Fossvogur – skipsflak

Fossvogur

„Í Fossvogi er skipsflak – og búið að vera þar lengi.
Þetta er hnoðaður járnskrokkur, stærðin er óræð Fossvogur - skipsflak 2en gæti hafa verið um 350-500 tonn ef marka má lengd kjalarins sem sjáanlegur er. Líklegast hefur skipið verið rifið þarna því síðurnar virðast hafa verið logskornar sundur þó erfitt sé að átta sig á því vegna ryðs. Skrokkurinn liggur þarna í mörgum bútum, þó virðist allt sem viðkemur framskipinu, bóga og stafn, vanta. Sömuleiðis allt úr skutnum en þó má vera að eitthvað leynist úti í sjónum, því afturhluti kjalarins var enn í sjó. Þarna var í heilu lagi, miðju-botnstykki, líklegast undan lest eða ketilrými. Undir neðsta þilfari má greinilega sjá „tunnel“, með röralögnum sem líklegast eru olíulagnir eða vatns/miðstöðvarrör. Þetta er líklega stjórnborðssíðan. Þarna sést meira af ætlaðri bakborðssíðu.
Neðsta þilfar séð frá bb. til st.b.  Þetta gæti hafa verið gólfið undir katlinum. Undir því má sjá „tunnelinn“ með röralögnunum, en það er ekki Fossvogur - skipsflak 3sýnilegt á myndunum. Yfirlit yfir þann hluta sem vel er sýnilegur á fjöru. Það má sjá framkjölinn í sandinum vinstra megin við aðalhlutann. Það má giska á (með sæmilegri vissu) að þetta skip hafi verið a.m.k. 30-35 metra langt. Þetta var enginn smábátur, gæti hafa verið togari aða gamalt flutningaskip.“
Gamall Snæfellingur, fyrrum togarajaxl, sagði: „Þetta er bara drasl, það var allt rifið sem hægt var“ sagði hann. „Þetta er gamli Íslendingur, lítill togari sem var dreginn þarna upp og rifinn. Þeir hafa bara ekki hirt um að hreinsa leifarnar“.
Togarinn Íslendingur RE 120 var smíðaður í Englandi 1893. Hann var 146 brl. og með 200 ha. gufuvél. Þann 9. des. 1926, er skipið lá í vetrarlægi á Eiðsvík við Reykjavík kom af ókunnum orsökum leki að skipinu og það sökk. Skipinu var bjargað af hafsbotni eftir 15 ár, það endurbyggt og allir hlutir endurnýjaðir. Sett var í skipið ný 500 ha. Fairbanks Morse díesel vél. 

Fossvogur - skipsflak 4

Eigendur frá 4. nóv. 1942 voru: Sveinbjörn Einarsson, Ágúst Ingvarsson og Stephan Stephensen, Reykjavík, þeir áttu Díeseltogara h/f, sem gerði út skipið sem hét þá Íslendingur RE 73. Skipið var selt 18. maí 1949 Bjarna Sigurðssyni og Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík og Ingibjörgu Pétursdóttur, Reykjum Mosfellssveit og Þorvaldi Stephensen, Sörvaag, Færeyjum. 19. júní 1951 seldi Ingibjörg Pétursdóttir Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík sinn hlut. Skipið var talið ónýtt og tekið af skipaskrá 2. febr. 1961. Þessar bækur, „Íslensk skip“ eru hreinasta gersemi, og skyldueign hverjum skipa-og bátaáhugamanni.
Líklegt er að Sindri h/f hafi eignast skipið, rennt því á land og rifið það þarna í fjörunni.“

Íslendingur

Togarinn Íslendingur.

Skv. upplýsingum B.I. mun þetta ekki vera flakið af nefndum Íslending heldur af Óla Garða Gk sem var dreginn þangað og svo rifinn eftir því sem kostur var en Íslendingur hefði endað sína ævi við Klepp í Kleppsvíkinni og verið seldur í brotajárn að hann minnti til Sindra. Í ritinu „Uppgangsár og barninsskeið, Saga sjávarútvegs á Íslandi segir: „Togararfélagið Fram eignaist aeins einn togara. Hann var keyptur í Bretlandi 1907 eða 1908 og nefndist upphaflega Osprey. Skipið var smíað árið 1893 og var því orðið fimmtán ára, er það var keypt til Íslands í mars 1908. Þá var það skírt Íslendingur, og undir því nafni gerði Fram, og síðar Elías Stefánsson, það út til ársins 1926, er það sökk, þar sem það lá í vetrarlægi í Eiðisvík. Árið 1942 náðist skipið upp eftir sextán ára legu á hafsbotni og var svo í notkun allt til ársins 1957. Það var rifið í fjörunni við Klepp á árunum 1960-1962.“
Margir aðrir hafa haft samband við FERLIR vegna skipsflaksins og sitt sýnist hverjum um tilurð þess. Hvað sem því líður er þarna um að ræða skipsflak, sem er bæði aðgengilegt og sjálfsagt að gefa gaum þegar gengið er með norðanverðum Fossvoginum, neðan Kirkjugarða Reykjavíkur.

Heimild m.a.:
-„Íslensk skip“, 3ja bindi bls.77, Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, útg. 1990.
-Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Skipsfalk í Fossvogi, Reykjavík 2024.
-Uppgangsár og barningsskeið, Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi, II. bindi, bls. 57.

 

Otur

Í Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík frá 2024, segir: „Í flæðarmáli innarlega í Fossvogi norðanverðum er skipsflak togara sem var 49. togarinn í eigu Íslendinga, Otur ER-245, smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921 fyrir Otur h/f í Reykjavík. Lengd 42,92 m, breidd 7,50 m, dýpt 3,56 m, 316 brúttólestir, knúinn 600 hestafla gufuvél. Seldur árið 1938 til Hrafnaflóka h/f í Hafnarfirði og þá nefndur Óli-Garða GK 190. „Á stríðsárunum bjargaði áhöfn togarans breskum flugbáti með 7 mönnum sem nauðlent hafði á Írlandshafi og flutti til skoskrar hafnar. Var það í maí mánuði árið 1940. Árið 1944 bjargaði áhöfnin á Óla-Garða ísl. togaranum Þorfinni í hafi og dró hann 400 sjómílna leið til breskrar hafnar. Óli-Garða var rifinn í Fossvogi 1953–1954.“