Þórkötlustaðanes

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1992 ritar Hinrik Bergsson viðtal við Júlíus Danílesson um „Útgerðarsögu í Þórkötlustaðanesi„.

Hinrik Bergsson„Óljóst tengjast bernskuminningar mínar, ferðum suður í Þórkötlustaðarnes með bræðrum mínum og frænku, til að færa föður okkar mat eftir róður eða beitningu, og kannski var rennt fyrir smáufsa af bryggjusporðinum í leiðinni. Seinna, þegar ég fór að vinna í tímavinnu hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, minntist ég sögusagna mér eldri manna sem tóku þátt í sjósókn og uppbyggingarstarfsemi og síðan endalokum útgerðar í Nesinu.
Það teygðist því stundum úr kaffitímunum við frásagnir af sjóróðrum, vinnu, fólki og spaugilegum atburðum.

Grindavík

Hraðfrystihús Þórkötlustaða – Byggt 1946 og tók til starfa 1947.

Þarna voru menn að minnast sinna mestu manndómsára, þegar þeir voru flestir í útgerð og sjósókn og voru sínir eigin herrar.
Þeim fækkar nú óðum sem róið hafa ur Nesinu og á síðasta ári lést Magnús Þórðarson frá Búðum, en hann lifði lengst þeirra formanna sem reru úr Nesinu. Til að koma á blað þessu tímabili í útgerðarsögu Grindavíkur átti ég tal við Júlíus Bjargþór Daníelsson. Hann er fæddur 27. ágúst 1910 og er sonur hjónanna Daníels Daníelssonar og Þóru Jónsdóttur frá Garðbæ.

Allur fiskur seilaður upp

Þórkötlustaðanes
Frá því ég man fyrst eftir mér réru Þórkötlungar úr Buðlungavör (buðlungur=fiskhlaði), og voru að jafnaði gerðir út 5 tíæringar á vetrarvertíðum en í vertíðarlok sem ávallt var 11. maí, var þeim hvolft í naust fyrir ofan vörina en minni skip sexróin, voru notuð á sumrin og haustin, segir Júlíus er hann rifjar upp liðan tíma.

Grindavík

Áttæringar í Nesi.

Árið 1929 komu fyrstu vélarnar í skipin í Þórkötlustaðahverfi. Þá var Þórkatlan keypt af Jóni bróður mínum og fleirum og með þeim byrjaði ég að róa ári síðar suður í Nesi. Í fyrstu var engin bryggja, lent var í Nesvörinni og allt seilað upp. Þá var eitt færið bundið upp í hnykil og alar seilar bundnar saman og tvær laggarbaugjur settar við og rakið ofan af hnyklunum þar til komið var inn í vörina, þá var vaðið í land og skipið strax dregið á land með spili sem knúið var af líkamskraftinum. Síðar kom vélspilið sem létti mikil setninguna.
Upp úr vörinni fóru fljótlega að rísa fiskverkunarhús, beitningarskúrar, ískofar sem beitugeymsla og lifrarbræðsla. Þá voru þrjú íbúðarhús byggð í Nesinu; Höfn, Arnarhvoll og Þórshamar.

Byrjað á bryggjusmíði

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Vorið 1932 var fyrst farið að huga að bryggjusmíði og var hún staðsett um 35 metra sunnan gömlu bátavararinnar og unnið við hana í tvö sumur.

Þórkötlustaðanes

Uppsátu í Nesinu norðan við bryggjuna. Höfn fjær.

Bryggjan var þannig að byggð, að í henni voru steyptir veggir, grjótfylling og steypt þekja og hallaði hún fram í sjó. lengdin var 70 m. og breiddin 8 m.
Kostnaður við bryggjugerðina var 37 þús. kr. Ríkið greiddi þriðjung kostnaðar en heimamenn 2/3, sem tíðkaðist á þessum tíma. Bryggjusmíðin tókst vel í alla staði og hún gjörbreytti allri aðstöðunni til hins betra. Erfiður uppburður á fiski var nú úr sögunni, því nú fóru bílarnir fram á bryggjuna og fluttu fiskinn beint úr bátunum. Þá voru steyptir stokkar með eikarhlutum norðan við bryggjuna ári síðar, til að setja bátana á. Fljótlega kom í ljós að bryggjan náði oaf stutt fram, bátarnir flutu ekki upp með henni þegar lágsjávað var og eins var sker fyrir framendanum sem var til mikilla óþæginda.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Því var farið að huga að lengingu bryggjunnar, en það var ekki fyrr en árið 1945 sem hún var lengd með 20 m löngu keri sem steypt var af heimamönnum á stokkum norðan við bryggjuna. Þessi síðasta framkvæmd í nesinu kom ekki að miklum notum því margir voru þá komnir í bretavinnuna og ári síðar var Hraðfrystihús Þórkötlustaða stofnað. Það voru því aðeins Guðmundur Ben. á Svani, Magnús í Búðum á Sæbjörgu og Haraldur á Eyvindarstöðum á Vini sem gerðu þarna út eina vetrarvertíð, en örlög útgerðar í Nesinu voru brátt ráðin, því öll skipin voru seld og enginn þeirra sem gerði þar út flutti sína útgerð út í Hópið í Járngerðarstaðahverfið, nema óbeint sem hluthafar í Hraðfrystihúsinu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – Uppdráttur ÓSÁ.

Þegar mest var hins vegar í útgerð í nesinu voru 11 skip gerða þaðan út og þá voru umsvifin ekki minni en í Járngerðarstaðarhverfinu.
Byggðin drógst saman, fiskhúsin voru rifin og sjö íbúðarhús voru flutt úr Nesinu og Hverfinu og nú líktist Nesið stóru byggðarsafni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. En í Nesinu hefur ávallt verið mikil happalending, eins og þessi gamla þjóðsaga um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum vitnar um.

Þjóðsagan um sundin
Þórkötlustaðanes
„Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðasrtöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurnir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé ekki getið, því þeir höfðu mannaforráð, svo sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sóttu meira en fjöldinn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e., þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land, þegar þeir heimabændurnir komu hvor í sínu sundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkatla það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykir allt hafa orðið að áhrínsorðum, þannig að enginn bátur hefur farist á Þórkötlustaðasundi.“

250-400 fyrir vertíðina

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

Margi vermenn komu í Nesið oft ára eftir ár. Þetta voru mest aðkomumenn autan úr sveitum, úr Hreppunum, Tungunum og alla leið autan úr Skaftafelli. Þeir reru á vetrarvertíðinni frá því seinni partinn í janúar og fram til 11. maí. Það fiskaðist oft mjög vel á þessum árum og oft var tvíróið sama daginn.
Ég man eftir því, segir Júlíus, að eina vertíðina fengum við 500 skipspund af þurrfiski, þ.e. 160 kg. í hverju pundi. Eitthvað nálægt 80 tonnum. Menn voru yfirleitt ráðnir uppá kaup frá 250 upp í 400 kr. fyrir vertíðina, sem hélst fram undir stríð.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðabæirnir.

Tíðarfarið var ákaflega misjafnt þá eins og nú. Þetta var brimverstöð og sundið varasamt en með gætni og varkárni fór allt vel og ekki veit ég til að skip farist á Þórkötlsutaðasundi og það gengið eftir sem segir í þjóðsögunni.
Ég kveð Júlíus Daníelsson á heimili hans á Hrafnistu í hafnarfirði. Hans minni er enn gott og hann hefur frá mörgu að segja frá liðnum tíma. M.a. sína eigin útgerðarsögu eða þátttöku hans við hin ýmsu skipsströnd en Júlíus var einn af þeim sem björgðu skipverjunum af Cap Fagnet þann 24. mars 1931 og er annar núlifandi þeirra björgunarsveitarmanna. Þá var fluglínutæki í fyrsta sinn notað við björgunarstörf hérlendis.“ – Hingrik Bergsson

Heimild:
-Sjómanndagsblað Grindavíkur 1992, Hinrik Bergsson, Útgerðarsaga í Þórkötlustaðanesi, bls. 35-36.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – loftmynd.

Kerin

Í „Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð“ 1989 er m.a. fjallað um Undirhlíðarveg, „aðalleiðina“ millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur fyrrum.

Undirhlíðarvegur

Undirhlíðar

Stóri-Hríshvammur.

„Fyrst skal hér lýst þem vegi, sem mest var farinn og aðallega þegar farið var með hesta. Vestur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunnanverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremstahöfða, upp í Kaldársel.

Kaldá

Kaldá við Kaldársel.

Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar látnir drekka, þegar farið var yfir ánna, því oftast var ekki um annað vatn að ræða, fyrr en til Krýsuvíkur var komið. Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, uns komið var að Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víðar allsæmilegur, moldar- og melagötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með Undirhlíðum, kringum eldvörp þau sem Ker heita, og hefur hraun streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið. Syðst undir Undirhlíðum, eða nokkru sunnar ern Stóri-Hríshvammur, er farið yfir með rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnskarðsháls, þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr hrauninu upp á hálsinn.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur í bakgrunni.

Í Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum skipt ofan, einkum ef lest var ekki þung. Þegar lagt var upp úr Vatnsskarði, taka við honum svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lestargang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar tekur við stór Grasflöt, sem Hofmannsflöt heitir.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur (Hádegishnúkur).

Við suðurenda hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdegishnjúkur heitir. Veit ég ekki hvernig það nafn er til orðið – en gamalt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það ekki komið frá Krýsuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Ási eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannsflöt sleppir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur yfir hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er það leiðarmerki um það, að þeir sem til Krýsuvíkur ætluðu tækju stíginn upp hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því sá vegur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti útvörður þess langa og tildótta háls, fagurt, keilulagað fell, – Mælifell.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skál inn og ofan við hálsinn.

Ketilsstígur

Ketilsstígur.

Grasflöt er í botni ketilsins, sem er svo djúpur, að born hans mun vera jafn undirlendinu fyri neðan Hálsinn. …Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sér 30-40 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. … Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdegishnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel to suðuausturs, og blasir þar við hæsta nípa hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött en stutt.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir. …Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krýsuvíkur, þó er um einnar stundar lestargangur heim í Krýsuvík. …Úr Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Segil. …Sunnan gilsins er Seltúnsbarð. ….Af Seltúnsbarði er haldið yfir svonefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vesturbakka Grænavatns. Nokkuð norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt háum melum, og sést ekki af veginum.

Grænavatn

Grænavatn.

Þegar Grænavatni sleppir, er örstuttur spölur suður á móts við við Nýjabæina, Stóra-Nýjabæ til vinstri, Litla-Nýjabæjar til hægri, og þar með komið í Krýsuvíkurhverfi. Milli Nýjabæjanna og heimajarðarinnar Krýsuvíkur er um 12 mín. gangur. Tún heimajarðarinnar liggur sunnan undir og upp í Bæjarfelli, en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarðurinn standa á hól eða hrygg sunnarlega á túninu.
Hér hefir verið lýst að nokkru aðalveginum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, sem eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleiðin á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið tali um 8 klst. lestargangur.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, Fornleifastofnun Íslands, bls. 265-266.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 83-87.

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Gvendarsel

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 er m.a. fjallað um gamlar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur; Vatns- eða Dalaleið, sem voru í raun sitthvor leiðin vestan og austan Kleifarvatns millum Krýsuvíkur og Kaldárssels.

Vatns- eða Dalaleið

Breiðdalur

Breiðdalur.

„Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki farið áður. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið.

Slysadalur

Slysadalur.

Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara [þessa] leið en áður var. …Það er þá fyrst, að þessi leið er stysta og beinasta lestarleiðin milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðastaða og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún er nokkrum annmörkum háð, – og hún gat verið hættuleg. Þessi leið var ekki hægt að fara, jafnvel svo árum skipti, nema ísar verið tryggir, og lágu til þess tvær meginástæður. Annars vegar réðu hér um vetrarhörkur, hins vegar náttúrfyrirbæri, sem enn eru óskýrð, svo fullsannað sé. Hér kom fram sem oftar, að ekki fóru ávalt saman óskir ferðamannsins og lögmál náttúrunnar. Til þess að hægt væri að fara þessa leið með hesta að vetri til, varð Kleifarvatn að vega á hestís. Reynslu voru menn búnir að fá fyrir því, að Kleifarvatni var ekki að treysta á ís með hesta fyrr en eftir vetrarsólhvörf.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

…Á þessari leið gátu ísar verið ótryggir víðar en á Kleifarvatni, sem síðar mun vikið að. …Landi því, sem að Kleifarvatni liggur, er þannig háttað í höfuðdráttum: Fyrri suðausturenda vatnsins er móbergshöfði, sem gengur í vatn fram og heitir Geithöfði. Þá nokkru lengra til suðausturs er hæðarbunga, sem Gullbringa heitir. Þá tekur við grámosahraun, sem steypst hefur fram af fjallinu norðan Vörðufells og runnið í mjóu belti í vatn fram og heitir Hvammahraun. Eftir það tekur Vatnshlíðin við, brött og nokkuð grafin af giljum, sem ófær er hestum, og þar með lokast leiðin austan Kleifarvatns, því að vatnið liggur upp að hlíðinni, en stórgrýtt er í henni við landið. Innst í Vatnshlíðinni eru Hrossabrekkur, brattar og giljóttar. Þegar ufir þær er komið, telst, að komið sé inn fyrir Kleifarvatn að austan.

Kleifarvatn

Innri-Stapi.

Vestan Kleifarvatns liggur Sveifluháls, brattur, tildóttur og svipmikill. Tveir stapar skaga austur úr hálsinum út í vatnið og heita Syðri- og Innri-Stapi. Vegurinn liggur upp á stöpunum, em milli þeirra gengur klettarani fram að vatninu, en til þess að menn kæmust leiðar sinnar með vatninu, varð að komast framan undir þessum klettarana, en til þess að hægt væri að komast þar með klyfjahesta, varð vatnið að vera allmikið fjara. – eða lítið vaxið ef í vexti var. Nokkru innar en Innri-Stapi gengur hálsinn eða hamrar úr honum þverhnípt í vatn á litlum spöl. Þarna er hin svonefnda Hella.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar hátt er í vatninu, náði það upp í Helluna, er stórgrýtt er í botnin undir hamrinum. Einstigi, aðeins fyrir gangandi menn, lá eftir Hellunni um 10-20 , ofar vatni, en svo var stígur þessi tæpur, að ekki fóru hann nema stöku menn, og það aðeins þegar autt var, og þá sumir á sokkaleistum, og lofthræddir fóru þar alls ekki. Þegar inn fyrir Helluna kom, voru torfærur á Vatnsleiðinni yfirstígnar. Að öðru leyti var þessi leið sem hér segir:

Svunta

Svunta.

Þegar farið var frá Krýsuvík, var venjan að vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lambafells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifarvatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vestan við Nýjaland um Kaldrana. …Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er inn á Blesaflöt…. Af áður umgetinni hæð innan Blesaflatar liggur gatan inn í Breiðdal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan samfelldur, harðvellisgróður og sem tún yfir að líta.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Upp úr norðurbotni Breiðadals er farið yfir allbratt malhaft, og þegar norður af því kemur, er komuð í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og svo má heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið. – Slysadal. …Þegar Slysadal sleppur, er komið í Bakhlíðar. Liggur gatan með þeim, um smáhæðir og daladrög, þar til komið er á Gvendarselshæð. Þar var haft í seli á síðustu öld, og sagt hefur verið, að þar hafi svo þykkur rjómi verið á trogum, að haldið uppi vænni silfurskeið, aðrir segja skaflaskeifu. Frá Gvendarseli er stutt, þar til farið er ofan af Undirhlíðum, í Kúadali, og þá komið á Krýsuvíkurleið, aðalleið, skammt sunnan Kaldárssels.“

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 271-272.
-Ólafur Þorvaldsson; Ábók 1943-48, bls. 91-94.

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.

Hrauntungustígur

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ 1998 segir um Stórhöfða- og Hrauntungustíg:

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

„Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg, var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum (Ófriðarstöðum), um hlaðið í Ási, oft gist þar, ef menn t.d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðuastur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun, þar til komið var á nýrra brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið. Gegnum nýja brunann, liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum. Í nýja braunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir litlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir.
Hólmar þessir heita Snókalönd. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til, og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóði liggur norður í Snókalönd, nokkru austar en þar, sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. …Gatan út í Snókalöndin bendir á nokkra umferð þangað, og fylgir maður brunanum, þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum, sem farið er þá að nálgast.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur ofan Fremstahöfða..

Úr því liggur stígurinn meira til suðurs, þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn, og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðarveginn, skammt suður af Sandfellsklofa. Stórhöfðastíginn fóru stunum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við, þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn, því að við það fell [er] mikill krókur, inn með Undirhlíðum um Kaldársel, en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígurinn sé frekar slitróttur, var gott að láta hestinn njóta hægu ferðarinnar, en jafnsnemmt komið til Hafnarfjarðar eða fyrr, þrátt fyrir stirðari veg.“

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

„Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur, fóru um Jófríðarstaði (Ófriðarstaði) að Ási, þaðan um Skarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan sem er þar stakur á jafnsléttu.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur sunnan Stórhöfða.

Frá honum er farið suður á gamalt helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og um Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en mjög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrst vegabætur, sem gerðar hafa verið til Krýsuvíkur. Þó kann að vera, að stígurinn gegnum Ögmundarhraun, sé eldri, …og þá sennilega þær fyrstu.

Gegnum Hábrunann er sem næst 20 mín. gangur með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa suður úr brunanum tvær hrauntungur, sem stígurinn liggur greiður á milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning, sem er nú sauðfjárhagar Hraunjarðanna, en hefur fyr á öldum, eins og nafnið bendir til, verið frjáls til nýtingar fleiri en Hraunabænda, t.d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi fengið nafn, Hrauntungustígur. Eftir að suður úr Hrauntungunum kemur, er óglöggt, sums staðar jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfærulaust yfir kjarrið vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur upp á Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel heitir, og er þar venjulega vatn. …Nokkru austar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenning kemur og útsýnið víkkar til suðursm sést hár klettahryggur í suðvestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir síða og djúpa gjá, á jarðabrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda Mosa, sem er flatt mosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd, og heitir Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosunum sleppir, hefur maður Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Móti Mávahlíðum syðst er komið í Hrúthólma; er það langur, en fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smávin á þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum er stakt móbergsfell; Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumarveg Krýsuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs. Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var [að] heita má eingöngu farin af gangandi mönnum og stundum ráku Krýsvíkingar fé til förgunar þess leið.“

Báðar framangreindar leiðir eru bæði vel greini- og aðgengilegar í dag.

Heimild:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 267-268.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 98-88.
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, Fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 268-269.
-Ólafur Þorvaldsson; Árbók 1943-48, bls. 89-90.

Stórhöfðastígur - Hrauntungustígur

Stórhöfða- og Hrauntungustígur.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir/Þorláksstaðir“ var fyrrum bær ofan Hafnarfjarðar, milli Hvaleyrar og Áss.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – útihús.

Í dag er fátt, sem minnir á bæinn því bæði hefur verið byggt á gamla bæjarstæðinu og hraðbraut; Reykjanesbrautin, verið lögð í gegnum jörðina. Sorglegt dæmi um hvernig fornleifar hverfa undir framkvæmdir vegna vanskráningar og áhugaleysis hlutaðeigandi aðila. Þó má enn sjá leifar tveggja útihúsa suðaustan mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Strandgötu; austan Ástorgs.

Í Morgunblaðinu sunnud. 7. júlí 1918, má sjá eftirfarandi auglýsingu:
Þorgeirsstaðir„Jarpur hestur , 6 vetra gamall, hefir tapast frá Þorgeirsstöðum við Hafnarfjörð. Mark: blaðstýft aftan hægra, biti fratnan, og blaðstýft framan vinstra. Finnandi beðinn að skila honum til Þorgeirs Þórðarsonar, Þorgeirsstöðum, Hafnarfirði.“

Í Morgunblaðinu föstud. 16. jan. 1920 er jörðin auglýst til sölu:
„Til sölu er býlið »Þorgeirsstaðir« við Hafnarfjörð ásamt meðfylgjandi erfðafestulandi, sem er 13,5 dagsláttur, þar af eru 7 dagsl. ræktaðar í túni sem gefur af sér ca. 100 hesta af töðu.
ÞorgeirsstaðirBýlinu fylgir íveruhús 10×10 1/2 alin, heyhús 10×10 1/1 al. og peningshús með safnþró undir. alt bygt úr hlöðnum grásteini, og áfast hvað öðru. Beitiréttur getur fylgt.
Semja ber við eiganda og ábúanda Þorgeir Þórðarson, Þorgeirsstöðum.“

Í Morgunblaðinu fimmtud. 9. des. 1926 er jörðin enn auglýst til sölu:
„Jörðin Þorgeirsstaðir, við Hafnarfjörð, fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. — Túnið gefur af sjer um 100 hesta. Jörðinni fylgir íbúðarhús, hlaðið, fjós og safnþró, alt úr steini.
Þorgeirsstaðir—Lysthafendur snúi sjer til eigandans Brynjólfs Pálssonar, Þorgeirsstöðum eða Sigurðar Kristjánssonar, kaupfjelagsstjóra í Hafnarfirði.“

Og í Morgunblaðinu miðvikud. 27. nóv. 1929, birtist enn ein sölutilkynningin:
„Jörð til sölu.
Býlið Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð er til sölu og laust til ábúðar frá næsta vori. Túnið gefur af sjer 100 hesta. — Allar byggingar eru úr steini. Þar á meðal fjós fyrir 5 kýr, haughús og hlaða sem tekur 200 hesta.
ÞorgeirsstaðirAllar nánari upplýsingar viðvikjandi sölunni gefur Björn Jóhanneson.
Vesturbrú 9. Hafnarfirði. Sími 87.“

Í Morgunblaðinu laugard. 12. nóv. 1962, er auglýsing:
„Jörð til sölu.
Jörðin Þorgeirsstaðir við Hafnarfjörð, ásamt íbúðar og peningshúsum úr steini, er til sölu. Túnið gefur af sjer ca. 120 hesta af töðu.
Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson, Hótel Hafnarfjörður, sími 24.“

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar, Jólablaðinu 1965, segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – kort frá 1908.

„Jófríðarstaðir eru býli á Jófríðarstaðahæð næst fyrir utan Kvíholt.

Þogeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1954.

Jörðin hét að fornu Ófriðarstaðir (nafninu breytt 1875), og mun það nafn eiga rætur að rekja til einhvers ófriðar, sem hér geisaði fyrr á öldum, en hér var róstusamt á 15. og 16. öld.
Þá liggur bílabrautin sunnan undir Hvaleyrarholti, en þangað hefur kaupstaðurinn teygt byggð sína á síðustu árum. Sunnan vegar er Ásfjall með mælingavörðu á kolli. Undir því stendur bærinn Ás ofan við Ástjörn. Brautin liggur um tún Þorgeirsstaða sunnan við Hvaleyrarholt. Bærinn hét áður Þorláksstaðir, og fylgir því nafni sú sögn, að þar á holtinu hafi að fornu staðið kapella helguð heilögum Þorláki.“

Í Fornleifakönnun fyrir Reykjanesbraut árið 2001 segir:

Þorgeirsstaðir

Staðsetning Þorgeirsstaða skv. fornleifaskráningu um staðsetninu Reykjanesbrautar.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var þar nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum.“

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir 1958.

„Framan í því var staður nefndur fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“ segir í örnefnalýsingu. Þorlákstún er nú klofið af Reykjanesbraut. Þorlákstún var sunnan við vestustu íbúðarhúsin sunnan Reykjanesbrautar. Sjálft býlið hefur horfið vegna íbúðarhúsabyggðar norðan Reykjanesbrautar. Grasi vaxið hraun og enn sjást leifar girðingarinnar sem girti túnið af. Íbúðarhús eru norðan túnsins.“

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri segir:

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir.

„Á há-Hvaleyrarholti, austan vegarins, er býlið Þorgeirsstaðir. Í gamla daga var það nefnt Þorlákstún, gömul móabörð með þýfi og garðlögum. Síðan tekur fjallið til og hækkar unz við tekur Ásfjall, er síðar getur (sjá Ás).“

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri segir:

Stekkur

Þorgeirsstaðir – útihús.

„Suður og upp frá Hvaleyrartúnum liggur Hvaleyrarholt. Skammt sunnan við traðarhliðið, uppi í holtinu, var uppspretta, nefnd Heiðarbrunnur. Þar var gott vatn, en þraut í þurrkum og frostum. Hér hærra var komið að garðlaginu forna, sem lá ofan úr Hvaleyrarholtsklettum vestur og niður af á sandinn og suður í Gjögur. Í klettunum, undir brúninni, var Hvaleyrarréttin, en uppi voru hjallarnir. Þangað var í fyrri daga borinn fiskur, kasaður og síðan þurrkaður. Hér nefndist einnig Hjallarétt, og var fé rekið að hér, þegar hin réttin hafði verið lögð niður. Syðst í þessum hluta Hvaleyrarholts var skógarítak Gufuneskirkju. Lægð var hér í holtinu, nefndist Skarðið. Þá tók við háholtið. Framan í því var staður nefndum fyrrum Þorláksstaðir. Þar eru sagnir um, að verið hafi kapella. Seinna nefndist hér Þorlákstún og þá Þorgeirstún og nú Þorgeirsstaðir.“

Heimildir:
-Morgunblaðið sunnud 7. júlí 1918, bls. 4.
-Morgunblaðið föstud. 16. jan. 1920, bls. 3.
-Morgunblaðið fimmtud. 9. des. 1926, bls. 2.
-Morgunblaðið miðvikud. 27. nóv. 1929, bls. 1.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. Jólablað 1965 (24.12.1965), bls. 16-18.
-Reykjanesbraut 2 – Fornleifakönnun; Reykjanesbraut, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Örnefnalýsingi Ara Gíslasonar fyrir Hvaleyri.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Þorgeirsstaðir

Þorgeirsstaðir – loftmynd 2022. Tóftir útihúsa.

Flókaklöpp

Í „Svæðisskráningu Hafnarfjarðar 1998“ er m.a. fjallað um „Flókaklöpp“ og „Minorstein“ á Hvaleyri.

Rúnaklappir
Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.„Heiman frá bæ og niður að sjó lá sjávargatan, sem einnig nefndist Kotgata. Í norður frá bænum var vestasta hjáleigan, Vesturkot, og kringum það Vesturkotstún. Rúnaklappir voru grágrýtisklappir vestan kotsins.“ Sjá meðfylgjandi grein Sveinbjörns Rafnssonar.
„Bandrúnir og flúr var þarna. Sérstaklega var einn steinn mikið markaður. Hann nefndist Flókasteinn. Töldu sumir, að Hrafna-Flóki hefði skilið þarna eftir sig nafnspjaldið sitt…“

Áður en lengra er rakið, er rétt að minnast á svonefnda „rúnasteina“, á Hvaleyrarhöfða. „Steinarnir“ eru í raun jökulsorfnar grágrýtisklappir, sem hafa staðið eftir á tanganum eftir að jökullinn hörfaði fyrir u.þ.b. 11 þúsund árum.

Hvaleyri

Hvaleyri – steinarnir; loftmynd.

Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhugsunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi). Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þrem stöðum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem á annað hvort að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, 1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anno 1691?) og 17? (=1700).

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Á allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar).

Hvaleyri

Minorsteinninn – áletrun.

Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=Anno 1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyndur reitur með áratli innan í. Jónas Hallgrímsson skál athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. … Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilegar til orða tekið, sem engin nöfn eru þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafir.“

Minorsteinn

Flókasteinn

Flókasteinn og aðrir á Hvaleyri.

„Annar steinn var þarna rétt hjá með stöfum og tölum. Þar var ártalið 1777. En það ár var hér Minor sjóliðsforingi, norskur, og því er steinnin nefndur Minorsteinn“ segir í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar.
HvaleyriJónas skrifar: “ Áður en lengra er rakið, þykir mér rétt að minnast á svo nefnda „rúnasteina“ á Hvaleyrarhöfða. Þessir steinar hafa orðið mönnum furðumikið umhusgunarefni. Þeir eru úr grágrýti, fjórir talsins, og standa upp úr nýræktinni á höfðanum (í Vesturkotslandi), Á hæsta steininum, sem flest táknin eru höggin í, má lesa þessi ártöl á fletinum, sem upp snýr; 1657 (á þremur stöum), 1673, 1681, 1697 og 1781; auk þess er þar 87, sem annað hvort á að vera 1687 eða 1787. Á norðurhlið sama steins eru þessi ártöl, sem lesin verða með vissu; 1678, °1681, 1707 og 1723, en auk þess er það höggið A 81 (=Anno 1681?), A 91 (=Anni 1691?) og 17C (=1700).
HvaleyriÁ allstórum bungumynduðum grásteini norðvestur af fyrrnefndum steini má á fjórum stöðum lesa ártalið 1777 (risturnar eru þar alls fjórar). Á flötum kletti suður af þeim síðastnefnda eru tvær ristur, en ekkert ártal. En á flötum steini skömmu austar stendur ártalið 1657 og An 57 (=1657?). Mest af ristum þessum eru fangamörk, en auk þeirra eru bandrúnir. Sums staðar eru upphafsstafirnir inn í hringjum eða ferhyrndum reitum, og á einum stað vottar fyrir rós eða útflúri undir þrem upphafsstöfum, og neðan undir rósinni er áfastur ferhyrndu reitur með ártali innan í. Jónas Hallgrímsson skáld athugaði þessa steina gaumgæfilega sumarið 1841. …Síra Árni Helgason getur um „rúnasteinana“ á Hvaleyri í sóknarlýsingu sinni. Segist hann hafa skoðað þá og hafa getað lesið þar mörg nöfn. Þetta er því einkennilega til orða tekið, sem engin nöfn er þarna, rituð bókstöfum, heldur aðeins upphafsstafirnir.“

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning Hafnarfjarðar 1998.
-Ö-Hvaleyri B, 2; SS.

-Saga Hafnarfjarðar, 27-28.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyri.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Bræðrapartur

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.
Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Bræðrapartur
Bræðrapartur
Syðsta grasbýlið í Vogum er Bræðrapartur (áður nefnt Krúnutóft) og er hann hluti núr Suðurkots- og Stóru-Vogalandi. Það var og er enn umdeilt hvort það var grasbýli eða með jarðarréttindi, þ.e. afréttar- og beitarréttindi utan heimagirðingar, en um langan tíma hefur það verið rekið sem bújörð og er svo gert enn í dag.
Í þeim tíma er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli fékk skotæfingasvæði til afnota í Vogaheiði um 1960, var deilt um það hvort Bræðrapartur ætti að fá leigugjald í hlutfalli við aðra landeigendur í Vogum, og svo fór að þáverandi ábúandi fékk sinn hlut í landleigunni.
BræðraparturÁrið 1929 byggði Guðmundur Kotsson nýtt hús í Bræðraparti. Eitt var öðru fremur merkilegt við húsið því á því var innsiglingarmerki inn í Vogahöfn. Eftir að Vogavík fékk löggildingu sem höfn árið 1893 voru settir upp tveir staurar um 3 metrar á hæð og stóð annar við suðvesturhornið á Bræðraparti, um 10 metra frá húsinu, en hinn var niður við sjó sunnan við sjávarhúsið. Þessir staurar þurftu að bera saman svo rétt væri siglt inn í höfnina. Í myrkri var ljósker sett á staurana sem sýndu rétta leið. Nokkru eftir að nýja húsið var byggt var ljósker sett í loftglugga er sneri til sjávar og þannig gert að ekki þurfti staurana. Svo þegar húsinu var breytt árið 1947 og sett á það brotið þak, var kvistur settur á á vesturþekjuna og þar í gluggli með ljóskerinu. Þetta þótti nauðsynlegt fyrir skipaferðir, þar til hafnarsvæðið var tekið til endurskoðunar og mælt upp að nýju, Þá kom í ljós að gamla innsiglingaleiðin var talin ónothæf miðað við nýja leið inn í höfnina, er þáverandi vitamálastjóri Axel Sveinsson fann og mældi út. Eftir það voru sett upp ný innsiglingaljós 200 metrum suður af Bræðraparti. Eru það tveir ljósastaurar með sjálfvirku ljósnæmi á 100 metra millibili.

Stóru-Vogar

Í máldaga frá 1367 í Fornbréfasafninu 3. bindi bls. 221 segir: „Maríukirkja og hins heilaga Þorláks biskups í Kvígubogum“, ennfremur segir í bréfi frá 1533, 9. bindi bls. 660, „að Erlendur lögmaður Þorvarðarson hafi slegið prest með könnu til blóðs í hálfkirkjunni í Vogum“.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 2020.

Trúlega er hér átt við Stóru-Voga og bendir allt til þess að þar hafi verið kirkja fram undir siðaskiptin.
Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 af Jóni, bróður Magnúsar Waage, og byggingameistari var Sverrir Runólfsson steinsmiður, sá hinn sami er byggði Skólavörðuna í Reykjavík og Þingeyrarkirkju í Austur-Húnavatnssýslu. Allar byggingar Sverris bera vott um vandvirkni vel hugsandi manns. Þess má geta hér að Sverrir gerði tillögu til borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1870, um að byggja veitingahús í Tjarnarhólmanum og leggja brú frá Lækjargötu og út í hólmann, en meirihluti í borgarstjórn felldi þá hugmynd Sverris.
Stóru-VogarÞað Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. Nýja Stóra-Vogahúsið var með glæsilegustu húsum á Suðurnesjum. Smiður þess var Skúli Högnason úr Keflavík. Húsið var rifið árið 1965.
Stóru-Vogar áttu helming Vogalands á móti Minni-Vogum. Um aldamótin 1900 voru nær allar jarðir og tómthús í Suður-Vogum nýttar af Waageættinni eða niðjum Jóns Daníelssonar, föður Magnúsar Waage. Allir Suður-Vogabúendur greiddu landskuld til Stóru-Voga, þar með Stapabúð, Brekka og Hólmabúðir, nema þeir er voru orðnir sjálfseignabændur og höfðu keypt sig úr Stóru-Voga tofunni.
Þegar minnst er á Stóru-Vogaættina, er gjarnan nefndur sem forfaðir hennar Jón Daníelsson „hin ríki og- eða sterki“. Var hann f. 23. mars 1771, d. 16. nóv. 1855.
Í dag á Vatnsleysustrandarhreppur Stóru-Vogajörðina að undanskildum hluta heiðarlands, sem erfingjar Jóns Eyjólfssonar Waage á Seyðisfirði tóku undan við söluna á sínum tíma, og eru eigendur að.

Minni-Vogar
Minni-Vogar

Í Minnivogum bjuggu hjónin Klemens Egilsson, f. 31. okt. 1844, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, f. 1846. Klemens var einn af stórbændum hreppsins.

Klemens lét byggja upp Minni-Voga árið 1922, smiður var Þorbjörn Klemensson úr Hafnarfirði. Húsið var byggt sem tvíbýli.

Minni-Vogar

Minni-Vogar. Verkið er eftir B. Hrein Guðmundsson en í eigu Sigríðar Jakobsdóttur.

Klemens Egilsson ýmist keypti eða lét smíða skip, sem m.a. fluttu vörur milli landa. Hann og Sigurjón J. Waage létu smíða dekkbát í Noregi og þegar hann var tilbúinn til afgreiðslu, þá sigldi framleiðandinn honum til Íslands. Þetta skip hét Sörli. Skipstjóri var Sigurjón J. Waage, vélstjóri var Sæmundur Klemensson í Minni-Vogum. Útgerðin gekk vel að jafnaði, en Sörli var brellinn. Hann slitnaði tvívegis frá bátalegunni, í fyrra skiptið náðist hann og var fluttur heim, eins og hver annar strokuhestur, en í seinna skiptið tók breskur togari hann og ætlaði að færa hann til Keflavíkur. Hafði áhöfn togarans bundið dráttartaugina um mastrið og talið það öruggt, en Sörli sökk í þessari ferð. Togarinn dró inn dráttartaugina og mastrið fylgdi með. Það komast til eigendanna og mun nú vera notað fyrir ljósastaur við Vogabryggju.

Austurkot
Austurkot
Í manntali árið 1703 er sagt að búið hafi verið á sitt hvorum helmingi jarðarinnar í Minni-Vogum, eða hálflendum sem þá var kallað. Mun þar átt við tvíbýli, en norðurhverfið allt var var Minni-Voar og því síðan skipt í hálflendur, þannig að Minni-Vogar héldu 2/3 af heildinni og Austurkot 1/3 og er svo enn í dag. Að auki er nokkur hluti landsins beggja eign, s.s. Norðurkot, Grænaborg og óunnið land að mörkum Brunnastaðahverfis.

Norðurkot
Norðurkot
Norðurkot var lítið grasbýli í landi Minni-Voga og Austurkots. Ábúandi þar var Nikulás Jónsson, f. um 1830. Hann var af Stóru-Vogaættinni. Kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi, Árnessýslu.
Nikulás var dugnaðarmaður. Hann átti og gerði út marga báta þegar best lét og gerði einnig út með öðrum, s.s. Klemensi í Minni-Vogum. Hann átti lengi lítinn bát sem hann kallaði Þurfaling, enda var sagt að Nikulás berði lóminn manna best, þó talinn væri ríkur. Hann lét breyta opnu skipi sínu í dekkbát og var sá bátur kallaður Lásabátur.
Norðurkot
Nikurlás lét byggja röð af húsum, þannig að fimm stafnar stóðu fram að hlaði. Þótt ekki sé mér kunnugt um hvenær það var gert, þá tel ég að hann hafi látið gera það eftir að hann efnaðist og þó ekki fyrr en eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1856. Húsin gætu þá hafa verið reist um 1860. Í rústum þeim sem eftir standa má vel sjá að vandað hefur verið til verksins, því nokkrir veggir standa enn sem nýhlaðnir nema hvað gróður hefur fest rætur á þeim. Hluti húsanna eru þó hruninn fram á sjávarbakkanum. Var því byggt nýtt hús úr timbri árið 1882, (úr James-Town strandinu). Var Nikulás þá um fimmtugt.

Grænaborg
Grænaborg
Grænaborg var byggð árið 1881 í landi Minni-Voga að 2/3 hluta og Austurkots að 1/3 hluta. Húsið byggði Ari Egilsson frá Austurkoti og bróðir Klemensar í Minni-Vogum. Þarna hafði verið bær er Hólkot hét, en hann brann, og eru litlar sagnir til um þann bæ. Grænaborg hefur varla verið byggð á sama stað og Hólkot, því sagnir eru til um að á þessum stað ætti hús að brenna þrisvar.
Ari Egilsson var lærður skipstjóri og stjórnaði bæði eigin skútum og bróður síns og föður frá Minni-Vogum. En stutt var dvölin í þessu vandaða nýja húsi, því það brann voru 1883, þá tveggja ára gamalt. Þá voru þar vermenn auk heimilisfólks og komust allir af, nema ein vinnukona er brann inni.
Grænaborg
Grænuborgartóftin stóð opin í 35 ár, eða til ársins 1816, að Benjamín Halldórsson og kona hans Þuríður Hallgrímsdóttir frá Austurkoti, síðar í Stóra-Knarrarnesi 2, fengu leyfi Klemensar í Minni-Vogum til að byggja upp Grænuborg.
Grænaborg brann síðan þriðja sinni 2002.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.

Grænaborg

Grænaborg brann þriðja sinni árið 2002.

Guðmundur Björgvin

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er mjög merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Brunnastaðir
Guðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.

Skógfellavegur

Merki við „götuna“; Skógfellaveg.

Í bók Guðmundar koma m.a. fram upplýsingar um landamerkjabréf frá 8. nóv. 1889, skjal nr. 176: „Samkvæmt landamerkjalögum frá 1270 eru landamerki milli Stóru og Minni-Voga í Vatnsleysustrandarhreppi og jarðarinnar Þórkötlustaðar í Grindavíkurhreppi er hér segir: „Frá kletti þeim er stendur við götuna norðan við Skógfell hið neðra (Litla-Skógfell) að Kálffelli og þaðan í Vatnskötlum“. Ofan skrifuðu samþykktir eigendur og umbjóðendur áminnstra jarða. Garðhúsum, Vatnsleysustrandarhreppi þ. 8. nóv. 1889, fyrir Þórkötlustaði, umbjóðandi Magnús J. Bergmann, fyrir 2/3 part Vogatorfunnar Guðm. J. Waage og fyrir 1/3 part Vogatorfunnar Klemens Egilsson. Lesið á manntalsþinginu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp að Brunnastöðum 16. júní 1890 og fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum 20. júní sama ár. – Frans Siemens sýslumaður (sign).“

Skógfellastígur

LM-merki á Stóra-Steini við Skógfellastíg.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.

Stapinn

Brekka undir Stapa.

Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hún trúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.
Í Landnámu er Stapinn nefndur Kvíguvogabjarg og tengist það nafn þjóðsögu Jóns Árnasonar, 1. bindi bls. 127, um Marbendil er sendi bónda kvígur nokkrar og náði hann einni undir Kvíguvogabjargi, en hvenær það nafn verður að Voga-Stapa er mér ekki kunnugt.

Kerlingarbúðir (tóftir)

Kerlingarbúðir

Áletrun á klöpp við Kerlingarbúðir.

Undir Vogastapa er lítið undirlendi og ekki búsældarlegt, og treystu búendur þar því nær eingöngu á sjávarútveg. Vestast undir Stapanum, þar sem minnst er undirlendið, eru Kerlingarbúðir. Þar upp af er hægt að komast uppá Stapann, upp Rauðastíg. Í Kerlingarbúðum má sjá margar tóftir sem ýmist hafa verið mannabústaðir eða fiskbyrgi. Um þennan stað eru til þjóðsögur. Stór steinn sem í var höggvið ártalið 1780 var allt fram á síðustu ár þarna fyrir neðan sjávarbakkann. Sennilega er þarna merkileg saga sorfinn burt af sjávarróti og landeyðingu, utan þær leifar sem enn eru sjáanlegar. Í Kerlingarbúðum eru fyrstu ummerki mannabústaða á vesturenda Vatnsleysustrandarhrepps.

Stapabúð
Stapabúðir
Nokkru austar meðfram Stapanum eru aðrar kofarústir er heita Stapabúðir. Síðast var búið þar árið 1899.
Stapabúð var grasbýli og greiddi landskuld til Stóru-Voga, er átti allt land meðfram Vogastapa. Þar má enn sjá hvernig húsaskipan var háttað. Útræðisaðstaða var mjög góð og fiskisæld mikil.

Hólmabúðir (rústir)
Hólmabúðir
Hólmabúðir voru á svokölluðum Hólma, sem er um 250 metrum útfrá Stapanum og var talið grasbýli þó lítið virðist hafa verið þar grasland. Aftur á móti sést enn vel að þarna hafa verið stórir kartöflugarðar, enda fjölmenni á vetrarvertíð. Þar var mikið útræði um miðja 19. öld og fram yfir aldamót. Voru þar eingöngu svokölluð „inntökuskip“, aðkomuskip um vetrarvertíðina, eða frá byrjun mars til lokadags 11. maí. Komu skip víða að vegna fiskgegndar á innanverðum Faxaflóa. Það svæði var nefnt „Gullkista“ og mun legi í minnum haft, því hvergi umhverfis landið var slík mergð fiskjar á þessu tímabili.

Stapakot

Stapabúð.

Á Hólmabúðum voru komin stór salthús 1830-1940 og á lofti þeirra voru verbúðir aðkomumanna. Í jarðabók frá 1849 segir: „Á Stóru-Vogajörð standa nú þrjú salthús, sem kaupmenn eiga og gjalda landsdrottni 48 ndl.“ Sýnir þetta nokkur umsvif þeirra tíma.

Hólmur

Hólmurinn undir Stapa.

Talið er að þegar útgerð var mest frá Hólmabúðum hafi verið gerð út þaðan 18 skip og ef áætlað er að jafnaði 7 menn á hvert skip verða það 126 manns. Síðan má telja landverkafólkið og má ætla að þegar mest var hafi verið þarna um 140 til 150 manns á vetrarvertíðinni. Um aldamótin komu fiskleysisár og var þá fólksflótti yfir í aðrar verstöðvar. Hólmahúsin voru rifin, efnið flutt burtu og eftir stóðu grunnar og hálfhrunin fiskbyrgi. Að vísu var útgerð áfram frá Stapabúð og Brekku og síðar komu góð fiskiár af og til.

Brekka (tóftir)
Brekka
Að Brekku undir Vogastapa fluttu hjón frá Hólmabúðum árið 1861. Það voru þau Guðmundur Eysteinsson, f. 1796, og kona hans Valgerður Þórðardóttir, f. 1799. Byggðu þau upp bæinn og bjuggu þar til ársins 1869.
Brekka var grasbýli, leiguland eins og Stapabúð og greiddi afnotagjöldin til Stóru-Voga og um 1925 var gjaldið fyrir bæði býlin kr. 20 fyrir árið. Þetta gjald hélst þar til Brekka lagðist í eyði árið 1928.

Steinsholt (að mestu horfið)
Steinsholt
Guðmundur Magnússon koparsmiður, f. um 1834, og kona hans, Ástríður Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1836 í Reykjavík, byggðu sér tómthús um 1874 er þau nefndu Steinsholt. Var það á milli Vogabyggðar og Vogastapa í landi Stóru-Voga. Landið fyrir neðan Steinsholt, eða sjávarmegin, heitir Kristjánstangi og þar var útgerð, enda landtaka góð. Á Kristjánstanga var þriðja salthúsið; hin tvö í Hólmabúðum, sem fyrr segir. Á miðri nítjándu öld lagðist sá útgerðarstaður niður.
Í Steinsholti má enn sjá klapparskoru (sjá mynd), sem Guðmundur refti yfir og notaði fyrir eldsmiðju. Í Steinsholti lést Guðmundur 29. mars árið 1879, og þar með lagðist sá bær í eyði.
Minna-Knarrarnes
Fyrir norðan og neðan Steinsholts, í sandfjörunni, sést í skipsstefni upp úr sandinum. Þar var skipsskaði í sept. 1904, er seglskip slitnaði upp á Vogavík og rak í fjöru án manntjóns. Skipið var frá Mandal í Noregi og var með timburfarm, er fara átti til Jóhannesar Reykdals í Hafnarfirði, en hafði einhverra hluta vegna lagst við ankeri á Vogavík, sennilega að bíða betri byrjar til Hafnarfjarðar. Hét skip þetta Fjallkonan. Timburfarmur þess var seldur á uppboði á Kristjánstanga. Þangað hafði honum verið safnað saman úr fjörunni og skipinu. Munu mörg hús hér í hrepp vera byggð úr þessu strandgóssi, m.a. Minna-Knarrarnes, af Gísla Sigurðssyni bónda þar. Var það hús rifið 1930 er núverandi Knarrarnes var tekið í notkun.
Vogavík
Í fjörunni skammt frá áðurnefndu strandi, má sjá leifar af öðru skipi er strandaði þar árið 1937, á svokölluðum Sandskerjum. Hét skipið Hansavaag, gamalt tréskip er lengi var notað til flutninga á sandi og steypumöl milli fjarða norðanlands, s.s. frá Sauðarkróki til Siglufjarðar. Áætlað var að nota skipið í þetta sinn sem fljótandi síldarsöltunarstöð og var með því í þessari ferð mikið magn af tómum sílartunnum og einnig starfsstúlkur, sem vinna áttu síldina.
Skipið kom í Vogavík árla dags í björtu og góðu verði, sigldi með landi og á Þórusker, þar sem nú er ysti hluti hafnargarðsins, losnaði þar og rak upp í áður nefnt Sandsker og er hluti skipsins þar enn.

Brekka í Vogum
Brekka Vogum
Eins og áður hefur komið fram, lagðist Brekka undir Vogstapa í eyði árið 1928 og húsið rifið af þáverandi eiganda þess Magnúsi Eyjólfssyni. Var efniviður hússins að hluta til notaður í nýtt hús sem byggt var árið 1931 í landi Bræðraparts.
Þeim hjónum Magnúsi og Guðríði varð ekki barna auðið, en ólu upp systurson Guðríðar, Guðmund Björgvin Jónsson frá Brunnastöðum. Guðmundur kvæntist Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Byggðu þau við austurenda Brekku árið 1942 og settust þar að.
Árið 1954 seldi Guðmundur Björgvin Brekku og flutti í nýtt hús, Lyngholt.

Lyngholt
Lyngholt
Lyngholt var byggt árið 1954. Byggjandi og smiður var Guðmundur Björgvin Jónsson, fóstursonur Magnúsar og Guðríðar frá Brekku. Guðmundur og kona hans Guðrún Lovísa fluttu frá Brekku í Vogum í Lyngholt með 9 börn og með þeim flutti Guðríður, en Magnús var þá látinn.

Vogar

Kirkjugerði 5.

Lyngholt er á leigulóð frá Suðurkoti og Bræðraparti og með fyrstu húsum sem staðsett voru samkvæmt skipulagi, sem tók þó ekki gildi fyrr en árið 1960.
Guðmundur Björgvin er vélvirki og hefur unnið við verkstjórn í 40 ár, Árið 1973 var Lyngholt selt, og flutti Guðmundur og Lovísa í nýtt hús að Kirkjugerði 5 í Vogum. Börn þeirra hjóna eru 12 og öll uppkomin; 1) Magnea Guðrún (látin), 2) Erlendur Magnús, 3) Haukur Matthías, 4) Hreiðar Sólberg, 5) Sesselja Guðlaug, 6) Jón Grétar, 7) Helgi Ragnar, 8) Svandís, 9) Halla Jóna, 10) Guðlaugur Rúnar, 11) Björgvin Hreinn, 12) Viktor.
Sesselja Guðlaug skrifaði m.a. bókina „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi„, sem er gagnmerk heimild um örnefni og minjar í hreppnum ofan þess þess svæðis, sem fjallað er um í bók föður hennar, Guðmundar Björgvins.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
Vatnsleysuströnd

 

Kastið

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni „Hot Stuff“ er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
Flugvélin Slysavettvangurvar að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.
Eftirminnilegar Á slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag, auk þriggja annarra.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði

Kastið

Kastið – leifar Hot Stuff.

flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði 
Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., „Hap“ Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Andrews
Flugvélin

Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á Kastid-7slysavettvang, hafi sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.

Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var nefnd flugvél. Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að ná sér í hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór þá til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann líklegast að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Kastið

Kastið lengst t.h. í Fagradalsfjalli.

 

Ásláksstaðir

Guðmundur Björgvin Jónsson skrifaði bókina „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleystrandarhreppi„, sem hann gaf út árið 1987. Bókin er merkileg heimild um framangreint í hreppnum.

Formáli
Guðmundur BjörgvinGuðmundur Björgvin er fæddur að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 1. október 1913, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Einarsson útvegsbóndi, d. 1929, og Margrét Pétursdóttir, d. 1918. Hann var því ungur að árum er hann missti móður sína, aðeins 5 ára, og föður sinn á 7. ári. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni Guðríði Pétursdóttur að Brekku undir Vogastapa og manni hennar Magnúsi Eyjólfssyni.
Í bók Guðmundar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“, sem hann gaf út árið 1987, koma m.a. fram fróðlegar upplýsingar um fólk og aðbúnað þess á Vatnsleysuströndinni fyrrum.

Í Landnámu er sagt frá Steinunni hinni gömlu, er gaf Eyvindi fóstra sínum land milli Hvassahrauns og Kvígu-Vogabjargs og er það land nú nefnt Vatnsleysustrandarhreppur.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Um nafnið Vatnsleysuströnd hefur verið nokkur meiningarmunur. Oftast er nafnið tengt við vatnsleysi, sbr. að varla sjáist rennandi vatn. Önnur skýring er til, sú að vatn renni laust og óbundið neðanjarðar og er hnún trnúlegri. Vatnið er í miklum mæli flæðandi undir þunnum hraunhjnúp, eftir opnum æðum og sprungum (gjám) frá hálendinu þar til það fellur í sjó fram og er vel greinanlegt meðfram allri strandlengunni í Vatnsleysustrandarhreppi, að vísu einungis á lágum sjó, fjöruvötnum.

Vogar
Vogar
Áður hefur verið fjallað um Stóru- og Minni-Voga.

Brunnastaðahverfi
Brunnastaðahverfi
Þegar haldið er frá Vogum til Brunnastaðahverfis, er farið yfir landamerkjalínu sem staðsett er í Dúpavogi. Þar, sem og víðar, er meiningarmunur um hrein mörk. Í landsmerkjalýsingu milli Minni-Voga, Austurskots og Norðurskots, frá 28. des. 1921, er gert það samkomulag um fjörumörk að Minni-Vogamörk skuli vera frá gömlu byrgi á Vatnsskeri í Djúpavogi.

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – myndir.

Í öðru landamerkjabréfi nr. 193 frá 22. maí 1890, segir að landamerki milli Brunnastaðahverfis og Norður-Voga og Suður-Voga séu úr dýpsta ós sem til sjávar fellir í Djúpavogi, þaðan upp í vörðu sem stendur fyrir sunnan Presthóla, síðan beina línu í vörðu sem stendur á Hrafnagjá og er kölluð Leifur-Þórður, þaðan í Markhól og síðan í beina línu upp í fjall svo langt sem Vatnsleysustrandarhreppsland er talið ná. Undir þetta skrifa fyrir Brunnastaðahverfi, Jón. J. Breiðfjörð, Guðmundur Ívarsson og Gísli Ívarsson og fyrir Voga, Klemsens Egilsson og Guðmundur J. Waage.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Þetta var lesið upp á manntalsþingi að Brunnastöðum 16. júní 1890 af Franz Siemens sýslumanni. Þarna er verðugt verkefni sem hreppurinn ætti að hafa forgöngu um að vinn að, með aðilum beggja vegna landamerkjanna, og fá ákveðin óumdeilanleg mörk. Þá er einnig umdeilt hvort dýpsti ís í Djúpavogi hafi meininguna „dýpi“, niður á fastan botn, eða „dýpst“ (lengst) inni í landið. En vitað er að ósar er breytilegir og því varsamt að haf slíkt til viðmiðunar.

Hlöðversnes (Hlöðunes)
Hlöðuneshverfi
Bæði nöfnin virðast notuð nokkuð jant og má sennilega deila um það hvort réttara sé, en ég nota nafnið Hlöðversnes af tvennum orsökum. Í fyrsta lagi er það ritað þannig í kirkjubókum seinni bæina og í öðru lagi tek ég tryggð við nafnið Hlöðver, sem er komið allt frá landnámi og merkings orðsins er „sá sem sigrar, vinnu stríð (orrustur)“.

Ásláksstaðahverfi
Ásláksstaðahverfi
Atlagerði er í landi Ásláksstaða sem er móðurjörð þess hverfis. Bærinn markaðai upphaf Gerðistanga, en á þeim tanga stendur Gerðistangaviti, sem áður hét Atlagerðisviti. Vestan við Gerðistanga er Álasund eða Álfasund. Um þessar nafngiftir hefur verið meiningarmunur, en Narfakostbræður, sem bjuggju allan sinn aldur í nálægð við vitann og gættu hans í áratugi höfðu ekki heyrt annað nafn á sundinu en Álfasund.

Knarrarneshverfi
Knarrarneshverfi
Vík var syðsti bærinn sem komið var að þegar farið var yfir landamerkin milli Ásláksstaðahverfis og Knarraneshverfis.

Auðnahverfi
Auðnahverfi
Nú er komið yfir landamerki á milli Knarrarnesbæja og Auðnahverfis. Verður þá fyrst fyrir jörðin Breiðagerði og láta mun nærri að þar hafi verið þríbýli um aldamót.

Kálfatjarnarhverfi
Kálfatjarnarhverfi
Árið 1834 var lögð niður torfkirkja á Kálfatjörm og byggð þar ný kirkja með timburþili og stóð hún í 20 ár, eða til ársins 18864 og enn var byggð kirkja.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja.

Hana lét séra Stefan Thorrarenssen byggja árið 1863 og var vandað til verksins svo hún stæði sem lengst. Var hún bikuð að utan, en eftir fá ár var hún klædd járni og máluð í ljósum lit. Sú kirkja stóð í 29 ár, en þá var núverandi kirkja byggð og vígð 11. júní 1893.

Frá 1824 til 1893, á 69 árum, voru byggðar fjórar kirkjur á Kálfatjörn. Þá er getið um kirkjur á Kálfatjörn í fornum máldögum og í kirkjuskrá Páls biskups Jónssonar frá árinu 1200. Einnig eru nefndar hálfkirkjur á Vatnsleysuströnd, í Vogum, á Bakka og á Stóru-Vatnsleysu. Þó hér séu ekki taldar upp kirkjur á Kálfatjörn nema frá 1824 þá eru til nokkuð öruggar heimildir um presta staðarins frá 1450 o síðan hafa 18 prestar þjónað staðnum í 536 ár, eða að meðaltali tæp 31 ár hver prestur (þar af einn í eitt ár). Í 93ja ára sögu núverandi kirkju á Kálfatjörn hafa verið 5 prestar.

Innheiðarbæir
Vatnsleysubæir
Nú eru upptaldin öll hverfi á Ströndinni ásamt býlum og því er farið yfir Keilsisnes, sem er austurmörk kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Þá er komið að innanheiðarbæjunum sem byrja á Flekkuvík að sunnan…. sjá HÉR.

Heimild:
-Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Guðmund Björgvin Jónsson – útgefið af höfundi 1987.
-https://baekur.is/bok/000147620/0/360/Mannlif_og_mannvirki_i/?iabr=on#page/Bla%C3%B0s%C3%AD%C3%B0a+168++(172+/+444)/mode/2up
Kálfatjörn