Selatangar

Menningar- og sögutengd gönguhátíð í Grindavík  um verslunarmannahelgina 2008.

Dagskrá:

Föstudagur 1. ágúst:
SandakravegurMæting kl. 20:00 við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið verður með leiðsögn um Járngerðarstaðahverfi, gamla bæjarhlutann í Grindavík í 1-2 tíma. Fróðleikur í Flagghúsinu í lok göngu.
Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.

Laugardagur 2. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Ísólfsskála, sem er í um 6 km austur af Grindavík, á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan verður gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir“ með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endar við Ísólfsskála og tekur um 2-3 tíma. Gott er að vera í góðum skóm. Aðstaða er til að grilla á Ísólfsskála í lok göngu. Gangan er í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins.

Sunnudagur 3. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við Saltfisksetrið. Ekið með rútu að Móklettum á Krýsuvíkurleið. Gengið verður með leiðsögn um gömlu þjóðleiðirnar, Sandakraveg og Skógfellaveg og endað við Saltfisksetrið í  Grindavík. Svæðið býður upp á  stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gangan tekur um 5-6 tíma. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Í lok göngu verður boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Saltfisksetrinu. Verð kr. 1.200.
Gangan er í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Mánudagur 4. ágúst:
Mæting kl. 11:00 við bílastæði Bláa lónsins – Gengið með leiðsögn um hluta af gömlum þjóðleiðum, Skipsstíg og  Árnastíg að Húsatóftum. Gangan tekur um  3-4 tíma. Svæðið bíður upp á  stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Rútuferð til baka.
Gangan er í boði Bláa Lónsins sem auk þess býður upp á aðgangseyri, 2 fyrir 1 í Lónið í lok göngu.

Ekkert þátttökugjald er í gönguferðir en rútugjald er kr. 500, frítt fyrir börn 12 ára og yngri sem og FERLIRsfélaga. Allir á eigin ábyrgð í ferðum. Kjörið tækifæri til að fræðast, nærast og hreyfa sig í hinu margbrotna umhverfi Grindavíkur.

Gönguhátíðin er liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2008.

Jángerðarstaðir