Fjárleitir Grindvíkinga fyrrum – Loftur Jónsson

Sauðabrekkuskjól

Loftur Jónsson, hinn margfróði Grindvíkingur um fyrri tíma, hafði verið, líkt og svo fjölmargir aðrir, að lesa FERLIRsvefsíðuna. Hann hafði verið að skoða þar umfjöllun um Sauðabrekkuskjólin.
Í Féframhaldinu sendi hann eftirfarandi ábendingu: „Þá datt mér í hug að segja þér (kannske veistu þetta), að áður fyrr þegar Grindvíkingar smöluðu afréttinn ríðandi, þá fóru þeir fyrsta daginn í Hrútagjá vestan við Sveifluháls. Þar gistu þeir í hellisskúta. Og þaðan byrjuðu þeir smölun daginn eftir. Ég veit ekki hvar þessi hellir er svo það þýðir ekki að spyrja mig frekar um það“.
Þegar leitað var nánar til Lofts um fjárleitir Grindvíkinga fyrrum barst eftirfarandi svar: „Ég veit svo sem ekki mikið um fjárleitir hjá Grindvíkingum áður fyrr. Ég veit bara, að þeir  höfðu ótrúlega mikið fyrir þessum skjátum sínum. Vegna heyleysis var fénu sleppt í fjallið í Góulok (eða einhverntíma eftir miðja Góu). Síðan var smalað tvisvar um sumarið. Fyrst til að marka lömbin og síðan til rúnings. Landið sem smala þurfti var víðfemt, allt vestan frá Þórðarfelli og austur á Vörðufell og Herdísarvíkurfjall.  Þar sem rekið var til réttar var í = 1. Í Skálarétt, vestur undir Borgarfjalli. 2. Á Vigdísarvöllum.  3. Í Krýsuvík, réttin var vestan undir Bæjarfelli (eins og þú veist).
Ég veit ekki Féhvar rekið var til réttar, þegar smalað var kringum Þorbjörn og Þórðarfell. Sennilega rekið niður í Járngerðarstaða-hverfi. Þar sem menn snéru við til smölunar var;  í Sóleyjarkrika innan við Höskuldarvelli; í Hrútagjá (eða Sauðabrekkugjá) þar sem gist var yfir nótt. Síðan í Krýsuvík var farið austur á Vörðufell og Herdísarvíkurfjall. Landið er víða  hrauni orpið og illreiðfært, þá voru hrossin taglhnýtt og einn maður settur í það að koma þeim á einhvern ákveðinn staða þar sem menn gátu tekið hrossin sbr. trússmaður. Menn lágu við í tjöldum á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík. Við fjallskil (á fjallskilaseðli) voru alltaf tilgreindir menn til að fara í útréttir sem kallað var, það var í réttir í öðrum sveitarfélögum; allt frá Njarðvík og austur í Ölfus og jafnvel til Þingvalla.
Fyrir Sauðabrekkuskjólfjárskipti var sauðfé á Reykjanes-skaganum sunnan  og vestan Hafnarfjarðar um það bil 20 þús. auk 70 – 80 hrossa sem rekin voru í fjallið. Bændur í Vogum og á Vatnsleysuströnd áttu alltaf stóð og það var oft vitnað í flókatrippin á Ströndinni. Þórður á Stóru-Vatnsleysu (faðir Sæmundar) átti u.þ.b. 1000 vetrarfóðraðar kindur og var fjárflestur í Gullbringusýslu. Hjálmar á Þórkötlustöðum átti u.þ.b. 100 sauði og þeir fóru allt austur i Þingvallasveit og Ölfus. Það var engin furða, 70 – 80 hross þurfa mikið að éta og voru eins og ryksugur á þessum grasteygingum á Reykjanesskaganum. Kindurnar sóttu alltaf lengra og lengra og enduðu þess vegna á annarra manna afréttum.
Ég veit ekki hvað ég get týnt fleira til svo ég læt þessu lokið í bili.“
Svo fá voru þau orð – en gagnleg
.

Heimild:
-Loftur Jónsson

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkuskjól.