Íslandskort

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla inn á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 18. og 19. öld er finna má á vefsíðunni.

Delineatio Gronlandiæ Jonæ Gudmundi Islandi

Íslandskot

Íslandskort 1706.

Höfundur: Jón Guðmundsson
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1706
Undir lok 16. aldar og á þeirri 17. gerðu nokkrir Íslendingar kort af norðanverðu Atlantshafi og löndunum í kring. Þeir freistuðu þess að samræma fornar íslenskar frásagnir um landaskipan á þessum slóðum við kort þau er þá voru í mestu gengi eða menn höfðu við höndina. Kortin voru í það smáum mælikvarða að erfitt var að gera Íslandi viðhlítandi skil enda var gerð þess í rauninni aukaatriði. Fyrir kortagerðarmönnunum vakti að gera grein fyrir siglingum Íslendinga vestur um haf til Grænlands og Ameríku. Gerð þeirra flestra stóð sennilega í sambandi við fyrirætlanir Danakonunga um að ná að nýju tangarhaldi á Grænlandi. Kort þessi eru í rauninni frekar hluti af kortasögu Grænlands en Íslands.
Af öllum kortunum eru til nokkrar mismunandi eftirmyndir en tvö þeirra eru ekki lengur til í frumgerð. Kort Jóns Guðmundssonar lærða er glatað en nokkrar töluvert mismunandi eftirmyndir eru varðveittar, þessi er úr Gronlandia antiqva eftir Þormóð Torfason. Ekki er vitað hvenær Jón gerði kort sitt en giskað hefur verið á árin í kringum 1650. Það nær yfir svipað svæði og kort þeirra Sigurðar Stefánssonar og Guðbrands Þorlákssonar og eins og á þeim skipar Grænland stærstan sess. Á þessari eftirmynd er Ísland af gerð Guðbrands biskups en ekki er vitað hvort það var þannig á frumkortinu. Landaskipan Jóns er mjög óskipuleg og ekki bætir úr skák að hann hrúgar saman ýmsum bábiljum og hindurvitnum sem hann hefur úr ýmsum fornum heimildum og lygisögum.

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1710.

Höfundur: Pieter van der Aa
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1710 (um það bil)
Útgefandi kortsins var bókaútgefandinn Pieter van der Aa en frá hans hendi er mikill fjöldi kortasafna, einkum frá fyrstu tveim áratugum 18. aldar. Flest eru kortasöfn þessi ártalslaus og því illt að átta sig á þeim auk þess sem þau eru mjög mismunandi að kortafjölda og sum þeirra prentuð hvað eftir annað eftir sömu myndamótum. Kortið kemur sennilega fyrst fyrir í kortasafni á frönsku, L’Atlas, Soulange de son gros & pesant fardeau: ou Nouvelles cartes geographiques, ártalslaust en einhvern tíma frá árunum kringum 1710.
Kortið er prentað eftir sama eða svipuðu myndamóti og kort Johannesar Janssoniusar frá 1628.

Groenland

íslandskort

Íslandskort 1715.

Höfundur: Isaac de la Peyrére
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1715
Kortið er úr útgáfu á bók Isaac de la Peyrère um Grænland. Ekki ber það höfundi sínum gott vitni þegar til Íslands kemur enda hefur hann sennilega aldrei ætlað að gera því viðhlítandi skil. Landið er ósköp sérkennalaust og snautlegt.

Het Eyland Ysland in t’Groot

Íslandskort

Íslandskort 1720.

Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1720 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er ártalslaust eins og flest kort Van Keulens en er líklega frá árunum í kringum 1720. Á því er ort upp á nýjan stofn, í stað Íslandsgerðar sjókortanna er undirstaðan greinilega Íslandskort Jorisar Carolusar. Enda líkist kortið fremur almennu landabréfi en sjókorti þrátt fyrir ýmsar tilfæringar eins og kompáslínur, rósir og strandamyndir.
Kortinu fylgja tvö lítil sérkort, annað af sunnanverðum Faxaflóa en hitt af suðurströndinni frá Ölfusá austur fyrir Vestmannaeyjar.

Nieuwe Wassende Graeden Kaert van de Noord Occiaen van Hitland tot inde Straet Davids
Höfundur: Gerard van Keulen
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1727 (um það bil)
Van Keulen fyrirtækið var það afkastamesta í sögu hollenskrar sjókortagerðar. Það var sett á stofn af Johannesi van Keulen undir lok 17. aldar og hélst í höndum ættarinnar til ársins 1823. Talið er að það hafi gefið út ekki færri en 135 bindi sjókorta með nálægt 600 mismunandi kortum og kemur Ísland fyrir á nokkrum þeirra.
Kortið er úr De Groote Nieuwe Vermeerderde Zee Atlas ofte Water-werelt. Ísland á því er af almennri gerð sjókorta um þessar mundir. Suður af Reykjanesi er markað fyrir eyju, sennilega hinni sömu og talið var að Baskar hefðu fundið á þeim slóðum. En eitthvað er kortagerðarmaðurinn í vafa um tilvist eyjarinnar í lesmáli fyrir neðan hana. Á sama hátt er hann vantrúaður á Enckhuysen-eyjar Jorisar Carolusar fyrir Austfjörðum.

Facies Poli Arctici adiacentiumque ei regionum ex recentissimis itinerariis delineata

Íslandskort

Íslandskort 1730.

Höfundur: Christoph Weigel
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1730 (um það bil)

Islande

Íslandskort

Íslandskort 1734.

Höfundur: Henri du Sauzet
Útgáfuár: 1734 (um það bil)
Eftirmynd af Íslandskorti Gerhards Mercators, líklega eftir frumkortinu frá 1595 frekar en kortinu úr Atlas minor. Hjá Sauzet er kortið dregið þunglamalegri línum heldur en hjá Mercator en titilfeldurinn er viðhafnarmikill með myndum af dýrum allt í kring. Skip sjást á siglingu norðan lands og sunnan en fyrir norðausturlandi svamlar skrímsli eitt sem er sennilega fengið að láni af Íslandskorti Abrahams Orteliusar.
Þetta kort er einhver eftirprentun á Íslandskorti Henri du Sauzet.

Svezia Danimarca e Norvegia / Svecia Dinamarca y Norvega

Íslandskort

Íslandskort 1740.

Útgáfuár: 1740 (um það bil)
Aðeins eystri helmingur Íslands nær inn á kortið en það er nóg til þess að það sjáist að gerð þess er ættuð frá Guðbrandi Þorlákssyni.

Nova Gronlandiae Islandiae et Freti Davis Tabula

Íslandskort

Íslandskort 1746.

Höfundur: Johann Anderson
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1746 – 1748
Kortið fylgir bók Andersons, Nachrichten von Island, Grönland und der Strasse Davis, sem kom út í Hamborg 1746 og var svo endurprentuð og þýdd á ýmis mál. Höfundurinn var þá látinn og líklega á hann engan þátt í gerð kortsins sem er af venjulegri gerð hollenskra sjókorta frá síðustu árum 17. aldar. Kortið fylgir öllum útgáfum bókarinnar með breyttum titilfeldum.

A Map of Spitzbergen or Greenland, Iceland, and some Part of Groenland &c
Höfundur:Emanuel Bowen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1747
Emanuel Bowen sótti hugmyndir sínar um Ísland til Hermans Molls. Kortið er af stofni Jorisar Carolusar og Guðbrands biskups Þorlákssonar. Vestfirðir eru eins og þríhyrningur í laginu og suður- og austurstrendurnar eru of beinar. Kortið er íauki á korti af Skandinavíu.

A Correct Map of Europe divided into its Empires, Kingdoms & c.

Íslandskort

Íslandskort 1750.

Höfundur: Thomas Kitchen
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1750 (um það bil)
Kortið er ekki fært til árs en giskað hefur verið á að það sé frá árunum kringum 1750. Það var hluti af fjölblaðakorti sem spannaði norðvesturhluta Evrópu. Kitchen var afkastamikill kortagerðarmaður og eftir hann liggur fjöldi uppdrátta sem birtust í hinum ýmsu landfræðiritum. Þetta landabréf er eftirmynd af Íslandskorti Jorisar Carolusar, eða einhverri útgáfu þess, en allt minna og ágripskenndara.

Land-Kort over Island

Íslandskort

Íslandskort 1752.

Höfundur: Niels Horrebow
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1752
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn liðsforingjans Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skildi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það var ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om Island. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff en Horrebow hafði fengið leyfi konungs til að nota uppdrátt hans. Kortið er talsvert minnkuð útgáfa af frumgerðinni og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Helstu annmarkar þess eru hin allt of norðlæga breidd Vestfjarða og að lengd landsins frá austri til vesturs er meiri en skyldi. En þrátt fyrir ýmsa vankanta kortsins var birting þess einn merkasti áfanginn í kortasögu Íslands frá því að fyrsta útgáfan af korti Guðbrands biskups Þorlákssonar kom fyrir sjónir manna nærri 150 árum fyrr. Hér gaf í fyrsta sinn að líta kort sem að verulegu leyti hafði þríhyrningamælingar og könnun landsins að undirstöðu.
Bók Horrebows kom út á þýsku (1753), ensku (1758) og frönsku (1764). Auk þess birtust lengri eða skemmri kaflar úr henni í ýmsum landfræðiritum næstu áratugina, þ. á m. í hinu fræga ferðasögusafni A. F. Prévost Histoire générale des voyages (1779). Þessar útgáfur höfðu flestar að geyma eftirgerð kortsins.

L’Isle d’Island[e]
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1755
Fyrirmynd kortsins er Íslandsgerð Gerhards Mercators. Úr Discours sur l’Histoire Universelle.

Carte de l’Islande
Höfundur: Charles Lenormand
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1759
Charles Lenormand finnst ekki í neinum uppsláttarritum. Kortið er handdregið og er á sama blaði og uppdráttur eftir sama höfund af Azoreyjum. Neðst á blaðinu til hægri stendur talan 226 og bendir hún til þess að það hafi tilheyrt stærra kortasafni.
Öll gerð Íslands á kortinu er af miklum vanefnum, skagar og firðir lauslega afmarkaðir og af talsverðu handahófi. Um flest einkenni önnur er fylgt korti Jorisar Carolusar og þaðan eru komin öll örnefni, 37 að tölu.

Insvlae Islandiae delineatio

Íslandskort

Íslandskort 1761.

Höfundur: Homanns-erfingjar
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1761
Árið 1728 lést Magnús Arason sem konungur hafði falið að stunda mælingar á Íslandi svo að hægt yrði að gera nákvæmt kort af landinu. Magnús hafði lokið við að búa til kort af svæðinu frá Reykjanesi til Arnarfjarðar. Mikill hluti verksins var því eftir og hafði danska stjórnin fullan hug á að ljúka því. Í því skyni var árið 1730 sendur til landsins norskur leiðangur undir stjórn Thomas Hans Henrik Knoff. Hann hófst þegar handa og eftir fimm sumur hafði hann klárað það sem Magnús skyldi eftir. Hann leiðrétti líka kort Magnúsar þar sem þess þurfti við. Hér var þess freistað í fyrsta sinn að kanna landið mest allt en þeir sem áður höfðu gert kort af landinu höfðu aðallega stuðst við örfáa hnattstöðupunkta, frásagnir kunnugra manna og ýmsan landfræðilegan samtíning.
Knoff bjó til sjö héraðakort af landinu og heildarkort sem hann lauk við að mestu árið 1734. Knoff hafði sent eintak af sumum kortunum til yfirboðara síns í Noregi og var það illa séð af hinum danska stiftamtmanni og lentu mælingarnar því í embættis- og valdatogstreitu. Hún endaði með því að konungur gaf út tilskipun um að Knoff skyldi skila skjalasafni hersins öllum eftirmyndum og uppköstum Íslandskortanna. Kort Knoffs enduðu því í skjalageymslu og komu engum að gagni næstu áratugina.
Það er ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins að rykið var dustað af Íslandskorti Knoffs en 1752 kom út bók Niels Horrebow um Ísland. Með henni fylgdi kort af Íslandi byggt á Knoff. Það er minnkuð útgáfa af kortinu og fremur óvandað og fátæklegt að gerð en Danir kunnu á þessum tíma illa til eirstungu og kortagerðar. Stiftamtmanninum á Íslandi, Otto Manderup Rantzau greifa, virðist hafa runnið þetta til rifja því hann ákvað að gangast fyrir því að kort Knoffs yrði birt í nákvæmari og betri gerð. Í því skyni leitaði hann til kortagerðarstofnunar þeirrar sem einna mest orð fór af í Evrópu um þessar mundir, Homanns-erfingja (Homanns Erben) í Nürnberg. Kortið birtist árið 1761 með firna löngu nafni á latínu þar sem gerð er grein fyrir uppruna þess.
Neðst í hægra horninu er sagt nánar frá tilurð kortsins. Frá frumgerð Knoffs er það minnkað um meira en helming en efnislega er það að mestu leyti óbreytt og flest tekið með sem skiptir máli. Lesmálsgreinum er snúið á latínu eða þýsku og jafnvel bæði málin. Örnefnum hefur fækkað og fá mörg þeirra slæma meðferð. Enginn landfræðitexti fylgir kortinu en í textanum hægra megin er mönnum vísað um slíkt til nýútkominnar bókar eftir Anton Friedrich Büsching. Athygli vekur að Hekla fær ekki jafn veglegan sess og á öðrum kortum.
Íslandskort Homanns-erfingja var prentað sem lausblaðakort og virðist aldrei hafa verið birt í kortasöfnum. Aðeins er kunn ein útgáfa þess, frá 1761. En aðrir tóku það til fyrirmyndar og höfðu að undirstöðu nýrra, aukinna og lagfærðra korta sem juku útbreiðslu þess og komu fyrir sjónir kortagerðarmanna, landfræðinga og annarra er fjölluðu um Ísland og íslensk málefni.

Carte du Groenland

Íslandskort

Íslandskort 1770.

Höfundur: J. Laurent
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1770
Kortið er úr frönsku ferðasögusafni sem Jean François de la Harpe gaf út en það var úrval úr safni A. F. Prévost, Histoire générale des voyages. Kortið er af Grænlandi en Ísland sést einnig. Landið er af þeirri gerð sem algeng var á sjókortum gerðum í Hollandi á 17. og 18. öld.

Nyt Carte over Island

Íslandsskort

Íslandskort 1772.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1772
Þegar Niels Horrebow hafði lokið athugunum sínum á Íslandi árið 1751 var ákveðið að senda þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson í rannsóknarleiðangur til Íslands. Þeir dvöldust á landinu í sex sumur eða til hausts 1757 en þá sigldu þeir til Kaupmannahafnar til þess að vinna úr efnivið þeim sem safnast hafði. Bjarni var skipaður landlæknir og hvarf frá verkinu. Eggert drukknaði árið 1768 og því varð ljóst að aðrir urðu að sjá um útgáfu ferðabókarinnar sem þeir höfðu áætlað. Til verksins völdust Jón Eiríksson og Gerhard Schøning og árið 1772 kom Ferðabók Eggerts og Bjarna út. Henni fylgdi uppdráttur af Íslandi sem Schøning tekur fram í formála að sé byggður á Homanns-kortinu frá 1761 sem aftur á móti var útgáfa af korti Knoffs frá árinu 1734. Schøning segir að Jón hafi unnið einn að gerð kortsins fyrsta sprettinn en hann síðan tekið við og lokið verkinu. Fundist hafa tveir handdregnir uppdrættir að kortinu og er líklegt að Schøning sé höfundur þeirra þó að íslenskir menn hafi rétt honum hjálparhönd.
Þegar litið er á kortið í Ferðabókinni vekur það ef til vill athygli hve höfundar þess hafa litlu við að bæta. Virðist sem þeir hafi lítið notfært sér þann land- og staðfræðilega fróðleik sem Eggert og Bjarni höfðu safnað saman. Það eru helst örnefni Ferðabókarinnar sem komast til skila. Á kortinu kemur í fyrsta skipti fyrir heildarheiti á Vatnajökli og er hann kallaður Klofajökull. Kortið birtist lítið breytt í þýskri (1774-1775) og franskri (1802) útgáfu bókarinnar en talsvert afbakað í enskum útdrætti hennar (1805).
Næstu 50-70 árin sóttu flest vandaðri kort, sem gerð voru af Íslandi, undirstöðu sína að meira eða minna leyti til Ferðabókarkortsins. Stundum er erfitt að skera úr því hvort fyrirmyndin er Ferðabókarkortið eða hinar eldri gerðir Knoff-kortsins, Horrebows- og Homannskortið.

Zusammengezogene Karte des Nordmeeres = Carte reduite de la mer du nord
Höfundur: Jacques Nicolas Bellin
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1774
Bellin vann mestan hluta ævi sinnar að sjókortagerð á vegum frönsku flotamálastjórnarinnar. Hann gerði einnig uppdrætti fyrir ýmis landfræðirit.
Á kortinu gætir töluverðra áhrifa frá Knoffs-gerð þótt í heildinni verði það fremur rakið til eldri hátta. Það birtist fyrst í frásögn Kerguélen-Trémarecs af leiðangrum hans um norðanvert Atlantshaf 1767 og 1768. Eftirmyndir kortsins birtust víða, m. a. árið 1774 í safni ferðasagna, Allgemeine Historie der Reisen zu Wasser und zu Lande, sem átti upphaf sitt af rekja til Prévosts.

Royaume de Danemarck: Premiere carte, Danemarck, Norwege et Islande
Höfundur: Edme Mentelle
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1782
Mentelle var land- og sagnfræðingur. Ísland á þessu korti eftir hann er af Knoff-gerð en það sýnir að auki Noreg og Danmörku.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

General Karte von den Königreichen Schweden, Dænemark u. Norwegen mit Grönland und den Inseln Island und Færöer

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Carta da navegar de Nicolo et Antonio Zeni. Furono in Tramontana l’Anno MCCCLXXX

Íslandskort

Íslandskort 1793.

Höfundur: Nicolo Zeno
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1793
Zeno-kortið, eins og það er oftast nefnt, kom fyrst fyrir sjónir manna í Feneyjum árið 1558 sem hluti höfundarlausrar ferðasögu. Bókin var síðar eignuð Nicolo Zeno (1515-1565) enda var hann í beinan legg afkomandi Antonio Zeno þess er bókin segir frá og greinilegt er á frásögninni allri að höfundur og farmenn eru sömu ættar. Sagan segir m. a. frá för bræðra, Antonio og Nicolo Zeni, um norðanvert Atlantshaf og af viðkomu þeirra á Frislanda, Íslandi og Grænlandi og á hún að vera byggð á bréfum úr fórum þeirra. Samkvæmt frásögn Zenos er kortið eftirmynd af fornu sjókorti úr eigu fjölskyldunnar. Nú þykir hins vegar sannað að bæði bók og kort séu falsrit og sýni því á engan hátt landfræðiþekkingu 14. aldar. Aðalheimild Zenos að kortinu er ekki ein heldur margar og eru þær helstu Norðurlandakort Olaus Magnus, Caerte van Oostlant eftir Cornelis Anthoniszoon og gömul kort af Norðurlöndum af stofni Claudiusar Clavusar með talsverðu ívafi frá suðrænum sjókortum 15. og 16. aldar. Fyrir Nicolo Zeno hefur sennilega vakað að auka hróður ættmenna sinna með því að láta að því liggja að þeir hefðu fundið Ameríku fyrstir manna en neðst í vinstra horni kortsins sést móta fyrir tveimur löndum (Estotiland og Drogeo) sem gætu átt að tákna austurströnd Norður-Ameríku. Þegar litið er á Íslandshluta kortsins kemur bersýnilega í ljós að fyrirmyndin hefur verið sótt til Olaus Magnus. Hvergi er þó markað fyrir fjöllum, fljótum né öðrum landsháttum og allar myndir eru horfnar. Hafísflotar Olausar eru orðnir að sjö eyjum og meira en helmingurinn af örnefnunum er sóttur til Norðurlandakorts Claudiusar Clavusar frá 15. öld en afgangurinn til Carta marina.
Þrátt fyrir vafasaman uppruna Zeno-kortsins gætti áhrifa þess lengi og næstu 40 árin átti það eftir að koma við sögu flestra landabréfa sem gerð voru af Íslandi.
Hér er sýnd eftirmynd af kortinu frá 1793 úr riti Henrich Peter von Eggers, Priisskrift om Grønlands Østerbygde sande Beliggenhed.

An accurate & correct map of Iceland

Íslandskort

Íslandkort 1780.

Höfundur: Jón Eiríksson/Gerhard Schøning
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1780
Fylgdi ferðabréfum Uno von Troil, síðar erkibiskups í Uppsölum, en hann var í för með Joseph Banks í Íslandsferð hans árið 1772. Kort Jóns Eiríkssonar og Gerhards Schønings í Ferðabók Eggerts og Bjarna er undirstaðan. Efnisbreytingar eru fáar en kortið er talsvert minna en frumgerðin og nöfn þar af leiðandi færri.
Bókin varð vinsæl og var gefin út á fjölmörgum tungumálum þ. á m. þýsku (1779), ensku (1780-83), frönsku (1781) og hollensku (1784). Eftirmynd kortsins fylgdi flestum útgáfunum.

Prospect af Reykevig paa Island

Íslandskort

Íslandskort 1785.

Höfundur: Sæmundur Magnússon Hólm
Útgáfuár: 1785 (um það bil)
Sæmundur gerði tvo samskonar Reykjavíkuruppdrætti með þessu sniði. Líklegt er að hér sé um skipulagsuppdrætti af Reykjavík að ræða og annar þeirra sé þá grunnteikning. Ástæðan fyrir gerð þeirra gæti verið flutningur biskupsstóls og skóla frá Skálholti til bæjarins enda gefur nafngift Sæmundar (Prospect) vísbendingu í þá átt. Því getur verið að hann hafi teiknað uppdrættina fyrir landsnefndina síðari með tilliti til væntanlegra nýbygginga yfir stól og skóla en nefndin starfaði á árunum 1785-1786. Nafn Carls Pontoppidans, framkvæmdastjóra hinnar konunglegu einokunarverslunar, er ritað á annan uppdráttinn en hann átti sæti í landsnefndinni. Á þeim má líka finna í einu horninu ártalið 1783.
Sæmundur Magnússon Hólm (1749-1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda, og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Myndir eftir hann eru m. a. í ferðabókum Eggerts og Bjarna og Ólafs Olaviusar.

Die Insel Island

Íslandskort

Íslandskort 1789.

Höfundur: Franz Johann Joseph von Reilly
Útgáfuland: Austurríki
Útgáfuár: 1789
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761. Mörgum örnefnum og öðrum efnisþáttum er sleppt. Úr Schauplatz der fünf Theile der Welt, miklu safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á árunum 1789-91.

Charte von Island und den Färöer Inseln

Íslandskort

Íslandskort 1807.

Höfundur: J. C. M. Reinecke
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1807
Árið 1776 kom til sögunnar ný Íslandsgerð byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs undir stjórn Verdun de la Crennes. Leiðangursmenn höfðu dvalist um hríð á Vatneyri á Vestfjörðum og mælt bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til austurs um nálægt hálfa fjórðu gráðu án þess að hrófla að ráði við austurströndinni. Útkoman var mjög bjagað kort af landinu, m. a. varð breidd landsins svipuð og lengdin.
Margir kortagerðarmenn tóku það sér til fyrirmyndar, þ. á m. Johann Christoph Matthias Reinecke. Árið 1800 gaf hann út Íslandskort með strandlengju að hætti Verdun de la Crenne. Örnefni og landslag eru hins vegar fengin að láni af korti þeirra Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar. Það er greinilegt að Reinecke hefur lent í hálfgerðum vandræðum við að koma efni sínu fyrir á kortinu því landið er nú talsvert styttra frá austri til vesturs en verið hafði. Skagar norðanlands verða mjög rýrir auk þess sem hlutföll á suðurströndinni raskast. Árið 1807 birtist minnkuð gerð korts Reineckes. Bæði hafa Færeyjar sem íauka í einu horninu. Síðar komu fleiri útgáfur af kortinu.
Kort af stofni Verdun de la Crennes og Knoffs toguðust löngum á og veitti hinum fyrrnefndu betur um hríð.

Iceland

Íslandskort

Íslandskort 1813.

Höfundur: William Jackson Hooker
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1813
William Jackson Hooker var breskur náttúrufræðingur. Hann kom til Íslands 1809 og meðal samferðamanna hans á leiðinni var Jörundur hundadagakonungur. Eftir heimkomuna ritaði Hooker bók um ferð sína og athuganir og var hún gefin út tvisvar. Síðari útgáfu bókarinnar fylgir dálítill uppdráttur af Íslandi. Kortið mun ekki vera eftir Hooker sjálfan heldur Aaron Arrowsmith. Eins og á öðrum kortum Arrowsmiths er strandlengja landsins í samræmi við kort Verdun de la Crennes. Örnefni og meðferð annarra efnisþátta benda til þess að kortagerðarmaðurinn hafi farið eftir korti því sem fylgdi Ferðabók Eggerts og Bjarna fremur en endurskoðaðri gerð þess í Ferðabók Olaviusar.

Charte von Island

Íslandskort

Íslandskort 1824.

Höfundur: Theodor Gliemann
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1824
Gliemann hefur haft uppdrátt Moritz L. Borns að undirstöðu við gerð kort síns. Það sést á strandlínum og orðmyndum nokkurra örnefna. Þó að kort Gliemanns sé aðeins minna en kort Borns er það samt talsvert rækilegra og örnefni fleiri. Það er greinilegt að Gliemann hefur gert sér far um að auka við efni þeirra hluta landsins sem hvað fátæklegastir eru hjá Born. Hann sækir nokkuð til korta af stofni Knoffs, þ. á m. til korts Jóns Eiríkssonar og Ólafs Olaviusar og kortsins sem birtist í bók Ebenezer Hendersons.
Uppdráttur Gliemanns birtist fyrst í Geographische Beschreibung von Island.
Árið 1827 kom út frásögn F. A. L. Thienemanns af ferð hans og G. B. Günthers til Íslands. Henni fylgdi vönduð eftirmynd kortsins.

Island

Íslandskort

Íslandskort 1890.

Höfundur: Stieler
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1890 (um það bil)

Geological Map of Iceland

Islandskort

Íslandskort 1901.

Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen
Útgáfuland: Danmörk
Útgáfuár: 1901
Mælikvarði:1:600 000
Árið 1882 hóf ungur náttúrufræðingur, Þorvaldur Thoroddsen, að rannsaka landið. Hann ferðaðist um það hér um bil allt á árunum 1882-1898. Verkefni hans var þó aðallega að kanna jarðfræði landsins og ekki síst eldgosaminjar. Brátt urðu honum ljósar skekkjurnar á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, ekki síst á hálendinu. En landmælingar áttu ekki samleið með rannsóknum Þorvalds og urðu aldrei annað en hliðargrein. Hann varð fyrstur til þess að kanna og kortleggja öræfin vestan Vatnajökuls, þar sem Björn kom aldrei og fór eftir óljósum frásögnum lítt fróðra manna. Engir höfðu átt þar leið um stór svæði, enda sá hluti landsins er síðast var kannaður. Auk þess gerði Þorvaldur fjölmargar minni háttar breytingar og lagfæringar, einkum á hálendinu, en annars er kort Björns Gunnlaugssonar alls staðar undirstaðan.
Árið 1900 birti Þorvaldur nýtt heildarkort af landinu á tveimur blöðum: Uppdráttur Íslands (Kort over Island). Þar dregur hann saman lagfæringar sínar og viðauka og fellir að korti Björns. Ári síðar kom út jarðfræðiuppdráttur hans: Geological Map of Iceland. Kortið er í rauninni hið sama og uppdrátturinn frá árinu áður, aukið jarðfræðilitum. Árið 1906 birtist endurskoðuð gerð kortsins í Þýskalandi, en í minni mælikvarða: Geologische Karte von Island. Því fylgir lýsing landsins á þýsku, og hefur hún að geyma meginniðurstöðurnar af rannsóknum Þorvalds.

Heimild:
-https://landsbokasafn.is/

Íslandskort

Íslandskort frá því um 1900.

Árni Guðmundsson

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni „Um borð hjá Frönsurum“.

Ólafur Rúnar

Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir.

„Það mun hafa verið nálægt sumarmálum, að við héldum út á Fasæli síðla dags að leggja línu. Línan var venjulega látin liggja yfir nóttina og dregin næsta dag, ef veður leyfði. Við vorum fjórir á bátnum, sem var opinn vélbátur. Veður var gott, og er við höfðum lagt, héldum við áleiðis til lands. Engir bátar eða skip voru á miðunum í nánd við okkur utan ein skúta sem var á færum og hélt sig nærri þeims lóðum, er við höfðum byrjað að leggja línuna.
Nálguðumst við nú skútuna og sáum að þar var mannskapur uppi. Voru uppi getgátur háseta minna um það hverrar þjóðar þeir menn kynnu að vera, uns við veittum því athygli að frakkaklæddur maður með hatt á höfði byrjaði að veifa og kalla til okkar. Ég hafði á orði að líklega vildi hann okkur eitthvað þessi og rétt væri að athuga það nánar. Ekki leist mínum mönnum meira en svo á það tiltæki, en ég bað þá að bíða rólega á meðan ég færi um borð og lögðum við svo að skútunni.

Árni Guðmundsson

Farsæll GK 56, sem Árni í teigi og bræður hans gerðu út frá Þórkötlustaðahverfi. Um borð er talið frá v: Vilmundur Daníelsson frá Garbæ, Þorkell Árnason frá Teigi og Guðmundur Guðmundsson bróðir Árna formanns.

Sá frakkaklæddi tók á móti mér þegar ég kom upp á þiðjur, tók undir hönd mér og leiddi mig niður í káetu. Þóttist ég vitað að það færi skipstjórinn. Býður hann mér að setjast, og hellir í tvö staup. Gerum við vegunum góð skil og af málfari hans og bendingum ræð ég að þeir séu franskir sjómenn. Ekki var frönskukunnáttu minni mikið fyrir að fara en eftir eitt eða tvö staup til viðbótar vorum við þó farnir að skilja hvor annan nóg til þess að ég þóttir vita erindi hans. Var það í því fólgið að biðja mig um að koma fyrir sig skeyti til franska konsúlatsins á Íslandi. Sem við sitjum í káetunni, kemur þar niður hávaxinn maður, sem ég áleit vera stýrimann skútunnar. Taka þeir skipstjóri tal saman og fer sá fyrrnefndi upp að því loknu. Settist skipstjóri nú við skriftir. Fékk hann mér síðan bréf í hendur og héldum við svo upp á þilfar.

Árni Guðmundsson

Frönsk skúta líkri þeirri er fram kemur í viðtalinu.

Skúta þessi var frekar lítil en tvímastra. Heldur fannst mér aðbúnaður bágborinn um borð. Ég tók eftir því að hásetarnir voru berhentir við færin. Höfðu þeir aðeins skinnpjötlur í lófunum og voru hendur þeirra bólgnar og kaunum hlaðanar eftir langa útivist. En þeir höfðu aldeilis ekki setið auðum höndum á meðan ég var niðri í káetu hjá skipstjóranum. Kom nú í ljós hvert erindi stýrimaður hafði átt niður því þegar ég var að stíga af skipsfjöl, sá ég að búið var að koma um borð í bátinn okkar tveim pokum af kartöflum ásamt talsverðu af kexi og rauðvíni.
Árni GuðmundssonMér þótti nú leitt að geta ekki launað þeim þetta með einhverjum hætti og eftir að hafa rætt málið við drengina mína var ákveðið að gefa þeim sjóvettlingana sem við höfðum meðferðis. Voru það fimm pör, sem þeir þáðu með þökkum. Ég vildi nú bæta þeim þetta upp enn frekar og varð því að samkomulagi með okkur að hittast aftur á svipuðum slóðum næsta dag. Yfirgáfum við síðan skútumenn og héldum til lands. Hafði ég í huga að færa þeim fleiri pör af vettlingum eða einhvern annan ullarfatanð. Færði ég þetta í tal við konu mína þegar heim kom og var það auðsótt mál.
Með birtingu morguninn eftir vaknaði ég við það, að farið var að hvessa af austri. Beið ég þá ekki boðanna, en kallaði á hásetana mína saman í hvelli. Þegar við komum út á miðin fórum við strax að darga. Vindur fór vaxandi og við höfðum ekki verið lengi við línudráttinn er við sáum skútuna koma siglandi austan að fyrir fullum seglum. Stefndi hún í átt til okkar, en sveigði af leið er nokkrar bátslengdir voru á milli og hélt til hafs. Veifuðu þeir frönsku í kveðjuskyni enda ekki tiltök að komast um borð vegna veðursins. Skildi þar með okkur og höfðum við ekki meira af þeim að segja. En skeytinu komum við áleiðis og vonandi hefur það ratað rétta boðleið.
Lýkur hér frásögn Árna Guðmundssonar.
Frösnku skúturnar, er stunduðu víðar á Íslandsmiðum fra á þessa öld, voru einkum frá bæjunum Paimpol og Dunkerque. Þyngst var sókn þeirra hingað á ofanverðri 19. öld og fram að árum fyrri heimstyrjaldar. Voru á því tímabili oftast 150-350 skútur árlega á Íslandsmiðum. Eftir það fór þeim ört fækkandi og samkvæmt heimildum er síðast getið franskrar fiskiskútu að veiðum hér á landi árið 1938.“ – ÓRÞ

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1993, Um borð hjá Frönsurum, Ólafur Rúnar Þorvarðarson, bls. 32-33.

Skálabrekka

Í fornleifaskráningu fyrir Skálabrekku eystri í Þingvallasveit vegna deiliskipulags frá árinu 2020 má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik:

Skálabrekka – saga jarðarinnar
Skálabrekka
Fyrst er greint frá Skálabrekku í Landnámu: ,,Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar; hann átti Helgu, dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá; hann hafði skip það, er Elliði hét; hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði. Hann var hinn fyrsta vetur með Þórði skeggja, mági sínum. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landskosta. Þeir höfðu náttból og gerðu sér skála; þar heitir nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, komu þeir að á þeirri, er þeir kölluðu Öxará; þeir týndu þar (í) öxi sinni. Þeir áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla; þar lágu þeim eftir áreyðar þær, er þeir tóku í ánni.“
Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var jörðin sjö hundruð að jarðardýrleika um 1700 og var í leigu en eigendur voru tveir. Jörðin var þá talin í landþröng og mætti stórum skaða af hestabeit lestamanna bæði að norðan og austan. Í Jarðatali árið 1947 var jörðin hins vegar tólf hundruð.
Ekki kemur fram í skráningunni, enda utan skráningarsvæðisins, að:
-Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið (JÁM 1703).
-Hólmar tveir grasivaxnir eru í vatninu og hinn þriðji graslaus, allir kallaðir Skálabrekknahólmar.
-Þessi jörð mætir og stórum skaða af hestabeit lestamanna, bæði Norðlendinga og Austanmanna, en ekki svo af alþingismönnum.

Fjárbyrgi ‒ rétt/gerði

Skálabrekka

Gerði ofan Skálabrekku.

Í örnefnalýsingu Skálabrekku segir: „Nátthagi eða Fjárbyrgi er hraunbolli, grasi gróinn, hringlaga, 35-40 m í þvermál, um 300 m í norður af Hellunesvík. Björn Ólafsson hlóð grjótvegg í kringum þennan bolla og byrgði þarna kvíærnar á næturnar, og ber hann nafn sitt af því. Bændur austan úr sveitum, sem ráku fé sitt til slátrunar til Reykjavíkur, fengu iðulega afnot af honum. Þar austur af eru Nátthagaflatir, beggja megin Árfarsins. Þessar flatir eru líka kallaðar Bakkar. Þeir hafa myndazt vegna framburðar Árfarsins. Þarna lágu ferðamannagötur, og var kallað að fara austur Bakka.“5 Þarna er enn varðveitt stórt sporöskjulaga gerði, sa. 30×26,4 m, hlaðið úr grjóti kringum grösuga dæld. Mesta hleðsluhæð er nú einungis um 0,5 m og breidd um 1 m. Svolítill inngangur virðist vera suðvestan megin, 1 m á breidd. Gerðið er sunnan við og alveg upp við gamla línuveginn. Þetta hlýtur að vera gerðið sem Björn hlóð. Miðað við að hann lifði til 1925 gæti það verið hlaðið á síðustu áratugum 19. aldar eða í upphafi 20. aldar. Sonur hans, Þorlákur Björnsson, tók síðan við búskap til 1941.

Smalabyrgi – tóft
SkálabyrgiÍ örnefnalýsingu segir síðan: „Á hraunbrúninni, rétt fyrir ofan við Nátthagaflatir, er Smalabyrgi, hlaðið úr grjóti, hringlaga, og gengið inn í það frá norðri. Veggirnir rísa hærra að sunnanverðu, móti rigningaráttinni. Inni í byrginu var sæti, hlaðið úr grjóti.“ Á þessum stað er rúst. Vestan megin í henni er greinilegt hólf með grjóthlöðnum veggjum, sa. 1 fm að innanmáli en 2,7 x 2 m að utanmáli. Hleðslan utan um þetta hólf er ágætlega varðveitt og nær norðvesturhornið mestri hleðsluhæð, um 1,3 m. Hleðslan er svolítið rúnuð að utan á norðurhliðinni sem snýr frá Þingvallavatni en að öðru leyti er mannvirkið ferhyrnt. Grjót úr veggjunum liggur allt í kring en mest hefur hrunið úr þeim sunnan og austan megin enda hefur meira mætt á þeim hliðum sem sneru að vatninu og rigningaráttinni. Norðaustan megin virðist vera annað hólf eða stétt. Stórir steinar eru inni í litla hólfinu og hefur mátt sitja á þeim. Inngangur í hólfið virðist þó öfugt við það sem segir í örnefnalýsingu vera suðaustan megin.
Þarna er því ekki fullkomið samræmi við örnefnalýsinguna en staðsetning þessa mannvirkis virðist þó vera svipuð og má því ætla að þetta séu leifar smalabyrgisins. Það er alveg upp við vegarslóða sem kemur þvert á línuveginn þar sem hann endar rétt eftir að hann kemur út um girðingu gamallar sumarbústaðarlóðar austan megin. Smalabyrgið er staðsett fast austan við vegarslóðann þar sem hann liggur norður frá línuveginum, skammt austan við norðurhorn sumarbústaðarlóðarinnar.

Lendingar – varir
SkálabrekkaVið vatnið eru góðar lendingar og fimm varir hafa greinilega verið ruddar. Sú vestasta er innst í Hellunesvík, austan megin, en hinar tvær eru sín hvoru megin við bátanaust nokkru austar við Hellunes, síðan eru tvær vestan á Grjótnesinu. Vörin var grafin í kringum 1970. Varirnar gætu bæði hafa verið notaðar fyrr og síðar. Í austustu vörinni eru tvær stórar hellur innst. Ekki eru neinar heimildir um þessar varir en í örnefnaskrá er nefnd vör sem er utan þessa svæðis. Virðist sem þær séu allar frá 20. öldinni.

Götur – leiðir
Götur, stígar, línuvegur og slóðar liggja fram og aftur um svæðið. Frá malarvegi sem liggur inn á svæðið má sjá götu sem liggur suður að Hellunesvík og síðan áfram í norðaustur meðfram vatninu. Önnur gata er greinileg norðan megin á svæðinu og liggur hún beint norður fyrir smalabyrgið og þaðan áfram í austur. Í vesturáttina liggur hún fyrir ofan lóð gamla bústaðarins, 1-8 m frá girðingu og sveigir síðan í suður við vesturhorn lóðarinnar. Þar greinist hún í tvennt: Ógreinileg slóð liggur í suðurátt að línuveginum og gerði en týnist áður en þangað kemur. Þessi gata gæti hafa tengst réttinni og smalabyrginu.
SkálabrekkaAnnar greinilegri stígur heldur hins vegar áfram í kringum girðingu sumarbústaðarins og tengist þá ef til vill honum. Milli þessa stígs og hins sem liggur meðfram vatnsbakkanum má sjá leifar af enn einni götu sem liggur austur að Nátthagaflötum eða Bökkum. Þarna gætu mögulega verið ferðamannagötur sem nefndar eru í örnefnalýsingu.
Það voru hins vegar bændur sem fóru um þær með fé sitt en ekki ferðamenn í nútímaskilningi. Flestar leiðirnar virðast vera frá 20. öldinni en ferðamannagötur ættu að vera eldri, frá seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Nýr slóði myndaðist núna í sumar þegar Rarik var að leggja jarðstreng í sumar á svæðinu. Sá slóði er fast upp við fjárbyrgið-gerðið og við smalabyrgið.

Heimildir:
-Fornleifaskráning Skálabrekku eystri vegna deiliskipulags, Antikva 2020.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Árnessýsla, bls. 372.

Skálabrekkusel

Skálabrekkusel.

Flagghúsið
Flagghúsið í Grindavík hefur nú verið endurbyggt að hluta. Í hugum núlifandi stóð það sem hálfgerður stakur hjallur ofan við gömlu bryggjuna í Járngerðarstaðarhverfi, en fyrir frumkvæði hjónanna Erlings og Guggu, hefur hann nú gengið í Loftmynd af svæðinu ofan við gömlu bryggjunaendurnýjun lífdaga. Háleitar hugmyndir eru um framtíðarnotkun þessa fyrrum notardrjúga og örumviðarskorna geymsluhúss. Ein hugmyndin er t.d. að nýta það undir krambúð, önnur að þar verði aðstaða fyrir listviðburði og svo mætti lengi telja. Staðsetningin, í hjarta gömlu Grindavíkur, er líka hin ákjósanlegasta fyrir hvað sem er – ekki síst á tímum ferðamennskueflingar sem mótvægi við samdrátt í aflaheimildum, en fiskur og fiskvinnsla hefur verið helsta lífsviðurværi þorps-/bæjarbúa í u.þ.b. 780 ár.  Menningin hefur þó löngum ýmist blundað í Grindvíkingum eða legið „undir steini“ því ekki hefur alltaf verið mikill tími, a.m.k framan af, til að nýta hana sem skyldi, hvorki til afþreyingar né andlegs hugarfóðurs. Þetta er þó óðum að breytast – ekki síst skilningurinn. Það er reyndar kominn tími til að skipulagsyfirvöld í Grindavík staldri við stutta stund, kalli á sinn fund áhugasamt fólk um endurmat og leiti eftir hugmyndum að „vistvæna“ tilögugerð þar sem tekið verði tillit til áþreifanlegra menningarverðmæta. Fá, eða jafnvel engin sveitarfélög á landinu, hafa sýnt af sér slíkt fordæmi – ef af verður.
Í næstu nálægð við Flagghúsið (Olafsenshús) eru gömul hús, þ.e.a.s. þau sem ekki hafa verið rifin, er bæði hafa verið gerð upp að hluta eða verið látin drabbast niður. Sum húsanna, sem þarna voru, mætti endurbyggja með tiltölulega litlum tilkostnaðir (þegar heildarmynd gömlu þorpsmyndarinnar er höfð að markmiði til lengri framtíðar). Öruggt má telja, ef það verður gert, munu bæði íbúarnir sem og aðkomufólkið verða núlifandi ákvörðunaraðilum ævarandi þakklátir fyrir vikið. Eftir því sem tíminn líður munu líkur á endurgerð og enduruppbyggingu þessa kjarnasvæðis minnka og jafnvel að engu verða. Komandi kynslóðir munu þá verða mun fátækari á menningararfinn, auk þess sem vanrækt verður að gefa afkomendunum kost á að kynnast Flagghúsið í endurbygginguhúsakosti og aðstæðum forfeðra Grindvíkinganna – hinna miklu sjósóknara og höndlara.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur. Það er talið vera byggt árið 1917. Það hefur verið, sem fyrr segir, í endurnýjun árdaga. Erling Einarsson í EP verk h/f, eigandi hússins, og Gugga eiginkona hans, áformuðu af framsýni að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir nú komnar vel á veg. Ljóst er þó að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling smíðaði sperrur, hálfhandlama, og verkaði panelklæðningu sem fór inn í húsið með ákveðnum aðferðum þannig að nú lítur hann út fyrir að vera a.m.k. hundrað ára gamall (þ.e. panellinn). Gugga kom m.a. með framkvæmanlegar tillögur og annaðist bókhaldið. Verkið hugsuðu þau hjónin sér að taka í markmiðssettum áföngum – ef vonir ganga eftir um viðhlítandi stuðning til mótvægis við eigið framlag. Þau hafa nú þegar náð að loka húsinu með klæðningu, en gluggaásetning, dyraumbúnaður o.fl. eru enn á hugarstreymisstigi.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944 ) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft hættuleg og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá Flagghúsloftið að endurnýjun lokinnivar í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastarhverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Einungis þetta eina hús er ennþá uppistandandi af verslunarhúsum Einars kaupmanns í Garðhúsum (sjá mynd á vefsíðunni frá því um 1960). Flagghúsið hafði áður verið íbúðarhús í Garðhúsum, byggt 1890 og síðar flutt o gert að pakkhúsi við Einarsbúð. Í dag er þetta hús upphaflegt viðmið skipulagðrar byggðar í Grindavík, enda öll húsnúmer í bænum frá þessu húsi talin. Flagghúsið hefur gegnt margvíslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, skemmtistaður, leikhús, andansstaður, stefnumótastaður, athvarf, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbelsverðlaunaskáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er uppspretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans. Nafngift hússins er komin, sem fyrr sagði, af flaggstönginni, sem var á vesturgafli hússins. Þar voru sjómenn, sem fyrr sagði, varaðir við ef aðgæslu var þörf á Járngerðarstaðarsundi. Þá var flaggað lóða­belgjum, einum, tveim eða þrem, Einarsbúð (nú horfin) og Pakkhúsiðeftir því hversu slæmt sundið var. Eins var verkafólk kallað til með flaggi þegar breiða átti saltfisk á nálæga þurrkreiti eða taka þurfti fiskinn saman. Við endurbygginguna var skipt um þak, sperrur, bæði gólfin, fóttré og burðarbita bæði neðri- og efri hæðar. Einnig var skipt um klæðningu og stóran hluta burðarvirkis í gafli og hliðum hússins. Grjóthleðslur sökkuls voru endurhlaðnar svo og framstéttin. Reynt var með sérstakri bæsun að ná lit og áferð nýrra viðarhluta sem líkastan gömlu viðarhlutunum. Húsið var einangrað að utan og klætt bárujárni líkt og áður var. Þannig hafa inn­veggir húss­ins verið gerðir sýnilegir,  en  þeir  geyma byggingarlag  hússins og sögu gengina kynslóða sem skráð er á veggi hússins, bæði með málningu og útskurði. Útlit glugga og gluggaskipan verður upprunaleg þegar upp verður staðið. Sett verður flaggstöng á gafl hússins líkt og áður var.
Eins og áður sagði eru háleitar hugmyndir um að hýsa í Flagghúsi framtíðarinnar krambúð með menningar- og sögutengda starfsemi að markmiði, starfsemi sem sæmir merkri sögu hússins, byggðarlaginu svo og komandi kynslóðum. Þarna er um að ræða ómetanlegar minjar, sem ekki má glata, en öllu heldur gera að lifandi sýningarsal, hvort sem verður á verkum og handbragði forfeðranna eða orðsins látbragði.
Málverk G.S. af Einarsbúð og Pakkhúsinu í tilefni af leiksýninguUm langt skeið hefur mörgu hugsandi fólki verið það vel ljóst að Flagghúsið er veruleg menningarverðmæti sem ekki hefði mátt glata og orðið hefur verið að varðveita í upprunalegri mynd.
Endurbygging Flagghússins hefur hingað til kostað verulegar fjárhæðir og ekki hefur verið á eins manns færi að standa straum að endurbyggingu þess. Herslumuninn vantar þó enn til að klára húsið og gera nothæft til áhugaverðra hluta. Líklegt má telja að í framhaldi af því muni smitáhrifa gæta, þ.e. að áhugi á að vernda og endurbyggja nálæg hús mun fara vaxandi og þau ganga í endurnýjun nýtingardaga. Fylgi mun aukast við að svæðið allt verði jafnvel notað til uppbyggingar og varðveislu „gamalla“ húsa – bæjarkjarna hinnar gömlu Grindavíkur.
Sem lið í sporgöngu þessa fór fram menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins laugardaginn 21. okt. 2007. Gangan hófst við nýtt örnefna- og söguskilti af Járngerðarstöðum, sögusviði Tyrkjaránsins 1627. Skiltið er við gatnamót Verbrautar og Víkurbrauta, næstu gatnamót ofan við Pakkhúsið.
Uppdráttur af gamla bæjarkjarnanum á JárngerðarstöðumGenginn var hringur um hverfið, m.a. að þeim stað þar sem að þjóðsagan segir að “tyrkjaþistill” vaxi. Gengið var að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Eitt horn leiðisins stóð þá undan beygju í götunni, en við nýlegar úrbætur á henni, var endanlega valtað yfir leiði gömlu konunnar – örnefnatilurð hverfisins. Síðan var gengið til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum, að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem  fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Boðið var upp á uppákomur s.s. hákarlasmakk o.fl.. Gangan endaði svo við gamla Flagghúsið, sem þá var í miðjum endurnýjunarkliðum. Það var til sýnis þátttakendum, auk þess sem Erling Einarsson rakti sögu þess og endurnýjunaráform.

Flagghúsið

Flagghúsið, eins og það er í dag (des. 2020).

Til fróðleiks má geta þess að afkomendur Dagbjarts Einarssonar frá Garðhúsum og Valgerðar Guðmundsdóttur frá Klöpp komu um haustið saman í húsi björgunarsveitarinnar Þorbjörns af sérstöku tilefni, m.a. tengt Pakkhúsinu. Þau bjuggu í Ásgarði í Grindavík. Við það tækifæri var stjórn björgunar sveitarinnar færður til varðveislu silfurskjöldur í ramma, en þar má lesa æviágrip og um Flagghúsið í dag (2008) - grunnurinn á Vörum sést v/megintilurð þess að Dagbjarti var færður þessi silfurskjöldur frá formönnum í Járngerðarstaðar hverfi árið 1944.
Dagbjartur Einarsson fæddist að Garðhúsum í Grindavík 18. október 1876. Foreldrar hans voru Einar Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Selvogi.
Dagbjartur bjó í foreldrahúsum til fullorðinsára, en þá gerðist hann lausamaður og síðar formaður og útgerðarmaður. Kona Dagbjarts var Valgerður Guðmundsdóttir frá Klöpp í Þórkötlustaðarhverfi. Þau reistu sér bú þar sem hét að Völlum. Árið 1925 urðu þau fyrir miklum búsifjum vegna aftakaveðurs og flóðs sem gerði í janúar við suðurströnd landsins. Þá reistu þau hjón framangreint hús ofarlega í kauptúninu og nefndu Ásgarð.

Flagghúsið

Flagghúsið, ein og það er í dag (des. 2020).

Dagbjartur hætti formennsku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum á Járngerðarstaðarsundi leiðbeiningar úr landi um veðurhorfur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um. Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg, en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn.  Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddu aðgát á sundi og brim í lendingu. Gifta fylgdi þessu starfi hans.
Heimilisfesta Flagghússins ehf, kt. 6206012090, er að Efstahrauni 27, 240 Grindavík, sími: 4268438. Símtölum frá öllu áhugasömu fólk með nýtingarhugmyndir verður svarað, hvort sem þær lúta að Flagghúsinu eða nálægum húsum, s.s. Bakka, Kreppu, Júlíusarhúsi, Vörum og Sæmundarhúsi eða endurbyggingu horfinna húsa á svæðinu.
(Sjá einnig umfjöllun um Flagghúsið – endurnýjun I).

Flagghúsið 

Túnakort

Á vefsíðu Þjóðskjalasafns Íslands má finna samantekin fróðleik um Túnakort, auk þess sem stofnunin hefur auðveldað áhugasömum aðgang að kortunum rafrænt.

Túnakort

Túnakortsbækur.

„Gerð uppdrátta af túnum og matjurtagörðum, túnakort, á rót að rekja til frumkvæðis Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags Íslands í upphafi tuttugustu aldar. Á búnaðarþingi árið 1913 var samþykkt að beina þessu máli til alþingis sem samþykkti lög um mælingar á túnum og matjurtagörðum númer 58 3. nóvember 1915. Á grundvelli laganna var sett reglugerð 28. janúar 1916.

Atvinnumálaskrifstofa stjórnarráðsins, síðar atvinnumálaráðuneytið, hafði yfirumsjón með framkvæmd mælinganna. Sýslunefndir og búnaðarsambönd sáu um framkvæmdina og réðu búfræðinga eða aðra sem metnir voru hæfir til að annast mælingar og uppdrætti.

Samkvæmt reglugerðinni skyldi mæla öll tún og matjurtagarða á landinu, utan kaupstaða, og átti mælingunum að vera lokið árið 1920. Það gekk að mestu leyti eftir, en þó lauk mælingum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu ekki fyrr en 1927 og 1929.

Mæla skyldi flatarmál túnanna „og stærð þeirra tilgreind í teigum (hektörum) með einum desimal.“ Einnig átti að gera ummálsuppdrátt af túnunum í mælikvarðanum 1:2000. Þrátt fyrir þetta ákvæði er notaður mælikvarðinn 1:1000 á nokkrum hluta uppdráttanna úr Múlasýslum og Austur-Skaftafellssýslu af því að það þótti auðveldara með þeim tækjum sem menn höfðu. Stærð matjurtagarða átti að mæla „í flatarskikum (fermetrum).“

Stjórnarráðið ákvað hvernig pappír skyldi nota og útvegaði hann. Mest voru notuð teikniblöð af stærðinni 38 x 56 cm, en stundum var blöðunum skipt í tvennt eða jafnvel fleiri hluta.

Uppdrættirnir eru yfirleitt greinargóðir, en mjög misjafnlega hefur verið vandað til þeirra. Sumir eru hreinustu listaverk en aðrir miklu einfaldari að allri gerð. Í Þjóðskjalasafni eru varðveittir ríflega 5.500 uppdrættir úr 205 hreppum. Í sumum tilvikum eru uppdrættir af túnum og matjurtagörðum fleiri en einnar jarðar á sama blaði.

Myndir af túnakortunum eru á vefsetri Archives Portal Europe. Hægt er að skoða túnakortin með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.“

Skoða túnakort í skjalaskrá Þjóðskjalasafns.
Skoða túnakort hjá Archives Portal Europe.

Elín Ósk Hreiðarsdóttir ritaði um „Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar“ árið 2017.

Inngangur

„Heimatún bæja eru áhugavert rannsóknarefni. Túnin eru í raun réttri hjarta hverrar jarðar, þar bjó fólk, hélt skepnur, byggði smiðjur, ræktaði land o.s.frv. Í þeim standa sjálfir bæirnir, gjarnan á uppsöfnuðum bæjarhólum sem hafa að geyma ómetanlegan fróðleik um lifnaðarhætti og sögu lands og þjóðar. Umhverfis þá er svo oftast að finna fjölmörg hús og mannvirki, en dreifing minjastaða er hvergi eins þétt eins og innan gömlu túnanna sem hafa gjarnan verið á sama stað um aldir.
Með vélvæðingu um og eftir miðbik 20. aldar tóku íslensku heimatúnin miklum breytingum með stórfelldri sléttun, niðurrifi gamalla húsa og byggingu nýrra og eru forn útihús úr torfi og grjóti sá minjahópur sem hvað verst hefur orðið úti á 20. öld. Í langflestum tilfellum hafa hús úr torfi og grjóti horfið, oftast verið rifin og jafnað yfir hússtæðin eða ný hús úr steypu byggð á rústum hinna eldri. Ýmislegt bendir til að í gegnum aldirnar hafi verið talsverð samfella í notkun húsa, þannig að nýjum húsum hafi verið fundinn staður á grunni þeirra eldri. Lauslega má áætla að um 40.000 forn útihús hafi staðið í túnum landsins á einhverjum tímapunkti en líklega er innan við 2% þeirra enn við lýði í upprunalegri mynd.
Sökum þess að byggð í sveitum hér á landi er ekki eins þétt og víða annars staðar er landrými meira sem þýðir að minjar eru ekki í eins mikilli hættu og þar sem búið er mjög þétt og hver þumlungur lands ræktaður. Heimatún bæja eru þó undantekning frá reglunni og sá hluti menningarlandslagsins sem hvað verst er farinn hér á landi. Algengast er að lítil sem engin ummerki um eldri mannvistarleifar sjáist þar á yfirborði.
Túnakort
Að samanlögðu er ekki að undra að fornleifafræðingar hafi lagt á það talsverða áherslu á undanförnum árum að afla sér upplýsingar um minjar í túnum í þeim tilgangi að skrá þær og staðsetja.
Í fornleifaskráningu eru skráðar allar tiltækar upplýsingar um minjastaði, líkt og gömul bæjarstæði og útihús, og þeir staðsettir á vettvangi. Um útihúsin eru fáar heimildir og engar heildstæðar aðrar en túnakort sem gerð voru fyrir mestallt landið á árunum 1916-1925.
Á túnakortin voru merkt bæir, útihús og kálgarðar. Túnakortagerðina má með réttu telja fyrstu stórfelldu kortagerð Íslendinga og er hún gríðarlega merkileg sem slík. Túnakortin eru ólík flestri annarri kortagerð frá þessum tíma að því leyti að kortin voru teiknuð í mjög stórum mælikvarða (1:2000) og þau voru ekki ætluð til birtingar, heldur voru þau gerð til að styðja við framfarir í jarðrækt og auka yfirsýn yfir stöðu landbúnaðarins.
Kortin virðast hafa gleymst fljótt og lágu að stóru leyti ónýtt í skjalageymslu Þjóðskjalasafns Íslands allt fram á síðustu áratugi. Kortin voru því í raun gleymd heimild þegar fornleifafræðingar rákust á þau við yfirferð um heimildir í leit að vísbendingum um fornleifar á 10. áratug 20. aldar.
Þeir hófu skipulega notkun á þeim í tengslum við skráningu fornleifa og hefur notkun túnakortanna aukist gríðarlega á undanförnum árum enda túnakortin veigamesta heimildin um menningarlandslag og minjar í túnum á Íslandi fyrir vélaöld.
Þrátt fyrir að höfuðmarkmið túnamælinganna hafi verið að safna áreiðanlegum upplýsingum um stærðir túna og kálgarða er ljóst að það sem gerir túnakortin einstæð og gefur þeim gildi enn í dag er sjálf kortateikningin, þ.e. uppdrættirnir af sjálfum túnunum sem sýna tún, bæi og útihús. Túnakortin eru einstæð þar sem þau eru e.k. svipmynd (ensk. snapshot) af íslensku menningarlandslagi um áratugatímabili í upphafi 20. aldar.
Til að koma til móts við stækkandi notendahóp og bæta aðgengi að túnakortunum voru kortin nýlega ljósmynduð og gerð aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns og á evrópsku gagnaveitunni Archives Portal Europe. Árið 2016 hlutu túnakortin svo talsverða upphefð en þá voru þau valin á landsskrá Íslands um Minni heimsins.

Túnakort

Þórkötlustaðahverfi – túnakort 1918.

Við skráningu fornleifa er jafnan reynt að hafa uppi á staðkunnugum heimildamönnum sem muna liðna tíð, þekkja minjastaði og geta aðstoðað við nýtingu kortanna enda stundum erfitt að staðsetja þau mannvirki sem sýnd eru á kortunum nákvæmlega þar sem þeim hefur oft verið rutt út, tún stækkuð og umhverfi gjörbylt auk þess sem áttahorf kortanna er ekki alltaf ljóst. Þeim heimildamönnum sem muna fyrstu áratugi 20. aldar, áður en vélvæðing og túnasléttun kemst á fullt skrið fer óðum fækkandi og því standa túnakortin æ meira sem sjálfstæð heimild, óstudd af öðrum frásögnum og heimildum. En hvað vitum við um þessa umfangsmiklu og metnaðarfullu kortagerð sem minjaskráning í túnum hvílir á og hversu áreiðanleg hún er?
Flest túnakortin sýna sömu grunnupplýsingar: útlínur túna og staðsetningu bæja, útihúsa, kálgarða og gatna auk þess sem skráðar eru á þau upplýsingar um stærð túna og garða, og hversu stórt hlutfall hvers túns taldist sléttað. Sum kortin eru nánast eins og listaverk, nákvæm og ítarleg og máluð í litum, en önnur eru grófgerð og einföld, næstum eins og riss, þó öll byggi þau á mælingum. Túnakortin voru unnin af heimamönnum í hverju héraði og endurspeglar fjölbreytileiki kortanna misjafna þekkingu, metnað, handbragð og nákvæmni einstakra kortagerðarmanna. En fjölbreytileikinn veldur því einnig að heimildagildi kortanna er mismikið, nokkuð sem fram að þessu hefur ekkert verið kannað. Nýverið fékk höfundur styrk úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar til að kanna aðdraganda kortagerðarinnar, forsendur hennar, þær aðferðir sem notaðar voru, nákvæmniþeirra og kortanna og afla upplýsinga um mælingamennina sem unnu verkið og bakgrunn þeirra. Í ljósi sívaxandi notkunar kortanna þótti sýnt að slík rannsókn gæti orðið bæði fróðleg og nauðsynleg til að varpa ljósi á þær forsendur sem kortagerðamennirnir fylgdu við kortagerðina og nákvæmni kortanna.

Lög og reglugerðir
Þingsályktunartillaga um túnamælingar var lögð fram á Alþingi strax sama haust. Flutningsmaður var Sigurður Sigurðsson frá Langholti í Flóa, þingmaður Árnesinga, sem skoraði á Stjórnarráðið að undirbúa málið fyrir næsta Alþingi.

Túnakort

Túnakort – reglugerð.

Sigurður taldi hagkvæmast að vinna mælingarnar í samstarfi við búnaðarfélögin og nýta starfsmenn þeirra sem ynnu að mælingum vegna jarðabóta (sem búnaðarfélögin höfðu staðið fyrir). Hann lagði einnig til að kostnaði yrði skipt, t.d. að Landssjóður borgaði helming en landeigendur hinn helminginn. Til að hægt væri að framkvæma slíkar túnamælingar sagði Sigurður nauðsynlegt að semja lög og reglugerð um málið og taldi hann að ábyrgðin á því að koma slíku í framkvæmd hlyti að liggja hjá landsstjórn og löggjafarvaldi.
Helstu rök Sigurðar fyrir því að ráðast í þetta stóra verkefni sneru að upplýsingaþörf hinnar nýstofnuðu Hagfræðistofu Íslands. Stærð túna og kálgarða hafi verið skráð allt frá lokum 18. aldar (1787) þegar Rentukammerið skipaði fyrir um gerð búnaðarskýrslna. Skýrslurnar voru teknar saman af hreppstjórum en upplýsingar um stærð túna og kálgarða byggðu oftast aðeins á mati ábúenda/hreppstjóra en ekki á eiginlegum mælingum. Túnamælingin var að mati Sigurðar nauðsynleg svo að hægt væri að bæta hagfræði landsins og búnaðarskýrslur. Hann benti á að samkvæmt lögum um hagfræðiskýrslur frá 8. nóvember 1895 (3. gr.), hefði bændum verið gert skylt að veita nákvæmar upplýsingar um stærð túna sinna og sáðlands en bændur hafi engar forsendur til að meta slíkt og því væru þær skýrslur sem skilað hafi verið byggðar á ágiskunum og gagnslitlar. Sigurður lagði til að samhliða flatarmálsmælingu af túnum og matjurtagörðum yrði gerð ummálsteikning af öllum túnum og greint yrði á milli þess hlutar túnsins sem væri sléttur og þýfður. Hann fór þess á leit að landsstjórnin tæki málið upp á sína arma og legði fram frumvarp á Alþingi 1915. Þingsályktunartillagan var samþykkt í neðri deildinni.

Túnakort

Hóp – Túnakort 1918.

Rúmu ári seinna, þann 14. mars 1914, sendi Stjórnarráðið Búnaðarfélagi Íslands bréf þar sem það fór þess á leit að félagið setti fram tillögur um mælingu túna og matjurtagarða og gerði rannsókn á því hvað slíkt kynni að kosta. Stjórnarráðið fór þess einnig á leit að stjórn félagsins léti gera drög að lagafrumvarpi kæmi í ljós að nauðsynlegt væri að semja lög um framkvæmd mælinganna.
Sama sumar skrifaði Búnaðarfélagið fjórum af stærri búnaðarsamböndum sínum (Ræktunarfélagi Norðurlands og Búnaðarsamböndum Austurlands, Suðurlands og Vestfjarða) og fól þeim að kanna hver kostnaður við túnamælingar á þeirra svæði yrði. Í þessu skyni fengu samböndin fjögur mælingamenn til að mæla tún í vikutíma þá um sumarið, eftir þeim tilmælum sem komið höfðu fram í þingsályktunartillögunni. Gætt var að því að túnin væru fjölbreytileg að gerð en að sama skapi að ekki væri langt á milli túna. Mælingamönnunum var gert að greina á milli þess tíma sem fór í ferðir og mælingar og sömuleiðis að greina frá því ef einhverjar aðrar mælingar eða störf hefðu verið unnin samhliða túnamælingunum. Einnig skyldi taka fram hvaða aðstoðar mælingamennirnir nutu við mælingarnar. Niðurstöðurnar reyndust æði misjafnar. Sá mælingamaður sem var fljótastur (Jón Jónatansson á Suðurlandi) var um 5,4 klukkustund að mæla tún að meðaltali en sá sem lengstan tíma tók eyddi 19 ¼ klukkustund að meðaltali í hvert tún (Benedikt Blöndal á Austurlandi). Var þó tekið fram að stutt hefði verið á milli bæja hjá Jóni en langt hjá Benedikt og kortagerðin hjá þeim síðarnefnda hefði verið mjög vönduð og gerð í tvennu lagi. Allir mælingamennirnir höfðu með sér aðstoðarmann og einn eða tvo menn að nokkru leyti.
Niðurstaða Búnaðarfélagsins var sú að ætla mætti að mæling meðaltúns og matjurtagarða ásamt kortagerð tæki að meðaltali um 8,9 klukkustundir og væri því eitt dagsverk. Búnaðarfélagið ályktaði því að raunhæfast væri að áætla að kostnaður við mælingar og kortagerð á einu býli væri dagslaun mælingamanns, auk ferðakostaðar og launa aðstoðarmanns eða samtals um 8 krónur á býli. Þetta þýddi að ef mæld væru upp þau 6500 býli sem þá voru í landinu yrði kostnaður við mælinguna um 52.000 kr. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi má nefna að áætlaðar meðaltals árstekjur verkamanna sama ár voru um 700 krónur. Það má því gera ráð fyrir að áætlaður kostnaður við mælingarnar hafi verið svipaður og 74 árslaun verkamanna á þessum tíma. Til samanburðar má nefna að um hundrað árum síðar (2013) voru meðalárslaun verkafólks ríflega 5 milljónir og 74 árslaun því 380 milljónir. Frá upphafi var því ljóst að allmikill kostnaður hlytist af verkinu og Búnaðarfélagið gerði ekki ráð fyrir að ráðist yrði í það strax. Það taldi þó gagnlegt að lagafrumvarp um mælingarnar yrði lagt fram á komandi þingi en ekki afgreitt, svo að kostnaður vegna þess væri ekki óvæntur heldur gætu menn þess í stað rætt málið milli þinga og undirbúið sig. Bréfi Búnaðarfélagsins fylgdu drög að lögum um mælingarnar sem innihéldu fimm greinar og skýringar við þær. Inntak laganna var að öll tún og matjurtagarða á landinu (fyrir utan kaupstaði) skyldi mæla á næstu sex árum frá lagasetningunni og gera samhliða því teikningar af túnunum. Gert var ráð fyrir að Stjórnarráðið fengi mælingar og kort til eignar en afrit af þeim skyldi gera og afhenda jarðeigendum. Sýslunefndir skyldu hafa umsjón með framkvæmd mælinganna. Tvær af lagagreinunum fimm fjölluðu um hvernig skipta skyldi kostnaði vegna mælinganna. Lagt var til að Landssjóður greiddi 2 kr. fyrir hvert býli sem metið væri til dýrleika en að auki 15 aura fyrir hvert hundrað. Hinn hluti kostnaðar átti svo að greiðast úr hreppssjóði þegar oddviti sýslunefndar hefði tilkynnt hreppsnefnd um á hvaða jörðum mælingar hefðu farið fram það árið og hver kostnaður við það hefði verið umfram þá greiðslu sem úr Landssjóði kæmi. Hreppsnefnd skyldi þá jafna kostnaði niður á þær jarðir sem mældar voru að hálfu eftir býlatölu en að hálfu eftir hundraðatölu, en það skyldi þó tryggt að kostnaður á býli vegna hundraðatölu yrði aldrei meira en 10 krónur. Í lagagreininni kom fram að ábúanda væri skylt að greiða þetta gjald og að það mætti taka lögtaki. Leiguliða væri hins vegar heimilt að halda því eftir af „eftirgjaldi“ jarðarinnar.

Túnakort

Nýibær í Krýsuvík – túnakort 1918.

Frumvarp til laga um mælingar á túnum og matjurtagörðum var lagt fram á Alþingi sumarið 1915. Flutningsmenn þess voru þeir Sigurður Sigurðsson og Þórarinn Benediktsson og var frumvarpið samþykkt þann 13. nóvember 1915 með litlum breytingum. Stærstu breytingarnar fólust annarsvegar í því að fest var í lögin að mælingum ætti að vera lokið 1920 og því áætlaður styttri tími í verkið en ráðgert var í upphafi og hins vegar hafði hlutur Landssjóðs í kostnaði lækkað þar sem samþykktu lögin gerðu ráð fyrir því að Landssjóður borgaði flata greiðslu, 3 kr. fyrir hvert mælt býli í stað 2 kr. og að auki 15 aura fyrir hvert jarðarhundrað.
Í reglugerðinni er kveðið á um að stærð túna skuli tilgreind í teigum (hekturum) með einum aukastaf og stærð matjurtagarða skuli koma fram í fermetrum á uppdrættinum. Einnig kemur fram að kortin skuli vera í mælikvarðanum 1:2000 og skuli gerð á þann pappír sem Stjórnarráðið muni tilgreina og útvega (gr. 3). Í reglugerðinni er tún skilgreint sem „….það land, sem borið er á og árlega slegið“ og matjurtagarðar „þeir, sem í daglegu máli eru kallaðir garðar og sáð er í til kartaflna, rófna eða annarra matjurta“ (gr. 4 og 5). Í reglugerðinni er kveðið á um að þess sé getið sérstaklega ef tún hafi nýlega verið færð út en útgræðslan ekki komin í rækt og einnig að nátthaga skuli mæla hvort sem hann sé áfastur túni eða stakstæður, ef hann sé girtur „sauðheldri girðingu, taddur og árlega sleginn“. Í reglugerðinni kemur fram að sáðlönd, sem gera á að túnum en sáð séu til bráðabirgða höfrum eða öðru, skuli talin með túnum en jafnframt að ef óræktaðir blettir, s.s. mýrasund eða móar, nema fjórðungi eða meira af teigi innan túns skuli draga stærð þeirra frá túnstærðinni og sýna svæðið á túnakortinu (gr. 4). Í reglugerðinni kemur skýrt fram (gr. 6) að við mælingarnar eigi að nota keðju eða mæliband og hornspegil eða krosstöflu, „eftir því sem þarf“ og mælistangir en þess getið að í stað þeirra megi nota alls konar sköft. Kveðið er á um að túnið „með hússtæðum og öðru, sem innantúns er,“ skuli mælt og staðsett en draga eigi matjurtagarða, bæjarstæði og önnur hússtæði og vegi frá túnstærðinni (gr. 6 og 7).

Ráðning mælingamanna

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndir geri tillögur að mælingamönnum í samvinnu við búnaðarfélögin en að það sé svo Stjórnarráðsins að útnefna þá. Svo virðist sem búnaðarfélögin hafi ýmist gert tillögur að mælingamönnum eða samþykkt þá mælingamenn sem sýslunefndir lögðu til og skrifað bréf þess efnis til sýslumanns. Hann sendi svo tillöguna til Stjórnarráðs sem þurfti að samþykkja hana formlega og tilkynna um mælingamanninn. Af bréfaskriftum að dæma virðist æði misjafnt hvernig var staðið að ráðningu mælingamanna eftir sýslum. Í reglugerðinni um túnamælingarnar er kveðið á um að sýslunefndum sé heimilt að fela búnaðarfélögum umsjón með mælingunum svo lengi sem þau hlíta reglum Stjórnarráðsins um mælingarnar.
Í mörgum sýslum landsins útnefndu sýslunefndir einn mælingamann fyrir alla sýsluna. Sú var raunin í Vestur-Ísafjarðarsýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Dalasýslu, Barðastrandarsýslum, Strandasýslu, Borgafjarðarsýslu, Mýrarsýslu og Snæfells- og Hnappadalssýslu þar sem allar mælingar voru gerðar af sama mælingamanninum. Í öðrum sýslum komu fleiri að mælingunum, oft talsvert fleiri, sérstaklega þegar fram liðu stundir. Ráðningarferli mælingarmanna virðist hafa verið mjög misjafnt. Sumstaðar virðist fyrsti mælingamaðurinn sem stungið var upp á hafa verið ráðinn án mikillar skriffinnsku en í öðrum sýslum er greinilegt að nokkrir sækja um eða bjóða í verkið og valið var úr hópnum eftir hæfni og hversu lágt mælingamennirnir buðu. Flóknast virðist ferlið hafa verið í Gullbringu- og Kjósarsýslu þar sem margir sóttu um og talsverð rekistefna varð út af því hvernig ætti að meta kostnað sökum fjölda þurrabúða.
Flestir mælingamennirnir virðast hafa verið ráðnir strax árið 1916. Síðasti mælingamaðurinn sem skjalfest er að var ráðinn til túnamælinga var hins vegar Eiríkur Ingibergur Eiríksson Sverrisson í Vestur-Skaftafellssýslu sem ráðinn var árið 1928 eftir að fyrri mælingamaður í sýslunni lést. Oftast luku þeir mælingamenn sem fyrst voru ráðnir einfaldlega því verki sem þeim var ætlað.
Þegar nánar er rýnt í störf og ævi mælingamannanna kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Margir þeirrar voru kennarar að starfi, a.m.k. hluta ævinnar, unnu fyrir búnaðarfélögin, voru sýslunefndarmenn og/eða sýslubúfræðingar, hreppstjórar eða jafnvel sýslumenn og nokkrir þeirra áttu á einhverjum tímapunkti sæti á Alþingi. Þar sem fundust minningargreinar eða skrif um mælingamenn var þeim gjarnan lýst sem framfarasinnuðum fræðimönnum sem lögðu metnað sinn í að breiða út og kenna góða búskaparhætti. Að samanlögðu má sjá að til verksins hafa verið valdir forystumenn á sviði búfræðinnar, gjarnan þekktir og virtir búfræðingar sem höfðu þegar látið talsvert að sér kveða eða áttu eftir að gera það. Kennslu í mælingaraðferðum höfðu þeir hlotið í námi sínu í búfræðinni og voru flestir útskrifaðir frá Hólum og Hvanneyri en nokkrir einnig frá Ólafsdal eða Eiðum. Svo virðist sem gert hafa verið ráð fyrir að þeir hafi haft fullkomið vald á mælitækni, a.m.k. finnast engin skrif eða skjöl um að þeim hafi verið veitt upprifjun eða þjálfun í þeim efnum áður en þeir hófust handa við mælingarnar og ekki er ólíklegt að flestir þeirra hafi unnið svipaðar mælingar áður enda virðist þjálfun í uppmælingum hafa verið hluti af námi, a.m.k. í Ólafsdal og sjálfsagt á flestum búnaðarskólunum.
Mælingamennirnir mældu mjög misjafnlega mikið. Fimm mælingamenn mældu aðeins einn hrepp og flestir, eða 24 (60%) mældu fimm hreppa eða minna. Aðrir mældu á bilinu 6-9 hreppa en fjórir mælingamenn mældu tíu hreppa eða fleiri (en þeir mældu allir heilar sýslur). Hrepparnir voru auðvitað misstórir og fjöldi bæja var mjög misjafn. Tíu mælingamenn mældu eitthundrað tún eða færri en flestir mældu á bilinu eitt til tvöhundruð tún (20 mælingamenn). Tíu mælingamenn mældu um 200 tún eða fleiri, en langflest túnin mældi Vigfús Guðmundsson í Gullbringu- og Kjósarsýslu, eða samtals ríflega 500 tún.

Vettvangsvinna

Túnakort

Krýsuvík – túnakort 1918.

Ekki er vitað hvernig ábúendur tóku mælingamönnum og engin gögn hafa varðveist á Þjóðskjalasafni sem varpa ljósi á samskipti mælingamanna og bænda. Í upphafi var gert ráð fyrir að mælingamenn hefðu aðstoðarmann með sér en síðar var fallið frá því og sagt að þess í stað gætu þeir leitað aðstoðar á bæjum og greitt þóknun fyrir það ef þyrfti. Engar heimildir fundust um hvort slíkar þóknanir voru greiddar og þá hversu háar. Í bréfaskriftum kemur fram að leitast var við að nota unglinga til þessara verka. Ekki er ólíklegt að bændur hafi haft nokkuð misjafnar skoðanir á mælingunni, sér í lagi þar sem greiðslur fyrir verkið lentu að talsverðu leyti á þeim.
Nokkrar vísbendingar fundust í bréfasafni um að bændur hefðu ekki alltaf tekið vel í mælingu túnanna. Eigandi Arnarholts í Stafholtstungnahreppi vildi ekki láta mæla hjá sér og sagðist ætla að gera það sjálfur og því voru öll tún í hreppnum nema Arnarholt send inn og svipaða sögu virðist hafa verið að segja með jarðareiganda Höskuldsstaða í Laxárdal sem fékk leyfi mælingamanns til að mæla sitt tún sjálfur en gerði það svo ekki þannig að mælingamaður þurfti að gera sér sérstaka ferð til að mæla það.61 Í fyrirspurn frá Búnaðarsambandi Austurlands frá 1917 er leitað álits á því hvort landeigandi geti neitað því að mælt sé sérstaklega fyrir hvert býli á jörð hans en Búnaðarfélagið sem fengið var til umsagnar um fyrirspurnina segir í svari sínu að það geti hann ekki en minnir á að aðeins verði krafist greiðslu frá honum fyrir þau býli sem metin séu til dýrleika. Þrátt fyrir einstaka dæmi um að ábúendur/landeigendur hafi ekki tekið vel í mælingarnar bendir flest til að mælingamönnunum hafi víðast verið vel tekið og er t.d. ekki að finna neinar vísbendingar um að þeir hafi átt í vandræðum með að fá aðstoðarmenn á bæjunum.
Eins og gefur að skilja virðast mælingamennirnir ekki hafa farið á stúfana að vetrarlagi en þeir hafa nýtt sér sumar, vor og haust í verkið. Á sjálfum túnakortunum má sjá að sumir mælingamenn nýttu sér vetrarmánuðina til að teikna upp þau tún sem mæld höfðu verið sumarið áður.

Skil á kortum og eftirlit með gæðum

Túnakort

Kirkjuvogshverfi – túnakort 1918.

Mælingar á túnum hófust sumarið 1916 og fyrstu kortunum var skilað 1917. Þrátt fyrir að reglugerð um túnamælingar væri að mörgu leyti skýr hvað varðar mælingatækni, hvað skyldi mælt og útlit korta þá eru túnakortin talsvert misjöfn og kemur þar ýmislegt til. Inni það spilar án efa áhugasvið, metnaður og þekking mælingamanna sem og skilgreining þeirra á því hvað væri mikilvægt að skrá. Umgjörð kortanna var þó svipuð; flest voru gerð á þann pappír sem kveðið var á um og voru þau undantekningalaust blekuð, enda neitaði Stjórnarráðið að taka við óblekuðum kortum sem gerð var tilraun til að skila inn úr Hrunamannahreppi. Langflest voru kortin líka í mælikvarðanum 1:2000 eins og reglugerð um túnamælingar kvað á um en Stjórnarráðið veitti Búnaðarsambandi Austurlands leyfi til að víkja frá þessum kvarða í mælingum sínum og mæla í 1:1500 eða 1:1000 ef það hentaði betur. Árið 1921 hafði uppdráttum verið skilað úr 172 hreppum eða um 84% af hreppum landsins en þá tók að hægja talsvert á skilum og var á bilinu 3-4 hreppum að meðaltali skilað inn á ári eftir það fram til 1930. Uppdráttunum var skilað til sýslumanns sem sá svo um að senda þá í Stjórnarráðið sem kom þeim áfram til Hagstofu Íslands þegar búið var að taka á móti uppdráttunum, telja túnin og yfirfara gæði. Í Stjórnarráðinu var það Atvinnumálaskrifstofan (síðar Atvinnumálaráðuneytið) sem hafði málið á sinni könnu en greinilegt er að Búnaðarfélag Íslands bar einnig mikla ábyrgð og virðist félagið í raun hafa tekið afstöðu til nærri allra fyrirspurna og deilumála sem upp komu í sambandi við mælingarnar.
Greinilegt er að athugasemdir voru stundum gerðar við einstök kort en ekki er ljóst hvort þær hafa upphaflega komið frá ábúendum sjálfum eða annars staðar frá. Af bréfaskriftum má ráða að tvö af þeim kortum sem teiknuð voru í Mjóafjarðarhreppi í Suður-Múlasýslu voru talin röng og ný kort voru send í þeirra stað til Stjórnarráðs árið 1922. Svipað var e.t.v. upp á teningnum í Auðkúluhreppi í Ísafjarðarsýslu. Þar neituðu hreppstjóri og sýslumaður að greiða Jóni Þórarinssyni mælingamanni nema hann gerði nokkra uppdrætti aftur. Verklok töfðust talsvert út af þessu (fram til 1921) en málið endaði þannig að Jón teiknaði sex tún aftur. Samkvæmt skilgreiningu túnamælingalaga átti öllum túnamælingum að vera lokið árið 1920 en það markmið náðist ekki. Árið 1924 virðist hafa verið gert átak í því að ljúka túnamælingum. Þá fór Stjórnarráðið yfir hvaða bæi og hreppa væri búið að mæla og skila inn og hvað væri eftir.
Niðurstaðan var að einhverjar mælingar væru ókomnar úr um 30% hreppa (61 hreppi af 205). Í kjölfarið var sýslumönnum þeirra sýslna þar sem mælingum var ekki lokið (sem var í 12 sýslum) send áminning um að ljúka þyrfti mælingum sem fyrst. Yfirlit um það sem enn vantaði árið 1929 er að finna í Búnaðarskýrslu ársins 1929. Samkvæmt skýrslunni voru mælingar alveg eftir í fimm hreppum en að hluta til í 19 hreppum. Af hreppunum fimm var eitt svæði sem aldrei stóð til að skrá (Vestmannaeyjar þar sem kortagerð var nýlokið þegar túnakortverkefnið hófst, og þrír hreppar sem hafði ýmist verið skilað eða var skilað í kjölfarið (Hvammshreppur, Dyrhólahreppur og Vestur-Landeyjahreppur). Eftir stendur því bara einn hreppur sem aldrei var skilað í heild sinni en það var Villingaholtshreppur í Árnessýslu.

Túnakortasafnið

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Túnakortasafnið er geysistórt en samkvæmt talningu höfundar voru gerð túnakort fyrir 5947 tún í 204 hreppum.99 Markmiðið var að kortagerðin væri mjög samræmd, að allir notuðu sömu mælingatæknina, mældu sömu atriði, notuðu samskonar pappír og teikniblek. Til verksins voru aðallega ráðnir búfræðingar sem hlotið höfðu áþekka menntun og kennslu í mælingaraðferðum og þeim var ætlað að nota samræmdar mælingaaðferðir. Allt var þetta gert til að gæta samræmis og gera kortin sem áreiðanlegust og sambærilegust. Þrátt fyrir þetta urðu túnakortin mjög fjölbreytileg að gerð, þótt helstu upplýsingar sem komi fram á þeim séu áþekkar.

Útlit og einkenni kortanna

Túnakort

Ísólfsskáli – túnakort 1918.

Ákveðnar grunnupplýsingar koma fram á flestum kortunum, t.d. heiti jarðar og í hvaða hreppi hún var. Eins kemur stærð túna fram, hversu mikill hluti túnanna var sléttaður og hversu stórir kálgarðar voru á jörðinni. Að auki var algengt að mælingamenn merktu sér kortin með fullu nafni (56%) eða settu a.m.k. upphafsstafi sína á kortin (13%). Um 60% túnakortanna er einnig merkt ártali. Sum túnakort voru stimpluð með nafni mælingamanns, merki þess búnaðarfélags sem hafði umsjón með mælingunum eða mælikvarða. Kortin voru undantekningalítið gerð á pappír sem var nálægt A3 að stærð eins og kveðið var á um í reglugerðinni um túnamælingarnar, flest gerð á þykkan pappír sem Stjórnarráðið hafði milligöngu um að senda til mælingamanna en þó skera flestir hreppar í Eyjafjarðarsýslu og nokkrir hreppar í Þingeyjarsýslum sig úr þar sem þeir hafa greinilega samið við Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri um að sérprenta blöð fyrir sig. Umrædd kort eru því gerð á forprentuð blöð þar sem lykilbox voru stöðluð ásamt helstu upplýsingum og línulegum skala en mælingarmenn fylltu út aðrar upplýsingar og teiknuðu sjálft kortið. Þessi kort eiga það sameiginlegt að engar textaupplýsingar voru settar inn á sjálfa túnmælinguna og í raun lítið um aukaupplýsingar á þeim.
Í flestum tilfellum virðist afar líklegt að kortin hafi verið í mælikvarðanum 1:2000 eins og mælt var fyrir um í reglugerðinni um túnamælingar. Í um fjórðungi tilfella er sýndur línulegur mælikvarði á kortunum. Slík kort koma undantekningalítið frá Norðurlandi, úr Eyjafjarðar-, Þingeyja- og Skagafjarðarsýslum. Að auki eru kort úr Strandasýslu með línulegan mælikvarða og sömuleiðis kort úr Hofshreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Eitt af því sem getur valdið vandræðum við notkun kortanna í fornleifaskráningu er að áttatilvísun vantar á mörg þeirra. Í um 60% tilfella kemur ekki fram á kortinu hvernig túnið snýr við áttum. Sumir mælingamenn snéru kortum sínum kerfisbundið í tiltekna átt, eða létu kortin ávallt snúa á sama hátt gagnvart landslagi (t.d. upp í fjallshlíð dala eða út með firði), en stundum er ekki að sjá neitt augljósa reglu um hvernig kort á ákveðnum svæðum snúa. Þar sem áttatilvísun er á kortum er hún oftast í samræmi við málvenjur og legu landsins frekar en að hánorður sé merkt samkvæmt áttavita.

Nýting í fortíð og nútíð

Túnakort

Túnakort.

Ástæða þess að ráðist var í túnamælingar var sem fyrr segir þörf á því að afla áreiðanlegra upplýsinga um stærðir túna og kálgarða í sveitum landsins. Fram að þeim tíma er ráðist var í túnamælingar byggðu þær upplýsingar sem höfðu verið notaðar

í árlegum Búnaðarskýrslum um stærðir túna og kálgarða í flestum tilfellum á mati bænda en ekki á eiginlegum mælingum. Í Búnaðarskýrslum sem sendar voru inn var líka algengt að ekki væri fyllt út í reiti um túnstærð og kálgarða og því þurfti annað hvort að nota gamlar upplýsingar eða ágiskanir þegar stærð túna var áætluð í sumum hreppum/sýslum. Túnamælingunum var ætlað að bæta úr þessu.

Túnakort

Hraun – túnakort 1918.

Nýjar tölur um stærðir túna og matjurtagarða tóku að berast með túnakortum árið 1917 og var byrjað að nota þær, eins langt og þær náðu, við gerð búnaðarskýrsla strax sama ár.
Túnakortin urðu helsta heimild skýrslnanna hvað þessi atriði varðaði næstu ár. Upphaflega var gert ráð fyrir að túnamælingunum yrði lokið árið 1920 en verklokin töfðust allt fram til 1930 (þótt um 84% korta hafi verið komin inn 1921).
Strax í upphafi 20. aldar unnu bændur víða að því að stækka tún sín og matjurtagarða þótt aukningin hafi orðið enn meiri þegar komið var undir miðbik aldarinnar og vélvæðing jókst. Á tímabilinu 1900-1940 stækkuðu tún að meðaltali á landsvísu um 1-2% árlega en kálgarðar um 4%. Þegar skoðað er hvort hinar nýju mælingar hafi umbylt upplýsingum um stærð túna og kálgarða hér á landi verður að hafa þessa árlegu aukningu í huga. Þegar hún er höfð til hliðsjónar má sjá að einhverjar breytingar verða á tölum um tún- og kálgarðsstærðir umfram árlega meðaltalshækkun fyrstu árin sem tölur úr túnamælingum koma inn. Árið 1930 var síðustu túnamælingunum skilað og mætti því segja að það ári marki verklok. Þá voru 14 ár liðin frá fyrstu mælingum og elstu kortin orðin of gömul til að teljast fullkomlega sambærileg við þau yngstu. Sama ár var hætt að nota mælingar af túnakortum í Búnaðarskýrslum (nema þar sem slíkar mælingar vantaði) og má því segja að túnakortin hafið orðið úreld sem mæligögn um leið og kortagerðinni lauk. Vægi túnamælinganna fyrir hagtölur reyndist því ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í upphafi en túnakortin urðu engu að síður gríðarlega mikilvæg heimild, þrátt fyrir að það hafi orðið á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi.
Þrátt fyrir að túnakortin hafi fljótt fallið úr gildi sem heimild um stærð túna og kálgarða þá hafa kortin hlotið endurnýjun lífdaga á síðustu tveimur áratugum. Þau hafa orðið eitt helsta hjálpargagn fornleifafræðinga við að staðsetja minjar í túnum, sér í lagi þar sem yfirborðsummerki um fornar byggingar eru horfin.

Áreiðanleiki túnakortanna

Túnakort

Húsatóftir – túnakort 1918.

Fornleifafræðingar hafa nýtt sér túnakort við fornleifaskráningu allt frá upphafi og nú er svo komið að það telst sjálfsagður hluti fornleifaskráningar að skrá alla þá staði sem merktir voru á túnakortin á sínum tíma.
Til að fá mynd af notkun kortanna við fornleifaskráningu var gerð óformleg könnun á meðal þeirra fornleifafræðinga sem hvað mest höfðu skráð minjar á síðustu árum og þeir spurðir út í notkun kortanna. Spurt var um hversu áreiðanleg þeim þættu kortin og hvort þeir tækju eftir mun á nákvæmni/áreiðanleika eftir svæðum. Þar sem skrásetjarar höfðu tekið eftir áberandi villum á túnakortunum var reynt að afla upplýsinga um hvers konar villur þeir hefðu rekið sig á og hvort líklega væri um að kenna kerfisbundinni skekkju sem gæti verið afleiðing af þeim mælingaaðferðunum sem notaðar voru eða hvernig þeim var beitt, eða hvort um er að kenna mistökum eða ónákvæmni. Spurt var hvort skrásetjarar teldu algengara að finna skekkjur í stórum túnum en litlum, eða túnum í halla, hvort þeir hefðu tekið eftir meiri villum á ákveðnum svæðum en öðrum o.s.frv. Meginniðurstaða þeirrar notkunar er sú að túnakortin þykja í almennt merkilega áreiðanleg heimild hvað varðar megindrætti túna og grófa staðsetningu húsa og kálgarða.“

Heimildir:
-Íslensk túnakort frá upphafi 20. aldar; aðdragandi, aðferðir og áreiðanleiki mælinga og uppdrátta, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses, Reykjavík 2017.
-http://testbirting.manntal.is/

Hafnarfjörður

Í desembermánuði s.l. (2020) var haldin yfirlitssýning í Hafnarborg á verkum í eigu safnsins. Í raun segir eftirfarandi textaspjald allt sem segja þarf.

Hafnarfjörður

HÉR má sjá nokkur verkanna, sem voru á sýningunni að framangreindu tilefni.

Grindavík

Loftur Jónsson skrifaði um örnefni í landi Þórkötlustaða í Sjómanndagsblað Grindavíkur árið 1992.

Loftur Jónsson„Nú þegar akfær hringvegur er kominn um „nesið“, fjölgar því fólki sem leggur leið sína þar um á bílum eða fótgangandi. Þá er bærði fróðlegt og skemmtilegt að vita nánari deili á landinu og ýmsum kennileitum.
Loftur Jónsson frá Garðbæ hefur á undanförnum árum safnað saman miklum fróðleik um örnefni hér á svæðinu og skráð skipulega neiður. Hann hefu rátt viðtöl við fjölmarga eldri Grindvíkinga og þannig náð að halda til haga ýmsum fróðleik sem annars hefði fallið í gleymskunnar dá.
Því fólki fækkar óðum sem stundar störf úti í náttúrunni, s.s. við smalamennsku, göngu á reka o.fl. Við þessi störf voru örnefni nauðsynleg til aðhægt væri að staðsetja með vissu, hvar kind hefði sést, hvar fundist hafði reki sem bjarga mátti undan sjá og eins hvar rekafjörur og lönd skiptust. Sjómannadagsblað Grindavíkur birtir með leyfi Lofts Jónssonar eftirfarandi grein um örnefni í Nesinu og Þórkötlustaðahverfi.

„Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.

Áframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki. Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt, að mestu komin undir kamp. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll, nokkuð stór með grasflöt norður af; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni fyrr á tímum. Niður undan honum austan til var Litla-Látraflöt. Hún er nú komin undir grjót úr kampinum. Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar. Vestri-Strýthóll með tveimur þúfum en Eystri-Strýthóll niður við kampinn. Útfiri er töluvert og heitir fjaran Látur. Selalátur var þar áður fyrr. Hóll var fram undan Tófuflatarhól; Þanghóll, en hann er nú kominn undir kampinn. Hann skipti reka. Fyrir vestan eru Kotalátur. Þar eiga Einland, Buðlunga og Klöpp reka. Austan Þanghóls eru Austurbæjarlátur. Austast í Nesinu að framanverðu er smátangi sem heitir Nestá. Norður af Nestá er stór hóll á kampinum; Leiftrunarhóll. Norður af honum er Stekkatún sem nær að Flæðitjörn. Hún er ofan við sjávarkampinn. Niður undan og norðan Leiftrunarhóls er Stekkjarfjara. Látragötur eru slóðar úr vesturenda Stekkatúns fram í Látur. Við enda Stekkjarfjöru er klettur í fjöruborðinu og er sem sker um flóð. Hann heitir Driti.

Þórkötlustaðanes

Örnefni ofan bryggjunnar í Þórkötlustaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Síðan tekur við Vörin stundum kölluð Nesvör til aðgreiningar frá Buðlunguvör. Vararsker er sunnan við vörina, það fer í kaf á flóði. Tveir boðar eru framundan Vararskeri á Þórkötlustaðasundi; Fjósi á bakborða og utar er Lambhúsi á stjórnborða. Sundvarða við Buðlungu átti að bera í fjós og lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru nöfnin dregin.

Upp af Vörinni og norðan við Flæðitjörn er Sundvörðuhóll, þar stendur sundvarða. Vestan Flæðitjarnar eru hlaðnir grjótgarðar; Hraunsgarðar. Hraunsmenn þurrkuðu þar skreið þegar þeir lentu í Nesvör. Skotti er nokkuð stór pollur ofan kampsins, norðan Vararinnar og þar norður af er hóll, flatur að ofan með hlöðnum grjótgörðum, kallaður Krabbagerði. Fram undan Krabbagerði í flæðarmálinu og við syðri enda Herdísarvíkur eru háar klappir nefndar Draugur. Þar norður af er vík; Herdísarvík. Upp af henni við norðurenda eru klettahólar sem heita Kóngar. Upp af Kóngum tekur við Kóngahraun, sandorpið hraun, og inn undir miðju Nesi í norðvestur frá Kóngahrauni er hár hóll með grasþúfu í toppinn sem heitir Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suð-suðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá. Rétt norðan við Kónga er grasflöt fram við kampinn; Miðmundaflöt og þar framan við eru Miðmundaklettar.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Síðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðribót og síðan Heimribót. Norðaustan við klapparana sem skiptir bótunum eru klappir í flæðarmálinu; Hundaklettar. Upp af Heimribót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum. Eftir Brunnflötum lá gata og sunnan við sandorpnar hæðir vestur af Brunnflötum, við norðurenda Gjáhólsgjáar, í átt að Rifinu (Eyri). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi. Norður frá Heimribót er fremsti og vestasti hluti túnsins kallaður Sigla og þar í er Siglulaut.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – loftmynd 1954.

Austur af Heimribót taka við Vötnin. Þar rennur fram ósalt vatn um fjöru og var þar þveginn og skolaður þvottur áður fyrr. Austur af Vötnunum, á klöppunum, er Stóralón og suður af því Kollóttasker. Upp af Stóralóni er Bakkinn; hár grasivaxinn bakki. Nokkuð austan Stóralóns er Buðlunguvör. Vestan hennar er hringmynduð klöpp með lóni í miðju. Hún heitir Svalbarði. Klofi út í Svalbarða skiptir reka og þangfjöru á milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Fyrir ofan Buðlunguvör er slétt klöpp kölluð Skiptivöllur. Þaravaxin klöpp vestan og utan við vörina er kölluð Þangklöpp. Austan við vörina er Stóraklöpp og þar fram af er Vararsker. Það kemur upp á stórstreymisfjöru. Norðaustan við vörina er túnið í Buðlungu og kallað Buðlungudalur. Í suðvesturhorni þess er sundvarða og átti hún að bera í þríhyrnu á svonefndri Brunnskák þegar róið var inn sundið.

Austur af Stóruklöpp eru básar; Vestastibás, Þvottabás, Miðbás og Malarbás. Síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt. Vestan Slokatáarinnar er Lágafjara og síðan Vestrimölin og þar ofan kampsins er Klapparmói. Eystrimöl er neðan við kampinn að austan, ofan við Slokatá. Upp af Slokatánni ofan kampsins eru Hrossbeinalágar, nú komnar að mestu undir kampinn. Austan á Slokunum er bás sem heitir Markabás. Hann skiptir löndum og reka á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Upp af honum ofan kamps er hraunhóll með grasþúfu í toppinn. Hann heitir Markhóll.

Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna.

Eystraleiti (í daglegu tali nefnt Leiti) er smábunga á milli bæjanna. Vestraleiti er aftur önnur bunga í vestur þar sem skiptast lönd Þórkötlustaða og Hóps. Vestan undir há-Leiti er Kúakrókur, nú tún.

BuðlunguvörOfan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Norð-norðvestan við Grenhól við götuna er skjólsamt fyrir sauðfé og heitir þar Skítastaður.

Vatnsheiði eru þrjár gróðurlitlar, samvaxnar hæðir norður af Húsafelli og nær sú fremsta vestur fyrir og fram fyrir það. Þær heita Fremstahæð, Miðhæð og Innstahæð. Nafnið er dregið af vatnskötlum í Innstuhæð og þornar þar ekki nema í mestu þurrkum. Þar eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða.

ÞórkötlustaðirÍ norðvestur frá Innstuhæðinni, í Vatnsheiði, er hæð eða smáhnúkur; Sundhnúkur og er hann á landamerkjum milli Þórkötlustaða og Járngerðarstaða. Þaðan í norður eru hraunhólar úr brunnu hraungjalli. Heita þeir Lyngrimi. Austan Svartsengis eru sléttar klappir með melum og vikri á milli og heitir þar Sprengisandur og lá gamli Vogavegurinn þar um. Skógfellshraun tekur við þar fyrir norðan og er það all úfið í hraunbrúninni að sunnan. Upp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða. Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum.

Kastið

Kastið.

Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur. Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell, sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls, er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða.“

Framangreint var skráð samkv. viðtali við systkinin í Buðlungu Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og Jón Eyjólfsson. Þau eru fædd þar og uppalin. Yfirfarið af Árna Guðmundssyni, Teigi, og Jóni Daníelssyni, Garðbæ.- Grindavík 22. nóv. 1976, Loftur Jónsson [sign.].“

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur, Örnefni í Nesinu og landi Þórkötlustaða, Loftur Jónsson frá Garðbæ, bls. 34-40.

Sloki

Sloki – uppdráttur ÓSÁ.

Íslandskort

Á vefsíðu Landsbókasafns Íslands er að finna nokkra áhugaverða tengla með innleiðingu á gagnmargt efni. Einn þeirra er kortavefurinn. Hér eru tekin nokkur dæmi um Íslandskort frá 16. og 17. öld er finna má á vefsíðunni.

Septentrionales Regiones

Íslandskort

Íslandskort 1539.

Höfundur: Sebastian Münster
Útgáfutímabil: 1545 – 1572
Árið 1539 markar ákveðin tímamót í sögu kortagerðar af Norðurlöndunum. Það ár kom út í Feneyjum kort af löndunum í norðri eftir sænska klerkinn Olaus Magnus. Kortið var prentað eftir tréskurði á níu blöðum og er eitt að stærstu kortum síns tíma eða 125×170 sm. Lítið er vitað um hvað Olaus hafði fyrir sér þegar hann vann að gerð kortsins. Hann hafði ferðast um Svíþjóð og Noreg og hafði því yfir meiri vitneskju að ráða um þetta svæði heldur en fyrri kortagerðarmenn enda slær kort hans öll önnur út. Um heimildir að Íslandsgerð kortsins hafa menn getið sér þess til að Olaus hafi leitað til Hansakaupmanna og fengið hjá þeim upplýsingar um landið. Carta marina, eins og kortið er kallað á latnesku, er prýtt fjölda mynda. Hafið er krökkt af hvölum, ófreskjum og skipum og í landi eru myndir úr þjóðlífi, atvinnuvegum og náttúru. Íslandsgerð Norðurlandakorts Olaus Magnus ruddi sér skjótt til rúms og þokaði eldri kortum úr sessi. Þó að nýjar gerðir kæmu fram undir lok 16. aldar var komið fram á hina 17. þegar áhrifa þess hætti að gæta. Þýski fræðimaðurinn Sebastian Münster var einn af þeim fyrstu sem tóku sér hið nýja kort til fyrirmyndar og komu því á framfæri. Í frægustu bók hans, Cosmographia. Beschreibung aller Lender, er að finna Norðurlandakort sem er lauslega sniðið eftir korti Olausar. Kortið er prentað eftir heldur ósnotru tréskurðarmóti enda er Ísland (Iszland) frekar óliðlega gert. Megindráttum landsins svipar til Olaus en allt er með fátæklegra sniði enda stærðarmunur talsverður. Eina örnefnið er Heckl’berg (Hekla). Norðurlandakortið var prentað óbreytt í þýskum endurprentunum Kosmógrafíunnar og í latneskum útgáfum með heiti á því máli, Septentrionales regiones.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1548.

Höfundur:Hieronymus Gourmont
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1548
Franskur kortasali í París, Hieronymus Gourmont, gaf árið 1548 út eftirmynd af Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus. Í ramma niðri í hægra horninu er prentaður í dálítið breyttri gerð hinn latneski skýringartexti sem fylgdi korti Olausar. Í efra horninu til vinstri er stutt landlýsing sem er líka að mestu sótt til Olausar. Á skipi á kortinu sést ártalið 1546 og er líklegt að myndamótið sé gert þá þó að prentun drægist í tvö ár. Ef litið er á kortið í heild sést að það er allgóð eftirgerð af Íslandi eins og það birtist á Carta marina. Ísafjörður hefur verið færður aðeins norðar og dýraheiti færð yfir í lesmálstexta. Einu örnefni hefur verið bætt við, eldfjall sem er nafnlaust á Norðurlandakortinu er búið að fá nafnið Helgefelt. Aðeins eitt eintak hefur komið í leitirnar af korti Gourmonts og er það varðveitt í Grossherzogliche Bibliothek í Weimar. Kortið sem hér er sýnt er eftirmynd frá síðari öldum.

Septentrionalivm partivm nova tabvla

Íslandskort

Íslandskort 1561.

Höfundur: Nicolo Zeno/Girolamo Ruscelli
Útgáfuland:Ítalía
Útgáfuár: 1561
Kort Nicolo Zeno úr ferðasögu hans var endurprentað eftir eirstungu í feneyskum útgáfum á Landafræði Ptolemeusar, þeirri fyrstu frá 1561. Kortið hefur verið minnkað nokkuð og lagfært og mun útgefandi bókarinnar, Girolamo Ruscelli, hafa séð um það. Helstu breytingar eru þær að Grænland er skilið frá Norður-Evrópu en í kjölfar nýlegra siglinga Englendinga á þeim slóðum var óstætt að hafa slíkt landsamband á kortinu. Lengdarbaugar eru markaðir en þeir voru ónúmeraðir á frumkortinu. Nokkrum nöfnum er sleppt og öðrum breytt.

De Islanda Insvla

Íslandskort

Íslandskort 1566.

Höfundur: Fernando Bertelli
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1566
Á Ítalíu, á síðari hluta 16. aldar, voru gerð nokkur sérkort af Íslandi, öll prentuð eftir svipuðu myndamóti. Ítalskir kortagerðarmenn voru um þessar mundir í kapphlaupi um að ryðja á markaðinn nýjum kortum. Kortin hafa engan mælikvarða og þau eru ekki heldur gráðumerkt. Í stuttri málsgrein í efra horni vinstra megin segir að landið sé 200 skoínur frá norðri til suðurs. Kortin eru greinilega minnkaðar eftirmyndir Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus frá 1539.

De Islandia Insvla

Íslandskort

Íslandskort 1570.

Útgáfuland: Ítalía
Útgáfuár: 1570 (um það bil)
Á Ítalíu, á síðari hluta 16. aldar, voru gerð nokkur sérkort af Íslandi, öll prentuð eftir svipuðu myndamóti. Ítalskir kortagerðarmenn voru um þessar mundir í kapphlaupi um að ryðja á markaðinn nýjum kortum. Kortin hafa engan mælikvarða og þau eru ekki heldur gráðumerkt. Í stuttri málsgrein í efra horni vinstra megin segir að landið sé 200 skoínur frá norðri til suðurs. Kortin eru greinilega minnkaðar eftirmyndir Íslandshluta Norðurlandakorts Olaus Magnus frá 1539.

Thyle

Íslandskort

Íslandskort 1576.

Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1576
Kort af Íslandi úr útgáfu á bókum þeirra Pompionusar Mela, De orbis situ, og Gajusar Juliusar Solinus, Polyhistor, á vegum Sebastians Henricpetri árið 1576. Það er mjög líkt korti úr Rudimenta cosmographica eftir Johannes Honter frá 1561 og er sennilega eftirgerð þess.

Gemeine beschreibung aller Mitnächtigen Länder/alsz/Schweden/Gothen/Nordwegien/Dennmarck/rc

Íslandskort

Íslandskort 1588.

Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfutímabil: 1588 – 1628
Kosmógrafía Sebastians Münsters var gefin út af stjúpsyni hans, Henri Petri. Þegar hann lést árið 1579 tók Sebastian, sonur hans, við útgáfunni. Honum þótti tími til kominn að endurnýja kort bókarinnar áður en hún væri gefin út að nýju. Ekki er vitað hver tók verkið að sér en sá gerði 26 landabréf með kort Abrahams Orteliusar í Theatrum orbis terrarum að undirstöðu og litu þau fyrst dagsins ljós í útgáfu Kosmógrafíunnar 1588. Norðurlandakort Münsters birtist nú í gjörbreyttri mynd og líkist mjög Norðurlandakorti Orteliusar enda er það kort fyrirmyndin. Svo kann að virðast við fyrstu skoðun að höfundur sýni einhverja viðleitni til að auka á margbreytileika strandlengju Íslands. Á norðvesturhorn landsins er kominn skagi, tengdur mjóu eiði við meginlandið og myndar hann mikinn flóa fyrir Norðurlandi. Mikill fjallgarður er dreginn á mitt landið og tvö af þremur stöðuvötnum, gömlum arfi frá Olaus Magnus, eru orðin að fjörðum á suður- og austurströndinni. Ekki ber að taka því svo að bak við þessa tilburði liggi ný vitneskja um Vestfirði og miðhálendi landsins.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1595.

Höfundur: Gerhard Mercator
Útgáfuland: Holland
Útgáfutímabil: 1595 – 1630
Gerhard Mercator var einn frægasti kortagerðarmaður sinnar tíðar. Ef hann er borinn saman við samtímamann sinn, Abraham Ortelius, má segja að hann hafi fremur tekið mið af staðreyndum á meðan Ortelius hafði mestan huga við það að kort hans gengju í augu kaupenda. Ísland kemur fyrir á Evrópukorti hans frá 1554 og heimskorti frá 1569. Á þeim er landið af þeirri fornu gerð sem á uppruna sinn að rekja til Olaus Magnus.
Árið 1595 kom út kortasafn eftir hann undir nafninu Atlas, sive cosmographicæ meditationes de fabrica mvndi et fabricati figvra. Í kortabók þessari er að finna kort af Íslandi greinilega byggt á Íslandsgerð Guðbrands Þorlákssonar biskups. Ekki er vitað eftir hvaða leiðum kort biskupsins, eða eftirmyndir þess, barst Mercator í hendur. Ortelius og Mercator voru vinir en Mercator virðist ekki taka Íslandskort Orteliusar, sem kom út fimm árum fyrr, beint upp, til þess ber of mikið á milli kortanna. Hins vegar virðist augljóst að þeir hafi báðir notað sama eða svipað forrit. Vitað er að Mercator var í sambandi við danska stjórnmála- og lærdómsmanninn Henrik Rantzau en hann hafði verið honum hjálplegur við öflun korta af Norðurlöndunum. Í þeim bréfum á milli þeirra sem varðveist hafa er í rauninni hvergi minnst á Ísland en ekki er ólíklegt að Rantzau hafi útvegað Mercator eintak af Íslandsgerð Guðbrands. Kunningsskapur Rantzau og Anders Vedel eykur líkurnar á því.
Áður hefur verið minnst á að talsverður munur er á kortum Orteliusar og Mercators. Hnattstaða er að vísu svipuð en landið lendir aðeins norðar en hjá Orteliusi og því fjarri sanni. Lengd landsins frá austri til vesturs styttist um nær sex gráður en samt er það ennþá of langt ef miðað er við breiddina. Samanburður beggja gerða, Orteliusar og Mercators, virðist benda til þess að annmarkarnir eigi að verulegu leyti rót sína að rekja til frumkorts Guðbrands biskups. Þó að strandlínur Mercators séu of kantaðar og beinar og boglína Austfjarða komist ekki til skila þá er landið þó að mörgu leyti betur gert en hjá Orteliusi. Það er allt samanþjappaðra og ekki eins sundurtætt, firðir og skagar eru minna áberandi, fljótin ekki jafn mikilfengleg og eldgangur Heklu hóflegri. Miklu munar að ófreskjurnar í hafinu eru horfnar, allar nema ein, og hafísinn, rekaviðurinn og ísbirnirnir líka. Kortið verður þannig traustara og einfaldara að allri gerð en að sama skapi ekki jafn skrautlegt. Þetta gæti bent til þess að kort Mercators standi nær frumgerðinni að þessu leyti.
Örnefni eru fleiri hjá Mercator en Orteliusi eða nálægt 290. Þegar kemur að framsetningu þeirra virðist hann hverfa meira frá frumkortinu. Þingvöllur verður t. d. Finguollur hjá Orteliusi en Bingnottr hjá Mercator. Sumsstaðar hefur verið gripið til þess ráðs að setja styttingu nafns skammt frá réttari mynd þess: Hualfiord (Hvalfjörður) og Hual og Bittkfiord (Bitrufjörður) og Bittk. Ekki er vitað hvort Mercator eða einhverjir milligöngumenn eiga sök á þessu. Nokkrar lesmálsgreinar eru á kortinu, fyrir neðan Mývatn stendur t. d. Hier Ikin natsell sunnatzt (þ. e. Hér skín náttsól sunnast). Ekki þarf að efa að þessi frásögn hafi í öndverðu komið frá höfundinum sjálfum. Neðst í vinstra horninu sést að mælikvarði er í þýskum mílum en mílan mun hafa verið nálægt 7,5 km.
Aftan á kortinu, eða á fyrstu síðu sé það brotið saman, er stutt og frekar rýr lýsing á landinu. Síðar þegar útgáfa kortasafnsins komst í hendur Jodocusar Hondiusar var frásögn þessi mjög aukin. Margt í textanum er sótt til Orteliusar en annars er hann uppsuða úr verkum ýmissa höfunda, þ. á m. Brevis commentarivs eftir Arngrím lærða.
Kortasafn Mercators kom út að honum látnum og það kom því í hlut annarra að halda útgáfunni áfram. Árið 1604 keypti Jodocus Hondius eldri myndamótin og frá hendi hans og fjölskyldu hans rak nú hver útgáfan aðra á hinum ýmsu tungumálum. Þær fyrstu voru allar á latnesku eða frönsku en síðan bættust við hollenskar, þýskar og enskar gerðir. Þetta jók mjög hróður bókarinnar en alls mun Íslandskort Mercators hafa verið prentað í 20 útgáfum kortasafnsins. Árið 1630 var það tekið út og kort Jorisar Carolusar sett í staðinn. Kortasafn Mercators var bók í stóru broti og ekki handhæg í notkun. Hondius brást við þessu með því að gefa hana út í minna broti undir nafninu Atlas minor 1607. Fordæmi voru fyrir slíkum smækkuðum útgáfum, það sama hafði verið gert við kortabók Orteliusar og fleiri bækur. Í litla brotinu er kortið stórlega minnkað og nöfnum fækkað. Atlas minor kom út í 23 útgáfum á árunum 1607-1676.
Íslandskort Mercators hafði minni áhrif á síðari kortagerðarmenn en kort Orteliusar og geldur hann þess eflaust að vera seinna á ferðinni.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1601.

Höfundur: Johannes Vrients
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1601
Kortasafn Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum, var dýr bók í stóru broti og frekar óþjál í meðförum. Þegar Ortelius lést árið 1598 komst útgáfurétturinn á safni hans í hendur Johannesar Vrients. Hann lét prenta smækkaða gerð þess undir nafninu Epitome Theatri Orteliani sem aðrir höfðu í rauninni byrjað að gefa út áður. Kortið er úr einni slíkri útgáfu, það er ekkert annað en smækkuð útgáfa af Íslandskorti Orteliusar. Ýmsu hefur orðið að fórna við þessa breytingu á stærð, eins og t. d. mörgum örnefnum og öllum fyrirbærunum á hafinu.

Estotilandia et Laboratoris Terra

Íslandskort

Íslandskort 1611.

Höfundur: Cornelis van Wytfliet
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1611
Cornelis van Wytfliet var lögfræðingur og ráðstofuritari í Brabant. Talið er að hann hafi ritað ýmislegt, einkum landfræðilegs efnis, en aðeins eitt af ritum hans birtist á prenti: Descriptionis Ptolemaicæ avgmentvm siue Occidentis notitia. Frönsk þýðing var prentuð 1605, 1607 og 1611.
Kortið nær ekki lengra til austurs en að núllbaug um Kanaríeyjar svo að eystri helmingur Íslands fellur utan takmarka þess. Nöfn eru aðeins sjö og af gerð Orteliusar.

Descriptio Islandiæ

Íslandskort

Íslandskort 1616.

Höfundur: Petrus Bertius/Jodocus Hondius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1616
Kort úr útgáfu Jodocusar Hondiusar á P. Bertii Tabularum geographicarum contractarum. Mestu munar hér frá fyrri kortum að gerð þeirra víkur meira frá Orteliusi til Mercators. Á kortinu eru 140 nöfn, öll sótt til Mercators-kortsins.

Island

Íslandskort

Íslandskort 1625.

Höfundur: Jodocus Hondius
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1625
Á árunum upp úr 1621 voru myndamótin að Atlas minor, minnkaðri gerð kortasaf
ns Gerhards Mercators, seld til Lundúna og birt í ferðasögusafni Samuel Purchas, Hakluytus Posthumus or Purchas His Pilgrimes, sem Henry Featherstone gaf út 1625. Kortið er nákvæmlega eins og í frumútgáfunni frá 1607.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1628.

Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1628
Í byrjun 17. aldar var hafin útgáfa á smækkaðri gerð af kortasafni Gerhards Mercators. Bókin kom fyrst út 1607 og nefndist Atlas minor. Árið 1628 hóf Johannes Janssonius nýja útgáfu á henni þar sem búið var að stinga öll kortin í eir að nýju af þeim Petrus Kaerius og Abraham Goos.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1630.

Höfundur: Johannes Cloppenburg
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1630
Kort úr útgáfu Cloppenburgs á smákortaatlas Gerhards Mercators undir nafninu L’Atlas de Gerard Mercator. Flest kortin hafa verið stungin í eir á ný af Petrus Kaerius og stækkuð aðeins.

Regiones svb Polo Arctico

Íslandskort

Íslandskort 1640.

Höfundur: Willem Janszoon Blaeu
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1640
Pólkort sem birtist fyrst í viðaukabindi við kortasafn Blaeus, Atlantis appendix. Kortið er í stereografísku ofanvarpi og Ísland af þeirri gerð sem hefur verið rakin til Guðbrands biskups Þorlákssonar. Örnefni eru átta.

Nova et accvrata Poli Arctici

Íslandskort

Íslandskort 1645.

Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1645
Endurprentun Janssoniusar á pólkorti Blaeus með nýjum titli. Birtist í einhverju kortasafna hans.

Islandia

Íslandskort

Íslandskort 1648.

Höfundur: Jean Boisseau
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1648 (um það bil)

Af Íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar biskups í gerð Abrahams Orteliusar er til óársett eftirmynd. Kortið, sem er prentað eftir nýju myndamóti, er örlítið minna en frumgerðin og líkt henni að flestu leyti. Ófreskjurnar og fyrirbærin á hafinu eru öll á sínum stað en stafirnir A til Q sem mörkuðu þau eru horfnir enda fylgir kortinu enginn skýringartexti. Einnig er horfin tileinkun Vedels til Friðriks II í neðra horninu hægra megin og staðinn komin stutt frásögn af landinu.
Höfundur þessarar eftirmyndar var löngum ókunnur og voru ýmsir nefndir til sögunnar. Nú er talið að hann hafi verið franskur landfræðingur að nafni Jean Boisseau og að kortið sé úr ritinu Théatre géographique du royaume de France.

Typus Maritimus Groenlandiæ, Islandiæ, Freti Davidis, Insulæ Iohannis Mayen et Hitlandiæ, Scotiæ et Hiberniæ litora maritima septentrionalia
Höfundur: Johannes Janssonius
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1650 (um það bil)

Groenland et les novvelles terres descovvertes vers le septentrion
Höfundur: Philip Briet
Útgáfuár: 1653 (um það bil)

Pas-caerte van Groenland, Ysland, Straet Davids en Ian Mayen eyland

Íslandskort

Íslandskort 1661.

Höfundur: Johannes van Loon
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1661 (um það bil)
Lootsmans-feðgar hófu sjókortagerð í samkeppni við Blaeu og Janssonius um miðja 17. öld. Frá hendi þeirra eru nokkur söfn sjókorta sem komu út á ýmsum tungumálum. Johannes van Loon var einn af mörgum kortagerðarmönnum sem tóku kort Lootsmans-feðga nær óbreytt upp í sjókortasöfn sín.
Íslandi bregður fyrir á nokkrum korta feðganna, þ. á m. þessu Grænlandskorti. Gerð Guðbrands biskups hefur verið höfð að undirstöðu, sennilega um hendur Jorisar Carolusar. Eyjan, Enchuyser eylandt, fyrir miðjum Austfjörðum er sótt til sjókorts Carolusar. Af beinum vanskapnaði er helst að geta þess að Ísafjarðardjúp er allt of breitt og Vestfirðir eru í þann veginn að klofna í tvo mikla skaga, eins og síðar varð. Þegar tímar liðu komst sá háttur á um Íslandsgerðir hinna almennu kortasafna.

L’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1663.

Höfundur: Pierre Duval
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1663
Pierre Duval var tengdasonur og lærisveinn Nicolas Sanson, eins af frægustu kortagerðarmönnum Frakka. Eftir hann liggur þó nokkuð af landabréfasöfnum en einnig gerði hann kort sem voru birt sérstaklega í ýmsum bókum, ferðasögum og öðrum ritum af landfræðilegum toga. Þetta kort birtist í einu slíku riti, Relation de l’Islande eftir Isaac de la Peyrère sem kom út 1663. Bókin fjallar um Ísland eins og nafnið bendir til og er flest í henni sótt til Arngríms lærða Jónssonar. Ekki er vitað hvenær kortið er gert en það er líklega dregið beint upp eftir korti Jorisar Carolusar en ekki Íslandskorti Nicolas Sanson sem virðist því ekki vera tilbúið á þessum tíma. Duval hefur fært staðarnöfn til franskra hátta og breytt nafni annars biskupsstólsins til betri vegar, úr Halar í Hola. Tvö ný örnefni koma nú í fyrsta skipti fyrir á korti en það eru Papei vestan Hvammsfjarðar og Sneland meðfram Lagarfljóti. Vitneskju um þau má sennilega rekja til Arngríms lærða, sem getur bæði Snælands og papa.

Isle d’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1667.

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1667
Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis. Merkast af því sem liggur eftir Sanson hvað Ísland snertir er þetta sérkort af landinu árfært 1667. Á titilfeldi þess segir að það sé gert eftir Íslandskortum Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius); þ. e. a. s. Abrahams Orteliusar en kort hans var löngum kennt við Vedel, og Jorisar Carolusar. Sanson hefur sótt talsvert meira til Carolusar en Orteliusar, þ. á m. lögun landsins og flest örnefni. Það sem hefur verið tekið frá Orteliusi er aðallega frábrugðnar nafnmyndir hans og er þeim skipað við hlið sömu nafna Carolusar. Ýmsum efnisþáttum á korti Carolusar er sleppt enda hefur það verið minnkað um nær helming.

Poli Ar[c]tici, et circum[iace]ntium terrarum descriptio novis[s]ima

Íslandskort

Íslandskort 1680.

Höfundur: Frederick de Wit
Útgáfuár: 1680 (um það bil)
Kortið af heimskautslöndunum er af nýrri gerð, sem ekki hefur komið fram áður, þótt landaskipunin sé um flest að hætti Willem Barents eða frá árunum kringum aldamótin 1600.
Birtist fyrst í enskri útgáfu af kortasafni Mercators 1636. Frederick de Wit gerði löngu síðar eftirmyndir af kortinu á lausum blöðum. Þær komu út einhvern tíma nálægt 1680.

Decowerte de la Groenlande

Íslandskort

Íslandskort 1683.

Höfundur: Alain Manesson Mallet
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1683
Kort úr heimslýsingu, Description de l’univers, eftir franska landfræðinginn Mallet. Ísland er frekar lítill hluti kortsins og án örnefna.

Die Insel Island

Íslandskort

Íslandskort 1686.

Höfundur: Alain Manesson Mallet
Útgáfuland: Þýskaland
Útgáfuár: 1686
Lýsing heimsins eftir Mallet var gefin út með þýskum heitum auk hinna frönsku og nefndist þá Welt-Beschreibung. Íslandskortið er úr þeirri útgáfu en það er spegilmynd af landabréfinu í frumútgáfunni. Myndamótið hefur verið gert beint eftir því og þess vegna snýr allt öfugt þegar platan er prentuð.

The North West Part of America

Íslandskort

Íslandskort 1688.

Höfundur: Robert Morden
Útgáfuland: England
Útgáfuár: 1688
Undir lok 17. aldar skýtur upp á Englandi sérstöku afbrigði Íslandsgerðar. Landið er kantaður ferhyrningur, rösklega helmingi lengri frá austri til vesturs en breiddinni svarar. Á þessu korti er landið svo lítið að erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundinum.
Kortið kemur úr bókinni Geography Rectified.

Isola d’Islanda

Íslandskort

Íslandskort 1692.

Höfundur: Vincenzo Coronelli
Útgáfuland: Ítalía
Útgáfutímabil: 1692 – 1694
Coronelli er kunnastur fyrir jarð- og himinlíkön sín og landabréfasafn sitt, Atlante Veneto, sem kom í 13 bindum á síðasta áratug 17. aldar. Þetta kort birtist í því og einnig í Corso geografico universale. Hægt er þekkja kortin úr Atlante Veneto og Corso geografico universale í sundur á því að það úr fyrri bókinni er með titilfeld efst í hægra horninu en hitt ekki.
Þegar ýmis minni háttar ónákvæmni er undanskilin er kortið allgóð eftirmynd af korti Jorisar Carolusar. Stafsetning örnefna bendir til þess að Coronelli hafi fremur haft fyrir augunum gerð Johannesar Janssoniusar heldur en Willem Janszoon Blaeus.

Isle d’Islande

Íslandskort

Íslandskort 1698.

Höfundur: Nicolas Sanson
Útgáfuland: Frakkland
Útgáfuár: 1698
Nicolas Sanson de Abbeville, eins og hann hét fullu nafni, lagði grunninn að blómaskeiði franskrar kortagerðar á síðari hluta 17. aldar. Kort Sansons sjálfs þykja í rauninni ekkert afbragð og það var ekki fyrr en í höndum arftaka hans að þau tóku þeim breytingum sem leiddu franska kortagerð til öndvegis. Merkast af því sem liggur eftir Sanson hvað Ísland snertir er þetta sérkort af landinu árfært 1667 (kortið var prentað oftar en einu sinni, t. d. árið 1698). Á titilfeldi þess segir að það sé gert eftir Íslandskortum Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius); þ. e. a. s. Abrahams Orteliusar en kort hans var löngum kennt við Vedel, og Jorisar Carolusar. Sanson hefur sótt talsvert meira til Carolusar en Orteliusar, þ. á m. lögun landsins og flest örnefni. Það sem hefur verið tekið frá Orteliusi er aðallega frábrugðnar nafnmyndir hans og er þeim skipað við hlið sömu nafna Carolusar. Ýmsum efnisþáttum á korti Carolusar er sleppt enda hefur það verið minnkað um nær helming.

Novissima Islandiæ tabula

Íslandskort

Íslandskort 1700.

Höfundur: Peter Schenk/Gerard Valk
Útgáfuland: Holland
Útgáfuár: 1700 (um það bil)
Kort þetta er enn ein útgáfan á Íslandskorti Jorisar Carolusar sem kom fyrst fyrir sjónir manna 1630. Kortið er prentað eftir myndamóti Johannesar Janssoniusar en þau voru nú aftur komin til Hollands eftir að hafa verið í eigu Englendingsins Moses Pitt um hríð. Kortið er óársett og ekki kunnugt hvenær það var prentað en Schenk og Valk ráku útgáfufyrirtæki í Amsterdam.

Heimild:
-https://islandskort.is

Ísland

Ísland.

Þorbjarnastaðir

Vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar hafa verið gerðar a.m.k. þrjár yfirgripsmiklar skýrslur um fornleifaskráningar í nálægð við vegarstæðið.
Fyrsta skýrslan var gerð 2002 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á vegarstæði Reykjanesbrautar til suðurs á svæði sem nær frá því á móts við bæinn Ás í Hafnarfirði, suður fyrir kirkjugarðinn og að Lækjargötu.
Fyrir lá svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði frá árinu 1998. Náði svæðið sem kannað var yfir land fjögurra gamlla bújarða þ.e Setbergs, Ófriðarstaða (Jófríðarstaða), Hamarskots og Áss.
Önnur skýrslan, frá árinu 2000, var vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, byrjar í Keflavík á svæði sem náði frá hringtorgi við Leifsstöð og að Hafnarfjarðarbæ, og birtust niðurstöður hennar í skýrslu sem kom út vorið 2001.
Þriðja skýrslan, frá árinu 2020, var um kaflann frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi (Hvaleyri).

Hér á eftir eru dregnar út áhugaverðar upplýsingar um jarðir og fornleifar á kafla Reykjanesbrautar frá Keflavík í Hafnarfjörð. Hafa ber í huga að taka þarf sumt það, sem fram kemur í skýrslunum, með hæfilegum fyrirvara.

Fyrri rannsóknir
Fyrir utan uppgröft á kapellu í Kapelluhrauni árið 1950 hafa engar skipulegar fornleifarannsóknir verið gerðar á skráningarsvæðinu. Miklum heimildum um fornleifar var þó safnað um og eftir miðja 20. öld við skráningu örnefna en örnefnalýsingar eru til af öllu svæðinu. Þá skráði Þjóðminjasafn Íslands fornleifar í landi Hafnarfjarðarkaupstaðar á árunum 1987-90 og loks gerði Fornleifastofnun svæðisskráningu í Hafnarfirði 1998 og bættust þá allnokkrir staðir við fyrri skráningu, einkum staðir sem ekki eru sýnilegir á yfirborði. Þessar skráningar virðast nú óaðgengilegar.

Ófriðarstaðir – býli

Jarðarinnar er fyrst getið árið 1541. DI X, 598. 1563: Jörðin 10 hndr. DI Safn I, 131-2. 1804 var jörðin 9 hndr og 36 álnir og kaupir Bjarni Sívertssen þá jörðina. SS: Saga Hafnarfjarðar, 61. 1847: 12 1/3 hndr. Nafn jarðarinnar breyttist á 19. öld í Jófríðarstaði. Ekki er ljóst af hverju jörðin dregur nafn, gæti verið af bardaga sem þar hafi átt sér stað en SS telur nafnið stafa af því að þar hafi verið allra veðra von. Hannes Þorsteinsson telur að nafnið Jófríðarstaðir sem fyrst kemur fram árið 1868 hafi vrið leiðréttingartilraun en Ófriðarstaðir sé réttnefni. Árbók 1923, 31. Mörg smábýli voru stofnuð í landi Ófriðarstaða, þeim hluta þess sem firmað Jensen og Schmidt seldi Steingrími Jónssyni og Árna Hildibrandssyni árið 1848 og seinna fékk nafnið Hamar. Hafnarfj. keypti jörðina Hamar 1915. Samkvæmt sögu Hafnarfjarðar voru öll nýbýlin suðaustan við Hafnarfjarðarbotn öll byggð úr landi Ófriðarstaða [eða Hamars].

1703 voru engar engjar á jörðinni. Túnakort er ekki til.

„Ófriðastaðabær stóð í svolitlum slakka austur af Ófriðarstaðahól. Vestan bæjarins stóð Ófriðarstaðahúsið, eftir að þar var reist, og tvíbýli varð á jörðinni 1885.“ Kaþólska kirkjan stendur nú í Ófriðarstaðatúni, fast sunnan við gamla bæjarstæðið. Tvær tóftir útihúsa sjást enn vestast í túninu ásamt því að leifar túngarðs eru meðfram suðurjaðri að hluta.

Dagmálavarða – eyktarmark
„Norður undir Moshlíð, þar sem kirkjugarðurinn er nú, heita Öldur. Á Moshlíð stóð Dagmálavarða, nú rifin og ekki eftir af henni tangur né tetur.“ Uppi í Mosahlíð, um 100 m suður af kirkjugarðinum og um 25 m norður af fyrirhugaðri veglínu fyrirhugaðrar Ásbrautar, eru mikið signar og grónar leifar af vörðu. Er mögulegt að um sé að ræða leifar Dagmálavörðu.
Stórgrýtt melholt.
Er fremur lítið eftir af vörðunni og það litla sem eftir er er gróið og sigið saman.

Hamarskot – býli

Hamarskot

Hamarskot fyrrum – tilgáta.

Garðakirkjueign. Þetta er að einhverju leyti sama jörð og konungsjörðin Akurgerði sem seld var 1804, þá í eyði. Kaupstaðurinn í Hafnarfirði mun hafa byggst í landi Akurgerðis, en þar varð eigi aflað heys 1803 vegna þess að verslunarhúsin stóðu á slægjulandinu. 1553 er jörðin senilega nefnd í fógetareikningum. DI XII, 577, sbr. 795. 1579: Minnst á jörðina í sambandi við landamerkjadeilur H og Setbergs. 1703 er jarðadýrleiki óviss, Garðakirkjueign. 1847: „Prestur nefnir Flensborg, en þar eð verzlunarstaður þessi eigi sést að hafi grasnyt, sem virt varð til dýrleika 1803, hefir sýslumaður, líklega af góðum rökum, sleppt honum í skýrslu sinni. Af sömu ástæðu mun sýslumaður og hafa sleppt verzlunarstaðnum Hafnarfirði, sem A.M. segir að stadni á Akurgerði (fyrrum hjáleigu frá Görðum), og telur þar 60 al. 1sk. 1 kúg, en jb. 1803 segir, að þar verði eigi aflaðs heys, því eina slægjulandið sé þar sem verzlunarhúsið standi.“ JJ 1847, 92.
Jörðin keypt af hafn. árið 1912 að undanskildu Hamarskotstúni innan girðinar og Undirhamarkotstúnbletti.
1703 voru engar engjar á jörðinni. Túnakort ekki til. „Túni liggur í slakka ofan, norðan frá Hamrinum, sem gengið hefur undir nöfnunum Hamarskotshamar eða Hafnafjarðarhamar.“ Ö-Hamarskot, 1
„Hamarskotsbærinn stóð á Hamarskotstúni vesturlega, rétt ofan til við Hamarskotshól.“ Bærinn stóð á svipuðum slóðum og nú er norðurendi Brekkugötu.

Öldugata – leið

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – örnefni (ÓSÁ).

„Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð.“ Líklegt er að götutroðningar þessir hafi verið þar sem u.þ.b. þar sem Öldugatan liggur nú.

Hvíldarbarð – örnefni/áfangastaður
„Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð.“Öldur nefnist það svæði þar sem kirkjugarður Hafnfirðinga er nú. Ekki er ljóst hvar hvíldarbörð munu nákvæmlega hafa verið, en þar sem þau voru á svipuðum slóðum og kirkjugarðurinn er nú. Í kringum miðja 20. öld upphófst talsverð matjurtagarðrækt á þessu svæði og sjást leifar hlaðinna garðveggja víða í kringum kirjugarðinn, sem og leifar kofabygginga er þeim tengdust.

Þjóðsaga – draugur
„Austan við Hamarinn láu götutroðningar nafnlaustir upp á Öldur, þar voru melar og rofabörð suður eftir. Syðstu börðin nefndust Hvíldarbörð. Fram undir 1910 hafðist við á Öldunum og í börðunum útburður. Var barn borið út í tjarnir neðan Setberg og færðist upp þangað.“ Öldur nefnist það svæði þar sem kirkjugarður Hafnfirðinga er nú.

Mosahlíðarvarða – landamerki
„Hér kom Selvogsgatan og lá inn á Mosahlíð, en þar var í eina tíð Mosahlíðarvarða, landamerki milli Hamarskots og Ófriðarstaða.“

Setberg – býli

Setberg

Setberg – túnakort 1918.

1505: „var þad setberg fyrir svnnan land vid hafnarfiord. ok þar med ij. kvgilldi edvr iij huortt ed uæri. iij uættir smiors vr holom. leigur fra haugatungu vppa .iij. ar. var þetta allz .x. vætter. sagdist grimr hafa likt þoruardi adr .xxxiiij. kugilldi. heyrdum vær þa aunguan aaskilnad þessara þratt greindra manna. helldr kom þeim alltt uel samann suo uær heyrdum.“ DI VII, 797. 1523: var Tómas Jónsson kvittaður af jörðinni Setbergi af Pétri og Halli Björnssonum. Þá voru landamerkin: „Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur i fremsta tiorn ) hollte. vr honum og i Hellv þa er stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan. þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem sudur a holltenu stendur. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf hesta [Reidings ristu ) i setbergs lande. en opt nefnt setbergs budarstödu vid skipaklett i garda lande.“ DI IX, 146. 1658, selur Tómar Björnsson sr. Þorsteini Björnssyni 8 hndr. í Setbergi. 1664 setur Tómar Björnsson fógetanum 8 hndr í Setbergi. 1665 eignast Guðrún Björnsdóttir 8 hndr í Setbergi. Jarðabréf, 15. 16 hndr 1703. 1912 keypti Hafnarfjörður Setbergsland allt til Lækjarbotna. „Samkvæmt dómi frá 5. des 1924 eru landamerki milli Setbergs og þess hluta Garðakirkjulands, sem með lögum nr. 13, 1912 var selt Hafnarfjarðarkaupsstað, sem hér segir: „Úr neðstu jarðabrú í Kaplakrika eftir Kaplalæk í hraunjaðrinn beint vetur af þeim steað þeim, þar sem Kaplalæk er nú veitt úr eldri farveg sínum, rétt norðan við Baggalágar vestur af Setbergslandi, þaðan beina línu í stíflugarð rafstöðvartjarnarinnar, þá eftir garðinum og úr honum beint í markþúfu suður og uppi á holtinu þaðan í upptök lækjar þess, serm Hafnarfjarðarkaupstaður fær neyzluvatn sitt úr, þá i Gráhellu og þaðan í miðjan Ketshelli. …“ SS: Saga Hafnarfjarðar, 432nm. „Lönd jarðanna Þórbergs, Setbergs og Hlébergs, sem eru innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, mun Hafnarfjarfjarðarbær eignst innan tíu ára, sbr. samning við landeigendur, dagsettan í júlí 1980.“ ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 122

Setberg

Upplýsingaskilti við Setbergsrústina.

„Setbergsbær stóð í Setbergstúni ofarlega nokkuð og lá túnið mót suðvestri.“ „U.þ.b. 20 m austan við hlöðu/fjós.“ Sjást rústir gamla Setbergsbæjarins enn. Um 1772 var bærinn á S teiknaður upp og þótti mjög reisulegur, enda sýslumannsbústaður. „Lágur bæjarhóll (0,3-1 m). Austurhlið = 47, vesturhlið = 43 m, norðurhlið = 19,4 m suðurhlið = 19,6 m. Í norðurhluta bæjarstæðisins hefur verið kartöflu/lkálgarður, einnig í suð-austurhlutanum. Kartöflugeymsla hefur verið byggð við vesturenda syðri garðsins. Þar suðruaf er um 2 m djúp hola 3×2 m að stærð. Veggir bæjarins voru ógreinilegir að frátöldum löngum vegg er la frá N-S u.þ.b. í miðjum hólnum. Örlítinn hæðarmismun má greina líkt og hryggi frá A-V vestan við þennan langvegg. Við SV horn bæjarstæðisins er rúnaður steinn um 100×50 cm að ofanmáli. Steinn þessi er þakin járnfleinum að ofan. Júlíus Lárusson segir að þegar hann gerði kartöflugeymsluna hafi mikið af járni komið upp og taldi hann víst að þarna hefði verið smiðja. Steinninn með járnnöglunum eða fleinunum er við sama enda rústanna og kartöflugeymslan.“

Keflavík – býli

Keflavík

Keflavík – túnakort 1919.

Ekkert fyrirsvar 1703, konungseign. „Og víst er að hingað hafa erlendir kaupmenn sótt um langan aldur, snemma á 16. öld er getið um Þjóðverja í Keflavík og einnig er vitað til, að hér hafi enskir verið á ferð. … Keflavíkurjarðarinnar er fyrst getið í jarðamatsbókum árið 1597 og er eiginleg ábúð hér því ekki gömul. … Enn fyrr höfðu Hrúðunes og Keflavík byggst úr landi Hólms. BG:Saga Keflavíkur 1766-1890, 11
1703: „Engjar öngvar“ JÁM III, 106 „Heimaland Keflavíkur er talið naumlega einn kýrvöllur og jörðin á úthaga í betra lagi, en engar engjar. Einnig fylgja henni nokkur hlunnindi …“ Á 18. öld stækkaði Jakobæus tún jarðarinnar um meira en helming. BG: Saga Keflavíkur 1766-1890, 11, 43

Rósuselstjarnir [Róselstjarnir] – sel

Rósel

Rósel.

„Svo er þar uppi í heiðinni Rósuselstjarnir og Keflavíkurborg,“ segir í örnefnaskrá AG „Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að það felur í sér að þar hefur verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertssen að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að þær leynist innanum þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif.
Rósuselsvötn eru vestur af Keflavík.“ segir í viðbótum við örnefnaskrá. Rósuselstjarnir eru vestan við Keflavík en austan við Reykjanesbraut. Norðaustan við tjarnirnar er þúst sem líkist mannvistarleifum. Þústin er 350-400 m austan Reykjanesbrautar en um 10 m norðaustan við tjarnirnar.
Við norðaustur horn tjarnanna er þýft en gróið svæði.
Á þessum stað er nokkuð þýft. Greina má mjög óljósar leifar tóftar/þústar sem er nærri alveg hrunin og sigin. Þústin sker sig ekki mikið úr umhverfinu en þó er lögun hennar of regluleg til að um náttúrumyndun sé að ræða.

Mótekja – mógrafir
Mór var tekinn við Rósuselsvötn, sjá 005, síðast í fyrra stríði segir í viðbótum við örnefnaskrá. Rósuselsvötn eru vestan við Keflavík.
Mjög þýft og rakt er umhverfis vötnin en ekki er hægt að koma auga á einn, ákveðin stað þar sem mógrafir hafa verið. Dældir eru hér og hvar en skýrar mógrafir eru ekki greinilegar.

Ytri-Njarðvík – býli

Ytri-Njarðvík

Ytri-Njarðvík – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, konungseign. JÁM III, 107. Hjáleigur 1703: Miðkot, Garðhús, Bolafótur og ein nafnlaus í byggð, en í eyði voru Svíri, Vindás og Hjallatún einnig Fitjakot en ekki er vitað hvort þar var hjáleiga. JÁM III, 107-111. Hjáleigur í byggð 1847: Höskuldarkot, Helgukot, Þórukot, Bolafótur og Narfakot. JJ, 89. 1767 var jörðin byggð kaupmanninum í Keflavík.
1703: „Túnin brýtur sjór að framanverðu so að í næstu seytján ár hefur tvisvar fyrir nauðsynja sakir orðið að færa.
Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 108-109. 1919: Tún 2,93 teigar, garðar 1640m2.

Fitjakot – býli

Njarðvík

Njarðvík – Áki Grenz

1703: „Fitiakot, forn eyðijörð, og vita menn ekki hvað lengi í auðn legið hefur, eru þar lítil merki fornra girðinga, en almenn sögn að býli verið hafi. Liggur eyðijörð þessi á merkjum þeim að nú eigna sjer hvorutveggju Njarðvíkur ytri og innri. og gánga landamerki sem nú er kölluð, sjóndeiling yfir það sem þessi jörð skyldi átt hafa. Brúka hvorutveggju Njarðvíkur landið nú misgreiningarlaust og Narfakot ásamt þeim beitina. Halda menn að þessa jörð hafi mest í eyði lagt þjóðbraut almennileg yfir þessar Fitjar, sem uppetur grasnautn og haglendið alt, sem vegfarandi sveitarfólk, það er að norðan og austan sækir, næring sína í Hafnir, á Stafnes, Rosmhvalanes og Garð allan, og kunna ómögulega þessa áfangastaðar missa. Er og fyrir þessa grein jörðin aldeiliss óbyggjandi. Þar með brýtur sjór á landið að framanverðu stórkostlega ósa, og vatnsrás að ofanverðu með aur og grjóti gjörir stóran skaða.“
Í örnefnaskrá segir frá Fitjagranda sem er á landamerkjum Ytri- og Innri-Njarðvíkur, malarkambur fyrir botni Njarðvíkur. Merki lágu úr skerinu í Njarðvík og upp á Grænaás í vörðu sem þar var. Á þessum stað eru smátjarnir, Fitjar en lögun þeirra hefur breyst mikið á undanförnum árum. Engin merki sjást um býli nú en það hefur vísast legið norðan Fitjanna suðaustan við þar sem nú er steypustöð. Grýttur fjörukambur og sléttlendi þar upp af.

Grænásvarða – varða/landamerki
„Merkin eru hér milli Njarðvíkanna úr miðju merkiskeri beint í vörðu á Grænás, sem heitir Grænásvarða. Nú er varða þessi horfin.“ segir í örnefnaskrá. Á Grænás hefur nú risið íbúðahverfi. Grænásvarðan hefur líklega verið um 200 m neðan við 3 blokkir sem standa á há-ásnum. Ásinn er í beina stefnu á sker úti á Njarðvík sem markaði landamerkin.
Vörðustæðið er um 180-190 m ofan við Njarðarbraut. Grýtt en gróið holt.

Stekkjarkot – býli

Njarðvík

Innri Njarðvík – Áki Grenz.

„Í Narfakotsseylu var Stekkjarkotsvör. … Þá er Stekkjarkotsáli, leysingarvatn. Stekkjarkot var rétt við veginn, en neðan við hann.“ segir í örnefnaskrá. „Við austurenda Fitjagranda er frárennsli úr tjörnum, sem eru ofan við grandann og nefnist það Stekkjarkotssíki og ber nafn af bænum Stekkjarkoti, sem stóð u.þ.b. þrettán hundrað metrum ofar og austar, skammt neðan við þjóðveginn. Þar var síðast búið fyrir þrjátíu og fjórum árum (1927), og eru þar nú bæjartættur og garðrústir eftir.“ segir í örnefnaskrá GF. Bærinn var um 110-120 m norðan við Njarðarbraut en um 350-400 m norðan við Reykjanesbraut. Á þessum stað er nú torfbær sem notaður er fyrir ferðamenn og í honum veitingarekstur. Bærinn er úr torfi og grjóti og var byggður á grunni þess eldra. Garðlag var umhverfis Stekkjarkotið og hefur það einnig verið byggt upp. Umhverfis bygginguna er sléttað gras að túngarðinum. Bærinn er lítill, með timburþili. Umhverfis hann er garðlag úr grjóti og torfi. Bærinn var mjög nýlega byggður upp.

Skjólgarður [Krossgarður] – fjárskýli

Stóri-krossgarður

Stóri-krossgarður.

„Beint upp af Njarðvíkum í suðaustur eru Löngubrekkur… Innst á Löngubrekkum heitir Löngubrekkuendi. Þar á er stór varða, beint upp af Skjólgarði. … StóriSkjólgarður er fyrr nefndur, uppi á hæð, hlaðinn í kross og er norðvestur af Löngubrekkum.“ segir í örnefnaskrá. Skjólgarður er á hæð sem er um 120 m sunnan við Reykjanesbraut og um 3,7-3,8 km vestan við afleggjarann að Grindavík. Tóftin sést frá Reykjanesbraut. Hún er um 300 m vestan við þar sem 1,5 m háir steyptir stöplar eru sitt hvoru megin Reykjanesbrautar (en þar liggur fremur ógreinilegur slóði til suðurs frá brautinni).
Hleðslurnar eru á hæð sem er greinileg frá Reykjanesbraut. Þær eru á grýttu holti sem er þó gróið mosa og grasi. „Stóri-Skjólgarður, grjóthlaðinn krossgarður rétt sunnan Suðurnesjavegar, suð-austur frá Innri-Njarðvík. … Garðinn hlóð Helgi Jónsson sterki er var húsmaður Þorkels lögréttumanns Jónssonar.“ Skjólgarðurinn er hlaðinn í kross og er úr stórgrýti. Hann er 15-16 m á hvorn veg. Á 2 stöðum hefur síðar, að því er virðist, verið hlaðið út frá honum eða hann hrunið. Um 3 m suðaustan við syðsta arminn er steyptur stöpull sem er 1,5 m á hæð.

Herminjar
Herminjar voru á hæð um 280-290 m norðan við Reykjanesbraut og beint norðan við GO-kart braut. Hæðin er um 120 m austan við Njarðvíkurveg. Hóllinn er nú nokkuð raskaður og gróður-lítill. Á honum og við hann voru braggar byggðir á hernámsárunum en öllum ummerkjum um þær leifar hefur verið rutt út. Hóllinn er nú fremur berangurslegur.
Sunnan í hólnum má sjá óljósar byggingaleifar en á honum sjálfum sjást engar leifar.

Stóru Vogar – býli

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703. Snorrastaðir, forn eyðijörð lögð undir jörðina. 1367: Máldagi kirkjunnar í Kvíguvogm. DI III, 221; 1533: Erlendur lögmaður sló prest til blóðs í hálfkirkjui í Vogum. DI IX, 660. Hjáleigur 1703: Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð, í eyði voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot. JÁM III, 119-121. Hjáleigur í byggð 1847 Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. JJ, 90 Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir eð upprunalega nafnið á bænum sé Kvíguvogar. Ö-Vogar, 7
1703: „Túnin líða skaða af sands og sjágarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar.
Úthagarnir litlir sumar og vetur.“ JÁM III, 119 1919: Tún 2,3 teigar, garðar 1220m2.

Þrívörður – varða
„Austur og upp af Kolbeinsskor eru Þrívörður og þar hærra vörður, sem heita Strákar …“ segir í örnefnaskrá. Þrívörður eru þrjár vörður sunnan við Línuveginn. Syðsta varðan er um 100 m norðan við Stráka og um 720 m sunnan við Reykjanesbraut, en nyrsta varðan er 620 m frá henni. Klappir, grýtt svæði og mosaflákar.
Vörðurnar standa allar á lágum klettahæðum og eru 0,4-0,7 m á hæð.

Strákar – varða
„Austur og upp af Kolbeinsskor eru Þrívörður og þar hærra vörður, sem heita Strákar …“ „Þá koma Strákar eða Strákavörður sem eru þrjár og greinast í Austurvörðu, Miðvörðu og Syðstuvörðu.“ segir í örnefnaskrá „Fyrir ofan Þórusel göngum við fram á þrjár lítilfjörlegar vörður sem heita Strákar eða Strákavörður og liggja þær þvert á Hrafnsgjárbarminn með nokkurra metra millibili. Stendur sú efsta svo til á gjárbarminum. Sumir telja að sú Strákavarða heiti Leifur Þórður og að þar sé kominn landamerkjavarðan milli Voga og Brunnastaða, sem sögð er standa á Hrafnagjárbarmi.“ Strákar eru um 250 m sunnan við Línuveginn og um 720 m sunnan við Reykjanesbraut, á barmi Hrafnagjár. Aðeins eru 2 vörður af þremur mjög greinilegar. Vörðurnar standa á barmi Hrafnsgjár rétt vestan við Kúastíg þar sem hann fer niður í Hrafnsgjá. Þær standa á lágri klöpp en eru hrundar.

Þórusel – sel

Þórusel

Þórusel – heimasel.

„Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur.“ segir í örnefnaskrá „Nokkurn spöl vestan við Viðaukahólana fyrrnefndu sjáum við nokkuð slétt svæði sem áður fyrr hefur verið grasi vaxið en er nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Svæðið er rétt ofan við vegamótin niður í Voga og gæti heitið Þórusel.“ „Nafnið Þórusel kannast flestir eldri menn við en erfitt er að staðsetja það eftir heimildum. Vogamenn segja umrætt svæði neðan Reykjanesbrautar og rétt austan Vogaafleggjara heita Þórusel eins og fyrr er getið. Vísa er að Þóru nafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga en á því átti að standa höfuðból með „átján hurðir á hjörum“. Engar rústir eru sjáanlegar á fyrrnefndu svæði þó grannt sé leitað. Ólíklega hefur verið selstaða svo nærri byggð.“

Þórusel

Þórusel – selsvarðan.

Eins og sést af ofangreindum frásögnum ber mönnum ekki saman um hvar Þórusel hafi verið. „Vogamenn“ segja það norðan Reykjanesbrautar og austan Vogaafleggjara. Þar er gróið hraun og enginn staður sérstaklega vænlegur fyrir sel, eins og umhverfið er nú. Beint sunnan gatnamóta Reykjanesbrautar og Vogaafleggjara er grasi gróinn blettur sem að nokkru hefur verið raskað. Er þetta sá staður sem margir telja að selið hafi verið. Engar leifar um selið er nú að sjá á þessum stað en þar er mjög grösugt og þýft. Svæðið er um 30 m sunnan (ofan) við Reykjanesbraut og kemur til með að hverfa undir mislæg gatnamót. Gróinn grasblettur upp af Reykjanesbraut. Umhverfis eru mosavaxin hraun.

Kúastígur – leið

Kúastígur

Kúastígur um Hrafnagjá.

„Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur,“ segir í örnefnaskrá. „Besta niðurgangan í Hrafnsgjá á þessum slóðum er um Kúastíg ofan Vogaafleggjarans en við efstu Strákavörðuna liggur stígurinn niður í gjána.“ Hrafnagjá er um 700-800 m sunnan við Reykjanesbraut og sést slóðinn rétt norðan við gjána, ofan í hana og áfram til suðurs. Slóðinn er ofan í hraunið og sést á spotta við og sunnan Hrafnagjár, slóðinn er ekki greinanlegur við Reykjanesbraut.

Dailey Camp – herminjar

Camp Dailey

„Uppi á Stapahorninu, á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar, er slétt svæði en á því var reist herskálahverfi árið 1942 sem kallað var „Daily-camp“. Þar var sjúkrahús með fullkomnum skurðstofum og sjúkrarými fyrir 250 sjúklinga og var eina starfandi hersjúkrahúsið hér á landi í stríðslok. „Daily Camp“ brann til kaldra kola í óveðri í apríl árið 1946.“ Daily Camp var á sléttu svæði norðan Reykjanesbrautar og að Kálgarðshjalla. Á þessum slóðum liggur nú vegarslóði upp að Grímsfjalli. Á þessum stað er mikið sléttlendi. Svæðið er vaxið mosa og grasi. Vestan slóðans er sérstaklega slétt. Ekki eru ummerki hverfisins greinileg.

Stúlkavarða – varða

Stúlknavarða

Stúlknavarðan.

„Aðrir segja Tyrkjavörður vera ofan við Reykjanesbraut og skammt vestar. Þar eru tvær stórar vörður og önnur þeirra kölluð Stúlkuvarða og er sú með fangamarki og ártalinu 1777.“

Varða
Um 100 m norðan við Reykjanesbraut og um 1,7 km austan við afleggjara að Snorrastaðatjörnum og Háabjalla er varða. Hún stendur á hæð og er mjög myndarleg en nokkurn spöl suðvestan við hana er önnur minni. Vörðurnar standa á klettahæðum. Stærri varðan er ferhyrnd og um 1 m á hvern veg en 1,4 m á hæð. Hin varðan er mun minni og hruninn. Þetta er stærsta varðan í námunda við Reykjanesbraut. Stúlkuvarða er sögð við brautina á þessum slóðum en þetta er ekki sú varða þar sem fangamarkið 1777 á að vera krotað inn í Stúlkuvörðu.

Brunnastaðir – býli
Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. 1703: Hjáleigur í byggð 1703 Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð, Skjaldarkot. Í eyði Traðakot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Hjáleigur í byggð 1847: Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldakot og Traðarkot. JJ, 90
1703: „Tún jarðarinnar spllast af sjáfar og sands ágángi meir og meir. Engjar eru öngvar. Útihagarnir um sumur í lakasta máta, um vetur nær enginn nema fjaran.“ JÁM III, 125. 1919:. Tún alls 5,9 teigar, garðar 2300m2.

Nyrðri-Fögrubrekkuvarða – varða
Um 400-500 m norðan við Reykjanesbraut, í næstum beina stefnu frá Kánabyrgi er mjög greinileg varða um 250 m norðan við girðingu sem á þessum slóðum girðir af heiðina norðan við Reykjanesbraut. Beggja vegna hæðarinnar eru grýttir dalir en hæðin er mynduð úr bylgjóttri klöpp sem að hluta er vaxin mosa. Varðan er um 1,5 m á hæð og steinarnir í henni eru vaxnir mosa. Hún er um 1 m í þvermál.

Syðri-Fögrubrekkuvarða – varða
Um 150-200 m norðan við Reykjanesbrautina og um 220 m er hæð og á henni nokkur steinadreif, líkt og um hrunda vörðu væri að ræða. Varðan sést ekki úr fjarlægð og er varla hægt að tala um steinahrúguna sem vörðu lengur. Ekki er annar staður líkegri fyrir Syðri-Fögrubrekkuvörðu. Umhverfis eru klappir og melar að mestu gróðurlaust en þar er þó nokkur mosagróður.

Kánabyrgi – áfangastaður

Kánabyrgi

Kánabyrgi.

„Kánabyrgi er klapparhóll skammt frá Freygerðardal. Á honum er varða en ekkert byrgi og muna elstu menn ekki eftir slíku þar. Alltaf var áð og er enn á þessum hól, þá gengið er til smölunar úr Brunnastaðahverfi,“ segir í örnefnaskrá.
Um 400 m sunnan við Reykjanesbraut og um 250 m austan við vegaslóða að línuvegi er hæð með hruninni vörðu, mun það vera Kánabyrgi.
Líklegt verður að teljast að þar sem vörðuleifarnar eru nú hafi áður verið byrgi og af því sé byrgis-heitið dregið. Á þessum stað má greina steinaraðir sem alveg eru huldar mosa og gróðri og eru því illgreinanlegar. Umhverfis skiptast á klappir og melar sem eru mosavaxin að nokkru leyti. Svo virðist sem þarna hafi verið kofi 2,5 X 3 m að stærð. Ekki er þó hægt að sjá nema utanmál kofans. Vestar á þessu svæði er hins vegar steinahrúga sem hlaðin hefur verið síðar. Steinahrúgan er mest 0,4 m á hæð en er hrunin.

Brunnastaðaselsstígur – leið
„Þegar farið var í selin frá Brunnastaða- og Hlöðuneshverfi og eins til smölunar var farið um einstigi eða klif á Klifgjá og líklega dregur gjáin nafn sitt af því. Klifið var á gjánni í stefnu frá Kánabyrgi á Gjásel en fyrir nokkrum árum hrundi úr gjárveggnum yfir einstigið svo nú þarf að ganga yfir gjána hægra megin við það. Rétt neðan og norðan Klofsins eru þrjú greni sem kölluð eru Selstígsgrenin.“ „Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið og þá líklega sami stígur og lýst var sem smalaleiðinni hér á undan …“ Engin merki um stíginn sjást frá Kánabyrgi en stígurinn lá í suður (SSV) frá Kánabyrgi. Af þessum sökum telst hann í lítilli hættu vegna breikkunar Reykjanesbrautar. Á þessum slóðum er hraunið nokkuð úfið en gróið mosa.

Hlöðunes – býli

Hlöðunes

Hlöðunes – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Hlöðuneskot eina hjáleigan 1703. Hjáleigur í byggð 1847 Narfakot og Hlöðuneskot. JJ, 90
1703: „Túnin brýtur sjór með sandi og grjóti æ meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagar litlir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.“ JÁM III, 129 1919: Tún 3,6 teigar, garðar 1500m2.

Hlöðunesselsstígur – leið
„Heiman úr Hlöðuneshverfi lá Hlöðunesselsstígur upp heiðina að Hlöðuseli, “ segir í örnefnaskrá.
Stígurinn lá frá Hlöðunesbæ og að selinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvar hann lá í námunda við Reykjanesbraut og ekki eru merki hans greinileg við hana. Slóðinn hefur líklegast legið í námunda við þar sem Línuvegur liggur nú frá Reykjanesbraut til suðurs. Á þessu svæði er mosavaxið hraun.

Áslákstaðir stærri (ytri) – býli

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Atlagerði hjáleiga 1703. Ásláksstaðakot hjáleiga 1847.
1703: Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso innangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðiunni. Engjar eru öngvar. Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.“ JÁM III, 131. 1919: Tún alls 1,84 teigar, garðar 1020m2.

Freygerðardalur – samgöngubót
„Austur af Fögrubrekkum og rétt ofan við Ásláksstaðaklofninga sem fyrr voru nefndir var jarðfall sem hét Freygerðardalur en það er nú komið undir Reykjanesbrautina. … Fé átti það til að koma sér í sjálfheldu í Freygerðardal og því voru hlaðnar tröppur í jarðfallið svo það kæmist upp af eigin rammleik.“ Freygerðardalur er nú kominn undir Reykjanesbraut en hann hefur verið vestan við Línuvegsafleggjarann en austan Fagradals. Engin ummerki sjást nú um dalinn eða tröppurnar.“Sagan segir að þar hafi stúkan Freygerður frá Hlöðuneshverfi borið barn sitt út og af því sé nafnið dregið.“

Knararnes stærra – býli

Knarrarnes

Knarrarnes – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. 1703 eyðihjáleigan Helgahús.
1703: „Túnin fordjarfast árlega af sjáfarágángi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja, og það so frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast x kýr og i griðúngur, og nú eru þau so spilt, að ekki fóðrast meir en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru öngvar. Útihagar nær öngvir sumar nje vetur utan fjaran.“ JÁM III, 135. 1919: Tún alls 3,1 teigar, garðar 1520m2.

Knarrarnesselsstígur – leið
„Heiman frá Knarrarneshliði lá Knarrarnesselsstígurinn upp alla Heiðina í Knarrarnessel,“ segir í örnefnaskrá „Rétt neðan og norðan Háhóla liggur Knarrarnesselsstígurinn yfir Hrafnagjánna en við hann þar að austanverðu stendur nokkuð áberandi strýtuhóll. Ekki er hægt að fylgja þessum selstíg með öðrum viðstöðulaust frá bæ og upp í sel því gatan er horfin að mestu leyti nema þar sem farið var yfir gjárnar.“ Slóðinn hefur verið um 1 km vestan við Þyrluvörðu og um 1 km austan við línuvegsafleggjarann. Ekki sjást merki um hann í námunda við Reykjanesbraut.
Leiðin hefur legið um 500-600 m austan við (stærri) Fögrudalsvörðu. Á þessu svæði skiptast á hraun-, grasflekkir og bersvæði.

Auðnar – býli

Auðnar

Auðnar – túnakort 1919.

Jarðadýrleki óviss, konungseign. Hjáleigur 1703 Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjálega. Auðnakot hjáleiga 1847.
1703: „Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu.
Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 138. 1919: Tún A og Höfða 6,5 teigar, garðar 4300m2.

Varða – landamerki
„Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eftir Vörðum upp Heiðina, milli Auðnaklofsins og Breiðagerðisskjólgarðs, spölkorn fyrir neðan Syðri-Keilisbróðir (Litla-Hrút), alla leið að landi Krýsuvíkur í Grundavíkurhreppi.“ segir í örnefnaskrá. Í Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi leiðir höfundur að því líkum að Auðnaklofningar séu það sama og Skrokkar. Sökum skorts á betri rökum var staðsetning hinna horfnu landamerkjavarða tekin á Skrokkum.

Þyrluvarða

Þyrluvarðan endurhlaðin.

Skrokkar er langur hólaklasi sem liggur norður-suður. Reykjanesbrautin gengur í gengum klasann um 900 m austan við Þyrluvörðu. Á þessum stað eru hæðir/hraunhryggir sem eru grýttir en vaxnir mosa og grasi um 100 m norðan við Reykjanesbraut. Hraunhryggurinn er mosagróinn mosa. Norðan Reykjanesbrautar eru nokkrir grónir toppar en engin greinileg merki um vörður sjást. Sunnan brautarinnar er á sama hrygg varða eða samtíningur úr grjóti sem sýnist nýlegur.

Markavörður – varða/landamerki
„Um Markavörður liggur landamerkjalínan milli Auðnahverfis og Breiðagerðis upp Heiðina …“ segir í örnefnaskrá. Ekki hefur tekist að staðsetja vörðuna.

Auðnaselsstígur – leið
„Þá liggur fyrir Klofgjá og blasir við Klifgjárbarmur og rétt þar fyrir ofan er Auðnasel og Höfðasel og Breiðagerðissel.
Til selja þessara lá aðeins einn stígur Auðnaselsstígur.“ segir í örnefnaskrá. Auðnaselsstígur lá skáhallt frá Auðnum til selsins og hefur þá vísast legið um Reykjanesbraut um 400-500 m austan við Þyrluvörðu og um 2 km vestan við þar sem Marteinsskáli sést frá Reykjanesbrautinni. Á þessu svæði er nokkuð gróið hraun en skrásetjari kom ekki auga á greinilegan stíg í námunda við Reykjanesbrautina.

Þórustaðir – býli

Þórustaðir

Þórustaðir – loftmynd.

Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. Hjáleigur 1703 Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot hjáleiga 1847 1703: „Túnin spillast af sjáfarágangi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.“ JÁM III, 141. 1919: Tún 4,8 teigar alls, garðar 2480m2.

Kálfatjörn – býli

Kálfatjörn

Kálfatjörn – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleki óviss. Kirkjustaður. Hjáleigur 1703: Naustakot, Móakot, Fjósakot og Borgarkot í byggð, í eyði voru Hólakot, Hátún og Árnahús. Hjáleigur 1847: Naustakot, Móakot, Hátún og Fjósakot. JJ, 91.
1703: „Túnin spillast af sjáfarágágni, og þó enn meir af vatnarásum, sem uppá bera leir til skemda. Engjar eru öngvar.
Úthagar lakir um sumar, nær öngvir um vetur nema fjaran.“ JÁM III, 143. 1919: Tún 7 teigar, garðar 1180m2.

Marteinsskáli – varða
„Suðaustur frá Þorsteinsskála, ekki alllangt frá steypta veginum, er vörðubrot á hól; þar heitir Marteinsskáli.“ segir í örnefnaskrá. 600-700 m frá Þorsteinsskála og um 1 km m vestan við Stærri-Hrafnhól sést vörðubrotið á Marteinsskála vel. Það er 200-300 m norðan við Reykjanesbraut. Varðan stendur á lágri klöpp. Umhverfis skiptast á lágar klappir, grýtt moldarflög og mosa- og lynggróður. Varðan er hálfhrunin. Hún er ferhyrnd og 0,75 m á hvern veg og um 0,6 m á hæð.

Flekkuvík – býli

Flekkuvík

Flekkuvík – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. 1703 eru hjálegur Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturkot, Refshali og Úlfuhjáleiga. JÁM III, 148-149. Jörðin í eyði frá 1959. Vesturbær í eyði frá 1935, austurbær til 1959. GJ: Mannlíf og mannvirki, 343-347.
1703: „Túnunum spillir sjáfarágángur merkilega, iteml vatnsrásir með leirágángi af vatni af landi ofan til stórskaða.
Engjar eru öngvar. Útihagar lakir um sumar og enn þó minni um vetur.“ JÁM III, 147. 1919: Tún alls 4,7 teigar, garðar 2170m2.

Flekkuvíkurselsstígur – leið
„Flekkuvíkurselsstígur lá úr Traðarhliði og upp Heiðarlandið, sem var óskipt milli Bæjanna,“ segir í örnefnaskrá. Ekki er til nánari lýsing á legu stígsins en vísast hefur hann legið um/við Flekkuvíkurheiði og svo áleiðis í átt að Flekkuvíkurseli. Líklegt er að stígurinn hafi þá legið við Reykjanesbraut í námunda við Stóra-Hrafnshól. Ekki sést neinn fornlegur slóði í námunda við Reykjanesbrautina á þessum stað.

Vatnsleysa stærri – býli

Vatnsleysa

Vatnsleysa – túnakort 1919.

1703: Jarðadýrleiki óviss, konungseign. Hjáleigur 1703, í byggð Vatnsleysukot og tvær nafnlausar hjáleikur auk einnar nafnlausrar eyðihjáleigu. Eyðibýlið Akurgerði lagt undir Vatnsleysu á 16. – 17. öld. Heiðarland Vatnsleysubæja er víðaláttumikið, nær frá sjó til fjalla. Vesturbærinn í eyði og lagðist undir Austurbæinn og var rifinn um 1940. GJ: Mannlíf og mannvirki, 351
1703: „Túnum spillir nokkurn part vatnságángur f landi ofan og jarðfast grjót sem árlega blæs upp í túninu. Engjar eru öngvar. Úthagar lítilfjörlegir vetur og sumar.“ JÁM III, 153. 1919: Tún alls 7,3 ha, garðar 3800m2.

Akurgerði – býli
1703: „Akurgierde hefur til forna jörð verið næst Vatnsleysu fyrir innan, hefur í eyði legið lángt fram yfir hundrað ár, vita menn hverki dýrleika hennar nje afgjald hvað verið hafi, og eru landsnytjar allar lángt fyrir þeirra minni, sem nú lifa, lagðar til Stóru-Vatnsleysu, og þaðan brúkaðar frí. Túnin, sem verið hafa, eru af hrauni, vatnságángi og sjáfar aldeiliss eyðilögð, þar sem skortir þar vatn, so jörðin kann ómöglega aftur byggjast.“ „Upp af víkinni [Kúagerðisvík] vestanverðri eru grónir bakkar, sem ná upp að þjóðvegi og að hraunjaðrinum. Heita þeir Akurgerðisbakkar. Sagt er, að einu sinni væri búið þar, og hét þar Akurgerði.“ segir í örnefnaskrá ÞJ. „Austur af því taka við flatir og má sjá Garðlag gamalt og mun vera garður vestan við býli, sem talið er að hér hafi verið og nefnst Akurgerði.“ segir í örnefnaskrá.
Akurgerði var á svæði sem nú er afmarkað af fjörunni, Strandarvegi og vegarslóða sem liggur samsíða Reykjanesbraut, norðan hennar við Kúagerðisvík. Svæðið er tæpa 100 m norðan við Reykjanesbraut. Syðst á þessu svæði er grasi gróið og nokkuð hæðótt en ekki eru tóftir eða önnur mannvirki greinileg

Vatnaborg – vatnsból
„Upp af [Stekkhól] nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins.“ segir í örnefnaskrá. Um 150 m ofan Reykjanesbrautar (sunnan) og um 170 m austan við Vatnsborgina sjálfa er vatnsbólið. Svo er að sjá á gróðri á þessum slóðum að vatnsbólið hafi verið stórt áður eða um 20 m í þvermál. Nú er hins vegar aðeins rakur mosagróður á þessu svæði nema á um 2 X 0,8 m svæði þar sem enn er vatn.

Kúagerði – áfangastaður

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

„Upp af víkurbotninum [Kúagerðisvíkur] er nokkuð stór kvos inn í hraunið. Heitir það Kúagerði, forn áningarstaður, þar sem var dálítil tjörn, Kúagerðistjörn … Þegar lagður var hinn nýi, steypti vestur suður með sjónum, varð auðvitað að fara með hann yfir tjörnina, þrátt fyrir mótmæli, og eyðileggja þannig þennan forna og skemmtilega áningarstað, svo að hans sér naumast stað lengur.“ segir í örnefnaskrá. Leifar af Kúagerðistjörn sjást enn beggja vegna Reykjanesbrautar. Tjörnin var þó að mestu skemmd þegar Reykjanesbrautin var lögð og er svæðið beggja vegna hennar mjög raskað. Við Reykjanesbraut er skilti sem vísar til suðurs á staðinn. Í hrauninu beggja vegna Reykjanesbrautar eru vatnsstæði en svæðinu hefur verið raskað vegna vegagerðar og efnistöku. Engar tóftir eru greinilegar.

Kúagerðistroðningar – leið
„Upp frá Kúagerði liggja troðningar með Hraunbrúninni mætti nefna þá Kúagerðistroðninga því um þá var rekinn búsmalinn ofan úr Flekkuvíkurseli og jafnvel Rauðhólaseli.“ segir í örnefnaskrá. Um 70-80 m ofan við Kúagerði tekur hraunbrúnin við. Þar er nú greinilegur slóði en ekki sýnist hann mjög fornlegur. Umhverfis eru hraun sem mikið hefur verið raskað. Það er nokkuð úfið en mosagróið. Stígurinn liggur meðfram hrauninu til vesturs og beygir meðfram hraunjaðrinum til suðurs.

Vatnsbergsstekkur  [Vatnaborg] – stekkur

Vatnaborg

Vatnaborg – uppdráttur ÓSÁ.

Vatnsbergstekkur horft til norðurs „Sunnar [en Grænhólar] er Vatnsstæðið, Vatnsberg. Þar er Vatnsbergsrétt, en fyrrum var þarna Vatnsbergsstekkur,“ segir í örnefnaskrá. „Upp af honum nokkuð fyrir ofan gamla þjóðveginn er hóll, sem heitir Grænhóll. Suður af honum er annar minni, sem heitir Efri-Grænhóll. Skammt þar fyrir ofan er slakki eða lægð. Þar á smábletti kemur upp vatn, og myndast þar oft vatnsból. Heitir það Vatnaborg og er rétt ofan steypta vegarins.“ segir í örnefnaskrá „Sunnan við vatnsstæðið er lágur hóll með miklu grjóti og veggjabrotum og þar hefur verið stór fjárborg fyrrum, Vatnsborgin.“ Um 185-195 m sunnan við Reykjanesbraut og um 600-700 m vestan við Höskuldsvallaveg eru leifar Vatnsbergsstekks.
Hóllinn sem borgin stendur á er nokkuð hár. Hann er gróinn mosa og grasi. Umhverfis er þýft, mosa og lyngivaxið svæði með hraunhæðum inn á milli. „Borgin var hringlaga 10-12 m í þvermál og innan í grjóthringnum eru hleðslur. Líklega hefur verið þar stekkur eftir að Borgin sjálf lagðist af enda geta heimildir um Vatnsbergrétt og Vatnsbergsstekk …“ Fjárborgin er hlaðin úr allstóru grjóti. Hún er hlaðin í hring og er 10 m á annan veginn en 12 m á hinn. Á vesturvegg er op og frá því gengur hleðsla sem skiptir borginni í tvennt. Út frá þessari hleðslu eru svo hlaðin 3 hólf. Borgin er um 0,3 m á hæð og er hringhleðslan mjög gróin og hrunin. Hleðslurnar sem eru inn í borginni eru nýlegri og ekki eins hrundar.

Varða
„Vestur af Vatnaborg í svipaðri fjarlægð frá brautinni og vatnsstæðið stendur Efri-Grænhóll eða Litli-Grænhóll og á honum er breið, grasi gróin vörðuþúst.“ Um 320-330 m vestan við Vatnaborgina og í um 200 m fjarlægð frá Reykjanesbraut er Efri-Grænhóll eða Litli-Grænhóll. Efst á Litla-Grænhól eru nokkrir grjóthnullungar sem eru grónir mosa og grasi og eru því illgreinanlegir. Umhverfis er þýft svæði, vaxið mosa, grasi og lyngi. Inn á milli eru hraunhæðir. Ekki er hægt að tala um vörðu á þessum stað lengur.

Kúagerði – býli

Kúagerði

Kúagerði.

„Í Kúagerði fyrir sunnan Hvassahraun, má sjá vott þess, að þar hafi bæri verið fyrir löngu.“ segir Brynjúlfur Jónsson í grein árið 1902 „Sér þar til rústa innan til við sjávarkambinn, og nokkru vestar sést langur partur af niður sokknum grjótgarði og hverfur norðurendi hans í sjávarkambinn. Hefur sjórinn gengið þar á landið og brotið það upp. Þess skal getið að þetta stendur í engu samandi við rúst kot þessa, sem fyrir nokkrum áratugum var byggt í Kúagerði. Þar er hraunsnef á milli og þessarar rústa.“ segir Brynjúlfur ennfremur. Ekki sjást greinilegar garðleifar á þessum slóðum.

Kúagerði

Gerði við Kúagerði.

Fast sunnan við Reykjanesbraut og vestan við Kúagerðistjörn er hæð sem hugsanlega gæti verið leifar að garðlagi því sem rætt er um að ofan. Eins líklegt er að hæðin sé náttúruleg.
Garðurinn er grasi gróinn en í kring er gróið hraun. Hæðin liggur á um 50 m bili frá Reykjanesbraut til slóðans sem liggur samsíða brautinni að norðan. Norðan við slóðann sést svo í framhald sömu hæðar á um 15 m parti að fjörukambi.

Skjólgarður
Um 50 m norðan við vegarslóðann sem liggur samsíða Reykjanesbraut að norðan og um 60-90 m norðan við Reykjanesbraut er hleðsla á hól. Tóftin er um 200 m vestan við stóran, steyptan grunn, norðan Reykjanesbrautar. Hleðslan er nálægt því að vera á merkjum við Hvassahraun. Tóftin stendur á grasi vöxnum hraunhól. Hún er sporöskjulaga og liggur í hálfhring. Engin hleðsla er fyrir suðurhlið. Tóftin er um 9 m í þvermál. Hún er alveg hlaðin úr grjóti og er 1,4 m á hæð en um 1 m á breidd. Helst er á að giska að þetta mannvirki hafi verið einhvers konar skjólgarður.

Hvassahraun – býli

Hvassahraun

Hvassahraun – túnakort 1919.

1703: Jaðradýrleiki óviss, konungseign. Hjáleigur í byggð 1703, Þóroddskot og tvær nafnlausar. Hvassahraunskot hjáleiga 1847. JJ, 91
1703: „Engjar eru öngvar. Úthagar, sem áður voru sæmilegir, gánga mjög til þurðar, því hríssrifið eyðist.“ JÁM III, 156.
„Hvassahraunsbær stóð á klapparrana. Þar var oftast í fyrri daga tvíbýli, Austurbær og Vesturbær.“ segir í örnefnaskrá.
Nú stendur bárujárnsklædd timburbygging þar sem gamli bærinn var áður. Guðmundur Sigurðsson man eftir eldra húsi (forsköluðu) á nákvæmlega sama stað og það hús sem nú stendur og taldi að þar hefði Vesturbærinn í Hvassahrauni staðið um langa hríð.
Húsið sem nú stendur á þessum stað er með steyptum kjallara. Það er á hæð sem virðist að mestu náttúruleg enda túnið allt í hæðum. Víða sjást hleðslur í og við bæinn. Engar leifar um torfbyggingar hafa sést á þessum stað um áratugaskeið. Hóllinn er um 200 m norðan við Reykjanesbraut.
„Í Hvassahrauni 2, sem líka var grasbýli …“ Um 30 m suðaustan við er merkt hús inn á túnakort. Guðmundur Sigurðsson telur þetta vera það hús sem kallað var Austurbær eða Hvassahraun 2. Húsið hefur staðið um 200 m norðan við Reykjanesbraut. Húsið var nokkru suðaustar á sömu hæð. Þar er nú hlað.

Norðurkot – býlistóft
„Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði …“ segir í örnefnaskrá. Um 185-195 m norðan við Hvassahraunsbæinn var Norðurkot og sjást merki þess enn greinilega. Norðurkot er um 80-90 m norðaustan við Niðurkot og útihúsið norðaustan við kotið er um 5 m innan við túngarð. Tóftin er tæpum 400 m neðan við Reykjanesbraut. Norðurkot er á hæð og allt umhverfis er grasigróið tún, ræktað upp á hrauni. Túnið er allt í hæðum og dældum.
Tóftin snýr norðaustursuðvestur. Fast aftan austan við hana er önnur tóft sem snýr þvert á hana og eru þær nú samgrónar. Tóftin er 12,5 X 8 m að stærð. Enginn suðvesturveggur er á tóftinni. Hólfið er grjóthlaðið en gróið að utan. Mikið grjót hefur fallið inn í það. Norðvestan við bæinn er djúp dæld og hlaðið umhverfis hana. Suðvestan við bæinn má sjá óljósar leifar garðlags sem girt hefur af ræktaðan blett. Suðaustan við bæinn eru einnig nokkrar hleðslur garðlags sem girt hefur af tún.

Niðurkot – býlistóft

Hvassahraun

Hvassahraun – uppdráttur ÓSÁ.

„Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún …“ segir í örnefnaskrá. Rúma 120 m norðvestan við bæ sjást enn leifar Niðurkots. Kotið er um 80 m suðvestan við Norðurkot og 300-350 m neðan við Reykjanesbraut. Tóftin er á grasi gróinni hraunhæð en allt umhverfis eru dældir og hæðir. Tóftin er einföld, um 7 m á lengd en 6 m á breidd. Enginn vesturveggur er fyrir tóftinni. Hún hefur verið hlaðin úr grjóti en er alveg gróin að utan. Hæð hleðslna er 1,3 m.

Þorvaldskot – býlistóft
„Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði. Norðurkot með Norðurkotsgerði, þá var Niðurkot og Niðurkotstún, líka Þorvaldskot og Þorvaldskotstún. Sjást þar alls staðar rústir.“ segir í örnefnaskrá. Samkvæmt lýsingu virðist Þorvaldskot hafa verið nyrsta kotið í túni Hvassahrauns, fremur nálægt sjó. Guðmundur Sigurðsson man ekki eftir þessu heiti en taldi að lýsingin gæti helst átt við tóftir um 300 m norðvestan við bæ. Þar er hringlaga túngarður og tóft í miðjunni. Tóftin er um rúmum 500 m norðan Reykjanesbrautar. Tóftin og garðlagið umhverfis eru á grasi grónu svæði fast ofan við fjöruborðið. Svæðið samanstendur af einni einfaldri tóft sem er um 16 X 6 m að stærð og er opin til norðurs og túngarði sem liggur umhverfis hana. Tóftin er hlaðinn úr grjóti en er mjög gróinn að utan. Grjóthleðslur eru byrjaðar að falla inn í tóftina og því er hún aðeins 3 X 9 m að innanmáli. Stærð túngarðsins að innan er 35 m X 24 m. Hleðslur tóftarinnar eru mest 1,5 m á hæð en túngarðurinn er 0,3 m á hæð. Tóftin var þaklaus undir það síðasta og var notuð í tengslum við sjósókn.

Kirkjuhóll – huldufólksbústað

Hvassahraun

Kirkjuhóll.

„Kirkjuhóll er í Norðurtúni og Kirkjuhólsflöt. Hóllinn er einnig nefndur Álfahóll, því að þar messaði huldufólkið,“ segir í örnefnaskrá. Skáhallt (suðaustur) af Norðurkoti er aflöng klöpp eða hóll sem liggur norðvestur-suðaustur og var nefndur Kirkjuhóll. Hóllinn er um 300 m norðan Reykjanesbrautar. Gróinn aflangur hraunhóll í túni (ræktuðu upp á hraunsvæði). Klöppin er mjög löng og í suðausturenda hennar er fjárréttin.

Rétt

Hvassahraun

Gerði við Hvassahraun.

Um 25 m norðaustan við Þjófagerði er gömul rétt sem hlaðin er upp við túngarðinn og er merkt inn á túnakort frá 1919. Réttin er um 130-140 m norðaustan við bæinn og rúmum 200 m norðan við Reykjanesbraut. Hún er byggð utan í klapparhól sem myndar vestur (norðvestur) hlið hennar. Allt umhverfis er gróið hraunlendi. Réttin samanstendur af einu hólfi. Vesturvegginn myndar klöppin og suðurvegginn myndar túngarðurinn. Aðrir veggir eru sérstaklega hlaðnir. Tóftin er að innanmáli 12-13 m á lengd en um 6 m á breidd. Hæð hleðslna er um 1 m og breidd er svipuð. Réttin er alveg grjóthlaðin.

Leið
Heimreiðin að Hvassahraunsbænum er enn á sama stað og hún var merkt inn á túnakort frá 1919. Gatan liggur vestur frá bænum og má sjá hleðslu undir veginum, nálægt bænum og um 200 m norðan við Reykjanesbraut. Vegurinn liggur yfir gróin tún. Hann er mest hlaðinn í um 0,3-0,4 m hæð. Hann er um 2,5 m á breidd.

Látur – býli
„Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur,“ segir í örnefnaskrá. Látur eru um 800 m vestan við Hvassahraun. Ekki sjást nein merki um bæjarstæði á þessum slóðum. Á svipuðum stað voru hlaðnar 3 tóftir og nokkrar vörður úr grjóti fyrir tökur á kvikmyndinni „Myrkrahöfðinginn“. Látur eru um 150 m norðan við Reykjanesbraut. Þröng vík með mörgum skerjum.

Markvarða – varða

Afstapavarða

Afstapavarða.

„…, þar næst er svo Fagravík sem er norður af Afstapavörðu sem er uppi á brunann um ofan við veginn.“ segir í örnefnaskrá. Á öðrum stað er sama varða nefnd Markvarða eða Fögruvíkurvarða. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar voru öll þessi nöfn notuð um sömu vörðuna sem er 80 m sunnan Reykjanesbrautar. Upp af Fögruvík er enn lítill tjörn. Suður frá austanverðri víkinni er Afstapaþúfa sem er að mestu sunnan Reykjanesbrautar. Markvarðan var upp á háhól Afstapaþúfu. Afstapaþúfa er klettahæð fast ofan Reykjanesbrautar. Hæðartoppurinn er grasi vaxinn. Efst á Afstapaþúfu er varða sem þó virðist ekki mjög fornleg, e.t.v. hefur hún verið endurhlaðin. Varðan er um 0,6-0,7 m á hæð. Er nálægt því að vera um 1 m í þvermál.

Þvottagjá – þvottastaður
„Næst veginum er Helguhola. Þá er Þvottagjá og fjærst Ullargjá. Þar var þvegin ull.“ segir í örnefnaskrá. Um 20-30 m sunnan Reykjanesbrautar er Þvottagjá. Í raun er ekki um gjá að ræða heldur litla tjörn í hraunlendi. Um 5 m norðaustar er Helguhola sem er mun minni pollur. Báðar tjarnirnar sjást frá Reykjanesbraut. Tjörnin er í grónu hrauni. Engar mannvistaleifar eru nú merkjanlegar við tjörnina.

Ullargjá – þvottastað
„Næst veginum er Helguhola. Þá er Þvottagjá og fjærst Ullargjá. Þar var þvegin ull.“ segir í örnefnaskrá. Um 50 m suðvestan við Þvottatjörn er Ullargjá, í hvarfi frá Reykjanesbraut. Tjörnin er stærst tjarnanna þriggja og er hún í e.k. jarðsigi. Tjörnin er um 80 m sunnan Reykjanesbrautar. Tjörnin er í jarðsigi í hraunlendi en engar mannvistarleifar eru í námunda við hana.

Hjallhólaskúti – fjárskýli

Hjallhólaskúti

Hjallhólaskúti.

„Hellur eru suður og upp frá Tröðunum. Lítið eitt vestar eru Hjallhólar og Hjallhólaskúti þar í. Hann var fjárbyrgi,“ segir í örnefnaskrá. Hjallhóll er rétt suðaustan túns en fast neðan Reykjanesbrautar. Hóllinn er 210-220 m suðaustan við bæ. Frá Reykjanesbrautinni er opið í hellinn greinilegt enda hellirinn innan við 20 m norðan við Reykjanesbraut. Hraunhóll með jarðsigi. Gengið er ofan í dældina að sunnan og gefur þá að líta klettaveggi sem slúta inn og mynda þannig skjól. Hellar eða skjól eru bæði á austur- og vesturvegg. Austari hellirinn er líklega sá sem notaður hefur verið sem fjárskýli. Hann er um 10 m á lengd en 4-5 m á dýpt. Hellinum lokar að hluta náttúruleg upphækkun en ofan á hana hefur að hluta verið hlaðið 5-7 m langur veggur.

Virkið – fjárskýli

Virkishólar

Virkið í Virkishólum.

„Í suðaustur frá Skyggni eru þrír miklir klapparhólar, sem heita Virkishólar. Virkishóllinn vestasti er stærstur. MiðVirkishóllinn er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið. Þarna var hrútum hleypt til ánna um fengitímann.“ segir í örnefnaskrá. Virkið eru m 950 m suðaustur af Hvassfellsbænum en 330-340 m sunnan við Reykjanesbraut. Virkishólarnir eru þrír. Austasti og vestasti hóllinn standa nokkurn vegin hlið við hlið en á milli þeirra aðeins sunnar er miðhóllinn. Um 50 m sunnar (og eilítið vestar) en miðhóllinn er Virkið, sem er jarðsig.
Virkið er í grónu hraunlendi og er svæði þar sem jarðsig hefur orðið. Það er að mestu náttúrumyndun. Það er hringlaga og gengið hefur verið ofan í það að norðan. Þar, beggja vegna við innganginn, eru 6-8 m langar hleðslur í hvora átt og eru það einu mannaverkin sem sjást á þessum stað. Virkið er um 13 m í þvermál og hallast klettaveggir þess fram og mynda þannig skjól eða skúta. Norðvestarlega í Virkinu er að auki lítill skúti niður í jörðina.

Draugadalir – draugur
„Norðaustur af Virkishólum eru Draugadalir.“ segir í örnefnaskrá. Draugadalir er nefnt hraunsvæði norðan Reykjanesbrautar og um 1 km austan við Hvassahraunsbæ. Vegarslóði liggur norðan Reykjanesbrautar í landi Hvassahrauns og liggur hann um dalina um 200-300 m vestar en þar sem hann sameinast Reykjanesbraut. Á þessum stað er hægótt hraunlendi, klettadrangar og dalir. Mjög skuggsýnt var í dölunum og telur Guðmundur Sigurðsson örnefnið þaðan komið. Ekki kannaðist hann við neinar eiginlegar draugasögur tengdar dölunum.

Hvassahraunselsstígur – leið

Hvassahraunsselsstígur

Hvassahraunsselsstígur.

„Hvassahraunselsstígur liggur frá bænum og upp í selið og er nokkuð greinilegur á köflum þó svo að við göngum ekki að honum vísum við Reykjanesbrautina.“ Ekki sjást greinileg merki stígsins fyrr en alllangt ofan við Reykjanesbraut. Gatan hefur legið frá bænum á svipuðum stað og tröðin suðaustur frá bænum . Stígurinn lá frá Hvassahraunsbæ til suðausturs út túnið (við traðirnar). Síðan lá hann áfram til suðausturs um gróið hraunið sunnan Reykjanesbrautar og að selinu. Stígurinn er ekki greinanlegur í námunda við Reykjanesbraut.

Markavarða – varða
„Þá liggur lína um Skorás með Skorásvörðu. Þar norðan er Hólbrunnur, vatnsból í klöpp, sem heitir Hólbrunnshæð. Á henni er Hólsbrunnsvarða. Þá er Taglhæð með Taglhæðarvörðu. Þá er Markavarða rétt við þjóðveginn.“ segir í örnefnaskrá. Austurmerki Hvassahrauns eru um 2 km austan við bæinn. Markavarða var á merkjum þar sem land hækkar ofan Reykjanesbrautar. Neðan Reykjanesbrautar má sjá girðingastaura á merkjum en ofan vegarins eru þeir að mestu horfnir. Varðan hefur verið um 150-250 m sunnan við Reykjanesbraut. Gróið hraun ofan Reykjanesbrautar. Guðmundur Sigurðsson segir að þarna hafi staðið varða sem nú er hrunin. Ekki er vitað hversu skýr vörðubrotin eru nú og ekki fundust þau við leit.

Suðurkot – býli
„Á hægri hönd við Sjávargötuna voru ýmis kot, einu nafni nefnd Hvassahraunskotin. Þar var Suðurkot og Suðurkotsgerði.“ segir í örnefnaskrá. Ekki er vitað hvar Suðurkot var. Suðaustan við Hvassahraunsbæinn voru tún nefnd Suðurtún og því eðlilegt að álykta að á þeim slóðum hafi Suðurkot verið. Hins vegar ber að hafa í huga að Sjávargata er sögð liggja frá bænum (Hvassahrauni) og niður að sjó og Suðurkot er sagt austan hennar. Samkvæmt því ætti því Suðurkot að vera norðan bæjar! Ef svo hefur verið má vera að hringlaga garðlag sunnan Norðurkots (þar sem einu sinni var tóft inni í 160:088) gæti hafa kallast Suðurkot. Garðlagið sem enn sést er a.m.k. sunnar en önnur kot sem þekkt eru í túninu. Um þetta verður þó ekkert fullyrt. Grasi gróið hraunsvæði þar sem skiptast á hæðir og dældir.

Hvassahraunstraðir – traðir
„Hvassahraunstraðir lágu í suðuaustur frá bænum.“ segir í örnefnaskrá. Hvassahraunstraðir lágu frá bænum til suðausturs um húsaþyrpinguna (bæjarhólinn) og áfram til suðausturs til enda túnsins minna en 100 m norðan Reykjanesbrautar. Göturnar lágu um ræktuð tún á hraunsvæði. Varla má nú greina nokkrar leifar traðanna. Helst er að móti fyrir óljósum slóða í túni suðaustan við bæ.

Kvíadalur – kvíar
„Kvíadalur er einnig í Suðutúni og Hjallhólar. Í Kvíadal voru ærnar mjólkaðar …“ segir í örnefnaskrá. Örnefnið þekkist nú ekki lengur. Hjallhólar eru hins vegar þekktir og eru þeir rétt sunnan við túngarð en norðan Reykjanesbrautar. Kvíadalur gæti hugsanlega verið dæld eða dalur norðaustan við Hjallhóla. Engar mannvirkjaleifar er að finna neins staðar í Suðurtúni. Kvíarnar voru sennilega þar sem nú stendur rétt og braggi en ekkert verður um það fullyrt. Þetta svæði er 50-100 m norðan Reykjanesbrautar. Hraunsvæði.

Vatnsgata – leið

Hvassahraun

Vatnsgata.

„Vatnsgatan lá heima frá bæ suðvestur í Vatnsgjárnar sunnan þjóðvegarins.“ Einnig nefnd Suðurtraðir, segir í örnefnaskrá. Vatnsgatan lá frá Hvassahraunsbæ og að Vatnsgjám. Gatan hefur vísast fylgt bæjartröðinni innantúns en legið áfram til suðausturs. Engin merki um götuna eru nú greinanleg, hvorki í túni eða við Reykjanesbrautina en hún var lögð þvert á leiðina. Gatan hefur legið um gróið hraun, e.t.v. á kafla á svipuðum slóðum og vegur liggur nú í Hvassahraunslandi samsíða Reykjanesbraut.

Lónakot – býli

Lónakot

Lónakot – túnakort 1917.

1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 er jarðadýrleiki óviss, konungseign. 1847: 10
hndr, þá á jörðin uppsátur í landi Óttarsstaða. Í eyði frá því um 1930. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðinni Lónakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114
1703 voru engar engjar á jörðinni. 1917: Tún telst 0,9 teigar, slétt, garðar 500 m2.
1703: Jarðardýrleiki er óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 159.
1847: 10 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
Í eyði frá því um 1930. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðinni Lónakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114.
1917: Tún telst 0,9 teigar, slétt, garðar 500 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin í eigin landi, og eru hagar þar góðir, en þegar þurkur gengur, verður þar stórt mein að vatnsskorti. Skógur hefur til forna verið, og er það nú meira rifhrís, það brúkar jörðin til kolgjörðar og eldiviðar, og jafnvel til að fóðra nautpeníng um vetur. Torfrista og stúnga í lakasta máta, valla nýtandi. Lýngrif er nokkurt og brúkast til eldiviðar mestan part og stundum til að bjarga á sauðpeníngi i heyskorti. Fjörugrasatekja nægileg heimilissmönnum. Rekavon lítil.
Sölvafjara hjálpleg fyrir heimamenn. Hrognkelsafjara gagnleg fyrir heimamenn. Skelfiskfjara naumleg og erfiðisssöm til beitu. Heimræði má ekki kalla að hjer sje, því lendíng er engin nema við voveiflega sjáfarkletta, og þarf ábúandinn á næsta bæ, Ottastöðum, skipsuppsátur ár og dag, og hefur haft það frí í fimmtíi ár fyrir tvö tveggja manna för, hvenær sem ábúandinn á Lónakoti hefur viljað sumar og vetur. Inntökuskip hefur hann engin fyrir utan þessa báta og hafa ei heldur verið. Engjar eru öngvar. Utihagar bregðast mjög skjaldan á vetur.“ JÁM III, 160.

Lónakotsselstígur/Lónakotsvegur – leið

Alfaraleið

Alfaraleiðin við gatnamót Lónakotsselsstígs.

„Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðsliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem síðar varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti, Yrðlingabyrgi. … Landamerkjalínan lá um Sjónarhólavörðu, sem er efst á Sjónarhólshæð, og þaðan áfram suður og yfir Högnabrekkur. Þar kom Lónakotsvegurinn á suðurveginn. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes.“
Lónakotsselstígur lá frá Lónakoti að selinu. Stígurinn hefur legið rétt vestan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut að Lónakoti (húsi nokkru sunnar en Lónakotsbærinn var). Stígurinn hefur svo legið áfram til suðvesturs, gengið þvert á alfaraleiðina og suður til Lónakotssels. Merki hans má greina á köflum sem dæld eða grunnan slóða, t.d. á kafla sunnan Reykjanesbrautar nálægt línuveg. Slóðinn liggur yfir gróið hraun.

Óttarstaðir – býli

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – túnakort 1917.

1703 er jarðadýrleiki óviss, konungseign. 1847: 20 5/6 hndr, hjáleiga Óttarsstaðakot. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114
1917: Tún 4,7 teigar, garðar 2460 m2. Túnið hólótt og grýtt en þó mikið slétt og sléttað.
1847: 20 5/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þóað hvorki prestir né sýslumaður nefni hjáleiguna, er hún samt talin með, meðfram vegna ábúenda tölu sýslumanns, á öllum Óttarstöpum, enda var hún í byggð 1803.“
Hjáleiga 1703: Ónefnd.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Óttarsstöðum og Óttarsstaðakoti. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 114.
1703: „Skóg til kolgjörðar og eldiviðar sækir ábúandi í almenníng betalíngslaust, hver sá eyddur er, sem skamt sýnist að bíða. Er þar ekkert á eður í jörðunni til eldíngar fyrir utan fjöruþáng, sem þar er enn nú nægilegt, og verður þá ábúandinn kol út að kaupa. Lýngrif kann þar nokkuð að brúkast, tíðkast ei nema til eldkveikju. Rekavon af trjám er hjer mjög litil, þó festifjara. Fisk brotinn af sér rekur á stundum, so heldur er gagn að. Sölvafjara nægir heimilissfólki, en er örðug að ná. Hrognkelsatekja í lónum þá út fjarar er hjer oft að góðu liði. Fjörugrös eru þar nægileg fyrir heimamenn. Bjöllur í fjörunni eru þar nógar, en brúkast ekki nema i stærstu viðlögum. Heimræði er þar árið um kríng. Lending í meðallagi. Þar gánga skip ábúanda og nú engin fleiri. Til forna hafa þar irmtökuskip gengið fyrir undirgil’t, kynni og enn nú eins að vera, ef fiskgengdin yxi.
Hjer gengur eitt kóngsskip, tveggja manna far, undirgiftarlaust; ljær ábúandi skipshöfninni húsrúm í bænum betalíngslaust af umboðsmanns hendi. (Soðningarkaup gefa Þeir sjálfir). Þetta kóngsskip hefur i mörg fyrirfarandi ár stundum hjer verið, stundum ekki, eftir því sem umboðsmanninum litist hefur. Engjar á jörðunni öngvar. Selstöðu á jörðin í almenníngi, eru þar hagar góðir, en vatnslaust í þerrasumrum. Aðra selstöðu á jörðin í Lónakotslandi, so sem á mót þeim skipsuppsátrum, er Lónakotsmenn kafa við Óttarstaði. Peníngur og stórgripir ferst hjer oft i gjám, ef ei er vandlega aðgætt, helst á vetur þá snjóar yfir liggja. Kirkjuvegur er hjer í lengra lagi.
Torfstúnga er so gott sem engin til heyja, þaks og húsa.“ JÁM III, 161.

Sigurðarhellir – hellir/ bústaður

Sigurðarskúti

Sigurðarskúti.

„Langt suður af þessu er klapparhæð, er hefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.“ Á Sigurðarhæð er varða en á hæðina er komið af merktum göngustíg sem liggur fram hjá Kúaréttinni. Enginn hellir eða hleðsla er vestan við hæðina en suðaustan hennar, í sömu lægð og Kúaréttin, er um 25 m löng hleðsla áður en farið er upp úr dældinni og upp á Sigurðarhæð. Á öðrum stað í dældinni (vestan í henni) má greina hrundar hleðslur í námunda við lítinn hellisskúta nokkuð hátt uppi í klettahlíðinni. Um 350 m norðan við Reykjanesbraut. Gróin dæld með klettaveggjum á báðar hliðar, norðvestar er klapparhæð (Sigurðarhæð). Varðan er um 0,8 m á hæð en um 1 m á hvern veg. Garðhleðslan áður en farið er upp úr dældinni er um 25 m á lengd en hleðsluleifar fyrir framan hellinn nokkuð ógreinilegar og vart meira en 3-4 m á lengd.

Kúarétt – rétt

Kúarétt

Kúarétt.

„Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.“ segir í örnefnalýsingu. Vestan við Straum, og 210-240 m norðan við Reykjanesbraut er Kúaréttin. Réttin er í grösugri laut milli tveggja 10-15 m hárra klettaveggja að vestan og sunnan. Réttin er byggð upp við austurvegginn. Hún er um 10 m á lengd en mest um 6 m á breidd. Frá vesturenda hennar er einungis um metersbil upp að vestari klettaveggnum. Réttin er gerð úr tveimur hólfum en reyndar virðist það þriðja, sem er nokkru óljósara hafa verið sunnan þess. Réttin er um 1,5 m hæð. Norðvestar í jarðfallinu gengur hleðsla þvert á uppgönguleiðina upp úr því.

Skógargata – leið
„Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshlíð upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklifur.“
„Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.“ segir í örnefnalýsingu. Skógargata lá fast vestan við vötnin sem eru vestan við afleggjarann að Straumi. Á þessum stað sjást leifar vegarins sem dæld í hraunið og má sjá slíkar leifar mestan part leiðarinnar. Mosavaxið sprunguhraun.

Stekkur

Jakobsstekkur

Jakobsstekkur.

„Norðan undir [Jakobsvörðuhæð] er eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.“ segir í örnefnalýsingu. Slóðinn að Kristrúnarborg hefur líklegast legið í námunda við Reykjanesbraut um 1 km austan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut og að Lónakoti (þar á móti slóði að Rauðamel). Mosagróið hraun. Allmikið rask hefur orðið vegna vegagerðar á þessum slóðum og eru því merki leiðarinnar ógreinileg í námunda við Reykjanesbraut.

Kotaklifsvarða – varða

Kotaklifsvarða

Kotaklifsvarða.

„Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógagötuna, er Kotaklifsvarða.“ segir í örnefnalýsingu. Framhjá Kúaréttinni og áfram til norðvesturs er gönguleið sem merkt er með stikum. Ef gönguleiðinni er fylgt til norðvesturs er farið fram hjá Kotaklifsvörðu sem er 420-430 m norðan við Reykjanesbraut. Varðan stendur í mosagrónu hrauni. Hún er um 1,7-1,8 m á hæð og er mest um 1,5 m í þvermál. Hún mjókkar mjög mikið upp.

Goltravarða – varða
„Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar. … Langt vestur af Stóra-Nónhól er hóll, sem heitri Goltrahóll. Á honum var Goltravarða, nú fallin.“ segir í örnefnalýsingu. Helst er talið að Goltrahóll sé fast ofan við Reykjanesbraut þar sem nokkrar hæðir eru um 660 m vestan Straums. Á þessum hæðum eru nokkrar vörður en þær eru fremur litlar og sýnast ekki geta verið fornar. Mosavaxnar klettahæðar.

Smalakofahæð – smalakofatóft

Smalaskáli

Smalaskáli.

Afleggjari liggur frá Reykjanesbraut í átt að Lónakoti. Beint á móti þessum afleggjara er á Reykjanesbraut annar slóði til suðurs. Ef honum er fylgt í suðurátt greinist hann í tvennt um 250-300 m frá Reykjanesbraut. Ef götunni sem þar liggur til austurs er fylgt í um 300 m má sjá Smalakofahæð svotil beint sunnan við slóðann, nálægt Rauðamel. Smalakofinn er um 300-400 m sunnan við Reykjanesbraut. Hæðinn er grýtt en gróin mosa. Nokkrar gjár eru ofan í hana. Smalakofinn er um 2 m á lengd en 1 m á breidd. Hann er um 0,4 m á hæð. Op er á smalakofann til norðurs.

Straumur – býli

Stramur

Straumur – túnakort 1919.

1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 var jarðardýrleiki óviss, jörðin konungseign. Þá var eins eyðihjáleiga á jörðinni Lambhúsagerði. 1847: 12 1/2 hundr. Hafnarfjörður keypti hluta úr landi jarðarinnar árið 1947 og áskildi sér forkaupsrétt á öðrum hlutum hennar árið 1966. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 108, 115.
1703 eru engar engjar á jörðinni. 1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt, garðar 560 m2. „Straumstúnið lá á hryggjum, hæðum og lægðum uppgrónum, og gætti jafnvel flóðs og fjöru í sumum lægðunum.“ Ö-Straumur, 3
„Straumsbærinn stóð á hraunhrygg lágum, þar sem nú stendur Straumshúsið.“ segir í örnefnaskrá. Gamli Straumsbærinn var einmitt þar sem steinsteypta húsið stendur nú í Straumi. Ekki er lengur búið í Straumi en húsið er nýtt sem listamannamiðstöð. Gamli bærinn sem stóð á þessum stað fram á þriðja áratug 20. aldar brann. Bærinn er um 170-180 m norðan við Reykjanesbraut. Ekki er merkjanlegur bæjarhóll á þessum stað. Þar stendur nú steinsteypt íbúðarhús og malarhlað allt í kring.
1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 163.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
1491, 10.05: Rætt um deilur Hansakaupmanna og Englendinga. Hansakaupmenn ráku m.a. þá
ensku úr höfninni í Straumi. DI XVI, 449.; Sjá einnig sama bindi, 553.

Straumur

Straumur.

1501, 11.10: Jörðin Straumur út í Hraunum er í Besstaðakirkjusókn. DI VII, 586.
Eyðibýli 1703: Lambhúsgerði.
Hafnarfjörður keypti hluta úr landi jarðarinnar árið 1947 og áskildi sér forkaupsrétt á öðrum hlutum hennar árið 1966. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 108, 115.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt, garðar 560 m2.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Straumssel, þar eru hagar slæmir, en oft mein að vatnsskorti þá þurkar gánga. Skóg til kolgjörðar og eldiviðartaks brúkar jörðin í almenníngum, líka er stundum hrís gefið nautpeníngi. Torfrista og stúnga í skárra lagi. Lýngrif getur jörðin ogso haft í almenníngum. Rekavon nær engin. Hrognkelsafjara nokkur. Skelfiskfjara hjálpleg til beitu. Heimræði er árið um kring og lendíng góð, og gánga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hjer engin, en hafa þó áður verið og ábúandinn þegið undirgift af. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 164.

Lambhúsagerði – býli

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

„Lambhusgierde forn eyðihjáleiga af Straumi, hefur í eyði legið fram yfir allra þeirra minni, sem nú eru, sýnist valla upp aftur byggjast kunni, þar fyrir að bóndinn á Straumi kann ekki af skaðlausu af sinni grasnautn so mikið af að leggja að bjarglegt verið, meðan hjáleigutúnin skyldi komast í rækt aftur.“ segir í jarðabók Árna og Páls.
„Suðvestan túnsins í Straumi er Gunnarsskarð, sem er raunveruleg hæð. Liggja reiðgötur þar um. Þar rétt hjá er nafnlaust skarð. Norðan við Gunnarsskarð er gömul útgræðsla, Lambhúsagerði. …
Gísli Sigurðsson segir, að seinna hafi þetta verið nefnt Markúsargerði, en heimildarmenn sr. Bjarna kölluðu það Markúsargerði.“ segir í örnefnalýsingu. „Skammt norðan við Straum vestan megin við veginn að Óttarsstöðum á móts við afleggjarann að Þýskubúð [er garðlag].“ Um 380-90 m sunnan við Reykjanesbrautina og 220 m suðaustan við íbúðarhúsið á Straumi eru leifar Lambhúsagerðis. Á þessum stað afmarkar garðlag gamla túnstæðið. Vegarslóði liggur til Straums og áfram til suðurs og liggur hann um 20 m austan við garðlagið. Til móts við Lambhúsgerði er afleggjari að Þýskubúð. Á þessum stað er hraunið grasi gróið milli hraunhæða. Túnið er hæðótt og aflíðandi.
„Nafnið er dregið af því, að Markús Gíslason frá Lambhaga ræktaði þarna þennan blett og flutti heyið í Hafnarfjörð; kunnur formaður í Hraunum. Gísli Guðjónsson kallar kotið ennþá Lambhúsgerði, svo að það nafn er ekki horfið.“ „Túngarðurinn er mikið hruninn og hefur líklega verið nokkuð lengri upphaflega. Nú er hann aðeins að hluta norðan og austan megin, en einnig eru stakar hleðslur, – e.t.v. leifar túngarðs uppi á hraunbungu sunnan megin og fylgja þær sprungu frá austri til vesturs. Garðurinn hefur verið hlaðinn úr mjög misstórum steinum og er op á honum vestantil um 2 m á breidd. Svo virðist sem tekið hafi verið grjót úr vesturgarðinum sunnanverðum um leið að hraunhólnum. Í vesturátt frá norðurgarðinum liggja garðleifar, mjög sokknar og mosavaxnar í beinu framhaldi til vesturs eða VSV upp að, etv. upp á klapparhól sem þar er. Staður þessi var kallaður Markúsargerði … Á þessum stað á að hafa staðið hjáleiga frá Straumi, = Lambagerði til forna.“ Garðurinn er um 2 m á breidd en 0,3 m á hæð. Samtals er hann um 135 m á lengd.

Túngarðar
„Straumstúngarðar voru ekki merkilegir, voru varla nema Norðurgarður og Vesturgarður. Garðar þessir voru lágir og einhlaðnir af hraungrýti.“ segir í örnefnalýsingu. „Túngarður. Um hæðin, hraun og tún, umhverfis tún Straumsbæjarins.“ Túngarða má víða sjá umhverfis tún í Straumi. Ekki er greinilegur suðurgarður en líklegt að en einhverjar garðleifar virðast vera að austan í fjöruborðinu en þær eru víðast hrundar. Greinilegastir eru þó norðurgarðurinn sem er um 90 m norðan við bæ og vesturgarður sem liggur meðfram vesturjaðri túns suður að vötnunum. Garðarnir liggja að mestu yfir gróið en hæðótt hraunsvæði. „Garðurinn fylgir fjörukambinum að vestanverðu, en þar er hann við víðast fallinn. Sumstaðar má sjá hlaðin innskot í garðinn, líklega bátauppsátur. Þar sem hann stendur enn má sjá fallega hlaðinn, um 1,5-1,7,m háan og 1,8 m breiðan garð. Garðinum sleppir niður við sjó að sunnan, þar sem lítill vogur skerts inn í landið, sunnan við Straumsbæina. Norðurgarðurinn er um 90 m norðan við bæinn og nær nú u.þ.b. frá veginum að Óttarsstöðum og austur að fjörunni. Vestan við veginn er sprunginn ílangur hryggur frá austri til vesturs, norðan túnsins. Þar má á stöku stað sjá fátæklegar hleðsluleifar báðum megin sprungunnar og gætu þetta verið leifar túngarðs. Vestan við túnið liggur svo garður með barmi djúprar lautar, við suðvesturhorn fyrrnefnds hryggs, og fylgir brekkubrún til suðausturs. Neðst í brekku u.þ.b. fyrir miðju vesturtúngarðinum er op um 2,5 m breitt og er grjóthrúga við suðurhlið þess, það er því engu líkara en op hafi verið rofið í garðinn a.m.k. hefur það verið stækkað enda óvenju breitt af hliði að vera. Garðurinn liggur svo sem leið liggur suður frá opinu, suður að litlum tjörnum, sem eru norðan við Steinbrú. Þar endar garðurinn og ekki fundust nein merki eftir garð austan vegarins, enda liggur víkin alveg að veginum skammt frá þar sem garðurinn endar.“
Norðurgarðurinn er nálægt því að vera um 90 m á lengd en sá vestari um 130-150 m. Þar sem garðurinn er greinilegastur er hann um 1,7 m á hæð en tæpir 2 m á breidd.

Gunnarsskarð – leið
„Suðvestan túnsins í Straumi er Gunnarsskarð, sem er raunveruleg hæð. Liggja reiðgötur þar um,“ segir í örnefnalýsingu. Um 150 m suðvestan við íbúðarhúsið á Straumi, rétt áður en komið er að tóftinni í Gunnarsskarði má sjá leifar reiðgatnanna um 170-180 m norðan Reykjanesbrautar. Göturnar liggja um grasi gróið svæði en umhverfis eru nokkrir klettar. Vegslóðinn er greinilegur á þessum stað en hann liggur til Gunnarsskarðs en verður ógreinilegri þegar komið er að tóftunum.

Skotbyrgi

Straumur

Straumur – skotbyrgi.

Tvö skotbyrgi eru norðvestan við Tjörnina sem er sunnan við Straumsbæ en norðan við Reykjanesbraut. Byrgin standa á hæð og eru um 10 m á milli þeirra. Byrgin eru 120-150 m norðan Reykjanesbrautar. Byrgin standa á mosagróinni hraunhæð. Byrgið sem hér er lýst er suðaustar. Það snýr norðaustur-suðvesturs og er um 4 m á lengd en 1,5-2 m á breidd. Enginn veggur er fyrir suðausturhlið byrgisins en norðvesturhlið þess er einnig nokkuð hrunin. Byrgið er mest um 0,8 m á hæð.

Brú – samgöngubót
„Steinbrú. Um 15 m suður og utan við túngarð, um 20 m vestur af aðkeyrslunni að bænum.“ segir í fornleifaskrá Þjms. Brúin hefur nú verið skemmd og sést varla fyrir grjóti sem rutt hefur verið yfir hana. Brúin var 160-170 m norðan Reykjanesbrautar. „Brúin liggur yfir dálitla grasi vaxna lægð, sem fyllist að vatni á flóði. Austan við brúna teygir sig langur, en lár sprunginn hraunhóll.“ „Brúin er um 5,8 m löng og 2,3 m breið. Mesta hæð hennar er um 0,85m. Brúin hallar örlítið til austurs, dálítið fram fyrir miðju hennar, þar sem henni hallar til vesturs. Brúin er þannig gerð að kantar eru hlaðnir út nokkuð stóru hraungrýti (0,23-0,5 m) og fyllt upp í á milli með tiltæku grjóti. Brúin er nú gróin að ofan en glittir þó í grjótið undir. Hún snýr nákvæmlega í A-V. Götuslóði liggur brá brúnni í átt að Fjárhússkarði [016] og veg til vesturs, en til norðurs milli hraunhóla í sprungu og til norðurs í átt að bænum. Breidd brúarinnar gæti bent til að hún hafi m.a. verið ætluð dráttarvélum eða vögnum en slíkt er útilokað vegna þrengsla vegna klapparhólanna að austan.“ Brúin var um 6 m að lengd en rúmir 2 m á breidd en erfitt er að greina hana nú þar sem grjót er yfir henni.

Straumsrétt – rétt
Straumsrétt
„Sunnan við Fjárhússkarðið er Straumsrétt.“ segir í örnefnalýsingu. Stekkurinn er enn greinilegur. Hann er um 30-40 m norðan við Reykjanesbraut og um 10 m austur af Tjörn. Einungis eru um 20-30 m á milli stekkjarins og fjárhúsanna. Stekkurinn stendur við tjörn og á grónu sprunguhrauni. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 26.
„Stekkurinn skiptist í tvö svæði, þar sem syðri hlutinn er inni á milli lágra og misbrattra klappa um mannhæðar hárra. Milli klappanna þ.e. í stekknum er nokkuð sléttur vel grasigróinn botn. Ofan á klappirnar og á milli þeirra er hlaðinn garður og stendur hann sumstaðar í sem næst fullri hæð. Þar sem hleðslan er hæst er hún 1,3 m en 1,9 ef mælt er frá stekkjarbotni, þar sem hleðslan er ofan á lágri klöpp. Mesta lengd syðri hluta er um 12 m og mesta 13,65 m ytri og nyrðri hluta stekksins er sem næst ferningslaga innri stærð = 8x8m. Hleðslur fylgja klöppum. Sunnan megin og að hluta austan megin að öðru leiti eru hleðslur ofan á graslendi sem hallar til norðurs hleðslan er mikið hruninn, þó nær hún á tveim stöðum 0,75m hæð Br. 0,7-1m. Inngangur er uþb. á miðri norðurhlið.“ (fornleikfaskrá Þjms). Stekkurinn er að stórum hluta náttúrusmíð. Hann er myndaður úr tveimur hólfum. Norðvestara hólfið (það ytra) er hlaðið upp frá tjörninni en inn af því gengur svo annað hólf sem að miklu leyti er náttúrumyndað. Ytra hólfið er 7-8 X 8-9 m að stærð. Inn af því er svo hólf sem er um 11 m á lengd en 3,5 m á breidd vestast en 6 m austast. Þessu hólfi virðist hafa verið skipt upp með garði. Víða eru hleðslur ofan á klettaveggjunum. Inngangur er á miðri norðurhlið.

Fjárhústóft
Straumur
„Hér suðvestan túnsins er Fjárhússkarð og Fjárhúsið í Vatnagörðum.“ segir í örnefnalýsingu. Um 160 m suðvestan við Straumsbæinn, 10 m suðvestan við Straumsrétt og 5 m norðaustan við tjörnina eru hleðslur um 110-120 m norðan Reykjanesbrautar. Hleðslurnar eru í Fjárhússkarði, milli hraunklappa. Svæðið er grasi gróið. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 27. „Grjót og torfhleðsla afmarkar langhliðar. Innanmál virðist hafa verið 4×15 m. Breidd hleðslu er um og yfir 1 m. Áberandi er hve austurhleðslan er nú hærri og betur varðveitt. Við suðurgafl er e.k. framlenging á austurhleðslu til suðurs og með fram gaflinum til vesturs. Í þessa hleðslu hefur verið sett gaddavírsgirðing. Girðing þessi fjarlægist síðan grunninn og stefnir skáhallt í NV. Undir vírinn hefur verið hlaðið grjóti .. Hér er líklega um að ræða fjárhússtæði ….“ (fornleifaskrá Þjms). Hleðslurnar eru 5-6 X 17 m að stærð. Þær mynda ferhyrndan grunn sem er opinn til suðvesturs og norðausturs. Hleðslur eru víða um 1 m á breidd en um 0,5 m á hæð.

Leið
Veghleðsla sést í hæðinni norðan við Lambhaga og að garðlaginu sem girðir svæðið af. Hleðslan sést greinilega í brekkunni en fjarar út þegar komið er að gerðinu. Er um 350 m sunnan við Reykjanesbraut. Vegurinn er greinilegastur milli hraunhæðarinnar norðan gerðisins og að gerðinu þar sem grasi gróið er. Kortablað 1513 II/15. „Hleðsla undir veg þar sem hann liggur niður hraunið brekkur ofan af … og niður að Markúsargerði [005]. Vegurinn er niðurgrafinn við Brekkubrún, en hlaðið undir hann neðst í brekkunni, þar sem hún er mjög brött. Hleðslan er um 9 m L. og 2,50 m br. Mesta hæð 0 0,9 m. Vegurinn virðist liggja inn í Markúsargerði, en hann verður óljós og hverfur áður en komið er að ræktaða túninu.“ (fornleifaskrá Þjms). Hleðslan er fremur ógreinileg en sést best þar sem virðist hafa verið hlaðið undir veginn. Slóðinn fjarar hins vegar út um leið of komið er niður á sléttlendi, áður en farið er inn í Markúsargerði.

Garðlag
„Garður liggur frá vestur opi Straumsvíkur í nánast beina stefnu 218°eða SV.“ Garðurinn er mestmegins greinanlegur sunnan við Reykjanesbraut girðir þar af flöt ofan brautar. „Nokkuð úfið hraun með grasblettum í lautum.“
Kortablað 1513 II/15. „Garðurinn er lágur, aðeins ein til tvær steinaraðir, þar sem land er slétt en hærri yfir ójöfnum.
Á stöku stað eru mjög fúnir staurar, svo að hér mun hafa verið vírgirðing. Garðurinn heldur beinni stefnu nema á stöku stað þar sem hann þræðir fyrir kletta. Stefnan er um 218°þar til um 50 m sunnan Reykjanesbrautar þar sem er rétt horn og stefnir garðurinn þaðan í 136°, þessari stefnu heldur garðurinn í um 155 m (N.b. stikað í hrauninu) eða suður fyrir dálitla klappahæð, þaðan stefnir hann beint í 86°og stefnir þá rétt utan í gamla þjóðveginn, norðan megin, þar sem hann liggur nyrst á þessu svæði. Þessi stefna helst þar til um 4 m norðan við gamla þjóðveginn um 5 m vestan við afleggjarann að Þorbjarnarstöðum. Þaðan er stefnan 44°og hverfur garðurinn undir Reykjanesbraut og stefnir þá á rauð-hvítaköflótta turna Álversins. Garðurinn mundar því strýtulaga svæði, vestur og suður frá Straumsvík. Það má telja næsta víst að þetta séu landamerki heimajarðarinnar Straums. Lengd garðshliðanna talið frá norðanverðri Straumsvík er því nálægt því að vera eftirfarandi A= 1150m. B= 155m. C= 870m. D=120m. Samtals 2295m.

Þorbjarnarstaðir – býli

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – túnakort 1919.

1395 er minnst á eyðijörðina Þorbjarnarstaði í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs og telja útgefendur DI það var þessa jörð. DI III, 598. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 var jarðadýrleiki óviss og var jörðin konungseign, þá er Lambhagi hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum en byggð af Bessastaðamönnum.. 1847: 12 1/2 hundr.
1703 eru engjar engar á jörðinni. 1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt og hólótt, garðar 500 m2.
„Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt.“ segir í örnefnalýsingu. „(Bæjarhús) Bæjarstæði. Um 500 m sunnan vegar suður af Straumi.“ segir í fornleifaskrá Þjms. Bæjarhúsin á Þorbjarnarstöðum eru um 300 m sunnan við Reykjanesbraut. Götuslóði liggur til suðurs frá Reykjanesbraut á móts við afleggjarann að Straumi. Ef slóðanum er fylgt beygir hann til austurs og fljótlega liggur afleggjari af honum til suðurs, inn í tún á Þorbjarnarstöðum.
Bæjartóftin er greinileg og stendur nálega í túninu miðju.
Umhverfis túnið liggur tvíhlaðinn, grjótgarður. Túnið er ræktað á hraunlendi, það er ójafnt með lautum, gjótum og hæðum. Kortablað 1513 II&15, reikning bls. 37-38.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir.

Ferhyrndar afrúnaðar rústir þar sem greina má 4 e.t.v. 5 hús í sjálfum bæjarhólnum. Legar eftir langhlið er N-S. Bæjarstæðið stendur hæst í túninu, sem hallar mest til vesturs frá bæjarstæðinu. Vestan við rústirnar er afgyrtur blettur e.t.v. matjurtagarður. Stærð: L: Vesturhlið 18,5 m. L. Austurhlið 19,5 m. Br. Suðurhlið 12,5m. Br. Fyrir miðju 15,5 m. Br. Norðurhlið 11 m. h., 1-2 m. Bæjarstæðið/bæjarhóllinn er algróinn þó glittir í steinaröð meðfram allri austurhliðinni. Grjóthleðslur eru vel sjáanlegar í tveimur húsanna. … N-Naustan í Bæjarrústunum … Ferhyrnt hús í stefnu SV-NE. Um 45 m breiður og 150 m langur inngangur á NA hlið. Innanmál hússins hafa verið u.m.b.: L. 4,2m Br. 2,3m. Húsið hefur verið grafið niður í bæjarhólinn og veggir hlaðnir úr Hraungrýti. Ofan á grjóthleðslunni og þar með ofan á bæjarhólnum má greina 90-100 m breiða og 10-15 m háa garða úr torfi. Líklega leifar af þekjunni. Dýpt niðurgraftar/hæð veggja gæti hafa verið allt að [ólæsilegt] … ef miðað er við lægstu hæð á inngangi og hæst hæð á vegg við gafl, en gólf hússins er nú þakið hraungrýti en hallar nokkuð frá gafli að inngangi. Hæsta mælanlega hæð á vegg nú er 0,95 m. Vegghleðslan stendur að mestu leiti enn, nema við inngang. Veggir eru vel grónir en hraungrýtið á botni hússins er lítt grasi gróið. Með langhliðunum rétt við innganginn eru lagnir bekkir úr grjóti sjáanlegir. Um 30 cm á br. og 25 cm á hæð, e.t.v. undirstöður að jötum. … Norðanmegin í bæjarrústum … Ferhyrndur niðurgröftur, sem liggur frá´SA-NV, með opi til Nvesturs. Gólf hússin óvíst, þar sem grjót fyllir að mestu upp í niðurgröftinn. Allur er niðurgröfturinn mikið gróinn, en þó glittir í steina í vegghleðslum hér og þar í steina á botni. Um 50 cm breiðir og 10-20 cm háa torf bungur/garðar eru sjáanlegir meðfram NA langhlið og gafl. S-vestan megin við húsið er bæjarhóllinn mjög þýfður og þess vegna er ekki greinanlegur garður þar. Innanmál: 1,5-2,5. Innanmál inngangs: u.þ.b. 0,2-1,5m. Inngangur er illgreinanlegur vegna hruns og þýfis. Dýpt niðurgreftrar, eins og hann er nú er 25-60 cm.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir.

Hæðarmunur á túninu framan við inngang og hæstu veggjar hæðar við gafl er um 175 cm. … Norðvestan í bæjarrústum … Nær ferningslaga tóft, sem snýr u.þ.b. NA-SV, með inngangi á SV hlið, fast við SA hlið. Veggir eru hlaðnir úr hraungrýti, en hrunið hefur ofan af þeim. Þó er hleðslan, enn vel sjáanleg allstaðar. Veggurinn er nú hæstur í A horni um 90 cm, en lægstur við innganginn eða um 50 cm. Nokkuð hrun er á botni tóftarinnar, mest Nvestan megin, en grjótið er að mestu hulið grasi nú. Ytri brún veggjanna er vel sjáanleg, sérstaklega NV og Naustan megin þar sem einnig sést ytri brún grjóthleðslu. Naustan hleðslan er 110 cm br. Nvestan megin hefur hún líklega verið jafn breið, en mælist nú aðeins 70 cm, enda hrun meira þeim megin. Ytra mál: 5,75x450m. Innra mál: Br. (þ.e. frá NA-SV)=2,50m. L. (þ.e. frá NV-SA) = 2,8 m. … Vestan í bæjarhúsum … Um 10 m breið (N-S) og 7-8 m löng (A-V) tóft. Norðan megin við miðju tóftarinnar er lágur (undir 20 cm) og breiður garður [meira en 2 m] sem liggur frá´gafli að inngangi þ.e. A-V. Tóftin er öll opin til vesturs, svo þar hefur sennilega verið viðarþil þó engar leifar af því séu sjáanlegar. Í suðurhlið tóftarinnar er ferhyrndur viðurgröftur 2 m á br. 4 m á l. fylltur upp með hraungrýti gæti verið jarðhýsi. Við austurgafl, norðan við lága garðinn (vegginn) er um 1,5 m breiður bekkur, jafnhár fyrrnefndum garði. Öll er rústin mjög grasivaxinn, nema yfir niðurgreftrinum með hraungrýtinu – og sést ekkert grjót í veggjum, nema á einum stað við austurgafl, sunnan megin.“ (fornleifaskrá Þjms).
Bæjartóftin er allgreinileg og snýr norður-suður. Tóftin stendur á lágum bæjarhól. Hún er um 23 X 13 m að stærð og virðist hafa skipst í 5 hólf þó skilin milli tveggja þeirra séu ekki skýr. Húsið virðist byggt ofan í bæjarhólinn og hlaðið meðfram hólnum, jafnvel þar sem engin hólf eru. Fram snúa 2-3 hólf. Nyrst er lítið hólf (A=2,5 X 2,5 m að innanmáli) sem er alveg grjóthlaðið að innan en sunnan við það tekur við langt hólf sem virðist helst hafa verið skipt í tvennt með vegg sem nú er alveg hruninn og gróinn. Nyrðra hólfið sem veggurinn myndar (B) er um 2-2,5 m á breidd en 7 m á lengd. Syðra hólfið (C) (sem er einnig syðsta hólf bæjarins) er hinsvegar um 5 m á breidd og 7 m á lengd. Mikið grjót er í þessu hólfi sunnarlega. Ofan við (A) hólfið, á norðurhlið er lítið hólf (D) sem er um 3 m á lengd en 2 m á breidd og er nokkuð að grjóti inn í því. Á vesturhlið bæjarins (að baka til) er eitt hólf (E) hlaðið að innan og 4,5 X2,5 m að stærð. Op er á miðjum vesturvegg þessa hólfs og nokkuð af grjóti er á víð og dreif um hólfið.

Þorbjarnastaðir

Varða við Þorbjarnastaði.

1703: Jarðardýrleiki óviss, konungseign, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 164.
1847: 12 1/2 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
1395 er minnst á eyðijörðina Þorbjarnarstaði í skrá um kvikfé og leigumála á jarðeignum Viðeyjarklausturs og telja útgefendur DI það var þessa jörð. DI III, 598.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Hjáleiga 1703: Lambhagi.
1919: Tún 1,4 teigar, allt slétt og hólótt, garðar 500 m2.
1703: „Skóg hefur jörðin átt, en nú má það valla kalla nema rifhrís, það hefu r hún so bjarglega mikið, að það er bæði brúkað til kolgjörðar og eldiviðar, og so til að fæða peníng á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annara, og eru þetta þau skógarpláts, sem almenníngar eru kölluð. Torfrista og stúnga í lakasta máta og ekki bjargleg. Fjörugrasatekja nægileg fyrir heimilissmenn. Berjalestur hefur til forna verið til gagns af einirberjum, nú eru þau mestanpart eyðilögð. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur má vera en brúkast ekki. Hrognkelsafjara nokkur og stundum að gagni. Skelfiskfjara naumlega til beitu. Heimræði er árið um kríng og lendíng góð, en leib til að setja skip mjög ill og erfið; þó gánga skip ábúenda eftir hentugleikum árið um kríng. Item hafa hjer bátar frá Bessastaðamönnum gengið til forna, og verið kallaðir kóngsskip, þó ekki stærri en tveggja manna far, og fleiri en eitt í senn um vertið. Hafa bændur hýst þá, er bátnum róið hafa og ekkert fyrir þegið nema soðníngarkaup af hásetum. En þetta hefur ekki verið i næstu þrjú ár. lnntökuskip hafa hjer aldrei gengið önnur en þessi i næstu fimtíi ár. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 166.

Lending
„Heimræði er árið um kring og lendíng góð, en leið til að setja skip mjög ill og erfið; þó gánga skip ábúenda eftir hentugleikum árið um kring. Item hafa hjer bátar frá Bessastaðamönnum gengið til forna, og verið kallaðir kóngsskip, þó ekki stærri en tveggja manna far, og fleiri en eitt í senn um vertíð. Hafa bændur hýst þá, er bátunum róið hafa og ekkert fyrir þegið nema soðníngarkaup af hásetum.“ segir í jarðabók Árna og Páls. Ekki er vitað hvar þessi lending var en líklegast er að hún hafi verið í námunda við Litla-Lambhaga t.d. þar sem áður var Hlöðuvík skammt suðaustan við bæjarstæði Litla-Lambhaga. Þar sem fjaran var hafa miklar framkvæmdir átt sér stað og var víkin í námunda við þar sem nú er Reykjanesbraut. Þorbjarnarstaðamenn munu hafa átt lendingu á svipuðum stað og Lambahagamenn, líklega í Hlöðuvík.

Tóft

Straumur

Tóft utan í Reykjanesbraut við Straum.

Tóft sést enn vel um 310-320 m norðan við Þorbjarnastaði og um 210 m suðsuðaustan við Straumsbæinn. Tóftin er að hluta undir Reykjanesbrautinni, þ.e. í norðurkanti brautarinnar. Tóftin er til móts við Péturskot og Fagravöll og ekki er ólíklegt að hún hafi verið innantúns áður en Reykjanesbrautin var lögð. Tóftin er í vegakanti Reykjanesbrautar, á hæð rétt ofan við Straumsvík. Kortablað 1513 II/15, teikning s. 27.
„Ferhyrnd grjóthleðsla, mikið hrunin, þó er vesturlangveggur nokkuð heillegur á kafla. Br. = 0,9m H (mesta hæð) = 1,2 m. Breidd að utan máli er 4,8m. Ef gert er ráð fyrir að allir veggir hafi verið 0,9 m breiðir, þá er innri breidd um 3 m. Vegna þess að hluti stekksins er undir vegakanti Reykjanesbrautar og einnig vegna hrauns, er erfitt að sjá nákvæmlega önnur mál. Innri lengd stekksins eins og hún sést nú er 8 m, en hann mun vera eitthvað lengri. Engan inngang er að sjá.“
(fornleifaskrá Þjms).
Tóftin er ferhyrnd en ekki alveg regluleg. Hún liggur skáhallt til norðvesturs-suðausturs, en norðvesturveggur hennar er nokkuð mishár og nær hæst í um 1,2 m. Ekki er hægt að greina inngang á tóftinni og ekki má nú greina nema eitt hólf en hluti tóftarinnar er undir Reykjanesbraut og því erfitt að segja nokkuð um upprunalega lögun. Nokkuð af grjóthruni er inn í tóftinni.

Túngarður

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – uppdráttur ÓSÁ.

„Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu.“ segir í örnefnalýsingu. „Umhverfis tún [heimatún) Þorbjarnarstaða [er túngarður], fyrir utan garðinn nokkuð gróið hraun.“ segir í fornleifaskrá Þjms. Túngarður sést enn umhverfis tún á Þorbjarnarstöðum. Garðurinn er hlaðinn úr grjóti og er greinilegur allt umhverfis túnið. Garðurinn er minnst 210-220 m sunnan við Reykjanesbraut. Túngarðurinn er umhverfis tún sem hafa verið ræktuð á hrauni. Í túninu er mikið um hæðir og lautir og gengur garðurinn í miklum hlykkjum og hæðum að þessum sökum. „Túngarðurinn myndar óreglulegan hring … Að hluta hefur garðurinn verið færður út þannig að leifar tveggja garða er nú að sjá. Girðing hefur verið sett ofan á garðinn hefur verið sett ofan á garðinn og þá ytri garðinn þar sem garðarnir eru tveir. Þetta er gömul gaddavírsgirðing. Op er á gamla garðinum við traðirnar. Vegna hruns er ekki gott að sjá breidd opsins (100-150 cm). Breidd gamla garðsins er 120-150 cm og hæð þar sem hann er minnst hrinin er 140cm. Nýrri garðurinn er einhverskonar undirstaða undir gaddavírsgirðingu og er aðeins einföld eða stundum tvöföld steinaröð hæð = 50 cm.
Op er á yfir girðingin við bílatroðninginn að norðan verðu. Garðarnir eru u.þ.b. 500 m langir.“ (fornleifaskrá Þjms).
Túngarðurinn er óreglulegur. Hann er tvöfaldur á stórum parti og er bilið milli garðanna tveggja nokkuð mismunandi. Frá því að vera 1-2 metrar og upp í þó nokkra metra. Innri garðurinn er breiðari og ellilegri og er hann víða allt að 1,5 m á breidd. Garðarnir eru rofnir á nokkrum stöðum, t.d. þar sem bílsóði liggur inn á túnið. Á ytri garðinum er gömul vírgirðing. Garðarnir eru um 500 m að lengd.

Réttarstígur – leið
„Frá norðurhliði bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið.“ segir í örnefnalýsingu. Réttarstígur var slóði sem lá í túninu um 100 m norður að Þorbjarnarstaðarétt sem er fast utan við túngarðinn. Leiðin hefur verið á svipuðu slóðum og bílslóði sem liggur nú inn í túnið, á bilinu 200-300 m sunnan við Reykjanesbraut. Ekki eru greinileg merki um stíginn í túninu sem er allt í lautum og hæðum.

Mosastígur – leið
„Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.“ Þessi örnefni kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við.“ segir í örnefnalýsingu. Ekki sést nú neinskonar stígur til suðvesturs frá bænum. Stígurinn hefur legið í gegnum túnið sem er gróið í hæðóttu hraunlendi.

Brú

Lambhagi

Lambhagi.

„Stífla/Brú, Steinbrú. Liggur milli fastalands og hólma í Straumsvík innarlega, um 10 m norðan við Reykjanesbraut,“ segir í fornleifaskrá Þjms. Steinbrúin er hluti af Pétursspori. Hún er um 15 m sunnan við Reykjanesbraut og norðaustan við tóft. Hleðslan er í Straumshólmum sem eru mosa- og grasivaxnir klettahólmar. Kortablað 1513 II/15. „Um 0,5 m hár 8 m l. og 2-1,5 m breiður grjótgarður milli lands og hólma. yfir hann er hægt að komast þurrum fótum, nema í stórstraumsflóði. Garðurinn er nú mjög grýttur og erfiður yfirferðar en líklega hefur verið tyrft ofan á hann svo að bæði menn og skepnur hafi átt auðvelt með að ganga í hólmann, því hann er vel grasi gróinn og góður til beitar. G.S. segir að vegir eða hleðslur sem þessi yfir tjarnir o.s.frv. hafi verið kallaðir steinbogar. Í Örnefnaskrá G.S. yfir Þorbjarnarstaði er talað um stíg út í Hólmana, sem kallaður var Pétursspor.“ (fornleifaskrá Þjms). Hleðslan er 7-8 m á lengd og um 1,5 m á breidd. Hæð hennar er 0,4-0,5 m.

Brunntjörn – brunnur

Þorbjarnastaðir

Brunnur í Brunntjörn.

„Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.“ segir í örnefnalýsingu. Brunntjörn er beint austur af Þorbjarnarstaðabæ. Traðirnar liggja til austurs frá sundinu milli bæjar og útihúss og að túngarði en þaðan tekur Brunngatan við niður að tjörninni. Síðasti hluti Brunngötunnar gengur út í tjörnina og við enda hennar sést enn hringlaga hleðsla utan um „brunninn“. Brunnurinn er 310-320 m sunnan við Reykjanesbraut. Brunnurinn er úti í Brunntjörn en nokkuð grunnt er í og við hann. Brunnurinn er um 1,5 m í þvermál og nú mjög grunnur.

Straumsstígurinn – leið

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur.

„Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði.“ segir í örnefnalýsingu.
Straumsstígurinn er enn vel greinanlegur austan með túngarðinum. Hann lá frá Straumi, undir þar sem Reykjanesbrautin liggur nú meðfram túni á Þorbjarnarstöðum og áfram til suðurs. Stígurinn sést sem einskonar dæld í grasi vaxið hraunið austan túngarðs.
„Straumsselsstígur: Svo hét Straums- og Þorbj. st. gatan og aðallega þar sem gata þessi lá til seljanna,“ segir í skrá yfir örnefni og fiskimiðin í Álftaneshreppi hinum forna eftir Gísla Sigurðsson. Leiðin er merkt inn á herforingjaráðskort frá 1911. Þar má sjá að leiðin hefur legið frá Suðurnesjavegi og til norðurs og endað við Lónakot. Leiðin sést vel í landi Þorbjarnarstaða, suðvestan við Brunntjörn, um 290 m norðaustan við Þorbjarnarstaðabæ og rúmum 70 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin er vörðuð. Gatan þræðir dældir og grónar lægðir á svæðinu og víða eru grónar klettahæðir í hrauninu á þessum slóðum.
Straumsseslstígur sést sem ein mosagróin gata. Leiðinni var fylgt á 80 m löngum kafla innan úttektarsvæðis sem rannsakað var vegna breikkunar Reykjanesbrautar 2020 en leiðin nær þó lengra til suðurs. Til norðurs hverfur hún undir Reykjanesbrautina. Ekki sér til götunnar norðan við brautina innan rannsóknarsvæðis. Þar sem gatan sést innan úttektarsvæðis er hún 0,5 m breið og liggur nálega norður-suður. Hér og þar stendur þó grjót upp úr mosanum á leiðinni.

Þorbjarnarstaðarétt – rétt

Þorbjarnastaðarétt

Þorbjarnastaðarétt.

„Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða AusturHraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot.“ segir íörnefnalýsingu. Um 100 m norðan við bæjartóftina og fast norðan við túngarðinn þar sem hann fer yfir háar klappir stendur réttin enn. Réttin er fast vestan við bílslóðann sem liggur inn túngarðinn á Þorbjarnarstöðum og um 200 m sunnan við Reykjanesbraut.
Réttin er fast norðan við túngarðinn þar sem hann liggur ofan á Sölvhól sem er aflöng klöpp. Þessi klöpp er að hluta notuð í suðurvegg tóftarinnar. „Réttin er byggð norðan íhraunklöppum, og nýtast klappirnar þannig sem veggir. Þó er að mestu hlaðið hraungrýti ofan á klappirnar þ.e. hlaðnir veggir.

Þorbjarnastaðarétt

Þorbjarnastaðarétt.

Veggir eru mjög misþykkir, og eru þeir sumstaðar aðeins hlaðnir út einfaldri röð steina, en annarstaðar eru þeir allt að 2 m þykkir. Veggirnir eru hlaðnir úr meðalstóru (20-50 cm á kant) hraungrýti, og eru um 1,6 cm háir þar sem þeir standa hæst nú. Sumstaðar er nokkuð hraun, en hvergi svo mikið að ekki sé hægt að sjá staðsetningu þeirra vel. Nokkrar timburleifar eru í réttinni. Eru það [ólæsilegt]lega leifar af hliðargrindum við innganga en einnig eru hér nokkrar trönur, allt nokkuð fúið. Réttin myndar einn almenning og tvö minni hólf til sitthvors enda. Hún er um 33 m löng og 10 m breið þar sem hún er breiðust (Hér er því um frekar litla rétt að ræða, sennilega aðeins verið ætluð til brúks frá Þorbjarnarstöðum).“ (fornleifaskrá Þjms).
Réttartóftin er um 32 m að lengd en um 10 m á breidd. Hún samanstendur af 4 hólfum. Vestast er hólf sem er 10 X 10 m að utanmáli og ekki er lengur greinilegt op á því. Austan þess er stærsta hólf réttarinnar en það er 18 X 6 m að stærð og eru 3 op á því. Fyrst er að nefna op vestarlega á norðurhlið garðsins. Annað op er fremur norðarlega á austurvegg hólfsins. Í þriðja lagi er svo opið (enginn veggur) fyrir vesturhlið minna hólfs sem gengur út úr því áðurnefndu. Þetta hólf er 4 X 2,5 m að innanmáli. Fast austan þess er annað hólf en ekki er opið á milli. Þetta austasta hólf tóftarinnar er 2,5-3 m á breidd og 5 m á breidd. Réttin er byggð inn í hraunklappir sem eru sunnan í/við tóftina en þó er hlaðið allan hringinn. Veggir tóftarinnar eru misþykkir allt frá 0,4-0,5 til 2 m. Í tóftinni eru leifar af timbri.

Péturskotsstígur – leið
„Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi.“ – „Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið.“ segir í örnefnalýsingu. Stígur lá frá bænum á Þorbjarnarstöðum og fram hjá Lambhúsinu, áfram til Péturskots og síðan til sjávar. Þessi stígur var því ýmist nefndur Lambhússtígur, Péturskotsstígur eða Sjávarstígur eftir því hvert til stóð að fara. Slóðinn sést í námunda við Fagravöll, neðan við Línuveg og að bæjarstæði Péturskots en hverfur þar undir Reykjanesbraut. Gatan liggur að mestu um gróið hraun. Víða má enn sjá dæld í gróið hraunið þar sem gatan hefur legið.

Péturskot – býli

Péturskot

Péturskot – túnakort 1919.

„Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Var það fyrst byggt fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það.“ segir í örnefnalýsingu. Péturskot er 220-230 m norðnorðaustan við Straumsbæ og 280-290 m suðsuðvestan við Þorbjarnarstaðabæ. Péturskot er fast sunnan Reykjanesbrautar og ganga austur og vesturtúngarðar bæjarins undir veginn. Ekki eru nú miklar leifar bæjarins eftir en þó má sjá rústir 5 m sunnan við Reykjanesbraut og 80-90 m austar en heimreiðin heim að Straumi.
Vesturhlið túngarðsins fer undir Reykjanesbraut um 26 m vestan við bæjarrústina og 50-60 m austan við afleggjarann að Straumi en austurhliðin fer undir Reykjanesbraut um 20 m austan við tóftina. Um 50 m austan við austari túngarðinn og rétt ofan við Reykjanesbraut eru tveir steyptir grunnar. Kotið er byggt í grónu hrauni. Túnið er í hæðum og lautum. „Garðurinn kemur undan Reykjanesbrautinni að austan og stefnir um 25-30 m í SA. Þar sem hann endar við inngagn. Inngangurinn er um 1,75m breiður og myndar hús/fjárhús nr 112 vesturhlið hans.
PéturskotVestan heldur garðurinn fyrst í SV og síðan vestur yfir nokkuð slétt eða ávalt tún og fylgir klöppunum. U.þ.b 80 m vestan við fjárhúsin sveigir garðurinn til norðurs niður dálitlar klappir en sveigir svo til NA og endar hann við langar klappir um 10 m suður af Reykjanesbraut. Garðurinn er gerður úr hraungrýti, en er mjög misjafnlega þykkur. Einna best hlaðinn er hann austan megin, frá Reykjanesbraut að inngangi. Hér er hann 1,2 m á hæð þar sem hann er hæstur og 1-1,3 m á breidd. Frá fjárhúsi og vestur og norður og niður klappirnar er garðurinn aðeins einföld og stundum tvöföld röð grjóts og mjög lágur (e.t.v. tekið grjót úr honum). Norðan við er hann aftur orðin breiður en hér er hann mjög mikið hruninn fyrir utan áðurnefnt fjárhús er í túninu hús hlaðið úr hraungrýti. Fleiri rústir gætu verið í túninu enn erfitt er að sjá þær vegna þess hve ójafnt þar er, sérstaklega norðanmegin. … Nokkuð gróin [fjárhús]rúst úr torfi og grjóti. Húsið er hlaðið Tóft (GK-166:027) horft til norðvesturs utan í lágar hraunklappir að vestanverðu og mynda þessar klappir hluta af SV gafli og NV langhlið. Mikið grjóthröngl er inni í rústinni norðanverðri og austan við NV langhlið. Veggir eru nú fremur lagir eða 0,5-1 m að undan skyldu SV horninu sem er nú um 1,5 m á hæð. Grjóthrönglið sýnir hrun en einnig gæti grjót hafa verið tekið úr rústinni, þar sem hún er lág. Innanmál hússins er L. 3,1m Br. 2,4m Br. veggja er 0,8-2m. Meðfram NV langhlið er hleðsla/brekkur, sennilega undirstaða fyrir jötu. H=0,5 Br. = 0,5. … Vegghleðslur [bæjarhúsanna] úr hraungrýti sem mynda tvö afmörkuð svæði. Nyrðra svæðið hér hallað A, hefur 4 veggi og er inngangur á NA hlið rétt norðan við miðjan vegg, og er breidd hans 0,5m. Syðra svæðið, hér hallað B, hefur aðeins 3 veggi þ.e. virðist hafaverið opið til Masturs. Öll er rústin mjög hrunin, og því ekki hægt að sjá mörk veggja allstaðar. Veggirnir hafa verið hlaðnir úr hraungrýti og múrað á milli. Í svæði A er niðurgrafinn kjallari með samskonar hleðslu. Í veggjum Br. 2m L. 4m. Breidd veggja þar sem hún sést nú er um 0,7 m. Ofan á vegg, rétt við innganginn á svæði A er á einum stað slétt múrhúð. Því verður að teljast líklegt að hér sé um að ræða undirstöður undir hús með kjallara.“ (fornleifaskrá Þjms).
Túngarðurinn er samtals um 215 m langur. Austur- og vesturhlutar hans enda til norðurs við Reykjanesbrautina og norðurhluti garðsins sést ekki lengur. 50-60 m eru á milli austur- og vesturhluta túngarðsins þar sem þeir hverfa undir Reykjanesbraut. Á milli þeirra eru leifar Péturskots en þær eru nú að miklu leyti skemmdar. Þar sést þó hvar húsin hafa staðið og er þar mikið að grjóti. Suðaustan í býlisstæðinu má sjá ferhyrnt hólf 4 X 3 m að stærð og opið til austurs. 3 m suðaustan við þetta hólf er veggur sem snýr austurs-vestur og hefur verið byggður upp við klettavegg sem liggur norður-suður. Ef austurhluta túngarðsins er fylgt til suðurs frá Reykjanesbraut er komið upp á fjárhús sem er við inngang á túngarði og myndar þannig sjálft hluta af garðinum. Tóftin er 7 X 5 m að stærð, grjóthlaðin að innan og op er á austurvegg hennar. Suðvestan við húsið virðist vera annað óskýrara hólf. Fast norðan Reykjanesbrautar er tóft sem hugsanlega gæti verið í samhengi við tóftir í Péturskoti.

Péturskot

Péturskot.

Bærinn er merkur fyrir rétt norðan við miðju túns á túnakort frá 1919. Þrjú hús voru á bæjarstæðinu samkvæmt túnakortinu og snéru stafnar bæjarins til VNV. Kjallari var líklega í húsinu. Lítið er eftir að gamla bænum á yfirborði þar sem mikið rask hefur orðið á svæðinu (á bænum og norðurhluta túnsins) vegna lagningar Reykjanesbrautar. Enn sjást þó rústir þar sem gamli bærinn stóð en enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur. Péturskot er rétt sunnan við Reykjanesbraut. Túnið er komið í órækt og er smáþýft. Gróður er nokkur innan túnsins en utan þess er einkum grýtt hraunlendi þar sem gróður er nokkur, mest mosi.
Tún Péturskots er 75 x 75 m að stærð og eru fornleifar innan túnsins.
Gamla bænum á Péturskoti hefur verið umturnað vegna lagningu Reykjanesbrautar. Enginn eiginlegur bæjarhóll er greinilegur en þar sem gamli bærinn stóð er mikið hraungrýti á svæði sem er 8 x 6 m að stærð (VNV-ASA). Á þessu svæði er óljós tóft og í henni má greina tvö hólf. Hólf A er á austurhlið tóftarinnar. Það er Tóftir Péturskots, 3 x 1,5 m að innanmáli (VNV-ASA) og ekki er hlaðinn veggur á norðausturhlið þess. Hólf B er rétt vestan við hólf A. Það er 5,5 m á hvorn veg. Veggir eru grjóthlaðnir. Í hleðslunni má greina 1-3 umför af stæðilegu hraungrýti í bland við smágrýti, en víða eru hleðslur mjög aflagaðar. Veggir eru 0,3-0,6 m á hæð, og standa hæst til norðvesturs. Ekki er hægt að greina skýrt innra lag hólfsins þar sem veggir hafa hrunið inn í hólfið.

Péturskotsstígur – leið

Péturskot

Péturskotsstígur.

„Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi […]. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, Yfirlitsmynd af minjastað. Útlínur tóftarinnar eru eins og þær sjást á loftmynd af svæðinu frá 1960, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið,“ segir í örnefnaskrá. Stígur lá frá bænum á Þorbjarnarstöðum og fram hjá Lambhúsi, áfram til Péturskots og síðan til sjávar. Þessi stígur var því ýmist nefndur Lambhússtígur, Péturskotsstígur eða Sjávarstígur eftir því hvert til stóð að fara. Leiðin sést í námunda við Péturskot, um 250 m norðan við Þorbjarnarstaðabæ og um 80 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin þræðir gróna mosaása, rétt norðan við gamla Keflavíkurveginn. Gatan sést á um 70 m löngum kafla, að sunnan hverfur hún undir gamla Keflavíkurveginn en til norðurs endar hún í austurhluta túnjaðars Péturskots, rétt norðan við útihús. Stígurinn sést vel á loftmynd af svæðinu frá 1960 og sést nú sem gróin gata, um 1 m breið og 0,2-0,3 m djúp. Víða stendur þó grjót upp úr grasinu á leiðinni og er hún nokkuð hlykkjótt, einkum á suðurhluta hennar.

Pétursspor – brú/leið
Pétursspor
„Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn,“ segir í örnefnaskrá. Nyrsti hluti leiðarinnar frá Péturskoti og fram í Straumshólmana var kallaður Péturspor. Hlaðnar brýr eru á leiðinni í Straumstjörn, um 170 m ASA við Straumsbæ og rúmum 70 m norðan við Reykjanesbraut. Nyrðri hluti leiðarinnar nefnist Sporið en sá partur er utan þess svæðis sem var til rannsóknar vegna breikkunar Reykjanesbrautar 2020 og því ekki skoðaður sérstaklega.
Brýrnar liggja yfir fremur grunna tjörn og í grasivaxna hóla. Víða sést þó í bert grjót á hólmunum. Á þessum hluta eru þrjár brýr sem tilheyra Pétursspori. Samtals ná þær yfir svæði sem er 60 x 40 m að stærð og snýr austur-vestur en verður hverri brú gefið sérstakt númer í lýsingu þessari og byrjað á syðstu brúnni. Hún er er lítið gróin, um 6 m löng og 2 m að breidd og snýr NNASSV. Í hleðslunni má greina 2-3 umför af stóru hraungrýti í bland við smágrýti. Brúin er um 0,4-0,6 m á hæð. Þétt mosaþemba er á þeim hluta brúarinnar sem er næst landi. Brúin var áður skráð vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá árinu 2000.

Sporið – brú/leið
„Annar stígur lá austur hólmana og nefndist Sporið.“ segir í örnefnalýsingu. Sporið var nefndur sá hluti leiðarinnar um hólmanna sem lá til austurs. Nyrsta brúin á þessari leið var um 150 m norðan við Reykjanesbraut og snýr norður-suður. Hleðslan brúar bil milli tveggja hólma í Straumsvík. Þurrt er á milli þessara hólma á fjöru og þá liggur hleðslan yfir fremur grunna og grýtta dæld. Hleðslan er 7-8 m að lengd og mest um 1 m á
breidd. Hæð hleðslunnar er 0,3 m.

Hraunhornsstígur – leið
„Úr Hjallatúni lá Hraunhornsstígur upp á Hraunhornið og suður á alfaraleið.“ segir í örnefnalýsingu. Stígurinn lá úr Hjallatúni sem er fast neðan/norðan við Reykjanesbraut og vestan við afleggjara að álveri og þaðan til suðausturs upp á hraunbrúnina, til vesturs hjá Gerði og þar suðaustan við sameinaðist vegurinn alfaraleiðinni. Stígurinn lá fast sunnan við vörðu sem enn sést 160-190 m sunnan Reykjanesbrautar og 95 m norðaustan við Gerði. Slóðinn var nálægt því þar sem bílslóði liggur nú til Gerðis uppi á Hraunhorninu. Lítt gróið hraun. Þar við stendur varða á hól og er hún bæði greinanleg frá Reykjanesbraut og Gerði.

Brú – leið
Pétursspor
„Stífla/Brú. Steinbrú. Milli hólma í Straumsvík.“ segir í fornleifaskrá Þjms. Brúin er 80 m norðan við Reykjanesbraut, liggur austur-vestur og tengir saman tvo hólma. Vestari hólminn sem brúin tengir saman er einnig tengdur með brú til suðurs. „Vík með grasigrónum hólmum og grýttum skerjum.“ „Um 3 m langur og 0,9 -1,5 m breiður (Breikkar til vesturs) garður milli 2 hólma í Straumsvík. Hleðslan hefur haldið sér nokkuð vel. Um þennan garð gildir það sama og um hina garðana milli hólmanna að líklegt verður að teljast að tyrft hafi verið ofan á þá, þó nú sé aðeins grjótið eftir. Mesta hæð garðsins nú er 0,9 m.“ (fornleifaskrá Þjms). Brúin er mun breiðari að vestan eða (1,5-1,7 m) en austan (um 1 m). Hún er um 1 m á hæð en 3 m á lengd.

Gerðisstígur – leið
„Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni.“ – „Úr [Brunaskarðinu] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir sígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Liggur stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólsskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur.“ segir í örnefnalýsingu. Gerðisstígur var stuttur. Hann lá með vesturbrún brunans rétt við þar sem vegaslóðinn liggur nú að Gerði. Stígurinn liggur yfir hraun sem að nokkru leyti hefur verið raskað. Rétt austan við veginn að Gerði má greina vegaslóða sem hefur verið gerður í hraunið. Slóði þessi er greinilegur langleiðina að Gerði.

Gerði – býli

Gerði

Gerði – túnakort 1919.

„Nokkru sunnar má enn sjá Suðurnesjaveginn ofan af Brunanaum niður af Hraunhorninu. En af honum lá Gerðisstígur heim að Gerði eða Gerðisbæ, sem stóð í hjalla í Gerðistúni.“ segir í örnefnalýsingu. Árið 1901 bjuggu 7 manns í (Hraun) Gerði. Gerðisbærinn stóð þar sem nú er sumarbústaður/fundahús álversins, 170-180 m sunnan við Reykjanesbraut. Gerði hefur staðið á myndarlegum, grónum hól sem ekki virðist mikið hafa verið skemmdur við gerð sumarbústaðarins. Um 30-40 m suðvestan við sumarbústaðinn, neðan hólsins, eru leifar að útihúsi.
Gerðisbærinn stóð upp á hól þar sem nú er sumarbústaður en útihús frá bænum sést enn neðan við hólinn. Gróið hraunsvæði. Tóftin sem enn sést er 9-10 m á breidd en erfitt er að áætla lengd hennar þar sem hún er byggð upp í/inn í hæð til suðurs. Hún hefur þó líklega verið um 7 m að lengd. Tóftin skiptist í tvö hólf sem bæði eru opin á norðurhlið. Austara hólfið er 5 X 3,5 m að innanmáli og er með op vestast á norðurhlið. Vestara hólfið hefur hins vegar engan vegg að norðan en hólfið er um 4 m á lengd en 2,5 m að breidd. Bæði eru hólfin grjóthlaðin að innan og er tóftin aðeins gróin að utan.

Gerðisvatnsból – vatnsból
„Niður undan Hjallanum voru Gerðisbalar, Stóri-Bali nær og Litli-Bali fjær. Norðan Balana var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból …“ segir í örnefnalýsingu. Gerðisvatnsból var í Gerðistjörn, beint niður af Gerðisbæ.
Tjörnin er umkringd grónu hrauni. Tjörnin er 100-150 m sunnan við Reykjanesbraut.

Kapellan – bænhús
Kapella
„Landamerkjalínan liggur úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanaum. Nær miðju var Kapellan, húsnefna hlaðin úr grjóti uppi á hól. Var hún 2 x 2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða.“ segir í örnefnalýsingu. Kapellan er um 40 m sunnan við Reykjanesbraut og álverið, nálega beint sunnan við álversskiltið. Kapellan er tæpum 600 m austan við vegaslóðann að álverinu. Öllu umhverfi kapellunnar hefur nú verið umturnað og rutt út. Hún stendur nú ein eftir óhreyfð á hæð í flatneskjunni. Kapellan er nálega 7 m að lengd en 4,5 m á breidd og er nú hlaðin í um 1,7 m hæð. Hún er rúmlega 2 m á lengd en tæpir 2 m á breidd að innanmáli.
Nánari lýsingu á henni er að finna í Árbók ferðafélags Íslands. Þar er kapellan kölluð grjótdys og þar segir að einn af mönnum Kristjáns skrifara hafi verið dysjaður þar. „Sóknarlýsingin segir aftur á móti, að upphlaðin grjóthrúga, sem nefnist „Kapellan“ – um það bil úti í miðju hrauni fast við veginn – sýni staðinn, þar sem dysjaðir séu Bessastaðamenn, sem drepnir hafi verið til hefnda fyrir Jón Arason. Íslenzkar þjóðsögur tala þó um þessa grjóthrúgu sem nokkurs konar kapellu, þar sem grafinn hafi verið einn af umboðsmönnunum á Bessastöðum, sem ráðizt hafi verið á og drepinn í hrauninu.“ „Kapellu-tóftin í Kapelluhrauni, þar sem sagt er að lík Kristjáns skrifara hafi verið násett stendur enn að mestu. Raunar er hún nokkuð hrunin utan, einkum vesturgaflinn, og eru dyrnar hrundar saman. Innan er tóftin að öðru leyti hér um bil heil. Er hún hlaðin úr smáum flötum hraunhellum. Hún er nálægt jöfn á lengd og breidd, ekki fullar 4 álnir. Þakið er dottið ofan í tóftina. Það mun hafa verið hlaðið saman í topp, einnig úr hraunhellum.“BJ 1902.

Kapella

Upplýsingaskilti Byggðasafnsins við kapelluna.

„Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt frásögn um Kapelluhraun og Kapelluna, og er henni lýst þannig: „Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar og mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er, að í Kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim, sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn“. „…
Hinn 21. maí 1950 var Kapellan rannsökuð eftir því sem kostur var á. … Þegar við hófum rannsóknina, var húsalag rústarinnar svo skýrt, að engum gat blandast hugum um, að þarna hefði staðið hús og ekkert annað. … einhver hefði rifið upp grjót innan úr tóftinni, enda þóttumst við sjá þess ótvíræð merki að tekið hefði verið mikið grjót við austurgafl, bæði stærri steinar, sem oltið höfðu úr veggjum, og smásteinar úr gólfi, og hafði þessu grjóti verið varpað yfir í vesturendann. Lá þar dyngja mikil, og sá ekki fyrir dyrum eða dyrakömpum að vestan. Einhver hefur þannig grafið niður með austurgafli og alveg niður á gólf eða jafnvel niður úr gólfi, … Við tíndum það sem eftir var af grjóti úr tóftinni, og kom þá lögun hennar skýrt fram.
Kapellutóftin snýr austur-vestur, þó ekki alveg eftir áttavita, heldur veit framstafninn ögn til suðvesturs. Hann er þó kallaður vesturhlið hér og aðrar hliðar eftir því. Tóftin er öll lögulega hlaðin úr hraunsteinum, og halda veggir sér furðu vel, einkum að innan. Lengdin er 2,40 m, breidd við vesturgafl 2,20 m, en við austurgafl 2,10, og má það í rauninni heita sama breidd austast og vestast. Hæð veggja að innan er 1,80 m við austurgafl, 1,20 í suðvesturhorni. Þar sem hægt er að mæla veggjaþykkt, er hún um 1 m. Á vesturgafli eru dyrnar, og eru dyrakampar meira hrundir en aðrir veggir, einkum þó syðri dyrakampur, en þó eru þeir mjög skýrir. Ekki grófum við alveg út að dyrum, og var það gert í því skyni, að auðveldara væri að koma rústinni í samt lag eftir rannsóknina. Inn úr dyrum hússins voru flatar hraunhellur í gólfi, enda einnig lítils háttar í suðausturhorni, og virðist svo sem allt hafi gólfið verið flórað, en hellur að miklu leyti rifnar upp, þegar gert var rask það, er að framan getur. Á gólfinu sást töluvert af rauðbleikri ösku og viðarkolabútar í, einkum neðst. Miklu meira bar þó á öskunni en kolamolum. Langmest var af öskunni í suðvesturhorni tóftarinnar. Í öskunni voru naglarnir og leirkerabrotin, sem talin verða hér á eftir, en þó strjálingur þessara hluta um gólfið allt. … Ekki virðist ástæða til að efa, að Barbörulíkneskið [sem fannst í tóftinni] sé frá kaþólskum tína. … Líkneskið sýnir þá, að húsrúst þessi mun vera síðan fyrir siðaskipti, því að óhugsandi virðist með öllu, að það hafi borizt í rústina á seinni öldum.“ KE, GG, Jóhann Briem og Jón Jónsson 1950.

Dysin – legstaður
„Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli í Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys.“ segir í örnefnalýsingu. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um legstað í eða við kapelluna sem er um 600 m austan við afleggjara að áveri og um 40 m sunnan við Reykjanesbraut. Öllu umhverfi kapellunnar hefur nú verið umturnað og rutt út. Hún stendur nú ein eftir óhreyfð á hæð í flatneskjunni. „Sóknarlýsingin segir aftur á móti, að upphlaðin grjóthrúga, sem nefnist „Kapellan“ – um það bil úti í miðju hrauni fast við veginn – sýni staðinn, þar sem dysjaðir séu Bessastaðamenn, sem drepnir hafi verið til hefnda fyrir Jón Arason. Íslenzkar þjóðsögur tala þó um þessa grjóthrúgu sem nokkurs konar kapellu, þar sem grafinn hafi verið einn af umboðsmönnunum á Bessastöðum, sem ráðizt hafi verið á og drepinn í hrauninu.“

Péturshróf
Péturshróf
„Milli lands þessara jarða [Þorbjarnarstaða og Stóra-Lambhaga] og jarðarinnar Straums ræður merkjum bein lína frá sjó úr grjótbyrgi í Hólmanum …“ „Pétursspor var stígur, sem lá heiman frá bæ niður á Straumshólana og um Straumsrásirnar frá Straumstjörn. Stígur þessi lá fram á Pétursbyrgi svokallað. Þar var Byrgisvör eða Pétursbyrgisvör. Í vörina sér enn djúpar skorir eftir bátskilina.“ segir örnefnaskrá. „Þarna [suðaustur frá bænum] er Péturskotsvör og Péturskotshróf. Þar mátti geyma einn bát.“ „Bátabyrgi. Innarlega í Straumsvík, vestan megin.“ Hægt var að taka báta upp í vörina á flóði. Á þessum stað er greinileg skora í Straumsvíkinni og upp af henni ferhyrnd, aflöng tóft. Tóftin er um 60 m norðan við Reykjanesbraut og um 50 m norðvestan við 007. Hleðslan og vörin eru í Straumsvík. Grasi gróið klettasvæði upp af vörinni. Kortablað 1513 II/15, teikning bls. 37. „Óreglulega lagað langt og mjótt byrgi hlaðið úr grjóti. Veggir eru nokkuð hlykkjóttir, en þeir standa nú lágt og varla hægt að sjá nokkuð hleðslulag á þeim. Byrgið er opið til austurs að vörinni og sjást þar engar hleðslur. Á flóði er sjaldan meira en 2 m frá vatnsborði vararinnar að inngangi byrgisins. Innanmál = L. 6,2 m Br. 2,2×3,4m.
Mjóst er byrgið í vesturenda. Á einum stað í suðurlangvegg nær hleðsluhæð 0,7 m en að jafnaði er hún um 0,5 m. Breidd veggja er 0,7-1,6m. Öll þessi mál eru á mikið hrundum hleðslum þannig að upphaflega mál byrgisins hafa verið allt önnur. Lágar grjóthleðslur eða ruðningar eru sin hvoru megin vararinnar þ.e. að sunnanog norðanverðu.“ Hleðslurnar mynda einfalda tóft sem snýr austur-vestur. Enginn veggur er fyrir austurhliðinni sem snýr niður að vörinni. Tóftin er um 10 m á lengd en 5 á breidd. Austan við hana er um 1 m breitt gróið svæði en þar austan við hallar niður að sjó. Þar eru nokkrir steinar að norðan og sunnan sem mynda n.k. garðlag beggja vegna við skoruna.

Lambhagi – býli
Litli-Lambhagi
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114. 1703 er jörðin talin hjáleiga Þorbjarnarstaða, en byggð af Bessastaðamönnum. 1847: 4 1/6 hndr. Ekki til örnefnaskrá. Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Litla Lambhaga og Stóra Lambhaga, og var tekið eignarnám í landi Lambhaga veggja hafnargerðar í Straumsvík. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116
1703: „Túnið fordjarfast árlega af sjáfaryfirgángi meir og meir. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 168. 1919: Rún 0,6 teigar, slétt að mestu af náttúrunar hendi, garðar 550 m2.
1703: Jarðardýrleiki óviss, hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum, samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 166.
1847: 4 1/6 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110.
Árið 1966 áskildi Hafnarfjarðarbær sér forkaupsrétt á jörðunum Litla Lambhaga og Stóra Lambhaga, og var tekið eignarnám í landi Lambhaga vegna hafnargerðar í Straumsvík. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116
1919: Rún 0,6 teigar, slétt að mestu af náttúrunnar hendi, garðar 550 m2.
1703: „Selstöðu brúkar jörðin ásamt Forbjarnarstöðum þar sem heitir GjáseJ, eru þar hagar góðir en vatn slæmt. Hríssrif hefur jörðin í Forbjarnastaðarlandi þar sem heita almenníngar, er það haft til kolgjörðar og eldiviðar og til að fæða peníng í heyskorti. Torfrista og stúnga er næsta því engin, og þarf ábúandinn til að fá með miklu erfiði. Fjörugrasatekja er til en brúkast ekki. Rekavon næsta því engin. Sölvafjara nokkur. Hrognkelsafjara gagnvænleg þegar vel árar. Skelfiskfjara valla til beitu. Heimræði er árið um kring, og lendíng í besta lagi, gánga skip ábúandans eftir hentugleikum; undir kóngsskipanafni hefur hjer áður oftastnær gengið bátur, tveggja manna far, og ábúandinti hýst áróðrarmenn og ekkert fyrir Þegið nema soðningarkaup af þeim; næstliðið ár var það ekki. Inntökuskip hafa hjer engin gengið nema skjaldan um hausttíma bátar nágranna fyrir góðvilja eður einhverja þóknan. Túnin fordjarfast árlega af sjáfaryfirgángi meir og meir.
Engjar eru öngvar. Útigángur um vetur bágur fyrir fjarlægð haganna, en fjaran er mest til beitar köfð.“ JÁM III, 167–168.

Litli-Lambhagi – býli

Litli-Lambhagi

Litli-Lambhagi – túnakort 1919.

„Litli-Lambhagi stóð í Litla-Lambhagatúni. Lá túngarður tvíhlaðinn með allri norðurhlið þess,“ segir í örnefnaskrá. Í fasteignamati frá 1917 segir: „Litli-Lambhagi: Hjáleiga frá Þorbjarnarst. […] Ekki virt til dýrleika […]. Hús á jörðinni fylgir eru: „Baðstofa 9 x 5 ál framdyr, Bæjardyr og eldhús, fjós fyrir 10 kú […]. Hús ábúenda eru: Heyhús, grjótveggir, járnþak.
Geymsluhús, 3 fjárhús fyrir 120 fjár.“ Fjögur hús eru merkt innantúns á býlinu á túnakort frá 1919. Samkvæmt því var bærinn rétt norðan við mitt heimatúnið. Stafnar bæjarins sneru til suðvesturs. Nokkuð rask hefur verið í og við gamla bæinn. Búið er að leggja veg að álverinu í Straumsvík yfir austurhluta þess. Samkvæmt heimasíðu Hraunavina var einnig reistur sumarbústaður fast norðan við bæjarhólinn fyrir miðja 20. öld (af bræðrunum Marinó og Kristni Guðmundssonum). Á heimasíðunni kemur einnig fram að þegar þeir reistu sumarbústaðinn hafi staðið grjóthlaðið eldhús á gamla bæjarstæðinu, sem hefur verið hluti gamla bæjarins. Lítil ummerki um bæjarhól sjást á Litla-Lambhaga og engin ummerki bæjarhúsa. Þau hafa líklega horfið vegna sumarbústaðarframkvæmda og/eða í vegframkvæmdir við álverið í Straumsvík.
Gamli bærinn stóð rétt vestan við veg sem liggur að álverinu í Straumsvík. Hóllinn er umhverfis tún sem komið er í órækt. Túnið er smáhæðótt og mosi nokkur í sverði. Víða standa klettanibbur upp úr grasinu. Fornleifar innan heimatúns Litla-Lambhaga eru skráðar undir nokkrum númerum: Yrðlingabyrgi, fiskibyrgi, fjárhús, kálgarður, útihús, stífla, kálgarður, fjárhús, túngarður, traðir og útihús og kálgarður.
Óljós ummerki sjást um bæjarhól milli rauðmálaðs sumarbústaðar og tjarnar. Hóllinn er 0,2-0,3 m á hæð og er a.m.k. 10 x 8 m að stærð. Hann snýr norður-suður. Mögulega hefur hóllinn náð aðeins lengra til vesturs áður. Hann er með skýrar brúnir til austurs og suður en mörk hans eru óskýr til annnarra átta. Hólnum var mikið raskað þegar sumarbústaðurinn var byggður og ekki er útilokað að eitthvað grjót úr gamla bænum hafi verið endurnýtt í þá byggingu en frekari heimildir skortir til þess að staðfesta það. Líklega leynist einhver mannvist undir sverði á þessum slóðum þrátt fyrir mikið rask.

Lambhagastígur – leið
„Hér [í Þórðarvík] kemur niður stígur, er sameinast alfaraleiðinni austan og ofan við Gjögur. Sveinn í Eyðikoti , fóstri Gústafs Brynjólfssonar, kallaði hann Lambhagastíg. (Gísli Sigurðsson kallar hann ranglega Ólafsstíg),“ segir í örnefnaskrá. Lambhagastígur lá nálægt bæjunum og þaðan til austurs þar til komið var í námunda við Gjögur sem er austan bæjanna. Þá sameinaðist Lambhagastígur Alfaraleiðinni. Leiðin var um 150 m ANA við álverið í Straumsvík og um 90 m norðan við Reykjanesbraut. Leiðin hefur að mestu legið innan framkvæmdasvæðis álversins í Straumsvík.
Engin merki leiðarinnar sjást á yfirborði en svæðinu hefur verið mikið umturnað; annars vegar vesturhlutanum vegna álversins í Straumsvík (b.1967) og hins vegar austurhlutanum vegna dælu- og hreinstöðvar (b. 2009).

Stóri-Lambhagi – býli

Stóri-Lambhagi

Stóri-Lambhagi – túnakort 1919.

„Á miðjum Stóra-Lambhagagranda stóð bærinn í Stóra-Lambhaga og stendur enn, þótt nú sé þar fjárhús með hlöðu.“ segir í örnefnalýsingu.
„Bæjarhús. Rétt sunnan við uppfyllinguna við höfnina í Straumsvík, austanmegin. Bærinn stendur á uppfyllingu rétt framan við fjörukambinn.
Vegurinn að Álverinu snertir austurhluta rústanna.“ segir í fornleifaskrá Þjms. 220-240 m norðaustan við Litla-Lambhaga og fast norðan við vegarslóða að álveri er bæjartóft. Tóftin er beint norðan við bílastæði álversmanna en nú er hún ekki á tanganum miðjum heldur í króknum við tangann. Tóftin stendur í krók sem myndast norðan við veg að álveri. Hún er vestan við afleggjara þar sem hægt er að snúa við. Kortablað 1513 II/15, teikning bls. 34.
Litli-Lambhagi
„Rústirnar skiptast í 3 hluta eða vistarverur. Nyrst er svæði, sem takmarkast af tveimur langveggjum, en hvorki eru leifar af stafni né gafli. Veggirnir eru mjög vel hlaðnir úr völdu grjóti og hefur verið múrað í glufur á stöku stað. Þykkt veggjanna er 0,75-0,9m. Lengd þess nyrsti 8,3m og þess syðri 8,1m Bjálkar standa upp á kannt veggja á milli, svo að gólf hefur sennilega verið úr tréfjölum. Innanmál þessa húss er 8×4 m. Hæsta veggjahæð mæld innan í húsi er nú 1,9m en norðan undir norðurvegg er landið nokkuð lægra og hæsta veggjahæð þar er 2,1m. Sunnan við þetta hús og samveggja er annar íverustaður. Suður langveggur þessa húss er nú aðeins einna hæðar, grasigróinn tvöföld steinhleðsla, en gafl er hlaðin úr grjóti og múraður að ofanverðu. Sama er að segja um stafninn, nema hvað ofan á grjótinu er steyptur veggur (h=0,5m), sem stendur enn að hluta og sést í endann á tré á þverskurði veggjarins – etv. til að binda steypuna. Inngangur er austan við miðju á suðurlanghlið, þannig að innangengt hefur verið í þetta hús úr húsinu sunnan við. Innanmál = 7,15×3,7m. Veggjaþykkt S. langhlið = 0,7-0,8m A-gafl = 0,35-0,45. V-stafn= 0,4-0,45. Breidd inngangs minni en 1,05. Sunnan við þetta hús [er] svæði sem afmarkast af langvegg til suðurs þar sem virðist hafa verið inngangur austan við miðju. Gaflinn er ógreinilegur hefur líklega verið torfveggur en er nú að miklu leiti undir vegakantinum. Gólfflötur þessa svæðis er nokkuð hærri en hlaðið vestan við húsin, en engar hleðslur er að sjá við stafn. Suðurlangveggur er úr torfi og grjóti og er hann um 0,4 m á hæð. Br. = 1,25-1,55m. Meintur inngangur á suðurhlið er minni en 0,8m. Innanmál = 6,8×3,3m (u.þ.b.). Framan og vestan við bærinn er nokkur halli í átt til sjávar áður en komið er að háum fjörukambinum. Líklega fylltist þessi lægt í stórstraums flóðum, því hefur verið búin til stakkur framan við bæinn og sést sumstaðar í þvera grjóthleðsluna nú, en stakkurinn er nokkuð illa farinn norðan til. Breidd þessa stalls miðað við stafn bæjarhúsanna er nú 1,3-5 m, breiðastur að neðanverðu. Hæsta hæð 1,2m.“ (fornleifaskrá Þjms).
Tóftin er mynduð úr hlöðnum og steyptum veggjum. Hún er um 8-9 m á lengd en 15-16 m á breidd. Hún samanstendur af þremur hólfum sem tengjast ekki heldur snúa öll að sjó. Beint fyrir neðan op hólfanna er fjaran. Aðeins er norðurveggur (norðvesturveggur) á miðhólfinu.

Útihús
Um 15 m sunnan við 001 er merkt útihús inn á túnakort frá 1919. Þar sem útihúsið stóð er nú malbikaður vegur að álveri.

Aukatúngarður – túngarður
„Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn.“ segir í örnefnalýsingu. Ekki sjást nú greinilegar hleðslur Aukatúngarðs en hann lá í jaðri Aukatúns. Garðurinn hefur þá legið frá hraunbrúnni og til norðurs og líklega hefur Reykjanesbrautin og framkvæmdir við álver skemmt stórann hluta hans. Grasi gróið hraunlendi. Aukatúngarður var einnig nefndur Brunagarður samkvæmt heimildamanni.

Hesthús
„Upp í Aukatúni lá gangbraut hlaðin sem garður, nefndist Steinbogi. Aukatún var smátunga út frá Brunahrauninu. Það var grætt upp og notað sem túnblettur frá Stóra-lambhaga. Túnið var greiðfært, en ekki slétt. Á því stóð hesthús.“ segir í örnefnalýsingu. Fast sunnan undir Reykjanesbraut og norðan við smátjarnir í Aukatúni var hesthús. Hesthúsið var þar sem nú er suðurbrún Reykjanesbrautar. Reykjanesbraut hefur skemmt tóftina svo að nú má einungis greina hvar hún hefur verið.

Stekkur

Stekkur

Stekkur – túnakort 1918.

„Rétt norður af sumarbústað úti á tanga.“ Um 30 m norðan við sumarbústaðinn í Litla-Lambhaga og 130-150 m norðan við Reykjanesbraut er jarðsig sem hlaðið hefur verið upp í. Hleðslurnar eru á Stróka. „Vel gróinn hólmi eða nes.
Gjár eða jarðsig á nokkrum stöðum.“ Þarna hefur verið eins konar aðhald eða stekkur. „Hliðar stekksins eru að mestu afmarkaðar af klöppum sem eru í jaðri þess jarðsigs, sem stekkurinn er í. Þar sem vantar klappir eða þar sem glufur eru á milli þeirra er hlaðið grjóti. Stekkurinn er um 8 m langur og tæplega 9 m br. þar sem hann er breiðastur. Hleðslur eru í þokkalegu ástandi en eru þó sumstaðar að hverfa í gróðri. Inngangurinn hefur líklega verið í vestur, enda þó ekki sé hann greinilegur.“
Við deiliskráningu Reykjanesbrautar árið 2001 var grjóthlaðin og mikið hrunin tóft skráð um 320 m norðan við Þorbjarnarstaðarbæ og um 40 m SSA við Péturshrófl. Þegar staðurinn var aftur heimsóttur í tengslum við fyrirhugaða tvöföldun Reykjanebrautar 2020 var búið að leggja jarðstreng á þeim stað sem tóftin hafði verið og hafði henni alveg verið raskað af þeim sökum. Tóftin var fast norðan við vegkant Reykjanesbrautar. Til norðurs er Straumstjörn.
Engin merki tóftar sjást lengur á yfirborði vegna jarðstrengsframkvæmda. Tóftin sést vel á loftmynd af svæði frá 1960 og þar sést að hún var 19 x 5 m að stærð (NNA-SSV), líklega grjóthlaðin. Ekkert op er greinilegt á tóftinni á myndinni. Tóftinni var lýst svo árið 2001: „Tóftin er ferhyrnd en ekki alveg regluleg. Hún liggur skáhallt til norðvesturs-suðausturs, en norðvesturveggur hennar er nokkuð mishár og nær hæst í um 1,2 m. Ekki er hægt að greina inngang á tóftinni og ekki má nú greina nema eitt hólf en hluti tóftarinnar er undir Reykjanesbraut og því erfitt að segja nokkuð um upprunalega lögun. Nokkuð af grjóthruni er inn í tóftinni.“ Í skráningu Þjóðminjasafns árið 1988 er talað um að tóftin hafi verið stekkur.

Litli-Lambhagastígur – leið
„Hallinn lá út í Aukatún og þaðan út með vesturbrún Brunans fram hjá hesthúsinu á Aukatúni, að vesturtúngarði Aukatúns, sem var stuttur, aðeins ofan úr Brunanum niður að tjörn. Í skrá Gísla segir, að þarna hafi verið Vesturtúngarðshlið og þá komið á Litla-Lambhagastíg. Þetta nafn er hins vegar óþekkt, en gæti hugsanlega átt að vera Aukatúnshlið.“ segir í örnefnalýsingu. Greinilegar leifar götu sjást í Aukatúninu, nærri því beint suður af veginum að álverinu, sunnan Reykjanesbrautar. Slóðinn liggur sunnan undan Reykjanesbraut austan við stóran raflínustaur (þann vestasta í röð staura) og áfram að hraunbrúninni þar sem hann hverfur (eiginlega undir Línuveg). Slóðinn sést fast ofan Reykjanesbrautar þar sem grasi gróinn blettur er (Aukatún).

Austurtúngarður – túngarður
Litli-Lambhagi
„Austurtúngarðurinn lá úr Beinaviki upp á klettastall og suður eftir honum suður á brunann.“ segir í örnefnalýsingu.
Túngarðurinn lá um Ólafsskarð en hefur verið gereyðilagður við framkvæmdir í sambandi við álverið. Garðurinn hefur legið úr víkinni austan Litla-Lambhaga og yfir lóð álversins suðaustur til Reykjanesbrautar. Engar leifar um Austurgarðinn sjást nú.

Yrðlingabyrgið
„Upp á klettastallinum var Yrðlingabyrgið, sporöskjulaga og nokkuð hátt, með lágum dyrum. Um aldamótin síðustu hafði Guðjón Gíslason þarna yrðlinga í fóstri.“ segir í örnefnalýsingu. Talið er að Yrðlingabyrgið, Fiskibyrgið og fjárhúsin hafi verið nálægt þar sem vegurinn að álverinu er nú, austan sumarbústaðar í Litla-Lambhaga og 50-100 m norðan við Reykjanesbraut. Malbikuð gata frá Reykjanesbraut og að álveri.

Fiskibyrgið – herslubyrgi
„Þarna er líka Fiskibyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur.“ segir í örnefnalýsingu. Talið er að Yrðlingabyrgið, Fiskibyrgið og fjárhúsin hafi verið nálægt þar sem vegurinn að álverinu er nú, austan sumarbústaðar í Litla-Lambhaga og 50-100 m norðan við Reykjanesbraut. Malbikuð gata frá Reykjanesbraut og að álveri.

Ólafsstígur – leið
„Þarna er líka Fiskibyrgið, þar sem fiskur var kasaður hér í eina tíð og síðan hertur. Þarna uppi voru einnig tvö til þrjú fjárhús, og stóðu veggir þeirra til þessa. Sunnan við þau lá stígur austur. Gísli Sigurðsson segir, að hann hafi heitri Ólafsstígur, en það er rangt. Ólafsstígur liggur upp á hraunið hjá kálgörðunum í Litla-lambhaga.“ segir í örnefnalýsingu. Ólafsstígur lá skáhalt upp hraunið til suðausturs og var fram til 1999 nokkuð greinilegur sunnan Reykjanesbrautar, skammt austan við veginn að álverinu. Ekki eru greinileg merki um slóðann nú. Þar sem slóðinn lá næst Reykjanesbraut hefur hraunlendinu verið umturnað við framkvæmdir. Var áður gróið hraun.

Steinbogi – samgöngubót
Steinbogi
„Nokkru fyrir innan fyrrnefndan Steinboga mátti sjá marka fyrir öðrum Steinboga.“ segir í örnefnalýsingu. Ekki sjást nú greinileg merki annars steinboga. Norðan við tjörnina er Reykjanesbraut en sunnan við hana er línuvegur. Er vel hugsanlegt að Steinboginn hafi horfið þegar annar hvor vegurinn var lagður, a.m.k. er hann ekki greinanlegur nú. Gróið hraun en talsverðar framkvæmdir hafa átt sér stað í kring.

Túngarður
Í vesturjaðri Hjallatúns, beint norður undan Reykjanesbraut er garðlag í Straumsvík sem liggur til norðurs.
„Vík með grasigrónum hólmum og grýttum skerjum.45 m langur og 0,9-1,25 m breiður hlaðinn garður. Mesta hæð 0,4m. Mjög grunnt er þar sem þessi garður er hlaðinn. Það undarlega við þennan garð er að ætla mætti að hann væri óþarfur þar sem nokkru austar við hann eru klappir milli hólmanna sem eru hærri en garðurinn.“ (fornleifaskrá Þjms). Garðlagið sést beint norðan við Reykjanesbraut og liggur til norðurs í um 15 m. Þá er það rofið en sést á hólma/skeri norðar. Samtals liggur garðlagið á um 70 m svæði en er rofið á einum stað þannig að það er einungis um 50 m að lengd. Garðlagið er um 0,8-1,1 m á breidd og mest um 0,4 m á hæð. Fast vestan við norðurenda garðlagsins er lítil hleðsla til vesturs sem líkist brú.

Hjallatúnsfjárhús – fjárhús
„Syðst var Hjallatún. Gísli segir, að það hafi í eina tíð staðið Hjallatúnsfjárhús, en heimildarmenn sr. Bjarna mótmæla því og segja, að tvö fjárhús hafi staðið undir Brunanum, en ekkert inni í túni.“ segir í örnefnalýsingu. Hjallatún er fast neðan Reykjanesbrautar (brautin liggur í suðurharðri túnsins) en vestan vegarins að álverinu. Ekki sjást neinar leifar fjárhúss á þessum stað. Grasi vaxið hraunsvæði.

Hlöðuvík – hlaða
„Austan við bæinn [Litla-Lambhaga/Nýjakot] var Nýjakotstjörn og suður úr henni Hlöðuvík.“ segir í örnefnalýsingu.
Austan við Litla-Lambhaga er nú vegur að álveri og austan þess sléttuð lóð í kringum verksmiðjuna. Engin tjörn er nú á þessum slóðum. Sunnan við tjörnina sem áður var þar var svo Hlöðuvík en merki hennar sjást ekki lengur. Vel er hugsanlegt að hlaða sú sem víkin var kennd við hafi staðið í námunda við Hjallatún en um það verður ekkert fullyrt.
Þar sem víkin var er nú vegastæði (Reykjanesbraut og hugsanlega aðkeyrsla að álveri).

Hvaleyri – býli

Hvaleyri

Hvaleyri ofanverð.


Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu það Hvaleyri. Í Landnámu segir að Ásbjörn Özzurarson, bróðursonur Ingólfs, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns og allt Álftanes og bjó hann á Skúlastöðum [sjá Garða]. ÍF I, 39, 394. Um 1300 er getið um Hvaleyri í sögn af Teiti bónda þar í jarteinasögu Þorláks helga. Biskupa sögur I, 386. 1343 er minnst á Hvaleyri í Gottskálksannál. Isandske Annaler, 352. 1365 segir af sandfjúki og sjávargangi á tún Hvaleyrar. Gísli Sigurðsson: Saga, 293. 1395: Þá á Viðeyjaklaustur Hvaleyri og var leiga 4 hndr. DI III, 597. 1448: „… kirkian aa hvaleyri ætti Þorlakstade og hravnvelle. hamranes ok grisanes ok alltt firir svnnann vtann ok ofan ok vp vr hvaleyrar vatnni ok nordvr j kornstapa hravn. ok alltt vp med gotvnni firir svnnan ok vp yfer þormodz hofda nema litinn skog er lavgarnes kirkia aa vid landsydri j hvaleyrar hofda.“ DI IV, 751. 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.

Hvaleyri

Hvaleyri – túnakort 1908.

1703 er jarðadýrleiiki óviss, konungsjörð. Skoðunarmenn frá 1751 sögðu sig hafa heyrt að á Hveleyri hefðu verið 10-12 hjáleigur til forna SS seg ritar sögu H þykir þetta ótrúleg saga. Á Árunum 1754-´57 bjó enginn á H, og má það vera ein ástaða þess að bæjarhús og tún spilltust. Árið 1815 keypti Bjarni Sívertsen jörðina af konungi. SS Saga Hafnarfjarðar, 36-37. 42. 1847: 20 hndr. Afbýli Hvaleyrar, Hjartarkot, Sveinskot, Tjarnarkot, Halldórskot, Vesturkot og Egilssonsgerði voru seld Hafnarfjarðarbæ árið 1912.
1703: Túnin spillast af sandságángi. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 169. Árið 1730 voru Hvaleyrartún stórskemmd af grasmaðki og einnig herjuðu sandfor og fugl á það. Mikill lausamosi var á túninu. Túnið hélt áfram að skemmast og árið 1751 varð að slá tveim vættum og einu kúgjaldi af afgjaldi jarðarinnar, hvort sem það hefir eingöngu verið landskemmdum að kenna. SS Saga Hafnarfjarðar, 35-36.
1847: 20 hdr., bændaeign, samkvæmt Jarðatali Johnsen, 110. Í neðanmálsgrein segir: „Þó jb. 1803 ein nefni 4 bygðar hjáleigur (Bindindi, Lönd, Lásastaði, og Ásgautstaði) og vorði þær allar til dýrleika, er þeim samt sleppt, bæði af presti og sýslumanni (sem nú líklega graslausum).“
Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu það Hvaleyri. Í Landnámu segir að Ásbjörn Özzurarson, bróðursonur Ingólfs, hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns og allt Álftanes og bjó hann á Skúlastöðum [sjá Garða]. ÍF I, 39, 394.
1284: Jarðarinnar getið í rekaskrá Viðeyjarklausturs (sjá jarðaítök hér neðar). DI II, 246.
Um 1300 er getið um Hvaleyri í sögn af Teiti bónda þar í jarteinasögu Þorláks helga. Biskupa sögur I, 386.
1343 er minnst á Hvaleyri í Gottskálksannál. Isandske Annaler, 352.
1395: Þá á Viðeyjaklaustur Hvaleyri og var leiga 4 hndr. DI III, 597.
1395: Jarðarinnar getið í skrá Viðeyjarklausturs m kvikfé og leigumála. DI III, 597.
1448 [eða síðar]: „Vitnisburður Hafliða Gizurarsonar um landeign og landamerki Hvaleyrar við Hafnarfjörð […] kirkian aa hvaleyri ætti Þorlakstade og hravnvelle. hamranes ok grisanes ok alltt firir svnnann vtann ok ofan ok vp vr hvaleyrar vatnni ok nordvr j kornstapa hravn. ok alltt vp med gotvnni firir svnnan ok vp yfer þormodz hofda nema litinn skog er lavgarnes kirkia aa vid landsydri j hvaleyrar hofda.“ DI IV, 751–752..
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. DI XII, 114.
Hjáleiga 1703: Hvaleyrarkot. Enn fremur höfðu afbýlismenn heima við bæinn grasnyt. Bóndi jarðarinnar sá um að viðhalda þeim húsum sem þeir voru í.
Jarðaítök 1284: Viðeyjarklaustur á hálfan rekavið á jörðinni. Og skóg í hrauni út frá Hvaleyri. DI II, 246–277.
1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott. Hrissrif nokkurt hefur jörðin í heimalandi og er það að mestu eytt. Item hefur hún hrisrif til eldiviðar í almenningum og svo til kolgjði’ðar. Torfrista og stúnga í lakasta máta nærri ónýt.
Lýngrif hefur jörðin nokkurt. Fjörugrasatekja nokkur. Rekavon nokkur. Hrognkelsafjara að nokkru gagnvænleg. Skelfiskfjara nægileg til beitu, liður ágáng af öðrum jörðum. Heimræði er árið um kríng og lending góð, og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Til forna hefur hjer oft undir kóngsskipa nafni gengið eitt tveggja manna far, en síðan Lauridtz Hansson Siefing var á Bessastöðum Heidemanns vegna hefur það ekki verið. Inntökuskip hafa hjer stundum gengið ekki stærri en tveggja manna för, og hefur ábúandi þegið undirgift af, mætti og enn vera ef menn vildu. Túnin spillast af sandságángi. Engjar eru öngvar. Vatnsból er ilt og þrýtur bæði vetur og sumar.“ JÁM III, 169.

Stóravarða – varða/landamerki
Stóravarða„Þá liggur línan niður um Þórðarvík um Stóruvörðu, sem stóð á hraunbrúninni rétt þar sem alfaraleið lá upp á Kapelluhraunið,“ segir í örnefnaskrá. Varðan var um 2 m á hæð og mjög stæðileg. Árið 1999 var gerður vegarslóði fast sunnan hennar og við þær framkvæmdir rak ýtumaður sig í vörðuna og hrundi hún við það. Í skráningu fornleifa vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá 2001 segir að frumkvæði þjóðminjavarðar var hluti vörðunnar hins vegar hlaðinn upp aftur. Þær leifar eru langt utan heimatúns Hvaleyrarbæjar, um 2 km suðvestan við bæ og rúmum 40 m sunnan við Reykjanesbraut. Varðan er á grýtti hæð rétt norðan við malarvegslóða. Varðan er sæmilega hlaðin, 1,5 m á hvorn veg og um 1 m á hæð. Hún er grjóthlaðin og úr blöndu af stæðilegu hraungrýti og smágrýti. Efst á vörðunni eru smásteinar.
Þær vörðuleifar sem nú sjást eru um 1,5 m á hvern veg (en varðan er ferhyrnd) og hún er um 1,1 m á hæð.

Þorgeirsstaðir/Þorlákstún – býli

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – kort 1908.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.“ „Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“ segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.

Smiðjulaut – smiðja
„Tvö örnefni voru með Suðurnesjaveginum. Skammt vestur frá Rauðhól var Smiðjulaut og nokkru vestar skarð gegnum klappir miklar, nefndist Gíslaskarð. …“ segir í örnefnalýsingu. Reykjanesbraut var lögð yfir Smiðjulaut. Lautin var um 600 m norðaustur af afleggjara inn í verksmiðjuhverfið (-hella götur). Reykjanesbrautin er í norðurjaðri lautarinnar en eigin merki um smiðju eru nú greinanleg. Mosagróið hraun og þjóðvegur.

Ás – býli

Ás

Ás – túnakort 1918.

1703 er jörðin talin um 12 hndr og þar af væri hlutur konungs 8 hndr og 40 álnir. 1847: 12 hndr.
1703 voru engar engjar á jörðinni. 1918: Tún 2,8 teigar, þar af um helmingjur sléttaður, garðar 670 m2.

Ásstekkur – býli
„Línan móti Ási [miðað við Hvaleyri] er á þessa leið: Úr Fuglstapaþúfum
beina línu rétt fyrir sunnan Ásstekk …“ segir í örnefnalýsingu Hvaleyrar.
„Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefnist það Stekkurinn, Ásstekkur, Vindás og Vindásstekkur. Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúnsgörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem sama komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhliðið. Þaðan lá Stekksgata niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhliðið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshliðið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.“ segir í örnefnalýsingu Áss. Tæpa 200 m suðaustan við Reykjanesbraut og stutt austan við norðurenda Ásvatns eru tóftir útihúsa við Ásstekk.

Býlið sjálft er nú afmáð af yfirborði jarðar en þar sem það stóð er nú Lóuás 1.
Tóftirnar standa í þýfðri, grasi gróinni brekku sem er vestan í byggingasvæði Ás-hverfis. Á svæðinu er tóft (A) og leifar túngarðs auk þess sem svo virðist að leifar lítils kálgarðs (B)séu sunnarlega í túninu. Nyrst er tóft (A) sem saman stendur af tveimur ógreinilegum hólfum sem eru byggð inn í brekkuna. Tóftin er um 8-9 m á lengd en 4-5 m á lengd. Nyrðra hólfið er 3 X 1 m að stærð en það syðra er 2 X 1,5. Ekki er greinanlegur torfveggur fyrir vesturvegg nyrðra hólfsins. Tóftin er hlaðin að innan og nokkuð er hrunið af grjóti inn í hana og við hana. Frá nyrðri útvegg hennar gengur garður til vesturs sem er um 34 m langur. Garður þessi er um 0,8 m á hæð og eru hleðslur greinanlegar norðan í honum en hann er algróinn að sunnan. Neðst er hann rofinn um 2 m en sést svo aftur í 2-3 m en þá endar hann snögglega og hefur greinilega verið flattur út. Um 40 m sunnan við fyrrgreinda tóft er það sem helst líkist kartöflugarði (B). Hann er í brekkunni á svipuðum stað og hin tóftin. Garðurinn er um 13 X 9 m að stærð og 0,4 m á hæð. 25 m neðan við kálgarðinn má svo sjá leifar túngarðs (C). Garðurinn liggur til suðurs og er merkjanlegur á um 35 m parti. Hann er mjög útflattur. Um 20-25 m norðar virðist einnig mega sjá óljósar leifar þessa garðs og áfram til norðurs. Um 35 m suðsuðaustur af fyrstnefndu tóftinni er grænn blettur eða hæð þar sem grjót er á víð og dreif. Er vel hugsanlegt að þar hafi tóft verið, þá líklega bæjartóft. Fast norðvestan við tóftina eru nokkrir stórir steinar og við þá eru það sem virðist vera leifar af hreyfðum öskuhaug þar sem ýmsu ægði saman (s.s. beinum glerbrotum og líklega gjalli). Tóftin og túngarður eru merkt með hæl og áheftum miðja frá Þjms.

Stekksgata – leið
„Hér enn vestar var svo býli, þurrabúð, nefnist það Stekkurinn, Ásstekkur, Vindás og Vindásstekkur. Honum fylgdi Stekkstúnið umgirt Stekkstúnsgörðum, vesturtúngarður, suðurtúngarður, austurtúngarður og norðurtúngarður. Þar sem saman komu norður- og vesturtúngarður, var norðurhliðið. Þaðan lá Stekksgata niður að Brandsbæ og áfram niður til Fjarðar. Suðurhliðið var neðarlega á mótum vestur- og suðurtúngarðs. En Lindargatan lá heiman frá Stekksbæ austur um austurgarðshliðið austur að Lindinni. Brunngatan var löng frá Stekk og austur.“ segir í örnefnalýsingu. Gatan lá frá Stekk og niður að Brandsbæ. Hún er ekki greinanleg nú en hnit voru tekin norðvestan við tóftina, við Ásbraut.

Ásgatan – leið

Ás

Ásgatan.

„Ásgatan lá frá Traðarhliðinu suður með austurgarði að Ási …“segir í örnefnalýsingu. Ásgatan lá frá Ási á svipuðum stað og enn er malargata. Gatan liggur að úr suðri Reykjanesbraut og er nú lokuð fyrir umferð. Frá Reykjanesbraut lá gatan áfram til norðurs niður að þeim stað þar sem nú er Jófríðarstaðavegur 15. Þar sem gamli slóðinn var er nú malarslóði ofan Reykjanesbrautar.

Stekkholt – stekkur
„Þar var nefnt Stekkholt, upp af Brandsbæ.“ segir í örnefnalýsingu. Um 80 m ofan við (suðsuðaustan) við Reykjanesbraut (sem stendur við Reykjanesbrautina) eru tóftir. Um 25 suður af Strandagötu, milli götunnar og Ástjarnar eru tvær tóftir á hæð. Hæðin liggur niður að mislægum gatnamótum. Tóftin sem er suðvestar er 25 m suðvestan við spennistöð. Fremur grýttur,mosavaxinn mói, sem hallar til vesturs.
Í brekkunni eru tvær tóftir. Sú sem er nær Reykjanesbrautinni (A) er tvöföld og nokkuð stærri. Nyrðra hólfið er 3 X 2,5 m að innanmáli en er jafnframt lægra. Inn í syðra hólfið er (1,5 X 0,75 m að innanmáli) hefur hins vegar fallið mikið af grjóthleðslunum. Op virðist hafa verið á það í suðausturhorni. 34 m norðan (NNV) við þessa tóft er ógreinilegt garðlag sem rekja má í um 35 m, alveg þangað til það hverfur undur Reykjanesbraut þar sem brúarhandrið er vegna mislægra gatnamóta. Garðlagið er um 2 m á breidd en 0,3 m á hæð. Um 30 m suðaustan við tóftina sem áður er lýst (A) er önnur tóft minni (B). Þessi tóft er um 25 m suðvestan við spennistöð sem stendur í brekkunni. Tóftin er einföld og er öll grjóthlaðin en nokkuð hrunin og er af þeim sökum full af grjóti. Tóftin er 5 X 3,5 m að utanmáli en 1 X 1,5 að innan. Op er vestast á suðurvegg.

Þórustaðastígur – leið

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur.

„Þórustaðastígur er götuslóði frá Þórustöðum og að Vigdísarvöllum.“ Heiðarstígur er …“ líka nefndur Þórustaðastígur og liggur alla leið suður og upp til Núphlíðarháls og hann sameiginlegur Heiðarstígur fyrir alla Inn-Ströndina.“ segir í örnefnaskrá. Milli Kolagrafarholts og annars hóls sem er norðar er dæld sem er grasi gróin. Merki Þórustaðastígsins eru greinileg í dældinni. Göturnar lágu svo áfram yfir hraunið til suðurs. Ekki sjást skýr merki um Þórustíg við Reykjanesbrautina. Göturnar lágu yfir gróið hraun.

Alfararleið – leið

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

„Um jörðina [Hvassahraun] hafa frá alda öðli legið ferðamannaleiðir til Suðurnesja. Má enn sjá þrjár brautir: Alfaraleið, troðninga hestalestanna, þjóðveginn, leið hestvagna og bifreiða, og nú síðast liggur um jörðina Reykjanesbrautin.“ segir í örnefnaskrá “ „Almenningavegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur hún víðast hvar tiltölulega stutt frá byggðinni en þó yfirleitt ofan við Gamla-Keflavíkurveginn og innarlega í Hvassahraunslandi, einnig fyrir ofan Reykjanesbrautina. … Þetta nafn, Almenningsvegur, virðist helst (eða eingöngu) hafa verið notað af Voga- og Vatnsleysustrandarbúum því þar sem vegurinn liggur um Hvassahraunsland og innar var hann kallaður Alfaraleiðin.““Önnur gömul þjóðleið, eða sú sem liggur með sjónum milli Voga og Brunnastaðahverfis, var einnig kölluð Alfaraleið en ekki Almenningsvegur.“ segir í örnefnalýsingu Straums. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir.“ segir í örnefnalýsingu Hvassahrauns.
Draugadalir eru að mestu í landi Hvassahrauns. Dalirnir eru norðan Reykjanesbrautar, þar sem vegurinn sem er samsíða Reykjanesbraut norðan hennar sameinast brautinni, austarlega í landi Hvassahrauns. Ekki er greinilegur slóði á þessum stað en Alfaraleiðin er vel merkjanleg víða í hrauninu, t.d. nálægt skógarreit í landi Þorbjarnarstaða. Gatan liggur um hraun. Almenningsvegurinn var einnig nefndur Alfararleið og lá frá Vogum og inn í Hafnarfjörð. Leiðin var vörðuð og enn má sjá nokkur vörðubrot á fyrsta hluta leiðarinnar frá Vogum auk þess sem einstaka vörður standa enn við leiðina. Gatan sjálf er víða greinileg sem dæld í gróið hraunið og kemur breikkun Reykjanesbrautar víða til með að eyða meira af götunni en þegar er skemmt.
Alfaraleið var skráð að hluta þegar tekið var út áhrifasvæði vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2001. Leiðin var aftur skráð í tengslum við tvöföldun Reykjanesbrautar 2020 og aðeins sáust lítil ummerki um hana innan úttektarsvæðis, í landi Þorbjarnastaða, rétt sunnan við Kapellu. Í landi Þorbjarnastaða liggur leiðin á mjög grýttu svæði. Gróður er lítill, mosi að uppistöðu. Til suðurs liggur malarvegur og til norðurs er Reykjanesbraut.
Leiðin er fremur ógreinleg í landi Þorbjarnastaða. Ummerki um hana sáust þó rétt sunnan við Kapellu en þar liggur hún norðaustur-suðvestur á um 5 m kafla. Leiðin er gróin að hluta en mjög grýtt. Hún er um 1 m breið. Líklega er þetta gömul dæld sem leiðin liggur i gegnum en allt svæðið kringum kapelluna er gjörbreytt vegna framkvæmda við álverið og því lítilla ummerkja að vænta.

Rauðhólastígur – leið
„Austan úr Hraunum kemur annar stígur, heitir Rauðhólastígur eða Óttarsstaðaselsstígur. Hann lá upp á svokallaða Velli og var mikið farinn í smalamennskum.“ segir í örnefnaskrá Hvassahrauns. Stígar lágu saman í sveig við Lambafellshraun. Rauðhólastígur lá upp með hraunjaðrinum frá Kúagerði á svipuðum stað og vegarslóðinn að Keili er nú. Á þessum stað var vegarslóðinn um 200 m frá Reykjanesbraut, austar var hann nær en vestar fjær. Stígurinn náði upp í Rauðhólasel. Stígurinn er greinanlegur sem dæld í gróið hraunið á stöku stað.

Eiríksvegur – leið

Eiríksvegur

Eiríksvegur.

„Á þessum slóðum sjáum við annað sýnishorn af vegagerð fyrri tíma en það er Eiríksvegur og liggur vegarstæðið þráðbeint frá Akurgerðisbökkum en þeir eru neðan og vestan við Kúagerði og síðan áfram vestur yfir holt og hæðir.““Hér um [við Akurgerði] lá Almenningsgatan eða hestslóðin og héðan lá ein fyrsta tilraun til vegagerðar á landi hér, sem þó var aldrei notuð, kallast Eiríksvegur, því Eiríkur faðir Árna Kaupmanns og leikara í Reykjavík var verkstjóri. Vegurinn lá upp í Heiðina.“ segir í örnefnaskrá. Eiríksvegur lá frá þeim stað sem nefndur er Akurgerði.
Slóðinn var meðfram Steinkeravík/Kúagerðisvík og áfram til vesturs inn heiðina. Meðfram Kúagerðisvík liggur bílslóði samsíða Reykjanesbraut og endar hann í Strandavegi. Næstum fast frá slóða þessum má sjá leifar Eiríksvegar fast upp við fjörukambinn og svo til vesturs. Gatan er greinileg á grasi grónu svæði ofan við fjörukambinn en verður ógreinilegri þegar komið er út í meira hraunlendi norðvestar.
„Vegurinn er nefndur eftir verkstjóra vegagerðarmannanna sem hét Eiríkur Ásmundarson frá Grjótá í Reykjavík (1840-1893) … Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér „samgöngubótina“ því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tíman fyrir síðustu aldamót.
Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum ýmist ofan eða neðan hans og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegurinn neðstur, síðan Almenningsvegurinn en Eiríksvegurinn efstur.“Gatan er var upphlaðin a.m.k. á kafla.

Skógfellavegur – leið

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

„Í lægðinni fyrir ofan spennustöðina við Stapahornið og ofan við Reykjanesbrautina sjáum við fyrst móta fyrir Skógfellavegi sem var fyrrum þjóðleið til Grindavíkur.“ Lagðist af um 1920. Skógafellavegur er merktur með skilti um 20-30 m neðan Reykjanesbrautar. Skiltið er hins vegar norðaustan við slóðann sjálfan en það má sjá móta fyrir honum suðvestan við skiltið. Vegurinn liggur um gróið hraunið. „Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skjógfellavegur, Skógfellsvegur, Vogavegur, Sandakravegur og Sandakradalsvegur.“

Lónakotsselstígur – leið

Lónakotsselsstígur

Við Lónakotsselsstíg.

„Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðshliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem síðar varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti […]. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes,“ segir í örnefnaskrá. Lónakotsselstígur lá frá Lónakoti að selinu. Stígurinn hefur legið rétt vestan við þar sem slóði liggur frá Reykjanesbraut að Lónakoti (húsi nokkru sunnar en Lónakotsbærinn var). Stígurinn hefur svo legið áfram til suðvesturs, gengið þvert á alfaraleiði og suður til Lónakotssels. Lónakotsselsstígur var um 1,3 km sunnan við Lónakotsbæ og rúmum 10 m sunnan við Reykjanesbraut. Leiðin lá yfir gróið hraun.
Engin merki um leiðina sáust innan þess svæðis sem tekið var út vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2020 en því svæði hafði áður verið raskað vegna lagningu Reykjanesbrautar. Á loftmynd frá 2016 sést leiðin þó greinilega rétt sunnan við gamla Keflavíkurveginn.

Skógargata – leið

Skógargata

Hleðslur við Skógargötuna.

„Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshlíð upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklifur,“ segir í örnefnaskrá og á öðrum stað í sömu skrá segir: „Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.“
Skógargata lá vestan við afleggjarann að Straumi, um 170 m austan við garðlag og rúmum 30 m norðan við Reykjanesbraut. Leiðin liggur gegnum grasigróið svæði vestan Brunntjarna, mosi er nokkur í sverði. Til norðurs eru grónir ásar áberandi.
Leiðin sést sem mosagróin 0,4-0,6 m breið gata og er á þessu svæði merkjanleg á um 80 m löngum kafla, neðarlega á grónum ás. Syðst liggur leiðin nálega austur-vestur á um 30 m löngum kafla uns hún sveigir til norðurs. Þaðan liggur leiðin á um 50 m til norðurs og hverfur því næst í gróður. Mögulega hefur gatan náð lengra til norðurs en það svæði er utan þess svæðis sem var til úttektar sumarið 2020 og var því ekki skoðað sérstaklega.

Suðurnesjavegurinn – leið

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn ofan Straums.

„Þar sem Reykjanesbrautin er var Suðurnesjavegurinn,“ segir í örnefnaskrá. Vegurinn er merktur inn á herforingjaráðskort frá 1911. Þar liggur hann að stórum hluta þar sem Reykjanesbraut liggur nú en liggur skammt sunnan við brautina við Litlu-Lambhagatún. Þaðan heldur leiðin áfram til Keflavíkur. Aðeins hluti vegarins var skráður (í landi Hvaleyrar) í tengslum við úttekt vegna breikkunar Reykjanesbrautar árið 2020. Leiðin þræddi gróið hraun.
Leiðinni var aðeins fylgt á þeim kafla sem er innan þess svæðis sem tekið var út vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar 2020. Á þessum slóðum er leiðin annars vegar horfin undir Reykjanesbraut (á austurhluta skipulagssvæðis) en hins vegar (á vesturhluta svæðis) liggur gamli Keflavíkurvegurinn á sömu slóðum og gamla leiðin lá. Engin merki um gamla Suðurnesjaveginn sáust því á yfirborði vegna vegagerðar innan úttektarsvæðis.

Heimildir:
-Fornleifakönnun við Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 1998.
-Fornleifakönnun, Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að Krýsuvíkurvegi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2020.
-Fornleifaskráning í Hafnarfirði 1989, Þjóðminjasafn Íslands.
Suðurnesjavegur

Suðurnesjavegurinn ofan Lónakots.

Krýsuvík

Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað margan ferðamanninn, auk listamanna. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg, stórbrotinn útvörður svæðisins niður við ströndina. Margar gamlar gönguleiðir liggja út frá Krýsuvík, sem áhugavert er að huga nánar að.

Lifandi náttúra
HverKynngikraftur náttúrunnar blasir við augum í Krýsuvík. Höfuðskepnurnar eldur, vatn, loft og jörð hafa mótað umhverfið í aldanna rás. Gufustrókar stíga til himins, sjóðandi leirhverir leika taktfasta sinfóníu, hverahvammar skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu. Náttúruöflin eira engu í glímunni við gróðurinn, vatnsrof leikur stórt hlutverk þegar það rignir og ísa leysir. Vindurinn flettir þekjunni burtu og feykir jarðvegi á haf út þar sem öldur ólmast við klettaströnd og mola standbergið hvíldarlaust. Þetta er íslensk náttúra í öllu sínu veldi.

Litrík hverasvæði
BaðstofaHelstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverahlíð,  Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi, sem Sveifluháls heitir eftir. Við Seltún er Svunta og stór leirhver sem myndaðist þegar Drottningarhola sprakk haustið 1999. Fúlipollur er austan þjóðvegar og enn austar er Engjahver sem magnaðist við mikinn hverakipp 1924. Hann er líka nefndur Stórihver og svæðið umhverfis hann Austurengjahverir.

Land í mótun
Land í mótunVirka gosbeltið sem liggur eftir Reykjanesskaga er milli landreksflekanna sem kenndir eru við Evrópu og Ameríku. Elsti hlutinn eru Lönguhlíðarfjöll norðaustan Kleifarvatns sem sýna merki tveggja kuldaskeiða og tveggja hlýskeiða. Sveifluháls er móbergshryggur sem myndast hefur við gos undir íshellu á kuldaskeiði. Sunnan Krýsuvíkurhverfis milli Geitahlíðar og Sveifluháls eru nokkur lög af grágrýtishraunum, sum þakin jökulbergi, en efst ber mest á mó og mýrlendi. Jarðlögin sjást vel í Krýsuvíkurbergi. Rauðskriða á Krýsuvíkurheiði og Trygghólar eru leifar gamalla eldgíga sem hraun hafa runnið frá. Fyrir vestan og austan Krýsuvík eru yngri hraun, Litlahraun, Krýsuvíkurhraun og Ögmundarhraun sem eiga upptök sín í Brennisteinsfjöllum, gígum við Eldborgir sunnan Geitahlíðar og í gossprungum í Móhálsadal.

Sprengigígar kallast á
GrænavatnLandslag í Krýsuvík er mótað af umbrotum og jarðeldum. Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun eru sprengigígar sem myndast hafa við sprengigos á ýmsum tímum. Grænavatn er stærst um 46 m djúpt. Vatnið fær lit sinn af hveraþörungum og kristöllum sem draga grænan lit sólarinnar í sig. Gestsstaðavatn heitir eftir fornu býli sem fór í eyði á miðöldum. Beggja vegna þjóðvegarins eru lítil gígvötn sem kallast Augun.

Krýs og Herdís deila um landamerki
DysjarÞjóðsagan hermir að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landamerki við grannkonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Báðar töldu sig órétti beittar og ákváðu að skera úr í deilumáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Sammæltust þær um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna  þar sem þær mættust. Þegar þær hittust á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en um var samið. Tóku þær að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði það á Krýsuvík að allur silungur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir um að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Sagan um þessa landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í ýmsum myndum og sýnir kynngimagn Krýsuvíkur.

Fornminjar
TóftÍ landi Krýsuvíkur eru víða merkar fornleifar og búsetuminjar. Elstar eru Gestsstaðarústirnar, sennilega frá fyrri hluta miðalda. Mestar eru fornleifarnar í Krýsuvíkurhverfi undir Bæjarfelli þar sem höfuðbólið og flestar hjáleigurnar voru. Nútímavæðing hefur lítið komið við sögu og jörðin haldist nánast óbreytt frá fyrri tíð, en snemma á sjöunda áratugnum varð sögulegt slys á bæjarhólnum. Krýsuvíkurbærinn, sem stóð vestan kirkjunnar, var þá kominn að falli og voru stórvirkar vinnuvélar notaðar til að ryðja hólinn og slétta út minjar um þennan merka bæ. Neðan hólsins og allt í kringum hann eru gömlu túnin með túngörðum sínum ósnertum að mestu, tóftir gömlu kotanna og fleiri merkar fornminjar.

Dulúð regnsins
Það getur verið mjög votviðrasamt í Krýsuvík því þar gætir fyrst áhrifa frá lægðum sem nálgast landið úr suðvestri. Umhleypingar eru algengir með tilheyrandi úrkomu en í norð- og austlægum áttum má gera ráð fyrir þurrviðri í Krýsuvík. Þá skartar staðurinn sínu fegursta, en einnig getur dulúðin sem fylgir þokulofti og skýjuðu veðurfari búið yfir ólýsanlegri fegurð.

Einföld bændakirkja
KrýsuvíkurkirkjaKrýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200. Margt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.

Fuglalíf og eggjataka
KrýsuvíkurbjargUm 57.000 sjófuglapör verpa í Krýsuvíkurbergi, aðallega rita og svartfugl, sem skiptist í álkur, langvíur og stuttnefjur. Einnig verpir þar nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Fyrrum var eggjataka mikil og máttu kotamenn taka tiltekið magn af fugli og eggjum úr berginu. Svo mikið fékkst af svartfuglseggjum á vorin að þau voru flutt á mörgum hestum heim til bæjanna. Sömu sögu var að segja af bergfuglinum sem gaf af sér kjöt og fiður. Á Krýsuvíkurheiði og í nágrenni Bæjarfells verpir mófugl, spói, heiðlóa, snjótittlingur og fleiri tegundir. Arnarfell og Arnarfellsstjörn eru kunn kennileiti á Krýsuvíkurheiði og á miðjum Sveifluhálsi eru Arnarvatn og Arnarnípa. Þessi nöfn vísa til þess að ernir hafi orpið á þessum stöðum í eina tíð.

Mannrækt í Krýsuvíkurskóla
KrýsuvíkurskóliUm miðjan áttunda áratuginn hófust miklar byggingaframkvæmdir á mel sunnan Gestsstaðavatns, en þar var ætlunin að reisa skóla fyrir unglinga sem þurftu á sérúrræðum að halda. Áður en byggingunni var lokið var fallið frá hugmyndinni og stóð húsið autt um margra ára skeið þar til Krýsuvíkursamtökin fengu það til afnota. Hafa þau rekið þar meðferðarheimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir fíkniefnaneytendur.

Hnignandi gróður

Í Krýsuvík

Gróðri hefur farið mjög aftur í Krýsuvík á síðustu öldum. Talið er að jörðin hafi verið kjarri vaxin milli fjöru og fjalls af birkiskógi og víðikjarri, áður en Ögmundarhraun brann. Í jarðabók Páls Vídalín og Árna Magnússonar 1703 er sagt að skógur til kolagerðar nægi ábúendum. Skógurinn eyddist að mestu á harðindaskeiði sem gekk yfir landið í lok 19. aldar. Þá hófst landeyðing með miklum uppblæstri og vatnsrofi í landi Krýsuvíkur. Sauðfjár- og hrossabeit hafði einnig afdrifarík áhrif. Á Sveifluhálsi eru fáeinir grasbalar sem gefa til kynna að þar hafi verið mun grónara í eina tíð. Svæðið sunnan Kleifarvatns einkennist af miklu mýrlendi, slægjulandinu Vesturengjum og Austurengjum. Austan Arnarfells er Bleiksmýri og sunnan Trygghóla er Trygghólamýri.

Ritháttur Krýsuvíkur
TóftirÞegar gamlar sagnir frá Krýsuvík eru skoðaðar kemur glögglega fram að nafn víkurinnar er ætíð ritað með ý en ekki í eins og oft sést í seinni tíð. Örnefnið Krýsuvík er trúlega dregið af orðinu Crux sem merkir kross og hefur Krossvíkin hugsanlega verið við sjóinn nærri Húshólma í Ögmundarhrauni þar sem munnmæli herma að fyrsti bærinn hafi staðið. Mesta fuglabjarg Reykjaness Krýsuvíkurberg, mesta fuglabjarg Reykjaness, er um 7 km langt frá Bergendum við Keflavík í austri til Heiðnabergs vestan Hælsvíkur og 40 hektarar að flatarmáli. Bergið er um 50 m hátt á löngum kafla en Strandaberg, austasti hlutinn, er um 70 m hátt.
Rauðskriða er áberandi kennileiti á vesturhluta bergsins en neðan hennar var einstigið Ræningjastígur sem var eina gönguleiðin niður í fjöru. Meðan enn var farið á sölvafjöru var jafnan farið af sjó því bergið var ekki árennilegt öðrum en sigmönnum. Ræningjastígur var samt fær þeim sem treystu sér til að feta hann en nú er hann ófær með öllu.

Höfuðból og hjáleigur
KrýsuvíkurbjargKrýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í austanverðu Ögmundarhrauni.  Þar er altént mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.

Fiskisæld undir berginu
Sjósókn var alla tíð mikilvæg fyrir afkomu Krýsvíkinga. Undir Krýsuvíkurbergi, Hælsvík og lengra út með var löngum fiskisælt en þar er engin lending. Líklega hefur góð lending verið í Hólmastað eða gömlu Krýsuvík, en eftir að Ögmundarhraun rann tók hana af og eftir það var gert út frá Selatöngum. Biskupsskip frá Skálholti, skip útvegsbænda í Árnes- og Rangárþingum og sjávarbænda í Hraunum gengu frá Selatöngum með leyfi Krýsuvíkurbónda.  Krýsvíkingar stunduðu einnig útróðra frá Herdísarvík um aldir.

Kynlegt er Kleifarvatn
Krýsuvík 1810Kleifarvatn er 10 ferkílómetrar að flatarmáli og stærsta stöðuvatn á Reykjanesskaga. Það er á milli Sveifluháls í vestri og Vatnshlíðar í austri. Aðrennsli í vatnið er takmarkað og ekkert frárennsli er sjáanlegt ofanjarðar. Vatnsborðið fylgir grunnvatnsyfirborði svæðisins sem sveiflast um allt að 4 m á tugum ára. Félagar úr Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar fluttu bleikjuseiði í Kleifarvatn um 1960 og dafnar fiskurinn bærilega í vatninu. Áður fyrr þóttust menn verða varir við kynjaveru líka stórum ormi í vatninu.

Sjá meira undir Krýsuvík – yfirlit HÉR og HÉR.

Heimild:
-visithafnarfjordur.is

Krýsuvík

Krýsuvík.