Hraunssel

Hraunssel

Haldið var norður Leggjabrjótshraun vestan við Núpshlíðarháls og gengið í sólskini að Hraunsseli.

Hraunssel

Hraunssel.

Selið er merkilegt fyrir að að hafa verið síðasta selið svo vitað sé sem notað var á Reykjanesi, eða allt fram til 1914. Á sumum kortum er það staðsett uppi á hálsinum, en er í norðan undir honum. Selið eru heillgar tóftir og stekkur. Ef vel er að gáð má sjá tóftir eldra sels á sléttlendi skammt norðar. Við þær er einng stekkur, nær jarðlægur. Hraunssels-Vatnsfell, fjallið gegnt selinu, dregur nafn sitt af því.

Núpshlíðarháls

Núpshlíðarháls – gígur.

Vegna góðs veðurs var ákveðið að ganga einnig á Núpshlíðarhorn og skoða gígana, sem þar eru, en þeir munu vera einstakir í sögu jarðfræðinnar. Fyrir ofan hraunárfarvegina klofnuðu gígarnir eftir endilöngu fjallinu svo sjá má þversnið þeirra og þannig átta sig enn betur á hvernig þeir, og aðrir sambærilegir gjallgígar, hafa myndast upp úr móbergsfjalli, eins og víða má sjá, s.s. inn með austanverðum Núpshlíðarhálsinum. Gígarnir eru hver öðrum fallegri og alveg þess virði að gefa sér góðan tíma til að ganga á milli þeirra, virða þá fyrir sér og skoða hraunæðarnar og – traðirnar, sem frá þeim liggja niður hlíðina að vestanverðu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.