Hlíðarkot – Stekkur

Hlíðarborg

Undir Hlíðarfjalli eru tvær samliggjadi tóftir. Munnmæli herma að þar hafi um tíma verið athvarf og/eða mannabústaður.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1956 segir m.a.: „Í fardögum árið 1850, fluttu ung hjón búferlum á jörðina Efri-Mörk á Síðu. Þessi hjón voru: Ísleifur Guðmundsson frá Ystabæli undir Eyjafjöllum og Ragnheiður Jónsdóttir frá Hlíð í Skaftártungu.
hlidarkot-1Ekki kemur hér við sögu annað heimilisfólk þessara hjóna, en sonur þeirra er Guðmundur hét, hann var þá fjögurra mánaða gamall er þau fluttu að Efri-Mörk, fæddur 17. jan. (1850).
Það mun snemma hafa komið í ljós, að drengurinn vildi vera sjálfráður ferða sinna. Því ungur var hann, er svo bar við einn góðan veðurdag, að hann hvarf frá bænum, og leit var gerð að honum. En meðan á leitinni stóð, breyttist veður, til hins verra. Þann árangur bar þó leitin, að drengurinn fannst á svonefndu Borgarholti. Þar hafði hann fengið afdrep undir skjólgarði, og er það sem svarar 10 mínútna gang austur frá bænum.
Alloft mun Ísleifur hafa skipt um bústað, en ekki verður það rakið hér. Árið 1858, þegar Guðmundur var 8 ára, þá flutti Ísleifur alfarið af Síðunni, og þá alla leið til Krýsuvíkur, en nokkuru síðar að Hlíð í Selvogi.
Ekki verður hér meira sagt af foreldrum Guðmundar Ísleifssonar, en hjá þeim dvaldi hann í Hlíð í nokkur ár. Svo þegar hann hafði þroska til, þá réðist hann til vandalausra sem vinnumaður. Fyrst var hann hjá Selvogsprestinum um þriggja ára skeið. Þá réðist hann í kaupmannshúsið á Eyrarbakka.
hlidarkot-2Eftir skamma dvöl þar, fór hann að eiga með sig sjálfur. Og þá kvæntist hann Sigríði Þorleifsdóttur á Stóru-Háeyri. Þar settist hann svo að, og þar hófst vegur hans og gengi, eins og flestu eldra fólki á Suðurland; er kunnugt.
Ekki verður saga Guðmundar Ísleifssonar — eða Guðmundar á Háeyri, sem hann var jafnan nefndur — rakin hér frekar.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hlíð segir m.a. um framangreindar tóftir: „Stekkatúnsbrekkur voru brekkur í fjallinu vestan við Háhamar, og þar hafði verið Stekkur og Stekkatún“. Minjarnar eru líklega frá því um miðja 19. öld.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 23. sept. 1956, bls. 546.

-Örnefnalýsing fyrir Hlíð. ÖÍ.

Hlíð

Hlíð, bæjarminjar.