Hellan

Eldsmiðjan er nafn á helli undir Hellunni norðan Kleifarvatns. Vatnið hefur grafið sig þarna inn í laust brotamikill þarna í sunnanverðum og gengur brimlöðrið langt upp í kletta.” Eru skrif hans í heild annars staðar á vefsíðunni (“Krýsuvíkurvegur“). Í ferð Óskars HelluhellirSævarsson í Saltfisksetrinu með Bögga á Akri um þjóðveginn fyrir skömmu sagði hann Óskari frá því þegar hann var þarna með föður sínum sem gutti c.a. 10 ára. Þá var kallinn að vinna við að leggja veginn og þeir notuðu hellinn sem eldsmiðju. Var hellirinn því alltaf kallaður Eldsmiðjan. Í seinni tíð hefur hann jafnan verið nefndur Helluhellir því hann er undir Hellunni svonefndu. Þeir voru með hlóðir og fylltu að kvöldi með rekavið, létu loga yfir nótt, og að morgni voru glóðir sem entust til að laga og gera við t.d. brotin fjaðrablöð og fleirra sem aflaga fór.bergið áður en þjóðvegurinn kom til sögunnar árið 1944. Þá skrifaði Árni Óla m.a.: “Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Bæði er að vatnið getur hækkað mikið frá því sem nú er, og svo er öldugangur þarna mikill”. 
Óskar man eftir því að hafa komið þarna þegar hann ásamtÍ Helluhelli öðrum voru að smala úr Breiðdal og með Stöpunum niður að Lambafelli, sem oft var gert daginn fyrir fyrstu göngur. Þá var matast þarna í aftakaveðri og Láki heitinn í Vík kallaði hellinn
,,Eldsmiðjuna”. Var hann sjálfur að öllum líkindum þarna við vinnu á sínum tíma.
Hellir þessi hefur að öllum líkindum fyrst verið nýttur þegar vegagerðarmenn komu að honum, en áður náði vatnið oftast að honum.
Hellinn notaði m.a., að sögn Láka, Guðmann (Haraldur) á Hamri, sem var eldsmiður og var t.d. með smiðju í skúr bak við Hamar, þegar unnið var að vegagerðinni og í honum áðu síðar meir veghefilsstjórar er voru við vinnu sína á veginum.
Nemendur í Vinnuskólanum í Krýsuvík á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar kölluðu hellinn jafnan Hellinn, en í seinni tíð hefur hann verið nefndur Helluhellir.

Helluhellir

Helluhellir.