Garðhús

“Einar G. Einarsson, bóndasonur frá Garðhúsum í Grindavík, var aðeins tuttugu og fjögurra ára er hann sótti um verslunarleyfi til sýslunefndar og sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu.

Grindavík

Grindavík – Einarsbúð og nágrenni.

Ekki þarf að efa að þurft hefur kjark og mikið áræði til þeirrar ákvörðunar. Að fá leyfi til verslunarreksturs þá var ekki kvaðalaust, til dæmis þurftu menn að vera bindindismenn og stúkubundnir. ekki var leyfið heldur gefins því það kostaði fimmtíu sem voru miklir peningar árið 1897. Leyfi sitt til reksturs sveitaverslunar í Grindavíkurhreppi fékk Einar svo staðfest með bréfi frá sýslumanni hinn 1. maí með því skilyrði að sækja leyfisbréfið til Hafnarfjarðar á skrifstofu sýslumanns og greiða tilgreinda upphæð, fyrr mætti ekki hefja reksturinn.
Þegar eftir það hófst Einar handa og reisti verslunarhús miðsvæðis í hreppnum fyrir ofan lendinguna í Járngerðarstaðahverfi. Staðsetningin hefir að sjálfsögðu einnig miðast við það að vera sem næst sjómönnunum, því öll úttekt myndi greiðast með sjávarafla hvers og eins. Vafalítið hefir hann þá þegar verið búinn að ákveða að gerast firskverkandi jafnframt, vitað sem var að án þess gæti verslun í Grindavíkurhreppi ekki þrifist. Á þessum tíma voru nær öll viðskipti á Íslandi í vöruskiptum.
Einar G. EinarssonUm fyrstu árin segir Tómas Snorrason svo frá í Ægi, 5.tbl árið 1929: “Það mun flestum skiljast, að erfið hafi staða hans verið í byrjun, hann óþekktur, efnalítill og lítt kunnur verslunarsökum, en staðhættir þannig, að helst varð að byrgja verslunina að vörum að sumrinu, er endast þurfti til næsta sumars. Auðvitað þraut ýmislegt, einkum fyrst framan af, og margan leiðangurinn mun hann hafa gert út með þá hesta er fáanlegir voru að vetrinum til, til að viða að sér nauðsynjum; mun margt hafa stuðlað að því, t.d. varfærni að binda sér ekki þær skuldabyrðar, er hann gæti ekki staðið í skilum með, ört vaxandi viðskipti o.fl. Vafalaust hefir það í byrjun aukið tiltrú til hans hjá þeim, sem hann fékk vörur hjá, að hann átti ríka foreldra…”
Við þetta er því til að bæta að stórbóndinn Lárus í Grímstungu sagði mér, höfundi þessarar greinar, svo frá er ég heimsótti hann í Vatnsdalinn sem oftar að hann hefði í mörg haust rekið stóðhesta til Grindavíkur eingöngu fyrir Einar bónda og kaupmann í garðhúsum. Hann hefðis taðgreitt hrosson og veitt vel bæði í mat og drykk. Sagði hann mér að þessi viðskipti hefðu verið þau ánægjulegustu sem hann hefði átt, og bætti því við að þar hefði verið maður að sínu skapi. Ekki er ólíklegt að einkitt þessir hestar hafi borið mikið af varningi Grindvíkinga.
Einar í Garðhúsum hafði áður en hann hóf kaupmennsku verið sjómaður á bátum förður síns frá sextán ára aldri til tvítugs, en þá byrjaði hann með sinn eigin bát og var formaður á þeim báti næstu fjögur árin. Honum tókst vel til við formennskuna og átti, eftir því sem best verður séð, bjarta framtíð í útgerð og fiskverkun auk búskapar. En það var nokkuð sem han ngat ekki fellt sig við og það voru verslunarhættir þess tíma.

Einarsbúð

Ástæðu þess að hann ákvað að stofna til reksturs lýsir hann í blaðaviðtali við Sigurð Benediktsson í “Stundinni” árið 1940, á þessa leið: “Mér er í barnsminni, þegar Grindvíkingar báru flestar nauðsynjar sínar á bakinu frá Keflavík, en það er um tuttugu kílómetrar. Jafnvel voru dæmi þess, að fólk bar salt á bakinu frá Keflavík til fiskverkunar í Grindavík.. Og vegna fátæktar áttu Grindvíkingar ekki upp á háborðið í Keflavíkruverslun og urðu ósjaldan að híma þar við búðadyrnar hálfa og heila dagana áður en þeir fengu áheyrn, sem eins vel gat falið í sér fullkomna synjun um úttekt og úrbætur. Svona var þetta þá. Ungur fylltist ég beiskju og uppreisnaranda gegn þessum viðskiptaviðbjóði og ákvað að gera það, sem ég gæti til að bæta úr þessu böli sveitunga minna. Þessvegna, og fyrst og fremst þess vegna, setti ég á stofn fyrstu og einu verslunina í Grindavík.”

Gamla búðin 1961

Ég man allvel hvernig Einarsbúð, en svo var hún oftast nefnd, leit út en vel þó frekar að vitna í æviminingar Tómasar Þorvaldssonar útgerðarmanns, en þar segir svo: “Búð Einars eins og ég man fyrst eftir henni, þætti ekki stór nú á dögum; varla meira en um þrjátíu fermetrar. En hún breyttist og stækkaði smátt og smátt. Verslunarhúsið var úr timbri, ein hæð með lágu risi. Í fyrstu var gengið beint inn í búðina, en fljótlega var byggð lítil forstofa.”
Í búðinni hjá Einari fékkst allt milli heinmins og jarðar, bæði stórt og smátt. Þar ægði saman óskyldustu hlutum eins og sápu og  súkkulaði eða sykri og pipar. Og margs konar varningur hékk í loftinu, einkum búsáhöld og blikuðu eins og stjörnur á heiðskíru húmkvöldi.
Einari í Garðhúsum tókst ætlunarverk sitt, verslunin jókst jafnt og þétt svo og útgerð hans, fiskverkun og búskapur. Fyrr en varði var hann orðinn einn af umsvifamestu athafnamönnum á sínum tíma. Hann hóf nokkuð fljótlega að flytja inn vörur fyrir versluns ína og útgerð beint frá útlöndum með leiguskipum og mun einhverju hafa verið skipað upp í Grindavík og jafnframt skipað út fiski í sömus kip. Hann stofnaði svo Eimskipafélag Reykjavíkur ásamt tveimur tengdasonum sínum, þeim Einari Kristjánssyni og rafni Sigurðssyni ásamt Haraldi Forberg skipamiðlara.

Einarsbúð

Einar í Garðhúsum var einn af fáum athafnamönnum þessa lands sem stóð af sér kreppnuna árið 1930 og er ekki að efa að það eitt hefir verið mikið stórmál fyrir byggðalagið allt ekki síður en hann sjálfan.
Í blaðavitali við Faxa árið 1942 segir Einar m.a.: “Maður kemur í manns stað. Annars held ég að það verði framtíð Grindavíkur að útgerðin færist öll að Hópinu…”
Segja má að Einar í Garðhúsum hafi að miklu leyti lagt grundvöllinn að kauptúninu Grindavík, þeim grundvelli, sem uppvaxandi kynslóð byggði síðan upp af.
Einar rak verslun sína til dauðadags 1954. Einar var fæddur 16. apríl 1872 í Garðhúsum í Grindavík og bjó þar alla sína ævi. Hann kvæntist Ólafíu Ásbjarnardóttur. Eignuðust þau tíu börn og náðu sjö þeirra fullorðinsaldri; fjórar dætur og þrír synir.”

Heimild:
-Mbl 13. des. 1977 – Ólafur Einarsson.

Bryggjan