Loftskeytastöðin

Í Morgunblaðinu, hátíðarblaði 26.06.1930, er grein eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, um upphaf „Landsíma Íslands„:

Gísli J. Ólafsson„Árið 1906 gerðust þau stórtíðindi, sem áreiðanlega hafa valdið aldahvörfum í sögu Íslendinga. Það ár komst Ísland í ritsímasamband við önnur lönd, þá komu hingað tveir fyrstu íslensku togararnir (Jón forseti og Mars) og þá var stofnuð hin fyrsta al-innlenda heildverslun (Ó. Johnson & Kaaber). Það er einkennilegt, að þessir þrír viðburðir fóru saman, því að fátt er vissara en aldrei hefði botvörpungaútgerðin og þó ennþá síður hin innlenda heildverslun getað þrifist svo, sem raun hefir á orðið, ef ritsímans hefði ekki notið við. Þetta sama ár kom líka fyrsta fullkomna talsímalínan innanlands. Að vísu voru hjer fyrir 2 eða 3 talsímaspottar, sem voru eign einstakra manna, t. d. símalínan milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem lögð var 1890, aðallega fyrir forgöngu Jóns Þórarinssonar, sem þá var skólastjóri í Flensborg.
Það var að sjálfsögðu miklum vandkvæðum bundið að finna heppilega leið fyrir símann frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. —
LandsíminnÞurfti margs að gæta og þó einkum þess, að kostnaðurinn yrði sem allra minstur. Sumarið 1905 ferðuðust þeir hjer um landið F. Hansen mælingamaður og O. Forberg, til þess að athuga línustæðið. Ráku þeir sig fljótt á það, að ekki var landakortunum treystandi. Vegalengdum yfir fjallvegi, hlíðar og dali gat skakkað um marga kílómetra á tiltölulega stuttu svæði. En þeir komu sjer saman um það hvaða leið skyldi valin og þá um haustið og veturinn eftir voru símastaurar fluttir á línuna og sumarið eftir var síminn lagður. Gerðu það útlendingar, aðallega Norðmenn, undir yfirumsjá O. Forbergs. Þótti þetta hið mesta þrekvirki, en síðan hafa þó Íslendingar sjálfir lagt síma yfir miklu verri leiðir. —
LandsíminnFramsókninni á fyrstu símaleiðinni var að vísu í mörgu ábótavant og kom það fljótt í ljós, en tvennt var það þó, sem menn vöruðu sig ekki á í upphafi.
Annað var það, að staurar standa illa; þótt þeir sjeu grafnir 1.5 m. í jörð niður, lyftir frostið þeim upp og þegar klaka leysir úr jörð á vorin, taka staurarnir að hallast. Hitt var ísingin. Hefir hún verið versti vágestur símans öll þessi ár og valdið mestu tjóni á símalínunum. — Stundum hefir ísingin orðið svo n ikil, að vírarnir hafa orðið álíka gildir og sjálfir símastaurarnir og hefir þá þungi þeirra (venjulega samfara veðurhæð) brotið staurana hrönnum saman, eða þá að vírarnir sjálfir hafa kubbast sundur. Hefir ísingin valdið flestum og mestum símabilunum á landi, og hleypt þannig gríðarlegum viðhaldskostnaði.

Landsíminn

Stækkun kerfisins.

Á hverju ári hefir talsímanetið verið stækkað stórum eins og sjá má á eftirfarandi línuriti. En aldrei hafa þó á einu ári verið eins miklar framkvæmdir um það, síðan 1906, eins og í fyrra. Þá var t.d. unnið það þrekvirki, að tengja saman símalínurnar sunnanlands — lögð ný lína milli Víkur í Mýrdal og Hornafjarðar. Er það 260 kílómetra vegur og afar erfiður, yfir sanda og jökulár þar sem árlega eru jökulhlaup, meiri og minni. Á 10—15 km. kafla varð að hafa símalínuna fast uppi undir Skeiðarárjökli, til þess að henni væri minni hætta búin af jökulhlaupum, og mun síminn hvergi hjer á landi hafa verið lagður yfir jafnvondan veg. Miklum erfiðleikum var það einnig bundið að kema honum yfir jökulvötnin, t.d. Skeiðará. En síminn komst þó alla leið á þessu sumri og þar með var komið talsímasamband hringinn í kring um landið. Er símanetið nú orðið svo víðfeðma, að talsími er í hverju þorpi, og svo að segja í hvérri einustu sókn á landinu. Þess verður þó sjálfsagt alllangt að bíða, að sími verði kominn heim á hvern bæ, en hver veit nema það verði eftir svo sem 25 ár, eða þegar Landsíminn er fimmtugur.
Í öllum kaupstöðum landsins og flestum þorpum eru bæjarsímar og langstærstur er auðvitað bæjarsíminn í Reykjavík. En hann mundi vera miklu miklu stærri en hann er, ef alt að hefði verið hægt að fullnægja þörfinni og eftirspurn að talsíma. Í miðstöðinni eru ekki nema 2400 númer, og eru þau öll fyrir löngu leigð. En þrátt fyrir það, að menn vita, að fleiri geta ekki að komist, liggja þó fyrir hjá símanum 400 talsímapantanir, sem menn hafa sent í þeirri von, að einhver númer kunni að losna. Þegar litið er á símafjölda hjer á landi, í samanburði við fólksfjölda, og það aftur borið saman við samskonar skýrslur frá öðrum löndum, verður að taka tillit til þessa hörguls á símum, því að ef hann hefði ekki verið, mundum vjer áreiðanlega hafa verið framar í röðinni. Þrátt fyrir það skipum vjer á þessu sviði allveglegan sess meðal menningarþjóða.

Landsíminn
Að ári komanda verður bætt úr símaskortinum, því að þá verður komin upp hin nýja landsímabygging, sem nú er verið að reisa við Austurvöll (Thorvaldsenstræti). Þar verður sett upp hin nýja sjálfvirka miðstöð, sem keypt hefir verið af A/B L. M. Ericsson í Stokkhólmi. Er hún gerð fyrir 4000 símanotendur, en þó má fjölga númerum smám saman, eftir því sem þörf krefur, og um meira en helming. —
LandsíminnÖnnur sjálfvirk miðstöð verður einnig sett í Hafnarfirði og nægir hún fyrir 900 símanotendur ef vill. Þegar þessar miðstöðvar eru komnar mun símanotendum brátt fjölga stórkostlega. Nú sem stendur eru 344 talsímastöðvar í landinu, og 4500 einkasímar, eða 4.3 símar á hverja 100 íbúa.
Af endurbótum sem gerðar voru á símanum síðastliðið ár, má nefna, að ritsímastöðin í Reykjavík, hefir fengið sjer Creed-móttökuvjelar. Munurinn á þeim og móttökuvjelum þeim, sem til þessa hafa verið notaðar, er sá, að í staðinn fyrir að skrifa á pappírsband hvern staf með punktum og strykum (Morse-stafróf), skrifa þessar nýju vjelar venjulega bókstafi og skipa þeim í orð. Þarf því ekki annað en klippa pappírslengjuna sundur og líma bútana á skeytaeyðublöð. Áður þurfti að afskrifa hvert skeyti til þess að viðtakendur, sem ekki kunna Morse-stafróf, gæti lesið það.
Önnur endurbót er það, að fjölsímatæki hafa verið fengin og með þeirra hjálp er hægt að hafa tvö sambönd samtímis á einni símalínu, í stað þess að ekki var hægt að hafa nema eitt samband áður.
RauðaráFyrstu 3 árin var dálítill halli á rekstri hans, en síðan hefir altaf verið beinn ágóði af honum, minstur 5% árið 1909, en mestur 14.6% árið 1924. Seinustu 3 árin hefir hinn beini ágóði orðið um 10%. En þessar tölur eru enginn mælikvarði á það stórkostlega gagn sem síminn gerir öllum atvinnugreinum landsmanna óbeinlínis, því að það verður aldrei tölum talið.
Hitt er víst, að síminn hefir orðið lyftistöng allra framfara hér á landi seinasta aldarfjórðunginn.
Á eftirfarandi línuriti má sjá samanburð á tekjum og gjöldum Landsímans frá upphafi. Sýnir það betur en mörg orð vöxt og viðgang símans.
Landsíminn er nú orðinn stærsta ríkisfyrirtæki á Íslandi. Þar eru nú 180 fastir starfsmenn, auk 327 stöðvarstjóra á smástöðvum út um land.

Loftskeytastöðvar
LandsíminnÞegar það hafði verið afráðið, að koma Íslandi í skeytasamband við umheiminn, risu þegar deilur um það hvort heldur skyldi velja síma eða loftskeyti. Og sumarið 1905 kom hingað verkfræðingur frá Marconifjelaginu í London, W. Densham að nafni, og reisti bráðabirgða loftskeytastöð innan við Rauðará, þar sem nú er Hjeðinshöfði. Og 26. júní bárust fyrstu loftskeytin hingað frá Englandi. Ljetu blöðin „Ísafold“ og „Fjallkonan“ prenta þau á fregnmiða og dreifa út um allan bæ. „Og ös var liðlangan daginn í afgreiðslustofum blaðanna af fólki, utan bæjar og innan, sem þurfti að ná í fregnmiðana. Allir fundu að hjer hafði gerst hinn sögulegasti atburður, sem dæmi eru til á þessu landi margar aldir.
Hólmanum alt í einu kipt fast að hlið heimsins höfuðbóli, hinni frægustu bygð og blómlegustu á öllum hnettinum. Fagnandi kvöddust þeir, sem hittust á strætum og gatnamótum, ókunnugir sem kunnugir“ (Ísafold, 1. júlí 1905).
Stjórnarblöðin gerðu fremur lítið úr skeytunum og loftsambandinu og komust hinar fáránlegustu sögur á loft um það. Til dæmis var sagt, að einu loftskeytinu, sem fara átti til stöðvarinnar hjá Rauðará, hefði slegið niður upp á Mýrum og legið við að það dræpi þar mann.
LandsíminnDeilurnar um ritsíma og loftskeytastöðvar urðu afar svæsnar, en þeim lauk svo að Hannes Hafstein hafði sitt fram og Stóra norræna tók að sjer að leggja sæsíma til Íslands. Loftskeytastöðin hjá Rauðará starfaði þó fram á haust 1906, en þá var hún tekin niður. Síðan var ekki minst á loftskeyti fyr en á Alþingi 1911, að rætt var um að koma á loftskeytasambandi milli Vestmannaeyja og lands, en það fjell um sjálft sig. Seinna fór franska stjórnin eða franskt fjelag fram á það að fá að reisa hjer loftskeytastöð vegna þess,að margir franskir togarar, sem veiddu hjer við land, væri útbúnir loftskeytatækjum. — Sú málaleitun strandaði. Árið 1915 lætur Eimskipafjelagið setja loft skeytatæki í ,Goðafoss’ og ,Gullfoss’ og það mun mikið hafa ýtt undir að loftskeytastöðin á Melunum var reist. Hún tók til starfa hinn 17. júní 1918. Er það 5 kw. Marconistöð. Var hún fyrst aðallega ætluð til þess, að taka við skeytum frá skipum, og koma skeytum til skipa, en í hvert skifti sem sæsíminn hefir bilað, hefir hún hlaupið undir bagga og haldið uppi sambandi við umheiminn. Tveimur árum eftir að loftskeytastöðin í Reykjavík tók til starfa, var byrjað að reisa loftskeytastöðvar í Ísafirði og á Hesteyri; stöðin í Ísafirði var svo síðar flutt að Kirkjubæjarklaustri, en á síðastliðnu sumri, þegar Skaftafellslínan var bygð, var loftskeytastöðin á Klaustri lögð niður, og nú eru loftskeytastöðvarnar hjer á landi orðnar sjö, að þessum tveimur meðtöldum. —

Landsíminn

Loftskeytahúsið á Melunm.

Hinar stöðvarnar eru í Vestmannaeyjum, Flatey á Breiðafirði, Flatey á Skjálfanda, Grímsey nyrðra og Húsavík. Fyrstu stöðvarnar voru gneistastöðvar, en þeim hefir öllum verið breytt í lampastöðvar, og mun Ísland vera fyrsta ríki í heimi að segja algjörlega skilið við gneista stöðvar.
Loftskeytastöðvarnar í Vestmannaeyjum og Reykjavík, eru aðallega ætlaðar til þess að halda uppi sambandi við skip í hafi, og hinar loftskeytastöðvarnar, sem vinna sín á milli. Árið sem leið afgreiddi loftskeytastöðin í Reykjavík 30 þúsund skeyti (um V2 miljón orða) og fer starf hennar stöðugt vaxandi, vegna þess að altaf fjölgar þeim skip um, sem loftskeytatæki hafa. Af 70 íslenskum skipum hafa nú 50 móttökutæki og senditæki, hin hafa móttökutæki, og eins margir vjelbátar.
Tilraunir voru gerðar þegar haustið 1920, að talast við þráðlaust milli loftskeytastöðvanna, og gengu þær ágætlega, og hafa gengið vel síðan.

Útvarp

Vatnsendahæð

Hús langbylgjunnar á Vatnsendahæð.

Nú er verið að reisa hina margumtöluðu útvarpsstöð á Vatnsendahlíð í Mosfellssveit. Verður hún hálfu kraftmeiri heldur en útvarpsstöð Dana í Kalundborg, eða 15 kw. Hún á að senda á 1200 metra bylgjulengd. Það er Marconifjelagið í London, sama fjelagið, sem reisti fyrstu loftskeytastöðina hjer á landi, er hefir tekið að sjer að koma upp vjelum stöðvarinnar.
Var í fyrstu ætlast til þess, að stöðin gæti tekið til starfa fyrir Alþingishátíðina, en vegna þess hvað veðrátta var óhagstæð í vetur sem leið, verður hún því miður ekki tilbúin fyr en seinna á sumrinu.“

Í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands fjallar Guðmundur J. Hlíðdal einnig um „Landssíma Íslands“ árið 1930:
Landsíminn
„Hér á landi voru nálega engir símar fyr en Ísland komst í símasamband við umheiminn, en það var árið 1906. Áður var til sími milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar (lagður 1889), og árið 1905 hóf innanbæjarsíminn í Reykjavík starfsemi sina. Var það einkafyrirtæki fram til ársloka 1911, að Landssíminn tók við honum.
Saga Landssímans hefst með sæsímalagningunni 1905 og lagningu landlínunnar milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, það sama ár. Sú lína var um 615 km. Er þeim, sem þá lifðu, enn í fersku minni sú harða og mikla barátta, sem háð var á Alþingi árinu áður, til þess að fá málinu hrundið áfram. Hefir Landssíminn síðan stöðugt fært út kvíarnar, þótt ekki tækist að girða hólmann fyr cn 23 árum seinna, eða seint á árinu 1929. Er nú svo komið, að síminn er kominn i nálega alla sveitir landsins, jafnvel sumar þær allra afskektustu. Öll kauptún hafa fengið síma og allmargir sveitabæir hafa á síðari árum fengið einkasíma. Í árslok 1929 var lengd landlínanna (stauraraðir) um 3600 km., lengd víra 11000 km. og tala landssímastöðvanna um 344. Alls hefir verið varið til landssímalagninga um 5% milj. króna.

Rjúpnahæð

Loftskeytastöðin á Rjúpnahæð rifin. Svo virðist sem takmarkaður áhugi sé að varðveita söguna alla, en þakka ber þó fyrir það litla sem gert er…

Símalagningar hér á landi eru fremur auðveldar á láglendi til sveita, en örðugar víða á fjallvegum. Hefir á allmörgum stöðum reynst ómögulegt að fá ofanjarðarlínur til að standast, og því orðið að leggja þar jarðsíma. Lengd jarðsímanna er nú alls um 26 km., og er lengsti jarðsíminn (um 7,5 km.) á fjallgarðinum milli Vopnafjarðar og Hálsfjalla.
Altítt er að símalínurnar hverfa alveg í snjó sumstaðar á fjallvegum á vetrum og koma stundum ekki upp úr snjónum fyr en komið er fram á vor eða sumar. Oft granda snjóflóð símanum og sópa þá stundum öllu á burt með sér, bæði staurum og vírum. En versti vágestur símans er ísingin. Er hún miklu tíðari og meiri hér á landi en nokkursstaðar annarsstaðar sem mér er kunnugt um, og símar eru starfræktir. Hefir hún stundum valdið mjög miklum truflunum og tjóni. Mest hefir hún verið mæld á Tunguheiði veturinn 1927—28; þar varð ummál víranna 103 cm. eða 33 cm. í þvermál.
Fjárhagslega hefir Landssíminn yfirhöfuð borið sig vel, betur en flestar aðrar ríkisstofnanir. Hefir tekjuafgangurinn oft nægt fyrir því, sem lagt hefir verið í nýlagningar og stundum langt fram yfir það. En betur má ef duga skal. Mikið er enn ólagt af nauðsynlegum símalínum, og takmarkið verður að vera það, að koma símanum heim á hvern bæ í landinu, enda virðist það sem betur fer alls ekki ógerningur.“ – Guðm. J. Hlíðdal.

Heimildir:
-Morgunblaðið, hátíðarblað 26.06.1930, Landsími Íslands eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, bls. 17, 18 og 23.
-Tímarit Verkfræðingafélags Íslands, 1.-3. tbl. 01.06.1930, Landssími Íslands, Guðm. J. Hlíðdal, bls. 21-24.
-https://www.visir.is/g/20151623024d

Landsíminn

Árið 1015 undirrituðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, samning um að Þjóðminjasafn Íslands afhendi Háskóla Íslands gömlu Loftskeytastöðina við Brynjólfsgötu 5 til afnota.
Með gjafasamningi og afsali gaf Landssími Íslands ríkissjóði Loftskeytastöðina. Húsið var síðan afhent Þjóðminjasafni Íslands 1. mars 2005 til umráða og umsýslu og skyldi safnið frá þeim tíma sjá um rekstur og ráðstöfun þess samkvæmt nánara samkomulagi við Háskóla Íslands. 
Að tillögu Þjóðminjasafns Íslands féllst forsætisráðherra á að Háskóli Íslands tæki við ábyrgð Loftskeytastöðvarinnar til afnota í þágu starfsemi skólans. Við undirritun samningsins tekur Háskóli Íslands við ábyrgð hússins, viðhaldi og viðgerðum auk þess að velja húsinu viðeigandi hlutverk sem hæfir sögu þess og byggingarsögulegu gildi, s.s. á sviði skipulags-, umhverfis- og menningarfræða og tæknigreina.
Loftskeytastöðin var byggð árið 1915 og er með árinu 2015 friðuð á grundvelli laga um menningarminjar. Samkvæmt samningnum mun Háskóli Íslands sjá til þess að saga hússins á sviði fjarskipta verði þar sýnileg.

 

Maístjarnan er einn dýrmætasti hraunhellir landsins. Hann er í Hrútagjárdyngjuhrauni. Hvort sem litið er til staðsetningar og þeirra náttúru(jarðmyndana)-fyrirbæra er hann geymir er nauðsynlegt að varðveita hann til langar framtíðar.

Maistjarnan-21

Í Maístjörnunni.

Þegar FERLIR heimsótti hellinn fyrir skömmu þakti snjór jörð og frost beit í kinn. Inni var hins vegar bæði hlýtt og hljótt. Ljóst var að umferð um hellinn að undanförnu hafði leitt af sér brotna dropsteina og fallin hraunstrá. Hvorutveggja verður erfitt að bæta eftir tæplega 6000 ára friðveislu.
Eftir stutta dvöl í kyrrðinni mátti heyra eftirfarandi, líkt og hvísl, ef mjög gaumgæfilega var lagt við eyru. Það var endurtekið aftur og aftur: 

Maistjarnan-22

Í Maístjörnunni.

Ó, hve létt er þitt skóhljóð.
Það er vetrarhret úti,
napur vindur sem hvín.
En ég veit aðra stjörnu
aðra stjörnu sem skín.
Það eru erfiðir tímar,
það er hrunaþref.
Í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól.
Það er maísólin mín,
Fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.

Textinn var ekki nákvæmlega eins og í ljóði Halldórs Laxness um „Maístjarnan„. Sá texti hefur reyndar bæði verið fluttur af ýmsum í mismunandi útfærðum útgáfum og vitað er að Halldór sótti jafnan efni og hugmyndir í verk sín til annarra. Þannig telja jafnvel sumir að ljóðið og/eða lagið eigi uppruna að leita til verka Friedricks Hendels.
Sammerkt er þó með „Maístjörnunum“ tveimur, ljóðinu og hellinum, að hvorutveggja vekur hrifningu þess er nýtur á hverjum tíma.

 

Maístjarnan

Maístjarnan – op.

Íslandskort

Eftirfarandi fróðleikur um tiltekin atvik í sögu Íslands birtist í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1904:
„Fyrst fundið Ísland af Írum á 8. öld. Af Norðmönnum 860.
vikingaskip-221Fyrst varanleg bygð hefst 874.
Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894.
Fyrstu lög og alþing sett 930.
Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson; kosinn af lögréttu 930.
Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, saxneskur, 981.
Fyrsta kirkja er í ritum talin bygð um 984, að Ási í Hjaltadal, en það mun sanni nær, að Örlygur gamli hafi reist kirkju að Esjubergi nálægt 100 árum áður.
Fyrstur íslenskur biskup, Ísleifur Gissursson, 1054.
Fyrstur fastur skóli á Hólum 1552.
Fyrstur íslenzkur rithöfundur, kunnur, og faðir íslenskrar sagnritunar, Ari Þorgilsson, prestur, f 1067, d. 1148.
Fyrsta Heklugos, er sögur fara af 1104.
Fyrsta klaustur, reist á Þingeyri 1133.
Fyrsta nunnuklaustur í Kirkjubæ í Vestur-Skaftafellssýslu 1186.
hvalreki-221Fyrstur konungur yfir Íslandi, Hákon Hákonarson (kon. Norðmanna 1217-) 1262—63.
Svarti dauði geysaði 1402.
Seinni plágan 1495.
Fyrsta prentsmiðja á Breiðabólsstað í Vesturhópi um 1530.
Fyrstur prentari Jón Matthíasson, sænskur prestur.
Fyrstur lúterskur biskup, Gissur Einarsson, 1539.
Fyrst prentað nýjatestamentið, þýtt af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, 1540.
Fyrstur fastur latínuskóli í Skálholti 1552.
Fyrsta ísl. sálmabók, sem til er, prentuð 1555.
Fyrst prentuð biblían, þýdd af Guðbrandi biskupi 1584.
Spítali stofnaður fyrir holdsveikt fólk 1652.
Fyrsta galdrabrenna 1625 (hin síðasta 1690).
Prentsmiðjan flutt frá Hólum að Skálholti 1695, og að Hólum aftur 1703.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Stórabóla geysaði 17o7.
Fyrsta Jónsbók (Vídalíns) kemur út 1718.
Fyrst drukkið brennivín á Íslandi á 17. öld.
Fyrst fluttur fjárkláði til Íslands 1760.
Fyrst drukkið kaffi 1772.
Fyrsta lyfjabúð í Nesi við Seltjörn 1772.
Fyrstu póstgöngur hefjast 1776.
Hið ísl. lærdómslistafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1779.
Ákveðið að flytja biskupsstólinn og skólann frá Skálholti til Reykjavíkur 1785.
Verslunareinokunin konunglega afnumin 1787.
Stofnað bókasafn og lestrarfélag á Suðurlandi (í Reykjavík) 1790.
Stofnað „Hið norðlenzka bóklestrarfélag“ 1791.

Víkingar

Víkingaskip í legu.

Seinasta löggjafarþing haldið á Þingvöllum við Öxará 1798.
Prentsmiðjan á Hólum flutt að Leirárgörðum 1799.
Landsyfirréttur settur á laggirnar í Rvík 1800.
Fyrsta organ, sett í Leirárkirkju, 1800.
Landið gert að einu biskupsumdæmi 1801.
Hólaskóli fluttur tll Reykjavíkur 1801.
Haldinn fyrsti yfirréttur í Reykjavík 1801.
Latínuskólinn fluttur frá Reykjavík til Bessastaða 1805.
Hið íslenska biblíufélag stofnað 1816.
Hið íslenska bókmentafélag stofnað 1816.
Fyrsti vísir til fréttablaða, Klausturpósturinn, kemur út 1818 (Minnisverð tíðindi ekki talin; þau komu út 1796—1808).
Prentsmiðjan flutt frá Leirárg. í Viðey 1819.
Hið norræna fornfræðafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1825.
Búnaðarfélag Suðuramtsins stofnað 1835.
Fyrsti árgangur Fjölnis birtist 1835.

Landnám

Við upphaf landnáms.

Fyrst gefin út Ný félagsrit 1841, rit Jóns Sigurðssonar.
Prentsmiðjan flutt frá Viðey til R.víkur 1844.
Fyrsta alþingi í Reykjavík 1845.
Latínuskólinn fluttur til Reykjavíkur frá Bessastöðum 1846.
Prestaskólinn settur í Reykjavík 1847.
Fyrsti stjórnmálafundur haldinn á Þingvöllum við Öxará 1848.
Fyrsta blað Þjóðólfs prentað 1848.
Hrossasala til útlanda byrjar um 1850.
Prentsmiðja sett á stofn á Akureyri 1852.
Verslunin gefin laus öllum þjóðum 1854.
Fyrsta gufuskip (enskt) kom til Akureyrar 1857.

Landnám

Landnám.

Fyrsta póst-gufuskip kom til Reykjavíkur 1858.
Spítali settur á stofn í Reykjavík 1863.
Forngripasafnið sett á stofn í Reykjavík 1863.
Barnaskóli í Reykjavík stofnaður 1863.
Þjóðvinafélagið stofnað 1870.
Fyrst fluttir inn skotskir ljáir 1871.“

-Heimild:
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 10. árg. 1904, 1. tbl. bls. 3-6.

Landnám

Landnám.

Háleyjar

Gerð var þriðja tilraunin til að ná “Íslandsklukku” þeirri er Helgi Gamalíasson frá Stað hafði sagst hafa séð í fjörunni neðan við Háleyjabungu fyrir alllöngu síðan er hann var þar við minkaveiðar. Helgi vissi sjálfur til þess að gripurinn hafi verið þarna í fjörunni í tugi ára.

Háleyjar

Háleyjar – spilakoppur.

Nú voru þátttakendur orðnir betur undirbúnir en áður, höfðu reynslu af svæðinu, voru vel gallaðir og tilbúnir að bjóða náttúruöflunum byrginn, en í fyrri tilraunum höfðu þau látið öllum illum látum á meðan á leitum stóð.
Þrátt fyrir stilltan sjó með ströndinni brimaði talsvert neðan við Bunguna. Sjór gekk þó ekki yfir hleinina. Á meðan aðrir leituðu af sér allan grun beggja vegna sjávarmarka fór einn þátttakenda út á Háleyjahleinina svona til að draga athygli aflanna að sér, ef á þyrfti að halda. Enda kom það síðar á daginn að honum tókst það með ágætum.

Háleyjar

Háleyjahlein – brimið.

Leitað var í klofstígvélum eins langt frá landi og mögulegt var og skoðað var undir hvern stein ofan sjávarmarka. Eftir allnokkra leit fram og til baka, án þess að nokkrum kæmi til hugar að gefast upp, var eins og kippt hefði verið í einn þátttakandann í fjörunni. Hann féll við og viti menn; þarna var “klukkan” skorðuð á milli stórra steina. Gengið hafði verið nokkrum sinnum framhjá henni, án þess að hún gæfi kost á sýnileika.
Skyndilega gekk sjórinn yfir hleinina með miklum látum. Það var sem Ægir hafi verið vakinn og hann risið upp til að fylgjast með hvað væri nú um að vera. Ofurhuginn hvarf í holskefluna, en barðist við Ægi og ekki síst fyrir því að halda sér við hleinina. Hefði sjórinn náð að skola honum yfir hana og yfir í víkina milli hennar og lands hefði mátt spyrja að leikslokum.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Útsogið úr víkinni var mikið og ofurhuginn hefði sennilega skolast á haf út án þess að geta haft nokkuð um það ráðið. Önnur holskefla gekk ufir hleinina, en maðurinn gat þokað sér nær landi með því að halda sér föstum í FERLIRshúfuderið með annarri hendi og þreifa sig áfram með hinni.

Á meðan var grafið hratt frá gripnum með járnkarli og hann losaður. Einn FERLIRsfélaganna, tók hann síðan í fangið og bar áleiðis á land. Í þá mund komst ofurhuginn heill og höldnu til lands, blautur og hrakinn. Ef hann hefði ekki haft húfuna er ekki að vita hvert hann hefði farið eða endað.

Saltfiskssetur Íslands

Saltfiskssetur Íslands.

“Klukkunni” var komið fyrir utan við aðaldyr Saltfiskseturs Íslands í Grindavík, eins og um var talað. Að því búnu var þátttakendum boðið í kaffi þar innan dyra.
Sú sögn er um Háleyjahlein að þar hafi brak úr þilfarsbát (Helga) frá Vestmannaeyjum rekið á land eftir að eldur kom upp í honum utan við ströndina. Ekki er ólíklegt að gripurinn gæti hafa verið úr þeim bát.
Þeir, sem eiga leið um Saltfisksetrið, geta barið klukkulaga ryðgaðan gripinn augum, þar sem hann stendur á stéttinni við aðaldyrnar að safninu.

Háleyjabunga

Háleyjabunga – gígur.

Draughóll

Sæmundur Einarsson (1765-1826) var ættaður af Suðurlandi. Hann vígðist 1790 og gegndi preststörfum á Kjalarnesþingum. Stóradal og Ásum, en 1812 fékk hann Útskála, sem hann  hélt til æviloka.

Garður

Letursteinn.

Í Fornleifaskýrslu 18. júlí 1817, nr. 4, lýsir hann Útskálum. Nefnir hann til sögunnar Másleiði við Hvalsnes, Flankaleiði, Kistugerði og leturstein þar hjá.  Auk þess nefnir hann rúnastein norðanhalt við landamerkin milli Kirkjubóls og Útskála þar sem standa tilteknir stafir. Auk þess ferhyrndan stein við túngarðshliðið á Stóra-Hólmi.

FERLIR leitaði lengi að og skoðaði framangreinda rúnasteina. Steinninn á mörkum Kirkjubóls og Útskála var löngum álitinn tengjast eftirmálum af drápi Jóns Arasonar árið 1550. Var talið að þarna hafi einhverjir aðfararmanna hans verið drepnir og síðan komið fyrir. Tveir hólar eru á Garðskaga, Draughóll og Skagahóll. Er steinninn utan í þeim fyrrnefnda og með þeirri áletrun er Sæmundur lýsir 1817. Nokkurn tíma tók að finna staðinn. Mörkin liggja þarna skammt vestar um gamlan hlaðinn garð. M er klappað á stein í fjörunni þar sem garðurinn endar. Letursteini þessum, líkt og 80 öðrum letursteinum á Reykjanesskaganum, hefur lítill sómi verið sýndur þrátt fyrir væntanlega merkilega sögu – hver svo sem hún er.

Heimild:
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823, fyrri hluti, Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. SÁM 1983, bls. 235.

Garður

Garður.

 

Jón Baldvinsson

Í Fálkanum 1955 er eftirfarandi frásögn af strandi togarand Jóns Baldvinssonar við Hrafnkelsstaðabergi á Reykjanesi:

Jon Bald

„Aðfaranótt fimmtudagsins 31. mars [1955] strandaði togarinn Jón Baldvinsson við Reykjanes og gjöreyðilagðist. Björgunarsveit slysavarnardeildarinnar „Þorbjörns“ í Grindavík bjargaði allri áhöfn skipsins, 42 mönnum. Með þessu er enn á ný höggvið skarð í hinn íslenska togaraflota á þessum vetri, þó að svo giftusamlega tækist til, að manntjón yrði ekkert við skipsskaða þennan. Togarinn var að koma af Selvogsbanka með talsvert af saltfiski innanborðs og ætlaði að fara vestur á Eldeyjarbanka eða vestur undir Jökul.

Nokkru fyrir klukkan fjögur um nóttina strandaði togarinn og sendi út neyðarskeyti. Var björgunarsveit Slysavarnadeildarinnar „Þorbjörns“ í Grindavík kvödd á vettvang, en á strandstaðinn er 10—15 kílómetra leið, sem víða er mjög seinfarin. Vitavörðurinn á Reykjanesi, Sigurjón Ólafsson, hafði séð neyðarblys frá skipinu, og varð hann fyrstur á strandstaðinn. Togarinn hafði siglt upp í brimgarðinn undir Hrafnkelsstaðabergi, rétt hjá litla vitanum á Reykjanesi, en skammt þar frá strandaði olíuskipið Clam, eins og mönnum er ennþá í fersku minni.
áhöfninNokkru fyrir klukkan 7 um morguninn var björgunarsveitin komin á strandstaðinn, og kl. 20 mín. fyrir 9 var búið að bjarga allri áhöfninni í land. Skipstjórinn, Þórður Hjörleifsson, fór síðastur frá borði. Björgunarstarfið gekk mjög greiðlega og áfallalaust, enda er sveitin skipuð vönum björgunarmönnum. Formaður hennar er Tómas Þorvaldsson, en Sigurður Þorleifsson er formaður Slysavarnadeildarinnar „Þorbjörns“.
Skipbrotsmenn nutu hinnar bestu aðhlynningar hjá vitavarðarhjónunum á Reykjanesi, og þegar til Grindavíkur kom, bauð kvenfélagið á staðnum öllum til hádegisverðar. Að því búnu héldu skipbrotsmennirnir til Reykjavíkur.
Þegar þetta er ritað, standa sjópróf enn yfir, svo að ekki er fullvíst um orsök slyssins.“

Heimild:
-Fálkinn, 28. árg.,14. tbl. (08.04.1955).

Jón Baldvinsson

Jón Baldvinsson – björgunarhringur.

Skarðsbók

Í sögugerð Landnámu (Um íslenska sagnaritun á 12. og 13. öld – Sagnfræðistofnun Háskola Íslands 2001) fjallar Sveinbjörn Rafnsson m.a. um „Landnámu„.

Húshólmi

Garður í Húshólma.

Hann telur að „varðveisla ritverks þurfi að vera ljós þeim sem það ætlar að nota“. Landnáma, grundvallarrit íslenskrar landnámsbókar, er hins vegar alls ekki augljós. Talið er að Melabók, sé elst skráðra heimilda um landnám hér á landi. Þetta verk hafi upphaflega verið verk Snorra lögmanns Markússonar á Melum (d. 1313), unnið um 1272. Í raunini segir þetta ekkert til um hvot eldri heimildir hafi þá verið til um hið fyrsta landnám. Þau rit kuna hins vegar, og að öllum líkindum og mög sennilega að vera fyrir löngu með öllu glötuð.
Sturlubók hafi komið þar á eftir, endurritun skinnhandrit frá 14. öld, en brann 1728. Það mun hafa verið skrifað upp á 17. öld af Jóni Erlendssyni. Upphaflega hafi verkið verið verk Sturlu Þórðarsonar, lögmanns og sagnaritara (d. 1284), unnið um og eftir 1270.
Hauksbók er skinnhandrit með hendi Hauks Erlendssonar lögmanns (d. 1334), skrifað var eftir 1299. Nú er það einungis varðveitt í 18 blöðum.
Skarðsbók er pappírshandrit frá 17. öld (fyrir 1636), skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá. Þórðarbók er og pappírshandrit frá 17., öld skrifað af Þórði Jónssyni prófasti.
Svo er að sjá sem Melabók, varðveitt í fáum blaðsíðum, sé elst, rituð um 1100. Í henni er þó ekki getið um fyrstu landnámsmennina, enda landnámið sem slíkt ekki aðalatriðið.
Í Sturlubók er kveðið á um Ingólf Björnólfsson, sem hinn fyrsta landnámsmann, en ekki minnst á Leif Hróðmarsson, síðar nefndan Hjör-Leif, fósturbróðir Ingólfs, Hróðmarsson, hvers sem faðirinn hét reynar Hróðmundur Gripsson og var hinn mesti forngarpur. Sumir töldu þáa að saga hans hafi verið lygisögu líkast.
Talið er að Melabók sé elst hinna eftirrituðu Landnámu, þá Sturlubók og loks Hauksbók, endurrituð. Ljóst er að röðin þarf ekki að vera slík. Í milli koma Styrmisbík og Þórðarbók.
Í rauninni skipir innihald þessara fornu bóka lítt máli, enda frumútgáfan merkilegust.
Skv. hinum rituðu heimildum kom Ingólfur til landsins um 874. Hann hafði vetursetu hér ásamt fóstbróður sínum, Leifi (Hjörleifi svonefndum eftir að hann nam sverðið eftirmynnilega úr jarðhýsinu í Skotalndi), en fór utan. Þá kom hann aftur, hélt til á Austfjörðum, en fór „suður með vesturströndinni“. Hann staðnæmdist við Ingólfshöfa og hafði vetursetu við Ingólfsfjall (Fjall). Hann mun því hafa komið til Reykjavíkur, skv. umsögn Karls og Vífils, á árum 1877 til 879.

Skálholt

Skálholt fyrrum.

Sagan er skrifuð um 350 árum eftir að atburðirnir gerðust. Er líklegt að fólk hafi munað einstaka atburði eftir svo langan tíma? Gætum við, í dag, með sæmilegri sanngirni, skrifað um atburði er gerðust að 350 árum þeim loknum?. Skv. nútímanum ættu bæði Brynjólfur biskup Sveinsson og Ragnheiður dóttir hans að liggja okkur algjörlega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hversu áreiðanlegt yrðu slík skrif? Gísli Sigurðsson segir að ummhverfi okkar sé að mörglu leyti ólíkt og var forðum. Munnleg geymd hafi fyrrum verið mun ríkari í samfélagsmyndinni sem og með mönnum fyrrum. Líklegra sé að sagnir hafi varðveist mun betur með fólki hér áður fyrr en nú gerist. Þar hafi verið um að ræða hluta af hinni ríku sagnahef landsmanna.
Í rauninni má álykta að að Melabók hafi alls ekki verið hina elsta Landsnámsbók. Sögur og sagir voru skráðar á bókfell löngu áður en menn settust að hér á landi. Egyptar skráðu sína sögu á leirtöflur og síðan pappírus. Rómverjar skráðu sína sögu á pappírus sem og Grikkir löngu fyrrum. Af ritun hinna fyrstu Land-námsbókar má með góðu móti álykta að að síðari tíma afritanir hafi jafnan dregið dám að þeirra tíðaranda.
Líklegt má telja að hin fyrsta og „upprunalega“ Landnáma hafi fyrir löngu glatast, líkt og dæmi eru um, en eftirritanir jafnan dregið dám af tilefni og tilgangi hverju sinni. Þannig hafi Sturlubók og síðan Sturlubók, sem og öðrum eftirkomandi, verið ætlað ætlað sem og sýnir.að staðfesta þáverandi fyrirkomulag. Manninum hefur æ og yfirleitt verið mikilvægt að sýna fram á það sem markverðast er á hverjum tíma. Sagan segir svo frá.
Ef haft er í huga að Veruleikinn sé ekki til má segja sem svo að jafnan hafi hver og einn séð tilveruna með eigin „gleraugum“ á þeim tíma er þurfa þótti.

Landnáma

Landnáma.

Óskot

Ætlunin var að skoða tóftir Óskots norðvestan við Hafravatn, ganga að Langavatni upp á Óskotsheiði, en skoða áður tóftir útihúsa hins gamla bæjar, njóta útsýnisins yfir vatnið af Langavatnsheiði undan Þverbrekkum og halda síðan að Reynisvatni.
Tóftir ÓskotsNýbyggðin hefur teygt sig að vatninu, en milli hennar og þess eru tóftir gamla bæjarins að Reynisvatni. Aflað hafði verið örnefnalýsinga af svæðinu, en þrátt fyrir lögformlega fornleifaskráningu af því vegna framkvæmdanna þá hafa upplýsingar af þeim vængnum verið af skornum skammti.
Í örnefnalýsingu fyrir Óskot, sem Ari Gíslason skráði kemur m.a. eftirfarandi fram: „
Jörð í Mosfellssveit, liggur vestan við Hafravatn. Jörðin liggur sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás…
Svo er suðvestur af henni Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal. Þá er þar næst Þórðargjótuhryggur, sem er þar næst, og þá kemur Óskotsheiði; þar upp af er svo Langavatn. Suður af bæ fram í vatnið er nafnlaus tangi. Svo eru Efri-Þverbrekkur, grasflatir, er liggja fram undir frá vatninu suður í heiðina. Þá er smámelbunga, er heitir Fjárhúsmelur, liggur þvert á Þverbrekkurnar; svo eru Gömluhús, þar voru beitarhús áður fyrr í heiðarbrúninni. Vestast í túni er Stóristeinn, huldufólkssteinn.“
StóristeinnHaldið var yfir Hafravatn (76 m.y.s.) frá réttinni norðan við vatnið á ís – og landi náð neðan við Vörðuholt. Við vatnið hefur myndast allnokkur sumarbústaðabyggð með tímanum svo klofa þurfti yfir nokkrar girðingar á leiðinni upp að Óskoti. Tóftir bæjarins, sem hefur verið hlaðinn að hluta, er ofan Holtsins. Skammt vestar er myndarlegt gróið gerði. Norðvestan í því eru tóftir, sennilega frá fjárhúsi. Skammt vestar er fyrrnefndur Stóristeinn. Ekki var með öllu hægt að útiloka að a.m.k. örlítil birta kæmi innanúr honum þennan skammdegisdag – ef sérstaklega var að hugað. Á millum mótar fyrir görðum og tóftum. Erfitt var að greina hvorutveggja við þær aðstæður, sem í boði voru.
Ljóst er að búið hefur verið í Óskoti fram á 20. öld. Ummerki bera þess vitni. Rafmagn hefur verið leitt í húsið, auk þess sem tún hafa verið ræst fram og heyvinnuvélar eru enn á túnum.
Kirkjan á LangavatnsheiðiÞann 5. ágúst 1887 var dæmt í máli sem Guðmundur Einarsson í Miðdal höfðaði gegn umboðsmanni þjóðjarðarinnar Þormóðsdals. Réttarkrafa Guðmundar var sú að allt það land sem áður fylgdi eyðijörðinni Óskoti yrði með merkjadómi dæmt undir eignarjörð hans Miðdal og að Þormóðsdal yrði frádæmt ítak í sömu eyðijörð. Guðmundur byggði kröfu sína á Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1704 en þar taldi hann koma fram að Óskot hefði verið hjáleiga Miðdals. Dómurinn gat hins vegar ekki tekið undir þetta sjónarmið og taldi að Jarðabókin bæri ekki með sér að Óskotsland væri hluti af landi Miðdals né að það hefði gengið undir það. Hins vegar mætti sjá á sömu heimild að Óskot væri talin konungseign og hafi verið notað af Reynisvatni. Guðmundur gæti því ekki stutt tilkall sitt til Óskotslands með tilvísan í Jarðabók Árna og Páls né öðrum afleiddum heimildum. Þar sem Guðmundur gat ekki reitt fram aðrar heimildir fyrir því að Óskotsland væri löglega runnið undir Miðdal virtist dómnum næst að ætla, eftir því sem fram var komið í málinu, að Óskotsland væri enn í eigu konungs, þ.e. almenningseign líkt og 1704.
Göngumaður á LangavatnsheiðiSannað þótti með vitnaleiðslum frá 1842, sem lagðar voru fyrir dóminn, að Óskotsland hafði frá ómunatíð verið notað óátalið, afgjaldslaust og eftir þörfum af fjórum jörðum, þ.e. Miðdal, Þormóðsdal, Kálfakoti og Reynisvatni. Ekki hafði neitt komið fram í málinu sem sýndi að breyting hafði orðið þar á síðan 1842. Málinu var því vísað frá.
Haldið var upp með vegi áleiðis að Langavatni um Óskotsheiði. Þar ofar, í Langavatnsheiðinni, eru tveir sumarbústaðir og stendur kirkja, lítil en reisuleg, suðaustan þeirra. Einn FERLIRsfélaga hafði fyrir ferðina sent inn eftirfarandi upplýsingar: „Langar ykkur ekki til að finna kirkju sem enginn þekkir né veit af? Í tilefni gönguferðarinnar á morgun vek ég athygli þína á kirkju sem er á miðri Langavatnsheiðinni. Hún ætti ekki að fara fram hjá ykkur á leiðinni frá Óskoti og að Langavatni. Falleg timburkirkja í íslenskum sveitastíl. Þessi kirkja er reyndar inni á einkalóð og væntanlega reist af einhverjum einkaaðila. Ég hef hvergi séð þessarar kirkju getið né séð hana skráða. Hún er því líklegast reist af einkaaðila eða einhverjum sérsöfnuði. Ég hef einu sinni komið inn í hana á gönguferð um svæðið. Engir kirkjubekkir né altari en fáeinar styttur eða höggmyndir.“
Þarna var að sjá timburkirkju, væntanlega í einkaeigu, ófullgerða að innan. Hún er ekki frábrugðin Krýsuvíkurkirkju að öðru leyti en því að á þessari er lítill turn. Við bústaðinn Reynivelli eru nokkur listaverk úr steinsteypu. Þarna virðist mikið hagleiksfólk hafa unað frísínum stundum, því ýmislegt annað bar og fyrir augu, s.s. vindmyllumastur, fornfálegur traktor, o.fl. o.fl.
Vatnsberi á LangavatnsheiðiÍ lýsingum af gömlum reiðleiðum segir m.a.:
Frá Álafossi er farið í áttina að Suður-Reykjum, en þaðan stutt frá liggja götur út með hlíðinni og að Hafravatni. Fyrir suðvestan Hafravatn skammt þar frá sem Úlfarsá rennur úr vatninu til vesturs er eyðibýlið Óskot og liggja troðningar þar hjá og áfram um Óskotsheiði og suður á Langavatnsheiði og Reynisvatnsheiði. Þá er komið á veg, sem liggur að Reynisvatni. Þess má geta að Úlfarsá verður seinna að Korpu og síðan Blikastaðaá, sem rennur til sjávar hjá Blikastaðakró.
Ekki veit ég til þess að ortur hafi verið óður til Óskotsheiðar líkt og Laxness gerir til Mosfellsheiðar. Í Kvæðakveri útgefið 1949 birtist ljóð eftir hann, sem byrjar svona: „Ó Mosfellsheiði.“ Seinna í kvæðinu lofsyngur Halldór sauðkindina og lömbin svöng. Hann minnist líka á fuglakvak og döggvatár. Sú árátta sumra að rakka niður sauðkindina, hefur lengi farið í taugarnar á mér. Það er því nokkur huggun að lesa í kvæði Laxness, að honum finnst sauðkindin „yndisleg? og ?trú og trygg.“ Og hann talar um veislu sem hefur varað í þúsund ár. Við sem höfum setið við þetta veisluborð, ættum að sjá sóma okkar í því að tala ekki ílla um aðal gestgjafann.
En aftur að Óskotsleið. Skammt þar hjá sem hún kemur á veginn niður að Reynisvatni liggja ágætar moldargötur um Reynisvatnsheiði að Rauðavatni. Einnig liggja götur um Hólmsheiði. Því miður hef ég aldrei almennilega getað áttað mig á því hvar ein heiðin hættir og sú næsta tekur við. Þarna efra er talsverð bleyta á veturna, en á vorin og yfir sumarið eru þarna vildisgötur. Þetta vita þeir best, sem eru með hesta sína í Fjárborginni, en hún er fyrir austan Almannadal.
Hestur á LangavatnsheiðiÍ Almannadal mættust fjölfarnar leiðir fyrrum m.a. aðalleið skreiðarlesta austan úr sýslum til Suðurnesja, að sækja skreið í skiptum fyrir búvörur. Einnig leið til norðurs hjá Reynisvatni til Gufuness og verstöðvanna við Kollafjörð. Niðurgrafnar moldargötur þarna uppi á heiðunum bera vott um þetta. Þeir sem áhuga hafa á gömlum reiðleiðum ættu að skoða sérstaklega gömlu skreiðarleiðirnar, sem lágu til veiðistöðvanna víðsvegar um land. Þær mörkuðu aðal vegakerfi landsins á sinni tíð.
Hestur á LangavatnsheiðiÞess skal getið að í Trippadal milli Rauðavatns og Fjárborgar á að rísa nýtt hesthúsahverfi Fáksmanna. Þaðan verður væntanlega aðal tengingin við Mosfellssveitina um Óskotsleið. Reiðgötur hjá Grafarholti ættu samt áfram að haldast opnar, þó svo að þær liggi ansi nálægt golfvellinum hjá Korpúlfsstöðum. Golfleikarar er einn háttvísasti þjóðfélagshópur landsins, svo að ekki þurfum við að kvarta undan nábýli við þá. Það heyrir til undantekninga ef golfleikari bíður ekki með að slá kúlu sína sjái hann hestafólk nálgast. Frá þessu væntanlega hesthúsahverfi liggja einnig ágætar reiðgötur um Rauðhóla og hringinn í kringum Elliðavatn.
En aftur að Óskoti. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er þess getið, að Óskot sé forn eyðijörð og enginn viti hversu lengi hún hafi verið í auðn. Talið er að hún hafi verið í konungseign. Ábúendur jarðarinnar Reynisvatn notuðu hana til beitar og torfskurðar. Einhver silungsveiði mun hafa verið þarna.
Við LangavatnSeinna hefst búskapur á Óskoti og er síðasti bóndinn þar Janus Eiríksson. Afi hans í móðurætt, Guðmundur Kláusson. kom sunnan með sjó og keypti þetta kot. Janus er fæddur árið 1922 og er enn lifandi. Faðir hans, Eiríkur Einarsson, dó þegar Janus var aðeins 15 ára gamall. Móðir hans vildi ekki flytja frá Óskoti og það varð því úr að þau bjuggu þarna saman. Þau voru með kýr, kindur og hænsni, en Janus hætti búskap eitthvað í kringum 1970. Hann segir mér að gríðarleg umferð hafi verið hjá Óskoti um Gamla veginn svonefnda, sem lá austur á Þingvöll.
Venjulega er riðinn bílvegurinn að Reynisvatni, en skammt frá honum má sjá móta fyrir gamla Þingvallaveginum, sem liggur í Seljadal og áfram um Vilborgarkeldu á Þingvöll, en Vilborgarkelda er forn áningarstaður austast á Mosfellsheiði.
Úr því að minnst er á leiðina um Seljadal skal þess getið, að ekki langt frá henni og skammt frá Hafravatni stendur bærinn Búrfell. Minnst er á eyðibýli með sama nafni í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1703. Bærinn hafði þá verið í eyði í 8 ár og var þetta hjáleiga frá Miðdal. Í Jarðabókinni segir:

Fálkavarða

„Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá er ágangi ferðamanna gæti af hrundið, og þykir því ei aftur byggjandi.“ Þessi setning skýrir að nokkru rótgróna tortryggni bænda gagnvart hestafólki. Ferðamönnum fylgdi átroðningur hér áður fyrr. Við hestafólk eigum vissulega rétt á að ferðast um þetta land, en á okkur hvílir sú skylda að hlífa gróðri eins og kostur er þar sem við eigum leið um.
Milli Hafravatns og Langavatns heitir á einum stað Þórðargjóta. Þar varð eitt sinn úti smalamaður frá Miðdal. [Erfitt var að staðsetja gjótu þessa við þær aðstæður er nú voru fyrir hendi; hnédjúpur snjór að jafnaði og enn dýpri í lægðunum.] Hjá Reynisvatni er tekið vel á móti hestafólki og er þar gerði fyrir hesta og selt kaffi. Ég veit að Fákskonur hafa oft riðið þarna upp eftir úr Víðidal á vorin. Ekki skyldu menn verða á þeirra leið þegar þær eru að beisla gandinn.
Um jörðina Reynisvatn segir í Jarðabókinni, að þar sé nægilegur torfskurður til húsagerðar og eldiviðar, en að vatnsból þrjóti í stórharðindum og að skepnum stafi hætta af foruðum. Laxveiðiréttindi á jörðin í Korpu, en veiði er lítil. Kirkjuvegur er langur. Leigan greiddist með smjöri ýmist til Bessastaða eða Viðeyjar.
Tóft norðan ReynisvatnsÍ Sýslu- og sóknalýsingu frá því um miðja 19. öld er þess getið að aðalkirkja sóknarinnar hafi verið á Mosfelli, en einnig var kirkja í Gufunesi. Messað var 3ja hvern helgan dag á veturna en 2 hvern á sumrin. Einnig virðist hafa verið messað 10da hvern helgan dag í Viðey. Engin hætta var á því að þeir á Reynisvatni kæmu of seint til messu. Ef þeir vildu vita hvað klukkan var þurftu þeir ekki annað en að gá til sólar og miða hana við kennileiti í náttúrunni. Austast er Árdegisás, því næst Hádegishæð og vestast Nónás. Aldrei stöðvaði þetta sólarúr. Gussi sá til þess að halda því gangandi.
Síðasti bóndinn á Reynisvatni var Ólafur Jónsson. Hann var múrari og byggði m.a. Hótel Borg. Eitthvað lengur mun hafa verið búið á Reynisvatni en Óskoti.“

Mælipunktur við Fálkavörðu

Haldið var til vesturs eftir Langavatnsheiðinni ofan við Þverbrekkur, með útsýni yfir Langavatn (99 m.y.s.), og stefnan tekin á Reynisvatn með viðkomu hjá Fálkavörðu. Varðan stendur enn heilleg. Upphaflega hefur hún líklega verið hlaðin sem  merkjavarða. Suðaustar er önnur minni og norðan hennar er myndarleg fuglaþúfa. Fálkavarða er reist á sléttri jökulsorfinni klöpp á hæstu hæð. Við hlið hennar hefur verið málaður hringur og á hann járnbandsfest mælistika. Að öllum líkindum er um að ræða hæðarpunkt fyrir hinar nýju framkvæmdir, sem þarna hafa átt sér stað og munu eiga sér stað. Þegar hefur t.d. verið gert ráð fyrir sérstakri byggð undir norðvestanverðum Reynisvatnsási. Reyndar eru gjarnan reynt að selja byggðakjarna þessa undir þeim formerkjum að boðið er upp á búsetu „í nánd við náttúruna“, en hver heilvita maður, sem fylgst hefur með þróun byggðar, veit að boðið verður innan skamms upp á annað sambærilegt hverfi utar [sem einnig verður auglýst með framangreindum fornmerkjum]. Staðreyndin er og hefur verið sú að borgir og bæir vaxa ÚT Á VIÐ. Bæjarkjarni Ingólfs Arnarssonar norðvestan við Tjörnina var fyrrum „í tengslum við náttúruna“. En ekki lengur. Breiðholtshverfið var byggt „í nánd við náttúruna“, en ekki lengur. Vitað er að verktakar ásælast lágheiðarlendur vatnanna austan Reykjavíkur. Ljóst er að byggðin mun þróast til upplandsins því ekki er ætlunin að bjóða upp á staurabyggð í sjónum með fjörunni. Þá mun sérhver nýbyggð verða „í tengslum við náttúruna“ – í skamman tíma.
Þegar ný svæði eru tekin undir byggð fer m.a. fram fornleifaskráning v/gamalla minja, örnefna, leiða og annarra merkilegheita á svæðinu. Allt þekkt er samviskusamlega skráð, teiknað, myndað og fært til bókar. Skýrsla um efnið er gefin út – og hent út í horn. Hingað til hefur ekki vottað fyrir svo litlu nema örlítilli hugsun í þá áttina að eflaust væri ástæða til að varðveita a.m.k. hluta þessa eða jafnvel meira sem hluta af heild. Fólk virðist alltaf þurfa að vakna upp við vondan draum – löngu seinna – og þá of seint.
Ætlunin er að ganga heiðina sunnan við Langavatn og umhverfis vatnið við tækifæri. Frá Reynisvatnsásnum er Hlaðinn garðhluti við Reynisvatnhið ágætasta útsýni yfir vatnið. Búsetan var vestan við það, en á leiðinni var gengið fram á tóft á lægri ás norðan við vatnið. Hún var merkt Minjavernd Reykjavíkur. Svo virðist sem Minjaverndin merki sumar tóftir, en horfi fram hjá öðrum, ekki síður merkilegum. Ástæðan gæti verið sú að um stórt svæði er að ræða og tíma getur tekið að finna allar minjar, sem ástæða er til að halda til haga. Má í því sambandi nefna tóftir Keldnasels austan við Langavatn. Þær sjást ágætlega, en eru ómerktar, enda hafa ökumenn stærri bíla dundað sér við að aka yfir þær á ferðum sínum um heiðina.
Nokkrar tóftir eru enn greinlegar við Reynisvatn, s.s. stök tóft, hlaðnir veggir o.fl.
Í framangreindri lýsingu reiðleiða segir auk þess: „Frá Reynisvatni er riðið meðfram vegi framhjá Engi niður að Vesturlandsvegi. Riðið er meðfram Vesturlandsvegi og undir brúna á Korpu. Þaðan er svo farið eftir nýjum reiðgötum yfir vað á Korpu og hjá golfvellinum hjá Korpúlfsstöðum. Aftur er farið yfir Korpu ýmist á brú eða vaði og svo skömmu síðar riðið um árfarveginn á Blikastaðaá stuttan spöl og svo yfir Ferðamannavað á Blikastaðaá og er þá aftur komið á Blikastaði. Á Blikastaðaá voru þrjú Tóft vestan við Reynisvatnnafngreind vöð. Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna. Ferðamannavað er þar sem gamli vegurinn liggur niður undir sjó og það neðsta niður við sjó en ofan klettanna. Það heitir Króarvað.“
Líkt og á Reynisvatnsási einkennist umhverfi Reykjavíkur af jökulsorfnum grágrýtisholtum með dældum á milli sem víða mynda stöðuvötn, til dæmis Rauðavatn. Hins vegar er grágrýtið samsett úr mörgum hraunstraumum frá mismunandi tímum, og Reynisvatn er í kvos á mótum hraunstrauma. Útfall hefur verið úr vatninu til norðurs en hlaðið hefur verið í það og vatnsborðið þannig hækkað.
Í örnefnalýsingu fyrir Reynisvatn segir m.a.: „Upplýsingar gaf Anna Ólafsdóttir, er átt hefur heima á Reynisvatni í 52 ár, eða frá því hún var 3ja ára gömul. Bærinn Reynisvatn stendur við samnefnt vatn, sunnan við Úlfarsá. Kúagirðing heitir mýri meðfram Úlfarsá, norðaustanvert við bæinn. Reynisás eða Reynisvatnsás er ás austan við Reynisvatn, og uppi á honum er Fálkavarða. Milli Almannadals og Valla, sem er bær undir vesturenda Kistufells er holt og laut, sem kallað er Gráskjalda.“ Þá er vitað að eyðibýlið Höfði á að vera í heiðinni sunnan við Langavatn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur-Reynisvatnshringur um Óskot.
-Selvogs- og Ölfusafréttir, dags. 24.9.1889.
-visindavefurinn.is
-Haukur Ólafsson.
-Örnefnalýsingar fyrir Reynisvatn og Óskot – ÖÍ.

Reynisvatn

Hamarinn

FERLIR fékk eftirfarandi frásögn senda:

Fagrakinn

Fagrakinn 2.

„Sæll,
ég mátti til með að deila með ykkur reynslu minni af huldufólki eftir að hafa kíkt á síðuna ykkar. Er ég var c.a. 10 ára gamall bjó ég  í Fögrukinn 2 [í Hafnarfirði], rétt fyrir neðan Hamarinn. Ég gleymi aldrei morgninum þegar ég sá, að ég held búálf, í stofunni heima. Stóð ég stjarfur við dyrnar á herberginu minu í nokkrar klukkustundir og fylgdist með álfinum. Ég vakti bróður minn sem var í herberginu með mér, en hann sá hann ekki. Hann virtist ekki vita af mér.
Ég man nákvæmlega hvernig hann leit út; var mjög vel til fara í grænum jakkafötum, stuttar skálmar, tréklossum, svart yfirvaraskegg og hár, með grænan oddmjóan hatt, c.a. 1,2 til 1,5 m á hæð.
Gaman væri að heyra fleiri sambærilegar sögur – ef til eru.
Kv.Páll.“

Hamarinn

Hamarinn í Hafnarfirði.