Astapahraun

I. Inngangur
Árið 1978 voru 26 skipafundir frá víkingaaldartímabilinu 800-1200 þekktir í Noregi, Svíþjóð, N-RústirÞýskalandi og Danmörku. Fjallað verður um skipafundi víkingaaldar á tímabilinu 800 (750) – 1050 á Norðurlöndum út frá rituðum heimildum og helstu fornleifum, sem fundist hafa. Athyglinni verður beint að Ásubergsskipinu og Gaukstaðaskipinu vegna aldurs þeirra, nýtingu, fundarstað og gripum, sem í þeim voru með hliðsjón af skreyti og samfélagsmynd víkingaaldar. Myndsteinar gefa vísbendingu um aldur og notkun skipanna. Einnig verður getið um íslenskar fornleifar og þekkingu, sem aflað hefur verið hér á landi um víkingaskip. Byggt er á reynslu skipasmiðs, sem hvað mesta reynslu hefur af efninu hér á landi.
Reynt verður að svara spurningunum:

1. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
2. Var um fleiri en eina tegund skipa að ræða?
3. Hver er þekking Íslendinga á víkingaskipum?

II. Á hvaða tíma voru víkingaskipin og til hvers voru þau notuð?
ArdreÝmis gögn staðfesta tilvist víkingaskipanna og staðsetja þau í tíma. Samkvæmt frásögnum af víkingaferðum í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum virðast þær hafa verið eins konar blanda af verslunar- og ránsferðum. Fyrsta víkingaskipaferðin er talin hafa verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið Lindisfarne.  Stílfærðar myndir í íslenskum handritum sýna lag skipanna.
Víkingar frá Danmörku og Noregi réðust reglulega á England, Frísland og Niðurlönd á fyrri hluta 9. aldar. Víst er að víkingar frá Danmörku og Noregi settust að bæði á Írlandi (í Dyflinni), Norður-Englandi (í Jórvík) og á austurströnd Englands (Danalög).
Í upphafi 10. aldar dró úr víkingaferðum. Seinasti víkingakonungurinn, Eiríkur Haraldsson konungur í Jórvík, féll árið 954. Á Írlandi hélst ríki víkinga í Dyflinni hins vegar fram til um 1170.
Danskir og norskir kóngar herjuðu á England á árunum 991-1085. Vitað er að norrænir menn fóru einnig í ránsferðir í austurveg, allt til Rússlands þar sem fundist hafa grafreitir og aðrar minjar um norræna menn. Skipin voru forsendur slíkra leiðangra.
Vik-skipÍ Landnámu er getið um uppruna og notkun víkingaskipa, sem fluttu fólk, fénað og aðföng til Íslands á 9. og 10. öld. Víkingaskipin virðast skv. heimildinni flest hafa verið smíðuð í Noregi og nágrenni. Í Landnámu er því t.d. lýst að [Arnkell keypti þeim skip í Dögurðarnesi og fylgdi þeim út um eyjar] og að [Þórður hafði þá tvo vetur og tuttugu, er hann keypti skip í Knarrarsundi].
Í Landnámu (Sturlubók)  er fjallað um framangreind skip og þau nefnd orðum, sem notuð hafa verið fram til þessa dags. [Þá bjuggu þeir Grímur og Kveld-Úlfur kaupskip og ætluðu til Íslands… Þeir lágu til hafs í Sólundum. Þar tóku þeir knörr þann, er Haraldur konungur lét taka fyrir Þórólfi… Þeir bjuggu hvort-tveggja skipið til Íslands og þrjá tigu manna á hvoru…], [Auður var þá á Katanesi… Hún lét þá gera knörr í skógi á laun, en er hann var búinn, hélt hún út í Orkneyjar] og [þeirra son var Þórir farmaður. Hann lét gera knörr í Sogni].

Vskip-2

Langskip er nefnt á einum stað þar sem segir að [þá er Ásgrímur varð heill, gaf Eiríkur honum langskip…].
Ekki er fjallað um smíði og stærð skipanna, einungis heiti og notkun. Ástæðan er sennilega sú að þau hafi þá er sagan er rituð á fyrri hluta 12. aldar (sennilega um 1130), verið svo almennur þáttur í daglegu lífi að ekki hafi tekið því að lýsa þeim sérstaklega.
Hingað til lands kom fjöldi skipa og héðan fóru einnig mörg skipanna. Sum fórust sbr. eftirfarandi frásögn í Landnámu: [Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru hálfur þriðji tugur skipa til Grænlands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en fjórtán komust út; sum rak aftur, en sum týndust. Það var fimmtán vetrum fyrr en kristni var í lög tekin á Íslandi].
Skildir munu hafa verið á skipunum sbr. eftirfarandi frásögn úr Landnámu: [Hella-Björn son Herfinns og Höllu var víkingur mikill… Hann fór til Íslands og kom í Bjarnarfjörð með alskjölduðu skipi; síðan var hann Skjalda-Björn kallaður].

Kort

Víkingaskip (langskip) voru notuð í hernaði, einkum vegna þess hve grunnskreið þau voru, og með þeim (knörrum) fóru fram miklir þjóðflutningar á einni erfiðustu siglingarleið er um getur. Skipin þurftu því bæði að vera meðfærileg og geta flutt mikið í hverri ferð.
Skipunum fylgdu minni bátar sbr. frásögnina af Garðari Svavarssyni í Landnámu (Sturlubók): [Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt.]
Í Gotlandi og víðar hafa varðveist myndsteinar (rúnasteinar) frá tímabilinu 700-800. Sumir þeirra sýna myndir af skipum, sbr. meðfylgjandi mynd af Ardre-steininum. Myndirnar fléttast gjarnan sagnakenndu ívafi.  

III. Mismunandi gerðir skipa
ÁsubskipÁsubergsskipið var grafið út úr stórum haug í Vestfold árið 1904. Haugurinn var 40 m í þvermál og hefur upphaflega verið um 6 1/2 m á hæð. Hann stóð á sléttu, 4 km frá sjó, en á víkingaöld hefur verið skemmra að flæðamáli því að þá gekk sjór hærra.
Skipskumlið er 21.58 m langt (70½ fet) og 5.1 m á breidd (16.7 fet). Dýpt niður á kjöl var aðeins 1.58 m (5.2 fet). Skipið hafði verið notað sem gröf fyrir mektarkonu. Næst henni lágu leifar annarrar konu, hugsanlega þjónn, ásamt dýrmæt-ustu eigum hennar. Báðar höfðu þær verið lagðar í rúm í grafhýsi á þiljum. Í rúmunum hafa verið sængur, koddar og ábreiður. Talið er að eldri konan hafi verið Ása, dóttir Haraldar hins granrauða, konungs á Ögðum.
Gaukstaðaskipið er skilgreint sem langskip frá víkingaöld.  Í skipinu fundust m. a. 4 sleðar og 1 vagn, Vagn7 hestar og nokkrir uxar, kjölturakki og páfugl. Ennfremur var þar allskonar húsbúnaður. Vistir hafa, einnig verið þar og fannst tunna, sem vatn hafði verið geymt í. Haugurinn var rændur í fornöld. Þess vegnai fundust ekki í gröfinni skartgripir eða aðrir hluti af gulli og silfri.
Ásubergsfundurinn er þó ríkmannlegasta víkingagröf, sem nokkru sinni hefur verið grafin upp. Skipið og munirnir í kumlinu voru ekki í heilu lagi. Margir gripirnir voru komnir í smátt og má geta þess að sleði, sem fannst þar var í 1068 bútum.
Ásubergsskipið er allt úr eik. Það hefir verið fimmtánsessa (róið með fimmtán árum á borð), en auk þess hefir það haft segl og ætla menn að siglutréð hafi verið 13 m á hæð. Kjölurinn er viðamikill. Stefnin gnæfa hátt og hafa verið mjög útskorin og með gapandi höfuð.
FataAllt var skipið þéttað með ull. Það er mjög flatbotna og hefir því verið svo lágt á sjó, að talið er að það muni ekki hafa þolað úthafsöldur og því eingöngu verið ætlað til ferðalaga innan fjarða og innan skerja. Skipið hefur að öllum líkindum verið byggt á árabilinu 815-820, en það hefur verið orðið um 50 ára gamalt þegar það var sett í hauginn.
Munirnir veita miklar upplýsingar um háttu á höfðingjasetrum víkingaaldar. Má nefna margskonar búsmuni; handkvörn, suðupott úr járni, stórt trog, baksturstrog, marga bala, ýmiskonar trédiska og skálar, ausu, eldhússtól, tvær viðaraxir, eldhúshníf, lampa, vefstól, spjöld til spjaldvefnaðar. vífl o. m. fl. Þar fundust einnig kistur. En allra merkustu gripirnir eru taldir fjórhjóla vagn og 4 sleðar, allir útskornir. Þá fundust þar einnig útskornar súlur með drekahöfðum. Er útskurður á munum þeim, sem þarna fundust mjög misjafn, og þykir sýna að margir menn hafi komið þar að og sumir verið sannkallaðir listamenn í þeirri grein. Stýrin voru á sínum stað, aftarlega á stjórnborða.
Árarnar Uppgröftur-1voru tilbúnar á þiljum og þurfti ekki annað en bregða þeim í götin á árastokkunum, þar sem raufar voru sagaðar í brúnirnir, svo að blöðin kæmust í gegn um götin.
Sérstakur stíll í gripafræði er kenndur við Ásuberg. Ásubergsstíll er fyrsti eiginlegi víkingaskreytistíllinn á Norðurlöndum. Skrautið byggist upp á ýmiss konar dýrum og furðuskepnum, oft höfuðsmáum og með ólögulegan líkama. Oft togna útlimirnir í langa anga og vefjast dýrin þá hvert um annað og mynda mynsturheild eða net. Blómaskeið stílsins var fyrir árið 850. Stíllinn er náskyldur Borróstíl og eru þeir saman oft nefndir eldri víkingastíll.
Nútíma trjáhringagreining hefur staðfest að gröfin geti verið frá 834, sem er öllu heldur sá tími er trén voru höggvin til að gera grafklefann. Skipið og aðrir gripir sem fundust eru eitthvað eldri.

Gaukstaðaskipið-3

Gaukstaðaskipið var grafið upp úr stórum grafhaug í samnefndum bæ. Haugurinn var kallaður Konungshaugur. Hann stóð á grasbala, um 50 m í þvermál og um 5 m á hæð. Fylgdu honum þau munnmæli, að þar væri konungur heygður ásamt öllum gersemum. Grafið var í hauginn árið 1880. Í líkhúsi, timburklefa, á þiljum fannst beingrind af manni. Hann hafði verið lagður í rúm í skrautklæðum og með vopnum sínum.
Haugurinn hafði verið rændur í fornöld og voru öll verðmæti af silfri og gulli, sem gætu hafa verið þar, fjarri. Vopn, sem eru venjulega hluti af graffé norskra manna, var einnig saknað.
Skipið var 79 fet á lengd og 6.9 feta breitt. Það hefur verið smíðað í kringum 890. Skipið flokkast sem langskip og er lítið lengra en Ásubergsskipið. Gaukstaðaskipið var þó ekki eins ríkulega búið og Ásubergsskipið. Um borð fundust 3 aðrir minni bátar. Sá stærsti var 9.75 m á lengd. Þessi bátur hefur líklega verið fjarðar- eða fiskibátur, notaður við strandsvæðin. Stærri bátunum var róið með 6 árum (sexæringar). Minnsti báturinn var 6.60 m á lengd, líklega skipsbátur, notaður þegar skipið lá við akkeri eða til annarra nota í löngum sjóferðum. Honum var róið með 4 árum (fjóræringur).
Uppgröftur-2Hinn látni hafði með sér 3 öngla og tveggja hliða leikborð gert úr eik með leikmönnum úr horni, svipað og úr leik sem nú er nefndur mylla. Einnig voru um borð tjald, sleði og reiðbúnaður. Skeifur fundust einnig í gröfinni. Einn hlutur, þekktur sem „horseman roundel“ fannst einnig, en hann er skrautgripur úr bronsi og sýnir reiðmann. Leifar páfugls, konungslegs tákns, fundust í gröfinni, auk sex bikara, viðardisks, leifar nokkurra rúma og búnaðar fyrir sleða. Stór 750 lítra áma fannst, en hún gat geymt vatnsbirgðir skipsins. Þá fundust eldhúsáhöld um borð, viðarskál og stór bronspottur. Utan við skipið voru leifar af 12 hestum og 6 hundum.
Kjölurinn undir Gaukstaðaskipinu er 20.10 m langur, en sjálft var það 23.30 m stafna á milli, og um miðju er breiddin 5.24 m. Með 8 tonna þunga risti Gaukstaðaskipið um 0.75 m. Fullhlaðið risti það um 1.00 m.

Gauksst

Á árastokkunum eru 16 göt á bæði borð. Árunum hefur verið stungið í gegnum þau og hefur. Skipið hefur því verið sextánsessa hafskip, sem bæði mátti róa og sigla. Á siglingu hafa sérstakir hlemmar verið settir fyrir áragötin svo að sjór færi ekki þar inn. Utan á borðstokkum eru skjaldrimar. Þar hefur verið skarað 32 skjöldum á hvort borð, eða 64 alls. Í haugnum fundust 25 skildir, og voru sumir þeirra heilir. Hver skjöldur er um 94 sm í þvermál og allir gerðir úr þunnum grenifjölum. Á miðjum skildi er skjaldbóla, en hinum megin er mundriði. Sennilegt er að rendur skjaldanna hafi verið bryddar með leðri. Á skipunum hefir skjöldunum verið þannig fyrir komið, að þeir „skara“ hver annan. Þeir hafa verið málaðir, annar skjöldurinn svartur og hinn gulur.
ÁsuTalið er að höfðinginn, Ólafur Geirstaðaálfur, hafi dáið í kringum 900. Gaukstaðaskipið er allt úr eik nema þiljurnar; þær eru úr greni og furuborðum og hafa þau verið negld með trénöglum í bitana. Öll smíði skipsins ber vott um vand-virkni og hvað skipasmíðar hafa verið komnar á hátt stig þegar á víkingaöld. En skipið hefur ekki verið ónot-að áður en það var lagt í hauginn, áragötin eru slitin. Þetta er stærsta skipið, sem fundist hefur, en talið er að til hafi verið stærri skip.  

Ásubergsskipið hefir sýnilega verið innfjarðaskip en Gaukstaðaskipið  verið hafskip. Byggingarlag skipanna er mismunandi m. a. að því leyti, að  Gaukstaðaskipið er mjórra en innfjarðaskipið og hefur því verið meira gangskip. Í Ásubergsskipinu eru áraopin í efsta borði byrðingsins, en í Gaukstaðaskipinu voru 2 borð fyrir ofan árarnar. Á þann hátt hefur skipið verið betur til þess fallið að mæta miklum sjávargangi. Nútímabátar eru miklu mun stinnari.

Gaukssta

Þegar öldur skella á þessum stinnu bátum er meiri hætta á aðþeim hvolfi, en gömlu skipin hafa verið mikið eftirgefanlegri (beygjanlegri). Sé Gaukstaðaskipið t. d. mælt frá borðstokk niður um kjöl og að hinum borðstokk hefur skipið verið svo eftirgefanlegt, að þessi fjarlægð hefur getað minnkað um 10 sm til eða frá – að sjálfsögðu án þess leki kæmi að því. Skipasmíði Norðmanna hefur átt langa þróunarsögu, áður en hún komst á þetta stig. Frá holum trjábolum til víkingaskipanna er löng þróun, þar sem komin er sterkur kjölur á skipin, rengdur með járnnöglum, og bitar sem þiljurnar hvíla á. Ekki er fullvíst að seglútbúnaður hafi verið kominn í skipin fyrr en í lok 8. aldar. 

Gaukssta

Íslensk bátakuml hafa fundist hér á landi, öll með smábátum. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátakuml. Síðan hefur bæst í safnið bátakuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum og ýmsir munir komið í ljós. Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum af 6 m löngum báti og beinum af sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, armbaugar og hringur.
Í grein sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumlinu í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. „Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru t.d. bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
AsÞeir eru allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. „Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins.
Árið 2007 fundur fornleifafræðingar bátakuml í Aðaldal, 1000 til 1100 ára gamalt. Tveir fornmenn voru heygðir í bátnum, sem var um 4 kílómetra frá sjó. Báturinn var 7 metra langur og hátt í 2 metrar á breidd.

IV. Íslendingur og víkingaskipin
ÍslGunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, segir að þekking á smíði víkingaskipanna og sjóhæfni hefði glatast um tíma, en opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku (Hróarskeldu). Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi orðið í byggingu þeirra eftir það. Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Um 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Langskipin gátu verið allt upp í 50 m löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíþjóð. Það vó um 5 tonn.
IslendUm 700 var fyrst settur kjölur í  skip. Aukin kjöllengd þýddi aukinn hraði og meiri haffærni. Um 850 voru skipin orðin lík Gaukstaðaskipinu og þannig voru langskipin út víkingatímann. Kjölurinn var þykkastur um miðjuna og mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið safnaði loftbólum undir sig. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip valt ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm (þynnstur til endanna (16 mm)). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir „hanga” svo að segja á miðbikinu.

Íslend

Íslendingur er að hluta úr eik. Ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin, heil yfir. Hampur var í böndum skipanna.
Skyldir voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.
ÍSlendingMastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Ekki liggja fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna fyrrum.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er u.þ.b. meðal víkingaskip.

Ásub

Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., eða á sama hraða og vindurinn.
Hafurtask áhafnameðlima hef-ur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þess-um kistlum sínum þegar róið var. Sandur var í botni skipanna þar sem hægt var að kveikja eld.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Orðatiltækið „mikið í húfi” væri komið þaðan. Annað orðatiltæki: „fer mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notaður var til að koma skinnum á um 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann „fór mikið járn í súginn”.
Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði skipanna en almennt hefur verið talið. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skip Kólum-busar. Skip hans var þó  „koffort” miðað við víkinga-skipin.
Skipin hafa venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljót að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum.   

Lokaorð
ÁsubergVíkingaskipin voru með stærstu „gripum“ víkingaaldar, á tímabilinu 800-1100. Samkvæmt heimildum voru fjölmörg skip smíðuð á tímabilinu – af ýmsum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir rannsóknir er ekki vitað hvenær fyrsta víkingaskipið var smíðað, en líklegt er að það hafi orðið til í aðdraganda víkingaaldar eftir langa þróun. Hönnun víkingaskipanna, einkum kjölurinn og „sveigjueiginleiki” skipanna, réði miklu um yfirburði þeirra, bæði hvað snerti grunnsiglingar og burði á löngum og erfiðum siglingaleiðum. Talsvert er til skráð í fornum heimildum um notkun og tegund skipanna, en lítið virðist vera til af nákvæmlega skráðum lýsingum um smíði þeirra og meðferð þar til skipin fundust í Ásubergi, Gaukstað og víðar. Síðan hefur mikillar vitneskju verið aflað. Ljóst er að smíði víkingaskipanna hefur grundvallast á hugviti og þeirri bestu þekkingu er um getur í langri sjólist. Skipin hafa verið einstaklega gagnleg og góð sjóskip. Siglingartækni nútímans grundvallast í raun á þeirri miklu þekkingu er þá var aflað – fyrir meira en þúsund árum síðan.
KnörrAf fornleifarannsóknum að dæma voru víkingaskipin af fleiri en einni tegund. Langskip voru t.d. notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en kaupför og knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn.
Skipin voru notuð til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk, t.d. sem grafstaður mektarfólks. Þau hafa, sum hver a.m.k., verið skreytt eftir stílfræði þeirra tíma.
Víkingaskipum sem gripum, smíði þeirra, mis-munandi gerðum, eiginleikum og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn hér á landi í fornleifalegum skilningi. Ástæðan er helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar stórra skipa eða  hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá „hvarfi” þeirra. Minni bátar hafa þó fundist. Ekki er með öllu útilokað að fleiri skipaleifar og meiri eigi eftir að finnast hér við land – eða á landi.
Fornleifafræðin, sem og áhugafólk um efnið hefur, aflað dýrmætra viðbótarupplýsinga um víkingaskipin og án efa á þekkingin eftir að aukast í framtíðinni.
Við vinnslu ritgerðarinnar var reynt að takmarka efnið svo sem kostur var – þrátt fyrir að viðfangsefnið væri ærið. 

Heimildir m.a.:
-Agnar Helgason. 2004. „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“  Hlutavelta tímans. Menningararfur í Þjóðminjasafni. Ritstj. Árni Björnsson og  Hrefna Róbertsdóttir. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík.
-Anne Stine Ingstad: Hva har tekstilene vært brukt til? Osebergdronningens grav.  Oslo, 1992 Oslo, 1992.
-Arne Emil Christensen: Kongsgårdens håndtverkere, Osebergdronningens grav.  Arkeologiske nasjonalskatt. Nytt Lys. 1992.
-AW Brøgger, H. Schetelig, Osebergfundet. AW Brøgger, H. Schetelig,  Osebergfundet. Gefið út af norska ríkisins árið 1917.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II . AW Brøgger, H. Schetelig: Osebergfundet II. Kristiania, Kristiania, 1928.
-AW Brøgger, H. Schetelig: Vikingskipene deres forgjenger og etterfølgere. Oslo, 1950 Oslo, 1950.
-Fyrirlestur hjá Gunnari Marel Eggertssyni hjá Símenntun Suðurnesja 23. nóv. 2004.
-Gísli Sigurðsson. 2000. Gaelic Influence in Iceland. Historical and Literary Contacts. A Survey of Research. 2. útgáfa. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
-Göran Burenhult. Arkeologi í Norden, bls. 454-459, Stockholm 1999.
-Íslensk þjóðmenning – Upphaf  Íslandsbyggðar – Haraldur Ólafsson, ritstj. Frosti F. Jóhannsson – Reykjavík 1987, bls. 81-89.
-J. Graham-Campell. Viking Artefacts, British Museum, London. 1980.
-Jón Steffesen. Tímatal Ara fróða og upphaf víkingaferða. Saga 9 bls. 5-20. 1971.
-Kuml og haugfé. Kristján Eldjárn, 2. útgáfa – Adolf Friðriksson, 2000.
-Landnáma (1130) – Sturlubók.
-Lesbók Morgunblaðsins 1. júlí 2000 – Kortagerðarmaðurinn Samúel Eggertsson – Dóra Jónsdóttir, bls. 4-5.
-Lesbók Morgunblaðsins 19. september 1998 – Siglingar og landafundir Íslendinga á þjóðveldisöld – Guðmundur Hansen, bls. 4-5.
-M. Andersen, „Viking“, Kristiania, 1895.
-Magnus Magnusson, Lindisfarne; the Cradle Island, Stocksfield, Eng; Boston 1984.
-Morgunblaðið 23. febrúar 2004, baksíða.
-N. Nicolaysen, „Langskibet fra Gokstad“, Cammermeyer. 1882.
-Skipabókin – Almenna bókafélagið 1974.
-Sverre Marstrander, „De skjulte skipene“, Gyldendal 1986.
-Trausti Einarsson, Nokkur atriði varðandi fund Íslands, siglingar og landnám, Saga 8, bls. 43-64. 1970.
-V. St.  Morgunblaðið, 273. tölublað – II, 5. desember 1982 eftir Einar Pálsson.
-Þór Magnússon. Árbók Hins ísl. fornleifafélags, Bátskuml í Vatnsdal í Patreksfirði. 1966, bls. 5-32.

Auk þess:
http://odin.dep.no/odin/engelsk/norway/history/032005-990460/index-dok000-b-n-a.html
http://vestmannaeyjar.ismennt.is/Vefir/landnam/islendingur.html
http://www.am.hi.is/handritasafn/sagaOgBokmenntir.php?fl=6
http://www.amnh.org/exhibitions/vikings/ship.html
http://www.atom.is/viking/captain/main.html
http://www.cdli.ca/CITE/v_knarr.htm
http://www.cdli.ca/CITE/vikingships.htm
http://www.hi.is/~danival/#Skip
http://www.hi.is/~eggthor/adferdir1/heimildir/efni/verkfornleifar.pdf
http://www.ismennt.is/not/hrefnabj/html/skip.htm
http://www.khm.uio.no/samlinger/vskip//
http://www.missouri.edu/~rls555/SCA/research/ships/ships.htm
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_brimnes.htm
http://www.pitt.edu/~dash/ships.html
http://www.simnet.is/sss/landafundir-grein-mbl.htm
http://www.skanerunt.nu/skepp.html
http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm
http://www.win.tue.nl/~engels/discovery/viking.html
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4268
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1789
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm)
http://www2.khm.uio.no/vikingskipshuset/english.php
http://runeberg.org/famijour/1866/0241.html
http://www.catshamans.se/0bildst3.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Tj%C3%A4ngvide_image_stone
http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/a-a/

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Kapella

Í bókinni „Allt hafði annan róm áður í páfadóm – Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu„, sem Anna Sigurðardóttir tók saman 1988, er kafli;  „Heilög Barbara og kapellan í hrauninu“:

Heilög Barbara og kapellan í hrauninu
Kapella
„Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur samþykkt að láta gera félagsmerki. Fyrir valinu varð myndastytta frá fyrri öldum, sem fannst árið 1950 í Kapellunni við gamla Suðurnesjaveginn, nálægt þar sem verksmiðjan í Straumsvík stendur núna.
Þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, gróf í gólf kapellunnar og fann þar ofurlítið konulíkneski, sem hann sá undir eins að átti að tákna heilaga Barböru, en hún er sýnd í kirkjulegri myndlist með turn í fanginu.
Þessi litla konumynd mun vera elsta mannsmynd, sem fundist hefur í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.
Kennimerki Hafnarfjarðarkaupstaðar er viti. Hafnfirskum konum finnst þess vegna eiga vel við að taka þessa fornu konumynd sem merki Bandalagsins, þar sem konan heldur á turni, sem þá er eins og nokkurs konar samsvörun við vita Hafnarfjarðar.
Kapella
En þannig stendur á þessum turni heilagrar Barböru, að hún var kaupmannsdóttir í Litlu-Asíu um 300 árum eftir Krists burð. Þá voru miklar ofsóknir gegn kristnum mönnum. Barbara kynntist kristnum mönnum og gerðist kristin á laun, því að faðir hennar var heiðinn. Þegar hann komst að því, að dóttir hans var orðin kristin, gerði hann allt sem hann gat til að hræða dóttur sína frá trú hennar. Meðal annars lét hann reisa turn, þar sem Barbara átti að sitja innilokuð til þess að hún gæti ekki haft samband við kristna menn. Hún bað þá föður sinn að lofa sér að hafa þrjá glugga á turninum, og faðirinn leyfði það. Síðan spurði hann Barböru, hvers vegna hún hafi viljað hafa gluggana þrjá. Hún svaraði: Þrír merkja föður, son og heilagan anda. Varð þá faðirinn ákaflega reiður og seldi dóttur sína í hendur böðlinum, og var hún loks hálshöggvin fyrir tryggð sína við kristna trú.
Ein af þeim píslum, sem Barbara gekk í gegnum, var að logandi blysum var haldið að líkama hennar. En hún lét ekki bugast fyrir það. Síðan fóru menn að heita á Barböru til hjálpar gegn eldsvoða af ýmsu tagi. (Barbárumessa er 4. desember).
kapellaHraunið, þar sem kapellan stendur, er talið hafa runnið á 13. öld og kom úr Óbrennishólum við Undirhlíðar. Þetta hraun rann yfir alfaraveginn á Suðurnes.
Hvers vegna þessi kapella var reist, vita menn ekki, en fræðimenn hafa giskað á að þarna hafi fólk gert bæn sína áður en það lagði leið sína yfir nýrunnið hraunið. Það er líka einkennileg tilviljun að einmitt í þessari kapellu skuli finnast mynd þessarar helgu konu, sem menn hétu á sér til hjálpar gegn eldsvoða. Myndin er núna á Þjóðminjasafninu og geta allir séð hana þar þó lítil sé.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur fengið Gunnar Hjaltason gullsmið og listamann til þess að gera myndamót af Barbörumyndinni úr Kapellunni, og verður það notað sem merki á skjöl félagsins. Gunnar hefir líka verið beðinn að gera hálsmen með sömu mynd, og geta konur keypt það sem félagsmerki.“
Nokkrum árum eftir að Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði þessa grein birtist eftir hana bókarkorn (27 blaðsíður) um hl. Barböru úr Heilagra manna sögum um líf hennar og píslir. Þar eru og nokkur erindi úr Barbörudikti sem menn hafa geymt í minni og sungið allt fram á 19. öld.
Kapella
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er ein saga um Kapelluhraun: „Í Gullbringusýslu er hraun eitt mikið milli Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og heitir nokkur hluti þess Kapelluhraun og dregur nafn af kapellu sem í því stendur. Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar af mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er að í kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn.“
Heilög Barbara er m.a. verndardýrlingur námamanna og jarðfræðinga og þeir tigna hana og tilbiðja. Jarðfræðingar á Orkustofnun minnast Barböru sérstaklega tvisvar á ári allt frá 1980. Þeir halda hátíð í tilefni af messudegi hennar 4. desember og á vorin áður en þeir leggja af stað til rannsókna. Þá fer hátíðin fram í rústum Barbörukapellu í Kapelluhrauni. Þar vígja jarðfræðingarnir hamra sína og tól, gera sér glaðan dag og syngja nýjan Barbörudikt.
Kapella
Fyrsta vísan í Barbörudikti hinum nýja, en það er sálmur til heiðurs Barböru. Lag og texti er eftir Árna Hjartarson jarðfræðing á Orkustofnun, einn Barböruáhangenda þar. Textinn er alls 7 vísur og er Barbörudiktur jafnan sunginn þegar Orkustofnunarmenn koma saman til að minnast síns dýrlings:

Barbörudiktur
Gegn veraldarinnar vélráðum ég verndaður
er með sóma þótt reynt sé að blanda mér
beiskan drykk þá bykarinn fyllist með rjóma. Mín
gætir frú með turn af marmara, minn dýrlingur er Barbara. – (Árni Hjartarson)

Heimildir:
-Íslenskar þjóðsögur og æfintýri – Safnað hefir Jón Árnason, II. Ný útgáfa (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson), Rvk 1966, Kapelluhraun bls. 74.
-Allt hafði annan róm áður í páfadóm, Heilög Barbara og kapellan í hrauninu, Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu, Anna Sigurðardóttir tók saman, 1988, bls. 326-331.
Kapella

Mölvíkurvatnsstæðið

Eitt er það örnefni, enn a.m.k., sem ekki hefur verið hægt að finna með „goggli“, en það er Mölvíkurvatnsstæðið. Vatnsstæðisins er getið í örnefnaskrá fyrir Stað í Grindavík: „Upp af miðri Mölvík gengur klapparhryggur, Mölvíkurklöpp, upp fyrir Reykjanesveginn. Ofan við hana er Mölvíkurvatnsstæði (eintala).“
MölvíkurvatnsstæðiðVatnsstæðið er stórt af vatnsstæði að vera en þó ekki stærra en sambærileg „vatnsstæði“ í Grindavík, s.s. við Járngerðarstaði, Stað og Húsatóftir. Sérstaða þess er helst fólgin í að það er eina vatnsbólið á innanverðu Reykjanesinu. Allt um kring er landslagið bæði eyðilegt, sendið og fremur slétt. Ofar er Klofningahraunið með sínum stórbrotnu ýfingum. Austan við það er slétt mosavaxið Berghraunið og austan þess er hólótt Lynghólshraunið.
Vestan við Vatnsstæðið þekur svartur basaltsandur úr Sandvíkinni allt svæðið. Sandflákinn tekur höndum saman við bróður sinn úr Stóru-Sandvík vestan Hafnarbergs. Saman mynda þeir samfellu og hafa að mestu lagt undir sig utanvert Reykjanes. Ef ekki hefði komið til sandgræðsla á síðari áratugum hefði sandurinn lagt undir sig allt land á þessu svæði. Sandinn má vel sjá í Vatnsstæðinu. Augljóst er að þarna gætir náttúruáhrifa, þ.e. þegar stórbrimað er framanvert flæðir sjór upp á land og hækkar þá í tjörninni. Í „eðlilegu“ árferði lækkar í henni á ný og seltan minnkar í samsteningunni.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Mölvíkurvatnsstæðið-2Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Landgræðslustarfið hefur skilað mikilum árangri frá upphafi því tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Nú er talið að meira grói upp en það sem eyðist þótt enn eyðist mikill gróður og jarðvegur á Íslandi.
Starfshættir Landgræðslunnar hafa breyst mikið frá upphafi en þá voru flest verk unnin með höndum eða frumstæðum verkfærum. Meðal annars voru langir sandvarnargarðar hlaðnir úr hraungrýti.
Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sunnan hennar var sauðfé bannað. Síðar var svæðið stækkað með því að sett var horn á girðinguna uppi í hrauninu og girt norður að Ósum og sá hluti girðingarinnar sem lá fram í sjó að vestanverðu var lagður niður.
Leitað var að hugsanlegum grjótgildrum umhverfis Vatnsstæðið, en engar fundust að þessu sinni. Ekki er þekkt þjóðsaga tengd vatnsstæðinu, sem verður að teljast í frásögu færandi. Fyrirhuguð er ganga um Klofningahraun fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stað.
-land.is

Mölvíkurvatnsstæði

Mölvíkurvatnsstæði – kort.

Stórasel

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli.
Storasel 201Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula í Vík, samkvæmt Hítardalsbók. Litlum sögum fer af Seli næstu aldirnar. Í Jarðbókinni frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, ábúandi er einn Ólafur Benediktsson. Heimilismenn 8 og níundi heilsuveikur mágur bóndans, torfrista, stunga og móskurður í Víkurlandi frí. Heimræði er árið um kring og lending sæmileg, ganga skip ábúandans eftir hentugleikum.
Jarðardýrleki er en óviss um 1835-1845 þegar Johnsen skráir, en þá er Bráðræði skráð sem hjáleiga Sels. 1803 segir fyrst frá Bráðræði, sem hjáleigu frá Seli, og Litla-Sel nefnir bæjarfógeti einn, sem hjáleigu þaðan. Prestur telur 5 býli á öllu Seli, en bæjarfógeti telur eigi ábúendur. Prestur, en enginn annar telur Sauðagerði með 5 býlum.
Seint á 18. öld bjó í Seli Þorfinnur Þorbjarnarson frá Skildinganesi. Hann var lögréttumaður um skeið og er þess getið í heimildum að hann hafi setið á Alþingi á tímabilinu 1787-1793. Með konungsúrskurði 1809 var ákveðið að prestsetur skyldi vera í Seli. Þangað fluttist Brynjólfur Sigurðsson (Sívertsen) dómkirkjuprestur (d. 1837). Sel var innlimað í Reykjavík 1835. Það átti jarðamörk að Hlíðarhúsum og Reykjavík. Sels bæirnir voru síðast fimm. Á lóðinni Holtsgata 41b stendur Stóraselsbærinn enn, reistur um 1885. Ívarssel, nú Vesturgata 66b, reis um 1870. Litlasel og Jórusel eru sambyggð hús á lóðinni Vesturgata 61. Litlasel mun vera reist fyrir aldamót en Jórusel síðar.
Litlasel 201Hér voru varir, Litla-Selsvör, og aðeins suðvestar, norðan við Sóttvarnarhúsið, sem nú er Mið- Selsvör, suðvestan hennar er svo Stóra-Selsvör, og Lágholtstangi gengur hér fram í sjó.
Á mbl.is árið 2005 segir eftirfarandi: „ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis.
Þau tómthúsbýli sem byggðust upp í landi Sels drógu mörg nafn af heimajörðinni og breyttist nafn Sels þá í Stórasel. Selsbæirnir voru síðast taldir fimm og voru, auk Stórasels, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Síðasta bæjarhús Stórasels, steinbær sem reistur var 1884, stendur enn á lóðinni Holtsgötu 41b. Einn ábúandi var í Seli 1703. Heimili í Stóra-Seli voru 3 samkvæmt manntalinu 1845 og er eitt af þeim Pálshús. Steinbærinn frá 1884 stendur enn á dálítilli torfu á sameiginlegri baklóð Sólvallagötu 80-84, Ánanausta 15 og Holtsgötu 31-41.
Er stærstur hluti bakgarðsins tekinn undir bílastæði og virðist Jorunnarsel 201hann hafa verið lækkaður eitthvað ef miðað er við hæð torfunnar sem bærinn stendur á. Sé um að ræða elsta bæjarstæði Sels, þá verður það að teljast nokkuð raskað, en vegna þeirrar torfu sem enn er eftir í kringum steinbæinn og að um er að ræða bæ með nokkuð langa búsetu er mögulegt að enn geti verið að finna nokkuð þykk mannvistarlög á þessum slóðum.
Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Litlasels er fyrst getið sem hjáleigu frá Seli í jarðalista bæjarfógeta frá árinu 1844. Árið 1848 var sonur Steingríms, Ólafur, talinn eigandi að þeim hluta Selslands þar sem Litlasel var byggt. Á Litlaseli munu um tíma hafa verið mörg býli og bjó Ólafur Steingrímsson á einu þeirra, á öðru Jakob bróðir hans, á þriðja býlinu bræðurnir Jón og Grímur Guðnasynir og á því fjórða Ívar Jónatansson, en það býli var alltaf kallað Ívarssel til aðgreiningar frá hinum. Árið 1881 byggði Magnús Pálsson tómthúsmaður timburhús rétt suðvestan við bæinn á Litlaseli sem síðar var kennt við Jórunni Eiríksdóttur ekkju og kallað Jórunnarsel.
Þremur árum síðar reisti Grímur Jakobsson íbúðarhús úr bindingi og múrsteini austan við Litlasel, nálægt því þar sem Vesturgata og Seljavegur mætast nú. Ivarssel 201Árið 1885 seldi Ólafur Steingrímsson syni sínum, Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra, hálfan Litlaselsbæinn og fjórum árum síðar fékk Guðmundur leyfi til að „byggja um bæ sinn á sama stað og með sama lagi og áður“. Þá byggði hann steinbæinn sem enn stendur á lóðinni.
Árið 1895 seldi Guðmundur eign sína Sigurði Einarssyni útvegsbónda. Tíu árum síðar var Sigurður látinn en ekkja hans, Sigríður Jafetsdóttir, bjó enn í Litlaseli ásamt dætrum þeirra. Litlasel var þá einnig heimili Magnúsar Einarssonar og fjölskyldu hans en í Jórunnarseli bjuggu Jóhann Þorbjörnsson tómthúsmaður, Halldóra kona hans og tveir synir. Árið 1913 seldi Sigríður Jafetsdóttir eign sína Karveli Friðrikssyni sjómanni og árið 1924 voru Litlasel og Jórunnarsel virt saman sem húseign hans. Ári síðar lét ekkja Karvels, Guðbjörg Kristjánsdóttir, stækka og endurbæta Litlasel og var þá innréttuð sérstök íbúð í risinu. Árið 1935 eignuðust Axel R. Magnússen og Margrét Ólafsdóttir húsin að Vesturgötu 61 og bjuggu þar síðan lengi og afkomendur þeirra eftir þau. Á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld höfðu íbúar Litlasels og Jórunnarsels flestir framfæri sitt af fiskveiðum, líkt og ábúendur hinna Selsbæjanna. Þeir sem gerðu út árabáta réru frá þremur vörum á þessum slóðum, Litlaselsvör sem var rétt neðan við vesturenda Vesturgötu, Miðselsvör dálítið suðvestar, neðan Miðselstúns, og Stóraselsvör enn suðvestar, þar sem göturnar Hringbraut og Eiðsgrandi mætast nú. Ekki er ljóst hvort húsin frá 1881 og 1889 sem eru númer 61 við Vesturgötu eru á elsta bæjarstæði Litla-Sels. Þó má gera því skóna að þau séu á svipuðum slóðum ef marka má textann úr skráningargögnum Minjasafns Reykjavíkur hér að framan þar sem segir að þau hafi verið byggð „á sama stað og með sama lagi“ og eldri bæir.
Miðsel, steinhús reist 1874, er nú horfið en stóð þar sem nú er húsið nr.19 við Seljaveg… Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Eru örlitlar líkur á að einhverjar leifar Miðselsbæjarins sé að finna í bakgarðinum fyrir aftan Seljaveg 19 eða í götunni fyrir framan húsið.“

Heimildir:
-mbl.is, 4. maí 2005 (lesið 14. mars 2012).
-Húsakönnun, drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur 2007.
-Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaðir við Sund. 3 bindi, bls.38.
-Íslenskt fornbréfasafn III. bindi, bls.220.
-J.Johnsen. Jarðatal, bls.121..neðanmálsgrein.
-Pál Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 39.
-Vigfús Guðmundsson (1936).
-Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarnes.
-Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Seljavegur-Ánanaust-Holtsgata-Vesturgata. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 135, bls. 10-11.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, bls. 121, 462.
-Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 47.
-Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. 1. bindi, bls. 269.
-Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr. 1560) – Borgarskjalasafn: Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943 (Br.nr. 200 og 327;; – -Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Ágúst Jósefsson (1959) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 85 -Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarness –Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi, Lykilbók, bls. 66-67.
-Guðjón Friðriksson (1991). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti, bls. 87.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 252.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr.1560).

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Sölvhóll

Nafnið Sölvhóll vísar að öllum líkindum til gamalla búskaparhátta. Mikið var um sölvatekju í Örfirisey eða á Víkurfjörum. Vel má hugsa sér að Sölvhóllinn hafi verið notaður til að þurrka söl. Eldri orðmynd gæti þá hafa verið Sölvahóll.

Solvholl-1

Bærinn Arnarhóll var um aldir næsta bújörð við býlið Reykjavík, en eftir að jörðin var lögð undir tugthús hrakaði búskapnum hratt. Elstu heimildir um búsetu á Sölvhóli, sem þá hefur verið hjáleiga Arnarhóls, eru úr tíundarreikningum og fólkstali frá 1779.

Tímamót urðu í sögu býlisins árið 1834. Þá settist þar að Jón Snorrason hreppstjóri í Seltjarnarneshreppi og reisti nýjan og veglegan torfbæ. Ári síðar var Arnarhólsland flutt undir Reykjavíkurkaupstað og Sölvhóll þar með. Jón var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1836 sem fulltrúi tómthúsmanna.

Solvholl-2Bærinn sem Jón reisti stóð uppi í tæpa öld. Búið var að Sölvhóli fram á þriðja áratug tuttugustu aldar, en stöðugt þrengdi að býlinu. Mest þó árið 1919 þegar Samband íslenskra Samvinnufélaga reisti höfuðstöðvar sínar við gafl Sölvhólsbæjarins, í gamla kartöflugarðinum.

Nokkrum árum síðar fluttu síðustu ábúendurnir úr húsinu. Það var rifið árið 1930, ef til vill í tengslum við komu Danakonungs og Alþingishátíðina sama ár. Ekki hefur þá verið talið við hæfi að hinir tignu gestir þyrftu að horfa upp á lúinn torfbæ í bæjarlandinu.

Gatan Sölvhólsvegur í Reykjavík dregur nafn sitt af bænum Sölvhóli.

Heimild:
-wikipedia.com

Sölvhóll

Blikastaðakró

Ætlunin var að ganga um Blikastaðanes milli Leiruvogar og Blikastaðakróar. Blikastaða er getið í tengslum við friðlýsingu fornra minja í Mosfellssveit. Á nesinu eru „fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði frá 14.-15. öld, niðri á sjávarbakkanum yst í svonefndu Gerði. (Skjal undirritað af ÞM 08.11.1978. Þinglýst 20.11.1978.).

Kort

Þá átti að skoða búðarústir fá 16. öld við Þerneyjarsund á Álfsnesi. Mönnum, þ.á.m. Kristjáni Eldjárn, hefur greint á á um staðsetningu búðanna. Ummerkin segja þó sína sögu.
„Helstu minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á Blikastaðanesi. Rústirnar eru grjóthlaðnar af smáhýsum og görðum. Engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna á fyrri öldum en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði. Björn Bjarnason í Grafarholti var ekki í neinum vafa um það og segir að vegur liggi til norðurs „niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin)…“
GerðinÁ sínum tíma gerði Kristján Eldjárn (1916-1982) staðfræðilega athugun í Blikastaðanesi. Rústirnar voru ekki grafnar upp en Kristján leiddi að því líkur að hér væri um sjóbúð og fiskbyrgi að ræða og gerðin hafi verið hlaðin á síðmiðöldum í tengslum við fiskverkun. Hann útilokaði þó ekki að þarna hafi verið kaupstefnustaður, rústirnar gætu verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka, enda var stutt á milli skreiðarverkunar og verslunar á miðöldum. Þá hafa skip legið við stjóra við mynni Úlfarsár og vörur ferjaðar að og frá landi. Skammt vestan við Blikastaðanes er Korpúlfstaðahólmi en hann hefur einni verið nefndur sem hugsanlegur verslunarstaður á miðöldum.
Sjórinn hefur í aldanna rás nagað grassvörðinn fremst á Blikastaðanesi þar sem áður risu tjöld kaupmanna. Kannski hafa fiskbyrgin verið birgðaskemmur Viðeyjarklausturs sem safnaði fiski frá jörðum sínum og verstöðvum á Suðurnesjum og geymdi hann í nesinu þar til kaupskipin komu og sóttu varninginn. Blikastaðir voru ein fyrsta jörðin sem klaustrið eignaðist í Mosfellssveit og meðal hlunninda þar var æðarvarp eins og nafnið gefur til kynna. Annars vera dúntekja á flestum jörðum sveitarinnar sem áttu land að sjó.
Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá 1994 „skal stefnt að því að kanna möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir stærri báta (seglbáta og minni vélbáta) í Blikastaðanesi.“
Gerði á BlikastaðanesiÁ 14. -15. öld færðist verslun á nýjar slóðir sem lágu betur við sjósókn. Þá færðist höfnin úr Leiruvogi að Gufunesi og í Þerneyjarsund sem liggur milli Þerneyjar og Gunnuness á Kjalarnesi.
Árni Magnússon getur um vallgrónar búðir við Þerneyjarsund snemma á 18. öld: „Fyrir austan Þerney milli eyjar og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðastæðin eru vallgróin.“
Kristján Eldjárn taldi líklegt að rústirnar austan við Þerneyjarsund bentu til þess að þar hefðu verið fiskbyrgi (skreiðarbyrgi) og búðastæði [Kristján BrunnurEldjárn. Leiruvogur og Þerneyjarsund. Staðfræðileg athugun. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1980.]
. Ætla má að þar hafi verið útgerð og verslunarstaður og má nærri geta að Mosfellingar hafa komið á þessar slóðir þegar kaupskip komu af hafi. Hinar vallgrónu rústir, sem Árni Magnússon nefndi, hafa ekki verið rannsakaðar ítarlega en nafni hans Hjartarson f: 1949) jarðfræðingur var á ferð í Þerney fyrir nokkrum árum og fann í fjörunni stóran granítstein sem hæglega gæti hafa verið kjölfesta úr erlendu kaupfari.
Fornleifarannsóknir við Þerneyjarsund gætu sagt okkur meira um merka verslunarsögu á fyrri öldum en nú eru uppi hugmyndir um að leggja svonefnda Sundabraut um þessar slóðir.
Þessi, einn helsti verslunarstaðurinn í þessum landshluta, fluttizt upp í Hvalfjörð. Þerney var í ábúð fram á 20. öld og fyrrum var þar líka kirkja. Árið 1933 voru fjórir tarfar af Galloway holdakyni og kálffull kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi.

Gerði

Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var öllum lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta.
Helstu sjávarjarðirnar í Mosfellssveit voru Viðey, Gufunes, Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir og Lágafell.
Kristján Eldjárn fjallar um búðirnar á Blikastaðanesi og við Þerneyjarsund í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1980. Greinin heitir „Leiruvogur og Þerneyjarsund, staðfræðileg athugun“.
Merki„Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalarnesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að hann fór grynnkandi.“ Þá getur Kristján  þess að breytingin hafi og getað stafað að breyttri skipagerð „sem aðstæður allar á síðari staðnum hentuðu betur“.
Leiruvogs er nokkrum sinnumgetið í fornritum en ekki í annálum og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga sögu) en hins vegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að segja sína sögu.
Fornritin eru frá 13. öld. Engar heimildir eru til um Blikastaðaminjarnar í staðfræðiritum, hvorki í bók Kålunds né í annarri heimild. „Nefndir hann þó Leiruvog“.  Ummerki má þó sjá þar eftir aðsetur kaupmanna. „Það er þar sem Gerði í Blikastaðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leruvogs sveigir til suðurs inn með Blikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar Blikastaðagerði í Árbók 1914.
Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarbakkanum – af þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi þann stein klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi mikið gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína.“

Minjasvæðið

Stórgrýttur grandi er nú framan við nesið. „Raunar er ekki ólíklegt og þá hefði verið grassvörður vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. Ef þetta er rétt – sem ekkert mælir gegn – hefði þarna verið einstaklega geðugur kaupstefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar Eða allar?) komnar í sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað semþær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu:
A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann. Sjávarbakkinn hefur sjálfur komið í veggjar stað. Slíkt má vera að hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerðinu sjást hellulagnir. Dyr eru á nyrðri veggstúfnum.
Grjótþúst nokkur (byrgi) er austan við syðra gerðið og lílega svolítil girðing en þetta er óskýrt.
B. Búðartóft. Rétt norðan við vestra gerðið er grasi gróin tóft, sem enginn kunnugur íslenskum Vallgrónartóftum mundi hika viðað tekja mjög líklega búðartóft. Þetta er mjög snyrtileg tóft (9×4.5m að utanmáli).
C. Nyrðra gerðið. Um 30 m fyrir norðan búðina er annað gerði úr grjóti eins og hitt, en ekki að öllu leyti líkt því. Í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þesslegir að talsvert gamlir séu.
D. Byrgi. Rétt norðan við nyrða gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að nokkur grafin í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur verið fiskbyrgi.
Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir (skoðað 1978). Vitanlega mætti fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minjafræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun.

Fiskbyrgi

Það virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minjar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög skemmtilega á að horfa eins og þær eru.“
Nú lýsir Kristján minjum við Þerneyjarsund. Vitnar hann m.a. í lýsingu Skúla Magnússonar um Gullbringu- og Kjósarsýslu (Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37) og bætir við: „Þerneyjarsunds er aðeins einu sinni getið í fornsögum, nefnilega í Kjalnesinga sögu, sem er skrifuð snemma á 14. öld og talin með öllu ósöguleg en eigi að síður góð staðfræðileg heimild. Um Örlyg segir söguhöfundur: Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. (Ísl. fornrit XIV, 4), og ætti þett að vera fullgild heimild þess að Þerneyjasund hafi verið vel þekkt sem skipalægi þegar sagan er rituð, og er elsta dæmið um að þess sé getið í ritum.

Þúfukollar

En að sjálfsögðu hefur höfundur einnig kunnað góð skil á Leiruvogi sem höfn, ef til vill bæði í veruleikanum og úr sögum. Hann segir: „Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn (Ísl. fornrit XIV,5).“ Fleiri dæmi tekur Kristján þessu til staðfestingar.
Árni Magnússon ritar eftirfarandi í Chorographica Islandica (útg. 1955): „Fyrir austan Þerney milli lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðarstæðin vallgróin.“
Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda líklega teljast sennilegra. Hvort heldur sem er er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar til vallgróinna búðastæða.

Búðartóft

Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og ekki er um langan spotta að ræða. Fyrst við lága hamrahöfðann (sem víst heitir einfaldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru í (Álfsnes og Glóra), byrjar hið eiginlega Þerneyjarsund og nær þangað suður sem Gunnunes sveigir til austurs og verður þar næstum rétthyrnt nef á. Þessi vegalengd – hið eiginlega Þerneyjarsund – er ekki nema tæpur hálfur annar kílómetri.“
Þá reyndir Kristján að staðsetja búðastaðinn nánar. „Þessi lýsing á einkum og sér í lagi við einn stað við Þerneyjarsund og þar tel ég yfirgnæfandi líkur til að lendingarstaðurinn hafi verið og þar með aðsetur kaupmanna meðan kauptíð stóð.
NiðurkotÞetta er hvammurinn sem kotið Niðurkot stóð í, það sem áður hét Sundakot og hefur verið í eyði síðan 1886. Rústir þessar láta talsvert á sér bera, bæjarhús, útihús, hjallur? niður við sjóinn og túngarður í kringum allt saman. Á þessum stað er skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir innan hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið mjög þýft og grýtt.
Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Í fyrsta lagi af því að enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. Í öðru lagi af því að þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malarkambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafnasemi á staðnum.

Fiskbyrgi

En þá vaknar spurningin: Hvað eru vallgrónu búðastæðin, sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann sá ef til vill sjálfur?
Í íslenskum staðfræðiritum hefur enginn getið um neinar rústir við Þerneyjarsund síðan Árni leið. Innan við malarkambinn [neðan við Niðurkot] eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrulegir þúfnaklasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kallaðar „rústir“ manna á meðal. Þess vegna verðu fljótfærnislegt að fullyrða að þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir.
Munu sennilega á þykja að Bátaréttþúfnaklasar þessir séu þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera.
Niðurkot allt og þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar oghægurinn hjá að rannsaka þetta þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu.
En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé um náttúrulegar þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mila notkun tjalda í fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.“
Rúst„Greinarauki – Framanskráðar athuganir gerði ég í júli 1978 og gekk frá greininni strax á eftir. Í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri sem Helgi Þorlákssom sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifafræðingafundi á Gotlandi og kallast „Havner på Island í middelalderen“. Um Þerneyjarsund vitnar hann til Árna Magnússonar og segir síðan: „Foruten svake spor boder kan man finna levninger av mange smaåskur, og de leder tanken hen på opbevaring av törrfisk.“
Þessar litlu byggingar sem Helgi talar um eru áreiðanlega grjótbyrgin á Höfðanum (nefnd hér að framan) suðvestan við Álfsnesvíkina. Mér taldist til að þau væru 8 eða 9, nokkuð dreifð, en þó ekki um stórt svæði. Þrjú þeirra eru alveg frammi á sjávarbakkanum en hin lengra frá sjó. Þau eru misstór, en öll lítil, gerð úr eintómu grjóti, sum nokkurn veginn kringlótt, frumstæð að gerð. Eins og Helgi tel ég fullvíst að þetta séu fiskbyrgi, og það telur Björn Þorsteinsson einnig, en hann nefnir byrgi þessi í „Reykjavík miðstöð þjóðlífs“, Rvík 1977, bls. 14, og í „Á fornum slóðum og nýjum“, Rvík 1978, bls. 28, og birtir ljósmynd af einu þeirra.

Valllendi

En að þau séu forn er alls óvíst, Slík byrgi voru notuð langt á aldir fram. Og þau koma ekki kaupstöðunum við heldur útgerðinni og fiskverkuninni. Byrgin á Höfðanum eru líka það langt frá kaupstaðnum (?) hjá Niðurkoti að þar er ekkert samband á milli.“
Eins og máltækið segir: „Oft verður stysta ferðin sú fróðlegasta“. Við skoðun á rústunum á Blikastaðanesi (2009) kom í ljós að svo virtist sem einungis hefði verið tekinn hluti þeirra inn í framangreinda vettvangsúttekt. Gerðin tvö, búð á millum og rúst norðar eru allt greinilegar minjar eins og sjá má á uppdrættinum í Árbókinni 1980. Hins vegar má, ef vel er greint, sjá móta fyrir rúst norðaustan við nyrðra gerðið. Skammt norðar á nesinu eru leifar byrgis og búðar skammt austar. Á milli og ofan þeirra er hlaðinn brunnur. Enn ofar (sunnar) er stórt gerði og tvær rústir austan þess. Af þessu má sjá að mun meiri umsvif hafa verið þarna er ætlað hefur verið, auk þess sem ætla má að sjórinn hafi brotið af ströndinni og tekið til sín allmikil mannvirki í tengslum við athafnasemina þarna fyrri á öldum. Bætt var við fyrrnefndan uppdrátt sem nam framangreindum minjum. Þá mátti sjá fornleifar á tveimur stöðum á sunnanverðu nesinu austan Gerðisins.

Fiskbyrgi

Sunnarlega á Blikastaðanesi er hallandi holt með klöppum. Ekki er ólíklegt að þarna kunni að vera sögulegur staður. Eftir er að skoða örnefnaskrá fyrir Blikastaði. Ef eitthvað forvitnilegt finnst þar verður bætt hér við textann sem því nemur.
Rétt er að koma því að hér að merkingar, eða réttara sagt merkingaleysi (upplýsingaskortur) á vettvangi er hlutaðeigandi stjórnvöldum til vansa. Í friðlýstum fornleifum á Blikastaðanesi er tréstaur, sem einhvern tímann hefur borið skilti „friðlýstra fornleifa“. Það er löngu horfið. Ekkert er á vettvangi er upplýst getur áhugasamt fólk hvað þarna kann að LEYNAST.
BlikiÞá var haldið yfir á Álfsnesið. Við athugun á nesinu sunnan Álfsnestjarnar ofan Álfsnesvíkur mátti vel greina vallgrónar búðartóftir undir Höfðanum. Búðarleifar eru á tveimur stöðum. Ofan þeirra er tóft og enn sunnar a.m.k. 10 fiskbyrgi, nokkuð dreifð um holtið ofanvert. Enn sunnar eru tóftir Niðurkots. Neðan þess eru þúfukollar þeir er Kristján nefnir í grein sinni í Árbókinni 1980.
Svo er að sjá, þrátt fyrir að Kristján og Helgi hafi ekki verið sammála um staðsetningu kaupvagnsins við Þerneyjarsund, sem báðir hafi haft rétt fyrir sér. Þeir eru í sínum skrifum ekki að fjalla um sama staðinn, en það ætti ekki að skipta máli því svo er að sjá sem kaupvangir við Þerneyjarsund hafi verið á fleiri en einum stað og jafnvel fleiri en tveimur.
Svæðið skiptist í tvennt; annars vegar Tóftkaupvangana og hins vegar fiskbyrgin. Þau eru mun dreifðari en sjá má á Blikastaðanesi. Það gæti gefið til kynna dreifaðri eignaraðild við Þerneyjarsund. Líklega hefur einn aðili, Viðeyjarklaustur, haft aðstöðu á Blikastaðanesi og því haldið sig á tiltölulega afmörkuðu svæði. Við Þerneyjarsund eru byrgin mun dreifaðri, sem fyrr sagði. Það bendir til þess að verslunarstaðurinn hafi verið færður vegna breytinga á verslunarhaldinu (Viðeyjarklaustur leggst af) en ekki vegna breytinga í Leiruvogi vegna framburðar Leiruvogsár eins og áður hefur verið haldið fram (t.d. í „Sögu Mosfellsbæjar“).
FERLIR á eftir að skoða fornleifaskráningarskýrslur af báðum fyrrnefndum svæðum og bera niðurstöðurnar saman við framangeinda athugun. Ef að líkum lætur á margt forvitnilegt eftir að koma í ljós við nánari skoðun. Telja verður misráðið að hafnar hafi verið framkvæmdir við stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum á Blikastaðanesi því greinilegt er að þær hafa að nokkru þegar spillt hinu heilstæða minjasvæði er lítur að verslun og fiskverkum á svæðinu.

Skel

Er það mikil synd því fáir slíkir minjastaðir óraskaðir eru enn til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ekki þarf að fjölyrða um verðmæti slíkra minja, jafnvel inni á miðjum golfvelli, því ætla má að á meðal iðkenda leynist áhugasamt fólk um sögu og land.
Sömu sögu verður að segja um Álfsnesið því þar á fyrirhuguð Sundabraut að liggja. Mun hún fara yfir fyrrnefnt minjasvæði að hluta.
Eftir að skoðaðar höfðu verið rústir á Höfðanum milli Niðurkots og Álfsnesstjarnar (hún heitir Tjörnin skv. örnefnalýsingu) var gengið til baka um Dýratorfur og eiðið milli Tjarnar og Álfsnesvíkur. Á henni er hlaðin skiparétt. Neðan hennar má sjá leifar að fortímanlegri bryggju. Margt forvitnilegt annað bar og fyrir augu.
Á Álfsnesi eru hlaðnir garðar og tóftir húsa, sem ekki verður lýst hér.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 141.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1980, Leiruvogur og Þerneyjarsund, Kristján Eldjárn, bls. 25-35.

Álfsnesvík

 

Skötufoss

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1995 birtist eftirfarandi grein eftir Helga M. Sigurðsson um „Morð við Skötufoss„:
„Gömlu bæjarhúsin í Árbæ, býlinu þar sem minjasafn Reykjavíkur nú stendur, þykja fara vel þar sem þau lúra á hæðarbrún með gróin þök og þunglamalega, hæfilega skakka grjót veggi. Þegar gestir líta þau augum á björtum sumardegi dettur víst fáum í hug að þar hafi ríkt annað en friðsæld og kærleikur í aldanna rás, kannski í bland við örlítil vanefni á köflum. Fólska og illvirki virðast víðs fjarri. Samt sem áður komst bærinn í annála fyrir mannvíg sem þar var bruggað, ástríðumorð, og þótti einhver óhugnanlegasti atburður þess tíma. Áður en vikið er að morðinu sjálfu verður farið nokkrum orðum um baksviðið.
skotufoss-1Líklegt er að búskapur hafi byrjað í Elliðaárdal fljótlega eftir landnám, bæði vegna gróðursældar og hlunnindanna sem fólust í laxveiðinni. Árbær er þó ekki nefndur í heimildum fyrr en á 15. öld og var þá hjáleiga í eigu Viðeyjarklausturs. Hafði hann líkast til verið færður klaustrinu gefandanum til sáluhjálpar. Konungsjörð varð bærinn síðan við siðaskiptin, 1550. Fyrstu glöggu myndina af Árbæ og búendum hans er að finna í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1704. Vill svo til að þá bjó þar hið ógæfusama fólk, sem kom við sögu fyrrgreinds mannvígs. Lýsing á Árbæ og kvöðum sem honum fylgdu ber ekki með sér að hann hafi verið eftirsóknarverður til búsetu. Meðal annars segir orðrétt í jarðabókinni: „Tún meinlega grýtt og þýfð. Engi mjög lítið . . . Torfskurður til húsagjörðar nægur, en til eldiviðar tekur hann mjög að þverra.“ Samt sem áður var tvíbýli í Árbæ. Annar ábúandinn hafði þrjár kýr, kvígu og tvo hesta. Hinn ábúandinn hafði einnig þrjár kýr, naut, kálf og einn hest. Hvorugur þeirra hafði sauðfé. Af bæjarhúsum eru lýsingar litlar, en þó ljóst að húsin sem nú eru í Árbæ eru líkust höll miðað við það sem þá var.
Álögur á búendur voru þungar þrátt fyrir að ekki virtist af miklu að taka. Kaþólska kirkjan hafði þótt óvægin í skattpíningu á leiguliðum sínum, en verri reyndust þó konungsmenn á Bessastöðum. Landskuld, þ.e. leiga af jörðinni sjálfri, var greidd með fé á fæti eða fiski. Af bústofninum, sem einnig var konungseign, greiddist leiga í smjöri. Ofan á þetta bættust umtalsverðar vinnukvaðir: Við sjóróðra frá Örfirisey, veiðar í Elliðaánum, heyskap í Viðey, mótekju, hrístekju og fleira. Einnig bar landsetum að lána hross til ýmissa verka. Konungur hafði slegið eign sinni á laxveiði í Elliðaánum og lágu þung viðurlög við veiðiþjófnaði þar.
skotufoss-2Á þesum tíma, árið 1704, bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hét, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Um fólk þetta er mjög lítið vitað annað en það sem varðar ytri hagi. Og vafalaust hafði það hugann að mestu leyti við að framfleyta sér frá degi til dags. Þó er ljóst að sterkar tilfinningar leyndust undir yfirborðinu, því að kærleikar miklir urðu með þeim Sigurði og Steinunni. Fór svo að hún eggjaði hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti. Heimildir greina hins vegar ekki frá því hvað rak hana til slíks örþrifaráðs.
Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði fóru þeir Sigurður og Sæmundur til veiða í Elliðaánum. Ekki verður betur séð en þeir hafi gert það í heimildarleysi, sbr. eignarhald konungs á ánni og veiðibann sem fyrr greinir. Er tvímenningarnir voru staddir við Skötufoss, neðarlega í ánum, gekk Sigurður aftan að Sæmundi, sló til hans með einhverju barefli og hratt honum fram í hylinn. Við yfirheyrslu síðar sagðist hann einungis hafa ýtt Sæmundi fram af fossinum með svonefndu dútré, sem er lítil tréfjöl, og hefur sjálfsagt með því viljað draga úr óhugnaði verknaðarins.
hjonadysjar-5Daginn eftir að þetta gerðist lét Sigurður þau boð ganga til sveitunga sinna að Sæmundur væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund.
Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annaðhvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um afdrif hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var þá einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Athyglisvert er hve auðvelt virtist að fá játningu þeirra því að hún jafngilti líflátsdómi. Játning Sigurðar rennir stoðum undir að hann hafi verið verkfæri í höndum Steinunnar og iðrast gerða sinna. Einnig ber að hafa í huga að á þessum tíma var fólk guðhrætt í orðsins fyllstu merkingu og trúði á elda vítis. Þau voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“ segir í Vallaannál.
Ekki er ljóst hvar þau Sigurður og Steinunn voru grafin. Árið 1938 gerðist það hins vegar að vegagerðarmenn rákust á dys við Kópavog, örskammt fyrir austan Hafnarfjarðarveg, þar sem voru tvö lík. Var annað þeirra síðhært, en hitt höfuðlaust.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 21. október 1995, bls. 11.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.

Fornleifar
Þegar orðið gripafræði er nefnt í tengslum við fornleifafræðina dettur flestum jafnan í hug fagrir og stílhreinir fornir gripir, s.s. Þórslíkneski, sverð eða brjóstnæla, hvort sem er frá heiðnum tíma eða víkingatímanum. Aðrir tengja gripina við meiri nálægð, s.s. rokka, kaffikvarnir eða jafnvel hjólbörur.

Fólk lítur ógjarnan á bíla sem gripi, en þeir og reyndar allt annað sem nútíminn hefur upp á bjóða eru forngripir framtíðarinnar.
Gripafræðin er stærsta einstaka fræðasviðið innan fornleifafræðinnar. Sviðið er reyndar það umfangsmikið að enginn getur verið sérfræðingur í öllum gripum allra landa á öllum tímabilum sögunnar, jafnvel innan einstakra svæða. Þess vegna er sérhæfing í faginu nauðsynleg. Það er hægt að verða sérfræðingur í sverðum, bátum, lyklum, hringprjónum og kunna almenn skil á hvað telst til fornra gripa, en sérfræðingur í perlum hér á landi getur átt erfitt með að vera sérfræðingur t.d. í kínverskum perlum allra tímabila.
En hvað er Gripur? Það er hlutur sem maðurinn hefur sett mark sitt á. Venjulega er gripum skipt i þrennt; a) artifact, gripi gerða af mönnum (sem hægt er að flytja með sér með góðu móti), s.s. skrautgripi, verkfæri og áhöld, b) ecofact, mannvistaleifar, s.s. bein, svarf eða aðrar leifar manna, og c) mannvirki, stærri gripir, sem ekki er hægt að flytja með góðu móti, s.s. stærri styttur, hús o.þ.h. Sumt gæti „fallið á milli laga“, s.s. gjall, sem reyndar er flokkað sem „artifact“, en gæti þess vegna verið „ecofact“.
Eitt af því mikilvægasta við gripafræðina eru „context“ eða samhengið. Það að vita samhengi gripa við umhverfi sitt gefur þeim margfallt vægi. Gripur á borði, slitinn frá umhverfi sínu, segir þess vegna lítið, eða jafnvel ekki neitt. Gripur, sem finnst á vettvangi uppgraftar með öðrum gripum, getur sagt heilmikla sögu, lýst menningu, samfélagi, notkun og jafnvel tilurð hans. Þetta skiptir miklu máli í gripafræðinni og ætti að verða fólki, sem finnur óhreyfðan grip að staldra við og íhuga stöðu sína. Þannig gat „sjóbúðarsteinninn“ í tjörninni í Herdísarvík gefið ýmislegt til kynna um „context“ hans við mannlífið þar fyrrum, en hann mun ekki gera það í stofuhillu þess sem fjarlægði hann þaðan (árið 2005). „Gripur án samhengis er lítils virði“.
Gullstytta er vermætari en þyngd hennar í gulli – á vettvangi þar sem hún finnst. Þar er hún afsprengi tiltekinnar menningar og dæmi um verk hönnuðarins. Á borði safnara er hún verðmæt í gulli. Þannig getur gildismat gripa breyst einungis við tilfærslu. „Sjóræningjar“ stunda listaverkauppgröft víða um heim. Í vanþróaðri löndum fá þeir t.d. leyfi stjórnvalda til að grafa „formlega“ á tilteknum stað með þátttöku heimamanna, en á sama tíma eru þeir að grafa „handan við hæðina“ í leit að verðmætum, sem einungis er ætlunin að selja hæstbjóðendum. Það er þó ekki einungis í fornleifafræðinni sem tvískinnungurinn ríkir. Sama birtingarform má sjá víðar í samfélaginu.
Með fornleifum er reynt að enduskapa söguna, menningu eða samfélag. Þess vegna er svo mikilvægt að skrá jafnan alla „contexta“ af nákvæmni og lýsa þeim vel. Skráningar Daniels Brunn voru t.a.m. mjög nákvæmar miðað við skráningar flestra annarra fyrrum. Það var ekki fyrr en um 1990 að fornleifafræðingar fóru að skrá gripi, sem fundust, bæði af nákvæmni og með samræmdum hætti. Fyrrum var vandinn sá að fallegri, heillegri og áhugaverðari gripir voru skráðir, en aðrir síður. Í dag er hægt að skrá samhengi gripa á vettvangi með ýmsum hætti, en mikilvægt er að halda sama skráningarfyrirkomulagi í gegnum allan uppgröftin, ekki síst fyrir þá, sem á eftir koma. Hins vegar hefur verið, er og verður alltaf spurning hvað eigi að skrá og hvað ekki. Líklegt má telja að sumt af því sem ekki er skráð í dag, s.s. skeljar, gætu þó orðið áhugavert rannsóknarefni sérfræðinga í framtíðinni.
Stigsmunur er að rannsaka forsöguleg og söguleg tímabil. Í fyrrnefndum tímabilum skipta gripirnir öllu, en í hinum síðarnefndu er engu að síður mikilvægt að þekkja hinar skráðu heimildir, sem lagðar hafa verið til grundvallar. Þótt form og notkun áhalda hafi lítið breyst um langan tíma hafa ný orðið til. Hvenær það varð er nauðsynlegt að vita.
Á skömmum tíma hafa orðið tengslarof með kynslóðum. Ef bóndi, uppi um 1920, hefði staðið á bæjarhól þar sem uppgröftur ætti sér stað, gæti hann nafngreint svo til alla gripi, sem þar birtust. Annar bóndi, árið 2005, ætti erfitt með að nefna slíka gripi með nafni.
Sérhver hlutur báts hét eitthvað. Sérhver hlutur rokksins hét eitthvað. Í fornleifauppgrefi er líklegt að hvorutveggja komi ekki upp í heilu lagi, heldur í hlutum. Þess vegna er svo mikilvægt að þekkja hvað hver hlutur hét – eða a.m.k. bera kennsl á hann sem hluta úr þeim tiltekna grip.
Sérhver hlutur hafði hlutverk. Hnífur var t.d. notaður til margvíslegra verka, s.s. búrhnífur, eldhúshnífur eða skurðarhnífur. Á sama hátt gat steinn með gati verið notaður sem kljásteinn, hurðaloka eða þyngdarsteinn. Finnist margir steinar saman er líklegt að þarf sé um kljásteina að ræða. Allt þetta þarf að hafa í huga í „contextum“ þegar gripir finnast á vettvangi.
Ferli gripa er mikilvægt, allt frá uppgraftarstað til safns. Mörg slys hafa orðið á þessari löngu leið. Nægilegt er að ógætinn starfsmaður leggi t.d. kljástein ofan á glerperlu. Þess vegna er svo mikilvægt að gefa öllu góðan gaum, skrá allt vandvirknislega í „contextum“, staðsetningum, hnitakerfum og y og X, auk þess sem skrá þarf allar þekktar upplýsingar s.s. fundarnúmer og fjölda gripa. Margir gripir á sama stað, t.d. leikerkjabrot eða naglar, fá venjulega eitt fundarnúmer, og því er nauðsynlegt að lýsa því öllu mjög vel.
Á fundarstað þarf að huga að „lyftingu“ gripa sem og væntanlegri forvörslu þeirra. Leður þarf t.a.m. skjótari meðhöndlun en bein. Fara þarf vel yfir einstaka gripi, þvo þá (ef það á við – hér kemur að hinu margminnistæða tannburstanotkunartímabili í fornleifafræðinni), og athuga hvort gripir eru rétt flokkaðir eða skráðir.
Þá er komið að því að skrá gripi í gagnagrunn, s.s. eftir númeri, tegund, efni, þyngd, lýsingu o.s.frv. Hægt er að flokka gripi með fleiri en einni aðferð, en mikilvægust er hin kerfisbundna samræmda flokkun á einum og sama uppgraftastaðnum. Við uppgröftin á Bessastöðum, sem tók langan tíma og fara þurfti í gegnum nokkur mannvistarlög, var t.d. notuð fleiri en ein skráningaraðferð. Það er og getur verið slæmt fyrir þá sem á eftir koma.
Ljósmyndun gripa er nauðsynleg sem og teikning af mikilsverðari gripum. Skýrsluskrif eru yfirleitt lokahnikkurinn á hverjum uppgrefti, en stundum getur þurft að bíða með birtingu lokaniðurstaðana því senda getur þurft einstaka gripi til sérfræðinga, t.a.m. jarðfræðinga, málmfræðinga, plöntufræðinga eða annarra, og þá getur lokaniðurstaðan tekið allnokkurn tíma.
Túlkun gripa er eitt mikilvægasta verkefni fornleifafræðingsins. Í því sambandi þarf að hafa margt í huga, en mikilvægt er að fara varlega í allar yfirlýsingar, þ.e. „dempa lýsingar“ á túlkun þeirra. Hin „vísindalega“ aðferð er mikilvæg í þessu sambandi. Benda má á að hér getur reyndar verið um einn veikasta hlekk fornleifafræðinnar, en jafnframt einn þann vandmeðfarnasta. Hin „vísindalega“ varfærni getur á stundum hamlað mögulegri framþróun og umleitun, en hún er eftir sem áður nauðsynleg.
Við túlkun gripa þarf að huga að og spyrja að samhenginu (contextum) sem fyrr sagði (hvar, tími og rúm), með hverju fannst gripurinn, var hann innlendur, erlendur eða aðfluttur, skýrir fundarstaðurinn ástand og tilvist hans, hver eru viðskiptatengslin, skrautið, menningarlegt samhengi, tengsl við þjóðhætti (etnógrafíska nálgun), samanburð á milli staða/svæða, varðveislu (absence = vantar, presence = það sem sést), endurspeglun samtímans (geta sagt til um starfsemi á staðnum, s.s. hvort um var að ræða skála, eldhús eða smiðju í fortíð og nútíð, en ekki framtíð), aukningu eða rýrnun, svæðisbundna tilvist, typologiu (tísku, gerðfræði) og félagslegs- efnahagslegs- eða menningarlegs munar.
Hafa ber í huga að jafnan er mikilvægt, til að fá raunhæfa niðurstöðu, að hafa til grundvallar einstökum rannsóknum samanburð við einstaka staði innan svæðis eða á milli einstakra svæða.
Hér er einungis drepið á það allra helsta sem gripafræðin innan fornleifafræðinnar þarf að hafa að leiðarljósi þegar einstaka gripur er annars vegar. Framangreint er því einungis yfirlit (innsýn), en ekki fullkomin lýsing á fræðigreininni.

Heimild:
Framangreint er að meginefni til fengið úr kennslustund GG í fornleifafræði við HÍ árið 2006.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

Ísólfsskáli

Erling Einarsson, áhugasamastur Grindvíkinga að leita að áður ófundnu, helst stöðum, sem enginn hefur áður stigið niður fæti, rakst nýlega á lítið, nýmyndað, gat í sléttu hrauni skammt austan Ísólfsskála. Það þarf góða sjón, athyglisgáfu og kunnugleika til að geta greint svo lítið gat í víðfeðminu. Hann var reyndar með FERLIRshúfu umrætt sinn – og af Skálafólkinu [r]unninn.

Í hellinum

Í einni FERLIRsferðinni fyrir skemmstu var m.a. hugað að gatinu. Það er í þunnri hraunhellu eldra hraunsins, sem þarna er. Nýrra hraunið hefur verið nefnt Skollahraun, en Skálinn er á því eldra, líklega frá fyrra hlýskeiði. Það hraun mætti þess vegna nefna Ísólfsskálahraun, sbr. Krýsuvíkurhraun og Herdísarvíkurhraun austar.
Nú var ferðinni sérstaklega beint að þessu gati, sem var um fet í ummál. Þegar priki var stungið niður nam það botn á u.þ.b. metersdýpi, en hvergi var fyrirstöðu að finna innar. Gaf það von um umferðarvæna rás.
Eftir að hafa stækkað gatið nægilega með járnkarli til þess að maður gæti komist niður hófst könnun undirheima Skálans. Hafa ber í huga að áður hafa áhugaverðir og sérstakir hellar fundist í námunda við Ísólfsskála. Einn þeirra var um tíma í túninu austur af gamla bænum, sunnan þess nýja, en fyllt var í opið undir lok síðustu aldar. Erling telur sig þó vita hvar það er og gæti gengið að því ef á þyrfi að halda. Mokstur og annað jarðrask þyrfti þó eðlilega samþykkis viðkomandi. Þá er stutt að minnast hellis þess, sem kom í ljós við gerð nýja Ísólfsskálavegar (Suðurstrandarvegar – það virðist alltaf þurfa að nefna örnefnin eitthvað annað þegar nýtingin verður önnur, sbr. orðið Háaleiti þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur [Kevlavik International airport eða Reykjavik airport eins og gefið er í skyn víða í útlenskum flughöfnum.

Í hellinum

En það þarf þó ekki alltaf útlendinga til]. Örnefnið Háaleiti var þar sem núverandi íbúðarbyggð á vallarsvæðinu er nú. Á Háleiti var Kalka, sem síðar fór undir flugvöllinn. „Útlenskir“ Íslendingar, sem annað hvort hafa ekki kynnt sér örnefnin, sem fyrir voru, á svæðinu, nenna því ekki eða hafa ekki áhuga á því, datt í fyrstu í hug hug að nefna svæðið Sólarhæðir, sbr. þegar Selbrekku var breitt í Sólbrekku norðan Seltjarnar (sem reyndar hét Selvatn). Nýjasta tilraunin er að nefna Háaleitissvæðið Vallarheiði, sem á þá væntanlega að mynna á notkun þess fyrir breytingu. Segja má að þarna sé Keflvíkingum, mörgum hverjum, vel lýst, sem og viðhorfi þeirra til sögu og menningar svæðisins.
Jæja, aftur að hellinum við nýja Ísólfsskálaveginn. Þar rak gröfumaður arminn niður úr þunnri skel og við blasti hyldýpi. Í ljós koma geymur, sem hafði myndast eftir að ísstykki er bráðnað hafði úr jökli, sennilega frá því í lok síðustu ísaldar. Áður hafði stykkið umverpst ösku og gjósku og því ekki náð að bráðna fyrr en ofur hægt og á löngum tíma. Það var ekki fyrr en gröfumaðurinn mætti á svæðið að það opinberaðist,
Í hellinumOfar er Slaga. Í henni eru elstu ummerki bergmyndunar á Reykjanesskaganum, jökurispuð innskot frá fyrri hlýskeiðum.
Og þá aftur að litla opinu í Ísólfsskálahrauni. Þegar stigið hafði verið fyrsta sinni niður á hellisgólfið reyndi myrkrið að villa sýn. Þetta var lítið skref, en stórt í sögu FERLIRs. Sigur myrkursins þarna um 20 alda skeið stóðst ekki opinberunina. Í ljós kom tómarúm í umlykjandi hrauninu. Það var þó ekki komið af engu því augljóst var að þarna hafði glóandi kvika streymt um við myndun hraunsins eftir að yfirborð þess hafði náð að storkna. Þegar fóðuröflunin fór þverrandi rann innkoman hægt áfram undan hallanum uns hún stöðvaðist við hlið samafurðum hennar, undir og yfir. Þótt „hellirinn“ sé ekki stór á hraunhellamælikvarða landsins er hann að mörgu leyti „læsilegri“ en margir stærri bræður hans. Og vegna þess hversu loftið er þunnt má víða sjá rætur ofanágróðursins liggja niður úr loftinu. Að vísu liggur þröng rás úr hellinum til suðvesturs, en ekki var aðstaða til að fylgja henni eftir að þessu sinni.
Erfitt var um myndatökur þarna niðri vegna móðu er fyllti hellinn bæði fljótt og vel, enda væntanlega kærkomin tilbreytni.
Frábært veður.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

 

Hans Hedtoft

Í Morgunblaðinu árið 1959 er sagt frá bjarghring úr Hans Hedtoft er rak í Grindavík, en farið hafði farist við Grænland fyrr á árinu:
Hans Hedtoft„Aðfaranótt miðvikudags rak bjarghring úr danska Grænlandsfarinu Hans Hedtoft á land í Grindavík. Mun ekkert annað hafa fundizt svo öruggt sé úr Grænlandsfarinu, sem fórst með farþegum og allri áhöfn [95 manns] SA af Hvarfi á Grænlandi 31. janúar sl. vetur. Er bjarghringurinn óskemmdur og greinilega merktur Hans Hedtoft, Köbenhavn. Er Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni, sem er austasti bær í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, kom út á miðvikudagsmorgun og niður á tún, sá hann hvar glampaði á eitthvað hvítt úti í fjörunni. Um nóttina hafði verið mikið rok á suðaustan og brim, en um morguninn var komið logn. Gekk hann út með fjörunni og fann óskemmdan bjarghring uppi í malarkambinum.

magnus haflida-221

Tók hann hring inn heim með sér og um kvöldið hafði hann orð á því við Árna Eiríksson, bílstjóra á áætlunarbíl Grindvíkinga, að hann hefði fundið hring merktan Köbenhavn. Árni athugaði hringinn nánar og sá að hann var af Hans Hedtofi. Er hann kom til Reykjavíkur í gær, gerði hann Henry Hálfdánarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags-ins aðvart. Hringdi Henry til Magnúsar bónda og bað hann um að halda á hringnum með sér er hann kæmi næst í bæinn. Sennilega leystur frá skipinu eins og áður er getið, sér nær ekkert á bjarghringnum þó hann hafi hrakizt i sjó í 9 mánuði. Svolitlar skellur eru komnar í rauða litinn, en áletrunin er alveg óskemmd og greinileg. Á tveimur stöðum er eins og eitthvað hafi höggvizt í hringinn og aðeins er að byrja að koma skeljungur á kaðalinn, sem er alveg heill. Enginn spotti er i hringnum og tóið hvergi slitið, svo engu er líkara en að hringurinn hafi verið leystur af skipinu, en ekki slitnað frá því.
Fréttamaður Mbl. átti í gær tal við Magnús bónda á Hrauni. Hann er 68 ára gamall, fæddur og uppalinn á Hrauni og því oft búinn að ganga f jöruna neðan við bæinn. Sagði hann að þar ræki oft ýmislegt, einkum hefði borizt mikið dót á land þar á stríðsárunum, enda væri þetta fyrir opnu hafi. Sagði Magnús að þarna ræki oft brot úr bjarghringum, en þeir ‘væru oftast of illa farnir til að þekkjast.

hans hedtoft - hringur

Við hliðina á hringnum af Hans Hedtoft lá einmitt eitt slíkt brot.
Bjarghringir eru ákaflega léttir og telur Magnús líklegt að hringurinn af Hans Hedtoft hafi borizt fyrir vindi, fyrst suðurum undan norðanáttinni í vetur. þá upp undir Suðurlandið í vestanáttinni og loks hafi honum skolað upp í Grindavík undan suðaustanrokinu, sem staðið hefur nú um langan tíma. Annars er ómögulegt að segja hvað svona léttir, fljótandi hlutir geta flækst, sagði Magnús að lokum.“
Bjarghringurinn nú er varðveittur í kapellunni í Qaqortog eða Julianehåb á Grænlandi.

Heimild:
-Morgunblaðið 9. október 1959, bls. 24.

Hans Hedtoft

Hans Hedtoft.