Hólmur – Herdísarvík

Hólmur

Vegna mikillar aldursbreiddar í hópnum var ákveðið að nota vel hið frábæra veður og fara skemmtilegan hring og skoða það sem fyrir augu bæri.

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Í stað þess að fylgja FERLIR-323 upp á Þráinsskjöld var ákveðið að halda að Hólmi við Suðurlandsveg og líta á Hólmshelli í bæjartúninu. Norðan hans er forn stekkur og austan opsins er gömlu bæjartóttirnar á Hólmi hinum forna. Sjást þær vel sem og hlaðnir garðar beggja vegna hans. Þá sést gamli túngarðurinn sunnan túnsins enn mjög vel. Vestan við hellisopið er fallega hlaðið hús, sem enn stendur svo til heilt. Þetta er fyrrum eldhúsið á Hólmi, síðar notað sem reykkofi (Valur).
Kíkt var ofan í Raufarhólshelli í Þrengslunum og síðan haldið að Herdísarvík. Byrjað var á því að leita að norðurenda Breiðabásshellis. Op fannst upp í Mosaskarði. Um er að ræða djúpa og að öllum líkindum mjög greiðfæra hraunrás. Ætlunin er að fara þangað fljótlega með góð ljós og kanna hellinn.

Hólmur

Hólmur – kirkjugarður.

Þá var leitað að fjárborgunum tveimur, sem sagt er frá í gömlum heimildum, niður við Herdísarvík. Þær fundust báðar svo og gamla réttin. Skoðaðir voru garðarnir, Austurgarður, Miðgarður og Vesturgarður áður en haldið var að Krýsuvíkurhrauni. Þar var skoðað hlaðið byrgi og aðhald skammt fyrir innan það. Þegar komið var á móts við Lambafell var rally í gangi á veginum svo ákveðið var að ganga upp á Sveifluháls og skoða merkilega gatakletta, sem þar eru á tilteknum stað. Litbrigðin í fjöllunum og klettunum á þessu svæði eru ólýsanleg við bestu birtuskilyrði.
Frábært veður.

Sveifluháls

Örnefni á Sveifluhálsi – ÓSÁ.