Geldinganes II

Geldinganes

Minjar má finna á nokkrum stöðu í Geldinganesi.
Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: „Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. GeldinganesMeðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og hafi hún að einhverju leiti lifað á laxi er hún veiddi. Norðurnes nær frá Helguhólsmýri og norðaustur á tangann. Á tanganum norðaustur af nesinu var mjög góð fjörubeit og þar mun hafa verið nokkur sölvafjara. Þarna var fjárborg, þar sem Gufunesbændur höfðu sauði og munu sauðir hafa gengið þar mikið til sjálfala á vetrum.“
Í Geldinganes I er m.a. fjallað um sjóðbúð og selstöðu í austanverðu Nesinu, hinni fyrrnefndu að norðanverðu og þeirri síðarnefndu að sunnanverðu.
Í örnefnalýsingunni er getið um fjárborg. Reyndar er fjárborg í sunnanverðu Nesinu skammt vestan við selstöðuna og hefur hún eflaust tengst Fjárborghenni. Neðan hvorutveggja er hlaðinn garður, væntanlega ætlaður til aðhalds fyrir sauðfé og aðrar skepnur, sem voru hafðar á Nesinu, en gátu annars farið á fastalandið yfir Eiðsgrandann á fjöru.
Fjárborg sú er getið er um í örnefna-lýsingunni, er eina mannvirkið, sem þar er lýst þrátt fyrir að önnur hafi fyrrum augsýnilega verið þar um langan tíma.
Fjárborgin er efst á Geldinganesi. Umleikis hana er þýflendi. Hún stendur hátt, en er að mestu fallin og gróið yfir. Þó má sjá hluta hennar standandi upp úr gróningum. Norðvestar er fyrrnefndur Helguhóll.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Geldinganes

Geldinganes – Helguhóll.