Þórkötlustaðahverfi

Þegar fornleifaskráningar eru annars vegar eiga fornleifa- eða sagnfræðingar (allt eftir hverjir vinna úr skráðum heimildum) stundum það til að taka fyrirliggjandi gögn sem gefin.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi 2018 – Túnakortið frá 1918 með yfirliggjandi loftmynd.

Tökum einfalt dæmi; Árið 2018 var gerð skýrsla um “Fornleifar í Þókötlustaðahverfi” í Grindavík með undirskriftinni “Verndarsvæði í byggð”. Upplýsingar í skýrslunni eru m.a. byggðar á Túnakorti af Þórkötlustöðum frá 1918, gert af Vigfúsi Guðmundssyni. Kortið er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – minjauppdráttur frá 2018. Þarna er Klöpp fast við og austan Buðlungu. Hrauntún er komið “innan  svæðis”.

Þegar Túnakortið er skoðað eru á því augljósar villur. Jörðin Klöpp er t.d. tekin út úr samhengi og hliðsett – líkt og hún væri Hrauntún. Jörðin Hrauntún er ekki merkt inn á Túnakortið. Á loftmynd og á uppdrætti af hverfinu sést hins vegar vel hvernig staða jarðarinnar Klappar er og hefur verið í samhenginu.

Þórkötlustaðahverfi

Hrauntún í Þórkötlustaðahverfi.

Þegar Túnakortið er verulega vandlega gaumgæft má sjá á því ótal mannvirki, þrátt fyrir alla gallana, sem ekki hafa ratað inn í skýrsluna – einhverra hluta vegna…

Heimildir:
-Fornleifar í Þórkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2018.
-Túnakort af Þórkötlustöðum frá 1918. Kortið gerði Vigfús Guðmundsson. Það er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands en hægt er að nálgast það á vef safnsins (hlaðið niður 14. ágúst 2017):
http://manntal.is/myndir/Tunakort/Gullbringusysla/Grindavikurhreppur/Jpg400/grindavikurhreppur 004.jpg

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – Túnakort 1918.