Í “Íslenskar þjóðsögur og ævintýri” er sagt frá brunni að Hofi á Kjalarnesi: ”
Á Hofi a Kjalarnesi er brunn-2æfagamall dómstaður og blótstaður. Þar er brunnur einn, sem aldrei er byrgður, og sem ekki má heldur byrgja. Sá er sögn um brunn þenna, að á meðan hann se opinn, varist hvert barn brunninn, og jafnvel úngbörnin snúi frá honum og kræki lángar leiðir út fyrir hann. En ef brunnurinn er byrgður, sé þess víst að vænta að eitthvert barn detti í hann, og drukkni. Mörg dæmi þykjast menn vita til þessa. (Eptir Dr. Mauiers Isl. Volkss. 180. bls.)”.

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri 1862, bls. 661.

Hof

Hof á Kjalarnesi og nágrenni – loftmynd.