,

FERLIR – fyrstu ferðirnar

FEELIR

Föstudaginn 1. maí árið 2020 varð FERLIR tuttugu og eins árs. Þennan dag fyrir jafnmörgum árum hittust nokkrir starfsfélagar í Lögreglunni í Reykjavík við Kaldársel. Ætlunin var að skoða nærumhverfið með tillliti til sögu svæðisins, minjar og náttúru þess; hvort sem varðaði flóru eða fánu. Jafnframt var takmarkið að nýta áhugavert svæði, Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs) til hreyfingar og útivistar, ekki síst sem tilbreytingu frá hinu daglega amstri vinnunnar.
Selvogs-Jói mætti þá við öllu búinn að teknu tilliti til áður birtrar auglýsingar; „ætlunin er að feta yfir læki, kafa í hella og fara á fjöll“

Hver FERLIRFERLIRsferðin rak síðan  aðra í framhaldinu. Í dag eru þær orðnar fleiri en þrjú þúsund talsins – með hlutfallslega miklum uppsöfnuðum fróðleik, að ekki sé talað um öll hreyfingarígildin (lýðheilsugildin).

Fljótlega var FERLIRsvefnum komið á fót, í árdaga allra vefsíðugerða. Til þess fékkst styrkur til kaupa á fartölvu frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans til að vinna texta, myndir og birta. Alla tíð síðan hafa öll sveitarfélögin í fyrrum landnámi Ingólfs, utan Grafningshrepps, auk einstakra fyrirtækja, stutt viðhald vefsíðunnar (þ.e. greitt tilfallandi hýsingargjöldin frá ár til árs). Þeim hefur á móti staðið til boða að nota allt efni hennar þegnum sínum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða í leik eða starfi. Það á jafnframt við um alla aðra er áhuga hafa á útivist og vilja fræðast um fólkið er byggt hefur landssvæðið til þessa.

Á þessu tímabili hefur reynst nauðsynlegt vegna tækniframfara og hýsingarkrafna að uppfæra vefsíðuna þrisvar sinnum, nú síðast með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Vandinn hefur jafnan falist í að nýta eldra uppsafnað efni og aðlaga það að breyttum breytanda. Í dag standa slíkra breytingar yfir…

Vonandi mun áhugasömu fólki um svæðið nýtast innihald vefsíðunnar til langrar framtíðar.

HÉR má sjá nokkrar ljósmyndir frá fyrstu FERLIRsferðunum…

FERLIR

FERLIRsþátttakendur í Bálkahelli.