar skammt frá, yfir greni. Á bakaleiðinni var gengið fram á nokkur merkt greni. Nýleg fótspor voru eftir ref frá vestanverðum Hásteinum með stefnu á Strandarkirkju.
Annað jarðfall fannst nokkuð suðvestar, í sömu fjarlægð frá girðingunni og sá efri. Gróið var umhverfis, en inni var rými fyrir 15-20 kindur. Engin bein sáust í eða við framangreinda skúta, en nokkur mold var á gólfum beggja.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Þorkelsgerði og Götu.

Bjarnastaðastekkur

Bjarnastaðastekkur.

Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni „fornu“ verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma húsinu í upprunalegt horf – líkt og ætlunin var hjá fyrri eigendum þess.
Bakki - 231Húsið var byggt 1933 og er því með eldri húsum í Grindavík. Þarna var jafnframt ein elsta „sjóverbúð“ í nútíma á Suðurnesjum (Grindavík var fyrrum ekki hluti Suðurnesja) og hefur því menningarsögulegt gildi sem slíkt. Húsið, sem er klætt bárujárni, hefur látið mjög á sjá í seinni tíð. Skammt norðar stóð hin forna Staðarbúð (Staðarhús), hús Skálholtsstóls. Enn má sjá þar leifar steinhleðslu hússins. Sunnar stendur endurbyggt Flagghúsið, upprunalega byggt árið 1890.

Bakki

Bakki gengur í endurnýjun lífdaga.

 

 

Reykjavík

Á vef Fornleifastofnunar Íslands er fjallað um merkileg fornfræðileg efni – flest þó fjarri Reykjanesskaganum. Eitt verkefnanna sem finna má á www.menningarminjar.is og á www.menningarsaga.is. „Þegar minnast þarf glataðra menningarminja er ágætt að horfa til Reykjavíkur með það í huga að „fortíðin er ekki „hughrif“ – hún er áþreifanlegur raunveruleiki“.

Aðalstræti

Uppgraftarsvæði í og við Aðalstræti.

Reykjavík ber hin mestu verðmæti sögunnar ekki vel. Á rústum hinnar fyrstu byggðar þreytir fólkið hennar nú ýmist drykkju eða hjálpræði, boðar til þings og syngur skaparanum lof. Flest var þetta iðkað á sama stað þegar fyrstu kynslóðir Íslendinga reistu þar bú sín. Á svæðinu kringum Austurvöll og Aðalstræti hafa fundist menjar um þúsund ára gamla byggð, fornan bæ að þess tíma sið. Þar eru einnig leifar af fyrstu verulegu byggingum Reykjavíkur sem kaupstaðar, Innréttingarnar sem Skúli Magnússon fógeti lét reisa af stórhug hins upplýsta manns um miðja 18. öldina.
Og enn ber borgin merki hins fyrsta sæðis: Hún er stórhuga í smæð sinni og smá í sinni víðáttu. Gamla þorpið sem hún var, er varðveitt að hluta í miðborginni, og undir grunni nýrra bygginga búa rústir hinna gömlu – og jafnvel elstu, þar sem fornir andar landnema emja við söngva núlifandi kynslóða.
Vitaskuld er erfitt um vik að kanna til hlýtar fornleifar í miðborg nokkurrar höfuðborgar. Þó hefur þetta verið gert að talsverðu leyti í Reykjavík, einkum á umræddu svæði kringum Aðalstræti. Þar var fyrst komið niður á fornleifar við byggingaframkvæmdir á lýðveldisárinu 1944 en síðan var staðið fyrir umtalsverðum fornleifauppgrefti á svæðinu í byrjun áttunda áratugarins.
Í þessum uppgrefti og öðrum sem gerður var á níunda áratugnum komu í ljós leifar af tveimur 10. aldar skálum. Annar þeirra hefur staðið neðst við Grjótagötuna, þar sem Aðalstræti og Suðurgata mætast en hinn þar sem nú er Suðurgata 7. Elsta byggð í Reykjavík hefur því verið á svæðinu frá suðurhluta Ingólfstorgs og suður að Vonarstræti. Á torginu þar sem nú stendur stytta af Skúla Magnússyni hafa fundist leifar af mjög gömlum kirkjugarði. Hvíla þar griðkonur Ingólfs og Hjörleifs? – eða jafnvel þeir sjálfir? Eins og gefur að skilja er ógjörningur að fullyrða um slíkt og í raun erfitt að draga upp heildstæða mynd af byggðasögu Reykjavíkur. Þær takmörkuðu fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið sanna þó svo ekki verður um villst að byggð í Reykjavík er jafnvel jafngömul landnáminu.

Árið 1993 var grafið í Arnarhól vegna fyrirhugaðra framkvæmda um að breyta hólnum. Var þá komið niður á bæ frá 17. öld en öruggt er talið að neðan hans séu leifar af eldri byggingum. Við uppgröftinn fannst rómverskur peningur.
Það gefur auga leið að á miðöldum hefur byggð ekki verið samfelld á Reykjavíkursvæðinu eins og nú er, og fornleifar sem fundist hafa á öðrum stöðum, eins og í Laugarnesi, hafa tilheyrt annarri sveit. Frá vegarstæðinu þar sem Kleppsvegur beygir í átt að Sæbraut má greina til norðurs óljós merki fornleifa. Þar hefur verið kirkjugarður til forna en ekki hefur gefist færi á að kanna hversu umfangsmikill hann hefur verið. Vitneskja manna um byggðasögu Reykjavíkur er því jafn sundurlaus og svipur hennar.

Við vitum að hér settust landnemar að mjög snemma, og að einhver byggð hélst fram eftir öldum í kvosinni. Um miðja átjándu öldina má greina fyrstu merki þess hlutverks sem Reykjavík fékk síðar sem höfuðstaður Íslendinga. En nær allar lýsingar frá þeim tíma og 19. öldinni bera borginni slæmt orð. Hún er sóðalegt og drungalegt smáþorp, byggð af ólánsmönnum, þurrabúðarmönnum og sjógörpum í sambúð við örfáa danska embættismenn sem hingað hafa hrakist fyrir tilstilli illra örlaga. Og dágóður hluti íbúanna voru fangar og ræfilsmenn sem hafast við í húsinu þar sem ríkisstjórnin situr nú – litlu betri segja sumir.

Þegar söguleg vitund íslenskra menntamanna vaknar af löngum svefni á fyrstu áratugum 19. aldar finnst mörgum þeirra óhugsandi að velja Alþingi stað í þessu ljóta þorpi. Jónas Hallgrímsson fer fyrir hópi rómantískra hugsuða sem vilja setja þingið á sínum forna stað við Öxará. En eitthvað segir það okkur um stöðu Reykjavíkur á þessum tíma að Jón Sigurðsson og hans menn vilja setja þingið í reykjavík, af þeim sökum að þar muni þegar tímar renna rísa sá höfuðstaður sem við þekkjum nú. Hér eru æðstu menntastofnanir landsins, Reykjavíkurskóli og Prestaskólinn. Hér er dómkirkjan. Hér skulum við byggja okkar borg. Vegur Reykjavíkur vex smám saman þegar líður á nítjándu öldina og upp úr aldamótum búa hér um 6.000 manns, þar af nýfenginn ráðherra Íslendinga. Frá þessum tíma eru flest þau lágreistu hús sem nú setja svip sinn á miðborgina. En yfirbragð hennar er enn í mótun. Það er í raun aðeins nýlega sem sæst hefur verið á gildi þessara litli húsa fyrir svip borgarinnar og minna kapp lagt á að ryðja þeim burt eða kaffæra bak við reisulegri minnisvarða. En þegar slíkt hendir er mikilvægt að kann allar aðstæður frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Varðveisla sögulegra minja í Reykjavík felst þó kannski ekki síður í að hlúa að þessum gömlu húsum og tryggja þeim góða sambúð við síðari tíma byggingar. Sundurleysið í svip borgarinnar ber í sér töfra hennar. Og eins er um söguna. Við getum ekki státað af stórkostlegri sögu þar sem uppgangur og harðræði takast á og skilja eftir minnisvarða síðari kynslóðum til handa. Fáeinir húsagrunnar í sverði kvosarinnar og á einstaka stöðum í borginni eru einu leifar um byggð hér í fornöld. En þó hefur það ekki verið rannsakað að fullu.

Tign Reykjavíkur er af allt öðrum toga en útlendra stórborga, í stórhuga hógværð sinni ber hún skammri sögu okkar einstakt vitni og gerir enn í sinni stöðugu mótun þegar ný öld er um það bil að hefjast. Fornleifarannsóknir hafa þó fært henni sama tilverurétt og annarra höfuðborga, að því leyti að hún byggir þrátt fyrir allt á mjög gömlum grunni og er jafngömul sögu þjóðarinnar. Og hver veit nema að í framtíðinni gefist þess kostur að grafa frekar í svörð hennar þar sem vitað er um leifar fyrstu íbúanna, svo sem í kvosinni, við Alþingishúsið, á Arnarhóli og í Laugarnesi. Slík heildarathugun á byggðasögu henanr mun ekki gera Reykvíkingum fært að bera sig saman við Parísarbúa eða Lundúnarverja, en hún myndi án efa varpa frekara ljósi á uppvöxt Reykjavíkur, þann vöxt sem enn á sér stað og er samofinn lífi fólksins í borginni.

Byggðasaga Reykjavíkur og fornleifarannsóknir í Kvosinni
Þegar Skúli Magnússon stofnaði Innréttingarnar árið 1751 var Reykjavík aðeins venjulegur sveitabær. Verksmiðjunum var valinn staður við hliðina á bæjarhúsunum. Bærinn er talinn hafi staðið þar sem Hjálpræðisherinn er nú og byggðust því Innréttingarnar út af Aðalstræti, sem hafði verið sjávargata Reykjavíkurbóndans. Fljótlega byggðist upp hið gamla tún Reykjavíkurbæjar og er Austurvöllur leifar þess. Búskapur lagðist fljótlega af.
Reykjavíkurkirkja stóð þar sem núna er Fógetagarðurinn og hefur verið kirkjugarður kringum hana, allt þar til Dómkirkjan var byggð árið 17… Kirkjugarðurinn var þó áfram í notkun þar til kirkjugarðurinn við Suðurgötu var opnaður um miðja 19. öld. Frá upphafi samfelldrar byggðar í Reykjavík hafa menn því alltaf vitað um menjar gamla Reykjavíkurbæjarins og kirkjugarðsins. Allar götur síðan á 18. öld hafa menn rekist á fornar minjar: hleðslur, öskur, bein osfrv, við byggingaframkvæmdir frá Vonarstræti og norður undir Hallærisplanið.
Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var ákveðið að ráðast í meiriháttar fornleifauppgröft á gamla bæjarstæðinu. Þá var grafið á lóðunum Aðalstræti 14 og 18, Suðurgötu 5 og Tjarnargötu 6. Við þennan mikla uppgröft komu í ljós bæði leifar af húsum innréttinganna í Aðalstræðti en einnig miklu eldri leifar frá því að menn fyrst tóku land í Reykajvík. Að minnsta kosti tveir skálar hafa verið við Aðalstrætið og sá þriðji við Suðurgötuna. Ekkert virðist byggt í Aðalastræti eftir að fyrstu skálarnir þar fara í eyði. Byggðin heldur eingöngu áfram á svæðinu milli Suðurgötu, Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Síðar hefur einnig verið grafið á lóðinni á Suðrgötu 7 og þar komu í ljós byggingar tengdar Reykjavíkurbænum. Síðast var grafið 1999 í miklum ruslalögum á bílastæðinu á móti húsi Happrættis Háskólans. Þar hefur verið mýri við nyrstu mörk Tjarnarinnar. Allt sem fannst við þann uppgröft reyndist vera yngra en frá 1500.
Hinn 9. september s.l. [2005] lauk vettvangsrannsókn á fornleifum undir húsinu í Aðalstræti 10, sem er talið elsta hús í Reykjavík. Rannsóknin fór fram vegna viðgerða og endurbyggingar á húsinu. Lækka átti jarðveg undir gólfi vegna einangrunar og lagna og einnig að grafa niður til að styrkja undirstöður hússins. Því þurfti að kanna hvort fornleifar væru þar fyrir.
Bæði var talið að þar gætu verið leifar eldri húsa frá 18. öld og jafnvel eldri ummerki um mannvist. Á ýmsum nálægum lóðum, Aðalstræti 12, 14, 16 og 18, höfðu áður fundist minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Húsið Aðalstræti 10 er byggt upp úr miðri 18. öld. Undir mestum hluta gamla hússins sjálfs hafði ekki verið kjallari og því voru þar óröskuð jarðvegslög. En viðbygging við húsið að vestan hafði verið grafin dýpra niður.

Minjar þær er fundust undir gólfi í Aðalstræti 10 reyndust vera frá 18. öld. Þar voru steinundirstöður undan timburstokkum eða plönkum sem borið hafa uppi fjalagólfið í húsinu. Þar undir voru ýmis lög með ummerkjum um umsvif manna á staðnum, m.a. töluverð lög af móösku úr eldstæðum nálægra bygginga. Nokkuð fannst af glerbrotum, einkum rúðugleri, einnig nokkuð af dýrabeinum. Meðal tímasetjanlegra gripa var nokkuð af brotum úr leirílátum, postulíni og tóbakspípum úr leir. Ekki fundust ummerki um eldri byggingar sem kann að benda til þess að hér sé komið norður fyrir bæjarstæði Reykjavíkurbæjarins gamla.

Helstu heimildir um Reykjavík:
-Kristín H. Sigurðardóttir – Fornleifarannsókn að Suðurgötu 7 í Reykjavík. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1986.
-Kristján Eldjárn – Hann byggði suður í Reykjarvík. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj., (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974.
-Matthías Þórarson – Fundnar fornleifar í Reykjavík, 15. júní 1944.
-Else Nordahl – Landnámstid i Reykjavík. Hus, gård och bebyggelse, Guðmundur Ólafsson ritstj. Reykjavík 1983.
-Else Nordahl – Reykjavík from the Archaeological Point of View, Uppsala 1988.
-Ragnar Edvardsson – Fornleifar á Arnarhóli. Árbók hins íslenzka fornleifaféalgs 1994, 17-28.
-Þorkell Grímsson – Reykvískar fornleifar. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj. (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974, 53-74.
-Þorleifur Einarsson og Þorkell Grímsson – Ný aldursgreining úr rannsókninni Aðalstræti 14, 16 og 18, 2000 – 2003. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1968.

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Krýsuvíkureldar

Í Jökli 1991 er fjallað um „Krýsuvíkureldana“ 1151:

Gossprunga Krýsuvíkurelda

Krýsuvíkureldar
Gossprungan og hraunin sem frá henni hafa runnið em sýnd á 1. mynd. Eins og flestar gossprungur á Suðvesturlandi hefur hún meginstefnu nálægt N45°A. Gjallhröngl syðst í austurhlíð Núpshlíðarháls markar suðvesturenda gígaraðarinnar en norðausturendinn er austanvert í norðausturenda Undirhlíða, á móts við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Vegalengdin milli enda sprungunnar er um 25 km.
Syðst í Núpshlíðarhálsi er austurhlíðin orpin gjalli og hrauni sem sést vel af Ísólfsskálavegi þar sem hann liggur næst hálsinum. Gígaröðin liggur til norðausturs í eða við vesturhlíð Móhálsadals, allt norður undir Vigdísarvelli, fyrst slitrótt en síðan samfellt, og sumstaðar er gígaröðin tvöföld. Um þremur kílómetrum sunnan Vigdísarvalla breytist stefnan skyndilega; gígaröðin sveigir þvert yfir dalinn og fær síðan mun norðlægari stefnu. Áfram liggur hún skástígt norður með vesturhlíð Sveifluháls að Slögu og þaðan slitrótt með Vigdísarhálsi að Traðarfjöllum og hefur þá hliðrast aftur að Núpshlíðarhálsi.
Krýsuvíkureldar
Gossprungan liggur um Traðarfjöll vestanverð og í dalverpinu milli þeirra og Núpshlíðarháls. Á móts við Djúpavatn slitnar gossprungan en tekur sig upp aftur skammt norðan við vatnið. Þar em nyrstu gígamir á suðurhluta sprungunnar utan í Núpshlíðarhálsi, beint vestur af Hrútafelli. Þar sem landið liggur hæst í Móhálsadal slitnar gossprangan en hún tekur sig upp á ný skammt norðan við Vatnsskarð, en þar er landið tekið að lækka verulega. Þaðan liggur gígaröðin, tvöföld á kafla en nokkuð slitrótt, áfram til norðausturs vestan undir móbergshryggnum Undirhlíðum. Skammt norðan Bláfjallavegar sveigir gígaröðin upp í móbergið og norðausturendi hennar, sem Jón Jónsson (1978) hefur nefnt Gvendarselsgíga, liggur austan undir nyrsta hluta Undirhlíða, skammt sunnan við Kaldársel.
Skammt vestur af Mávahlíðum er um 400 m löng gígaröð. Mjög er líklegt að hún hafi myndast í þessari sömu goshrinu. Stefna gígaraðarinnar er um N60°A, sem er um 15° frávik frá meginstefnu gossprungunnar.
Fjarlægðin milli enda gossprungunnar er um 25 km en í henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6,5 km.

Hraun Krýsuvíkurelda

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – kort jarðfræðinga lagt yfir loftmynd.

Eins og sjá má á 1. mynd mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar í Krýsuvíkureldum. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó. Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megin gossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Öll hraunin eru ólivínþóleiít basalt. Bergfræðirannsóknir Einars Gunnlaugssonar (1973) sýna að þau eru hvert öðru lík og að hraunin í Móhálsadal verða ekki greind hvert frá öðrum í þunnsneið. Þau eru dæmigerð fyrir apalhraunin sem koma upp í gliðnunarhrinum á Reykjanesskaga. Hraunin eru þunnfljótandi og gasrík og mynda oft þunnt frauðkennt helluhraun næst gígunum. Algeng þykkt slíkra hrauna er um einn metri á sléttu landi og eru hraunjaðrarnir oft ekki nema um hálfur metri á hæð. Þegar hraunin hafa runnið nokkur hundruð metra frá gígunum hefur verulegur hluti gassins verið rokinn úr hraunkvikunni, þannig að hún verður seigari og hraunið þykknar og breytist smám saman í apalhraun sem verður þeim mun úfnara sem fjær dregur gígunum. Hæstu hraunjaðrar af þessari gerð á Reykjanesskaga eru 10-15 m.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – loftmynd.

Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunnar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og rann í sjó fram á um 5 km breiðu belti. Hraunið fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík.
Þessi hraunfláki er stærstur af þeim fjórum sem mynduðust í Krýsuvíkureldum. Hann gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu). Sá hluti hraunsins sem kominn er frá gígunum við Djúpavatn hefur runnið til austurs og síðan til suðurs austan Traðarfjalla. Við suðurbrún Traðarfjalla leggst yfir það yngra hraun sem runnið hefur frá þeim hluta gígaraðarinnar sem liggur í skarðinu milli Traðarfjalla og Núpshlíðarháls. Samsvarandi mörk hafa hins vegar ekki fundist á sjálfri gígaröðinni, sem virðist alveg samfelld norður skarðið að gígunum við Djúpavatn. Norðurbrún hraunsins er milli 0,5 og 1,0 m há en annars staðar hefur fyllst að jöðrunum þannig að þeir sjást ekki. Hraunið er allúfið austan Traðarfjalla, enda hefur það runnið þar í nokkrum halla.

Traðarfjöll

Traðarfjöll – loftmynd.

Syðri hluti hraunsins fyllir allan Móhálsadal sunnan Traðarfjalla. Þar er hraunið víðast slétt helluhraun en í dalnum ofanverðum er það að verulegu leyti horfið undir framburð lækja, sem er afar mikill á þessum slóðum. Móbergið í hálsunum í grennd er mikið ummyndað vegna jarðhita og því auðrofið. Jafnhliða ummynduninni þéttist bergið þannig að úrkoma hripar ekki beint niður, eins og víðast á Reykjanesskaga, heldur myndar læki sem renna á yfirborði. Þeir hverfa reyndar fljótlega niður í jörðina er þeir koma út fyrir ummyndaða svæðið. Af þessum sökum er ógerningur að segja til um þykkt hraunsins í dalnum. Meginhraunið hefur komið upp í dalnum sunnanverðum. Þegar hraunið fellur suður úr dalnum breytist það að mestu í úfið apalhraun, enda búið að renna alllangan veg frá gígunum. Hraunið hefur síðan runnið allt til sjávar og fyllt hina fornu Krýsuvík. Ætla má að á flatlendi sé hraunið víðast um 5-10 m þykkt og miklu þykkara þar sem það náði út í sjó. Í Móhálsadal er það eflaust nokkru þynnra og vart meira en 3-4 m þykkt, en slík tala er þó ágiskun ein. Flatarmál hraunsins er um 18,6 km2 og ef gert er ráð fyrir 7 m meðalþykkt er rúmmálið um 0,13 km3.
Norður af Djúpavatni liggur ungleg gígaröð til norðausturs eftir Móhálsadal, í beinu framhaldi af gígum Krýsuvíkurelda. Þegar fyrri hluti greinarinnar var skrifaður var það álit okkar að gosið hefði á allri þessari sprungu í Krýsuvíkureldum, en þá hafði aðeins syðsti hluti gossprungunnar verið kannaður að fullu. Síðar hefur komið í ljós að þessir nyrstu gígar eru eldri og hefur Landnámslagið fundist ofan á hrauninu frá þeim.

Hraun við Lœkjarvelli

Mávahlíðarhraun

Mávahlíðarhraun – jarðfræðikort Ísor.

Skammt norðan við Djúpavatn hefur hraun runnið til austurs frá litlum gígum sem þar liggja, austan undir Núpshlíðarhálsi. Þunnfljótandi kvikan hefur myndað helluhraun, sem víðast er 1-2 m þykkt, og hefur lengst náð að renna austur að Hrútafelli, um 500 m vegalengd. Hluti hraunsins er nú horfinn undir framburð lækjarins á Lækjarvöllum. Í jarðvegssniðum við gígana sést glöggt að Landnámslagið liggur neðan við gjalldreif frá þeim en Miðaldalagið ofanvið. Flatarmál þessa hrauns er 0,47 km2 og ef gert er ráð fyrir tveggja metra meðalþykkt er rúmmálið um 0,001 km3.

Mávahlíðahraun

Mávahlíðar

Mávahlíðar – loftmynd.

Skammt norðan við Fíflavallafjall er móbergshryggur er nefnist Mávahlíðar. Um 300 m vestan við hann er stutt gígaröð og liggur frá henni stórskorin og torfarin hrauntröð til norðausturs meðfram Mávahlíðum.
Hraunið, Mávahlíðahraun, hefur einkum runnið til norðurs og norðvesturs, lengst um 3 km frá gígunum, og fallið í tveimur fossum fram af Einihlíðum. Það er víðast mjög úfið og illt yfirferðar en ekki mjög þykkt. Mávahlíðahraun rennur alls staðar út yfir eldri hraun og því augljóst að það er eitt af yngstu hraununum norðan við Dyngjurnar.
Suðvestur af gígaröðinni liggur önnur gígaröð eftir endilöngum móbergshrygg sem teygir sig til norðausturs frá Grænudyngju. Frá henni hefur runnið hraun sem hverfur undir hraunið frá Mávahlíðagígum og einnig undir hraunið frá Eldborg við Trölladyngju.
Jón Jónsson (1978) taldi gígana sem mynduðu Mávahlíðahraunið framhald þessarar gígaraðar til norðausturs og að ekki yrði annað séð en að hraunin rynnu saman í eitt þar sem þau koma saman. Jón nefndi hraunið í heild Dyngnahraun en sá samt ástæðu til að fjalla um Mávahlíðahraunið sérstaklega og nefna hvað það væri unglegt. Mávahlíðahraunið er örugglega yngra en Dyngnahraunið. Því til stuðnings hefur Landnámslagið fundist ofan á Dyngnahrauninu og er það því örugglega runnið fyrir landnám. Landnámslagið liggur hins vegar inn undir Mávahlíðahraun og má því ljóst vera að þessi hraun hafa ekki myndast í sama gosi. Mávahlíðahraun er um 3,7 km2 að flatarmáli og meðalþykktin er áætluð 5 m. Rúmmál hraunsins er þá um 0,02 km3.

Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhran – loftmynd.

Sem fyrr sagði höfðu höfundar ekki að fullu kannað hraunin frá nyrsta hluta gígaraðarinnar þegar fyrri greinin um Krýsuvíkurelda var skrifuð. Þá var það skoðun okkar að Kapelluhraun, hraunin frá Óbrinnishólum og Hellnahraun hefðu öll runnið í sama gosinu. Könnun á svæðinu sumarið 1989 leiddi í ljós að þetta var ekki alls kostar rétt og verður nánar vikið að því síðar.
Meginhraunflákinn sem myndaðist í Krýsuvíkureldum á þessu svæði er vestan undir Undirhlíðum, milli Óbrinnishóla og Vatnsskarðs.
Mestur hluti hraunsins hefur komið úr tveimur syðstu kílómetrum gossprungunnar og sýnu mest úr syðsta og vestasta gígnum. raunstraumurinn frá honum hefur fallið til norðurs og norðvesturs eftir lægð sem var á milli hraunsins frá Hrútagjárdyngju, þ.e. Almenninga, og hraunsins frá Óbrinnishólum, allt til sjávar í Straumsvík. Þetta er hið eiginlega Kapelluhraun, þó svo að hér sé nafnið notað um hraunið í heild. Jarðvegssnið við jaðar Kapelluhrauns er sýnt á 6. mynd. Næst gígnum hefur hraunið runnið eftir snoturri hrauntröð og liggur vegurinn til Krýsuvíkur yfir hana skammt norðan við gíginn. Mesta lengd þessa hraunstraums er um 10 km. Frá öðrum hlutum gossprungunnar hafa aðeins runnið þunnfljótandi hraun um skamman veg. A svæðinu sunnan við Óbrinnishóla hafa þau myndað allmikla hrauntjörn sem síðar hefur sigið saman er gas rauk úr kvikunni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort Ísor.

Á nokkrum stöðum í hrauninu má sjá hvernig það hefur runnið niður í gjár og sprungur og er augljóst að hraunið er víða aðeins eins eða tveggja metra þykkt á þessu svæði. Skammt sunnan við Bláfjallaveg hefur hraunið runnið umhverfis litla hæð úr bólstrabrotabergi sem nefnist Stakur, en milli hans og Óbrinnishóla eru aðeins 300-400 m. Telja verður næsta líklegt að hæðin hafi eftir gosið verið kölluð Óbrennishóll eða -hólmi og nafnið síðar færst yfir á gjallgígana sem nú heita Óbrinnishólar. Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir en snotrir gígar við rætur Undirhlíða og nefnast þeir Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gígana er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Rétt er á þessum stað að rifja upp kafla úr fyrri grein okkar, þar sem vitnað er í lýsingu Herberts kapelláns í Clairvaux í Frakklandi á eldgosi á Islandi sem að öllum líkndum á við um Krýsuvíkurelda (hluti af þýðingu Jakobs Benediktssonar sem birtist í grein Sigurðar Þórarinssonar 1952): „Og þótt furðulegt sé frásagnar, bráðnuðu fjöll úr grjóti og jafnvel málmi algjörlega fyrir eldi þessum eins og vax, runnu yfir landið og þöktu það, svo að dalirnir umhverfis fylltust af leðjunni og fjalllendi jafnaðist við jörðu. En bráðnu klettarnir, sem runnu út yfir allan jarðveginn í allar áttir, dreifðust síðan, þegar eldinum slotaði, og þá varð yfirborð jarðar eins og úr marmara og eins og steinlagt stræti, og jörðin, sem áður var byggileg og frjósöm, varð að eyðimörk.“ Þó svo að víða megi finna sæmilega slétta bletti í hrauninu frá Krýsuvíkureldum er enginn þessum líkur.
Kerin
Leiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar hefur um aldir ýmist legið vestanundir eða uppi á Undirhlíðum og hefur þetta „marmarahraun“ því verið vel þekkt af öllum þeim sem þarna áttu leið um. Þar sem gossprungan sveigir upp í Undirhlíðar verður hún slitróttari og eru þar aðeins tveir litlir gígkoppar á móberginu. Litlu norðar taka við Gvendarselsgígar sem Jón Jónsson (1978) hefur nefnt svo. Frá Gvendarselsgígum hefur runnið lítið hraun sem þekur botn lítils dals milli nyrsta hluta Undirhlíða og Helgafells, norður að Valahnúkum. Hraunið hefur runnið fram úr dalnum til norðvesturs. Lítill hrauntaumur hefur runnið niður í Kaldárbotna en meginhraunstraumurinn, sem reyndar er ekki stór, hefur runnið út yfir farveg Kaldár og meðfram honum, um eins kílómetra veg.
Þykkt Gvendarselshrauns virðist víðast um og innan við einn metri. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða. Alls þekur Kapelluhraun 13,7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 m er rúmmál þess um 0,07 km.

Aldur hraunanna
í fyrri grein voru leiddar að því líkur að Ögmundarhraun hafi runnið árið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum.

Heimild:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Krýsuvíkureldar, bls. 64-69.

Kerið

Kerið – gígur.

Regnbogi

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð. Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa.
regnb-2Til eru ýmsar tegundir regnboga, s.s. Bifröst, sem í norrænni goðafræði er brú ása af jörðu til himins, er einnig annað nafn á regnboga. Haggall er regnbogastúfur á hafi hrímbogi er regnbogi í éljagangi og lágum lofthita. Jarðbogi er regnbogi sem nær báðum endum til jarðar. Njólubaugur er regnbogi sem sést að nóttu til. Regnband er bútur af regnboga. Úðabogi er regnbogi í þoku eða yfir fossi. Þokubogi (oft nefndur hvítur regnbogi) er hvítur regnbogi sem myndast af litlu endurkasti í örsmáum úðadropum, þannig að litirnir blandast aftur. Regnbogi sést þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki er hægt að ganga að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar horft er á regnbogann er sólin í bakið.
Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.
Sólargeislar sem mynda regnbogann hafa brotnað við að fara inn í regndropa, síðan speglast einu sinni á bakhliðinni og brotnað svo aftur við að fara út úr dropanum.
regnb-5Upphaflegu geislarnir koma allir frá sól og stefna á þann punkt sem er andstæður sólinni á himinkúlunni, séð frá okkur (raunar yfirleitt í stefnu niður í jörðina).
Í venjulegum regnboga er litaröðin talin ofan frá; rauður, gulur, grænn og blár. Stundum má sjá tvöfaldan regnboga þar sem litaröðin í efri boganum er öfug. Efri boginn myndast við tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna. Regnbogar með þremur og fjórum speglunum eru til og mynda stóra hringboga um sólina. Þvermál þeirra spannar nærri 90 gráður. Óvíst þykir að þeir hafi sést í náttúrunni þar sem þeir eru daufari en venjulegir regnbogar og ógreinilegri vegna sólarbirtunnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-visindavefurinn.is

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan (-leiðin / -vegurinn) milli Hvalsness á Rosmhvalanesi og Grófinnar í Keflavík var fyrrum fjölfarin leið.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Eftir að Kaupmaðurinn flutti frá Básendum til Keflavíkur í byrjun 18. aldar þyrfti fólk í Stafneshverfinu, Hvalsneshverfinu og Fuglavíkurhverfinu að feta Hvalsnesliðina fram og til baka. Gatan lá upp á Miðnesheiðina vestan Melabergs, upp með Melabergsvötnum og áfram yfir heiðina austan Ró[sa]selsvatna og niður í Grófina.
Gatan, sem er vel mörkuð í landið, er nokkuð bein beggja vegna, en hlykkjast á kafla efst á heiðinni. Á þeim kafla voru hlaðnar vörður í svo til beina línu á milli hæstu brúna sitt hvoru megin, líklega svo auðveldara væri að rata leiðina, t.d. að vetrarlagi. Ekki sést móta fyrir götunni milli varðanna svo líklegt má telja að hún hafi meira verið notuð þegar frost var eða snjór þakti jörð. Nær allur þessi hluti götunnar, þessarar gömlu þjóðleiðar, er innan ytri varnargirðingar NATO og landsmönnum því óheimil umferð um hana. Vörður sitt hvoru megin utan girðingarinnar eru fallnar, en vörðurnar innan hennar standa enn vel varðveittar, enda verndaðar fyrir ágangi fólks. Þannig má segja að varnargirðingin hafi risið þarna undir nafni.
Ef vörðurnar eru skoðaðar virðast þær ólíkar og sérhver þeirra bera mannssvip. Þannig gætu hleðslumenn, sem væntanlega hefur verið þegnskylduvinna á staðarbændur, hafa verið að gera sér það að leik að móta fulltrúa yfirvaldsins þarna varanlega í vörðurnar, þ.e. yfirvaldið, prestinn o.s.frv.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Hvalsnesgatan er fyrir margra hluta merkileg. Þarna hefur séra Hallgrímur Pétursson, prestur í Hvalsnesi, en bjó fyrst um sinn að Bolafæti í Njarðvík, væntanlega gengið fram og til baka, auk þess sem hann hefur farið vesturleiðina austan Ósa því hann gegndi einnig Höfnum um tíma. Margir urðu úti á þessari leið á 18. og 19. öld og gæti það hafa verið tilefni vörðusmíðanna. Flestir voru þeir að koma frá kaupmanninum í Keflavík eftir að hafa þegið af honum ófdrjúgan viðskiptabónusinn.
Sá hluti varnargirðingarinnar, sem hindrar eðlilegan og þjóðlegan umgang um Hvalsnesgötuna er í rauninni óþörf. Hún stendur nú á heiðinni sem tákn um leifar gamalla þarfa og hægfara stjórnsýslu, líflausa stjórnmálaafstöðu um alltof langa tíð, hræðslu við eðlislæga ákvörðunartöku – og vanvirðingu við hina þjóðlegu arfleifð. Langflestir eru sammála um að fjarlægja þurfi girðinguna hið fyrsta og gefa áhugasömu fólki tækifæri til að skynja þau sýnilegu tengsl, sem enn eru til við forfeður vora og -mæður.
Skammt frá Hvalsnesgötunni, innan varnargirðingarinnar, er t.a.m. Fuglavíkuselið og myndarleg fjárborg skammt frá því, auk annarra fyrrum sögulegra mannvistarleifa.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan gengin.

Lúther

Þórunnarsel í Brynjudal gefur tilefni til vangaveltna varðandi selstöður í Brynjudal (og víðar). „Samkvæmt Jarðabókinni 1703 eru „berbeinur og skógarrunnar“ búnar að eyðileggja Þórunnarselstæðið, sem og hrjóstur og mosi.
Í árdaga landsins þegar það var viði vaxið milli fjalls og fjöru má ætla að selstæðin hafi frekar verið á Selið sunnan við ánaberangri (þ.e. norðan í móti) en ekki þar sem ryðja þurfti skóg (móti sólu) og því má ætla að fyrsta selstaða í dalnum hafi verið innst og syðst þar sem minnstur skógur var, þ.e. lægstur gróður, s.s. á Selflötum. Svo þegar landið kólnaði hefur þurft að færa selstöður á hlýrra svæði, þ.e. undir fjallahlíðar mót sólu. Allt var þetta þó háð veðurfari og búskaparháttum frá einu tímabili til annars. Telja má að mögulegt væri að heimfæra norskar selstöður hingað um árið þúsund. Menn hafa plantað þeim á sömu staði  hér og í Noregi  því staðhættir voru svipaðir og menn tóku sína siði með sér í önnur lönd, sbr. Vestur-Íslendinga.
Það má huga að því að þar sem skóglendi var hér í árdaga þá byggðu menn bú á mörkum (og ofan við) skóganna, sbr. Garðaflatir og Skúlatún (Múlatún) Gullbr.sýslu. Tóftir í fjöllum ofan Síðubæja í V-Skaftafellssýslu. Heilsárstóftir sem fara undir Kárahnjúkastíflu í S-Þingeyjarsýslu (Vestur-öræfum, upp af Hrafnkelsdal) og víðar.
Jarðabókin segir svo um selið: „Þórunnarsel liggur og í Ingunnarstaða landi, þar ætla menn bygð hafi verið til forna, og sjest þar bæði fyrir girðingum og tóftaleifum. Enginn veit nær það hafi eyðilagst, en eyðileggingunni valdið hafi snjóþýngd og vetrarríki. Hafa nú Ingunnarstaðamenn þar selstöðu þá er þeim líkar. Túnstæði alt er í
hrjóstur og mosa komið, og í því bæði berbeinur og skógarrunnar; kann því valla eður ekki aftur að byggjast, nema Ingunnarstöðum til baga og þó með stórerfiði.“ Jafnframt er þess getið að Hrísakot í Brynjudal hafi haft selstöðu á heimajörð og það á fleiri en einum stað.“
Selið norðan við ánaBerbeinur virðast hafa verið lauflaus tré, lágvaxin og jafnvel dauð. Runnar virðast og hafa verið komnar yfir selstöðuna (að hluta eða öllu leyti). Gróðurlítið og mosi. Það gæti vel staðist að selið hafi í fyrstu verið í sunnanverðum dalnum og síðan verið fært yfir ána. Á móti kemur að seltóftirnar að sunnanverðu virðast bæði nýlegri og reglulegri en hinum megin.
Af öðrum seltóftum á Reykjanesskaganum að dæma virðist hafa komist meiri regla á húsagerðina síðar. Svo virðist sem selin hafi jafnan tekið mið af húsagerðinni heimafyrir og þróun hennar. Yngstu selin virðast bæði stærst og reglulegust. Þar gæti þó tíminn haft eitthvað að segja, þ.e. nýjustu selin eru greinilegri en þau eldri og því virst stærri. Úr þessu fæst ekki skorið fyrr en nokkur valin sel verða grafin upp, þau aldursgreind og borin saman.
Ekki er útilokað að selið (núverandi tóftir) að sunnanverðu hafi byggst upp úr eldra seli, sem gæti þá hafa verið Þórunnarsel. Seltóftirnar að norðanverðu er erfitt að greina, að öðru leyti en því að þær eru mjög gamlar og í betra skjóli. Þá skemmir svolítið fyrir að fjárhús (með miklu grjóti) hefur verið byggt við þá selstöðu. Grjótið úr nefndum görðum gæti hafa verið notað í fjárhúsið og Þórunnarsel þá verið þar. Reyndar gætu báðar seltóftirnar verið leyfar Þórunnarsels – frá mismunandi tímum.
Hrísakot á að hafa haft selstöðu á eigin landi og víðar en á einum stað. Spurning er um selstöðu í Seldal. Hún gæti hafa verið frá Múla, en líka frá Ingunnarstöðum (eða Þorbrandsstöðum). Hrísakot gæti hafa átt land austan í dalnum, en mörkin gætu hafa (og hafa eflaust) tekið breytingum frá einum tíma til annars (sbr. tengsl og kaup jarðanna). Þegar rætt var við LLitla-Botnsselúther Ástvaldsson á Þrándarstöðum, fróðasta núlifandi mann um minjar í Brynjudal, ltaldi hann Þórunnarsel þarna sunnan við ána, enda áberandi. Þá mundi hann ekki eftir selstöðu norðan við ánna. Ætla má að skútinn og aðstæður (runnar og takmarkaður gróður), sem þar er, gæti gefið tilefni til að ætla að þar hafi verið eldra sel.
Áhugavert væri að grafa skurð við syðra selið og skoða þykkt og gerð varðvegsins. Ef mikið af gömlum rótum eða greinum þar gæti það staðfest framangreinda hugmynd eða að öðru leyti lýst því hvernig aðstæður hafa verið þar áður fyrr. Jarðvegurinn að sunnanverðu er nú grynnri, en þó eru þar enn svæði, ekki ósvipuð þeim að sunnanverðu, sbr. grasbeðin þar við ánna.
Á þessu svæði gætu verið tóftir fleiri selja, s.s. innar með ánni. Menn nýttu jafnan ystu möguleg mörk jarðanna fyrir selstöðu, einkum í fyrstu. Virðist það hafa verið til að undirstrika eignarrétt sinn á landinu, auk þess sem með þeim hætti var nýtingin best. Oft var ágreiningur um landamerki og þá var ekki verra að hafa þar mannvirki er gátu staðfest eignarréttinn.
Selin virðast mörg hafa lagst af á 17. og 18. öld, bæði vegna mikilla kulda, hungurs og mannfæðar. Mannfæðin varð einmitt ein ástæða þess að selin lögðust alveg af á 19. öldinni, en í millitíðinni virðist hafa verið teknar upp selstöður frá betri megandi bæjum. Kuldinn og fátæktin gæti einnig hafa orðið til þess að kot voru byggð upp úr aflögðum seljum. Það átti þó ekki við um selin á Reykjanesskaganum.
Á síðasta stigi selsbúkaparins virðist annar háttur hafa verið hafður á en fyrrum og staðsetning seljanna önnur, þ.e. voru færð nær bæjum, einkum þar sem selsgatan var löng fyrir. Aðrar ástæður hafa og örugglega verið til staðar og stundum staðbundnar. Enn vantar flestar grunnrannsóknir v/þennan þátt búskaparsögunnar. Þangað til verður meira og minna um ágiskanir að ræða.
Brynjudalurinn er langt í frá að hafa verið tæmdur. Ætluninn er að skoða grónar tóftir sels í Eyjadal (4 km gangur), þ.e. sel frá Eyjabæjunum svo og sel í Svínadal og Trönudal (frá Möðruvöllum og Írafelli). Þessi sel gætu svarað að hluta framangreindum vangaveltum.

Í Þórunnarseli

Staðarborg

Á Vatnsleysuheiði, Kálfatjarnarheiði og ónefndu heiðunum þar vestur af ofan Vatnsleysustrandar-bæjanna má sjá leifar allnokkurra fjárborga, auk einnar uppgerðar, þ.e. Staðarborgarinnar.
LitlaborgFrá austri til vesturs má þarna m.a. sjá „Litluborg“ norðvestan Hafnhóla. Hún er nú gróin, en vel má sjá grjóthleðslur í henni. Vestar og norðvestar má sjá leifar tveggja borga á háum hraunhólum báðar í Þórustaðalandi. Norðan þeirra er svo Staðarborgin. Í Morgunblaðinu 1980 var varpað fram fróðleik um Staðarborgina, sbr.: „Á Íslandi eru fáar byggingar, sem teljast til fornminja, enda skiljanlegt, því það var ekki fyrr en um miðja 18. öld, sem Íslendingar fóru að reisa hús og aðrar byggingar úr varanlegu efni. Fram að þeim tíma, og raunar fram á þessa öld, var torfið og grjótið það byggingarefni, sem algengast var. 

Thorustadarborg-501

Þótt vel og vandvirknislega væri að unnið, þegar byggt var úr þessum efnum, skipti ekki síður máli að undirstaðan væri traust. En vel hlaðnir grjótveggir reistir á harðri klöpp, geta staðið áratugum saman án þess að þeir raskist. Slíkar hleðslur eru til og í þetta sinn skulum við skoða eitt slíkt mannvirki. Þá skreppum við suður á Vatnsleysustrandarheiði og skoðum Staðarborgina, en það er fjárborg, sem hlaðin var fyrir löngu síðan og stendur óhögguð enn. Gönguferðin er ekki löng að þessu sinni en ég vænti þess, lesandi góður, að þú teljir það ómaksins vert að skreppa þangað og skoða borgina.
Audnaborg 501Við ökum sem leið liggur áleiðis til Keflavíkur. Við Kúagerði greinast leiðir og skiptir engu hvor þeirra er valin. Ef við veljum gamla veginn meðfram ströndinni nemum við staðar ca. 3 km vestan við vegamótin. Þar förum við úr bílnum og göngum beint suður á hraunið. Næst veginum eru hæðir, sem skyggja á, en þegar yfir þær er komið blasir Staðarborgin við. Er þessi leið ekki nema tæpir 2 km alls. Hún er greiðfær, því hraunið er slétt og gróið víða.
En ef við höldum áfram upp á Strandarheiði Lyngholsborgblastir borgin við norður í hrauninu og ekki unnt að líta fram hjá henni, því hún ber þar við loft. Engin vandkvæði eru heldur, að nálgast hana úr þessari átt. Staðarborg er mikið mannvirki. Hún er eingöngu hlaðin úr völdum hleðslusteinum. Hæð veggjanna er um 2 m, þykkt þeirra um 1.5 m neðst. Borgin er hringlaga að innan. Þvermálið um 8 metrar og ummál hringsins að innan um 23 metrar. Að ofan eru veggirnir örlítið inndregnir, eins og byggingarmeistarinn hafi ætlað sér að hlaða hana upp í topp. Hleðsla steinanna og handbragðið allt er sannkallað meistaraverk og svo traust, að undrun sætir.
EnThorustadarborg-502 hvers vegna er þetta mannvirki hér langt uppi á heiði, fjarri öllum mannabyggðum? Fyrr á tímum var sauðfé ætlaðað bjarga sér á útigangi eins lengi og unnt var. Gripahús voru af skornum skammti heima við bæina, en skepnunum haldið þar til beitar sem best þótti hverju sinni.
Sauðamenn voru þá á flestum bæjum og var hlutverk þeirra að annast sauðféð og fylgjast með því dag og nótt, ef þurfa þótti. Til að spara húsbyggingar, voru hlaðnar borgir fyrir féð, þar sem það gat leitað skjóls í illviðrum og í þeim tilgangi hefur Staðarborgin verið byggð.

Refagildra-501

Gólfið í borginni er grasi gróið og bendir til þess að sauðfé hafi leitað þar skjóls eins og ætlað var. En hvenær var borgin byggð og hver vann það verk? Engar heimildir munu vera til um það aðeins munnmæli. Þar er sagt, að presturinn á Kálfatjörn hafi ráðið mann er Guðmundur hét til að hlaða borgina. Guðmundur valdi steinana af vandvirkni, dró þá víða að og raðaði þeim í langar raðir á holtinu, svo hann gæti betur áttað sig á því hvaða steinar ættu saman í hleðsluna. Síðan hóf hann verkið og ætlaði að hlaða borgina í topp, eins og snjóhús. Verkið sóttist vel og þar kom, að hann ætlaði að fara að draga veggina saman að innan. Þá kom Guðmundur prestur í heimsókn og leit á verkið. Sá hann þegar, að með því móti myndi fjárborgin verða stærra og myndarlegra hús en kirkjan á Kálfatjörn. Það gat hann ekki liðið og bannaði Guðmundi að fullkomna verkið. Við þetta bann reiddist Guðmundur heiftarlega, hætti á stundinni og gekk burtu. Enginn tók við af Guðmundi, svo borgin stendur nú, hálfkláruð eins og hann gekk frá henni. Enn í dag ber hún þessum óþekkta meistara sínum fagurt vitni um snilldar handbragð.
Skotbyrgi-501Staðarborgin var friðuð árið 1951 samkvæmt lögum um verndun fornminja. Engu má þar spilla á nokkurn hátt. Er þess að vænta að það verði virt um alla framtíð.“
Vestan Staðarborgarinnar er svo gróin Þórustaðaborg inni á milli hraunhóla. Þórustaðastígurinn liggur upp með henni. Vestar er Auðnaborgin eða Auðnastekkur. Sjá má leifar fjárborgarinnar á hól norðaustan stekksins (réttarinnar). Enn vestar er svo gróin Lynghólsborgin norðan undir Lynghól. Hún er greinilega mjög gömul, en enn má sjá hleðslur í veggjum og leiðigarð framan við opið mót suðri. Suðvestar er Hringurinn, allmiklar hleðslur, á lágum hól í hvylft á milli holta. Vestar er Gíslaborg. Henni hefur greinilega á einhverjum tíma verið breytt í gerði eða rétt á hól skammt austan iðnaðarhúsa ofan Voga. Vestan Vogavegar er svo Gvendarborg eða Gvendarstekkur.
Á allmörgum hólum milli fyrrnefndra fjárborga má bæði sjá leifar af hlöðnum refagildrum og nýrri skotbyrgjum eftir refaveiðimenn.

Heimildir:
-Morgunblaðið 31. júlí 1980.

Staðarborg

Staðarborg.

Festarfjall

Þegar ströndinni er fylgt má víða sjá hella, sem sjórinn hefur gert inn í bergið eða sem hluta hraunrása.
Viðarhellir er milli Þorlákshafnar og Selvogs. Takmörk nefndra sveita eru við Hraunsvíkhellinn. Hann er dæmigerður hellir í hömrum við sjó. Ægir brýtur sér leið inn undir bergið og þeytir síðan þakinu af skammt ofar, bæði með þunga sínum og þrýstingi. Þegar staðið er á bjarginu í ágjöf má bæði sjá og skynja afl hafsins því segja má að landið leiki á reiðiskjálfi.
Yst undir Hellisbergi við Hlíðarenda ofan Þorlákshafnar er Hellir, eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Þótt hellirinn sé nú langt uppi í landi er hann sjávarhellir frá lokum ísaldar. Hefur um 40 m. langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Við með suðurströndinni má sjá skúta í fjallsjöðrum ofan strandarinnar. Landið þarna hefur breyst mikið á umliðnum öldum. Eftir að síðustu ísöld lauk voru móbergshryggirnir og einstök fjöll áberandi norðaustur eftir og með Atlantshafshryggnum frá suðvestri. Síðan mynduðu dyngjurnar mikil hraunflæmi og fylltu að og út frá þeim. Loks bættu stærri og smærri sprungureinagos um betur. Nýjahraun, sem álverið í Straumsvík stendur á, rann t.a.m. árið 1151. Síðasta stóra gosið var á 13. öld, en á Reykjanesskaganum hefur gosið fram á 18. öld. Síðan hefur eldvirknin dvínað, en þar með er ekki sagt að henni sé lokið. Eldgos geta orðið hvenær sem er, en á líklega eftir að koma öllum jafn mikið á óvart þegar það verður.
StraumsvíkSjávarhellar í Herdísarvíkurbjargi og berginu milli Selatanga og Ísólfsskála eru allmargir, auk hella í Festisfjalli, ofan við Hraunsvík, í Staðarbergi og Hafnabergi. Í suma er hægt að komast með sæmilegu móti, en við aðra er erfitt um vik.
Grunur hefur verið um mikinn sjávarhelli utan við Straumsvík er náð gæti inn undir álverið og hugsanlega eitthvað up í hraunið. Vonir eru bundnar um samvinnu við kafara að kanna svæðið með ströndinni og huga að mögulegri innför. Að sögn kafara, sem hafa skoðað svæðið eru þar víða rásir inn undir bergið, en ekki er að heyra að þær hafi verið kannaðar með það fyrir augum að þar gætu verið verulegir hraunhellar.
Ef eldri ljósmyndum af álverinu í Straumsvík má sjá þrjú síló (rauð/hvít). Frásögn er af því að þegar eitt sílóið tók upp á því að halla var borað undir það. Þá kom í ljós tómarúm þar undir. Var brugðið á það ráð að dæla steypu niður um gatið daglangt. Þegar einn starfsmannanna gekk fram á sjávarkampinn sá hann hvar sjórinn var allur steypulitaður framanvert. Var verkið þá stöðvað. Sílóið var þó notað enn um hríð, en síðan rifið. Nú er þarna einungis tvö síló.
Ef þarna er stór sjávarhellir með öllu sem fylgt getur slíku jarðfræðifyrirbæri væri það einstakt í heiminum.
Sjávarhellir

Grindavíkurvegur

Grindavík er fallegt sjávarþorp við suðurströnd Reykjanesskagans. Frá Reykjavík tekur u.þ.b. 30 mínútur að aka þangað á 3×30 km hraða. Talan 3 er svo nátengd Grindavík að engu lagi er líkt. Bara nafnið sjálft er 3×3 bókstafir (Gri-nda-vík).

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn norðan Lágafells.

Til Grindavíkur liggja þrjár meginleiðir – um Ísólfsskálaveg úr austri, um Grindavíkurveg úr norðri og Reykjanesveg úr vestri. Fyrrum voru meginþjóðleiðirnar einnig þrjár; Prestastígur, Skipsstígur/Árnastígur og Skófellastígur/-vegur).
Landnámsmaður sté fyrst fæti í Grindavík árið 933, en þá höfðu liðið 3 þúsund ár síðan hraun það rann úr Vatnsheiðinni með sínum þremur gígum er nú myndar undirlag byggðarinnar við ströndina.
Synir Landnámsmannsins, Molda-Gnúps, voru þrír; Björn, Þórður og Þorsteinn. Sauðþráir afkomendur þeirra, fjárbændurnir, eiga einungis þrílembur. Þriðjungur þeirra bregður til fósturs.
Hverfin, sem byggð hafa verið í Grindavík, eru þrjú – Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðjunni, við núverandi höfn, og Þórkötlustaðahverfi austast.
Þrjár gamlar þriggja fiskroðsskóa þjóðleiðir lágu til Grindavíkur; Prestastígur frá Höfnum, Skipsstígur frá Njarðvíkum og Skógfellavegur frá Vogum.
1939 (3×3) var grafið skipalægi inn í Hópið, sem myndar núverandi hafnaraðstöðu í Grindavík.

Tyrkir

Tyrkirnir koma.

Um aldamótin 1900 voru íbúar þorpsins 353 talsins. Nú eru þeir 2.339 (m.v. 1. des s.l.) og stefna á þreföldum hraða í töluna 3.000.
Grindavík átti 30 ára kaupstaðarafmæli á síðasta ári. Efst hægra megin á vefsíðu bæjarins, www.grindavik.is, standa 3 orð; „Grindavík – 30 ára“.
Þriggja stiga körfur eru algengar hjá hina sterka körfuboltaliði bæjarins og knattspyrnufélagið tapar yfirleitt ekki leik með meira en þriggja marka mun.
Veður er afar gott í Grindavík, hiti oftast yfir 3×3 gráður að sumarlagi og varla undir –3 gráðum að vetrarlagi. Vindhraðinn er oftar en ekki þriðjungur af því sem hann ætti ekki að vera. Súrefnið er því þrefaldlega ferskara.
Höfuðlandáttir eru þrjár í Grindavík, vestur, norður og austur, en suður er hafáttin; þrisvar sinnum merkilegri en hinar þrjár.
Ef þríhöfða þurs væri til myndi hann búa í Þorbjarnarfelli ofan við Grindavík. Þar er Þjófagjá og Gálgaklettar skammt frá.
Í bæjarstjórn Grindavíkur eru fulltrúar þriggja flokka. Þrír bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mynda meirihluta með Sjálfstæðismönnum.
Þriðji í jólum er aðalhátíð síungra Grindvíkinga. Þá kveikja þeir þríefldir í öllu eldfimu og efna til staðbundinna óeirða í mótsögn við heilaga þrenningu.
Þriðji hver íbúi bæjarins er aðkomumaður, en hinir þrírþriðju eru innfæddir, svonefndir Grindjánar. Reyndar var og er talan 3 einnig heilög tala hjá indjáum.

Páll Vilbergsson

Páll Vilbergsson.

Árið 1532 börðust þýskir, enskir, danskir og lenskir við Grindavík um yfiráðin yfir versluninni og 1627 komu Tyrkir til Grindavíkur og numu 15 (3×3+3+3) manns á brott með sér. Síðan eru liðin þrisvar sinnum 126 ár.
Nú eru fleiri en þrjár verslanir opnar gestum og gangandi í Grindavík 3×3 klst á dag virka daga og vöruúrvalið hefur aldrei verið meira, þrjár tegundir af hverri vöru. Á veitingahúsunum þremur er þriðji bjórinn (33 cl) frír fyrir klukkan 3 þriðja hvern dag.
Í Grindavík er menningin nú orðið í þrívídd og minjasagan er óvíða aðgengilegri, a.m.k. fyrir einum færra en þrífætta.
Slagorð bæjarins er; „Grindavík – góður bær“ = þrjú orð. „Allt er þá er þrennt er“, er almælt máltæki meðal Grindvíkinga.
Mörgum finnst líka alltaf þrisvar sinnum skemmtilegra að koma til Grindavíkur en annarra stórra smábæja í landinu. Og þar skín sumarsuðursólin (3 ess) þrisvar sinnum skærar en t.d. á norðanverðum Reykjanesskaganum. Samt munar einungis tæplega 3×3+3+3 mínútum á þessum landssvæðum – þrjáþriðju ársins.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.