Blesaþúfa

Við Blesugróf er Blesaþúfa, leifar af fornri óseyri.
“Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 Blesaþúfa-2þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjalla og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna menjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar benda til að sjávarstaðan hafi verið 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar lindár eins og nú er.”

Blesaþúfa

Blesaþúfa.