Grasagarðurinn – skilti

Reykjavík

Við innganga í Grasagarðinn í Reykjavík eru skilti. Á þeim má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.

„Velkomin í Grasagarðinn.
Grasagarðurinn var stofnaður árið 1961 og er eitt af söfnun Reykjavíkurborgar. Hlutverk hans er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í honum eru átta safndeildir með um 5.000 plöntum. Heildarfjöldi tegunda, undirtegunda, afbrigða og yrkja er rúmlega 3.500. Plöntusafn garðsins sýnir fjölbreytni þess gróðurs sem vex í norðlæga tempraða beltinu.

1. Flóra Íslands
Í safndeildinni er að finna um 300 af þeim u.þ.b. 485 tegundum blómplantna og byrkinga sem teljast til íslensku flórunnar. Reynt er af fremsta megni að líkja eftir náttúrlegum vaxtarsvæðum plantnanna, svo sem votlendi og jarðhitasvæðum.

Reykjavík

Í Grasagarðinum.

2. Fjölærar jurtir
Fjölæringum er raðað í beð eftir flokkun þeirra í plöntuættkvíslir og ættir. Í safndeildinni er að finna bæði tegundir af villtum uppruna, afbrigði þeirra sem og ræktuð yrki.

3. Rósir
Í safndeildinni eru sýnishorn af algengum rósategundum og mörgum þeirra rósayrkja sem eru í ræktun utandyra á Íslandi.

4. Lyngrósir
Safn sígrænna lyngrósarunna. Elsta lyngrósin, skógalyngrós, er frá árinu 1977, blómgast í maí og blómstrar stórum, bleikum, klukkulaga blómum. Einnig eru í safndeildinni ýmsar skógarbotnstegundir sem þrífast í súrum jarðvegi.

Reykjavík

Í Grasagarðinum.

5. Skógarbotnsplöntur
Skógarbotsplöntur safndeildarinnar eiga uppruna sinn á skógarsvæðum tempraða beltisins nyrðra og blómstra margar áður en tré laufgast. Þær þrífast best í skugga og í jarðvegi sem er ríkur af lífrænum plöntuleifum.

6 Trjásafn
Trjásafnið er stærsta safndeild Grasagarðsins og í henni eru fjöldi tegunda trjáa og runna prófaðar utandyra með tilliti til þrifa og harðgerðis.

7. Steinhæð

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.

Í steinhæðinni eru erlendar fjölærar háfjallajurtit og smárunnar. Plöntunum er raðað saman eftir upprunalegum heimkynnum þeirra. Þar má finna plöntur frá fjallasvæðum Evrópu, Norður- og Suður-

Ameríku, Asíu og Eyjaálfu.

8. Nytjajurtagarður
Í safndeildinni eru ræktaðar matjurtir, krydd og lækningajurtir. Þar má finna allar helstu tegundir þeirra nytjajurta sem eru ræktaðar í heimilisgörðum á Íslandi.“

Reykjavík

Grasagarðurinn – skilti.